Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lokið

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Ég vil læra íslensku

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt Stofnaður 12. desember 1983

Horizon 2020 á Íslandi:

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

ÆGIR til 2017

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Lion. Gle ileg. jól! THE. Út við himinbláu bláu bláu bláu bláu sundin...

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

THE. We Serve. Blað nr. 224 ÍSLENSK ÚTGÁFA. Maí / júní Sauðárkrókur - Tindastóll í baksýn

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Haust Aðventuljóð. Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi. Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd

THE. Landsfundarsvæði Lions We Serve. Hotel. Blað nr. 229 ÍSLENSK ÚTGÁFA. apríl / maí Hotel

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Að störfum í Alþjóðabankanum

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Stefnir í ófremdarástand

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Fóðurrannsóknir og hagnýting

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

THE. Skín við sólu Skagafjörður. Bannorðið Boðskapur stjórnenda Félagslíf á Norðurlandi Samvinna okkar á Norðurlöndum Fréttir frá klúbbunum.

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Saga fyrstu geimferða

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Þegar tilveran hrynur

Transcription:

Fréttabréf umdæmisstjóra ROTARY INTERNATIONAL Fréttabréf 1 Umdæmi 1360 ÍSLAND Umdæmisstjóri 2004-2005: Egill Jónsson, Rótarýklúbbnum Görðum Heimsóknum umdæmisstjóra í klúbbana lokið Heimsóknum umdæmisstjóra lauk með heimsókn í heimaklúbbinn, Rótarýklúbbinn Görðum, þann 8. nóvember sl. en þær höfðu byrjað 25. ágúst sl. með heimsókn í klúbbinn í Ólafsvík. Alma, konan mín, fór með í allar heimsóknir. Það er ómetanlegt og algjörlega nauðsynlegt fyrir umdæmisstjóra að heimsækja alla klúbbana, kynnast aðstæðum þeirra, áhugamálum og störfum og í raun ekki gerlegt að sinna þessu embætti án þess að fara í slíkar heimsóknir. Eftir svona yfirferð kemur berlega í ljós nauðsyn þess að vinna áfram með klúbbunum til eflingar og uppbyggingar þeirra. Þá er víða, að því er virðist, þekking félaga, einkum nýrra félaga, á störfum Rótarý og þá sérstaklega alþjóðahreyfingarinnar ónóg. Klúbbarnir eru mjög misjafnir, mis þróttmiklir. Í öllum klúbbum hefur þó komið í ljós að góð vinátta og samhugur er meðal félaga og nokkrir klúbbar virðast bera af hvað þetta snertir. Vandamál margra klúbbanna er félagaþróunin. Kemur þar margt til, m.a. að sumir hafa ekki opnað aðgang fyrir kvenfólki og víða hefur ekki tekist að laða ungt fólk í klúbbana, aðrir tala hinsvegar um að konurnar hafi bjargað klúbbnum. Kostnaður er einnig ofarlega í hugum sumra félaga og nokkrir þeirra hafa þar brugðist við með því að skiptast á að hafa matar-, súpu- eða kaffifundi, og minnkað þannig matarkostnaðinn. Þá virðist líka oft vera ákveðin vanmáttarkennd gagnvart öðru félagastarfi í viðkomandi bæjarfélagi. Tímalengd og tímasetning er einnig tilgreind. Ein ástæðan sem líka er tilgreind er að ekki hefur tekist að halda uppi nægilega þróttmiklu félagsstarfi í takt við kröfur tímans, sem meðal annars felst í því að halda upp góðum og fróðlegum erindum á fundum. Alls staðar var tekið vel á móti okkur og í um helming klúbba voru einnig makar félaga viðstaddir enda hafði verið sérstaklega óskað eftir því og er í anda þess að hafa fjölskylduna með í rótarýstarfinu. Þar sem finna mátti hvað öflugasta starfið var í nokkrum rótgrónum klúbbum og í morgunklúbbunum tveimur en í þeim klúbbum er kynja- og aldursdreifing góð. Berið Rótarýmerkið Nokkuð hefur borið á því að félagar beri ekki Rótarýmerkið. Félagar ættu að vera stoltir af því að bera merki sem stendur fyrir svo mörg góð málefni í samfélaginu og samfélagi þjóðanna. Merkið gefur einnig til kynna hverjir eru rótarýfélagar, leiðir félaga saman, og auglýsir hreyfinguna út á við. Í lok heimsóknar umdæmisstjóra til klúbbanna hjá heimaklúbbnum Rótarýklúbbnum Görðum. Umdæmisstjóri Egill Jónsson og forseti Garða, Ingibjörg Hauksdóttir.

2 Rótaract Hvað er Rótaract? Rótaractklúbbar eru hluti af alþjóðlegu átaki Rótarý til að stuðla að friði og skilningi meðal þjóða heimsins. Rótaract klúbbar eru ætlaðir ungu fólki 18-30 ára og starfar hver Rótaract klúbbur með stuðning ákveðins Rótarý klúbbs, enda skilningur og stefna Rótarý að styðja ungt fólk til að taka virkan þátt í samfélaginu og finna þeim tækifæri til samfélagslegs og faglegs þroska. Rótaract veitir þannig Rótarý félögum tækifæri til að verða leiðbeinendur ungs fólks, bæði kvenna og karla, sem hafa áhuga á að þjóna sínu heimasamfélagi jafnt sem hinu alþjóðlega samfélagi. Starfsemi Rótaract klúbbs veitir gjarnan starfsemi Rótarý klúbbs innblástur ferskra hugmynda um þjónustu, eykur stuðning við ákveðin verkefni og mótar virka rótarýfélaga framtíðarinnar. Rótaractklúbbar hafa ekki starfað hér á landi fram að þessu, en það er stefna umdæmisstjóra og umdæmisráðs að stuðla að stofnun íslenskrar Rótaracthreyfingar. Rótaractklúbbar starfa undir eigin stjórn og eiga að vera fjárhagslega sjálfstæð eining en eiga bakhjarl í sínum Rótarýklúbbi og starfi í nánu samstarfi við hann. Rótaract klúbbar eru mikilvægur hluti af Rótarý stórfjölskyldunni og saman stuðla þessir klúbbar að því að virkja félaga til góðra starfa innan sinna samfélaga. Rótaracthreyfingin rekur sögu sína aftur til byrjunar sjöunda áratugarins þegar rótarýklúbbar um allan heim byrjuðu að styrkja ungliðahreyfingar innan háskóla til ákveðinna verkefna um samfélagsþjónustu. Forseti Rótarý International 1967-1968, Luther H. Hodges, og stjórn hans töldu slíka ungliðastarfsemi mikilvæga á alþjóðlegum vettvangi og samþykktu formlega stofnun Rótaract hreyfingarinnar innan vébanda Rótarý. Fyrsti Rótaract klúbburinn var stofnaður í Norður Karólínu í Bandaríkjunum, 13. mars, 1968. Nokkrum áratugum síðar hefur Rótaract hreyfingin vaxið og dafnað og í dag starfa um 7.500 Rótaractklúbbar í meira en 158 löndum af 166 löndum þar sem Rótarý er starfandi og telja um 145.000 félaga á aldrinum 18-30 ára sem finna í starfseminni tækifæri til að stofna til persónulegra og faglegra kynna við aðra klúbbfélaga og auka þannig skilning sinn á málum alheimssamfélagsins. Markmið Rótaract Markmið Rótaract hreyfingarinnar eru: Að stuðla að þróun faglegra samskipta og mótunar leiðtogahæfileika Að leggja áherslu á virðingu fyrir rétti annarra, virðingu byggða á verðleikum hvers einstaklings Að bera virðingu fyrir gildi allra starfsgreina og greina innan þeirra tækifæri til að veita samfélagslega þjónustu Að ástunda og stuðla að góðum siðferðilegum gildum og skilja verðleika þeirra fyrir verðandi leiðtoga Að þróa þekkingu og skilning á þörfum og vandamálum innan eigin samfélags og samfélagi heimsins og greina tækifæri til þjónustu Að veita einstaklingum og hópum tækifæri til að starfa að verkefnum um samfélagsþjónustu og um leið stuðla að alþjóðlegum skilningi og góðvild í garð allra þjóða Rótaractklúbbar innan Rótarýklúbba á Íslandi? Rótarýklúbbar á Íslandi eru hér með hvattir til að kynna sér starfsemi Rótaract og huga að stofnun Rótaract klúbbs innan sinna vébanda. Unga fólk samtímans eru foreldrar, sérfræðingar, leiðtogar, og stjórnendu framtíðarinnar. Innan félagsskapar á borð við Rótaract getur unga fólkið öðlast reynslu og þekkingu á málefnum samfélaga og fengið tækifæri til að þróa samfélagslega ábyrgð. Rótarýklúbbar fá um leið tækifæri til að leiðbeina nýrri kynslóð og sem getur veitt þeim innblástur nýrra hugmynda og auðgað starfsemi Rótarý. Egill Jónsson, umdæmisstjóri Rótarý hefur tilnefnt undirritaða til að stuðla að stofnun Rótaract hreyfingarinnar hér á landi og kynna starfsemina íslenskum Rótarýklúbbum. Hér með er óskað eftir áhugasömum Rótarýfélögum til starfa í nefnd um stofnun íslenskrar Rótaract hreyfingar. Áhugasamir hafi samband við Gyðu Björnsdóttur, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar (gbjornsdottir@yahoo.- com) Sjá nánar um Rótaract á: www.- rotary.org/programs/rotaract/index.html Gyða Björnsdóttir, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar form. Rotaract (Rotarian)

3 Vinaklúbbar Ágætu Rótarýfélagar. Í einu fréttabréfi mínu árið 2002 birtist hugleiðing frá Birni Tryggvasyni, rótarýfélaga í Rótarýklúbbi Reykjavík- Grafarvogur, þar sem hann velti fyrir sér möguleikum á auknu samstarfi rótarýklúbba hér á landi. Kveikjan að þessari hugleiðingu Björns var sú að margir klúbbar, einkum á landsbyggðinni eiga í vök að verjast, bæði með að auka og endurnýja félagafjöldann og eins í því að halda uppi öflugu og tilbreytingaríku klúbbstarfi. Taldi hann að það gæti bætt úr þessu ef klúbbar kæmu sér upp vinaklúbbi úr öðru sveitarfélagi með það að markmiði að auka samskipti klúbbanna. Það myndi leiða til aukinnar fjölbreytni í störfum klúbbanna og með því móti væri auðveldara að laða að nýtt fólk til samstarfs. Mig langar til þess að biðja ykkur að hugleiða í alvöru þessa hugmynd Björns. Það er ljóst að ástandið í fjölda klúbba og félagatölu umdæmisins er komið á varhugavert stig miðað við þær reglur Rotary International sem gilda um sjálfstæði umdæma. Því er nauðsynlegt að leita allra mögulegra leiða til þess að snúa vörn í sókn. Með það í huga að rótarýklúbbur er ekkert annað en hópur rótarýfélaga, þá skiptir miklu máli að andinn í hópnum sé góður ef byggja á upp öflugann og skemmtilegan klúbb. Það er grundvallaratriði að hafa gaman af því að vera í Rótarý. Að sjálfsögðu eru allir rótarýklúbbar vinaklúbbar, en það sem gæti styrkt Rótarýstarfið með því að taka upp sérstakt vinasamband við einstaka klúbba gæti t.d. verið fólgið í eftirfarandi: Klúbbarnir gætu tekið upp formleg samskipti t.d. með sameiginlegum árshátíðum, ferðalögum og öðrum skemmtunum sem efla félagsstarfið. Klúbbarnir gætu skipst á fyrirlesurum á klúbbfundum eftir því sem aðstæður leyfa. Klúbbarnir gætu staðið sameiginlega að framgangi tiltekinna verkefna í anda Rótarý. Félagarnir mundu gæta þess sérstaklega að sækja fundi í vinaklúbbi þurfi þeir að bæta sér upp mætingu eða annað tækifæri gefst til þess. Með þessu móti væri hægt að efla kynningu rótarýfélaga út fyrir eigin klúbb og þar með stuðla enn frekar að á skilning og umburðarlyndi gagnvart félögunum. Ég vona að klúbbar sjái sér fært að taka þetta upp og ræða á fundum sínum og vonandi verður það til þess að vinaklúbbar taki að myndast, starfi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi til framdráttar. Með rótarýkveðju Sigurður R. Símonarson fyrrv. umdæmisstjóri 2002-2003 Nýir félagar Rótarýklúbbur Akureyrar Björn Gunnarsson Ártröð 1, Akureyri Háskólakennsla/jarðfræði Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur Andrés Pétursson Lækjarsmára 90, Kópavogi Rannsóknarþjónusta Ari Þórðarson Hlíðarhvammi 10, Kópavogi Ræstingarþjónusta Sigrún Árnadóttir Sunnubraut 39, Kópavogi Mannúðarstörf Í Reykjavík-Miðborg 2001 Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Sigríður Kristín Helgadóttir Glósölum 5, Kópavogi Prestur Rótarýklúbbur Héraðsbúa Herdís Hjörleifsdóttir Lagarási 12, Egilsstöðum Félagsmálastjórn Ævar Dungal Árskógum 20 A, Egilsstöðum Fasteignasala Rótarýklúbbur Ísafjarðar Jóhann Jónasson Hafraholti 44, Flateyri Iðnfræði Rótarýklúbbur Keflavíkur Sigurður R. Símonarson Marargötu 2, Vogum Fræðslumál Kemur úr Rkl. Vestmannaeyja Rótarýklúbbur Neskaupstaðar Geir Sigurpáll Hlöðversson Þiljuvöllum 37, Neskaupstað Byggingaverkfræði Rótarýklúbbur Reykjavíkur Edda Rós Karlsdóttir Brautarási 1, Reykjavík Bankastarfsemi/hagspár Guðmundur Árnason Hörgshlíð 18, Reykjavík Stjórnsýsla/menntamál Margrét Kr. Sigurðardóttir Bollagörðum 12, Seltjarnarnesi Markaðssetning fjölmiðla Rótarýklúbburinn Rvk-Miðborg Hrafnhildur Stefánsdóttir Drápuhlíð 34, Reykjavík Kjarasamningar Þórunn Sigurðardóttir Neðstaleiti 3, Reykjavík Listahátíðir Rótarýklúbbur Vestmannaeyja Þorvaldur Víðisson Smáragötu 6, Vestmannaeyjum Prestur

4 Glenn E. Estess, Sr. Forseti alþjóðahreyfingarinnar 2004-2005 Glenn Estess Sr. er yngstur af átta systkinum, sjö bræðrum og einni systur. Glenn ólst upp með systkinum sínum í afskekktu og strjálbýlu landbúnaðarhéraði í Silver Creek, Mississippi. Uppeldið kenndi honum að meta vinnusemi, traust fjölskyldulíf og heiðarleika. Þrátt fyrir að foreldrar hans hafi ekki notið mikillar skólagöngu lögðu þau áherslu á að öll börnin færu í framhaldsnám, Glenn útskrifaðist sem efnaog eðlisfræðingur frá háskólanum í New Orleans. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem annaðist sölu á rannsóknartækjum. Fyrirtækið seldi hann 1993 og helgaði sig eftir það störfum fyrir Rótarý. Hann er sagður hafa tvö áhugamál, fjölskylduna og Rótarý. Hann hefur verið rótarýfélagi síðan 1960 og er félagi í Rótarklúbbi Shade Valley, Alabama. Forseti klúbbsins 1975-1976. Hann var umdæmisstjóri 1979-1980. Hefur síðan gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan alþjóðahreyfingarinnar og Rótarýsjóðsins. Kona hans heitir Mary, þau hafa verið gift í 52 ár, eiga tvær dætur, einn son og átta barnabörn. Glenn er sagður hafa gott skopskyn og tekur sjálfan sig aldrei of hátíðlega, hann hefur ekki trú á að neinn sé fullkominn og þá ekki hann sjálfur. Einkunnarorð Glenn Estess eru CELEBRATE ROTARY sem við höfum kosið að nota í orðasamböndum eins og t.d. fögnum aldarafmælinu - Í anda Rótarýs. Fjölskyldan með í rótarýstarfinu Desember er mánuður hátíðarhalda og mánuður fjölskyldunnar í Rótarý. Gerið eitthvað fyrir yngri og/eða eldri börnin, makann, vinina, fyrrum styrkþega, látið þau fylgjast með hvað við erum að gera á rótarýfundunum. Glenn Estess og fráfarandi forseti Jonathan B. Majiyagbe hafa lagt áherslu á það sem þeir kalla rótarýfjölskyldan virkja hana og hafa með í starfi Rótarýs. Á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar má finna mjög gott erindi um fjölskylduna í Rótarý frá alþjóðaforseta Glenn Estess sem hann birti í desember The Roterian og í Rotary Norden: www.rotary.org/president/estess/messa ges/rotarian0412.html Fréttabréf umdæmisstjóra Desember 2004 Áskrift á The Rotarian The Rotarian er aðalblað hreyfingarinnar, gefið út mánaðarlega og fæst gegn áskrift. Það er ritari klúbbs sem pantar áskriftina á viðkomandi nafn og innheimtir áskriftargjald sem er 1$ á blað eða 12$ á ári. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu umdæmisins og á netfanginu rotarian@rotaryintl.org Polio Plus Það er unnið markvíst að því að ljúka við Polío Plus verkefnið á starfsárinu 2005 og sem dæmi má nefnda að dagana 8.-12. október sl. tóku u.þ.b. 4000 rótarýfélagar, sem sjálfboðaliðar, ásamt öflugu liði annar sjálfboðaliða þátt í að bólusetja um 80 milljónir barna í 23 Vestur- og Mið- Afríku löndum. Lömunarveikistilfelli, á þessum slóðum, höfðu tekið sig upp aftur eftir fyrri bólusetningar. Koma þar m.a. til mótstaða íslamskra klerka við bólusetningu og að ekki hafði verið hægt að ná til fólks á nokkrum afskiptum svæðum. Sjá frétt ásamt mörgum öðrum um sama efni á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar: www.rotary.org/newsroom/main/news 03.html Gleðileg jól Heillaríkt nýtt ár Útgefandi: Rótarýumdæmið á Íslandi, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík Sími: 568 2233 - Netfang: rotary@simnet.is - Veffang: www.rotary.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Egill Jónsson Umbrot og netútgáfa: Hönnunarhúsið - Prentun: Steinmark

5 Umdæmisþing í Garðabæ 2005 Rótarýklúbburinn Görðum mun hafa veg og vanda af umdæmisþinginu 2005. Verður formót haldið í Garðabæ 10. júní og umdæmisþingið þann 11 júní 2005. Nánar verður það kynnt er nær dregur m.a. á heimasíðu Rótaýklúbbsins Görðum. Formót er ætlað verðandi forsetum og riturum ásamt formönnum aðalnefndanna fjögra klúbb-, starfsþjónustu-, samfélagsog alþjóðanefnd. Umdæmisþing er ætlað öllum rótarýfélögum, þetta er eina þingið þar sem allir félagar er sérstaklega gefin kostur á að mæta, skiptast á skoðunum um starfið í umdæminu, skemmta sér og sjá aðra félaga í rótarýfjölskyldunni. Rótarýfélagi einn sagði eftir veru sína á umdæmisþingi: Í raun og veru skilur þú ekki Rótarý fyrr en þú hefur farið á umdæmisþing það er því kjörinn vetvangur nýliða í hreyfingunni að láta sjá sig á umdæmisþingi. Skiptinemahelgi í nóvember Á vegum Rótarýs eru nú staddir átta skiptinemar hér á landi. Fimm þeirra eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og þrír þeirra utan höfuðborgarsvæðisins: Á Sauðarkróki, Akureyri og Egilsstöðum. Skiptinemarnir hafa ekki hist allir saman síðan í upphafi skiptinemaársins og var því kominn tími til að hittast og gera sér glaðan dag sem varð að langri helgi. Skiptinemarnir utan höfuðborgarsvæðis komu til höfuðborgarinnar seint á fimmtudeginum. Á föstudeginum fóru allir skiptinemarnir ásamt tveimur félögum úr æskulýðsnefnd umdæmisins í leiðsagnarferð um höfuðborgina: Í Þjóðmenningarhúsið, Alþingisbygginguna og Ráðhúsið þar sem endað var á því að gefa öndunum í tjörninni brauð að borða. Sjálfir fengu þeir sér síðan súpu og brauð í miðborginni. Eftir það tóku félagar í Rótex á Íslandi við og fóru með þá upp í Hallgrímskirkjuturn og var útsýnið skoðað þaðan í köldu en fallegu veðri. Síðan lá leið í Skautahöllina þar sem allir reyndu sig á skautum með misjöfnum árangri. Um kvöldið var borðað á veitingastað í gamla sjónvarpshúsinu sem sérhæfir sig í kúrekamat og að því loknu var farið í kvikmyndahús. Á laugardeginum var síðan komið að því að hitta forseta Íslands. Þeir voru yfir sig snortnir af því að koma inn á Bessastaði þar sem forsetinn spurði þá hvern og einn um uppruna sinn og upplifun sína af landi og þjóð og sýndi skiptinemunum ásamt föruneyti leyndardóma forsetasetursins í kjallara og á loftinu. Seinni part dags var haldið í Laugardalslaug og buslað í misheitu vatni þar til tími var kominn til að reka endahnútinn á helginni með kvöldverði ásamt Rótex, æskulýðsnefnd og umdæmisstjóra. Eftir matinn stóðu skiptinemarnir fyrir kynningu á heimalöndum sínum. Vert er að vekja athygli á að kynning skiptinema stendur rótarýklúbbum til boða. Kynningarnar urðu alls fimm þar sem tveir skiptinemanna eru frá Bandaríkjunum og aðrir tveir frá Brasilíu. Þar fyrir utan tóku kanadíski skiptineminn og sá ástralski sig saman og héldu sameiginlega létta og skemmtilega kynningu á löndum sínum þar sem þeir töldu ýmislegt sameina lönd sín. Hinir tveir eru frá Frakklandi og Mexíkó. Skiptinemarnir sýndu á sér nýjar hliðar og mikla listahæfileika í dansi og tónlist. Eftir velheppnaða helgi fóru þeir síðan hver til síns heima eftir hádegi á sunnudeginum. Steinar Almarsson Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti, erlendu skiptinemunum, á Bessastöðum, sem hér eru til ársdvalar á vegum æskulýðsnefndar íslenska rótarýumdæmisins.

6 Ég vissi ekki almennilega á hverju ég átti von þegar ég ákvað að hafa samband við Cardiff St Davids rótarýklúbbinn, rétt áður en ég lagði í ferð til tveggja ára dvalar í Cardiff. Þó var ég viss um að mér yrði vel tekið og að aðalsmerki rótarýmanna um allan heim, vináttan, væri á sínum stað. Svo reyndist vera og stutta rafskeytinu sem ég sendi, til að útskýra hver ég væri og hvað ég ætlaði mér að gera í Cardiff, var svarað hið snarasta af ritara klúbbsins sem bauð mig velkomna á fund og bauðst til að sækja mig þegar þar að kæmi. Ég þyrfti ekki annað en að hringja eða senda rafskeyti og þá væri málinu bjargað. Strax í fyrstu viku dvalarinnar ákvað ég að heimsækja klúbbinn og hafði samband við ritarann. Hann spurði mig hvar ég byggi og ég lét honum þær upplýsingar í té með mestu ánægju. Ég kem og sæki þig kl. 7 sagði hann. Það dugar okkur til að komast á fundarstað fyrir kl. 7.30 en við hittumst um það leyti þó opinber fundatími sé kl. 8. Það stóðst og bjallan okkar - sem skiptir reyndar um lag í hvert sinn sem hún hringir, lét í sér heyra á slaginu kl. 7 á fimmtudagskvöldi. Úti stóð maður sem bauð af sér góðan þokka og rétti fram hendina. Sæl, sagði hann. Ég geri ráð fyrir því að þú sért Vigdís. Ég viðurkenndi á mig þá sökina og við lögðum af stað út í kvöldrökkrið. Á leiðinni spurði hann mig spjörunum úr og vildi vita eitt og annað um Rótary á Íslandi, námið mitt í Cardiff, veðrið á Íslandi og sitt hvað fleira. Ég leysti úr spurningunum af bestu getu og innan tíðar vorum við komin á fundastað, St. Mellons sveitaklúbbinn, fallegt sveitahótel í útjaðri Cardiff. Þar gengum við Ævintýri í Cardiff inn í anddyrið og þaðan inn á barinn þar sem félagar voru að fá sér hressingu fyrir fundinn. Ég var kynnt fyrir félögum og gleymdi auðvitað nöfnunum jafnóðum! Flestir reyndu að bera fram nafnið mitt en árangurinn var vægt sagt misjafn og ég sagði þeim að kalla mig bara Viggu. Það tókst ágætlega og verður líklega nafnið mitt hér í Wales á meðan ég er hér. Það gerir ekkert, ég á ekki von á því að Walesbúar kunni slagarann "Ólafía hvar er Vigga" Háleitt markmið Þessi fyrsti fundur var áhugaverður og mjög svo skemmtilegur. Um kl. 8 kvaddi stallarinn sér hljóðs og tilkynnti háum rómi: "Rotarians, I will now ask you to come to the Glouchester room. Þar með lagði hersingin af stað niður nokkrar tröppur og inn gang þar sem vængjahurð hafði verið opnuð. Þar fyrir innan voru fallega dekkuð borð og röðuðu félagar sér við þau og stóðu kyrrir um stund. Ég veitti því athygli að ekkert sérstakt stjórnarborð var, heldur sat forseti ásamt ritara við eitt borðanna og þar einnig aðrir félagar. Forseti bað félaga að lyfta glösum og skála: To the Queen, sagði hún og um leið bætti einn félaga við: And the Duke of Lancaster og allir skáluðu. Ég var svolítið forvitin um þennan duke og spurði. Var þá sagt að drottning væri einnig þessi duke og að þetta væri svolítill einkabrandari klúbbsins. Nema hvað, við settumst og okkur var borin súpa og svo aðalréttur sem var... hákarl! Grillaður í sneiðum, með ýmsu góðgæti með. Verð að viðurkenna að ég át ekki mikið af honum. Svo var borinn fram eftirréttur og kaffi og þá var fundur settur með háum bjölluhljómi. Ég var kynnt og sagði nokkur orð um Fréttabréf og mánaðarbréf umdæmisstjóra Fréttabréf umdæmisstjóra er ætlað að vera eins og nafnið bendir til vettvangur fræðslu og upplýsinga um Rótarýhreyfinguna ásamt frétta af starfi rótarýklúbbanna. Ég vil því nota tækifærið og hvetja alla félaga innan hreyfingarinnar sem vilja leggja henni lið til að senda efni í blaðið. Fréttabréf umdæmisstjóra kemur út nokkrum sinnum á hverju starfsári og er vistað á heimsíðu Rotary.is og á heimasíðum klúbbanna eftir því sem þeir sjálfir ákveða. Þar sem ekki allir félagar hafa aðgang að tölvu er óskað eftir að forsetar eða ritarar prenti út eintök fréttabréfsins fyrir þá félaga. Að þessu sinni verður fréttabréfið þó prentað og dreift til klúbbanna. Bréf umdæmisstjóra eins og ég hef gefið þau út á starfsárinu, sem kalla Ísland, rótarýhreyfinguna og klúbbinn minn. Við skiptumst á fánum, ég og forsetinn og svo hélt dagskráin áfram. Í allt stóð fundurinn tvær og hálfa klukkustund og ég spurði hvort það væri venjan. Já var svarið, við erum hér vegna þess að við höfum ánægju af því að hittast og spjalla og viljum gefa okkur góðan tíma í það. Skittles Næsti fundur var hátíðafundur, klúbburinn átti 21. árs afmæli. Það var mikil stemming og fjölmenni sem mætti. Það hittist svo á að sama kvöld kom umdæmisstjóri í heimsókn og því enn hátíðlegra en ella. Stuttar ræður voru haldnar og fólk skemmti sér hið besta fram á nótt. Næsti fundur var haldinn í krá og þar fór fram leikur sem Bretar kalla Skittles. Hann er e.k. bowling en notaðar eru trékylfur og afskaplega langt á milli þeirra. Þetta var gert í fjáröflunarskyni en í Bretlandi er mikil hefð fyrir því að safna í ýmsa góðgerðarstarfsemi og klúbburinn tekur þátt í ýmsu slíku. Hvað svo? Ég hef mætt á nokkra fundi nú og hef ákveðið að vera í þessum klúbbi næstu tvö árin, eða þar til ég kem heim aftur. Ég ætla auðvitað að heimsækja alla klúbbana sjö í Cardiff og kem til með að segja frá þeim heimsóknum síðar. Mér líkar vel andrúmsloftið í St. Davids (svo er maturinn frábær líka) og sé að klúbburinn hefur siði rótarý og venjur í hávegum og að vináttan meðal félaga er sterk. Ég hlakka eigi að síður til að hitta félaga mína í Grafarvogsklúbbnum þegar ég kem heim um jólin og svo aftur í sumar. Bestu kveðjur frá Cardiff Vigdís Stefánsdóttir mætti mánaðarbréf, eru send rafrænt til forseta/ritara klúbbanna fyrir hver mánaðarmót. Í þeim kemur fram í stuttu máli áherslur hvers mánaðar og upplýsingar um gang mála, félagaþróun, efni mánaðarins, markmið starfsársins, umfjöllun um mætingar orðsendingar o.fl. Forseti getur síðan vitnað í efni mánaðarbréfs á fundum eftir því sem honum finnst ástæða til.

7 Viðhorf unga fólksins í breskum og írskum rótarýklúbbum Gyða Björnsdóttir, hefur þýtt grein eftir breskan rótarýfélaga og félagsmálafulltrúa Alexandra Frean og dreift í Rótarýklúbbnum í Hafnarfirði. Þar er haft eftir yngsta forseta Rótarýs í Bretlandi og Írlandi (RIBI), Gordon McInally, 46 ára, að hann muni nýta forsetatíð sína til að höfða til yngri nýliða með fjölbreyttari bakgrunn. Hann segir Ég er ákveðinn í að breyta ímynd almennings af Rótarýhreyfingunni. Ég vil sýna fólki að við erum þróttmikil stofnun, lifandi og virk. Tíu prósent af félögum okkar eru konur og mun fleiri tilheyra þjóðfélagslegum minnihlutahópum t.d. fólki af erlendum uppruna. Fundir eru einnig mun óformlegri en áður. Rótarýhreyfingin krefst þess ekki lengur að fundir séu haldnir í hádeginu heldur leggur áherslu á að fundir henti lífstíl ungs útivinnandi fólks með börn, t.d. er nú boðið upp á morgunverðarfundi sem hefjast kl. 7.30 eða fundi kl. 8 á kvöldin fyrir þá sem vilja komast heim úr vinnu og koma ungum börnum í rúmið áður en þeir koma á fund. Glenn Estess The Rotarian Rótarýsjóðurinn Á heimasíðu Rótarýhreyfingarinnar má finna mjög gott erindi um Rótarsjóðinn frá alþjóðaforseta, Glenn Estess, sem hann birti í nóvemberhefti The Roterian og í Rotary Norden www.rotary.org/president/estess/messa ges/rotarian0411.html Rótarý og alþjóðleg samvinna Í tilefni af 100 ára afmælis Rótarý hefur verið lögð sérstök áhersla á að öll Rótarýlönd taki þátt í starfi Alþjóðaþjónustunefndar (World Community Service). Rótarý er alþjóðleg hreyfing og nauðsynlegt er að klúbbarnir hér á landi taki í vaxandi mæli þátt í starfssemi utan landssteinanna. Hér getur verið um að ræða verðug verkefni, sem geta gefið klúbbstarfinu aukið gildi og nýtt sjónarhorn á þýðingu Rótarý. Alþjóðaþjónustan snýst um að aðstoða einhverja hjálparþurfi og gera það með því að stofna til samstarfs við klúbb í öðru landi (getur orðið vinaklúbbur twin club ) og kynnast þannig menningu og aðstæðum á fjarlægum slóðum. Alþjóðaþjónusta tengir þannig saman klúbba í löndum, sem óska aðstoðar, við klúbba í öðrum löndum, sem eru tilbúnir að láta eitthvað að hendi rakna. Rótarý hefur haldið úti þessari þjónustu síðan 1967. Lokið hefur verið við þúsundir verkefna víða um heim og ár hvert leggja Rótarý klúbbar fram u.þ.b. US$ 26 millj. í peningum og vörum. Hér er um að ræða góðgerðarstarfsemi og hjálparstarf eða sjálfboðaliðs starfsemi og verkefni með öðrum klúbbum, sem getur falist í því að bjóða fjármagn, vörur eða tæknilega aðstoð. Hægt er að finna lista með verkefnum - upplýsingabanka - á heimasíðu WCS. Þar er nú að finna 462 verkefni víða um heim. Dæmi um þetta er t.d. beiðni um stuðning við færanlega tannlæknastofu í Alsír, hæli fyrir götubörn í Congo, lækningartæki fyrir MS sjúklinga á Kýpur, klúbbur í Bursa í Tyrklandi leggur fram US$ 5.000.- af áætluðum heildarkostnaði upp á US$ 12.000.- til aðstoðar við kennslu heyrnarlausra, umdæmi 9270 í Suður Afríku fer fram á aðstoð í baráttu við ólæsi og Rótarýklúbburinn í Jaipur í Kenýa hefur síðan 1990 gefið gervilimi til samborgara sinna, klúbbar í Canada, Ítalíu, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum lögðu fram US$ 70 þús. til að Rótaýklúbbur í Zimbabwe gæti komið upp vatnsbrunnum í sveitum landsins o.s.frv. o.s.frv. Hægt að velja sér verkefni úr gagnabankanum eða sækja um að stofna nýtt verkefni. Rótarý International hefur síðan sett fram mjög ítarlegar reglur um hvernig að þessu starfi öllu saman skal staðið. Meðan verkefni eins og Polio Plusbbb eru að frumkvæði Alþjóðahreyfingarinnar gera þessi verkefni ráð fyrir samvinnu a.m.k. tveggja klúbba í mismunandi löndum en Rótarý Foundation getur síðan styrkt ákveðin verkefni. Heimasíða WCS: www.rotary.org/programs/wcs Bergþór Konráðsson, R.vík-Breiðholt, formaður Alþjóðþjónustunefndar.

8 Verðlaun fyrir framlag í Rótarýsjóðinn Formaður alþjóða Rótarýsjóðsins verðlaunar fyrir mestu heildarframlög klúbba og á félaga í umdæminu Í nóvembermánuði sl. kom sending Programs Fund fyrir árið 2003-2004 frá formanni Rótarýsjóðsins, Carlo $5.111, í öðru sæti var Rótarýklúbbur Ravizza, þar sem hann biður umdæmisstjóra að færa þeim 3 klúbbum í um- þriðja sæti voru tveir klúbbar, Kópa- Reykjavíkur sem lagði fram $4.000 og í dæminu fána og persónulegt bréf frá sér vogur og Reykjavík Breiðholt. sem safnað höfðu mestu heildarfjárhæð Framlag á félaga í fyrsta sæti var klúbbs í umdæminu í Rótarýsjóðinn og Rótarýklúbburinn Hafnarfjörður með lagt fram mestu fjárhæð á félaga. $69,07, í öðru sæti Reykjavík með Í fyrsta sæti var Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar en þeir lögðu fram í Annual Breiðholt með $37,74 og í þriðja sæti Reykjavík- $31,25. Afhending viðurkenningaskjala vegna framlaga í Rótarýsjóðinn frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. F.v.: Egill Jónsson, umdæmisstjóri, Guðmundur Rúnar Ólafsson fv. forseti, Bjarni Þórðarson fv. umdæmisstjóri og Sigurður Hallgrímsson forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Ljósm.: Guðni Gíslason Stórtónleikar Rótarýs Hinir árlegu hátíðatónleikar á vegum Rótarýs verða haldnir í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, föstudagskvöldið 7. janúar 2005. Ef aðsókn gefur tilefni til verða tónleikarnir endurteknir laugardagskvöldið 8. janúar nk. Rótarýhreyfingin verður 100 ára á yfirstandandi starfsári, 23. febrúar og marka tónleikarnir opnun á hátíðarhöldum í tilefni afmælisins og hefur af því tilefni verið ákveðið að veita einum tónlistarmanni verðlaun eða styrk á tónleikunum 7. janúar og verður styrkþeginn leynigestur kvöldsins. Aðrir sem fram koma, verða Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) sem við þekkjum og Skólakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Jónas Ingimundarson verður meðleikari og kynnir á tónleikunum eins og verið hefur. Félagar geta keypt miða í Salnum í Kópavogi og greitt með kreditkorti (sími 570 0400). Hér er upplagt tækifæri að byrja árið með því að taka rótarýfjölskylduna með. Sjá nánar orðsendingu til rótarýfélaga sem dreift var á fundum í lok nóvember. Fundasókn í september 2004 Röð Klúbbur Fjöldi Mæt.% Röð 2003 1 Hafnarfjörður 76 93,40 2 87,10 2 Borgir-Kópavogur 59 83,00 6 81,78 3 Borgarnes 27 82,00 25 61,14 4 Vestmannaeyjar 11 82,00 5 82,00 5 Selfoss 31 81,60 23 62,40 6 Reykjavík-Árbær 45 81,00 27 59,00 7 Keflavík 37 78,29 24 61,18 8 Mosfellssveit 29 77,00 15 73,00 9 Akureyri 38 75,75 18 66,67 10 Héraðsbúar 19 75,00 7 79,53 11 Ólafsfjörður 15 75,00 1 88,94 12 Sauðárkrókur 25 74,40 4 82,10 13 Kópavogur 76 73,50 10 75,40 14 Rkl. Görðum 66 71,75 12 74,64 15 Húsavík 14 71,43 3 84,60 16 Ólafsvík 18 71,11 14 73,60 17 Reykjavík-Breiðholt 63 70,98 13 74,49 18 Rangæingar 16 70,50 9 76,60 19 Neskaupstaður 18 70,00 21 66,00 20 Straumur-Hafnarfjörður 26 69,20 17 72,00 21 Reykjavík 107 68,40 20 66,30 22 Reykjavík-Austurbær 70 64,50 8 78,50 23 Eyjafjörður 7 64,40 19 66,67 24 Reykjavík-Grafarvogur 19 60,00 16 72,50 25 Akranes 20 56,00 11 75,00 26 Seltjarnarnes 51 56,00 22 64,00 27 Ísafjörður 20 51,00 26 60,00 28 Reykjavík-Miðborg 66 47,00 28 52,00 1069 71,22 72,04 Heiðursfélagar 42 Samtals 1111 Fundasókn í október 2004 Röð Klúbbur Fjöldi Mæt% Röð 2003 1 Sauðárkrókur 25 91,50 8 80,00 2 Hafnarfjörður 76 90,95 5 84,30 3 Reykjavík-Árbær 45 83,00 21 63,00 4 Húsavík 14 82,15 1 91,07 5 Mosfellssveit 29 81,00 26 60,00 6 Selfoss 31 80,30 10 77,30 7 Akranes 20 80,00 7 81,25 8 Borgir-Kópavogur 58 79,00 3 85,59 9 Kópavogur 76 77,35 9 78,90 10 Reykjavík 107 75,00 14 70,90 11 Seltjarnarnes 50 74,00 17 69,00 12 Straumur-Hafnarfjörður 26 74,00 19 66,00 13 Akureyri 39 73,92 24 60,69 14 Rkl. Görðum 66 73,80 23 62,75 15 Keflavík 35 73,35 28 58,89 16 Vestmannaeyjar 11 72,80 2 88,64 17 Reykjavík-Austurbær 70 72,70 22 62,80 18 Reykjavík-Breiðholt 63 72,27 6 82,08 19 Ólafsfjörður 15 71,43 11 75,50 20 Ólafsvík 19 71,00 12 74,46 21 Borgarnes 26 70,80 16 69,95 22 Rangæingar 16 70,00 15 70,40 23 Reykjavík-Miðborg 66 67,00 20 65,30 24 Eyjafjörður 7 66,70 13 72,15 25 Ísafjörður 20 66,00 25 60,00 26 Neskaupstaður 18 65,00 18 68,00 27 Héraðsbúar 19 61,11 4 84,80 28 Reykjavík-Grafarvogur 19 60,00 27 60,00 1066 74,15 72,28 Heiðursfélagar 43 Samtals 1109