Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Ég vil læra íslensku

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli án aðgreiningar

Málstofa 2.2 stofa M Lykilhæfni í list- og verkgreinum Sjónrænt skipulag hvatning til góðrar vinnu Málstofa 2.3 stofa M203...

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Leikur og læsi í leikskólum

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Menntakvika Hugmyndir kennara um hlutverk útiumhverfis skóla í menntun barna

Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Lotukerfi í list- og verkgreinum

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Valgreinar og samvalsgreinar

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Rannsókn á Hjallastefnunni. Unnin á vegum Háskólans í Reykjavík fyrir Hjallastefnuna á Íslandi,

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna?

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Dagskrá Menntakviku 2018 Menntavísindasvið Háskóla Íslands v/stakkahlíð, 105 Reykjavík

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa

Heimur barnanna, heimur dýranna

Leiðbeinandi á vinnustað

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Markviss málörvun - forspá um lestur

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR

Lesið í leik. læsisstefna leikskóla

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

DAGSKRÁ MENNTAKVIKU 2017 MENNTAVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS V/STAKKAHLÍÐ, 105 REYKJAVÍK

Framhaldsskólapúlsinn

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Myndlistamenntun sjónmenning í framhaldsskólum

Skólamenning og námsárangur

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara

Milli steins og sleggju

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Skólastarf á Fljótsdalshéraði. Úttekt á grunn- og tónlistarskólum

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

Heimsálfurnar. Námsspil í landafræði og sögu. Edda Rut Þorvaldsdóttir Margrét Ósk Marinósdóttir

Er hægt að færa íslenska nemendur úr meðalmennskunni?

Transcription:

á vegum Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri 16. september 2016. Námstefnan er haldin í tengslum við ráðstefnuna Læsi skilningur og lestraránægja. Dagskrá 12.30 Skráning og afhending gagna 13.00 Setning 13.15 Aðalfyrirlestur og samræðulota/hringborð Successful Strategies for Building Lifetime Readers Steven Layne, prófessor í læsisfræðum við Judson-háskóla í Elgin, Bandaríkjunum 14.30 Kaffihlé 14.50 Málstofur 2 lotur 16.45 Samantekt í lok dags og námstefnuslit Námstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri og er opin öllum.

Efnisyfirlit Yfirlit yfir málstofur... 2 Aðalerindi... 3 Successful Strategies for Building Lifetime Readers... 3 Málstofur/Workshops (30 mínútur)... 4 1.1 Byrjendalæsi eða byrjendalæsi. Þróun byrjendalæsis í einum skóla í fjórða bekk... 4 1.2 Viðhorf barna í 2. og 4. bekk til lestrar og tækni... 4 1.3 Dýrin í sveitinni... 5 1.4 Byrjendalæsi á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda... 5 1.5 Hvernig getum við nýtt tæknina í Byrjendalæsi?... 5 1.6 Leikur að læra... 6 1.7 Samræður í Byrjendalæsi... 6 Málstofur (30 mínútur)... 6 2.1 Og hvað svo? Samræðusmiðja fyrir leiðtoga í Byrjendalæsi... 6 2.2 Barnabækur, þjóðsögur og ævintýri. Sögugerð í Puppet Pals með elstu börnum leikskólans... 7 2.3 Samræmd próf og geimverur... 7 2.4 Byrjendalæsi á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda... 7 2.5 Hvaða lífsins gildi leiða þig? Krummasiðir. Árshátíðarverkefni 1. 3. bekkjar í Egilsstaðaskóla... 7 2.6 Leikur að læra... 8 2.7 Ritun og miðlun í Byrjendalæsi. Hvernig styrkjum við okkur í þrepi 3?... 8 Til minnis... 9 1

Yfirlit yfir málstofur Málstofa 1 M202 Málstofa 2 L202 Málstofa 3 L203 Málstofa 4 M203 Málstofa 5 L201 Málstofa 6 M201 Málstofa 7 L101 Byrjendalæsi eða byrjendalæsi. Þróun byrjendalæsis í einum skóla í fjórða bekk. Guðrún Kristjana Reynisdóttir M.Ed. og Baldur Sigurðsson, dósent við HÍ Viðhorf barna í 2. og 4. bekk til lestrar og tækni. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði Dýrin í sveitinni. Samþætting í 1. bekk í Síðuskóla. Anna Sigrún Rafnsdóttir og Margrét Bergmann Tómasdóttir, umsjónarkennarar á yngsta stigi í Síðuskóla BL á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda. Michelle Mielnik, Fellaskóla, Fljótsdalshéraði Hvernig getum við nýtt tæknina í Byrjendalæsi? Sögugerð í spjaldtölvu. Fjóla Benediktsdóttir, kennari og BL leiðtogi í GBF, Hvanneyrardeild Leikur að læra. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 til 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun. Kristín Einarsdóttir kennari Samræður í Byrjendalæsi Jenný Gunnbjörnsdóttir, aðjúnkt við kennaradeild HA Og hvað svo? Samræðusmiðja fyrir leiðtoga í Byrjendalæsi. Guðbjörg Oddsdóttir, kennari, BL leiðtogi og sérfræðingur á MSHA Barnabækur, þjóðsögur og ævintýri. Sögugerð í Puppet Pals með elstu börnum leikskólans. Íris Hrönn Kristinsdóttir, leikskólakennari og sérfræðingur á MSHA, Björk Vilhelmsdóttir og Lilja Valdimarsdóttir leikskólakennarar Samræmd próf og geimverur Laufey Hreiðarsdóttir og Þóra Víkingsdóttir, kennarar í Hrafnagilsskóla BL á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda. Michelle Mielnik, Fellaskóla, Fljótsdalshéraði Hvaða lífsins gildi leiða þig? Krummasiðir. Árshátíðarverkefni 1. 3. bekkjar í Egilsstaðaskóla Drífa Magnúsdóttir og Sigþrúður Sigurðardóttir, kennarar í Egilsstaðaskóla Leikur að læra. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 til 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun. Kristín Einarsdóttir, kennari Ritun/miðlun í Byrjendalæsi. Hvernig styrkjum við okkur í þrepi 3? Jenný Gunnbjörnsdóttir, aðjúnkt við kennaradeild HA, og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur á MSHA 2

Aðalerindi Successful Strategies for Building Lifetime Readers Steven L. Layne, prófessor í læsisfræðum við Judson-háskóla í Elgin, Bandaríkjunum Energetic author and educator Steven L. Layne promises a session to delight, empower, and motivate every educator with a concern for reaching students who are disenfranchised when it comes to text. This session is based on his bestselling professional book, Igniting a Passion for Reading 3

Málstofur/ Workshops (30 mínútur) Alls eru 12 erindi sem skiptast í tvær málstofulotur. Hvor málstofulota fyrir sig er 30 mínútur og hafa málstofugestir 10 mínútur til þess að koma sér í seinni málstofulotuna sé hún í annarri stofu. 1.1 Byrjendalæsi eða byrjendalæsi. Þróun byrjendalæsis í einum skóla í fjórða bekk Guðrún Kristjana Reynisdóttir M.Ed. og Baldur Sigurðsson (balsi@hi.is), dósent við Menntavísindasvið HÍ Umdeilt er hvort aðferðin Kennsluhugmyndafræðin Byrjendalæsi (BL) skilar betri árangri en hefðbundin kennsla (hljóðaaðferð) þegar kemur að samræmdum prófum í 4. bekk. Hér er skoðað hvernig tiltekinn skóli, sem þróað hefur hugmyndafræðina áfram á eigin forsendum allt upp í 4. bekk, hefur sett sitt mark á hana. Skoðað er hvernig kennarar nota BL í vinnu sinni með nemendum og hvort hægt sé að tala um að hugmyndafræði BL sé fylgt þegar kennarar fara sínar eigin leiðir. Gagna var aflað með vettvangsathugun og einstaklingsviðtölum við kennara og nemendur í 4. bekk, auk þess sem rýnt var í skólanámskrár, kennsluáætlanir og niðurstöður úr samræmdum prófum. Niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku í 4. bekk árið 2015 eru betri nú en áður en BL var innleitt. Allir viðmælendur töldu að BL hefði haft jákvæð áhrif á gengi nemenda, nemendur þekkja vinnubrögðin vel þegar þeir eru komnir í 4. bekk, unnt er að kafa dýpra í efnið og þannig fá nemendur meira út úr náminu. Unnið er með getubreiðan nemendahóp og nemendurnir töldu sig hafa fengið tækifæri til að nýta styrkleika sína. Aftur á móti má spyrja sig hvort unnt er að tala um BL þegar aðeins sumu er haldið en öðru sleppt. 1.2 Viðhorf barna í 2. og 4. bekk til lestrar og tækni Hólmfríður Árndóttir (holmfridur@sandgerdisskoli.is), skólastjóri í Grunnskólanum í Sandgerði Í erindinu verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknar sem unnin var á síðastliðnum vordögum í fjórum grunnskólum á Íslandi. Spurningalisti var lagður fyrir hluta nemenda í 2. og 4. bekk þessara skóla og umsjónarkennara sömu árganga. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf nemenda og kennara til lesturs og tækni. Spurt var um líðan nemenda þegar byrjað var á nýju lesefni, þegar lesið væri í frítíma, þegar lesið væri upphátt og þegar lesið væri í hljóði. Einnig var spurt hvernig nemendum liði gagnvart lesefni eins og myndasögum, fræðibókum, sjónvarpstexta, dagblöðum, rafbókum og hljóðbókum og notkun á snjalltækjum og tölvum svo dæmi séu nefnd. Niðurstöður segja nemendur jákvæða gagnvart lestri og snjalltækni og að bókasafnið sé þeim dýrmætt. Kennarar fengu spurningar tengdar bókakosti skólastofunnar, hvort þeir kynntu sér vinsælar barnabækur/lesefni og safnkost skólasafns og hvort þeir sjálfir nýttu sér hljóð- og rafbækur ásamt viðhorfi þeirra til notkunar tækni í skólastofunni. Kennarar segjast útvega fjölbreytt lesefni og fylgjast með hvaða lesefni væri vinsælt meðal nemenda, og þeir segjast vera jákvæðir gagnvart tækni í skólastarfi 4

1.3 Dýrin í sveitinni Anna Sigrún Rafnsdóttir (annas@akmennt.is) og Margrét Bergmann Tómasdóttir (margretberg@akmennt.is), umsjónarkennarar á yngsta stigi í Síðuskóla Málstofa þessi fjallar um vinnu hjá nemendum og kennurum í 1. bekk Síðuskóla vorið 2016. Sagt verður frá tveggja vikna vinnu með íslensku húsdýrin. Helstu markmið voru að nemendur lærðu að þekkja húsdýrin, heiti tengd þeim, afurðir þeirra og nytjar. Læsisvinnan var samþætt náttúrufræði, smíðum og skapandi starfi. Rík áhersla var lögð á sköpunargleði og nemendur bjuggu til sín eigin húsdýr úr frjálsum efniviði. Auk þess var lögð áhersla á að nemendur fengju þjálfun í samvinnulestri, tjáningu, skrift og ritun. Sagt verður frá því hvernig markmið eru gerð sýnileg fyrir nemendur og hvaða þættir vinnunnar voru metnir í lokin. Í málstofunni munum við kynna nánar viðfangsefni nemenda sem voru fjölbreytt og skemmtileg og mæltust vel fyrir. Verkefnið ýtti undir áhuga nemenda á húsdýrunum. Nemendur fengu þjálfun í framsögn og kynntu vinnu sína fyrir foreldrum og nemendum á yngsta stigi í lokin. 1.4 Byrjendalæsi á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda Michelle Mielnik (michelle@egilsstadir.is), kennari í Fellaskóla, Fljótsdalshéraði Þátttakendur fá tækifæri til að skoða, ræða saman og prófa nokkur verkefni sem notuð hafa verið í samkennsluhóp á miðstigi. Hugmyndirnar henta fyrir flesta aldurshópa með mismunandi útfærslum og sumar hafa verið prófaðar með um 50 manna hóp nemenda úr 1. 6. bekkjum saman, ýmist í pörum, á stöðvum eða í hringekju. Verkefnin voru skipulögð með hliðsjón af markmiðum, aðferðum og námsmati BL þar sem unnið var með lestur, hugtakaskilning, lesskilning, hlustun og tjáningu í samþættingu við aðrar námsgreinar. Tekið var tillit til þroska, getu og hreyfiþarfar nemenda við undirbúning og í kennslunni. Þannig var haft að leiðarljósi að efla læsi og skilning í víðara samhengi með því að tengja textana við markmið ýmissa námsgreina, s.s. stærðfræði, myndmennt, náttúrufræði, lífsleikni o.fl. 1.5 Hvernig getum við nýtt tæknina í Byrjendalæsi? Fjóla Benediktsdóttir (fjola.benediktsdottir@gbf.is), kennari og Byrjendalæsisleiðtogi í GBF, Hvanneyrardeild Eins og allir Byrjendalæsiskennarar vita er samtengjandi ferli enduruppbygging á texta stór þáttur í því læsisferli sem á sér stað í Byrjendalæsi. Við lifum á mikilli tækniöld og eru nemendur oft og tíðum afar fljótir að tileinka sér tæknina. Með því að nýta ipad sem viðbótarverkfæri í þeirri vinnu sem á sér stað í enduruppbyggingu í Byrjendalæsi aukum við fjölbreytnina í náminu til muna. Með því að búa til sögur í ipad fá nemendur meðal annars tækifæri að leika sér með sköpunargleði og blæbrigði raddarinnar. Í málstofunni verða sýndar nokkrar sögur sem nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar - Hvanneyrardeild hafa gert, auk þess sem sagt verður frá og sýnd dæmi um þau forrit og vinnubrögð sem notuð voru við sögugerðina. 5

1.6 Leikur að læra Kristín Einarsdóttir (kristin@leikuradlaera.is), íþrótta- og grunnskólakennari sem hefur undanfarin 7 ár þróað kennsluaðferðina Leikur að læra Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 til 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun. Leikur að læra vill kynna fyrir þátttakendum hvernig á faglegan, einfaldan og árangursríkan hátt er hægt að samþætta lestrarkennslu við leiki og hreyfingu úti og inni. Leikurinn býður upp á einstaklingmiðaða kennslu við allra hæfi og hann gefur börnum sem eiga í erfiðeikum með að sitja kyrr og einbeita sér enn betra tækifæri til náms við hæfi. Það er eðli barna að hreyfa sig og mikilvægt að nýta sér það í bóklegu námi. Á yfirstandandi skólaári hafa nokkrir skólar sem vinna með Byrjendalæsi unnið samhliða með kennsluefni Leikur að læra og segja hana skemmtilega og árangursríka viðbót. 1.7 Samræður í Byrjendalæsi Jenný Gunnbjörnsdóttir (jennyg@unak.is), aðjúnkt við kennaradeild HA Í málstofunni verður rætt um gildi samræðna í námi og mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að eiga innihaldsríkar samræður um þau viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni. Samræður gefa nemendum meðal annars færi á að dýpka skilning sinn á efninu, sjá fleiri en eina hlið á málum og kynnast betur hvernig aðrir hugsa. Talað mál og hlustun eru mikilvægir þættir læsis og í málstofunni verða skoðaðar leiðir til að styðja við þessa öflugu námsleið sem gefa þarf gaum til jafns við lestur og ritun. Málstofur (30 mínútur) 2.1 Og hvað svo? Samræðusmiðja fyrir leiðtoga í Byrjendalæsi Guðbjörg Oddsdóttir (gudbjorg@unak.is), BL leiðtogi og sérfræðingur á MSHA Smiðjan hefst á stuttu innleggi frá málstofustjóra og síðan taka við umræður leiðtoga í litlum hópum. Rætt verður um þær áskoranir sem leiðtogar standa frammi fyrir við innleiðingu á BL og því að festa það í sessi eftir að formlegri eftirfylgni lýkur. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Einnig verður rætt um mikilvæga þætti í starfi leiðtoga og sýn BL á nám og kennslu, og að lokum verður hugmyndum safnað í gagnabanka um umræðuefni fyrir innanhússfundi í Byrjendalæsi. Hvaða aðferðir virka best til að festa BL í sessi meðal kennara og hvernig þurfa innanhússfundir um Byrjendalæsi að vera til að það gangi sem best? Málstofan er hugsuð sem kjörið tækifæri fyrir leiðtoga til að hittast, ræða saman og deila hugmyndum sín á milli. 6

2.2 Barnabækur, þjóðsögur og ævintýri. Sögugerð í Puppet Pals með elstu börnum leikskólans Íris Hrönn Kristinsdóttir (iris@unak.is), leikskólakennari og sérfræðingur á MSHA, Björk Vilhelmsdóttir (bjorkv@akmennt.is) og Lilja Valdimarsdóttir (liva@akmennt.is), leikskólakennarar Á málstofunni verður fjallað um tengingu læsisvinnu í leikskólum við það sem koma skal í fyrstu bekkjum grunnskólans. Á Krógabóli hefur verið unnið markvisst með læsi í víðum skilningi þar sem áhersla er lögð á lestrarvænt umhverfi, orðaforðavinnu, samþættingu og undirbyggingu sögugerðar. Sagt verður frá verkefnum sem unnin voru út frá barnabókum, þjóðsögum og ævintýrum og enduðu í stórum ritunarverkefnum þar sem lestri, sköpun og snjalltækni var fléttað saman á skemmtilegan hátt. 2.3 Samræmd próf og geimverur Laufey Hreiðarsdóttir (laufey@krummi.is) og Þóra Víkingsdóttir (torav@krummi.is), kennarar í Hrafnagilsskóla Kynning á þemaverkefninu,,saga um geimverur sem unnið var í 4. bekk. Sagan er úr bókinni Lesrúnu og afraksturinn sýndur á glærum og í verki. Þessi vinna var tengd árshátíðarsýningu yngsta stigs, Himingeimurinn. Vinna verkefnisins var ekki einskorðuð við eina lestrarkennsluaðferð heldur fleiri, með það að markmiði að styrkja grunnþætti og undirbúa nemendur betur fyrir miðstig þar sem stökkið er oft stórt milli bekkja. Samvinna var við íslenskukennara miðstigs um markmið þessa verkefnis sem og annarra eftir útkomu úr samræmdu prófi. 2.4 Byrjendalæsi á miðstigi. Samþætting greina og mismunandi þarfir nemenda Michelle Mielnik (michelle@egilsstadir.is), kennari í Fellaskóla, Fljótsdalshéraði Framhald af málstofu 1.4. 2.5 Hvaða lífsins gildi leiða þig? Krummasiðir. Árshátíðarverkefni 1. 3. bekkjar í Egilsstaðaskóla Drífa Magnúsdóttir (drifa@egilsstadir.is) og Sigþrúður Sigurðardóttir (sigthrudur@egilsstadir.is), kennarar í Egilsstaðaskóla Frumsamið verk, lög og leikþáttur þar sem tekið er á gildum skólans, sem eru gleði, virðing og metnaður. Unnið var með gildin sem lykilorð en þau innihalda öll stafinn Ð/ð Markmið vinnunnar voru m.a. að: læra bókstafinn og/eða rifja upp stafinn Ð/ð, hljóð og stafdrátt. þjálfa ritun þjálfa lestur og lesfimi 7

kynnast og vinna með hugarkort kynnast gildum skólans og merkingu orðanna: Gleði, virðing og metnaður. þjálfast í frásögn þjálfast í leikrænni tjáningu. Áhersla var lögð á að skilja út á hvað gleði, virðing og metnaður gengur og hvernig við getum tileinkað okkur þessi gildi. Unnið var á fjölbreyttan hátt, t.d. með orðaskuggum, sóknarskrift, póstleik, hugarkortum, setningaklippi og söngvum. Lokapunkturinn var svo klukkustundar leiksýning fyrir foreldra og aðra gesti, þar sem allir nemendur fengu hlutverk og stigu á svið. Persónur leikritsins eru krummar og því var tekinn tími í að skoða krumma og má sem dæmi nefna að í mynd- og textílmennt bjuggu nemendur til krumma í ýmsum myndum og þeir voru síðan notaðir til skreytingar á sal. Höfundur leikrits og laga er Sigþrúður Sigurðardóttir, kennari í Egilsstaðaskóla. 2.6 Leikur að læra Kristín Einarsdóttir (kristin@leikuradlaera.is) íþrótta- og grunnskólakennari Framhald af málstofu 1.6 2.7 Ritun og miðlun í Byrjendalæsi. Hvernig styrkjum við okkur í þrepi 3? Jenný Gunnbjörnsdóttir (jennyg@unak.is), aðjúnkt við kennaradeild HA, og Ragnheiður Lilja Bjarndóttir (ragnheidurlilja@unak.is), sérfræðingur á MSHA Í málstofunni verður rætt um hvernig vinna má með ritun/miðlun í Byrjendalæsi þannig að samfella náist milli þrepanna þriggja og hugað sé með skipulegum hætti að orðaforða og skilningi við undirbyggingu ritunar. Stuðst verður við Líkan um ritun sem verið hefur í þróun á Miðstöð skólaþróunar undanfarin misseri. Unnið verður út frá bókinni Gula sendibréfið og tekin dæmi um þrjár mismunandi útfærslur á vinnu með bókina, með megináherslu á þátt ritunar/miðlunar. 8

Til minnis 9