LEIÐIR. Upplýsingar um úrræði og þjónustu ætlaðar fólki sem nýtir geðheilbrigðisþjónustuna. Ritnefnd

Size: px
Start display at page:

Download "LEIÐIR. Upplýsingar um úrræði og þjónustu ætlaðar fólki sem nýtir geðheilbrigðisþjónustuna. Ritnefnd"

Transcription

1

2 LEIÐIR Upplýsingar um úrræði og þjónustu ætlaðar fólki sem nýtir geðheilbrigðisþjónustuna Ritnefnd Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir Davíð Ólafsson Hafdís Guðmundsdóttir Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, ritstjóri og ábyrgð Sylvía M. Valgeirsdóttir Geðsvið 2007

3 Eini raunverulegi könnunarleiðangurinn felst ekki í leit að nýju landslagi heldur í nýjum augum Marcel Proust Leiðir Upplýsingar um þjónustu og úrræði Geðsvið Landspítala 2007 Umbrot: Rakel Valdimarsdóttir Myndskreyting: Unnur Mjöll S. Leifsdóttir Prentun og bókband: Prentmet

4 Efnisyfirlit Formáli... 8 Inngangur Landspítali - Geðsvið Ferli- og bráðaþjónusta geðsviðs Meðferðar- og móttökudeildir Áfengis- og vímuefnadeildir Barna- og unglingageðdeild, BUGL Endurhæfing geðsviðs Gæðaráð geðsviðs Ýmis aðstoð/úrræði Athvörf fyrir fólk með geðraskanir Búsetuúrræði Félagsmiðstöðvar Félags- og þjónustumiðstöðvar Geðhjálp Geðhjúkrunarteymi, Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu Hjálparsími Rauða krossins, Hugarafl Klúbburinn Geysir Veikindaréttur, bætur, fjárhagsaðstoð Önnur úrræði Félagsþjónusta á Stór-Reykjavíkursvæðinu Félagsþjónusta í nágrenni Reykjavíkur Fjölsmiðjan Grettistak Kvennasmiðjan/Karlasmiðjan Önnur þjónusta Þjónusta fyrir fatlaða Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík, SSR Svæðisskrifstofur á landsbyggðinni Þjónusta svæðisskrifstofu fyrir börn/foreldra/aðstandendur Þjónusta svæðisskrifstofu við fatlaða og foreldra þeirra Önnur þjónusta Fjölskyldan Barnaheill Barnaverndarstofa Barnaverndartilkynningar Barna- og unglingageðdeild Félag ábyrgra feðra Félag einstæðra foreldra Fjölskylduráðgjöf Foreldrahús Foreldramorgnar... 34

5 5.10 Kvennaathvarfið Kvennaráðgjöfin Lögfræðiaðstoð Orators Lögmannavaktin Stuðningur við foreldra Stjúptengsl Umboðsmaður barna, Börn og ungmenni Dale Carnegie námskeið fyrir unglinga Einelti Fjölsmiðjan Hitt húsið Námsstyrkir Rauði krossinn URKI Skilnaður /sambúðarslit, forsjárdeilur Ef vafi leikur á um faðerni barns Fjölskylduráðgjöf Forsjársamningar Áfengis- og vímuefnavandi AA samtökin Áfangaheimili CoDa Ekron, starfsendurhæfing Grettistak, sjá einnig kafla Göngudeildir áfengis- og vímuefnadeildar Göngudeild SÁÁ Meðferðarúrræði Starfsendurhæfing eftir meðferð Áfengis- og vímuefnavandi ungmenna Áfengis- og vímuefnadeild Landspítala Alanon og Alateen Fjölsmiðjan Götusmiðjan Brúarholti SÁÁ. Meðferð unglinga Stuðlar Vímulaus æska, Foreldrahúsið Átröskun Átröskunarteymi Landspítala við Hringbraut Forma Spegillinn Önnur úrræði Aldraðir Dagvist aldraðra Félagsmiðstöðvar Félags- og þjónustumiðstöðvar Heimsending á mat Íbúðir aldraðra Landakot/öldrunarsvið Stofnanir aldraðra hjúkrunarheimili/þjónustuhúsnæði

6 11.8 Annað Fjármál, réttindi, aðstoð Fjölskylduhjálp Íslands Framfærsla á vegum þjónustumiðstöðva Hjálparstofnun kirkjunnar Mæðrastyrksnefnd Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna Veikindaréttur / bætur Önnur úrræði Ofbeldi Barnahús Barnaverndarstofa Karlar til ábyrgðar Kvennaathvarfið Kvennaráðgjöfin Lögreglan Neyðarmóttaka á Landspítala Stígamót Tilkynningarskylda Umboðsmaður barna Sorg og missir Áfallateymi á Landspítala Bráðaþjónusta geðsviðs Landspítala Ljáðu mér eyra Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð Prestar og djáknar Önnur úrræði Ungbarnið og fjölskyldan Bráðaþjónusta geðsviðs Landspítala Félagsráðgjöf á kvennadeild Fíknivandi á meðgöngu Foreldramorgnar Heilsugæslan Ljáðu mér eyra Meðgöngusund Móðir barn, hópur á Hvítabandi Sjónarhóll Svefnráðgjafi Við andlát barns á meðgöngu Ungt fólk með ungana sína Önnur þjónusta Vefslóðir Nýbúar Alþjóðahús Miðstöð nýbúa Mímir símenntun Rauði kross Íslands Sumarskólinn

7 17 Málefni samkynhneigðra Félag aðstandenda samkynhneigðra, FAS FSS KMK - Konur með konum Samtök heyrnarlausra lesbía og homma Samtökin ' Námserfiðleikar hjá fullorðnum/ungmennum Félag einstæðra foreldra Foreldrafélag misþroska barna Íslenska dyslexíufélagið Lesblindusetrið Læsismiðstöðin Námsstyrkir Nemendaþjónustan, Upplýsingar um gagnlegar vefslóðir Aðstandendur Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra/ FAS Foreldrafélag misþroska barna Geðhjálp Hugarafl Sjálfshjálparhópur Vímulaus æska, Foreldrahúsið Gagnlegir vefir Lokaorð Heimildir

8 Formáli Hugmyndin að bókinni Leiðir kviknaði á fundi gæðaráðs geðsviðs Landspítala haustið Þá var ákveðið að taka saman upplýsingar um úrræði og þjónustu, sem í boði væru, einkum til þess að auðvelda aðgengi fólks með geðræn vandamál og aðstandenda þeirra að þjónustunni. Úrræðin eru mörg og margskonar þjónusta er veitt. Einstaklingar eru ólíkir og hafa þörf fyrir mismunandi aðstoð og þurfa að hafa samband við stofnanir í veikindum sínum. Þar má nefna Tryggingastofnun ríkisins, félagsþjónustu sveitarfélaga, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra, skattstofur, Öryrkjabandalag Íslands, miðstöð heimahjúkrunar, vinnumiðlanir, Geðhjálp, Geðvernd o.fl. Samskipti við þessa aðila eru einstaklingum nauðsynleg til þess að greiða fyrir lausn ýmissa mála. Sumir hafa ef til vill aldrei þurft að hafa samband við stofnanirnar áður og fyrir þeim eru þær oft algerlega nýr heimur (Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, 2006). Auðvelt aðgengi að úrræðum ætti að tryggja jafna stöðu allra gagnvart þeim. Í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1990 segir: allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigð. (Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 1990/1997/2007). Framkvæmd stefnunnar, sem þannig er bundin í landslögum, krefst þess að einstaklingar fái greiða þjónustu varðandi sín mál og sé gert kleift að mynda jákvæð tengsl við fjölskyldur og vini, afla sér menntunar, hafa sjálfstæða búsetu og atvinnu við hæfi. Við teljum að bókin sé liður í að veita aukin tækifæri. Orðum verður að fylgja með framkvæmd og oft hefst nýtt og betra líf með nýjum samböndum og óvæntum tengslum, sem beina fólki á nýjar brautir. Ástríður, Davíð, Hafdís, Sveinbjörg og Sylvía 8

9 Inngangur Leiðir er bók sem er opin öllum og er vegvísir um þau úrræði, sem standa einstaklingum með geðröskun og aðstandendum þeirra til boða innan geðsviðs Landspítalans, á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra og á fleiri stöðum í Reykjavík og nágrenni. Þá mun hún einnig nýtast nemendum og starfsfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu til glöggvunar. Markmið með bókinni er að auðvelda aðgengi að upplýsingum og um leið að samstilla upplýsingar þannig að þeir sem þurfa á þjónustunni að halda geti auðveldlega og markvisst farið þá leið, sem þeir telja henta hverju sinni. Í bókinni er að finna upplýsingar um margvíslega þjónustu á vegum ríkisins, Landspítalans, sveitarfélaga, grasrótarsamtaka og sjálfseignarfélaga. Hér er um að ræða frumupplýsingar fyrir Reykjavík og nágrenni, en ætlunin er að vinna sambærilega gagnasöfnun fyrir landsbyggðina. Stefnt er að því, að í framtíðinni geti notendur og aðstandendur þeirra haft meiri áhrif á það hvar, hvenær og hvernig þjónustu þeir fá, þannig að starfsfólk fái aukna innsýn í það hvers konar þjónustu fólk með geðröskun þarf á að halda. Við, sem unnum að gerð bókarinnar, viljum þakka öllum þeim sem veittu okkur lið í upplýsingaöflun og öðru sem varðar verkefnið. 9

10 1 Landspítali - Geðsvið Meginhlutverk geðsviðs Landspítalans er Þjónusta við einstaklinga sem þurfa aðstoð sem sérhæfðar geðdeildir geta veitt. Kennsla og þjálfun starfsmanna og nema í heilbrigðisgreinum á geðsviði. Rannsóknir á eðli, orsökum og afleiðingum geðraskana og árangri meðferðar. Einkunnarorð geðsviðs eru í samræmi við stefnu Landspítalans: fagmennska jafnræði virðing öryggi þekking samvinna (Stefnukort geðsviðs ). Meginstarfsemi Geðsvið Landspítala er við Hringbraut, Dalbraut og að Kleppi Auk þess eru deildir á vegum geðsviðs að Laugarásvegi 71, Reynimel 55 og í Hátúni 10A. Innan geðsviðs Landspítalans eru barna- og unglingageðdeild, ferli- og bráðaþjónusta, áfengis- og vímuefnadeildir, móttökudeildir og endurhæfingardeildir. 1.1 Ferli- og bráðaþjónusta geðsviðs Móttakan við Hringbraut er opin öllum þeim sem eiga við bráð geðræn vandamál að stríða, s: Ef um eitrun eða áverka er að ræða skal leita til slysadeildar í Fossvogi, s: Þar metur bakvaktarsérfræðingur ástand sjúklings. Á bráðamóttöku fer fram fyrsta greining og sjúklingum síðan vísað til frekari meðferðar. Stundum getur viðkomandi þurft á innlögn að halda, en að öðrum kosti er vísað til móttökuteymis göngudeildar. Móttökuteymi göngudeildar veitir fyrstu meðferð þeim einstaklingum sem ekki þurfa á innlögn að halda. Meðferðin í teyminu er skammtímameðferð, oftast 6-10 vikur. Fjöldi einstaklingsviðtala er takmarkaður við 4-6 viðtöl. Að meðferð lokinni er sjúklingum að jafnaði vísað til eftirfylgdar í 10

11 heilsugæsluna. Fyrir þá sem þurfa lengri meðferð eru ýmis úrræði á sjúkrahúsinu: hópar í hugrænni atferlismeðferð, hópmeðferðardeild og dagdeild á Hvítabandi, iðjuþjálfun og endurhæfingardeildir geðsviðs. Auk þess geta einstaklingar, ef þeir vilja, fengið ráðgjöf um úrræði utan sjúkrahússins (Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir og Halldódra Ólafsdóttir). Á Hvítabandi við Skólavörðustíg 37, er annars vegar lítil dagdeild og hins vegar hópmeðferðardeild. Deildirnar taka við sjúklingum frá móttökuteymi göngudeildar að loknu mati og greiningu og sinnir jafnframt framhaldsmeðferð sjúklinga eftir útskrift af móttökudeild. Símatími 8-16, s: / / Meðferðar- og móttökudeildir Í geðdeildarbyggingu Landspítalans við Hringbraut eru þrjár móttöku og meðferðardeildir: 32A, 32C, 33C. Meðferð á deildunum er einstaklingsmiðuð og er stýrt af þverfaglegum teymum. Deildirnar eru líka opnar fyrir þá sem einungis þurfa dagþjónustu. Deildirnar eru á 2. og 3. hæð í geðdeildarbyggingu við Hringbraut Áfengis- og vímuefnadeildir Deild 33A er sólarhringsdeild fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur sem margir hverjir eiga við geðraskanir að stríða. Deildin rúmar 15 sjúklinga. Deildin er á 3. hæð í geðdeildarbyggingu við Hringbraut. Á Teigi, deild 33E, er rekin dagmeðferð fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Deildin er á 1. hæð í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut Barna- og unglingageðdeild, BUGL BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu. Starfsemin skiptist í eina göngudeild og tvær legudeildir, barnadeild og unglingadeild. 11

12 Tilvísanir sendast til inntökuteymis á BUGL. Deildin er við Dalbraut 12, en stendur við Leirulæk. Ekið er inn frá Laugalæk, s Bráðaþjónusta er á BUGL við Dalbraut kl virka daga, en sameiginleg með geðsviði á Landspítala við Hringbraut á öðrum tímum, s: Endurhæfing geðsviðs Á endurhæfingu geðsviðs Landspítalans eru átta endurhæfingardeildir. Fimm deildir eru á Kleppi, en það eru D-12, D-13A, D-14, D-15 og D-36. Deild 28 er í Hátúni 10A. Deild 24, sem er meðferðarheimili, er á Reynimel 55 og deild 26, sem er endurhæfingarheimili, er á Laugarásvegi 71 Þar eru einnig starfandi vettvangsteymi og vettvangshjúkrun, þar sem unnið er að því að bæta þjónustu við geðsjúka með því að færa þjónustuna nær einstaklingi og fjölskyldu hans. Endurhæfingarmiðstöð. Innan endurhæfingarmiðstöðvar eru göngudeild, iðjuþjálfun, listmeðferð, sjúkraþjálfun og starfsendurhæfing. Þar er einstaklingum sem þurfa lengri meðferð veitt þjónusta og markmiðið er að viðkomandi njóti endurhæfingar sem dregur úr þeirri færniskerðingu og vanlíðan sem sjúkdómurinn getur valdið ef ekki er brugðist við. 12

13 1.6 Gæðaráð geðsviðs Við geðsvið Landspítala starfar gæðaráð, sem vinnur að því að bæta starfshætti geðsviðsins og þar með þjónustu þess. Grunnurinn í starfi gæðaráðs er stefna og markmið geðsviðsins. Gæðaráð er vettvangur umræðna um mál sem varða starfshætti sviðsins og þjónustu, hvort sem málin koma frá stjórnendum, samstarfsfólki, sjúklingum eða fjölskyldum þeirra. Gæðaráð heyrir undir sviðsstjóra hjúkrunar og lækninga og skal vera þeim til stuðnings og ráðgjafar um störf sviðsins í stefnumótun, skipulagningu og forgangsröðun umbótaverkefna og annarra verkefna sem snerta gæðamál og samvinnu við notendur þjónustunnar. Gæðaráð geðsviðs er tengiliður sviðsstjórnar við deild gæðamála og innri endurskoðunar á Landspítala. 13

14 2 Ýmis aðstoð/úrræði 2.1 Athvörf fyrir fólk með geðraskanir Athvörf fyrir fólk með geðraskanir er fyrir þá sem vilja hafa eitthvað fyrir stafni, sinna áhugamálum sínum eða bara komast í góðan félagsskap. Gestir koma í athvarfið að eigin frumkvæði og á eigin forsendum og njóta þar þjónustu. Vin, Hverfisgötu 47, Reykjavík, s: Gestir geta meðal annars notfært sér myndlistaraðstöðu, þjálfað sig í matargerð eða einfaldlega slakað á, horft á sjónvarp eða litið í blöðin. Reglulega er farið í gönguferðir og ferðalög. Aðstaða er til að þvo og þurrka þvott. Hægt er að kaupa heitan mat í hádeginu. Lækur, Hörðuvöllum 1, Hafnarfirði, s: Lögð er áhersla á að skapa opið og hlýlegt andrúmsloft. Ýmis konar virkni er í gangi til dæmis myndlist, göngutúrar, kvikmyndaklúbbur, farið á myndlistarsýningar o.fl. Aðstaða til að þvo og þurrka þvott. Hægt er að kaupa heitan mat í hádeginu. Dvöl, Reynihvammi 43, Kópavogi, s: Sambærileg starfsemi og er í Vin og á Læk. Aðstaða til að þvo og þurrka þvott. Hægt er að kaupa heitan mat í hádeginu. 2.2 Búsetuúrræði Áfangastaðir Áfangaheimili er endurhæfingarstaður þar sem lögð er áhersla á búsetuþjálfun og hjálp við að standa sem mest á eigin fótum. Íbúar sjá sjálfir um heimilishaldið, leiðbeinandi kemur hluta úr degi og aðstoðar við það sem til þarf. Dvöl á áfangaheimili er að öllu jöfnu ekki lengri en eitt ár. 14

15 Vernduð heimili Vernduð heimili eru heimili sem geta tekið við af áfangastað. Það eru heimili þar sem 3-5 einstaklingar búa saman. Íbúar sjá sjálfir um rekstur heimilisins eins og á áfangastað. Stuðningur er mismikill, allt frá því að aðstoð sé veitt einu sinni í viku upp í fimm sinnum í viku. Vernduðum heimilum var komið á í samvinnu Landspítala við Reykjavíkurborg, Geðverndarfélag Íslands og síðar Öryrkjabandalag Íslands. Þau hafa gefið geðfötluðum tækifæri til að búa utan stofnunar (Björg Karlsdóttir, Ólöf Unnur Sigurðardóttir, Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, 2007). Umsókn um búsetu á vernduðu heimili og greinargerð á að senda til félagsráðgjafa á geðdeildum Landspítala. Umsóknin er síðan afgreidd, í samvinnu forstöðufélagsráðgjafa geðsviðs og inntökuteymis velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tveir félagsráðgjafar á geðsviði Landspítalans taka forviðtal við umsækjanda. Í viðtalinu er m.a. kannaður áhugi og vilji til búsetu á vernduðu heimili auk þess sem hæfni viðkomandi er metin. Reynt er að velja saman á heimili íbúa sem líklegir eru til að geta búið saman. (Félagsráðgjafar, 2003). Áfangaheimili Álfaland Vernduð heimili Asparfell Ásholt Barmahlíð Hólmgarður Hæðargarður Hæðargarður Hæðargarður Keilufell Kleppsvegur Krummahólar Langholtsvegur 15

16 Norðurbrún Réttarholtsvegur Unufell Æsufell Nánari upplýsingar veita félagsráðgjafar á geðsviði LSH í s og Sértæk búsetuúrræði fyrir geðfatlaða á vegum þjónustumiðstöðva. Skarphéðinsgata 16 Gunnarsbraut 51 Fálkagata 28 Á vegum þjónustumiðstöðva og Samhjálpar eru rekin heimili Miklubraut 18 Miklubraut 20 Á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, Reykjavík eru heimili fyrir geðfatlaða Bárugata Sléttuvegur Hringbraut Ránargata Konukot, Eskihlíð, s: Athvarf fyrir heimilislausar konur. Boðið er upp á morgunmat og léttan kvöldverð. Gistiskýlið, Þingholtsstræti 25, s: Athvarf fyrir heimilislausa karla. Annað Félagslegt leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar og leiguhúsnæði á vegum Öryrkjabandalagsins. 16

17 2.3 Félagsmiðstöðvar Í félagsmiðstöðvum fer fram félags- og tómstundastarf og þar er boðið upp á hádegisverð, aðstoð við böðun o.fl. Þjónustan er ekki hverfabundin heldur opin öllum Reykvíkingum, sem þurfa á þeirri þjónustu að halda. Staðsetning félagsmiðstöðva: Furugerði 1 Gerðuberg 3-5 Langahlíð 3 Hraunbær 105 Hæðargarður 31 Dalbraut Sléttuvegur 11 Þórðarsveigur Félags- og þjónustumiðstöðvar Starfsemin er með sambærilegu sniði og gerist á félagsmiðstöðvum. Þjónustan er ekki hverfabundin heldur opin öllum Reykvíkingum, sem eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar. Staðsetning þjónustumiðstöðva: Aflagrandi 40 Bólstaðarhlíð 43 Hvassaleiti Lindargata 59 Norðurbrún 1 Árskógar 4 Vesturgata Geðhjálp Geðhjálp berst fyrir hagsmunum geðfatlaðra og stuðlar að fræðslu um geðraskanir. Á heimasíðu félagsins, eru m.a. upplýsingar um geðraskanir eins og t.d. geðhvörf, þunglyndi, kvíða, geðklofa, persónuleikaröskun, áráttu- og þráhyggjuröskun og átröskun. Fimm sjálfshjálparhópar starfa í húsnæði Geðhjálpar að Túngötu 10 í Reykjavík. Þar kemur fólk saman og deilir sameiginlegri reynslu af því að vera með geðsjúkdóm. 17

18 Upplýsingar um dagskrá hópanna og tengiliði eru á heimasíðu félagsins. Hjá Geðhjálp starfar sálfræðingur sem hægt er að ræða við í trúnaði, s: og Sjálfshjálparhópar, sem eru öllum opnir, eru starfræktir í húsnæði Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík: Aðstandendahópur, blandaður sjálfshjálparhópur fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir. Fundartími: þriðjudagar kl. 18 Sjálfshjálparhópur fyrir aðstandendur fólks með átraskanir á vegum Spegilsins. Fundartími er annan hvern mánudag kl. 20:00 s: Sjálfshjálparhópur fyrir fólk með geðklofa. Fundartími: föstudaga kl. 13:30 Sjálfshjálparhópur fyrir félagsfælna. Fundartími: miðvikudaga kl. 20:00 Félagshópur ungs fólks með þunglyndi. Hópurinn er ætlaður fólki á aldrinum Fundartími: mánudaga og miðvikudaga kl. 20:00 í Mjósundi 10, Hafnarfirði (sama hús og Regnbogabörn). fuf@fuf.is og Hópur fyrir fullorðin börn geðsjúkra. Sjálfshjálparhópur fyrir fullorðna (fyrir 18 ára og eldri) sem eiga foreldra/foreldri með geðsjúkdóm. Geðhvarfahópur. Sjálfshjálparhópur fyrir fólk með geðhvörf. Fundartími: fimmtudaga kl. 21:00 hagl@visir.is 18

19 Kvíðaröskunarhópur. Sjálfshjálparhópur fyrir fólk með kvíðaröskun. Fundartími: mánudaga kl. 20:00. Þunglyndishópur. Sjálfshjálparhópur fyrir þunglynda. Fundartími: fimmtudaga kl. 17:30. Aðstandendahópur hjá Geðhjálp leggur geðsjúkum lið í baráttu þeirra fyrir bættri þjónustu við þá og aðstandendur þeirra Geðhjúkrunarteymi, Miðstöð heimahjúkrunar Geðhjúkrunarteymið er staðsett í Álfabakka 16, s: Þjónusta er virka daga frá kl Meginmarkmið er að tryggja samfellu í meðferð einstaklinga með geðraskanir. 2.7 Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu Hluti þeirra sem þjást af geðröskunum leita til heilsugæslunnar eftir aðstoð. Meðferð margra fer fram þar. Flestar heilsugæslustöðvar hafa opnað sérstaka ókeypis móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum ára til að ræða heilsufarsvanda og áhyggjur af geðheilbrigði. Sjá Heilsugæslustöðvar á Stór- Reykjavíkursvæðinu: Heilsuverndarstöð, Álfabakka 16, 101 Reykjavík, s: Heilsugæslan Miðstöð heimahjúkrunar, Álfabakka 16, s: , fax: Heilsugæslan Árbæ, Hraunbæ 102D-102E, 110 Reykjavík s: , fax: Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, s: fax: Heilsugæslan Efstaleiti, Efstaleiti 3, s: , fax: Heilsugæslan Fjörður, Fjarðargötu 13-15, s: fax: , Heilsugæslan í Garðabæ, Garðatorgi 7, s: Fax: Heilsugæslan, Glæsibæ, Álfheimum 74, s:

20 fax: Heilsugæslan Grafarvogi, Spönginni 33, s: fax Heilsugæslan Hamraborg, Hamraborg 8, s: fax: Heilsugæslan Hlíðum, Drápuhlíð s: Heilsugæslan Hvammur, Hagasmára 5, s: fax: Heilsugæslan Kópavogi, Fannborg 7-9, s: fax: Heilsugæslan, Lágmúla 4, s: , fax: Heilsugæslan Miðbæ, Vesturgötu 7, s: , fax: Heilsugæslan Mjódd, Þönglabakka 6, s: fax: Heilsugæslan Mosfellsumdæmi, Þverholti 2, Mosfellsbæ, s: , fax: Heilsugæslan Salahverfi, Salavegi 2, Kópavogi, s: , fax: Heilsugæslan Seltjarnarnesi, Suðurströnd 170, s: fax: Heilsugæslustöðin Sólvangi, Sólvangsvegi 2-3, Hafnarfirði, s: , fax: Hjálparsími Rauða krossins, 1717 Hjálparsíminn 1717 er gjaldfrjáls og er opinn allan sólarhringinn fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna depurðar, einmanaleika, kvíða, þunglyndis eða sjálfsvígshugsana. Tilgangur með Hjálparsíma Rauða krossins er að vera til staðar fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti og vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu. Heimasíða Rauða krossins er þar er að finna nánari upplýsingar um hjálparsímann:

21 Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands/Hjálparsíminn, Laugavegur 120, s: og Heimsóknavinir Rauða kross Íslands Heimsóknavinir er eitt af áhersluverkefnum Rauða kross Íslands. Heimsóknavinur er sjálfboðaliði, kona eða karl, ungur eða gamall, sem heimsækir einstakling á heimili eða stofnun að öllu jöfnu einu sinni í viku. Hægt er að tala, hlusta, spila, föndra, fara út að ganga, á kaffihús o.fl. Fyrirkomulag heimsóknarinnar er dam-komulag milli heimsóknavinarins og gestgjafans. Sjálfboðaliðar sem heimsækja fara á sérstakt námskeið hjá Rauða krossinum og eru bundnir þagnarskyldu Hugarafl Hugarafl var stofnað árið 2003 af einstaklingum í bata sem átt hafa við geðræn veikindi að stríða, og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Hópurinn starfar við miðstöðina Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun, Bolholti 4, s: , sem er öll undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Markmið Hugarafls er að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigði, að vinna að verðmætasköpun, skapa hlutverk og vinna gegn fordómum með sýnileika og stuðla að atvinnusköpun með því að þróa þjónustu út frá reynslu notenda (Vegvísir, 2007) Klúbburinn Geysir Klúbburinn Geysir, Skipholti 29, s: , býður upp á úrræði fyrir fólk sem á við eða hefur átt við geðsjúkdóma að stríða. Klúbburinn byggir á aðferðafræði Fountain House. Markmið klúbbsins er að bæta möguleika félaga til að taka þátt í samfélaginu eftir geðræna meðferð og auka virkni og lífsgæði. 21

22 2.11 Veikindaréttur, bætur, fjárhagsaðstoð Hægt er að leita eftir aðstoð vegna fjárhagserfiðleika og fá upplýsingar um réttindi sín í veikindum. Þar má nefna laun frá vinnuveitanda vegna veikinda, sjúkrasjóði verkalýðsfélaga, sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins, örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri, örorkulífeyri frá lífeyrissjóðum og framfærslu á vegum þjónustumiðstöðva. Sjá nánari útskýringar í kafla Önnur úrræði Geðrækt er fræðslu- og forvarnarverkefni innan Lýðheilsustöðvar um geðheilsu og áhrifaþætti hennar. Framkvæmdaráð Geðræktar er skipað fulltrúum samstarfsaðila, þ.e. Landlæknisembættisins, Heilsugæslunnar í Reykjavík og geðsviðs Landspítala og starfar sem fagráð innan Lýðheilsustöðvar. Iðjuþjálfun-geðheilsa,Heilsugæslan,Reykjavík, s: , og Þjónustan er þríþætt, eftirfylgni, fjölskylduvinna og hópastarf þ.e. notendahópur / Hugarafl og aðstandendahópur (Vegvísir, 2007). Atvinnumiðlun fatlaðra, Engjateigi 11, Reykjavík, s: Hjá vinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins er starfrækt sérstök atvinnumiðlun fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Höndin Sjálfstyrktarhópurinn Höndin er með opna fundi í Áskirkju á miðvikudögum kl 17:10-18:30. Fundirnir eru fyrir alla sem vilja leita sér aðstoðar og vinna í sínum málum, fólk sem þjáist af þunglyndi, er e.t.v. einmana og fólk sem er að kljást við sorg og missi. 22

23 Hringsjá, Hátúni 10d, Reykjavík, s: og Hringsjá býður upp á náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga 18 ára og eldri, sem vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla þurfa að endurmeta og styrkja stöðu sína. Múlalundur, Hátúni 10c, Reykjavík s: Vinnustaður SÍBS. Janus endurhæfing ehf. Vörðuskóla við Egilsgötu, s: Þar er boðið upp á atvinnuendurhæfingu sem byggir á samvinnu mennta- og heilbrigðissviðs og samvinnu við Vinnumálastofnun. Markmið með endurhæfingunni er að þátttakendur komist aftur út í atvinnulífið. Geðverndarfélagið, Hátúni 10, s: Markmið félagsins er endurhæfing geðsjúkra og fræðslustarfsemi. 23

24 3 Félagsþjónusta á Stór-Reykjavíkursvæðinu Velferðarsvið fer með ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir alla aldurshópa. Þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar sjá að mestu um framkvæmd þjónustunnar í samræmi við þjónustusamninga velferðarsviðs og þjónustu- og rekstrarsviðs. Ennfremur tilheyrir skrifstofa Barnaverndar í Reykjavík velferðarsviði. Á þjónustumiðstöðvum eru starfandi þekkingarmiðstöðvar um ýmsa málaflokka, svo sem fjölskyldumeðferð, fjölmenningu og fatlaða. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Árbæjar og Grafarholts, Bæjarhálsi 1, s: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts, Álfabakka 12, s: Miðgarður þjónustumiðstöð fyrir Grafarvog og Kjalarnes, Langarima 21, s: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, s: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, s: Vesturgarður, þjónustumiðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47, s: Í þjónustumiðstöðvum er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu á vegum borgarinnar. Um helgar og eftir lokun er hægt að hringja í s: 112 ef nauðsyn ber til. Í þjónustumiðstöðvum er hægt að sækja um ýmiss konar þjónustu svo sem: Daggæslu í heimahúsum Félagslega ráðgjöf Fjárhagsaðstoð Frístundir og félagsstarf Heimaþjónustu Húsaleigubætur 24

25 Húsnæði Innritun á leikskóla Skóla og sérfræðiaðstoð Annan stuðning, svo sem liðveislu, tilsjón, stuðningsfjölskyldur, unglingasmiðjur, heimsendan mat, hvíldarinnlagnir, dagvistun fyrir aldraða o.fl. Önnur þjónusta á vegum þjónustumiðstöðva í Reykjavík: Unglingaathvarf, Amtmannsstíg 5a, Reykjavík Skammtímavistun fyrir fötluð börn, Álfalandi 6 Fjölskylduheimili, Ásvallagötu 14 Fjölskylduheimili fyrir unglinga, Búðagerði 9 Skammtímaheimili fyrir unglinga, Hraunbergi 15 Stuðningurinn heim, fjölskylduþjónusta, Hraunbergi Unglingaathvarf, Keilufelli 5 Vistheimili barna, Laugarásvegi Félagsþjónusta í nágrenni Reykjavíkur Félagsþjónustan Álftanesi, Bjarnastöðum, s: Félagsþjónusta Garðabæjar, s Félagsþjónusta Hafnarfjarðar, Strandgötu, 33, s: Félagsþjónusta Kópavogsbæjar, Fannborg 4, s: Félagsþjónusta Mosfellsbæjar, Þverholt 2, s: Félagsþjónusta Seltjarnarness, s: Fjölsmiðjan Vinnustaður fyrir ungt fólk, Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi s: Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk, sem stendur á krossgötum í lífinu. Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Vinnutíminn er kl. 8:30-15:00. Fyrir vinnuna er greiddur verkþjálfunar- og námsstyrkur. Þar er borðaður saman morgunmatur og hádegis- 25

26 matur og reynt að hafa vinnustaðinn fjölbreyttan og skemmtilegan. 3.3 Grettistak Grettistak er samstarfsverkefni Tryggingastofnunar og sveitarfélaga víða um land. Það er endurhæfingarverkefni fyrir einstaklinga í langvarandi vímuefnavanda, þar sem vímuefnaneyslan hefur haft veruleg áhrif á náms- og atvinnuferil. Þátttakendur hafa verið stopult í vinnu undanfarin 1-3 ár og farið ítrekað í meðferð án árangurs. Þátttakendur hafa fengið fjárhagsaðstoð frá viðkomandi sveitarfélagi í langan tíma og þurfa að hafa lokið meðferð á síðastliðnum 1-3 mánuðum. Aldurstakmark er 20 ár en 25 ár í þeim sveitafélögum þar sem ára einstaklingar geta fengið skólastyrk. Tryggingastofnun ríkisins greiðir endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði. Félagsráðgjafar þjónustumiðstöðva í Reykjavík gera endurhæfingaráætlun með þátttakendum, ganga frá þátttökusamningi og umsókn og tryggja eftirfylgni með endurhæfingunni. Meginmarkmiðið er að styðja fólk sem hefur átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða og að hvetja til sjálfshjálpar, þ.e til þátttöku á atvinnumarkaði eða til náms Kvennasmiðjan/Karlasmiðjan Kvennasmiðjan Markmið og tilgangur Kvennasmiðjunnar er endurhæfing þeirra sem lengi hafa notið fjárhagsaðstoðar til framfærslu samkvæmt reglum þjónustumiðstöðva í Reykjavík um fjárhagsaðstoð vegna félags- og heilsufarslegra aðstæðna. Lögð er áhersla á að styrkja einstæðar mæður sem búa við félagslega erfiðleika og hafa ekki verið á vinnumarkaðnum um nokkurt skeið, auka lífsgæði þeirra og styrkja þær til sjálfshjálpar. Tryggingastofnun ríkisins greiðir endurhæfingarlífeyri til þátttakenda og er fulltrúi Tryggingastofnunar jafnframt í stýrihópi Kvennasmiðjunnar. Vikulegur tímafjöldi í Kvennasmiðjunni eru 26

27 12 til 15 tímar. Mætingarskylda er og ber þátttakendum að tilkynna veikindi og skila læknisvottorði líkt og gerð er krafa um á almennum vinnumarkaði. Náminu er skipt niður í sex þætti sem ná yfir 18 mánaða tímabil. Karlasmiðjan Karlasmiðjan er samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Tryggingastofnunar ríkisins. Karlasmiðjan er endurhæfingarúrræði fyrir karlmenn sem hafa ekki verið á vinnumarkaði í langan tíma. Tryggingastofnun ríkisins greiðir þátttakendum endurhæfingarlífeyri á meðan á þátttöku stendur, en Reykjavíkurborg ber annan kostnað vegna endurhæfingarinnar. Endurhæfingartímabilið er 18 mánuðir. Markmið Karlasmiðjunnar er þríþætt: a) Að styðja við karlmenn sem hafa ekki verið í vinnu um nokkurt skeið til að komast út á vinnumarkaðinn á ný og/eða í áframhaldandi nám. b) Að þátttakendur verði virkari í samfélaginu með aukinni félagsfærni. c) Að þátttakendur öðlist betri sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Félagsráðgjafar og ráðgjafar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar gera samning um félagslega ráðgjöf við þátttakendur og tryggja eftirfylgni, ráðgjöf og stuðning á endurhæfingartímabilinu Önnur þjónusta Unglingasmiðjan Stígur, Amtmannsstíg 5a, Reykjavík Skammtímavistun fyrir fötluð börn, Álfalandi 6, Reykjavík Fjölskylduheimili, Ásvallagötu 14, Reykjavík Fjölskylduheimili fyrir unglinga, Búðagerði 9, Reykjavík Skammtímaheimili fyrir unglinga, Hraunbergi 15, Reykjavík Unglingaathvarf, Keilufelli 5, Reykjavík Vistheimili barna, Laugarásvegi 39, Reykjavík Stuðningurinn heim, fjölskylduþjónusta. 27

28 4 Þjónusta fyrir fatlaða 4.1 Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins Greiningar ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, Kópavogi, s: Þar fara fram athuganir og greiningar barna með fatlanir og önnur frávik í taugaþroska. Einnig er stuðningur, fræðsla og ráðgjöf við fjölskyldur fatlaðra barna auk þess sem stöðin stendur fyrir námskeiðahaldi Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík, SSR Hlutverk SSR er að veita þeim þjónustu og aðstoð sem eru andlega eða líkamlega fatlaðir og þarfnast sérstaks stuðnings af þeim sökum. Með fötlun er einkum átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun og sjón- og heyrnarskerðingu. Fötlun getur einnig verið afleiðing af langvarandi veikindum svo og slysum. Fjölskyldur fatlaðs fólks og þeir sem veita þeim þjónustu geta leitað til SSR sem hefur yfirsýn yfir þjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjavík. SSR veitir upplýsingar um möguleika fatlaðs fólks til þjónustu, náms, starfs og tómstundaiðju. Enn fremur aðstoðar SSR fólk við að sækja um aðstoð og þjónustu m.a. hjá Tryggingastofnun ríkisins, sveitarfélögum og öðrum aðilum. SSR rekur umfangsmikla þjónustu í Reykjavík fyrir fatlað fólk. Þjónusta SSR nær til ráðgjafarþjónustu, búsetuþjónustu, skammtímavistunar, dagþjónustu, atvinnuleitar og atvinnu með stuðningi. Aðrir rekstraraðilar að þjónustu í Reykjavík skv. lögum um málefni fatlaðra eru Styrktarfélag vangefinna, þjónustumiðstöðvar, Blindrafélagið og Múlalundur. SSR er í Síðumúla 39, Reykjavík, s: Svæðisskrifstofur á landsbyggðinni Búsetu- og fjölskyldudeild, Glerárgötu 26, Akureyri, s: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi, Fjarðargötu, 13 Hafnarfirði, s:

29 Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Austurlandi, Tjarnarbraut 39e Egilsstöðum, s: Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Suðurlandi, Eyrarvegi 67 Selfossi, s: Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi, s: Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, Ísafirði, s: Þjónusta svæðisskrifstofu fyrir börn/foreldra/aðstandendur Ráðgjöf. Skammtímavistun - markmiðið er að létta álagi af fjölskyldum og stuðla að því að börn geti búið sem lengst í heimahúsum. Stuðningsfjölskyldur - barn getur dvalið hjá stuðningsfjölskyldu í skamman tíma utan heimilis. Heimili fyrir börn. Umönnunarbætur - SSR gerir tillögu um umönnunarbætur til Tryggingastofnunar ríkisins. Sjá einnig og Þjónusta svæðisskrifstofu við fatlaða og foreldra þeirra Ráðgjöf. Skammtímavistun. Stuðningur í almennri búsetu. Búseta. Hæfing og dagþjónusta. Vinna og atvinnuleit. Styrkir til náms, tækjakaupa og atvinnureksturs, sjá einnig Önnur þjónusta Blindrabókasafn Íslands, Digranesvegi 5, Kópavogi, s: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er fyrir börn með alvarlega námserfiðleika eða þroskafrávik. Digranesvegi 5, Kópavogi, s:

30 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, s: Sjónstöð Íslands, Hamrahlíð 17, Reykjavík, s: Trúnaðarmaður fatlaðra. Fatlaðir og aðstandendur þeirra geta leitað til trúnaðarmanns fatlaðra þegar gæta skal hagsmuna einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Hann hefur aðsetur í húsnæði Sjónarhóls við Háaleitisbraut, s: Nöfn trúnaðarmanna er að finna á veffangi félagsmálaráðuneytisins. Öryrkjabandalag Íslands, Hátúni 10, s: Veitt er margháttuð félagsleg ráðgjöf og þjónusta, svo sem lögfræðiráðgjöf, djáknaþjónusta, leiguhúsnæði, starfsþjálfun, vinnustaðir og útgáfa tímarita. 30

31 5 Fjölskyldan 5.1 Barnaheill Suðurlandsbraut 24, s: Alþjóðleg samtök með það að markmiði að tryggja réttindi barna. Uppeldis- og lögfræðiráðgjöf Barnaheilla t.d. vegna forsjárdeilna. Opið mánudaga til fimmtudaga kl Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa er stjórnsýslustofnun sem fer með daglega stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Meginmarkmið Barnaverndarstofu greinast í tvö svið. Annars vegar margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barnaverndarnefnda sveitarfélaga. Hins vegar yfirumsjón og eftirlit vegna sérhæfðra meðferðarheimila fyrir börn. Meðferðarheimili sem taka börn í langtímameðferð á vegum Barnaverndarstofu eru öll staðsett á landsbyggðinni. Árbót í Aðaldal, Þingeyjarsýslu Berg í Aðaldal, Þingeyjarsýslu Geldingalækur, Rangárvöllum Götusmiðjan, Efri Brú, Grímsnesi Háholt, Skagafirði Hvítárbakki, Borgarfirði Laugaland, Eyjafirði Meðferðarstöð ríkisins, Stuðlar, er að Fossaleyni 17, Grafarvogi. Þar er greiningar- og meðferðarvistun fyrir unglinga. og Barnaverndartilkynningar Hverjum þeim, sem vegna stöðu sinnar og starfa, hefur afskipti af málefnum barna og verður í starfi sínu var við að barn búi við óviðunandi uppeldisskilyrði, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða að barn stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu, er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart. 31

32 Sérstaklega er leikskólastjórum, leikskólakennurum, dagmæðrum, skólastjórum, kennurum, prestum, læknum, tannlæknum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, þroskaþjálfum og þeim sem hafa með höndum félagslega þjónustu eða ráðgjöf skylt að fylgjast með hegðun, uppeldi og aðbúnaði barna eftir því sem við verður komið og gera barnaverndarnefnd viðvart ef ætla má að aðstæður barns séu með þeim hætti sem lýst er í 1.mgr. Tilkynningarskylda samkvæmt þessari grein gengur framar ákvæðum laga eða siðareglum um þagnarskyldu viðkomandi starfsstétta. (Barnaverndarlög nr. 80/ gr.). Tilkynningum ber að beina til barnaverndarnefnda þar sem barnið býr. Barnavernd Reykjavíkur, s: kl:8:20-16:15. Utan skrifstofutíma skal hringja í s: 112 Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar, s: Bakvakt utan skrifstofutíma s Félagsmálaráð Kópavogs, s: Bakvakt utan skrifstofutíma Félagsmálaráð Seltjarnarness, s: Neyðarsími utan skrifstofutíma er 112 Félagsmálanefnd Mosfellsbæjar, s: Utan skrifstofutíma og Fjölskylduráð Garðabæjar, s: Utan skrifstofutíma s: og eða lögreglan í Hafnarfirði. Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, s: og Bakvaktarsímar: og

33 Félagsþjónustusvið Árborgar, s: Utan skrifstofutíma s: og eða lögreglan á Selfossi s: Félagsmálastofnun Hveragerðis, s: Utan skrifstofutíma lögreglan á Selfossi s: Upplýsingar um símanúmer hjá öðrum barnaverndarnefndum má finna á heimasíðu Barnaverndarstofu Barna- og unglingageðdeild. Sjá kafla Félag ábyrgra feðra Veita ráðleggingar vegna mála sem varða feður og börn þeirra, oft vegna umgengnismála. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl.15-18, s Félag einstæðra foreldra Opið mánudaga til fimmtudaga kl í Aðalstræti 9, Reykjavík, s Félagið útvegar m.a bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæða foreldra, ýmsa námsstyrki, ókeypis lögfræðiaðstoð, félagsráðgjöf o.fl Fjölskylduráðgjöf Efling, fjölskyldumeðferð, Standgötu 33, Hafnarfirði, s: Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, Klapparstíg 25-27, s: Vensl, fjölskylduráðgjöf Kópavogs, Dalbrekku 2, Kópavogi, s: Fjölskyldumiðstöðin Sjónarhóli, Háaleitisbraut 11, s: Lausn, fjölskylduráðgjöf og meðferð, Þarabakka 3, s: Einnig veita hinar ýmsu fagstéttir fjölskylduráðgjöf, sjá símaskrá. 5.8 Foreldrahús Í Foreldrahúsi Vonarstræti 4b.s: er boðið upp á fjölskylduráðgjöf. Einnig er þar neyðarsími foreldra sem er opinn allan sólarhringinn. Foreldrasími:

34 5.9 Foreldramorgnar Foreldramorgnar eru í allflestum safnaðarheimilum kirkna. Þar geta foreldrar mætt með börnum sínum og fengið bæði fræðslu og skemmtun auk léttrar hressingar. Mörgum finnst gott að hitta aðra foreldra í hverfinu og njóta stuðnings hvort af öðru. Leitið upplýsinga á vefslóð kirkjunnar í hverfinu ykkar eða á Kvennaathvarfið Símaráðgjöf allan sólarhringinn s: Þangað geta konur hringt og fengið stuðning og ráðgjöf. Einnig hægt að hringja og panta viðtal sem er endurgjaldslaust. Skrifstofa, s Kvennaráðgjöfin Ókeypis félags- og lögfræðiráðgjöf fyrir konur. Opið á þriðjudögum kl og fimmtudögum kl 14-16, Túngötu 14 s: Lögfræðiaðstoð Orators, félag laganema Ókeypis lögfræðiaðstoð alla fimmtudaga kl.19:30-22:00. Fjórða árs laganemar svara fyrirspurnum í s:

35 5.13 Lögmannavaktin Endurgjaldslaus lögfræðiráðgjöf fyrir almenning, alla þriðjudagseftirmiðdaga. Panta þarf tíma, en íbúar landsbyggðarinnar geta fengið ráðgjöf í s: Stuðningur við foreldra Uppeldi sem virkar færni til framtíðar. Námskeið fyrir forelda og liður í átaksverkefni um aukna uppeldisfræðslu fyrir foreldra ungra barna. Miðstöð heilsuverndar barna, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, s: og 5.15 Stjúptengsl Ein helsta hindrun í persónulegum samskiptum innan stjúpfjölskyldna eru erfiðleikar við að samræma og umbera tilfinningar, þarfir og skoðanir á meðal meðlima. Þegar stofnað er til sambúðar í annað sinn eru tengsl maka flóknari en þegar fyrri sambúð hófst. Báðir aðilar hafa í veganesti samskiptamynstur úr fyrri fjölskyldum sem hefur áhrif á aðlögun. Báðir hafa bakgrunn sem þeir hafa byggt upp á löngum tíma. Annað eða bæði hafa reynslu af maka- og foreldrahlutverki. Það að aðilar koma frá mismunandi kerfi kallar á umburðarlyndi og sveigjanleika af hendi beggja aðila. Stjúpfjölskyldur er sú fjölskyldugerð sem fylgir í kjölfar skilnaðarferlisins og verður æ algengari. Rannsóknir og meðferðarreynsla sýna að vandi stjúpfjölskyldunnar er í senn sérstæður og nokkuð einhlítur eins og hann snýr að henni þannig að fræðsla og stuðningsmeðferð gefur góðan árangur. Samfélagsumræða og viðhorfsbreyting skiptir máli fyrir aðlögun fullorðinna og barna í stjúpfjölskyldum (Sigrún Júlíusdóttir, 1999). Gagnlegar upplýsingar um stjúptengsl er að finna á 35

36 5.16 Umboðsmaður barna, Laugavegi 13, s: og Umboðsmaður barna vinnur með það markmið að gæta að velferð allra barna og unglinga og vinnur að réttinda- og hagsmunamálum þeirra. Opið kl alla virka daga Ýmis konar þjónusta er í boði hjá þjónustumiðstöðvum í Reykjavík, sjá nánar kafla 3 36

37 6 Börn og ungmenni Hagur barns og þarfir, og það hvað barninu sjálfu er fyrir bestu, er það leiðarljós sem foreldrum og forráðamönnum ber að fylgja til að tryggja börnum sínum þroskavænleg uppeldisskilyrði. Ábyrgð foreldra og annarra forráðamanna barna er mikil, þeir bera höfuðábyrgð á velferð barna sinna, þeirra er að veita þeim ást og láta þau finna hve mikilvæg þau eru; örva þau og hrósa þeim, tala við þau og hlusta; veita þeim kærleiksríkt aðhald og ekki síst öryggi. Börn þarfnast fyrirmynda, sem leggja áherslu á að kenna þeim tillitssemi, kurteisi, almenna mannasiði og tjáskipti. Einnig hvernig leysa á ágreining og finna lausnir á félagslegum samskiptum. Það sem barninu er fyrir bestu skal ævinlega vera þeim efst í huga (Þórhildur Líndal, 1996). Börn eru hluti af daglegu lífi okkar og hluti af framtíðinni. Til þess að tryggja framtíðina verðum við að bera umhyggju fyrir og tryggja börnunum okkar bestu skilyrði til þess að þroskast og dafna. Samkvæmt Barnaverndarlögum nr. 22/1995 ber borgurum þessa lands skylda til að tilkynna barnaverndarnefndum ef þeir verða varir við misfellur í aðbúnaði barna (Barnaverndarlög nr. 22/1995). 6.1 Dale Carnegie námskeið fyrir unglinga DC þjálfun fyrir unglinga á aldrinum og ára, Ármúla 11, 108 Reykjavík s: og Einelti Ef einelti er þess eðlis að fórnarlamb vilji kæra á að hafa samband við lögreglu. Regnbogabörn, Mjósundi 10, Hafnarfirði, s:

38 Fjöldasamtök áhugafólks um einelti. Markmið samtakanna er meðal annars að gera börnum kleift að lifa án félagslegs áreitis og ofbeldis frá jafningjum sínum. Samtökin bjóða upp á viðtalsþjónustu fyrir þolendur, gerendur og foreldra. Einnig er hægt að fá upplýsingar og ráðgjöf í símaviðtali. Einu sinni í viku er opið hús fyrir börn á aldrinum ára en fyrst þarf að fara í viðtal hjá Regnbogabörnum. Öllum tilfellum er fylgt eftir í samráði við aðstandendur og lögð áhersla á samstarf við skóla og foreldra. Aðstoð vegna eineltis má einnig fá hjá eftirfarandi aðilum Skólasálfræðingum, kennurum, skólastjórnendum, námsráðgjöfum, skólahjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum, aðstandendum, vinum. 6.3 Fjölsmiðjan Vinnustaður fyrir ungt fólk, Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi,s: , sjá nánar kafla Hitt húsið Hitt húsið var opnað árið 1991 og er menningar- og upplýsingamiðstöð þar sem ungu fólki (16-25 ára) er veitt ýmis aðstoð og ráðgjöf. Allir geta leitað þangað eftir aðstoð eða góðum ráðum. Húsið stendur á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, Pósthússtræti 3-5, s: og Hitt húsið býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir margvíslega hluti: Upplýsingamiðstöð. Hér eru nettengdar tölvur, heitt á könnunni og hægt er að lesa dagblöðin. Einnig er hægt að fá upplýsingar sem koma ungu fólki að gagni, t.d. um atvinnu, opinbera þjónustu, heilsu, íþróttir og tómstundir, útlönd, nám og þjálfun, Valhalla (samnorrænn upplýsingavefur) og fleira. 38

39 Í Hinu húsinu er einnig Dómssalurinn (fyrir manns), fundarherbergi fyrir 20-25, Gallerí Tukt, og Kjallarinn fyrir tónleikahald. Ýmis félög og samtök hafa aðstöðu og samvinnu í Hinu húsinu. Ráðgjöf og stuðningur Í Hinu húsinu stendur ungu fólki ýmis ráðgjöf og stuðningur til boða og er unnið í samstarfi við ýmsa fagaðila eins og þjónustumiðstöðvar, sálfræðinga, fjármálaráðgjafa, meðferðarheimili, geðdeildir og Geðrækt, svo eitthvað sé nefnt. Starfrækt er jafningjafræðsla, vinnuhópur, hópastarf, hálendishópur, ungt fólk með ungana sína, brú milli menningarheima og sérsveitin o.fl. Nýverið opnaði Tótalráðgjöf í Hinu húsinu sem er alhliða ráðgjöf ætluð ungu fólki. Hægt er að nálgast ráðgjafa á netinu og í viðtalstímum í Hinu húsinu. Á heimasíðunni er m.a að finna undirsíðu um sálfræðileg vandamál þar sem fjallað er um stór og smá vandamál eins og feimni, skapsveiflur, vina-leysi og kvíða. Þar er einnig hægt að leita svara sérfræðinga við spurningum um það sem gerist þegar vanlíðan kemur upp. Jafningjafræðslan Ungt fólk á aldrinum ára starfar í jafningjafræðslunni og unnið er eftir hugmyndafræðinni, ungur fræðir ungan. Hitt húsið sér um þjóðhátíðarskemmtun í miðbæ Reykjavíkur. Vefsjónvarp Hér er að finna efni unnið af ungu fólki svo sem stuttmyndir, heimildarmyndir, tónleika og beinar útsendingar. Vinnumiðlun 39

40 Hópastarf Hálendishópur er fyrir ungt fólk í áhættu, en farið er í krefjandi ferðir um náttúru landsins. Ungt fólk með ungana sína: Hópur fyrir ungar mæður, feður og ungar ófrískar mæður. Hist er reglulega með börnin. Einnig eru ýmsar kynningar og fræðsla. Brú milli menningarheima: Alþjóðlegur hópur fyrir ungt fólk ára og þar er að finna fjölbreytta félagsstarfsemi. Sérsveitin: Hér má fá ráðgjöf og stuðning fyrir fatlaða einstaklinga og aðstandendur þeirra. Fjölbreytta félagsstarfsemi er einnig að finna t.d. Tipp Topp, 40+, klúbbastarfsemi, böll, List án landamæra o.fl., s: Menning og listir Gallerí Tukt er vettvangur sjónlista og er opinn öllum. Listsmiðjan er frábær vinnustaður til listsköpunar af ýmsu tagi fyrir hópa og einstaklinga. Fimmtudagsforleikurinn á Loftinu er heitur þegar tónlist er annars vegar. Götuleikhúsið gleður alla yfir sumartímann. Unglist - listahátíð ungs fólks er aðalmálið á rauðum haustdögum. Ýmis félagasamtök sem hafa aðstöðu í Hinu húsinu. LÆF, Landssamtök íslenskra æskulýðsfélaga, s: hoski@youth.is og youth@youth.is Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, s: , og samfes@samfes.is UFE, Ungt fólk í Evrópu. Styrkjaáætlun á vegum menntunar- og menningarhluta ESB. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl og 13-17, s: , fax: SÍNE, Samband íslenskra námsmanna erlendis. Hagsmunasamtök og þjónustuaðili fyrir íslenska námsmenn erlendis. Skrifstofan er 40

41 opin alla virka daga frá kr , s: , og INSÍ, Iðnnemasamband Íslands. Upplýsinga- og réttindaskrifstofa. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl.10-16, s: og FSS, félag sam- og tvíkynhneigðra stúdenta við Háskóla Íslands Námsstyrkir Hægt er að sækja um námsstyrk hjá þjónustumiðstöð í hverfi umsækjanda. Námsstyrk er heimilt að veita í eftirfarandi tilvikum, aðstoðin miðast við grunnfjárhæð ásamt almennum skólagjöldum, innritunarkostnaði og bókakostnaði: Til einstaklinga ára, sem ekki hafa lokið grunnskóla eða framhaldsskóla og hafa átt við mikla félagslega erfiðleika að stríða. Til einstæðra foreldra ára, sem ekki hafa lokið grunnskóla eða framhaldsskóla og hafa haft atvinnutekjur undir viðmiðunartekjum undanfarna tólf mánuði. Skilyrði er að umsækjandi hafi átt í félagslegum erfiðleikum. Til einstaklinga sem hafa verið atvinnulausir án bótaréttar eða þegið fjárhagsaðstoð í sex mánuði eða lengur og hafa ekki lokið grunnnámi sem gefur rétt á námsláni. Leggja þarf inn umsókn tveimur mánuðum áður en nám hefst. Starfsmaður og námsmaður gera með sér samkomulag um félagslega ráðgjöf þar sem fram kemur m.a hvernig skuli staðið að skilum varðandi skólasókn, námsframvindu og/eða einkunnir. Einkunnum skal þó ætíð skila í annarlok. 41

42 6.6 Rauði krossinn URKI Meginmarkmið með barna- og ungmennastarfi er að efla starfsemi félagsins með því að fá fleiri sjálfboðaliða til liðs við félagið. Í ungmennastarfinu kynnist ungt fólk hugsjónum hreyfingarinnar og starfsemi hennar og félagið hefur tækifæri til að fylgjast með aðstæðum og viðhorfum ungs fólks, s:

43 7 Skilnaður /sambúðarslit, forsjárdeilur Ef hjón vilja skilja þurfa þau að panta viðtal hjá sýslumanni. Eftir viðtal er hægt að veita skilnað að borði og sæng ef hjón eru sammála um það. Leggja þarf fram vottorð prests um árangurslausa sáttatilraun ef barn undir 18 ára er á heimilinu. Hjónin þurfa að leggja fram skriflegan fjárskiptasamning sín á milli eða úrskurð opinberra skipta (ef eignir eru). Hjón lýsa yfir samkomulagi um lögheimili barnsins eða leggja fram stefnu í forsjármáli. Samkomulag þarf að vera um meðlagsgreiðslur og um lífeyri til maka, annars þarf að gera kröfu um úrskurð. Ef óskað er eftir lögskilnaði eftir skilnað að borði og sæng þarf að panta viðtal hjá sýslumanni og hafa meðferðis leyfisbréf til skilnaðar að borði og sæng. Ekki má líða skemmri tími en 6 mánuðir á milli skilnaðar að borði og sæng og lögskilnaðar. Við sambúðarslit þarf að panta tíma hjá sýslumanni ef parið á barn/börn saman. Hafa þarf fæðingarvottorð barns/barna og fjölskylduvottorð sem fæst hjá Þjóðskrá Ef vafi leikur á um faðerni barns Óska þarf faðernisviðurkenningar hjá sýslumanni. Ef fleiri en einn koma til greina þá eru þeir boðaðir í viðtal hjá sýslumannsembættinu og þurfa að gangast undir blóðprufu. Sá sem síðan reynist vera faðirinn borgar fyrir rannsóknina. Ef boðun er hunsuð fer málið fyrir dóm sem faðirinn greiðir einnig fyrir. Móðir getur óskað eftir bráðabirgðameðlagi. Hafi barnið verið feðrað, en vafi leikur á hvort faðernið sé rétt, fer málið ekki til sýslumannsembættisins heldur fer sá í blóðrannsókn sem barnið er kennt við. Ef lýstur faðir viðurkennir ekki niðurstöður þarf móðir að höfða faðernismál fyrir dómi. Ef barnið sjálft höfðar málið greiðist kostnaður, sem er ákveðinn af dómara, úr ríkissjóði. Ef móðir eða maður sem telur sig vera föður barns höfðar mál þá gilda almennar reglur um málskostnað, þar á meðal um gjafsókn. 43

44 Hægt er að nálgast eyðublöð vegna faðernismála á Fjölskylduráðgjöf Sjá nánar kafla 5.7 Einnig er hægt að fá aðstoð hjá: Barnaverndarnefndum Sálfræðingum Skólasálfræðingum Prestum Félagsráðgjöfum Sjá gular síður í símaskrá 7.3 Forsjársamningar Foreldrar geta farið til sýslumanns og borið fram ósk um breytta forsjá. Panta þarf viðtal. Ef báðir foreldrar mæta til viðtals og skrifa undir forsjá og meðlag er samningur staðfestur af sýslumanni og öðlast við það gildi. Ef aðeins annað foreldri mætir til viðtals er hitt foreldrið boðað skriflega til viðtals. Ef ágreiningur reynist um forsjána er foreldrum boðin fjölskylduráðgjöf. Ef forsjárágreiningur leysist ekki vísar sýslumaður málinu frá sér. Hægt er að leita til dómstóla og krefjast þess að sér verði dæmd forsjá barns 44

45 8 Áfengis- og vímuefnavandi Í þessum kafla höfum við dregið saman helstu leiðir og úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og/eða vímuefnavanda og hvert það getur leitað. Einnig er í boði aðstoð og fræðsla fyrir aðstandendur og fjölskyldur. 8.1 AA samtökin AA húsið, Tjarnargötu 20, Reykjavík, s: Skrifstofan er opin virka daga frá og Neyðarsími AA samtakanna er: og er opinn allan sólarhringinn til að sinna alkóhólistum í neyð. AA samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum. 8.2 Áfangaheimili Á áfangaheimili gefst sjúklingum tækifæri til að dvelja í misjafnlega langan tíma eftir meðferð. Heimilin eru hugsuð sem stuðningur við sjúklingana, þar sem þeir geta dvalið í vernduðu umhverfi með öðrum sem glíma við sama vanda. Á heimilunum eru húsfundir reglulega þar sem heimilismenn geta tjáð sig um líðan sína og jafnan er þar forstöðumaður og áfengisráðgjafar sem hægt er að ráðfæra sig við. Hægt er að afla upplýsinga um áfangaheimilin hjá neðangreindum stofnunum. Fyrir karlmenn Stuðningsbýli Samhjálpar, Miklubraut 18, s: Heimilið (rekið af Samhjálp), Miklubraut 20, s: og Áfangahús SÁÁ, Gunnarsbraut 46, 105 Reykjavík, s: Áfangaheimilið Takmarkið, Barónsstíg 13, s: og

46 Áfangaheimilið Risið, Snorrabraut 52, 105 Reykjavík, s: Gistiskýlið, Þingholtsstræti 25, s: Fyrir konur Áfangaheimilið Dyngjan, Snekkjuvogi 21, s: Næturathvarfið Konukot, Eskihlíð 4, s: Fyrir konur og karlmenn Krossgötur, Hlíðarsmára 5-7, Kópavogi, s: og Brú, stoðbýli Samhjálpar, Höfðabakka 1, s: CoDa Nafnlausir meðvirklar Co - dependents Anonymous CoDa eða Codepentents Anonymous Á íslensku Nafnlausir meðvirklar. CoDa er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum að losna undan meðvirkni. Uppbygging CoDa svipar mjög til AA samtakanna að gerð og umbúnaði. Hist er á lokuðum fundum þar sem trúnaður og þagmælska er í fyrirrúmi. Um það bil 4 fundir eru í viku hverri í Reykjavík, Kópavogi og Keflavík. 46

47 8.4 Ekron, starfsendurhæfing Smiðjuvegi 4b, 200 Kópavogur s: , gsm: Byggt á kristilegum grunni og reynslusporum AA. Mikil áhersla er lögð á að fólk sæki fundi daglega. Ekron er starfsendurhæfing og gert er ráð fyrir að fólk sé í virkri starfsemi frá þremur mánuðum í allt að tvö ár. Þverfagleg vinna er í tengslum við aðrar stofnanir. Ekron aðstoðar fólk við að fóta sig eftir neyslu, býður upp á aðlögun að atvinnulífinu og aðra nauðsynlega þjálfun fyrir fíkla í bata Grettistak, sjá einnig kafla 3.4 Grettistak er samstarfsverkefni Tryggingastofnunar og sveitarfélaga víða um land og er ætlað að vera til endurhæfingar fyrir einstaklinga í langvarandi vímuefnavanda, þar sem vímuefnaneysla hefur haft veruleg áhrif á náms- og atvinnuferil Göngudeildir áfengis- og vímuefnadeildar Göngudeild áfengis- og vímuefnadeildar, Landspítala við Hringbraut s: , Teigur 31-A við Hringbraut, s: Göngudeild SÁÁ Göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7, s: SÁÁ Við erum konur Óvirkir alkóhólistar, aðstandendur, fullorðin börn alkóhólista, mæður og ömmur ungra fíkla. Kjarnakonur hittast vikulega á miðvikudagskvöldum kl. 20:00-21:30 í Fjölskyldu- og forvarnarhúsi SÁÁ við Efstaleiti 47

48 Vogur, sjúkrahús SÁÁ, Stórhöfða 45, s: SÁÁ hefur byggt upp alhliða meðferðarþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðstandendur þeirra sem býður upp á marga valkosti. Sjúkrastofnanir SÁÁ og áfangastaðirnir vinna saman sem ein heild og bjóða sjúklingum mismunandi meðferð eftir því hver meðferðarþörf þeirra er og hvaða tækifæri sjúklingarnir hafa. Göngudeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, s: Þar getur fólk komið og pantað viðtal við áfengisráðgjafa. Einnig er þar í boði stuðningsmeðferð fyrir alkóhólista eftir meðferð, 1-3 í viku í 3-12 mánuði. 8.8 Meðferðarúrræði Meðferðarheimilið Vík (SÁÁ), Vík fyrir konur, Kjalarnesi, s: Meðferðarheimilið Staðarfell (SÁÁ), Staðarfelli, Dölum, fyrir karla, s: Krýsuvík, meðferðarmiðstöð, Krýsuvík, s: Skrifstofa Krýsuvíkursamtakanna, Austurgötu 8, 220 Hafnarfirði, s: Hlaðgerðarkot, meðferðarheimili, Mosfellsdal, s: Starfsendurhæfing eftir meðferð Kvennasmiðjan og Karlasmiðjan, sjá kafla 3.5 Markmið og tilgangur Kvennasmiðjunnar og Karlasmiðjunnar er endurhæfing þeirra sem lengi hafa notið fjárhagsaðstoðar til framfærslu skv. reglum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð, vegna félags- og heilsufarslegra aðstæðna 48

49 9 Áfengis- og vímuefnavandi ungmenna 9.1 Áfengis- og vímuefnadeild Landspítala Ýmis úrræði eru í boði fyrir þá sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða. Hægt er að hafa samband við göngudeild áfengis- og vímuefnadeildar Landspítala við Hringbraut s: Alanon og Alateen Alanon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Alanon er sjálfshjálparaðferð byggð á tólf reynslusporum AA-samtakanna. Félagar deila reynslu sinni, styrk og vonum svo þeir megi leysa sameiginlega vandamál sín. Alateen er fyrir ungt fólk sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju aðstandanda eða annarra Fjölsmiðjan Vinnustaður fyrir ungt fólk, Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi s: Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk, sem stendur á krossgötum í lífinu. Hér gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Vinnutíminn er kl. 8:30-15:00 og fyrir vinnuna er greiddur verkþjálfunar- og námsstyrkur Götusmiðjan Brúarholti Götusmiðjan er meðferðarheimili með sérhæfingu fyrir ungt fólk á aldrinum ára. Aðalvandamál þeirra sem þangað leita er vímuefnavandi, afbrot og annar neikvæður og niðurrífandi lífsstíll. Nemum Götusmiðjunnar er kennt að skilja og læra inn á tilfinningar sínar, greina þær og tjá þær og læra að virða sig sjálf, aðra og umhverfi sitt. Meðferðartími í Götusmiðjunni er að lágmarki um 10 vikur. 49

50 9.5 SÁÁ. Meðferð unglinga Unglingarnir og fjölskyldur þeirra geta leitað til göngudeilda SÁÁ í Reykjavík eða til nýju göngudeildarinnar á Vogi. Þar eru unglingarnir og fjölskyldur þeirra búin undir væntanlega meðferð sem hefst, líkt og hjá öðrum, á sjúkrahúsinu Vogi. Þar er gerð læknisfræðileg, geðlæknisfræðileg og sálfræðileg greining á vanda þeirra og framhaldinu hagað samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar. Móttaka unglinga gjörbreyttist í byrjun árs 2000 þegar unglingadeildin á Vogi tók til starfa. Hægt var að sinna öllum beiðnum um innlögn með litlum eða engum fyrirvara. Einkum kom þetta þeim unglingum til góða sem nýlega höfðu verið í meðferð hjá SÁÁ. Þeir unglingar sem leita til SÁÁ eru gjarnan tvístígandi gagnvart því, hvort þeir eigi að vera eða fara. Hegðun þeirra hefur um langan tíma einkennst af verulegum mótþróa gagnvart ráðleggingum fullorðins fólks. Það sem ræður úrslitum í upphafi meðferðar er það, hvort tekst að tryggja samstarfsvilja þeirra. Besta aðferðin til að tryggja hann er að tala um fyrir unglingunum án þess að þvinga þá. Vogur, s: Stuðlar Meðferðarstöð fyrir unglinga, Fossaleyni 17, s: , skammtímavistun s: og eftirmeðferð. Neyðarmóttaka og meðferð fyrir unglinga í félags- og fíknivanda á vegum Barnaverndarstofu Vímulaus æska, Foreldrahúsið Vonarstræti 4b, Reykjavík, s: og Þar er veitt fjölskylduráðgjöf, stuðningshópar foreldra, stuðningsmeðferð fyrir unglinga sem lokið hafa langtímameðferð og foreldra þeirra. Foreldrasími vímulausrar æsku er opinn allan sólarhringinn s:

51 Námskeið vímulausrar æsku: Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir foreldra. Sjálfstyrking unglinga, fyrir ára. Börnin okkar, fyrir ára. Börn eru líka fólk, fyrir 6-11 ára og foreldra þeirra. Listmeðferð í félagsfærni fyrir 7-10 ára börn með athyglisbrest og ofvirkni og fyrir foreldra þeirra. Öflugt námskeið fyrir alla foreldra til að efla sjálfstraust þeirra. Foreldrahópar fyrir foreldra unglinga, sem hafa ánetjast vímuefnum. 51

52 10 Átröskun Talið er að um 1% unglinga þjáist af lystarstoli og 1-4,5% séu með einkenni lotugræðgi. Af þessum hópi eru 90% stúlkur. Mikilvægt er að grípa strax inn í ef átröskun er að þróast. Best er að byrja á að leita til heilsugæslunnar til að fá greiningu og ráðleggingar um meðferð. Í öðrum tilfellum er hægt að fá meðferð hjá sálfræðingum eða geðlæknum á stofum. Á geðdeildum Landspítala er tekið á móti sjúklingum gegn tilvísun. Barna- og unglingageðdeild sinnir einstaklingum að l8 ára aldri en geðdeild Landspítala við Hringbraut sinnir öðrum Átröskunarteymi Landspítala við Hringbraut Göngudeildir geðdeildar Landspítala við Hringbraut - fyrir 18 ára og eldri. Átröskunarteymi BUGL við Dalbraut er fyrir yngri en 18 ára.. Tilvísun þarf að berast frá fagaðila t.d. heimilislækni, heilsugæslu eða skólahjúkrunarfræðingi vegna umsókna um meðferð. Göngudeildarþjónusta Einstaklingsviðtöl, fjölskylduviðtöl, hópvinna, djúpslökun og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda. Dagdeildarþjónusta Matarstuðningur, hópvinna, einstaklingsviðtöl, fjölskylduviðtöl, fræðsla og fleira. Ráðgjöf í s: , biðja um göngudeild átraskana Forma Forma eru sjálfshjálparsamtök fyrir einstaklinga með átröskun. Forsvarsmenn samtakanna hafa sjálfir barist við átröskun og nýta reynslu sína og þekkingu við að styðja og leiða sjúklinga og aðstandendur þeirra, skrefin til bata. Opinn ráðgjafarsími er: og info@forma.go.is 10.3 Spegillinn Samtök aðstandenda átröskunarsjúklinga. Fræðslu- og forvarnarsamtök um átröskunarsjúkdómana Anorexíu og Bulimiu Nervosa; sjálfshjálparhópur fyrir aðstandendur anorexiu- og bulimiu- 52

53 sjúklinga er starfandi á vegum samtakanna. Upplýsingar veittar í síma samtakanna og á heimasíðu Spegilsins undir fréttir. Á heimasíðunni eru m.a. leiðbeiningar fyrir aðstandendur og algengar spurningar og svör um átröskunarsjúkdóma. Samtökin bjóða upp á forvarnar- og fræðslufyrirlestra fyrir grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, vinnustaði o.fl. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda beiðni með tölvupósti eða hringja í s: Önnur úrræði OA-Samtökin eru fyrir þá sem eiga við átfíkn að stríða. Samtökin starfa eftir 12 spora kerfinu. Upplýsingar í s: / Byrjendafundir á mánudögum kl. 17:30-18:15 í Héðinshúsinu, Seljavegi 2, Reykjavík. Fundir alla daga vikunnar á mismunandi stöðum um landið. Upplýsingar um fundartíma er að finna á heimasíðu samtakanna. Afleggjarar Stuðningshópur fólks sem hefur gengist undir eða er að íhuga megrunaraðgerð vegna offitu. Upplýsingar um fundartíma er hægt að fá með því að senda fyrirspurn með tölvupósti á afleggjar@hotmail.com. 53

54 11 Aldraðir Í ársbyrjun 1983 tóku gildi fyrstu heildstæðu lögin um málefni aldraðra, en sér lög um einstaka þætti öldrunarmála höfðu gilt áður. Lögin voru endurskoðuð í ljósi fenginnar reynslu árið 1989 Almennt markmið laganna er að aldraðir eigi völ á þeirri heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda, að þeir geti búið svo lengi sem verða má við eðlilegt heimilislíf, en jafnframt sé þeim tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar gerist þörf Dagvist aldraðra Dagvist er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, efla einstaklinginn til daglegra athafna og stuðla að því að hann geti verið lengur heima. Þorrasel, Þorfinnsgötu 3, s: Reykjavíkurborg rekur Þorrasel. Múlabær, Ármúla 34, s: Múlabær er sjálfseignarstofnun og þegar einstaklingur sækir um er kallað eftir læknabréfi annað hvort frá sjúkrahúsi eða heimilislækni. Vitatorg, Lindargötu 59, s: Reykjavíkurborg rekur Vitatorg, sem er eingöngu ætlað heilabiluðum. Hlíðabær, Flókagötu 53, s RKÍ rekur Hlíðabæ sem er eingöngu fyrir heilabilaða. Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1c, 200 Kópavogi, s: Eingöngu fyrir íbúa Kópavogsbæjar. Hrafnista, Hraunvangi 7, 220 Hafnarfirði, s: Eingöngu fyrir íbúa Hafnarfjarðar. Fríðuhús, Austurbrún 31, 104, Reykjavík, s: Roðasalir, Roðasölum 1, Kópavogi, s:

55 11.2 Félagsmiðstöðvar Hér er boðið upp á félags- og tómstundastarf fyrir aldraða og öryrkja. Starfsemin er með sambærilegu sniði og er á félags- og þjónustumiðstöðvum: Furugerði 1, s: Langahlíð 3, s: Hraunbær 105, s: Hæðargarður 31, s: Dalbraut 18-20, s: Sléttuvegur 11, s: Þórðarsveigur 1-5, s: Félags- og þjónustumiðstöðvar Í stöðvunum fer fram félags- og tómstundastarf og þar er boðið upp á hádegisverð, aðstoð við böðun ofl. Þjónustan er ekki hverfabundin heldur opin öllum Reykvíkingum, sem eru ellilífeyrisþegar eða öryrkjar. Aflagrandi 40, s: Árskógar 4, s: Bólstaðarhlíð 43, s: Hvassaleiti 56-58, s: Lindargata 59, s: Norðurbrún 1, s: Vesturgata 7, s: Heimsending á mat Matarheimsending er fyrir þá sem ekki geta annast matseld sjálfir og sjá sér ekki fært að borða á næstu félagsmiðstöð. Sótt er um heimsendan mat hjá þjónustumiðstöðvum í því hverfi sem við á. 55

56 11.5 Íbúðir aldraðra Húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir aldraða eru þrenns konar: Leiguíbúðir ætlaðar þeim sem eru að mestu sjálfbjarga með heimilishald. Íbúðirnar eru margar í nágrenni félags-miðstöðva fyrir aldraðra. Þjónustuíbúðir eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili. Öryggiskerfi er í hverri íbúð, félagsstarf er í húsinu og hægt að kaupa heitan mat. Íbúar þjónustuíbúða greiða þjónustugjald. Þar er húsvarsla, sólarhringsvakt og þrif á sameign. Kaupleiguíbúðir eru ætlaðar Reykvíkingum 67 ára og eldri. Öryggiskerfi er í hverri íbúð. Umsóknareyðublöðum um húsnæði þarf að fylgja læknisvottorð, afrit af skattframtali og afrit af húsaleigusamningi ef við á. Umsækjandi þarf að hafa átt lögheimili í Reykjavík sl. 3 ár. Sótt er um undanþágu frá þessari reglu til velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Faghópur öldrunarþjónustu metur þörf umsækjenda fyrir leiguíbúðir og þjónustuíbúðir, með tilliti til húsnæðis, heilsufars og félagslegra aðstæðna. Þjónustuíbúðir eru á eftirtöldum stöðum: Furugerði 1, Lönguhlíð 3, Norðurbrún 1, Dalbraut 21-27, Lindargötu 57-66, Seljahlíð. 56

57 11.6 Landakot/öldrunarsvið Á Landakoti eru deildir öldrunarsviðs, s.s. göngudeild, fimm daga deild, bráða-, öldrunarlækningar-, hvíldar- og heilabilunardeildir. Á göngudeild fer fram greining og meðferð og þar er reynt að leysa úr málum án þess að til innlagnar þurfi að koma og sjúklingum fylgt eftir ef með þarf. Minnismóttaka er eining innan göngudeildar og staðsett á Landakoti. Panta þarf tíma á göngudeild s: Stofnanir aldraðra hjúkrunarheimili/þjónustuhúsnæði Þegar sótt er um dvöl til frambúðar á dvalar- eða hjúkrunarheimili fer fram vistunarmat. Þegar vistunarmat er tilbúið er það sent þeim stofnunum sem tilgreindar eru á umsókninni. Vistunarmat er greiningartæki sem er samræmt yfir landið til að meta þörf fyrir vistun. Heimild til að framkvæma vistunarmat í Reykjavík hefur matshópur aldraðra í Reykjavík og öldrunarlækningadeildir sjúkrahúsa. Droplaugarstaðir, hjúkrunarheimili, Snorrabraut 58, s: Eir, hjúkrunarheimili, Hlíðarhúsum 7, s: Fell, dvalarheimili, Skipholti 21, s: Foldabær, stoðbýli, Logafold 56, s: Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, Hringbraut 50, s: Hrafnista, Laugarási, Reykjavík, s: Laugaskjól, hjúkrunarsambýli, Kleppsvegi 64, s: Seljahlíð, dvalar- og hjúkrunarheimili, Hjallaseli 55, s: Skjól, hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, s: Skógarbær, hjúkrunarheimili, Árskógum 2-4, s: Sóltún, hjúkrunarheimili, Sóltúni 2, s: Annað Félag eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4, 110, Reykjavík, s:

58 Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar. Vefurinn er byggður á efni úr lausblaðamöppu sem ellimálanefnd þjóðkirkjunnar gefur út. Á Gamla Nóa birtast einnig tilkynningar um það helsta sem er framundan í starfi eldri borgara innan þjóðkirkjunnar hverju sinni. Heimsóknarþjónusta Rauða krossins, s: Sjálfboðamiðlun í Reykjavík, s:

59 12 Fjármál, réttindi, aðstoð Fjárhagserfiðleikar geta komið upp í kjölfar veikinda, t.d. vegna atvinnumissis. Tekjur dragast saman þótt þörf fyrir framfærslu minnki ekki. Hér á eftir eru talin upp helstu úrræði sem fólk getur nýtt sér og á rétt á í kjölfar veikinda Fjölskylduhjálp Íslands Fjölskylduhjálp Íslands, Eskihlíð 2-4, s: Matar- og fataúthlutun fyrir efnalitla einstæða foreldra með börn á framfæri Framfærsla á vegum þjónustumiðstöðva Fjárhagsaðstoð er veitt til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík og eru með tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsaðstoð er ekki veitt meðan dvalið er á sjúkrahúsi Hjálparstofnun kirkjunnar Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, s: Hlutverk Hjálparstarfs kirkjunnar er að hafa forgöngu um og samhæfa mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innanlands sem utan. Veitir fjárhagsstuðning og matargjafir og sér um úthlutun fyrir jól til þeirra sem minnst mega sín Mæðrastyrksnefnd Þjónusta fyrir foreldra sem eiga erfitt með að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Nefndin veitir ráðgjöf og stuðning og gefur föt, barnavörur og mat. Skrifstofan er í Hátúni 12 og er opin á miðvikudögum frá 14-17, s: Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, Hverfisgötu 6, 2. hæð, opin kl og Tímapantanir, símaráðgjöf:

60 Ráðgjafarstofa aðstoðar fjölskyldur við að leysa úr greiðsluerfiðleikum sínum með ráðgjöf og veitir almenna fræðslu um fjármál heimilanna Veikindaréttur / bætur Laun frá vinnuveitanda vegna veikinda Réttur til launa vegna veikinda er mismunandi og fer eftir starfsaldri viðkomandi á vinnustað. Sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga Eftir að réttur til launa frá atvinnurekanda fellur niður er sótt um hjá sjúkrasjóði verkalýðsfélaga. Greiðslur frá þeim eru mismunandi eftir verkalýðsfélögum. Algengt er að fólk fái greiðslur í 3-9 mánuði og eru 80% af meðaltali launa sl. 6 mánuði. Læknisvottorð og staðfesting frá vinnuveitanda, þar sem fram kemur að umsækjandi hafi lokið rétti sínum til launa, þarf að fylgja umsókn. Sjúkradagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins Réttur til sjúkradagpeninga myndast þegar viðkomandi hefur verið veikur í 21 dag eða lengur. Umsókn um sjúkradagpeninga þarf að fylgja læknisvottorð og staðfesting frá vinnuveitanda, þar sem fram kemur að viðkomandi eigi ekki rétt á launum vegna veikinda. Sótt er um sjúkradagpeninga samhliða sjúkrasjóði verkalýðsfélaga. Örorkulífeyrir Algengt er að örorkumat fari fram þegar einstaklingur hefur fengið greidda sjúkradagpeninga í nokkra mánuði. Örorkumat byggist alfarið á læknisfræðilegum forsendum. Umsókn um örorkulífeyri þarf að fylgja læknisvottorð og spurningalisti þar sem umsækjandi leggur mat á eigin getu og færni. Sjúkrahúsvist lengur en 6 mánuði skerðir bótagreiðslur. 60

61 Endurhæfingarlífeyrir Endurhæfingarlífeyrir er jafn hár örorkulífeyri og sömu reglur gilda um hann og örorkulífeyri, að því undanskildu að hann er aðeins veittur til skamms tíma. Sjúkrahúsvist skerðir ekki bótagreiðslur. Örorkulífeyrir frá lífeyrissjóðum Ef viðkomandi hefur verið í vinnu og greitt í lífeyrissjóð á hann rétt á greiðslum frá sjóðnum. Sótt er um hjá lífeyrissjóði samhliða því þegar sótt er um örorku- eða endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins Önnur úrræði Félag einstæðra foreldra, Aðalstræti 9, s: Opið mánudaga til fimmtudaga kl Félagið útvegar m.a. bráðabirgðahúsnæði fyrir einstæða foreldra, ýmsa námsstyrki, ókeypis lögfræðiráðgjöf, félagsráðgjöf o.fl. 61

62 Rauði kross Íslands, Efstaleiti 9, s: Deildir Rauða kross Íslands veita fjárhagsaðstoð fyrir jólin í samvinnu við Hjálparstofnun kirkjunnar. Í undantekningartilvikum er veittur stuðningur við einstaklinga en þá í samráði við þjónustumiðstöðvar. Fataflokkunarstöð Rauða kross Íslands, Gjótuhrauni 7, Hafnarfirði, s: Hægt er að fá fatnað gefins alla miðvikudaga kl Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Fötum er úthlutað til þeirra sem á þurfa að halda alla miðvikudaga kl í fataflokkunarstöð Rauða krossins að Akralind 4, Kópavogi, s: Söfnuðir kirkna. Geta veitt bráða fjárhagsaðstoð t.d. á meðan beðið er eftir fjárhagsaðstoð frá þjónustumiðstöðvum eða félagsþjónustu sveitarfélaga. Kaffistofa Samhjálpar Kaffistofa Samhjálpar, Hverfisgötu 42, s er fyrir utangarðsfólk og aðra aðstöðulausa. Afgreiðslutími er milli kl. 10:00 17:00 alla virka daga og um helgar milli kl Á jólum, áramótum og páskum hefur verið boðið upp á ókeypis máltíðir. 62

63 13 Ofbeldi Til eru margar mismunandi gerðir ofbeldis svo sem vanræksla, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þá ber að nefna ofbeldi gegn hlutum svo sem skemmdarverk. Ofbeldi fyrirfinnst í öllum aldurshópum. Mikilvægt er að hafa það í huga að ef grunur er um ofbeldi, sama í hvaða mynd það birtist, ber að tilkynna það t.d. til lögreglu eða barnaverndar. Tekið skal fram að sá aðili, sem tilkynnir um ofbeldi, nýtur nafnleyndar ef óskað er. Í þessum kafla er hægt að finna nokkur helstu úrræði þar sem hægt er að leita sér aðstoðar ef á þarf að halda Barnahús Markmið með starfsemi Barnahúss: - Að samhæfa eins og unnt er hlutverk barnaverndar, félagsmálayfirvalda, saksóknara og lækna við rannsókn á kynferðisbrotum gegn börnum. - Að efla samstarf ofangreindra stofnana og embætta til að gera vinnubrögð markvissari og skilvirkari. - Að forða börnum sem sætt hafa kynferðisofbeldi frá því að þurfa að endurupplifa erfiða lífsreynslu með ítrekuðum viðtölum við mismunandi viðmælendur á mörgum stofnunum. - Að koma börnum til hjálpar með sérhæfðri greiningu og meðferð þegar þess gerist þörf og hafa á einum stað þverfaglega þekkingu og sérfræðinga við rannsókn mála, s: , Barnaverndarstofa Barnaverndarstofa, Borgartúni 21, s: , er stjórnsýslustofnun sem fer með daglega stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Meginmarkmið Barnaverndarstofu greinist í tvö svið. Annars vegar margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barnaverndarnefnda sveitafélaga. Hins vegar yfirumsjón og eftirlit vegna sérhæfðra meðferðarheimila fyrir börn. 63

64 13.3 Karlar til ábyrgðar Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er meðferðartilboð fyrir karla sem beitt hafa maka sína ofbeldi. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Til að byrja með er skjólstæðingnum boðið upp á allt að 4 einstaklingsviðtöl, þar sem vandinn er greindur og lagt á ráðin um framhaldið. Að því loknu getur verið um að ræða áframhaldandi einstaklingsviðtöl eða hópmeðferð. Fullum trúnaði er heitið. Upplýsingar um meðferðaraðila: Andrés Ragnarsson, sálfræðingur, s: arih@mmedia.is Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, s: einargylfi@lifogsal.is Sameiginlegt netfang: kta@lifogsal.is 13.4 Kvennaathvarfið Neyðarnúmer: Grænt númer: Kvennaráðgjöfin Kvennaráðgjöf býður upp á ókeypis lagalega og félagslega ráðgjöf fyrir konur. Opið á þriðjudagskvöldum milli kl 20:00 og 22:00 og á fimmtudögum frá 14:00-16:00. Kvennaráðgjöfin, Túngötu 14, s: Lögreglan Neyðarsími lögreglu er: Neyðarmóttaka á Landspítala vegna nauðgunarmála Beinn sími neyðarmóttöku: Þegar komið er á staðinn hitta hjúkrunarfræðingar einstaklinginn. Kallað er á lækni og stuðningsaðila (félagsráðgjafa eða geðhjúkrunarfræðing) sem leiðbeina með aðra þjónustu 64

65 13.8 Stígamót Skrifstofa Stígamóta er opin alla virka daga kl Stígamót eru grasrótarsamtök þar sem boðið er upp á einstaklingsaðstoð og sjálfshjálparhópa fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Stígamót, Hverfisgötu 115, s: , Tilkynningarskylda Tilkynningarskylda er til barnaverndarnefnda. Í Reykjavík skal tilkynna til skrifstofu barnaverndar, Skipholti 50, Reykjavík, s: Eftir lokun vinnutíma virka daga, helgar og helgidaga í s: 112. Hægt er að hafa samband við barnavernd í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einnig er hægt að tilkynna í s.112 fyrir allt landið. Á landsbyggðinni þar sem barnaverndarstarf er ekki virkt eða fólk treystir sér ekki til að ræða við heimafólk um málin á að vísa á Barnaverndarstofu, s: eða Umboðsmaður barna Laugavegi 13, 2. hæð, s: , Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum. Umboðsmanni barna er ekki ætlað að skipta sér af málum einstakra barna. Hinsvegar leiðbeinir umboðsmaður eða starfsfólk hans, öllum sem til skrifstofunnar leita um hvert hægt sé að snúa sér til að fá aðstoð við að leysa sín mál. 65

66 14 Sorg og missir Sorg er eðlileg viðbrögð við missi. Missir á sér ekki aðeins stað þegar einhver deyr. Við syrgjum líka eftir skilnað, slys og eftir annað mótlæti í lífinu. Sorginni fylgja margvíslegar tilfinningar. Við verðum fyrir áfalli, finnum fyrir reiði, þunglyndi, vonbrigðum, örvæntingu, tómleika, söknuði, svo eitthvað sé nefnt (Bragi Skúlason, 1992) Áfallateymi á Landspítala Þetta teymi er ætlað þeim sem lenda í alvarlegum áföllum s.s. náttúruhamförum og slysum, og þurfa á áfallahjálp að halda, s: og Bráðaþjónusta geðsviðs Landspítala Opin allan sólarhringinn, allt árið, jafnt virka daga sem og helgidaga, s: Ljáðu mér eyra Ljáðu mér eyra er þjónusta við foreldra með erfiða reynslu af barnsfæðingum. Reynt er að létta á óþægilegri reynslu, stuðla að jákvæðri reynslu foreldra af meðgöngu og fæðingu og veita ráðgjöf/viðtöl á kvennadeild Landspítalans. Tímapantanir (hjá hjúkrunarfræðingum/ljósmæðrum og/eða lækni) í s: , virka daga frá kl Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð Á vegum samtakanna er ýmis starfsemi: fræðsla og stuðningur í formi fyrirlestra og fræðsluefni um sorg og sorgarviðbrögð. Einnig eru starfræktir stuðningshópar á vegum samtakanna, Laugavegi 7, s:

67 14.5 Prestar og djáknar Aðstoðar er hægt að leita hjá prestum og djáknum. Ýmis sérþjónusta presta er rekin í Grensáskirkju t.d fangaprestur, prestur nýbúa, prestur heyrnarlausra, prestur á sviði vímuvarna o.fl Önnur úrræði Rauði Kross Íslands rekur áfallahjálparteymi, s: Hjálparsími 1717 er virkjaður í upplýsingagjöf á neyðartímum. Höndin, sjálfsstyrktarhópur býður opna fundi í Áskirkju á miðvikudögum kl. 17:00-18:30 Samtal um sorg, hópfundir í Neskirkju 67

68 15 Ungbarnið og fjölskyldan Tíminn í kringum þungun, fæðingu og eftir barnsburð reynist flestum foreldrum þýðingarmikill og fyllir þá tilhlökkun. Engu að síður er alltaf ákveðinn fjöldi foreldra, og þá sérstaklega mæðra, sem reynast þessi tímamót erfið. Ýmiss konar álag getur haft áhrif á heilsu fólks. Einkenni eftir barnsburð svo sem sængurkvennagrátur, fæðingarþunglyndi og fæðingarsturlun eru dæmi um lyndisraskanir hjá mæðrum. Um 15% kvenna finna fyrir fæðingarþunglyndi sem kemur fram á fyrstu vikunum eftir barnsburð (Sigrún Júlíusdóttir, 1997). Ef kona eða aðrir í umhverfi hennar áætla að depurð sé hjá konunni í kringum fæðingu barns er nauðsynlegt að leita til mæðraeftirlits heilsugæslunnar í hverfinu, sjá símaskrá, eða á bráðaþjónustu Landspítalans, s: Þá gæti verið gott að leita ráðgjafar hjá ýmsum fagstéttum innan félags- og heilbrigðiskerfisins Bráðaþjónusta geðsviðs Landspítala Hægt er að leita til bráðaþjónustu geðsviðs, geðdeildarbyggingu Landspítala við Hringbraut. Opið allan sólarhringinn, allt árið, jafnt virka daga sem og helgidaga, s: Félagsráðgjöf á kvennadeild Félagsráðgjafar kvennadeildar Landspítala veita stuðning og ráðgjöf fyrir konur í ýmsum erfiðum málum sem upp geta komið á meðgöngu og eftir fæðingu. Má þar nefna ýmis réttindamál, vegna fóstureyðinga, feðrunar o.fl. Einnig er hægt að hafa milligöngu um sálfræðiviðtöl. Símatími er alla virka daga milli kl , en auk þess er hægt að lesa inn á símsvara og haft verður samband til baka, s:

69 15.3 Fíknivandi á meðgöngu Á kvennadeild Landspítala er þverfaglegt teymi, sem sér um mæðravernd fyrir konur með áfengis- og fíkniefnavanda, s: Foreldramorgnar Foreldrastarf er í allflestum safnaðarheimilum kirkna. Þar geta foreldrar mætt með börnum sínum og fengið bæði fræðslu og skemmtun auk léttrar hressingar. Mörgum finnst gott að hitta aðra foreldra í hverfinu og njóta stuðnings hvers annars. Leitið upplýsinga á vefslóð kirkjunnar í hverfinu ykkar eða á Heilsugæslan Hægt er að leita til heilsugæslunnar í því hverfi sem konan býr, sjá lista yfir heilsugæslustöðvar í kafla 2.7 bls. 22 Mæðravernd á meðgöngu fer fram á: Heilsugæslustöðvum, sjá kafla 2.7 Miðstöð mæðraverndar í Mjódd Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, s: Mæðravernd Landspítala Er fyrir konur í áhættuhóp. Landsspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, s: Ljáðu mér eyra Ljáðu mér eyra er þjónusta við foreldra með erfiða reynslu af barnsfæðingum. Reynt er að létta á óþægilegri reynslu, stuðla að jákvæðri reynslu foreldra af meðgöngu og fæðingu og veita ráðgjöf. Viðtöl fara fram á kvennadeild Landspítalans. Tímapantanir (hjá hjúkrunarfræðingum/ljósmæðrum og/eða lækni) í s: Opið virka daga frá kl

70 15.7 Meðgöngusund Konur sem stunda meðgöngusund koma oftast vegna meðmæla frá ljósmóður, lækni eða sjúkraþjálfara en einnig kemur stór hópur kvenna eftir að hafa heyrt um sundið annars staðar. Þær byrja oft þegar þær eru gengnar 4-6 mánuði en eru velkomnar hvenær sem er á meðgöngunni. Meðgöngusundið er kennt í sundlaug Hrafnistu í Reykjavík og nokkrir hópar eru í gangi á hverjum tíma. Sjúkraþjálfarar leiðbeina á námskeiðunum. Námskeiðin hafa ekki neinn upphafs- eða lokadag, ein kona byrjar þegar önnur hættir, s: , Upplýsingar: hægt að senda tölvupóst. Á hinum ýmsu heilsuræktarstöðvum eru gjarnan í boði sérstök námskeið fyrir barnshafandi konur og konur með barn á brjósti. Sjá símaskrá og leit á netinu Móðir barn, hópur á Hvítabandi Á Hvítabandi við Skólavörðustíg er stuðningshópur fyrir ungar mæður. Vísað er frá móttökuteymi göngudeildar geðsviðs, 31E Sjónarhóll Sjónarhóll, upplýsinga- og þjónustumiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, Háaleitisbraut 13, s: Svefnráðgjafi Svefnráðgjafi á Landspítala veitir ráðgjöf vegna svefntruflana hjá ungabörnum, símatími (í gegnum skiptiborð LSH, ) á mánudögum og þriðjudögum kl:

71 15.11 Við andlát barns á meðgöngu / skömmu eftir fæðingu Stuðningshópur er á vegum presta á Landspítala og ljósmóður á kvennadeild. Hópurinn er fyrir foreldra, sem hafa misst barn á meðgöngu, í fæðingu, á vökudeild eða skömmu eftir fæðingu, s: Ungt fólk með ungana sína Í Hinu húsinu, menningar- og upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk (16-25 ára), er hópur fyrir ungar mæður, feður og einnig ófrískar mæður. Hist er reglulega og einnig fara fram ýmsar kynningar og fræðsla. Sjá einnig kafla 6.2. Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, s: Önnur þjónusta Námskeið fyrir foreldra barna með frávikshegðun PMT- foreldrafærni. Á Skólaskrifstofum Hafnarfjarðar eru gefnar upplýsingar um námskeiðin s: Fyrir foreldra barna með ADHD, þjálfunarnámskeið Eirð sf. Suðurlandsbraut 6, s: Vefslóðir

72 16 Nýbúar 16.1 Alþjóðahús Alþjóðahús er fyrst og fremst málsvari fólks af erlendum uppruna. Þar fer fram margvísleg starfsemi sem á að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Hægt er að fara þangað hvenær sem er til að fá alls konar þjónustu og upplýsingar. Alþjóðahús býður upp á túlka og þýðingarþjónustu á u.þ.b 50 tungumálum. Þeir sem ekki tala íslensku eiga rétt á túlki þegar þeir nýta sér heilbrigðisþjónustu. Alþjóðahúsið er á Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík, s: Alþjóðahúsið er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði fjölmenningar og mannréttinda í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Þjónustusamningar eru í gildi við fjögur sveitarfélög: Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð og Seltjarnarnes. Fjárframlög þessara sveitarfélaga gera starfsemi Alþjóðahúss mögulega. Félagsþjónusta Reykjavíkur, Kópavogs Hafnarfjarðar og Seltjarnarness býður upp á ráðgjöf hjá félagsráðgjafa í samvinnu við Alþjóðahúsið á fimmtudögum milli kl. 14 og 16. Hægt er að fá túlk. Alþjóðahús er miðstöð þekkingar og rannsókna sem veitir ráðgjöf, fræðslu, túlka- og þýðingarþjónustu og upplýsingar í þeim tilgangi að auðvelda aðlögun fólks að fjölbreyttara samfélagi. Alþjóðahús er málsvari í mannréttindum, til þess að jafnréttis sé gætt, mannauður nýttur og aðhald veitt á þessu sviði. Alþjóðahús er vettvangur samskipta ólíkra menningarheima þar sem áhersla er lögð á að allir njóti þeirra kosta sem fjölmenningarlegt samfélag býður upp á. Prestur innflytjenda og fjölskyldna þeirra frá þjóðkirkjunni, er með reglulega viðtalstíma í Alþjóðahúsi á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 14 og 16, best er að panta tíma fyrirfram í s: eða senda tölvupóst til Toshiki 72

73 Útgáfa upplýsingaefnis, Fréttabréf dreift ókeypis 3-4 sinnum á ári. Upplýsingamappa um íslenskt samfélag. Upplýsingar á 12 tungumálum. Túlka- og þýðingarþjónusta, 200 túlkar, yfir 50 tungumál. Menningar- og félagastarfsemi: Kaffihús á fyrstu hæð, menningarog listviðburðir. Aðstaða er fyrir félagasamtök innflytjenda. Móðurmálskennsla er fyrir börn á vegum foreldrafélags tvítyngdra barna. Aðstoð við heimanám fyrir börn af erlendum uppruna. Móðurmál, Alþjóðahúsi, Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík, s: Félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna Miðstöð nýbúa Skeljanesi 10, 101 Reykjavík, s: , fax: Upplýsingaþjónusta, túlkaþjónusta, nám og fræðsla, unglingastarf, leshópar fyrir börn, bókasafn, prestur fyrir innflytjendur og flóttafólk Mímir símenntun Hjá Mími, Skeifunni 8, 108 Reykjavík, s: , eru haldin 50 stunda íslenskunámskeið fyrir fullorðna sem eiga lögheimili í Reykjavík í umboði námsflokka Reykjavíkur. og Rauði kross Íslands Helstu áherslur eru að veita útlendingum aðstoð við nálgun upplýsinga um rétt sinn og skyldur í íslensku þjóðfélagi og aðlaga þjónustu Rauða krossins svo hún geti gagnast þeim útlendingum sem þurfa á henni að halda, s:

74 16.5 Sumarskólinn Sumarskólinn er samstarfsverkefni Námsflokka Reykjavíkur, Þjónustumiðstöðvar Miðbæjar og Hlíða, Vinnuskólans, ÍTR, Mímis símenntunar og Alþjóðahúss. Íslenskukennsla fyrir fullorðna (16 ára og eldri). Íslenskunám og grunnfræðsla um íslenskt þjóðfélag fyrir fullorðna útlendinga. 74

75 17 Málefni samkynhneigðra Ýmis úrræði eru í boði ef á þarf að halda fyrir samkynhneigða. Hægt er að leita ráða hjá hinum ýmsu fagstéttum í félags- og heilbrigðiskerfinu Félag aðstandenda samkynhneigðra, FAS Fundir hjá FAS eru annan og fjórða hvern miðvikudag, kl. 20:30 frá september til maí. Fundarstaður: Félagsmiðstöð Samtakanna 78, Laugavegi 3, 4. hæð FSS FSS er félag samkynhneigðra/tvíkynhneigðra stúdenta, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samkvæmt lögum FSS, hafa allir rétt á að taka þátt og skrá sig í félagið. Félags- og fundaraðstaða FSS er í Hinu húsinu, Pósthússtræti. Fyrir klukkan 18:00 er gengið inn um Upplýsingamiðstöð Hins hússins (rauður veggur) en eftir klukkan 18:00 er gengið inn um dyrnar þar til vinstri (grár veggur). Skrifstofa s: , stjórn, s: KMK - Konur með konum Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesbía fyrir rúmum áratug og hefur starfað síðan með nokkrum hléum. Vorið 2000 var starfið endurvakið. Tilgangur hreyfingarinnar er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra, gefa þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum og kynnast öðrum í hópnum. Á vettvangi KMK starfar róðrarliðið Gazellurnar sem oft hefur orðið sigursælt á Sjómannadaginn. Þá stunda stúlkurnar í KMK blak af kappi og efna til góugleði hvern vetur, þær mála landsbyggðina í regnbogalitunum á sumarhátíðum sínum og bregða sér í útilegur og veiðiferðir þegar vel viðrar. Á vefsíðu KMK er að finna nánari upplýsingar. 75

76 17.4 Samtök heyrnarlausra lesbía og homma Er sjálfstæður félagsskapur með það að markmiði að standa vörð um réttindi og baráttumál samkynhneigðra heyrnalausra Samtökin '78 Samtökin '78 eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra og tvíkynhneigðra á Íslandi. Samtökin 78 reka menningar- og þjónustumiðstöð á Laugavegi 3, (4. hæð), Reykjavík, Þar sinnir framkvæmdastjóri erindum gesta á skrifstofu alla virka daga milli kl Síminn er og hægt er að skilja eftir skilaboð í talhólfi á öðrum tímum. Hægt er að panta viðtöl hjá félagsráðgjöfum Samtakanna 78, en þau eru klukkustundar löng og ókeypis. Ungliðar er hópur ungs fólks innan samtakanna 78 og er ætlaður samkynhneigðum og tvíkynhneigðum ungmennum á aldrinum ára. Á Laugavegi 3 er rekið vandað almenningsbókasafn, hið eina sinnar tegundar á Íslandi sem safnar sérstaklega efni sem tengist samkynhneigð og tvíkynhneigð. Í Regnbogasal menningarmiðstöðvarinnar er opið hús á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Þar er fjölbreytt dagskrá á boðstólum yfir veturinn, fyrirlestrar, upplestrar, tónleikar og myndlistarsýningar. Á vettvangi félagsins sameinast fólk í margvíslegum starfshópum um hugðarefni sín, áhugamál og baráttumál. Nokkrum sinnum á ári efnir félagið til dansleikja. Til að leita nánari upplýsinga um starfsemina er hægt að tala við framkvæmdastjóra á skrifstofutíma eða spyrjast fyrir með því að senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is Strákar með strákum. SMS - skrifstofa@samtokin78.is Norðurlandahópur samtakanna 78 s78n. Justjack18@hotmail.com 76

77 18 Námserfiðleikar hjá fullorðnum/ungmennum Námsörðugleikar Sértækir námsörðugleikar hjá fullorðnum geta reynst mörgum þröskuldur til náms- og atvinnutækifæra í lífinu. Margvísleg aðstoð til greiningar, náms- og fjárhagsaðstoðar er í boði fyrir þennan hóp Félag einstæðra foreldra Opið mánudaga fimmtudaga kl , Aðalstræti 9, s: Veittir eru styrkir til ólánshæfra námskeiða, styttra starfsnáms eða réttindanáms auk náms á öðrum stigum Foreldrafélag misþroska barna Háaleitisbraut 11-13, s: Upplýsinga og fræðsluþjónusta Íslenska dyslexíufélagið Markmið félagsins er að bæta stöðu fólks með lestregðu og koma í veg fyrir að lestregða verði einstaklingum fötlun. Símatími öll mánudagskvöld kl , opið hús fyrsta laugardag hvers mánaðar frá kl Íslenska dyslexíufélagið, Ránargötu 18, s: Lesblindusetrið Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Þar starfar hópur faglærðra Davis ráðgjafa með námsörðugleika vegna lesblindu, reikniblindu, athyglisbrests, ofvirkni og skrifblindu Læsismiðstöðin Þarabakka 3, Mjódd, s: Lestrargreining lestrarráðgjöf. Ráðgjafarstofan, Þarabakka 3, s:

78 18.6 Námsstyrkir Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík veita námsstyrki til náms í grunnskóla eða menntaskóla. Panta þarf viðtal hjá þeirri þjónustumiðstöð sem tilheyrir einstaklingnum. Veittir eru styrkir eða lán: - Fyrir einstaklinga ára sem hafa ekki lokið grunn- eða menntaskóla vegna félagslegra erfiðleika. - Til einstæðra foreldra ára, sem hafa haft árstekjur undir ákveðnum mörkum. - Til einstaklinga, sem hafa verið atvinnulausir s.l. 6 mánuði og hafa ekki lokið grunnnámi sem veitir rétt á námsláni. - Vegna ára ungmenna, sem búa í foreldrahúsum og eiga foreldra sem hafa haft tekjur við eða undir viðmiðunarmörkum s.l. 12 mánuði. Greiddur er bókakostnaður og skólagjöld einu sinni á ári. Stéttarfélög greiða fyrir ýmis námskeið og fræðslu m.a. skólagjöld og námsbækur fyrir þá sem eiga þann rétt eftir að hafa borgað í félagið Nemendaþjónustan, Álfabakka 12 Skrifstofan er opin frá virka daga, s: Stuðningskennsla fyrir grunn-, mennta- og háskóla. Fullorðinsfræðsla og ráðgjöf. Kennt í einkakennslu og litlum hópum Upplýsingar um gagnlegar vefslóðir

79 19 Aðstandendur 19.1 Félag foreldra og aðstandenda samkynhneigðra/ FAS Fundir hjá FAS eru annan og fjórða hvern miðvikudag, kl. 20:30 frá september til maí. Fundarstaður: Félagsmiðstöð Samtakanna 78, Laugavegi 3, 4. hæð Foreldrafélag misþroska barna Háaleitisbraut 11-13, s: Upplýsinga- og fræðsluþjónusta Geðhjálp Geðhjálp berst fyrir hagsmunum fólks með geðsjúkdóma og stuðlar að fræðslu um geðsjúkdóma. Sjálfshjálparhópar Geðhjálpar eru starfræktir á Túngötu 7, Reykjavík, s Aðstandendahópur blandaður sjálfshjálparhópur fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir og samtök aðstandenda Hugarafl Á vegum Hugarafls er starfræktur aðstandendahópur fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir. Hópurinn kemur saman einu sinni í viku. Nánari upplýsingar eru veittar í s: Sjálfshjálparhópur Er hjá Geðhjálp fyrir aðstandendur fólks með átraskanir Vímulaus æska, Foreldrahúsið Vonarstræti 4b, s: , Öflugt námskeið fyrir alla foreldra til að efla sjálfstraust þeirra. Foreldrahópar fyrir foreldra unglinga, sem hafa ánetjast vímuefnum. 79

80 20 Gagnlegir vefir apríl /fjolskyldan/ maí febr febr mars apríl febr

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ársskýrsla velferðarsviðs. Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ

Ársskýrsla velferðarsviðs. Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ Ársskýrsla velferðarsviðs 2015 Reykjavíkurborgar VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ Efnisyfirlit 1. Skipurit 2. Ávarp sviðsstjóra 3. Hlutverk og starfsemi 4. Velferðarráð Reykjavíkurborgar 5. Barnaverndarnefnd

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 ÁRSSKÝRSLA 2012 Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1 2012 Ársskýrsla Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2 Efnisyfirlit Ávarp sviðsstjóra 4 Director s Address 5 Hlutverk Velferðarsviðs 6 Skipurit Velferðarsviðs

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

HVAÐ ER Í BOÐI? 4. JÚNÍ 2009 UPPLÝSINGAR FYRIR ALMENNING UM FRÍSTUNDIR OG NÁMSKEIÐ SEM KOSTA LÍTIÐ EÐA EKKI NEITT SÍBS

HVAÐ ER Í BOÐI? 4. JÚNÍ 2009 UPPLÝSINGAR FYRIR ALMENNING UM FRÍSTUNDIR OG NÁMSKEIÐ SEM KOSTA LÍTIÐ EÐA EKKI NEITT SÍBS HVAÐ ER Í BOÐI? UPPLÝSINGAR FYRIR ALMENNING UM FRÍSTUNDIR OG NÁMSKEIÐ SEM KOSTA LÍTIÐ EÐA EKKI NEITT 4. JÚNÍ 2009 SÍBS YFIRLIT Fyrstu sporin hjá atvinnuleitendum... 6 Vinnumarkaðsúrræði af hálfu Vinnumálastofnunar...

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Réttur til verndar, virkni og velferðar.

Réttur til verndar, virkni og velferðar. Réttur til verndar, virkni og velferðar. Barnaverndarþing 2014. Hilton Reykjavík Nordica 25. og 26. september. Málstofur. Málstofa fimmtudaginn 25. September kl. 12:45 14:15 Salur A og B á fyrstu hæð Eru

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Tillaga til þingsályktunar

Tillaga til þingsályktunar 144. löggjafarþing 2014 2015. Þingskjal 52 52. mál. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Flm.: Karl Garðarsson, Vigdís Hauksdóttir,

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Dagsetning desember Skjalalykill (VEL ) SKÝRSLA. Teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla

Dagsetning desember Skjalalykill (VEL ) SKÝRSLA. Teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla Dagsetning desember 2017 Skjalalykill (VEL2015100044) SKÝRSLA Teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla 2 Efnisyfirlit 1.Inngangur... 4 1.1 Fundir... 6 1.2

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Börnum rétt hjálparhönd

Börnum rétt hjálparhönd Börnum rétt hjálparhönd Rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengiseða vímuefnaneyslu foreldra Apríl 2013 Hildigunnur Ólafsdóttir Kristný Steingrímsdóttir Velferðarráðuneyti:

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

BÖRN HÆLISLEITENDA HVAÐ ER BARNI FYRIR BESTU? Fríða Bjarney Jónsdóttir Verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum.

BÖRN HÆLISLEITENDA HVAÐ ER BARNI FYRIR BESTU? Fríða Bjarney Jónsdóttir Verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum. BÖRN HÆLISLEITENDA HVAÐ ER BARNI FYRIR BESTU? Fríða Bjarney Jónsdóttir Verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum. frida.b.jonsdottir@reykjavik.is HEIMURINN ER HÉR Fjölmenningarteymi á skrifstofu SFS sinnir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 ÁRSSKÝRSLA 2011 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013 AÐFARAORÐ FORSTÖÐUMANNS Greiningarstöð sendir nú frá sér ársskýrslu fyrir árið 2011 en á því ári fagnaði stofnunin 25 ára afmæli sínu. Stöðin

More information

Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga

Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga Saman gegn ofbeldi Hlutverk sveitarfélaga Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 9. október 2015 Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallögfræðingur LRH Upphaf verkefnisins Upplifun lögreglunnar Fá heimilisofbeldismál

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðingur, tók saman fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð. Reykjavík 22 Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, júní 2018

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, júní 2018 ÁRSSKÝRSLA 2017 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, júní 2018 Ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 2017 Útgefandi Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Digranesvegi 5 200 Kópavogi Ábyrgðarmaður

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs 2 VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs September 2014 3 Útgáfa: Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

More information

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna BA ritgerð Félagsráðgjöf Rannsókn á viðhorfi starfsmanna Garðabæjar til samræmds Verklags vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna Karítas Bjarkadóttir Leiðbeinandi Elísabet Karlsdóttir

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2017

Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2017 2017 ÁRSSKÝRSLA VINNUMÁLASTOFNUNAR Útgefandi: Vinnumálastofnun Ritstjóri: Margrét Lind Ólafsdóttir Yfirlestur: Gyða Sigfinnsdóttir Hönnun og umbrot: Kría hönnunarstofa Prentun: Pixel EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA

More information

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Dr. Tryggvi Sigurðsson, faglegur ábyrgðarmaður SIS-C Mat á stuðningsþörf barna 1. Inngangur: forsaga SIS-C hér

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi Norræn samanburðarrannsókn

Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi Norræn samanburðarrannsókn Verkefni, vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í umönnun aldraðra á Íslandi Norræn samanburðarrannsókn Elísabet Karlsdóttir Ritröð um rannsóknarverkefni á sviði félagsráðgjafar Fimmta hefti Nóvember 2011

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun 2015-2016 Efnisyfirlit Inngangur... 3 1. Grunnupplýsingar... 3 2. Hlutverk skólans... 3 3. Stefna og markmið Laugargerðisskóla... 4 4. Útfærsla skólans á grunnþáttum

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Ársskýrsla Reykjavík

Ársskýrsla Reykjavík Ársskýrsla 2002 Reykjavík Maí 2003 Efnisyfirlit 1. STEFNA ÁFENGIS- OG VÍMUVARNARÁÐS...3 1.1 Staða og starfssvið... 3 1.2 Leiðarljós... 3 1.3 Hlutverk... 3 1.4 Framtíðarsýn... 3 1.5 Markmið... 3 2 HELSTU

More information

Reykjavík, 30. apríl 2015

Reykjavík, 30. apríl 2015 Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Sigurjón Mýrdal formaður Sólrún Harðardóttir starfsmaður Námsmatsstofnun Borgartúni 7a 105 Reykjavík Reykjavík, 30. apríl 2015 Efni: Svör Kennarasambands Íslands

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 3. bekkjarnámskrá Skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2018-2019 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2016. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Ársskýrsla

Ársskýrsla Ársskýrsla 2008 2011 Ársskýrsla 2008 2011 Barnaverndarstofa 2012 Ársskýrsla 2008 2011 Barnaverndarstofa 2012 ISSN 1670 3642 Ritstjóri: Halla Björk Marteinsdóttir Ábyrgðarmaður: Bragi Guðbrandsson Barnaverndarstofa

More information

Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars Ágrip

Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars Ágrip Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars 2016 Ágrip 2 I - A1 Þau taka alltaf á móti mér, já eins og manneskju, ekki eins og geðsjúklingi Reynsla fólks af þjónustu geðdeildar Sólrún Óladóttir og Guðrún

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018

Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018 Jafnréttissjóður Íslands Styrkþegar 2018 Annadís Gréta Rudólfsdóttir 10.000.000 kr. Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsókn og aðgerðir Markmið þessa verkefnis er tvíþætt. Annars vegar

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra

Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra Sara Stefánsdóttir Snæfríður Þóra Egilson Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir Rannsóknir í félagsvísindum

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Skólanámskrá Starfsmannahandbók

Skólanámskrá Starfsmannahandbók Skólanámskrá 2017-2018 Efnisyfirlit Inngangur... 4 Forvarnir / velferðarmál... 4 Áætlun Hörðuvallaskóla gegn einelti... 4 Móttökuáætlun... 7 Áfallaáætlun Hörðuvallaskóla... 10 Um nemendaverndarráð... 13

More information

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9 Efnisyfirlit Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur... 4... 5 Máltjáning og frásagnarhæfni... 6... 6 Hlustun og hljóðkerfisvitund... 7... 7 Ritmál... 8...

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla Skólaárið 2017-2018 Skólanámskrá Hraunvallaskóla. Útgefin 2017. Skólanámskrá er útgefin á rafrænu formi

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, apríl 2014

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, apríl 2014 ÁRSSKÝRSLA 2013 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, apríl 2014 AÐFARAORÐ FORSTÖÐUMANNS Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sendir nú frá sér ársskýrslu fyrir árið 2013 sem var 27. starfsár stofnunarinnar.

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information