VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Rannsóknir á Þorskafjarðará, Músará, Djúpadalsá og Gufudalsá vegna framkvæmda á Vestfjarðavegi nr. 60

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Veiðimálastofnun. Búsvæðamat fyrir laxfiska í Tungufljóti í Biskupstungum. Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson VMST/12030

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Stóra-Laxá í Hreppum. Vatnalíf, veiðinytjar og virkjun. Magnús Jóhannsson, Benóný Jónsson, Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir og Jón S.

Veiðimálastofnun. Mat á búsvæðum laxfiska í Ölfusá. Magnús Jóhannsson Sigurður Guðjónsson VMST/12038

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

LV Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum

Efnasamsetning Þingvallavatns

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Veiðimálastofnun. Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið Kristinn Kristinsson VMST/13032

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Suðurlandi XVII. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018

VMST/ Fiskrækt með seiðasleppingum Stefna Veiðimálastofnunar. Veiðimálastofnun. Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Suðurlandi XX. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Ég vil læra íslensku

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Verðmætamat Fiskur og smádýr

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Fóðurrannsóknir og hagnýting

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

Efnasamsetning, rennsli og aurburður í útfalli Mývatns

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Veiðimálastofnun. Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí Leó Alexander Guðmundsson VMST/14046

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

ÁHRIF VATNSMIÐLUNAR Á VATNALÍFRÍKI SKORRADALSVATNS: FORKÖNNUN OG RANNSÓKNATILLÖGUR

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Frumrannsókn á lífríki Daltjarnar á Seltjarnarnesi

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Ný tilskipun um persónuverndarlög

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

Niðurstöður rennslis-, aurburðarog efnamælinga í Skeiðarárhlaupi haustið 2004

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

ÞINGVALLAVATN. Einstakt vistkerfi undir álagi. Dr. Hilmar J. Malmquist líffræðingur. Undraheimur Þingvalla Endurmenntun Háskóla Íslands

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Náttúrufræðistofa Kópavogs Natural History Museum of Kópavogur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Mengunarflokkun á Urriðakotsvatni og ofanverðum Stórakrókslæk

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Flokkun vatna á Kjósarsvæði Fossá Maí 2003 Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Lax- og silungsveiði á Íslandi Efnahagsleg áhrif og líffræðileg staða auðlindarinnar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Mengunarflokkun á Vífilsstaðavatni og efsta hluta Vífilsstaðalækjar

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR


Transcription:

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Áhrif affalsvatns frá fyrirhugaðri hitaveitu, Kjósaveitu, á vatnalíf á vatnasviði Laxár í Kjós Framkvæmdin Áform eru um að leggja hitaveitu í Kjós í 85 íbúðarhús og um 300 frístundahús. Gert ráð fyrir að veitan skiptist á þrjá hluta frá borholunum sem eru við Möðruvelli. Lögn verður lögð til austurs og suðurs að Vindáshlíð, Norðurnesi, Hækingsdal og Fremri Háls. Önnur lögn verður lögð til norðurs og vesturs. Hún greinist á móts við Hvassnes annars vegar til vesturs að Meðalfellsvatni, Eyri og Kiðafelli og hins vegar til norðurs meðfram Laxá að Reynivöllum, Káranesi, Hálsi og niður að sumbústaðabyggðinni við Hvalfjörðinn. Holurnar við Möðruvelli gefa samtals 26 l/sek af vatni. Hiti vatns úr annarri holunni (MV-19) er 80-82 C og 100 C úr hinni (MV-24), það verður blandað þannig að frá holum fer um 90 C heitt vatn. Gert er ráð fyrir að meðalhiti til neytenda sé um 65-75 C og að affallsvatnið frá húsum verði að jafnaði um 33 C. Hámarksafköst hitaveitunnar er 46,5 l/sek sem getur dreifst á allt að 385 notendur, sem þýðir 0,12 l/sek jafnaðarhámarksrennsli á notanda. Umhverfi, lífríki og veiðinytjar Laxá í Kjós er 20 km löng og á hún upptök sín í Stíflidalsvatni sem er í 178 m h.y.s. Áin er dragá og er vatnasvið hennar 211 km 2 (Sigurjón Rist 1990). Laxá er fiskgeng að Þórufossi sem er um 1,5 km neðan við Stíflidalsvatn. Rafleiðni vatns í Laxá hefur mælst 40-64 µs/cm (Gagnagrunnur Veiðimálastofnunar). Ekki eru til samfelldar rennslismælingar í Laxá í Kjós. Meðaltal sjö rennslismælinga á árabilinu 1983 til 2003 var 13,2 m 3 /sek, lægsta gildi var 0,9 m 3 /sek og hæsta 40,8 m 3 /sek (gagnabanki Veðurstofu Íslands). Bugða er helsta þverá Laxár og sameinast þær um 1 km frá ósi í sjó. Svínadalsá, Hálsá og Þverá eru smærri ár sem falla til Laxár á efri hluta fiskgengra svæða. Vatnasvið Bugðu er 64 km 2 og á hún upptök sín í Meðalfellsvatni. Meðalrennsli í Bugðu á tímabilinu maí október 1983 var um 3,7 m 3 /sek (Þóra Hrafnsdóttir o.fl 2015). Dælisá, sem er dragá, sameinast Bugðu nokkru neðan við Meðalfellsvatn. Til Meðalfellsvatns falla dragárnar Sandá og Flekkudalsá. Meðalfellsvatn er í 46 m h.y.s. og er um 2 km 2 að stærð. Meðaldýpið er 4,4 m og mesta dýpi er 18,5 m. Rúmtak vatnsins er 8,9 Gl og viðstöðutími vatnsins er tæplega 28 dagar. Stærð vatnasviðsins við útfall er 37 km 2. Rafleiðni í vatninu hefur mælst á bilinu 58,6 64,2 μs/cm og sýrustig (ph) á bilinu 7,4 8,4 (Þóra 1

1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Fjöldi seiða á 100 m2 Hrafnsdóttir o.fl. 2015). Fiskgengt er í vatnið frá sjó um Laxá í Kjós og Bugðu og í vatninu finnst lax, urriði, bleikja, áll og hornsíli (Sigurður Már Einarson 1999). Rannsóknir á seiðabúskap Laxár í Kjós voru gerðar árin 1989, 1996, (Friðjón Már Viðarsson 1990, Sigurður Már Einarsson 1997 og 2001,) og aftur á árunum 2008-2010 (Þórólfur Antonsson 2008-2011). Laxaseiði hafa verið ríkjandi tegund laxfiska en einnig hafa fundist urriðaseiði en í mun minna mæli. Þéttleiki laxaseiða jókst talsvert á árunum 2007-2010 (mynd 1). Aðrar rannsóknir sem fram hafa farið á svæðinu er mat á hentugum búsvæðum fyrir laxfiska sem gert var árið 1998 á vatnasvæði Laxár í Kjós (Sigurður Már Einarsson 1999). Metin voru stærð og gæði búsvæða fyrir laxfiska m.t.t. grófleika botnsins. Kortlagning búsvæða fyrir laxaseiði á vatnasvaði Laxár sýnir að alls eru um 36,5 km fiskgengir lyrir lax. Heildar flatarmál árbotns er 894.266 m 2. Af framleiðslueiningum, sem er mat á framleiðsugetu fyrir laxaseiði, leggur Laxá lang mest til eða 76,7%, næst kemur Bugða með 13,3%, en aðrar ár leggja minna til. Þá hafa verið gerð ítarlegri námsverkefni bæði á botndýraframleiðslu og laxfiskum í Bugðu og Meðalfellsvatni (Magnús Jóhannsson 1984, Sigurður Már Einarsson 1987, Vigfús Jóhannsson 1986). Rannsóknir á Bugðu sýndu að talsvert af laxaseiðum elst upp í og nálægt útfallinu úr Meðalfellsvatni. Þar var einnig mikið magn bitmýs, en lirfur þess nýta sér lífrænt rek úr vatninu sem fæðu. Í Meðalfellsvatni eru stórir stofnar urriða og bleikju og laxaseiði virðast að einhverju leyti nýta sér vatnið til uppeldis (Sigurður Már Einarsson 1987). Loks hefur lífríki Meðalfellsvatns verið ítarlega rannsakað af Náttúrufræðistofu Kópavogs (Þóra Hrafnsdóttir o.fl. 2015). Niðurstöður þeirra rannsókna sýndu að Meðalfellsvatn er lífauðugt vatn og gildir þar einu hvort um er að ræða vatnagróður, smádýr eða fiska. Jafnframt leiddu rannsóknirnar í ljós að vatnsgæði Meðalfellsvatns virðast almennt í góðu lagi. 70 60 50 40 Lax Urriði 30 20 10 0 Mynd 1. Þéttleiki laxa- og urriðaseiða í Laxá í Kjós, sem veidd seiði í einni yfirferð í rafveiði. Meðaltal 6 stöðva sem dreifðar voru um ána frá Þórufossi að ósi í sjó. Byggt á skýrslu Þórólfs Antonssonar 2011. 2

1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 Fjöldi veiddra fiska 4000 3500 3000 2500 Lax Urriði 1500 1000 500 0 Mynd 2. Fjöldi veiddra fiska á stöng í Laxá í Kjós laxa, fyrir lax árin 1974-2014 og urriða árin -2014. Lax er ríkjandi tegund á vatnasvæði Laxár í Kjós og er áin í hópi bestu veiðivatna á Íslandi (Guðni Guðbergsson 2015). Laxveiðin hefur verið nokkuð stöðug í ánni í gegnum tíðina en meðalveiði síðustu 15 ár (-2014) var 999 laxar (mynd 2). Auk lax er töluverð sjóbirtingsveiði (sjógengin urriði) í vatnakerfinu og var meðalveiðin síðustu 15 árin 219 urriðar. Sáralítið veiðist af bleikju í Laxá í Kjós og hafa að jafnaði veiðst 0-4 bleikjur síðustu 15 árin samkvæmt veðiskýrslum. Nokkur veiði lax og silungs er einnig í Bugðu (nokkur hundruð laxar að jafnaði á ári) og í Meðalfellsvatni veiðist lax en vatnið vinsælt veiðivatn. Áhrif Hugsanleg áhrif á vatnalíf í ám og lækjum sem taka við heitu affallsvatni líkt og kynnt eru í þessu minnisblaði geta helst verið: 1) Hitaáhrif allar líkur eru til þess að áhrif hitans verði staðbundin, þannig að þau verði bundin við svæðin næst útrásunum. Mikilvægt er að staðið verði þannig að framkvæmdinni að affallið nái að kólna áður en það rennur út í ár eða læki til að lágmarka skaðleg áhrif á vistkerfi vatnsins. Þekkt er að lítil hækkun á vatnshita getur haft mikil áhrif á samfélög hryggleysingja (Sigurður S. Snorrason o.fl. 2011). Laxfiskar þola illa hita mikið yfir 20 C og kjörhiti til vaxtar er mun lægri eða 13-15 C (Elliott og Elliott 2010). 2) Efnaáhrif Sýnum til greininga á uppleystum efnum var safnað úr borholunum í júní 2014 (Ísor, minnisblað 15. ágúst 2014). Niðurstöðurnar sýna að styrkur uppleystra aðalefna og uppleysts áls í sýnum var hærra í MV-24 sem og heildarstyrkur uppleystra efna. Styrkur uppleystra snefilefna var hærri í MV-19. ph gildi vatns úr borholunum var svipað, um 9,6. Vatni úr þessum tveimur borholum verður blandað saman í hlutföllunum 1:3 þar sem MV-19 er minnihlutinn. Blöndunarreikningar gefa til kynna 3

að styrkur uppleystra efna í þeirri blöndu sem fer í hitaveituna sé lægri en drykkjarvatnsviðmið WHO og EU nema styrkur Al sem er 0,3 mg/l (drykkjarvatnsviðmið 0,2 mg/l). Ferskvatnsfiskur er viðkvæmur fyrir styrk á uppleystu áli og lífslíkur regnbogasilungs minnka um helming við 0,3 mg/l af uppleystu áli vegna útfellinga á álútfellingum og stíflunar á tálknum (Dietrich og Schlatter, 1989) en það er sami styrkur og mældist í borholunum. Borholuvatnið mun blandast við árvatnið úr Laxá í Kjós áður en það kemst í snertingu við fiskinn í ánni. Við það verður þynning á borholuvatninu þar sem líklegt er að styrkur þessara efna sé í minna magni í ánni en í borholuvatninu. Einnig er líklegt að ph sé lægra í ánni en í borholunum. Leysni áls er minnst við hlutlaust ph (~7) en hækkar við hækkað og lækkað ph. Ekki eru til mælingar á uppleystum efnum í Laxá í Kjós en reikningar með blöndun borholuvatns við vatn úr Norðurá í Borgarfirði (sem er dragá líkt og Laxá í Kjós) (Eydís Salome o.fl., 2014) sýna að þynningin verður mikil. Einnig veldur blöndunin lækkun á ph gildi vatnsins sem lækkar leysni áls í vatni og veldur því að það fellur út sem útfellingasteindir í vatninu. Því mun álstykurinn ekki valda álagi á ferskvatnsfiska. Lífríki er einnig viðkvæmt fyrir uppleystum klór (Cl) í vatni en þá er um að ræða bleikiklór, eða svokallað hypochlorite (Magnús Jóhannsson o.fl. 2008). Klórstyrkur í borholuvatninu var um 20 mg/l, ríflega tvöfaldur styrkur klórs í viðmiðunarstraumvatni, Norðurá í Borgarfirði (Eydís Salome Eiríksdóttir o.fl. 2014), og ólíklegt má teljast að hann sé á formi hypochlorits, líklega er þar um sjávar- og bergættaðan klór að ræða (Na/Cl). Ólíklegt er því að lífríki í Laxá í Kjós stafi ógn af ofangreindum efnaþáttum við blöndun borholuvatns við árvatnið. 3) Leggja verður ríka áherslu á eftirlit með affallsvatni á meðan á framkvæmdum stendur og eftir að regluleg nýting borholanna er hafinn m.t.t. þátta 1-2 hér að ofan og eftir að starfsemi hefst. Heimildir Eydís Salome Eiriksdóttir, Rebecca A. Neely, Svava Björk Þorláksdóttir og Sigurður Reynir Gíslason (2014). Efnasamsetning, rennsli og aurburður Norðurár í Norðurárdal III. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar, RH-02-2014, 44 bls. Elliott, J.M. og Elliott, J.A. 2010. Temperature requirements of Atlantic salmon Salmo salar, brown trout Salmo trutta and Artic charr Salvelinus alpinus: predicting the effect of climate changes. Journal of Fish Biology 77: 1793-1817. Friðjón Már Viðarsson 1990. Rannsóknir í Laxá í Kjós og Bugðu 1989. Skýrsla.Veiðimálastofnunar, VMST- R/90021. 11 bls. Gudni Guðbergsson 2015. Lax- og silungsveiðin 2014. VMST/15022: 38 bls. Magnús Jóhannsson 1984. Ernæring, thetthet og vekst hos årsyngel af laks (Salmo salar L.) i elven Bugda i Island. Cand. Sci. Thesis. Univerisitetet i Olso. 85 bls. Magnús Jóhannsson, Tryggvi Þórðarson og Benóný Jónsson (2008). Klórslys í Varmá í Ölfusi í nóvember 2007 og áhrif þess á fisk. VMST/08002, 29 bls. 4

Sigurður Már Einarsson 1987. Utilization of fluvial and lacustrine habitat by a wild stock og anadromous Atlantic salmon (Salmo salar L.) in an Icelandic watershed. M.Phil. thesis. University of Edinburgh. 188 bls. Sigurður Már Einarsson 1999. Mat á búsvæðum fyrir lax á vatnasvæði Laxár í Kjós. Skýrsla Veiðimálastofnunar VMST-V/99002. 14 bls. Sigurður Már Einarsson 2001. Rannsóknir á seiðabúskap Laxár í Kjós árið. Skýrsla Veiðimálastofnunar VMST-V/01008. 9 bls. Sigurður S. Snorrason, Hilmar J. Malmquist, Hrefna B. Ingólfsdóttir, Þórey Ingimundardóttir & Jón S. Ólafsson (2011). Effects of geothermal effluents on macrobenthic communities in a pristine sub-arctic lake. Inland Waters, 1(3):146-157. Sigurjón Rist 1990. Vatns er þörf. Bókaútgáfa Menningarsjóðs: 248 bls. Veðurstofu Íslands gagnabanki. Gögn afgreidd 8. Apríl 2016. Vigfús Jóhannsson 1986. Life history strategies of blackflies (Diptera: Simuliidae) in Icelandic lake- outlet. Ph.D. Theses. University of Newcastle Upon Tyne. Þóra Hrafnsdóttir, Kristín Harðardóttir, Stefán Már Stefánsson, Haraldur R. Ingvason og Finnur Ingimarsson 2015. Grunnrannsókn á lífríki Meðalfellsvatns árið 2014. Náttúrstofna Kópavogs. Fjölrit nr. 2-15: Þórólfur Antonsson 2008. Seiðabúskapur og veiði í Laxá í Kjós 2007. VMST/08008. 11 bls. Þórólfur Antonsson 2009. Seiðabúskapur og veiði í Laxá í Kjós 2008. VMST/09017. 12 bls. Þórólfur Antonsson 2010. Seiðabúskapur og veiði í Laxá í Kjós 2009. VMST/10023. 13 bls. Þórólfur Antonsson 2011. Seiðabúskapur og veiði í Laxá í Kjós 2010. VMST/11020: 12 bls. Gert í apríl 2016 Eydís Salome Eiríksdóttir, Jón S. Ólafsson, Magnús Jóhannsson 5