Kerfisstjóri: Ragnar Geir Brynjólfsson Aðstoðarkerfisstjóri: Helgi Hermannsson Þjónustustjóri: Kristín Runólfsdóttir

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Ég vil læra íslensku

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Áhrif lofthita á raforkunotkun

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

KEILIR SPENNANDI TÆKIFÆRI Í SKAPANDI UMHVERFI

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Framhaldsskólapúlsinn

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

FARTÖLVUR. Skólabækurnar. Apple fyrir skólafólk. Apple var að koma með nýja. öflugar tölvur á góðu verði BREYTINGAR MEÐ OS X LION

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

ÆGIR til 2017

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Raflagnahönnun og framkvæmd á einbýlishúsi

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

RANNSÓKNASTOFNUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Heilsuleikskólinn Fífusalir

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

Klakaströnglar á þorra

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla Fjölbrautaskólans við Ármúla 2016

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Stefnir í ófremdarástand

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

FRÉTTIR FRÉTTBRÉF REIKNISTOFNUNAR HÁSKÓLA ÍSLANDS

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Horizon 2020 á Íslandi:

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

ÁRSSKÝRSLA SJÁLANDSSKÓLA. Vilja Virða

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Transcription:

Skýrsla tölvuþjónustu veturinn 2009-2010 Kerfisstjóri: Ragnar Geir Brynjólfsson Aðstoðarkerfisstjóri: Helgi Hermannsson Þjónustustjóri: Kristín Runólfsdóttir Tölvuþjónusta Viðtalstímar tölvuþjónustu hafa verið 8 sinnum 75 mínútur í viku í stofu 306b skólaárið 2009-2010. Þessir tímar eru aðallega hugsaðir fyrir nemendur. Kennarar koma einnig í þessa viðtalstíma en þeir geta leitað til tölvuþjónustunnar þegar þeir þurfa á því að halda eða eftir samkomulagi. Stefnan hefur verið sú að reyna að leysa vandamál og bilanir í fartölvum meðan nemendur eru í tölvuþjónustunni og nemendur hafðir með í ráðum um það sem gert er. Í einstaka tilfellum skilja nemendur fartölvu eftir, oftast þegar vírusvörn er að skanna tölvu. Það er alltaf álitamál hve langt tölvuþjónustan á að ganga í að gera við tölvur nemenda og spurning um ábyrgð okkar ef illa fer. Með tilkomu Microsoft kerfisins hefur álag á tölvuþjónustuna minnkað og jafnast meira en var þegar Novell kerfið var í notkun. Mest hefur verið að gera í upphafi anna, sérstaklega að hausti þegar nemendur koma með nýjar fartölvur og kennarar með tölvur sem þarf að líta á eftir sumarfrí. Rólegri tímabil koma inn á milli, sérstaklega undir lok anna. Hvað kennara varðar hefur verið reynt að bregðast fljótt við og smávægileg vandamál yfirleitt leyst samdægurs. Eins og áður hafa ýmis vandamál, stór og smá komið upp í vetur. Tvær fartölvur duttu í gólfið og skemmdist harður diskur í annarri (Lenovo T61), en í hinni eyðilagðist skjárinn (HP Compaq nx6325). Harður diskur var til hér í fyrri tölvuna og TRS sá um að skipta en gögn kennara glötuðust alveg. Ekki borgar sig að skipta um skjá í HP fartölvunni en hún geymd með það í huga að skipta um skjá seinna. Nokkrar fartölvur hrundu vegna kerfisbilana og vírusa, og voru þær enduruppsettar. Kennarar fengu lánaðar varafartölvur meðan þeirra voru í viðgerð eða uppfærslum. Flestallt starfsfólk notar Gmail póstforrit sem sparar tölvuþjónustu vinnu við björgun gagna. Einstaka starfsmaður notar þó áfram Microsoft Outlook en starfsfólk tölvuþjónustu hefur frábeðið sér vinnu við afritun úr póstforritum. GMail póstforritið er á netinu og býður upp á stórt gagnasvæði þannig að öll afritun er óþörf. Allar fartölvur kennara voru innkallaðar til eftirlits annað skólaárið í röð. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og ætlunin að halda því áfram. Nýr hugbúnaður sem eyðir svokölluðum trojuhestum og malware var sett upp við þetta eftirlit og hefur reynst vel. Þetta kemur í stað Adaware hugbúnaðar sem tekin hefur verið úr tölvunum. Nokkrir kennarar hafa ekki sinnt tilmælum um að koma með fartölvur í eftirlit þrátt fyrir ítrekanir. Spurning hvernig hægt er að taka á því. Þjónustubeiðnir vegna Angel kennslukerfis hafa verið í minna mæli en áður enda nokkrir af okkar öflugustu Angel-notendum farnir að vinna í nýju námskerfi sem sett var upp í haust á netþjón skólans.þetta er Moodle kennslukerfið og hefur reynslan af því verið góð (sjá nánar um Moodle innleiðingu að neðan).

Talsvert er alltaf um útköll vegna erfiðleika við að tengja skjávarpa við fartölvu og virðist það ekkert breytast. Erfitt er að koma í veg fyrir þetta því um er að ræða tilfallandi atvik sem gjarnan lagast við endurræsingu skjávarpans eða tölvunnar. Kennarar leita eftir ýmiskonar aðstoð bæði er varðar kerfismál, Angel/Moodle notkun og uppsetninga á hugbúnaði og vegna bilana og vírusa í fartölvum. Póstlisti starfsfólks hefur verið notaður til að senda tilkynningar og leiðbeiningar til kennara. Starfsfólk tölvuþjónustu (kerfisstjóri, aðstoðarkerfisstjóri og þjónustustjóri) situr fundi stýrihóps (innan skólans) í upplýsingatækni sem haldnir eru einu sinni í viku. Þessa fundi sitja einnig skólameistari, áfangastjóri eða valstjóri og forstöðukona bókasafns. Staða tölvukerfisins Tölvukerfi FSu er dreifist yfir byggingar skólans, Iðu og Hamar, auk þráðlauss sambands við nemendagarða í Fosstúni. Útisendir í Odda þjónar nokkrum heimanetum starfsmanna. Angel kerfið var í notkun í FSu, MA og Laugum í vetur, en FSn hætti formlega notkun sumarið 2009 þó svo einhverjir kennarar þar hafi áfram notað það að einhverju leyti. Angel kerfið verður lagt niður um miðjan júní og gert ráð fyrir að kennarar hafi þá flutt gögn sín alfarið úr Angel kerfinu yfir í Moodle. Framhaldsskólinn á Laugum hefur óskað eftir aðgangi að Moodle hjá okkur og var ákveðið að verða við því. Aðstaða tölvuþjónustu Tölvuþjónustan hefur undanfarin þrjú ár verið með aðstöðu í stofu 306b með kerfisstjóra og aðstoðarkerfisstjóra. Uppsetningar og viðgerðir á borðtölvum og prenturum fara að mestu fram í aðstöðu í kjallara, Laup. Suð frá tækjum/viftum í stofu 306b er nokkuð þreytandi og hefur húsvörður verið beðinn að loka tækjaskáp til að draga úr þessu. Ástand í þessum málum er þó betra eftir að netþjónar voru fluttir í Iðu. Í stofunni er prentari fyrir hæðina og þar eru geymdir tveir fartölvuvagnar sem kennarar nýta í tímum. Símamál þarf að athuga í stofunni næst þegar þjónustuaðili kemur í skólann. Aðstaðan er viðunandi. Loftræstingu vantar í Laupinn til að vinnuaðstaða þar sé viðunandi, þar þarf að bæta við loftræstiröri. Fjöldi netþjóna Netþjónar í tölvugeymslum FSu eru 8. Þeir eru: (1) Angel þjónn sem er IBM rekkaþjónn keyptur haustið 2007. (2) Microsoft þjónn frá IBM keyptur haustið 2007. (3) Annar Microsoft þjónn sem er samsett tölva frá Tölvulistanum. Sá þjónn keyrir einnig Fluidsym leyfisþjón fyrir grunndeild rafiðna. (4) Windows 2000 þjónn, sem er IBM tölva sem stýrir símkerfinu og keyrir einnig skjásýningarforrit Sá þjónn er jafngamall símstöðinni, líklega 4-5 ára. (5) Dell netþjónn með Fedora linux stýrikerfi sem keyrir vef FSu keyptur sumarið 2008. Sá þjónn keyrir jafnframt MySQL gagnagrunn og er aðal nafnaþjónn fyrir fsu.is lénið. (6) Metrabók þjónn sem er í endurnýjaðri tölvu sem elstu hlutar eru frá 1997 og hefur keyrt bókasafnskerfið í 12 ár. (7) Windows XP þjónn sem keyrir Multisym leyfisforrit fyrir grunndeild rafiðna. (8) IBM þjónn með Fedora linux líklega frá 2006 sem keyrir vefsel skólans, netsíu, varagagnagrunn og stýrir því að aðeins skráðar vélar komast út á netið. Á næstu

árum verður leitast við að fækka netþjónum eins og hægt er til að gæta hagræðis, svo sem vegna rafmagnskostnaðar og einnig í ljósi framfara í nýjustu tækni sýndarvéla. Internet samband þráðlausir sendar Í maí 2010 er fjöldi þráðlausra senda í skólanum 61 og þar að auki 2 varasendar. Elstu sendarnir eru frá árinu 2000 en aðeins eru 7 eftir af þeim. Nemendum býðst þráðlaus Internet tenging í skólanum. Mikill hluti nemenda kemur í tölvuþjónustuna til að fá netkort skráð og sett upp til að tengjast Internetinu. Reyndar hafa nemendur möguleika á að gera þetta sjálfir gegnum vefsíðu tölvuþjónustu en flestir koma eftir aðstoð. Fartölvur og vagnar 7 fartölvuvagnar hafa verið í notkun þetta skólaárið. Vagn 1 með 8 HP Compaq s6720 fartölvum er geymdur á annarri hæð, í vinnuaðstöðu kennara, og vagn 2 með 8 HP Compaq s6720 fartölvum er geymdur innaf líffræðistofu, stofu 104. Þessir tveir vagnar eru með tölvum sem keyptar voru sumarið 2008. Fartölvuvagn 3 er í Iðu með 5 fartölvum, geymdur hjá húsverði. Fartölvuvagn 4 er á annarri hæð í Odda, í vinnuaðstöðu kennara. Fartölvuvagnar 5 og 6 eru með 5 fartölvum, geymdir í stofu 306b. Þessar 20 fartölvur eru af gerðinni Thinkpad R50e. Vinnsluminni var aukið í tölvunum í vetur. Þannig er nú um helmingur þessara fartölva með 1gb vinnsluminni en helmingur með 512mb vinnsluminni. Þessi stækkun var algjörlega nauðsynleg. Fartölvuvagn 7 er staðsettur í stofu 200 til afnota aðallega fyrir lífsleiknihópa. Í vagninum eru 6 gamlar fartölvur. Þær eru mjög hægvirkar og ekki boðlegar nemendum lengur. Þessar tölvur eru að ganga úr sér og ekki svarar kostnaði að gera við þær, skjáirnir eru búnir, o.s.frv. Í Hamri, verknámshúsi, er fartölvuvagn 8 með 5 eldri fartölvum til notkunar fyrir rafmagnsfræði. Þessar tölvur eru hægvirkar og einnig spurning hve lengi þær endast. Allar fartölvur á vögnum voru yfirfarnar sumar og haust og settar upp aftur eftir þörfum. Um áramót voru þær einnig allar yfirfarnar. Ákveðið hefur verið að kaupa 8 nýjar fartölvur á vagn 7 sem fram að þessu hefur verið staðsettur í stofu 200 við hlið lífsleiknistofu, aðallega til afnota fyrir nemendur í lífsleikni. Ekki hefur verið ákveðið hvar vagninn verður staðsettur eftir að nýjar tölvur verða keyptar í hann og hvort hann mun verða til afnota fyrir alla kennara skólans. Stofa 200 hentar illa fyrir þennan vagn vegna þess að stofan er oft opin nemendum sem koma þar inn til að vinna að teikningum í grunnteikniáföngum. Einnig hefur orðið vart við að nemendur hafa komið þar inn til að sækja sér fartölvu til notkunar í tímum en það er ekki ásættanlegt. Viðhald fartölva Talsvert hefur verið skipt út af hleðslutækjum fyrir fartölvur, mest af HP nx6325 fartölvum sem nú eru orðnar rúmlega þriggja ára og fóru því úr ábyrgð í vetur. Hluti af

þessum hleðslutækjum hefur fallið undir ábyrgðarskilmála og söluaðili því útvegað ný. Önnur hafa hinsvegar farið illa vegna slæmrar meðferðar. Gera má ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði hvað þetta varðar á næsta skólaári. Eitthvað hefur verið keypt af rafhlöðum í vetur, sérstaklega í Lenovo Thinkpad T61 fartölvur. Stefnan er sú að kaupa ekki nýjar rafhlöður nema sú fyrri sé algjöra ónýt, þ.e. tekur enga hleðslu. Passa þarf alveg sérstaklega vel upp á hleðslu á rafhlöðu eftir að fartölvur hafa ekki verið notaðar í einhvern tíma. Þá þarf að hlaða þær áður en kveikt er á þeim. Kennurum hefur verið sendur póstur um þetta reglulega. Má gera ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði vegna kaupa á rafhlöðum á næsta skólaári. Eins og áður hefur komið fram var vinnsluminni aukið á litlu fartölvuvögnunum okkar fjórum, í samtals 20 fartölvum af gerðinni Thinkpad R50e. Helmingur þessara fartölva er nú með 1gb vinnsluminni en hinn helmingurinn með 512mb vinnsluminni. Þessi stækkun var algjörlega nauðsynleg. Einnig hefur vinnsluminni í kennaratölvum af gerðinni HP Compaq nx6325 verið aukið um 512mb í viðbót við þau 512 mb sem fyrir voru. Á vorönninni bar nokkuð á bilunum í viftum í Lenovo Thinkpad T61 fartölvum. Tölvurnar hitnaðu og /eða óeðlilegt hljóð heyrðist. Þessar tölvur eru í ábyrgð út maí mánuð 2010 en spurning hvernig tekið verður á þessu eftir að ábyrgð rennur út. Vonandi munum við fá þetta bætt sem galla í þeim vélum sem við bætast eftir að ábyrgð rennur út. Endurnýjun fartölva á skólaárinu Ein fartölva var keypt handa kennara í vetur, þetta er Toshiba fartölva fyrir Þór Stefánsson en hans eigin fartölva, sem hann hefur notað sem skólatölvu undanfarin 2-3 ár, eyðilagðist. Nú í vor er verið að undirbúa kaup á fartölvum til þess að setja á fartölvuvagn 7. Hugmyndin er að kaupa 8 Toshiba fartölvur með 13 skjá þar sem minni fartölvur henta betur á vagn 7 vegna plássleysis í honum. Borðtölvur Allar tölvur í stofu 303 og á bókasafni voru Dixaðar (uppfært stýrikerfi og forrit) í upphafi vorannar. Ástand þeirra er viðunandi þó þær séu ekki fljótar, fremur en aðrar tölvur skólans. Fækkað var í stofu 303 í 20 tölvur og sett upp aðstaða fyrir fartölvur. Þær tölvur sem teknar voru voru nýttar í stofur á starfsbraut, þar sem einnig var fækkað niður í 2 í hverri af þeim fjórum stofum sem hafa tölvur. Lítill viðgerðarkostnaður hefur verið síðasta ár, en móðurborð og annar vélbúnaður hefur verið til friðs og varahlutir hafa einnig verið nýttir úr tölvum sem hafa verið teknar úr umferð. Stofa 311 er með 8 borðtölvur og ekkert hefur verið endurnýjað þar nema þar síðasta ár. Tölvurnar þar eru margar komnar vel á aldur en 3 eru með tiltölulega nýlegan vélbúnað. Búast þarf við að 3-4 þurfi algera endurnýjun á næsta ári.

Skjávarpar og önnur tæki Enginn skjávarpi var keyptur á árinu en ein pera var keypt frá HongKong og reyndist hún mun hagkvæmari en keypt hér á landi. Hagræðing Í kjölfar efnahagsþrenginga var leitað ýmissa leiða til sparnaðar innan tölvukerfisins. Skólinn er aðili að leigusamningi við Microsoft sem mun renna út í apríl 2012. Tíminn þangað til verður nýttur til uppsetningu fríkerfa þar sem þess er kostur. Stefnt er að upptöku á OpenOffice fríkerfinu á þeim stöðvum þar sem ekki er nauðsynlegt að keyra Microsoft Office. Reynt hefur verið að draga úr kostnaði við útprentun með notkun endurunninna prenthylkja og áfyllingu prentdufts. Slökkt verður á nokkrum netþjónum og þráðlausum sendum í sumar til að lækka rafmagnskostnað. Endurmenntun, ráðstefnur Ársfundur kerfisstjóra hefur ekki verið haldinn þetta árið. Námskeið og kynningar Eins og undanfarin ár skipulagði tölvuþjónustan námskeið og kynningar fyrir annars vegar nýnema og hins vegar kennara. Nýnemakynningar voru haldnar í byrjun haustannar og einnig í byrjun vorannar. Námskeið í notkun Moodle voru einnig skipulögð fyrir kennara, sjá nánar að neðan. Moodle innleiðing Í upphafi haustannar 2009 var ákveðið að taka upp Moodle námskerfi í stað Angel. Aðalástæðan fyrir þessari skiptingu er kostnaður en Moodle kerfið er fríkerfi og kostnaður vegna leyfamála því enginn. Moodle var sett upp á sýndarnetþjón og útbúinn aðgangur fyrir kennara. Ætlunin var að kennslustjórar munu stýrðu þjálfun kennara í Moodle. Þeir fengu þjálfun í að nota kerfið á haustönninni en þjálfun kennara hófst á vorönn. Í byrjun vorannar fóru svo af stað kynningar og námskeið í notkun kerfisins sem allir kennarar tóku þátt í. Kennurum var í upphafi skipt í þrjá hópa eftir sameiginlegum eyðum í stundatöflum og kennslustjórar með. Moodle námskeið voru skipulögð í þessum eyðum en seinna voru lausir stoðtímar notaðir til kynninga. Mæting var nokkuð góð í fyrsta skiptið en slök í annað og þriðja sinn sem námskeið var haldið. Nokkrir kennarar skiptu strax yfir í Moodle og fluttu gögn úr Angel. Nokkrir hafa fengið persónulega aðstoð hjá þjónustustjóra við þessa vinnu. Reynslan sem fengist hefur í vor er vonum framar sérstaklega ef litið er til þess að verið er að fara úr keyptu kerfi yfir í fríkerfi. Kennarar hafa leitað til tölvuþjónustu eftir aðstoð við að læra á Moodle og mat flestra að þetta kerfi sé einfalt í notkun. Í júní verður Angel kerfinu lokað og verða þá allir kennarar að hafa vistað gögn sín úr því kerfi og komið þeim í Moodle eða á annað form sem nothæft er. Kennurum hefur verið gerð grein fyrir þessu og því von okkar að ekki komi til neinna vandamál þegar Angel verður lagt af.

Viðaukar: 1. Tölvukaup skólans 2000-2009 Tölvukaup við Fsu Dagsetning kaupa Fjöldi Gerð september 2000 15 fartölvur Thinkpad A20m nóvember 2000 22 fartölvur Thinkpad A20m 2000= 37 fartölvur maí 2001 18 fartölvur Thinkpad A20m 2001=18 fartölvur janúar 2002 9 fartölvur Thinkpad A20m júní 2002 1 fartölva Thinkpad R30 ágúst 2002 13 fartölvur Thinkpad R31 október 2002 1 fartölva Thinkpad R31 desember 2002 3 fartölvur Thinkpad R32 2002=27 fartölvur janúar 2003 5 fartölvur Thinkpad R31 ágúst 2003 4 fartölvur Thinkpad 32/40 2003=9 fartölvur september 2004 20 fartölvur Thinkpad R50e 2004=20 fartölvur nóvember 2005 2 fartölvur Thinkapd T41 2005=2 fartölvur maí 2006 1 fartölva Thinkpad T43 september 2006 16 fartölvur HP Compaq nx6325 2006=17 fartölvur janúar 2007 15 fartölvur HP Compaq nx6325 júní 2007 45 fartölvur Thinkpad T61 2007=60 fartölvur apríl 2008 20 fartölvur HP Compaq 6720s 2008=20 fartölvur Samtals: 210 fartölvur á 10 árum (2009 meðtalið)