FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 LÖGGILTUR

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Ég vil læra íslensku

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Horizon 2020 á Íslandi:

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRÉTTABRÉF FUNDUR UM FORVARNIR LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. vegna bruna af heitu vatni Fundurinn verður haldinn á Ísafirði 2. júní Sjá bls.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Leiðbeinandi á vinnustað

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

M A N N V I T hf. ÁRSSKÝRSLA 2008 ANNUAL REPORT 2008 ÁRSSKÝRSLA 2008 ANNUAL REPORT 2008

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

HANDBÓK LAGNAKERFA 29

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

ÆGIR til 2017

Saga fyrstu geimferða

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011 Tíu nýsveinar fengu afhent sveinsbréf

Stefnir í ófremdarástand

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Ósey hf. gerir samninga um umtalsverða smíði fyrir erlend útgerðarfyrirtæki

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Að störfum í Alþjóðabankanum

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Transcription:

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Harpa fékk viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk 2011 FRÉTTABRÉF nr. 118 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, veitti viðurkenningar í Hörpu fyrir Lofsvert lagnaverk 2011 1. TBL. 27. ÁRGANGUR FEBRÚAR 2013

Lagnafélag Íslands óskar lagnamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir liðnu árin. Lagnafélagið minnir á heimasíðu félagsins www.lafi.is Út gef andi: LAGNA FÉ LAG ÍS LANDS The Icland ic Heat ing, Ventilat ing and Sanit ary Associ ation Ysta bæ 11 110 Reykja vík Sími: 892 4428 Netfang: lafi@simnet.is Heimasí a: lafi.is Rit stjórn og ábyrgð: Krist ján Ott ós son Ritnefnd: Gu mundur Hjálmarsson tæknifræ ingur, Birgir Hólm Ólafsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmí ameistari, Þorlákur Jónsson verkfræ ingur Rúnar Bachmann rafvirki. Um brot og prentun: Litróf ehf. Efn is yfir lit Ávarp, Halldór Guðmundsson 4 Ávarp, Dr. Guðni A. Jóhannesson 5 Harpa hlaut viðurkenninguna Lofsvert lagnaverk 6 Ávarp, Sigurður Ragnarsson 7 Ávarp, Þórður Ólafur Búason 9 Myndir frá hófinu í Hörpu 12 Heiðursviðurkenning, Steinn Þorgeirsson 16 Heiðursviðurkenning, Valdimar K. Jónsson 17 Viðurkenning fyrir sérstaklega gott handverk 18 Sparnaður af varmadælu 19 Námskeið fyrir eldri borgara 19 Endurmenntun lagnamanna 20 Hitastýring hf. 35 ára 21 Samantekt ráðstefnu 25

www.husa.is fagmanna macro gæða StuRtuKlEfaR KlÚBBuR Meira fyrir fagmenn Þú færð Macro sturtuklefana hjá okkur í Húsasmiðjunni Há gæði, auðveldir í uppsetningu, fallegir og endingagóðir! Kynntu þér málið í næstu Húsasmiðjuverslun. Ert þú ekki örugglega meðlimur í Fagmannaklúbbi Húsasmiðjunnar? Fáðu afsláttarkjör sérsniðin að þinni iðngrein strax í dag! Fagmannaklúbburinn...meira fyrir fagmenn! hluti af Bygma Allt frá grunni Að góðu heimili síðan 1956 Sími: 698 1440 fagblikk@fagblikk.is

Ávarp Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu setti hátíðina Lofsvert lagnaverk 2011, við hátíðlega athöfn í Hörpu Tónlistar og ráðstefnuhús, 28. nóvember 2012 Halldór ávarpaði forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson og aðra gesti og samstarfsmenn, hann bauð alla velkomna til þessara hátíðarhalda, í tilefni að afhendingu viðurkenningar fyrir Lofsvert lagnaverk 2011. Halldór lýsti í stuttu máli Hörpu, tilkomu hennar og rekstri, og sagði m.a. að bygging einsog Harpa þyrfti á góðu lagnaverki að Halldór Guðmundsson halda rétt eins og mannslíkann á æðakerfinu. Að svo mæltu óskaði hann viðurkenningarhöfum til hamingju með verðlaunin og óskaði þeim alls hins besta í sínum verkum. Þá bað hann Kristján Ottósson framkvæmdastjóra Lagnafélags Íslands að taka við stjórn hátíðarhaldanna. Séð yfir norðurhöfnina í Reykjavík út um glugga Hörpu 4

Dr. Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri og formaður Lagnafélags Íslands flutti ávarp við afhendingu viðurkenninga Lofsvert lagnaverk 2011, við hátíðlega athöfn í Hörpu, 28. nóvember 2012 Forseti Íslands, ágætu gestir. Ávarp Það er mér mikil ánægja að vera kominn hér í þetta merka hús til þess að fagna úthlutun á viðurkenningum fyrir lofsverð lagnaverk 2011. Allt frá því að Lagnafélagið var stofnað fyrir meira en 26 árum síðan hefur það unnið að fræðslu og kynningum til þess að Guðni A. Jóhannesson auka þekkingu okkar um lutverk lagna í húsbyggingum og mikilvægi góðs frágangs þeirra. Oft hefur það fólgið í því að benda á það sem miður fer og benda á betri lausnir en ekki er síður ástæða til þess að benda á það sem vel er gert og getur orðið mönnum eftirdæmi. Með afhendingu viðurkenninga fyrir lofsverð lagnaverk sem nú fer fram í 23. skipti hefur félaginu tekist að draga fram i dagsljósið þau verk þar sem saman hefur farið metnaður verkkaupa og iðnaðarmanna við að gera betur og skila góðu verki, sem skili hlutverki sínu til framtíðar. Í þessu húsi er hlutverk lagna að skapa starfseminni og listinni gott umhverfi án þess að sjást og þó serstaklega heyrast. Það er sagt að í Evrópu klagi menn ef það heyrist í loftræstikerfinu en að hins vegar vestan hafs verði menn fljótir að sýna áhyggjur ef þeim finnst kerfið vera of þögult. Í þessu húsi er hins vegar alveg ljost að ekkert má heyrast og við sem höfum notið tónlistarflutnings í þessu húsi getum vitnað um að listir og lagnirnar eiga hér góða samleið. Séu lagnakerfi húsa skoðuð kemur í oft ljós að hér eru einstæðir skúlpturar á ferð. Margir lagna menn leggja sig fram um að skila fallegu handverki, sankallaðri nytjalist sem þeir hafa fengið viðurkenningar fyrir. Svo eru þeir einstaklingar sem jafnframt því að skila góðri starfsævi í greininni hafa lagt mikið af mörkum til þess að auka samskipti, félagslega samvinnu og þekkingu í sinni grein. Tvo slíka félaga ætlum við einnig að heiðra hér í dag. Ágætu fundargestir. Þakka ykkur öllum sem hingað eruð komin til þess að fagna þesum viðurkenningum og njóta hér samveru og veitinga í tilefni þessa atburðar. Frá.v. Jóhannes Einarsson fyrrverandi skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði Kristján Ottósson framkvæmdastjóri, Lagnafélags Íslands 5

HARPA Hlaut Viðurkenninguna Lofsvert lagnaverk 2211 FV: Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu, Sigurður Einarsson Batteríið/ HLA, Torfi Hjartarson Artec, Sigurgeir Þórarinsson Mannvit/Ramböll, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson Rafholt, Þorsteinn Ögmundsson Ísloft, Guðmundur Benediktsson Iðnaðartækni, Snæbjörn R. Rafnsson ÍAV. Styrktarlínur Reykjavík Fagblikk ehf, Sandavaði 3 - fagblikk@fagblikk.is Frystikerfi ehf, Viðarhöfða 6 NorCon ehf, Norðurási 4 - smh@norcon.is Tóv ehf, Óðinsgötu 7 Varma & Vélaverk ehf, Knarrarvogi Kópavogur JÓ lagnir sf, Fífuhjalla 17 Rörmenn Íslands ehf, Ársölum 1 Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57 Hafnarfjörður Blikkhella ehf, Rauðhellu 12 Heimir og Jens ehf, Birkibergi 14 6

Ávarp Sigurður Ragnarsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka, flutti þakkarávarp við afhendingu viðurkenninga Lofsvert lagnaverk 2011, við hátíðlega athöfn í Hörpu, 28. nóvember 2012 Forseti Íslands og góðir samstarfsmenn í Hörpuverkefninu Þegar farið var af stað í þetta verkefni í samkeppni árið 2004 var lagt upp með að þetta hús uppfyllti 3 megin markmið: 1. Húsið skyldi vera kennileiti í Reykjavík Þegar horft er til þeirrar athygli sem þetta hús hefur vakið ekki bara á Íslandi heldur um allan heim og allra þeirra verðlauna Sigurður Ragnarsson sem húsið hefur hlotið nú þegar á hinum ýmsu sviðum t.d á sviði arkitektúrs sem hús ársins í Skandinavíu 2011, eitt af 10 markverðustu húsum á þessari öld skv. arkitektatímariti í USA og nýverið var það útnefnt til Mies Van der Rohe arkitektaverðlaunanna sem eru æðstu verðlaun á sviði arkitektúrs í heiminum í dag, er ljóst að þetta markmið hefur náðst. Einnig þegar horft er til allra þeirra aðila sem vilja nota húsið sem bakgrunn fyrir auglýsingu á sínum vörun, innlendra og erlendra og ekki síst allra þeirra erlendu ferðamanna sem eru að skoða húsið á hverjum einasta degi má ljóst vera að þessu markmiði er náð. Halldór, forstjóri Hörpu, sagði mér að hann hefði mest talið 40 manns sem voru að mynda húsið samtímis. Mig langar líka að nefna hér sögu af manni sem heimsótti vinnusvæðið fyrir um 5 árum síðan. Eftir að hann hafði fengið kynningu á húsinu þá sagði hann ég er nýkominn úr ferð þar sem ég skoðaði óperuhúsið í Sidney og ég er þess viss að á sama hátt og það hús er kennileiti á suðurhveli jarðar þá verði Harpa kennileiti á norðurhveli jarðar. Ég er ekki frá því að þessi maður hafi haft mikið til síns máls. 2. Húsið skyldi hafa fyrsta flokks ráðstefnuaðstöðu. Nýverið var húsið útnefnt sem besta ráðstefnuhús í Evrópu og nú þegar hafa verið haldnar í húsinu alþjóðlegar ráðstefnur sem ekki hefði verið unnt að halda á Íslandi nema með tilkomu Hörpu. Af því sem ég hef heyrt er gerður mjög góður rómur að ráðstefnuhaldinu í húsinu. Ráðstefnuaðstöðunni á enn eftir að vaxa fiskur um hrygg þegar búið er að ljúka hótelaðstöðunni hér vestan Hörpu en held ég að óhætt sé að segja að þessu markmiði hafi líka verið náð. 7

3. Húsið skyldi hafa heimsklassa hljómburð. Strax eftir að húsið var tekið í notkun þá voru viðbrögðin um hljómburðinn á einn veg, að hann væri í heimsklassa. Það er í tengslum við þetta 3ja yfirmarkmið sem sá þáttur sem verið er að veita verðlaun hér í dag kemur mikið við sögu þó fleiri þættir komi þar vissulega til. Þær gífurlegu kröfur sem gerðar eru um heimsklassa hljómburð í sölunum eru þannig að við höfum ekki kynnst neinu af svipuðu tagi áður í neinni byggingu á Íslandi. Þó svo að byggð hafi verið önnur tónlistarhús á Íslandi þá komast þau ekki með tærnar þar sem Harpa hefur hælana hvað þetta varðar. Hvað þessar kröfur varðar þá má nefna: + tæknirými og salir í tvöföldum rýmum (box í box) + þvermál á loftræstistokkum þar sem hasarmyndahetjur geta hlaupið um uppréttir, jafnvel með hendur á lofti án þess að reka sig í! + lagnir hengdar upp í gorma svo ekki berist titringur frá rennsli í þeim út í burðarkerfið og þaðan upp í salina + perur í Eldborg sendar til útlanda í hávaðaprófanir Þessi listi er miklu lengri, en þetta er nefnt hér sem dæmi. Lagnaverk er oft vinna sem er vanmetin vegna þess hversu ósýnileg hún oftast er. Það er því vel við hæfi að þessum þætti sé gefinn meiri gaumur og hann sé dreginn fram í dagsljósið með hætti sem verið er að gera hér í dag og þau ykkar sem ekki hafið séð innviði hússins fáið að kynnast þeim í leiðsöguferðinni hér á eftir. Eins og þið munið sjá hér á eftir þá er í raun ótrúlegt magn lagna hvers konar sem þarf til að gera eina tónleika eða ráðstefnu að veruleika. Til viðbótar þessum 3 yfirmarkmiðum sem ég nefndi þekki þið svo hvernig þetta hús hefur orðið hús alls fólksins í landinu og það hefur vakið mikla athygli hversu fjölbreytta dagskrá húsið hefur upp á bjóða. Það að ná að gera þetta hús að húsi fólksins í landinu er kannski mikilvægasta markmiðið af öllum. Það eru kannski ekki allir hér inni sem vita það en það voru Íslenskir Aðalverktakar, ÍAV, sem báru ábyrgð á allri hönnun Hörpu ásamt allri framkvæmd þ.a. allir þeir aðilar sem fengu verðlaun hér í dag voru í raun á okkar ábyrgð. Ég vil nota tækifærið og þakka þessum samstarfsaðilum okkar fyrir samvinnuna og að þessi verðlaun staðfesta það sem áður hefur komið fram að íslensk hönnun og verksvit er á heimsmælikvarða og við sem að því komum getum verið stolt yfir okkar verki. 8

Ávarp Þórður Ólafur Búason verkfræðingur formaður Viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands, flutti ávarp við afhendingu viðurkenninga Lofsvert lagnaverk 2011, við hátíðlega athöfn í Hörpu, 28. nóvember 2012 Gleðilega hátíð lagnamenn. Lagnafélag Íslands veitti fyrst viðurkenningu fyrir lofsvert lagnaverk í nýbygg-ingu á Íslandi árið 1990. Tilgangur með viðurkenningunni var að leita leiða til að efla gæðavitund fagmanna. Á hverju ári síðan hefur verið unnið við sama leiðarljós. Flokka má viðurkenningarefnin i þrjá flokka: Almenn samkomuhús, þjónustuhús og hátæknihús. Allt er þetta húsnæði, þar sem gerðar eru miklar og almennar kröfur um gæði lagnakerfa. Viðurkenningarnefndina skipa þeir Hilmar Hjartarson, pípulagnameistari, Kristján Nielsen, rafvirki, Ólafur Bjarnason, blikksmíðameistari og Þórður Ólafur Búason, verkfræðingur formaður. Fyrir nefndina starfaði að vanda Kristján Ottósson, spunameistari Lagnafélagsins, blikksmíðameistari og vélstjóri sem ritari nefndarinnar. Að þessu sinni voru skoðuð viðfangsefni víðsvegar um landið sem til hafði spurst. Viðfangsefnin voru ýmisst skoðuð af ritara, nefndinni allri eða hluta hennar. Miklar og skemmtilegar rökræður í aðdraganda að niðurstöðu nefndarinnar vitna um mismunandi sýn á leiðir að sameiginlegu markmiði. En aldrei var vikið frá sýn á það leiðarljós að valið myndi efla þróun í lagnamálum, gæðavitund starfandi aðila og vandað val á lagnaleiðum ásamt lagnaefnum. Niðurstaðan var Harpan. Undirritaður gleðst yfir valinu, enda hefur hann komið víða við í tónlist og tónlistarflutningi og átt þar hluta lífsstarfs, m.a. í lúðrasveitum og kórum svo sem í Kór Íslensku óperunnar. Minnisstæðastir Þórður Ólafur Búason 9

eru ef til vill tónleikar fyrir 55 árum, er leikin voru á aðfangadag, jólalög með Lúðrasveit Reykjavíkur í fordyri Landsspítalans undir stjórn Páls Pampickler. Þar hefði mátt heyra hvern þann tón sem vék frá samhljómi. En slíkan hljómburð þrá og þekkja bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar er hann næst. Harpan Nýbyggingarverkefnið sem nú hlýtur viður- kenningu er Harpan Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík íslensku þjóðarinnar. Allt ber hér vitni um stórkostlegar hugmyndir fagmanna og listamanna. Hér er um að ræða stórbrotið og margslungið mannvirki. Þar hefur þurft að finna leið sem virti ólík og vart sættanlegra sjónarmið við gerð húss og búnaðar svo myndaðist hæfileg umgjörð um það marbrotna starf sem unnið verður í þessu húsi. Heildarverk við lagnir í húsi Hörpu er gott. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög gott og handverk iðnaðarmanna er gott. Um er að ræða nítján aðskilin loftræstikerfi sem þjóna ólíkum kröfum. Einnig er um að ræða mörg sérhæfð pípulagnakerfi. Allar lagnir nema í úðakerfum brunavarna eru festar með hljóðdeyfandi gormafestingum við burðarvirki hússins. Þá er búnaður með hreifanlegum hlutum ekki tengdur á veggi sem liggja að tónlistarsölunum. Neysluvatnskerfi eru með lækkuðu hitastigi að blöndunartækjum og er það mismunandi eftir því hvort um er að ræða svæði fyrir gesti eða starfsmenn. Þetta er gert til að koma í veg fyrir brunaslys af völdum heita vatnsins. Upphitun hússins er bæði með gólfhita og ofnum, mismunandi eftir svæðum. Heildarloftmagn í loftræstikerfum er um 375.000 m3/klst eða að meðaltali um 5 loftskipti sem þýðir að skipt er um allt loft í húsinu á hverjum 12 mínútum. Sérstaða þessara kerfa er fyrst og fremst hljóðkröfurnar í tónlistarsölunum. Hljóðkrafa í Eldborg er NR1, sem í raun er krafa um algjöra þögn. Þar er einnig vakað yfir rakastigi andrúmslofts á leiksviði til að styðja stöðug tóngæði 10

hljóðfæra. Hljóðkröfur annara sala er frá NR20 niður í NR15 sem eru venjulegar hljóðkröfur í hljóðupptökuveri þar sem engin aukahljóð mega heyrast. Loks er það galdurinn, ævinlega heiður og skýr glerveggur Hörpu, þar sem notuðu lofti er blásið í þrívíða gluggaveggi á framhlið hússins svo að hvergi fellur móða á gler og dregur einnig úr mishita. Viðurkenningahafar eru: + Mannvit hf., - Ramböll. Fyrir hönnun lagnakerfa. + Ísloft ehf. Fyrir smíði loftræstikerfa. + ÍAV hf. pípulagnadeild. Fyrir pípulagnir. + Rafholt. ehf. Fyrir stjórnkerfi lagnabúnaðar. + Iðnaðartækni ehf. Fyrir hússtjórnarkerfi. + Artec. Fyrir ráðgjöf um hljómburð og sérstakan búnað. + Batteríið ehf. - Henning Larsen. Fyrir góða samvinnu við gerð lagna- og loftræstikerfa. + Pípulagnaverktakar ehf. Fyrir sérstaklega gott handverk við pípulögn í Íslandsbanka, Kirkjusandi. Lagnafélagið veitir tveimur heiðursmönnunum sérstaka viðurkenningu, þeim Valdimar K. Jónssyni blikksmíðameistara og Steini Þorgeirssyni véltæknifræðing. Þökk fyrir áheyrnina lagnamenn og konur og ykkur og íslensku þjóðinni óska ég til hamingju með Hörpu! 11

Myndir frá hófinu í Hörpu 28. 11. 2012 12

Myndir frá hófinu í Hörpu 28. 11. 2012 Halldór Snæbjörn Guðmundur Þorsteinn Vilhjálmur Sigurgeir Torfi Sigurður 13

Myndir frá hófinu í Hörpu 28. 11. 2012 Bjarni Magnús 14

Myndir frá hófinu í Hörpu 28. 11. 2012 Steinn Valdimar Það er virðingarvert hvað forsetinn okkar Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur stutt okkur í Lagnafélagi Íslands dyggilega í að verðlauna framúrskarandi hönnun og handverk við gerð lagnakerfa. Hér er Forsetinn staddur í einum af mörgum tækjaklefum í Hörpu, og hlustar á útskýringar hönnuðar. Stöðugt betri loft- og vatnslagnakerfi, gefa lífinu bjartari vonir um hreinna loft og vatn, án þeirra getur ekkert líf dafnað. 15

Heiðursviðurkenning fyrir farsælt starf Steinn Þorgeirsson véltæknifræðingur Steinn Þorgeirsson er fæddur í Reykjavík 18. júní 1937. Steinn flutti, á öðru ári, með móður sinni austur að Hlíð í Gnúpverjahreppi. Að lokinni skólagöngu í sveitinni, fór hann í Héraðsskólann á Laugarvatni 1952, og lauk þaðan landsprófi 1954. Steinn hóf iðnnám í vélvirkjun árið 1957 í Vélsmiðjunni Steðja Reykjavík. Lauk þaðan sveinsprófi 1961, lauk bóklegu námi við Iðnskólann á Selfossi, sama ár. Verkefnin hjá Steðja voru afar fjölþætt, gömlu bílnúmeraplöturnar voru allar framleiddar í Steðja og allir stansarnir, sem til þurfti heimasmíðaðir. Framleiðsla fólst í smíði á bæði Steinn Þorgeirsson einföldum og tvöföldum miðflóttaaflsblásurum, til þurrkunar á heyi (súgþurrkunnar). Steðjablásararnir voru líka notaðir í loftræstikerfi í stærri byggingar. 1963 lá leiðin til Odense Teknikum í Danmörku. Og árið 1968 útskrifaðist Steinn sem véltæknifræðingur með framleiðslutækni sem sérgrein. Steinn vann á árinu 1965 í vélsmiðju í Odense, sem var áhugavert í samanburði við tilsvarandi hér á landi. Hann var í sumarvinnu við Búrfellsvirkjun 1967. Eftir heimkomu 1968 vann hann hjá Mjólkurbúi Flóamanna við gerð flutningsferla. Kenndi jafnframt við Iðnskólann á Selfossi. 1969 var hann ráðinn verksmiðjustjóri í Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar og starfaði þar í um 4 ár. Árið 1973 hóf hann störf hjá Blikksmiðjunni Vogi. Vogur starfrækti teiknistofu, einskonar verkfræðideild, með 3-5 tæknimönnum, sem var sérstakt og einsdæmi innan blikksmíðageirans á þeim tíma. Verkefnin voru margþætt, hönnun loftræstikerfa,- framleiðsluvörur, tilboðsgerð, eftirlit með verkum og úttektir. Minnisstætt verkefni var, þegar lofthitakerfi í tuga- jafnvel hundraða tali voru hitaveituvædd. Steinn tók mikinn þátt í því, og var það mjög lærdómsríkt. Dvölin í Vogi var mikill reynsluskóli fyrir alla, sem þar unnu. 1983 réði hann sig til starfa hjá Blikksmiðjunni hf. Þar var hann mest í hönnun, t.d. stöðvar Póst og Síma víða um land. Þessu fylgdu ferðarlög til vettvangsathugana, máltökur, myndatökur o.fl. Blikksmiðjan hafði stundað innflutning á efni og tækjum tengdum blikksmíðaiðnaðinum. Fljótlega var keypt spíróvél frá Lindab í Danmörku, og hafin framleiðsla á sívölum rörum. Einnig hófu þeir innflutning á fullsmíðuðum tengistykkjum (fittings), fyrir spírórör, frá Lindab í Svíþjóð og Danmörku, hann hafði áður kynnst ráðamönnum þessara fyrirtækja. 16

Starfið hjá Blikksmiðjunni þróaðist smám saman yfir í meiri innflutning og ráðgjöf honum tengdum. Má nefna tæki frá EXHAUSTO og hitaraefni frá TTC, sem skapaði mikla vinnu við sérsmíði í vökva/loft-varmaskiptum. Samskipti Steins við blikksmiði, og aðra iðnaðarmenn, tæknimenn innlenda og erlenda, voru honum afar mikilvægir á starfsferlinum. Steinn er kvæntur Svanhildi Sveinsdóttur Þau eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Heiðursviðurkenning fyrir farsælt starf Valdimar Karl Jónsson blikksmíðameistari Valdimar K. Jónsson er fæddur 29. febrúar 1940, að Norðurgarði í Mýrdal. Hann átti þar lögheimili til átjána ára aldurs, vann þar við hin ýmsu sveitastörf eins og þau tíðkuðust á þeim tímum. Valdimar fór á sextánda ári til Vestmannaeyja og var þar fjórar vetrarvertíðir. Eftir það vann hann einn vetur á bílaverkstæði Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Hann fluttist til Reykjavíkur 1959 og vann þar við bílaréttingar í þrjú ár, á verkstæði hjá bróður sínum Erlendi Jónssyni bílasmið. Árið 1962 stofnaði Valdimar blikksmiðjuna Blikk og Stál ásamt Ólafi Jóhannessyni blikksmíðameistara og Garðari Erlendssyni. Á Valdimar K. Jónsson sama tíma hóf hann nám í blikksmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Lauk sveinsprófi í blikksmíði árið 1966. Hann hlaut meistararéttindi árið 1970 og hefur unnið við blikksmíði síðan. Valdimar sat í stjórn Félags Blikksmiðjueigenda frá og með árinu 1972 til 1980, þar af gjaldkeri í fimm ár. Hann sat í stjórn Lagnafélags Íslands frá 1987 til 1989, þar af tvö ár gjaldkeri. Hann átti og sæti í Fagráði loftræstikerfa Lagnafélags Íslands. Þá hefur Valdimar tekið Dale Carnegie námskeið hjá Stjórnunarskólanum. Valdimar var í stjórn Hestamannafélagsins Fáks í tíu ár 1976 til 1986, þar af formaður í fjögur ár 1982 til 1986. Á þeim tíma reisti Fákur nýtt myndarlegt félagsheimili og veglegan keppnisvöll. Valdimar er heiðursfélagi í Fáki og hefur verið sæmdur Gullskeifu félagsins. Nokkur af stærri verkefnum sem Valdimar kom að hjá Blikk og Stál og síðan Ísloft. Loftræstikerfin i Árnagarði, járnblendifélaginu Grundartanga 2 ofnhús, Flugstöðin í Keflavík, Straumsvík álver, álver Alcoa, Kárahnjúkavirkjun, Nesjavallavirkjun, Orkuveita Reykjavíkur Kolviðarhóli, Hörpunni í Reykjavík, og þrjú stór verkefni á Grænlandi. Kona Valdimars er Auður Pedersen, þau eiga sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. 17

Viðurkenning veitt fyrir sérstaklega gott handverk Lagnafélags Íslands veitir sérstaka viðurkenningu fyrir gott handverk Hana hlutu að þessu sinni þeir Guðjón Baldursson og Sigurður Gunnarsson pípulagningamenn. Þeir starfa báðir hjá Pípulagningaverktökum ehf. og hljóta viðurkenninguna fyrir gott handverk og merkingar tækja í tækjaklefa í Íslandsbanka á Kirkjusandi. Handverkið og öll umgengni á verkstað er til fyrirmyndar. Frá v: Guðjón og Sigurður 18

Sparnaður af Varmadælu Í síðasta Fréttabréfi Lagnafélagsins nr. 117, á blaðsíðu 26, er sagt frá og sýnt með myndum uppsetning á Varmadælu í Fjarðargötu 49 á Þingeyri við Dýrafjörð. Stærð húss 313,6m3 og 128m2. Varmadæla: Fujitsu Waterstage 14 kw, loft í vatn, ásamt neysluvatni. Nú eru liðnir fimm mánuðir frá uppsetningu Varmadælunnar, ágúst til desember 2012. Varmadælan tekur varman úr útiloftinu og notar hann til að hita upp vatn sem dælt er hringinn um ofnhitakerfi hússins. Miðað við þessa uppsetningu reiknast orkusparnaður í kws, eins og línuritið sýnir, bláu súlurnar eru árið 2011, en rauðu súlurnar árið 2012. Sparnaðurinn af Varmadælunni er 48,8% - COP 1.95 Bjarni G. Einarsson Námskeið fyrir eldri borgara Námskeið fyrir eldriborgara var haldið í nóvember 2012, og þótti takast afar vel. Á námskeiðið mættu 25 þátttakendur, sem haldið var hjá Félagi eldriborgara í Reykjavík. Lögð var sérstök áhersla á að kenna fólki að umgangast stjórntækin, (ofnloka og hitatermóstöt), sem eru á hitakerfum í húsum og íbúðum þeirra. Hvernig aðskotahlutir, eins og gluggakistur, gardínur og leðursófar geta lokað inni hitanemann í ofnlokanum, lokað fyrir umhverfishitan í herberginu að umhverfishita ofnlokanns. Þörfin á fræðslu til notendans er mikil og ekki er vitað til að slík fræðsla hafi farið fram. Skoði hver fyrir sig sitt umhverfi og kanni sérþekkingu sína á umgengni stjórntækja. 19

Endurmenntun lagnamanna Ólafur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygginga og mannvirkjasviðs IÐUNNAR fræðsluseturs IÐAN fræðslusetur hefur um árabil boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir lagnamenn þar sem kynntar hafa verið nýjungar á sviði lagna og lagnakerfa. Einnig námskeið í hefðbundnum greinum þar sem lagnamenn hafa getað breikkað þekkingu sína. Vorönn 2013 Á vorönn 2013 er fjöldi námskeiða í boði. Námsvísir vorannar er nýkominn út þar sem námskeiðin eru kynnt en auk þess má finna allt námsframboði IÐUNNAR á idan.is. Meðal námskeiða sem eru í boði má nefna: - Þrýstiloftskerfi - Gólfhitakerfi - Varmadælur - Vatnsúðakerfi - Stjórnstöðvar hitakerfa - Plastsuða - Málmsuða - Ál og álsuða - Vökvatækni - Kælitækni - Uppbygging loftræsikerfa - Stillingar loftræsikerfa Ólafur Ástgeirsson Þessi námskeið eins og flest námskeið IÐUNNAR eru öllum opin. Þeir sem greiða símenntagjald til IÐUNNAR njóta betri kjara og greiða lægri gjöld fyrir námskeiðin. Gæðavottuð fræðslumistöð IÐAN fræðslusetur fékk sl. vor gæðavottun skv. EQM (European Quality Mark) gæðavottunarkerfinu sem byggir á ISO 9000 en er sérsniðið að starfsemi símenntamiðstöðva. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem hefur umsjón með þessum vottunum á íslandi en þetta kerfi hefur verið tekið upp í mörgum Evrópulöndum. Gæðakerfið á að tryggja að þátttakendur á námskeiðum IÐUNNAR fái þá kennslu og þjónustu sem lýst er í námskeiðslýsingum. 20

Hitastýring hf. 35 ára Þann 30. nóvember 2012 var haldinn afmælisfagnaður Hitastýringar hf. þar sem samstarfsmenn, viðskiptavinir og starfsmenn Hitastýringar komu saman og fögnuðu 35 ára afmæli fyrirtækisins. Fjölmargir vinir og velunnarar fyrirtækisins litu við í tilefni dagsins. Það er á svona stundum að menn hittast og gera að gamni sínu, hitta gamla samstarfsfélaga og rifja upp gömul kynni. Hitastýring hf. var stofnað í nóvember árið 1977 af Sverri Helgasyni rafvirkjameistara og samstarfsmönnum hans. Starfsmenn voru í upphafi átta. Fyrstu 28 starfsárin var fyrirtækið til húsa að Þverholti 15a í Reykjavík, en árið 2006 flutti það í stærra og hentugra húsnæði að Ármúla 16. Hitastýring hf. hefur frá upphafi sérhæft sig í uppsetningu á stýrikerfum fyrir hita og loftræstikerfi. Starfsemi fyrirtækisins hefur, auk þess að þjónusta hita- og loftræstikerfi, snúist um þjónustu við kælikerfi fyrir tölvu- og tæknirými, rakakerfi, kynditæki, og ýmiskonar iðnaðarsjálfvirkni. Með árunum hefur starfsemi Hitastýringar þróast í átt til aukinnar þjónustu á helstu starfsviðum þess, auk þess sem ráðgjöf og sala á tæknibúnaði og rekstrarvörum þar að lútandi hafa orðið æ stærri þáttur í starfseminni. Uppsöfnuð reynsla og sérþekking starfsmanna fyrirtækisins er mikil, enda hefur Hitastýring unnið við uppsetningu og þjónustu hita-, loftræsti- og kælikerfa í mörgum af stærri byggingum og fyrirtækjum landsins. Hitastýring er í dag alhliða þjónustufyrirtæki sem selur, setur upp og þjónustar hita- og loftræstikerfi, kælikerfi fyrir tölvu og tæknirými, rakakerfi, kynditæki og iðnaðarsjálfvirkni Myndir frá afmælishófi Hitastýringar hf. 30. 11. 2012 21

Myndir frá afmælishófi Hitastýringar hf. 30. 11. 2012 22

Höfundur er véltæknifræðingur BSc. MPM (Master of Project Management) með IPMA vottun B-stigi: Certified Senior Project Manager og löggildur lagnahönnuður, byggingastjórum með skráð starfsleyfi í flokki 1, 2 og 3 og einn af eigendum VSB Verkfræðistofu ehf, stundakennari við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Vegna hitamyndunar frá ljósum, tölvum, tækjum og fólki innanhúss í skrifstofubyggingum þarf að kæla inniloft með einum eða öðrum hætti. Á Íslandi er oft fyrsta val á kerfum loftræsikerfi Sveinn Áki Sverrisson með kæliröftum eða staðbundnir kæliblásarar. Of miklar lofthreyfingar í vinnurýmum valda trekk sem er víða vandamál í byggingum. Að nota byggingarhluta sem hluti af hitakerfi eins og gólfhiti er mjög þekkt lausn hér á landi og hefur reynst vel. Hitun fer fram með geislun og lofthreyfingu með mjög litlum lofthraða. Mynd 1 - Kæliloft Kæling í byggingum - kæling byggingarhluta Á sama hátt og gólf eru hituð til að fá varma til að streyma inn í rými þegar hiti gólfs er orðinn hærri en æskilegur innihiti er hægt að snú dæminu við og kæla bygg-ingarhlutann það mikið að hiti frá rýminu fer að streyma inn í byggingarhlutann. Kæling getur átt sér stað með vatni eða lofti. Oftast er loftplata kæld enda hentar það manninum að loft séu köld og gólf heit. Varmaflutningur á sér stað að mestu leiti með geislun. Mynd 2- Thermo Deck holplötur Til að tryggja ferskloft má sameina kælingu og loftinnblástur (mynd 1) eða vera með sér kerfi sem annar ferskloftsþörf með innblásnu lofti niður við gólf (lághraðakerfi). Þegar öll kæling er tekin með 23

slíkum kerfum er hætta á trekk í lágmarki vegna mun minna loftmagns sem blásið er inn í rýmin. Með þessum kerfum eru settar miklar kröfur á samvinnu hönnuða og eiganda um útfærslur og sameiginlegs skilnings á virkni kerfisins. Rannsóknir sýna að þessi kerfi eru vistvæn og orkusparandi. Námskeið um DS-428, Eld- og reykvarnir í loftræsikerfum Hátækni ehf hefur ákveðið að fá Brian Schiøtt til að halda framhaldsnámskeið í eld- og reykvörnum í loftræsikerfum. Þátttakendur á fyrra námskeiðinu voru mjög ánægðir með námskeiðið en þar var farið í gegnum DS 428. Sjá umfjöllun í Fréttabréfi Lagnafélags íslands nr. 117. Ekki er nauðsynlegt að þátttakendur hafi setið fyrra námskeiðið en þetta námskeið er ætlað þeim sem koma að eld- og reykvörnum í loftræsikerfum eða eru að vinna með DS 428 við úttektir og hönnun á loftræsikerfum. Á þessu námskeiði verður lögð áheyrsla á hönnun, uppbyggingu og stýringu kerfana. Farið verður yfir raunveruleg verk til að skapa umræður og gefst þátttakendum kostur á að spyrja og ræða lausnir. Námskeiðið verður mánudaginn 22. apríl á Grand hótel frá 09:00 til 16:00. Námskeiðsgjald er 65.000 kr. og er innifalið kaffi og hádegisverður. Skráning og frekari upplýsingar berist til: thorir@hataekni.is SKRIFSTOFUR Vatnagörðum 20 104 Reykjavík Sími 522 3000 Fax 522 3001 Netfang: hataekni@hataekni.is 24

Samantekt á ráðstefnu Um nýju byggingarreglugerðina með áherslu á öryggi við notkun neysluvatns Grétar Leifsson verkfræðingur hjá Eflu. Fyrir all mörgum árum þegar PEX rör voru til umræðu til notkunar í Reykjavík þá komu tveir sænskir sérfræðingar að kynna efnið. Þeir fengu eftirfarandi fyrirspurn. Þola þessi PEX rör 80 C hita og 10 bar þrýsting. Þeir litu hvor á annan í forundran og spurðu síðan til baka. Eru þið virkilega að bjóða neytendum uppá þessar aðstæður. Þetta er stór hættulegt fyrir notendur og fyrir öll blöndunartæki. Það eru til tæki til þess að lækka hitann og þrýstinginn þannig að öllum skilyrðum sé fullnægt. Á þessum síðustu árum þá hefur orðið bylting í lagnaefni og gamla snittaða stálið að víkja fyrir nýjum lögnum úr plasti. Grétar Leifsson Orkan er orðin dýrari og þarf því að skoða nýtingu og endurnýtingu orkunnar. Neysluvatn er nú skilgreint sem matvara og það verður að tryggja að vatnið sé meðhöndlað þannig innanhúss. Við lækkun hitastigs getur vöxtur Legionella bakteríunnar aukist og verið hættulegur heilsu manna. Það verður líka að horfast í augu við það að jarðhitavatn almennt er ekki skilgreint sem neysluvatn og þarf því almennt að notast við varmaskipta á heitt neysluvatn.l Gæta verður jafnvægis á milli þess að hafa reglugerðina lokaða og sértæka eða leiðbeinandi almennt orðaða. Ég er persónulega fylgjandi opnara og almennara orðalagi og gefa síðan út leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun. Slíkar leiðbeiningar er þá hægt að endurskoða með minni fyrihöfn. Loksins þá hillir undir að bæði efnisval, hönnun og framkvæmd fari í þann sama farveg og rafmagnsgeirinn hefur haft lengi. Alltof lengi þá hefur það verið viðkvæðið að spara fyrir kúnnann. Lausnir sem uppfylla ekki reglugerðir og eru svo enginn sparnaður þegar lengri tíma er litið. Alltof oft þá hefur tíðkast að klára ekki alveg endanlega verkefnin s.s. prófanir, stillingar, merkingar, handbækur, úttektir o.s.frv. Þegar árið 2015 verður að vera komið gæðastjórnunarkerfi hjá þeim sem vinna við lagningu og að fullu 2018. Að safna síðan öllum upplýsingum um byggingar í einn gagnagrunn er bara stórkostlegt og verður að vanda þá vinnu vel og tryggja þeirri framkvæmd nægt fjármagn. Við þurfum að taka okkur tak hönnuðir, efnissalar og handverksmenn og bæta okkar eigin vinnubrögð og eftirlit með þeim. Það gerist 25

eingöngu hjá okkur með þekkingu og reynslu og innra eftirliti sem við skilum góðu verki. Ytra eftirlit bætir að sjálfsögðu engu við en er nauðsynlegt engu að síður. Að sjá alvarlegar afleiðingar brunaslysa er bara þyngra en tárum taki og á að vera okkur öllum viðvörun. Neytendur eru orðnir meðvitaðri um sinn rétt og einhvern vegin þá finnst mér að það verði sótt hart að okkur bæði frá þeim og eftirlitsaðilum ef við stöndum okkur ekki. Styrktarlínur Reykjanesbær Millvúd Pípulagnir / Svítan gistiheimili, Túngötu 10 Sauðárkrókur Stoð ehf, verkfræðistofa, Aðalgötu 21 Akureyri Blikkrás ehf, Óseyri 16 Kælismiðjan Frost ehf, Fjölnisgötu 4b Húsavík Vermir sf, Höfða 24a Höfn í Hornafirði Króm og hvítt ehf, Álaleiru 7 Selfoss K.Þ Verktakar ehf, Hraunbraut 27 Verkfræðistofa Suðurlands ehf, Austurvegi 3-5 Vestmannaeyjar Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23 Vélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9 Svíþjóð Nordic Surfers AB kristjan@nordicsurfers.com nordicsurfers.com Engelbrektsgatan 3 43241 Svíþjóð Símenntun í iðnaði Hugaðu að þinni símenntun og kynntu þér fjölbreytt námskeið sem í boði eru. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á IDAN.IS» NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF» NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR» TÖLVUNÁMSKEIл TÖLVUSTUDD HÖNNUN» HÁRSNYRTINÁMSKEIл BÍLGREINASVIл BYGGINGA- OG MANNVIRKJASVIл MATVÆLA- OG VEITINGASVIл MÁLM- OG VÉLTÆKNISVIл PRENTTÆKNISVIÐ Skúlatún 2-105 Reykjavík Sími 590 6400 - Fax 590 6401 idan@idan.is - www.idan.is 26

TM Fréttabréf Lagnafélags Íslands brunnar og tankar

MAKING MODERN LIVING POSSIBLE VLT Aqua Drive hraðastýring fyrir dælur Sparar orku - sparar peninga Danfoss VLT AQUA Drive hraðastýringin setur ný viðmið varðandi notendaviðmót, orkusparnað, snjalla virkni og lágan rekstrarkostnað Þrepastýring dælukerfa Stöðvar sjálfkrafa dælu ef engin notkun er Þurrkeyrsluvörn fyrir dælur Tryggir mikilvæga vatnsdreifingu www.danfoss.com/drives Danfoss hf. Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 510 4100 veffang: www.danfoss.is