Ravel og Dvořák. 7. apríl 2016

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Ashkenazy á Listahátíð. 25. maí 2016

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Ég vil læra íslensku

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Chaplin - Modern Times. 8. & 9. maí 2015

Stríð og friður. Baldur Brönniman, hljómsveitarstjóri Ari Þór Vilhjálmsson, einleikari 2010/11

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Lengd tónleikanna er um það bil 2 klukkustundir með hléi.

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Summer Concerts 2007

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Dafnis og Klói. Eva Ollikainen, hljómsveitarstjóri Hamrahlíðarkórarnir Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri 2009/10

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd verka: Forleikur: 10 Fimm söngvar: 22 Sinfónía: 28

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Norrænir músíkdagar. Nordic Music Days

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Að störfum í Alþjóðabankanum

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Áhrif lofthita á raforkunotkun

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Aðventutónleikar. Nicholas Kraemer, hljómsveitarstjóri Katherine Watson, einsöngvari James Gilchrist, einsöngvari 2010/11

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Aðventutónleikar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri Ingibjörg Guðjónsdóttir, einsöngvari Gissur Páll Gissurarson, einsöngvari 2009/10

Sigurjón ólafsson MUSEUM

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Hljó!færaleikur. Kóngur vill sigla... Benny Goodman og sígilda tónlistin

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands

Saga fyrstu geimferða

Snemma hafði jeg yndi af óð

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Heimildir. Boyer, W. (2008). Girl to girl violence: The voice of victims. Childhood Education, 84(6) Proquest Central, bls

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

Transcription:

Ravel og Dvořák 7. apríl 2016

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans og aðgengilegir áskrifendum útsendinganna í kjölfarið. Áætluð tímalengd verka: Rapsódía: 15 00 Flautukonsert: 19 00 Sinfónía: 35 00 Mynd á kápu: Jóhannes Georgsson og Þórir Jóhannsson, bassaleikarar. Ari Magg @icelandsymphony #sinfó www.sinfonia.is

Ravel og Dvořák Tónleikar í Eldborg 7. apríl 2016» 19:30 Antonio Méndez hljómsveitarstjóri Emilía Rós Sigfúsdóttir einleikari Maurice Ravel Rapsodie espagnole (1908) I. Prélude à la nuit II. Malagueña III. Habanera IV. Feria Jacques Ibert Konsert fyrir flautu og hljómsveit (1934) Allegro Andante Allegro scherzando Hlé Antonín Dvořák Sinfónía nr. 8 í G-dúr, op. 88 (1889) Allegro con brio Adagio Allegretto grazioso Allegro, ma non troppo Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 3

Antonio Méndez hljómsveitarstjóri Spænski hljómsveitarstjórinn Antonio Méndez fæddist árið 1984 í Palma á Mallorca þar sem hann hóf ungur píanó- og fiðlunám. Síðar lærði hann tónsmíðar og hljómsveitarstjórn við Real Consevatorio Superior de Música í Madrid. Méndez flutti til Þýskalands árið 2007 og lauk prófum í hljómsveitarstjórn frá Listaháskólanum í Berlín og Franz Liszttónlistar háskólanum í Weimar. Antonio Méndez vakti alþjóðlega athygli þegar hann vann til verðlauna í hinni virtu Nikolai Malko-keppni í Kaupmannahöfn árið 2012. Árið eftir komst hann svo í úrslit í hljómsveitar stjórakeppni í Salzburg. @MendezConductor Þrátt fyrir ungan aldur hefur Antonio Méndez stjórnað mörgum nafn toguðum hljómsveitum í Evrópu og Banda - ríkjunum. Það á meðal eru Tonhalle Orchester Zürich, Symphonie orchester des Bayrischen Rundfunks, Mahler Chamber Orchestra, Rotterdams Philharmonisch Orkest, Tonhalle Orchester Zürich, Frankfurter Rundfunk- Symphonie- Orchester og Orchestre Philharmonique du Luxem bourg. Þá þreytti hann frum raun sína sem hljómsveitar stjóri í Bandaríkjunum á stjórnendapalli Los Angeles Philharmonic í desember 2013. Antonio Méndez stendur nú í fyrsta sinn á stjórnenda palli Sinfóníuhljómsveitar Íslands en meðal annarra nýrra gestgjafa hans á þessu ári eru Kungliga Filharmonikerna í Stokkhólmi, BBC Philharmonic, Staatskapelle Dresden og hin nýsjál enska Auckland Philharmonia Orchestra. Í október síðastliðnum stjórnaði hann Philharmonie Zuidnederland á tónleikaferðalagi um Holland og í sumar bíður önnur konsertreisa með Orquesta Nacional de España um Japan. Þá eru á dagskránni hljóðritanir með Scottish Chamber Orchestra og Radio-Sinfonieorchester Stuttgart. 4

Emilía Rós Sigfúsdóttir einleikari Emilía Rós er fædd á Íslandi árið 1982 en hún lauk burtfarar prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2003, Postgraduate Diploma með hæstu einkunn frá Trinity College of Music 2004 og Master of Music frá Royal College of Music 2009. Aðalkennarar hennar hafa verið Bernharður Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir, Wissam Boustany og Susan Milan. Hún hefur einnig tekið þátt í mörgum flautunámskeiðum víðsvegar um heiminn og sótt tíma, m.a. hjá William Bennett, sir James Galway, Áshildi Haralds dóttur og Manuelu Wiesler. Emilía Rós hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ungfóníu, Trinity College of Music Symphony Orchestra og Orquestra Sinfônica Nacional í Brasilíu. Þá hefur hún leikið á tónleikum í Queen Elizabeth Hall, St. John s Smith Square og St James s Church í London, Bozar tónleikahöllinni í Brussel, á Listahátíð á Möltu og farið í tónleikaferð um austurströnd Kanada. Hún er ötull þátttakandi í flutningi kammertónlistar, er ein af stofnendum Elektra Ensemble og kemur regluglega fram í tónleikaröð hópsins á Kjarvalsstöðum. Emilía Rós leikur einnig reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var fastráðinn flautuleikari þar 2011 2012. Emilía Rós hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir leik sinn. Þar á meðal þriðju verðlaun í einleikarakeppni Trinity College of Music og flautu- sem og kammertónlistarverðlaunin í Royal College of Music. Emilía Rós gaf út sinn fyrsta geisladisk, Portrait, haustið 2013. Hlaut hann mjög lofsamlega dóma, þar á meðal í hinu virta tónlistartímariti Gramophone, og uppskar þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 5

Maurice Ravel Rapsodie espagnole Joseph Maurice Ravel (1875 1937) fæddist í franska hafnarbænum Cibourne en ólst upp í París. Faðir hans var verkfræðingur og mikill listunnandi en móðirin Baski. Sex ára gamall byrjaði Ravel að læra á píanó og átta árum síðar fékk hann inngöngu í Tónlistarháskólann í París þar sem hann lærði næstu árin. Sumarið 1907 buðu bræðurnir Misia og Alfred Edwards Ravel í fjögurra vikna skemmtisiglingu á snekkju sinni Aimée. Í þessari ferð gerði Ravel uppkast að Rapsodie espagnol fyrir fjórhent píanó og heimkominn til Parísar lék hann verkið með vini sínum Ricardo Viñes fyrir spænska tónskáldið Manuel de Falla sem hafði lagt land undir fót til að kynnast átrúnaðargoði sínu Maurice Ravel. De Falla undraðist ósvikinn spænskan karakter verksins og fann svarið þegar hann kynntist móður tónskáldsins: Hún var fjarska skemmtileg kona, talaði lýta lausa spænsku og það var unaðslegt að hlusta á hana rifja upp minningar frá æskuárunum í Madrid [...] þá skildi ég hversu heillaður sonur hennar hefur verið af þessum sögum að ógleymdri tónlistinni og dansinum sem er óaðskiljanlegur hluti þeirra. Tónlistin á Íslandi Rapsódía Ravels hefur aðeins tvisvar sinnum áður prýtt efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Jean-Pierre Jacquillat, þáverandi aðalstjórnandi hljómsveitarinnar reið á vaðið með flutningi í Háskólabíói 3. nóvember 1983. Eftirmaður hans í brúnni, Petri Sakari, stjórnaði síðan rapsódíunni í mars 1990. Af öðrum spönskum verkum Ravels, hefur Bolero oftast heyrst, kannski ekki síst fyrir atbeina músarinnar Maxímús Músíkus, sem hefur verið ótrauð við að kenna börnum þetta grípandi verk með fulltingi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Ravel lauk við hreinritun píanógerðar Rapsodie espagnol um haustið samhliða píanóúrdrætti gamanóperunnar L heure espagnole og í febrúar leit hljómsveitargerð rapsódíunnar dagsins ljós. Verkið var síðan frumflutt í Théâtre du Châtelet 15. mars 1908. Áheyrendur tóku verkinu vel að undanskildum 2. þættinum, Malagueña, sem olli kurri í salnum þar til rödd tónskáldsins Florents Schmitt drundi ofan af svölunum: Einu sinni enn, fyrir þá þarna niðri sem ekkert skilja. Athyglisvert er, að Ravel samdi 3. þátt verksins, Habanera, fyrir fjórhent píanó árið 1895, þá tvítugur að aldri og er hann óbreyttur í hljómsveitargerðinni. 6

Jacques Ibert Konsert fyrir flautu og hljómsveit Jacques François Antoine Ibert (1890 1962) fæddist í París og byrjaði fyrir hvatningu foreldra sinna ungur að læra á fiðlu og píanó. Tvítugur að aldri fékk hann inngöngu í tónsmíðadeild tónlistarháskóla borgarinnar en meðal kennara hans þar voru Émile Pessard, fyrrum lærifaðir Ravels og André Gedalge en þekktir samnemendur hans í bekk Gedalges voru Arthur Honegger og Darius Milhaud. Tónlistin á Íslandi Flautukonsert Iberts hljómaði í fyrsta sinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á aðventunni árið 1965. Páll P. Pálsson stjórnaði flutningnum en einleikari var enski flautuleikarinn Geoffrey Gilbert. Hann bar ungur nýja strauma inn í breskan flautuskóla og hafði mikil áhrif á næstu kyn slóðir breskra flautuleikara en meðal nemenda hans voru James Galway, William Bennett og Trevor Wye. Tíu árum síðar kom Jean- Pierre Rampal, sem þá var einn dáðasti flautuleikari veraldar, og lék verkið undir stjórn landa síns og nafna, Jacquillat. Síðan þá hefur flautukonsertinn hljómað alls 6 sinnum, síðast í janúar 2010. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 Fyrri heimsstyrjöldin og skyldur Iberts sem sjóliðsforingja töfðu tónsmíðanámið um hríð en að stríðinu loknu tók hann þráðinn upp að nýju. Árið 1919 vann hann síðan hin eftirsóttu Rómarverðlaun Prix de Rome sem gerðu honum kleift að stunda frekara nám við Frönsku akademíuna í Villa Medici í Róm. Þess má geta að Maurice Ravel gerði fimm tilraunir til að hreppa þessi verðlaun en án árangurs. Síðar á ævinni átti Ibert eftir að gegna stöðu forstöðumanns þessarar sömu stofnunar í ríflega 20 ár og um leið óopinberri stöðu sendiherra franskrar menningar á Ítalíu. Þá var hann um nokkurra ára skeið óperustjóri Parísaróperunnar og Opéra Comique. Jacques Ibert samdi á ferlinum fjölbreytilegustu tónlist, meðal annars sjö óperur, nokkra balletta, kvikmynda- og leikhústónlist, píanó- og kammertónlist, hljómsveitartónlist, kórverk og fjóra einleikskonserta. Flautukonsertinn, sem er nr. 2 í röðinni, er einn vinsælasti og mest leikni konsert sinnar tegundar. Konsertinn samdi Ibert að beiðni Marcel Moyse sem var einn af mikilmetnustu flautuleikurum liðinnar aldar. Fyrstu drög að verkinu ná aftur til ársins 1932 en Moyse frumflutti konsertinn árið 1934 undir stjórn annars nafntogaðs flautuleikara, Philipps Gaubert. Yfirbragð fyrsta kaflans er glæsilegt og eirðarlaust, hægi kaflinn ljúfur og syngjandi. Lokakaflinn er gletta sem þó er rofin af angurværum og þenkjandi milliþætti áður en fjörið heldur áfram allt til enda. 7

Antonín Dvořák Sinfónía nr. 8 Dvořák (1841 1904) samdi 8. sinfóníuna frá 26. ágúst til 8. nóvember 1889 á sveitasetri sínu í Vysoká í bæheimska sveitarfélaginu Příbramě. Tilefnið var kjör hans til setu í Bæheimsku akademíunni fyrir vísindi, bókmenntir og listir. Í þakkarskyni tileinkaði hann sinfóníuna síðan Akademíunni og Franz Joseph keisara og stjórn aði höfundurinn frumflutningnum í Prag 2. febrúar 1890. Önnur nafnbót beið Dvořáks árið eftir þegar hann var gerður að heiðursdoktor í tónlist við Háskólann í Cambridge á Englandi. Þar stjórnaði hann 8. sinfóníunni og kantötu sinni Stabat Mater 15. júní, daginn fyrir heiðrunina. Athöfnin varð Dvořák þung í skauti: Ég mun aldrei gleyma hvernig mér leið þegar þeir gerðu mig að doktor á Englandi; formlegheitin og doktorarnir. Allir grafalvarlegir og svo virtist sem enginn kynni neina tungu utan latínu. [...] En þegar ég lít til baka brosi ég og hugsa með mér að þegar upp er staðið, er það, að semja Stabat Mater, betra en að kunna latínu. Tónlistin á Íslandi Það var tékkneski hljómsveitarstjórinn, tónskáldið og óbóleikarinn Václav Smetáček sem stýrði fyrsta flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar á 8. sinfóníu Dvoráks í febrúarmánuði 1957. Tónleikarnir fóru fram í Þjóðleik húsinu eins og algengt var á þessum árum. Verkið hefur alls 20 sinnum hljómað í meðförum hljómsveitarinnar, síðast í Eldborgar sal Hörpu haustið 2013. Á tón leikum Listahátíðar í Reykjavík í Laugardalshöll sumarið 1974 var sinfónían meðal verka á efnisskránni. Stjórnandi var Vladimir Ashkenazy en einsöngvari tónleikanna ein dáðasta söngkona liðinnar aldar, Renata Tebaldi. Antonín Dvořák var vinsæll og velkominn gestur á Englandi og ferðaðist hann þangað samtals níu sinnum og stjórnaði verkum sínum. Haustið 1884 stjórnaði hann sjöttu sinfóníu sinni og Stabat Mater á tónlistarhátíðinni í Worchester. Í fiðludeild hljómsveitarinnar sat hinn 27 ára gamli Edward Elgar sem í bréfi til vinar síns skrifaði eftirfarandi eftir tónleikana: Ég vildi óska að þú gætir heyrt tónlist Dvořáks. Hún er einfaldlega hrífandi, lagræn og hugvitsamleg og hljómsveitarútfærslan er dásamleg. Það skiptir engu hversu fá hljóðfæri hann notar, ekkert hljómar þunnt ég get ekki lýst því, maður verður að heyra það. Áttunda sinfónía Dvořáks er ljóðræn og myndræn. Hún flytur huga manns upp að hlið tónskáldsins þar sem hann í faðmi fagurrar sveitar og fuglasöngs lætur hughrif og minningar flæða niður á nótnaörkina. Sigurður Ingvi Snorrason 8

Á döfinni Yrkja Uppskerutónleikar Sinfóníuhljómsveitin og Tónverkamiðstöðin bjóða þremur tónskáldum að verja níu mánuðum með hljómsveitinni þar sem þau munu þróa færni sína í að skrifa fyrir hljómsveit og frumflytja ný verk. Tónskáldin fá innsýn í innra starf hljómsveitarinnar og vinna náið með hljóðfæraleikurunum undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar. Afrakstur þessarar fyrstu YRKJU eru þrjú ný hljóm sveitarverk og hljóma tvö verkanna undir stjórn Daníels Bjarnasonar á tónleikunum 13. apríl kl. 18:00: Brim eftir Gunnar Karel Másson og rekast eftir Halldór Smárason. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tectonics Reykjavík Tónlistarhátíðin Tectonics Reykjavík fer fram í fimmta sinn í Hörpu dagana 14. og 15. apríl. Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir hátíðinni og sem fyrr er Ilan Volkov listrænn stjórnandi hennar. Dagskráin fer fram frá kl. 18 til 23 báða dagana. Alls verða haldnir átta tónleikar sem eru að vanda stútfullir af spennandi tónlist. Meðal listamanna sem koma fram auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru Roscoe Mitchell (US), Peter Ablinger (AU), Goodiepal (DK) og Séverine Ballon (FR). Sinfóníuhljómsveitin frumflytur alls sjö ný verk sem flest verða frumflutt á heimsvísu á hátíðinni. Höfundar þessara verka eru: Jim O'Rourke, Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Frank Denyer, Davíð Franzson, Þráinn Hjálmarsson og María Huld Markan Sigfúsdóttir. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 9

Hljómsveit á tónleikum 7. apríl 2016 1. fiðla Nicola Lolli Una Sveinbjarnardóttir Zbigniew Dubik Pálína Árnadóttir Bryndís Pálsdóttir Olga Björk Ólafsdóttir Mark Reedman Margrét Kristjánsdóttir Helga Þóra Björgvinsdóttir Rósa Hrund Guðmundsdóttir Martin Frewer Ágústa María Jónsdóttir Andrzej Kleina Júlíana Elín Kjartansdóttir 2. fiðla Vera Panitch Joaquín Páll Palomares Margrét Þorsteinsdóttir Þórdís Stross Christian Diethard Greta Guðnadóttir Ingrid Karlsdóttir Dóra Björgvinsdóttir Pascal La Rosa Sigurlaug Eðvaldsdóttir Kristján Matthíasson Hlín Erlendsdóttir Víóla Þórunn Ósk Marinósdóttir Svava Bernharðsdóttir Þórarinn Már Baldursson Herdís Anna Jónsdóttir Móeiður Anna Sigurðardóttir Guðrún Þórarinsdóttir Sarah Buckley Guðrún Hrund Harðardóttir Kathryn Harrison Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Selló Sigurgeir Agnarsson Hrafnkell Orri Egilsson Ólöf Sigursveinsdóttir Margrét Árnadóttir Bryndís Björgvinsdóttir Sigurður Bjarki Gunnarsson Júlía Mogensen Bryndís Halla Gylfadóttir Bassi Hávarður Tryggvason Páll Hannesson Dean Ferrell Jóhannes Georgsson Richard Korn Þórir Jóhannsson Flauta Áshildur Haraldsdóttir Martial Nardeau Melkorka Ólafsdóttir Hafdís Vigfúsdóttir Óbó Matthías Nardeau Peter Tompkins Eydís Franzdóttir Klarínett Arngunnur Árnadóttir Grímur Helgason Rúnar Óskarsson Fagott Michael Kaulartz Brjánn Ingason Rúnar Vilbergsson Darri Mikaelsson Horn Stefán Jón Bernharðsson Joseph Ognibene Þorkell Jóelsson Lilja Valdimarsdóttir Trompet Einar Jónsson Eiríkur Örn Pálsson Ásgeir Steingrímsson Básúna Sigurður Þorbergsson Oddur Björnsson David Bobroff, bassabásúna Túba Carl Roine Hultgren Harpa Katie Buckley Elísabet Waage Celesta Anna Guðný Guðmundsdóttir Pákur Eggert Pálsson Slagverk Steef van Oosterhout Frank Aarnink Árni Áskelsson Pétur Grétarsson Einar Scheving Kjartan Guðnason Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóri frá september 2016 Osmo Vänskä aðalgestastjórnandi Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Daníel Bjarnason staðarlistamaður Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi Margrét Sigurðsson fjármálafulltrúi Grímur Grímsson sviðsstjóri Anna Sigurbjörnsdóttir tónleikastjóri Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri Kristbjörg Clausen nótna- og skjalavörður Sigþór J. Guðmundsson sviðsstjóri Margrét Ragnarsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Greipur Gíslason verkefnastjóri Una Eyþórsdóttir mannauðsstjóri Jökull Torfason umsjónarmaður nótna 10

Föstu dagsröðin Í Norðurljósum í Hörpu Fös 4. mars» 18:00 Fös 1. apríl» 18:00 Fös 6. maí» 18:00 Föstudagsröðin er ný tónleikaröð þar sem hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason teflir saman hljómsveitarverki og einleiksverki á klukkustundarlöngum tónleikum. Miði á staka tónleika er á 2.700 kr. Áskriftarkort á þrenna tónleika kostar aðeins 6.480 kr. @icelandsymphony #sinfó

stórvirki Hér fjallar Árni Heimir ingólfsson á aðgengilegan hátt um vestræna tónlistarsögu allt frá kaþólskum kirkjusöng til nýjustu hræringa í tónlist nútímans. Saga tónlistarinnar er vegleg bók sem hentar jafnt tónlistarfólki, tónlistarunnendum og tónlistarnemum, sem og öllu áhugafólki um listir og menningu. www.forlagid.is Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39