TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ég vil læra íslensku

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Ný tilskipun um persónuverndarlög

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland?

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Umhverfi Íslandsmiða

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Reykholt í Borgarfirði

Nytjafiskar við Ísland

Saga fyrstu geimferða

Horizon 2020 á Íslandi:

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Klóþang í Breiðafirði

eftir Karl Gunnarsson

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Desember 2017 NMÍ 17-06

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

KENNSLULEIÐBEININGAR

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Skýrsla um starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar árið 2008 EFNISYFIRLIT

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Reykholt í Borgarfirði

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Að störfum í Alþjóðabankanum

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Reykholt í Borgarfirði

Lúðueldi í Eyjafirði

Transcription:

TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM Verkefni styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins 2011 Hreiðar Þór Valtýsson - Háskólinn á Akureyri, Borgir v/norðurslóð, Akureyri, hreidar@unak.is Björn Theodórsson - Vatn og Sjór ehf (V&S), Túngata 3, 101 Reykjavík, bjornthe@yahoo.com Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 1.1. Veiðar og eldi á skeljum... 2 1.2. Sandskelin... 4 1.3. Báruskeljaættin (cardiidae)... 5 1.4. Hjartaskel (Cerastoderma edule) - Common edible cockle... 6 1.5. Báruskel (Ciliatocardium ciliatum) Hairy Cockle... 7 1.6. Krókskel (Serripes groenlandicum) Greenland smoothcockle... 8 2. Rannsóknin... 8 2.1. Erlent samstarf... 8 2.2. Leit í Breiðafirði... 8 2.3. Tilraunir með vatnsþrýstiplógurinn... 10 3. Niðurstaða... 10 4. Kostnaður og vinnustundir... 12 5. Heimildir... 12

1. INNGANGUR Markmiðið verkefnisins var að gera frumrannsókn á því hvort hjartaskel (Cerastoderma (Cardium) edule), báruskel (Ciliatocardium (Cardium) ciliatum), krókskel (Serripes groenlandicus) og sandskel (Mya arenaria) finnist hér við land (Breiðafjörður og Eyjafjörður) í veiðanlegu magni og jafnframt að taka saman þá þekkingu sem fyrir liggur á veiðum, verði og mörkuðum skeljanna erlendis. Verkefnið fékk styrk árið 2011 frá Verkefnasjóð Sjávarútvegsins. Það er frá verkefninu að segja að það gekk afar illa og niðurstöður eru litlar. Hér á eftir fer þó stutt lýsing á því sem gert var ef vera skyldi að einhver geti dregið lærdóm af. 1.1. Veiðar og eldi á skeljum Samkvæmt FAO eru veiðar og eldi á lindýrum nú rétt rúm 20 milljón tonn (mynd 1), þetta eru um 11% af heildarveiði og eldi. Skeljar, líkar og við fjöllum um hér (allar skeljar nema ostrur, kræklingar og diskar), eru stærsti hópurinn innan lindýra og einnig sá hópur sem vex einna hraðast. Sé þetta skoðað nánar kemur í ljós að aukningin er eingöngu vegna mikillar aukningar í eldi, veiðar hafa í raun minnkað (mynd 1). Þegar þetta er brotið nánar niður þá er langmest af aukningunni í eldinu vegna Japanese carped shell (Ruditapes philippinarum), þessi eina tegund er meira en helmingur af öllu eldi (mynd 2) (FAO, 2013). Aðrar tegundir vinsælar í eldi eru constricted tagelus (Sinonovacula constricta), blood cockle (Anadara granosa), swan mussel (Anodonta cygnea) og Japanese hard clam (Meretrix lusoria). Mun fleiri tegundir eru veiddar en í eldi þó heildarmagnið sé minna. Helsta tegundir auk ofangreindra sem er einnig í eldi eru kúfskelin (Ocean quahog - Arctica islandica), Atlantic surf clam (Spisula solidissima) og Nönnuskel (striped venus -Chamelea gallina). Þess má geta að Atlantic surf clam er náskyld tígulkelinni (S. solida) sem finnst við Ísland, tígulskelin er þó mun minni. Langmest af skelræktinni er í Austur Asíu og nánast öll aukningin í eldi á sér stað þar. Veiðarnar eru hinsvegar mestar í NW Atlantshafi, þ.e.a.s. við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Við viljum þó taka fram að veiðitölur um skeljar eru að sumu leiti óáreiðanlegar. Þetta er aðallega vegna þess að mikið af skeljum er veitt á ströndinni og þarf því ekki skip til eða jafnvel dýran útbúnað. Hætta er á því að tilkynningar um slíkar veiðar skili sér ekki alltaf til opinberra aðila. Sér skoðað nánar hvað okkar næstu nágranna í Atlantshafi eru að veiðar og ala þá kemur í ljós að mun meira er veitt (allavega tilkynnt) Ameríkumegin í Atlantshafinu heldur en Evrópumegin (mynd 4). Tegundirnar sem veiddar eru Ameríkumegin eru að mestu þær sömu og taldar hafa verið upp hér að ofan en Evrópumegin er Hjartaskelin (Common edible cockle - Cerastoderma edule) mest veidda skelin. Ástæður þess að veiðar á báðum þessum stöðum hafa staðið í stað eða xminnkað á síðustu 2 áratugum eru fyrst og fremst vegna þess að hámarks afrakstursgetu hefur verið náð (Jacobson og Weinberg, 2013) eða að strandsvæði hafa verið friðuð (Pronker o.fl., 2013). Desember 2013 2

Mynd 1: Til vinstri, afli og eldi á lindýrum í heiminum. Til hægri, veiðar og eldi á skeljum (clams) öðrum en diskum, kræklingum og ostrum (FAO) Mynd 2: Helstu tegundir clams í eldi (til hægri) og veiðum (til vinstri) (FAO) Mynd 3: Svæði þar sem clams eru ræktaðar (til hægri) og veiddar (til vinstri) (FAO) Mynd 4: Veiðar á clams í NV Atlantshafi (til hægri) og NA Atlantshafi (til vinstri) (FAO) Desember 2013 3

1.2. Sandskelin Sandskel (sand gaper eða softshell clam Mya arenaria) barst til Íslands á 20. öldinni og flokkast hún því sem nýbúi (Óskarsson, 1962). Hún finnst allt í kringum landið en lítið er vitað um útbreiðslu og heildarmagn. Við rannsóknir á fjörum á Vesturlandi sumarið 2004 fundust sandskeljar víða en í mjög mismiklu magni. Ekki var talið að nýting myndi borga sig með handtínslu (Þórarinsdóttir, Ólafsson og Kristjánsson, 2007) en vert væri að reyna að veiða þær með plóg. Mjög lítið er hinsvegar vitað um sandskel í Eyjafirði þó vitað sé að hún finnst þar (Garcia, Þórarinsdóttir og Ragnarsson, 2003). Smyrslingurinn (Mya truncata) er náskyldur sandskelinni og finnst hann einnig hér við land. Sandskelin er með þunna skel og er því viðkvæm. Sérstaka lagni þarf því til að ná henni heilli upp, annaðhvort er það gert með handtínslu í fjöru, eða með sérhönnuðum vatnsþrýstiplógi á meira dýpi. Hefðbundnir skelplógar eru ekki jafn heppilegir þar sem þeir brjóta meira af skel og ná henni illa upp þar sem hún er niðurgrafin í sandbotni. Rannsóknir hafa sýnt að vatnsþrýstiplógar brjóta lítið af skeljum, áhrif þeirra á botninn eru einnig minni en annarra plóga enda skafa þeir botninn ekki, heldur blása upp yfirborðslögum og þyrla skeljunum upp sem lenda svo í pokanum (Þórarinsdóttir, Jacobson, Ragnarsson, Garcia og Gunnarsson, 2010). Þekking á notkun slíkra plóga til sandskeljaveiða er ekki til staðar hér á landi og því var það mikilvægur hluti verkefnisins að prófa slíkan plóg. Sandskelin er þekkt afurð á austurströnd Bandaríkjanna og selst að meðaltali á um 14 $/kg til dreifingaraðila. Heildarveiði á sandskel í heimum er nú um 10.000 tonn og hefur minnkað nokkuð. Ástæður þessarar minnkunar eru ofveiði annarsvegar og hinsvegar aukið afrán vegna bogakrabba (Carcinus maenas)sem nýlega hefur borist á svæðið. Stofninn hefur þó verið að smá stækka aftur sem skýrir aukningu á síðustu árum (Congleton o.fl., 2006) Langmest er veitt við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada (mynd 5). Hún finnst einnig náttúrulega við strendur Evrópu og hefur nýlega borist til Norður Kyrrahafsins. Mynd 5: Afli og eldi á sandskel í heiminum (FAO) Veiðar eru stundaðar með ýmsum hætti og setja fylkin mismunandi reglur er það varðar. Í mörgum tilfellum eru það bæjarfélög sem stjórna veiðum innan sinna marka. Veiðar eru nú um 10.000 tonn (mynd 1) og hafa minnkað talsvert frá því fyrir 2 áratugum, vegna ofveiði og mengunar (Þórarinsdóttir o.fl., 2007). Erlendis eru nýlega hafnar tilraunir með sandskel í eldi, þar sem ungum eldiskeljum er plantað í leirur, afræningjar fjarlægðir og fá þær svo 2 ár til að vaxa í markaðsstærð. Eftirspurn eftir sandskel á Bandaríkjamarkaði er því talsvert meiri en framboð og hefur kílóaverð hækkað frá því að vera u.þ.b. 1 $/kg árið 1970 í 14 $/kg árið 2010 (mynd 6). Þar sem eftirspurn er mikil, hafa söluaðilar í Bandaríkjunum því áhuga á að fá sandskel frá Íslandi. Desember 2013 4

Mynd 6: Veiðar og verðþróun sandskeljar í Maine fylki (Massachusetts Shellfish Statistics) 1.3. Báruskeljaættin (cardiidae) Til báruskeljaættarinnar teljast 7 tegundir hér við land (Óskarsson, 1962) og er talið að 3 þeirra séu nýtanlegar, báruskelin, hjartaskelin og krókskelin. Þar sem þessar tegundir skelja eru allar náskyldar er líklegt að neytendur muni væntanlega gera lítinn greinarmun á milli þeirra. Þær eru hinsvegar gjörólíkar sandskelinni sem áður hefur verið minnst á. Á mörkuðum í Ameríku mundu þessar 3 flokkast sem cockles en sandskelin og skyldar tegundir sem soft-shell clam. Af tegundum af báruskeljaætt er mest veitt af hjartaskel í heiminum. Mest er einnig veitt í Evrópu (mynd 7) en veiðar hafa minnkað talsvert á síðustu árum. Ástæður þess eru fyrst og fremst að strandsvæði þar sem skeljarnar voru veiddar hafa verið friðuð (Pronker o.fl., 2013). Mynd 7: Veiðar á tegundum af Báruskeljaætt í heiminum (FAO) Nafnið cardium sem ættin ber nafn af er latína og þýðir hjarta. Um 250 tegundir þekkjast í heiminum og geta þær verið frá 1 cm upp í 15 cm að stærð. Báðar hliðar skelja af þessari ætt eru jafnar að vexti og lögun. Skelin er þykk og sterkbyggð. Litur breytilegur eftir tegundum, brúnn, rauður og gulur, í mismunandi tónum. Áferð skelja er einnig mismunandi eftir tegundum og getur verið slétt eða bárótt. Búsvæði eru mismunandi eftir tegundum en margar skeljar finnast í skjólgóðum fjörum og grunnsævi en einnig eru dæmi um að tegundir hafi fundist á meira en 500 metra dýpi. Útbreiðsla og magn Desember 2013 5

þessara tegundar er ekki vel þekkt við Ísland. Ekki hafa verið gerðar markvissar rannsóknir á þeim hér við land með réttum veiðarfærum en skeljarnar hafa m.a. fundist á veiðisvæðum kúfskeljar. Nokkrar aðrar tegundir skelja af báruskeljaætt hafa fundist hér við land en þær eru allar of litlar eða sjaldgæfar til að vera nýtanlegar. Hér að neðan er lýsing á öllum þessum tegundum úr Skeldýrafánu Íslands (Óskarsson, 1962): C.minimum (Phil.). Grýtuskel. Skeljarnar fremur þunnar, nærri kringlóttar, allkúptar, hálfgagnsæjar og gulhvítar að lit. Nefið í minna lagi, eilítið framan við miðju. Aftari bakrönd nærri lárétt, en sú fremri myndar óslitna, reglulega boglínu við kviðröndina. Geislarifin venjul. 30, flöt að ofan. L. Allt að 10 mm. F. víða við V. og S., á einum stað út af Berufirði A. og á einum stað út af sunnanverðum Vestfjörðum. Dýpi 75-260 m. C.fasciatum (Mont.). Pétursskel. Skeljarnar allkúptar, mjög skakkvaxnar, gulleitar eða gulbrúnar að lit. Stundum eilítið flikróttar aftan til. Nefið lítið eitt framan við miðju. Bakrendurnar stuttar, hallalitlar. Geislarifin oftast 26 og eru að jafnaði 8-10 af þeim fremstu sett smáum hreisturskörum, og jafn mörg af þeim öftustu þornkörtum. Bilið á milli rifja er ýmist með þéttstæðu pikki eða alveg slétt. Á ungum skeljum geta þó öll rifin verið með þornkörtum. L. allt að 17 mm. F. víða umhverfis landi á 8-164 m dýpi, algengust við vestur- og norðurströndina. C.echinatum (L.). Ígulskel. Skeljarnar mjög þykkar og kúptar, miklu réttvaxnari en pétursskel, gulhvítar eða ryðbrúnar að lit. Hýði ógreinilegt. Nefið mjög gilt, nærri miðstætt. Geislarifin sterkleg, oftast 20, gisstæð, þyrnarnir stundum bognir á skeljunum aftanverðum. L. allt að 50 mm. F. allvíða við S. og í Faxaflóa V. Tómar skeljar fundnar í Dýrafirði NV. Dýpi 15-150 m. C.elegantulum (Beck). Fagurskel. Skeljarnar traustar, kringluleitar, mjög kúptar, gráhvítar að lit. Nefið í minna lagi, lítið eitt framan við miðju. Bakrendurnar hallalitlar, ávalar. Kviðröndin gleiðboga. Geislarifin oftast 22, og koma fram þéttsæðir þvergárar á milli þeirra. L. allt að 13 mm. F. í mynni Berufjarðar, í Stöðvarfirði og tímar skeljar á tveimur stöðum, en er aðallega fengin þar úr ýsugörnum. Dýpi 19-132 m. 1.4. Hjartaskel (Cerastoderma edule) - Common edible cockle Hjartaskelin er algeng í NA Atlantshafinu og finnst frá N Noregi til V Afríku. Hún fannst fyrst hér við land í Gufunesi við Faxaflóa sumarið 1948. Skeljar þessar finnast í hreinum sandbotni, leir/sandbotni, leitbotni og blöndu af fíngerðri möl og leir og finnast frá fjöru og niður á grunnsævi gjarnan á skjólsælum stöðum. Skeljar grafa sig öllu jöfnu ekki neðar en 5 cm ofan í botninn. Þær geta orðið allt að 57 mm. Við Bretland og Spán hefur þéttleiki mælst 100 til 200 stk á fermeter en lítið er vitað um þéttleika hérlendis. Fyrir mörgum árum fannst hjartaskel í magninu 8 10 stk á fermeter á vesturlandi. Hjartaskelin lifir í seltu á bilinu 15 35 promill en getur þolað seltu niður í 10 promill. Algengast er að veiða þessar skeljar með skeljatínslu með handafli. Farið er áfjöru áviðkomandi svæði og skeljar krakaðar upp með hrífum og samskonar búnaði. Neðri mörk markaðshæfrar hjartaskeljar er um 2,5 cm og verður hrífan að vera með bil á milli tinda samkvæmt því. Skeljum er safnað í ílát eða netpoka. Í Skeldýrafánu Íslands (Óskarsson, 1962) er hjartaskel lýst eftirfarandi: Skeljarnar oftast lengri en þær eru háar, sterklegar og mjög kúptar og eru með gildara nefi en aðrar tegundir ættkvíslarinnar. Liturinn hvítur eða gulleitur, og oft er kviðröndin að aftan með brúnum flekk innanvert. Lögunin breytileg; eru skeljarnar ýmist hjartalaga (aðaltegund) eða skakkhjartalaga (var. Lamarcki Reeve). Geislarifin oftast 25-27, en geta verið færri; eru þau tíðast þéttsett þunnum þverkömbum í nánd við rendurnar. L. allt að 57 mm. Fannst fyrst hér við land í Gufunesi við Faxaflóa sumarið 1948. Hittist nú fram með allri vesturströndinni og við NV. allt til Önundarfjarðar. Mjög algeng við Desember 2013 6

norðanverðan Breiðafjörð. Einnig fundin við S. Ein skel fundin í Stöðvarfirði A. Dýpi 0-3 m. Hingað til hefur ekki fundist hér nema aðaltegund. Mynd 8: Sandskel (til hægri) og krókskel (til vinstri) Mynd 9: Hjartaskel (til hægri) og báruskel (til vinstri) 1.5. Báruskel (Ciliatocardium ciliatum) Hairy Cockle Báruskelin finnst bæði í N Atlantshafinu og N Kyrrahafinu. Báruskel hefur fundist umhverfis allt Ísland. Ekkert er vitað um þéttleika, þar sem rannsóknir hafa ekki farið fram með réttum veiðarfærum. Hún getur orðið allt að 82 mm að stærð en er venjulega um 40 mm. Báruskelin er talin halda sig dýpra en hjartaskelin og hefur fundist á dýpinu 0 260 m, en hefur líka fundist dýpra. Báruskeljar geta verið á ýmsum mjúkum botngerðum en eru einna helst þar sem botn er blandaður. Báruskel finnst helst þar sem selta er um 33-35% en þolir allt að 24%. Hún fer ekki dýpra en 4 cm ofan í botninn en er líka oft ofan á botninum. Báruskeljar vaxa hratt upp að 6 ára aldri en hægja á vexti eftir það. Vöxtur er mismunandi eftir dýpi, þær vaxa hraðar eftir því sem þær eru grynnra. Einnig virðast þær vaxa hraðar í kaldari sjó (Tallqvist og Sundet, 2000). Í Skeldýrafánu Íslands (Óskarsson, 1962) er báruskel lýst eftirfarandi: Skeljarnar skakkhjartalaga,, ekki þykkar, allkúptar, gulhvítar eða íbrúnar að lit. Hýði greinilegt, stundum stutthært. Nefið lítið eitt framan við miðju. Bakrendurnar fremur hallalitlar. Kviðröndin óslétt og liggur í kröppum boga. Geislarifin 30-33, mjög sjaldan færri eða fleiri. L. allt að 82 mm. F. umhverfis land allt á 0-260 m dýpi. Desember 2013 7

1.6. Krókskel (Serripes groenlandicum) Greenland smoothcockle Krókskelin er kaldsjávarskel og finnst kringum öll heimsskautasvæðin. Hún hefur fundist allt umhverfis landið. Ekkert er vitað um þéttleika, þar sem rannsóknir hafa ekki farið fram með réttum veiðarfærum. Hún getur orðið allt að 92 mm að stærð en meðalstærð 50-70 mm. Hún er ólík báruskel og hjartaskel að því leyti að þær eru ekki báróttar. Krókskelin finnst á 0 120 metra dýpi og getur fundist á mismunandi gerðum seta. Í Skeldýrafánu Íslands (Óskarsson, 1962) er krókskel lýst eftirfarandi: Krókskel. (Syn: Vardium g. (Chemn.)). Skeljarnar fremur þunnar, skakkhjartalaga eða dálítið þríhyrnulaga, í meðallagi kúptar, gljáandi, einkum meðan þær eru ungar. Nefið stórt, nálæt miðju. Afrati bakrönd kúpt, minna hallandi en sú fremri. Skelrendurnar þunnar. Hjörin með lítt þroskuðum tönnum (ein greinileg griptönn oftast í vinstri skel). Skeljarnar gulhvítar eða gráhvítar meðan þær eru ungar og eru þá oftast með rauðbrúnum flikrum, en liturinn verður gulbrúnn með aldrinum, flikrurnar hverfa, og yfirborðið verður langöldótt, svo að útlit ungra skelja og gamalla getur orðið harla ólíkt. L. Allt að 92 mm. Allalgeng nema við S., þaðan aðeins kunn frá Hornafirði, en er þar sennilega miklu víðar. Dýpi 0-120m. 2. RANNSÓKNIN 2.1. Erlent samstarf Einn mikilvægasti þátturinn í verkefni þessu var samstarf við bandaríska sérfræðinga. Fulltrúar Skelfélagsins heimsóttu skelveiðimenn á austurströnd Bandaríkjanna í nóvember 2011. Þeir aðilar sem unnið var með á meðan verkefninu stóð voru: Scott Lindell, vísindamaður við Woods Hole og eru skeldýr m.a. eitt af sérsviðum hans. Bill Silkes á og rekur stærsta markaðsfyrirtæki fyrir skelfisk á austurströnd Bandaríkjanna. Alec Gale er af þriðju kynslóð skelveiðimanna á Austuströnd Bandaríkjanna, í dag stundar hann veiðar á 6 tegundum skelfiska. Því var komið á samböndum við markaðsaðila skeljar í Bandaríkjunum og höfðu þeir mikinn áhuga á að koma að verkefni þessu. 2.2. Leit í Breiðafirði Sýntaka hófst í desember 2011 með sýnatöku í Breiðafirði (mynd 10). Farið var á sjó í 4 daga og skelja leitað í nágreni Reykhóla. Leit gekk í sjálfu sér ágætlega fyrstu dagana, þó ekki væri alls staðar mikið af skel (tafla 1). Síðasta daginn skemmdist plógurinn hinsvegar og var leit hætt í bili. Í þessum leiðangri fundust báruskeljar og krókskeljar og voru þær lengdarmældar sem voru heilar. Voru þær flestar á bilinu 50-60 mm að stærð (mynd 11). Til stóð að fara eftir það í leit í Eyjafirði og nágreni eftir þetta. Það hafði þó tafist verulega vegna fjárhagsörðugleika og síðar gjaldþrots Norðurskeljar ehf. Fyrri hluta árs 2012 tók Skelfélagið ehf þó yfir skuldbindingar Norðurskeljar til að halda áfram þessu verkefni. Eftir heimsókn til Bandaríkjanna var afráðið að breyta um veiðarfæri og kaupa eða búa til vatnsþrýstiplóg. Ljóst var að t.d.var ekki hægt að veiða sandskeljar í hefðbundna plóga vegna þess hve viðkvæmar þær voru. Farið var í að útvega vatnsþrýstiplóg og því ekki farið í fleiri leitarferðir með venjulegan plóg í Breiðafirði. Desember 2013 8

Mynd 10: Myndir frá tilraunaveiðum í Breiðafirði árið 2011 30 20 Tafla 1: Upplýsingar um togstöðvarnar í Breiðafirði Báruskel Krókskel 10 0 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 Mynd 11: Fjöldi báruskelja og krókskelja eftir stærðarflokkum (mm) úr Breiðafirði árið 2011 Desember 2013 9

2.3. Tilraunir með vatnsþrýstiplógurinn Vatnsþrýstiplógurinn er nánast eins og sleði, 1 m á breidd og 1,80 m langur (mynd 12). Á milli skíðanna sem eru 20 cm breitt hvort um sig er stillanleg 60 cm breið plata en stillingin á henni ákvarðar hversu djúpt niður í sandinn er farið hverju sinni. Það er ákveðið eftir skeltegundum sem er verið að veiða og einnig árstímum þar sem skelfiskur grefur sig neðar í sandinn á veturna. Um 40 cm framan við plötuna eru 10 spíssar þar sem sjó er sprautað niður í sandinn til að losa hann upp. Skelin verður eftir í sandinum og tekur platan hana inn í plóginn. Dælt er um 80 rúmmetrum á klukkutíma í gegnum þessa spíssa. Utan um sleðann er járngrind sem heldur skelinni inni í plógnum. Plógurinn er í raun líkur kúfskeljaplóg en mun minni. Vatnsþrýstiplógurinn var fyrst prófaðu þann 16. mars 2012 við Hrísey. Ýmsir annmarkar komu í ljós og var farið að breyta plógnum. Það gekk hinsvegar hægt og var það ekki fyrr en í desember 2012 sem hann þótti nógu góður til að fara í alvöru sýnatökuferð. Þann 20. Desember var farið í sýnatökuferð með mælingarmanni (mynd 12), einnig er hægt er að sjá vídeó úr þeirri sjóferð hér http://youtu.be/qvouedsbpag. Tæknilega gekk sú ferð vel, plógurinn lék vel að stjórn en átti það þó til að fyllast af drullu. Hinsvegar veiddist aðallega kúfskel og það sem verra var að um 40% hennar var skelbrotin. Þetta er alltof hátt hlutfall og einungis hægt að ímynda sér hvernig sandskelinni hefði reitt af ef mikið hefði verið af henni. Því var ljóst að fara þurfti í meiri breytingar og lagfæringar á plógnum. Árið 2013 fór Skelfélagið ehf svo í gjaldþrot áður en hægt var að bæta plóginn, hvað þá að prófa hann. 3. NIÐURSTAÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar eru hvorki ákveðnar né skýrar. Til þess hefði einfaldlega þurft meira til og allt hefði þurft að ganga upp, sem það gerið ekki. Þó er það víst að mikill markaður er fyrir skeljar af þessari gerð á austurströnd Bandaríkjanna. Veiðar þar og í Evrópu hafa minnkað og má þar kenna öðru um en markaðsaðstæðum. Þar er frekar um takmarkanir á veiðum eða áhyggjur af umhverfisáhrifum veiða að kenna. Samhliða þessu hefur verð hækkað og höfðu kaupendur í Ameríku því mikinn áhuga á að kaupa skeljar héðan. Mikil aukning í skelrækt í Asíu gæti líka verið myndbirting þessarar minnkunar í framboði og aukningar í eftirspurn. Vel gæti þó verið að þessi mikla aukning í ræktuninni nái að lækka verðið þannig að veiðar verði ekki eins arðbærar. Hvort skeljarnar séu hér í veiðanlegu magni er hinsvegar enn ósvarað. Þær eru hér, og líklega í talsverðu magni. Þær veiðar sem stundaðar voru hér voru einfaldlega það takmarkaðar að ekki fengust svör við því. Hvað sandskelina varðar þá er ekki hægt að nota plóg eins og við notuðum í Breiðafirði. Þær eru of viðkvæmar og þarf því að veiða þær með vatnsþrýstiplóg. Sá vatnsþrýstiplógur sem gerður var hér og notaður reyndist hinsvegar ekki vel. Kúfskeljar eru með sterkari skeljum en samt brotnaði mikið af þeim í plóginum. Því hefði þurft að endurhanna plóginn, eða prófa hann við aðrar aðstæður til að reyna nánar á þetta. Það var hinsvegar ekki hægt. Desember 2013 10

Mynd 12: Vatnsþrýstiplógurinn og tilraunir með hann í Eyjafirði í mars 2012 Desember 2013 11

4. KOSTNAÐUR OG VINNUSTUNDIR Áætlaður kostnaður við verkefnið sést í töflunni hér fyrir neðan. Styrkur fékkst frá verkefnasjóðinum upp á 1.900.000 kr og var búið að greiða 1.330.000. Kostnaður sem fallið hefur á verkefnið samkvæmt reikningum sem borist hafa er 980.000 kr. Þátttakendur í verkefninu Launakostn. Kostnaður skv. áætlun (þús. kr) Sjódagar Ferðakostn. Heildar kostn. samtals Sótt um til VSR Eigin fjárm. Áfallinn kostnaður skv. reikningum Vatn og sjór 380 20 400 305 95 380 Hafró 228 20 248 20 228 SHA 580 20 600 276 324 Nesskel 1.350 10 1.350 685 675 300 Norðurskel 1.350 10 1.350 685 675 300 Samtals 1.188 2.700 80 3.968 1.971 1.997 980 Skráðar vinnustundir hjá Sjávarútvegsmiðstöðinni og Hafrannsóknastofnuninni eru eftirfarandi Vinna sérfræðings Hafró skv. verkbókhaldi: 8x9.500 =76.000 kr (áætlun: 24x9.500 =228.000) Vinna sérfræðings SHA skv.verkbókhaldi: 52x9.500 = 494.000 kr (áætlun 32 x9.500= 304.000) Vinna rannsóknarmanns SHA skv.verkbókhaldi: 102x5750=586.500 kr (áætlun 48 x5750 = 276.000) 5. HEIMILDIR Congleton, W. R., Vassiliev, T., Bayer, R. C., Pearce, B. R., Jacques, J. og Gillmann, C. (2006). Trends in Main softshell clam landings. Journal of Shellfish Research, 25(2), 475 480. doi:10.2983/0730-8000(2006)25[475:timscl]2.0.co;2 FAO. (2013, 19. desember). Cultured Aquatic Species Information Programme - Ruditapes philippinarum (Adams & Reeve, 1850). Cultured Aquatic Species Information Programme - Ruditapes philippinarum (Adams & Reeve, 1850). Sótt af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/ruditapes_philippinarum/en Garcia, E. G., Þórarinsdóttir, G. G. og Ragnarsson, S. Á. (2003). Settlement of bivalve spat on artificial collectors in Eyjafjordur, North Iceland. Hydrobiologia, 503(1), 131 141. Sótt 22. febrúar 2013 af Jacobson, L. og Weinberg, J. (2013, 19. desember). Status of Fishery Resources off the Northeastern US - Atlantic surfclam (Spisula solidissima). Status of Fishery Resources off the Northeastern US - Atlantic surfclam (Spisula solidissima). Sótt af http://www.nefsc.noaa.gov/sos/spsyn/iv/surfclam/ Óskarsson, I. (1962). Skeldỳrafána Íslands. Prentsmiðjan Leiftur. Pronker, A. E., Peene, F., Donner, S., Wijnhoven, S., Geijsen, P., Bossier, P. og Nevejan, N. M. (2013). Hatchery cultivation of the common cockle (Cerastoderma edule L.): from conditioning to grow-out. Aquaculture Research, n/a n/a. doi:10.1111/are.12178 Tallqvist, M. E. og Sundet, J. H. (2000). Annual growth of the cockle Clinocardium ciliatum in the Norwegian Arctic (Svalbard area). Hydrobiologia, 440(1-3), 331 338. doi:10.1023/a:1004108219117 Þórarinsdóttir, G. G., Jacobson, L., Ragnarsson, S. Á., Garcia, E. G. og Gunnarsson, K. (2010). Capture efficiency and size selectivity of hydraulic clam dredges used in fishing for ocean quahogs (Arctica islandica): simultaneous estimation in the SELECT model. ICES Journal of Marine Science: Journal du Conseil, 67(2), 345 354. doi:10.1093/icesjms/fsp236 Þórarinsdóttir, G. G., Ólafsson, M. F. og Kristjánsson, Þ. Ö. (2007). Lostætur landnemi. Náttúrufræðingurinn, 75(1), 34 40. Desember 2013 12

Akureyri 30. desember 2013 -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hreiðar Þór Valtýsson -------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Björn Theodórsson Desember 2013 13