Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Similar documents
Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ég vil læra íslensku

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Upphitun íþróttavalla árið 2015

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Frostþol ungrar steinsteypu

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Lambleysi hjá gemlingum, meinafræðileg greining

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Íslensk búfjárrækt Málstofa til heiðurs Hjalta Gestssyni níræðum Hótel Sögu, Reykjavík 17. nóvember 2006

Íslensk búfjárrækt Málstofa til heiðurs Hjalta Gestssyni níræðum Hótel Sögu, Reykjavík 17. nóvember 2006

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Bragð og beitarhagar

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

UNGT FÓLK BEKKUR

Matfiskeldi á þorski

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Leiðir til að fjölga. hraungambra og öðrum mosategundum. Magnea Magnúsdóttir og Ása L. Aradóttir

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina?

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería

Desember 2017 NMÍ 17-06

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum


Transcription:

245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla Íslands 2 Yfirlit Tilraunir með beit lamba á fóðurrepju seinnipart sumars og sumarbeit áa og lamba á ræktað land er innihald þessarar greinar. Helstu niðurstöður voru þær að lömb sem vanin eru undan mæðrum sínum í byrjun ágúst og beitt er á fóðurrepju fram að slátrun í byrjun október, eru betur þroskuð en þau sem gengu með mæðrum sínum á afrétti. Beit áa og lamba á ræktað land með aðgangi að framræstri mýri yfir sumarið getur vel komið í staðinn fyrir beit á hálent heimaland. Inngangur Hefðbundin lambakjötsframleiðsla byggist á að beita sauðfénu á afrétt eða hálend heimalönd yfir sumarið. Sumar jarðir hafa þó ekki aðgang að afrétti eða hálendum heimalöndum og beita fé sínu á láglendismýrar eða -móa (Þórey Bjarnadóttir et al. 2004). Rannsóknir hafa sýnt að vaxtarhraði lamba á láglendismýrum fellur jafnt og þétt yfir sumarið á meðan vaxtarhraði lamba á afréttum nær hámarki um mitt sumar og fellur svo hratt eftir það (Ólafur Guðmundsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1999). Þar sem vaxtargeta lambanna er mikil um mitt sumarið hafa lömb á hálendisbeit yfirleitt hærri fallþunga og betri kjötprósentu við 4-5 mánaða aldur en lömb á láglendisbeit (Ólafur Guðmundsson og Andrés Arnalds 1976-1980). Þessi munur í vaxtarhraða lambanna skýrist að hluta til af því að gróður vaknar fyrr á láglendinu á vorin og sölnar þ.a.l fyrr þegar líður á sumarið. Einnig er meiri tegundafjölbreytni á hálendinu en láglendinu og efnainnihald hálendisplantnanna líkist meira blómum en grösum þar sem þær innihalda meira af uppleysanlegum sykrum og lignín og minna af sellulósa og hemisellulósa (Ólafur Guðmundsson 1993). Niðurstöður tilrauna með beit áa og lamba á ræktað land yfir sumarið hafa verið breytilegar. Halldór Pálsson og fleiri gerðu tilraunir með beit áa og lamba á ræktað land með aðgang að framræstri mýri sumrin 1963-1965. Þar kom fram að þau lömb höfðu betri fallþunga og flokkun en þau sem gengu með mæðrum sínum á afrétti (Halldór Pálsson og Stefán Sch. Thorsteinsson 1964, Halldór Pálsson 1965 og 1966). Aðrar tilraunir hafa sýnt fram á svipaðan vöxt og á úthaga eða verri. Þar var vandamál með sníkjudýrasmit þar sem þéttleiki gripa á beit er meiri á ræktuðu landi á láglendi en á afréttum eða hálendum heimalöndum (Ólafur Dýrmundsson et al. 1996). Með skipulagðri inngjöf ormalyfja tókst tilraunamönnum að fá viðunandi vöxt hjá lömbunum. Á meðan lömbum var eingöngu slátrað í september og október höfðu bændur fremur lítinn áhuga á að beita fé á ræktað land yfir sumartímann. Með breyttum markaðsaðstæðum hefur bændum gefist tækifæri á að slátra lömbum utan hefðbundins sláturtíma, sem gæti aukið áhuga þeirra á breyttu beitarskipulagi yfir sumarið.

246 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Fjölmargar tilraunir með haustbeit lamba á grænfóður hafa sýnt fram á að lömb sem beitt er á grænfóður að hausti eru betur þroskuð en þau sem eru með mæðrum sínum á úthaga. Fallþungi þeirra er hærri, skrokkarnir flokkast betur og hafa hærri kjötprósentu án þess að fita aukist verulega (Halldór Pálsson og Runólfur Sveinsson 1952, Halldór Pálsson og Pétur Gunnarsson 1961, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Dýrmundsson 1989, Sigurgeir Þorgeirsson et al. 1990). Af þeim grænfóðurtegundum sem hafa verið prófaðar hefur fóðurrepja (Brassica napus) oft gefið mesta vaxtaraukann fyrir sláturlömb (Fitzgerald og Black 1984, Ólafur Guðmundsson og Ólafur Dýrmundsson 1989, Sigurgeir Þorgeirsson et al. 1990) vegna þess að fóðurrepjan er auðmeltanleg og próteininnihald hennar er hátt (Armstrong et al. 1993). Fáar tilraunir hafa verið gerðar með beit lamba á fóðurkál seinnipart sumars, í ágúst. Hallfríður Ósk Ólafsdóttir (2003) framkvæmdi þó tilraun með beit lamba á ýmsar grænfóðurtegundir með eða án mæðra sinna frá 27. júlí til 4.október. Í þeirri tilraun var niðurstaðan sú að lömbin voru sennilega vanin undan of ung (77 daga gömul) þar sem vöxtur og þroski þeirra var lakari en hinna sem voru með mæðrum sínum. Beit lamba á fóðurrepju seinnipart sumars gæti gefið bændum þyngri skrokka og betri flokkun sláturlamba í sumarslátrun. Því er nauðsynlegt að skoða áhrif beitar lamba á fóðurrepju og há seinnipart sumars á vöxt og þroska lambanna. Efniviður og aðferðir Tilraunirnar fóru fram á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hesti sumarið 2003 og vorið og sumarið 2004. Markmið tilraunanna var að; i) meta áhrif tímasetningar þess að venja lömb undan og færa þau af úthagabeit yfir á vetrarrepju- og háarbeit; ii) að meta mismunandi möguleika á vor- og sumarbeit m.t.t sumarslátrunar um miðjan ágúst. Fyrri tilraunin samanstóð af 5 tilraunahópum með 10 tvílembum í hverjum hóp, sjá töflu 1. Meðalburðartími var 11. maí og aldur og afurðastig ánna var svipað á milli hópa. Tilraunatímabilið var frá mánaðarmótum júní/júlí til slátrunar 3. október 2003. Tafla 1. Tilraunaskipulag fyrri tilraunarinnar. Seinni tilraunin var tveggja þátta tilraun þar sem annar þátturinn var mislöng innistaða eftir burð og hinn þátturinn var mismunandi tegundir af beitilandi, sjá töflu 2. Meirihlutinn af ánum voru tvílembur og meðalburðartími var 20. apríl. Tilraunatímabilið var frá 20. apríl til slátrunar 17. ágúst.

247 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Tafla 2. Tilraunaskipulag seinni tilraunarinnar. Í tilraun I voru öll lömb vigtuð við fæðingu. Lömbin í hóp 1 voru vigtuð og ómmæld í lok júní og mánaðarmótin sept/okt. Lömbin í hópum 2-5 voru vigtuð í lok júní og svo á tveggja vikna fresti frá 6. ágúst til mánaðamóta sept/okt. Þau voru ómmæld í lok júní, 6. ágúst, 3. september og um mánaðamótin sept/okt. Í tilraun II voru öll lömbin vigtuð við fæðingu og síðan vikulega til 3. maí. Eftir það voru þau vigtuð 17. maí, 7. og 26. júní og 17. ágúst. Lömbin voru ómmæld 7. júní og 17. ágúst. Í báðum tilraununum voru fallþungi, flokkun, fita yfir 12. rifi á heitum skrokkum, stig fyrir frampart og læri og önnur útvortis mál skráð í sláturhúsi. Öllum lömbum var gefið inn ormalyf í lok júní í tilraun I. Í tilraun II var öllum lömbum og ám gefið ormalyf þegar þau fóru út á tún í maí. Þann 7. júní var lömbunum gefið inn orma- og hníslalyf og ánum gefið inn ormalyf. Fóðurrepjan í tilraun I var vetrarrepja (Brassica napus) sem sáð var í lok maí og byrjað var að beita hana 6. ágúst. Með vetrarrepjunni höfðu lömbin aðgang að 2,6 ha af áborinni há. Ræktaða landið í tilraun II samanstóð af nýrækt (1,7 ha) og eldra túni (2,6 ha). Með ræktaða landinu höfðu ærnar og lömbin aðgang að 8 ha framræstri mýri. Túnin voru slegin einu sinni á tilraunatímanum og borið á þau aftur til beitar. Hálenda heimalandið á Hesti var í báðum tilfellum mýri, vallendi og holt. Niðurstöður og umræður Tilraun I Mynd 1 sýnir vöxt lambanna frá því að fyrstu lömbin eru tekin undan ánum og beitt á fóðurrepjuna. Þar má sjá að nokkuð dró úr vexti fyrstu 2 vikurnar á repjunni á meðan lömbin voru að venjast henni. Svipaður vöxtur var hjá lömbunum í öllum hópum yfir allt tímabilið, en mestur var hann í lokin hjá repjulömbunum. Á töflu 3 má sjá marktækan mun á þykkt bakvöðvans milli repjulambanna og lambanna í viðmiðunarhópunum (1, 2) í lok tilraunatímabilsins. Þann 3. september voru lömbin í hóp 3 með þykkasta bakvöðvann eftir 4 vikna beit á repjunni. Lömbin í hóp 3 voru líklega búin að taka út meiri þroska í september en lömbin í hinum hópunum þar sem þykkt bakvöðva þeirra jókst minna en hjá hinum, en fitan yfir bakvöðvanum jókst langt um meira.

248 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Mynd 1. Þungabreytingar lambanna í tilraun I. Leiðrétt fyrir kyni og aldri lamba. Sjá betri útskýringar á hópum í töflu 1. Tafla 3. Meðaltöl ómmælinga í tilraun I, vöðvi og fita mæld í mm og einkunn fyrir lögun gefin á skalanum 1-5. Leiðrétt er fyrir kyni og aldri lamba. Sjá betri útskýringar á hópum í töflu 1. a,b marktækur munur á milli gilda í sama dálki Í töflu 4 sést best hve mikil áhrif repjan hafði á vöxt og þroska lambanna. Þau lömb sem voru á repjunni höfðu meiri fallþunga, betri flokkun og hærri kjötprósentu. Lömbin í hóp 4 skáru sig reyndar aðeins frá hinum repjulömbunum hvað flokkun varðar. Eins má sjá á þessari töflu að lömbunum í hóp 3 hefði mátt slátra 2 vikum fyrr þar sem þau eru farin að leggja meira til fitunar, sem þýðir að þau voru búin að ná hlutfallslega meiri þroska en lömbin í hinum hópunum.

249 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Tafla 4. Meðaltöl úr sláturhúsi, fallþungi og flokkun í tilraun I. Leiðrétt fyrir kyni og aldri lamba. a,b,c marktækur munur á milli gilda í sömu línu 1 Hópar; 1 = Afréttur, 2 = hálent heimaland á Hesti, 3 = repjubeit 6/8, 4 = repjubeit 20/8, 5 = repjubeit 3/9. Þessar niðurstöður sýna að beit á repju frá byrjun ágúst getur vel komið í staðinn fyrir úthagabeit með ánni, fyrir svo snemmfædd lömb sem hér var um að ræða. Lömbin í hóp 3 voru 86 daga gömul þegar þau voru vanin undan ánum og beitt á repjuna, en þau þroskuðust mest yfir tilraunatímann. Vöðvavöxtur tilraunalambanna er á þessum aldri ennþá mjög mikill en fitusöfnun hófleg og fóðurnýting því góð til vaxtar. Þar af leiðandi hefur tímasetning repjubeitarinnar verið heppileg m.t.t vefjahlutfalla. Hrútarnir virðast hafa haft meiri ávinning af repjubeitinni en gimbrarnar þar sem þeir voru með hærri lokalífþunga, meiri vaxtarhraða, hærri fallþunga og þykkari ómvöðva. Þar sem hrútar þroskast seinna en gimbrar og hafa hærri fullorðinsþunga, mátti reikna með meiri vöðvavexti hjá þeim á þessu tímabili. Þessar niðurstöður eru í samræmi við eldri tilraunir þar sem repjubeit skilaði þyngri og betur þroskuðum lömbum en beit á há eða úthaga. Tilraun II Fyrst eftir fæðingu uxu lömbin í hópunum fjórum mjög svipað, sjá töflu 5. Vaxtarhraði lambanna í hóp A1 var lakastur yfir tilraunatímann, frá fæðingu til 17. ágúst. Ekki fannst marktækur munur á milli vaxtarhraða lambanna í hinum hópunum. Vaxtartímabilið 7.- 26. júní bættu lömbin í hóp A2 mun meira við sig en lömbin í hóp A1 og voru greinilega að hagnast á túnbeitinni. Lítill munur var á milli vaxtarhraða lambanna í B hópunum. Þess vegna virðist það hafa meiri áhrif á vaxtarhraða lambanna hvenær ám og lömbum er sleppt út á vorin en mismunandi gerð af beitilandi.

250 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Tafla 5. Þungabreytingar lambanna í tilraun II, allar tölur eru í kg. Leiðrétt fyrir kyni og aldri lamba. a,b marktækur munur á milli gilda í sömu línu 1 Hópar; A = hleypt út 4 vikum eftir burð, B = hleypt út 2 vikum eftir burð, 1 = úthagabeit, 2 = túnbeit Eins og sjá má á töflu 6 þá sýna ómmælingatölurnar sömu niðurstöðu. Þar bættu lömbin í hóp A2 mest við sig í ómvöðva, því er meiri ávinningur af því að vera á ræktuðu landi eftir langa innistöðu en úthaga. Meiri munur var á ómfitu á milli hrúta og gimbra á ræktaða landinu þann 17. ágúst en í úthaganum þar sem gimbrarnar voru mun feitari en hrútarnir. Á úthagabeitinni voru hrútar með 2,54 mm þykka ómfitu og gimbrar 2,61 mm, á meðan fituþykktin á láglendisbeitinni var 2,38 mm hjá hrútunum og 3,42 mm hjá gimbrunum. Gimbrarnar hafa þá verið búnar að taka út meiri þroska en hrútarnir á ræktaða landinu. Sláturtölurnar voru mjög svipaðar á milli hópa eins og sjá má á töflu 7. Það eru helst lömbin í hóp A1 sem voru léttari en hin og hafa marktækt minni síðufitu. Tafla 6. Meðaltöl ómmælinga í tilraun II,, vöðvi og fita mæld í mm og einkunn fyrir lögun gefin á skalanum 1-5. Leiðrétt fyrir kyni og aldri lamba. a,b marktækur munur á milli gilda í sömu línu 1 Hópar; A = hleypt út 4 vikum eftir burð, B = hleypt út 2 vikum eftir burð, 1 = úthagabeit, 2 = túnbeit

251 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Tafla 7. Meðaltöl úr sláturhúsi, fallþungi og flokkun í tilraun I. Leiðrétt fyrir kyni og aldri lamba a,b marktækur munur á milli gilda í sömu línu 1 Hópar; A = hleypt út 4 vikum eftir burð, B = hleypt út 2 vikum eftir burð, 1 = úthagabeit, 2 = túnbeit Miðað við þær aðstæður sem voru á tilraunasvæðinu þá gefur beit á ræktað land með aðgangi að framræstri mýri yfir sumarið jafn góða dilka til sumarslátrunar og beit á hálent heimaland á Hesti. Þetta beitarfyrirkomulag getur því hentað vel á þeim láglendisjörðum þar sem stefnt er að sumarslátrun. Tilraunin sýndi líka að mikilvægt er að koma ám og lömbum sem fyrst út á tún eftir burð til að hvetja vöxt og þroska lambanna og að ærnar mjólki sem mest. Stefán Sch. Thorsteinnsson og Halldór Pálsson komust að sömu niðurstöðu í tilraun sinni árið 1975. Ær sem fóru út 4 dögum eftir burð gáfu betri lömb um haustið en þær sem voru inni þangað til úthaginn var tilbúinn til beitar. Báðir hóparnir fengu sömu fóðrun þangað til úthaginn var tilbúinn til beitar. Þess má geta að vorið 2004 var mjög gott og sumarið einnig og vissulega hefur það áhrif á vöxt lambanna til hins betra. Samantekt Niðurstöður tilraunar með repjubeit síðsumars eru í samræmi við fyrri tilraunir sem gerðar hafa verið á Hesti, þar sem repjubeitin skilaði hraðari vexti og verðmætari dilkum en beit á úthaga. Athyglisvert er hversu vel reyndist að taka lömb undan ánum við um 3ja mánaða aldur og setja á repjubeit. Í seinni tilrauninni gafst vel að tengja saman beit á framræsta mýri og tún til sumarslátrunar. Beitartilraunir Halldórs Pálssonar og fleiri árin 1963-1965 á ræktað land gáfu meiri ávinning en raunin varð í tilraun II, en þá var lömbunum líka beitt á fóðurkál um haustið og ekki slátrað fyrr en í byrjun október. Niðurstöður þessara tilrauna eru gagnleg viðbót við þær upplýsingar sem við höfum úr eldri beitartilraunum, ekki síst í ljósi breyttra aðstæðna í sölu og markaðssetningu á lambakjöti. Lokaorð Greinin er byggð á meistaraverkefni Þóreyjar Bjarnadóttur við Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2006 (Þórey Bjarnadóttir et al., 2006a; Þórey Bjarnadóttir et al., 2006b). Framkvæmdanefnd búvörusamninga veitti styrk til tilraunanna.

252 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Heimildir Armstrong RH, Beattie MM & Robertson E 1993. Intake and digestibility of components of forage rape (Brassica napus) by sheep. Grass and Forage Science, 48, 410-415. Fitzgerald JJ & Black WJM 1984. Finishing store lambs on green forage crop. 1. A comparison of rape, kale and fodder radish as sources of feed for finishing store lambs in autumn. Ir. J. Agric. Res. 23, 127-136. Halldór Pálsson 1965. Framleiðsla dilkakjöts á ræktuðu landi. Freyr, 61, 165-167. Halldór Pálsson 1966. Framleiðsla dilkakjöts á ræktuðu landi. Freyr, 62, 392-396. Halldór Pálsson & Runólfur Sveinsson 1952. Fóðrun sláturlamba á ræktuðu landi. Reykjavík : Atvinnudeild Háskólans, 1952. - (Rit Landbúnaðardeildar ; 5), 32 bls. Halldór Pálsson & Pétur Gunnarsson 1961. Bötun sláturlamba á ræktuðu landi. Reykjavík : Atvinnudeild Háskólans, 1961. - (Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur ; 15), 111 bls. Halldór Pálsson & Stefán Sch. Thorsteinsson 1964. Framleiðsla dilkakjöts á ræktuðu landi. Freyr, 60, 300-302. Hallfríður Ósk Ólafsdóttir 2003. Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi. Óbirt B.Sc. 90 ritgerð. Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands, 34 bls. Ólafur Guðmundsson 1993. Influence of quantity and quality of forages on intake and production of grazing sheep. Icel. Agric. Sci. 7, 79-91. Ólafur Guðmundsson & Andrés Arnalds 1976-1980. Utilization and conservation of grassland. Progress reports 1975-1979. RALA Reports No. 2, 29, 38, 50, 63. Ólafur Guðmundsson & Ólafur R. Dýrmundsson 1989. Grazing and lamb growth. Í: Ólafur R. Dýrmundsson & Sigurgeir Þorgeirsson (ritstj.) Reproduction, Growth and Nutrition in Sheep. Dr. Halldór Pálsson Memorial Publication. Agricultural Research Institute and Agricultural Society, Iceland, pp. 147-168. Ólafur Guðmundsson & Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1999. Extensive sheep grazing in the North. In: Grazing and Pasture Management in the Nordic Countries. NJF seminar no. 305, 52-60. Sigurgeir Þorgeirsson, Stefán Sch.Thorsteinsson & Guðjón Þorkelsson 1990. The influence of pre-slaughter grazing management on carcass composition and meat quality in lambs. Icel. Agr. Sci. 3, 29-55. Stefán Sch. Thorsteinsson & Halldór Pálsson 1975. Samanburður á fóðrun tvílembna á innistöðu eða með túnbeit eftir burð. Ráðunautafundur, 1975, 1-8. Þórey Bjarnadóttir, Emma Eyþórsdóttir & Jóhannes Sveinbjörnsson 2004. Reynsla bænda af láglendisbeit sauðfjár. Niðurstöður könnunar. Fræðaþing landbúnaðarins, 2004, 380-383. Þórey Bjarnadóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson & Emma Eyþórsdóttir 2006a. Effects of the timing of weaning lambs and transferring from rangeland grazing to forage rape and aftermath grazing, with respect to lamb growth and development. Icel. Agric. Sci. 19, 59-70. Þórey Bjarnadóttir, Jóhannes Sveinbjörnsson & Emma Eyþórsdóttir 2006b. The effects of different grazing pasture systems and spring turn-out date on growth and development of lambs. Icel. Agric. Sci. 19, 71-80.