Leikskólinn Álfaheiði

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Ég vil læra íslensku

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs

Heilsuleikskólinn Fífusalir

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Skína smástjörnur. Skýrsla um þróunarverkefni í fjórum leikskólum. Hrönn Pálmadóttir Kristín Gunnarsdóttir

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Leikur og læsi í leikskólum

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Framhaldsskólapúlsinn

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

UNGT FÓLK BEKKUR

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Milli steins og sleggju

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Verkferlar í tengslum við fæðuofnæmi og fæðuóþol í leikskólum Reykjavíkurborgar

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi,

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Könnunarverkefnið. Ljón. Þáttakenndur í Ljónaverkefninu. Rauði hópur. Haust 2009 Börn fædd 2005

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Skóli án aðgreiningar

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Félags- og mannvísindadeild

Námsheimsókn til Delft í Hollandi. Study visit mars 2013

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Heimur barnanna, heimur dýranna

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Starfsáætlun Þrúður Hjelm Skólastjóri Krikaskóla

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Ferðasaga. Skólaheimsókn til Berlinar 29/5 2/ Skólaheimsókn til Berlinar 29. maí 2. júní 2017

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Transcription:

Leikskólinn Álfaheiði Náms - og kynnisferð til Toronto apríl 2012 Skýrsluna unnu: Rakel Ýr Ísaksen og Elísabet Eyjólfsdóttir 1

Inngangur Í apríl 2012 lögðu 23 starfsmenn leikskólans Álfaheiði land undir fót og kynntu sér starf í þremur leikskólum í Toronto. Kanada er þekkt fyrir að standa framarlega í umhverfismennt og þar sem leikskólinn Álfaheiði leggur mikinn metnað í umhverfismennt og flaggar Grænfánanum í þriðja sinn, fannst okkur tilvalið að sækja Toronto heim og fá þar innblástur og góðar hugmyndir. Einnig höfðum við mikinn áhuga á að kynna okkur aðkomu barna að námskrárgerð, í tengslum við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í leikskólastarf á Íslandi. Þetta er þriðja náms - og kynnisferð leikskólans, árið 2006 fóru 16 starfsmenn til Oxford á Englandi til að kynna sér námsefnið Lífsmennt og árið 2008 fóru 24 starfsmenn til Kaupmannahafnar að fræðast um umhverfismennt og skapandi starf úr verðlausum efnivið. Undibúningur og skipulag Ferðanefnd var skipuð haustið 2011 og í henni voru Elísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri, Halldóra Sölvadóttir deildarstjóri, Rakel Ýr Ísaksen sérkennslustjóri og Þórdís Hauksdóttir leiðbeinandi. Gerð var könnun meðal starfsfólks um hvert skyldi fara í náms - og kynnisferð og varð Toronto fyrir valinu. Fjölskyldudeild háskólans í Toronto benti okkur á að hafa samband við einkaleikskóla sem háskólinn á og rekur og mikill áhugi var einnig fyrir að heimsækja Waldorfskóla. Internetið kom að góðum notum og höfðum við samband við þessa skóla sem féllust á að taka á móti okkur. Þrettán leikskólakennarar fengu styrk frá KÍ, tveir þroskaþjálfar fengu styrk frá sínu félagi og leikskólinn fékk styrk úr Mannauðssjóði KSG, Starfsmannafélags Kópavogs fyrir átta leiðbeinendur. Upphæð styrkja dugði fyrir kostnaði við flug, hótel og rútu til og frá flugvelli í Toronto sem gerði okkur kleyft að fara í þessa skemmtilegu og fróðlegu ferð. 2

Skólakerfið í Kanada Rúmlega 94 % af skólum í Kanada eru ríkisreknir en rúmlega 5 % eru einkaskólar. Námskrá/áætlun almenna skólakerfis Ontario er að finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.edu.gov.on.ca/eng/curriculum/elementary/kinder rgarten.html Hvert fylki í Kanada er með eigin reglugerð varðandi einkaskólaa og eru öll fjárframlög til þeirra háð því hvort aðalnámskránni sé fylgt eftir og hvort kennarar séu með leyfisbréf frá því opinbera. Þeir þrír skólar sem við heimsóttum eru allir einkaskólar, þar af tveir þeirra reknir af háskólanum í Toronto en hann hefur leyfi til að reka leikskóla og ber hann ábyrgð á rekstrinum. Þriðji skólinn er Waldorfskóli sem vinnur eftir námskrá Waldorfskóla sem starfræktir eru um allan heim. Skólarnir fá ekki styrki frá ríkinu og þurfa því ekki að fylgja aðalnámsskrá / námsáætlun Ontariofylkis. Skólagjöld í þessa skóla eru mjög há og lítið um að foreldrar með bágan fjárhag eða sem eiga börn sem þarfnast mikillar sérkennslu sendi börn sín í þessa skóla því ekki er boðið upp á mikla sérkennslu þar sem hún er mjög kostnaðarsöm og ríkið kemur ekki með framlög á móti. Biðlistar eru langir í skólana sem við heimsóttum og margir foreldrar keyra börn sín langar leiðir á hverjum degi til þess að börnin fái þá menntunn sem skólarnir bjóða upp á. 3

Torornto Waldorf School www.torontowaldorfschool.com Patti Wolfe tók á móti okkur í Toronto Waldorf School. Fyrir hádegi fór helmingur starfsmanna Álfaheiðar, tveir og tveir saman á allar sex deildirnar og fylgdust með skólastarfinu en hinn helmingurinn fékk leiðsögn um útisvæði skólans. Boðið var upp á góðan lífrænt ræktaðan mat í hádegi og eftir hádegi svöruðu Waldorfkennararnir þeim spurningum sem höfðu vaknað hjá okkur um starfið og hugmyndafræðina og við kynntum starfið í Álfaheiði. Skólinn var stofnaður 1968 og er í úthverfi Toronto í um það bil 40 mínútna akstri frá miðbænum. Hann er hluti af alþjóðlegu samfélagi Waldorfskóla sem menntar kennara sína í starfsaðferðum hugmyndafræðinnar og státar af 90 ára gamalli námskrá sem 2.500 skólar og leikskólar í yfir 60 löndum fara eftir. Stefnan er byggð á hugmyndafræði Rudolf Steiner sem stofnaði sinn fyrsta skóla í Þýskalandi árið 1919 en hann taldi að markmið uppeldis væri að börn þroskuðust sem hamingjusamir einstaklingar sem nytu bernsku sinnar í leik, listsköpun og með þátttöku í daglegum störfum. Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu og er allt leikefni komið frá náttúrunni. Starfsmenn eru fyrirmyndir barnanna og verða að vera samkvæmir sjálfum sér í orði og athöfnum. 4

Skólinn er fyrir börn á aldrinum þriggja til átján ára. Foreldrar barna á öðru og þriðja ári gefst kostur á að koma einu sinni í viku ásamt barninu til að fræðast um Waldorf stefnuna og veita barninu í leiðinni góða aðlögun að skólastarfinu. 12 börn eru á deild fyrir 3-4 ára börn ásamt kennara og aðstoðarmanni og 18 börn eru á deild fyrir börn frá 4 til 6 ára ásamt kennara og aðstoðarmanni og dvelja flest börn aðeins hluta úr degi í skólanum. Það sem einkenndi þennan skemmtilega skóla var húsbyggingin sem byggð var í anda stefnunnar með rúnaðar línur og innan dyra var heimilislegt, rólegt andrúmsloft og þægilegir litir á veggjum. Mikið var um lifandi plöntur og á hverri deild var svokallað árstíðarborð þar sem litum og kennileitum núverandi árstíðar eru gerð skil á listrænan hátt. Engar klukkur voru sýnilegar á deildum og kveikt var á kertum til að skapa notalega stemningu og rólegheit. Á hverri deild var hefilbekkur þar sem börnin voru að pússa heimasmíðuð sverð og handavinnuherbergi skólans var mjög vel búið. Tréskilrúm sem notuð voru fyrir hvert og eitt barn í hvíldinni voru einnig notuð í leik. Allt var í hæð barnanna og mikið leikrými. Börnin færðu sig á milli svæða að vild og eftir áhuga. Allt leikefnið var náttúrulegt og leikið var með efniviðinn á óhefðbundinn hátt. Falleg tréleikföng og viðarkubbar, prjónuð bönd, dúskar, litlir koddar og mikið leikið með heimasaumaðar dúkkur. Hvert barn á sína körfu með handavinnu og mikil listsköpun virtist eiga sér stað. Dagskipulag er alltaf með svipuðu sniði, t.d. er sama lag sungið á hverjum morgni og sami matur eftir vikudögum. Þegar okkur bar að garði var verið að elda, á deildum, súpu með grænmeti sem börnin höfðu skorið niður deginum áður. Skólinn leggur áherslu á lífrænt ræktað grænmetisfæði. 5

Börnin eru þátttakendur í daglegum störfum t.d. í bakstri, matreiðslu og garðyrkju. Það vakti eftirtekt okkar að kennarar klæðast ekki svörtum lit og þeir söngluðu til barnanna hvað átti að taka sér fyrir hendur. Þær sögðu lítið við börnin en hófu ýmsa vinnu og börnin komu þá til þeirra og tóku þátt. Kennarar töluðu mjög lítið saman sín á milli og í stað þess að tala við börnin, gengu þeir til þeirra og snertu t.d. öxl í staðinn fyrir að kalla yfir herbergið. Fyrir mat var gengið frá leikefninu í rólegheitum og ef einhver var ekki búinn, kláraði viðkomandi sitt verk og fór til hinna barnanna sem voru byrjuð í samverustund. Við matarborðið var spjallað saman og í lok máltíðar þökkuðu börn og starfsfólk fyrir matinn. Börnin voru mjög virk við að hjálpa kennurunum að ganga frá eftir mat, halda hurðum fyrir hvort annað og eitt barn fór í sendiferð fyrir kennarann. Ekki var mikið um leikföng á skólalóðinni enda dvelja leikskólabörnin einungis einn dag í viku á skólalóðinni, annars eru þau í skóginum sem umlykur skólann, á akrinum eða hjá dýrunum. Á skógarsvæðinu, léku börnin sér frjáls og höfðu kennarar frekar lítil afskipti af þeim. Í nágrenni skólans eru íbúðir fyrir aldraða og þar búa margir gamlir Waldorfkennarar sem áður unnu í skólanum en stunda núna ýmis sjálboðastörf fyrir sinn gamla skóla. 6

Early Learning Centre http://elc.utoronto.ca Háskólinn í Toronto rekur þrjá leikskóla á háskólasvæðinu og er Early learning Centre ( ELC ) deild innan Toronto háskólans. Leikskólinn sem við heimsóttum er á Glen Morris Street en þar dvelja börn á aldrinum 0-6 ára, flest eru börn nemenda, kennara eða starfsfólks háskólans. Samstarf við grunnskóla sem er staðsettur mjög nálægt leikskólanum, hefst þegar börnin eru 3.8 ára en þá dvelja þau hálfan daginn í skólanum og hálfan daginn í leikskólanum. Cheryl Degras tók á móti hópnum sem skip var upp í tvo smærri hópa. Leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri veittu leiðsögn um húsnæðið, því næst svaraði leikskólastjóri spurningum sem komu upp í heimsókninni. Stefna leikskólans byggir á þeirri hugmyndafræði að börn læra í gegnum leik og með virkri þátttöku og því er námið sniðið að þörfum barnanna. Leikurinn er miðill m.a. til að örva sköpunargáfu, hreyfifærni, hlustun, vitræna færni, félagslegan og tilfinningalegan þroska og umhverfisvitund. Ný þekking er best tryggð þegar börn taka virkan þátt og þegar námskráin samræmist hagsmunum barnanna, áhugasvið, einstaka styrkleika þeirra og mismunandi leiðum barna til að læra. Lögð er áhersla á að kennarar séu góðar fyrirmyndir og skapi fordómalaust umhverfi. 7

Leikskólinn er í nýlegu húsnæði og náðu gluggar alveg niður í gólf sem er skemmtilegt fyrir yngstu börnin sem hafa gott útsýni af gólfinu. Rýmið er mjög lítið en vel skipulagt og töluvert hólfað niður í lítil skot. Ógrynni var af leikefni á deildum og flest leikföng úr plasti. Kennarar setja upp fjölbreytt leiktilboð á hverjum degi og börnunum er frjálst að fara á milli þeirra að vild. Kennarar sögðu frá því að leitast er við að grípa það sem börnin eru upptekin af og leikur og verkefni spinnast út frá því. Skemmtileg verkefni sem unnin voru í þematengdu starfi voru sýnileg. Börnin virtust fá að prófa sig áfram og reyna við hin ýmsu verkefni og áhugahvöt barnanna var ríkjandi. Það var gaman að sjá baunaspírur sem höfðu verið settar í plastpoka með blautum svampi og hann hengdur upp á vegg svo hægt væri að fylgjast með ferlinu. Áhersla var lögð á gróðursetningu, umhverfið og fugla. Töluverð áhersla virtist einnig vera á fínhreyfingar. Mikið samstarf er við grunnskólann og starfið virðist nokkuð grunnskólamiðað t.d. er stærðfræðikennsla daglega og eitt nýtt orð tekið fyrir á hverjum degi, mikil áhersla virðist vera á lestrarkennslu, bækur voru mjög sýnilegar og bókahillur voru um allt. Stafrænir myndarammar eru á hverri deild og skráning og áætlanir eru mjög sýnilegar. Sjónrænar stundartöflur voru sýnilegar og börnin fengu góðan aðlögunartíma ef skipta átti um athöfn. Einstaklingsáætlun er gerð fyrir hvert og 8

eitt barn, líkt og við þekkjum með sérkennslubörnin hér heima. Andrúmsloftið var rólegt og öllum virtist líða mjög vel. Upplýsingatöflur í fataherbergi er vel nýttar. Mikil áhersla er lögð á samfellu í námi barnsins og krafa er gerð um þátttöku foreldra. Börnin koma mjög ung í leikskólann og foreldrar sjá m.a. um að blanda pela heima sem duga fyrir daginn. Þegar komið er að morgni skrá foreldrar á eyðublað upplýsingar varðandi svefn og annað viðkomandi barninu og kennarar skrá svo á bakhlið blaðsins hvernig dagurinn hefur gengið í leikskólanum. Hvíld barnanna er dreifð um allt hús og börnin mega velja sér eitthvað leikfang eða bók til að hafa með sér í hvíldina. Sjúkrakassi, adrenalínspenni og ýtarlegar leiðbeiningar um notkun hans og myndir af bráðaofnæmisbörnum eru sýnilegar öllu starfsfólki og foreldrum. Upp um alla veggi héngu reglugerðir og leiðbeiningar um allt mögulegt t.d. hvernig beri að skipta á börnum Alls staðar var áberandi mikil skráning bæði varðandi leik barna, foreldrasamstarf og framkvæmdir af ýmsu tagi. Útisvæðið er mjög lítið og frekar óspennandi en leikskólinn á kerrur sem rúmar mörg börn og eru þær nýttar þegar farið er með litlu börnin út af leikskólanum. 9

The Laboratory School at the Dr. Eric Jackman Institute of child study http://www.oise.utoronto.ca/ics/ The Laboratory School at the Dr. Eric Jackman Institute of child study tilheyrir sálfræði og kennsludeildum Toronto háskóla og er bæði heimaskóli fyrir mastersnema í kennslufræðum og rannsóknarskóli fyrir háskólann. Richard Messina aðstoðarskólastjóri tók á móti okkur og fræddi okkur um skólann, hugmyndafræði og starfsaðferðir. Eftir það fengum við skoðunarferð og að lokinni skoðunarferð var aftur sest niður og þá gafst tækifæri á að spyrja spurninga og ræða málin. Í skólanum eru 202 börn á aldrinum 3-12 ára og við skólann starfa 19 fastráðnir kennarar, ásamt kennaranemum. 22 börn eru í eldri bekkjum grunnskólans, 20 börn á deild 3-4 ára barna, en þau eru flest hálfan 10

daginn, 20 börn eru einnig á deild á aldrinum 4-5 ára. Jafnt kynjahlutfall er í hverjum bekk og fulltrúar frá hinum ýmsu kynþáttum svo rannsóknir á námi barna gefi sem réttasta mynd af samfélaginu. Skemmtileg leiksvæði, allt í hæð barnanna Learning by doing eru einkunnarorð skólans og sýn starfsmanna á börnin er að þau eiga að læra sér til ánægju og að hugmyndir barnanna séu dásamlegar og mikil virðing er borin fyrir því sem börnin eru að gera. Börnin læra að spyrja spurninga og leita svara því ný þekking leiðir af sér fleiri spurningar. Börnin gera tilraunir og rannsóknir með kennara sínum og byggt er á fyrri reynslu og hugmyndum þeirra. Gerðar eru minnst 3 tilraunir út frá tilgátum barnanna áður en sérfræðingur frá háskólanum, með þekkingu á því sviði sem verið er að rannsaka, er kallaður til. Dvalið er við sama efni í langan tíma og allar hliðar kannaðar, því endalaust vakna nýjar spurningar hjá börnunum eftir því sem þekking þeirra eykst. Tákn með tali er notað m.a. við frönskukennslu og reynist mjög vel. 11

Mikil áhersla er lögð á stærðfræði og eru farnar mismunandi leiðir í þeim efnum Búið að merkja við 19 daga Dagskipulagið Einnig er lögð áhersla á tónlist og leiklist. Mikið var af alls konar efnivið bæði endurvinnanlegum og náttúrulegum til föndurs og talningar og sýnilegar tilraunir í gangi t.d. varðandi uppgufun. Mikið var af leikefni sem börnin blönduðu saman t.d. einingarkubbar og gúmmídýr. Húsnæðið leikskólans er í gömlu einbýlishúsi sem komið er til ára sinna og er frekart lítið fyrir svo fjölmennan skóla. Rýmið er mjög vel nýtt, myndir, skráningar, listaverk og tilraunir barnanna prýddu alla veggi og loftin líka. Leikskóladeildunum var skipti upp í leikkróka, leikefnið var í hæð barnanna og þau gátu farið frjáls á milli valsvæða. 12

Lokaorð Það var tekið einstaklega vel á móti okkur á þessum þremur skólum sem við heimsóttum. Allir skólarnir eiga það sameiginlegt að aðaláherslan er lögð á leikinn og virkri þátttöku barnanna í skólastarfinu þó svo að hugmyndafræði leikskólastarfsins byggi á ólíkum grunni. Í öllum leikskólunum var leikefnið í hæð barnanna og þau gátu farið frjálst á milli svæða. Við skynjuðum að mikil virðing er borin fyrir skoðunum og ákvörðunartöku barnanna. Starfsfólk er meðvitað um mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir í orði og athöfnum. Í öllum leikskólunum fóru fram góðar faglegar umræður um leikskólastarfið og skipst var á upplýsingum um starfið þar og í Álfaheiði. Það er ómetanlegt að starfsmenn leikskólans hafi átt þess kost að fá tækifæri til að fylgjast með því besta sem er að gerast í leikskólamálum í Toronto í Kanada. Einnig hefur hópferð sem þessi mikil og jákvæð áhrif á liðsandann í starfsmannahópnum. 13

Þátttakendur: Aðalheiður Halldórsdóttir Anna Rósa Sigurjónsdóttir Birgitta Bjargmundsdóttir Elín Högnadóttir Elísabet Eyjólfsdóttir Guðrún Ósk Lindqvist Halldóra Björk Sölvadóttir Hallfríður Ólafsdóttir Helga Einarsdóttir Hjördís Jónsdóttir Hrönn Hallgrímsdóttir Ingunn Guðmundsdóttir Kristín Lilja Þórsteinsdóttir Kristín Pálína Jóhannsdóttir Margrét J. Magnúsdóttir Marta Ó. Jónsdóttir Ólöf Kristjánsdóttir Petrea Grétarsdóttir Rakel Ýr Isaksen Sigríður Kristín Sigurðardóttir Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir Þórdís Hauksdóttir Þórunn Hafsteinsdóttir 14

15