MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA.

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Horizon 2020 á Íslandi:

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Háskólinn á Akureyri

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Háskólinn á Akureyri unak.is

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Stefna landa sem fremst standa í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Signý Jóna Hreinsdóttir Verkefnastjóri virðisþróunar hjá Mílu Straumlínustjórnun

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Símenntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Námsframboð

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Ég vil læra íslensku

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

FAGMENNT FLUTNINGAFRÆÐI

5. JÚNÍ. Endurmenntun. starfs- & umhverfisskipulag. umhverfisfræði. Náttúru- & Landgræðsla. Skógfræði & Búvísindi Hestafræði Framhaldsnám

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

Leiðbeinandi á vinnustað

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel.

Reykjavík, 30. apríl 2015

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017

1.UM LISTAHÁSKÓLANN 1

Skóli án aðgreiningar

Íslensku þekkingarverðlaunin. Starfið í vetur Íslenski þekkingardagurinn. Leiðir til aukinnar framleiðni

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Mobile Application Developer QUALIFICATIONS

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Velkomin í HÁSKÓLA ÍSLANDS

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Yfirlit. Námskrá Vorönn Dalvík - Fjallabyggð. Akureyri. Fjölmennt. Útgefandi: SÍMEY - Þórsstíg Akurery

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

Transcription:

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Námið hefur gefið mér skarpari sýn á það sem raunverulega skiptir máli og aukinn kraft til að takast á við krefjandi verkefni. KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES MBA 2015 Námið hefur skapað mér margvísleg tengsl og ber þar helst að nefna öflugan hóp samnemenda og kennara. MARGRÉT HAUKSDÓTTIR FORSTJÓRI ÞJÓÐSKRÁR ÍSLANDS MBA 2010 Í náminu kallaðist reynsla mín úr atvinnulífinu á við fræðin og vel hefur tekist að draga fram það besta úr báðum heimum. JÓN ÓLAFUR HALLDÓRSSON FORSTJÓRI OLÍS MBA 2012 www.mba.is

TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA 1. ÁR Í upphafi MBA-námsins er haldin þriggja daga undirbúningslota sem leggur grunn að því sem koma skal. Á fyrra ári MBA-námsins eru kennd 8 námskeið. Auk þess er boðið upp á persónulega stjórnendaþjálfun og ýmsa atburði sem hafa það að markmiði að styrkja tengslanet nemenda. Í ELDLÍNUNNI Forystuhlutverkið Persónulegt mat og ígrundun Árangursmiðuð samskipti Uppbygging tengsla og tjáning Árangursrík teymi og hópastarf REKSTRARUMHVERFIÐ REIKNINGSHALD OG UPPGJÖRIÐ Kostnaðarstjórnun Rekstrarhagkvæmni Stjórnendabókhald Ársreikningar Greining ársreikninga STEFNUMÓTUN OG SAMKEPPNISHÆFNI MARKAÐSSTARF OG ÁRANGUR Markaðsáhersla í nútímafyrirtæki Framkvæmd markaðsgreiningar Mótun og útfærsla markaðsstefnu Samkeppnisyfirburðir og vörumerkjastjórnun Markaðsaðgerðir og árangur HAGNÝT TÖLFRÆÐI OG ÁKVARÐANIR FJÁRMÁL FYRIRTÆKJA 5 ein. Fyrirtæki í fjárþröng Arðsemismat fjárfestinga Greining og mat á áhættu og óvissu Skuldabréfagreining Virðismat hlutabréfa SAMNINGAFÆRNI OG SÁTTAMIÐLUN 5 ein. 5 ein. Hagfræðileg greining Ólíkar markaðsaðgerðir Grunnþættir í þjóðhagfræði Hagkerfið og fyrirtækið Fjármálakerfi og óvissa Samkeppnishæfni fyrirtækja og klasar Greining á umhverfi og auðlindum Mótun heildar- og viðskiptastefnu Útfærsla á skipulagi og framkvæmd stefnu Samfélagsleg ábyrgð og verðmætasköpun Úrlausn flókinna viðfangsefna Helstu tölfræðiaðferðir Ákvarðanir einstaklinga og hópa Gagnagreining Óvissa og áhætta Samningaferlar Siðferðileg viðfangsefni stjórnenda Lausn ágreinings Gagnrýnin nálgun við lausn álitamála Sköpun verðmæta í samningum HAUST VOR 2. ÁR Kennd eru 7 námskeið á seinna ári (þar af eitt valnámskeið), farið er í námsferð erlendis auk þess sem boðið er upp á ýmsa atburði sem miða að því að styrkja persónulega leiðtogahæfni nemenda. Náminu lýkur með hagnýtu lokaverkefni. ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Utanríkisverslun Íslendinga Stefnumótun alþjóðaviðskipta Alþjóðlegar markaðsrannsóknir Innkoma á erlenda markaði Fjármál í alþjóðlegu samhengi Kennt á ensku ÞRÓUN MANNAUÐS Starfsþróun og hæfni Ráðningar og val Hvatning og endurgjöf Mælingar og mat Breytingastjórnun FRUMKVÖÐLAR OG NÝSKÖPUN Frumkvöðlar Nýsköpun í starfandi fyrirtækjum Þróun viðskiptahugmyndar Viðskiptalíkön Tengslanet MIÐLUN UPPLÝSINGA Samfélagsmiðlar Áhrifarík upplýsingamiðlun Fjárfestakynningar Samskipti við fjölmiðla Að takast á við erfiðar aðstæður ÁRANGUR Í REKSTRI ALÞJÓÐASAMSKIPTI VALNÁMSKEIÐ HAGNÝTT LOKAVERKEFNI 9 ein. Rekstrarkerfi Ferlar Birgðastjórnun Viðskiptahermun Gæði án sóunar Alþjóðavæðing Menningargreind Alþjóðleg teymi Fjarteymi Stjórnun alþjóðlegra fyrirtækja Kennt á ensku Valið er annað af eftirfarandi námskeiðum: Stjórnarhættir fyrirtækja Verkefnastjórnun Í samvinnu við leiðbeinanda sem hefur sérþekkingu á viðkomandi sviði. Hér gefst nemendum kostur á að nýta þekkingu úr ýmsum námskeiðum og ljúka náminu með því að vinna að verkefni í tengslum við eigin áhugasvið. NÁMSFERÐ ERLENDIS REKSTRARLEG ÁHERSLA YTRI SÝN LEIÐTOGAHÆFNI UNDIRBÚNINGSLOTA PERSÓNULEG FÆRNI HAUSTHÁTÍÐ LOKAKVÖLD Í MBA-námi mætist fólk úr ólíkum áttum með fjölbreyttan bakgrunn og strax í upphafi er lagður grunnur að því tengslaneti sem myndast meðal nemenda. Í undirbúningslotunni gefst nemendum tækifæri til að kynnast helstu aðferðum og áherslum í náminu. Meðal efnisþátta í undirbúningslotunni eru: árangursrík vinnubrögð, upplýsingar um rekstur og fjárhag og árangur í hópastarfi. Mikilvægur liður í náminu er að nemendur efli eigin færni og stjórnunarhæfileika. Heildarskipulag, uppbygging námskeiða og atburðir á vegum námsins miða að því að nemendur fái raunhæf tækifæri til sjálfsmats og þróunar á eigin færni. Eftir fyrstu lotu námsins gleðjast MBA-nemendur saman og halda hausthátíð. Nemendur taka með sér gesti og annast undirbúning hátíðarinnar með stjórnendum námsins. MBA-LEIKAR Einkenni MBA-leikanna eru óvænt og skemmtileg viðfangsefni. Þessum atburði er ætlað að styrkja tengslin, auka gleðina og efla liðsandann. Hér er keppnisandinn alltaf skammt undan. Á lokakvöldi hittast nemendur, kennarar, starfsfólk og gestir þeirra þar sem tveggja ára vegferð er fagnað á tilheyrandi hátt. ÚTSKRIFTARFERÐ Undanfarin ár hefur verið farið í útskriftarferðir sem skipulagðar hafa verið af MBA-náminu. Um er að ræða rúmlega vikulangar ferðir, m.a. til Kína, sem hafa verið afar vel sóttar. Kostnaður við þessar ferðir er ekki innifalinn í námsgjöldum.

Á VIÐ ÞAÐ BESTA ERLENDIS Ég hef unnið sem stjórnandi í íslensku atvinnulífi í meira en 20 ár. Ég sótti framhaldsmenntun mína erlendis, m.a. við einn af virtustu viðskiptaháskólum í Evrópu. Í MBA-náminu í HÍ er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, framúrskarandi fyrirlestra og öll aðstaða fyrir nemendur jafnast á við það besta sem ég hef séð erlendis. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís MBA 2012 NÁMSFERÐ ERLENDIS Námsferð erlendis er farin á þriðja misseri, en hún er liður í að styrkja tengsl nemenda við alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Haustið 2015 er ferðinni heitið til Washington DC og er ferðin hluti af námskeiðinu Alþjóðasamskipti. Námskeiðið er kennt að hluta við Georgetown University, sem er einn virtasti háskóli í heimi. Ferðin er skipulögð af MBA-náminu í samstarfi við stjórnendur Georgetown University. Kostnaður við þessa ferð er innifalinn í námsgjöldum. Í námsferð nemenda haustið 2014 sóttu nemendur m.a. fyrirlestra hjá virtum kennurum Georgetown University og fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. STEFNUMÓT VIÐ ATVINNULÍFIÐ Lifandi samræður nemenda við stjórnendur úr íslensku atvinnulífi eru ómissandi þáttur í MBA-náminu. Stjórnendur úr viðskiptaumhverfinu skiptast á skoðunum við nemendur um það sem efst er á baugi hverju sinni. Nemendum gefst tækifæri til að öðlast innsýn í störf stjórnenda þar sem þeir miðla af reynslu sinni og þeim áskorunum sem þeir hafa tekist á við í störfum sínum. Nýlega áttu Orri Hauksson, forstjóri Símans, og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, stefnumót við MBA-nemendur. GESTAFYRIRLESARAR Kennarar í MBA-námi leggja sig fram um að tengja viðfangsefni á hverjum tíma við raunhæfar aðstæður eins og kostur er. Liður í því eru heimsóknir, annars vegar til fyrirtækja og stofnana, hins vegar heimsóknir gestafyrirlesara. Með þessu móti skapast mikilvæg tengsl námsins og viðskiptaumhverfisins þar sem nemendum gefst tækifæri til að fá innsýn í hagnýtingu ólíkra þátta úr náminu. Í MBA-náminu er lögð áhersla á að styrkja alla þá þætti sem reynir á í störfum stjórnenda hvort sem um er að ræða rekstrarlega þætti, skerpa á stóru myndinni eða byggja upp persónulega færni til að taka ákvarðanir þar sem rétta svarið er ekki alltaf augljóst. Meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem MBA-nemar hafa kynnst eru: Capacent, Ölgerðin, Íslandsbanki, Mentor, Nova, Marel, Cooori, Össur, Lauf forks, DataMarket og Sjávarklasinn.

RAUNHÆF VERKEFNI FYRIR ÍSLENSKT VIÐSKIPTALÍF Á hverju ári vinna MBA-nemendur um 100 verkefni fyrir ýmsa aðila í íslensku viðskiptalífi þar sem lögð er áhersla á að hagnýta nýjustu þekkingu á viðkomandi fræðasviði. Undanfarin ár hefur æ meiri reynsla skapast af vinnslu raunhæfra verkefna MBA-nemenda og hafa viðbrögð viðskiptalífsins styrkt mjög þennan þátt námsins. Fjölbreytni einkennir þessi verkefni og hafa þau verið unnin fyrir ólíkar atvinnugreinar. Um er að ræða nýsköpunarverkefni, rannsóknarverkefni, hagkvæmnisathuganir, þróun viðskiptahugmynda eða innleiðingarverkefni. SAMSPIL KENNARA OG NEMENDA Umsjón og kennsla er aðallega í höndum kennara Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands sem hafa áralanga reynslu af stjórnun, ráðgjöf, kennslu og rannsóknum. Auk þeirra koma gestakennarar að náminu. Samspil kennara og nemenda er mjög þýðingarmikill þáttur í MBA-náminu þar sem þekking kennara og reynsla nemenda nýtist sem mikilvægur grunnur til að ná árangri. Flest námskeið eru kennd á íslensku og hefur það sýnt sig að umræður og hópavinna, sem er rauður þráður í náminu, verða dýpri fyrir vikið og meira gefandi. ÖGRAÐI OG ÝTTI VIÐ MÉR MBA-námið veitti mér nýja sýn, styrkti mig, jók þekkingu mína til muna og ýtti mér út í að leysa margvísleg ögrandi verkefni. Það krafðist skipulagningar og úthalds og veitti mér innsýn í sjálfa mig sem við öll höfum svo gott af. Námið hefur skapað mér margvísleg tengsl og ber þar helst að nefna fjölbreyttan og öflugan hóp samnemenda og frábæran hóp kennara. Margrét Hauksdóttir, lögfræðingur og forstjóri Þjóðskrár Íslands MBA 2010 ALÞJÓÐLEGA VOTTAÐ STJÓRNENDANÁM MBA-námið hefur öðlast alþjóðlega vottun frá Association of MBA s (AMBA). Aðeins um 200 háskólar hafa náð þeim áfanga að undangengnu umfangsmiklu mati á gæðum námsins þar sem m.a. er horft til skipulags þess, umgjarðar og gæða kennslu. Það var því einkar ánægjulegt fyrir núverandi MBA-nemendur, kennara, starfsfólk og þá 370 nemendur sem hafa brautskráðst á undanförnum 13 árum að námið hlaut þessa vottun. Hlutverk námsins frá upphafi hefur verið að þjóna íslensku viðskiptalífi og bjóða upp á metnaðarfullt stjórnendanám. HÁSKÓLI Í FREMSTU RÖÐ Háskóli Íslands er, samkvæmt matslista Times Higher Education World University Rankings, fjórða árið í röð í hópi 300 bestu af u.þ.b. 17.000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum.

HAGNÝTT MEISTARANÁM (EXECUTIVE MBA) MBA-námið (Master of Business Administration) við Háskóla Íslands er tveggja ára hagnýtt meistaranám ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast á hendur forystuhlutverk í viðskiptalífinu. Skipulagið miðast við að nemendur geti unnið með náminu. Nemendur öðlast þekkingu á hugmyndafræði og aðferðum til að ná árangri á sviði rekstrar og stjórnunar. MBA-námið veitir þeim einnig tækifæri til að efla persónulega hæfni og þróa leiðtogahæfileika sína. Kennsla fer fram að öllu jöfnu aðra hverja viku á föstudögum og laugardögum kl. 9 17. BETRI ÁRANGUR AÐ NÁMI LOKNU MBA-námið er öflug upplifun og nemendur taka með sér nýjar og ferskar hugmyndir að loknum hverjum áfanga. Margir þeirra hafa virkjað betur eigin krafta til að takast á við áskoranir og líkt áhrifum námsins við sjálfsendurnýjun. Kannanir sem gerðar hafa verið meðal brautskráðra MBA-nemenda frá Háskóla Íslands hafa sýnt að þeir telja sig ná betri árangri í starfi að námi loknu. Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar eða frumkvöðlar. UMSÓKNIR MBA-námið er opið til umsóknar öllum sem hafa lokið háskólaprófi og hafa a.m.k. þriggja ára starfs-/stjórnunarreynslu. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Umsóknir sem berast eftir umsóknarfrest eru teknar til greina ef rúm leyfir. PIPAR \TBWA SÍA 132535 Gimli við Sæmundargötu 101 Reykjavík Sími 525 4596 www.mba.is mba@hi.is www.facebook.com/mba.haskoli.islands