Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Similar documents
Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000


Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Efnisyfirlit. Búfjáráburður Búfjáráburður í lífrænni ræktun, Hvanneyri...11

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Frostþol ungrar steinsteypu

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Ég vil læra íslensku

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Geislavarnir ríkisins

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Desember 2017 NMÍ 17-06

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

UNGT FÓLK BEKKUR

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Bygg til manneldis

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM

Styrkur radons í húsum á Íslandi

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Transcription:

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér á landi er vallarfoxgras eða rýgresi sem er votverkað í rúllum eða stæðum. Þessar grastegundir gefa mikla uppskeru og með réttum sláttutímum mjög afurðaríkt fóður. Erlendar rannsóknir sýna þó að vel heppnað maís- eða kornheilsæði í blöndu með belgjurtum eða káli, slái þessum tegundum við ef litið er til fóðrunarvirðis (afurðagetu) og uppskeru. Munurinn á snemmslegnu grasvotheyi og heilsæðisvotheyi er fyrst og fremst sterkjan sem er í fræjum korntegundanna en einnig er heilsæðið trénisríkara en snemmslegið gras. Þá er þekkt að fóðrunarvirði belgjurta eins og ertu er hærra en grasa og sömuleiðis er fóðrunarvirði repju mjög hátt. Meginmarkmið þessa verkefnis er að; -skera úr um hvort hægt er að verka orkuríkt heilsæðisvothey, -skoða áhrif repju og ertu á fóðurgildi og verkun (gæði gerjunar) í byggheilsæði, -skoða áburðarskammta á byggheilsæði og áhrif þeirra á uppskeru, fóðurgildi og verkun (gæði gerjunar), -skoða áhrif skurðartíma á uppskeru, verkun og fóðurgildi í byggheilsæði og byggheilsæðisblöndum. Verkefnið er ætlað að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir kúabændur sem vilja auka fóðrunarvirði og fjölbreytni eigin gróffóðurs sem er undirstaðan fyrir aukinni nyt mjólkurkúa. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þetta verkefni. Staða þekkingar Rannsóknir hérlendis og erlendis hafa sýnt að byggheilsæði getur gefið mikla þurrefnisuppskeru. Erlendar rannsóknir sýna þó að fóðurgildi og fóðrunarvirði er breytilegt. Hámarks fóðurgildi í byggheilsæði fæst með því að slá byggið sem næst hámarks kornfyllingu en áður en kornið nær að þorna. Mikilvægt er að hlutfall korns (sterkju) sé sem hæst í fóðrinu (t.d. O'Kiely o.fl. 28 [heimasíða]). Tilgangurinn með því að blanda káli eða ertum í kornheilsæði er að auka fóðurgildi (orku og prótein) og fóðrunarvirði (át x fóðurgildi) fóðursins og til þess að lækka þurrefnishlutfallið fyrir stæðuvotverkun. Byggheilsæði í blöndu með mergkáli (35% þurrefni) hefur sýnt sig að hafa marktækt hærra fóðrunarvirði fyrir mjólkurkýr en hágæða votverkað vallarrýgresi með 29% þurrefni (Moorby o.fl. 23). Hveitiheilsæði í blöndu með ertum (22-26% þurrefni) hefur sýnt sig að hafa marktækt hærra fóðrunarvirði fyrir mjólkurkýr en votverkað vallarrýgresi með 23% þurrefni (Salawu o.fl. 22). Það sem getur skýrt hærra fóðrunarvirði í heilsæði í samanburði við venjulegt vothey er að gerjunarvirknin er meiri í venjulegu votheyi (meiri mjólkursýra) en í heilsæðisvotheyi (sjá t.d. Salawu o.fl. 22, Moorby o.fl. 23). Bygg í blöndu með repju eða ertum hefur gefið mikla uppskeru í tilraunum á Korpu eða 8-15 þurrefnistonn af ha og með allt að 5% sterkju (korn) hlutfalli (Jarðræktarrannsóknir RALA 23). Hins vegar eru ekki til neinar upplýsingar um

verkun, fóðurgildi og fóðrunarvirði þessara blandna við íslenskar aðstæður. Ekki er hægt að yfirfæra beint erlendar rannsóknaniðurstöður um þetta efni á íslenskar aðstæður án rannsóknar, þar sem ræktunarskilyrði þar eru það frábrugðin því sem þekkist hér á landi. Efni og aðferðir 13. og 14. maí 28 var sáð í 3 ha spildu á Möðruvöllum (Akramýri a) sem var nýplægð og tætt fyrir raðsáningu. Spildunni var skipt jafnt niður í 4 reiti (liði) með mismunandi heilsæðisblöndum þannig; Liður: A B C D Tegundir/blöndur: Bygg hreint Bygg/erta Bygg/repja Bygg/repja Yrki: Kría Kría/Bogathyr Kría/Hobson Kría/Hopson Sáðmagn, kg/ha: 2 15/15 1/8 1/8 Áburðartegund: Græðir 5 Græðir 1 Græðir 5 Græðir 5 Kg N/ha: 75 6 75 15 Helmingur reita voru slegnir 13. ágúst og hirtir 14. águst þegar byggkornið hafði náð oststigi og hinn helmingur reitanna var sleginn og hirtur 9. september eða 26 dögum seinna. Þá hafði byggið náð hámarks kornfyllingu (harðþroskastigi). Á uppskerudegi voru stórreitir (liðir) uppskerumældir með Agriu tilraunasláttuvél á fjórum stöðum (endurtekningum) í hverjum reit og sýni tekin til að ákvarða þurrefni, tegunda- og kornhlutfall og efnamagn. Einnig voru tekin sýni með hollenskum heybor úr sláttuskárunum rétt fyrir bindingu í þremur endurtekningum til að mæla þurrefni, meltanleika og efnamagn. Stórreitir voru slegnir með diskasláttuvél og sláttuhæð mældist 7-14 cm. Uppskeran var hirt úr sláttuskárunum með annars vegar Welger sambyggðri rúllu- og pökkunarvél með 25 hnífa búnaði og hins vegar með Vicon sambyggðri rúllu- og pökkunarvél með 12 hnífa búnaði. Öllum rúllum var pakkað inní sexfaldan plasthjúp og raðað úti vestan við fjóshlöðuvegg á Möðruvöllum. Rúllurnar voru vigtaðar við hirðingu og aftur við gjöf (í janúar febrúar 29) og sýni tekin til að mæla gerjunarafurðir um leið og þær eru gefnar í Möðruvallafjósi. Einkunnir eru gefnar fyrir lykt og lystuleika en át verður ekki mælt. Niðurstöður úr þessu þætti verkefnisins liggja ekki fyrir. Niðurstöður og umræður Framkvæmd tilraunar tókst í flesta staði vel nema að ekið var á nokkrar rúllur í stæðunum og þær skemmdar. Kornið var fullskriðið um 2. júlí og þá voru ertur í blóma. Aðeins bar á þurrkskemmdum og næringarefnaskorti, sérstaklega í ertureitnum en einnig í hreina byggreitnum. Það kom á óvart hvað mikið af korni tapaðist við slátt og rúllun í seinni slættinum en þá var kornið orðið vel þroskað sem og erturnar í B reitunum. Við sláttinn hrundi korn aðeins úr axi en mest tapaðist í sópvindunni og þegar kornið fór í gegn um skurðbúnaðinn. Ekki var reynt að mæla þetta tap en það var umtalsvert. Nýlegar sænskar rannsóknir með byggheilsæði í rúllum mældu tap af þessum ástæðum á bilinu 6% af heildar korn uppskerunni og fór það eftir þroskastigi kornsins við uppskeru hvað tapaðist mikið (Knický 25). Skurðbúnaður rúlluvélanna tekst ekki að skera heilsæðið mjög smátt. Vicon vélin með 12 hnífum sker heilsæðið illa og algeng stöngullengd er 25-35 cm (óskorin er hún um 1 cm).

Welger vélin með 25 hnífa sker einnig frekar illa en algeng stöngullengd úr henni var 1 2 cm. Mikill munur reyndist á þurrefnismagni í rúllunum eftir því hvort þær voru skornar með 25 hnífa Welger rúlluvél eða 12 hnífa Vicon vél (1. mynd). Munurinni er að jafnaði 5 þurrefniskíló óháð þurrefnishlutfalli. Skýringin er að Vicon vélin var ekki stillt á hámarks þjöppun eins og Welger vélin var stillt á en einnig saxaði Welger vélin heilsæðið betur og því líklegt að heilsæðið hafi þjappast meira þess vegna. 35 Kg þurrefni í rúllu 3 25 2 15 1 5 25 hnífa Welger 12 hnífa Vicon,1,2,3,4,5 Þurrefnishlutfall 1. mynd. Magn þurrefnis í heilsæðisrúllum sem fall af þurrefnishlutfalli og gerð rúlluvéla. Samtals 85 rúllur. Þurrefnishlutfall uppskerunnar Á 2. mynd eru dregin fram áhrif sláttutíma á þurrefnishlutfall í heilsæðisgerðunum. Þurrefnishlutfallið hækkar frá 5 til 15 prósentustig milli sláttutíma, minnst í bygg+repju heilsæðinu en mest í hreina bygginu. Bygg+repju heilsæðið er með lægsta þurrefnishlutfallið en hæst er það í hreina bygginu. 5 45 4 Þurrefnishlutfall, % 35 3 25 2 15 1 5 2. mynd. Vegið þurrefnishlutfall í heilsæði á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha.

Þurrefnishlutfallið í heilsæðinu hefur mikla þýðingu við heilsæðisverkun í rúllum. Því hærra sem hlutfallið er því meira þurrefni er í hverri rúllu eins og sést vel á 1. mynd. Rúllukostnaðurinn (miðað við verktaka) lækkar því um allt að helming með hækkandi þurrefnishlutfalli í þessu dæmi. Þá hefur þurrefnishlutfallið mikil áhrif á gerjunarvirknina í heilfóðrinu, leysanleika próteins og verkunarafurðir (Þóroddur Sveinsson ofl. 21). Uppskera Á 3. mynd eru sýnd áhrif sláttutímans á uppskeru og skiptingu hennar í heilsæðisgerðunum fjórum. Í fyrri sláttutímanum er uppskeran frá ríflega 55 fóðureiningar í hreina bygginu til ríflega 7 fóðureiningar á hektara í bygg+ertu heilsæðinu. Í seinni sláttutímanum hefur uppskeran aukist um 2-3 fóðureiningar á 27 dögum. Heildaruppskeran er sambærileg og áður hefur mælst í samskonar heilsæði hér á landi (Jarðræktarrannsóknir RALA 23). Þá breytist samsetning uppskerunnar mikið á milli sláttutíma. Uppskera axa (korn+títa) meira en tvöfaldast milli sláttutíma 1 1 9 9 Ertur Uppskera, FEm/ha 8 7 6 5 4 3 Ertur Korn með títu Repja Uppskera, FEm/ha 8 7 6 5 4 3 Korn með títu Repja 2 1 Hálmur 2 1 Hálmur 3. mynd. Uppskera (í fóðureiningum) heilsæðis á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha. í hreina bygginu og bygg+ertu heilsæðinu en mun minna í bygg+repju heilsæðinu sem fékk lægri áburðarskammtinn. Repjuuppskeran tvöfaldast einnig á milli sláttutímanna, að hluta til á kostnað hálmsins á meðan ertuuppskeran stendur í stað. Hlutur belgja (bauna) í ertuppskerunni í seinni slættinum var 48% á þurrefnisgrunni. Fóðurgildi Á 4. mynd eru sýnd áhrif sláttutímans á vegið fóðurgildi í heilsæðinu (orka og prótein). Orkustyrkur allra heilsæðisgerða eykst á milli slátta og er það fyrst og fremst vegna þess að hlutur korns hefur aukist. Það skal þó tekið fram eins áður hefur verið getið, að talsvert af korni tapaðist við rúllun í seinni slættinum sem kemur ekki fram hér. Próteinstyrkur uppskerunnar lækkar hins vegar aðeins á milli slátta en heilsæði getur ekki talist mjög próteinríkt fóður. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir með byggheilsæði (O'Kiely o.fl. 28, Wallsten 28a). Fóðurgildi heilsæðisins í fyrri sláttutímanum telst vart viðunandi fyrir afurðafóður og í seinni sláttutímanum er það á mörkunum nema í repjuheilsæðinu. Steinefnamælingar í þessu heilsæði (niðurstöður ekki sýndar hér) sýna einnig að repjuheilsæðið er mun

næringarefnaríkara (í P, K, Ca, Mg, S) en í bygg og bygg+ertu heilsæðinu þar sem munurinn í styrk efna er allt að tvöfaldur.,9 14,8 12 FEm/kg þurrefni,7,6,5,4,3,2,1 Prótein, % af þurrefni 1 8 6 4 2, 4. mynd. Vegið fóðurgildi (orka og prótein) heilsæðis á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha. Samantekt Byggheilsæði gefur mikla trénis- og sterkjuríka uppskeru og hægt er að auka magn og gæði uppskerunnar með því að sá með ertum eða vetrarrepju. Byggheilsæði í blöndu með repju eykur verulega fóðurgildi uppskerunnar miðað við hreint byggheilsæði en minna í blöndu með ertum. Uppskera, fóðurgildi og samsetning byggheilsæðis, hreint eða í blöndu með ertum eða repju ræðst mikið af þroskastigi byggs við slátt. Byggheilsæði í rúllum og í blöndu með ertum og repju er á mörkum þess að geta talist afurðafóður. Hefðbundinn skurðbúnaður í rúlluvélum sker heilsæðið illa sem getur haft neikvæð áhrif á fóðrunarvirði þess. Vel þroskað heilsæði getur tapað miklu korni við rúllun og skurð. Byggheilsæði í blöndu með repju eða ertum hentar því betur fyrir stæðuverrkun þar sem hægt er að saxa heilsæðið smærra og nota íblöndunarefni. Heimildir Jarðræktarrannsóknir RALA, 23. Fjölrit RALA nr. 215, bls. 35-36. Knický Martin, 25. Possibilities to improve silage conservation - effects of crop, ensiling technology and additives. Diss. Uppsala: Sveriges lantbruksuniversitet, 34 s. Moorby J.M., P.R. Evans & N.E. Young, 23. Nutritive value of barley/kale bi-crop silage for lactating dairy cows. Grass and Forage Science, 58, 184-191. O'Kiely P. & S. Fitzgerald, 21. Grass silage and other winter forages in dairy production systems. Teagasc, Grange Research Centre, heimasíða; http://www.teagasc.ie/publications/21/ndc/ndckeily.htm#tab3

Salawu M. B., A. T. Adesogan & R. J. Dewhurst, 22. Forage Intake, Meal Patterns, and Milk Production of Lactating Dairy Cows Fed Grass Silage or Pea-Wheat Bi-Crop Silages. J. Dairy Sci. 85:335 344. Wallsten Johanna, 28a. Whole-Crop cereals in dairy production digestibility, feed intake and milk production. Doctoral Thesis. Swedish University of Agricultural Sciences, 45 s. Wallsten Johanna, E. Nadeau, J. Bertilsson & K. Martinsson, 28b. Voluntary intake and diet selection by dairy heifers fed ensiled whole-crop barley and oats harvested at different stages of maturity. Livestock Science, 5 s (í prentun). Wallsten Johanna & K. Martinsson, 28c. Effects of maturity stage and feeding strategy of whole crop barley silage on intake, digestibility and milk production in dairy cows. Livestock Science 7 s (í prentun). Þóroddur Sveinsson, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhann Örlygsson, 21. Efna- og eðliseiginleikar votheys í rúlluböggum. Fjölrit RALA nr. 29, 72 s.