Greining mannabeina af Vestdalsheiði

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Smárit Byggðasafns Skagfirðinga X. Keldudalur í Hegranesi Fornleifarannsóknir Guðný Zoëga

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Glaumbæ á Langholti

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Ég vil læra íslensku

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Á R S S K Ý R S L A

Hringsdalur í Arnarfirði - Fornleifarannsókn Adolf Friðriksson, Hildur Gestsdóttir, Astrid Daxböck og Guðrún Alda Gísladóttir

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Reykholt í Borgarfirði

Geislavarnir ríkisins

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

The Icelandic Dental Journal. 1. tölublað 28. árgangur Ritstjórapistill. 24 Klíniskt tilfelli II

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Ingiríðarstaðir An Interim Statement. H.M. Roberts

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Reykholt í Borgarfirði

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Settlement Order & Site Size:

Klóþang í Breiðafirði

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Ímynd stjórnmálaflokka

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Kirkjugarður í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsókn á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

TOURISM AND TRAVEL GUIDE NORTH ICELAND. Skagafjörður HOME OF THE NORTH.

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Hringsdalur í Arnarfirði

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Þróun Primata og homo sapiens

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Smárit Byggðasafns Skagfirðinga XI. Glaumbær. Sýning og safn. Sigríður Sigurðardóttir 2011

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Fornleifaskráning á Miðnesheiði

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Brennisteinsvetni í Hveragerði

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Félags- og mannvísindadeild

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Transcription:

Byggðasafn Skagfirðinga - Rannsóknaskýrslur Greining mannabeina af Vestdalsheiði Guðný Zoëga Ágúst 2006 2006/52

Guðný Zoëga, Byggðasafn Skagfirðinga Sauðárkróki 2006/52

Efnisyfirlit Inngangur... 3 Aðferðafræði... 3 Varðveisla... 3 Beinagreining... 4 Aldur... 4 Kyn... 6 Hæð... 6 Fornmeinafræði... 6 Niðurstöður... 6 Heimildir:... 7 2

Inngangur Í lok júlímánaðar 2004 voru menn á göngu við Vestdalsvatn á Vestdalsheiði milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Komu þeir fram á forna skartgripi og tilkynntu fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Í framhaldinu fór fram nokkurra daga rannsókn á staðnum og komu þá í ljós fleiri skartgripir en auk þess fundust tennur og aðrar beinaleifar úr mannsbeinagrind í hellisskúta. Að beiðni Fornleifaverndar ríkisins var gerð beinafræðileg rannsókn á beinunum og fylgja niðurstöðurnar í eftirfarandi skýrslu. Aðferðafræði Ýmsa þætti má greina á beinum ss. lífaldur og kyn einstaklingsins, líkamshæð og kynþátt. Einnig eru skráð ýmis mælanleg (metric) og ómælanleg (meðfædd) einkenni á beinunum sem geta gefið ýmsar upplýsingar um einstaklinginn. Auk þess eru skráðir þeir þættir sem benda til hverskyns aldurs- eða sjúkdómatengdra breytinga á beinunum. Árangur beinagreiningar er þó mjög háður því hvernig beinin hafa varðveist og hversu mörg bein eru enn til staðar. Varðveisla Góð varðveisla beina er undirstaða beinagreiningar og er varðveislunni skipt niður í fimm flokka. 1: >90% af beinagrindinni til staðar 2: 75-90% af beinagrindinni til staðar 3: 50-75% af beinagrindinni til staðar 4: 35-50% af beinagrindinni til staðar 5: <30% af beinagrindinni til staðar Einungis fáein bein hafa varðveist af beinagrindinni og eru þau mjög illa farin nema tennurnar sem voru nokkuð heillegar. Ekkert beinanna var heilt og þau voru mjög veðruð, flögubeinið (ysta lag beinanna) var flagnað af og beinin almennt mjög upplituð. Beinagrindin telst því í varðveisluflokki 5 eða undir 30% beinagrindarinnar varðveitt. 3

Þau bein sem greind voru: Miðhlutar úr hægra og vinstra upphandleggsbeini (humerus). Brot af hægra og vinstra sveifarbeini (radius). Brot af hægri öln (ulna). Nokkur brot úr höfuðbeinum; brot af hnakkabeini (os occipitale), hluti vinstra gagnaugabeins (temporal), 4 brot af fleygbeini (os sphenoidale), 3 brot af hvirfilbeinum (os parietale) auk 3 ógreinanlegra höfuðkúpubrota. Brot af hægri axlarhyrnu (acromion). Tvö rifbein vinstri hliðar (hlutar) 10 rifbeinabrot (costae). Auk þess voru allar tennur úr efri og neðri gómi utan augntannar í neðra gómi hægra megin. Beinaleifarnar sem fundust á Vestdalsheiðinni. Ljósm. GZ Beinagreining Aldur Þar sem tennur voru nokkuð heillegar var hægt að áætla aldur einstaklingsins út frá þeim. Lífaldur er metinn út frá eyðingu tannflata og er almennt nokkuð góð aðferð við Sú tönn mun hafa fundist seinna þegar farin var önnur ferð á svæðið. 4

greiningu á lífaldri. Hinsvegar ber að taka aldurgreiningunni með fyrirvara þar sem að öðrum aldursgreiningaratriðum verður ekki komið við verður að gefa aldurinn upp með nokkrum vikmörkum. Aldur er metinn út frá yfirborðseyðingu jaxla og voru dálítil eyðing á fyrsta jaxli í bæði efri og neðri gómi og lítilsháttar eyðing á jaxli númer tvö í efra gómi hægra megin. Sé miðað við aldursgreiningaraðferð Miles 1 er um að ræða tennur úr ungri manneskju, um 18 ára að aldri. Aldursgreiningaraðferð Brothwells 2 gefur til kynna að um sé að ræða einstakling frá 17-25 ára aldurs. Allar tennurnar höfðu varðveist vel. Ljósm. GZ Hinsvegar ber að geta þess að stundum virðast tennur í íslenskum beinasöfnum ekki eins eyddar og þeim beinasöfnum sem ofangreindar aðferðir miða við. Því kann að vera að aldur einstaklingsins sé eilítið hærra en þessar tölur benda til. 3 Þó eru tennurnar það heilar að hægt er að áætla að líklegur aldur sé milli 20-30 ára. 1 Simon Mays: The Archaeology of human bones. London. 1998, bls. 61. 2 D.R. Brothwell: Digging up bones. New York, 1994, bls. 72. 3 Hildur Gestsdóttir:The Palaeopathology of Iceland. Preliminary report 2003. FSÍ, 2004, bls. 6. 5

Þó svo að slit væri almennt lítið á tönnunumm voru framtennur í efri og neðri gómi nokkuð slitnar auk þess sem framtennur efri góms voru dökkar á lit. Slíkt kann að tengjast einhverjum athöfnum eða venjum sem valda óvenjulega miklu sliti á afmörkuðum tannflötum. 4 Kyn Beinin voru of illa varðveitt til þess að hægt væri að greina kyn á þeim. Hæð Lífhæð einstaklings er metin út frá mælingum á leggjabeinum, einu eða fleirum. Beinin voru of illa varðveitt til að hægt væri að mæla þau. Fornmeinafræði Engar meinafræðilegar breytingar voru sýnilegar á beinunum en á nokkrum tannanna mátti finna vott af tannsteini. Niðurstöður Sökum þess hve beinin voru veðruð og illa farin var fátt sem hægt var að greina á þeim með aðferðum beinafræðinnar. Ekki var hægt að áætla kyn viðkomandi en slíkt hefði verið mjög áhugavert í tengslum við skartgripina sem fundust með beinunum. Aldur manneskjunnar var áætlaður milli tvítugs og þrítugs út frá sliti á tönnum. Einungis er um að ræða bein úr efri hluta líkamans og athyglisvert að ekki fundust nein bein sem hægt var að greina til neðri hluta líkamans. Leggjabein fótleggja eru þau bein sem gjarnan varðveitast best og því er ólíklegt að þau hafi eyðst algerlega á meðan að gljúpari bein eins og rifbein eru varðveitt. Þetta kann að skýrast af því að beinum neðri hlutans hafi skolað í burtu eða þau veðrast þar sem að þau hafa legið óvarin utan við skútann sem beinin fundust í. 4 D.R. Brothwell: Digging up bones. New York, 1994, bls. 71. 6

Heimildir: D.R. Brothwell: Digging up bones. New York, 1994. Hildur Gestsdóttir:The Palaeopathology of Iceland. Preliminary report 2003. FSÍ, 2004. Simon Mays: The Archaeology of human bones. London. 1998. 7

Rannsóknaskýrslur Byggðasafns Skagfirðinga: 1 Villinganesvirkjun Mat á umhverfisáhrifum. Fornleifaskráning í hluta lands Tyrfingsstaða, Keldulands, Stekkjarflata og Villinganess. Katrín Gunnarsdóttir september 1999. 2 Hof í Hjaltadal Fornleifaskráning. Katrín Gunnarsdóttir apríl 2000. 3 Hólar í Hjaltadal - Fornleifaskráning. Katrín Gunnarsdóttir apríl 2000. 4 Steinsstaðir í Tungusveit - Fornleifaskráning. Katrín Gunnarsdóttir júní 2000. 5 Grafarós og Hofsós - Fornleifaskráning. Katrín Gunnarsdóttir febrúar 2001. 6 Víðimelur í Skagafirði - Fornleifaskráning. Katrín Gunnarsdóttir júní 2001. 7 Reykjarhóll í Skagafirði. Fornleifaskráning vegna frístundabyggðar. Katrín Gunnarsdóttir mars 2002. 8 Fornleifaskráning vegna vegagerðar í landi Hnausa, Bjarnastaða, Másstaða og Hjallalands í Vatnsdal. Ragnheiður Traustadóttir, Rúna Knútsdóttir Tetzschner, Sigríður Sigurðardóttir maí 2002. 9 Fornleifaskráning á Hveravöllum vegna deiliskipulags. Guðný Zoëga ágúst 2002. 10 Fyrri hluti fornleifaskráningar fyrir Vestmanneyjar. Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir desember 2002. 11 Glaumbær. Fornleifaskráning vegna deiliskipulags fyrir umhverfi prestsbústaðar, kirkju og safns auk aðalskipulagsskyldra minja utan þess svæðis í Glaumbæ I og II. Sigríður Sigurðardóttir febrúar 2003. 12 Rannsókn á torf- og grjóthleðsluleifum í Skagafirði. Arna Björg Bjarnadóttir og Sigríður Sigurðardóttir, 2002. 13 Höfði á Höfðaströnd. Fornleifaskráning fyrir skipulagsvinnu vegna sumarbústaðar í Höfðagerðislandi og fyrir aðalskipulag. Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir júlí 2003. 14 Hátún og Mikligarður. Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Sigríður Sigurðardóttir júlí 2003. 15 Syðra-Skörðugil. Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Sigríður Sigurðardóttir júlí 2003. 16 Fornleifaskráning vegna umhverfismats snjóflóðavarna í Neskaupstað. Guðný Zoëga júlí 2003. 17 Fornleifaskráning vegna vegagerðar í landi Hvamms, Eyjólfsstaða, Bakka og Hofs í Vatnsdal. Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir ágúst 2003. 18 Kirkjugarður í Keldudal Hegranesi. Drög að skýrslu. Guðný Zoëga, Þór Hjaltalín september 2003. 19 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Varmahlíð. Reykjarhóll með Barði, Brún og Laugarbrekku. Einnig Hof, Fagrihvoll og Reykjarhólssel í Brekkulandi. Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir nóvember 2003. 20 Fornleifakönnun vegna vegagerðar í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Guðný Zoëga október 2003 21 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Áshildarholt. Sigríður Sigurðardóttir nóvember 2003. 22 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Kimbastaðir, Messuholt og Lyngholt. Sigríður Sigurðardóttir desember 2003. 23 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Sjávarborg. Tjarnir, Lambagerði, Skógarbakki, Grænhóll. Sigríður Sigurðardóttir desember 2003. 24 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Borgargerði. Sigríður Sigurðardóttir desember 2003. 25 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Brennigerði. Sigríður Sigurðardóttir desember 2003. 26 Fornleifaskráning fyrir aðalskipulag. Gil, Tröð og Bergsstaði. Sigríður Sigurðardóttir desember 2003. 27 Fornleifaksráning vegna aðal- og deiliskipulags í Fjarðabyggð. Guðný Zoëga, Ragnheiður Traustadóttir, Anna Rut Guðmundsdóttir og Bryndís Zoëga janúar 2004. 28 Fornleifaskráning vegna aðalskipulags í Fjarðabyggð. Svæðisskráning. Guðný Zoëga, RagnheiðurTraustadóttir janúar 2004. 29 Fornleifaskráning vegna aðalskipulags Breiðdalsvíkur. Guðný Zoëga, Bryndís Zoëga, Anna Rut Guðmundsdóttir, janúar 2004. 30 Fornleifaskráning vegna deiliskipulags á Þingeyrum. Guðný Zoëga, mars 2004. 31 Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Skálmarbæ. Ragnheiður Traustadóttir, Anna Rut Guðmundsdóttir, maí 2004. 32 Fornleifaskráning vegna deiliskipulags í Arnarneslandi. Ragnheiður Traustadóttir og Anna Rut Guðmundsdóttir, maí 2004. 33 Greining mannabeina úr kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi. Framvinduskýrsla. Guðný Zoëga, september 2004. 34 Hallormsstaður og nágrenni. Fornleifaskráning. Guðný Zoëga, nóvember 2004. 35 Hálsþorp í Djúpavogshreppi. Fornleifaskráning. Guðný Zoëga, nóvember 2004. 36 Neðri-Ás í Hjaltadal. Fornleifaskráning vegna deiliskipulags. Bryndís Zoëga, Guðný Zoëga desember 2004. 37 Vopnafjörður. Heimildaskráning vegna væntanlegra vegaframkvæmda. Bryndís Zoëga, Guðný Zoëga desember 2004. 38 Fornleifaskráning vegna aðalskipulags á Langholti Skagafirði. Grófargil, Brautarholt, Stóra-Seyla, Torfgarður, Ytra-Skörðugil I og II, Halldórsstaðir, Jaðar og Páfastaðir. Bryndís Zoëga, Guðný Zoëga desember 2004. 39 Fornleifakönnun í landi Arnarness, Garðabæ. Daniel Rhodes, Ragnheiður Traustadóttir október 2004. 40 Fornleifaskráning vegna deiliskipulags á Urriðaholti í Garðabæ. Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir Tetzschner, febrúar 2005. 41 Fornleifaskráning Vopnafjarðar, Svæðisskráning. Bryndís Zoëga, Guðný Zoëga, maí 2005. 42 Sauðá í Borgarsveit. Fornleifaskráning vegna aðalskipulags. Guðmundur St. Sigurðarson, Guðný Zoëga, Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, júní 2005. 43 Steinsstaðir í Hafnarfirði /Hamarsbraut 17. Fornleifaskráning vegna deiliskipulags. Auður Blöndal og Ragnheiður Traustadóttir, ágúst 2005. 44 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum vegagerðar í botni Hrútafjarðar. Bryndís Zoëga, Guðný Zoëga og Sigríður Sigurðardóttir, október 2005. 45 Greining mannabeina úr kirkjugarðinum í Keldudal, Hegranesi. Framvinduskýrsla. Guðný Zoëga, september 2005. 46 Fornleifakönnun vegna vegagerðar í Finnstungu, Bólstaðarhlíðarhreppi. Guðný Zoëga, október 2005. 47 Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum vegagerðar í Vopnafirði. Guðný Zoëga, Bryndís Zoëga og Guðmundur St. Sigurðarson, desember 2005. 48. Fornleifakönnun vegna vegagerðar í botni Hrútafjarðar. Guðný Zoëga og Sigríður Sigurðardóttir, febrúar 2006. 49. Fornleifaskrá Reynistaðar. Guðmundur St. Sigurðarson, Bryndís Zoëga, Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Zoëga, mars 2006. 50. Fornleifaskrá Þingeyra. Bryndís Zoëga, Guðmundur St. Sigurðarson, Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Zoëga, mars 2006. 51. Fornleifaskráning á Langholti II. Bryndís Zoëga, Guðmundur St. Sigurðarson Guðný Zoëga, apríl 2006. 52. Greining mannabeina af Vestdalsheiði. Guðný Zoëga, ágúst 2006. Heimasíða Byggðasafns Skagfirðinga er: www.skagafjordur.is/byggdasafn