Frímerkjaútgáfur 2010 Íslensk bréfspjöld Heklugosið 1947 Bréfadreifing Helga P. Briem Farseðlar í sérleyfum P&S Verðlaunapeningur verður til Nýlega

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ég vil læra íslensku

Horizon 2020 á Íslandi:

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Könnunarverkefnið PÓSTUR

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Félags- og mannvísindadeild

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi?

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Að störfum í Alþjóðabankanum

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Saga fyrstu geimferða

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Hugvísindasvið. Ljósmyndadagar. Ritgerð til M.A.- prófs. Svava Lóa Stefánsdóttir

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Transcription:

Frímerkjaútgáfur 2010 Íslensk bréfspjöld Heklugosið 1947 Bréfadreifing Helga P. Briem Farseðlar í sérleyfum P&S Verðlaunapeningur verður til Nýlega fundið bréf 21

LEIÐARI ÁVARP FORMANNS LÍF Ágæti lesandi Eins og fram kom í síðasta blaði ákvað Þór Þorsteins að hætta sem ritstjóri Frímerkjablaðsins. Við söknum Þórs úr því góða starfi sem hann hefur unnið fyrir þetta blað okkar um langan tíma. En það er jafnframt ánægjulegt að hann hefur lofað okkur því að halda áfram að skrifa fyrir blaðið og hjálpa eins og kostur er, og erum við þakklátir fyrir það. Gunnar Rafn Einarsson hefur einnig ákveðið að hætta í ritstjórn, en eins og menn vita hefur hann komið að útgáfu blaðsins um langan tíma, bæði sem ritstjóri áður fyrr og prófarkalesari. Það er skiljanlegt að menn, sem hafa starfað svo lengi við blaðið vilji taka sér frí frá þessum annasömu störfum. Fyrir hönd LÍF vil ég þakka þeim Gunnari og Þór fyrir þessi mikilvægu störf, sem þeir hafa skilað svo vel um langan tíma. Stjórn LÍF ákvað við skipan nýrrar ritnefndar að fjölga nefndarmönnum úr þremur í fimm og telur að með því verði auðveldara að vinna blaðið. Ritnefnd skipa nú þeir Hálfdan Helgason, Hrafn Hallgrímsson, Kjartan J. Kárason, Sveinn Ingi Sveinsson og Sigurður R. Pétursson sem verður verkstjóri, og jafnframt ábyrgðarmaður. Um þessar mundir virðist töluverður áhugi meðal frímerkjasafnara að koma söfnum sínum á framfæri á erlendum sýningum ef marka má þann fjölda sem nú rær á þau mið. Þeir sem munu sýna á Antverpia 2010, sem haldin verður dagana 9. 12. apríl nk. í Belgíu, eru Árni Gústafsson, Sverrir Helgason og Sigurður R. Pétursson. Um boðs maður sýningarinnar er Árni Gústafsson. Á sýningunni London 2010, dagana 8. 15. maí verður einungis einn sýnandi, Árni Gústafsson, og er hann jafnframt umboðs maður. Sýningin Portugal 2010, verður haldin 1. 10. október í Lissabon og þar verða tveir þátttakendur, þeir Árni Gústafsson og Sigtryggur R. Eyþórsson, en umboðsmaður sýningarinnar er Sigurður R. Pétursson. Þá er það Nordia 2010, sem verður að þessu sinni í Borås í Svíþjóð, dagana 28. 30. maí. Þangað fara átta söfn héðan, sem er mjög glæsileg þátttaka af okkar hálfu. Þeir sem munu sýna þar eru Árni Gústafsson, Brynjólfur Sigurjónsson, Hjalti Jóhannesson, Magnús Sigurðsson, Páll A. Pálsson, Rúnar Þór Stefánsson, Sveinn Ingi Sveinsson og Sverrir Helgason; sannkallað stórskotalið. Umboðsmaður og dómari á þeirri sýningu verður Sigurður R. Pétursson. Mín skoðun er sú að það sem hefur eflt okkur hvað mest í uppsetningu og vinnslu frímerkjasafna er þátttaka okkar í samstarfi norrænu landssambandanna, sem staðið hefur allt frá 1978. Að lokum vil ég minnast á vefinn okkar, www.is-lif.is. Mig langar að benda mönnun á að skoða hann. Sífellt er verið að bæta þar við, og þar má til dæmis finna öll útkomin eintök af Frímerkjablaðinu, allt um Nordiu 2009, og svo margt annað. Ég veit að ef þið hafið áhuga á að koma einhverju á framfæri þar, þá verður það auðsótt með því að hafa samband við umsjónarmann vefsins, Hálfdan Helgason (halfdan@ halfdan.is). Ég vona að lestur þessa blaðs veiti ykkur ánægju og fróðleik. Sigurður R. Pétursson Forsíðan: Forsíðumyndin sýnir myndskreytingu smáarkarinnar Heimsýningin í Sjanghaí sem Íslandspóstur gefur út 6. maí nk. Myndskreytingin vísar til íslenska sýningarskálans sem jafnframt sést í forgrunni. Kínverska orðið (bingdao) merkir Ísland. Hönnuður smáarkarinnar er Örn Smári Gíslason, grafískur hönnuður FÍT. 2 Ávarp formanns LÍF 3 Frímerkjaútgáfur Íslandspósts hf. seinni hluta árs 2010 5 Persónuleg frímerki með burðargjaldi til útlanda 5 Samdráttur í bréfamagni 5 Sameining þyngdarflokka 0 50 g innanlands og utan 6 Jólamerki ársins 2009 6 Breytingar í Árneshreppi 7 Frímerkjasýningar á Íslandi 8 Íslensk bréfspjöld hvenær voru þau fyrst notuð? 8 Hálft frímerki 9 Heklugosið 1947 10 Bréfadreifing Helga P. Briem í Portúgal 1940 1942 12 Innlit í Frímerkjahúsið 12 Um fyrsta dags umslög 13 Yfirprentunin Í GILDI 02 03 13 Lengsta póststöðvarnafn í stimpli 14 Farseðlar í sérleyfum Póst- og símamálastjórnar 1935 1980 16 Verðbólga á frímerkjum 16 Að þekkja frímerki 17 Verðlaunapeningur verður til 18 Jónas Hallgrímsson aldarminning 19 Nýlega fundið bréf 19 Heimssýningin í Kína 2009 Gefið út af Landssambandi íslenzkra frímerkjasafnara með stuðningi Íslandspósts hf. LÍF Síðumúla 17, 108 Reykjavík Pósthólf 8752, 128 Reykjavík Ritnefnd: Sigurður R. Pétursson, ritstjóri og ábyrgðarmaður, issporsrp@simnet.is Hálfdan Helgason, halfdan@halfdan.is Hrafn Hallgrímsson, hrafnogsilla@vortex.is Kjartan J. Kárason, lekk@hive.is Sveinn Ingi Sveinsson, sven@ismennt.is Prentun: Svansprent ehf. Nr. 1 / 2010 ISSN-1561-428

FRÍMERKJAÚTGÁFUR ÚTGÁFUR SEINNI HLUTA ÁRS 2010 Ólympíuleikar ungmenna, fyrstu gasljósin í Reykjavík, Vífilsstaðahælið 100 ára og íslensk myndlist. stofnun Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1921 var gasið nær einvörðungu nýtt til eldamennsku. Borgar Hjörleifur Árnason hannaði frí merkið. ÚTGÁFURNAR 16. SEPTEMBER Ólympíuleikar ungmenna Singapore 2010 Singapúr verður gestgjafi á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir verða 14. 26. ágúst 2010. Um er að ræða smækkaða útgáfu af Ólympíuleikum þar sem ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára frá öllum heiminum taka þátt í keppni á heimsmælikvarða. Samhliða leikunum fara fram verkefni og viðburðir tengd fræðslu um Ólympíuleikana og hugsjón þeirra, samfélagslega þætti og forvarnir sem snúa að lyfjamisnotkun og þess háttar vá gestum. Singapore varð fyrir valinu eftir harða samkeppni við Moskvu. Alls fékk Singapore 53 atkvæði en Moskva 44, en 105 af 110 aðilum í Alþjóða Ólympíunefndinni höfðu kosningarétt í póstkosningu sem fram fór í febrúar 2009. Alls er reiknað með 3.200 keppendum og 800 fylgdarmönnum á þessa leika, en á dagskrá er keppni í öllum þeim íþróttagreinum sem eru á dagskrá Ólympíuleikanna 2012 í London. Þó verður keppt í færri keppnisgreinum á þessum leikum. Örn Smári Gíslason hannaði frímerkið. Fyrstu gasljósin í Reykjavík 100 ára Ljósmeti fyrri tíma var mör, hrossafeiti, hvalspik, sellýsi, há karla lýsi og lýsi úr fiskalifur. Kveikirnir voru gerðir úr fífu. Þegar sást ekki til tungls í skammdeginu var reynt að setja ljós í glugga til þess að vísa mönnum veg heim að bæjum. Þessi ljós voru dauf og megnuðu hvorki að vísa mönnum heim til bæja né lýsa mönnum til vegar á fyrstu götum Reykja víkur. Þannig var ástandið til ársins 1860 þegar steinolíulampar fóru að flytjast til landsins. Þessi ljósker voru notuð til ársins 1910, en þá hófst rekstur gasstöðvar í Reykjavík. Þá var kveikt á 207 nýjum ljós kerum, eða um helmingi fleiri en áður voru. Með gasstöðinni hófst bylting í baráttu Íslendinga við myrkrið og margir létu setja gasljós í híbýli sín. Gasstöð Reykjavíkur var gasveita við Hlemm í Reykjavík sem var starfrækt frá 1910 til 1956. Hún fram leiddi gas til eldunar og lýsingar úr innfluttum kolum. Þegar gasinu hafði verið náð úr kolunum með upphitun, varð til koks, sem Gasstöðin seldi. Gasið var síðan notað til lýsingar og eldunar og koksið til brennslu og upphitunar. Eftir Vífilsstaðahælið 100 ára Það má rekja upphaf baráttunnar við hvíta dauðann og undir búning að stofnun Vífils staða hælis til fundar í Oddfellowstúku nr. 1, Ingólfi árið 1906 þar sem einn félaginn, dr. Guð mundur Björns son landlæknir, flutti erindi um berklaveiki og lagði til að stúkan skipaði nefnd sem hefði það hlutverk að vinna að út rýmingu veikinnar hér á landi. Starf nefndarinnar gekk eftir og 13. nóv ember sama ár var boðað til opins fundar í Báru búð þar sem Heilsuhælis félagið var stofnað. Þó Odd fellowbræðurnir hefðu forgöngu um málið og gæfu til þess mikið fé ásamt því að út vega lánsfé, var miklu safnað meðal almennings víðs vegar um land og jafnvel Íslend ingar í Vesturheimi tóku þátt í söfnun inni. Vífilstaðahæli var byggt og teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni en hann var einn af stofn endum Verkfræðingafélags Íslands. Fram kvæmdir gengu vel og var spítalinn vígður og tekinn í notkun 5. september 1910. Fyrsti yfir læknir á Vífilsstöðum var dr. Sigurður Magnús son. Vífilsstaðahæli var rekið fyrir reikning Heilsu hælisfélagsins til ársins 1916 en þá tók landsjóður yfir reksturinn. Vífilsstaðir voru byggðir fyrir um 80 sjúklinga en árið 1922 voru sjúklingar að meðal tali 130 á dag og átti þeim en eftir að fjölga. Á þriðja tug aldarinnar var talið að 20% allra dauðs falla á Íslandi mætti rekja til berklaveikinnar. Á árunum 1919 1920 var byggt íbúðarhús fyrir yfirlækni en við það jókst húsnæði á hælinu og barnadeild tók til starfa. Börn urðu oft fórnarlömb berklanna. Töluvert bar á því að fólk sem hafði fengið góðan bata eftir langa hælisvist, veiktist aftur af völdum lélegs aðbúnaðar. Kom því upp sú hugmynd meðal berkla sjúklinga að stofna samtök sem myndu vinna að hagsmuna málum sjúklinga. Stofnuð voru hags muna samtök berkla sjúklinga á Vífilsstöðum þann 24. október árið 1938 og fengu hin nýju samtök nafnið Samtök íslenskra berklasjúklinga, skamm stafað SÍBS. Vífilsstaðir voru berklahæli fram undir 1970 en þá var nafninu breytt í Vífilsstaðaspítala. Vífilsstaðir eru nú hluti af Landsspítala há skólasjúkrahúsi og eru þar starfræktar nokkrar deildir t.d lungnadeild og húðlækningadeild. Árið 2003 gerði Hrafnista samning við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið um rekstur hjúkrunar heimilis fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Samn ingur Hrafn istu um rekstur Vífilsstaða rennur út 1. sept em ber 2010. Hlynur Ólafsson hannaði frímerkið. Alþjóðlegt ár fjölbreytni lífríksins Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2010 alþjóðlegt ár fjölbreytni lífríkisins. Tilgangurinn er að minna á mikilvægi fjölbreytileikans í lífríkinu og hvetja til þess að stoðum sé rennt undir sjálfbæra þróun og verndun samfélaga fyrir afleiðingum óvæntra áfalla eins og vatnsskorts, útbreiðslu smitsjúkdóma, óveðra, uppskerubrests og dauða búpenings. Á síðustu áratugum, hafa efnahagsþróun og tækniframfarir stuðlað að bættri lífsafkomu fjölda 3

FRÍMERKJAÚTGÁFUR manns og híft suma fátækustu meðlimina í fjölskyldu mannsins upp úr sárustu örbirgð. En á sama tíma hafa ósjálfbærar framleiðsluaðferðir og neysla dregið úr fjölbreytni lífríkisins meir en dæmi eru um í sögunni, með þeim afleiðingum að vistkerfi þola vart lengur efnahagsframfarir sem mannkynið hefur strit að til að ná. Nánast öllum vistkerfum jarðar hefur verið um bylt af völdum manna. Sem dæmi má nefna að 25 af hundraði sjávarfiska eru ofveiddir með þeim afleiðingum að loka verður miðum með alvarlegum efnahagslegum og félagslegum af leiðingum. Breytingar á landnýtingu, sérstaklega ruðning regn skóga og stækkun eyðimarka, hafa í för með sér að staðbundin úrkoma minnkar sem veldur myndun eyðimarka og vatns skorti. Hæfni vistkerfa til að draga úr áhrifum flóða og felli bylja hefur minnkað vegna framræslu votlendis, grisjun skóga og fenjaviðar. Fjölbreytni lífríkisins sér mönnunum fyrir nægri fæðu, fatnaði og húsaskjóli og stuðlar með ýmsu móti að bættri heilsu og velferð. Grípa verður til ýmissa nýrra og öflugri aðferða á öllum sviðum, ef stöðva á rýrnun fjölbreytni lífríkisins og tryggja réttláta nýtingu auðlinda. Þorbjörg Ólafsdóttir hannaði frímerkið. Ú TGÁ F U R NA R 4. NÓV E M BE R Einfarar í íslenskri myndlist (Íslensk myndlist I) Þótt saga íslenskrar myndlistar sé ekki löng, þá er hún afar fjöl breytt. Ekki er langt síðan athygli beindist að lítt könnuðum þætti hennar, myndlist sjálflærðra alþýðu listamanna, svo kallaðra naíf ista eða ein fara. Rætur slíkrar myndlistar liggja að hluta í gömlu handverki og trúarlegri myndlist, en hún fær hins vegar byr undir báða vængi um hinn vestræna heim í kjölfar Iðnbyltingar, þegar endanlega rofnuðu aldagömul tengsl milli manns og náttúru. Á Íslandi varð naíf myndlist til sem eins konar framlenging af alþýðlegri frásagnarhefð, þar sem rosknir menn og konur rifjuðu upp landslag, mannlíf og munnmælasögur úr fortíð og festu á striga af allt að því barnslegri einlægni. Myndlist af þessu tagi verður hvorki lærð né kennd og hún myndar ekki hefð í strangasta skilningi, heldur er sérhver næfur listamaður eins og eyland. Elstur þessara íslensku einfara er sennilega Sölvi Helgason (1820 1895), um flakkandi auðnuleys ingi, sem greiddi fyrir viðurgerning á bónda bæjum með litríkum portrettmyndum af gestgjöfum sínum. Ísleifur Konráðs son (1889 1972) var verkamaður af Vest fjörðum, sem vann erfiðisvinnu í Kaupmannahöfn mestalla ævi sína, en fluttist síðan heim gamall maður og hóf að rifja upp minningar frá heimaslóðum í björtum og skrautlegum olíumálverkum. Karl Dunganon (1897 1972) flakkaði um Evrópu, þar sem hann kynnti sér m.a. myndlist frumþjóða og Austur landa, hann gerir sér ævintýralegan myndheim, upp fullan með ógnvekjandi frásagnir og draumsýnir. Yngstur þessara einfara er Sigurlaug Jónas dóttir (1913 2004) frá Öxney í Breiðafirði, sem hóf að mála elskulegar og frásagnarkenndar myndir frá æskuslóðum sínum eftir að hún settist í helgan stein. Hlynur Ólafsson færði listaverkin í frímerkjabúning. (Texti: Aðalsteinn Ingólfsson) 100 ár frá stofnun Vísis Í byrjun síðustu aldar taldi Jón Ólafsson ritstjóri að grundvöllur væri kominn fyrir dagblað í höfuðstaðnum og hóf að gefa út Dagblaðið, ekki síst til að setja erlendar símfregnir á prent jafnóðum og þær bárust. Í nóvember 1906 hafði Ritzau-fréttastofan byrjað að senda skeyti til Íslands og var það í fyrsta sinn sem Íslendingar nutu þjónustu erlendrar fréttastofu. Dag blaðstilraunin rann fljótlega út í sandinn en næsta tilraun til dagblaðs útgáfu var gerð í desember árið 1910. Íbúar Reykja víkur voru þá orðnir um tólf þúsund eða nægilega margir til að skapa grundvöll fyrir óháð frétta- og auglýsinga blað. Stofn andi nýja dagblaðsins var Einar Gunnarsson og kallaði hann það Vísi til dagblaðs í Reykjavík, síðar stytt í Vísi. Þar með hófst sam felld dagblaðaöld á Íslandi. Í ávarpi til lesenda sagði ritstjórinn: Vísir er að þreifa fyrir sér hvort tiltök séu að stofna hér dagblað. Dagblaðið ætti aðallega að vera sannort fréttablað en laust við að taka þátt í deilumálum. Einar Gunnars son gerði sér grein fyrir því að markaður hins nýja dag blaðs var eingöngu Reykjavík og nágrenni en til þess að ná til sem flestra kaupenda varð hann að halda blaðinu utan pólitískra flokkadrátta. Vísir var alla tíð fyrst og fremst Reykja víkur blað. Þremur árum eftir stofnun Vísis fékk hann öfluga samkeppni í höfuðstaðnum. Það var þegar Vilhjálmur Finsen loftskeytamaður stofnaði Morgunblaðið, einnig í þeim tilgangi að gefa út óháð fréttablað, og hafði hann Politiken í Danmörku og fleiri stórblöð að fyrirmynd en Vil hjálmur hafði þá búið árum saman erlendis og verið fréttaritari slíkra blaða. Með honum við stofnun blaðsins var Ólafur, sonur Björns Jónssonar, sem tekið hafði við ritstjórn Ísafoldar 1909 er Björn Jónsson varð ráðherra. Náin tengsl voru því milli Morgunblaðsins og Ísafoldar sem áfram var gefin út vikulega. Morgunblaðið var til að byrja með fyrst og fremst Reykjavíkurblað eins og Vísir en átti þegar fram liðu stundir eftir að verða lang stærsta og öflug asta blað þjóðarinnar og hafa útbreiðslu um allt land. Oscar Bjarna son hannaði frímerkið. 4 Útgáfuáætlunin getur tekið breytingum varðandi verðgildi og frímerki.

FRÍMERKJAÚTGÁFUR Samdráttur í bréfamagni Því hefur verið spáð um langt árabil að mikill samdráttur yrði í magni bréfapósts. Sagan sýnir okkur hinsvegar að samdráttur varð einungis um 0,5% að meðaltali á ári á árunum 2000 2007. Jólafrímerkin Jólafrímerkin eru að þessu sinni unnin með grafískri tækni sem nefnist koparrista. Grunnstefið er hringurinn í litum að vent unnar og vetrarins. Hann vísar til okkar hnattlaga jarðar en verður einnig tákn árstíðanna og óendanleikans. Á öðru frímerkinu er hringurinn ígildi hnattarins alsettur snjókristöllum en á hinu krans þakinn snjókornum. Samofnir þessu þema á báðum frímerkjum eru fuglar íslenska vetrarins, snjótittlingarnir. Listamaðurinn er Sveinbjörg Hallgrímsdóttir en Hlynur Ólafs son færði listaverkin í frímerkjabúning. Samantekt: Eðvarð T. Jónsson Undanfarin misseri hefur hinsvegar orðið mikil breyting á. Strax í kjölfar hruns íslenskra fjármálafyrirtækja haustið 2008 mátti merkja mikinn samdrátt í bréfamagni og hefur sú þróun haldist síðan. Samdráttur í magni 20g bréfa var tæplega 9% á milli áranna 2008 og 2009. Sendingar frá fyrirtækjum eru uppistaðan í póstmagni og því hefur staða fyrirtækja í landinu bein áhrif á bréfamagn. Mörg fyrir tæki hafa hætt starfsemi. Þau sem eftir eru senda færri og léttari sendingar. En þó aðallega megi rekja ástæður minni notkunar á bréfa pósti til efnahagssamdráttar er þó hluti til kominn vegna yfirfærslu frá hefðbundnum pósti yfir í rafrænar lausnir. Mest hefur breyt ingin verið á yfirlitum og öðrum við skipta tengdum upplýsingum. Svipuð þróun hefur verið í póst magni í nágrannalöndum okkar þó að samdráttur sé ívið meiri en við sjáum hér á landi. ÚTGÁFUR FYRRI HLUTA ÁRS 2010 VIÐBÓT Persónuleg frímerki með burðargjaldi til útlanda Til viðbótar við grein um útgáfur fyrri hluta árs 2010 í síðasta Frímerkjablaði (2. tbl. 11. árg.) er vert að greina frá því hér að frá og með 6. maí nk. verða persónuleg frímerki eða Frímerkin mín einnig í boði fyrir almenn bréf 0 50g í A-pósti til landa í Evrópu og landa utan Evrópu. Persónuleg frímerki hafa verið í boði fyrir almenn bréf innanlands frá því 2008 og hafa notið töluverða vinsælda en nú mætum við kröfum neytenda með því að bjóða þau líka á póstsendingar til útlanda. 538A skotbolti. 538B brennibolti. Sem fyrr eru 24 sjálflímandi frímerki í hverri frímerkjaörk. Í tilefni útgáfunnar gefur Íslandspóstur út tvö opinber persónuleg frímerki nr. 538A-B sem sjást á meðfylgjandi myndum. Panta má persónuleg frímerki á vef Póstsins www.postur.is 0 50g Sameining þyngdarflokka bréfapósts innanlands og utan Að fengnu samþykki Póst- og fjarskiptastofnunar einfaldaði Íslandspóstur verðskrá sína, frá og með 1. janúar 2010, fyrir bréfa póst til útlanda með sameiningu tveggja léttustu þyngdar flokka bréfapósts, 0 20 g og 21 50 g. Sambærileg sam eining þyngdar flokka bréfapósts innanlands tók síðan gildi 1. mars 2010 með nýrri verðskrá. Rík hefð er fyrir því í póstþjónustu að þyngdarflokkar séu í kringum 0 50 g eða 0 100 g og fylgir Íslandspóstur nú þeirri þróun. Með sameiningu þessara tveggja þyngdarflokka næst tæki færi á aukinni samhæfingu í vinnslu og fram kvæmd bréfa pósts viðskiptavinum til góðs. Slík sameining gefur fyrirtækjum sömuleiðis möguleika að nýta bréfapóstinn meira í markaðssetningu sinni og senda þyngri sendingar fyrir lægra verð. Fyrirtæki geta t.d. notað tækifærið og sent auglýsingu með reikningum um hinar ýmsu vörur eða þjónustu sem það býður upp á. Sameiningin hefur hvorki áhrif á núverandi samninga né þjónustu við viðskiptavini. Þvert á móti mun sameining þessara tveggja þyngdarflokka einfalda þjónustu Íslandspóst. 5

JÓLAÚTGÁFUR Jólamerki ársins 2009 Íslandspóstur gaf út tvö frímerki fyrir jólin 2009, annars vegar fyrir 20 gramma bréf innanlands og hinsvegar 120 kr merki (burðar gjald innan Evrópu). Hönnuður jólafrímerkjanna er Örn Smári Gíslason. Myndefnin eru listaverkin Fjallræðan eftir Guð mund frá Miðdal og Heilög Guðsmóðir eftir Finn Jónsson, en þau eru hluti af steindum gluggum í kirkjunni á Bessastöðum. Tíu merki eru í örkinni og eru þau prentuð hjá The Lowe Martin Group. Jólamerki styrktar- og líknarfélaga Fyrir jólin var vitað til að fimm styrktar- og líknarfélög höfðu gefið út jólamerki. Á jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins er mynd, Litrík jól, eftir Sigríði Bragadóttur listmálara. Í örkinni eru 12 merki og er hún prentuð hjá Odda hf. Ágóði sölunnar rennur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Húsafellskirkja prýðir jólamerki Ungmennasambands Borgarfjarðar, UMSB. Guðmundur Sigurðsson teiknaði merkið og hefur hann teiknað öll 22 jólamerkin fyrir Ungmennasambandið. Í örk inni eru 10 merki og eru þau riftökkuð. Jólamerkjaútgáfa Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar hefur verið órofin frá árinu 1958 en það ár gaf klúbburinn út afmælismerki í tilefni af 50 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar. Í örkinni eru 6 rif tökkuð merki. Lionsklúbburinn Þór gaf út jólamerki með mynd af Hlíðarendakirkju. Hönnuður er Þórhildur Jónsdóttir og eru 10 merki á örkinni. Prentaðar voru 2.000 arkir og er helmingur þeirra r i ft a k k a ð u r. Jólahefti Rauða kross Íslands var sent á öll heimili í landinu og innihélt að venju merkimiða á pakka, jólamerki á um slög og jólakort. Hugleikur Dagsson teiknaði jólamerkin að þessu sinni. Hug leikur er mynd lista maður, myndasögu höfundur og leik skáld. Í örkinni eru 36 riftökkuð merki. Kjartan J. Kárason Breytingar í Árneshreppi á Ströndum Verslun kaupfélagsins póstafgreiðslan. Stimpill póstafgreiðslunnar 524 Árneshrepp. Í september 2009 voru lagðar niður bréfhirðingar sem voru kenndar við 522 Kjörvog og 523 Bæ, jafnframt því sem bæði póstnúmerin voru sameinuð 524 Norðurfirði. Þann 1. desember 2009 var póstáritun síðan breytt úr 524 Norður fjörður í 524 Árneshrepp og á sama tíma var bréf hirðingunni á Norðurfirði breytt í póstafgreiðslu. Því miður tók lengri tíma að fá nýjan póststimpil en áætlað var og barst hann ekki á Norðurfjörð fyrr en á nýju ári og var fyrst stimplað með honum fimmtudaginn 28. janúar 2010. Íslandspóstur er í samstarfi við Kaupfélag Steingrímsfjarðar um rekstur póstafgreiðslunnar en kaupfélagið rekur verslun á Norðurfirði. Póstur kemur flokkaður frá Póstmiðstöð í Reykja vík og er sendur með flugi á Gjögur tvisvar í viku, en samgöngur eru erfiðar til staðarins, sérstaklega að vetri til. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni frá 1. desember 2009 eru 50 íbúar skráðir með búsetu í Árneshreppi og er því sveitar félagið það fámennasta á Íslandi en í Norðurfirði einum búa allt árið um kring aðeins 11 manns. Póstaf greiðslustjóri á Norður firði er Edda Hafsteinsdóttir. 6

LIÐNAR FRÍMERKJASÝNINGAR Frímerkjasýningar á Íslandi Heimilið veröld innan veggja 1970 Sýndir voru 28 rammar af frímerkjum á sýningunni Heimilið veröld innan veggja, 21. maí til 7. júní 1970 í Laugar dalshöll. Um var að ræða kynningu á frímerkjasöfnun á vegum LÍF, en rétt er að minnast á það í þessari umfjöllun á íslenskum frí merkjasýningum. Á sýning unni var opið sérstakt pósthús með sér stimpli. Norden 1972 Klúbbur Skandinavíusafnara stóð fyrir Norden 1972 dagana 19. 22. maí það ár. Sýningin var í Norræna húsinu í Reykjavík og var í tengslum við fimmta landsþing LÍF. Sýnt var í 52 römmum. Mest af sýningaefninu var frá erlendum söfnurum og var sýningin mikill lærdómur fyrir íslenska safn ara um það hvernig ætti að setja upp sýningarsöfn og vinna með frí merkjaefni. Á sýn ingunni var opið sérstakt pósthús og var sér stimpill bæði vegna sýningarinnar og þingsins. Kópavogur 1971 Þessi sýning var haldin í Æskulýðsheimili Kópavogs af Félagi frímerkjasafnara í Kópavogi, dagana 13. 14. nóvember 1971. Á sýningunni voru 48 rammar. Þessi sýning er fyrsta frímerkja sýningin sem haldin er utan Reykja víkur og var til efnið fjórða landsþing LÍF, en um langan tíma var þessari ágætu hefð haldið við að hafa frímerkjasýningar í tengslum við landsþing. Á sýningunni var opið sérstakt pósthús með sér stimpli. Hveragerði 1973 Haldin var 15 ramma frímerkjasýning í Hveragerði 29. 30. apríl 1973. Um þær mundir var Frímerkja klúbburinn Stjarnan stofnaður og var þessi sýning til að kynna frímerkjasöfnun með góðri aðstoð Félags frímerkjasafnara á Selfossi. Eyrarbakki 1973 Sama sýning og var í Hveragerði var haldin á Eyrarbakka 12. 13. maí 1973 en um þessar mundir var Frímerkja klúbburinn Magni á Eyrarbakka stofnaður og var þessi sýning til að kynna frí merkja söfnun á Eyrarbakka. Vestmannaeyjar 1972 Frímerkjaklúbburinn Heimaey hélt þessa sýningu 29. apríl til 1. maí 1972. Sýningarefnið var að sögn 300 albúm síður settar upp á ein angrunarplast. Staðreyndin er sú að undirritaður veit mjög lítið um þessa sýningu. Vegna þessarar skrán ingar um íslenskar frímerkjasýningar er mjög mikilvægt ef einhver getur gefið meiri upplýsingar um þessa sýningu eða aðrar sýn ingar á vegum frímerkjasafnara. Væri það vel þegið og kæmi að miklu gagni fyrir sögu frímerkjasýninga á Íslandi. Selfoss 1973 Í tengslum við sjötta þing LÍF var sýning í Gagn fræða skólanum á Sel fossi 19. maí 1973. Rammafjöldi var 30 og var opið sérstakt póst hús á staðnum. Sigurður R. Pétursson Í lokin langar mig að ítreka beiðni mína þess efnis að ef einhver hefur upplýsingar, sem nýta má til þess að gera sögu frímerkjasýninga á Íslandi sem fullkomnasta, þá hafi viðkomandi samband á netfanginu issporsrp@simnet.is. 7

ÍSLENSK BRÉFSPJÖLD Hvenær voru þau fyrst notuð? Íslensk bréfspjöld voru, sem kunnugt er, fyrst útgefin undir lok ársins 1879. Kom þá út 5 aura spjald til nota innanlands en árið eftir komu út tvö ný spjöld, 8 aura og 10 aura, sem annars vegar var burðargjald til Danmerkur og hins vegar til utanríkislanda. Fleiri spjöld, bæði einföld og tvöföld voru gefin út allt til ársins 1900 og voru öll sama marki brennd og frímerki þess tíma, verð gildisreiturinn var tölustafur í sporöskju. Kallast þau öll sam eiginlega auraspjöld. Auraspjöldin voru síðan, líkt og frímerkin yfirprentuð Í GILDI 02 03. Árið 1902 leysti ný útgáfa bréfspjalda með mynd Kristjáns konungs níunda af hólmi öll áður gild bréfspjöld. Þessi nýja útgáfa einfaldra og tvöfaldra bréfspjalda í verðgildunum 3, 5, 8 og 10 aurar, var prentuð í Danmörku, eins og reyndar öll önnur íslensk bréfspjöld, og kom til landsins 7. október. Telst útgáfudagur vera 9. október það ár, samkvæmt tilkynningu, sem Magnús Stephensen, landshöfðingi sendi frá sér þann dag. Þessi nýja útgáfa hlaut allt aðrar og betri viðtökur en fyrri bréf spjöld og var 3ja aura spjaldið mikið notað, einkum til fundar boða og tilkynninga af ýmsum toga, svo mikið reyndar að tvö földu spjöldin voru oft á tíðum tekin í sundur og notuð sem ein föld spjöld. Í september 1905 voru þriggja, fimm og 10 aura spjöldin endurútgefin og kom þá fram lítilsháttar frávik frá fyrri útgáfu svo sem greint er frá í myndatexta hvað varðar 3 aurana. Enginn formlegur útgáfudagur Ætlunin er ekki að fjalla fræðilega um þessi bréfspjöld hér á þessum vettvangi að sinni og ekki heldur um útgáfuna frá 1907 en það ár komu ný bréfspjöld til landsins, nú með mynd þeirra feðga, konunganna Kristjáns níunda, sem látist hafði árinu áður og Friðriks áttunda, sem tók við konungsdæminu af föður sínum. Spjöldin með þeim feðgum voru reyndar endurútgefin 1912 og þá með vatnsmerki. Eru allar þessar útgáfur sérlega áhugaverðar til rannsókna, því svo hefur tekist til að óvenju mikið er af allskonar afbrigðum í prentun þeirra. Ekki er um formlegan útgáfudag þessara spjalda að ræða ef undan er skilin dagsetningin 9. október 1902. Því er fróðlegt að vita elstu þekktu póststimplun þessara bréfspjalda og eru safnarar hvattir til að skoða sín spjöld og koma athugunum sínum á framfæri við ritstjórn Frímerkjablaðsins. Elstu stimplanir mínar má sjá hér til hliðar í myndatextum og er ekki að efa að eldri dagsetningar eiga eftir að koma í ljós. Hálfdan Helgason Kristján níundi. Útgáfan frá 1902. Þekkist á því að T í Til er beint niður af H í Hjernamegin. Elsta stimplun mín er 24.10.1902. Kristján níundi. Útgáfan frá 1905. Þekkist á því að T í Til er til vinstri niður af H í Hjernamegin. Elsta stimplun mín er 31.1.1906. Tveir kóngar. Útgáfan frá 1907 er án vatnsmerkis en útgáfan frá 1912 er með vatnsmerki. Elstu stimplanir mínar eru 27.6.1907 á fyrri útgáfunni og 7.11.1912 á þeirri seinni. Hálft frímerki Í Frímerkjablaðinu nr. 19, bls. 16, er grein Ólafs Elíassonar, sem hann nefnir Hálft frímerki. Rekur hann þar þau tvö tilvik um helminguð frímerki, sem honum eru kunn og kemst að þeirri niður stöðu að þar sé um tilbúning að ræða. Engin ástæða er til að véfengja þá niðurstöðu. Á erlendu uppboði nú í mars, birtist enn eitt dæmið um hálft frímerki, að þessu sinni á klippingi og býsna athyglisvert er, ef grannt er skoðað, að sama dagsetning er í stimplinum á þessum klippingi og á bréfspjaldinu, sem fylgdi grein Ólafs, þ.e. 25.VII.1912. Verður að telja næsta víst að sami aðili hafi haldið á skærunum í þessum tveimur tilvikum. 8

PÓSTKORT Heklugosið 1947 Eldfjallið Hekla verður snemma myndefni á póst kortum eins og sjá má á handlitaðri ljósmynd frá fyrstu áratugum síðustu aldar. Þó svo að ljósmyndun hafi verið orðin talsvert almenn þegar Hekla gaus 1947 er kannski ekki um auðugan garð að gresja hvað viðkemur litprentuðum útgáfum á kortum af þeim atburði; litprentun korta var ekki langt á veg komin á þeim tíma (mynd ir 2 5). Það er því áhugavert að rýna í fjögur litprentuð kort sem öll eru prentuð í Svíþjóð ásamt skýringu á myndefni á þremur tungu málum. Ljósmyndarar eru tilgreindir náttúru fræð ingurinn Pálmi Hannesson, rektor Menntaskólans í Reykjavík og jarðeldgosa- og jöklafræðingurinn Sigurður Þórarinsson. Dæmigert fyrir vísindamennina er hve nákvæmlega myndefnið er tilgreint og því fylgt eftir þannig að ekki er að finna ritvillur eins og oft vill verða á íslenskum kortum sem prentuð eru erlendis. Prentunin er dálítið sérstök og mynd 4 tekin af Sigurði verður hreinasta listaverk í þessari prentun. Hinsvegar þarf kannski töluvert hugmyndaflug til að sjá hvað mynd 5 sýnir. Skrifaði textinn aftan á kortinu er áhugaverður, en þar sendir Jón Jónsson kveðju til vinar síns, Ture i Västerås og segir honum frá því að hann hafi farið með sænska jarðfræðinga um há lendið og gengið á Heklu. Þarna mun væntanlega vera kominn enn einn jarðfræðingurinn, sem m.a. er kunnur fyrir rannsóknir sínar á Reykjanesi. Sama ljósmynd fyrirmyndin Leikurinn æsist þegar rýnt er í póstkort sem líkast til er gefið út í byrjun áttunda áratugarins, mynd 6. Kortið ber númer eitt og hvort þetta er fyrsta póstkortið sem Sólarfilma gaf út eða fyrsta kortið í einhverri útgáfuröð skal látið liggja milli hluta en næsta ljóst er að þessi ljósmynd er af sömu filmu og myndin á kortinu frá 1947, en nú hefur komið til fullkomnari prenttækni. Þetta sést berlega þegar bornir eru saman skuggarnir í forgrunni myndar innar. Það liggur við að við fljúgum með myndasmið yfir myndefnið. En samanburði er enn ekki lokið. Út voru gefin frímerki, sjö að tölu, 3. desember 1948 þar sem Heklugosið 1947 er myndefnið. Þrjár mismunandi myndir eru notaðar og aug ljóslega eru fyrirmyndir ljósmyndir en Stefán Jónsson, síðar arkitekt, teiknaði mynd irnar. Myndefni 12 aura og 50 aura frímerkjanna er bersýnilega teiknað eftir ljós mynd úr sömu filmu og kortin eru prentuð eftir, mynd 7. Hrafn Hallgrímsson Mynd 3. Hekla séð frá Selskarði 28. mars 1947. Photo: P. Hannesson. Ópóstgengið. Mynd 1. Hekla frá Gaukshöfða. Hand lituð ljósmynd, aldur óviss. Á bakhlið stendur: BRJEFSPJALD, Einkarjettur: Egill Jacobsen & Verzlunin Björn Kristjánsson. Ópóstgengið. Mynd 2. Heklugosið 29. mars 1947. Photo: P. Hannesson. Ópóstgengið. Mynd 4. Sami texti og á mynd 2, en ljósmyndari er Sigurður Þórarinsson. Ópóstgengið. Mynd 7. Heklugos 1947, 50 aura frímerki útgefið 3. des ember 1948. Teikning: Stefán Jónsson. Prentun: Thomas de la Rue. Mynd 6. Myndskýring á bakhlið: Hekla on fire March 29. 1947. The 10.000 m. high eruption column. Photo: Pálmi Hannesson. Published by Sólarfilma s.f., Reykjavík, Iceland. No.1. OFFSET: Prentsmiðjan Edda h.f. Ópóstgengið. Mynd 5. Hraungígur suðvestan í Heklu 7. apríl 1947. Photo: S. Thorarinsson. Póstgengið: kveðja til Svíþjóðar, ritað á Ljósa - fossi 18.7. 48 en stimplað í Reykjavík, hugsanlega 30. júlí. Myndir 2 5 eru allar prentaðar í Svíþjóð, merktar PRINTED IN SWEDEN. Myndefni er á bakhlið lýst á íslensku, sænsku og ensku. 9

HELGI P. BRIEM Bréfadreifing Helga P. Briem Helgi P. Briem var starfsmaður utanríkisþjónustunnar í seinni heimsstyrjöldinni. Í byrjun árs 1940 var ákveðið að Helgi hætti í danska sendi ráðinu í Berlín og hæfi störf sem sendi fulltrúi á Spáni. Mál þróuðust þannig vegna ástandsins á Spáni að hann settist að í Portúgal, ásamt konu sinni Doris og Helga var ljóst að erfitt var fyrir Íslendinga er voru í hernumdum löndum að vera í sambandi við fjölskyldur sínar og gilti þetta í báðar áttir. Póststjórnin tilkynnti þann 1. júní 1941 að bannað væri að senda bréf til landa undir stjórn Þjóðverja, gilti þetta bann til stríðsloka. Frá þessum tíma var aðeins hægt að senda bréf til Sviss, Portúgals, Spánar og Svíþjóðar. Allur póstur skildi fara um England. Þann 2.2. 1941 skrifar Helgi til Krabbe í Kaupmanna höfn. Ég vil líka vera milliliður milli landsmanna heima og úti, þannig að ég hef gefið þeim leyfi til að senda mér bréf til þeirra þarna heima, sem ég sendi svo áfram. Mér skilst að Englendingarnir hafi ekkert á móti þessu svo framarlega sem bréfin séu ritskoðuð. Ef ég á þennan hátt get gert gagn, að sjálfsögðu er þetta einkaframtak mitt, myndi það að sjálfsögðu gleðja mig. (Úr bréfi á Þjóðskjalasafni) Þann 3. febrúar skrifar hann Friede systur sinni um hugmynd sína að gerast miðlari með bréf. Var mér að detta í hug að leyfa löndum að skrifa mér þannig að það kæmist hingað, en hefðu adressu rétts móttakanda í horninu neðst vinstra megin. Ég sendi síðan bréfin fleiri saman í flugpósti til London og áfram til Íslands, en bæði einhvern heima að vera viðtakanda og datt í hug helst þú. Mundi viðtakandi þá setja hvert bréf í umslag til endanlegs móttakanda og frímerkja það og senda áfram innanlands. Auðvitað á minn kostnað, bæði fyrir kostnað og vinnu. Ég má ekki blanda þessu saman við fulltrúa-störf mín og því gæti verið að þetta yrði allt að vera á nafni Dorisar og því vil ég ekki senda bréfin til ráðuneytisins. Væri ef til vill hentugt að fá sér stimpil og segja á honum: skrifið enga adressu en svarið þessu bréfi til H.P.Briem, Rua da Victoria 7 3, Lisboa. Svar við þessu bréfi má senda til: Nefnið ekki adressu móttakanda, en takið fram númer bréfsins. Hann hefir skrá með adressunni skv. númerinu. Ellegar það mætti setja þetta á miða með bréfinu. Mér er þetta töluvert áhugamál og þætti því vænt um ef þú gætir gert þetta, en auðvitað skuldað mig fyrir. (Úr bréfi úr einkasafni Eggerts Ásgeirssonar) Dreifimiði frá Helga, er sendur var með bréfum er komu frá honum og dreift hér innanlands. Helgi sendir út fréttabréf Helgi sendi fyrsta fréttabréf sitt út 8. 13. febrúar 1941, til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Berlínar og Hamborgar, en alls sendi hann út 9 fréttabréf með fréttum frá Íslandi. Í þessu fyrsta fréttabréfi voru upplýsingar til landa hans að hann muni reyna að greiða fyrir bréfaskiptum, ef landar vildu senda sér bréf til fyrir greiðslu. Hann sendi svo bréfin fleiri saman til London í flug pósti til ritskoðunar. Tekur hann fram að hann geri þetta án afskipta ríkistjórnarinnar og má því ekki geta hans sem stjórnarerindreka. Þann 12. febrúar segir hann í bréfi til Friede ætla að biðja þig að slá utanum innlögð bréf og senda til viðtakanda. (Úr bréfi úr einkasafni Eggerts Ásgeirssonar) Það er því ljóst að fyrsta sending af bréfum þessa leið hafa farið frá Portúgal 12. febrúar 1941. Helgi fylgdist vel með að bréfin bærust og númeraði hann hvert bréf til að geta séð hvaða bréf týndust, hann sendi þá aftur pakka með þeim bréfum er skiluðu sér ekki. Mér var að detta í hug, ef þú hefðir ekki fengið fyrri bréf mín að fólk geti sent mér svörin og segði þá aðeins í stað adressu svar við bréfi nr. T.d. 41 38 etc. því þá veit ég hvert á að senda það. Vekur það ef til vill minni eftirtekt hjá ritskoðuninni þannig. Ég er töluvert interessaður að vita hvenær bréfin koma fram og þætti vænt um að þú vildir senda mér skeyti, auðvitað á minn kostnað adr: BRIEM SADNUDS Lissabon, framkomið t.d. 31/41 etc. (Úr bréfi úr einkasafni Eggerts Ásgeirssonar) Samkvæmt bréfabók Helga sem geymd er á Landsbókasafni hefur hann sent 1131 bréf til Íslands þar með eru talin einkabréf hans, til hernuminna landa hefur hann sent 898 bréf. Flest voru bréfin til Danmerkur, Kaupmannahafnar, einnig má nefna Noreg, Þýskaland, Svíþjóð og Búlgaríu. Bréf sent til Portúgals dagsett 25. júlí 1942. Bréfið er líklegast ritskoðað í Leuchars í Skotlandi. Frá Englandi er bréfið sent með flugi til Lissabon. Bréfið fær stimpilinn OAT sem merkir að það skuli sent áfram með flugi. Samkvæmt dag setningu bréfsins er Helgi farinn frá Portúgal. Innihaldi þess er því dreift af þeim aðila er tók við af Helga. Hvernig voru bréfin send? Það tók oft langan tíma að koma bréfum milli London og Portúgals. Aðallega töfðust þau í ritskoðuninni og einnig ef þau voru send með skipi, því lagði Helgi áherslu á að bréfin væru send með flugpósti milli London og Portúgals, þetta skýrir hvers vegna flest bréf til Helga frá Íslandi eru með flugmiða. 10

HELGI P. BRIEM í Portúgal 1940 1942 varð þar fiskifulltrúi, þar sem portú gölsk stjórnvöld viðurkenndu hann ekki sem sendifulltrúa fyrir Ísland. Helgi kemur til Portúgals 1. nóv ember 1940 og starfar þar til 22. júní 1942 er hann heldur til New York og kemur þangað 30. júní 1942. Hann tekur svo við konsúlatinu 14. júlí 1942. Ljósrit úr bréfabók Helga. Samkvæmt upplýsingum frá Eggerti Ásgeirssyni, báru hann og bróðir hans Páll út mikið af þessum bréfum í Reykjavík, en þeir eru synir Friede Briem. Önnur voru sett í umslög og póstlögð. Eggert man að eftir stríðið bárust pakkar með bréfum sem talið var að hefðu týnst, en þessi bréf höfðu áður komist til skila þar sem annar pakki með afritum hafði verið sendur. Talið hefur verið að Helgi hafi sjálfur borið bréf með sér til Danmerkur og Íslands á þessum árum, samkvæmt upplýsingum (úr einkabréfasafni Eggerts Ásgeirssonar) ferðaðist hann ekki til Íslands eða landa hersetinna af Þjóðverjum á því tímabili er hann starfaði í Portúgal. Það kemur einnig skýrt fram hjá Helga að hann vildi að öll bréf færu í gegnum ritskoðunina, einnig hans eigin bréf. Það má nefna að þegar flutningaskipið Edda kom með fisk til Portúgals, vildi hann ekki biðja skipstjórann um að taka bréf til Íslands, bæði til að tryggja öryggi skipverja og til að varpa ekki skugga á hans nafn gagnvart rit skoðuninni. Innanbæjar bréf í Danmörku dagsett 22.6.1942, sem er sami dagur og Helgi siglir til Ameríku. Bréfið er merkt Helga á bakhlið, krossað er yfir nafn Helga og nafnið J. Benediktsson hand skrifað, hann bjó í Dan mörku á stríðs árunum. Bréf þetta hefur verið með fleiri bréfum frá Helga til Jakobs Bene diktssonar, en Jakob sá um að dreifa bréfum frá Helga í Kaup manna höfn. Á framhlið bréfsins er hand skrifað 5548 með rithönd Helga. Sam kvæmt bréfaskrá sendi Helgi bréf 547 561 til Jakobs Benediktssonar. Helgi fer frá Portúgal Þegar leið að því að Helgi færi til New York hafði hann áhyggjur af að þessi þjónusta legðist af. Fékk hann aðila til að taka við þessari þjónustu. Þá er greinilegt að hann og Friede hafa velt fyrir sér þjónustu Thomas Cook en Helgi talið hana of flókna. Mér hefir satt að segja fundist svo slæmt að fara frá því, að ég hefi ákveðið að þó ég fari héðan að fá mann til að gegna því áfram þangað til stríðið er búið. Má þá senda bréfin áfram á Rua Victoria 7, og verður þar séð um bréfin sem koma úr báðum áttum. En bréfin heiman að fara til eins manns í hverju landi, sem sjá um útsendinguna þar, því adressurnar eru oft svo ófullnægjandi að það þarf að vera kunnugur maður sem sér um þær. Enda eru margir móttakendur skólafólk og einhleypingar sem flytja oft. Þið skuluð því segja fólki að senda mér bréfin óhrædd áfram, þó ég fari héðan. Það verður séð um bréfin fyrir því. Einnig þó adressan sé ófullkomin og móttakandi er Ís lendingur. Er ég þegar byrjaður á því að senda bréf sem hafa ófullkomna adressu til góðs vinar sitt í hvoru landi. Hér skil ég bara eftir umslög áprentuð til hvors fyrir sig, svo öll bréf til Svíaríkis fari til eins manns, öll til Þýskalands til annars o.s.frv. Það er dálítið slæmt ef pósturinn hafi ekki upp á manni sem flutti, að ég fékk ekki bréfið endursent fyrr en 2 mánuðum seinna, en nú gengur þetta miklu betur. Hvaða önnur leið er til sem þú talar um? Þú segir hún sé mjög kompliceruð (á spássíu Hef séð í blöðum) (Úr bréfi úr einkasafni Eggerts Ásgeirssonar) Dregur úr bréfasendingum Þegar Helgi er kominn til New York fylgist hann með hvernig gangi með póstinn gegnum Portúgal. Bréf eru send til Helga í New York til að koma þeim til Evrópu, hann telur það ekki þjóna neinum tilgangi, þau séu öll stoppuð af rit skoðuninni. Í bréfi frá Friede til Helga dagsettu 16.11.1942 segir Friede að hún sé enn að fá bréf frá Portúgal og þau síð ustu hefðu komið 3. nóvember. Síðasta bréfið er berst til Friede er númer 411 og má gera ráð fyrir að haldið hafi verið áfram með númerkerfið, bréfin til Íslands eru því að minnsta kosti 1411. Ekki er ljóst hvenær bréf hættu að berast en það virðist hafa dregið mjög úr bréfa komum eftir þessa dagsetningu. Í sama bréfi segir Friede: En bréf sem send eru héðan endursendir breska rit skoðunin víst oftast nær, að minnsta kosti hafa mörg bréf komið hingað til mín, þar sem heimilisfang sendanda hefur verið ófull nægjandi, en fólk hér er ógurlega niðurdregið yfir því að geta engan vegin skrifað lengur, þar sem þetta gekk svo vel þegar þú varst í L (Úr bréfi úr einkasafni Eggerts Ásgeirssonar). Friede, Eggert og Páll aðstoða Það er ljóst að það voru ekki margir sem komu að þessari bréfa dreifingu, Helgi var frumkvöðullinn og drifkrafturinn, en hann þurfti aðstoð hér heima og sá Friede systir hans um að dreifa bréfunum með hjálp sona sinna, þeirra Eggerts og Páls. Þá komu að þessu aðilar í löndum sem hernumin voru af Þjóð verjum, seinni hluta þessa tímabils, má þar t.d. nefna Jakob Benediktsson í Kaupmannahöfn. Þetta starf var unnið af óeigin girni og einu launin voru þau að vita af því að Íslendingar í hernumdum löndum gátu verið í sambandi við sitt fólk. Eggert sagði að móðir sín og Helgi hafi fengið mikið þakk læti frá fólki er naut þessarar þjónustu þeirra Helga og Friede. Ég vil þakka Eggerti Ásgeirssyni fyrir ómetanlega hjálp við gerð þessarar greinar. Rúnar Þór Stefánsson HEIMILDIR: Einkabréfasafn Eggerts Ásgeirssonar, bréfabók Helga á Landsbókasafni, munnlegar upplýsingar frá Eggerti Ásgeirssyni. Bréf á Þjóðskjalasafni. Bréf úr safni Rúnars Þórs Stefánssonar. 11

FRÍMERKJAHÚSIÐ FYRSTA DAGS UMSLÖG Innlit í Frímerkjahúsið Bolli Davíðsson frímerkjakaupamaður í 50 ár! Um fyrsta dags umslög Lengi hafa menn safnað fyrsta dags umslögum. Á Íslandi var umslagaútgáfan líklega í hámarki frá 1960 til 1980 en hefur minnkað ár frá ári. Áður fyrr voru þau talin skynsöm fjárfesting, en nú er þessi söfnun aðallega til skemmtunar. Samkvæmt tölum frá Íslandspósti eru um 3500 áskrifendur að íslenskum fyrsta dags umslögum á Íslandi og víða um heim. Fyrirtækið Árið 1950 stofnaði Davíð Jóhannesson fyrrum póst- og símstjóri á Eskifirði fyrirtæki sem fékk nafnið Frímerkjasalan og hafði aðsetur í Lækjargötu 6a. Fyrirtækið var með ýmislegt á boðstólum fyrir utan frímerki m.a. var Davíð umboðsmaður fyrir Happdrætti Háskóla Íslands auk þess að selja ýmsleg annað eins og t.d. sérvíettur. Fljótlega þróaðist þó reksturinn í að vera einskorðaður við frímerki og fylgihluti þeirra. Davíð lést árið 1960 og tók þá sonur hans Bolli Davíðsson við rekstrinum. Nokkrum árum eftir að Bolli tók við breytti hann nafninu í Frímerkjahúsið, sem var til hins góða að hans sögn, því mikið var farið að bera á nafnruglingi við annað fyrirtæki sem þá hét Frímerkjasala póstsins. Bolli var 30 ár í Lækjargötunni en flutti sig um set að Bókhlöðustíg 2 við hlið M.R. árið 1990 og er því búinn að vera á nýja staðnum í 20 ár. Hann segir mjög góðan anda ríkja á Bókhlöðustígnum og mun bjartara en í Lækjargötunni. Móðursystir Bolla, Margrét Árnadóttir, vann með Bolla í búðinni allt til ársins 1987. Kúnnarnir Fyrstu árin komu margir unglingar sem keyptu frímerki, þar á meðal erlendar seríur svo sem bíla- og dýrafrímerki. Krökkunum fannst gaman að skoða sýningarbækur fram og aftur, enda mikið af mótífmerkjum í þeim. En verslunarhættir hafa breyst. Nú koma færri viðskiptavinir en þeir hafa meira á milli handanna og versla fyrir hærri upphæðir. Á verðbólgutímum leit fólk á frímerki sem góða fjárfestingu og var þá mikil frí merkja sala, nú mörgum árum seinna er meiri sala í góðum umbúðum. Frímerkjahúsið er einnig félagsmiðstöð. Meðan staldrað er við hjá Bolla koma ýmsir fastagestir við, annaðhvort til að spjalla yfir kaffisopa eða til að sækja uppfærslur í albúmin góðu. Þjónusta við safnara Bolli tók við umboði fyrir Lindner vörurnar upp úr 1970, en Lindner framleiðir albúm með áprentuðum blöðum fyrir landasöfnun, innstungubækur og flesta fylgihluti fyrir frímerkja- og myntsafnara. Bolli segir að eftir að hann hóf innflutning hafi sú breyting orðið á að fólk hafi byrjað að nota vandaðar umbúðir fyrir frímerkin sín. Nálægð við aðalpósthúsið var góð þegar kom að útgáfudegi frímerkja. Mikið var að gera í kringum fyrsta dags umslögin. Mikið var prentað af umslögum upp úr 1960. Bolli gætti jafn FV útgáfan FV stendur fyrir frímerkjaverslun. Fyrsta umslagið kom út 1968 og var merkt FV-1. Umslögin voru númeruð þannig upp í FV-180. Einhver númer komu ekki út (153,156,160 og 161) vegna þess að til var lager af eldri umslögum með sama þema. Einhver ruglingur varð í röðinni undir lok númeranna, og veltu menn þá fyrir sér að hætta útgáfunni. Því komu nokkur ómerkt umslög út eftir FV-180 meðan verið var að átta sig á málinu, en svo var haldið áfram og eftir það merkt einungis FV. Yfirleitt voru umslögin í tveimur litum, rauð og blá. Einhverjar undantekningar eru frá litum. Um 1995 var ákveðið að hafa þau svarthvít; var byrjað með tvö svarthvít en svo strax farið í eitt umslag. Þessi útgáfa er enn í gangi, nú í umsjón Frímerkjahússins. Einnig eru til umslög merkt FF (Félag frímerkjasafnara) og FM (Frímerkjamiðstöðin) Fyrir þá sem vilja átta sig á hvað gefið var út í FV útgáfunni má finna töflu með upplýsingum á vefslóðinni www.is-lif.is Sveinn Ingi Sveinsson ræðis og seldi áprentuð umslög fyrir alla útgefendur, þar á meðal samkeppnisaðila sína. Þetta leiddi til þess að margir litu við í Frímerkjahúsinu. Þetta var skemmtilegur og annasamur tími og þurfti stundum að bæta við fólki þegar mest gekk á. Er Bolli að hætta? Þegar Bolli er spurður hvort hann sé að hætta glottir hann og spyr hvort ég eigi þá annað starf handa sér. Það er því ljóst að hann mun áfram aðstoða safnara næstu misserin. Sveinn Ingi Sveinsson 12

YFIRPRENTANIR Enn af yfirprentuninni Í GILDI 02 03 Frá miðjum nóvember 1902 og fram í júlímánuð 1903 voru þá gild auramerki svo og bréfspjöld yfirprentuð með Í GILDI 02 03 og látin gilda til ársloka 1903. Var þetta gert sam kvæmt fyrirmælum Landshöfðingjans yfir Íslandi, Magnúsar Stephensen, sem birt voru í aug lýsingu hans þann 9. október 1902. 2 mm bil milli Í og G 3 mm bil milli Í og G Já, Enn af yfirprentuninni, segi ég, því hér á árum áður reit ég nokkrar greinar í safnarablaðið Grúsk, sem Landssamband íslenskra frímerkjasafnara gaf út á sínum tíma. Greinarnar fjölluðu um mitt helsta áhugamál, íslensk bréfspjöld. Í þessum grein um tók ég fyrir aðallega yfirprentunina Í GILDI 02 03, sem mörgum safnaranum hefur þótt þarflaust fyrirbæri í útgáfusögunni en öðrum hefur þessi útgáfa verið ómæld uppspretta allt að því pedantískra rannsókna á sjálfri yfirprentuninni. Af ýmsum ástæðum lagðist þessi áhugi minn í margra ára dvala en vaknaði svo aftur fyrir fáeinum misserum og ég tók til við að skoða og skilgreina bréfspjöldin að nýju. Til þess að gera örlitla grein fyrir því hvað hér er um að ræða, er rétt að rifja upp að árið 1902 ákvað póststjórnin að allar birgðir af óseldum frímerkjum og bréfspjöldum skyldi yfirprenta með orðunum Í GILDI 02 03. Eftir þann tíma voru svo öll áður útgefin frímerki og bréfspjöld ógild til notkunar á póst en skammt var í nýja gerð frímerkja og spjalda. Þessar nýju útgáfur, sem bárust til landsins í september 1902 og giltu frá 9. október, báru mynd hins vinsæla og kynsæla danska konungs, Kristjáns Bréfspjald úr safni Sigtryggs R. Eyþórssonar, með yfirprentuninni Í GILDI 02 03 af gerð II sent til Austurríkis. Bil milli lína í yfirprentun 5,2 mm. Gerð II. níunda, sem kallaður var í gamni og alvöru, tengdafaðir Evrópu því börn hans giftust mörg inn í keisara- og konungaættir álfunnar. Til gamans má geta þess að fram að því að íslensku frímerkin og bréfspjöldin með mynd Kristjáns níunda komu út, hafði ekki komið út frímerki með mynd nokkurs konungs í hinu víðfeðma danska ríki. Viðbót við áður skráð afbrigði En aftur að yfirprentuninni. Að minnsta kost þeim, sem kynnt hafa sér yfirprentuð bréfspjöld, er kunnugt að fram komu við prentun yfirprentunarinnar þrjár mismunandi gerðir, sem þekkja má í sundur á því að bil milli línanna Í GILDI og 02 03 er mismikið. Eru þessar gerðir kallaðar I, II og III hvort sem er á einföldum eða tvöföldum spjöldum. Er gerð III þeirra lang sjaldgæfust en gerð II algengust, einkum virðist vera tiltölulega mikið til af 10 aura spjöldunum tvöföldu. Þeir sem á annað borð hafa dundað sér við að rýna í yfirprentunina hafa fyrst og fremst einbeitt sér að því að mæla fyrrnefnd bil milli lína, eða skoða hvort brotnað hafi úr prentsátrinu, svo fallið hafi burt strik, úr fellingarmerki eða punktur þar sem hann á að vera. Einnig eru bók stafir, einkum Í, I og L misstórir. Svo kem ég loks að því sem er tilefni þessarar litlu greinar, en það er að við skoðun fjölmargra 10 aura Brjefspjalda með fyrir fram greiddu svari með yfirprentun af gerð II, þ.e. að bil milli lína er 5,2 mm, kom í ljós að bil milli stafanna Í og G er mismikið, ýmist 2 eða 3 mm. Kemur 3ja mm bilið miklu sjaldnar fyrir. Er hlutfallið um það bil 20%. Þennan mun hef ég ekki séð tí undaðan neinsstaðar. Verður þetta að mínu mati að teljast viðbót við áður skráð afbrigði. Hálfdan Helgason LLANFAIRPWLLGWYNGYLLGOGERYCHWYRNDROBWLLLLANTYSILIOGOGOGOCH Lengsta póststöðvarnafn sem fyrirfinnst í stimpli er frá Wales í Bretlandi, hvorki meira né minna en 58 bókstafir. Fullu nafni heitir bærinn: LLANFAIRPWLLGWYNGYLLGOGERYCHWYRN DROBWLLLLANTYSILIOGOGOGOCH. Þetta er sem sagt welska og mun þýða Kirkja heilagrar Maríu í hvíta heslilundinum rétt hjá fossandi lindinni við kapellu heilags Tysilios eða því sem næst. Eins og gefur að skilja kemst þetta nafn ekki fyrir í neinum venjulegum hringlaga póststimpli en tvívegis hefur verið gerður ferhyrndur póststimpill fyrir pósthúsið. Venjulega er þó nafnið stytt í LLANFAIRPWLL eða bara LLANFAIR P.G. og sett í hringlaga stimpil. Hvert skyldi vera lengsta póststöðvarnafnið í íslenskum stimpli? Lát heyra. 13

FARSEÐLAR Í SÉRLEYFUM Farseðlar í sérleyfum Póst- og símamálastjórnar 1935 1980 Með batnandi vegakerfi um 1916 fara bifreiðir að yfirtaka póst- og farþegaflutninga af hestvögnum. Vegakerfi Íslands var þó mjög bágborið nema í nágranna sýslum Reykjavíkur en hafnar voru ferðir í Árnes- og Rangárvallasýslu frá Reykjavík. 2) Áætlunarferðir Steindórs 1932. 1) Áætlunarferðir póstbíla 1916. 3) Fyrsti farmiði SVR hf. 1932. Með fleiri ökufærum vegum undir 1928 hófust nýjar áætlu n a rf e r ð i r m e ð f a rþ e g ar ú t u m o g h á l f k a s s ab í l u m á l e n g r i l e i ð u m m.a. til Akureyrar, Vestur lands, og að Kirkjubæjarklaustri; frá Borgar nesi með siglingu ms Laxfoss og þá var einnig farið til Austurlands frá Akureyri. Á fáförnum leiðum fékkst jafnvel enginn til aksturs og var þar því erfitt með póstflutninga en á fjöl förnustu leiðunum var samkeppni mikil og lítill fjárhagslegur grund völlur fyrir áætlunarferðum (mynd 2). Því hóf Póststjórnin rekstur bifreiða og keypti árið 1933 farþegarútu og rak sem farþega- og póstbíl til að bæta nokkuð úr þessu. Árið 1931 var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofn að og gerði það samning við bæjarstjórnina sama ár um innanbæjarakstur. Í byrjun voru þó aðeins eknar þrjár leiðir (mynd 3). Lög um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum Til að auðvelda póstflutninga voru sett lög sem tóku gildi 1. mars 1935. Skipulagsnefnd um fólksflutninga var stofnuð og veitti hún sérleyfi en Póststjórninni bar að hafa yfirstjórn og eftirlit með þeim. Voru sérleyfin 51 í fyrstu. Til að standa undir kostnaði var innheimt sérstakt 3% sérleyfisgjald af and virði af hentra farmiða. Akstur farþegarúta skyldi þá vera sam kvæmt áætlun og með fargjöldum ákveðnum í byrjun hvers árs. Þessar áætlanir juku mjög öryggi og reglu í öllum akstri (mynd 4). Íslensk leiðabók var gefin út 1935 og eru þar síðan prentaðar árlega upplýsingar um öll sérleyfi, fargjöld, brottfarar- og komutíma rúta auk viðkomustaða (mynd 5). Fargjöld voru ákveðin af Póststjórninni, sem einnig sá um prentun farseðla fyrstu árin. Sú venja skapaðist í upphafi að hún lét Ríkisprentsmiðjuna Gutenberg prenta sérstaka farseðla fyrir einstakar ferðir. Tvær tegundir farseðla voru prentaðar frá upp hafi a)farseðill með afriti sem sýndi alla viðkomustaði rút unnar og fargjöld. Farangursflutningur var leyfður. Afrit var notað við uppgjör sérleyfisgjalds; b)farmiði með föstu áprentuðu fargjaldi, án farangursflutnings. Var notaður hjá SVR og á leiðinni Reykjavík Hafnarfjörður. Uppgjör sérleyfisgjalds var gert með talningu á afhentum miðum. Árið 1939 var sérleyfishöfum heimilt að láta prenta eigin seðla, eftir fyrirsögn og eftirliti Póst- og símamálastjórnar. Skylt var að afhenda öllum farþegum tölusetta farseðla eða miða og skyldi geyma þá meðan á ferð stæði. Sérleyfishafa bar að flytja ókeypis ákveðið magn pósts eftir reglum Póststjórnar og það var fyrst árið 1937 að greitt var fyrir flutning á helmingi póstmagns. Frá 1966 var sérleyfishafa skylt að flytja póst en þá skyldi hann fá greitt samkvæmt gjald skrá er ráðherra setti. Eftirlit með því að lögin væru haldin hafði Póststjórnin í sam ráði við Vega málastjóra. Heimilt var að ráða einn eða fleiri menn til eftirlits. Þekkt er eftirlit með rútum á leið frá Reykjavík, voru bílar þá stöðvaðir ofan Lögbergs og aðgætt hvort farþegar hefðu tilskilda farmiða, og ef ekki, var sektum beitt. Þekktastur eftirlitsmanna var Björn Blöndal lög gæslumaður og var nokkur uggur í farþegum sem reyndu gjarnan að losna við auka kostnað (mynd 6). Sérleyfi Eiganda farþegarútu bar sam kvæmt lögunum að sækja um sérleyfi og væri það veitt, að annast akstur samkvæmt leiðar bók ársins. Á farseðla a) var nú prentað Sérleyfisgjald inni falið (mynd 7). Gatað var í seðilinn við endastöð farþega sem sýndi hversu langa vegalengd var greitt fyrir. 6) 14

FARSEÐLAR Í SÉRLEYFUM 8) SVR hf. 1933, enskur farmiði. 9) Íslenskir farmiðar SVR hf. 1933, örk óskorin. 4) Íslensk Leiðabók 1935. 7) Sérleyfisgjald innifalið. 10) Miðar ÁBH, B.S.R., SVR og Steindórs. 11) Skattur innifalinn. 12) Ferðaskrifstofugjald innifalið. 5) Akstursleiðir um Borgarfjörð 1935. Hópferðaleyfis var nú einnig krafist og hópferðir ekki heim ilar á héraðsmót eða fjölsóttar skemmtanir nema fengið væri sér stakt leyfi veitt af ráðherra og sá Póst- og síma mála stjórnin einnig um útgáfu þess. Nýir farmiðar af tegund b) voru teknir í notkun hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hf. árið 1933. Þeir komu tilbúnir frá Bretlandi (mynd 8) ásamt vélrænu áhaldi til afhendingar. Það reyndist illa en var notað um sinn þar til íslenskir miðar voru til búnir. Voru þeir prentaðir missettir 10 á örk og síðan skornir niður fyrir notkun (mynd 9). Kaupstaðir gátu fengið einkaleyfi til fólksflutninga með strætis vögnum innan síns lögsagnarumdæmis t.d. í Reykjavík. Þar var leyfið framselt til Strætisvagna Reykjavíkur hf. sem annaðist innanbæjarakstur. Væri ekið út fyrir lögsagnar um dæmið t.d. að Lögbergi/Lækjarbotnum þurfti sérleyfi til við bótar. Á innan bæjarmiðum var aðeins tilgreind ein föst upphæð fargjalds. Á fjölförnum leiðum gátu verið fleiri en einn sérleyfis hafi. Má þar nefna leiðina Reykjavík Hafnarfjörður þar sem fjórir fengu sér leyfi í byrjun (myndir 10). Í apríl 1940 er fargjald milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hækkað og kom þá ný áletrun á farseðla um að nú sé Skattur inni falinn (mynd 11). Ferðaskrifstofa ríkisins Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð með lögum árið 1936. Bar henni að annast ýmsa kynningu á landi og þjóð og auk þess afgreiðslu og sölu farseðla fyrir rútuferðir. Samkvæmt lögunum bar að innheima sérstakt stimpilgjald af farseðlum, 5 aura af hverri krónu hans. Nokkur dráttur varð á að Ferðaskrifstofan hóf starfsemi en á meðan rann gjaldið til ríkissjóðs. Á farseðla var nú prentað Ferðaskrifstofugjald innifalið. Átti þetta sér stað á árunum 1936 til 1947 (mynd 12). 13) Norðurleið hf. far seðill Rvk. Akureyri. 14) Landleiðir hf. farseðill Rvk.- Hafnarfjörður. 15) Farseðill b) með viðhengi. Póststjórnin Í stríðslok var bílaflotinn orðinn úr sér genginn og takmarkaður áhugi eða möguleiki á endurnýjun. Því var Póst stjórnin aftur fengin til að annast rekstur farþegarúta á ýmsum leiðum m.a. með Norðurleið hf. til Norðurlands (mynd 13) og Landleiðum hf. til Hafnarfjarðar (mynd 14). Sérleyfisgjaldið er hækkað í 7% árið 1945 en aftur lækkað í 3% 1951. Þá eru einnig í gildi lög um stimpilgjald fyrir Ferðaskrif stofu en óþekkt er hvort það var innheimt. Sérstakir farseðlar fyrir einstakar leiðir voru felldir niður en í staðinn koma miðar með föstum upphæðum í krónum. Líkjast þeir gerð b) en hafa viðtengdan hluta sem var rifinn af við sölu hans. Var hann ekki afhentur heldur síðar notaður við uppgjör sér leyfisgjalds (mynd 15). Mismunandi upphæðir eru þekktar og er nokkur munur á setningum fargjalda m.a. á krónum og aurum eða aurar felldir á brott. Helst notkun slíkra miða þar til tölvur taka við útprentun farseðla. Framh. í tbl. 22, Þór Þorsteins 15

VERÐBÓLGAN Verðbólga á frímerkjum Hver kannast ekki við að hafa að minnsta kosti heyrt um Verðbólgudrauginn, þennan sem pólitíkusar og atvinnu rekendur eru sífellt að hræða okkur á. Laun má ekki hækka því þá fer sá fjandi á kreik og allt fer á ská og skjön. Bréf frá verðbólgutímanum geta verið býsna skrautleg. Tíu frímerki til viðbótar eru á bakhlið. Verðbólga hefur áhrif á póstburðargjöld og þar með á útgáfu frímerkja. Við munum trúlega, mörg hver, þegar breyt ingar urðu á burðargjöldum póstsins okkar, mörgum sinnum á ári. Einn ágætur safnari, sem látinn er fyrir all mörgum árum, setti upp mjög svo athyglisvert frí merkjasafn, sem eingöngu snerist um verðbólguna hér á landi á vissu tímabili. Þjóðverjar neituðu að borga stríðsskaðabætur Sem betur fer höfum við þó komist hjá því, sem kalla mætti hrikalega verðbólgu, sem er í raun meira en óða verðbólga en slíkt henti Þjóðverja á þriðja áratug síðustu aldar. Verðbólgan sem þá geysaði var í raun afleiðing þess að Þjóðverjar höfðu tapað í heimsstyrjöldinni fyrri og var gert að greiða stríðs skaðabætur, sem þeim var algjörlega um megn og þeir neituðu að borga. Þá stóðu þýsku stjórninni engin lán til boða svo hægt væri að brúa bilið milli tekna og útgjalda, erlendir fjárfestar héldu að sér höndum og gengi gjaldmiðilsins hríðféll. Verðlag hækkaði úr öllu valdi, sem leiddi til sívaxandi launakrafna. Við það hækkaði verðlag vöru og þjónustu og ein afleiðinganna var síaukinn skortur á peningaseðlum. Verðlag gat hækkað margsinnis frá því að launþeginn tók við launaumslaginu þar til hann komst til að versla nauðþurftir. Fimmtíu þúsund milljón mörk Fyrir heimsstyrjöldina fyrri, sem hófst 1914, sem kunnug er, var almennt burðargjald í Þýskalandi 5 mörk. Á næstu árum eftir stríðið voru þýsk frímerki prentuð með sífellt hækkandi verð gildi og 1923 var svo gefið út hæsta verðgildið, 50 mill jarðar marka; fimmtíu þúsund milljón mörk. Verðbólgunni lauk 1923 þegar Þjóðverjar hófu greiðslu stríðs skaðabótanna sem þeir höfðu verið dæmdir til að greiða. 800,000,000,000,000,000 pengö En það eru ekki bara Þjóðverjar sem hafa orðið fyrir barðinu á óðaverðbólgu. Eitt þekktasta dæmið úr frímerkjasögunni er yfirprentun frímerkja og útgáfa nýrra í Ung verjalandi eftir síðari heimsstyrjöldina, en hæsta verðgildi sem þá var gefið út þar í landi var að verðgildi 500,000,000,000,000,000 pengö eða hálf trill jón. Undir lok verðbólgunnar árið 1946 var almennt burðargjald þar í landi komið í 800,000,000,000,000,000 pengö. Hefur það víst ekki verið toppað enn og verður vonandi aldrei. Hálfdan Helgason Að þekkja frímerki Fyrri útgáfa: 13 takkar Seinni útgáfa: 14 takkar Oft getur verið um mikinn verðmun að ræða á frímerkjum, sem hægt er að skera úr um á tökkun þeirra og er því gott að geta í fljótu bragði áttað sig á mismun merkjanna. Alkunna er að frímerkin með mynd þeirra Friðriks áttunda og Kristjáns níunda, eða tveggja kónga merkin svokölluðu, komu út í tveimur útgáfum, og teygðist hvor um sig um nokkurt tímabil. Fyrri útgáfan kom út á árunum 1907 og 1908 og hin síðari 1913 til 1918. Fljótt á litið er lítinn mun að sjá á þessum útgáfum. Kóróna var í vatnsmerki fyrri útgáfunnar en krossar voru í vatnsmerki þeirrar seinni og er sá munur ekki auð sýnilegur. Auðvelt er hins vegar að greina muninn á þessum út gáfum á tökkun merkjanna því fyrri útgáfan er með tökkun 12 3/4 x 12 3/4 en hin seinni með tökkun 14 x 14 1/2. Með tökkun er átt við að svo og svo margir takkar eru á jaðri merkisins á tveggja sentimetra breidd óháð heildarbreidd þess. Er fyrri talan fjöldi takka á efri brún merkisins en síðari talan fjöldinn á hliðarjaðri. Nú vill svo vel til að umrædd merki hér að ofan eru einmitt 2 sentimetrar á breidd svo að við talningu fást 13 takkar á efri brún merkis úr fyrri útgáfunni og 14 takkar á seinni út gáfunni. Það sem hér hefur verið sagt á reyndar einnig við um auramerkin, sem eins og tveggja kónga merkin eru bæði til með tökkun 12 3/4 (13) og tökkun 14 að ofan og ekki má gleyma skildingunum sem flest eru tökkuð 14 að ofan en einnig eru þau til með tökkun 12 1/2 (13). 16

VERÐLAUNAPENINGAR Verðlaunapeningur verður til Í síðasta Frímerkjablaði nr. 20 var sýnd mynd af verðlaunapeningi NORDIU 2009. Hér verður greint frá framleiðsluferli peningsins. Þegar komin var ákvörðun um að halda sýninguna í Hafnarfirði, var ekkert því til fyrirstöðu að huga að verðlauna peningum. Stjórn Landssambands íslenskra frímerkjasafnara hafði við fyrri Nordíu-sýningar á Íslandi fengið verðlaunapeninga gerða hjá fyrirtækinu ÍS-SPOR með góðum árangri og var ekki talin ástæða til að breyta því. Augljóst var að notast yrði við einhver kennileiti Hafnarfjarðar en að öðru leyti var öll hönnun verðlaunapeningsins í höndum Sveins Ottós Sigurðs sonar, gull smiðs. Hitt er kannski algengara, segir Sveinn, að tilbúin teikning fylgi pöntun á peningum. Ílag sýnir verðlaunastig Fljótlega á undirbúningsferli var ákveðið að öðru megin á peninginn kæmi ílag, sérstök þynna sem límd er á peninginn, með merki Hafnar fjarðar, vitanum. Sömu megin yrði grafið nafn verðlaunahafa og fyrir hvað verðlaunin eru veitt. Með ílaginu kæmi líka fram stig verðlauna, gull, silfur og brons. Bronsílagið er 92% kopar og 8% zink, silfurílagið er 925 silfur og gullílagið er úr silfri og húðað með 24 karata gulli. Þá var komið að því að ákveða myndefni peningsins og lagðist Sveinn í rannsóknarvinnu með dyggri aðstoð nefndarmanna sýningarinnar, bókum flett og myndir skoðaðar. Stöðvast var við gamla mynd frá Hafnarfirði, nánast frá sama stað og íþróttahúsið við Strandgötu stendur núna en þar var sýningin haldin. Teiknaðar voru mismunandi útgáfur og valdi stjórn Lands sambandsins eina þeirra til út færslu. Sveinn við tölvugröft. Stansar. Framleiðsluferlið Þessu næst var tekið til við að grafa mót peningsins (stansinn). Mynd og texti er allt unnið í tölvu sem svo stýrir greftinum, sem náttúrlega verður að vera í spegilmynd. Þannig eru komin mót af báðum hliðum peningsins. Þegar svo er komið er oftast slegin blýafsteypa Undirbúningur fyrir ílag. eða peningurinn mótaður í leir og þannig má ganga úr skugga um að allt sé á réttum stað. Á þessu stigi er enn unnt að gera breytingar á stansstálinu sem svo er hert í ofni við 800 C. Það krefst mikillar nákvæmni að stilla þessi mót af í stórri pressu, sem gefur högg upp á 120 tonn. Hráefnið í peningana kemur úr 5 mm þykkum koparplötum, sem hoggin er niður í kökur (rándellur) 50 mm að þvermáli. Kökur þessar eru settar í pressuna og út kemur formaður pen ingur með umframefni á kantinum. Gengið frá í öskjur. Peninginn þarf því að setja í rennibekk þar sem hann er renndur í rétta stærð. Peningurinn er nú oxideraður og verður hann þá kolsvartur. Næst er hann burstaður, þannig að eftir verða ein Handbækur um íslensk frímerki og frímerkjaefni: Frímerkingarvélar á Íslandi 1930 1993 eftir Þór Þorsteins útg. 1994. Gjalda- og söfnunarmerki auk stimpla á Íslandi eftir Þór Þorsteins útg. 2000. Handbok över Islandska stämplar, af tegundum: danskir-, uppruna- og kórónustimplar útg. Föreningen Islandssamlarna 1997. Icelandic Numeralcancellation útg. Föreningen Islandssamlarna 2006. Íslensk jólamerki 1904 1996 eftir Hauk Valdimarsson og Þór Þorsteins. Íslenskir stimplar, brúar-, rúllu- og vélstimplar 1894 2003 eftir Þór Þorsteins útg. 2003. Íslenskir stimplar Íslandspósts hf. brúar-, rúllu- og vélstimplar 1998 2007 eftir Gest Baldursson og Þór Þorsteins útg. 2008. Postal Rates in Iceland 1894 2009 eftir Brian Flack útg. 2009. Pósthús og bréfhirðingar á Íslandi eftir Þór Þorsteins útg. 1991. Stamps of Iceland 1872 1904 eftir H. Regeling útg. 2001. Stamps of Iceland II, Chr.IX Double Kings 1902 1919 eftir H. Regeling útg. 2004. Stimplar, skrá um sér-, hliðar-, einka- og útgáfudagsstimpla eftir Hauk Valdimarsson og Þór Þorsteins útg. 1997. hverjir skuggar, sem undirstrika þrí vídd hans, og loks lakkaður. Nú er tekið til við ílagið, þunnu plötuna sem límd er á peninginn. Þar er kominn enn einn stansinn fyrir pressuna. Ílagið er þrenns konar eins og áður er getið, koparþynna, silfurþynna og gull húðuð silfurþynna. Þegar þær koma úr press unni þarf að saga þær til í rétta stærð. Og loks eru þær lakk aðar og límdar á peninginn. Verðlaunapeningurinn er nú tilbúinn til að grafa á hann nafn þess sem peninginn hlýtur og verð launa stigið og að endingu er búið um hann í þar til gerðri öskju. Hrafn Hallgrímsson 17

ALDARMINNING Jónas Hallgrímsson 12.3.1910 3.11.1975 Jónas Hallgrímsson var fæddur á Siglufirði þann 12. mars 1910 og hefði því orðið 100 ára þann 12. mars sl. Hann fluttist ungur að aldri til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og gekk þar í barnaskóla og síðar Verzlunarskólann. Strax á hans yngri árum hafði kviknað hjá honum áhugi á frímerkjasöfnun og gildi hennar varð honum snemma ljóst. Jónas lagði allt frá ungum aldri mikla rækt við frímerkin og má segja að allt hans líf hafi snúist um frímerki jafnt af áhugamennsku sem atvinnu þar sem hann stundaði allmikil viðskipti með frímerki. Starfaði í þágu íslenskra frímerkjasafnara Jónas var einn þeirra brautryðjenda sem lögðu hug og hönd í stofnun Félags frímerkjasafnara þegar efnt var til undir búnings fundar í Þjóðleikhúskjallaranum þann 28. maí árið 1957. Af rakstur þess fundar var að Félag frímerkjasafnara var stofnað þann 11. júní sama ár af 35 stofnfélögum og var Jónas kjörinn í fyrstu stjórn félagsins. Síðar gegndi hann ýmsum störfum fyrir félagið og var m.a. formaður þess um margra ára skeið. Með tilkomu félagsins var orðinn til vettvangur fyrir áhugasama frímerkjasafnara til að miðla þekkingu á áhuga málinu innan lands og utan. Störf á erlendum vettvangi Nú á dögum er tíðrætt um ýmis félagasamtök án landamæra og að með tilkomu tækninnar hafi fólk aðgang að fróðleik frá víðri veröld og geti verið í sambandi við skoðanabræður sína í öllum löndum heims. Áður fyrr voru slík samskipti einnig fyrir hendi en þá með hefðbundnum frímerktum bréfpósti. Vafalaust má rekja þann áhuga sem Jónas hafði alla tíð á samskiptum við útlönd gegnum frímerkin til þess tíma þegar hann vann sem ungur maður við Póstinn í Reykjavík. Á þeim tíma öðlaðist hann yfirgripsmikla þekkingu á póstsamskiptum við útlönd og á vettvangi póstsins aflaði hann sér mikillar þekk ingar á póststimplum og því hvers virði þeir geta verið. Jónasi var ávallt í mun að gera söfnun íslenskra frímerkja góð skil meðal erlendra félaga úr frímerkjaheiminum hvar sem hann kom. Á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari hafði Jónas þegar aflað sér góðra sambanda við áhugasama útlendinga sem sóttust eftir íslenskum frímerkjum og eignaðist hann góða frímerkjavini jafnt í Evrópulöndum sem og í Vesturheimi. Um tuttugu ára skeið fór Jónas víða erlendis á vegum íslenskra stjórnvalda og einnig á eigin vegum sem fulltrúi ís lenskra frímerkjamanna. Þannig má sem dæmi nefna ferð hans á alheimssýninguna Fifth International Philatelic Exhibi tion í New York árið 1956 þar sem Jónasi var falið, af þáverandi samgönguráðherra, það hlutverk að vera fulltrúi Íslands við opnun sýningarinnar og til leiðbeiningar varðandi íslenska sýningarhlutann. Í niðurlagi bréfs þess sem samgönguráðherra ritaði Jónasi og fól honum að vera fulltrúi Íslands á sýningunni, var tæpt á því hvert hlutverk hans skyldi vera og jafnframt segir þar orðrétt; Yður ber að stilla kostnaði við förina í hóf. Margur ráða maðurinn í dag mætti taka slíka ráðdeild til fyrirmyndar og brýna sína þegna til betri siða. Jónas fór ásamt þeim Jóni Aðalsteini Jónssyni og Halldóri Sigurþórssyni til Svíþjóðar í janúar 1971 þar sem þeir voru viðstaddir opnun hinnar merku sýningar Allting 71 í Gautaborg. Hinn vel þekkti klúbbur Islandssamlarna í Gautaborg með Axel Jónas Hallgrímsson leiðbeinir tveimur ungum frímerkja söfnurum. Miltander ritstjóra í broddi fylkingar hafði forgöngu að því að bjóða þeim félögum til Svíþjóðar í tilefni sýningarinnar. Þótti sú ferð heppnast með eindæmum vel og án efa styrktust tengsl milli Svía og Íslendinga á sviði frímerkjasöfnunar. Frímerkjakaupmaðurinn Jónas hafði nokkurn hluta lífsviðurværis síns af kaup mennsku með frímerki og tengd efni. Einn þáttur frí merkja tengdrar vinnu sem hann stundaði var umboðs mennska prentfyrirtækis í Sviss, Hélio Courvousier, sem prentaði frí merki íslensku póststjórnarinnar um árabil. Jónas ferðaðist tíðum til Sviss til funda við fulltrúa Cour vousier og sömu leiðis komu menn á þeirra vegum oft til Íslands. Á þeim ferðum leitaði hann stöðugt leiða til að afla sér viðskipta sambanda og tíðum urðu til góð vinasambönd við erlenda frímerkjamenn. Þá var ósjaldan leitað til Jónasar vegna sölu á frímerkjasöfnum úr dánarbúum þar sem hann þótti hafa þekkingu og traust til að meta og koma slíkum söfnum í verð. Maríus Þór Jónasson Upplýsingar um upplög einstakra frímerkjaútgáfa seinni hluta árs 2009 Útgáfa: Upplag: Verðgildi: 525A 350.000 95.00 525B 350.000 160.00 526A 125.000 120.00 526B 125.000 120.00 527A 80.000 150.00 528A 250.000 110.00 528B 250.000 130.00 529B 250.000 190.00 530A 1.400.000 Bréf 20g innanl. (70,00) 530B 220.000 120.00 G39 19.500 2.700.00 (1000 hlutur Íslands) H84 75.000 700.00 A09 6000 4.600.00 18

ALÞJÓÐLEG FRÍMERKJASÝNING Nýlega fundið bréf Þekkt eru sárafá bréf sem send voru frá Íslandi á danska tímabilinu 1870 72 og frímerkt eru með dönskum frímerkjum. Það telst því til stórtíðinda þegar áður óþekkt bréf frá þessum tíma kemur fram. Heimssýningin í Kína 2009 China 2009 World Stamp Exhibition Sigtryggur R. Eyþórsson segir frá alþjóðlegri frímerkja sýningu, sem haldin var í Kína á síðastliðnu ári. Bréfið sem hér um ræðir var sent til Skotlands og er frí merkt með dönskum skildingmerkjum, pari af þriggja skildinga merki (AFA 17) og einu átta skildinga (AFA 19) eða samtals fjórtán skild ingum. Bæði þessi merki voru til sölu á danska pósthúsinu í Reykjavík. Öll eru merkin ógilt með þriggja hringja tölu stimplinum 236 og til hliðar er dagstimpill Reykjavík 22/7, gerð D2. Fjórtán skildingar voru burðargjald fyrir bréf 0 3kv frá Danmörku til Englands á tímabilinu 01.11.1865 31.12.1872. Engin sér stök burðargjöld voru þá til fyrir bréf frá Íslandi til landa utan ríkis, þ.e. til annarra landa en Danmerkur og Færeyja. Ísland var hluti danska ríkisins og því eðlilegt að dönsk burðargjöld til annarra landa giltu einnig hér á landi. Frá Íslandi til Englands með gufuskipinu Queen Á framhlið bréfsins er einnig áttkantaður SHIP LETTER stimpill frá Leith (Robertson S9), þekktur í notkun árin 1870 88. Á bakhlið er svo komustimpill EDINBURGH 27.JY 72. Á framhliðina er skrifað pr Queen, að því er virðist með annarri hendi en nafn mótttakanda bréfsins. Þessi áletrun táknar ósk send anda um að bréfið fari með þessu ákveðna skipi. Samkvæmt Þjóðólfi í júlí 1872 kom gufuskipið Queen til Reykja víkur þann 20. júlí frá Granton og flutti hingað enska ferðamenn. Það lét síðan úr höfn 22. júlí, sama dag og bréfið er stimplað í Reykjavík, áleiðis til Englands með hrossafarm. Það verður að teljast hafið yfir allan vafa að bréfið hafi verið flutt beint til Englands með þessu skipi. Þess má geta að póstskipið Diana kom til Reykjavíkur 19. júlí en fór ekki aftur fyrr en þann 27. Bréfið var því fimm dögum fljótara í förum með Queen en með póstskipinu. Loks er þess að geta að á lokunarflipa bréfsins eru tákn sem einna helst minna á austurlensk leturtákn en ekki er mér ljóst hvað þau þýða. Fátt er vitað um sögu bréfsins. Það var í gömlu safni sem danskur frímerkjakaupmaður keypti í Englandi á síðasta ári. Að því best er vitað hafði það verið þar mjög lengi og líklega ekki komið fyrir almenningssjónir í um 50 ár. Þór Þorsteins fær þakkir fyrir upplýsingar um skipaferðir í júlí 1872. Einnig ber að þakka núverandi eiganda bréfsins fyrir leyfi til að birta mynd af þessu áhugaverða bréfi. Ólafur Elíasson Alþjóðleg frímerkjasýning var haldin í hinni söguríku og menningarlegu Luoyangborg í Henan fylki í miðaustur hluta Kína frá 10. til 16. apríl 2009. Var þetta í annað sinn sem haldin var alþjóðleg frímerkjasýning í Kína. Sú fyrri var haldin árið 1999 í Peking og kölluð Kína 1999. Vígslusýning nýrrar sýningarhallar Sýningin var haldin í nýrri marmara sýningarhöll og var höllin vígð með þessari alþjóðlegu frímerkjasýningu. Sýningin og öll umgjörð hennar var framúrskarandi vel gerð og skipulögð og ekkert til sparað og má segja að Ólympíuleikarnir í Peking frá árinu 2008 hafi verið fyrirmyndin. Setning fór fram á stórum íþróttavelli, eins og þá og þar var mikið um dýrlegar ljósasýningar og frábær skemmtiatriði. Við slit sýningar var gullverðlaunahöfum afhentir verðlaunapeningar með því að hengja þá formlega um háls þeirra, svipað og gerist á íþróttaleikum. Öll löndin innan Federation of International Philately (FIP) eða Alþjóðlegra samtaka frímerkja safnara, sem eru 84 alls, tóku þátt og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Sýningargestir urðu yfir 600.000 og sýndir voru fleiri en 3.200 rammar af frímerkjasöfnum. Á meðal sjaldgæfra frímerkja má nefna Penny Black frímerki bresku konungsfjölskyldunnar og Red Revenue frímerki frá Kína. Frímerki hafa fylgt mannkyninu um langa tíð og eiga sér sína sögu er kemur að miðlun og mannlegum samskiptum í gegnum aldir. Margir líta frímerki menningarsögulegum augum og sem safngripi. Sýningar af þessum toga eru því ekki einungis yfirlit um sögu frímerkisins og ákveðinn þátt í sögu mannlegra samskipta og tengsla heldur styrkja þær samskipti fólks og þjóða á sama hátt og aðrir fjölþjóðlegir viðburðir. Heimsmet slegin Tvö heimsmet voru slegin á Alþjóðlegu frímerkjasýningunni í Luoyangborg í Kína þann 10. apríl 2009 samkvæmt Heimsmeta skrá Guinness. Hið fyrra var að 3.653 einstaklingar teikn uðu á sama stað á sama tíma, en fyrra metið var 2.490 ein staklingar. Hið síðara var að flest póstkort voru send frá sama stað á einni klukkustund, en það gerðu 4.493 manns á frímerkjasýningunni, en fyrra metið voru 3.316 manns. Fern verðlaun til Íslands Þrír Íslendingar sýndu söfn og Landssamband íslenskra frí merkjasafnara, sem gefur út Frímerkjablaðið í samstarfi við Íslandspóst, sýndi blaðið og fékk 69 stig og silfur bronsverðlaun. Sigtryggur R. Eyþórsson fékk 90 stig fyrir safn sitt Íslensk póstbréfaspjöld 1879 1920 og gullverðlaun. Hjalti Jóhannes son fékk 88 stig fyrir safn sitt Íslenskar stimplanir af gerðinni antiqua og lapidar og stór gyllt silfurverðlaun. Árni Gústafsson fékk 86 stig og einnig stór gyllt silfurverðlaun fyrir safn sitt Íslenskur skipspóstur 1875 1945. Hægt er að lesa um sýninguna og sjá myndir á heimasíðu hennar: www.luoyang2009.cn 19