Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

IS Stjórnartíðindi EB

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

KÍSILVERKSMIÐJA Í HELGUVÍK - ENDURBÆTUR

Eftirlit með neysluvatni

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Leiðbeiningar til starfsmanna á alifuglabúum og þeirra sem sjá um förgun fugla og annarra dýra sem sýkt eru af skæðri fuglainflúensu

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Horizon 2020 á Íslandi:

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.


SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Geislavarnir ríkisins

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

SKÝRSLA STARFSHÓPS UM HEIMA- OG ÍBÚÐAGISTINGU

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Haustfundur Kristín Linda Árnadóttir Forstjóri Umhverfisstofnunar

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins


EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Öryggisleiðbeiningar

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum.

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

Reglugerð. um flugumferðarþjónustu

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Ég vil læra íslensku

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Nr september 2010 REGLUGERÐ. um upplýsingaþjónustu flugmála.

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Mat á umhverfisáhrifum

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

ÖRYGGISSKÝRSLA VEGNA KRÝÓLÍT- PRÓPAN- OG DÍSELOLÍUBIRGÐA ÁSAMT VIÐBRAGÐSÁÆTLUNUM VEGNA BRÁÐAMENGUNAR ENDURSKOÐUÐ OG UPPFÆRÐ AF ALCOA FJARÐAÁL

Frágangur og afgreiðsla á teikningum af úðakerfum.

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga Drög að matsáætlun

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA!

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Öryggisleiðbeiningar

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Breyting á úrgangsferli GMR Endurvinnslunnar ehf. á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit Matsskyldufyrirspurn

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Sláturúrgangur í nýju ljósi Samanburður á fjórum förgunar- og nýtingarleiðum

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Safety rules. Keflavík International Airport Terminal control. Version 6 June

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

REGLUGERÐ. um upplýsingaþjónustu flugmála.

Öryggisskýrsla ISAL Endurskoðað og yfirfarið í mars

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

REGLUGERÐ nr. 695/2010 um almannaflug þyrlna, með áorðnum breytingum. sbr. rg. 1144/2012, gildist

Transcription:

1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og reglugerðar nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. 1. ALMENN ÁKVÆÐI Starfsleyfi þetta gildir fyrir Carbon Recycling International ehf. kt. 640675-0209 til endurvinnslu á koldíoxíði úr útblæstri í Svartsengi, Grindavíkurbæ. Carbon Recycling International ehf. er hér eftir nefnt rekstraraðili. Komi nýr aðili að rekstri verksmiðjunnar getur hann sótt um að starfsleyfið verði fært yfir á hann, án þess að gefið verði út nýtt starfsleyfi, sbr. 27. gr. reglugerðar nr. 785/1999. Með umsókninni skulu fylgja gögn sem sýna fram á að rekstraraðilinn hafi tekið við rekstrinum. 1.2 Umfang starfseminnar Rekstraraðila er heimilt að vinna metanól úr allt að 16 tonnum á dag af koldíoxíði og framleiða allt að 10 tonn á dag af metanóli, auk reksturs vetnisrafgreina, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir eigin starfsemi. 1.3 Mengunarvarnir Rekstraraðila ber að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu. Rekstraraðili skal nota bestu fáanlegu tækni (BAT) við mengunarvarnir og nýta orku vel. Þegar aðferðum er beitt við mengunarvarnir sem valda því að mengun færist á milli andrúmslofts, vatns og jarðvegs skal halda neikvæðum heildaráhrifum á umhverfið í lágmarki (samþættar mengunarvarnir). Besta fáanlega tækni við geymslu efna, svo sem metanóls, hefur verið skilgreind í Reference Document on Best Available Techniques on Emissions from Storage, July 2006. Verði breytingar á bestu fáanlegu tækni skulu þær taka gildi og innleiddar samkvæmt ákvæðum í grein 1.8. 1.4 Breytingar á rekstri Rekstraraðili skal veita Umhverfisstofnun upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á atvinnurekstrinum með góðum fyrirvara áður en ráðist verður í þær, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 785/1999. 1.5 Gangsetning og stöðvun rekstrar Tilkynna skal eftirlitsaðila um upphaf rekstrar. Verði rekstri verksmiðjunnar eða verulegs hluta hennar hætt tímabundið eða varanlega skal gera ráðstafanir til þess að úrgangi sé fargað á viðurkenndan hátt. Ganga skal frá húsnæði, búnaði, tækjum og efnum í samræmi við fyrirfram gerða áætlun. Áætlun um frágang vegna rekstrarstöðvunar skal skila til Umhverfisstofnunar eigi síðar en tólf mánuðum eftir gildistöku starfsleyfis þessa. Tilkynna skal eftirlitsaðila um fyrirhugaða stöðvun rekstrar með minnst mánaðar fyrirvara og um þær ráðstafanir sem gripið er til í þeim tilgangi að halda umhverfisáhrifum stöðvunarinnar í lágmarki.

1.6 Endurgangsetning rekstrar CRI Auglýst tillaga Umhverfisstofnunar Tilkynna skal eftirlitsaðila áður en verksmiðjan eða verulegur hluti hennar er tekinn í notkun aftur ef starfsemin hefur legið niðri í meira en mánuð. 1.7 Endurskoðun starfsleyfis Endurskoða skal starfsleyfið að jafnaði á fjögurra ára fresti sbr. 20. gr. reglugerðar nr. 785/1999. Komi í ljós við endurskoðun að nauðsynlegt reynist að gefa út nýtt starfsleyfi skal fara eftir þeim reglum sem gilda um ný starfsleyfi. Við endurskoðun skal rekstraraðili leggja fram til Umhverfisstofnunar skýrslu um árangur við að nýta orku vel sbr. gr. 1.3. 1.8 Breyttar forsendur Ef mengun af völdum starfseminnar er meiri en gert var ráð fyrir við gerð starfsleyfisins, fram koma nýjar reglur um mengunarvarnir, eða ef breytingar verða á bestu fáanlegu tækni, skal rekstraraðili, í samráði við Umhverfisstofnun, hrinda í framkvæmd tímasettri áætlun um að draga úr mengun eins og kostur er. Ef áætlunin skilar ekki tilætluðum árangri getur Umhverfisstofnun krafist frekari aðgerða til úrbóta og endurskoðunar starfsleyfisins sbr. 21. gr. reglugerðar nr. 785/1999. Rekstraraðili skal sækja um nýtt starfsleyfi ef nauðsyn krefur að mati Umhverfisstofnunar, skv. 2. mgr. 18. gr. reglugerðarinnar. 1.9 Valdsvið og þvingunarúrræði Ef rekstraraðili fylgir ekki ákvæðum starfsleyfis eða fyrirmælum eftirlitsaðila getur Umhverfisstofnun beitt ákvæðum VI. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, til að knýja á um framkvæmd úrbóta eða mælinga. Umhverfisstofnun er þannig heimilt að veita tilhlýðilegan frest til úrbóta, veita áminningu og ákveða rekstraraðila dagsektir sinni hann ekki tilmælum stofnunarinnar. Jafnframt er stofnuninni heimilt að stöðva eða takmarka starfsemi rekstraraðila sé um að ræða ítrekuð brot eða alvarlegt tilvik. 1.10 Upplýsingaréttur almennings Almenningur á rétt á aðgengi að upplýsingum um starfsleyfi og starfsleyfisumsókn í samræmi við ákvæði XI. kafla reglugerðar nr. 785/1999, og upplýsingum um mengunareftirlit í samræmi við VI kafla reglugerðar nr. 786/1999, um mengunarvarnaeftirlit. 2.1 Geymsla efna 2. VARNIR GEGN MENGUN YTRA UMHVERFIS HRÁEFNI OG FRAMLEIÐSLUVÖRUR Vinnsla og geymsla metanóls skal vera í vökvaheldum þróm sem rúma rúmmál stærsta geymisins í þrónni eða það magn sem er unnið með ef það er meira. Frágangur þróa skal vera í samræmi við það sem geymt er í viðkomandi geymum sbr. staðla. Hindra skal oxun metanóls og takmarka loftútstreymi eins og kostur er. Frágangur lóðar skal vera snyrtilegur. 2

2.2 Þjöppustöð fyrir efnahvarf LOFT Þjöppustöð fyrir metanólframleiðslu skal eftir því sem við á uppfylla staðla og kröfur sem gilda fyrir gufuendurnýtingu. 2.3 Útblástursloft Útblástursloft frá metanólvinnslu og útstreymisloft frá búnaði sem mengað er af rokgjörnum lífrænum efnum skal leitt um brennara sem skal gengið frá þannig að efnunum sé eytt. Meðalstyrkur rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC) í útblæstri má ekki fara yfir 35 g/nm 3 á klukkustund. 2.4 Nýting á vatni Nýting á vatni skal vera eins góð og kostur er. 2.5 Fráveitur VATN Fráveitur skulu vera í samræmi við kröfur í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp, og ákvæði í lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, og þannig að ákvæði reglugerðar nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns, séu uppfyllt. 2.6 Lagnir Frágangur á geymum og lögnum fyrir eldfima vökva skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 35/1994, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Þar sem unnið er með olíur skal fráveita eftir því sem kostur er vera lokuð. Lagnir skulu þannig frágengnar að hægt sé að kanna fyrirvaralaust hvort þær leki. 2.7 Olíuskiljur Frárennsli sem getur innihaldið olíu eða önnur olíukennd efni skal leitt í olíuskilju. Gott aðgengi skal vera til sýnatöku vegna frárennslis frá þeim. 2.8 Meðhöndlun alkóhóls í frárennsli Rekstraraðili skal eftir að prófunarferli er lokið koma upp búnaði til að eyða alkóhóli í frárennsli. Rekstraraðili skal innan 6 mánaða frá því að framleiðsla hefst leggja fram tillögu að hreinsibúnaði og koma upp búnaði eigi síðar en ári eftir að framleiðsla hefst í stöðinni. 2.9 Almennt ÚRGANGUR Rekstraraðili skal skrá allan úrgang sem til fellur við framleiðsluna, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 184/2002, um skrá yfir spilliefni og annan úrgang. Stuðla skal að nýtingu endurnýtanlegs hluta úrgangs, svo sem óvirks úrgangs, járns og trefja. 2.10 Spilliefni Skila skal til viðurkenndrar spilliefnamóttöku þeim spilliefnum sem verða til við vinnsluna eða starfsemi sem tengist henni og ekki fara til endurvinnslu á vegum rekstraraðila. Senda skal notaða hvata til endurvinnslu. 3

2.11 Annar úrgangur Almennan framleiðsluúrgang, sorp og umbúðir skal endurvinna eða skila á viðurkennda móttökustöð fyrir úrgang. Urðun og brennsla hvers konar úrgangs á verksmiðjusvæðinu er óheimil. ANNAÐ 2.12 Hávaði og titringur Rekstraraðili skal draga úr hávaða og titringi frá verksmiðjunni eins og kostur er, til dæmis með reglulegum úrbótaverkefnum, og tryggja að hávaði frá starfseminni sé í samræmi við töflu III og önnur ákvæði reglugerðar nr. 724/2008, um hávaða. Hávaði við húsvegg utan vinnusvæðis rekstraraðila skal ekki fara yfir 70 db(a)laeq á iðnaðarsvæði og 55 db(a)laeq í íbúðabyggð. 2.13 Skráning efna, leyfisveitingar og mat Rekstraraðili skal vinna samkvæmt lögum nr. 45/2008 um efni og efnablöndur. Þannig skal rekstraraðili sjá til þess að öll efni sem notuð eru eða framleidd séu skráð og uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni ( REACH ), sbr. þó þær undantekningar um skráningar sem þar gilda. 3.1 Eftirlitsmælingar 3. INNRA EFTIRLIT REKSTRARAÐILA Rekstraraðili skal koma upp vöktunarkerfi til að fylgjast með og mæla virkni hreinsibúnaðar. Kerfi þetta skal tryggja að virkni hreinsibúnaðar sé yfirfarin a.m.k. einu sinni á ári og skal það vera aðgengilegt eftirlitsaðila og Umhverfisstofnun sem geta ákveðið breytingar á því. Gott aðgengi skal vera til sýnatöku og mælinga. Þrýstiprófanir á lögnum skulu fara fram á a.m.k. 5 ára fresti og mæla skal botn og þykkt neðsta umfars í hverjum geymi a.m.k. á 10 ára fresti. Þá skal a.m.k. mánaðarlega mæla alkóhólinnihald frárennslis. Eftirlitsaðili getur farið fram á mælingar á hljóðstigi. 3.2 Ástandsskoðun Að minnsta kosti árlega skal rekstraraðili kanna hvort tengileiðslur og -rör leki og senda Umhverfisstofnun og eftirlitsaðila afrit af skoðunarskýrslu. Lekavarnir skulu prófaðar á minnst 10 ára fresti. 3.3 Skráningar Rekstraraðili skal hafa eftirlit með rekstrarþáttum sem geta haft í för með sér mengun eða losun efna út í umhverfið. Skrá skal reglulega upplýsingar í rekstrarhandbók um eftirfarandi atriði og skulu skráningar vera aðgengilegar eftirlitsaðila: 4

Viðhald, eftirlit og bilanir í mengunarvarnabúnaði. Mengunaróhöpp og viðbrögð við þeim. Tæmingu olíugildra ásamt staðfestingu á förgun efnis úr þeim. Niðurstöður mælinga sem krafist er samkvæmt grein 3.1. Niðurstöður ástandsskoðunar samkvæmt grein 3.2. Úrgangsskráningu sbr. grein 2.9. Magn og gerð spilliefna sem skilað hefur verið til móttökustöðvar sbr. grein 2.10, ásamt staðfestingu flutningsaðila og/eða móttökustöðvar. Endurnýjun og endurvinnslu hvata sbr. gr. 2.10. Prófun og kvörðun mælibúnaðar. Niðurstöður hávaðamælinga ef eftirlitsaðili hefur farið fram á þær. Þjálfun starfsmanna samkvæmt grein 4.9. 3.4 Framkvæmd mælinga Rekstraraðili skal kosta og ábyrgjast framkvæmd mælinga sem kveðið er á um í starfsleyfi þessu. 3.5 Grænt bókhald og útstreymisbókhald Rekstraraðili skal færa grænt bókhald í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 851/2002, um grænt bókhald. Rekstraraðili skal færa útstreymisbókhald í samræmi við reglugerð nr. 990/2008, um útstreymisbókhald. Skila skal niðurstöðum árlega í samræmi við ákvæði viðeigandi reglugerða. 4.1 Starfshættir 4. EFTIRLIT, STARFSHÆTTIR OG UMHVERFISMARKMIÐ Rekstraraðili skal kappkosta að dregið verði sem mest úr því álagi á umhverfið sem starfsemi verksmiðjunnar veldur, þ.m.t. starfshættir, hávaði, öll meðferð úrgangs og förgun. Rekstraraðili skal stuðla að góðri nýtingu efna og því að losun mengunarefna frá verksmiðjunni verði eins lítil og kostur er. 4.2 Samskipti Sérstakur fulltrúi rekstraraðila skal vera tengiliður við eftirlitsaðila og ber hann ábyrgð á samskiptum rekstraraðila vegna eftirlits með mengunarvörnum fyrirtækisins og framkvæmd viðbragðsáætlana. Eftirlitsaðili getur haft samband við þennan aðila utan hefðbundins starfstíma ef þörf krefur. 4.3 Umhverfisstjórnun og markmið Rekstraraðili skal setja sér umhverfismarkmið og starfa samkvæmt þeim. Velja má staðlað umhverfisstjórnunarkerfi, t.d. ÍST EN ISO 14001:2004 eða þátttöku í umhverfismálakerfi ESB sbr. reglugerð nr. 990/2005, um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi bandalagsins (EMAS), eða starfa samkvæmt eigin kerfi. 4.4 Áhættumat og viðbragðsáætlun Rekstraraðili skal gera áhættumat og vinna viðbragðsáætlun á grundvelli þess. Þar skal taka á hugsanlegri hættu á bráðamengun sjávar og andrúmslofts og hvenær tilkynna skuli um 5

mengunaróhöpp. Tryggja skal að starfsfólk hafi fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar. Viðbragðsáætlun skal fullnægja skilyrðum í lögum nr. 33/2004 og vera aðgengileg eftirlitsaðila. 4.5 Tilkynningar vegna mengunaróhappa Verði óhapp eða slys sem hefur í för með sér losun mengandi efna í umhverfið skal þegar í stað gripið til aðgerða skv. viðbragðsáætlun sbr. gr. 4.4, til þess að fyrirbyggja að mengun valdi skaða á umhverfi. Verði bilun í mengunarvarnabúnaði skulu hafnar nauðsynlegar lagfæringar. Tilkynna skal um slík tilvik, önnur óhöpp eða slys í samræmi við viðbragðsáætlun sbr. gr. 4.4. Einnig skal rekstraraðili fara yfir atvikið og gera ráðstafanir sem miði að því að hindra að sambærilegt atvik endurtaki sig. Eftirlitsaðili skal upplýstur um slíkar ráðstafanir. 4.6 Tryggingar Rekstraraðili skal taka ábyrgðartryggingu eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu sem Umhverfisstofnun metur gilda, allt að 1 milljón SDR, sbr. ákvæði 16. gr. laga nr. 33/2004. 4.7 Eftirlit Umhverfisstofnun hefur eftirlit með starfsemi rekstraraðila í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 786/1999, um mengunarvarnaeftirlit. Umhverfisstofnun getur falið öðrum framkvæmd hluta eftirlits í samræmi við ákvæði greina 7.4 og 9.1 í reglugerðinni. Þrátt fyrir flokkun starfseminnar skv. 5. kafla skal eftirlitsferðum fækkað í eina á ári að loknum tveggja ára starfstíma. 4.8 Breytingar á mælingum Eftirlitsaðili getur, telji hann ástæðu til, farið fram á tíðari mengunarmælingar eða efnagreiningar en starfsleyfið gerir ráð fyrir eða heimilað að dregið verði úr tíðni mælinga eftir því sem við á. 4.9 Þjálfun starfsmanna Starfsmenn og þjónustuaðilar, þar með taldir bílstjórar og vaktmenn, skulu fá viðeigandi þjálfun á tæki og öryggisbúnað sem gerir þá hæfa til að vinna í stöðinni svo og kennslu og æfingu í því hvernig bregðast skal við mengunaróhöppum samkvæmt viðbragðsáætlunum. Jafnframt skulu þeir hljóta staðgóða fræðslu um eiginleika þeirra efna sem meðhöndlaðar eru í stöðinni. Rekstraraðili skal tilkynna eftirlitsaðila um allar breytingar sem verða varðandi þjónustuaðila. Skrá skal alla þjálfun starfsmanna í rekstrarhandbók stöðvarinnar. 5. GJALDSKYLDA Starfsemi þessi er flokkuð í 1. eftirlitsflokk samkvæmt greinum 4.1.b) og 4.2.a) í I. viðauka í reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Rekstraraðili greiðir Umhverfisstofnun gjald vegna útgáfu og kynningar starfsleyfisins og greiðir eftirlitsaðila gjald vegna reglubundins eftirlits skv. gjaldskrá Umhverfisstofnunar. Gjald vegna viðbótareftirlits, svo sem vegna vanefnda eða kvartana, greiðist sérstaklega samkvæmt gjaldskrá. 6

6. GILDISTAKA. Starfsleyfi þetta, sem er veitt samkvæmt reglugerð nr. 785/1999, um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, öðlast þegar gildi og gildir til dd.mm 2022. Reykjavík dd.mm.áááá Umhverfisstofnun 7