Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ég vil læra íslensku

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Horizon 2020 á Íslandi:

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Nr mars 2006 AUGLÝSING

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Umbætur í virðiskeðju matvæla. Kortlagning á ferli vöru og vörustýringu.

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009


Geislavarnir ríkisins

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum.

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Áhrif lofthita á raforkunotkun

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Transcription:

Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla kröfur í reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur sem innleiðir reglugerð (EB) nr. 1223/2009 um snyrtivörur. Ábyrgðaraðili Ábyrgðaraðili skal vera fyrir hverri snyrtivöru og er hann yfirleitt framleiðandi vörunnar. Hann getur þó veitt öðrum aðila skriflegt umboð til þess. Góðir framleiðsluhættir Framleiðsla snyrtivara skal vera í samræmi við staðal um góða framleiðsluhætti (ÍST EN ISO 22716:2007). Staðalinn er hægt að kaupa hjá Staðlaráði Íslands (www.stadlar.is). Innihaldsefni Takmarkanir og/eða skilyrði um notkun gilda um ákveðin innihaldsefni í snyrtivörum (sjá í III. viðauka með reglugerð (EB) nr. 1223/2009). Eingöngu er leyfilegt að nota ákveðna litgjafa, rotvarnarefni og efni til UV-síunar í snyrtivörum (sjá í viðaukum IV. til VI. með reglugerð (EB) nr. 1223/2009). Á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB (CosIng) er hægt að flétta upp einstaka efnum (sjá á http://ec.europa.eu/consumers/cosmetics/cosing/). Í leitarglugga neðarlega á síðunni er nafn efnis skrifað (INCI heiti, annað alþjóðlegt heiti eða CAS númer) og í leit koma upp upplýsingar um það hvort efnið sé viðurkennt og leyfilegt, bannað eða hvort reglur eða takmarkanir gildi um efnið (vísað er í viðauka II, III eða VI með reglugerðar ESB). Fullyrðingar um virkni Sannprófa skal fullyrðingar um virkni snyrtivöru með rannsóknum eða öðrum leiðum (sjá reglugerð (ESB) nr. 655/2013. Auk þess skal fylgja ákveðnum skilyrðum s.s. um trúverðugleika, heiðarleika og sanngirni.

Vöruupplýsingaskjal og öryggismat Við markaðssetningu snyrtivöru skal liggja fyrir vöruupplýsingaskjal og öryggismat hjá ábyrgðaraðila og dreifingaraðila. Í vöruupplýsingaskjali skal vera - lýsing á snyrtivöru, - öryggisskýrsla um snyrtivöru (sjá nánar hér á eftir), - lýsing á framleiðsluaðferð og yfirlýsing um að snyrtivara sé framleidd í samræmi við staðal um góða framleiðsluhætti, - sönnun á fullyrtum áhrifum eða virkni vöru ef við á. Öryggisskýrsla um snyrtivöru skal innihalda eftirfarandi: - upplýsingar um samsetningu, eiginleika og stöðugleika snyrtivöru, - upplýsingar um örverufræðilega eiginleika og niðurstöður úr prófi á geymsluþoli, - upplýsingar um hreinleika og snefilefnamagn ef við á, - upplýsingar um eiginleika umbúðaefna, - umfjöllun um notkun snyrtivöru, - umfjöllun um hugsanleg óæskileg áhrif snyrtivöru ef við á eða gögn um óæskileg áhrif hennar ef við á. Öryggismat skal fara fram hjá þar til hæfum sérfræðingi. Í öryggismati skal - vera yfirlýsing varðandi öryggi snyrtivöru, - koma fram hvort þörf sé á að merkja vöruna með sérstökum viðvörunum eða notkunarleiðbeiningum, - færa rök fyrir öryggismatinu, - upplýsa um matsmann, um menntun og hæfni hans og skal hann undirrita matið. 2

Merkingar Merkja skal umbúðir snyrtivara eins og sýnt er á myndinni hér á eftir. Ábyrgðaraðili ber ábyrgð á merkingum. - Skrá yfir innihaldsefni undir yfirskriftinni Innihaldsefni, auðkennd með INCI heiti efna eða öðru alþjóðlegu heiti, talin upp í lækkandi röð eftir þyngd. Öll innihaldsefni á formi nanóefna skulu tilgreind og skal setja orðið nanó innan sviga. Ilmefni eða lyktarefni skulu einnig talin upp. - Aðrar merkingar mega vera á ensku og Norðurlandamáli öðru en finnsku að undanskildum viðvörunarmerkingum vegna ákveðinna efna sem skylt er að hafa á íslensku samanber III.-VI. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 1223/2009. - Hlutverk vöru skal koma fram á umbúðum nema að það skýrist út frá þeim. - Hvað geymsluþol vöru varðar skal dagsetning lágmarksgeymsluþols merkt á umbúðir á eftir orðunum Best fyrir eða á eftir tákninu hér til hliðar (tímaglas). Ef opnun umbúða hefur áhrif á geymsluþol skal nota annað tákn (sjá dós með opnu loki hér til hliðar) og skal fjöldi mánaða eða ára ritaður inn í það. - Ekki er skylda að upplýsa um geymsluþol ef það er meira en 30 mánuðir og óháð opnun umbúða. - Númer framleiðslulotu eða tilvísun sem gerir kleift að rekja uppruna vörunnar. - Magn vöru við pökkun (þyngd eða rúmmál). - Ef fylgiseðill fylgir með vörunni skal táknið hér til hliðar vera á umbúðunum. 3

Snyrtivöru vefgátt ESB - Cosmetic Products Notification Portal Ábyrgðaraðili skal tilkynna um fyrirhugaða markaðssetningu snyrtivöru í vefgátt ESB. Með því er tryggt að upplýsingar um snyrtivörur á markaði séu á einum stað og aðgengilegar eiturefnamiðstöðvum, læknum o.fl. Til eru leiðbeiningar á ensku 1. Hér á eftir er farið yfir hvernig aðgangur að CPNP er fenginn og í helstu atriðin í tilkynningu í vefgáttina. Aðgangur að CPNP Þegar farið er inn í vefgátt CPNP í fyrsta skipti (sjá á: http://ec.europa.eu/growth/sectors/cosmetics/cpnp/index_en.htm) er tvísmellt á Cosmetic Products Notification Portal (CPNP) neðan við fyrirsögnina og þá kemur eftirfarandi mynd upp. Hún sýnir þau þrjú skref sem fara þarf í gegnum til að fá aðgang að CPNP. Fyrsta skrefið - ECAS Áður en hægt er að tilkynna um snyrtivörur í CPNP vefgáttina þarf að sækja um aðgang á síðu ECAS og fá sent notendanafn og lykilorð með tölvupósti (getur tekið nokkra daga). Notendanafnið og lykilorðið er síðan notað til innskráningar í ECAS og þá opnast aðgangur að SAAS síðunni. 1 Sjá á http://ec.europa.eu/consumers/sectors/cosmetics/files/pdf/cpnp_user_manual_en.pdf 4

Annað skrefið - SAAS Á síðu SAAS fer fram skráning framleiðslufyrirtækis í eftirfarandi fjórum skrefum: 1 Select application: Velja á Cosmetic Products Notification Portal sem er snyrtivöru vefgátt ESB. 2b Create organisation: Hér er nafn fyrirtækis skráð og ýmsar upplýsingar um það. Neðst á síðunni er beðið um Parent organisation og á það eingöngu við um fyrirtæki sem er undir einhverju öðru fyrirtæki (höfuð fyrirtæki). Ef það á ekki við er hakað í No parent organisation. 3 Select access profile: Hér er hakað við Acting under Responsible Person profile, neðst á síðunni, sem á við framleiðslu fyrirtæki (er jafnframt ábyrgðaraðili). 4 Racap and Submission: Hér er samantekt á skráningunni, hægt að setja inn athugasemd ( Comments ) og neðst á síðunni er skráning staðfest með því að smella á Submit request access. Eftir það opnast CPNP vefgáttin. Þriðja skrefið - CPNP Á CPNP síðunni þarf í fyrstu að haka við I agree with the above (sjá mynd hér fyrir neðan). Eftir það opnast vefgátt CPNP. 5

Tilkynning í CPNP - Byrjað er á því að smella á örina við Products á stikunni efst á síðunni. - Ef tilkynnt er um staka vöru (má þó vera með mismunandi ilmi eða í mismunandi litatónum) þá er Notify a single component product valið. - Ef tilkynnt er um vöru sem er samsett úr tveimur eða fleiri vörum, t.d. húðvörusett sem verður að nota saman, er hins vegar Notify a multi component product valið. Í tilkynningunni skal síðan setja inn eftirfarandi upplýsingar og gögn: General information - Í dálkinn undir Product name skal setja inn fullt heiti snyrtivöru þar sem hlutverk hennar kemur fram. - Í dálkinn Language skal, ef við á, velja þau tungumál sem nafn vörunnar verður þýtt yfir á við markaðssetningu í viðkomandi löndum. Ef nafn vörunnar verður það sama í þeim löndum þar sem markaðssetja á vöruna, er multilingual valið. - Í dálkinn Shades (if applicable) er hægt að setja inn mismunandi litatóna eða ilmi. Ef munur er á efnasamsetningu þessara vara verður þó að tilkynna hverja og eina fyrir sig. - Í dálkinn Product specifically intended under 3 years of age skal hakað við Yes ef varan er sérstaklega ætluð börnum undir 3ja ára aldri. - Í dálkinn Contact person skal setja inn nafn og ýmsar upplýsingar um þá persónu sem er tengiliður hjá fyrirtækinu. - Ef varan er tilbúin fyrir markaðssetningu eða er nú þegar á markaði skal haka við Product ready to go on the market or product already on the market. - Ef varan er framleidd á Íslandi eða innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) er hakað í No við Product imported in the Community. Ef varan er innflutt frá landi utan EES er hakað við Yes og nafn þess lands ritað þar sem varan er framleidd. - Í dálkinn Member State of first placing on the market skal velja það land þar sem varan verður fyrst markaðssett. Ef varan er markaðssett fyrst á Íslandi skal því velja Iceland. - Í lokin er mögulegt að vista tilkynninguna sem drög ( draft ) og er mælt með því. 6

Product details Upplýsingar um vöruna eru settar inn í þremur skrefum: 1. Section CMR & Nanomaterials - Hér á að upplýsa um það hvort varan innihaldi einhver CMR efni, það er efni sem eru flokkuð sem krabbameinsvaldandi eða stökkbreytandi eða sem skaðað geta æxlun, og hvort varan innihaldi efni sem eru á formi nanóefna ( nanomaterials ). Nanóefni eru efni sem eru framleidd í örstærð (þvermál yfirleitt < 100 nm) og komast m.a. í gegnum frumuhimnur. 2. Section Category & Frame formulation - Fyrst á að velja flokk vöru ( Category of cosmetic product ) undir Skin product, Skin cleansing product eða Soap product. - Síðan á að velja á hvaða formi varan er ( Physical form ) það er hvort hún er á föstu formi, púður, vökvi, froða eða á öðru formi. - Í dálkinn Special application/packing á að haka við Yes ef varan er í óhefðbundnum umbúðum eða í þrýstibrúsa og er þá gerð umbúða valin í fléttilista. Ef varan er í hefðbundnum umbúðum, s.s. dollu, flösku eða venjulegum brúsa, er hakað við No. - Næst á að setja inn upplýsingar um efnainnihald vörunnar. Í byrjun á að velja nafn á samsetningu vöru ( Formulation name ) t.d. Soap Toilet. Ef ekkert nafn í listanum á við er hægt að velja other og setja inn tillögu að nafni á samsetningu. Hægt er að velja á milli þriggja kosta þegar upplýsingar um efnainnihald vöru eru settar inn það er þekkta rammasamsetningu (þekkt efnasamsetning þar sem styrkur efna er á ákveðnu bili). Valin er rammasamsetning í fléttilista. Til upplýsinga er listi yfir þekktar rammasamsetningar aftast í ensku leiðbeiningunum. efnasamsetningu og nákvæman styrk hvers efnis. Annað hvort er hægt að hlaða inn pdf skjali með þessum upplýsingum eða velja efni úr fléttilista og styrk hvers og eins. Styrkur efna skal vera í % og skal vera punktur en ekki komma í tölum t.d. 0.3 %. efnasamsetningu og styrk hvers efnis á ákveðnu bili (styrkleikabil efna). Annað hvort er hægt að hlaða inn pdf skjali með þessum upplýsingum eða velja efni úr fléttilista og styrkleikabil hvers þeirra. Styrkleikabil efna skal vera í % og skal vera punktur en ekki komma í tölum t.d. >0.1% - 1.0%. - Nota skal INCI heiti efna, ef það er til, eða annað alþjóðlegt heiti. Á síðu CosIng er hægt að skrifa nafn efnis í leitarglugga til að finna út INCI heitið. Ef INCI heiti finnst ekki í leit er í lagi að skrifa inn alþjóðlegt nafn efnis eða á ensku. - Að lokum skal svara spurningu um það hvort varan innihaldi ákveðin (Glycols and glycol ethers o.fl.). Haka þarf við Not applicable ef efnin eru ekki í vörunni. Ef einhver efnanna er í vörunni skal láta viðhengi með frekari upplýsingum fylgja. 7

3. Section Original labelling & original packaging - Hér skal hlaða inn skjali með mynd af upprunalegum merkimiða og umbúðum vörunnar. Á merkimiðanum skulu allar skyldubundnar merkingar sjást skýrt og greinilega. Hægt er að setja inn fleiri en eitt viðhengi (stærð þeirra samanlagt má ekki fara yfir 2 MB). Þegar búið er að tilkynna vöru í CPNP er hægt að leita að henni með því að fara aftur á upphafssíðu vefgáttarinnar og smella á örina við Products á stikunni efst á síðunni og smella á Simple search. Síðan er heiti vörunar skrifað í gluggan undir Keyword search (sjá myndina hér fyrir neðan) og smellt á Search. 8