Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

Similar documents
Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Horizon 2020 á Íslandi:

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Byggðastefna ESB. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, formaður samningahóps um byggða- og sveitarstjórnarmál

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Byggða- og uppbyggingarstefna Evrópusambandsins

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ég vil læra íslensku

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Leiðbeinandi á vinnustað

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Á bjargbrúninni þekkingarstarf sem undirstaða sjálfbærrar byggðaþróunar

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Áhrif lofthita á raforkunotkun

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Stjórnmálafræðideild

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Schengen samstarfið Handbók Innanríkisráðuneytið 2011 Skrifstofa almannaöryggis

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Nr mars 2006 AUGLÝSING

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

ÁRSSKÝRSLA. Ársskýrsla 2009

Reykjavík: Þróun þekking stefna Hvað varð af framtíðarborginni?

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Kanada. Ísland allt árið Landaskýrsla. Unnin af Eyrúnu Magnúsdóttur og Þórhildi Ósk Halldórsdóttur

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Hönnunarmiðstöð Íslands Skýrsla & Áætlun Framvinduskýrsla ársins 2011 aðgerða- og fjárhagsáætlun ársins 2012 honnunarmidstod.

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Green map around the world. Fjölþjóða verkefni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi

Transcription:

Dagana 14.-20. apríl 2013 fór stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta í námsferð til Finnlands og Slóveníu. Þessi tvö lönd urðu fyrir valinu vegna þess að þau búa við tvö stjórnsýslustig líkt og Ísland, þ.e. ríkið annars vegar og sveitarfélög hins vegar og þriðja stjórnsýslustigið er ekki til sem sjálfstætt stjórnvald. Þá hafa bæði löndin verið að gera áhugaverða hluti í byggðamálum og byggðaþróun á undanförnum árum. Megintilgangur ferðarinnar var að kynnst fyrirkomulagi byggðamála, svæðasamvinnu og samskiptum stjórnsýslustiganna tveggja í þessum löndum. Ferðin var skipulögð með það að leiðarljósi að hitta fulltrúa ráðuneyta og ríkisstofnana sem fjalla um byggðaþróun/byggðastefnu, fulltrúa frá samtökum sveitarfélaga, svæðisbundinna ráða eða samtaka sem vinna með einum eða öðrum hætti að svæðisbundinni stefnumótun byggðamála. Hópurinn flaug til Helsinki sunnudaginn 14. apríl og heim frá Ljubljana laugardaginn 20. apríl. Alls tóku níu fulltrúar stýrinetsins þátt í ferðinni: Stefanía Traustadóttir (IRR), Elvar Valsson (ANR) tók þátt í Finnlandsheimsókninni, Héðinn Unnsteinsson (FOR), Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir (UAR), Karl Björnsson (sambandið), Kristmundur Ólafsson (UTN), Þórarinn Sólmundarson (MMR) tók þátt í Slóveníuheimsókninni, Snorri Björn Sigurðsson (frá Byggðastofnun í forföllum Árna Ragnarssonar) og Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri. Helmingur Finna býr í nágrenni suðurstrandarinnar. 70% íbúanna býr í suðvestur hluta landsins á svæði sem er innan við 30% af heildarstærð þess. Lappland (nyrsta héraðið) nær yfir um 30% af stærð Finnlands og þar búa um 200 þúsund manns. Vegalengdin frá Helsinki til nyrsta hluta landsins er meira en 1000 km sem jafnast á við vegalengdina frá Helsinki til Danmerkur, norður Þýskalands eða Póllands. Fjöldi sveitarfélaga er 320 (voru 415 árið 2007, stefnt að því að þau verði 100-150). Fjöldi ráðuneyta í dag er 15 (en 18 ráðherrar). Fjöldi héraða er 18 (auk Álandseyja) og eru þau lögbundinn samstarfsvettvangur sveitarstjórna. Sveitarfélög og ríkið bera sameiginlega ábyrgð á byggðaþróun. Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru: Efnahags- og atvinnumálaráðuneytið (e. Ministry of Employment and the Economy). Skrifstofu byggðaþróunar heyrir undir það ráðuneyti. Samband finnskra sveitarfélaga (e. Association of Finnish Local and Regional Authorities). 1

ELY-miðstöðin fyrir Uusimaa hérað (e. ELY centre for Uusimaa, þ.e. höfuðborgarsvæðið). Héraðsráð Uusimaa (e. Uusimaa Regional Council, þ.e. höfuðborgarsvæðið). Efnahags- og atvinnumálaráðuneytið (varð til 2008) fer með heildarábyrgð á byggðamálum og mótar, í samvinnu við önnur ráðuneyti, áherslur í byggðastefnu og ber því að hafa samráð við héraðsráðin (Regional Councils). Ráðuneytinu er skipt í 3 deildir, byggðaþróunardeild sem sinnir byggðastefnu, Evrópudeild sem fer með yfirumsjón með Byggðastefnu ESB og svo að lokum ELY-deild sem sér um rekstur svokallaðra ELY-miðstöðva. Héraðsráðin eru 18 talsins og eru staðbundin samráðs- og samvinnuvettvangur sveitarfélaga. Öll sveitarfélög eiga aðild að héraðaráðum en þau sinna ýmsum staðbundnum þjónustuhlutverkum er varða byggðaþróun og bera höfuðábyrgð á áætlanabundinni byggðaþróun á hverju svæði fyrir sig. Stoðkerfisstofnanir (m.a. ELYmiðstöðvarnar) heyra undir efnahagsog atvinnumálaráðuneytið og eru nokkurskonar miðstöðvar þar sem unnið er að byggðaþróun þvert á skipulagsheildir/málaflokka. Samstarf ríkis og sveitarfélaga fer því að miklu leiti fram með samráði á milli ELY-miðstöðvanna og héraðsráðanna. Árið 2010 voru byggðamál endurskilgreind og endurskipulögð. Meðfylgjandi mynd (levels of public administration in Finland) sýnir finnska skipulagið eins og það er í dag en áhugavert er að héraðsráðum er þarna stillt jafnfætis ríkisstofnunum. Lykilþáttur endurskipulagningar á finnskum byggðamálum árið 2010 var sameining opinberra stofnanna í héraði þar sem sex opinberar stofnanir voru lagðar niður og tvær byggðar upp. Nýju stofnanirnar eru annars vegar ELY miðstöðvarnar, en slíkar miðstöðvar eru reknar á 15 stöðum um allt landið og hins vegar svæðisbundnar stjórnsýslustofnanir (e. Regional State Administrative Agencies) sem eru sex talsins. Myndin hér til hliðar sýnir þessa tilteknu stofnanabreytingu. ELY miðstöðvarnar 1 hafa það hlutverk að stýra svæðisbundnum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum fyrir hönd ríkisins. ELY stendur fyrir: 1 Þriðjudaginn 16. apríl, hópurinn ELY miðstöð og héraðsstjórn sem þjóna Uusimaa héraðinu og eru staðsett í Helsinki. 2

E - Efnahagsþróun, atvinnumál, samkeppnishæfni og menning L - Samgöngur og innviðir Y - Umhverfi og auðlindir Miðstöðvarnar eru misstórar að uppbyggingu og nokkrar þeirra starfrækja útibú sem sinna afmörkuðum málum á hverju svæði. Miðstöðvarnar gegna lykilhlutverki að hálfu ríkisvaldsins þegar kemur að byggðamálum. Þær framfylgja stefnu stjórnvalda og úthluta ríkisfjármunum (frá MEE) á héraðsvísu. Stefnumótandi áherslur sem ELY-miðstöðin hefur að leiðarljósi fyrir Uusimaa svæðið varðandi árin 2012-2015 eru: að þróa þéttbýlið og að auka bæði kraft og virkni umlykjandi sveita, að styrkja efnahagslífið og að auka velferð íbúa svæðisins. Lögð er áhersla á virkt samráð við hagsmunaðila á svæðinu og að markmið og aðferðir séu sniðnar með þeim hætti að þau taki mið að sérkennum svæðisins, einnig skulu allar aðgerðir rúmast innan sex grundvallar stefnumiða fyrir svæðið, þau eru; 1) Leið að kolefnajafnaðri stórborg, 2) Bætt ástand Eystrasaltsins, 3) Sjálfbær vöxtur fyrirtækja, 4) Aukin atvinnuþátttaka, 5) Einfaldari og öruggari samgöngur, 6) Frá félagslegri útilokun til þátttöku. Það vekur athygli að sex ráðuneyti hafa aðkomu að stjórnum ELY miðstöðvanna. ELY-miðstöðin heyrir formlega undir efnahags- og atvinnumálaráðuneytið en einnig hefur umhverfisráðuneytið, landbúnaðar og skógræktarráðuneytið, menntamálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, samgöngu og samskiptaráðuneytið formlega aðkomu að vinnu þess. Meðfylgjandi mynd sýnir skipulag ELY-miðstöðvarinnar í Uusimaa (Centre for economic development, transport and the environment). Undir yfirstjórn ELY-miðstöðvarinnar er verkefnum miðstöðvarinnar skipt niður á þrjú verksvið er varðar Umhverfis og auðlindamál, samgöngur og innviði, og svo viðskipta-, iðnaðar-, atvinnu- og menningarmála. Uusimma ELY-miðstöðin er stærsta miðstöðin enda þjónar hún um 1,5 milljón íbúa svæðisins eða um 29% allra Finna. Starfsmenn miðstöðvarinnar erum um 430 talsins en um 428 milljónum er ráðstafað í gegnum stofnunina á ári hverju. Í Finnlandi eru 18 héruð (auk Álandseyja) og eru héraðsráðin (e. Regional Councils) lögbundin samstarfsvettvangur sveitarstjórna og á þeirra forræði. Þau vinna að verkefnum á svið byggðamála og skipulagi byggðar hver á sínu svæði. Ráðin eru málsvarar og hagsmunagæsluaðilar héraðsins og vinna að eflingu þess. Aðeins kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum eru kjörgengir í stjórn (e. board) héraðsráða og fer um kjör þeirra þannig að það endurspeglar vilja íbúa einsog hann birtist í sveitarstjórnarkosningum. Helstu hlutverk Héraðsráðanna: Meginábyrgð á svæðisbundnum þróunaráætlunum. Ábyrg fyrir tilteknum lögbundnum verkefnum tengdum byggðaþróun. Fara með skyldur sem sveitarfélög fela þeim. 3

Þar að auki sinna héraðsráðin mikilvægu hlutverki við að styrkja viðskiptalíf héraðsins og ferðamennsku, þróa og samhæfa menningarstarfsemi og menntun sem og varðveislu menningar og lista. Auk þess sinna þau markaðssetningu svæðisins, stuðla að umbótum á opinberri þjónustu, tryggja að umhverfismál séu í forgrunni og tryggja að umferðar og húsnæðismál séu tekin til greina. Þar að auki setja þau fram markmið sem er ætlað að auka lífsgæði og velferð í samfélaginu, þau sinna málum er varða upplýsingasamfélagið sem og margskonar rannsóknum sem varða svæðið. Sveitarfélög eru skyldug til að vera í héraðsráðum. Héraðsráðin eru aðallega fjármögnuð af sveitarfélögum. Árlegt gjald sveitarfélagsins í Uusimaa var um 48,4 milljónir árið 2012 (þ.e. um 9,25 á hvern íbúa (um 1.500 IKR). Sameiginleg markmið byggðaaðgerða í Finnlandi grundvallast á lögum um byggðaþróun sem sett voru árið 2002 og endurskoðuð árið 2009. Myndin hér við hlið sýnir hvernig Finnar vinna út frá endurskoðuðum lögunum um byggðaþróun, sem tóku gildi í janúar 2010, og hver eru markmið laganna. 2 Markmið stýrinetsins var meðal annars að kynnast þessu ferli betur. Haustið 2010 kom út Finland s Regional Development Strategy 2020. Frumkvæðið kom frá MEE (ráðuneytinu) sem setti á laggirnar hóp sem samanstóð af fulltrúum ráðuneyta, héraða og hagsmunaaðila og var hópnum falið að undirbúa nýja Regional Development Strategy 2020. Hópurinn fékk 15 mánaða starfstíma (nóv. 2008 til jan. 2010) og var Veijo Kavonius formaður 3ja manna verkefnisstjórnar sem naut aðstoðar um sextíu byggðaþróunar sérfræðinga víðsvegar af landinu eftir því sem við átti. 2 Á meðfylgjandi slóð má finna enska þýðingu lagana. http://www.tem.fi/files/26909/act_on_regional_development_1651_2009.pdf 4

Í framhaldinu af þeirri vinnu (desember 2011) samþykkti finnska ríkisstjórnin national regional development targets for the period 2011-2015. Ákvörðunin mótaði viðmiðunarreglur og áherslusvið er vörðuðu aðkomu ríkisins að byggðaþróunaraðgerðum. Afrakstur þessarar vinnu var stefnumótandi ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka vægi svæðisbundinnar byggðastefnu. Vinnan fór ekki í gegnum finnska þingið en birtist í eftirfarandi landsáætlun um svæðisbundna þróun í Finnlandi fyrir árin 2011-2015, þ.e. Finland s national regional development targets for 2011-2015. An economically, socially and environmentally sustainable Finland 3. Í þessari nýju stefnu eru þrjú almenn stefnumarkmið sem öll beinast að héruðum/svæðum þ.e.: Styrkja samkeppnishæfni og stöðu svæða. Efla velferð íbúana. Tryggja heilsusamlegt umhverfi og sjálfbæra svæðisbundna uppbyggingu. Helstu áhersluatriði markmiðanna eru: Viðhalda getu til stöðugrar endurnýjunar. Nýta möguleika og tækifæri. Virðing fyrir sérkennum svæða. Áhersla er lögð á að styrkja getuna til þess að aðlagast hratt nýjum aðstæðum. Lykilorðið er regeneration (endurnýjun / endurbygging) og sérstök áhersla lögð á að styrkja endurnýjunargetu svæða. Þar tóku á móti hópnum Ulla Karvo skrifstofustjóri og Annukka Makinen sérfræðingur (sjá glærur). Fyrir utan almenna kynningu á finnska sveitarstjórnarstiginu og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var fjallað nokkuð ítarlega um finnsku héruðin, verkefni þeirra og lagstoð en um þau er helst fjallað í eftirtöldum lögum. The Local Government Act The Law of Regional Development (1135/93) The Law of Regional Planning (132/99) Lög um byggðaþróun (The Law of Regional Development) skilgreina hlutverk og valdsvið héraðsráðanna en eins og áður hefur komið fram eru héruðin 18 auk Álandseyja og á þeirra vegum starfa um 650 stafsmenn. 3 Má nálgast á http://www.tem.fi/files/33030/06_2012_web.pdf 5

Þá var gerð grein fyrir þátttöku sveitarfélagastigsins undirbúningi og framkvæmd í byggðaáætlunum Evrópusambandsins (ERDF og ESF) og hvernig svæðaskiptingu væri háttað í því samstarfi. Þ.e. að landið skiptist uppí fimm svæði og unnin ein áætlun fyrir hvert þeirra. Sveitarfélög og héraðsráðin eru vikir þátttakendur í undirbúningi og framkvæmd þessara áætlana. Á glærunni má sjá hvernig einstaka sveitarfélag kemur að undirbúningi þessara svæðisbundnu áætlana. Þá kom fram að sveitarfélögin í Finnlandi leggja töluvert fjármagn fram í til þessara verkefna (mótframlög) þó svo þau beri ekki nema takmarkaða ábyrgð á framkvæmd þeirra. Í glærukynningu sem fylgir þessari samantekt má lesa um uppbyggingu sjóðanna og hvernig verkefni skiptast eftir þeim og fjármögnun. (Island 140413 UK MA). Hópurinn vildi kynna sér starfsemi Héraðsráðanna, m.a. með hliðsjón af samstarfi stýrinetsins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um sóknaráætlanir. Framkvæmdastjóri Héraðaráðsins Juha Eskelinen og sérfræðingur Héraðsráðsins í skipulagsmálum, Oskari Orenius, tóku á móti hópnum og kynntu starfsemi skrifstofunnar. Íbúar svæðisins eru u.þ.b. 1.5 milljón, þar af búa 600 þúsund í höfuðborginni Helsinki. Starfsmenn Héraðaráðsins eru á bilinu 72 75. Það eru 26 sveitarfélög sem standa að Helsinki-Uusimaa Héraðsráðinu og eru þau eigendur skrifstofunnar og ábyrg fyrir rekstri hennar og stjórnun. Á vegum Héraðsráðsins eru rekin útibú í Brussel og í St.Pétursborg í samvinnu við Háskólann í Helsinki og borgaryfirvöld. Í lögum um sveitarfélög eru kveðið á um hvernig skuli kosið til stjórnar í héraðaráðanna en það gera sveitarfélög eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar og skal kjör fulltrúa taka mið af úrslitum kosninga. Til Uusimaa-ráðsins eru kosnir 77 fulltrúar og fer fjöldi þeirra eftir íbúafjölda sveitarfélaga sem aðild eiga að ráðinu. Í framkvæmdastjórn eru kosnir 14 fulltrúar af fulltrúaráðinu (þar skal líka gæta vægis miðað við úrslit kosninga). Framkvæmdastjórnin heldur fundi a.m.k. einu sinni í mánuði. Formaður Uusimaa-héraðsráðsins sveitarstjórnarmaður sem er líka þingmaður. Á heimasíðu héraðsráðsins segir eftirfarandi um um starfsemina ; 4 The tasks of Uusimaa Regional Council include regional and land-use planning and the promotion of local and regional interests in general. The Council articulates common regional needs, long term development goals and conditions for sustainable development. 4 Á ensku http://www.uudenmaanliitto.fi/en/regional_council og á sænsku http://www.uudenmaanliitto.fi/en 4 6

To support sustained wellbeing and economic growth in Uusimaa the Council works in close cooperation with member municipalities, the government, the business sector, universities and research institutions, as well as with civic organizations. International cooperation is increasingly important for Uusimaa, which is why the Council develops and maintains a network of international partners. The Council also has a representative office in Brussels and in St. Petersburg. Uusimaa Regional Council is responsible for preparing development plans for its own region in cooperation with municipalities and other public and private actors. Héraðaráðið er ábyrgt fyrir því að þróa landshlutaáætlun fyrir sitt hérað og gerir það í mikilli samvinnu við sveitarfélögin sem eiga í hlut og lykilaðila frá opinbera- og einkageiranum. Vinnu við nýja landshlutaáætlun (development plan, á sænsku Nylandsprogrammet) á að ljúka fyrir lok ársins 2013. Þar er stefnt að því að sameina í eina áætlun/stefnu til lengri tíma eftirfarandi áætlanir. Héraðsþróunaráætlun, áætlun fram til 2040. Byggðaþróunaráætlun til styttri tíma 2014-2020 Framkvæmdaráætlun fyrir 2014-2015 Athyglisvert er hversu mikil tenging er annars vegar á milli sóknar- og byggðaáætlana héraðsins og hins vegar skipulagsáætlana (eins og svæðaskipulag og landnýtingaráætlana. Að mati framkvæmdastjóra og skipulagssérfræðings sem hópurinn hitti verða þessir tveir málaflokkar að tala saman og taka mið af hvor öðrum. Eftirfarandi mynd er tekin af heimasíðu stofnunarinnar og sýnir hvernig þessi tvö verkefni tengjast. Þessi tvö verkefni eru langstærstu og mikilvægustu verkefni stofnunarinnar og er samvinna á milli ábyrgra aðila mikil og stöðug. Framkvæmdaráætlanir héraðsins sem eru mótaðar á hverju ári eru því mótaðar á grundvelli byggðaáætlana annarsvegar og skipulagsáætlana hins vegar. Fulltrúar héraðanefndarinnar lögðu áherslu á tengsl landnýtingarstefnu og stefnu í byggðamálum og að hafa mikið samráð um mótun langtímaáætlana og endurskipulagningu á svæðisskiptingu vegna þróun samgangna. Nefndu fulltrúar nefndarinnar að sérstaklega mikilvægt væri að að vera opin fyrir því að endurmeta þá verkferla og þær aðferðir sem notast er við og að leggja áherslu á samtal og samstarf. Nú væri verið að reyna nýtt tæki í byggðaþróun á svæðinu með gerð samstarfssamninga. Þær væru nokkurskonar viljayfirlýsingar á milli ríkis og smærri borga hvað byggðaþróun varðaði. 7

Mótframlag sveitarfélaga er mikilvægt hefur m.a. með eignarhald að gera, ábyrgð og skuldbindingar. Áhersla á þetta kom fram hjá bæði ELY og héraðsráðinu. Finnar líka að takast á við sílóin. Kostir og gallar fylgja því að sex ráðuneyti hafa aðkomu að stjórnum ELY miðstöðvanna að mati þeirra sem við hittum hjá héraðsráðinu þá er þetta óþarflega flókið fyrirkomulag og er til athugunar hvernig megi einfalda það. Stefnumótunarramminn sem Finnar notast við virðist vera nokkuð heildstæður og áætlanir eru gerðar til lengri tíma og samhæfing þeirra tryggð eins og hægt er (integrated sector based policy). Samvinna á milli ríkis og sveitarfélaga fer fram á milli héraðanefndanna og ELY miðstöðva sem tyggir aðkomu allra en fækkar þeim samtölum sem þurfa að eiga sér stað. Héraðsáætlanirnar eru grunnurinn að byggðaáætluninni. Byggðastefna er samansett úr héraðsáætlunum sem eru að landsnýtingaráætlanir til 10 20 ára og 4 ára stefnumarkandi áætlun um byggðamál í héraði. Umbótaverkefni í gangi sem miðar að því að samþætta stefnur og áætlanir. Formlegur samstarfsvettvangur regional and structural policy advisory group sem er í samstarfi við héraðsráðin, ráðuneytin, ELY-miðstöðvarnar og aðra þá sem málið varðar. Nýjar áherslur birtast í nýrri byggðastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir 2011-2015 með stoð í lögum um byggðaþróun og stefnu ríkisstjórnarinnar. Sterkari áhersla er lögð á svæðisbundna byggðarþróun en áður. 8

Í Slóveníu líkt og í Finnlandi hitti stýrinetið fulltrúa ráðuneyta og ríkisstofnana sem fjalla um byggðaþróun/byggðastefnu, fulltrúa frá samtökum sveitarfélaga, svæðisbundinna ráða ásamt samtökum sem koma með einum eða öðrum hætti að svæðisbundinni byggðastefnu. Fundir voru skipulagðir af Dr. Peter Wostner varaskrifstofustjóra í atvinnu og tæknimálaráðuneyti Slóveníu. Ministry of Justice and Public Administration Ministry of Economic Development and Technology o Department for Regional Development and European Territorial o Department for European Cohesion Policy Ministry of the Interior and Public Administration o Office for local self-government. Ministry for Infrastructure and Spatial Planning. Institute for Economic Research. Zasavje Regional Development Agency. Ljubljana Urban Region Development Agency. Fyrri daginn fóru fundir fram í atvinnu og tæknimálaráðuneyti Slóveníu. Fundirnir stóðu frá kl. 9.00-16.30 og buðu gestgjafarnir okkur í hádegismat á veitingarstaðnum skammt frá ráðuneytinu þar sem fundarmönnum gafst gott tækifæri til að ræða óformlega um fundarefnin. Þá var hópnum einnig boðið til kvöldverðar með gestgjöfunum þar sem gafst enn betra tækifæri til að ræða saman og kynnast. Áhugi gestgjafa á Íslandi var sérstaklega mikill, og var heimsókn hópsins til Slóveníu frábrugðin Finnlandsheimsókninni að því leyti að leitast var meira eftir samræðum við Íslenska hópinn og reynsla Slóvena og Íslendinga var borin saman og sérkenni landana kynnt og rædd. Mikilvægt að hafa í huga að Slóvenía er nýtt ríki og öll lagasetning sem varðar stjórnskipan sveitarfélagastigins og verkefni er ný og enn í mótun. Skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofunnar í innanríkisráðuneytinu (Ministry of Interior and Public Administartion,) Andrej Cokert gerði grein fyrir skipulagi sveitarstjórnarstigsins með tilliti til áhrifa þess og stöðu hvað varðar byggðamál. Eins og áður hefur komi fram eru stjórnsýslustigin í Slóveníu tvö, ríki og sveitarfélög. Sjálfsstjórnarréttur sveitarfélaga er sterkur (Stjórnarskrá frá 1991) og þeim hefur fjölgað ört undanfarna tvo áratugi og eru nú 212 talsins. Mörg þeirra eru fámenn en rúmlega helmingur þeirra hafa færri en 5000 íbúum. Um stofnun nýrra sveitarfélaga og staðarmörk gilda sérlög sem virðast greiða fyrir stofnun nýrra sveitarfélaga. 9

Sé staða sveitarstjórnarstigsins borin saman við stöðu sveitarfélaga hérlendis er sérstaða þeirra helst fólgin í sterkri stöðu sveitarstjóranna (mayors) þeir eru kosnir beinni kosningu og eru í raun óháðir kjörinni sveitarstjórn. Sveitarstjórarnir hafa mjög sterka stöðu þegar kemur að málum sem tengjast byggðaþróun og aðgerðum sem og fjármögnun verkefna sem snúa að henni. Einnig ber þess að geta að uppbyggingarsjóðir Evrópusambandsins er fyrirferðamiklir í slóvenskri byggðastefnu vegna þeirra fjármuna sem þeim fylgja en ekki verður sérstaklega fjallað um þá hér. Verkefni sveitarfélaga eru tilgreind í almennum lögum sem og í sérlögum. Sveitarfélögin hafa eigin tekjustofna og þjónustutekjur auk þess sem fjármögnun ákveðinna verkefna kemur frá ríkissjóði. Þá er til staðar jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem fjármagnaður er með fjárframlögum frá bæði ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélögin eru ábyrg fyrir um 30% af opinberum útgjöldum Slóveníu sem er ívið lægra hlutfall en hérlendis. Heildarsamtök sveitarfélaga í Slóveníu eru þrjú en stefnt er að sameiningu þeirra í a.m.k. tvö sem deilast að einhverju leyti eftir þéttbýli og dreifbýli. Að lokinni kynningu Andrej Cokert, flutti Stefanía Traustadóttir erindi um íslenska sveitarstjórastigið og Héðinn Unnsteinsson var með erindi um sóknaráætlanir landshluta og samhæfingu áætlanagerðar hins opinbera. Að þeim kynningum loknum urðu töluverðar umræður og höfðu gestgjafarnir mikinn áhuga á að heyra meira um íslensku leiðina við að sameina sveitarfélög. Mag. Igor Strmsnik frá atvinnu- og tæknimálaráðuneytinu (e. Ministry of Economic Development and Technology), kynnti síðan hvernig staðið er að uppbyggingu og framkvæmd byggðaáætlana (Regional policy) í Slóveníu. Slóveníu er skipt upp í svæði/héruð skv. NUTS - skilgreiningum Evrópusambandsins, þ.e. í 212 sveitarfélög sem falla í NUTS 5 flokkinn, í 12 þróunarhéruð (development regions ) sem falla í NUTS 3 flokkinn og síðan 2 NUTS 2 svæði (Cohesion-svæði). Þróunarhéruðin 12 eru þau samvinnu/samstarfsvæði sem vega þyngst í tengslum við byggðaþróun og áætlanir í Slóveníu. Mikil áhersla er lögð á sérstöðu þessara héraða og endurspegla byggðaþróunaráætlanir hversu ólík þau eru innbyrðis. Gott dæmi um mismunandi stöðu þessara héraða má sjá að ef þjóðarframleiðsla svæðanna á hvern einstakling er skoðuð og borin saman við meðtalið hjá Evrópusambandsríkjunum 27. Þá er höfuðborgarsvæðið (Ljubjana-það minnsta í miðjunni) með um 118% af meðtaltali EU-27 ríkjanna en Pomurje svæðið lengst norð-austur einungis með 55,1% af meðtaltali EU-27. 10

Byggðamál í Slóveníu eru grundvölluð á 4 hornsteinum, þeir eru: Þátttakendur: Hvað er byggðaáætlun: Municipalities, associations of economic activities, self-governing national communities and non-governmental organisations (hereinafter the development partners ) shall cooperate in implementing their development interests and jointly adopt decisions in conformity with the principle of sustainable regional development Regional policy is a structural policy which includes development activities and programmes with a view to achieving balanced regional development and is implemented through endogenous regional policy measures and by coordinating sectoral development policies which have an important impact on the regional development on the basis of territorial development dialogue. Aðferðafræðin: Endogenous regional policy as the coordination of development initiatives according to the bottom-up principle. This policy is implemented through measures oriented to the pursuit of regional development goals, networking, integration of local initiatives, building of trust among development partners, etc. Samhæfing Horizontal regional policy as a place-based coordination of sectoral development policies that significantly influence regional development. The aim of a placebased coordination of sectoral policies on the level of 12 development regions is to achieve synergy among policies. Áætlanir eða stefnur í byggðaþróun í Slóveníu falla saman í því sem kallað er Single Programming Document (SPD) 6 en þar mætast þróunaráætlanir héraða (The regional develpment programmes ) sem gerðar eru til 7 ára í senn og áætlanir ríkisstjórnarinnar. Þróunaráætlanir héraðanna (RDP) byggja á sérkennum svæða og verða að vera tengdar fjármagni. Þær kröfur eru gerðar til þessara áætlana að þær innihaldi skýr stefnumið er varðar þróun svæðisins sem byggist á styrkleikum þeirra og tækifærum til sóknar. Vinna við gerð þeirra, framkvæmd og eftirlit er á ábyrgð héraða. Áætlanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og þróunaráætlun (economic development strategy og national development plan) eru mótaðar fyrir allt landið og ná til 5 ára í senn. Þróunaráætlanir héraðanna og áætlanir ríkisins eru síðan grundvöllur fyrir eina vaxtarætlun sem nær til tveggja ára í senn. Með stoð í þessum áætlunum er gerður samningur um svæðisbundna þróun til 4 ára(regional Agreement for the Development). Hann er undirritaður af ríki og héraði og er í raun framkvæmdaráætlun þar sem forgangsverkefni hvers héraðs eru bundin fjármagni frá bæði ríki og 5 Þessi hluti samantektarinnar byggir á glærum frá nokkrum fyrirlesurum. 6 Það var ekki að sjá að í Slóveníu væri unnið að eða eftir áætlunum og eða verkefnum sem ekki byggðu á áætlunum tengdum uppbyggingarsjóðum ESB. 11

sveitarfélögum. Þessi framkvæmdaráætlun skal einnig innihalda forgangsverkefni ríkisins sem talin eru nauðsynleg/æskileg fyrri þróun svæðisins. Seinni daginn heimsótti stýrinetið tvær ólíkar svæðabundnar þróunarskrifstofur (e. Regional development agency). Svæðisbundnar stofnanir (RDA) koma á mismunandi hátt að gerð og framkvæmd svæðisbundinna ákvarðana, en stjórnskipuleg geta svæðana er almennt takmörkuð og mismunandi eftir svæðum. Svæðisbundnu þróunarskrifstofurnar eru almennt á vegum sveitarfélaganna eða svæðasamtakanna en vakti það sérstaka athygli hópsins að það er ekki alltaf svo. Hópurinn heimsótti tvær þróunarskrifstofur en þar var önnur í meirihlutaeigu einstaklings sem rak skrifstofuna en hin á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á glærunni má sjá vægi sveitarstjóranna og svo hvernig sveitarstjórnirnar sjálfar hafa aðeins 2/5 hluta vægi í héraðsráðunum. Sveitarstjórar hafa tvöfalt atkvæðavægi og því getur skapast hætta á að einstök verkefni tengist um of hagsmunum einstakra sveitarfélaga fremur en hagsmunum alls svæðisins. Forstöðumaður þróunarskrifstofunnar, Garantini Tomo og starfsmenn hans tóku á móti hópnum og kynntu starfsemi sína. Zasavje héraðið er í miðri Slóveníu (austur af höfuðborginni) og er samstarfsvettvangur þriggja sveitarfélaga og er minnsta héraðið í Slóveníu (1.3% af flatarmáli landsins). Íbúafjöldinn er 45.350 og þar búa 2% af íbúum Slóveníu. Kolanámum, sem voru helsta tekjulind héraðsins, var lokað í áföngum frá árunum 1993 2003 og fækkaði atvinnutækifærum um ca. 60% í því ferli. Allt sóknar- og þróunarstarfi héraðsins hefur tekið mið þessari staðreynd. T.s. hafa framlög úr þróunarsjóðum ESB verið nýtt til að styrkja og mennta ungt fólk og stuðla þannig að áframhaldandi búsetu þeirra í héraðinu Fyrir utan kynningu á helstu verkefnum sem unnið er að á vegum miðstöðvarinnar var inntak þróunaráætlunar héraðsins (e. Zasavje Regional Development Programme 2007-2013) kynnt en helstu verkefni skrifstofunnar eiga rætur í þeirri áætlun og fékk hópurinn nokkuð ítarlega kynningu á þeim. Það vakti athygli hversu metnaðarfull og umfangsmikil þessi verkefni eru og samstarf við bæði 7 (Regionalni center za razvoj, Zagorje ob Savi): 12

innlenda og erlenda aðila öflugt. Verkefnin eru að mestu leyti hluti af og því fjármögnum að hluta af uppbyggingarsjóðum Evrópusambandsins. Helstu verkefnin er flokkuð í fjórar megin stoðir sem eru: Mannauður (atvinnuleysi, nýsköpun í atvinnulífi, menntun) Umhverfismál (meðal menguðustu svæða vegna kolanámuvinnslu sem er búið að leggja af) Alþjóðasamstarf Ferðamennska Þróunaráætlun héraðsins (RDP) fyrir tímabilið 2014-2020 er í vinnslu og var unnið að fyrstu drögum í Þróunarráði sem er samráðsvettvangur hagsmunaaðila í héraðinu (e. Development Council) en það skipa fulltrúar þar sem 40% koma frá sveitarfélögum, 40 % frá atvinnulífinu frá 20% NGO. Drögin og þau forgangs verkefni sem þar eru tilgreind hafa verið í víðtækri umræðu og er gert ráð fyrir að ný þróunaráætlun verði samþykkt í nóvember 2013. Madjar Liljana, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar og samstarfsmenn hennar tóku á móti hópnum og kynntu starfsemi sína. Miðstöðin þjónar stærsta héraðinu í Slóveníu (höfuðborgarsvæðið), 26 sveitarfélögum og þar búa um 25% íbúa landsins (rúml. ½ milljón). Þróunarmiðstöðin var stofnuð árið 2001 og eru starfsmenn 18 og eru m.a. ábyrg fyrir undirbúningi 7 ára þróunaráætlunar svæðisins. Þar voru kynnt verkefni sem unnið er að og eiga rætur í gildandi þróunaráætlun fyrir héraðið (RDP) regional development programmes is the strategic background against whish the Center plans and implements strategic development project in accordance with European guideline s. The project are based on sustainable aspect son the regions developments Það vakti athygli hversu mikil áhersla er lögð á undirbúning og framkvæmd verkefnis sem tengir almenningssamgöngur og svæðaskipulag (spatial planning). Minnti sú áhersla mjög á áherslur héraðsskrifstofu höfuðborgarsvæðisins í Finnlandi. Námsferðin var að mati stýrinetsins mjög gagnleg. Það er ljóst að við erum á réttri leið en eigum enn töluvert í land með þróun landshlutaáætlana og þess skipulags sem nauðsynlegt er í landshlutum fyrir mótun þeirra, framkvæmd og eftirfylgni. Það sem stendur upp úr eftir ferðina er nauðsyn þess að samþætta gerð landshlutaáætlana og byggðaáætlun (sem og annarra áætlana sem snerta byggðamál). Finnland og Slóvenía voru mjög hentug lönd að heimsækja til að kynna okkur fyrirkomulag byggðaþróunar. Bæði hafa löndin tvö stjórnsýslustig og eru aðilar Evrópusambandinu og sjóðakerfi þess er kemur að byggðaþróun. Lærdómurinn af ferðinni var fjölþættur. Það sem meðal annars stendur upp úr er eftirfarandi: 13

Við getum lært af báðum löndum hvers mikilvægt er að skipulag í kringum samskipti og samstarf stjórnsýslustiganna tveggja við áætlanagerð sé skilvirkt og gagnsætt og áætlanir unnar til nokkurra ára í senn. Samvinna allra ráðuneyta og tengdra stoðstofnanna í gegnum stýrinet (governance network) er aðferðafræði sem er til fyrirmyndar í samskiptum við landshluta er kemur að áætlanagerð í byggðamálum. Nauðsyn þess að samþætta áherslur er lúta að byggðaþróun (s.s. skipulagsmál, innviði, atvinnuþróun o.fl.) í einni byggðaáætlun. Að halda áfram að stuðla að þróun og eflingu landshlutasamtaka sem samhæfingaraðila og lykilaðila í hverjum landshluta í samskiptum við hið opinbera er kemur að áætlanagerð. 14