VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka.

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Chaplin - Modern Times. 8. & 9. maí 2015

Ashkenazy á Listahátíð. 25. maí 2016

Ravel og Dvořák. 7. apríl 2016

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ég vil læra íslensku

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Stríð og friður. Baldur Brönniman, hljómsveitarstjóri Ari Þór Vilhjálmsson, einleikari 2010/11

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

Norrænir músíkdagar. Nordic Music Days

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Summer Concerts 2007

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Lengd tónleikanna er um það bil 2 klukkustundir með hléi.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd verka: Forleikur: 10 Fimm söngvar: 22 Sinfónía: 28

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Dafnis og Klói. Eva Ollikainen, hljómsveitarstjóri Hamrahlíðarkórarnir Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri 2009/10

Að störfum í Alþjóðabankanum

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Tónlistin í þögninni

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Bubbi Morthens. * Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé.

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Lokaverkefni til BA-gráðu í myndlist

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Leitin að hinu sanna leikhúsi

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Ferðalag áhorfandans

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Transcription:

1

VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og eru aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Áætluð tímalengd: AERIALITY: 13 00 Fiðlukonsert: 30 00...can modify... : 8 00 Frumefnin fimm: 30 00 Upptökur með Sinfóníuhljómsveit Íslands má finna á YouTubeog Spotify-rásum hljómsveitarinnar. Á Spotify má einnig finna lagalista með allri tónlist starfsársins. @icelandsymphony / #sinfó Aðalstyrktaraðili :

FIM29 19:30 SEP TÓNLEIKAR Í ELDBORG NORRÆNIR MÚSKÍKDAGAR Daniel Raiskin hljómsveitarstjóri Akiko Suwanai einleikari Aart Strootman einleikari EFNISSKRÁ Anna Þorvaldsdóttir AERIALITY (2010-2011) Esa-Pekka Salonen Fiðlukonsert (2009) I. Mirage II. Pulse I III. Pulse II IV. Adieu Hlé Juliana Hodkinson...can modify completely/in this case/ not that it will make any difference (2015-2016) fyrir rafgítar og hljómsveit Benjamin Staern Godai: frumefnin fimm (2012-2013) 1. Jörð. Inngangur 2. Vatn. Aría 3. Eldur. Millþáttur 4. Loft/skuggi. Niðurlag 3

DANIEL RAISKIN Marco Borggreve HLJÓMSVEITARSTJÓRI Daniel Raiskin hóf tónlistarnám á heimaslóðum í St. Pétursborg 6 ára gamall og stundaði síðan framhaldsnám í víóluleik og hljómsveitarstjórn við tónlistarháskóla borgar innar. Á þeim árum sótti hann einnig tíma hjá Mariss Jansons, Neeme Järvi, Milan Horvat, Woldemar Nelson og Jorma Panula. Tvítugur að aldri yfirgaf hann heimalandið og hélt til frekara náms í Amsterdam og Freiburg þar sem hann aflaði sér viðurkenningar sem einn af fremstu víóluleikurum Evrópu, bæði sem einleikari og kammermúsíkant. Hann ákvað síðan að snúa sér alfarið að hljómsveitarstjórn og slóst brátt í hóp fremstu stjórnenda af yngri kynslóðinni. Raiskin var aðalstjórnandi Rínar fílharmóníunnar í Koblenz frá 2005 til 2016 og gegndi á árunum frá 2008 til 2015 so mu sto ðu við Artur Rubinstein fílharmóníuna í Łódz í Póllandi. Hann kemur reglulega fram sem gestastjórnandi með hljóm sveitum í Evrópu, Asíu og Ameríku og má þar nefna Fílharmóníu sveitina í Belgrad, Sinfóníuhljómsveitirnar í Du sseldorf og Malmo, Mariinsky hljómsveitina, Mozarteum hljómsveitina í Salzburg, U tvarpshljómsveitina í Prag og fílharmóníusveitirnar í Varsjá og Shanghai. Frá haustinu 2017 verður Raiskin aðalgestastjórnandi Fílharmóníu hljómsveitarinnar í Belgrad. Raiskin hefur látið að sér kveða í óperuheiminum. Svo nokkur dæmi séu tekin, þá stjórnaði hann fyrir nokkrum árum Minskhljómsveitinni í eftirminnilegri uppfærslu á Mozartó perunni Don Giovanni á Óperuhátíðinni í St. Margarethen í Austurríki. Óperunni Carmen sty rði hann hjá þy ska óperu félaginu Opera Zuid og í Þjóðarleikhúsi Koblenz þar sem óperan Nefið, eftir Shostakovitsj, hljómaði einnig undir hans stjórn. Hljóðritanir Raiskins fyrir AVI útgáfufyrirtækið með sellókonsertum eftir Korngold, Bloch og Goldschmidt ásamt Julian Steckel hlutu Echo Klassik-verðlaunin 2012 en ny legar hljóðritanir af sinfóníu nr. 3 eftir Mahler og sinfóníu nr. 4 eftir Shostakovitsj fyrir so mu útgáfu, hafa hlotið lofsamlega dóma. Daniel Raiskin kemur nú fram með Sinfóníuhljómsveit I slands í annað sinn en hann þreytti frumraun sína með hljómsveitinni á tónleikum með ungum einleikurum í janúar á þessu ári. 4

AKIKO SUWANAI EINLEIKARI Japanski fiðluleikarinn Akiko Suwanai er yngsti sigurvegari Alþjóðlegu Tsjajkovskíj-keppninnar frá upphafi. Þá hefur hún unnið til fjo lda annarra verðlauna, m.a. í Paganinifiðlukeppninni á I talíu og Queen Elisabeth-keppninni í Belgíu. Tónlistin á Íslandi Akiko Suwanai hefur tvisvar sinnum áður leikið með Sinfóníu hljómsveit Íslands. Fyrst kom hún haustið 2001 og lék fiðlu konsert Tsjajkovskíjs undir stjórn bandaríska hljóm sveitarstjórans Myrons Romanul en hitt verkið á efnis skránni var 4. sinfónía rússneska meistarans. Síðan kom hún aftur í janúar 2005 og lék 2. fiðlukonsert Sergejs Prokofíev og nú hélt Rumon Gamba um tónsprotann. Á undan konsertinum lék hljóm sveitin 6. sinfóníu Josephs Haydn en eftir hlé hljómaði 6. sinfónía Dmítríjs Shostakovitsj enda tónleikarnir hluti af tónleikaröðinni Shostakovitsj hringurinn sem byrjaði haustið 2003 og lauk vorið 2007. Suwanai hefur um árabil notið alþjóðlegrar hylli og á ny byrjuðu tónleikaári leikur hún í fyrsta sinn með Adelaide Sinfóníuhljómsveitinni í Ástralíu en einnig með Borgarhljómsveitinni í Birmingham, NHK-hljómsveitinni í heima landinu, Hamburger Symphoniker og Fílharmóníuhljómsveitinni í Hong Kong. Þá ferðast hún með Philharmonia Orchestra og Esa-Pekka Salonen sem og Bamberger Symphoniker og Herbert Blomstedt. I júní 2017 bíður hennar svo langt tónleikaferðalag um Japan með píanóleikaranum Boris Berezovsky. Á liðnu starfsári lék Akiko Suwanai með Fíladelfíu hljóm sveitinni, Finnsku útvarpshljómsveitinni og Fílharmóníuhljóm sveitinni í St. Pétursborg. Þá lék hún með Mariinsky hljóm sveitinni undir stjórn Valerys Gergiev á opnunartónleikum tónlistarhátíðar Mariinsky-leikhússins sem helguð er Austurlo ndum fjær. Af o ðrum ny legum gestgjo fum hennar má nefna BBC fílharmóníuna, Lundúnarsinfóníuna, Oslóar fílharmóníuna, Tékknesku fílharmóníuna, Orchestre de Paris og Do nsku útvarpshljómsveitina. Þá fór hún í tónleikaferð með Orchestra dell Accademia Nationale di Santa Cecilia og Sir Antonio Pappano. Meðal annarra nafntogaðra hljómsveitar stjóra sem hún hefur unnið með, eru Sir Andrew Davies, Vladimir Ashkenazy, Yuri Temirkanov, Susanna Mälkki, Sakari Oramo og Seiji Ozawa. Akiko Suwanai stundaði nám hjá Toshiya Eto í Toho Gakuen tónlistarskólanum, í Columbia-háskólanum og Juilliardtónlistarskólanum hjá Dorothy DeLay og Cho-Liang og í Listaháskólanum í Berlín hjá Uwe-Martin Haiberg. Akiko Suwanai leikur á Stradivarius fiðlu frá 1714 sem gengur undir nafninu Ho frungurinn. Fiðlan var áður í eigu Jascha Heifetz og er ein af frægustu fiðlum sem vitað er um. Það er japanska Nippon-tónlistarstofnunin sem lánar hljóðfærið. 5

AART STROOTMAN EINLEIKARI Hollenski gítarleikarinn Aart Strootman (1987) hóf tónlistar feril sinn á unglingsárum, um það leyti sem hann var í námi hjá Dick Hoogeveen og Jorge Oraison við Konservatoríið í Rotterdam. Framhaldsnám stundaði hann við Fontys-listaskólann í Tilburg þar sem hann lauk bakkalárgráðu í tónlist með láði árið 2008. Tveimur árum síðar lauk hann mastersgráðu í tónlist og tónfræði frá so mu stofnun og þar á eftir MA-gráðu í tónvísindum frá Háskólanum í Utrecht. Aart Strootman er, ásamt slagverksleikaranum Arnold Marinissen, listrænn stjórnandi nútímatónlistarhópsins F. C. Jongbloed en hópurinn pantar verk ungra tónsmíðanema frá gjo rvo llu Hollandi. Þá stjórnar Strootman ásamt fleiri tónskáldum efnisvali nútíma-kammertónlistarraðarinnar De Link í Tilburg. I dúóinu Strootman/Stadhausers með gítarleikaranum Bram Stadhausers, leikur hann tónlist sem er blanda af snarstefjun og mínimalisma og 2012 stofnaði hann mínimal-kammer-metal hljómsveitina TEMKO. Þá leikur hann reglulega með y msum o ðrum tónlistarhópum. Aart Strootman hefur leikið einleik með Britten Sinfonia, U tvarpshljómsveitinni í Hessen og New York-fílharmóníunni. Þá hefur hann haldið einleikstónleika víða um lo nd þar sem hann leikur oftast á heimasmíðuð hljóðfæri sem hann hefur þróað í samvinnu við tónskáld. Þannig var sem dæmi 8 strengja gítar gerður fyrir Steve Reich og 5 strengja borðhljóðfæri fyrir Anthony Fiumara. Sem tónskáld hefur Strootman unnið með leikhúshópnum EELT og samið tónlist við mo rg leikrit. Þá hefur hann skrifað fyrir F. C. Jongbloed, DissonArt Ensemble, TEMKO, Ramon Lormans, Jacqueline Hamelink, Vincent van Amsterdam og marga fleiri. Aart Strootman hefur kennt tónlistarso gu, tónheyrn, tónlistargreiningu, heimspeki og túlkunarfræði við Fontyslistaskólann í Tilburg frá árinu 2009. 6

ANNA ÞORVALDSDÓTTIR TÓNLISTIN Á ÍSLANDI Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur þrisvar sinnum flutt AERIALITY eftir Önnu Þorvalds dóttur á tónleikum. Eftir frumflutninginn í nóvember 2011 hljómaði verkið aftur í Hörpu 26. febrúar 2013 en tónleikarnir báru að gefnu tilefni yfir skriftina Vestur um haf. Í kjölfarið var AERIALITY svo flutt á tónleikum á Norrænu menningarhátíðinni Nordic Cool í Kennedy Center í Washington. Önnur verk Önnu sem hljómsveitin hefur tekist á við eru Hrafninn, Dreaming Flow, Into - second self og Dreymi. Að þessum verkefnum komu hljóm sveitarstjórarnir Kurt Kopecky, Bernharður Wilkinson, Christian Lindberg, Rumon Gamba, Daníel Bjarnason og Ilan Volkov. Þá hefur tónlistarhópurinn Caput frumflutt og hljóðritað stærri kammerhljómsveitarverk Önnu Þorvaldsdóttur undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar. AERIALITY Anna Þorvaldsdóttir (f. 1977) lauk BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla I slands vorið 2004, MA-gráðu í so mu grein vorið 2008 frá Kaliforníuháskóla í San Diego og doktorsgráðu við sama skóla þremur árum síðar. Hróður hennar hefur borist víða og eru verk hennar flutt um allan heim og hljómplo tur með tónsmíðum hennar ítrekað á listum erlendra stórblaða yfir bestu plo tur ársins í samtímatónlist. Þá hefur hún hlotið fjo lda viðurkenninga, þar á meðal Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012. Anna Þorvaldsdóttir er lo ngu komin í ro ð fremstu tón skálda samtímans og nú í ár er hún staðartónskáld Fílharmóníu hljómsveitarinnar í New York. AERIALITY er samið fyrir Sinfóníuhljómsveit I slands árin 2010 2011 og frumflutt á tónleikum í ny opnaðri Ho rpu 23. nóvember 2011. Um verk sitt segir Anna: AERIALITY dansar á mo rkum hljómsveitartónlistar og hljóðlistar, en í verkinu fléttast saman lagræn tónefni og þykkir hljóðmassar. Að hluta til samanstendur verkið af þykkum hljómum þar sem o ll hljóðfæri hljómsveitarinnar renna saman í eitt og mynda margradda hljóðvegg. Krómatískir hljómar eru stækkaðir með notkun kvarttóna til að skapa þétta hljóðáferð - mo rkin á milli einstakra hljóðfæra verða óljós og hljómsveitin verður að þéttum massa. Þessi hljóðheimur kallast á við flæðandi efni þar sem smærri hljóðfærasamsetningar taka sig saman með tónefni sem ferðast á milli eininga innan hljómsveitarinnar. Við hápunkt verksins byggist upp breiður og óræður hljóðmassi. Hann leysist síðan upp í stutta lagræna hugleiðingu sem blómstrar í skamma stund og skilur eftir sig skugga af sjálfum sér. Orðið AERIALITY vísar til þess að vera í lausu lofti, án haldreipis og þannig bæði til frelsis og óróleika. Þá vísar orðið einnig til þeirrar yfirsy nar sem fæst út lofti en ekki frá jo rðu. Titill verksins er ennfremur orðaleikur þar sem orðunum aerial og reality er blandað saman til að skapa andstæður; reality ber tilvísun í jo rð, hið raunverulega, aerial í himin, eða hið ósnertanlega. 7

ESA-PEKKA SALONEN FIÐLUKONSERT Esa-Pekka Salonen er í hópi mikilvirtustu samtímamanna á sviði klassískrar tónlistar. Sem hljómsveitarstjóri hefur hann stjórnað flestum af helstu hljómsveitum veraldar en hann er nú aðalstjórnandi Philharmonia Orchestra í Lundúnum og heiðursstjórnandi Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Los Angeles. TÓNLISTIN Á ÍSLANDI Nýlega eignaðist Sinfóníuhljóm sveit Íslands sína fyrstu kontrabassaklarínettu og verður hún vígð af Rúnari Óskarssyni á þessum tónleikum. Um klarínettuna segir Rúnar: Hljóðfærið er smíðað af Bene dikt Eppelsheim í München, en hann sérhæfir sig í smíði jaðarhljóðfæra eins og piccolósaxófóna, kontrabassa saxófóna og kontrabassaklarínetta. Hönnunin er algjörlega hans eigin og hljóðfærið töluvert öðruvísi í útliti en hljóðfæri annarra hljóð færasmiða. Þannig er tilfinningin að spila á þessa nýju gerð mun líkari tilfinningunni að spila á bassaklarínettu sem gerir skiptingu milli þessara hljóð færa auðveldari en annars. Hljóðfærið er úr málmi og í heilu lagi, fyrir utan að bjalla og munnstykki eru laus. Þrátt fyrir að kontrabassaklarínetta sé sannarlega einhverskonar jaðarhljóðfæri, þá hefur Benedikt þegar smíðað nokkra tugi af þeim og fer frábært orð af þeim meðal notenda. Hljóðritanir hans á fjo lbreytilegum verkum tónlistarso gunnar með fremstu hljómsveitum og tónlistarmo nnum, hafa aflað honum fjo lda tilnefninga og verðlauna í gegnum tíðina. Þá hafa tónverk Esa-Pekka Salonen verið flutt víða um lo nd og hlotið y msar viðurkenningar. Um tilurð fiðlukonsertsins segir ho fundurinn: Upphaflega hvatningin að smíði fiðlukonserts var ákaflega gefandi og ánægjulegt samstarf við Leilu Josefowicz í nokkrum nútímatónverkum í Los Angeles og Chicago. Hún leikur ny ja tónlist af so mu trúmennsku og glæsibrag og aðrir spara fyrir Brahms, Beethoven og allt það gengi. Lo ng og ánægjuleg fastráðning mín sem aðalstjórnanda Los Angeles-fílharmóníunnar var að renna sitt skeið. Eftir 17 ár ákvað ég að tími væri kominn til að hugsa mér til hreyfings og verja meiri tíma til tónsmíða. Mér leið eins og jarðskjálfti hefði skekið tilveru mína og meðan vinnan við fiðlukonsertinn stóð yfir, fannst mér eins og ég væri á einhvern hátt að draga saman allt sem ég hafði lært og upplifað í lífinu fram að þessu. Sú tilfinning að komið væri að þáttaskilum var undirstrikuð af þeirri staðreynd að árin mín voru orðin 50, en sú tala þurrkar grimmilega út allar tálsy nir um að maður sé ungur. Það er sterk, innri, persónuleg fráso gn í konsertinum mínum og engin tilviljun að síðasti kaflinn ber yfirskriftina Adieu. Fyrir mér er allrasíðasti hljómurinn o flugasta tákn þess sem ég hafði gengið í gegnum; ny harmónísk hugdetta sem hvergi annarsstaðar kemur fyrir í konsertinum. Ég sá hana fyrir mér sem dyr að næsta hluta lífs míns sem ég vissi ennþá mest lítið um, brottfo r með tilheyrandi spennu og ótta við hið óþekkta. 8

JULIANA HODKINSON...CAN MODIFY COMPLETELY/IN THIS CASE/ NOT THAT IT WILL MAKE ANY DIFFERENCE Tónlist Julio nu Hodkinson (f. 1971) er fyrir margar sakir byltingarkennd. Tónlist hennar tekst ekki á við hið óhlutbundna, heldur frekar það, hvernig við ho gum okkur sem hlustendur, tónlistarmenn og mannlegar verur. Hún fjallar um samhengi tónlistarinnar. Fletirnir sem lúta að samhenginu birtast stundum í o ðrum miðlum, svo sem myndbandi, leikhúsi eða kvikmynd, eða þeim komið fyrir á tvíræðan hátt í tónlistinni. Þo gnin er í miðdepli í tónlist Hodkinson, sem hefur skrifað doktorsritgerð um viðfangsefnið. Annars vegar er þo gnin hluti af tónlistinni en á hinn bóginn mótso gn sem skerpir skynfæri okkar þegar við upplifum hljóðin....get umbreytt algjörlega/í þessu tilfelli/ekki að það skipti neinu máli - var skrifað fyrir Aart Strootman, Do nsku þjóðar kammersveitina og stjórnanda hennar Henrik Vagn Christensen. Verkið var frumflutt 27. nóvember 2015 við afhendingu Carl Nielsen og Anne Marie Carl-Nielsen heiðurs verðlaunanna þar sem Juliana Hodkinson var einn verðlaunahafanna. I byrjun þessa árs pantaði útvarpssto ðin Westdeutscher Rundfunk viðbót við verkið og var ny ja gerðin frumflutt af Aart Strootman og WDR-sinfóníuhljómsveitinni á tónlistarhátíðinni Wittener Tage fu r neue Musik þann 24. apríl síðastliðinn. Líkt og í mo rgum verkum Hodkinsons, eru hefðbundin takmo rk tónlistar ko nnuð. Allt, þar með talinn rafgítarinn, undirgengst sto ðugar breytingar. Strengir hans eru stilltir upp og niður í því skyni að framkalla gífurlegan hávaða á lága tónsviðinu sem og tætingslegar beygjur og sveigjur. Tónlistin og jafnvel hljóðfærin eru allan tímann að breytast - segir tónskáldið. Fyrirsagnir frá tímabilinu þegar verkið var í smíðum eru felldar inn í tónlistina sem Mors-merkjum eða hljóma umbreyttar gegnum y mis tæki. Þetta er tilraun til að tengja saman atburði líðandi stundar eins og þeir birtast í fjo lmiðlum og efnislegt yfirbragð tónverksins. Titill verksins er fenginn úr kammeróperu Hodkinson og Troup, Turbulence, og fer flugmaður með textann í lok óperunnar. Juliana Hodkinson by r nú og starfar í Berlín. 9

BENJAMIN STAERN GODAI: FRUMEFNIN FIMM Benjamin Staern (f. 1978) byrjaði ungur að læra á selló, píanó og slagverk. Síðar nam hann tónvísindi við Háskólann í Lundi og tónsmíðar hjá Rolf Martinsson, Hans Gerfors og Luca Francesconi við Tónlistarháskólann í Malmo. Hann vakti snemma athygli með sinfóníska verkinu The threat of war (1999). Síðan þá hefur Staern þróað sinn persónulega stíl í hljómsveitarkammer- og einleiksverkum sem og raftónlist. Hann er í dag eftirsóttur tónsmiður og ny tur viðurkenningar sem einn af fremstu tónskáldum Svía. Eru verk hans flutt af hljómsveitum og túlkendum víða um heim. Um verk sitt segir Staern: Mig hafði lengi langað að skrifa tónlist sem væri dansvæn og líkamlega móttækileg á y msa vegu. Godai er búddískt hugtak með áhrif frá hindúisma og þy ðir á japo nsku stóru frumefnin fimm og vísar í japanska heimspeki um hernaðarlist. Búddíska heimspekin er ef til vill þekktust á Vesturlo ndum í gegnum texta samúræjans Miyamoto Musaschi í ritverkinu Bókin um fimm hringi, sem útsky rir mismunandi hliðar sverðfimi og hernaðarlistar með því að tengja hverja þeirra viðkomandi frumefni. Hvert og eitt þeirra hefur ólíka eiginleika, en o ll eru þau samtengjanleg. Frumefnin fimm eru mótuð á grunni frumkraftanna - jo rð, vatni, eldi, lofti - og það fimmta er skuggi - sem sagt summan af o llum frumefnunum í eitt. Frá tónlistarlegu sjónarhorni hef ég notað hljómsveitina sem stóran hljóðlíkama þar sem einleikur og samleikur heyrist á víxl í gegnum verkið. Verkinu er skipt í fjóra kafla sem eru tengdir saman með sky rum leiðandi nótum eða hljómum. 1) Jo rð. Inngangur: stífni, sto ðugleiki, líkamsástand sem gefur þéttleika. 2) Vatn. Aría: tilfinning, varúð, aðlo gun, sveigjanleiki sem heldur hlutum saman. 3) Eldur. Milliþáttur: ástríða, árásargirni, kraftur, hiti sem vermir og umbreytir sér. 4) Loft/skuggi. Niðurlag: vilji, hviklyndi, viska sem blandast afli, hugviti, sjálfkrafa hugdettu - sem myndar kjarnahvo rf. Sigurður Ingvi Snorrason 10

Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson hafa skapað víðförlustu mús Íslandssögunar. Hallfríður: Það að kynnast aðeins einfaldri tónlist er ekki ólíkt því að vera alinn upp bara á pylsum. Þórarinn: Já, sem eru auðvitað ágætar í hófi en maður þarf annað með. Hallfríður: Börn eru með galopinn huga og fordóma laus en mörg þeirra fá sjaldan tækifæri til þess að heyra annað en létt lög. Börn eru þakklátir og hrifnæmir áhorfendur enda má upplifa svo margt og læra um lífið og mannlegar tilfinningar með hjálp tónlistar. Unga fólkið er ávallt aufúsu gestir hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á undanförnum árum hefur hljómsveitinni borist öflugur liðsstyrkur í honum Maxímús Músíkús, tónlistarmús sem kynnir börnum á öllum aldri galdur tónlistarinnar. Þau Hallfríður Ólafsdóttir flautu leikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari hafa skapað þessa skemmtilegu og forvitnu mús sem er á góðri leið með að sigra heiminn því að sögurnar hans hafa verið þýddar á mörg tungumál og gefnar út ásamt geisladiskum. Maxímús hefur einnig heimsótt þó nokkrar sinfóníuhljómsveitir í öðrum löndum. Engin íslensk mús er því sigldari eða frægari, geri aðrar betur! gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. 11 www.gamma.is

Á DÖFINNI NORRÆNA RÖÐIN fjo lmo rgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í vetur Á má finna áhugaverð og rismikil verk norrænna tónskálda og einleikara í fremstu ro ð. Orð eins og fegurð og spenna og fullkomlega sannfærandi heild hafa meðal annars fallið í ritdómum um þau verk sem verða á efnisskrá hljómsveitarinnar á þessum tónleikum. Meðal einleikara og einso ngvara sem fram koma eru dansk-sænski sellósnillingurinn Andreas Brantelid, finnski klarínettleikarinn Kari Kriikku og sópranso ngkonan Helena Juntunen, en meðal norrænna tónskálda má nefna Magnus Lindberg, Kaiju Saariaho, Kalevi Aho og Jean Sibelius. Saman mynda þessir tónleikar norræna ro ð þar sem to frandi tónmál snillinga frá 19. o ld fram á okkar daga er í forgrunni. FIM06 19:30 OKT NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR FIM13 19:30 MAGNUS LINDBERG FIM10 ANDREAS BRANTELID SAARIAHO OG SIBELIUS FIM26 19:30 JAN DANÍEL STJÓRNAR MYRKUM FIM16 19:30 MAR KALEVI AHO FIM OKT NÓV 11 19:30 MAI 19:30 FIM19 19:30 JAN FIMM SÖNGVAR OG SINFÓNÍA 12

131 DISNEY

HLJÓMSVEIT Á TÓNLEIKUM 29. SEPTEMBER 2016 1. FIÐLA Sigrún Eðvaldsdóttir Una Sveinbjarnardóttir Zbigniew Dubik Mark Reedman Ágústa María Jónsdóttir Bryndís Pálsdóttir Pálína Árnadóttir Margrét Kristjánsdóttir Júlíana Elín Kjartansdóttir Helga Þóra Björgvinsdóttir Andrzej Kleina Hildigunnur Hallsdórsdóttir Olga Björk Ólafsdóttir 2. FIÐLA Joaquín Páll Palomares Vera Panitch Gunnhildur Daðadóttir Greta Guðnadóttir Kristján Matthíasson Dóra Björgvinsdóttir Christian Diethard Roland Hartwell Ólöf Þorvarðsdóttir Sigurlaug Eðvaldsdóttir Margrét Þorsteinsdóttir Þórdís Stross VÍÓLA Þórunn Ósk Marinósdóttir Svava Bernharðsdóttir Sarah Buckley Þórarinn Már Baldursson Móeiður Sigurðardóttir Jónína Auður Hilmarsdóttir Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Kathryn Harrison Guðrún Þórarinsdóttir Herdís Anna Jónsdóttir SELLÓ Sigurgeir Agnarsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Ólöf Sesselja Óskarsdóttir Bryndís Halla Gylfadóttir Bryndís Björgvinsdóttir Margrét Árnadóttir Lovísa Fjeldsted Hrafnkell Orri Egilsson BASSI Hávarður Tryggvason Páll Hannesson Jóhannes Georgsson Richard Korn Þórir Jóhannsson Gunnlaugur Torfi Stefánsson FLAUTA Martial Nardeau Hafdís Vigfúsdóttir Áshildur Haraldsdóttir ÓBÓ Matthías Nardeau Peter Tompkins Eydís Franzdóttir KLARÍNETT Arngunnur Árnadóttir Grímur Helgason Rúnar Óskarsson Ármann Helgason FAGOTT Michael Kaulartz Brjánn Ingason Bryndís Þórsdóttir HORN Stefán Jón Bernharðsson Emil Friðfinnsson Joseph Ognibene Frank Hammarin Halldór Bjarki Arnarson TROMPET Einar Jónsson Eiríkur Örn Pálsson Ásgeir Steingrímsson Guðmundur Hafsteinsson BÁSÚNA Sigurður Þorbergsson Oddur Björnsson David Bobroff, bassabásúna TÚBA Matthew Hightower HARPA Katie Buckley PÍANÓ/CELESTA Anna Guðný Guðmundsdóttir PÁKUR Eggert Pálsson SLAGVERK Steef van Oosterhout Frank Aarnink Árni Áskelsson Kjartan Guðnason Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóri Osmo Vänskä aðalgestastjórnandi Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Daníel Bjarnason staðarlistamaður Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi Margrét Sigurðsson fjármálafulltrúi Grímur Grímsson sviðsstjóri Anna Sigurbjörnsdóttir tónleikastjóri Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri Kristbjörg Clausen nótna- og skjalavörður Sigþór J. Guðmundsson sviðsstjóri Margrét Ragnarsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Greipur Gíslason verkefnastjóri Una Eyþórsdóttir mannauðsstjóri Jökull Torfason umsjónarmaður nótna 14

Á DÖFINNI FIM06 19:30 OKT FÖS07 19:30 LAU0817:00 FANTASÍA DISNEYS Fáar teiknimyndir hafa vakið jafn almenna aðdáun og Fantasía Disneys. Myndin markaði tímamót þegar hún kom fyrst út árið 1940 þar sem sígildri tónlist og teiknimynd um var blandað saman á eftirminnilegan hátt. Nú gefst aðdáendum klassískra teiknimynda tækifæri til að koma á glæsilega bíótónleika í hæsta gæðaflokki með Sinfóníuhljóm sveit I slands þar sem tónlist við upprunagerð Fantasíu og Fantasíu 2000 er leikin. Hljómsveitarstjóri kvik myndatónleikanna er bandaríski Broadway-jo furinn Ted Sperling. FIM FIM 13 27 OKT OKT 19:30 HETJUHLJÓMKVIÐAN Hetjuhljómkviða Beethovens er eitt af tímamótaverkum tónlistarso gunnar sem sprengdi o ll viðmið um það hvað sinfónía átti að vera. Magnus Lindberg er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda um þessar mundir. Fiðlukonsert hans frá árinu 2006 er glæsilegt verk þar sem gamall og ny r tími mætast. Á tónleikunum má einnig heyra verk Þuríðar Jónsdóttur Flow and Fusion. Einleikari er breski fiðluleikarinn Jack Liebeck og stjórnandi Daníel Bjarnason, staðarlistamaður SI. 19:30 MOZART OG GRIEG M ichael Kaulartz 1. fagottleikari SI hefur vakið mikla aðdáun tónleikagesta fyrir safaríkan tón og tjáningarríka túlkun. Nú verður hann í hlutverki einleikarans, í ljúfum og innblásnum konserti sem Mozart samdi aðeins 18 ára gamall. Að o ðru leyti er leikhústónlist allsráðandi á þessari efnisskrá sem Pascal Tortelier, ny ráðinn aðalstjórnandi SI, setti saman m.a. forleikurinn að Brottnáminu úr kvennabúrinu og tónlist Griegs við Pétur Gaut. 15

Með Regnbogakorti getur þú valið ferna eða fleiri tónleika af öllum tónleikum starfsársins og tryggt þér gott sæti og 20 50% afslátt. Komdu við í miðasölu Hörpu eða á sinfonia.is og gakktu frá kaupunum. Miðasala í Hörpu / sinfonia.is / harpa.is / 528 50 50 16