Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ég vil læra íslensku

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Saga fyrstu geimferða

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Að störfum í Alþjóðabankanum

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Leitin að hinu sanna leikhúsi

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Horizon 2020 á Íslandi:

Könnunarverkefnið PÓSTUR

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

KENNSLULEIÐBEININGAR

Risarnir eru vaknaðir: Indland og Kína

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article.

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

ISBN: Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Þróun Primata og homo sapiens

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Íslenskur hlutafjármarkaður

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum

Félags- og mannvísindadeild

Tengsl ljósmyndunar og grafískrar hönnunar

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Kennarinn í skóla án aðgreiningar

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Eyjar í álögum. Galápagos-eyjar rísa úr hai nær eitt. Söguleg ferð til Galápagos-eyja sumarið Hannes Hólmsteinn Gissurarson

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

Blaðamaðurinn Mars tbl. 26. árgangur

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Transcription:

Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993 Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1993 féllu í skaut tveimur bandarískum hagfræðingum, þeim Douglass North og Robert Fogel, en báðir eru þeir kenndir við svokallaðan hagsögumælingaskóla (e. cliometrics). 1 Hagsögufræðingar af þessum skóla eru þekktastir fyrir að hafa endurskrifað bandaríska hagsögu, en nýjung þeirra felst í að nota kenningar og aðferðafræði nútíma hagfræði til að útskýra hagþróun fyrri tíma. Hagsaga þeirra félaga minnir þó oft meira á tölfræði en sagnfræði og kannski er það ástæðan fyrir að kenningasmiðir virða hana nú með verðlaunum! Þetta er þriðja árið í röð sem bandarískir hagfræðingar hreppa verðlaunin, en í fyrsta sinn í sögu verðlaunanna að aðrir en kenningasmiðir og hagmælingamenn hljóti verðlaunin. Formaður Nóbelsverðlaunanefndarinnar, Assar Lindbeck, hafði þau orð við útnefninguna, að hún staðfesti forystu bandarískra hagfræðinga, hvort heldur sem er á hagsögu- eða kenningasviðinu. 2 Ævi og störf Douglass Cecile North fæddist árið 1920 í Cambridge, Massachusettsríki í Bandaríkjunum. Hann stundaði framhaldsnám við Kaliforníuháskólann í Berkeley, þaðan sem hann útskrifaðist með B.A. gráðu árið 1942 og doktorsgráðu í hagfræði árið 1952. Ritgerð hans fjallaði um þróun líftryggingaiðnaðarins í Bandaríkjunum og upp úr ritgerðinni vann North þrjár greinar til birtingar. 3 North stundaði kennslu jafnhliða náminu og árið 1951 hóf hann kennslu við Washington-háskóla í Seattle, Washingtonríki. North fékk síðan prófessorsstöðu við skólann árið 1959. Þar var hann til ársins 1983 er hann flutti sig til Washington-háskóla í St. Louis, Missouri. North hafði ungur aðhyllst kenningar Marx um þjóðfélagsþróun, en á sjötta áratug snéri hann smám saman baki við Marx og tók ástfóstri við nýklassísku virðiskenninguna. Athygli Norths beindist ekki að notkun hagfræðikenninga til útskýringa á hagsögu, stofnunum og hagþróun fyrr en með útkomu bókar hans, Hagþróun Bandaríkjanna, 1790-1860 árið 1961. 4 North varð strax leiðtogi hinnar nýju hagsögu og sem ritstjóri Journal of Economic History, frá 1960 til 1966, ruddi hann greininni braut. Það gerði hann með vali á efni tímaritsins, en einnig í tveimur greinum þar sem hann skýrði heimspeki, framlag og möguleika hagsögumælinga til að gera tölfræðilegar rannsóknir til stuðnings og endurskoðunar á kenningum hagfræðinnar. 5 Í greinum Norths kom fram mikill áhugi á, að móta betri kenningar til að útskýra hagvöxt og það var í þeim tilgangi að hann sá nauðsyn 1 Bein þýðing á orðinu cliometrics er klíómælingar. Seinni hluti orðsins, mælingar, vísar til tölfæðiaðferða sem þessir fræðimenn nota, samanber orðið hagmælingar. Fyrri hluti orðsins, Klíó, vísar til forn-grísku sögugyðjunnar Klíó. Heppilegri þýðing, sem vísar til efnis og aðferðafræðinnar, eru hagsögumælingar. 2 Sjá Americans Awarded Nobel Economy Prize í International Herald Tribune, 13. október, 1993. 3 Sjá D. C. North, Capital Accumulation in Life Insurance between the Civil War and the Investigation of 1905, í W. Miller (ritstj.), Men in Business, Harvard University Press, 1952, bls. 238-53, D. C. North, Entrepreneurial Policy and the Internal Organization in Large Life Insurance Companies at the Time of the Armstrong Investigation, í Explorations in Entrepreneurial History 5, 1953, bls. 139-61, og D. C. North, Life Insurance and Investment Banking at the Time of the Armstrong Investigation, í Journal of Economic History 14, 1954, bls. 209-28. 4 Sjá D. C. North, The Economic Growth of the United States, 1790-1860, Prentice-Hall, 1961. 5 Sjá D. C. North, Quantitative Research in American Economic History, í American Economic Review 53, 1963, bls. 128-9, og D. C. North, The State of Economic History, í American Economic Review 55, 1965, bls. 86-91. 1

þess að rannsaka hagfræði þjóðfélagsstofnana. Stofnanir og stofnanaumgjörð þjóðfélagsins virtust, að hans mati, skipta meginmáli varðandi hagþróun í sögunni. 6 Robert William Fogel fæddist árið 1926 í New York borg, New York ríki í Bandaríkjunum. Hann stundaði fyrst framhaldsnám við Cornell-háskóla í New York, þaðan sem hann útskrifaðist með B.A. gráðu í verkfræði árið 1948. Fogel snéri sér að stjórnmálum, var harður Marxisti, en árið 1956 og í ljósi atburðanna í Ungverjalandi, hætti hann pólitískum afskiptum og hélt aftur til náms 1958. Hann var stundakennari við John Hopkins-háskóla veturinn 1958-59. Næsta vetur stundaði hann nám við Kólombíu-háskóla í New York borg, þar sem hann lauk M.A. gráðu árið 1960. Meistararitgerð Fogels, Kyrrahafsjárnbrautafélagið: Tilfelli um ótímabært framtak, var gefin út sama ár. 7 Hann varð einnig lektor sama ár við Rochesterháskóla í New York, en stundaði jafnframt nám við John Hopkins-háskóla í Maryland og lauk þaðan doktorsprófi 1963. Doktorsritgerð sína skrifaði Fogel undir handleiðslu Simon Kuznets, en hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1971, fjallaði, eins og fyrri ritgerðin, um þátt járnbrauta í hagþróun Bandaríkjanna. Ritgerðin, Járnbrautir og hagvöxtur Bandaríkjanna: ritgerðir í hagsögumælingum var gefin út ári síðar og vakti mikla athygli. 8 Fogel sýndi þar fram á, þvert á fyrri kenningar, að járnbrautir hafi ekki verið ráðandi þáttur í hagþróun Bandaríkjanna. Fogel varð prófessor við Chicago-háskóla árið 1965, en þangað hafði hann flutt sig árið áður og gengt dósentsstöðu í ár. Hann varð jafnframt prófessor við Rochesterháskóla frá árinu 1968 og gegndi hann báðum þessum stöðum til ársins 1975. Þá flutti Fogel sig til Harvard-háskóla, þar sem hann var til ársins 1981 er hann snéri aftur til Chicagoháskóla. Framlag Fogels til hagsögunnar Robert W. Fogel er, eins og fyrr segir, einn af leiðtogum hagsögumælinga-skólans í hagfræði. Hann og félagar hans hafa endurskoðað hagsögu vesturlanda með kenningum hagfræðinnar og sérstaklega nýtt sér tölfræðilegar heimildir til þess. Fogel hefur rannsakað mikið, eins og glöggt má sjá í riti hans Endurskoðun bandarískrar hagsögu. 9 Þá hefur hann einnig skrifað mikið um aðferðafræði hagsögufræðinnar og haldið þar merkjum hagsögumælinga á lofti. 10 Fogel hefur einnig unnið stórvirki í að endurgera ýmsar 19. aldar hagtöluraðir fyrir Bandaríkin. Járnbrautir hafa í huga flestra stórt hlutverk í sögu kapítalismans. Tækniframfarir, er oft sagt, hafa meginlutverk í hagvexti. Hagvöxtur Bandaríkjanna og iðnaðaruppbygging þeirra á seinni hluta 19. aldar hefur oft verið útskýrð með því að járnbraut hafi verið lögð frá Atlantshafsströnd til Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna. Með þessu er óbeint gefið til kynna að framsýni og framtak ríkisins, sem skipulagði og fjármagnaði þessa framkvæmd, hafi skipt sköpum. Í bók sinni Járnbrautir og hagvöxtur Bandaríkjanna prófar Fogel staðleysutilgátuna (e. counterfactual), Hvað ef Bandaríkin hefðu aldrei haft járnbrautir og orðið þess í stað að reiða sig á aðra samgöngtækni, t.d. skipaflutninga og skipaskurði? Með aðstoð umfangsmikils tölfræðilíkans komst Fogel að þeirri niðurstöðu, að járnbrautir skýrðu aðeins um 3% af hagvexti Bandaríkjanna á uppgangstíma þeirra seint á 19. öld. Þess má einnig geta að Fogel er í raun upphafsmaðurinn að þeirra aðferðafræði innan hagfræðinnar að nota staðleysutilgátur, 6 Sjá G. Libecap, Douglass C. North, í W. J. Samuels (ritstj.), New Horizons in Economic Theory, Edward Elgar, 1992. 7 Sjá Robert W. Fogel, The Union Pacific Railroad, John Hopkins University Press, 1960. 8 Sjá Robert W. Fogel, Railroads and American Economic Growth: essays in econometric history, John Hopkins University Press, 1964. 9 Sjá R. Fogel og S. Engerman, The reinterpretation of American economic history, Harper & Row, 1971. 10 Sjá R. Fogel og G. Elton, 'Scientific' history and traditional history, Yale University Press, 1982, og R. Fogel og G. Elton, Which road to the Past? Two views of Hisory, 1983. 2

en hvað ef, er lykilspurningin í þeirri aðferðafræði. Þó einhverjum finnist fjarstæðukennt að spyrja slíkra spurninga, að endursegja söguna eins og hún hefði gerst á annan veg, þá hafa Fogel og félagar hans sýnt fram á, að ef rétt er að málum staðið má fá gagnlegar niðurstöður með aðferðinni. Meginrökin fyrir að halda því fram að jarnbrautir hafi haft einstakt og ómissandi hlutverk í hagþróun Bandaríkanna á seinni hluta síðustu aldar eru, að járnbrautir lækkuðu flutningskostnað stórlega og gerðu í raun mönnum kleyft að nýta stóran hluta Bandaríkjanna undir landbúnað. Í öðru lagi, að járnbrautanetið sem lagt var um öll Bandaríkin, hafi skapað sérstaklega mikla eftirspurn eftir iðnaðarvörum, sem leiddi til þess að hagkerfið tókst á loft, eins og það er kallað. Þetta víðfema samgöngunet leiddi líka til þess, að aðrar tækninýjungar breiddustt fljótar út á allan markaðinn sem stóð þannig óbeint að enn frekari aukningu hagvaxtar. Eins og fyrr segir, setti Fogel saman stórt tölfræðilíkan, eins og fyrr segir, til þess að prófa hveru mikilvægar þessar forsendur voru fyrir hagþróun í Bandaríkjunum. Þannig komst hann að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir að flutningskostnaður járnbrauta hefði verið lægri en annarra samgöngutækja, munaði ekki eins miklu og haldið hafði verið. Ef nokkrir skipaskurðir til viðbótar hefðu verið grafnir, mátti nálgast nánast öll sömu landsvæði innan Bandaríkjanna með svipuðum kostnaði, þannig að áhrifin á landbúnað hefðu verið sáralítil. Eftirspurn járnbrautanna eftir kolum og járni var aldrei meiri en 5% af heildareftirspurn eftir þessum vörutegundum. Eftirspurn járnbrautaiðnaðarins hafði því lítil áhrif á framboð og verð þessara hráefna. Sú staðhæfing, að járnbrautirnar hafi óbeint aukið eftirspurn eftir iðnaðarvörum á því ekki við góð rök að styðjast. Niðurstaða Fogels er því, að járnbrautirnar hafi ekki skipt nema litlu máli fyrir hagþróun Bandaríkjanna á seinni hluta aldarinnar. Bók Fogels komst strax í umræðuna og miklar deilur urðu um niðurstöður hans, en árið 1965 kom út annað verk, Bandarískar járnbrautir og umbreyting á hagkerfi fyrirstríðsáranna, eftir Albert Fishlow, en þar er skoðun Fogels staðfest. 11 Fishlow, sem einnig byggði sitt ritverk á doktorsritgerð, hélt því fram að járnbrautirnar hefðu skipt litlu um hagþróun á fyrri hluta 19. aldar. Fogel varð áhugasamur um sögu þrælahalds þegar hann var í framhaldsnámi við John Hopkins-háskóla árið 1958. Hann hafði að sjálfsögðu fastmótaðar skoðanir á þrælahaldinu, skoðanir sem mótast höfðu af fyrra námi hans og þátttöku í pólitík. Þó fyrri reynsla gæfi ekki heilstæða mynd af þrælahaldinu, var hann nokkuð viss um að þrælahald væri mjög fumstæð leið í fjármagnsuppbyggingu. Hann taldi sig einnig vita að meðferðin á þrælum hefði verið slæm, að þrælahaldið hefði haldið aftur af suðurríkjum Bandaríkjanna bæði hvað varðar efnahagslega og þjóðfélagslega þróun. Borgarastyrjöldin var háð til að frelsa þrælana, taldi hann sig vita, og eftir að herir norðurríkjanna yfirgáfu hernumdu svæðin, nýttu fyrrum þrælahaldarar sér aðstæðurnar og náðu tökum á stjórnkerfi suðurríkjanna og afnámu nýfengin réttindi blökkumanna til að kjósa og komu þannig á aðskilnaðarstefnu. Um allt þetta var Fogel handviss, eða þar til Conrad og Mayer birtu fræga grein um hagfræði þrælahaldsins árið 1958. 12 Hagfræðingarnir Conrad og Mayer voru í fyrstu aðeins áhugasamir um aðferðafræðina sem hefðbundnir sagnfræðingar notuðu við að rökstyðja skoðanir sínar á þrælahaldinu. Þeir voru þannig að reyna að meta hvaða ályktanir um hagkvæmni þrælahalds mætti draga af þeim hagtölum sem settar voru fram. Þeir reyndu aldrei að draga ályktanir um siðferði af rökum sagnfræðingana, í staðinn reyndu þeir að meta trúverðuleika þeirra gagna sem stuðst var við. 11 Sjá Albert Fishlow, American Railroads and the Transformation of the Antebellum Economy, Harvard University Press, 1965. 12 Sjá A. Conrad og J. Mayer, The economics of slavery in the antebellum South, Journal of Political Economy 66, 1958, bls. 95-130. 3

Á sjöunda áratugnum, þegar fleiri hagfræðingar tóku málið upp, bættust við enn aðrar spurningar: Miðað við afkomu þrælahaldaranna, hversu lengi hefði þrælahaldið getað varað? Hver var hagvöxtur suðurríkjanna á árum þrælahaldsins? Mörgum féll ekki í geð þessi rannsóknaraðferð þeirra hagsögumanna frá Harvard og fannst hún bera vott um siðleysi. Hagsögufræðingarnir héldu því hins vegar fram, að sama hversu mikill eða lítill hagnaður var af þrælahaldinu, þá var sú staðreynd augljós að þrælahald er siðlaust vegna nauðungarinnar. Í Tími krossfestingarinnar: Blökkuþrælarnir bandarísku í ljósi hagfræðinnar, sem Fogel ritaði ásamt Stanley Engerman, og í Án samþykkis eða samnings: Upphaf og endir bandarísks þrælahalds, er fjallað um hagfræði þrælahaldsins í Bandaríkjunum á 18. og 19. öld. 13 Rannsóknir þeirra Fogels og Engermans leiddu í ljós, að þrælahaldið var gróðravænleg og hagkvæm stofnun. Hagvöxtur suðurríkjanna var mikill á tímabilinu 1840-60 og hagnaðurinn af þrælahaldinu jókst á þeim tíma. Þessi niðurstaða gekk þvert á fyrri kenningar um að þrælahaldið hafi heft hagvöxtinn. Þrælahaldarar voru hagsýnir menn sem vissu hvar hagnað var að finna og Bandaríkin urðu auðugri fyrir bragðið. Þessi niðurstaða um arðsemi breytir hins vegar engu um siðferði þrælahaldsins. Siðleysi þrælahaldsins fellst í að fólk er neytt til að lifa lífi sínu á ákveðinn veg. Það er eign annarra. Siðleysið fellst hins vegar ekki í slæmum aðbúnaði eða illri meðferð þrælanna, því hvort tveggja er rangt. Aðbúnaður þræla og meðferð þeirra var mun betri en almennt hefur verið talið og oft betri en frjálsir menn áttu kost á. Hagnaður þrælahaldaranna var ekki fenginn með því að pískra þrælana áfram, með því að hálf svelta þá, með því að ná sem mestri vinnu úr þeim á sem skemmstum líftíma, eða með því að stunda manneldi. Þrælahaldið var arðvænlegt vegna betra stjórnunarskipulags á þrælabýlum, en á öðrum býlum. Svo hagkvæmt var þrælahaldið í raun, að það þurfti borgarstyrjöld til að afnema það. Framlag Norths til hagsögunnar Douglass North hefur, eins og fyrr segir, verið í fararbroddi þeirra nýbylgju sem þeyst hefur í gegnum hagsöguna undafarna þrjá áratugi. Hann hefur með góðum árangri beitt hefðbundum tækjum nýklassískrar hagfræði og hagmælinga á viðburði hagsögunnar. Megináherslan í fyrsta riti Norths, Hagþróun Bandaríkjanna, var á þátt kenningarinna um grunnframleiðslu, hlutfallslega yfirburði og landshlutasérhæfingu í hagvexti Bandaríkjanna. Þjóðfélagsstofnanir höfðu þar mikilvægu, en þó lítt skilgreindu hlutverki að gegna. Grunnframleiðslukenningin gefur til kynna, að hagkerfisumgjörðin velti að hluta á eðli grunnvörunnar. Bómullarframleiðsla, sem var grunnframleiðsla suðurríkjanna, virtist þannig leiða til þrælahaldsins. Þrælahaldið skapaði síðan öðruvísi stofnanauppbygginu um sig, í viðskiptum, fjármálum, menntun og stjórnmálum. Því varð umgjörðin önnur þar en í norðurríkjunum. Stofnanumgjörðin réði þá miklu um hvernig framþróunin yrði, hvort enn yrði byggt á grunnvöruframleiðslu eða hvort framleiðslan yrði fjölbreyttari. Næsta bók Norths var, Vöxtur og velferð í Bandarískri fortíð. 14 Hlutverk þjóðfélagsstofnanna er miklu skýrar í þessu verki, en í hinu fyrra. North tekur til umfjöllunar eignarréttindi og áhrif þeirra á hagkvæmni og þætti er varða skilgreiningu og framfylgd slíkra réttinda. Hann skilgreinir kostnað við framfylgd og viðskipti með eignarréttindi sem viðskiptakostnað og sýnir hvaða áhrif eignarréttur hefur á hagvöxt, með áhrifum sínum á tæknifrmfarir og fjárfestingu í mannauði. Árið 1971 birti North ásamt Lance Davis bókina, Stofnanabreytingar og hagvöxtur Bandaríkjanna og er virðiskenningum nýklassískrar hagfræði þar beitt á starfsemi sem fellst í 13 Sjá R. Fogel og S. Engerman, Time on the Cross: the economics of American negro slavery, Little, Brown, 1974, og R. Fogel, Without consent or contract: the rise and fall of American slavery, Norton, 1989. 14 Sjá D. C. North, Growth and Welfare in American Past: A New Economic History, Prentice-Hall, 1966. 4

breytingum þjóðfélagsstofnana. 15 Þar leggja þeir félagar áherlsu á það sjónarhorn, að samningar og breytingar á eignarréttindum væru eðlileg viðbrögð við breytingum á hlutfallsverði, að einstaklingar reyndu að bregðast á rökvísan hátt við nýjum tækifærum þegar það stofnanskipulag sem fyrir væri hentaði illa. Tilurð og breytingar á eignarrétti væru niðurstaða rökvísrar ákvörðunar eða fjárfestingarstarfsemi. Með öðrum orðum, eignarrétturinn þróaðist af hagkvæmnisástæðum, til að lágmarka viðskiptakostnað. Í framhaldi beittu þeir félagar kenningunni á ýmsa þætti í bandarískri hagsögu. Í Vesturlönd verða til, sem North ritaði ásamt Robert Thomas, eru þjóðfélagsstofnanir og hagþróun vesturlanda, sérstaklega í Evrópu, skoðuð. 16 Þar varpa þeir nýju og betra ljósi á lénsskipulagið í Evrópu á miðöldum. Þetta stofnanskipulag bauð upp á stöðugleika og öruggari varnir í fámennri og dreifðri byggð Evrópu á tímum ótta og árása. Lénsskipulagið sýndi viðskiptasamband lénsherrans, sem bauð varnir og útkljáði deilur, og leiguliðans, sem bauð fram krafta sína. Lénskipulagið hafði fram að þessum tíma verið talið byggja á arðráni og nauðung. Hið nýja sjónarhorn þeirra Norths og Thomasar lagði hins vegar áherslu á lénin sem þjóðfélagsskipulag sem bauð upp á aukinn hagvöxt og velferð. Ytri þættir, eins og fólksfjölgun og verslunarborgir, höfðu síðar þau áhrif að breytingar urðu. Lénin liðu undir lok og upp risu nýjar stofnanir. Þeir útskýra hvers vegna Holland varð fyrsta auðuga þjóðin, löngu áður en iðnbyltingin hófst á Bretlandi. Skilgreining og framfylgd eignarréttar, sem byggir á starfsemi ríkisvaldsins til lækkunar á viðskiptakostnaði, eru meginatriðin í útskýringum þeirra félaga. Eitt áhrifamesta rit Norths er, Skipulag og þróun í atvinnusögu, og lýsir það vel þróun hugmynda hans um viðskiptakostnað, eignarréttindi og stjórnvaldsstofnanir. 17 North gerir hvort tveggja í senn, að setja fram kenningu um þjóðfélagsbreytingar og prófa hana lauslega með því að fara hraðferð um mannkynssöguna. Helsta niðurstaða Norths er sú, að yfirleitt setji stjórnvöld aðrar leikreglur en þær sem duga best til að efla framfarir í ríkinu. Fjölmörg dæmi eru þekkt um, að stjórnvöld haldi uppi þjóðskipulagi sem er þeim hagkvæmt, en eigi að síður fjarri því að vera hagkvæmt er horft er frá sjónarhorni hagvaxtar og framfara. North hefur ferð sína fyrir um tíuþúsund árum, þegar maðurinn settist um kyrrt og hóf búskap. Maðurinn lét þá smám saman af flökkulífi veiðimannsins og safnarans, en það hafði verið hlutskipti hans í meira en milljón ár. Þessi breyting á högum mannsins er hin fyrri af tveimur byltingum í efnahagsmálum í mannkynssögunni, en hin síðari varð fyrir rúmum eitthundrað árum við samruna vísinda og tækni. Einhvers konar séreign á landi og kvikfénaði er nauðsynleg til að búrekstur geti þrifist, en eignarétti fylgir sá vandi að útiloka verður óviðkomandi aðila til að vernda eigninna. Uppruni ríkisins er að fólksfjölgun útrýmdi veiðilífinu og landbúnaður krafðist séreignarréttar og verndunar hans. Rætur iðnbyltingarinnar má rekja til breytinga á hertækni á miðöldum. Ýmis ríki í Evrópu stækkuðu sem og líka hernaðarútgjöld þeirra. Við stækkun ríkisins stækkaði markaðurinn, en ýmis höft hömluðu gegn því að framtakssamir einstaklingar gætu umsvifalaust hagnast á þessari þróun. Hinn mikli herkostnaður konunga og þörf þeirra fyrir skatttekjur neyddi ýmsa þeirra til að selja af hendi völd til annarra stofnana og aðila og fór svo víða að leikreglum var breytt og höftum aflétt. Annars staðar fór svo, að valdahafar keyptu meiri höft af konungi í skiptum fyrir meiri skattbyrði, en það leiddi til þess að hagkerfið staðnaði. Þar sem höftum var aflétt, var smám saman sett löggjöf, sem myndaði traustan ramma um atvinnustarfsemina og eignarréttarformið breyttist sem stuðlaði að hagkvæmara skipulagi í framleiðslu og 15 Sjá D. C. North og L. Davis, Institutional Change and American Economic Growth, Cambridge University Press, 1971. 16 Sjá D. C. North og R. P. Thomas, The Rise of the Western World: A New Economic History, Cambridge University Press, 1973. 17 D. C. North, Structure and Change in Economic History, W. W. Norton, 1981. 5

verslun. Grunnurinn að iðnbyltingunni var því lagður löngu áður en verksmiðjuframleiðsla hófst. Tækniframfarir voru langt á eftir framförum í grunnvísindum á tímum iðnbyltingarinnar. Fyrir rúmum hundrað árum varð hins vegar nokkurs konar samruni tækni og vísinda og við það hófst önnur meiri háttar byltingin í efnahagsmálum mannkyns, eins og fyrr segir, og virðist hún ætla að breyta mannlílfinu á svipaðan hátt og upphaf landbúnaðar gerði á sínum tíma. Í nýjasta riti sínu, Stofnanir, stofnanabreytingar og hagþróun, heldur North áfram brautryðjandstarfi sínu við að greina stofnanir hagkerfa. 18 Þar er skoðað á skipulegan hátt, hvaða stofnanir og stofnanabreytingar hafa áhrif á afkomu hagkerfa til lengri tíma séð. North telur að skýra megi tilurð flestra þjóðfélagsstofnana með því að þær minnki óvissu í mannlegum samskiptum. Þjóðfélagsstofnanir eru einskonar skorður sem þróast hafa til að gera mannleg samskipti skipulegri. Áhrif ólíkra þjóðfélagsstofnana eru þó mjög mismunandi á afkomu hagkerfa. Sum þjóðfélög þróa stofnanir sem auka hagvöxtinn. Önnur þjóðfélög skapa stofnanir sem hefta hagþróun. North greinir fyrst eðli þjóðfélagsstofnana og útskýrir hlutverk viðskiptakostnaðar og framleiðslukostnaðar í þróun þeirra. Næst tekur hann fyrir stofnanabreytingar, en stofnanir skapa hvata í hagkerfinu og ýmis konar viðskiptastofnunum, eins og fyrirtækjum, er komið á til að hagnast á þeim tækifærum sem skipalagið býður upp á. North telur að þær tegundir hæfileika og þekkingar sem þjóðskipulagið mótar muni vera ráðandi hvað frekari stofnanabreytingar varðar. Síðan útskýrir North hvernig þróun þjóðfélagsstofnana geti lagt inn á tiltekna þróunarbraut, sem erfitt getur verið að komast út af. Douglass North hefur auk ofannefndra bóka skrifað tugi greina í fræðitímarit og bækur, sem of langt mál yrði að rekja hér. Undanfarið hefur hann beint augum sínum meira að því, að skoða hvernig mismunandi stofnanir hvetja eða letja samstarf manna, bæði almennings og stjórnmálamanna. Lokaorð Donald McCloskey heldur því fram, meira í gamni en alvöru, að menn séu hagsögumælingamenn af einni ástæðu og aðeins henni einni: Eins og refurinn sem vildi heldur vera broddgöltur, er hagsögumælingamaðurinn hagfræðingur sem vildi heldur vera sagnfræðingur - án þess að fórna neinu af lævísum brögðum sínum (eða launum). 19 Fogel og North hafa reyndar ekki verið í neinum feluleik. Þeir hafa náð athygli annarra hagfræðinga og hagsögufærðinga og beint augum þeirra að mikilvægi þess að nýta sér kenningar hagfræðinnar og hagmælinga til að rannsaka mannkynssöguna. Þeir félagar hafa þróað nýtt undirsvið greinarinnar, hagsögumælingar, sem hefur nú hlotið æðstu viðurkenningu með verðlaunum Nóbels. 18 Sjá D. C. North, Institutions, Institutional Change and Economic Performance, Cambridge University Press, 1990. 19 D. McCloskey, The Achievements of the Cliometrics School, í Journal of Economic History 38, 1978, bls. 13. 6