Hreindýr og raflínur

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Hreindýr ý 1 Egilsstaðir 2010

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

LV Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ég vil læra íslensku

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Reykholt í Borgarfirði

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Vöktun heiðagæsa á vatnasviði Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Reykholt í Borgarfirði

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Hreindýr á Norðausturlandi

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Reykholt í Borgarfirði

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Mannfjöldaspá Population projections

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Hvernig hljóma blöðin?

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

LV Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum

Náttúrustofa Austurlands

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

2.30 Rækja Pandalus borealis

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Náttúrustofa Austurlands Ársskýrsla 2011

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Reykholt í Borgarfirði

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Transcription:

Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999

Efnisyfirlit Efnisyfirlit 1 Inngangur 2 Hreindýr og raflínur 2 Hagaganga hreindýra á fyrirhugaðri línuleið 3 Niðurstaða 6 Heimildaskrá 7 Fylgiskjal 1 8

Inngangur Fyrirhugað er að leggja tvær háspennulínur frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að álveri í Reyðarfirði. Um tvo möguleika er að ræða. Eini munurinn á þeim er í Fljótsdal, leið A fylgir botni dalsins en leið B fylgir byggðarlínu þvert yfir dalinn og síðan frá heiðarbrún inn að stöðvarhúsi. Línurnar liggja samsíða alla leiðina nema yfir Hallormsstaðaháls og Skriðdalsfjöll en þar fer önnur um Hallsteinsdal en hin Þórudal. Hér verður skoðað hvaða áhrif þessar línur gætu haft á hreindýr. Stuðst er við rannsóknir á viðfangsefninu frá Noregi og Alaska og talningarskýrslum frá Veiðistjóraembættinu árin 1991-1999. Hreindýr og raflínur Norskar rannsóknir hafa sýnt fram á að raflínur hafa áhrif á hreindýr þannig að þéttleiki dýra nálægt línunum minnkar. Þar kom í ljós að þéttleiki hreindýra var 65% minni á svæði -4 km frá raflínu en á samanburðarsvæði 8-12 km frá línu. Hins vegar jókst þéttleikinn á svæði sem var 4-8 km frá línu (sjá 1. mynd) (Vistnes 1999). Önnur rannsókn sýndi að þéttleikinn minnkaði um 6% á svæði innan við 2,5 km frá háspennulínu (3-42 kv) að vetrarlagi (Nellemann og Jordh y 1999). 2 18 B 2 Reindeer/km 16 14 12 1 8 6 AB 4 A 2-4 4-8 8-12 Distance to single power line (km ) 1. mynd. Áhrif 132 kv háspennulína á þéttleika hreindýra að vetrarlagi (Vistnes 1999). Einnig var greinilegt að áhrif línanna á hreindýr að vetrarlagi jókst með aukinni spennu (2. mynd). 2

-2 Reindeer density 1986-1998 ) (no. km 3 2 1 Progressive im pact of power line voltage - winter 1 2 3 4 5 Voltage of power line (kv) 2. mynd. Áhrif mismunandi háspennu á hreindýr að vetrarlagi (samkvæmt Nellemann og Jordh y 1999). Rannsóknir hafa leitt í ljós að háspennulínurnar hafa minni áhrif á tarfa en kýr. Einnig getur áhrif þeirra verið mismunandi eftir legu línanna í landinu. Hagaganga hreindýra á fyrirhugaðri línuleið Hreindýr hafa verið talin á vegum Veiðistjóraembættisins að vetrarlagi frá 1991 (sjá fylgiskjal 1) (ath. talning mistókst árið 1996). Á 3. mynd sést að rúmur helmingur íslenska hreindýrastofnsins gengur að vetrarlagi upp á Héraði og að meðaltali 21% stofnsins í línusveitum (Fljótsdalur, Vellir, Skriðdalur og Reyðarfjörður). Að meðaltali var 7% hreindýrastofnsins innan við 4 km frá fyrirhuguðum línum (3. mynd). 1% 95% 9% 85% 8% 75% 7% Austfirðir 65% 6% 55% 5% 45% 4% 35% 3% 25% 2% 15% 1% Sveitir"án" línu á Héraði "línusveitir" utan við 4 km frá línu -4 km frá línu 5% % 1991 1993 1995 1997 1999 3. mynd.hlutfallsleg skipting vetrarstofns hreindýra eftir svæðum samkvæmt talningum Veiðistjóraembættisins 1991-1999. 3

Um 4% hreindýra á Héraði og Reyðarfirði eru að meðaltali í línusveitunum seinni part vetrar skv talningum Veiðistjóraembættisins. Á áhrifasvæði línanna eru að meðaltali 14% hreindýranna eða 163 (sjá 4. mynd). Fjöldi 16 14 12 1 8 6 4 2 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999-4 km frá línu "línusveitir" Hérað og Reyðarfjörður 4. mynd. Samanburður á fjölda hreindýra í línusveitunum af heildarfjölda hreindýra á Héraði og Reyðarfirði. Einnig fjöldi hreindýra -4 km frá línum (skv. vetrartalningum Veiðistjóraembættisins). Ef línusveitirnar eru bornar saman (Fljótsdalur tvískiptur) sést að línurnar hefðu mest áhrif í Fljótsdal norðan jökulsár (leið B) hvað fjölda hreindýra áhrærir en hlutfallslega mest á Reyðarfirði (5. mynd). 2 15 Fjöldi 1 5-4 km frá línum utan 4 km frá línum samtals Fljótsd N Fljótsd A Vellir Skriðdalur Reyðarfj 5. mynd. Samanburður á hagagöngu hreindýra í línusveitum samkvæmt vetrartalningum Veiðistjóraembættisins 1991-1999, (meðaltöl 8 ára, 1996 sleppt). Eins og fyrr segir hafa línurnar líklega meiri áhrif á kýr en tarfa. Ef borið er saman kynjahlutfall hreindýra í Fljótsdal og á Reyðarfirði sést að hlutfallslega er meira af törfum á síðarnefnda staðnum (6. mynd). Samkvæmt því yrðu áhrif línanna í Fljótsdal hlutfallslega meiri. 4

% 1 8 6 4 2 Fljótsdalur Reyðarfjörður Tarfar Kýr 6. mynd. Samanburður á kynjahlutfalli hreindýra á línusvæðum í Fljótsdal og á Reyðarfirði seinni part vetrar (skv. talningum Veiðistjóraembættisins 1991-1999). Á 7. mynd er sýnt meðaltal tarfa, kúa og vetrunga -4 km frá fyrirhuguðum háspennulínum að vetrarlagi árin 1991-1999 skv. talningum. Tarfar eru fimmtungur en búast má við hærri tölu í framtíðinni þar sem markvisst hefur verið unnið að fjölgun þeirra í stofninum. 65 6 55 5 45 4 % 35 3 25 2 15 1 5 T a rfa r K ýr V e trunga r 7. mynd. Hlutfall tarfa, kúa og vetrunga í vetrartalningum 1991-1999 -4 km frá fyrirhuguðum raflínum. Á 8. mynd sést að um 16 hreindýr voru að meðaltali norðan Jökulsár (hámark 424 árið 1993) en tæp 6 austan Jökulsár (hámark 213 árið 1992) í vetrartalningum 1991-1999. 5

Fjöldi 18 16 14 12 1 8 6 4 2 Fljótsd N Fljótsd A utan við 4 km frá línu -4 km frá línu 8. mynd. Samanburður á meðalfjölda hreindýra í Fljótsdalshrepp norðan og austan Jökulsár í Fljótsdal annars vegar og hins vegar fjölda hreindýra allt að 4 km frá línum og utan þess svæðis (skv. vetrartalningum Veiðistjóraembættisins 1991-1999). Um helmingur dýranna norðan Jökulsár voru innan 4 km frá fyrirhuguðum línum. Austan Jökulsár voru mun færri dýr og lægra hlutfall hreindýra -4 km frá línum. Síðustu árin hafa hreindýr verið talin í febrúar en voru yfirleitt talin í aprílbyrjun. Þar sem fjöldi hreindýra er oft breytilegur eftir mánuðum gefur talningin aðeins grófa vísbendingu um fjölda og dreifingu dýranna. Til að fá nákvæmari upplýsingar um hvernig hreindýrin nýta áhrifasvæði háspennulínanna hefði þurft að telja þau a.m.k. 1-2 í mánuði einn vetur. Líklega eru þau oftast flest rétt fyrir áramót en fækkar síðan þegar líður á veturinn. Í maíbyrjun eru flestar kýr lagðar af stað á burðarsvæðin fjarri mannabyggð en tarfar hanga oft eftir niður í byggð langt fram á sumar. Athugasemdir í talningaskýrslum styðja þetta t.d. í Skriðdal 1997. Veturinn 1996-1997 var fjöldi hreindýra í Skriðdal eftirfarandi; þann 15.11; voru þau 135, 15.12 voru þau 228, 1.febrúar um 3 og 1. mars 26 (Magnús Karlsson, Hallbjarnarstöðum). Tíðarfar og snjóalög spila einnig mikið inn í hvar dýrin ganga á vetrum. Árið 1991 segir í talningarskýrslu að óvenjufá hreindýr hafi verið í Vallahreppi vegna þess að tryggur ís kom aldrei á Fljótið svo engin komu austur yfir (Bergur Jónsson, Ketilsstöðum). Samkvæmt vetrartalningum má búast við að flest hreindýr nálgist línurnar á Fljótsdalsheiði (einungis leið B), á Hallormsstaðahálsi og í Reyðarfirði. Hópar hafa tvisvar sinnum sést í Þórudal í talningum en aldrei í Hallsteinsdal. Mjög breytilegt er hvað mikið ber á hreindýrum í byggð á vetrum en að öllu jöfnu má búast við að mannvirki, umferð og uppvaxinn skógur fæli þau að einhverju leyti frá þétt- og dreifbýli. Rannsóknir erlendis síðustu árin benda til þess að áhrif truflana af mannavöldum á líkamlegt atgervi hreindýranna séu vanmetin (Cameron og Ver Hoef 1996, Nellemann og Cameron 1998). Uppsafnað stress hjá dýrunum getur leitt til minni frjósemi og minni nýliðun. Niðurstaða Talið er víst að háspennulínur frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að álveri í Reyðarfirði muni skerða nokkuð vetrarbeitiland 1-3% hreindýrastofnsins. Skerðinging gæti numið 65% á svæði sem næði 4 km frá línum. Minnst mun skerðingin þó verða þar sem fyrir eru mannvirki og umferð og uppvaxinn skógur. 6

Einnig skiptir eflaust verulegu máli hvernig línurnar fara í landinu en engin tilraun er gerð til að meta það hér. Benda má á að hluti línuleiðarinnar mun hvort sem er verða óaðgengilegur fyrir hreindýr í framtíðinni vegna skógræktar. Hugsast gæti að vegna línulagnar, skógræktar og annarra mannanna verka á Upphéraði muni hreindýr ganga þar minna á vetrum í framtíðinni. Það mundi leiða til minnkaðs veiðikvóta til sveitafélaga á svæðinu. Ég tel nokkuð ljóst að háspennulínurnar hefðu helst áhrif á Fljótsdalsheiði, á Hallormsstaðahálsi og á Reyðarfirði. Einungis í Fljótsdal eru tvær línuleiðir í boði og út frá hagsmunum hreindýranna er leið A talin betri kostur. Lagt er til að fylgst verði með fjölda og dreifingu hreindýra í Fljótsdal, Völlum, Skriðdal og Reyðarfirði a.m.k. einn heilan vetur fyrir framkvæmdir. Með því fengist nákvæmari gögn til að meta áhrif línanna. Einnig er það forsenda þess að í framtíðinni verði hægt að meta með viðunandi nákvæmni hversu mikil áhrifin verða á hreindýr á Héraði og Reyðarfirði. Ef leið B yrði valin er æskilegt að framkvæmdir við línuna yrðu ekki á Fljótsdalsheiði a.m.k.í mars, apríl og maí, sama mætti segja um Hallormsstaðaháls og Reyðarfjörð en það snertir þó færri dýr. Heimildaskrá Cameron, R. D. og Ver Hoef, J. M. 1996. Declining abundance of calving caribou in an arctic oil field complex. In Northwest Section Meeting, The Wildlife Society, 29-31 March 1996, Banff, Alberta (Abstract). Nellemann, C. og Cameron, R. D. 1998. Cumulative impacts of an evolving oilfield complex on the distribution of calving caribou. Can. J. Zool. 76: 1425-143. Nellemann, C. og Jordhøy, P. 1999. Interim-rapport på effekter av kraftlinjer på rein. Konsekvenser av foreslått utbygging av Øvre Otta på villrein utarbeidet til høring i Stortingets energi- og miljøkomité. 15 pp. Vistnes, I. 1999. Avoidance of cabins and power transmission lines by semidomesticated reindeer during calving. MS Thesis, Agricultural university of Norway, 37 pp. Veiðistjóraembættið. Vetrartalningarskýrslur áranna 1991-1999. Handrit 7

FYLGISKJAL 1 Niðuratöður vetrartalninga Veiðistjóraembættisins 1991-1999 -4 km frá fyrirhuguðu línustæði utan 4 km frá línu í "línusveitafélögum" Tarfar Kýr Vetr. Ógr. Samt. Tarfar Kýr Vetr. Ógr. Samt. 1991 Fljótsd N 1 42 33 7 83 5 48 5 94 197 15.-21.4. Fljótsd A 28 28 2 34 16 76 128 Vellir 16 51 37 14 6 3 4 16 56 Skriðdalur 8 8 4 8 27 86 197 Reyðarfj 3 23 1 27 17 93 33 152 295 2 215 98 272 65 1992 Fljótsd N 136 136 3 23 14 4 13.-19.4. Fljótsd A 9 52 48 14 213 Vellir 38 38 Skriðdalur 22 22 183 183 Reyðarfj 9 13 7 29 13 13 9 13 7 158 187 12 75 62 338 487 1993 Fljótsd N 5 52 33 17 17 2 22 4 288 316 1.-18.4. Fljótsd A 2 1 3 3 21 3 54 Vellir 65 65 12 7 19 Skriðdalur 1 28 3 41 12 31 7 5 Reyðarfj 8 11 1 4 24 23 93 38 86 24 29 74 11 325 439 1994 Fljótsd N 17 56 21 94 15 44 19 3 81 1.-18.4. Fljótsd A 72 72 118 118 Vellir 2 3 1 6 Skriðdalur 21 13 4 38 19 6 247 272 Reyðarfj 9 11 2 49 83 26 72 23 15 63 25 368 471 1995 Fljótsd N 2 51 13 27 93 6.-12.4. Fljótsd A 1 6 2 4 13 7 7 Vellir 2 17 6 25 2 4 3 9 Skriðdalur Reyðarfj 3 2 23 3 23 11 24 61 4 55 16 34 19 1996 Fljótsd N Fljótsd A Vellir Skriðdalur 13 1 1 24 Reyðarfj 4 12 2 18 17 22 3 42 1997 Fljótsd N 9 26 7 42 2 11 2 11 26 17.-23.3. Fljótsd A 2 2 7 16 9 32 Vellir 1 1 Skriðdalur 2 2 12 14 26 Reyðarfj 7 9 3 19 16 39 1 65 1 39 11 25 85 1998 Fljótsd N 124 124 16.-22.3. Fljótsd A 3 1 4 Vellir Skriðdalur 3 5 2 47 57 Reyðarfj 25 25 3 8 3 196 21 1999 Fljótsd N 9 71 32 79 191 3 34 37 22.-28.2. Fljótsd A 1 1 9 11 Vellir 3 1 4 17 Skriðdalur 1 2 2 5 4 15 6 2 27 Reyðarfj 1 2 3 2 73 34 99 226 1 26 11 45 92 8