Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Ég vil læra íslensku

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Japönsk áhrif: Fatahönnun. Hvernig hefur aldagömul japönsk menning haft áhrif á vestræna tísku? Hönnunar- og Arkitektúrdeild

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Hvernig félags- og menningarlegar breytingar hafa leikið frumbyggja á norðurskautssvæðinu

Þróun Primata og homo sapiens

Saga fyrstu geimferða

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Könnunarverkefnið PÓSTUR

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Að störfum í Alþjóðabankanum

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

Green map around the world. Fjölþjóða verkefni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Tengsl ljósmyndunar og grafískrar hönnunar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

ISBN: Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogur

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Áhrif lofthita á raforkunotkun

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

KENNSLULEIÐBEININGAR

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

Reykholt í Borgarfirði

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig.

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Reykholt í Borgarfirði

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

BA ritgerð. Hver er ég?

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Reykholt í Borgarfirði

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Transcription:

Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú 1

Heimir Héðinsson Grafísk Hönnun Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú Leiðbeinandi: Úlfhildur Dagsdóttir Janúar, 2010 2

Efnisyfirlit Bls. 4 Inngangur Bls. 4 Frumbyggjalist Bls. 6 Perú Bls. 8 Chavin Bls. 9 Mochica Bls. 11 Paracas Bls. 13 Nazca Bls. 16 Tiahuanaco Bls. 18 Inkar Bls. 20 Menningarheimar mætast Bls. 22 Leirkeragerð Bls. 22 Textíll Bls. 26 Prjón Bls. 26 Málmsmíði Bls. 29 Lokaorð Bls. 30 Heimildaskrá Bls. 31 Myndaskrá 3

Frumbyggjalistir Suður Ameríku : Heimir Héðinsson Inngangur Fyrir rétt rúmum tveimur árum ferðaðist ég til Guatemala, sem er eitt af fátækari ríkjum Mið Ameríku. Mér til mikillar undrunar, uppgötvaði ég þá, að þrátt fyrir alla fátæktina, hefur landið og þjóðin upp á ótrúlega mikið að bjóða. Fólkið er afar vingjarnlegt og allt umhverfi, klæðnaður, litadýrðin, frumskógurinn og Tíkal pýramídarnir sem reistir voru er Mayar voru við völd, allt hafði þetta mikil áhrif á mig og varð til þess að áhugi minn, ekki aðeins á Mið-heldur einnig Suður Ameríku allri, jókst til muna. Ári seinna var því ferðinni heitið til Perú þar sem ég ferðaðist vítt og breitt og kynntist þeirri sögu, menningu og siðum sem síðar urðu kveikjan að þessu verkefni mínu. Ég mun, með öðrum orðum, kanna nánar sögu og einkenni hand- og listiðnar í Perú frá tímum fyrstu frumbyggja landsins, um það bil sjö hundruð árum fyrir Krist, fram til okkar daga. Sérstaklega mun ég leggja áherslu á textíl- og leirkeragerð ásamt málmsmíði. Þá mun ég einnig rannsaka áhrif hins vestræna menningarheims á frumbyggjalistir og hefðir í Perú. Fyrst er þó við hæfi að fara nokkrum orðum um frumbyggjalist almennt. Frumbyggjalist Óhætt er að segja, að það sem fyrst og fremst einkennir frumbyggjalist, rétt eins og aðra alþýðulist, sé fjölbreytni. Ástæðurnar fyrir þessari fjölbreytni eru að sjálfsögðu fjölmargar, en það sem mestu ræður um hvað til verður á hverjum stað er landfræðileg staðsetning, loftslag og sá efniviður sem náttúran hefur upp á að bjóða. Ofan á þetta bætist svo mismunandi menning. Með þetta í huga er auðvelt að skilja hvernig listir og handiðn ásamt tækninni sem þeim tengist tóku á sig svo mörg og mismunandi andlit. Gott dæmi um þetta er þróun vefnaðarlistarinnar á Andes svæðinu. Hátt uppi í fjöllunum kallaði mikill kuldi á hlý klæði og því þróaðist vefnaður klæða á þeim slóðum. Neðar, nær sjónum var þörfin önnur og þar óf fólk til dæmis hengirúm. 1 Eftir orðanna hljóðan höfðu frumbyggjar engar fyrirmyndir og þeir voru því sjálflærðir. Vissulega segir sagan að gamall vitringur af nafni Bochica hafi birst á meðal Chibcha fólksins í Kólimbíu 1 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994, bls. 7 4

(forkólumbískir Ameríkumenn) og kennt þeim listina að vinna gull úr ánum og að búa til úr því einstaka muni, að breyta moldinni í fjöllunum í skálar og styttur, að höggva helgimyndir og verkfæri úr steini og tálga það sama úr tré. Einnig kenndi hann þeim að vefa fínustu klæði og körfur. Áður en hann hvarf aftur, þá risti hann leiðbeiningar í fjöllin svo að þessi list myndi ekki glatast. Hvað sem því** þá gekk tæknin, listin og handverkið sem frumbyggjarnir þróuðu, í arf frá kynslóð til kynslóðar. 2 Það er hægara sagt en gert, reyndar má segja að það sé ómögulegt að finna skilgreiningu á hugtakinu frumbyggjalist, sem að allir geta sætt sig við. En ef við gefum okkur að hún heyri undir alþýðulist þá er frumbyggjalist, samkvæmt heimildum fyrst og fremst nytjalist eða einskonar heimilisiðnaður, það er að segja, alþýðan (bændur og annað verkafólk) bjó til eigin klæði, matarílát og annað til heimilishaldsins. Skrautmunir voru aðallega notaðir við hverskyns athafnir en þó sérstaklega við trúarathafnir. 3 4 Aðrar heimildir ganga þó mun lengra og halda því fram að frumbyggjar, svo sem þjóðir Forn Ameríku, hafi, rétt eins og fjarlægar eða frumstæðar þjóðir ekki gert neinn greinarmun á notagildi til dæmis bygginga og skrautmuna - rétt er að geta þess að samkvæmt skilgreiningu eru frumstæðar þjóðir ekki fávísari en við, þær standa einfaldlega nær sameiginlegum uppruna mannkyns. 5 Meðal... frumstæðra þjóða er ekki gerður greinarmunur á notagildi húsa og mynda. Kofarnir eru til að skýla fólki fyrir veðri og vindum og vættunum sem valda slæmu tíðarfari. Myndir eru hinsvegar til að vernda það gegn illum öndum sem eru þessum þjóðum jafn raunverulegir og veðráttan. Myndir og styttur búa með öðrum orðum yfir töframætti. 6 Eins og fyrr hefur verið sagt gekk listiðn frumbyggja í arf frá kynslóð til kynslóða og vissar hefðir eða venjur hvað varðar til dæmis form og liti, sköpuðust. [listmönnum var] ekki ætlað að breyta hefðbundum atriðum heldur beita allri sinni kunnáttu og þekkingu við verk sitt. 7 Þrátt fyrir að listamenn frumbyggja hafi þannig þurft að fylgja föstum reglum, þýðir það ekki að þeir hafi haft takmarkaða þekkingu á iðn sinni. 2 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 7 3 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 8 4 The Oxford Companion to Art. Oxford University Press, Oxford, 1970, bls. 426 5 E.H. Gombrich: Saga Listarinnar (Halldór Björn Runólfsson þýddi). Mál og menning, Reykjavík, 1997, bls. 43 6 E.H. Gombrich: Saga Listarinnar, bls. 39 7 E.H. Gombrich: Saga Listarinnar, bls. 43 5

Margir fjarlægir ættbálkar hafa þróað undraverða leikni í tréskurði, körfugerð, verkun leðurs og jafnvel málmsmíði. Ef tekið er tillit til fábrotins tækjakosts frumstæðra handverksmanna hljótum við að dást að handbragðinu sem þeir hafa öldum saman sérhæft af öryggi og þolinmæði. 8 Því verður varla neitað, að frumbyggjalist kemur nútímamönnum oft framandi eða jafnvel einkennilega fyrir sjónir. En eins og reynt hefur verið að útskýra þá stafar þessi ásýnd hennar ekki af kunnáttuleysi heldur af því að hugsannagangur frumbyggja og frumstæðra þjóða er frábrugðinn hugsannagangi okkar. Tilgangurinn með listköpun þeirra var annar en sá sem við eigum að venjast. [Frumbyggjalist er] í senn raunsæ og gegnsýrð ótrúlegu ímyndunarafli, eins og til að leggja áherslu á nærveru æðri afla í öllu því sem maðurinn aðhefst. Því geta hversagslegir brúkshlutir tekið á sig furðulegar, jafnvel ógnvekjandi myndir. 9 Þó að frumbyggjalist hafi alla tíð höfðað til fólks í hinum vestræna heimi, þá var það ekki fyrr en seint að fagurfræðilegt gildi hennar fékk viðurkenningu. Til dæmis var það ekki fyrr en á tuttugustu öld sem frumbyggjalist Forn Ameríku fékk almennilega viðurkenningu. Perú Perú er land mikilla andstæðna. Eystri hluti landsins er stór hluti Amazon frumskógarins. Syðsti hluti landsins spannar þrjú loftslagsbelti. Í vestri er gríðarleg eyðimörk og þar hafa miklar fornleifar fundist. Kolefnisgreining hefur fært okkur heim sanninn um það að Paleo-indjánarnir hafa sest að í Suður-Ameríku fyrir um það bil 25.000 árum. Elstu vísbendinguna um menningu í Perú er að finna í helli ofarlega í Andes fjöllunum þar sem mannvistarleifar frá steinöld hafa fundist. Vísbendingar um handverk og listmuni má rekja til tímans fyrir Kristburð. Á sama tíma urðu miklar framfarir vefnaði. Leirkerasmíði fleygði fram svo og málmsmíði, einkum gullsmíði. Uppi í fjöllunum hafa fundist steinstyttur frá sama tíma. 10 Alþýðulist frá Perú á sér óralanga sögu og megnið af þekkingu okkar á frumbyggjum landsins kemur frá ströndinni þar sem fornleifar hafa varðveist hvað best í þurrum sandinum. Það var hinsvegar ekki á strönd Perú sem fjórar megin stefnur alþýðulistar þróuðust, heldur hátt uppi í Andes fjöllunum.þessar stefnur eru kenndar við þjóðflokkana Chavin, Paracas, Tiahunaco og 8 E.H. Gombrich: Saga Listarinnar, bls. 44 9 Aðalsteinn Ingólfsson: Einfarar í íslenskri myndlist. Almenna bókafélagið í samvinnu við Iceland Review, Reykjavík, 1990, bls. 7 10 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art. Museum of fine arts, 1961, bls. 3 6

auðvitað Inkana. Tveir aðrir þjóðflokkar koma við sögu : Mochica, arftakar Chavin og Nazca, arftakar Paracas. Mynd 1. Kort af Perú sem sýnir þjóðflokka frumbyggja og hvar þeir héldu sig í landinu 7

Chavin Chavin þjóðflokkurinn bjó norðarlega í Andes fjöllunum við Marañon fljótið frá um það bil sjöhundruð fyrir Krist. Þetta hefur verið staðfest með kolefnisgreiningu. Þeir voru fyrst og fremst bændur og veiðimenn, og á þessu svæði hafa fundist bútar af textíl með fáguðu yfirbragði, skreytt fiskum og snákum. Þessir bútar fundust á meðal muna úr beini og skeljum. Leirker Chavin einkenndust fyrst og fremst af hvítu munstri á rauðan leir. 11 Mynd 2. Rautt leirker með hvítu mynstri frá tímum Chavin Listmuni Chavin er að finna í hlöðnum steinhýsum. Þar á meðal eru risavaxnir skúlptúrar og styttur úr steini, oft stílfærð kattarform, litlar styttur skornar úr beini, munir úr gulli og einstaka úr silfri. Gullmunirnir voru gerðir fyrir þann tíma sem frumbyggjar Suður Ameríku lærðu að vinna með kopar, sem smám saman varð mikils metinn þar sem hann var sjaldgæfari en gull. Chavin stíllinn hefur mikilfenglegt yfirbragð og stundum jaðrar hann við að vera ógnvænlegur og hefur líklega tengingu við trúarbrögð. 12 11 The Oxford Companion to Art, bls. 909-910 12 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 4 8

Mynd 2.2 Næstum ómannlegt andlit höggvið í stein með kattar- og snákslegum einkennum Mochica Mochica þjóðflokkurinn, sem bjó á norðurströnd Perú á tímabilinu hundrað til níuhundruð eftir Krist, komst til áhrifa þegar Chavin þjóðflokknum fór að hnigna. Það er óhætt að segja að Mochica þjóðflokkurinn hafði tileinkað sér reglur og siði Chavin í flestöllu. Á þessum tíma má segja að færni frumbyggja í Forn Ameríku í listum og handiðnum hafi náð hámarki. Leirkeragerð Mochica var natúralísk og eru þeir frægastir fyrir leirker sem eru eins og mannshöfuð (svokallaðar andlitsmynda krúsir). Talið er að þær hafi verið í ímynd þekktra einstaklinga í samfélaginu. Þessi leirker eru meðal þeirra bestu sinnar tegundar í heiminum. 13 Einnig eru þeir frægir fyrir leirker sem einkennast af því að litlum fígúrum hefur verið komið fyrir efst á þeim. 14 13 The Oxford Companion to Art, bls. 911-912 14 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 4 9

Mynd 3. Leirkrús prýdd fjölmörgum litlum fígúrum við drykkjarstútinn 10

Eitthvað er til af veggskreytingum, annarsvegar textíl, hinsvegar höggnum í stein. Verkin eru oft óhlutbundin en engu að síður sýna þau dýr og guði. Myndirnar sýna mannverur í fullum skrúða, dansa, orrustur, trúarathafnir og afþreyingu eins og drykkju, át og veiðar. 15 Mynd 4. Veggskreytingar höggnar í stein sem sýna menn á veiðum Mynd 5. Textílverk frá tímum Mochica Mochica notuðu kopar og silfur í auknum mæli við málmsíðar, meðal annars í allskyns verkfæri. Paracas Paracas þjóðflokkarnir (Paracas Cavernas og Paracas Negropolis) bjuggu í suður Perú í Paracas dalnum, sem er eitt af fáum grónum svæðum á landræmunni við Kyrrahafið, sem er meira og minna eyðimörk. Annar slíkur staður á þessu svæði er Nazca dalurinn. Talið er að Paracas hafi verið þarna einhverntímann á tímabilinu frá 500 fyrir Krist fram til Kristsburðar. Á þessu tímabili urðu miklar tækniframfarir, það er að segja, alveg ný tækni þróaðist. Sama er að segja um stíla. Paracas lögðu fyrst og fremst stund á leirkerasmíðar og vefnað og talið er að engum öðrum þjóðflokkum Forn Ameríku, hvorki fyrr né síðar, hafi tekist betur upp í þessum listum. Paracas notuðu vicuna ull og baðmull í vefnað sinn, hann var mjög litríkur og mynstur ýmist geómetrísk eða dýramyndir. 16 15 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 3 16 The Oxford Companion to Art, bls. 908-909, 911 11

Mynd 7. Geómetrísk form Paracas Mynd 6. Dæmi um litanotkun Paracas í textíl Klæðin voru upprunalega notuð til að hjúpa lík, og var hér um að ræða keilulaga vafninga sem voru meira en hálfur annar metri á lengd og breidd. Þessi klæði hafa varðveist mjög vel í eyðimerkurloftslaginu. 17 Leirkeralist Paracas var tiltölulega klassísk að formi til og litrík en litirnir sem voru fyrst og fremst notaðir voru dökkrauðir og gulir. 18 Mynd 8. Leirker fra tímum Paracas 17 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 4 18 The Oxford Companion to Art, bls. 911 12

Nazca Nazca þjóðflokkurinn bjó á suðurströnd Perú, sunnar en Paracas og lengra inni í landinu. Þetta var um það bil hundrað til níuhundruð eftir Krist eða á sama tíma og Mochica voru áhrifamestir á norðurströndinni. Nazca voru arftakar Paracas og eru frægastir fyrir leirkeragerð sína. 19 Mikið var um litadýrð - engir aðrir íbúar Forn Ameríku notuðu jafn marga liti - og vinsælustu litirnir voru rauður, svartur, hvítur, brúnn, gulur, grár og fjólublár. Litirnir voru oft ýktir með glansáferð. Skreytingar voru stílgerðar, ævintýralegar og mikið um guðamyndir sem ómögulegt er að túlka. Kattarformið eða kattardjöfullinn, sem er gegnumgangandi í myndsköpun perúskra listiðnaðarmanna er algengur hjá Nazca. Tveggja stúta leirkannan var mjög algeng í Nazca. Mynd 9. Tveggja stúta leirkanna að hætti Nazca manna 19 The Oxford Companion to Art, bls. 909, 912 13

Fjölbreyttar erótískar myndir á leirkerum eru taldar tengjast frjósemi. 20 Nazca hönnun var oft geómetrísk og hægt er að sjá mörg kunnugleg form eins og ávexti, fugla, fiska og froska í verkum þeirra. Önnur form líkjast guðum eða djöflum í sérkennilegum trúarlegum stellingum. Leirker í guðaformum voru máluð í smáatriðum. Kvenkyns goð voru oftast sýnd með ávexti sem tilvísun til gyðju jarðræktar eða tunglsins. Karlmenn voru sýndir með hund í bandi og haldandi á spjótum sem hafa líklegast verið tákn um veiðimennsku. Afhöggnir hausar benda sjálfsagt til endalauss ófriðar. Fundist hafa hvorki meira né minna en tuttugu og fimm mismunandi grunnform í leirkeragerð. Allra merkilegustu leirker Nazca voru svo þunn að þeim hefur verið líkt við eggjaskurn. 21 Mynd 10. Leirker í líki frosks 20 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 121 21 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 7 14

Mynd 11. Erótísk leirker voru talin tengjast frjósemi Mynd 12. Marglituð leirskál að hætti Nazca manna 15

Tiahuanaco Tiahuanaco þjóðflokkurinn bjó í suðurhluta Andes fjallanna, við landamæri Bólivíu, á tímabilinu frá fjögurhundruð fyrir Krist til níuhundruð eftir Krist, að því er menn halda. List þeirra var formleg og hefðbundin. Þó var leirkeragerð þeirra og vefnaður mjög litskrúðugur og skreyttur kattardýrum, fuglum eins og til dæmis kondórum, fígúrum á hlaupum og mönnum með tvo stafi. Þá notuðust þeir einnig við smáatriði eins og hendur með þremur fingrum, tárvot augu og vígtennur sem voru hafðar helmingi lengri en aðrar tennur. Tiahuanaco eru þó frægastir fyrir myndir höggnar í jötunstein. Mynd 13. Frægasta uppistandandi höggmynd Tiahuanaco - Gateway of the Sun - hoggin í jötunstein Meira en nokkur annar þjóðflokkur í Perú hafði Tiahuanaco áhrif á listsköpun fólks annarsstaðar í Mið- og Suður Ameríku. Það má finna áhrif frá Tiahuanaco í löndum eins og Argentínu, Chile, Costa Rica og Panama. Þjóðflokkurinn var horfinn áður en Spánverjarnir komu til Suður Ameríku á sextándu öld. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Tiahuanaco náði svo miklum áhrifum í Perú 16

en líklega hefur stór trúarflokkur hjálpað til. Fundist hafa byggingar í mörgum gömlum borgum í Perú sem bera einkenni Tiahuanaco og bendir það til þess að áhrif þeirra hafi varað í margar aldir. 22 Mynd 14. Leirkrús að hætti Tiahuanaco 22 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 7 17

Mynd 15. Dæmi um textílverk Tiahuanaco, gefur innsýn í formheim þeirra Inkar Í kringum fjórtáhundruð og þrjátíu höfðu Inkarnir lagt undir sig svæðið sem spannar syðsta hluta Kólimbíu, Ecuador, Perú, hluta af Bólivíu, norðvestur Argentínu og nyrsta hluta Chile. Höfuðborg þeirra var Cuzco sem er hátt uppi í Andesfjöllunum. Þarna réðu þeir ríkjum í um það bil tvöhundruð ár eða þar til Spánverjarnir sigruðust á þeim árið 1532. Það fer ekkert á milli mála að Inkarnir voru fremri öllum öðrum þjóðum, ekki bara í Forn Ameríku heldur einnig í Evrópu, í borgarskipulagningu. Hinsvegar er talið að hvað listiðn snertir, þá hafi þeir verið frekar ófrumlegir. Hinsvegar voru þeir ekki í neinum vandræðum að tileinka sér þrjúþúsund ár af tækni og hefðum forvera sinna sem þeir löguðu að aðstæðum síns tíma. 23 23 The Oxford Companion to Art, bls. 908, 912, 915 18

Frá Chavin fengu þeir málmgerðarlistina, frá Paracas vefnaðarlistina. Öll þessi tækni og hefðir gegndu mikilvægu hlutverki innan samfélagsins, ekki síst við allskyns pólitískar og trúarlegar athafnir. Þannig var ýmiskonar vefnaðarvara notuð til að styrkja þjóðfélagsleg og pólitísk sambönd. Fagurlega ofin klæði voru notuð til að sveipa hina látnu og dýrmætir skartgripir fylgdu fólki ósjaldan í gröfina. Þessir skartgripir voru skreyttir verðmætum steinum svo sem ametýst, túrkís og kristöllum. Frá höfuðborg sinni, Cuzco, fluttu Inkarnir með sér listahefðir hvert sem þeir fóru og þá sérstaklega þangað sem þeir höfðu komið hersveitum fyrir. Þessar hersveitir gerðu Inkunum kleift að halda völdum á því víðáttumikla landsvæði sem þeir höfðu lagt undir sig. Þar sem hersveitirnar héldu til hafa því fjölmargar fornleifar fundist. 24 Á tímum Inkanna urðu miklar tækniframfarir í málmsmíði. Inkarnir voru fyrstir til að nota kopar af einhverju ráði og þeim tókst að búa til flóknar málmblöndur úr kopar og tini annarsvegar, og kopar og gulli hinsvegar. Þessar blöndur gerðu þeim kleift að búa til fíngerð mót fyrir skrautmuni og að smíða egghvöss verkfæri. Mynd 16. Allskyns verkfæri og tól sem Inkarnir smíðuðu úr málmum 24 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 8-9 19

Inkarnir tilbáðu sólina og tunglið og litu á þau sem forfeður sína. Allir gull- og silfurmunir sem framleiddir voru, voru því tileinkaðir þessu himneska tvíeyki. 25 Í Perú voru speglar óþekktir fyrir komu Spánverjanna, þótt vísbendingar séu um að þjóðflokkar á vesturströnd Perú hafi notað hrafntinnu eða slípaða silfurdiska í stað spegla. Sendiboðar Inkanna notuðu þessa silfurdiska eða hrafntinnu til samskipta á milli fjallatinda, allt að tvöhundruð kílómetra leið frá höfuðborginni Cuzco til helgasta staðar Inkanna Machu Picchu hátt uppi í Andes fjöllunum. 26 Menningarheimar mætast Fyrir komu Spánverja hafði einkennisbúningur karla í ríki Inka verið einskonar serkur sem náði vel niður fyrir hné og sekkur til að geyma allskyns hluti í. Kvenfólk klæddist oft víðum kjólum með slá og belti og það bar einnig fyrrnefnda sekki. Klæðnaðurinn gegndi mikilvægu hlutverki í siðum og hefðum Inkanna, ekki síst við trúarlegar athafnir. Þetta vissu Spánverjarnir og þvinguðu því yfirstétt innfæddra og fólk í valdastöðum til að klæðast spænskum búningum, það er að segja buxum, jakka, vesti og slá, í þeirri von að þeir og aðrir myndu smám saman fjarlægjast uppruna sinn og taka upp spænska siði. Mynd 17. Hefðbundnir búningar Inkanna fyrir komu Spánverjanna 25 Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art, bls. 8 26 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 25 20

Þessi yfirstétt gekk undir nafninu Kúrakar og var Spánverjum mjög mikilvæg í byrjun yfirtöku þeirra á Suður Ameríku. Kúrakarnir áttu stóran þátt í að margar aldagamlar hefðir og venjur féllu í gleymsku. Margir þeirra siða sem urðu að víkja voru mikilvægir háttum frumbyggja og héldu samfélagi þeirra saman. Með tímanum misstu Kúrakar traust samlanda sinna og festust á milli tveggja menningarheima. 27 Spánverjarnir fluttu lítil altör með sér til Suður Ameríku, sem voru prýdd kaþólskum helgimyndum. Þau voru notuð í þeim tilgangi að fá frumbyggjana til að yfirgefa trú sína og taka upp kaþólska trú. 28 Til gamans má geta þess að þrátt fyrir að Spánverjum hafi tekist að kúga Inkanna tiltölulega auðveldlega, þá hafa gömlu siðirnir og hefðirnar varðveist í gegnum aldirnar á einangruðum stöðum eins og til dæmis á lítilli eyju í Titicaca vatni þar sem nú búa um 1500 manns. 29 Í dag er vaxandi þrýstingur á infædda að yfirgefa heimili sín og sameinast hvíta fólkinu í stórborgunum. Í mörgum löndum þar sem infæddir eru meirihluti landsmanna líkt og í Perú, er litið niður á fólk sem enn klæðist þjóðbúningum og það talið ósiðmenntað. Ef ekki verður brugðist við þessu næsta áratuginn og þessari þróun snúið við, þá deyr hefðin út og búningarnir enda hjá söfnurum og á minjasöfnum. 30 Á sextándu öld, þegar Spánverjar komu til Suður Ameríku höfðu þeir með sér þræla frá Afríku, sem rétt eins og Spánverjarnir, fluttu með sér eigin hefðir og siði. Þessi samblöndun Evrópskrar og Afrískrar menningar við þá Suður Amerísku leiddi til aukinnar fjölbreytni í list og handiðnum. Þótt margar hefðir, í formi og stíl hafi haldist óbreyttar frá því á tímum frumbyggjanna, fengu aðrar á sig nýjan svip. 31 Í borginni Paucartambo, nálægt Cuzco er haldin hátíð Carmenar þann sextánda júlí ár hvert. Þar hittast margir hópar infæddra íbúa og af blönduðum kynþætti infæddra og Spánverja úr öllu héraðinu til að taka þátt í hátíðahöldunum. Hátíðin er mögnuð sýning litríkra grímudansa með fjölda ólíkra þema og sérkenna. Þessi hátíð er gott dæmi um það hvernig gamlir og nýir siðir geta sameinast og myndað eitthvað alveg nýtt. 32 27 Rhea Wood: How Spanish conquistadors changed Central America helium.com/items/1665304-effect-of-spanishconquest-on-central-and-south-america, skoðað 22.12.09. 28 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 31 29 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 58 30 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 69 31 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 17 32 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 24 21

Leirkeragerð Leirker sem fundist hafa í gröfum um alla Mið- og Suður Ameríku, frá tímanum fyrir innrás Spánverja, bera miklum fjölbreytileika vitni. Leirkerin voru aðallega notuð við matargerð, til að framreiða mat og til geymslu. Hæfileikar leirkerasmiðanna þurftu þó ekki einungins að duga til að framleiða leirker til daglegs heimabrúks, heldur þurftu þeir oft að sérhæfa sig í að framleiða helgilist. Þesskonar listaverk voru oft hlaðin helgi- og galdratáknum og höfðu því greinilega trúarlegt gildi sem gefa vísbendingar um trúariðkun fornmenningarinnar. Þessi ker voru ekki ósjaldan látin fylgja með gröfum. Flest öll leirker frá Forn Ameríku sem varðveist hafa, er að finna á söfnum og einkasöfnum og koma einmitt úr grafreitum. 33 Ekki þykir ólíklegt að kvenfólk hafi að mestu leiti staðið að leirkerasmíði í Forn Ameríku. 34 Lamadýrið var tákn styrkleika og karlmennsku hjá Inkunum og ímynd þess var oftast höggvin í stein. Þegar Spánverjarnir komu til Suður Ameríku þá höfðu þeir með sér nautgripi og smám saman vék ímynd lamadýrsins fyrir ímynd Pucara nautsins. Þetta gerðist í tengslum við tilkomu Cuzco Puno járnbrautarinnar. Þessi lest stoppaði á fjölmörgum stöðum og ekkert var því auðveldara en að selja ferðamönnum ímynd nautsins og ferðamennirnir fluttu hana síðan með sér vítt og breitt um Perú. Það kom fyrir, við hátíðahöld að nautgripir voru skornir á háls og blóði þeirra fórnað til vindanna fjögurra og Pachamamma, móður jarðar. 35 Þegar tímar liðu hófu Spánverjarnir einnig innflutning á hrossum til meginlands Suður Ameríku. Þetta skapaði mikið framboð á leðri sem var og er enn í dag notað til skrauts á allskyns útskornum munum, meðal annars húsgögnum. 36 Textíll Hverskonar vefnaður gegndi mörgum og mikilvægum hlutverkum í heimi innfæddra í Suður Ameríku, sérstaklega hvað trúarbrögð og þjóðerni snerti. Þá var ofinn klæðnaður notaður í viðskiptum, sérstaklega fyrir komu Spánverjanna. Upphaflega voru mannshár og plöntur notaðar í vefnað en á níundu öld fyrir Krist komu fram fyrstu textílverkin úr dýrahárum eins og lamaull. Uppi í fjöllunum varð Paracas þjóðflokkurinn fyrstur til að nýta sér þennan nýja efnivið, í kringum 33 The Oxford Companion to Art, bls. 915, 917 34 The Oxford Companion to Art, bls. 917 35 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 122 36 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 24-25 22

sjöhundruð fyrir Krist. Jurtir og litrík steinefni voru notuð til að lita ullina. Margir litir hafa varðveist ótrúlega vel, þó síst blár og grænn. Hefðbundnar vefnaðaraðferðir voru meðal annars damaskvefnaður, myndvefnaður, glitvefnaður og útsaumur. Munstur voru ýmist ofin eða þrykkt á efnið eftir á. 37 Hönnun frumbyggja birtist aðallega í mynstrum samsettum úr furðudýrum, mannlegum fígúrum og ómannlegum á dökkum bakgrunni. Á láglendinu lærðu infæddir að vinna baðmull í stað þess að nota dýraull og þannig skapaðist hefð fyrir því að nota hvít eða drapplituð efni. Fornleifar benda einnig til þess að llama, alpaca og vicuna ull hafi verið notuð fyrir meira en 3000 árum. Íbúar Andes fjallanna notuðu oftast lama eða alpaca ull. Alpaca hárin eru löng og silkimjúk og hægt að spinna úr þeim fínt glansandi garn og klæðin sem gerð eru úr því eru líkust silki viðkomu. Mýksta ullin, sem er að finna undir kjálka alpaca dýranna, var notuð í fínustu klæðin. 38 Ull af sauðfé - Spánverjarnir komu með sauðfé til Suður Ameríku - hefur aldrei náð sömu vinsældum og alpaca ullin. Því miður hefur mikill hluti af mýkstu alpaca ullinni verið seldur til stórra fyrirtækja til útflutnings síðustu tuttugu árin. Útflutningurinn hefur aðallega verið til Evrópu, Bandaríkjanna og Japan. Afleiðingin af þessu er tilhneiging til að rækta aðeins hvítu alpaca og lamadýrin, en ekki þau brúnu og svörtu, vegna viðskiptahagsmuna. Eins og áður hefur verið sagt eru vicuna dýrin eru nú orðin fágæt þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að fjölga þeim í landinu. 39 Við nánari skoðun á textílmunstrum frá Perú opnast gluggi inn í nýja heima, heima þar sem uglur, apar, hundar, kettir, ljón, hestar, stjörnur, drekar og skrýtnar nafnlausar fígúrur svífa í lausu lofti eða sveiflast fimlega á svörtum bakgrunni eru mest áberandi. Hvaðan koma þessar fígúrur? Er þetta arfur aldanna eða afsprengi ímyndunnarafls vefaranna? Venjulega merktu ættbálkar verk sín með sérstökum litum og táknum. Öll verk sögðu sína sögu með hjálp þessara tákna. Til dæmis var plánetan Venus mikilvæg í menningu Andes þjóðflokkanna. Alltaf þegar Venus sást á himninum var spáð fyrir um regntíð næsta árs. Venustáknið ásamt sólinni er allsráðandi í myndmáli textílgerðar í Perú. 40 37 The Oxford Companion to Art, bls. 917 38 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 62-63 39 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 70 40 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 71 23

Mynd 18. Dæmi um vinsæl tákn vafin í textíl í Andesfjöllunum. Þarna má sjá tákn fyrir púmuna, fiskinn, lamadýrið og fleira Eins og fyrr segir voru hverskyns kattarform algeng í vefnaði Forn Ameríkubúa. Fornleifar sem fundist hafa í San Agustín í suður Kólimbíu sýna samskonar tákn. Þá hefur komið í ljós að Jalq a þjóðflokkurinn í Bólivíu óf einnig stórskrýtin dýr í sinn textíl. Þetta voru dýr sem lifðu á jörðinni áður en sólin fæddist, samkvæmt trú manna í þessum heimshluta. 41 41 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 72 24

Mynd 19. Stórskrýtin dýr í Jalq a textílverki Eins og gefur að skilja sameinuðust táknmyndir Spánverja gömlum táknmyndum frá Perú. Til dæmis var sólinni iðulega stillt upp við hliðina á spænska hestinum. Tákn Tupac Amaru (dáinn 1571), en hann var síðasti konungur Inkanna til að ráðast gegn Spánverjunum, hefur fundist á vefnaði á mörgum stöðum í nágrenni Cuzco. Táknið sýnir aftöku Tupacs þar sem fjórir menn á hestum reyna að slíta af honum útlimina. 42 Mynd 20. Tákn Tupac Amaru sem sýnir þegar hann er slitinn sundur af fjórum spænskum hermönnum á hestum 42 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 60-61 25

Prjón Lítið er vitað um uppruna prjónaskaps í Rómönsku Ameríku. Ekkert prjónles hefur fundist við fornleifagröft á forkólumbískum grafreitum og því virðist sem Spánverjar hafi flutt þekkinguna með sér til heimsálfunnar. Prjónaskapur náði þó aldrei sérstökum vinsældum - fólk hélt áfram að klæðast ofnum klæðum. Það var aðeins á örfáum svæðum, svo sem á Taquile eyjunni í Titicaca vatni sem fólk fékkst við prjónaskap að einhverju ráði. Í dag eru það reyndar karlmenn sem prjóna á eyjunni. Rétt eins og í textíl er ullin sem notuð er til prjóns, alpaca, lama og ull af sauðfé. Þeir litir sem mest eru notaðir eru náttúrulitir (hvítt, drapplitað, grátt, brúnt og svart). 43 Í borgum eins og Lima er prjónles nú orðin mikilsverð útflutningsvara. Enn þann dag í dag nota menn prjónamynstur með hefðbundnum geómetrískum myndum með lama dýrum, fjöllum og landslagi. Svarti liturinn er vinsæll bakgrunnur fyrir skærlit mynstrin en þetta skapar sterk áhrif, svipuð þeim sem finnast í vefnaði. 44 Málmsmíði Hlíðar Andesfjallanna voru á sínum tíma afar ríkar af gulli. Ófáar djúpar gullnámur hafa fundist þrátt fyrir það að venjan hafi ekki verið að grafa eftir gulli heldur að vinna það úr ánum. Sumstaðar voru gerðar áveitur til að ná betri árángri. Seinna meir nýttu Spánverjar sér þessa tækni. Einnig grófu frumbyggjar eftir kopar, og eins og áður hefur verið sagt var hann sjaldgæfari en gull þótti því dýrmætari. Gull- og silfursmíði frumbyggja Perú, eins og annara frumbyggja Forn Ameríku tengdist dýrkun þeirra á sól og tungli. Inkarnir töldu gull vera svita sólarinnar og silfur tár tunglsins. 45 Einn frægasti fornmunur úr gulli sem fundist hefur í Perú er gullni Tumi-hnífurinn. Hnífar af þessari gerð höfðu stór þykk sköft og hálfmánalagað blað og komu fyrst fram hjá Mochica þjóðflokknum á annari öld eftir Krist, þar sem þeir voru notaðir við mannfórnir. Fimm öldum síðar notuðu Inkarnir Tumi-hnífinn við skurðaðgerðir. Í dag eru þessir hnífar vinsælir sem form í skartgripagerð og sem minjagripir. 43 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 70 44 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 71 45 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 91 26

Mynd 21. Tumi-hnífurinn sem Inkar notuðu við skurðaðgerðir Mynd 22. Dæmi um hvernig form Tumi-hnífsins er notað í minjagripagerð 27

Þá voru málmar einnig notaðir í fórnargripi, öngla, nálar og fleiri verkfæri. Einnig voru baukar úr gulli notaðir undir coca-lauf og önnur eiturlyf. 46 Gullsmiðir Inka fengust svo að segja eingöngu við gerð víravirkisskartgripa. Hjá Inkunum voru það aðeins aðalsmenn sem fengu að bera gullskartgripi. 47 Spánverjarnir fundu aldrei hina týndu borg Inkanna, El Dorado. Þrátt fyrir það voru þeir ekki óduglegir við að sanka að sér gulli þeirra sem þeir bræddu því miður niður í gullstangir. Þessum gullstöngum var síðan dreift á meðal Spánverjanna og konungur Spánar fékk einn fimmta af öllu saman (Royal Fifth). Vegna þessa eru í dag aðeins til örfá verk eftir gullsmiði Inka og listsnilld heillar menningar er horfin að eilífu. 48 Í kjölfar komu Spánverjanna til Suður Ameríku og breyttri heimsskipan, fóru handverks- og listiðnaðarmenn, ásamt öðrum listamönnum frá Spáni og einnig Ítalíu að flytjast þangað, og höfðu þeir mikil áhrif á sameiningu hins nýja heims og þess gamla. Gull- og silfurmunir voru ekki lengur gerðir guðunum til dýrðar eða til þess að fylgja þeim látnu yfir móðuna miklu. Þess í stað fóru þeir í að skreyta kaþólskar kirkjur og hýbýli hinnar nýju elítu. Á þessum tíma jukust vopnasmíðar og smíðar á húsgögnum, hliðum, bjöllum, lásum, hjörum og svo framvegis, allt úr málmi. Mismunandi trúarhefðir frumbyggja og Spánverja höfðu ekki aðeins áhrif á daglegt líf fólks á þessum tíma. Í ritinu "Huarochir" er kristnum sögum og gömlum mýtum skeytt saman. Þar eru guð almáttugur og Jesús nefndir en kristin trú notuð á þann óvenjulegan máta að hún undirstrikar og réttlætir sumar venjur gömlu trúarbragðanna. Í sumum sögum er gengið svo langt að kristin innskot eru hálfgerð afsökunarbeiðni til þeirra sem enn trúa á gömlu guðina. 49 Spænska innrásin á sextándu öld, breytti heimi listamanna í Forn Ameríku óafturkræft. Sum samfélög frumbyggja voru hreinlega lögð í rúst og þar með glötuðust allar listrænar hefðir þeirra. Önnur, meira og minna einangruð samfélög sluppu með skrekkinn. Annarsstaðar blönduðust hefðir og tækni Spánverja og frumbyggja. Sem dæmi um þetta er Andean-Barokk stílinn svokallaði. Silfurskálar í þessum stíl eru notaðar við trúarathafnir enn þann dag í dag. 50 46 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 89 47 The Oxford Companion to Art, bls. 917 48 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 91 49 Rhea Wood: How Spanish conquistadors changed Central America helium.com/items/1665304-effect-of-spanishconquest-on-central-and-south-america, skoðað 22.12.09. 50 Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America, bls. 121 28

Lokaorð Eins og fram kemur í þessu verkefni mínu þá spannar hugtakið frumbyggjalist fyrst og fremst nytjahluti til heimilisins, fatnað og annað, þar á meðal skrautmuni, sem við kemur daglegu lífi. Fólkið, eða bændurnir, eins og það í raun var, sem vann að þessari listiðn á þessum löngu liðnu tímum var án efa yfirmáta úrræðagott og einstaklega hæfileikaríkt. Það er því spurning hvort ekki sé réttast að kalla það einfaldlega listamenn. Það sem gerist mikið í Perú og annarstaðar í heiminum í dag er að fólk er farið að framleiða hluti byggða á frumbyggjalistinni, sem hvað gæði varðar eru engan veginn sambærileg. Þessi tegund listmuna er eingöngu gerð með hagnað í huga. Þetta er að sjálfsögðu miður en engu að síður þróun sem er óumflýjanleg. Hvað sjálfan mig varðar, þá hef ég, eftir að hafa unnið að þessu verkefni, komist að þeirri niðurstöðu, að þegar ég var í Perú, fyrir rétt rúmum tveimur árum, þá áttaði ég mig engan veginn á því, hvað það var í raun, sem hreif mig svo. Því sé ég ekki fram á annað, en að ég verði, einhvern tíma í náinni framtíð, að heimsækja landið aftur. 29

Heimildaskrá 1. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 2. The Oxford Companion to Art. Oxford University Press, Oxford, 1970 3. E.H. Gombrich: Saga Listarinnar (Halldór Björn Runólfsson þýddi). Mál og menning, Reykjavík, 1997 4. Aðalsteinn Ingólfsson: Einfarar í íslenskri myndlist. Almenna bókafélagið í samvinnu við Iceland Review(c), Reykjavík, 1990 5. Museum of fine arts: 25 Centuries of Peruvian Art. Museum of fine arts, 1961 6. Rhea Wood: How Spanish conquistadors changed Central America helium.com/items/1665304- effect-of-spanish-conquest-on-central-and-south-america, skoðað 22.12.09. 30

Myndaskrá 1. Höfundur óþekktur, heiti óþekkt, ártal óþekkt, landakort af Perú. Fengin úr bókinni 25 Centuries of Peruvian Art, Museum of fine arts, 1961 baksíða 2. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Hvítmálað leirker frá Chavin. Fengin af: http:// ancientartifax.com/images/mix_bowl.jpg 2.2 Höfundur óþekktur, heiti óþekkt, ártal óþekkt, ómannlegt andlit höggvið í stein á tímum Chavin. Fengin úr bókinni 25 Centuries of Peruvian Art, Museum of fine arts, 1961 bls. 5 3. Höfundur óþekktur, heiti óþekkt, ártal óþekkt, litlar fígúrur á leirkeri Mochica þjóðflokksins. Fengin úr bókinni 25 Centuries of Peruvian Art, Museum of fine arts, 1961 bls. 5 4. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Veggskreyting höggvin í stein. Fengin af: http:// www.bookingperu.com/peru_travel_center/art.htm 5. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Dæmi um textílverk Mochica þjóðflokksins. Fengin af: http:// www.museolarco.org/igal_te.shtml 6. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Dæmi um textílverk Paracas þjóðflokksins. Fengin af: http:// www.bookingperu.com/peru_travel_center/paracas_picture.jpg 7. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Dæmi um geómetrísk form Paracas þjóðflokksins Fengin af: http://www.peruembassy-uk.com/embassy2006/files_html/siteingles/boletin%203/imagenes/ Manto.jpg 8. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Dæmi um leirker Paracas þjóðflokksins. Fengin af: http:// www.textilemuseum.ca/cloth_clay/research_paracas.html 9. Federico Brook, Prakolumbische kunst auf Peru. Ministerium fur kultur der DDR, Berlín, 1977. bls 50 10. Federico Brook, Prakolumbische kunst auf Peru. Ministerium fur kultur der DDR, Berlín, 1977. bls 46 31

11. Federico Brook, Prakolumbische kunst auf Peru. Ministerium fur kultur der DDR, Berlín, 1977. bls 42 12. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Leirskál í stíl Nazca þjóðflokksins. Fengin af: http:// www2.gsu.edu/~artfbn/precol/1-pe-41f.jpg 13. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Gateway to the Sun hoggin í jötunstein á tímum Tiahuanaco. Fengin af: http://www.sacredsites.com/shop/images/america/bolivia/gateway-sun-750.jpg 14. Höfundur óþekktur, heiti óþekkt, ártal óþekkt, Leirker frá tímum Tiahunaco. Fengin úr bókinni 25 Centuries of Peruvian Art, Museum of fine arts, 1961 bls. 30 15. Höfundur óþekktur, ártal óþekkt. Formheimur Tiahuanaco sýndur í textíl. Fengin af: http:// www.ortapestries.com/popup.htm?admin/catalog/original/or034.jpg 16.Höfundur óþekktur, heiti óþekkt, ártal óþekkt, verkfæri og tól Inka smíðuð úr málmum. Fengin úr bókinni 25 Centuries of Peruvian Art, Museum of fine arts, 1961 bls. 39 17. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 bls 59 18. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 bls. 71 19. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 bls 73 20. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 bls 60 21. Lucy Davies & Mo Fini: Arts and Crafts of South America. Thames and Hudson, London. 1994 bls 93 22. Lyklakippa. Eigin mynd. 32

33