Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Report Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Harpa Grímsdóttir. Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður General report

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Ég vil læra íslensku

Greinargerð Kristján Ágústsson Hörður Þór Sigurðsson. Hættumat fyrir Suðureyri í Súgandafirði

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

Geislavarnir ríkisins

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Greinargerð Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Hörður Sigurðsson Tómas Jóhannesson Þórður Arason. Hættumat fyrir Innri-Kirkjubólshlíð

Reykholt í Borgarfirði

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

12 Náttúruvá og heilbrigðismál

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu Áhrif og aðgerðir Unnið með styrk úr rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar Maí 2016

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag


Mannfjöldaspá Population projections

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Proceedings, International Snow Science Workshop, Banff, 2014

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

1. Inngangur Listamennirnir, listaverkin og staðsetning þeirra

Transcription:

Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess að koma í veg fyrir að snjóþekjan bresti og flóð fari af stað. Þau stöðva einnig smærri snjóflóð sem fara af stað milli stoðvirkjaraðanna. Stoðvirki eru venjulega byggð í röðum með 25 til 30 m millibili. Hæð virkjanna þvert á hlíðina er breytileg eftir mati á hámarkssnjódýpt og venjulega milli 3 og 5 m. Stoðvirki eru oftast byggð úr stáli. Annars vegar eru stálgrindur úr stálbitum sem lagðir eru þvert á stoðir sem festar eru í hlíðina (mynd 1). Hins vegar eru snjóflóðanet en þau eru hengd á stoðir sem stagaðar eru niður í hlíðina (mynd 2). Upptakastoðvirki eru mikið notuð til snjóflóðavarna fyrir íbúðarbyggðir í Ölpunum og víðar. Kostnaður við upptakastoðvirki er, auk hæðar virkjanna, háður jarðfræðilegum aðstæðum á staðnum, einkum þykkt lausra jarðlaga, hæð upptakasvæðisins yfir sjó og fjarlægð þess frá byggð og ýmsum öðrum atriðum. Jarðfræðilegar aðstæður á staðnum eru sérstaklega mikilvægar í þessu sambandi. Á síðustu þremur árum hafa verið reist stoðvirki ofan íbúðarbyggðar hér á landi, snjóflóðanet í Neskaupstað og stálgrindur á Siglufirði. Árin 1984 og 1985 voru reistir nokkrir tugir lengdarmetra af snjóflóðanetum í Auðbjargarstaðabrekku í Öxarfirði og í Tvísteinahlíð ofan Ólafsvíkur. Net þessi voru ekki sérstaklega miðuð við íslenskar aðstæður og fóru illa af völdum tæringar. Teknar hafa verið saman viðmiðunarreglur fyrir stoðvirki fyrir íslenskar aðstæður og eru þær byggðar á svissneskum viðmiðunarreglum fyrir slík mannvirki. Aðlögun reglnanna að íslenskum aðstæðum var byggð á tilraunauppsetningu stoðvirkja í Grindagili í Hafnarfjalli fyrir ofan Siglufjörð en þar voru reistir um 200 lengdarmetrar af stálgrindum og snjóflóðanetum í tilraunaskyni árið 1996. Í heimildaskrá er listi yfir nokkrar greinargerðir sem lýsa þessum viðmiðunarreglum og rannsóknum. Aðstæður fyrir stoðvirki á upptakasvæðum snjóflóða í íslenskum hlíðum eru á margan hátt erfiðari en í Alpalöndum þar sem þessi mannvirki hafa verið þróuð að mestu leyti. Snjódýpt verður víða mjög mikil á upptakasvæðum snjóflóða hér á landi vegna skafrennings. Á mörgum upptakasvæðum er ekki raunhæft að reisa stoðvirki af þessari ástæðu. Sér

Mynd 1: Stálgrindur í Gróuskarðshnjúki á Siglufirði sem settar voru upp sumarið 2004. Frágangi sneiðinga sem notaðir voru við uppsetningu grindanna var ekki að fullu lokið þegar myndin var tekin. Ljósmynd: Júlíus Hraunberg 28. september 2004. Mynd 2: Snjóflóðanet í Drangagili í Neskaupstað sem sett voru upp 2001 2002. Ljósmynd: Tómas Jóhannesson 12. september 2002. TóJ 2 5. október 2004

í lagi á þetta við um skálarmynduð upptakasvæði neðan stórra aðsópssvæða (t.d. Skollahvilft á Flateyri) og djúp gil sem fyllast af snjó frá hlið í vindi samsíða hlíðinni (t.d. Strengsgil á Siglufirði). Frostveðrun og gropinn berggrunnur gera það að verkum að grundunaraðstæður eru víða erfiðar. Á sumum upptakasvæðum eru djúp laus jarðlög sem henta illa fyrir ankerisfestingar stoðvirkja. Tæring á stáli er miklu meiri hér á landi en í meginlandsloftlagi Alpalanda sökum salts sem berst með vindi frá nærliggjandi hafsvæðum. Á sumum svæðum kemur grjóthrun í veg fyrir að unnt sé að reisa stoðvirki. Stálgrindur og snjóflóðanet hafa mismunandi kosti og galla m.t.t. þeirra vandamála sem talin eru upp hér að framan og henta því misvel á hinum ýmsu svæðum. Vandamál vegna snjódýptar eru almenns eðlis og snúa ekki nema óbeint að annarri stoðvirkjategundinni fremur en hinni. Vandamál vegna grundunar og tæringar, svo og grjóthrunshætta, hafa hins vegar mikla þýðingu í sambandi við val á tegund stoðvirkja. Þar koma bæði til tæknileg atriði í sambandi við aðstæður á upptakasvæðinu og einnig fjárhagsleg og lagaleg atriði sem lúta að fjármögnun stofnkostnaðar og viðhalds. Í minnisblaði þessu eru teknar saman helstu upplýsingar sem máli skipta varðandi þessa þætti, sem aflað hefur verið með rannsóknum og söfnun upplýsingar erlendis frá á umliðnum árum. ið er ritað til upplýsingar fyrir þá sem koma að vali á stoðvirkum fyrir sveitarfélög hér á landi. Grundun Ankerisfestingar stálgrinda og snjóflóðaneta eru með mismunandi hætti þannig að mestu hönnunarkraftar sem verka á ankerin eru mun meiri í netum en grindum. Þannig eru hönnunartogkraftar í efri ankerisfestingum 3.5 m hárra stálgrinda, eins og reistar hafa verið í Gróuskarðshnjúki á Siglufirði, 100 140 kn (10 14 tonn), en um 250 kn (25 tonn) í snjóflóðanetum af sömu hæð. Togkraftar í efri ankerisfestingu valda mestum erfiðleikum við grundun stoðvirkja. Þar sem þykk laus jarðefni eða aðrar aðstæður valda erfiðleikum við grundun eru stálgrindur því að öðru jöfnu hentugri en snjóflóðanet. Ef hæð stoðvirkja fer yfir 3.5 m þvert á hlíðina á svæðum þar sem grunda þarf í þykk laus jarðlög, getur verið nánast útilokað að ná nægilega góðri festingu fyrir ankerisvíra snjóflóðaneta með hefðbundinni hönnun slíkra neta. Tæring Snjóflóðanetin, sem sett voru upp í Auðbjargarstaðabrekku í Öxarfirði og í Tvísteinahlíð ofan Ólafsvíkur, urðu sem næst ónýt á 10 15 árum vegna tæringar. Síðan hafa verið settar strangar viðmiðunarreglur um tæringarvarnir stoðvirka hér á landi. Samkvæmt þeim skal galvanhúða stálgrindur, en það er almennt ekki gert við stoðvirki í Alpalöndum. Vírar snjóflóðaneta eiga TóJ 3 5. október 2004

að vera úr ryðfríu stáli eða sérstaklega húðaðir til þess að tryggja endingu þeirra. Galvanhúðaðar stálgrindur eru sambærilegar við ýmis galvanhúðuð stálmannvirki sem mikil reynsla er af hér á landi, t.d. stálmöstur í raflínum. Því er ekki mikil óvissa um endingu þeirra við íslenskar aðstæður. Snjóflóðanet, sem uppfylla íslensku viðmiðunarreglurnar, hafa ekki enn verið fjöldaframleidd og ekki er umtalsverð reynsla af endingu þeirra hér á landi. Nokkur óvissa er því um kostnað við viðhald snjóflóðaneta hér. Umhverfissjónarmið Upptakastoðvirki eru stundum áberandi í fjallshlíðum. Upptakasvæði eru hins vegar hátt uppi í hlíðum og því í nokkurri fjarlægð frá byggð. Sjónmengun vegna stoðvirkja er alla jafna ekki talin mjög alvarleg, að minnsta kost ekki í ljósi hættunnar sem virkjunum er ætlað að bægja frá. Sjónmengun hefur hins vegar stundum áhrif á hvers konar virki eru talin heppilegust. Snjóflóðanet eru oft álitin minna vandamál að þessu leyti en stálgrindur. Viðhald Upptakastoðvirki þurfa viðhald eins og önnur mannvirki. Í öðrum löndum hefur stundum verið gert ráð fyrir að viðhaldskostnaður stoðvirkja sé á stærðarþrepinu 0.5% af byggingarkostnaði á ári. Viðhaldskostnaður getur orðið hærri en 1% þar sem hætta er á grjóthruni en lægri en 0.5 1% þar sem jarðfræðilegar aðstæður eru hagstæðar. Í úttekt á þörf fyrir snjóflóðavarnir á Íslandi, sem unnin var af Veðurstofu Íslands árið 1996, var miðað við að viðhaldskostnaður upptakastoðvirkja hér væri um 1% af byggingarkostnaði á ári þegar til langs tíma er litið, en gera má ráð fyrir þetta sé mjög breytilegt eftir aðstæðum. Ekki var tekið tillit til áhrifa erfiðra jarðfræðilegra aðstæðna á viðhaldskostnaðinn. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum nr. 49 frá árinu 1997 er ofanflóðasjóði heimilt að greiða allt að 90% af kostnaði við undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki en 60% af kostnaði við viðhald þeirra. Jafnframt er í lögunum heimildarákvæði um lánveitingar til sveitarfélaga til þess að standa straum af stofnkostnaði varnarvirkja. Ákvæði þetta tekur ekki til viðhalds. Endurgreiðslur slíkra lána taka mið af fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, sem getur leitt til þess að hlutur ofanflóðasjóðs í stofnkostnaði varnarvirkja verði í raun hærri en 90% þegar upp er staðið fyrir sum sveitarfélög. Af þessu leiðir að hlutur sveitarfélags í viðhaldi varnarvirkja getur orðið allt annar en ef sambærilegur kostnaður hefði fallið til sem stofnkostnaður. Það skiptir einnig máli varðandi viðhald varnarvirkja að þau veita í vissum skilningi því meira öryggi þegar frá líður eftir því sem þörf fyrir viðhald er minni. Tilhneiging er til þess að slá viðhaldi þeirra mannvirkja á frest sem ekki er dagleg þörf fyrir í rekstri eða öðru sem kallar á að viðhaldi sé sinnt. Um þetta má nefna mörg dæmi sem óþart er að telja upp hér. Ef varnarvirki reynast þurfa mikið viðhald, t.d. vegna tæringar eða erfiðra grundunaraðstæðna, og viðhaldinu er ekki sinnt, þá er hætta á að virkin veiti þegar til þarf að taka ekki það öryggi sem að var stefnt í upphafi. Það er því mikill kostur að varnarvirki gegn ofanflóðum þurfi ekki mikið TóJ 4 5. október 2004

viðhald, jafnvel þó lægri stofnkostnaður komi á móti. Þetta gildir ekki síst um kostnaðarsamt viðhald sem gæti orðið þungur baggi á viðkomandi sveitarfélagi þegar að því kæmi. Ljóst er að stálgrindur eru við flestar aðstæður hagstæðari kostur en snjóflóðanet varðandi viðhaldskostnað, bæði er líklegt að kostnaðurinn verði lægri og einnig er ólíklegra að óvæntar uppákomur verði í sambandi við endingu stálgrindanna vegna þess að þar er um að ræða hönnun sem mikil reynsla er komin á. Niðurstöður Að teknu tilliti til þeirra atriða sem fram koma hér að framan er ljóst að telja verður stálgrindur hentugri kost en snjóflóðanet hér á landi svo fremi sem einhverjar aðstæður kalli ekki sérstaklega á notkun neta. Því er unnt að mæla með því stálgrindur verði almennt fyrir valinu þegar reisa þarf stoðvirki nema hætta á grjóthruni eða umhverfissjónarmið kalli á annað. Í þessu sambandi er rétt að fram komi að stálgrindur og snjóflóðanet eru ekki sambærileg mannvirki að ýmsu leyti. Því hentar illa að bjóða upp á báða þessa möguleika í frumathugun varnarvirkja þar sem stoðvirki eru lögð til sem snjóflóðavörn. Þannig er réttast að valið sé á milli þeirra strax á undirbúningsstigi framkvæmda, hvort sem tæknileg atriði, eins og grjóthrunshætta, eða önnur atriði sem lúta einkum að sveitarstjórninni, eins og umhverfissjónarmið, ráða valinu. Heimildir SLF (Eidgenössisches Institut für Schnee- und Lawinenforschung). 1990. Richtlinien für der Lawinenverbau im Anbruchgebiet. (Swiss Guidelines for supporting structures). Bern, Bundesamt für Umwelt, Wald und Landschaft. Tómas Jóhannesson, Pétur Sigurðsson og Þór Sigurjónsson. 1998. Corrosion of steel and wire constructions under Icelandic meteorological conditions with special reference to steel snow bridges and avalanche nets. Report of observations of supporting structures in Auðbjargarstaðabrekka, Ólafsvík and Siglufjörður and a compilation of relevant information about corrosion protection of steel structures in Iceland. Reykjavík, Veðurstofa Íslands, greinarg. 98004. Stefan Margreth. 1996. Experiences on the use and the effectiveness of permanent supporting structures in Switzerland. International Snow Science Workshop, Banff, Canada, October 6-10, 1996. Tómas Jóhannesson, Jan Otto Larsen og Josef Hopf. 1998. Pilot Project in Siglufjörður. Interpretation of observations from the winter 1996/97 and comparison with similar observations from other countries. Reykjavík, Veðurstofa Íslands, greinarg. 98033. Tómas Jóhannesson og Stefan Margreth. 1999. Adaptation of the Swiss Guidelines for Supporting Structures for Icelandic Conditions. Reykjavík, Veðurstofa Íslands, greinarg. 99013. Tómas Jóhannesson. 2003. Addendum to the Adaptation of the Swiss Guidelines for Supporting Structures for Icelandic Conditions (IMO, Rep. G99013). Reykjavík, Veðurstofa Íslands, minnisbl. TóJ-2003-05. TóJ 5 5. október 2004