Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017

Size: px
Start display at page:

Download "Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017"

Transcription

1 21. desember 2017 Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017 Samantekt Kosið var til Alþingis 28. október Við kosningarnar voru alls á kjörskrá eða 73,4% landsmanna. Af þeim greiddu atkvæði eða 81,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 82,1% en karla 80,3%. Kosningaþátttakan var breytileg eftir aldri og var hún minni meðal yngri en eldri kjósenda. Við kosningarnar greiddu manns atkvæði utan kjörfundar eða 18,6% kjósenda en sambærilegt hlutfall var 16,2% í kosningunum Í kosningunum buðu 11 stjórnmálasamtök fram lista, þar af níu í öllum kjördæmum. Af frambjóðendum á landinu öllu voru 689 karlar eða 55,4% og 555 konur, 44,6%. Voru konur rúmur þriðjungur frambjóðenda í fyrsta sæti listanna (37%) en rúmur helmingur í 2. og 3. sæti. Af kjörnum þingmönnum voru 39 karlar eða 61,9% og 24 konur, 38,1%. Fækkaði kjörnum konum um sex frá kosningunum Úrslit kosninganna 28. október 2017 urðu þau að gild atkvæði voru (97,3%), auðir seðlar (2,4%) og aðrir ógildir seðlar 709 (0,4%). Átta stjórnmálasamtök hlutu hver um sig meira en 5% atkvæða og kjörna fulltrúa á þing. Framsóknarflokkur hlaut 10,7% gildra atkvæða og átta menn kjörna, Viðreisn 6,7% og fjóra þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 25,2% og 16 þingmenn, Flokkur fólksins 6,9% og fjóra þingmenn, Miðflokkurinn 10,9% og sjö þingmenn, Píratar 9,2% og sex þingmenn, Samfylkingin 12,1% og sjö þingmenn, Vinstrihreyfingin grænt framboð 16,9% og ellefu þingmenn. Önnur stjórnmálasamtök fengu samtals atkvæði sem samsvarar 1,5% gildra atkvæða. Inngangur Í þessu riti er fjallað um nokkur atriði varðandi framkvæmd alþingiskosninganna 28. október Gerð er grein fyrir kosningaþátttöku, tölum um kjósendur og greidd atkvæði á kjörfundi og utan kjörfundar, kjörsókn eftir aldri svo og aðstoð við kosningu. Fjallað er um frambjóðendur og framboðslista en ellefu stjórnmálasamtök buðu fram að þessu sinni. Loks er niðurstöðum kosninganna gerð skil, gildum og ógildum atkvæðum, úrskurði kjörbréfanefndar Alþingis um ágreiningsatkvæði og ennfremur skiptingu atkvæða og kjörinna fulltrúa eftir stjórnmálasamtökum og kjördæmum.

2 2 Tafla 1. Helstu niðurstöður í alþingiskosningum 28. október 2017 Table 1. Main results of the general elections to the Althingi 28 October 2017 Hlutfallsleg Kjörnir skipting þingmenn Gild atkvæði Percent of Members Valid votes valid votes elected Alls Total Björt framtíð Bright Future (A) ,2 Framsóknarflokkur Progressive Party (B) ,7 8 Viðreisn Reform (C) ,7 4 Sjálfstæðisflokkur Independence Party (D) ,2 16 Flokkur fólksins People s Party (F) ,9 4 Miðflokkurinn The Central Party (M) ,9 7 Píratar The Pirate Party (P) ,2 6 Alþýðufylkingin People s Front of Iceland (R) 375 0,2 Samfylkingin The Social Democratic Alliance (S)* ,1 7 Dögun Dawn (T)** 101 0,1 Vinstri hreyfingin grænt framboð The Left-Green Movement (V) ,9 11 *Samfylkingin jafnaðarmannaflokkur Íslands; **Dögun stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Mynd 1. Atkvæðahlutfall stjórnmálaflokka á landinu öllu 2017 Figure 1. Results of the general elections 2017, percent of votes (V) 16,9% Önnur 1,5% (B) 10,7% (C) 6,7% Framsóknarflokkur (B) Viðreisn (C) Sjálfstæðisflokkur (D) (S) 12,1% (P) 9,2% (D) 25,2% Flokkur fólksins (F) Miðflokkurinn (M) Píratar (P) Samfylkingin (S) Vinstri hreyfingin grænt framboð (V) Önnur stjórnmálasamtök Other (M) 10,9% (F) 6,9% Note: See English terms of political organisations in table 1 above.

3 3 Kosningalög Framkvæmd kosninganna Hinn 16. maí 2000 samþykkti Alþingi ný lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000). Nýju lögin byggðust á stjórnarskrárbreytingu sem samþykkt var Í lögunum fólust veigamiklar breytingar á kjördæmaskipan landsins. Grundvallarmarkmið nýju laganna var að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu en jafnframt að tryggja enn frekar en áður að úthlutun þingsæta til stjórnmálasamtaka sé í samræmi við atkvæðatölu þeirra á landinu öllu. Kjördæmum var fækkað úr átta í sex en fjöldi þingmanna var óbreyttur, eða 63. Kosningalögin kveða á um tiltekinn fjölda þingsæta í hverju kjördæmi en landskjörstjórn ber þó að endurskoða skiptingu sæta að loknum hverjum alþingiskosningum eins og fram kemur hér síðar. Samkvæmt lögunum eru kjördæmin og fjöldi þingsæta sem hér segir: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi 10 þingsæti hvert, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður 11 þingsæti hvert. Endurskoðunarákvæði Leiðrétting misvægis milli kjördæma Í 9. gr. kosningalaganna er endurskoðunarákvæði sem mælir fyrir um tilfærslu þingsæta milli kjördæma í næstu alþingiskosningum á eftir. Þetta endurskoðunarákvæði er fært í lög til að leiðrétta misvægi atkvæða milli kjördæma svo að kjósendur að baki hverju þingsæti í einu kjördæmi nái ekki að verða helmingi færri en kjósendur að baki hverju þingsæti í einhverju öðru kjördæmi. Kosið var samkvæmt nýju kosningalögunum í fyrsta sinn í alþingiskosningunum Niðurstöður þeirra kosninga sýndu að kjósendur að baki hverju þingsæti í Norðvesturkjördæmi voru helmingi færri en kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt ákvörðun landskjörstjórnar skyldu því, við næstu almennu alþingiskosningar, níu þingsæti vera í Norðvesturkjördæmi (voru áður 10), átta kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti, en tólf þingsæti í Suðvesturkjördæmi (áður 11), tíu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Þingsætunum 63 var því skipt þannig milli kjördæma í kosningunum 2007: Norðvesturkjördæmi 9 þingsæti, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi 10 þingsæti hvort, Suðvesturkjördæmi 12 þingsæti, Reykjavíkurkjördæmi norður og suður 11 þingsæti hvort. Var þessi skipting óbreytt í kosningunum Niðurstöður kosninganna 2009 höfðu hins vegar í för með sér breytingu á fjölda þingsæta í tveimur kjördæmum. Samkvæmt auglýsingu landskjörstjórnar frá 4. maí skyldu við næstu almennu þingkosningar vera átta þingsæti í Norðvesturkjördæmi, þar af eitt jöfnunarsæti, en 13 þingsæti í Suðvesturkjördæmi, þar af tvö jöfnunarsæti. 2 Þetta átti því við í kosningunum 2013 en í öðrum kjördæmum var fjöldi þingsæta sem fyrr 10 í bæði Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi og 11 í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Þessi sami fjöldi þingsæta eftir kjördæmum átti við um alþingiskosningarnar 2016 og einnig nú við alþingiskosningarnar 2017 sbr. auglýsingu landskjörstjórnar frá 7. nóvember Auglýsing nr. 433/ Sbr. 5. mgr. 31. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 9. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/ Auglýsing nr. 927/2016.

4 4 Landskjörstjórn gaf út auglýsingu 28. september 2017 (nr. 836/2017) í samræmi við ákvæði kosningalaga um mörk kjördæma í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 28. október Mynd 2. Kjördæmaskipan 2017 Figure 2. Constituencies in Iceland 2017 Skýrslugerð Löng hefð er fyrir því að Hagstofa Íslands taki saman skýrslur um almennar kosningar á Íslandi og í 116. grein kosningalaga nr. 24 frá árinu 2000 segir: Kjörstjórnir skulu senda Hagstofu Íslands skýrslu um kosninguna ritaða á eyðublöð sem Hagstofan lætur í té. Í aðdraganda alþingiskosninganna 28. október 2017 lét Hagstofa Íslands kjörstjórnum og yfirkjörstjórnum kjördæma í té eyðublöð til útfyllingar vegna skýrslugerðar um niðurstöður kosninganna. Leitað var eftir upplýsingum um fjölda kjörstaða og kjördeilda, fjölda kjósenda eftir kyni, fjölda greiddra atkvæða á kjörfundi, fjölda greiddra utankjörfundaratkvæða og loks heildarfjölda atkvæða. Að loknum kosningum sendu kjörstjórnir yfirkjörstjórnum niðurstöður sínar og tóku yfirkjörstjórnir síðan saman yfirlit sem Hagstofa Íslands fékk til sinnar skýrslugerðar. Upplýsinga aflað um aðstoð við kosningu Gagnasöfnun um kjörsókn eftir aldri Hagstofa aflaði jafnframt upplýsinga frá yfirkjörstjórnum um aðstoð við kosningu á kjörfundi og frá sýslumönnum um aðstoð við kosningu utan kjörfundar sbr. lög nr.111/2012 um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórna. Alþingi samþykkti 16. maí 2014 þingsályktun (nr. 33/143) um að fela forsætisráðherra að hlutast til um að Hagstofa Íslands kallaði eftir upplýsingum frá kjörstjórnum um kjörsókn eftir fæðingarári við almennar kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá og með árinu Að fengnum tilmælum forsætisráðuneytis vorið 2014 ákvað Hagstofan að standa að úrtaksrannsókn á kjörsókn einstaklinga eftir

5 5 aldri til viðbótar hefðbundinni gagnasöfnun við sveitarstjórnarkosningarnar vegna kosningaskýrslna Hagstofunnar. Með vísan til áðurnefndrar þingsályktunar sendi Hagstofa nú við alþingiskosningarnar eins og við forsetakjör 2016 og alþingiskosningar 2016, rafræn skráningarskjöl til yfirkjörstjórna kjördæma með ósk um að þau yrðu fyllt út að kosningum loknum og send Hagstofu rafrænt. Leitast var við að minnka svarbyrði kjörstjórna og að hafa persónuverndarsjónarmið í fyrirrúmi við söfnun upplýsinga. Gögn frá landskjörstjórn Ágreiningsatkvæði til úrskurðar hjá kjörbréfanefnd Alþingis Hagstofa Íslands fékk lista yfir frambjóðendur, skýrslur yfirkjörstjórna og greinargerð um úrslit kosninganna frá landskjörstjórn vegna skýrslugerðarinnar. Við vinnslu þessarar kosningaskýrslu er einnig stuðst við niðurstöður kjörbréfanefndar Alþingis um 49 ágreiningsatkvæði sem dómsmálaráðuneytið sendi Alþingi til meðferðar að loknum kosningum í samræmi við 1. mgr gr. laga nr. 24/2000. Úrskurður kjörbréfanefndar sem Alþingi samþykkti hafði í för með sér smábreytingar á áður útgefnum niðurstöðum landskjörstjórnar um gild og ógild atkvæði og hefur verið tekið tillit til þeirra í þessari skýrslu. Endurútreikningur á atkvæðatölum að baki þingmönnum og varaþingmönnum liggur þó ekki fyrir þegar þetta er ritað en ljóst er að úrskurðurinn hafði ekki áhrif á úthlutun þingsæta. 1 Aðstoð við kosningu Eins og getið var hér framar voru gerðar breytingar á kosningalögum með lögum nr. 111/2012 um aðstoð við kosningu sem gildi tóku 18. október Kjósendur, sem lögin taka til, hafa nú með tilteknum skilyrðum sjálfir rétt til að ákveða hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og á kjörfundi. Hagstofa kallar eftir upplýsingum um aðstoð við kosningu Hagstofa óskaði eftir svörum við eftirfarandi spurningum hjá yfirkjörstjórnum kjördæma varðandi aðstoð við kosningu á kjördag og hjá sýslumönnum varðandi aðstoð við kosningu utan kjörfundar: 1. Hve margir kjósendur nutu aðstoðar kjörstjóra/kjörstjórnarmanns við kosningu á kjörfundi/utan kjörfundar? 2. Hve margir kjósendur nutu aðstoðar fulltrúa sem viðkomandi hafði sjálfur valið (án vottorðs frá réttindagæslumanni)? 3. Hve margir kjósendur kusu með aðstoð fulltrúa sem viðkomandi hafði sjálfur valið og staðfest er með vottorði réttindagæslumanns? 468 kjósendur fengu aðstoð við kosningu þar af 113 með fulltrúa að eigin vali Upplýsingar bárust frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna sex og öllum sýslumannsembættum sem nú eru níu talsins. Í heild fengu 468 kjósendur aðstoð við að kjósa, 196 karlar og 272 konur. Af þessum hópi fengu 194 aðstoð við að kjósa utan kjörfundar en 274 á kjörfundi. Alls fengu 355 kjósendur aðstoð kjörstjóra/kjörstjórnarmanns við að kjósa (75,9%) en 113 aðstoð fulltrúa að eigin vali (24,1%). Af þessum hópi voru nokkrir sem kusu með aðstoð fulltrúa að eigin vali og staðfestu vottorði réttindagæslumanns eins og nú er einnig heimilt við tilteknar aðstæður. Á heildina litið voru færri kjósendur sem nú nutu aðstoðar við kosningu en við alþingiskosningarnar 2016 svo og við forsetakosningarnar sama ár. 1

6 6 Tafla 2. Kjósendur sem fengu aðstoð við kosningu í alþingiskosningum 2017 Table 2. Voters receiving assistance with voting in general elections 2017 Fjöldi Number Hlutfall Percent Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total MalesFemales Total MalesFemales Alls Total ,0 100,0 100,0 Aðstoð kjörstjóra/kjörstjórnarmanns Assistance of an election official ,9 73,5 77,6 Aðstoð fulltrúa að eigin vali Assistance of a person of own choice ,1 26,5 22,4 án vottorðs réttindagæslumanns without a certificate of a rights protection officer ,5 25,5 22,1 staðfest með vottorði réttindagæslumanns with a certificate of a rights protection officer ,6 1,0 0,4 Fjöldi á kjörskrá Hverjir mega kjósa? Kjörskrárstofn Samkvæmt kosningalögum á hver íslenskur ríkisborgari 18 ára og eldri með lögheimili hér á landi kosningarrétt við kosningar til Alþingis. Íslenskur ríkisborgari 18 ára og eldri með lögheimili hér á landi á jafnframt kosningarrétt í átta ár eftir að hann flytur lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember fyrir kjördag. Slíkur ríkisborgari á einnig kosningarrétt eftir þann tíma, hafi hann sótt um það samkvæmt nánari reglum kosningalaga. Þjóðskrá lætur sveitarstjórnum í té stofn að kjörskrá, svonefndan kjörskrárstofn, sem þær gera svo úr garði að úr verður gild kjörskrá. Kjörskrá skal sveitarstjórn leggja fram almenningi til sýnis eigi síðar en 10 dögum fyrir kjördag og ber sveitarstjórn að leiðrétta kjörskrá, ef við á, fram á kjördag. Með endanlegri kjörskrá hefur verið tekið tillit til fjölda látinna og þeirra sem fengið hafa nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofn var unninn, svo og annarra leiðréttinga sem gerðar hafa verið á kjörskrárstofninum. Á kjörskrárstofni sem Þjóðskrá birti voru skráðir alls kjósendur, eða 17 fleiri en á endanlegri kjörskrá að loknum kosningum. Kjósendur á kjörskrá Við alþingiskosningarnar 28. október 2017 voru manns á kjörskrá, eða 73,4% allra landsmanna. Í alþingiskosningum 2016 var þetta hlutfall 74,1%. Síðasta stóra breytingin á kosningarétti landsmanna var samþykkt árið 1984 þegar kosningaaldur var lækkaður úr 20 árum í 18 og fleiri takmarkandi þættir á kosningarétti rýmkaðir. Á kjörskrárstofni árið 2017 voru með lögheimili erlendis, eða 5,4% allra sem höfðu kosningarrétt (tafla 4).

7 7 Tafla 3. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum Table 3. Participation in general elections Kjósendur á kjörskrá Voters on the electoral roll Hlutfall af íbúatölu Percent of population 72,8 73,0 71,1 71,4 73,6 74,1 73,4 Karlar Males Konur Females Greidd atkvæði Votes cast Karlar Males Konur Females Kosningaþátttaka, % Participation, % 84,1 87,7 83,6 85,1 81,5 79,2 81,2 Karlar Males 83,8 87,2 83,3 84,5 81,1 78,8 80,3 Konur Females 84,4 88,3 83,9 85,8 81,9 79,5 82,1 Tafla 4. Table 4. Kjósendur á kjörskrá og kjörskrárstofni fyrir alþingiskosningar 2017 Voters on the electoral roll and on the preliminary electoral roll prior to general elections 2017 Reykja- Reykja- Norð- Norð- Suð- víkur- víkur- Alls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd. Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður Kjósendur á kjörskrá alls Voters on the electoral roll, total Karlar Males Konur Females Kjósendur á kjörskrárstofni alls Voters on preliminary elctoral roll Karlar Males Konur Females Kjósendur með lögheimili erlendis Domicile abroad Kjósendur með lögheimili erlendis, % Domicile abroad, % 5,4 3,8 3,9 4,5 5,5 6,4 6,6 Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. Kjósendur á hvern þingmann Þó að kosningalögunum hafi verið breytt 1 árið 2000 til að jafna stærð kjördæma urðu niðurstöður úr kosningunum 2003 og 2009 þær að u.þ.b. helmingi færri kjósendur voru í fámennasta kjördæminu (Norðvesturkjördæmi) en því fjölmennasta (Suðvesturkjördæmi). Var fjölda þingsæta í þessum kjördæmum breytt í kjölfarið sbr. bls Sbr. lög nr. 24/2000.

8 8 Fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverju þingsæti við alþingiskosningarnar árið 2013 gaf ekki tilefni til að breyta fjölda þingsæta fyrir næstu alþingiskosningar 1 þ.e. árið Það sama átti við að loknum alþingiskosningum 2016 sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 927/2016. Í kosningunum 2017 voru fæstir kjósendur á hvern þingmann í Norðvesturkjördæmi, eða 2.690, en flestir kjósendur voru á hvern þingmann í Suðvesturkjördæmi, eða (tafla 5). Hlutfallið þarna á milli er undir tveimur og gefur það samkvæmt ákvæðum kosningalaga ekki tilefni til að breyta fjölda þingsæta fyrir næstu alþingiskosningar. Gaf landskjörstjórn út auglýsingu þar að lútandi 7. nóvember 2017 (nr. 944/2017). Tafla 5. Kjósendur á kjörskrá á hvern þingmann 2017 Table 5. Voters on the electoral roll per member of the Althingi 2017 Kjósendur á kjörskrá Kjósendur Kjósendur á hvern á bak við á kjörskrá Fjöldi þingmann þingm. m.v. Voters on þingmanna Voters per hæstu tölu í electoral Members of member of kjördæmi, roll Althingi Althingi % 1 Allt landið Whole country Norðvesturkjördæmi Northwest ,3 Norðausturkjördæmi Northeast ,4 Suðurkjördæmi South ,6 Suðvesturkjördæmi Southwest ,0 Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavík South ,5 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík North ,3 1 Sbr. ákvæði 9. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Voters per member of Althingi as percent of the highest number in any constituency. Kosningaþátttaka 81,2% Kosningaþátttaka Við alþingiskosningarnar 28. október 2017 greiddu atkvæði alls kjósendur, eða 81,2% allra kosningabærra manna. Er þetta hærri kosningaþátttaka en árið 2016 (tafla 3). þegar hún var 79,2%. Þátttaka kvenna var 82,1% en 80,3% hjá körlum fyrir landið í heild. Þátttökuhlutfall kvenna var heldur hærra en karla í öllum kjördæmum (tafla 6), og einnig hærra í 58 sveitarfélögum af 74 (tafla 26). Frá og með þingkosningunum 1995 hefur kosningaþátttaka kvenna verið meiri en karla, en í þingkosningum fram að því var þátttaka karla ætíð meiri en kvenna. 1 Sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 439/2013 frá 6. maí Greidd atkvæði samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna um kosningaþátttöku til Hagstofu eru ellefu fleiri en greidd atkvæði samkvæmt skýrslu landskjörstjórnar um úrslit kosninganna (sjá bls. 20). There were eleven more votes cast according to the election reports on voting participation to Statistics Iceland than the number of votes in the outcome of the elections according to the report of The National Electoral Commission.

9 9 Mynd 3. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum eftir kyni Figure 3. Participation in general elections by sex % (júní) Alls Total Karlar Males Konur Females Kosningaþátttaka meiri á landsbyggð en höfuðborgarsvæði Kosningaþátttaka var mest í Norðvesturkjördæmi, 83,0%, en minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður, 79,8%, eins og 2013 og Í einstökum sveitarfélögum var kosningaþátttakan hæst í Fljótsdalshreppi (92,5%) en lægst í Skorradalshreppi og Svalbarðshreppi (72,2 %) (tafla 26). Kosningaþátttaka á höfuðborgarsvæðinu öllu var 81,0% á móti 81,6% á landsbyggðinni. Var þátttaka kvenna hærri en karla í báðum tilvikum. Tafla 6. Kosningaþátttaka í alþingiskosningum 2017 Table 6. Participation in general elections 2017 Reykja- Reykja- Atkvæði Norð- Norð- Suð- víkur- víkuralls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd. Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður Greidd atkvæði Votes cast Karlar Males Konur Females Greidd atkvæði af kjósendum á kjörskrá, % Participation of voters on electoral roll, % 81,2 83,0 82,4 80,0 82,3 80,3 79,8 Karlar Males 80,3 81,9 81,4 79,1 81,7 79,3 78,7 Konur Females 82,1 84,2 83,4 81,0 82,9 81,3 80,8 Utankjörfundaratkvæði, % 1 Absentee votes, % 1 18,6 19,5 24,3 16,2 19,1 16,6 17,6 Sveitarfélög eftir kosningaþátttöku Municipalities by participation < 74,9% ,0 79,9% ,0 84,9% ,0 89.9% ,0 94,9% Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. 1 Hlutfall af greiddum atkvæðum. Percent of votes cast.

10 10 Tafla 7. Kosningaþátttaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð 2017 Table 7. Participation in and outside the capital region 2017 Kjósendur á kjörskrá Kosninga- Greidd atkvæði Voters on the þátttaka, % Votes cast electoral roll Participation, % Höfuðborgarsvæði Capital region ,0 Karlar Males ,2 Konur Females ,8 Landsbyggð Outside Capital region ,6 Karlar Males ,6 Konur Females ,6 Skýringar Notes: Höfuðborgarsvæðið nær til Reykjavíkurkjördæmis suður, Reykjavíkurkjördæmis norður og Suðvesturkjördæmis. Landsbyggð nær yfir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Capital region refers to the the constituencies Reykjavík south, Reykjavík north and Southwest constituency. Outside Capital region covers the constituencies Northwest, Northeast and South. Kjörsókn eftir aldri Þátttakan hækkar með aldri Eins og getið er hér framar (bls. 4 5) aflaði Hagstofa upplýsinga um kjörsókn eftir aldri við alþingiskosningarnar frá yfirkjörstjórnum, á grundvelli þingsályktunar Alþingis. Óskað var eftir upplýsingum um alla kjósendur. Kosningaþátttakan við alþingiskosningarnar var breytileg eftir aldri og hækkaði almennt með aldri. Hún var minnst hjá aldurshópnum ára (69,6%) og næst minnst hjá ára (72,4%). Hæst var hlutfallið hjá ára (91,2%) en lækkaði síðan með aldri úr því. Var þróunin svipuð hjá körlum og konum hvað þetta varðar en konur voru með meiri þátttöku en karlar fram til ára aldurs þegar þetta snérist við og þátttaka karla meðal þeirra eldri var meiri en kvenna (tafla 21). Athygli vekur að kosningaþátttaka hjá yngsta aldurshópnum ára er hærri en hjá þeim aldurshópum sem næstir þeim koma. Samanburður við kjörsókn eftir aldri við sveitarstjórnarkosningarnar 2014, forsetakjör 2016 og alþingiskosningar það sama ár sýnir svipaða þróun og við alþingiskosningarnar nú en munurinn á þátttöku yngri og eldri kjósenda var hlutfallslega mestur 2014 en minnstur Í heild var kosningaþátttakan ,5% eða talsvert minni en bæði við forsetakjörið (75,7%) og alþingiskosningarnar 2016 (79,2%) og 2017 (81,2%). 1

11 11 Mynd 4. Kosningaþátttaka eftir kyni og aldri í alþingiskosningum 2017 Figure 4. Participation by sex and age in general elections % Karlar Males Konur Females Meðal kjörsókn Average participation Kjörsókn eftir aldri og kjördæmi Sé litið á kosningaþátttökuna eftir þremur aldurshópum og kjördæmum, sbr. mynd 5, sést að í þeim öllum fer þátttakan hækkandi með aldri. Var þátttaka ára minnst í Suðurkjördæmi (67,7%) en mest í Reykjavíkurkjördæmunum (73,1%). Þátttaka ára var minnst í Suðurkjördæmi (74,6%) en hæst í Norðvesturkjördæmi (78,3%). Var þátttaka 40 ára og eldri yfir meðaltali kjörsóknar í öllum kjördæmunum (tafla 21). Mynd 5. Kosningaþátttaka eftir aldri og kjördæmi í alþingiskosningum 2017 Figure 5. Participation by age and constituency in general elections % Norðvestur Norðaustur Suður Suðvestur Reykjavík suður Reykjavík norður ára ára 40+ ára Meðaltal Average Kjörsókn eftir aldri og stærð sveitarfélaga Á heildina litið var mynstrið það sama í mismunandi stærð sveitarfélaga, kosningaþátttakan hækkaði með hækkandi aldri. Var þátttakan minnst í fjölmennasta sveitarfélaginu, Reykjavík (80,0%) en mest í sveitarfélögum undir íbúum (84,4%). Í aldurshópi ára var þátttakan minnst í sveitarfélögum með íbúa (68,2%) en hjá 30 ára og eldri átti það við Reykjavík. Í aldurshópi ára var kjörsóknin hins vegar mest í Reykjavík (73,1%) en hjá ára var hún mest í sveitarfélögum með undir 1000 íbúum (80,2%) og einnig hjá 40 ára og eldri (89,0%).

12 12 Mynd 6. Kosningaþátttaka eftir aldri og íbúafjölda í sveitarfélögum 2017 Figure 6. Participation by age and population of municipalities % >= Reykjavík < ára ára 40+ ára Meðaltal Average Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Kjósandi sem gerir ráð fyrir að vera fjarverandi á kjördag eða geta ekki sótt kjörfund af öðrum ástæðum hefur heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar, sbr. 56. gr. kosningalaga (nr. 24/2000). 18,6% atkvæða utan kjörfundar Af þeim sem greiddu atkvæði í þingkosningunum 2017 skiluðu manns atkvæði sínu utan kjörfundar, eða 18,6% kjósenda. Í þingkosningunum 2016 var hlutfallið 16,2%. Fleiri karlar en konur greiddu atkvæði utan kjörfundar, 19,1% á móti 18,1% kvenna, og er það samkvæmt venju. Hæst var hlutfallið í Norðausturkjördæmi (24,3%), en lægst (16,2%) í Suðurkjördæmi. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af kjósendum á kjörskrá var 15,1% (tafla 8).

13 13 Tafla 8. Utankjörfundaratkvæði eftir kjördæmi 2017 Table 8. Absentee votes in general elections by constituency 2017 Alls Karlar Konur Total Males Females Utankjörfundaratkvæði alls Absentee votes, total Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Hlutfall af greiddum atkvæðum Percent of votes cast 18,6 19,1 18,1 Norðvesturkjördæmi 19,5 19,8 19,1 Norðausturkjördæmi 24,3 24,4 24,2 Suðurkjördæmi 16,2 17,0 15,4 Suðvesturkjördæmi 19,1 19,6 18,6 Reykjavíkurkjördæmi suður 16,6 17,0 16,1 Reykjavíkurkjördæmi norður 17,6 18,0 17,2 Hlutfall af kjósendum á kjörskrá Percent of voters on the electoral roll 15,1 15,3 14,9 Norðvesturkjördæmi 16,2 16,2 16,1 Norðausturkjördæmi 20,0 19,8 20,2 Suðurkjördæmi 13,0 13,5 12,5 Suðvesturkjördæmi 15,7 16,0 15,4 Reykjavíkurkjördæmi suður 13,3 13,5 13,1 Reykjavíkurkjördæmi norður 14,0 14,2 13,9 Note: See English terms of constituencies in table 5 on page stjórnmálasamtök buðu fram Fleiri karlar en konur í framboði Framboðslistar og frambjóðendur Í alþingiskosningunum 2017 buðu alls 11 stjórnmálasamtök fram lista þar af níu í öllum kjördæmunum sex. Til samanburðar buðu árið 2016 einnig níu stjórnmálasamtök fram í öllum kjördæmum. Samtökin sem buðu fram 2017 voru: Björt framtíð (A), Framsóknarflokkur (B), Viðreisn (C), Sjálfstæðisflokkur (D), Flokkur fólksins (F), Miðflokkurinn (M), Píratar (P), Alþýðufylkingin (R), Samfylkingin (S), Dögun (T) og Vinstrihreyfingin grænt framboð (V). Boðnir voru fram 59 framboðslistar á landinu öllu í kosningunum 2017 samanborið við 62 í kosningum 2016 (tafla 9). Frambjóðendur voru alls og skiptust þeir í 689 karla og 555 konur. Hlutfall karla af frambjóðendum var 55,4% en kvenna 44,6% og er þetta lægra hlutfall kvenna en í kosningunum 2016 (45,7%). Konur voru 37,3% frambjóðenda í 1. sæti framboðslistanna en 59,3% í 2. sæti. Samantekið var fjöldi kvenna 88 og karla 89 í fyrstu þremur sætum listanna. Fleiri karlar en konur voru í framboði í hverju hinna sex kjördæma landsins (52 59%) og einnig í sæti listanna í fjórum af sex kjördæmum (53 56%) (töflur 10 og 11).

14 14 Tafla 9. Framboð til alþingiskosninga Table 9. Candidate lists in general elections Stjórnmála- Framboðs- Frambjóðendur Candidates samtök listar Fjöldi Number Hlutfall Percent Political Candidate Alls Karlar Konur Karlar Konur organisations lists Total Males Females Males Females ,4 45, ,4 45, ,6 50, ,8 40, ,6 42, ,8 47, ,6 41, ,1 41, ,3 45, ,4 44,6 Höfuðborgarsvæði og landsbyggð Karlar voru í meirihluta frambjóðenda bæði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð (57% og 53%) og átti það einnig við um frambjóðendur í sæti á landsbyggð (52%) (mynd 7).

15 15 Frambjóðendur eftir stjórnmálasamtökum Skipting frambjóðenda eftir kyni var jöfn hjá þremur af ellefu samtökum sem buðu fram og nærri jöfn hjá öðrum þremur. Hjá öðrum voru karlar á bilinu 35 73% frambjóðenda og konur 27 65%. Hlutfall kvenna meðal frambjóðenda var hæst hjá Dögun sem bauð fram í aðeins einu kjördæmi (65%) en lægst hjá Alþýðufylkingunni (27%) (tafla 10). Tafla 10. Frambjóðendur við alþingiskosningar 2017 Table 10. Candidates for general elections 2017 Fjöldi Number Hlutfall Percent Alls Karlar Konur Karlar Konur Total Males Females Males Females Allir frambjóðendur All candidates Alls Total ,4 44,6 Norðvesturkjördæmi ,1 47,9 Norðausturkjördæmi ,0 45,0 Suðurkjördæmi ,5 48,5 Suðvesturkjördæmi ,1 41,9 Reykjavíkurkjördæmi suður ,6 41,4 Reykjavíkurkjördæmi norður ,0 45,0 Stjórnmálasamtök Political organis ,4 44,6 Björt framtíð (A) ,0 50,0 Framsóknarflokkur (B) ,6 48,4 Viðreisn (C) ,0 50,0 Sjálfstæðisflokkur (D) ,4 51,6 Flokkur fólksins (F) ,5 36,5 Miðflokkurinn (M) ,3 35,7 Píratar (P) ,7 37,3 Alþýðufylkingin (R) ,3 26,7 Samfylkingin (S) ,0 50,0 Dögun (T) ,0 65,0 Vinstrihreyfingin grænt framboð (V) ,4 51,6 Note: See English terms of political organisations in table 1 on page 2.

16 16 Karlar skipa oftar 1. sæti lista konur oftar 2. sæti Meirihluti frambjóðenda í 1. sæti listanna voru karlar (63%) en í 2. sæti voru konur í meirihluta (59%). Voru jafnmargir karlar og konur í sæti listanna samanlagt hjá þremur af þeim níu samtökum sem buðu fram í öllum kjördæmum (tafla 11) og fleiri konur en karlar hjá öðrum þremur samtökum. Tafla 11. Frambjóðendur í sæti við alþingiskosningar 2017 Table 11. Candidates in 1st 3rd place on lists for general elections 2017 Fjöldi Number Hlutfall Percent Alls Karlar Konur Karlar Konur Total Males Females Males Females Frambjóðendur Candidates Í 1. sæti in 1st place on lists ,7 37,3 Í 2. sæti in 2nd place ,7 59,3 Í 3. sæti in 3rd place ,5 52,5 Frambjóðendur í sæti á listum Candidates in 1st 3rd place on lists Alls Total ,3 49,7 Norðvesturkjördæmi ,6 44,4 Norðausturkjördæmi ,3 46,7 Suðurkjördæmi ,7 53,3 Suðvesturkjördæmi ,0 60,0 Reykjavíkurkjördæmi suður ,3 46,7 Reykjavíkurkjördæmi norður ,3 46,7 Stjórnmálasamtök Political organisations ,3 49,7 Björt framtíð ,9 61,1 Framsóknarflokkur ,0 50,0 Viðreisn ,0 50,0 Sjálfstæðisflokkur ,7 33,3 Flokkur fólksins ,6 44,4 Miðflokkurinn ,1 38,9 Píratar ,9 61,1 Alþýðufylkingin ,7 33,3 Samfylkingin ,9 61,1 Dögun ,0 100,0 Vinstrihreyfingin grænt framboð ,0 50,0 Note: See English terms of political organisations in table 1on page 2.

17 17 Mynd 7. Frambjóðendur eftir kyni í alþingiskosningunum 2017 Figure 7. Candidates by sex in general elections 2017 Frambjóðendur eftir kyni Candidates by sex Frambjóðendur í sæti Candidates in 1st 3rd place on lists Konur Females 45% Karlar Males 55% Konur Females 50% Karlar Males 50% Frambjóðendur á höfuðborgarsvæði Candidates in the capital region Frambjóðendur á landsbyggð Candidates outside the capital region Konur Females 43% Karlar Males 57% Konur Females 47% Karlar Males 53% Frambjóðendur í sæti á höfuðborgarsvæði Candidates in 1st 3rd place on lists in capital region Frambjóðendur í sæti á landsbyggð Candidates in 1st 3rd place on lists outside the Capital region Konur Females 51% Karlar Males 49% Konur Females 48% Karlar Males 52%

18 18 Meðalaldur frambjóðenda var 46,8 ár Meðalaldur frambjóðenda á kjördag 28. október 2017 var 46,8 ár, meðalaldur karla 47,3 ár og kvenna nokkru lægri eða 46,1 ár (tafla 12). Af stjórnmálasamtökum var meðalaldur frambjóðenda hæstur hjá Flokki fólksins 55,4 ár og lægstur hjá Pírötum 42,3 ár (tafla 23). Meðalaldur frambjóðenda var hæstur í Reykjavíkurkjördæmi suður en lægstur í Norðvesturkjördæmi (tafla 24). Meðalaldur karla var hærri en kvenna hjá átta samtökum af 11 sem buðu fram. Rúmlega sex af hverjum 10 frambjóðendum í heild var á aldrinum ára. Yngstu frambjóðendurnir voru 18 ára en sá elsti 88 ára. Mynd 8. Aldursdreifing frambjóðenda eftir kyni 2017 Figure 8. Age of candidates in general elections % ára years ára og eldri years and older Karlar Males Konur Females

19 19 Tafla 12. Frambjóðendur eftir kyni, aldri og kjördæmi 2017 Table 12. Candidates by sex, age and constituency Meðal ára aldur Alls ára ára ára ára ára ára and Mean Total years years years years years years older age Alls Total ,8 Norðvesturkjördæmi ,0 Norðausturkjördæmi ,4 Suðurkjördæmi ,9 Suðvesturkjördæmi ,1 Reykjavíkurkjördæmi suður ,3 Reykjavíkurkjördæmi norður ,9 Karlar Males ,3 Norðvesturkjördæmi ,0 Norðausturkjördæmi ,4 Suðurkjördæmi ,1 Suðvesturkjördæmi ,5 Reykjavíkurkjördæmi suður ,4 Reykjavíkurkjördæmi norður ,6 Konur Females ,1 Norðvesturkjördæmi ,0 Norðausturkjördæmi ,2 Suðurkjördæmi ,8 Suðvesturkjördæmi ,5 Reykjavíkurkjördæmi suður ,7 Reykjavíkurkjördæmi norður ,4 Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. Staða/störf frambjóðenda 38% frambjóðenda flokkast sem sérfræðingar Staða eða störf frambjóðenda eru tilgreind á framboðslistum. Hafa störf frambjóðenda verið flokkuð í níu flokka á grundvelli Ístarf95 flokkunarkerfisins en staða 207 frambjóðenda skiptist í að vera ekki á vinnumarkaði (81) (t.d. öryrkja, lífeyrisþega, heimavinnandi, fyrrverandi starfsmenn í tilgreindu starfi), námsmenn (120) og ótilgreint (6) (tafla 13). Alls 466 frambjóðendur (38%) flokkast sem sérfræðingar og 225 (18%) sem stjórnendur og embættismenn, þar af höfðu rúmlega fjórðungur verið alþingismenn á síðasta kjörtímabili. Þriðja stærsta starfsstéttin er sérmenntað starfsfólk en í henni voru 100 frambjóðendur (8%). Ef hópur starfaflokkaðra frambjóðenda er borinn saman við hlutfallslega skiptingu starfandi á vinnumarkaði árið 2016 kemur í ljós að hlutfall stjórnenda og embættismanna svo og sérfræðinga er tvöfalt hærra meðal frambjóðenda en meðal starfandi á vinnumarkaði. Hins vegar er hlutfall frambjóðenda í flestum öðrum starfaflokkum mun lægra í samanburði við sömu starfaflokka á vinnumarkaðnum. Hlutfallslega stærri hópur karla en kvenna sem frambjóðenda eru stjórnendur og embættismenn en hlutfall kvenna sem sérfræðinga er hærra en karla. Meðal frambjóðenda er hlutfallslega jafnstór hópur kvenna og karla sérmenntað starfsfólk og einnig þjónustu- og skrifstofufólk en munur er á hlutfalli kynja í flestum hinna starfaflokkanna.

20 20 Tafla 13. Frambjóðendur eftir stöðu/starfsstétt 2017 Table 13. Candidates by status/occupation 2017 Fjöldi Number Hlutfallsleg skipting Percent Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur Total Males Females Total Males Females Frambjóðendur alls Candidates total ,0 100,0 100,0 Stjórnendur og embættismenn Senior officials and managers ,1 19,3 16,6 Sérfræðingar Professionals ,5 31,1 45,4 Sérmenntað starfsfólk Associate professionals ,0 8,1 7,9 Skrifstofufólk Clerks ,6 0,6 0,5 Þjónustu- og verslunarfólk Service and shopworkers ,2 7,4 6,8 Bændur og fiskimenn Agricultural and fishery workers ,7 6,2 2,9 Iðnaðarmenn Craft and related trades workers ,0 7,0 0,4 Véla- og vélgæslufólk Plant and machine operators ,5 2,5 0,4 Ósérhæft starfsfólk Elementary occupations ,8 1,6 2,0 Ekki á vinnumarkaði Not in labour market ,5 6,0 7,2 Námsmenn Students ,6 9,7 9,5 Ótilgreint Unspecified ,5 0,6 0,4 Skýringar Notes: Staða/störf sem tilgreind eru við frambjóðendur á framboðslistum flokkuð eftir Ístarf95 flokkunarkerfinu eftir því sem við á. Ekki á vinnumarkaði: m.a. öryrkjar, lífeyrisþegar, heimavinnandi, og þeir sem titla sig sem fyrrverandi í tilgreindu starfi. Status/occupations of candidates on lists classified according to Ístarf95 Classification System. Not in labour market refers to e.g. pensionists, homeworkers and former employed in various occupations. Niðurstöður landskjörstjórnar Mismunur greiddra atkvæða og talinna atkvæða Ágreiningsatkvæði Úrslit kosninganna 28. október 2017 Í alþingiskosningunum 2017 voru greidd atkvæði alls samkvæmt skýrslu landskjörstjórnar um úrslit kosninganna. Gild atkvæði voru þar talin , auðir seðlar og aðrir ógildir seðlar 718. Sá nánar um endanleg úrslit á bls. 21. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna til Hagstofu um kosningaþátttöku var fjöldi greiddra atkvæða á kjörfundi og utan kjörfundar alls eða ellefu atkvæðum fleiri en talin atkvæði samkvæmt úrslitum kosninganna. Munar þessum ellefu atkvæðum á greiddum atkvæðum samkvæmt skýrslum um kosningaþátttöku og skýrslum um úrslit kosninganna í Reykjavíkurkjördæmi norður og er óútskýrður. Fram komu alls 28 utankjörfundaratkvæði, í Reykjavíkurkjördæmi suður og 21 í Reykjavíkurkjördæmi norður, sem úrskurðuð voru ógild á grundvelli 91.gr. l. 24/2000. Voru þessi atkvæði talin sem greidd atkvæði (kosningaþátttaka) enda merkt við þau í kjördeildarbækur en ekki sem talin atkvæði við úrslit kosninganna af hálfu yfirkjörstjórna. Svipuð staða kom upp við alþingiskosningarnar Af því tilefni leitaði Hagstofa eftir upplýsingum frá öðrum yfirkjörstjórnum um hvernig háttað væri meðferð atkvæða af þessu tagi við skýrslugerðina. Ekki fékkst afgerandi svar í öllum tilvikum en svör yfirleitt á þann veg að ef atkvæði væru metin ógild á grundvelli 91. gr. laga nr. 24/2000 væru slík atkvæði hvorki tekin til

21 21 greina sem greidd atkvæði né talin atkvæði. Til að samræmis sé gætt milli kjördæma voru ofangreind utankjörfundaratkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður hvorki talin með í uppgjöri Hagstofu þá né nú. Ágreiningsatkvæði til úrskurðar hjá Alþingi Endanleg úrslit Átta stjórnmálasamtök með kjörna þingmenn Tölur landskjörstjórnar um gild og ógild atkvæði og fleiri atriði breyttust lítillega í kjölfar álits kjörbréfanefndar Alþingis 14. desember 2017 og samþykktar Alþingis sama dag en breyttu þó engu um úthlutun þingsæta 1. Nefndin fékk 49 ágreiningsseðla til meðferðar frá dómsmálaráðuneyti í samræmi við 1. málsgr gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Fimm seðlar komu frá yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, tveir úr Norðausturkjördæmi, þrír úr Reykjavíkurkjördæmi suður og 39 úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Við úrskurðinn fjölgaði gildum atkvæðum alls um níu og ógildum atkvæðum fækkaði um sömu tölu miðað við útgefnar niðurstöður. Dreifðust þessi níu gildu atkvæði á sex stjórnmálasamtök. Framsóknarflokkur fékk eitt atkvæði, Sjálfstæðisflokkur þrjú, Miðflokkurinn eitt, Píratar tvö atkvæði, Samfylkingin eitt, og Vinstrihreyfingin grænt framboð eitt atkvæði. Hjá Flokki fólksins bættist við eitt gilt atkvæði en annað atkvæði sem áður hafði verið talið gilt var metið ógilt. Að teknu tilliti til úrskurðar kjörbréfanefndar var heildarfjöldi gildra atkvæða og ógildra atkvæða 5.522, auð og 709 önnur ógild. Niðurstöðurnar sem gerð er nánari grein fyrir hér á eftir eru að teknu tilliti til úrskurðar um ágreiningsatkvæðin með einni undantekningu. Endurútreikningur um úthlutun þingsæta þ.e. um atkvæðamagn að baki hverjum þingmanni og varaþingmanni er ekki að vænta fyrr en á næsta ári, af hálfu Alþingis, því eru tölur þar að lútandi í töflu 27 bráðabirgðatölur. Verða þær lagfærðar þegar endanlegar tölur liggja fyrir bæði í veftöflu og vefútgáfu Hagtíðinda. Átta af þeim 11 stjórnmálasamtökum sem buðu fram fengu þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði á landinu öllu, , en það jafngildir 25,2% af öllum gildum atkvæðum og fékk hann 16 þingmenn kjörna. Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk atkvæði, 16,9% og 11 þingmenn. Samfylkingin fékk atkvæði, 12,1% og sjö þingmenn kjörna. Miðflokkurinn, nýtt stórnmálaafl fékk eða 10,9% og sjö menn kjörna. Framsóknarflokkurinn fékk atkvæði, 10,7% og átta þingmenn. Píratar fengu atkvæði, 9,2% og sex þingmenn. Flokkur fólksins fékk atkvæði, 6,9% og fjóra menn kjörna. Viðreisn, fékk atkvæði, 6,7% og einnig fjóra þingmenn. Önnur stjórnmálasamtök, þrjú talsins, fengu hvert um sig minna en 5% gildra atkvæða og því engan mann kjörinn (5% er lágmark til að fá þingmann kjörinn) en samtals fengu þau atkvæði (1,5%) (töflur 1 og 14). 1

22 22 Tafla 14. Niðurstöður alþingiskosninga eftir kjördæmi 2017 Table 14. Results of general elections by constituency 2017 Reykja- Reykja- Norð- Norð- Suð- víkur- víkur- Alls vestur- austur- Suður- vestur- kjörd. kjörd. Total kjörd. kjörd. kjörd. kjörd. suður norður Greidd atkvæði Votes cast Auðir og ógildir seðlar Blank and void ballots Gild atkvæði alls Valid votes, total Björt framtíð Framsóknarflokkur Viðreisn Sjálfstæðisflokkur Flokkur fólksins Miðflokkurinn Píratar Alþýðufylkingin Samfylkingin Dögun Vinstrihreyfingin grænt framboð Hlutfallsleg skipting Percent breakdown Gild atkvæði Valid votes 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Björt framtíð 1,2 0,8 0,7 1,0 1,5 1,3 1,4 Framsóknarflokkur 10,7 18,4 14,3 18,6 7,9 8,1 5,3 Viðreisn 6,7 2,5 2,1 3,1 9,5 8,5 8,4 Sjálfstæðisflokkur 25,2 24,5 20,3 25,2 30,9 22,8 22,6 Flokkur fólksins 6,9 5,3 4,3 8,9 6,5 8,2 7,1 Miðflokkurinn 10,9 14,2 18,6 14,3 9,5 7,6 7,0 Píratar 9,2 6,8 5,5 7,1 8,3 11,4 13,6 Alþýðufylkingin 0,2 0,5 0,1 0,2 0,3 Samfylkingin 12,1 9,7 13,9 9,6 12,1 13,0 12,8 Dögun 0,1 0,4 Vinstrihreyfingin grænt framboð 16,9 17,8 19,9 11,8 13,6 18,9 21,5 Skýringar Notes: Niðurstöður eru að teknu tilliti til álits kjörbréfanefndar og samþykkis Alþingis um ágreiningsatkvæði frá 14. desember Results including the ruling of Althingi of disputed votes from 14 December See English terms of political organisations in table 1 on page 2. Fylgisbreytingar Nokkur breyting varð á fylgi stjórnmálasamtaka í alþingiskosningunum 2017 miðað við kosningarnar Þrenn samtök bættu hlutfallslegt fylgi sitt, þ.e. Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Flokkur fólksins (hafði engan þingmann en fékk nú fjóra þingmenn kjörna). Fimm samtök sem voru með þingmenn kjörna 2016 töpuðu fylgi, þ.e. Björt framtíð (var með þrjá þingmenn en fékk engan kjörinn nú), Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Dögun og Alþýðufylkingin töpuðu einnig fylgi en þau fengu engan mann kjörinn hvorki 2016 né nú. Ein ný samtök, Miðflokkurinn, fengu hins vegar sjö þingmenn kjörna 2017.

23 23 Mynd 9. Fylgi stjórnmálasamtaka í alþingiskosningum 2013, 2016 og 2017 Figure 9. Results of general elections by political organisation 2013, 2016 and ,0 % 30,0 25,0 20,0 15,0 10,0 5,0 0,0 (A) (B) (C) (D) (F) (M) (Þ/P) (S) (V) Aðrir Other Skýring Note: (A) = Björt framtíð; (B) = Framsóknarflokkur; (C) = Viðreisn; (D) = Sjálfstæðisflokkur; (F) = Flokkur fólksins; (M) Miðflokkurinn; (Þ/P) = Píratar; (S) = Samfylkingin; (V) = Vinstrihreyfingin grænt framboð;. See English terms in table 1 on page 2. Fylgi á höfuðborgarsvæði og landsbyggð Fylgi Framsóknarflokks og Miðflokks var hlutfallslega helmingi meira á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Fylgi Viðreisnar og Pírata var hins vegar meira á höfuðborgarsvæði en landsbyggð en hjá Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins, Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni grænu framboði var fylgið nokkuð svipað á báðum svæðum (tafla 15). Mynd 10. Fylgi stjórnmálasamtaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í alþingiskosningum 2017 Figure 10. Percent of votes by political organisation in and outside the Capital region in general elections ,0 % 25,0 20,0 15,0 10,0 5,0 0,0 (B) (C) (D) (F) (M) (P) (S) (V) Aðrir Other Höfuðborgarsvæði Capital region Landsbyggð Outside capital region

24 24 Tafla 15. Atkvæði stjórnmálasamtaka á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í alþingiskosningum 2017 Table 15. Votes to political organisations in and outside Capital region in general elections 2017 Atkvæði alls Atkvæði alls, % Votes total Votes total, % Höfuðborgar- Landsbyggð Höfuðborgar- Landsbyggð svæði Outside svæði Outside Capital capital Capital capital region region region region Gild atkvæði alls Total number of valid votes Björt framtíð ,4 0,9 Framsóknarflokkur ,2 17,1 Viðreisn ,9 2,6 Sjálfstæðisflokkur ,3 23,3 Flokkur fólksins ,1 6,4 Miðflokkurinn ,2 15,7 Píratar ,7 6,5 Alþýðufylkingin ,2 0,2 Samfylkingin ,6 11,1 Dögun 101 0,1 Vinstrihreyfingin grænt framboð ,3 16,1 Note: See English terms of political organisations in table 1 on page 2. Auð atkvæði 2,4% og önnur ógild atkvæði 0,4% Greidd atkvæði í alþingiskosningum skiptast í gild atkvæði, auða seðla og ógilda. Kosningaþátttaka reiknast út frá greiddum atkvæðum í heild en fylgi stjórnmálasamtaka út frá gildum atkvæðum. Ævinlega verður nokkur fjöldi greiddra atkvæða ógildur í kosningum ýmist sökum þess að kjósandi skilar auðum seðli eða ómerkir hann viljandi eða af vangá. Í kosningunum 2017 skiluðu kjósendur auðum seðlum, en það samsvarar 2,4% greiddra atkvæða, en 709 atkvæðaseðlar töldust ógildir, sem jafngildir 0,4% greiddra atkvæða. Samanlögð tala auðra og ógildra atkvæða var því eða 2,7% greiddra atkvæða. Er þetta heldur lægra hlutfall en í alþingiskosningunum 2016 (2,8%) en það var 1,9% að meðaltali í alþingiskosningunum Árið 2017 var hlutfall auðra seðla 1,9 3,3% eftir kjördæmum og hlutfall ógildra atkvæða á bilinu 0,2% til 0,4% (tafla 16).

25 25 Tafla 16. Auðir seðlar og ógildir í alþingiskosningum 2017 Table 16. Blank and void ballots in general elections 2017 Auðir seðlar og ógildir Blank and void ballots Auðir Ógildir Gild Greidd seðlar seðlar atkvæði atkvæði Alls Blank Void Valid Votes Total ballots ballots votes cast Atkvæði alls Votes total Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Höfuðborgarsvæði Capital region Landsbyggð Outside capital region Hlutföll af greiddum atkvæðum Percent of votes cast 2,7 2,4 0,4 97,3 100,0 Norðvesturkjördæmi 3,5 3,3 0,2 96,5 100,0 Norðausturkjördæmi 3,3 3,0 0,3 96,7 100,0 Suðurkjördæmi 3,0 2,6 0,4 97,0 100,0 Suðvesturkjördæmi 2,6 2,2 0,4 97,4 100,0 Reykjavíkurkjördæmi suður 2,4 2,1 0,3 97,6 100,0 Reykjavíkurkjördæmi norður 2,3 1,9 0,4 97,7 100,0 Höfuðborgarsvæði Capital region 2,5 2,1 0,4 97,5 100,0 Landsbyggð Outside capital region 3,2 2,9 0,3 96,8 100,0 Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. Kjörnir þingmenn Úthlutun þingsæta samkvæmt lögum nr. 24/2000 Þingmönnum fjölgaði úr 60 í 63 í alþingiskosningunum 1987 á grundvelli breytingar á stjórnarskránni árið Hefur sá fjöldi þingmanna haldist síðan enda þótt kosningalög hafi verið endurskoðuð á tímabilinu. Ný kosningalög nr. 24/2000 kveða hins vegar á um breytta skipan við úthlutun þingsæta, en fyrst var kosið eftir þeim lögum í alþingiskosningunum Í töflu 17 er sýnd úthlutun þingsæta eftir kjördæmum en fyrir þá sem vilja kynna sér núgildandi úthlutunarreglur nánar vísast til gr. í áðurnefndum lögum. Í þessu riti eru þó einnig birtir í töflu lokaútreikningar landskjörstjórnar fyrir úthlutun þingsæta (endurreiknaðar tölur á grundvelli úrskurðar kjörbréfanefndar verða birtar síðar) ásamt lista yfir 63 kjörna þingmenn og jafnmarga varaþingmenn, fæðingardag þeirra og listabókstaf (tafla 27).

26 26 Tafla 17. Úthlutun þingsæta 2017 Table 17. Allocation of parliamentary seats 2017 Heildarfjöldi sæta Kjördæmissæti Jöfnunarsæti skv. 1. mgr. 8. gr. 1 skv. 2. mgr. 8. gr. 1 skv. 2. mgr. 8. gr. 1 Seats Seats allocated Adjustment total 1 by constituency 1 seats 1 Alls Total Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Note: See English terms of constituencies in table 5 on page 8. 1 Tala þingsæta skv. 8. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis með síðari breytingum og sbr. auglýsingu landskjörstjórnar nr. 927/2016. Allocation of parliamentary seats according to Act No.24/2000 Concerning Parliamentary Elections to the Althingi and Advertisement No. 927/2016 of the National Electoral Commission. Konum fækkar á Alþingi Af 63 þingmönnum sem kjörnir voru í alþingiskosningunum 2017 voru 19 nýir þingmenn, það er þeir sátu ekki sem aðalmenn á síðasta þingi. 1 Kjörnir voru 39 karlar (61,9%) og 24 konur (38,1%) og fækkaði um sex konur meðal þingmanna frá kosningunum Fjöldi þeirra jafngildir 62 konum á hverja 100 kjörna karla, en hlutfallið var 91 árið Skipting varaþingmanna eftir kyni var á annan veg því að í þeim hópi voru konur í meirihluta, eða 37 (58,7%) og karlar 26 (41,3%). Sé fjöldi þingmanna og varaþingmanna tekinn saman var fjöldi karla 65 og kvenna 61. Eins og áður er getið voru fleiri karlar en konur í framboði í kosningunum 2017, en hlutfall karla var 55,4% og kvenna 44,6% (tafla 10). Tafla 18. Kjörnir fulltrúar í alþingiskosningum Table 18. Elected members in general elections to the Althingi Fjöldi Number Hlutfall Percent Alls Karlar Konur Karlar Konur Total Males Females Males Females ,4 20, ,2 23, ,6 25, ,1 34, ,8 30, ,3 31, ,1 42, ,3 39, ,4 47, ,9 38,1 1

Alþingiskosningar 29. október 2016 General elections to the Althingi 29 October 2016

Alþingiskosningar 29. október 2016 General elections to the Althingi 29 October 2016 20. desember 2016 Alþingiskosningar 29. október 2016 General elections to the Althingi 29 October 2016 Samantekt Kosið var til Alþingis 29. október 2016. Við kosningarnar voru alls 246.542 á kjörskrá eða

More information

Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013

Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013 2015:1 24. febrúar 2015 Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013 Samantekt Kosið var til Alþingis 27. apríl 2013. Við kosningarnar voru alls 237.807 á kjörskrá eða

More information

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 Referendum 9 April 2011

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 Referendum 9 April 2011 2011:1 13. september 2011 Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011 Referendum 9 April 2011 Samantekt Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 9. apríl 2011. Við kosningarnar voru alls 232.460 á kjörskrá eða 72,9% landsmanna.

More information

Forsetakjör 25. júní 2016 Presidential election 25 June 2016

Forsetakjör 25. júní 2016 Presidential election 25 June 2016 5. október 2016 Forsetakjör 25. júní 2016 Presidential election 25 June 2016 Samantekt Forsetakjör fór fram 25. júní 2016. Við kosningarnar voru alls 244.896 á kjörskrá eða 73,6% landsmanna. Af þeim greiddu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents 21. nóvember 16 Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents Samantekt Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Ímynd stjórnmálaflokka

Ímynd stjórnmálaflokka Tengsl ímyndar og árangurs Sandra María Sævarsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 2015:6 3. júlí 2015 Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 Samantekt Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6 í 5,5 milli áranna

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Al þingi og lýðræð ið

Al þingi og lýðræð ið A L Þ I N G I Efnisyfirlit Alþingi og lýðræðið..................................... 4 Stjórnmálasamtök....................................... 5 Saga Alþingis............................................

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 2004:3 15. mars 2004 Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 Samantekt Næstum öll heimili á Íslandi hafa

More information

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey 2011:2 9. desember 2011 Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2008 2010 Household expenditure survey 2008 2010 Samantekt Niðurstöður úr samfelldri rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2008

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr HÁSKÓLa ÍSLanDS Þýðingar úr norðurlandamálum Þýdd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010 1. Inngangur Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að hvergi í heiminum

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 211 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 211 Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson 1 Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðingur, tók saman fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð. Reykjavík 22 Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey 2006:1 24. janúar 2006 Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2002 2004 Household expenditure survey 2002 2004 Samantekt Niðurstöður úr óslitinni rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2002

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Viðhorf og væntingar

Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Viðhorf og væntingar Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Viðhorf og væntingar Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Lokaverkefni til BA-gráðu í félagsfræði Félags- og mannvísindadeild Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja Viðhorf

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur

Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur Bifröst Journal of Social Science 3 (2009) 45 Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur Ingi Rúnar Eðvarðsson, Guðmundur Kristján Óskarsson Ágrip: Í þessari grein er varpað ljósi á

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Ávísanir á lyfseðilsskyld. lyf á Íslandi 2007

Ávísanir á lyfseðilsskyld. lyf á Íslandi 2007 Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Janúar 29 Heilbrigðistölfræðisvið Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Í þessari skýrslu er farið yfir lyfjaávísanir

More information

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla

Svæðisbundin áhrif íslenskra háskóla Tímarit um uppeldi og menntun / Icelandic Journal of Education 25(2), 2016, 265 287 ÞÓRODDUR BJARNASON HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI INGI RÚNAR EÐVARÐSSON HÁSKÓLA ÍSLANDS INGÓLFUR ARNARSON HÁSKÓLANUM Á BIFRÖST

More information

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006 2007:1 8. mars 2007 Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006 Samantekt Að meðaltali voru tölvur á 62% heimila í aðildarlöndum Evrópusambandsins

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information