Verðmæti úr hliðarafurðum í slátrun og kjötvinnslu

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Þurrkað lambakjöt. Guðjón Þorkelsson 1,2, Óli Þór Hilmarsson 1 og Þóra Valsdóttir 1

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Ég vil læra íslensku

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Horizon 2020 á Íslandi:

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Loftþurrkað lambakjöt Lokaskýrsla

Verðmæti seldra framleiðsluvara 2012 Value of sold production 2012

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Geislavarnir ríkisins

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Lífvirk efni í íslensku sjávarfangi

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd


Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

Leiðbeinandi á vinnustað

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Sláturúrgangur í nýju ljósi Samanburður á fjórum förgunar- og nýtingarleiðum

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Bragð og beitarhagar

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Fosfór og hringrás hans á Íslandi. Snjólaug Tinna Hansdóttir

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014

Fullnýting hrognkelsa

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Athuganir á matþörungum / Investigation on edible seaweeds

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Transcription:

mæti úr hliðarafurðum í slátrun og kjötvinnslu Ágúst Andrésson 1, Óli Þór Hilmarsson 2 og Guðjón Þorkelsson 2,3 1 Kjötafurðastöð KS, 2 Matís ohf., 3 Háskóli Íslands Inngangur Hliðarafurðir slátrunar eru allar afurðir nema sjálfir kjötskrokkarnir. Í reglugerð um slátrun og meðferð sláturafurða (461/2003) er þessi skilgreining: Sláturmatur: Afurðir af sláturdýri, aðrar en kjötskrokkur, sem nýttar eru til manneldis. Sláturúrgangur: Afurðir sem falla til við slátrun og ekki eru nýttar til manneldis. Um 5000 tonn af hliðarafurðum falla til við sauðfjárslátrun og um 2000 tonn við nautgripaslátrun á hverju ári (Ágúst Andrésson o.fl. 2010). Á síðustu árum hefur Kjötafurðastöð KS unnið markvisst að því að draga úr kostnaði við förgun og skapa verðmæti úr þessum afurðum. Helstu áherslur fyrirtækisins hafa verið: - moltugerð og framleiðsla í lífdísil - vinnsla og útflutningur á görnum - útflutningur á öðrum sláturmat og hliðarafurðum kjötvinnslu Einnig er unnið að verkefnum með Matís um: - bætta nýtingu á blóði - bætta nýtingu á sláturmat - könnun á nýtingu á innmat til lífefnavinnslu Moltugerð og framleiðsla í lífdísil Árið 2006 hafði Kjötafurðastöð KS frumkvæði að stofnun fyrirtækisins Jarðgerðar ehf sem jarðgerir lífrænan úrgang í lokuðu ferli. Jarðgerð ehf er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Því er óhægt að segja að ákveðið brautryðjandastarf hafi verið unnið í þeim efnum. Sú þróun heldur áfram og felst starfið í því hvernig hægt sé að þróa þá afurð sem til fellur í notendavænt form. Annað stórt verkefni sem er í gangi og unnið er í samstarfi við Umhverfið þitt miðar að því að kanna hagkvæmni þess að framleiða lífdísil úr lífrænum úrgangi sem fellur til við kjöt og fiskvinnslu. Vinnsla og útflutningur á görnum Settur hefur verið upp búnaður í sláturhúsunum á Sauðárkróki og Hvammstanga til hreinsunar og frágangs á vömbum og görnum til útflutnings til Asíu og Bretlands. Sérfræðingar frá Nýja Sjálandi komu til að kenna rétt vinnubrögð við framleiðsluna. Framleiðslan hefur gengið mjög vel það sem af er. Í 1.töflu er yfirlit yfir þróun milli áranna 2008 og 2009.

1. tafla. Framleiðsla og sala á görnum og vömbum á vegum KS árin 2008-2009 Garnir Vambir Ár Tonn mæti Tonn mæti 2008 58,8 6,6 112 2,95 0,03 11 2009 65,1 10,5 161 64,1 5,5 86 Talsverð tækifæri liggja ennþá í þessari vinnslu og felast þau aðallega í betra mati á því hversu mikið á að vinna afurðirnar fyrir útflutning. Einnig þarf að meta hvort ekki séu möguleikar á meiri samvinnu milli afurðastöðva í þeim efnum. Kanna þarf grundvöll þess að sameinast um eina fullvinnslu sem tæki á móti hráefni frá öllum afurðastöðvum til fullvinnslu og pakkaði til útflutnings. Útflutningur á öðrum sláturmat og hliðarafurðum kjötvinnslu Þróun útflutnings á frystum innmat, lifur, hjörtum og nýrum á árunum 2007-2009 sést í 2.töflu. Hér eru einnig talsverðir möguleikar á að þróa frekari vinnslu þessara afurða. Í fyrsta lagi þarf að skoða hvort hægt sé að nýta eitthvað frekar til manneldis og í öðru lagi hvort eitthvað af þessu hráefni ætti að nota í lífefnavinnslu. KS hefur hafið útflutning á hliðarafurðum kjötvinnslu. t.d. á stórum sinum sem falla til við úrbeiningu svo og nauta- og hrossamögum. Miklir möguleikar felast í samstarfi á þessu sviði á milli kjötgreina og afurðastöðva. 2. tafla. Framleiðsla og sala á innmat á vegum KS árin 2007-2009 Ár Tonn mæti 2007 24,0 5,3 221 2008 57,9 16,4 283 2009 106,6 27,5 259 Bætt nýting á blóði Áætlað að um 1000 tonn af blóði falli til við sauðfjár- og nautgripaslátrun á Íslandi á hverju ári. Hluti lambablóðs er nýttur til sláturgerðar. Allt blóð sem fellur til hjá KS fer í fóðurgerð. Hægt er að framleiða mjöl úr blóði með því að gufuhita það, skilja frá vatnið, tromluþurrka og mala. Þurrkað blóðmjöl er hægt að nota í fóður fyrir alifugla, svín og fiska, en það má ekki nota í fóður fyrir jórturdýr. Blóðmjöl er með hátt hlutfall af próteini og er ríkt af amínósýrunni lýsin og er oft notað á móti jurtapróteini í fóður. Hátt járnmagn takmarkar þó notkun þess í fiskafóður (Jón Árnason 2010). Blóðplasma er notað sem íblöndunarefni í kjötvörur. Við vinnslu á blóðplasma er

blóði sem safnað hefur verið á þann hátt að það sé hæft til manneldis skilið í plasma (60-80%) og rauð blóðkorn (20-40%). Plasma er um 7-8% prótein og 91% vatn. Þurrkað blóðplasma er um 96% prótein. Það er notað sem bindiefni í unnar kjötvörur eins og skinkur og farsvörur og getur komið í staðinn fyrir eggjahvítur í bökunarvörum (Deng-Cheng Liu,2002). Bætt nýting á sláturmat Hefðbundin nýting á innmat til manneldis á Íslandi hefur farið minnkandi og er nú að mestu bundin við lifur og hjörtu. Notkun á nýrum er hverfandi og nýting á blóði og mör tengist nær eingöngu sláturgerð. Engin notkun er á görnum innanlands og síðustu árin hefur dregið úr notkun á vömbum til sláturgerðar. Hliðarafurðir eru þó eitthvað nýttar í farsvörur, pylsur, bjúgu og kæfu. Allur innmatur er í eðli sínu viðkvæm vara sem þarf að meðhöndla með ýtrasta hreinlæti og sem þarf að kæla strax eftir slátrun. Hætta á örverumengun við töku einstakra líffæra er einnig mikil og taka verður upp nýjar aðferðir við blóðtæmingu sláturgripa ef nýta á blóðið til áframhaldandi vinnslu. Einnig þarf að koma aftur upp aðstöðu til fullhreinsunar á görnum og vömbum. Sláturmatur ef oft mjög næringarríkur og bíður upp á mikla fjölbreytni í bragði og áferð. Sláturmatur er verðmætur og í miklum metum í Suðaustur Asíu. Þar eru heili, hjörtu, nýru, lifur, lungu, miltu, tungur, nautabris og svínaleg, garnir og vambir úr kindum og nautgripum, eistu og hóstarkirtlar úr kindum og svínum nýtt til manneldis (Deng-Cheng Liu,2002). Tækifæri eru í að auka sölu á innmat á Íslandi með því að leita í smiðju til annarra og heimfæra þeirra siði upp á íslenskar aðstæður og kynna fyrir fagfólki í kjötiðnaði og matreiðslu. Sem dæmi má nefna að yngra fólk er farið að skoða þetta hráefni betur og sem dæmi um nútímalega framsetningu er heimasíða Cris Cosentino, http://www.offalgood.com/. Hann er Bandaríkjamaður af ítölskum uppruna og býður alla þá velkomna sem vilja fræðast, fá hugmyndir, uppskriftir og læra að elda úr innmat. Löng hefð er fyrir niðursuðu á kjöti og þar sem aðgengi að ferskum innmat er takmarkað er sú framsetning þekkt. Á 1. mynd eru sýndar niðursoðnar innmatsafurðir frá Bretlandi og Nýja Sjálandi en í þessum löndum er aldagömul hefð fyrir neyslu á innmat. 1. mynd. Niðursoðinn innmatur og aðrar kjötvörur frá Bretlandi og Nýja Sjálandi

Í heimildakaflanum er listi yfir heimasíður sem veita upplýsingar um uppskriftir og hvernig staðið skuli að eldun úr ýmsum hliðarafurðum. Ennþá er nokkur þekking á nýtingu sláturmatar og hugsanlegt að fólk á Íslandi sé móttækilegra fyrir nýjungum en áður. Hér er tækifæri fyrir aðila í heimaframleiðslu en þar falla oft til verðrýrar hliðarafurðir, sem hægt væri með nútímalegri framsetningu að gera spennandi og eftirsóknarverðar. KS og Matís munu á þessu ári halda áfram að safna heimildum um verkun einstakra afurða þ.e. hvernig standa eigi að söfnun þeirra í sláturhúsum, kælingu, frystingu og pökkun. Verklag við blóðtæmingu og úrvinnslu blóðs svo og hreinsun og meðferð garna og vamba til notkunar til pylsugerðar verður skoðað. Unnið verður með matreiðslumönnum við að bæta nýtingu hliðarafurða í ýmsa rétti. Þessum upplýsingum verður komið á framfæri í fagskólum í matvælaiðnaði og á fleiri stöðum. Haldin verða námskeið fyrir fagfólk um bætta nýtingu hliðarafurða. þ.e. í réttum vinnubrögðum í söfnun og verkun hliðarafurða, einnig verða haldin námskeið þar sem farið verður í nýtingu náttúrulegra garna í pylsugerð og nýtingu hliðarafurða í nútíma matargerð. Markmiðið er að auka nýtingu og verðmæti hliðarafurða slátrunar og að hún verði svipuð og í öðrum löndum. Könnun á nýtingu á innmat til lífefnavinnslu Söguleg hefð er fyrir notkun líffæra og kirtla úr heilbrigðum dýrum í lækningaskyni í Asíu. Við söfnun þarf að hreinsa líffærin og kirtlana, setja í vax-pappír og hraðfrysta og geyma við hita undir -18 C. Innmaturinn er seldur lyfjaverksmiðjum þar sem hann er skoðaður, hakkaður og blandað við leysa og virku efnin dregin út og einangruð, vakúmþurrkuð og möluð í duft. Þannig er þurrkað gall selt á um 15 ástralska dollara eða um 1650.(www.redmeatinnovation.com.au). Einnig er verið að rannsaka notkun ensýma við vöruþróun á hliðarafurðum. Birtar hafa verið niðurstöður rannsókna á blóðþrýstingslækkandi áhrifum og fleiri eiginleikum ensímmeðhöndlaðs kjötmarnings og kjöts sem verður eftir á beinum við úrbeiningu (Cheng o.fl. 2007, Arihara 2006). Á þessu ári munu KS og Matís kanna möguleikana á að þróa vörur fyrir Suðausur Asíu markað og að þróa ensímmeðhöndlaðar vörur sem hafa heilsusamlega eiginleika. Síðasta haust voru tekin sýni af alls konar sláturmat og öðrum hliðarafurðum og þau efnagreind til að fá grunnupplýsingar til að nota bæði í þróunar- og markaðsstarfi. Einnig voru nokkrar tegundir af innmat frostþurrkaðar og verða þær meðhöndlaðar með ensímum nú í vetur til að kanna áhrifin á lifvirkni. Lokaorð Í Bandaríkjunum er talið að um 11,4% af tekjum af nautgripaslátrun sé vegna sölu á hliðarafurðum. Ef við næðum sama árgangri á Íslandi gæti þessi tala verið nokkur hundruð milljónir króna á ári. Það er því til mikils að vinna.

Þakkarorð Verkefnunum sem hér hefur verið lýst hafa verið styrkt af Orkusjóði, Vaxtarsamningi Norðurlands vestra og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Er þeim þakkaður stuðningurinn. Heimildir Arihara K. 2006. Strategies for designing novel functional meat products. Meat Science 74,1,219-229 Ágúst Andrésson, Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson, 2010. mæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu. Skýrsla til Framleiðnisjóðs og Vaxtarsamnings Norðurlands vestra. Cheng FY, Wan TC, Liu YT, Lai KM, Lin LC, Sakata R,2008. A study of in vivo antihypertensive properties of enzymatic hydrolysate from chicken leg bone protein. Animal Science Journal 79,5, 614-619. Deng-Cheng Liu,2002. Better Utilization of By-Products from the Meat Industry. FFTC Publication Database. http://www.agnet.org/library/eb/515/ www.redmeatinnovation.com.au/innovation-areas/value-adding/co-products/co-products-monitor Jón Árnason, 2010. Persónulegar upplýsingar. Parker PM 2009. The 2009 World Market Forecasts for Imported Frozen Edible Offal of Sheep and Horses. Skýrsla frá ICON Group Ltd. www.icongrouponline.com Heimasíður um eldun á innmat: www.cookitsimply.com/category-0020-015f.html www.recipes4us.co.uk/offal/offal.htm http://allrecipes.com.au/recipes/offal-recipes.aspx http://dinner-recipes.suite101.com/article.cfm/traditional_offal_recipes_using_liver www.recipes4us.co.uk/quick%20offal%20recipes.htm