Skriðuhætta við Reyki, Hjaltadal í Skagafirði

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ég vil læra íslensku

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson*

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði. Lokaskýrsla

Íshellar í Vatnajökulsþjóðgarði

Reykholt í Borgarfirði

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Hrafnabjörg í Bárðardal

Reykholt í Borgarfirði

Örnefnaskráning í Dalabyggð

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Reykholt í Borgarfirði

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Ofanflóð á Bíldudal

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

2 Verslunarstaðurinn í Gautavík

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Skagafjarðardalir jarðfræði

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Reykholt í Borgarfirði

Saga fyrstu geimferða

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Kulferli, frost og mold

Fornleifarannsókn í Kringilsárrana

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík.

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Greinargerð Kristján Ágústsson Hörður Þór Sigurðsson. Hættumat fyrir Suðureyri í Súgandafirði

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Greinargerð Starfsmenn snjóflóðavarna Veðurstofu Íslands. Ofanflóð í Ólafsvík. Önnur útgáfa greinargerðar 03005

Ofanflóðahættumat fyrir Bíldudal Endurskoðun vegna byggingar varnarvirkja og útvíkkun til suðurs

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð

Smárit Byggðasafns Skagfirðinga X. Keldudalur í Hegranesi Fornleifarannsóknir Guðný Zoëga

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Kirkjugarður í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Klakaströnglar á þorra

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Geislavarnir ríkisins

Umhverfi Íslandsmiða

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Áhrif lofthita á raforkunotkun

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Rannsókn á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit


Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar

Strandminjar við austanverðan Skagafjörð

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article.

ENDURHEIMT VOTLENDIS

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

KENNSLULEIÐBEININGAR

Náttúrustofa Vestfjarða

Hreindýr ý 1 Egilsstaðir 2010

Fornleifakönnun á verbúðarleifum á Gufuskálum, Snæfellsnesi

E F N I S Y F I R L I T. Veðurstofa Íslands 2016 Bústaðavegi 7 9, 108 Reykjavík

Greinargerð Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Hörður Sigurðsson Tómas Jóhannesson Þórður Arason. Hættumat fyrir Innri-Kirkjubólshlíð

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Transcription:

Skriðuhætta við Reyki, Hjaltadal í Skagafirði Halldór G. Pétursson Unnið fyrir Snjóflóðadeild Veðurstofunnar NÍ-98004 Akureyri, maí 1998

EFNISYFIRLIT 1 INNGANGUR 1 2 STAÐHÆTTIR 1 2.1 Aðstæður á hallinu ofan við Reyki 2 2.2 Forna skriðuörið við Reyki 2 3 SKRIÐUHÆTTA 3 4 FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR 3 5 HEIMILDIR 4 MYNDASKRÁ Mynd 1. Staðsetningarkort 5 Mynd 2. Aðstæður við Reyki 6 Mynd3. Staðsetning skurða 7

1 INNGANGUR Í vorbyrjun í ár (seinni part apríl) tók ábúandi á Reykjum í Hjaltadal í Skagafirði eftir því að lækir í hallinu ofan við bæinn, sem alla jafnan eru áberandi við leysingar vom horfnir. Þessa dagana var asahláka, a.m.k. 15 stiga hiti og hvöss sunnanátt. Þegar gengið var um hjallann eða hallið kom í ljós að jarðvegur og melar utan í hallinu voru vatnsósa og virtist landið sem útbelgt af vatnsþrýstingi. Lækir sem fossuðu niður fjallshlíðina ofan við, hurfu niður í hallið og komu ekki fram aftur, neðan við það. Ábúendum varð hverft við þessi tíðindi og ákváðu að vera sem minnst heima við þessa dagana og sofa annars staðar um nætur. Var það ekki síst í ljósi þess að í brún hallsins, rétt innan við bæinn er stórt, fornt skriðuör. Nokkrum dögum seinna kólaði í veðri og þá skilaði vatnið sér úr hallinu. Létti þá greinilega þrýstingi af jarðvegi. Almannavarnarnefnd Skagafjarðar hafði samband við Snjóflóðadeild Veðurstofunnar og var það að þeirra ósk sem ég koma að þessu máli. Fjallar skýrsla þessi um vettvangskönnun við Reyki, skriðuhættu úr hallinu og hugsanlegar fyrirbyggjandi aðgerðir. 2 STAÐHÆTTIR Reykir er innsti bær í byggð í Hjaltadal í Skagafirði og stendur bærinn í um 250 m hæð yfir sjó (mynd 1). Standa bæjarhúsin á dalbotninum, undir aflíðandi hjalla eða halli neðan við bratta, tæplega 1000 m háa fjallshlíð. Tún, engjar og úthagi eru á dalbotninum, sem er árslétta, mynduð af framburði Hjaltadalsár. Eru töluverðar eyrar umhverfis ána og auk þess eru víða eyrar meðfram þverám sem falla úr hliðardölum. Þarna finnast einnig víða efnismiklar skriðu- og árkeilur við fjallsrætur og er vert að geta sérstaklega víðáttumikillar keilu Hellisár, nokkru utan við Reyki. Er greinilegt að árkeilan hefur vaxið mjög á síðustu öldum og virðist sem flóð með miklum framburði og jafnvel skriðum séu algeng í ánni. Hitaveituleiðsla frá borholum við Reyki liggur um keiluna og er mikil hætta á að hún rofni í vatnavöxtum og er reyndar furðulegt að það skuli ekki enn þá hafa átt sér stað. Hjaltadalur og reyndar Kolbeinsdalur eru hluti af miklu dalakerfi sem jöklar ísaldar hafa grafið inn í hálendið á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Jöklarnir sem unnu þetta verk áttu sér uppruna í fjöllunum á Tröllaskaga og sjást víða ummerki eftir þá, bæði frá þeim tíma er þeir gengu fram í ísaldarlokin og einnig þegar þeir hopuðu upp í hálendið (Hreggviður Norðdahl 1991). í Hjaltadal er t.d. mikið hólalandslag yst í dalnum í nágrenni Viðvíkur. Hefur þar einhvern tíma legið jökulrönd, eflaust við einhver framrásarskeið í ísaldarlokin. Innar í dalnum eru víða efnismiklir sethjallar, ýmist í fjallshlíðunum eða í fjallsrótum, eins og við Reyki. Virðist sem þetta séu fyrst og fremst svonefndir hliðarhjallar, sem sests hafa til milli hlíðar og jökuls. Er efni þess konar hjöllum ýmist jökulruðningur eða jökulárset eða samryskja af hvoru tveggja. Þá er víða nokkuð þykkur jökulruðningsklíningur eða jafnvel kápa utan á fjallahlíðunum og hafa í aldanna rás grafist í hann farvegir og gil. Dalbotn og fjallsrætur í Hjaltadal eru yfirleitt velgrónar, en fjallahlíðarnar gróðurvana og þaktar urð eða jökulruðningskápu, eins og áður var sagt. Virðist langt síðan 1

jarðvegur sópaðist af hlíðunum og eru skriðuföll þar bundin við farvegi og gilskorninga. Auk þess sáust dæmi um að skriður hefðu fallið úr setbunkunum eða hjöllunum sem liggja utan í fjallshlíðunum, en ekki var þetta atriði kannað nákvæmlega, nema við Reyki. Að lokum má geta þess að snjóflóðahætta er nokkur í Hjaltadal og má sem dæmi nefna fjallið innan við Reyki (Ólafur Jónsson 1957). Þá má einnig geta þess að í Flateyrarveðrinu 1995 hljóp úr öllum giljum í Hagafjalli, gegnt Reykjum og eflaust víðar í þeirri hlið dalsins. 2.1 Aðstæður á hallinu ofan við Reyki Hallinu ofan við Reyki er einfaldast að lýsa sem aflíðandi hjalla í fjallsrótum (mynd 2). Frambrún hjallans er milli 30-40 m há og er halli hennar um 24% eða tæplega 13.5. Hallið er nokkuð vel gróið og víðast þakið mýrarkenndum jarðvegi, en á einstaka stað eru berir melar. Nokkar uppsprettur eru á hallinu, bæði ofan á því og í frambrúninni. Auk þess rennur töluvert vatn undan hallinu og kemur það fram efst á túninu. Þessar uppsprettur hurfu allar í vor. Ofan við hallið rís Reykjahnjúkur upp í meir en 1000 m hæð. Neðan til er urð eða þunnur jökulruðningsklíningur utan á fjallinu, en ofar er það bert. Allt afrennsli úr fjallshlíðinni skilar sér niður á hallið eða rétta sagt niður í hallið, en í hlákunni í vor fossaði vatn niður fjallshlíðina. Farvegir sem grafnir eru niður í hallið virðast fornir og þeir eru grasi grónir í botninn (mynd 2). Smálækir eru í sumum þeirra og virðist sem vatnsrennsli í þeim sé jafnt og yfirleitt tiltölulega lítið. Aðrir farvegir eru þurrir. Það svæði sem þandist mest út í hlákunni í vor, liggur á milli tveggja "þurrra" farvega, beint fyrir ofan bæjarhúsin á Reykjum (mynd 2). Þetta svæði er rétt utan við fornt skriðuör í hallbrúninni, en ekki eru sjáanleg nein ummerki um fornar skriður á þessu svæði. Á þessu svæði eru, eins og áður sagði þó nokkrar uppsprettur og er það víða nokkuð mýrlent og biautt. Þarna hefur á síðustu áram orðið vart við hreyfingu á jarðvegi utan á hallinu. Sums staðar hefur þýfi jafnast úr, en annars staðar hafa sléttar flatir orðið úfnar. Líka hefur orðið að færa vatnsból sem var í lind sem kom undan hallinu. Var það vegna þess að lindin þornaði og kom upp annars staðar. í vetur og vor mun hafa verið mikið frost í jörðu utan á hallinu. 2.2 Forna skriðuörið við Reyki Um Reyki segir m.a. svo í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem skráð var í Hólahreppi árið 1709. "Túnið hefur spilst af fjalls skriðu og svo engið tii forna." Þegar nánar er skoðað má sjá greinileg, en uppgróin ummerki um þessa skriðu innan við Reyki (mynd 2). Þarna hefur greinilega sprungið fram tiltölulega stór fylla úr brún hallsins og dreifst yfir sléttlendið neðan við. Ekki er eingöngu að jarðvegur hafi sprungið utan af hallinu, heldur hefur skriðan rifið með sér efni úr innviðum hallsins, en það er líklega fyrst og fremst gert úr jökulruðningi. Fyllan sem sprakk út úr hallinu hefur verið stórgrýtt og sennilega hefur efni frá henni dreifst nokkuð langt niður eftir sléttlendinu í átt að Hjaltadalsá. Hefur grjóti úr skriðunni verið safnað saman í hauga við túnbætur en auk þess kemur leir og grjótlag víða fram ofarlega í skurðum niður undan örinu. 2

Upp á hallinu ofan við skriðuörið er þurrlent og virðist sem jarðvegur þar hafi einhvern tíma verið mýrlendur, en þornað upp. Engar uppsprettur sáust utan í örinu, en neðan við það er blautt og er greinilegt að nokkuð vatn kemur þarna undan hallinu. Innan við skriðuörið er lítill farvegur, sem nefnist Nýjuskriðulækur og eru þar innri mörk skriðunnar. Ytri mörk skriðunnar eru ekki eins greinileg. Þau munu hafa verið við jaðrar fornra bæjarrústa sem stóðu á túninu, en úr þeim hefur nú verið jafnað. Aldur þessa skriðufalls er óþekktur, en ekki er ósennilegt að það sé frá 16. eða 17. öld. Þá féll fjöldinn allur af skriðum, sem er getið er um bæði í Jarðabókinni og í annálum (Ólafur Jónsson 1957). Hugsanlega má ákvarða aldur skriðunnar með því að kanna afstöðu öskulaga frá sögulegum tíma til leir og grjótlagsins í skurðunum. 3 SKRIÐUHÆTTA í ljósi skriðuörsins innan við Reyki virðist ástæða til að ætla að töluverð skriðuhætta hafi verið til staðar í hallinu í asahlákunni í vor. Hættusvæðið virðist vera svæðið milli lækjanna, beint fyrir ofan bæinn. Á því svæði kemur mikið af vatni fram úr hallinu. Af einhverjum orsökum virðist hafa verið stíflað fyrir útrennsli þess í vor, sennilega af völdum jarðklaka. Setlögin sem hallið er myndað úr eru líklega að miklum hluta fíngerður jökulruðningur, sem getur safnað mjög miklu vatnsmagni í sig. Gegnumstreymi vatns um fíngerðan jökulruðning er hægt og getur því efnið auðveldlega orðið yfirmettað og vatnsósa. Hugsanlegt er að annars konar setlög, sem hleypa vatni tiltölulega auðveldlega niður í sig í séu hallinu nær fjallshlíðinni. Gæti það skýrt hvers vegna vatnið hvarf svo auðveldlega niður í hallið í asahlákunni í vor. Skriðuhætta úr hallinu ætti að vera hvað mest í asahláku, þegar jarðklaki stíflar fyrir rennsli út úr því. Þá getur einnig verið mikil skriðuhætta við leysingar, þegar mikill snjór er í fjallinu og jörð hefur farið ófrosin undir snjóa. Þá skal ekki heldur útlokað að hættuástand geti skapast í miklum rigningum. 4 FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR Einfaldasta aðgerðin til að draga úr skriðuhættu úr hallinu virðist vera að grafa nokkra skurði í hallið, þar sem það er blautast og ræsa þannig fram vatnið úr því. Sennilega er skynsamlegast að grafa þessa skurði skáhallt út frá uppsprettusvæðum, ofan á, utan í og undir hallinu (mynd 3). Vatninu úr skurðunum er hægt að beina í farvegina sem liggja um hallið. Rétt er að geta þess að þessi skurðgröftur getur breytt grunnvatnsaðstæðum í nágrenninu og lindir og uppsprettur neðan við hallið gætu þornað upp. Þá er einnig rétt að hafa á sér vara þegar aðstæður eru þannig að skriðuhætta getur skapast. Jafnan eru það talin nokkuð örugg merki um yfirvofandi skriðuhættu, þegar lækir hverfa skyndilega og jafnvel skjóta upp kollinum á nýjum stöðum. Eins eru það talin örugg merki um skriðuhættu ef jarðvegur eða melar bólna upp af vatnsþýstingi, eins og átt sér stað í vor. Ef menn telja að skriðuföll séu yfirvofandi þá er öruggara að rýma svæðið og koma sér á öruggan stað, heldur en bíða þess sem verða vill. 3

5 HEIMILDIR Halldór G. Pétursson 1997: Skriður og skriðuföll. Náttúrafræðistofnun Íslands - Ársrit 1996. bls. 12-21. Hreggviður Norðdahl 1991: A review of the glaciation maximum concept and the deglaciation of Eyjafjörður, north Iceland. í J.K. Maizels og C. Caseldine (ritstj.), Environmental change in Iceland, past and present, bls. 31-47. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1709-1713: Skagafjarðarsýsla, 372 bls. Ólafur Jónsson 1957: Skriðuföll og snjóflóð I og II. Bókaútgáfan Noðri, Akureyri, 586 og 555 bls. 4

Mynd 1: Staðsetningarkort. 5

Mynd 2: Aðstæður við Reyki. Forna skriðuörið er afmarkað með rauðum lit. Uppsprettur og smálækir með bláum lit og fornar bæjarrústir með x. 6

Mynd 3: Riss af hugsanlegum skurðgreftri á hallinu ofan við Reyki. 7