málfregnir Jóhannes B. Sigtryggsson Yfirlit yfir notkun strika í íslensku

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ég vil læra íslensku

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Áhrif lofthita á raforkunotkun

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Nr mars 2006 AUGLÝSING

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Heildarritaskrá (birt og óbirt efni)

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands. 32. Rask-ráðstefnan. um íslenskt mál og almenna málfræði

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

KENNSLULEIÐBEININGAR

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Þungar hefir þú mér þrautir fengið

DR. STEFÁN EINARSSON OG DR. HARALDUR SIGÞÓRSSON. Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Hugvísindasvið. Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli. Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku. Tinna Sigurðardóttir

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Árangursríkt lestrarnám


10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Ímynd stjórnmálaflokka

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

ÍSM302F Íslenskt mál á 19. öld

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Transcription:

l málfregnir Jóhannes B. Sigtryggsson Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 1 Inngangur Í þessari grein er fjallað um fjölbreytilega notkun strika í íslenskri stafsetningu. 1 Strik eru gagnleg og oft vannýtt. Þau eru notuð í ýmsum tilgangi, bæði til að tengja saman orðhluta og aðgreina þá, til að auðkenna óaðlöguð orð í samsetningum og svo framvegis. Ég hef hér gert tilraun til að flokka strik eftir notkun og tilgangi og hef stundum búið til ný lýsandi heiti yfir undirflokka þeirra. Fyrst er fjallað um stystu strikin, bandstrikin (2. kafli). Því næst er fjallað um tegund strika sem ég kýs að kalla millistrik (3. kafli). Að lokum er stuttlega vikið að þankastrikum (4. kafli). 1 Fjallað hefur verið áður um notkun strika í ritreglum Íslenskrar málnefndar (Íslensk málstöð 2006) og hjá Jóhannesi B. Sigtryggssyni (2011). Ég þakka Ágústu Þorbergsdóttur og ritstjóra fyrir yfirlestur og þeim og Kristínu Bjarnadóttur fyrir gagnlegar samræður um efnið. Orð og tunga 18 (2016), 157 167. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Reykjavík.

158 Orð og tunga 2 Bandstrik (bönd) 2.1 Almennt Bandstrik eru aldrei notuð nema sem hluti af orði. Þau þjóna ýmsum tilgangi, auðkenna skiptingu milli lína, afmarka tölur, tákn og skammstaf anir og margt fleira. 2.2 Skiptistrik Til að auðkenna orðskiptingu milli lína er notað bandstrik sem nefnist skiptistrik. 2 meistari prósent 2.3 Strik til að tengja tölur, tákn og bókstafi við orð Bandstrik er notað í samsettum og afleiddum orðum þar sem fyrri liðir eru tölur, tákn eða bókstafir. 68-kynslóðin 13-menningarnir 1,5%-reglan 0-tákn F-15-þota π-ið x-ás e-tafla L-járn 2 Sjá Íslensk táknaheiti (2003:15, nmgr.).

Jóhannes B. Sigtryggsson: Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 159 b-moll Y-litningur U-beygja n-undatala n-ta veldi Bandstrik afmarkar stafi, endingar, viðskeyti eða forliði sem standa ein og sér í setningu. Strikið auðkennir þar að þau geta ekki staðið sjálfstæð. Veik kvenkynsorð enda á -u í eignarfalli eintölu. Forskeytið ör- er stundum notað í orðmyndun. 2.4 Strik með skammstöfunum Bandstrik er notað í samsettum og afleiddum orðum þar sem fyrri liðir eru skammstafanir. BA-nemi cand. mag.-próf HIV-veira IP-tala AA-fundur MR-ingur 2.5 Fyllistrik Bandstrik (fyllistrik) kemur í stað orðliða sem hafa verið teknir út til að komast hjá endurtekningu. ufsa- og ýsuveiðar (stytting á ufsaveiðar og ýsuveiðar) ís- og sælgætiskaup (stytting á ískaup og sælgætiskaup)

160 Orð og tunga mennta- og menningarmálaráðuneyti (stytting á menntamálaráðuneyti og menningarmálaráðuneyti) 2.6 Framandstrik Bandstrik eru notuð til að auðkenna óaðlöguð erlend orð í sam setningum frá íslenskum orðhluta. Erlent orð telst vera óaðlagað ef í því eru tákn sem ekki eru í íslensku stafrófi, til dæmis z eða c, ef það fylgir ekki íslenskri hljóðskipan eða ef stafsetning þess er ekki í samræmi við almenna stafsetningu í íslensku. amish-fólk cappuccino-kaffi chihuahua-hundur Downs-heilkenni Hereford-nautgripur Jan Mayen-svæðið New York-ríki Nokkuð algengt er að framandstriki sé sleppt og til að mynda ritað *New York flug eða *Toyota umboðið. Strikið er þó nauðsynlegt í slíkum tilvikum því að það tengir saman samsett orð og gerir að heild. 2.7 Strik í samsettum heitum Bandstrik er notað á milli orðliða í örnefnum og fleiri heitum þar sem síðari liður er sérnafn. Hvíta-Rússland Syðri-Grund Norður-Íshaf Forn-Grikkir Víga-Glúmur

Jóhannes B. Sigtryggsson: Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 161 2.8 Strik í samsettum lýsingarorðum Bandstrik eru notuð í ýmsum lýsingarorðum sem eru samsett úr tveim ur eða fleiri samtengdum en sjálfstæðum stofnum. grísk-rómversk goðafræði skosk-gelíska dansk-norsk-sænsk orðabók 2.9 Skýrleikastrik Bandstrik er stundum notað ef það horfir til skýrleika eða til að aðgreina orðliði í samsetningum sem annars féllu saman og yrðu torkennilegir. 3 no-leikur núll-tákn 0-tákn (en núlltákn autt tákn ) eða-merki Nokkuð er um að bandstrik séu notuð í löngum orðum (oft sérfræðiorðum) til að auðvelda lestur. Dæmi: sísegul-hverfijárnsmælitæki. 2.10 Áherslustrik Heimilt er að nota bandstrik til að tengja eignarfallsliði, sem auka vægi merkingar (áhersluforliði), og forliðina all-, hálf-, jafn- og langvið næsta orðlið (Íslensk málstöð 2006:713). Við hina síðarnefndu má í sumum tilvikum bæta forliðnum smá-. Bandstrikið gefur þarna til kynna að jöfn eða svipuð áhersla sé á forlið og grunnorði. Þessi notkun striks er nú sjaldgæf og algengara að rita slíka forliði án bandstriks áfasta orðinu sem þeir standa með, til dæmis allskrýtinn, langfyndnastur. grundvallar-misskilningur gríðar-myndarlegur 3 Sbr. Jóhannes B. Sigtryggsson (2011:217): Heimilt er að nota bandstrik til glöggvunar inni í orði við sérstakar aðstæður, t.d. núll-lausn.

162 Orð og tunga óhemju-myndarlegur all-skrýtinn hálf-utan við sig jafn-góður lang-fyndnastur smá-laslegur 2.11 Bandstrik í setningarliðasamsetningum Í laustengdum og oft óformlegum setningarliðasamsetningum 4 er setn ing arliðurinn tengdur við orð með bandstriki. Eitt bandstrik næg ir fyrir hverja samsetningu. korter í þrjú-gæi einn á móti einum-reglan munn við munn-aðferð Bandstrikinu er sleppt í ýmsum rótgrónum setningarliðasam setn ingum, til dæmis gleymmérei, milliþinganefnd, uppáhelling. 2.12 Beygingarstrik Bandstrik afmarkar beygingarendingu beygðs bókstafs eða tákns. með einu s-i brottfall t-s Fjöldi n-a í orðinu er mismunandi eftir falli aukastafir π-s 4 Um setningarliðasamsetningar í íslensku sjá Kristínu Bjarnadóttur (2015).

Jóhannes B. Sigtryggsson: Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 163 2.13 Andstrik Bandstrik er notað í skýrleikaskyni til að auðkenna andstæðu í orði. já-nei-spurning á-af-tími norður-suður-leiðin (en hins vegar norðausturleið) rað-hlið-tenging albúmín-glóbúlín-hlutfall 2.14 Klofningsstrik Bandstrik er notað til að sýna að orð, sem á að rita í einu lagi, hafi klofnað. Ég ætla að fá mér ís, karamelluídýfuhárskeri, karla- og kvenna- 2.15 Hikstrik Bandstrik er notað í talmálstexta til að auðkenna orð sem tafsað er á og síðan endurtekið. Hva- hvað áttu við? 2.16 Endurtekningarstrik Í ýmsum hljóðlíkingarorðum eða köllum eru strik notuð til að aðgreina orðliði sem endurteknir eru óbreyttir eða lítt breyttir. hipsum-haps kibba-kibba hott-hott

164 Orð og tunga 3 Millistrik 3.1 Almennt Millistrik (e. en dash) er yfirheiti yfir flokk strika sem eru mitt á milli bandstrika og þankastrika að lengd. Algengast er að nota þau til að tengja saman tölur en þau má einnig nota í ýmsum öðrum tilgangi. 3.2 Tilstrik Tilstrik tengja saman tölur í ýmiss konar tölum, talnabilum og ártölum og stundum önnur orð (sérstaklega staðarnöfn í ferðaleiðum). Með því að nota millistrik frekar en bandstrik verða bil á milli talna greinilegri en ella. 13 15 18. 21. ágúst mars 2013 janúar 2014 15. mars 14. apríl Eva Sveinsdóttir (1950 ) september desember Hún verður tvær þrjár vikur í burtu París London Flugleiðin Reykjavík Egilsstaðir 3.3 Strik í listum Ýmis tákn eru notuð til að afmarka liði í lista, til að mynda doppur ( ), stafir eða tölur og einnig strik. Mælt er með því að nota frekar millistrik en bandstrik í listum. Þetta eru mikilvægustu samningsatriðin: lágir skattar,

Jóhannes B. Sigtryggsson: Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 165 samkeppnishæf laun, fjölskylduvæn stefna. 3.4 Strik í fyrirsögnum og heitum Í fyrirsögn er oft notað millistrik og einnig til að afmarka undirtitil. Hveragerði vin skálda Ljóðabyltingin Rannsókn á skáldum á 20. öld 3.5 Strik í samsettum heitum Í samsettu heiti stofnana og fyrirtækja er betra að nota millistrik en bandstrik á milli liða. Landsbókasafn Íslands Háskólabókasafn Landspítali háskólasjúkrahús Hvorki er haft bil á undan né eftir bandstriki í heiti því að bandstrik geta aldrei staðið sjálfstæð. Sjóvá-Almennar Mímir-símenntun 3.6 Millistrik notuð í stað annarra strika: stutt þankastrik og frádráttarmerki (mínusmerki), tilvitnunarmerki Millistrik eru nú oft notuð í stað hefðbundinna þankastrika og nefnast þau þá stutt þankastrik (sjá 4. kafla). 5 Mér féll vel við alla nemendur mína nema einn. Áhrif þeirra sérstaklega Guðrúnar á starf skólans voru gríðarleg. 5 Íslensk táknaheiti (2003:19): Í íslenskum ritum er nú venja að nota stutt þankastrik frekar en þankastrik í fullri lengd.

166 Orð og tunga Í stað frádráttarmerkis (mínusmerkis) er oft notað millistrik. 2 1 = 1 5 frost Millistrik eru oft notuð í stað tilvitnunarmerkja (gæsalappa) til að tákna samtöl í texta. Hvað sagðirðu? Ég vil ekki fara suður. Af hverju sagðirðu það ekki fyrr? Ég veit það ekki. 4 Þankastrik Þankastrik (e. em dash) eru notuð í texta til að afmarka innskot og viðauka sem lögð er sérstök áhersla á. Mér féll vel við alla nemendur mína nema einn. Áhrif þeirra sérstaklega Guðrúnar á starf skólans voru gríðarleg. Nú er algengt að nota millistrik ( ) í þessum tilgangi (sjá undirkafla 3.6). 5 Lokaorð Í greininni hefur verið sagt frá fjölbreytilegri notkun strika í íslensku ritmáli og tilraun gerð til að skýra ólíka notkun þeirra og merkingu. Almennt er notkun meginflokka strika með eftirfarandi hætti: Bandstrik (-) eru alltaf hluti af orði (68-kynslóðin) en standa aldrei sjálfstæð í setningu. Þau skiptast í bandstrik og skiptistrik og ýmsa aðra undirflokka eftir notkun. Millistrik ( ) geta bæði tengt orð (15 16) eða verið sjálfstæð í setningu (Hveragerði vin skálda). Þau eru notuð til að tengja saman tölur og í listum, fyrirsögnum og samsettum heitum og svo framvegis. Millistrik eru oft notuð í staðinn fyrir þankastrik (kallast þá stutt þanka strik) og frádráttarmerki.

Jóhannes B. Sigtryggsson: Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 167 Þankastrik ( ) eru alltaf sjálfstæð í setningu. Þau afmarka innskot og viðauka. Í almennum texta nægja tvenns konar strik: bandstrik og millistrik. Heimildir Baldur Jónsson. 1998. Vinnureglur um íslenska stafsetningu og Athugasemdir við Vinnureglur um íslenska stafsetningu. [Handrit, dags. 1. febrúar 1998.] Íslensk málstöð. 2006. XIII. Bandstrik. XIV. Strik. Í: Ritreglur. [Í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytis nr. 132/174, 133/1974, 184/1974 og 261/1977.] Í: Dóra Hafsteinsdóttir (ritstj.). Stafsetningarorðabókin, bls. 711 715. Reykjavík: Íslensk málnefnd / JPV útgáfa. Íslensk táknaheiti. 2003. Smárit Íslenskrar málnefndar 2. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók saman. Reykjavík: Íslensk málnefnd. Jóhannes B. Sigtryggsson. 2011. Strik og bönd. Í: Jóhannes B. Sigtryggsson (ritstj.). Handbók um íslensku, bls. 215 219. Reykjavík: JPV útgáfa. Kristín Bjarnadóttir. 2015. Ef-og-þá-kannski-hlutir: Um setningarliði í samsettum orðum. 29. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði. Reykja vík, 31. janúar 2015. Skyggnur: https://notendur.hi.is/~kristinb/ KB-Rask2015.pdf (9. desember 2015) Lykilorð bandstrik, millistrik, þankastrik, stutt þankastrik, skiptistrik Keywords hyphen, en dash, em dash, short em dash, hyphen for dividing words between lines Abstract In this overview dashes in Icelandic spelling are organized into subgroups according to their purpose and usage. The main groups are hyphens, en dashes and em dash. The first two have many different subgroups. Jóhannes B. Sigtryggsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum johans@hi.is