Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Lágsvæði viðmiðunarreglur fyrir landhæð

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

Ég vil læra íslensku

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

VIII. LÍKINDI ELDGOSA, HLAUPA OG FÆRSLU

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Áhrif lofthita á raforkunotkun

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

12 Náttúruvá og heilbrigðismál

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu Áhrif og aðgerðir Unnið með styrk úr rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar Maí 2016

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Brennisteinsvetni í Hveragerði

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

LV Flóð í Neðri Þjórsá. Endurmat 2013

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

10. tbl. /17. Steinavötn, gerð bráðabirgðabrúar. Ingunn Loftsdóttir verkefnastjóri vinnuflokka Vegagerðarinnar skrifar:

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Geislavarnir ríkisins

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi 2017

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Veiðimálastofnun. Búsvæðamat fyrir laxfiska í Tungufljóti í Biskupstungum. Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson VMST/12030

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Ferjuhöfn í Bakkafjöru Skýrsla stýrihóps um hafnargerð í Bakkafjöru

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Reykholt í Borgarfirði

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012


Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Jökulhlaup í Sveðju í júlí 2011:

Reykholt í Borgarfirði

Landris á Vatnajökulssvæðinu metið með GPS landmælingum

Mars 2010 MALAREFNI HAGNÝTING HÖNNUN OG

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Transcription:

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007

EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND........................................... 2 3. UMHVERFISÁHRIF........................................ 4 4. MÓTVÆGISAÐGERÐIR..................................... 7 5. NÁTTÚRUVÁ.............................................. 7 6. HEIMILDIR................................................ 8 7. MYNDIR.................................................. 9 2

1. Inngangur Þrjár leiðir koma til greina varðandi nýjan veg yfir Hornafjarðarfljót (mynd 1). Mörg vatnsföll og lækir eru í vegarstæðinu. Stærsta áin á framkvæmdasvæðinu er Hornafjarðarfljót en aðrar ár eru Bergá, Laxá og Hoffellsá í Nesjum en Djúpá og Brunnhólsá á Mýrum. Laxá og Hoffellsá sameinast á mögulegu framkvæmdasvæði og heita Austurfljót eftir að þær koma saman. Sjávarfalla gætir í vegstæðinu á leiðum 1, 2 og 3 þar sem farið er yfir Hornafjarðarfljót, á leiðum 2 og 3 þar sem farið er yfir voginn á milli Hríseyjar og Árnaness og yfir voginn á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness og á leið 3 þar sem farið er yfir innanverðan Flóa austan við Hafnarveg. Sjávarföllin hafa verið mæld í Hornafjarðarós (norðan á Hvanney) og í Hornafjarðarhöfn á vegum Siglingastofnunar. Mælirinn við Hvanney er starfræktur sem síritandi sjávarfallamælir. Til að fá nákvæmari upplýsingar um sjávarföllin í innanverðum Hornafirði setti Vegagerðin upp sjávarfallamæla í Hornafjarðarhöfn, við Árnanes og í Hornafjarðarfljótum við Skógey og voru þeir í rekstri tímabilið 21/9 2006 26/10 2006. Staðsetning mælanna er sýnd á mynd 1 og niðurstaðan úr þeim þremur mælum sem Vegagerðin setti upp ásamt gögnum úr mælinum við Hvanney er sýnd á mynd 2. Nánari grein er gerð fyrir mælingunum í skýrslu frá verkfræðistofunni VGK-Hönnun Hornafjarðarfljót: Sjávarfallamælingar. Til að tryggja að full vatnsskipti á svæðum þar sem sjávarfalla gætir var samið við Verkfræðistofuna Vatnaskil að gera straumlíkan af Hornafirði. Líkanið var notað til að meta áhrif mannvirkja á leiðum 2 og 3 á sjávarföll í voginum á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness. Líkanið var einnig notað til að meta áhrif mannvirkja á leiðum 2 og 3 á vatnsborð Austurfljóta (Hoffellsá og Laxá) í flóðum. Gerð er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslunni Þverun voga í Hornafirði. Straumlíkan af innanverðum Hornafirði. 1

2. Grunnástand Mörg vatnsföll og lækir eru í vegarstæðinu óháð því hvaða leið verður fyrir valinu. Stærsta áin á framkvæmdasvæðinu er Hornafjarðarfljót en aðrar ár eru Bergá, Laxá og Hoffellsá í Nesjum en Djúpá og Brunnhólsá á Mýrum. Laxá og Hoffellsá sameinast á mögulegu framkvæmdasvæði og heita Austurfljót eftir að þær koma saman. Allar hafa þessar ár verið brúaðar á núverandi Hringvegi og í töflu 1 er gefið yfirlit yfir núverandi brúarlengdir og stærð vatnasviða ofan núverandi brúa. Tafla 1. Upplýsingar um núverandi brýr. Byggingarár Vatnasvið (km 2 ) Brúarlengd (m) Bergá 1974 17 12 Laxá í Nesjum 1995 55 12 Hoffellsá 1960 73 60 Hornafjarðarfljót 1961 430* 255 Djúpá 1970 71 50 * þar af jökull 280 km 2 Hornafjarðarfljót er langstærst af vatnsföllum á svæðinu. Vatnasvið Hornafjarðarfljóts ofan brúar á leiðum 1, 2 og 3 er nánast það sama og vatnasviðið ofan núverandi brúar. Vatnasvið Djúpár ofan brúar á leiðum 1, 2 og 3 er einnig nánast það sama og vatnasviðið ofan núverandi brúar. Brúargerð austan Hornafjarðarfljóts er háð veglínum en vatn úr Bergá Laxá og Hoffellsá þarf að komast til sjávar. Vatnasvið Hoffellsár á leið 1 er 108 km 2. Vatnasvið Laxár ofan brúar á leið 1 er nánast það sama og vatnsviðið ofan núverandi brúar. Á leiðum 2 og 3 eru Hoffellsá og Laxá brúaðar saman í voginum á milli Hríseyjar og Árnaness, vatnasvið 171 km 2. Á leiðum 2 og 3 er Bergá brúuð í voginum á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness. Fyrir öll framangreind brúarstæði var hönnunarflóð árvatns (flóð með 100-ára endurkomutíma) metið á grundvelli flóðagreiningar frá Fossá í Berufirði (vhm-148). Gengið var út frá þeirri forsendu að afrennsli á ferkílómeter í flóðum væri í öfugu hlutfalli við flatarmál vatnasviðanna í veldinu 0,25. Niðurstaðan er sýnd í töflu 2. Varðandi Hornafjarðarfljót er rétt að geta þess að fram á miðja 20. öld komu í þau mikil hlaup úr Efstafellsvatni, Gjávatni og Múlavatni. Þá komu einnig hlaup í Hornafjarðarfljót úr Neðradalsvatni. Þessi hlaup hafa öll minnkað mjög mikið eða hætt samfara rýrnun Hoffelssjökuls og hafa því ekki áhrif á framangreint mat á 100- ára flóði Hornafjarðarfljóta. 2

Tafla 2. Stærð vatnasviða og hönnunarflóða ofan brúarstæða á leiðum 1, 2 og 3. Leið 1 Vatnasvið (km 2 ) Leiðir 2 og 3 (km 2 ) Leið 1 100 ára flóð (m 3 /s) Leiðir 2 og 3 100-ára flóð (m 3 /s) Bergá 17 20 100 110 Laxá í Nesjum 55 Á ekki við 240 Á ekki við Hoffellsá 108 Á ekki við 400 Á ekki við Austurfljót Á ekki við 171 Á ekki við 550 Hornafjarðarfljót 430 430 1100 1100 Djúpá 71 71 290 290 Flóð með 2-ára endurkomutíma er 41% af flóði með 100-ára endurkomutíma. Ársmeðalrennsli í m 3 /s er 0,084 sinnum stærð vatnasviðsins í km 2. Sjávarfalla gætir í vegstæðinu á leiðum 1, 2 og 3 þar sem farið er yfir Hornafjarðarfljót, á leiðum 2 og 3 þar sem farið er yfir voginn á milli Hríseyjar og Árnaness og yfir voginn á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness og á leið 3 þar sem farið er yfir innanverðan Flóa austan við Hafnarveg. Sjávarföllin hafa verið mæld í Hornafjarðarós (norðan á Hvanney) og í Hornafjarðarhöfn á vegum Siglingastofnunar. Mælirinn við Hvanney er starfræktur sem síritandi sjávarfallamælir. Til að fá nákvæmari upplýsingar um sjávarföllin í innanverðum Hornafirði setti Vegagerðin upp sjávarfallamæla í Hornafjarðarhöfn, við Árnanes og í Hornafjarðarfljótum við Skógey og voru þeir í rekstri tímabilið 21/9 2006 26/10 2006. Staðsetning mælanna er sýnd á mynd 1 og niðurstaðan úr þeim þremur mælum sem Vegagerðin setti upp ásamt gögnum úr mælinum við Hvanney er sýnd á mynd 2. Nánari grein er gerð fyrir mælingunum í skýrslu frá verkfræðistofunni VGK-Hönnun Hornafjarðarfljót: Sjávarfallamælingar. Helstu niðurstöður eru sýndar í töflu 3. Tafla 3. Sjávarhæðir. Hornafjarðarós (m) Hornafjarðarhöfn (m) Árnanes (m) Meðalstórstraumsflóð 0,99 0,9 0,9 Meðalsmástraumsflóð 0,41 0,4 0,4 Meðalsjór 0,00 0,0 Ekki skilgr. Meðalsmástraumsfjara -0,41-0,4 Ekki skilgr. Meðalstórstraumsfjara -0,99-0,9-0,4 3

3. Umhverfisáhrif framkvæmdar Almennt gildir um öll ræsi og brýr á leiðum 1, 2 og 3 að þau eru hönnuð fyrir 100-ára flóð árvatns. Brýrnar eru því það langar að þær hafa engin áhrif á vatnshæð þegar rennsli ánna er nálægt meðalrennsli. Þegar mikil flóð eru í ánum verður vatnshæðin ofan vegar hærri en hún hefði orðið án vegar og varnargarða. Í töflu 4 er gefið yfirlit yfir tillögu Vegagerðarinnar að brúarlengdum á leiðum 1, 2 og 3. Tafla 4. Tillaga Vegagerðinnar að brúarlengdum á leiðum 1, 2 og 3. Leið 1 Brúarlengd (m) Leið 2 Brúarlengd (m) Leið 3 Brúarlengd (m) Bergá 12 40 50 Laxá í Nesjum 20 Á ekki við Á ekki við Hoffellsá 80 Á ekki við Á ekki við Austurfljót (Hoffellsá + Laxá) Á ekki við 100 100 Hornafjarðarfljót 250 250 250 Djúpá 50 50 50 Almennt gildir að um er að ræða svipaðar brúarlengdir og á núverandi Hringvegi með nokkurri lengingu þegar búið er að taka tillit til breytinga á stærð vatnasviða þar sem um slíkt er að ræða. Rétt er þó að geta þess að gert er ráð fyrir að brúin yfir Laxá á leið 1 verði að vera lengri en núverandi brú vegna þess að í núverandi brúarstæði er klöpp í árbotni, veghæðin þar er 7,7 m yfir árbotni og leyfileg vatnshæð í flóðum er þar 5 m hærri en árbotninn. Óvíst er að nýja brúarstæðið uppfylli öll þessi skilyrði. Í tveimur tilvikum var ræðst brúarlengdin ekki einvörðungu af hönnunarflóði árvatns. Annars vegar er um að ræða brúna yfir Bergá á leiðum 2 og 3 þar sem farið er yfir voginn á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness. Þar ræst stærð vatnsopsins af þeirri kröfu að mannvirkið hafi óveruleg áhrif á sjávarföllin innan vegarins. Hins vegar er um að ræða voginn á milli Hríseyjar og Árnaness en neðan ármóta Laxár og Hoffellsár eru kartöflugarðar sem liggja lágt (í hæðarkóta 1,5 til 2,0 m) og eru viðkvæmir fyrir hækkun á vatnsborði. 4

Vogurinn á milli Árnaness og Dilksness /Hafnarness Eins og fram kemur í inngangi var samið við verkfræðistofuna Vatnaskil um að gera straumlíkan af Hornafirði til að meta áhrif mannvirkja á leiðum 2 og 3 á sjávarföll í voginum á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness. Fyrir veglínu 2 er niðurstaðan eftirfarandi: 1) Fylling með 30 m vatnsopi hefur óveruleg áhrif á vatnsskipti og sjávarhæð. Lækkun á flóði innan veglínu er engin og hækkun á fjöru innan veglínu er engin. Engin seinkun er á lægstu fjöru. Vatnsskipti eru 95% af núverandi vatnsskiptum. 2) Fylling með 20 m vatnsopi hefur lítilleg áhrif á vatnsskipti og sjávarhæð. Lækkun á flóði innan veglínu er 0,02 m og hækkun á fjöru innan veglínu er 0,01 m. Seinkun á lægstu fjöru er 1 mínúta. Vatnsskipti eru 92% af núverandi vatnsskiptum. 3) Straumar breytast í nágrenni vegfyllinganna þannig að næst vegfyllingunum myndast iður og straumar samsíða fyllingunum sjálfum og í brúaropum hækkar straumhraði umtalsvert. 4) Mesti meðalhraði í báðum brúaropum, 20 og 30 m, er vel undir 2 m/s sem eru algeng viðmiðunarmörk vegna slíkra mannvirkja. Fyrir veglínu 3 er niðurstaðan eftirfarandi: 1) Fylling með 40 m vatnsopi hefur óveruleg áhrif á vatnsskipti og sjávarhæð. Lækkun á flóði innan veglínu er 0,01 m og hækkun á fjöru innan veglínu er 0,01. Seinkun á lægstu fjöru er 2 mínútur. Vatnsskipti eru 94% af núverandi vatnsskiptum. 2) Fylling með 30 m vatnsopi hefur lítilleg áhrif á vatnsskipti og sjávarhæð. Lækkun á flóði innan veglínu er 0,03 m og hækkun á fjöru innan veglínu er 0,06 m. Seinkun á lægstu fjöru er 12 mínútur. Vatnsskipti eru 90% af núverandi vatnsskiptum. 3) Fylling með 20 m vatnsopi hefur nokkur áhrif á vatnsskipti og sjávarhæð. Lækkun á flóði innan veglínu er 0,10 m og hækkun á fjöru innan veglínu er 0,17 m. Seinkun á lægstu fjöru er 30 mínútur. Vatnsskipti eru 78% af núverandi vatnsskiptum. 4) Straumar breytast í nágrenni vegfyllinganna eins og fyrir veglínu 2 en áhrifin eru þó heldur meiri og teygir áhrifasvæðið sig fjær vegfyllingunum en fyrir veglínu 2. 5) Mesti meðalhraði í öllum brúaropum, 20, 30 m og 40 m, er undir 2 m/s sem eru algeng viðmiðunarmörk vegna slíkra mannvirkja. Ofangreind vatnsop eru virk vatnsop og bæta þarf við þau 10 m til að fá út brúarlengd. Tillaga Vegagerðarinnar um 40 m langa brú á leið 2 og 50 m langa brú á leið 3 tryggir að mannvirkin hafa nánast engin áhrif á sjávarföll og vatnskipti innan veglínanna. Þrátt fyrir þetta verður að gera ráð fyrir að set safnist fyrir í voginum í skjóli við vegfyllinguna hraðar en ætti sér stað án mannvirkjanna. Ástæðan er sú að Hornafjörður er grunnur fjörður og mikið set berst í fjörðinn með Hornafjarðarfljóti sem rótast upp í öldugangi í hvassviðri. Óhjákvæmilegt er að þetta set berst með sjávarfallastraumum í gegnum brúaropið á leiðum 2 og 3 og sest til í skjóli við vegfyllinguna hraðar en ætti sér stað án vegar. 5

Vogurinn á milli Hríseyjar og Árnaness Eins og fram kemur í inngangi var samið við verkfræðistofuna Vatnaskil um að gera straumlíkan af Hornafirði til að meta áhrif mannvirkja á leiðum 2 og 3 á vatnsborð Austurfljóta (Hoffellsá og Laxá) í flóðum. Gerð er grein fyrir niðurstöðunum í skýrslunni Þverun voga í Hornafirði. Straumlíkan af innanverðum Hornafirði. Fyrir veglínu 2 er niðurstaðan eftirfarandi (gera má ráð fyrir sömu niðurstöðu fyrir veglínu 3): 1) Hækkum hæsta sjávarborðs í 2-ára flóði vegna þverunar vogsins verður 8 cm umfram hækkun hæsta sjávarborðs vegna flóðsins án mannvirkis fyrir 80 m brúarop en 7 cm fyrir 100 m brúarop. 2) Hækkum hæsta sjávarborðs í 100-ára flóði vegna þverunar vogsins verður 54 cm umfram hækkun hæsta sjávarborðs vegna flóðsins án mannvirkis fyrir 80 m brúarop en 41 cm fyrir 100 m brúarop. 3) Meðalhraði í brúaropi í 2-ára flóði verður um 0,5 1,6 m/s fyrir 80 m brúarop en um 0,4 1,3 m/s fyrir 100 m brúarop. 4) Meðalhraði í brúaropi í 100-ára flóði verður um 2,2 2,7 m/s fyrir 80 m brúarop en um 1,7 2,2 m/s fyrir 100 m brúarop. Ofangreind vatnsop eru virk vatnsop og bæta þarf við þau 20 m til að fá út brúarlengd. Tillaga Vegagerðarinnar um 100 m langa brú á leiðum 2 og 3 tryggir að mannvirkin hafa lítil áhrif á vatnsborð innan veglínanna í venjulegum vorflóðum (flóð með 2-ára endurkomutíma). Hins vegar er ekki hjá því komist að mannvirkin valdi talsverðri hækkun á vatnsborði í aftakaflóðum (flóð með 100-ára endurkomutíma). 6

4. Mótvægisaðgerðir Þar sem sjávarfalla gætir í vegstæðum er þess sérstaklega gætt að vatnsop séu nægjanlega stór þannig að sjávarföll séu óskert innan veglínunnar. Búið er að lengja brúna í voginum á milli Árnaness og Dilksness / Hafnarness á leiðum 2 og 3 frá því sem upphaflega var miðað við í matsáætlun til að tryggja að þetta skilyrði sé uppfyllt. Varðandi ræsi þá verður þess gætt að þau verði grafin það mikið niður í árbotn á hverjum stað að tryggt verði að þau séu fiskgeng. Þetta á sérstaklega við Brunnhólsá og Lambleiksstaðakíl á leiðum 2 og 3. Á núverandi vegi voru sett ræsi í stað brúa yfir þessar ár árið 1998 og eru þau bæði fiskgeng eins og fram kemur í skýrslu Veiðimálastofnunar (Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson, 2006). 5. Náttúruvá Á framkvæmdasvæðinu getur vegi og vegfarendum stafað hætta af flóðum í ám og sjávarflóðum. Varðandi árflóð þá ber þess að geta að jökulhlaup í Hornafjarðarfljótum hafa minnkað mikið eða nánast hætt samfara rýrnun Hoffelssjökuls. Ekki er því um að ræða sérstaka náttúruvá ræða varðandi flóð í ám umfram það sem almennt gerist á vegakerfinu. Hvað sjávarflóð varðar þá hefur nauðsynleg hæð vegar verið metin í kóta 3,5 m gagnvart sjávarflóðum en til samanburðar má nefna að núverandi flugvöllur er í kóta 1,84 m þar sem hann er lægstur og ekki er vitað til að vatnað hafi upp á sjálfan flugvöllinn. Sé litið til langrar framtíðar má búast við að hætta á sjávarflóðum fari minnkandi á þessu svæði vegna þess að land er að rísa samfara rýrnun Vatnajökuls. Núverandi hraði á landrisi við Höfn í Hornafirði er 7 mm/ári (Erik Sturkell o.fl., 2005). Gert er ráð fyrir að land í Hornafirði rísi um 0,7-2,0 m á tímabilinu 2000-2100 háð hraða á rýrnun Vatnajökuls (Carolina Pagli, 2006). 7

6. Heimildir Carolina Pagli. 2006. Crustal deformation associated with volcano processes in central Icelæand, 1992-2000, and glacial-isostatic deformation around Vatnajökull, observed by space geodesy. Háskóli Íslands. Erik Sturkell, Halldór Geirsson, Freysteinn Sigmundsson, Carolina Pagli, Páll Einarsson og Halldór Ólafsson. 2005. Landris við Vatnajökul. Áfangaskýrsla til Vegagerðarinnar. Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson. 2006. Hringvegur um Hornafjarðarfljót. Áhrif breyttrar veglínu á fiskstofna. Veiðimálastofnun. Helgi Björnsson. 2004. Jöklaveröld. Náttúra og mannlíf. Sverrir Ó. Elefsen. 2007. Hornafjarðarfljót. Sjávarfallamælingar. VGK Hönnun. Sveinn Óli Pálmarsson. 2007. Þverun voga í Hornafirði. Straumlíkan af innanverðum Hornafirði. Verkfræðistofan Vatnaskil. 8