Geislavarnir ríkisins

Similar documents
Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Ég vil læra íslensku

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Styrkur radons í húsum á Íslandi

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin


EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Klóþang í Breiðafirði

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Mat á nýjum aðferðum við læknisfræðilega myndgreiningu á hné

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Gallblöðrunám með kviðsjártækni. Fyrstu 400 tilfellin á FSA

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

Mannfjöldaspá Population projections

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Mannfjöldaspá Population projections

Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi

Hvernig hljóma blöðin?

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Líkamsástand 19 ára framhaldsskólanema

Þolmörk ferðamennsku í þjóðgarðinum í Skaftafelli

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Dagleg hreyfing barna með þroskahömlun

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Sár á Austurlandi. Lýsandi rannsókn á algengi sára, sárameðferð og kostnaði sárameðferðar. Guðný Einarsdóttir. Ritgerð til meistaragráðu (60 einingar)

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Víxlmengun á tannsmíðaverkstæðum

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Desember 2017 NMÍ 17-06

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

Transcription:

GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk, júní 1996

Efnisyfirlit Inngangu... 2 Framkvæmd... 3 Niðurstöður... 7 Umræða... 8 Heimildir... 9 Viðauki A... 10 Viðauki B... 17 Viðauki C... 21 bls. Geislavarnir ríkisins - 1 - GR 96:05

Samantekt Hér verður lýst rannsókn sem Geislavarnir ríkisins hafa gert á geislaálagi vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja hjá tannlæknum á Íslandi. Um er að ræða svokölluð andlitsbeina- og kjálkasneiðmyndatæki (Chephalometric and Pantomographic equipment). Framkvæmdar eru um 4200 rannsóknir á ári með þessum tækjum, mest á sjúklingum á aldrinum 10-16 ára. Meðal geislaálag er um 70 og 150 µsv og heildargeislaálag er um 0,68 mansv eða 2,5 µsv á hvern íbúa. Í rannsókn frá 1994 kom fram að notkun hefðbundina tannröntgentækja leiðir af sér geislálag sem nemur 6,8 µsv á hvern Íslending. Notkun tannröntgentækja veldur því um 9,3 µsv geislaálagi, sem er um 2% af heildargeislaálagi Íslendinga vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði Summary The dose commitment to the Icelandic population from the use of orthopantomographic and cephalometric x-ray equipment in dentistry has been estimated. A total of 4200 examinations are carried annually on 9 x-ray units. The mean effective dose is 70 µsv for orthopantomography and 150 µsv for cephalometry, giving an annual collective dose of 0.68 mansv or 2.5 µsv per capita. An investigation from 1994 on the use of conventional dental x-ray equipment showed an annual collective dose of 1.77 mansv or 6.8 µsv per capita. The total per capita annual effective dose from x-ray diagnostic in dentistry is thus 9.3 µsv, which is about 2% of the annual effective dose from ionizing radiation in medicine. Inngangur Árin 1991 til 1993 fór fram rannsókn á geislaálagi vegna notkunar almennra tannröntgentækja, þar sem framkvæmdar voru geislaskammtamælingar á nær öllum tannröntgentækjum landsins, ásamt því að upplýsingum um fjölda rannsókna var safnað (1). Í framhaldi af þeirri rannsókn var ákveðið að að safna upplýsingum um notkun á sérhæfðum tannröntgentækjum, svo og að meta geislaálag vegna þeirra, þannig að heildargeislaálag vegna notkunar á jónandi geislun í tannlækningum væri þekkt. Alls eru skráð 11 andlitsbeina- og kjálkasneiðmyndatæki á landinu, þar af eru tvö staðsett á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Borgarspítala og Landspítalanum, tvö á tannlæknadeild Háskóla Íslands og 7 hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Notkun tækjanna á Borgarspítala og Landspítala snýr ekki að tannlækningum og voru þau því ekki tekin með í þessa rannsókn. Á tímabilinu mars - júní 1996, voru nauðsynlegar mælingar framkvæmdar, ásamt því að aflað var upplýsinga um fjölda framkvæmdra rannsókna á ári fyrir hvert tæki. Geislavarnir ríkisins - 2 - GR 96:05

Framkvæmd Við andlitsbeinamyndatöku er um einfalda uppstillingu að ræða þar sem teknar eru myndir af höfði sjúklings (ap og/eða lat), með beina geislastefnu og vel afmarkað geislasvið (mynd 1). Við kjálkasneiðmynd er bæði röntgenlamp-inn og filmuhylkið á hreyfingu umhverfis höfuð sjúklingsins. Geisla-sviðið er vel afmarkað með rauf við útgang röntgenlampans og geislasviðið Mynd 1. Andlitsbeinatæki fellur á filmuna í gegnum aðra rauf fyrir framan hana. Röntgenlampinn færist í ellipsu, aftur fyrir og umhverfis höfuð sjúklingsins (3/4 úr hring), þannig að sneiðdýptin fylgir útlínum kjálkans (mynd 2). Við rannsóknina var ákveðið að nota 10 cm langt, 30 ml jónunarhylki með sérstöku höfðulíkani (30 cm í þvermál), sem sniðin eru fyrir mælingar á geislaskömmtum í tölvusneiðmynda-tækjum. Höfuðlíkanið með jónunar-hylkinu var stillt upp eins og um venjulega rannsókn væri að ræða og geislað með þeim gildum sem notuð eru á viðkomandi stað. Geislamælirinn (Model 2026 Radiation Monitor), jónunarhylkið (20X5-3CT) og höfuðlíkanið eru frá fyrirtækinu Radcal Corporation í Mynd 2 Kjálkasneiðmyndatæki Bandaríkjunum. Sjá myndir 3 og 4. Geislavarnir ríkisins - 3 - GR 96:05

Mynd 3. CT-líkan -Kjálkasneiðmyndatæki Mynd 4. CT-Líkan - Andlitsbeinatæki Til þess að umbreyta mældri geislun með Radcal geislamælinum í geislaskammt, þurfti að finna raunverulegan geislaskammt sjúklings og var Alderson i líkan (manngervingur) notað til þess (í eigu Geislaeðlisfræðideildar Landspítalans). Alderson líkanið er með beinagrind úr manni og úr efni sem líkist vefjum líkamans, m.t.t. samverkunar við jónandi geislun. Líkaninu er skipt upp í 2,5 cm þykkar þversneiðar og í hverri sneið er mismargar holur fyrir TLD ii mæliflögur (sjá mynd 5, 6). Við þessa rannsókn voru notaðar efstu 13 sneiðar líkansins, frá hvirli og niður á mitt brjóst. Settir voru um 200 TLD-flögur í líkanið og geislað fimm sinnum fyrir hverja innstillingu. Þannig fékkst meðalgeislaskammtur fyrir hvert líffæri í hverri sneið, en hlutfall líffæra í hverri sneið er fengið úr öðrum rannsóknum (2,3,). Geislaskammtur hvers líffæris er reiknað út samkvæmt eftirfarandi jöfnu: Mynd 5. Alderson líkan D = D f i i i i Radiology Support Devices Inc. USA ii TLD = Thermoluminescent dosimetry Geislavarnir ríkisins - 4 - GR 96:05

Þar sem D i er meðaltal geislunar á líffæri í einstakri sneið og f i er stuðull sem segir til um það hve mikill hluti líffærisins er í sneiðinni. Einnig voru TLD flögur staðsettar utaná líkaninu, sem gáfu upplýsingar um húðgeislaskammt á mismunandi stöðum (sjá niðurstöður í viðauka B og C). Alderson líkaninu var síðan stillt upp eins og venjulegum sjúklingi og geislað á það í kjálkasneiðmyndtæki og síðan aftur í andlitsbeinamyndtæki (sjá mynd 7 og 8). Mynd 6. Efri hluti Alderson líkans Mynd 7. Kjálkasneiðmyndataka Mynd 8. Andlitsbeinamyndataka Eftir aflestur á mæliflögunum var geislaskammtur reiknaður út fyrir hverja rannsókn með því að nota vægisstuðla Alþjóðageislavarnaráðsins ICRP (4) fyrir einstök líffæri (sjá töflu 1). Samhliða myndatöku af Alderson líkaninu, var höfuðlíkanið með CT-hylkinu geislað á sambærilegan hátt og geislaskammtur í miðju þess skráð. Niðurstöður fyrir breytistuðul er í töflu 1. Geislavarnir ríkisins - 5 - GR 96:05

Tafla 1. Útreikningar á breytistuðli fyrir geislaskammta Kjálkasneiðmyndir Andlitsbeinamyndir Vægisstuðull Mældur Geislaskammts Mældur Geislaskammts geislaskammtur - geislaskammtu - w T líffæris (a) jafngildi r jafngildi Líffæri ICRP 60 (2) µgy líffæris (b) líffæris líffæris µsv µgy µsv Rauður blóðm. 0,12 39 4,7 347 41,6 Lungu 0,12 11 1,3 99 11,9 Vélinda 0,05 123 6,2 847 42,4 Skjaldkirtill 0,05 165 8,3 97 48,5 Húð 0,01 19 0,2 255 2,6 Bein 0,01 31 0,3 283 2,8 Heili 0,025 227 5,7 1.672 41,8 Geislaálag (c) í Alderson líkani: 26,6 µsv 192 µsv Mældur geislaskammtur með CT-líkani: 73,1 µgy 232 µgy Breytistuðlar: 0,4 µsv/µgy 0,8 µsv/µgy (a) Mældur geislaskammtur líffæris: Geislaskammtur líffæris frá viðauka B og C. (b) (c) Geislaskammtsjafngildi líffæris: Geislaskammtur líffæris, margfaldaður með áhrifastuðli geislunar (w R ) fyrir röntgengeislun sem er 1 og vigtaður með vægisstuðlum ICRP fyrir það líffæri. Geislaálag ( Effective Dose ): Summan af geislaskammtsjafngildum líffæra Geislavarnir ríkisins - 6 - GR 96:05

Niðurstöður Í töflu 2 eru upplýsingar um fjölda rannsókna sem framkvæmdar eru með þessum tækjum á hverjum stað. Ekki fengust upplýsingar frá þremur (3) stöðum og var því fjöldinn áætlaður miðað við fjölda á sambærilegum stöðum. Langflestar kjálkasneiðmyndirnar voru teknar á Tannnlæknadeild Háskóla Íslands (staður 9). Í töflu 3 eru sýndur útreikningur fyrir geislaskammta í kjálkasneiðmyndatækjum og andlitsbeinatækjuim fyrir hvern stað. Tafla 2. Fjöldi röntgenrannsókna Staður Kjálkasneiðmyndir Andlitsbeinamyndir 1 250 150 2 420 350 3 390* 270* 4 387 278 5 250 200 6 390* 270* 7 654 370 8 390* 270* 9 1032 50 Samtals: 4163 2208 * Áætlaðar tölur Tafla 3. Geislaskammtar Kjálkasneiðmyndataka Mæld geislun með CT-líkani µgy Geislaskammtur sjúklings µsv Andlitsbeinamyndataka Mæld geislun með CT-líkani µgy Geislaskammtur sjúklings µsv Staður 1 480 175 23 19 2 590 215 80 66 3 202 74 31 26 4 255 93 30 25 5 324 118 81 67 6 330 120 81 67 7 465 169 46 38 8 973 354 161 133 9 73 27 232 192 Meðaltal:. 410 150 85 70 Staðalfrávik: 263 95 70 57 Geislavarnir ríkisins - 7 - GR 96:05

Umræða Í ljós kemur að mikil dreifing er í geislaskömmtum sjúklinga á milli staða, frá 23 til 232 µsv við andlitsbeinamyndatöku og 73 til 973 µsv við kjálkasneiðmyndir. Ástæður fyrir svo mikilli dreifingu getur legið í nokkrum þáttum sem snúa að tæknilegum búnaði viðkomandi tækja, svo og hvernig þau eru notuð. Þessi atriði voru ekki könnuð sérstaklega, en tegund síunar (filtration) og tegund mögnunarþynna (intensifying screens) sem notuð eru svo og nákvæmni innstillingar geta haft mikil áhrif á geislaskammta (5,6). Við framkvæmd rannsóknarinnar kom í ljós að lagfæra þarf stærð geislasviðs á nokkrum andlitsbeinatækjum og munu þær lagfæringar stuðla að lækkun geislaskammta sjúklings. Meðal geislaskammtur sjúklings við andlitsbeinamyndatöku er um 70 µsv og við kjálkasneiðmyndatöku um 150 µsv. Geislaálag þjóðarinnar vegna þessa er því um 0,68 mansv eða 2,5 µsv á hvern íbúa. Geislaálag vegna notkunnar almennra tannröntgentækja var metið í kjölfar pósteftirlits á árunum 1991-93 (1). Þá kom í ljós að geislaálag vegna tannröntgenmyndatöku var 6 µsv fyrir fullorðna og 4 µsv fyrir börn. Geislaálag þjóðarinnar var um 1,77 mansv eða 6,8 µsv á hvern íbúa. Notkun allra tannröntgentækja veldur því um 9,3 µsv geislaálagi, sem er um 2% af áætluðu heildargeislaálagi Íslendinga vegna notkunar jónandi geislunar í læknisfræði Geislavarnir ríkisins - 8 - GR 96:05

Heimildir 1. Geislavanir ríkisins. Pósteftirlit með tannröntgentækjum 1991-1993. GR 94:04 2. Huda W. and Sandison G.A., Estimation of Mean Organ Doses in Diagnostic Radiology from Rando Phantom Measurements. Health Physics, Vol 47, No.3 (Sept), pp. 463-467 (1984). 3. Bario R. et al., Optimasation Need of Dental Radiodiagnostic Procedures: Results of Effective Dose Evaluation from Rando Phantom Measurements. Radiation Protection Dosimetry. Vol 51, No.2, pp.137-140 (1994). 4. ICRP, Annals of the ICRP, Recommendations of the International Commission on Radiological Protection. ICRP Publication 60, 1990. 5. Tyndall D.A. and Washburn D.B., The Effect of Rare Earth Filtration on Patient Exposure, Dose Reduction, and Image Quality on Oral Panoramic Radiology. Health Physics, Vol 52, No.1 (Jan), pp. 17-26 (1987). 6. Tyndall Donald A., Order of Magnitude Absorbed Dose Reductions in Chephalometric Radiography. Health Physics, Vol 56 No. 4 (April), pp. 533-538 (1989). Geislavarnir ríkisins - 9 - GR 96:05

Viðauki A Niðurstöður TLD mælinga á Alderson líkani Geislavarnir ríkisins - 10 - GR 96:05

Viðauki B Útreikningar á geislaskömmtum einstakra líffæra fyrir kjálkasneiðmyndatöku Geislavarnir ríkisins - 11 - GR 96:05

Viðauki C Útreikningar á geislaskömmtum einstakra líffæra fyrir andlitsbeinamyndatöku Geislavarnir ríkisins - 12 - GR 96:05