SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ég vil læra íslensku

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Heilnæmi kræklings og uppskera

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Árskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum. Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Hafrannsóknir nr. 150

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Report of Protected Area in Canada

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Brennisteinsvetni í Hveragerði

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Transcription:

1 SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S - 005-09 Ferðaskýrsla frá Kanada 2009 Jón Örn Pálsson, atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, tók saman Júní 2009 Ferðalangar og þátttakendur: Víðir Björnsson, Norðurskel ehf Sigríður Vilmundardóttir, Norðurskel ehf Bergsveinn Reynisson, Nesskel ehf Gísli Jón Kristjánsson, Vesturskel ehf Karl Guðmundur Kjartansson, Vesturskel ehf Jón Örn Pálsson, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Skelfisk ehf Gary Rogers, fjárfestir í Norðurskel, fararstjóri og var með hópnum í öllum heimsóknum Í þessari ferðaskýrslu er gerð grein fyrir heimsóknum dagana 28. febrúar -7. mars 2009 í fjögur fyrirtæki og stofnanir á austurströnd Kanada og að lokum er fjallað stuttlega um ráðstefnuna Cold Harvest, sem haldin var í St. Johns dagana 4.-5. mars 2009. Markmið ferðarinnar var að afla upplýsinga um stjórnsýslu, þróunarstarf og rekstrarlegar forsendur fyrir kræklingarækt. Fyrirhugað var að heimsækja tækjaframleiðendur (viðhengi 1) en vegna veðurs þurfti að breyta skipulagi ferðarinnar og urðum við að hætta við heimsóknir í þessi fyrirtæki. Innihald í þessari ferðaskýrslu er í eftirfarandi röð: 1) Sjávarútvegsskrifstofa í atvinnuvegaráðuneyti á Prins Edward Eyju (PEI) heimsótt 2) Ræktunarfyrirtækið E&G Rogers Mussel Farms Ltd heimsótt 3) Vinnsla og pökkunarstöðin Confederation Cove Mussel Co. Ltd heimsótt 4) Heimsókn í rannsóknastöðina Ocean Sciences Center í St. Johns 5) Ráðstefnan Cold Harvest í St. Johns Mynd 1. Mynd sýnir fimm strandfylki á austurströnd Kanada þar sem kræklingarækt fer fram. Þrjú þessara fylkja voru heimsótt í ferðinni (rauðir punktar).

2 1) Heimsókn á sjávarútvegsskrifstofu í atvinnuvegaráðuneyti á Prins Edward Eyju Prince Edward Island Department of Agriculture, Fisheries, Aquaculture and Forestry. Fisheries and Aquaculture Division. P.O. Box 2000. Charlottetown, PEI. CIA 7N8. www.gov.pe.ca Tengiliður: Neil MacNair Director Aquaculture division ; tel: 902 368 5615; ngmacnair@gov.ps.ca Á fundinn mættu þrír sérfræðingar í skelrækt auk Neil MacNair, sem stýrir þessari skrifstofu; þeir voru; Allan Morrison og Brian Gillis (mussel technicians) og Matt Smith (oyster specialist). Fyrir fundinn lágu eftirfarandi spurningar sem hópurinn var búinn að senda fyrirfram til sjávarútvegsskrifstofunnar í PEI: A. Specification and structure of the industry 1. How is the industry defined within the system, legal frame work etc. 2. How is the internal structure of the industry? 3. How does the industry co-operate and communicate with the authorities? 4. Is there a regional policy concerning support to mussel farming. 5. Is there a goal on behalf of industry association or government concerning export value in a given number of years? 6. What is the financing environment (f.ex. loans guaranteed in equipment. grants)? B. Toxic algae: 1. Who is responsible for toxic algae monitoring and control actions related to hazardous levels of algae toxins? 2. Is the closing of mussel harvest based on cell count or toxins in mussel meat? 3. How is toxic algae monitoring financed? 4. Is there a reliable correlation between cell count and toxin-content in meat that can be used for site control C. Newcomers to the industry: 1. Who answerers to the request for a new mussel culture site? 2. What has to be done before mussel farming can be started? 3. What has to be done before mussel can be harvested for the first time on a new site? 4. What factors are measured before mussel farming is recommended in a new site 5. What factors are measured to monitor a mussel farm. D. Technical/biological 1. What conditions direct the mussel farmer into using continuous cotton socks rather than single drop bisected socks? 2. How long can the mussel be kept in life hold ready for market? 3. What is the ideal temperature for the mussel life hold? 4. Do the aquaculturists get training in evaluating larvae development, - where? 5. What is the capacity of the processors. E. Market 1. Who does the marketing? 2. Is there any cooperation for a brand PEI mussels or such? 3. Do retail companies hold shares in processors or farms? 4. Are the producers in a position to dictate price? 5. Does government support marketing? 6. Can the North American market be expanded from the present coverage? 7. How does the EU market look in comparison to American? Hér á eftir er leitast við að svara undanfarandi spurningum, eftir því sem svör fengust á fundinum, fyrir hópnum talaði helst Neil MacNair. Fundurinn stóð yfir í tvær klst og var lögð áhersla á að draga fram gögn sem gætu nýst við uppbyggingu á ungri atvinnugrein á Íslandi. Þess utan er skotið inn upplýsingum sem fengust í samtölum við sérfræðinga á Cold Harvest ráðstefninni í St. Johns.

3 Tilraunir með kræklingarækt hófust á PEI árið 1978 og fyrsta uppskeran var 1982. Árið 1986 var framleiðslan orðin 1200 tonn og 1990 var framleitt um 3000 tonn. Næstu tíu ár var árlegur vöxtur um 20% (mynd 2). PEI er fyrsta svæðið sem þróar kræklingarækt í Kanada. Svæðið hafði því mikil áhrif á uppbyggingu stjórnsýslu á landsvísu (tafla 1). Tafla 1. Stjórnsýslustofnanir í Kanada sem stýra rekstrarumhverfi kræklingaræktar. Stjórnvaldsstofnanir á landsvísu Skamm- Stórnvaldsvið Federal Government stöfun Regulatory Dept. Of Fishery and Oceans DFO Flutningur teg. milli svæða /innflutn.teg. Canadian Food Inspection Agency CFIA Heilnæmi afurða Transport Canada TC Siglingaleiðir, merkingar ræktunarsvæða Enviroment Canada EC Mengun á hafsvæðum Atlandic Canada Opportunities Agency ACOA Þróunarstyrkir til fyrirtækja National Research Council NRC Rannsóknastefna og styrkir Svæðabundin stofnun Skamm- Stórnvaldsvið Provincial Government stöfun Regulatory Dept. Of Fisheries and Aquaculture DFA Úthlutun leyfa og eftirlit, átaksverkefni Ræktendur á PEI hafa með sér félagasamtök (http://peishellfish.ca/ ) sem hafa verið í samskiptum við stjórnvöld við mótun á regluverki fyrir atvinnugreinina og uppbyggingu á opinberri þjónustu. Verkaskipting í stjórnsýslu er milli kanadískra stjórnvalda, fylkisstjórnar innan PEI og einstakra sveitarfélaga innan PEI. Þetta fyrirkomulag hefur þróast á löngu tímabili og er raunar ennþá í uppbyggingu á einstökum landsvæðum þar sem kræklingarækt er í uppbyggingu, s.s. í Quebec og British Colombia á vesturströndinni. Kanadísk stjórnvöld setja almennar gæðakröfur um hollustu vörunnar, en fylkið annast leyfismál og eftirlit með að þeim reglum sé fylgt. Til að efla kræklingarækt, auka framleiðni og bæta verklag og umgengni á ræktunarsvæðum settu stjórnvöld á PEI af stað fleiri átaksverkefni sem framleiðendur gætu sótt styrki til; þar á meðal eru Aquaculture Technology program og Aquaculture Enviromental practices program (viðhengi 2 og 3). Þessum átaksverkefnum lauk á árinu 2008 og ekki var rætt um hvernig til tókst eða hvort framhald yrði á þessum átaksverkefnum. Utan þessara átaksverkefna eru ekki veittir neinir beinir styrkir til fjárfestinga eða rekstar, heldur er mögulegt að fá allt að 80% lán af fjárfestingakostnaði til allt að 20 ára. Einnig er mögulegt að fá afurðarlán til rekstrar fyrir allt að 100% af fjárþörf og er þá tekið veð í birgðum og þessi lán greiðast við uppskeru (viðhengi 4). Tveir þættir hafa einkum takmarkað vöxt greinarinnar á PEI. Það er annars vegar skortur á hentugum ræktunarsvæðum og hins vegar eru ýmsar gerðir af ásætum og einkum ein framandi tegund af möttuldýri sem ber nafnið Clubbed Tunicates eða á latnesku Styela clava. Þetta möttuldýr sest á línur og sokka og þyngir þær svo mjög að allt sekkur niður á botn. Talið að þetta möttuldýr hafi borist inn á hafsvæðið með gríðarstórum flotkrana frá Danmörku, sem notaður við við brúarsmíði milli PEI og fastlandsins fyrir meira en 20 árum. Þetta vekur spurningar um hvernig eftirliti með háttað hér á landi? Eins og sjá má af mynd hér að ofan þá má segja að strandsvæðin á Prins Edward Eyju voru fullnýtt árið 2000. Samtals er þar 3900 hektara hafsvæði ráðstafað á til ræktunar á kræklingi og að meðaltali er framleitt um 11,5 tonn af feskri skel á hvern hektara á uppskerusvæði á PEI (tafla 2).

4 Tonn uppskera 20000 18000 16000 14000 12000 10000 8000 6000 4000 2000 0 Prince Edward Eyja - Kanada Ræktuð bláskel Mynd 2. Framleiðsla af kræklingi á Prins Edward Eyju í Kanada. Ræktunartími er að jafnaði 2-3 ár og eru flestir ræktendur fremur smáir. Meðalræktandi hefur aðeins yfir að ráða 26 hektara ræktuanrrými í PEI og framleiðir um 120 tonn árlega. Framleiðni er mun meiri á PEI en öðrum svæðum og stafar það e.t.v. af mikilli reynslu og lengra þróunarstarfi sem greinin byggir á PEI. Framleiðsla á bláskel á NL hófst ekki að neinu marki fyrr en upp úr miðjum tíunda áratugnum sem er 15-20 árum á eftir PEI. Hér á landi er heildar ræktunartími yfir 3 árum, en uppskera hefst eftir 2,5 ár. Tafla 2. Ræktunarflatarmál við strendur einstakra fylkja, fjöldi ræktenda og framleiðsla. Landsvæði Heildar- Fjöldi Heildar Meðaleining pr ræktanda Kanada svæði ræktenda framl. rými framleitt framleitt framleitt (Provinces) ha *) stk tonn hektarar tonn tonn/ha**) tonn/ha ***) Prins Edward Island 3900 150 18000 26,0 120,0 4,6 11,5 Newfoundland 2600 90 3500 28,9 38,9 1,3 3,4 Nova Scotia 2000 116 2000 17,2 17,2 1,0 2,5 New Brunswick 250 10 500 25,0 50,0 2,0 5,0 samtals/meðaltal 8750 366 24000 23,9 65,6 2,7 6,9 *) ha= hektari (100m x 100 m). 100 hektararar =1 ferkílómetri **) framleitt miðað við heildarrými sem hver ræktandi hefur til ráðstöfunar ***) uppskerusvæði er u.þ.b. 40% af heildarrýmisafnotum hjá hverjum ræktanda (20% lirfusöfnun, 2 * 40% í sokk) Bestu ræktunarsvæðin á PEI eru nú talin vera fullnýtt og frekari uppbygging verður að fara fram fjær ströndinni. Í dag eru starfandi um 150 fyrirtæki sem rækta krækling á PEI og hefur verið úthlutað samtals 291 svæðisbundnum leyfum til þessara fyrirtækja. Svo hvert fyrirtæki hefur yfir að ráða 2-3 leyfum/svæðum, sem þau stunda ræktun sína á. Yfirleitt eru lirfusöfnunansvæðin innarlega í fjörðum og víkum, en vaxtarsvæðin utar þar sem meiri sjávarstrauma gætir. Sjávardýpi umhverfis PEI er 7-8 metrar og sokkar geta aðeins verið um 3,2 metrar (10 feet) þegar reiknað er með 1 meters þykkum ís. Í undirbúningi er að veita leyfi fyrir ræktun á opnum hafsvæðum, en það er eina leiðin til að auka vöxt greinarinnar. Það hinsvegar mæta slík áform mikilli andstöðu frá humarfiskimönnum, en humarveiðar er mikilvæg atvinnugrein yfir sumartímann. Í heimsókn okkar fengum við m.a. afhenta skýrslu um þjóðhagsleg áhrif af kræklingarækt á efnahag á PEI fyrir árið 2004. Þar kemur m.a. fram að fjöldi heildarársverka og skatttekjur af greininni (Smith, 2004). Hér kemur fram að samtals skapa um 18.000 tonn af kræklingi samtals 622 ársverk og þar af eru 253 störf við ræktun á kræklingi og 281 við vinnslu og pökkun á afurðinni. Af þessum tölum er reikna að það þurfi um 70 tonn til að skapa hvert ársverk í ræktun og pökkun afurða (tafla 3).

5 Tafla 3. Niðurtstöður af þjóðhagslegri greiningu af kræklingarækt á efnahag á PEI. Tekju- Einingar í framleiðsluferlinu Verðmæti Virðisauki Ársstörf Afköst Störf pr flokkar þús c$ þús c$ fjöldi tonn/starf 1000 tonn Beinar Vinnsla og sala á afurðum 48700 14900 281 65 15 Óbeinar Framleiðsla, flutningar ofl. 35400 14700 253 72 14 Afleiddar Verslun og þjónusta 21600 6700 88 207 5 105700 36300 622 Heimild: Anon, 2006. An Economic analysis of the mussel Industry in Prins Edward Island. Sjávarútvegsskrifstofa á PEI framkvæmir vöktun umhverfisþátta og fylgist með heilnæmi kræklings og öðrum líffræðilegum þáttum og þannig veitir skrifstofan alhliða ráðgjöf fyrir greinina. Þetta verkefni nefnist PEI Mussel Monitorting Program (MMP). Þar er fylgst með eftirfarandi þáttun: Lirfuseti, bæði magn og tímasetningu Holdfyllingu kræklings á síðasta vaxtarárinu Sjávarhitastigi, mælt á 2 metra dýpi Þörungum og eiturþörungum Afræningum og ásætum Niðurstöðum af þessari vinnu er árlega gefin út í skýrslu, en niðurstöður geta ræktendur fundið jafnóðum á vefsíðu sjávarútvegsskrifstofunnar: www.gov.pe.ca/af/agweb/fisheries/index.php3 Tímasetningar fyrir lirfusöfnun og uppskeru (hrygning) geta verið breytileg milli ára og því veita upplýsingar frá verkefninu (PEI Mussel Monitorting Program) miklu máli um slíka framkvæmdaþætti. Stjórnvöld bera kostnað af þessu vöktunarstarfi og greiða einnig reglulegt eftirlit með eitruðum þörungum. Hinsvegar þegar kemur að sölu afurða þá þarf að senda sýni af skel til mælinga og það er á kostnað ræktanda. Vöktun eiturþörunga er unnin í nánu samstarfi við Canadian Food Inspection Agency (CFIA) og er uppskera stöðvuð á ræktunarsvæðum þegar magn þörungaeiturs (DSP, PSP, ASP) í skel er yfir viðmiðunar mörkum. Sérsök áhersla er á vöktun Pseudonitzschia tegunda í Kanada. ASP eitraður kræklingur fór á markað fyrir fáeinum árum og dauðsföll eru rakin til þess. Þessi eitrun er mjög alvarleg og mikil áhersla er lögð á reglulegt eftirlit og vöktun. Ólík aðferðafræði er á eftirliti á heilnæmi kræklings á PEI og á Nýfundanlandi (NL). Í PEI er fylgst með magni þörunga í sjó sem geta valdið skelfiskeitrun en það er ekki gert á NL. Á NL er eingögnu mæld eitrun í skel. Ástæðan er sögð sú að tími frá uppskeru til neyslu eru aðeins 2 dagar á PEI og það er of stuttur tími til að mæla eitur í skelinni. Því er fylgst með þörungum í sjó á PEI og þegar magn þörunga nálgast hættumörk er beðið með sölu þar til niðurstöður úr skelpróf liggja fyrir. Á NL líða a.m.k. 4 dagar frá uppskeru þar til skelin er komin á markað í USA og því er eingöngu stuðst við prófanir á skel við sölu, enda er lítið samband milli þörunga í sjó og skel eftir margra ára rannsóknir, segir einn helsti sérfræðingur í skelrækt í Kanada Cyr Couturier við Memorial University í St. Johns (munnl. uppl). Ræktunatækni hefur verið lengi í þróun en er nú fallin í nokkuð fastar skorður á PEI. Lirfusöfnun hefst venjulega í síðustu vikum í júní og lirfan er tekin af spottum eftir 4-5 mánaða vaxtartíma. Yfirleitt fer sokkun fram í október, því það er síðasti öruggi íslausi mánuðirnn. Á þessum tíma ráða fyrirtækin til sín fjölmarga lausráðna starfsmenn til að ljúka sokkun áður en ís leggur. Allir ræktendur á PEI nota staka sokka aðferðina (single drops). Skelin er ræktað í þessum sokkum í 12-20 mánuði áður en uppskera hefst. Uppskera hefst í loks sumars og stendur yfir allt árið. Á NL fer lirfusöfnun nær eingöngu fram með samfelldum söfnurum og þar tekur lirfan jafn langan tíma og hérlendis að ná sokkunarstærð (15-30 mm), eða um 12-14 mánuði. Vaxtartími í sokkum er tvö ár, sambærilegt við ræktunartíma hérlendis.

6 2) Fyrirtækið E&G Rogers Mussel Farms Ltd á PEI heimsótt Tengiliður: Gary Rogers. PO Box 786. Kensington, PE C0B 1M0. Canada. Tel: +902-836-4452 e-mail: gdrogers@pei.sympatico.ca Aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Gary Rogers, en hann hóf rekstur inn árið 1986. Hann er einn af frumkvöðlum í kræklingarækt á eyjunni. Ársframleiðslan er um 1000 tonn og er þá átt við selt magn. (rýrnun frá uppskeruþyngd að seldu magni frá vinnslu er 30-50% og er það hjá öllum ræktendum). Fyrirtækið hefur yfir að ráða 160 hektara ræktunarsvæði og er því um 6 sinnum stærra en meðalfyrirtækið (tafla 2). Í stuttu máli gengur ræktunarferlið þannig fyrir sig að lirfulínum er lyft frá botni í júní í samræmi við lirfumælingar sem birtar eru á vefsíðu MMP verkefnissins. Lirfan nær síðan sokkunarstærð (15-25 mm) á ca 4 mánuðum. Í október á sama ári er lirfan stærðarflokkuð og sokkuð. Samtals eru settir út 90 þúsund sokkar og er meðalengd þeirra 3,3 metrar (10 feet). Í upphafi sumars, eftir að ísinn leysir á vorin, eru settir víðir nælonsokkar utan yfir Go Deep sokkana, vegna mikilla sumarhita (18-20 C) verða spunaþræðir veikir og getur skelin dottið af línum, sérstaklega ef það gerir óveður. Eftir 12-24 mánaða vaxartíma í sokkum hefur skelin ná uppskerustærð (55-70 mm). Lágmarksstærð fyrir USA markað er 55 mm. Nær 100% af skelinni er seld til USA, en 80% af ferskum kræklingi í USA kemur frá PEI, rest frá NL og fleiri svæðum. Mynd 3. Sokkunarsíló þar sem hægt er að setja í 6 sokka samtímis og afköst eru 4000 sokkar á dag. Til að afkasta þessu magni þarf 20 starfsmenn, við afklösun, stærðarflokkun og sokkun. Mynd 4. Minni þjónustubátur er notaður við vinnu við ræktunarlínur, s.s. bæta við flotum

7 Mynd 5. Stærri þjónustubátur er notaður við uppskeru á íslausa árstímanum.. Hjá E&G Rogers Mussel Farms Ltd starfa 6 starfsmenn allt árið, 2 á föstum mánaðarlaunum og 4 á tímakaupi. Þessir starfsmenn annast reglubundna uppskeru sem er alla mánuði ársins og daglegri sinningu við línur. Þess utan eru ráðnir um 30 lausamenn yfir háannatíma á sumrin. Þessir starfs-menn annast sokkun á skel á haustin og yfirsokkun á vorin. Þetta eru mjög vinnuaflsfrekar aðgerðir. Á árinu 2008 var heildarvinnustundafjöldi starfsmanna hjá E&G Rogers Mussel Farms Ltd um 28 þúsund. Það er í góðu samræmi við töflu 3. Miðað við að hvert ársverk sé um 1800 vinnustundir þá samsvarar þessi vinnustunda fjöldi um 16 ársverkum. Í töflu 3 er áætlað að 14 ársverk þurfi til að framleiða 1000 tonn af skel. Í samtali við Gary Rogers, kom fram að hann telur að á Íslandi þurfi ekki svo mikinn vinnustundafjölda, m.a. vegna þess að ekki er þörf á yfirsokkun á Íslandi vegna sumarhita. Vegna veðurs tókst ekki að fara á út á ísinn til að fylgjast með uppskeru hjá fyrirtæki Gary Rogers. Hinsvegar skoðuðum við þjónustubyggingu fyrirtækisins þar sem sokkun fer fram og bátar og annar búnaður er geymdur yfir vetrartímann. Í húsinu er afklasari, stærðarflokkari og sokkunarsíló, þar sem sex starfsmenn geta sokkað samtímis (mynd 3). Afköst eru 4000 sokkar á dag og þá þarf 20 starfsmenn í verkið, þ.e. afklösun, flokkun og sokkun. Umreiknað samsvarar það um 200 sokkum á starfsmann á dag. Til samanburðar er sambærileg tala í Nýfundnalandi 100 sokkar/mann/dag hjá meðalfyrirtæki (Brown o.fl., 2000), verulegur breytileiki er þó milli fyrirtækja. Hver sokkur er að jafnaði 3-4 metrar. E&G Rogers Mussel Farms Ltd framleiðir um 15 kg af söluhæfri skel pr hektara, sem er meira en hjá meðalræktanda (11,5 kg/ha). Uppsetning á burðarlínum fyrir sokka er þannig komið fyrir að fjarlægð milli burðarlína er 15 metrar og hver burðarlína ber ca 550 sokka (40 cm milli sokka). Til að koma fyrir 90 þús sokkum þarf því 164 burðarlínur og rýmisþörfin er um 60 hektara, eða um 40% af heildarræktunarsvæði fyrirtækisins. Í samtali við Gary var m.a. rætt um reynslu hans af 20 ára uppbyggingarstarfi í eigin fyrirtæki og rekstrarumhverfi greinarinnar á PEI. Það sem hann lagði áherslu á var að ekkert hefði komið af sjálfu sér. Ræktendur hafi haft öflug samtök á PEI og þau hafi oft þurft að leggja mikla vinnu í að halda stjórnvöldum við efnið til að tryggja eðlilegt rekstrarumhverfi og þjónustu við greinina. Oft á tíðum hefur það kostað mikla vinnu og baráttu frá samtökunum. Ræktendur á Íslandi þurfa vonandi ekki að leggja svo mikið á sig segir Gary, en það er afar mikilvægt að ræktendur eigi með sér öflug landssamtök ef takast á að byggja upp atvinnugreinina.

8 3) Vinnsla og pökkunarstöðin Confederation Cove Mussel Co. Ltd á PEI heimsótt Á PEI eru 8 pökkunarstöðvar sem taka á móti 17 þúsund tonnum kræklingi og pakka til útflutnings. Þessar pökkunarstöðvar er fjölbreyttar hvað stærð varðar og vinnslutækni. Sumar pökkunarstöðvar eru í eigu framleiðenda og eru reknar eingöngu á eigin framleiðslu. Þetta fyrirtæki sem við heimsóttum er hinsvegar að vinna skel frá mörgum framleiðendum, en vinnur einnig eigin skel. Fyrirtæki Gary Rogers selur allann sinn krækling til þessarar pökkunarstöðvar, þó eru engin eignartengsl milli fyrirtækjanna. Árlega tekur fyrirtækið á móti 3000 tonnum af skel og hluti þess magns er framleitt af eigendum vinnslunnar. Margar pökkunarstöðvar á PEI eru lóðrétt tengdar bæði hvað varðar framleiðslu og eigin markaðsetningu og sölu. Engin samræmd markaðsetning hefur farið fram á skel frá PEI síðustu 10 ár. Á tíunda áratugnum var öll skel seld undir nafninu Island Blue og var tryggt ákveðið lágmarksverð til framleiðanda og unnið eftir samræmdum gæðakröfum. Þetta samstarf brotnaði upp er einstakir framleiðendur og pökkunarstöðvar hófu að selja stærstu og verðmestu skelina sjálfir og selja aðeins lakari gæðin gegnum samræmt sölukerfi sem tryggði lágmarksverð. Pökkunarstöðin Confederation Cove Mussel Co. Ltd selur allar afurðir til USA. Mest af skelinni er ferskt, en þega holdfylling er í hámarki síðustu mánuði fyrri hrygningu (febrúar-apríl) er skelin einnig soðin og fryst. Aðeins 10% af vörunni er hinsvegar seld frosin og 90% ferskt. Pökkunarstöðin þarf að geta haldið 10 vikna birgðum lifandi í stöðinni, eða allt að 600 tonnum. Þessi mikla geymsluþörf stafar af því að ekki er hægt að uppskera skel á meðan ísinn er að leggja á haustin, eða taka upp á vorin. Þá er ekki hægt að fara með báta á sjó og ísinn ekki nógu traustur til að bera uppskerubúnað. Hérlendis þarf ekki að leggja í þennan mikla kostnað vegna geymslurýmis. Þó þarf sennilega alltaf að gera ráð fyrir 2-3 vikna geymslurými á Íslandi, til að tryggja afhendingaröryggi. Mynd 6. Vinnslu og pökkunarstöðin Confederation Cove Mussel Co. Ltd á PEI

9 4) Heimsókn í rannsóknastöðina Oceaon Sciences Center í St. Johns Rannsóknarsetrið er deild við Fisheries and Marin Institute of Memorial University. Forstöðumaður og kynningarstjóri (kona hans) tóku á móti okkur, Jason Nichols og Danielle Nochols en þau starfa við rannsóknarsetrið, hann sem rekstrarstjóri og hún sem markaðsstjóri rannsóknarþjónustu. Tengiliðir: Jason Nichols. Aquaculture Facility Supervisor. Tel: +709-778-0507, e-mail: jason.nichols@mi.mun.ca Danielle Nichols. Research Marketing manager. Tel: +709-737-2459, e-mail: dnichols@mnu.ca Rannsóknarstöðin er sjálfstæð deild undir Marine Institute við Memorial University í St. Johns. Þar er unnið að margvíslegum rannsóknum og þróunarstarfi með krækling og aðrar skeltegundir. Þar fara einnig fram rannsóknir á sjávarfiskum og laxfiskum, s.s. þorski, lúðu og laxi. Árið 2000 lögðu stjórnvöld fram stefnumótun í fiskeldi og skelrækt fyrir Nýfundnaland. Þar var lögð áhersla á kræklingarækt, laxfiskeldi og þorskeldi. Rannsóknarsetrið og Memorial University hefur tekið mjög virkan þátt í rannsóknar- og þróunarstarfi sem er forsenda fyrir uppbyggingu í fiskeldi og skelrækt. Til að mynda starfaði Jeson Nichols í mörg ár við víðtækar umhverfisrannsóknir á strandsvæðum m.t.t. kræklingaræktar. Fyrir utan almennar heilnæmisrannsóknir eins og eru stundaðar hérlendis voru gerðar mælingar á þörungategundum, blaðgrænu, sjávarstraumum og svo að sjálfsögðu hita og seltumælingar. Allar þessar rannsóknir voru kostaðar af stjórnvöldum. Nú er í gangi verkefni í vöktun umhverfisþátta og það má sjá m.a. á vefsíðu: http://smartbay.ca/. Þetta markvissa þróunar- og undirbúningsstarf hefur leitt til þess að nú eru 90 ræktendur starfandi og heildarframleiðslan fer stöðugt vaxandi þátt fyrir margvísleg vandamál. Mynd 7.Kynning á starfsemi Ocean Sciences Centre á ráðstefnunni Cold Harvest árið 2009.

10 5) Cold Harvest ráðstefnan 2009 Yfirlit yfir fyrirlestra á ráðstefnunni má finn á heimasíðu fiskeldissamtakanna www.naia.ca á Nýfundnalandi. Það sem situr eftir að hafa setið á þrjá daga á slíkri ráðstefnu er hvað við íslendingar erum langt á eftir í rannsóknatengdu þróunarstarfi. Í Kanada vinna stjórnvöld mjög náið með atvinnugreininni og virðist það ekki hafa verið svo mikil átök á NL eins og á Prins Edward Eyju. Ástæðan er sögð m.a. sú að stór hluti af stjórnkerfinu var orðin verkefnalaus eftir að fiskveiðar hrundu í byrjun tíunda áratugarins. Samtök eldismanna og stjórnvöld unnu náið saman að stefnumótun fyrir fiskeldið sem leit dagsins ljós árið 2000 (http://www.fishaq.gov.nl.ca/publications/strategicplan/strategic plan.pdf ). Það plan hefur síðan reglulega verði endurskoðað og í fyrra kom fram stefnumótun í fiskeldi fyrir árin 2008-2011 (http://www.fishaq.gov.nl.ca/publications/ strategicplan/ DFAStrategicPlan2008-11.pdf). En aftur að ráðstefnunni. Þar var haldið áhugavert erindi um markaðsmál og samband matvælaverðs og fjármálakreppu. Erindið hélt John Sackton, forseti www. seafoodnews.com. Verðlækkun er á öllum háverðsafurðum s.s. humar, krabba, lúðu og þorski. Hinsvegar halda lágverðsvörur sínum verðum, s.s. pollack, tilapia, lax og kræklingur. Þetta stafar sérstaklega af því að fólk fer orðið minna á dýr veitingarhús til að borða. Cyr Couturier hélt áhugavert erindi um verð og framboð á skel. Verð á kræklingi hefur farið hækkandi síðustu ár og er nú stöðugt 1,5 $ /pound á Fulton markaði í New York. Verð til framleiðanda í Nýfundnalandi er stöðugt 1 C$/ pound, eða sem svarar til um 200 kr íslenskar pr kg. Útflutningsverð frá pökkunarstöðvum í Kanada er hinsvegar um 2,5 C$ / pound. Markaður í USA fyrir frosnar vörur af kræklingi er hinsvegar veikur, og stafar það m.a. af því að framboð frá Chile er vaxandi. Verðþróun á kræklingi má sjá nánar á vefsíðunni á hagstofu Kanada (http://www.statcan.gc.ca/ ). Þess utan voru haldnir fjölmargir fyrirlestrar um umhverfisrannsóknir, kræklingarækt, laxeldi og þorskeldi. Mynd 8. Hluti ferðalanga, frá vinstri; Bergsveinn Reynisson, Karl Guðmundur Kjartansson, Gísli Jón Kristjánsson, Sigríður Vilmundardóttir og Víðir Björnsson.

11 Heimildir Anon, 2006. An Economic Analysis of the Mussel Industry in prince Edward Island. Policy and Economics Branch, Gulf Region Department of Fisheries and Oceans Moncton, New Brunswick. : 25 síður. http://www.glf.dfo-mpo.gc.ca/pe/profil/mussel-moule/mussel-moule-2006-e.pdf Brown, C., Couturier, C., Persons, J., Nichols, J., Struthers, A., Macneill, S., Pryor, M., Moret, K., og Zokvic, T. (2000). A practical guideline for mussel aquaculture in Newfoundland. Canadian Centre for Fisheries Innovation, Newfoundland Aquaculture Industry Association, Department of Fisheries and Aquaculture Newfoundland, Marine Institute of Memorial University. Smith, Gary, 2004. PEI Mussel Monitoring Program 2003 report. Technical report #233. Prins Edward Island Department of Agriculture, Fisheries, Aquaculture and Forestry Fisheries and Aquaculture Division. Charlottetown, PEI. : 89 síður Munnleg heimild: Cyr Couturier, Marine Institute of Memorial University. P.O.Box 4920, St. Johns, N.L. Canada A1C. 5R3. Tel: +01-709778 0609 e-mail: cyr@mi.mun.ca Yfirlit yfir heimasíður sem veita gagnlegar upplýsingar um skelrækt í Kanada: Samtök skelræktenda Prins Edward Island http://peishellfish.ca/ Fiskeldissamtök á Prins Edward Island http://www.aquaculturepei.com Sjávarútvegsskrifstofa Prins Edward Eyju http://www.gov.pe.ca/fa/ Ráðuneyti Sjávarútvegs og fiskeldis á Nýfundnalandi http://www.fishaq.gov.nl.ca/ Fiskeldissamtökin á Nýfundnalandi: www.naia.ca Jón Örn Pálsson tók saman

12 Viðhengi 1 Tækjaframleiðendur og seljendur á búnaði fyrir kræklingarækt: Go Deep International INC. P.O. Box.493 Station A. Frederic ton New Brunswick Canada E3B,4Z9 Tel: +07-506 633 8907 www.godeepinti.ca Atlandic Systems Manufacturing LTD 38 Mccarville St. West Royality Industrial Park Charlottetown, PE, Canada C1E 2A6 Tel:1-902-566-4144 www.asmequipment.com Mermaid Marine LTD 26 Fourth St. West Royalty Ind. Park, Charlottetown, Prince Edward Island Canada C1E 2B3 Tel: 1-902-566-1220 http://www.mermaidmarine.com

13 Viðhengi 2

14 Viðhengi 2, framh.

15 Viðhengi 3

16 Viðhengi 3, framh.

17 Viðhengi 4