Nr. 8/458 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 579/2014. frá 28.

Similar documents
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

IS Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/193. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál nr. COMP/M.3333 Sony/BMG)... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Orðsending frá 8. júlí 1994 um gildistöku ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/94, 3/94, 4/94, 5/94 og 7/

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)...

Nr september 2014 REGLUGERÐ. um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014.

2018/EES/62/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 061/18/COL... 1

Nr. 68/192 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1441/2007. frá 5.

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 355/2003 frá 20. febrúar 2003 leyfi fyrir aukefninu avílamýsíni í fóðri... 1

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 48 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Ákvörð un Eftir lits stofn un ar EFTA 167/08/COL frá 12. mars 2008 um meinta

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 33 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 41 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 3 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

2018/EES/48/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 043/18/COL... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 18 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 19 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 46 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

2013/EES/22/01 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.6813 McCain Foods Group/Lutosa Business)... 1

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 47 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum.

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Horizon 2020 á Íslandi:

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 36 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 8 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA!

Eftirlit með neysluvatni

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 3 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar


CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fóðurrannsóknir og hagnýting

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

2014/EES/60/04 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.7319 KKR/Allianz/Selecta)... 6

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1


Áhrif lofthita á raforkunotkun

Reglugerð. um flugumferðarþjónustu

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

2018/EES/2/01 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8694 Hochtief/Abertis)... 1

Saga fyrstu geimferða

Transcription:

Nr. 8/458 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 579/2014 2015/EES/8/18 frá 28. maí 2014 um undanþágu frá tilteknum ákvæðum II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 að því er varðar flutning á fljótandi olíum og fitu á sjó (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 frá 29. apríl 2004 um hollustuhætti sem varða matvæli( 1 ), einkum 2. mgr. 13. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í reglugerð (EB) nr. 852/2004 er kveðið á um að stjórnendum matvælafyrirtækja beri að uppfylla almennar kröfur um hollustuhætti, sem eru settar fram í IV. kafla II. viðauka við þá reglugerð, við flutninga á matvælum. Í 4. lið þess kafla er gerð krafa um að flytja skuli matvæli í lausu, fljótandi eða kornuðu formi eða duftformi í tönkum og/eða gámum/ geymum sem eru eingöngu notaðir til að flytja matvæli. Sú krafa er hins vegar óraunhæf og er óþarflega íþyngjandi fyrir stjórnendur matvælafyrirtækja þegar henni er beitt gagnvart flutningi með hafskipum á fljótandi olíum og fitu sem eru ætlaðar eða líklegt er að verði notaðar til manneldis. Auk þess er ekki nægilegt framboð af hafskipum, sem eru einvörðungu ætluð til matvælaflutninga, til að fullnægja eftirspurn í reglubundinni verslun með slíkar olíur og fitu. 2) Ákvæði tilskipunar framkvæmdastjórnarinnar 96/3/EB( 2 ) heimila sjóflutninga á fljótandi olíum og fitu í tönkum, sem hafa verið notaður áður til flutninga á efnunum sem eru talin upp í viðaukanum við þá tilskipun, með fyrirvara um tiltekin skilyrði sem tryggja lýðheilsuvernd og öryggi og heilnæmi þeirra matvæla sem um ræðir. 3) Í ljósi umræðunnar í Alþjóðamatvælaskránni, sem leiddi til samþykktar á viðmiðunum sem nota skal til að ákvarða hvort fyrri farmur af fljótandi olíum til manneldis og fitu, sem er fluttur á sjó, sé tækur( 3 ) og að ósk framkvæmdastjórnarinnar lagði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) mat á viðmiðanirnar fyrir tækileika fyrri farms að því er varðar fitu og olíur til manneldis og samþykkti vísindalegt álit um endurskoðun á viðmiðunum fyrir tækan fyrri farm að því er varðar fitu og olíur til manneldis( 4 ). 4) Að beiðni framkvæmdastjórnarinnar lagði Matvælaöryggisstofnunin einnig mat á skrá yfir efni með tilliti til þessara viðmiðana. Matvælaöryggisstofnunin hefur samþykkt nokkur vísindaleg álit um mat á tækileika efnanna sem fyrri farms að því er varðar fitu og olíur til manneldis( 5 )( 6 )( 7 )( 8 ). (*) Þessi EB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 160, 29.5.2014, bls. 14. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 258/2014 frá 12. desember 2014 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 139, 30.4.2004, bls. 1. ( 2 ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/3/EB frá 26. janúar 1996 um undanþágu frá tilteknum ákvæðum tilskipunar ráðsins 93/43/EBE um hollustuhætti í matvælaiðnaði vegna flutninga á fljótandi olíum og fitu í lausri vigt á sjó (Stjtíð. EB L 21, 27.1.1996, bls. 42). ( 3 ) Sameiginleg áætlun matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um matvælastaðla, Alþjóðamatvælaskrárráðið, þrítugasti og fjórði fundur, Alþjóðleg ráðstefnumiðstöð, Genf, Sviss, 4. 9. júlí 2011, REP11/CAC, 45. 47. liður. ( 4 ) Vísindalegt álit sérfræðinganefndarinnar um aðskotaefni í matvælaferlinu, að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um endurskoðun á viðmiðunum fyrir tækan fyrri farm að því er varðar fitu og olíur til manneldis Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (2009) 1110, 1 21. ( 5 ) Sérfræðinganefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um aðskotaefni í matvælaferlinu (CONTAM); Scientific Opinion on the evaluation of substances as acceptable previous cargoes for edible fats and oils (Vísindalegt álit um mat á efnum sem tækur fyrri farmur að því er varðar fitu og olíur til manneldis). Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu 2009 7(11), 1391. ( 6 ) Sérfræðinganefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um aðskotaefni í matvælaferlinu (CONTAM); Scientific Opinion on the evaluation of the substances currently on the list in the Annex to Commission Directive 96/3/EC as acceptable previous cargoes for edible fats and oils, Part I of III. (Vísindalegt álit um mat á efnum, sem eru sem stendur í skránni í viðaukanum við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/3/EB, sem tækur fyrri farmur að því er varðar fitu og olíur til manneldis, I. hluti af III.). Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu 2011 9(12), 2482. ( 7 ) Sérfræðinganefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um aðskotaefni í matvælaferlinu (CONTAM); Scientific Opinion on the evaluation of the substances currently on the list in the Annex to Commission Directive 96/3/EC as acceptable previous cargoes for edible fats and oils, Part II of III. (Vísindalegt álit um mat á efnum, sem eru sem stendur í skránni í viðaukanum við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/3/EB, sem tækur fyrri farmur að því er varðar fitu og olíur til manneldis, II. hluti af III.). Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu 2012 10(5), 2703. ( 8 ) Sérfræðinganefnd Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um aðskotaefni í matvælaferlinu (CONTAM); Scientific Opinion on the evaluation of the substances currently on the list in the Annex to Commission Directive 96/3/EC as acceptable previous cargoes for edible fats and oils, Part III of III. (Vísindalegt álit um mat á efnum, sem eru sem stendur í skránni í viðaukanum við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 96/3/EB, sem tækur fyrri farmur að því er varðar fitu og olíur til manneldis, III. hluti af III.). Tíðindi Matvælaöryggisstofnunar Evrópu 2012 10(12), 2984.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/459 5) Til glöggvunar á löggjöf Sambandsins og til að taka tillit til niðurstaða úr vísindalegum álitum Matvælaöryggisstofnunarinnar ætti að fella tilskipun 96/3/EB úr gildi og þessi reglugerð koma í hennar stað. 6) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um matvælaferlið og heilbrigði dýra. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Undanþága Þrátt fyrir 4. lið IV. kafla II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 852/2004 má flytja fljótandi olíur eða fitu sem eru ætlaðar eða líklegt er að verði notaðar til manneldis ( olíur eða fita ) með hafskipum sem eru ekki einvörðungu ætluð til flutninga á matvælum með fyrirvara um að skilyrðin, sem mælt er fyrir um í 2. og 3. gr. þessarar reglugerð, séu uppfyllt. 2. gr. Skilyrði fyrir undanþágu 1. Farmurinn sem var fluttur á undan olíunum og fitunni í sama búnaði í hafskipi (hér á eftir nefndur fyrri farmur ) skal samanstanda af efni eða blöndum efna sem eru skráðar í viðaukann við þessa reglugerð. 2. Flutningar með hafskipum á fljótandi olíum og fitu í lausri vigt, sem vinna á frekar, skulu leyfðir í tönkum sem ekki eru einvörðungu ætlaðir til flutninga á matvælum, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum: a) ef olíurnar eða fitan er flutt í tanki úr ryðfríu stáli eða tanki sem er klæddur að innan með epoxýresíni eða efni, sem er tæknilega sambærilegt, skal sá farmur, sem var fluttur í honum næst á undan, hafa verið: i. matvæli, eða ii. farmur úr skránni yfir tækan fyrri farm sem er að finna í viðaukanum, eða b) ef olían eða fitan er flutt í tanki úr öðrum efnum en þeim sem um getur í a-lið skal sá farmur, sem var fluttur í tönkunum þrjú næstu skipti á undan, hafa verið: i. matvæli, eða ii. farmur úr skránni yfir tækan fyrri farm sem er að finna í viðaukanum. 3. Flutningar með hafskipum á fljótandi olíum og fitu í lausri vigt, sem ekki á að vinna frekar, skulu leyfðir í tönkum sem ekki eru einvörðungu ætlaðir til flutninga á matvælum, að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum: a) tankurinn skal vera: i. úr ryðfríu stáli, eða ii. klæddur að innan með epoxýresíni eða efni, sem er tæknilega sambærilegt, og b) sá farmur, sem var fluttur í tönkunum þrjú næstu skipti á undan, skal hafa verið matvæli.

Nr. 8/460 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 3. gr. Skráahald 1. Skipstjóri á hafskipi sem flytur í tönkum olíur og fitu í lausri vigt skal hafa undir höndum nákvæm skrifleg sönnunargögn um þann farm, sem var fluttur í viðkomandi tönkum þrjú næstu skipti á undan, og skilvirkni þeirra hreinsunaraðgerða sem fóru fram milli þessara farmflutninga. 2. Hafi farmi verið umskipað skal skipstjórinn á móttökuskipinu hafa undir höndum, til viðbótar við skriflegu sönnunar gögnin sem krafist er í 1. mgr., nákvæm skrifleg sönnunargögn þess efnis að flutningur á fljótandi olíum og fitu í lausri vigt hafi verið í samræmi við skilyrðin sem mælt er fyrir um í 2. gr. meðan á fyrri flutningi stóð og um skilvirkni hreinsunaraðgerða sem var beitt milli þessara farma á hinu skipinu. 3. Ef óskað er eftir því skal skipstjóri hafskipsins láta lögbæru yfirvaldi í té skriflegu sönnunargögnin sem kveðið er á um í 1. og 2. mgr. Tilskipun 96/3/EB er felld úr gildi. 4. gr. Niðurfelling Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. 5. gr. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 28. maí 2014. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, José Manuel BARROSO forseti.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/461 VIÐAUKI SKRÁ YFIR TÆKAN FYRRI FARM Ediksýra (etanólsýra, ediksýra, metankarboxýlsýra) 64-19-7 Ediksýruanhýdríð (etanhýdríð) 108-24-7 Aseton (dímetýlketón, 2-própanón) 67-64-1 Súrar olíur og fitusýrueimi úr jurtaolíum og -fitu og/eða blöndum úr þeim, og úr fitu og olíum úr dýrum og sjávardýrum. Ammóníumhýdroxíð (ammóníumhýdrat, ammoníakslausn, ammoníaksvatn) 1336-21-6 Ammóníumfjölfosfat 68333-79-9 og 10124-31-9 Olíur og fita úr dýrum og sjávardýrum, jurtaolíur og -fita og hertar olíur og fita samkvæmt sjávarumhverfisverndarnefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar.2/ umburðarbréf. Bensýlalkóhól (einungis af lyfja- og prófunarhreinleika) 100-51-6 N-bútýlasetat 123-86-4 Sekbútýlasetat 105-46-4 Tertbútýlasetat 540-88-5 Ammóníumnítratlausn Kalsíumnítratlausn (CN-9) og tvísalt hennar NH 4 NO 3.5Ca(NO 3 )2.10H 2 O, sem kallast saltpéturssýra, ammóníumkalsíumsalt 6484-52-2 35054-52-5 Kalsíumklóríðlausn 10043-52-4 Sýklóhexan (hexametýlen, hexanaften, hexahýdróbensen) 110-82-7 Epoxuð sojabaunaolía (innihald oxíransúrefnis a.m.k. 7% en mest 8%) 8013-07-8 Etanól (etýlalkóhól) 64-17-5 Etýlasetat (ediksýrueter, ediksýruestri, ediksnafta) 141-78-6 2-etýlhexanól (2-etýlhexýlalkóhól) 104-76-7 Fitusýrur Arakínsýra (eikósansýra) 506-30-9 Behensýra (dókósansýra) 112-85-6 Smjörsýra (n-smjörsýra, bútansýra, etýlediksýra, própýlmaurasýra) 107-92-6 Kaprínsýra (n-dekansýra) 334-48-5 Kaprónsýra (n-hexansýra) 142-62-1 Kaprýlsýra (n-oktansýra) 124-07-2 Erúkasýra (cis-13-dókósensýra) 112-86-7 Heptansýra (n-heptansýra) 111-14-8 Lárínsýra (n-dódekansýra) 143-07-7 Lárólsýra (dedekensýra) 4998-71-4

Nr. 8/462 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Línólsýra (9,12-oktadekadíensýra) 60-33-3 Línólensýra (9,12,15-oktadekatríensýra) 463-40-1 Mýristínsýra (n-tetradekansýra) 544-63-8 Mýristólsýra (n-tetradekensýra) 544-64-9 Olíusýra (n-oktadekensýra) 112-80-1 Palmitínsýra (n-hexadekansýra) 57-10-3 Palmitólsýra (cis-9-hexadekensýra) 373-49-9 Pelargónsýra (n-nónansýra) 112-05-0 Rísínólsýra (cis-12-hýdroxýoktadek-9-ensýra, laxerolíusýra) 141-22-0 Sterínsýra (n-oktadekansýra) 57-11-4 Valerínsýra (n-pentansýra, valerínsýra) 109-52-4 Fitusýruestrar allir estrar myndaðir með samsetningu tilgreindra fitusýra og einhvers af tilgreindum fitualkóhólum sem og metanóli og etanóli. Sem dæmi má nefna Bútýlmýrístat 110-36-1 Setýlsterat 110-63-2 Óleýlpalmítat 2906-55-0 Metýllárat (metýldódekanóat) 111-82-0 Metýlóleat (metýloktadekenóat) 112-62-9 Metýlpalmítat (metýlhexadekanóat) 112-39-0 Metýlsterat (metýloktadekanóat) 112-61-8 Fitualkóhól Bútýlalkóhól (1-bútanól, smjörsýra) 71-36-3 Kapróýlalkóhól (1-hexanól, hexýlalkóhól) 111-27-3 Kaprýlalkóhól (1-n-oktanól, heptýlkarbínól) 111-87-5 Setýlalkóhól (C-16 alkóhól, 1-hexadekanól, setýlalkóhól, palmitýlalkóhól, n-eingreint hexadekýlalkóhól) 36653-82-4 Dekýlalkóhól (1-dekanól) 112-30-1 Enantýlalkóhól (1-heptanól, heptýlalkóhól) 111-70-6 Lárýlalkóhól (n-dódekanól, dódekýlalkóhól) 112-53-8 Mýristýlalkóhól (1-tetradekanól, tetradekanól) 112-72-1 Nónýlalkóhól (1-nónanól, pelargónalkóhól, oktýlkarbínól) 143-08-8 Óleýlalkóhól (oktadekenól) 143-28-2 Sterýlalkóhól (1-oktadekanól) 112-92-5 Trídekýlalkóhól (1-trídekanól) 112-70-9 Fitualkóhólblöndur Lárýlmýristýlalkóhól (C12 C15 blanda) Setýlsterýlalkóhól (C16 C18 blanda) Maurasýra (metansýra, vetniskarboxýlsýra) 64-18-6 Frúktósi 57-48-7 og 30237-26-4 Glýseról (glýserín, glýserín, própan-1,2,3-tríól) 56-81-5

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/463 Glýkól 1,3-bútandíól (1,3-bútýlenglýkól) 107-88-0 1,4-bútandíól (1,4-bútýlenglýkól) 110-63-4 Heptan (af verslunarhreinleika (e. commercial grade)) 142-82-5 Hexan (af tæknilegum hreinleika) 110-54-3 og 64742-49-0 Vetnisperoxíð 7722-84-1 Ísóbútanól (2-metýl-1-própanól) 78-83-1 Ísóbútýlasetat (2-metýlprópýlasetat) 110-19-0 Ísódekanól (ísódekýlalkóhól) 25339-17-7 Ísónónanól (ísónónýlalkóhól) 27458-94-2 Ísóoktanól (ísóoktýlalkóhól) 26952-21-6 Ísóprópanól (própan-2-ól, ísóprópýlalkóhól, IPA) 67-63-0 Kaólíngrugglausn 1332-58-7 Límónen (dípenten) 138-86-3 Magnesíumklóríðlausn 7786-30-3 Metanól (metýlalkóhól) 67-56-1 Metýletýlketón (2-bútanon) 78-93-3 Metýlísóbútýlketón (4-metýl-2-pentanón) 108-10-1 Metýltertíerbútýleter (MBTE) 1634-04-4 Melassi sem hefur verið framleiddur í hefðbundinni iðnaðarvinnslu á sykri með notkun á sykurreyr, sykurrófum, sítrusávöxtum eða dúrru Parrafínvax (af matvælahreinleika) 8002-74-2 og 63231-60-7 Pentan 109-66-0 Fosfórsýra (ortófosfórsýra) 7664-38-2 Pólýprópýlenglýkól (mólþyngd yfir 400) 25322-69-4 Drykkjarhæft vatn 7732-18-5 Kalíumhýdroxíðlausn (basísk pottaska) 1310-58-3 N-própýlasetat 109-60-4 Própýlalkóhól (própan-1-ól, 1-própanól) 71-23-8 Própýlenglýkól (1,2-própýlenglýkól, própan-1,2-díól, 1,2-díhýdroxýprópan, mónóprópýlenglýkól (MPG), metýlglýkól) 57-55-6 1,3-própandíól (1,3-própýlenglýkól, trímetýlenglýkól) 504-63-2 Própýlenfjórliða 6842-15-5

Nr. 8/464 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Natríumhýdroxíðlausn (vítissódi, lútur) 1310-73-2 Natríumsílíkatlausn (vatnsgler) 8.9.1344 Sorbítóllausn (d-sorbítól, sexgilt alkóhól, d-sorbít) 50-70-4 Brennisteinssýra 7664-93-9 Óaðgreindar fitusýrur úr jurtaolíum og -fitu, olíum og fitu úr sjávardýrum og dýrum og/eða blöndum þeirra, að því tilskildu að uppruni þeirra sé fita eða olíur til manneldis. Óaðgreind fitualkóhól úr jurtaolíum og -fitu, olíum og fitu úr sjávardýrum og dýrum og/eða blöndum þeirra, að því tilskildu að uppruni þeirra sé fita eða olíur til manneldis. Óaðgreindir fituesterar úr jurtaolíum og -fitu, olíum og fitu úr sjávardýrum og dýrum og/eða blöndum þeirra, að því tilskildu að uppruni þeirra sé fita eða olíur til manneldis. Úreaammóníumnítratlausn (UAN) Hvítolíur 8042-47-5