Skýrsla. samgönguráðherra um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi )

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Umferðarslys á Íslandi

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Horizon 2020 á Íslandi:

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

UMFERÐARSLYS Á ÍSLANDI 2015

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Skýrsla innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Gagn og gaman Mat á umferðarfræðslu barna á leikskólastigi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

AÐALSKIPULAG REYKJAVÍKUR

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Ég vil læra íslensku

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Geislavarnir ríkisins

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

ÆGIR til 2017

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Heima- og frítímaslys barna á aldrinum 0-4 ára árið2003

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stjórnmálafræðideild

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Schengen samstarfið Handbók Innanríkisráðuneytið 2011 Skrifstofa almannaöryggis

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

Transcription:

Skýrsla samgönguráðherra um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið 2003. (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003 2004.) 1. Almennt. Skýrsla um stöðu umferðaröryggismála sem nú er lögð fyrir Alþingi er í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 20. apríl 2002, um stefnumótun um aukið umferðaröryggi. Í ályktuninni segir m.a.: Dómsmálaráðherra kynni Alþingi í byrjun hvers árs stöðu umferðaröryggismála og hvernig áætluninni miðar í átt að settu marki. Starfs- og framkvæmdaáætlun verði endurskoðuð árlega. Eins og kunnugt er tók samgönguráðherra við umferðaöryggismálum um áramótin 2003 2004 og er þessi skýrsla lögð fram í hans nafni. Engu að síður er þetta skýrsla fyrir síðasta árið sem málaflokkurinn var undir umsjón dómsmálaráðherra og er samkomulag á milli ráðherranna um þetta fyrirkomulag. Í skýrslunni er einkum fjallað um stöðu umferðaröryggismála eins og hún var í árslok 2003 og hvernig miðað hefur í átt að settu markmiði. Með fyrrnefndri þingsályktun ályktaði Alþingi að stefnt skyldi að fækkun banaslysa og annarra alvarlegra umferðarslysa um 40% fyrir árslok árið 2012 þannig að þau yrðu færri en 120 á ári í lok tímabilsins. Þessu takmarki skyldi náð með sameiginlegu átaki ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, áhugahópa um umferðaröryggismál og alls almennings. Með umferðaröryggisáætlun sem gekk í gildi árið 2002 er sett það markmið að fjöldi þeirra sem slasast alvarlega eða látast í umferðarslysum verði innan við 120 á ári í lok ársins 2012. Einnig er sett það metnaðarfulla langtímamarkmið að fjöldi þeirra sem slasast alvarlega eða látast í umferðarslysum verði innan við 52 á ári fyrir árið 2025. Framtíðarsýnin er sú að enginn látist eða slasist alvarlega í umferðarslysi á Íslandi. Til að þessu takmarki verði náð þarf ýmsar aðgerðir og markvisst fræðslustarf til að breyta hugsunarhætti og viðhorfum til umferðaröryggismála. Umferðaröryggisáætlun 2002 2012 leggur áherslu á nokkrameginþætti. Þessir eru helstir: Skipan umferðaröryggisstarfsins. Öruggari hraði. Bílbelti öryggisbúnaður. Öruggari ökumenn ökunám, endurmenntun og ökupróf. Áfengi, lyf þreyta. Öruggari vegir, götur og umhverfi vega. Auknar forvarnir löggæsla, fullnusta og upplýsingar.

2 1.1 Umferðaröryggisnefnd. Með vísan til ályktunar Alþingis 20. apríl 2002 skipaði dómsmálaráðherra árið 2002 sérstaka umferðaröryggisnefnd til þriggja ára sem ætlað er að vinna að framgangi þingsályktunarinnar. Skal hún ásamt umferðarráði leitast við að ná sem víðtækastri samstöðu í þjóðfélaginu um bætta umferðarmenningu og leita allra tiltækra leiða til þess að stemma stigu við alvarlegum umferðarslysum. Skal að því stefnt að sem flestir aðilar sem koma að umferðaröryggismálum með einhverjum hætti setji sér skýr markmið og vinni samkvæmt þeim. Í umferðaröryggisnefnd sitja stjórnarmenn í umferðarráði, þau Óli H. Þórðarson, formaður og framkvæmdastjóri umferðarráðs, og er hann formaður nefndarinnar, Sandra Baldvinsdóttir lögfræðingur, varaformaður umferðarráðs, og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Einnig sitja í nefndinni þau Ellen Ingvadóttir, löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur, fulltrúi dómsmálaráðuneytis, Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, fulltrúi Sambands íslenskra tryggingafélaga, Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn, fulltrúi ríkislögreglustjórans, Kristján V. Rúriksson verkfræðingur, fulltrúi Umferðarstofu, Rögnvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vegagerðarinnar, fulltrúi Vegagerðarinnar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. 1.2 astjórn umferðaröryggisáætlunar. Úr hópi nefndarmanna í umferðaröryggisnefnd skipaði dómsmálaráðherra einnig fimm manna framkvæmdastjórn umferðaröryggisáætlunar. Hlutverk stjórnarinnar skal vera að gera starfs- og framkvæmdaáætlun um framgang umferðaröryggisáætlunar, samkvæmt ályktun Alþingis. Skal hún í umboði dómsmálaráðuneytis, þ.e. samgönguráðuneytis hér eftir, kalla eftir upplýsingum um aðgerðir frá helstu aðilum sem sinna umferðaröryggisstarfi og gera í framhaldi af því athugasemdir ef þörf krefur. Skal að því stefnt að aðilar setji sér skýr markmið um aðgerðir sem stuðla að auknu umferðaröryggi og vinni síðan samkvæmt þeim. Á þann hátt leggi hver og einn fram sinn skerf til öruggari umferðar svo ná megi meginmarkmiðum þingsályktunarinnar. Jafnframt er stjórninni ætlað að vinna að tillögugerð til ráðuneytisins um þær breytingar á umferðarlögum og reglugerðum sem hún telur að stuðli að öruggari umferð í landinu. Stjórnina skipa: Jón F. Bjartmarz, Rögnvaldur Jónsson og stjórnarmenn umferðarráðs, þau Sandra Baldvinsdóttir, Runólfur Ólafsson og Óli H. Þórðarson, sem er formaður framkvæmdastjórnarinnar. 2. Staða. Árið 2003 létust 23 í 20 umferðarslysum hér á landi. Árið 2002 létust 29 í 22 slysum og 164 slösuðust alvarlega. Skráningu slysa er ekki lokið fyrir árið 2003, en samkvæmt bráðabirgðatölum hefur fjöldi alvarlega slasaðra verið mjög svipaður og árið 2002 og er áætluð tala 161. Samkvæmt því hefur það markmið umferðaröryggisáætlunar náðst, þriðja árið í röð, að fjöldi alvarlega slasaðra og látinna sé innan viðmiðunarmarka.

2.1 Látnir og alvarlega slasaðir 1991 2003. 3 Tafla 1. Látnir og alvarlega slasaðir 1991 2003, samanburður milli ára. Ár Látnir Alvarlega slasaðir Samtals 1991 27 230 257 1992 21 228 249 1993 17 246 263 1994 12 242 254 1995 24 239 263 1996 10 229 239 1997 15 203 218 1998 27 229 256 1999 21 222 243 2000 32 169 201 2001 24 158 182 2002 29 164 193 2003 23 161* 184* * Áætluð tala. Skráningu er ekki endanlega lokið fyrir árið 2003. Mynd 1. Fjöldi látinna og alvarlega slasaðra 1991 2003 og markmið umferðaröryggisáætlunar. 300 Meðaltal 1991-1996 Alvarlega slasaðir Látnir 250 Árangur 1996-2003 200 Markmið 2003-2012 150 100 50 0 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Heimild: Umferðarráð/Umferðarstofa.

2.2 Látnir í umferðarslysum árið 2003, skipting. 4 Tafla 2. Fjöldi og hlutfall látinna eftir kyni. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall Karl 15 65,22% Kona 8 34,78% Tafla 3. Fjöldi og hlutfall látinna eftir aldri. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall 0 14 2 8,70% 15 24 5 21,74% 25 34 3 13,04% 35 44 1 4,35% 45 54 1 4,35% 55 64 4 17,39% 65+ 7 30,43% Tafla 4. Fjöldi og hlutfall látinna eftir ársfjórðungi. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall janúar mars 3 13,04% apríl júní 3 13,04% júlí september 12 52,17% október desember 5 21,74% Tafla 5. Fjöldi og hlutfall látinna í dreifbýli/þéttbýli. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall Dreifbýli 17 73,91% Þéttbýli 6 26,09% Heimild: Umferðarstofa. Mynd 2. Þróun fjölda látinna í umferðarslysum í dreifbýli, sem hlutfall af heildarfjölda látinna árin 1971 2001 og 2002 2003. 90% 84% 80% 70% 66% 67% Hlutfall dreifbýlis 60% 50% 40% 30% 48% 55% 52% 56% 20% 10% 0% 1971-1975 1976-1980 1981-1985 1986-1990 1991-1995 1996-2001 2002-2003 Ár Heimild: Umferðarráð/Umferðarstofa.

5 Samkvæmt mynd 2 er ljóst að þróunin er sú að mun fleiri látast nú í umferðarslysum í dreifbýli en í þéttbýli. Þetta er umhugsunarvert m.a. í ljósi þess að meiri hluti aksturs fer fram í þéttbýli. Ökuhraði hefur hins vegar aukist á undanförnum árum, eins og sést á mynd 5, og má án efa að hluta til rekja skýringar á þessari breytingu til þeirrar staðreyndar, og að slysum í þéttbýli hefur fækkað meira en slysum í dreifbýli. Tafla 6. Flokkun látinna. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall Ökumenn 11 47,83% Farþegar 9 39,13% Gangandi 3 13,04% Tafla 7. Tegund banaslysa. 2003 Fjöldi látinna Hlutfall Árekstur 9 39,13% Útafakstur 10 43,48% Ekið á hús 1 4,35% Ekið á gangandi 3 13,04% Tafla 8. Fjöldi og hlutfall látinna eftir landsvæðum. 2003 Fjöldi slysa Fjöldi látinna Reykjavík 2 2 Reykjanes 6 7 Vesturland 3 3 Norðurland vestra 4 5 Austurland 3 4 Suðurland 2 2 Heimild: Umferðarstofa. 3. Aðgerðir og verkefni á árinu 2003. 3.1 Lög og reglur um umferðarmál á árinu 2003. Í janúar lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, en tilefni frumvarpsins var innleiðing tilskipunar 2000/26/EB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja. Markmið tilskipunarinnar er einkum að auðvelda tjónþola að fá bætur vegna umferðarslyss í öðru aðildarríki ESB. Tilskipunin er einnig viðbót við fjölþjóðlegt samstarf um græna kortið. Meginefni tilskipunarinnar er: að hvert vátryggingafélag skuli tilnefna tjónsuppgjörsfulltrúa í hinum aðildarríkjunum þannig að tjónþoli geti lagt bótakröfu sína fram í heimalandi sínu hjá tjónsuppgjörsfulltrúa erlends vátryggingafélags, að í hverju aðildarríki skuli vera tjónsuppgjörsaðili sem geti fjallað um bótakröfu frá tjónþola sem falli undir tilskipunina, að í hverju aðildarríki skuli vera upplýsingamiðstöð til að aðstoða tjónþola við að afla upplýsinga um það ökutæki sem valdið hefur tjóni og hvernig háttað er vátryggingu þess. Frumvarpið fól einnig í sér, í samræmi við ákvæði nýs stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, svonefnds Vaduz-samnings, að ákvæði tilskipana um ökutækjatryggingar skuli einnig gilda gagnvart EFTA-ríkjum sem ekki eru aðilar að EES, þ.e. Sviss. Frumvarpið varð að lögum nr. 26/2003 og er þar m.a. að finna ákvæði um meðferð bótakrafna vegna tjóna erlendis, um tjónsuppgjörsmiðstöð og um upplýsingamiðstöð.

6 Í desember lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. Með frumvarpinu er miðað að bættu umferðaröryggi og má þar einkum nefna ákvæði um öryggis- og verndarbúnað barna. Þá miðar frumvarpið að bættu eftirliti með aksturs- og hvíldartíma og að innheimtu gjalda í stað sekta vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Einnig er lagt til í frumvarpinu að svipting ökuréttar vegna ölvunar við akstur taki mið af áfengismagni í blóði og svipting vegna ítrekunar ölvunar við akstur verði lengd. Þá er gert ráð fyrir að svokölluð vélknúin hlaupahjól verði talin til reiðhjóla, en vafi hefur leikið á skilgreiningu slíkra tækja og hvaða reglur ættu að gilda um þau í umferðinni, enda um nýja tegund farartækja að ræða. Lagt er til að ekki megi aka vélknúnum hlaupahjólum á akbrautum, en ella mundi skapast augljós hætta af notkun þeirra. Forsætisráðherra lagði fram frumvarp í desember um yfirstjórn umferðarmála sem miðaði að því að yfirstjórn málaflokksins hyrfi frá dómsmálaráðherra til samgönguráðherra. Frumvarpið varð að lögum nr. 132/2003 sem tóku gildi 1. janúar 2004. Þann 27. maí var gefin út ný reglugerð nr. 392/2003, um lögmæltar ökutækjatryggingar. Hún var sett í framhaldi af lögum nr. 26/2003, um breytingu á umferðarlögum, sem áður er getið. Sama dag var gefin út reglugerð nr. 391/2003 til breytinga á reglugerð nr. 267/1993, um notkun erlendra ökutækja. Reglugerðinni var breytt að því er varðar ábyrgðartryggingar og var sú breyting gerð í tengslum við reglugerð um lögmæltar ökutækjatryggingar. Reglugerð nr. 501/1997, um ökuskírteini, var breytt tvisvar á árinu. Dómsmálaráðherra gaf 7. janúar út reglugerð nr. 4/2003, um breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Sú breyting varðaði akstursmat sem felst í því að áður en fullnaðarskírteini er gefið út eða bráðabirgðaskírteini er endurnýjað skuli ökumaður fara í akstursmat. Í akstursmati felst að kannað er hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni er í samræmi við raunverulega getu hans. Með reglugerðarbreytingunni var nýjum viðauka, VIII. viðauka, bætt við reglugerðina og fjallar hann nánar um markmið, tilhögun og umsjón með akstursmati. Þann 20. nóvember undirritaði dómsmálaráðherra reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini. Reglugerðarbreytingin, sem er nr. 862/2003, var m.a. gerð vegna innleiðingar á tilskipun nr. 2000/56/EB. Meðal breytinga sem gerðar voru má nefna ákvæði þar sem áréttað var að uppfylla þurfi skilyrði fullnaðarskírteinis áður en ökumenn geti fengið aukin ökuréttindi, ákvæði um viðurkenningu á réttindum til farþegaflutninga í atvinnuskyni, breytingar á II. viðauka um lágmarkskröfur um líkamlegt og andlegt hæfi til að stjórna vélknúnu ökutæki, breytingar á III. viðauka um ákvæði um ökutæki sem notuð eru til ökukennslu og við verkleg próf og breytingar á VII. viðauka um tákntölur, m.a. um nánari skilyrði í ökuskírteinum. Þann 15. apríl gaf dómsmálaráðherra út nýja reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Reglugerðin er nr. 308/2003. Henni var síðan breytt 6. október með reglugerð nr. 749/2003 vegna innleiðingar á tilskipun 2002/51/EB og með reglugerð nr. 871/2003 sem gefin var út 20. nóvember og var vegna innleiðingar á tilskipun 2000/53/EB. Þann 6. október var gefin út ný reglugerð um skráningu ökutækja sem er nr. 751/2003. Reglugerðin var m.a. sett til innleiðingar á tilskipun 2000/53/EB og með nýju reglugerðinni var reglugerð nr. 78/1997 um sama efni felld úr gildi. Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja, nr. 528/1998, var breytt með reglugerð nr. 858/2003 sem gefin var út 20. nóvember. Reglugerðin var m.a. sett til innleiðingar á tilskipun 2002/7/EB.

7 Dómsmálaráðherra setti nýja reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms, nr. 554/2003. Reglugerðin var gefin út 9. júlí og leysti hún af hólmi reglugerð nr. 393/1992. Þann 6. október gaf dómsmálaráðherra út reglugerð nr. 750/2003, um breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 984/2000. Reglugerðinni var breytt vegna innleiðingar á tilskipun 2003/28/EB. Þann 4. júlí var gefin út auglýsing nr. 547/2003, um ökutækjatryggingar, m.a. um vátryggingafjárhæðir ábyrgðartrygginga ökumanna vegna líkamstjóns eða missis framfæranda og slysatrygginga ökumanna og hámark eigin áhættu vátryggingartaka samkvæmt nánari reglum reglugerðar um lögmæltar ökutækjatryggingar. Dómsmálaráðherra gaf 18. febrúar út auglýsingu umvátryggingafjárhæðir í aksturskeppnum fyrir árið 2003. Auglýsingin er nr. 129/2003. 3.1.1 Nýjar reglur um akstursmat ungir ökumenn. Þróunarvinna á sviði ökunáms og ökuprófa hér á landi síðustu árin hefur verið unnin með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og tilrauna erlendis. Þannig hefur markvisst verið unnið að lengingu ökunámsins með innleiðingu æfingaaksturs með leiðbeinanda og meiri dreifingu námsins. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhorfsmótun ökumannsins en ekki eingöngu á þjálfun í leikni í akstri bifreiðar. Reglur um akstursmat í umferðarlögum tóku gildi 1. janúar 2003 með lögum nr. 83/2002 og breytingum á reglugerð um ökuskírteini, nr. 4/2003. Samkvæmt reglunum þarf ökumaður, sem er með bráðabirgðaskírteini, að fara í akstursmat áður en hann fær bráðabirgðaskírteinið endurnýjað eða fær fullnaðarskírteini. Hugmyndin um akstursmat er byggð á kenningum um stigskipt nám umferðarhegðunar sem skýrir hvernig góður ökumaður mótast og settar voru fram í skýrslu vinnuhóps á vegum Evrópusambandsins (2000) um aðgerðir sem geta dregið úr umferðarslysum ungra ökumanna. (DAN-report, Results of EU-project: Description and Analysis of Post Licensing Measures for Novice Drivers (G. Bartl ed.), KfV, Austurríki 2000.) Akstursmat felur í sér mat á akstursháttum og endurskoðun á öryggi ökumanns í umferðinni. Allir nýir ökumenn þurfa að fara í akstursmat áður en þeir endurnýja bráðabirgðaskírteinið. Hafi nýliðinn ekki fengið refsipunkta í punktakerfi fyrir umferðarlagabrot í eitt ár samfellt getur hann fengið fullnaðarskírteini. Hann getur þannig fengið fullnaðarskírteini við 18 ára aldur ef allt hefur gengið vel hjá honum í umferðinni. Hér er þannig um verðlaunakerfi en ekki refsikerfi að ræða. Ef gildistími bráðabirgðaskírteinis rennur út áður en þessu skilyrði er fullnægt (að vera refsipunktalaus undanfarið ár) fær hann bráðabirgðaskírteini endurútgefið eftir að hafa farið í akstursmat. Sá sem er alltaf að brjóta eitthvað af sér í umferðinni gæti þannig þurft að endurnýja bráðabirgðaskírteini sitt á tveggja ára fresti og fara í akstursmat í hvert skipti. Ein algengasta orsök umferðarslysa ungra ökumanna er ofmat á eigin getu og hæfni í akstri. Tilgangur akstursmats er að stemma stigu við þessu ofmati og koma að raunhæfara sjálfsmati. Þeir þættir sem athugaðir eru sérstaklega í fari ökumanns eru þeir sem snúa að athygli hans í umferðinni og öryggi gagnvart öðrum ökumönnum, sem og eigin öryggi. Í þeim þáttum sem nýliðinn virðist ofmeta eigin hæfni aðstoðar ökukennarinn hann við að finna góð ráð til þess að bæta öryggi hans. Akstursmatið á samkvæmt þessari hugmyndafræði að vera jákvæð kennslustund í öruggum akstri, tillitssemi og varnarakstri svo draga megi sem mest úr áhættu í umferðinni. Ökumaður kemur með því hugarfari að læra og laga aksturshætti sína. Hann þarf ekki að undir-

8 búa sig að neinu leyti né leggja sig fram um að sýna öruggan akstur. Hann verður að sýna hinn venjulega akstur svo leggja megi mat á hvað hann geti lagað. Akstursmatið er ákveðið ferli sem ökumaður gengur í gegnum. Akstursmat er því ekki hugsað sem ökupróf heldur vinna með sjálfsmat ökumanns og viðhorf hans til aksturs. Ökukennarar, sem hafa fengið sérstaka þjálfun, sjá um akstursmat. Akstursmatið fer fram á eigin bíl ökumannsins og tekur um 50 mínútur. Umferðarstofa gekkst á árinu 2003 fyrir námskeiðum fyrir ökukennara sem annast akstursmat. Námskeiðin, sem taka átta kennslustundir, voru haldin í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Haldin voru níu námskeið sem 157 ökukennarar sóttu. Árið 2000 samdi umferðarráð við Spöl hf. um að ökunemar fengju að aka með ökukennara sínum um Hvalfjarðargöng án greiðslu. Hugmyndin með þessari tilhögun er sú að efla ökunám og stuðla að þjálfun ökunema við sem fjölbreyttastar aðstæður. Um síðustu áramót höfðu 4.126 ferðir verið farnar um göngin í þessu skyni. de Tafla 9. Akstur ökunema um Hvalfjarðargöng. 2000 2001 2002 2003 janúar 157 79 65 febrúar 87 101 74 mars 106 86 101 apríl 107 71 79 maí 128 98 105 júní 102 107 104 júlí 139 152 109 ágúst 146 99 108 107 september 139 104 175 110 október 118 64 117 70 nóvember 121 65 111 93 se mbe r 77 37 61 47 Samtals 601 1.195 1.266 1.064 3.1.2 Sektir. Nýjar reglur um sektir tóku gildi í júlí 2001, sbr. reglugerð nr. 575/2001, um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Samkvæmt reglugerðinni voru sektir hækkaðar verulega, sérstaklega fyrir svokölluð hættubrot, t.d. vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs. Var í því sambandi vísað til þess að rannsóknir hefðu sýnt að háar sektir virtust hafa veruleg áhrif á hegðun ökumanna. Erfitt er að meta nákvæmlega hvort árangur hefur náðst með þessari ráðstöfun. Aðrir þættir hafa þar umtalsverð áhrif. Ljóst er þó, samkvæmt upplýsingum um fjölda alvarlega slasaðra framar í þessari skýrslu, að fjöldi þeirra er innan marka umferðaröryggisáætlunar. Hækkun sekta er þar án efa lóð á vogarskál. Málum sem lögreglustjórum er heimilt að ljúka skv. 115. gr. og 115. gr. a laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, ásamt síðari breytingum, eru afgreidd á tvennan hátt. Annars vegar er heimilt að ljúka málum með sektarboði og hins vegar með sektargerð sem sakborningur gengst undir með undirritun sinni. Ákveði lögreglustjóri að gefa kost á að ljúka máli með greiðslu sektar og niðurstaða færist ekki í sakaskrá sendir hann sakborningi greiðsluseðil með sektarboði. Ákveði lögreglustjóri hins vegar að gefa sakborningi kost á að ljúka máli með sektargerð sendir hann honum boð um að mæta og viðkomandi verður að samþykkja með undirskrift.

9 Til frekari skýringar má segja að minni málum sé lokið með sektarboði en stærri málum, þar sem viðurlög eru ekki meiri en svo að lögreglustjórar mega ljúka málum með lögreglustjórasátt, sé lokið með sektargerð. Eftirfarandi töflur sýna annars vegar útsend sektarboð og hins vegar útsendar sektargerðir. Þegar litið er til sektarboða má sjá að þeim fækkaði um rúmlega 10% á árinu 2003 eftir tæplega 11% fjölgun árið á undan. Athygli vekur að á sama tíma og útsendum sektarboðum fækkar hækkar hlutfall greiddra sektarboða og hlutfall afgreiddra sektarboða af gjaldföllnum. Þegar litið er til þróunar í fjölda útsendra sektargerða má sjá að öfugt við útsend sektarboð fjölgaði þeim lítillega, eða um rúmlega 3%, eftir rúmlega 9% fækkun árið á undan. Ár Ár Tafla 10. Útsend sektarboð og hlutfall greiddra og afgreiddra sektarboða 1999 2003. Útsend sektarboð Greidd sektarboð % Afgreidd af gjaldföllnum sektarboðum í % 1999 35.933 76,7 93,0 2000 36.687 75,0 93,0 2001 38.080 77,4 92,0 2002 42.193 76,6 93,0 2003 37.823 80,2 94,2 Heimild: Ríkislögreglustjórinn. Tafla 11. Útsendar sektargerðir og hlutfall greiddra og afgreiddra sektargerða 1999 2003. Útsendar sektargerðir Greiddar sektargerðir % Afgreiddar af gjaldföllnum sektargerðum % 1999 3.183 63,9 91,1 2000 3.836 61,1 89,6 2001 3.123 55,7 89,1 2002 2.839 56,1 89,1 2003 2.929 58,6 87,0 Heimild: Ríkislögreglustjórinn. Mynd 3. Fjöldi útsendra sektarboða og sektargerða 1999 2003. Fjöldi sektargerða 45000 40000 35000 30000 25000 20000 15000 10000 5000 0 Útsend sektarboð Útsendar sektargerðir 42.193 4500 35933 36.687 38.080 37.823 4000 3.836 3500 3.183 3.123 3000 2.839 2.929 2500 2000 1500 1000 500 0 1999 2000 2001 2002 2003 Heimild: Ríkislögreglustjórinn. Fjöldi sektarboða

10 3.2. Ökuhraði. Ökuhraði á þjóðvegunum er enn þá alltof mikill. Eins og sést á mynd 5 hefur hraði aukist frá árinu 1993 og haldist nokkuð óbreyttur. Þó má greina lækkun hjá þeim sem hraðast aka á árunum 2002 og 2003. Hafa ber í huga að lækka þarf meðalhraðann um 5 7 km/klst. til þess að ná því takmarki að fleiri en 85% ökumanna aki undir leyfðum hraða. Leyfð frávik, samkvæmt reglugerð um sektir, eru 10 km/klst. meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Ætla má að þetta leiði m.a. til þess að hraðamörk eru hér ekki virt sem skyldi. Mynd 4. Fjöldi hraðakstursbrota og annarra umferðarlagabrota samkvæmt málaskrá lögreglu 1999 2003. 80.000 70.000 Of hraður akstur Önnur umferðarlagabrot Fjöldi brota 60.000 50.000 40.000 30.000 43.991 47.096 42.984 46.012 38.783 20.000 10.000 18.748 19.718 23.586 27.561 25.285 0 1999 2000 2001 2002 2003 * Heimild: Ríkislögreglustjórinn. *Bráðabirgðatölur. Mynd 5. Þróun hraða á þjóðvegum 1990 2003. 150,0 140,0 130,0 120,0 85% Meðalhraði 15% Leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst 110,0 km/klst. 100,0 90,0 80,0 70,0 60,0 50,0 Línuritiðsýnirþróun ökuhraðaá þjóðvegumátímabilinu 1990-2003. Engar mælingar fórufram árin1994 og 1995og mjög fáar árið1997oger þeim árumþví sleppt. Sjámáaðökuhraði hefur aukist umtalsvert átímabilinu. Þó eruvísbendingar umað síðustu tvöár, þ.e. árin2002og2003, hafi dregið úr ökuhraðam.v. árinþar áundan. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 Ár

11 3.3 Ölvunarakstur. Tafla 12. Fjöldi kærðra, handtekinna og sakborninga í ölvunarakstursbrotum. 1999 2000 2001 2002 2003* Grunaðir um ölvun við akstur 2.066 2.587 2.180 1.950 1.894 * Tölur fyrir árið 2003 eru bráðabirgðatölur. Tafla 13. Fjöldi kærðra, handtekinna og sakborninga í ölvunarakstursmálum sem voru mældir. 1999 2000 2001 2002 2003* Undir mörkum 160 289 174 186 217 0,5 0,609 103 159 133 124 126 0,61 0,759 196 222 186 185 160 0,76 0,909 146 183 177 157 120 0,91 1,109 212 258 215 205 207 1,11 1,199 71 108 101 88 86 1,20 + 814 971 900 780 726 Alls 1.702 2.190 1.886 1.725 1.642 Heimild: Ríkislögreglustjórinn. *Í 252 tilvikum hafði niðurstaða blóðsýnis ekki borist eða áfengispróf var ekki framkvæmt. Tafla 14. Hlutfall kærðra, handtekinna og sakborninga í ölvunarakstursmálum sem voru mældir. 1999 2000 2001 2002 2003* Undir mörkum 9,4 13,2 9,2 10,8 13,2 0,5 0,609 6,1 7,3 7,1 7,2 7,7 0,61 0,759 11,5 10,1 9,9 10,7 9,7 0,76 0,909 8,6 8,4 9,4 9,1 7,3 0,91 1,109 12,5 11,8 11,4 11,9 12,6 1,11 1,199 4,2 4,9 5,4 5,1 5,2 1,20 + 47,8 44,3 47,7 45,2 44,2 Alls 100 100 100 100 100 Heimild: Ríkislögreglustjórinn. *Í 252 tilvikum hafði niðurstaða blóðsýnis ekki borist eða áfengispróf var ekki framkvæmt. Eins og fram kemur í töflu 13 hefur brotum vegna ölvunar við akstur fækkað síðustu ár. Erfitt er að meta hvort þessi fækkun sé tilkomin vegna minni áherslu lögreglu á þennan málaflokk eða hvort um raunverulega fækkun brota sé að ræða. Benda má á að eitt af markmiðum ríkislögreglustjórans er að auka áherslu á eftirlit lögreglu með ölvunarakstri og því hæpið að álykta að lögregla leggi minni áherslu á þennan málaflokk. Þetta er þó erfitt að mæla og því mikilvægt að leita annarra leiða til að meta tíðni ölvunaraksturs í samfélaginu. Ein leið er að spyrja almenning um það hvort viðkomandi hafi ekið undir áhrifum áfengis. Slíkar rannsóknir gefa vísbendingar um að á hverju ári aki tæplega 10% 18 75 ára ökumanna einu sinni eða oftar undir áhrifum áfengis (Gallup 2001: Rannsókn á áfengis- og vímuefnaneyslu Íslendinga. Reykjavík: Áfengis og vímuvarnaráð Íslands). Þá kemur fram í nýlegri rannsókn að 25% framhalds- og háskólanema, 17 30 ára, segjast hafa ekið einu sinni eða oftar undir áhrifum áfengis en einungis 4% segjast hafa verið teknir af lögreglu (Haukur Freyr Gylfason, Rannveig Þórisdóttir og Marius Peersen 2004: Aksturshegðun ungmenna).

12 Mynd 6. Hlutfall kærðra, handtekinna og sakborninga í ölvunarakstursmálum sem voru mældir, greint eftir sektarstigi. 100 Undir mörkum 0,5-1,20 1,20+ 90 80 70 60 % 50 42,8 42,5 43,1 44 42,6 40 47,8 44,3 47,7 45,2 44,2 30 20 9,4 13,2 9,2 10,8 13,2 10 0 1999 2000 2001 2002 2003 * Heimild: Ríkislögreglustjórinn. *Bráðabirgðatölur. 3.4 Bílbelti og öryggisbúnaður fyrir börn. Árvekni, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarstofa gerðu könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum eins og mörg undanfarin ár. Þá kom í ljós að 5,9% barna notuðu engan öryggisbúnað, 12,3% notuðu eingöngu bílbelti, sem er ekki fullnægjandi, en 81,7% barna voru í öryggisbúnaði sem hæfði stærð þeirra og aldri. Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu gerðu viðamiklar kannanir víða um land á notkun bílbelta. Þar kom í ljós að 92% ökumanna á þjóðvegum utan þéttbýlis voru með bílbelti spennt og 80% ökumanna í þéttbýli. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp þar sem til viðbótar því að fólki sé skylt að nota bílbelti í akstri er skerpt á reglum um að börn skuli nota viðurkenndan öryggisbúnað, svo sem öryggisbelti, barnabílstól eða annan búnað sem sérstaklega er ætlaður börnum. 4. Verkefni ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka. 4.1 Ráðuneyti og stofnanir. 4.1.1 Dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðuneytið, samgönguráðuneytið frá 1. janúar 2004, er aðili að High-Level Group sem er æðsta stofnun Evrópusambandsins sem fer með umferðaröryggismál. Mikilvægt er að Íslendingar séu virkir þátttakendur í þessu starfi en hagur okkar er ótvíræður vegna þeirra rannsókna og upplýsinga sem við fáum aðgang að með aðild að þessari stofnun. Dómsmálaráðuneytið, samgönguráðuneytið frá 1. janúar 2004, tekur jafnframt þátt í nefnd framkvæmdastjórnar ESB um ökuskírteini. Nefndin fjallar um allt sem snertir laga- og reglusetningu varðandi ökupróf og ökukennslu, afturköllun og skilyrði til þess að mega öðlast ökuskírteini, heilbrigðisskilyrði ökumanna og ýmsa aðra tæknilega þætti viðvíkjandi ökuskírteinum, sem og helstu umhverfisþáttum umferðar. 4.1.2 Umferðarstofa. Störf Umferðarstofu á sviði umferðaröryggismála á árinu 2003 byggðust í meginatriðum

13 á markmiðum umferðaröryggisáætlunar til ársins 2012. Aðgerðir til að draga úr ökuhraða, koma í veg fyrir ölvunarakstur og til að auka notkun öryggisbúnaðar í bílum skipuðu þar einna stærstan sess. Birtar voru nýstárlegar útvarps- og sjónvarpsauglýsingar þar sem áhersla var lögð á þessa þrjá þætti. Umferðarfulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu voru starfandi um þriggja mánaða skeið. Þeir unnu mikið að því að vekja athygli á mikilvægi aukins umferðaröryggis á heimavettvangi, könnuðu notkun bílbelta o.fl. Í könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum sem gerð var í aprílmánuði í samstarfi við Árvekni og Slysavarnafélagið Landsbjörg kom í ljós að 5,9% barna voru laus í bílum og 12,3% barna voru einungis í bílbelti sem telst ekki vera fullnægjandi öryggisbúnaður. Notkun öryggisbúnaðar fyrir börn hefur aukist ár frá ári en leggja þarf áherslu á rétta notkun. Endurskoðun fræðsluefnis umferðarskólans Ungir vegfarendur hófst á árinu og var byrjað á að endurnýja efni fyrir þriggja ára börn. Framhald verður á þeirri endurskoðun á árinu 2004. Umferðarskóli fyrir 5 og 6 ára börn fór fram á árinu með hefðbundnum hætti. Vegna breyttra aðstæðna í grunnskólum stóð fræðslan í einn dag á hverjum stað í stað tveggja eins og áður var. Aðsókn að skólanum var mjög góð eins og mörg undanfarin ár. Dreift var skipulega fræðsluefni til erlendra ökumanna sem aka á Íslandi. Er það efni á sex erlendum tungumálum. Slysaskráning Umferðarstofu hefur verið efld og nálgast það markmið innan skamms að ná til dagsins í dag. Umferðarstofa hefur innleitt stefnumiðað árangursmat (Balanced Score Card) sem miðar að því að mæla virkni í starfseminni og árangur hennar. 4.1.3 Umferðarráð. Eftir að verkefni stofnunarinnar umferðarráðs og Skráningarstofunnar hf. voru sameinuð í nýrri stofnun, Umferðarstofu, 1. október 2002 hefur eðlilega orðið mikil breyting á stöðu ráðsins. Áður naut ráðið þess að stofnun með sama nafni vann að margháttuðum verkefnum á sviði umferðaröryggismála þannig að nafn þess var fólki tamt þegar umferðarmálefni voru til umræðu. Á þessu hefur eðlilega orðið breyting og fulltrúar í umferðarráði hafa því á fundum sínum talsvert rætt um framtíðartilhögun á starfsháttum ráðsins. Í umferðarráði sitja 22 fulltrúar frá hinum ýmsu aðilum í þjóðfélaginu, sem láta sig umferð og umferðaröryggi varða, og kemur ráðið saman nokkrum sinnum á ári og fjallar á fundum sínum um margvísleg umferðaröryggismál. Á dagskrá fundanna árið 2003 var m.a.: Vegagerðin og umferðaröryggismálin, Reykjanesbraut, hraðatakmarkarar í fólksbifreiðir og drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum. Stjórn umferðarráðs kemur reglulega saman milli funda ráðsins. Meginhlutverk umferðarráðs er að beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Það skal vera ráðherra til ráðgjafar um gerð umferðaröryggisáætlunar og framkvæmd hennar, svo og um fræðslu og upplýsingamiðlun, og vera samráðsvettvangur þeirra sem fjalla um umferðarmál og láta sig umferðaröryggi varða. 4.1.4 Ríkislögreglustjórinn. Mikil áhersla var lögð á skipulegt samstarf umferðardeildar ríkislögreglustjórans við lögreglustjóraembættin og Vegagerðina um umferðareftirlit á árinu 2003. Samstarf við Vegagerðina beinist aðallega að eftirliti með stórum ökutækjum, bæði vöruflutningabifreiðum og hópbifreiðum. Þar er litið eftir frágangi og þyngd farms, að fylgt sé ákvæðum um hvíldartíma

14 ökumanna og að atvinnurekstrarleyfi séu í gildi. Umferðardeildin kemur að skipulagi lögregluliðanna við umferðareftirlit á þjóðvegum og leggur til sérfræðiþekkingu og sérbúin ökutæki. Hefur deildin yfir að ráða hraðamyndavélum og myndbandsupptökutækjum tengdum radarmælum en við þann búnað var aukið á árinu. Þá starfrækir umferðardeildin sérbúna lögreglubifreið með öndunarsýnamæli sem notaður er við sönnunarfærslu í ölvunarakstursmálum. Bifreiðin var notuð víða um land eftir óskum embættanna eða fyrir fram gerðu skipulagi umferðardeildarinnar. Reglur um töku öndunarsýna og starfræksla mælitækjanna var endurskoðuð á árinu. Umferðareftirlit er öflugast á þjóðvegum yfir sumarmánuðina og sérstök áhersla er lögð á eftirlitið fyrstu helgina í júlímánuði og verslunarmannahelgina þegar umferð á þjóðvegum er í hámarki. 4.1.5 Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Verkefni rannsóknarnefndarinnar árið 2003 voru rannsóknir banaslysa í umferðinni og mun nefndin birta skýrslu og niðurstöður sínar á komandi vori. Að auki sinnti nefndin sérverkefnum um alvarleg umferðarslys á gatnamótum og þátt farþega í umferðarslysum, en Rannsóknarráð umferðaröryggismála styrkti þessi verkefni. Í skýrslu nefndarinnar um banaslys í umferðinni 2002 sem kom út á árinu er ítarleg umfjöllun og gagnrýni á rannsóknir lögreglu á alvarlegum umferðarslysum. Nefndin fylgdi gagnrýninni og viðbrögðum við henni eftir á árinu, m.a. í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Meginmarkmið þeirrar vinnu er að koma ábendingumá framfæri við lögreglustjóra og þá sem rannsaka umferðarslys um hvað má betur fara í rannsóknunum. Samræma þarf vinnubrögð á landinu öllu og koma bíltæknirannsóknum í fastari skorður. Meðal þess sem nefndin vann að í tilraunaskyni, í tengslum við bættar rannsóknir umferðarslysa, var aðferð við að reikna út hraða ökutækja út frá ummerkjum á vettvangi og afmyndun ökutækja. Þá varði rannsóknarnefndin nokkrum tíma í stefnumótun og áætlanagerð. Meðal þess sem lagt er til er að starfsemi nefndarinnar verði bundin í lög, að fjárveiting til nefndarinnar verði aukin og að nefndin rannsaki fleiri slys en banaslys í umferðinni. Sérstaklega er þá horft til flokksins öll alvarleg umferðarslys. Þessar tillögur og fleiri hafa verið kynntar dómsmálaráðuneyti og verða kynntar samgönguráðuneyti árið 2004. 4.1.6 Lögregluskóli ríkisins. Kennsla í grunnnámi Lögregluskóla ríkisins tekur mið af markmiðum umferðaröryggisáætlunar og í náminu árið 2003 kynntust nemendur þeim rækilega með því að lykilaðilar málaflokksins komu áhersluatriðum á framfæri. Hlutfall málaflokksins í kennslu skólans er svipað og undanfarin ár. Á námskeiðum í framhaldsdeild Lögregluskólans voru umferðarmál tekin til skoðunar á símenntunarnámskeiðum, á námskeiði fyrir rannsóknarlögreglumenn og fjallað var rækilega um umferðarfræðslu í skólum á tveimur námskeiðum um forvarnir og grenndarlöggæslu þar sem fjallað var um nýtt kennsluefni sem skólinn hefur látið útbúa. Lögreglumenn fengu þá í fyrsta sinn samræmt kennsluefni til að nota í umferðarfræðslu í grunnskólum og lærðu að nota það. Þá unnu nemendur í stjórnunarnámi Lögregluskólans, sem haldið er í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, verkefni þar sem þeir rannsökuðu ársskýrslur rannsóknarnefndar umferðarslysa og skiluðu greinargerðum um þær. Umsjónarmaður umferðarfræðikennslu skólans hefur nú í tvö ár verið ráðgjafi rannsóknarnefndar umferðarslysa og les hann gögn með nefndinni. Af sjálfu leiðir að mikill fróðleikur fæst við það um gæði lögreglurannsókna í málaflokknum sem skilar sér inn í kennslu, bæði

15 í grunndeild og framhaldsdeild. Til stóð á árinu að ljúka við gerð kennsluefnis um rannsóknir umferðarslysa en af ýmsum orsökum er því ólokið enn, en efnið er í vinnslu. 4.1.7 Samgönguráðuneyti. Í árslok sl. árs, í kjölfar samþykktar ríkisstjórnarinnar, var hafinn undirbúningur að flutningi umferðarmála frá dómsmálaráðuneyti til samgönguráðuneytis. Allt fram til þessa árs hefur Vegagerðin haft umsjón með framkvæmd vega- og umferðarmála er varða samgönguráðuneytið. Samgönguráð hefur hins vegar yfirumsjón með gerð þingsályktunar um samgönguáætlun sem er annars vegar stefnumótandi langtímaáætlun til tólf ára og hins vegar ýtarleg framkvæmdaáætlun fyrir framkvæmdir og aðgerðir fyrstu fjögurra áranna. Í gildandi samgönguáætlun er fjallað sérstaklega um öryggismál samgangna og er eitt fjögurra meginmarkmiða áætlunarinnar öryggi í samgöngum. Sett er fram það áform að vinna að því að fækka alvarlegum slysum í umferðinni um 40% til ársins 2012 í samræmi við umferðaröryggisáætlun 2002 2012 sem Alþingi hefur samþykkt. Í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2003 2014 eru tilgreindar nokkrar aðgerðir til þess að ná markmiði um öryggi í samgöngum. Þær eru m.a. að efla rannsóknir á sviði umferðaöryggismála, stuðla að ábyrgari hegðun með aukinni fræðslu og áróðri, gera umhverfi vega og gatna öruggara og að vinna að enn virkara samstarfi við lögreglu, Umferðarstofu, umferðarráð og sveitarfélög til þess að auka umferðaröryggi. Þá er í þingsályktunartillögunni að finna tillögur um margar framkvæmdir sem flestar stuðla að auknu umferðaröryggi, svo sem að fækka einbreiðum brúm. Vísað er til samgönguáætlunarinnar til nánari skýringa um aðgerðir í umferðaröryggismálum og til svars Vegagerðarinnar um framvindu þeirra. Þá má þess geta að unnið er að endurskoðun fjögurra ára samgönguáætlunar, en áætlað er að leggja fram þingsályktunartillögu í haust um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005 2008. 4.1.8 Vegagerðin. Vegagerðin gaf út stefnu sína í umferðaröryggismálum í október 2001. Hún vinnur eftir umferðaröryggisáætlun sem er samhljóða markmiðum stjórnvalda um fækkun alvarlega slasaðra og látinna. Aðgerðir Vegagerðarinnar miða að þessu markmiði og er lögð áhersla á að forgangsraða þannig að árangur verði sem mestur. Á árinu 2003 voru veittar 140 millj. kr. til lagfæringa á svartblettum og til eftirlits með þunga ökutækja og hvíldartíma ökumanna, ásamt almennri löggæslu í samvinnu við ríkislögreglustjórann. Unnið var að lagfæringum á 27 hættulegum stöðum samkvæmt áætlun. Meðal annars voru sett upp viðvörunarljós við sjö einbreiðar brýr og sett upp vegrið á ellefu stöðum, þar af var sett upp 3,2 km vegrið á Vestfjörðum og um einn kílómetri á Kjalvegi við Kolkustíflu. Einnig voru lagfærðir sex hættulegir staðir og sett upp lýsing á þremur stöðum. Haldið var námskeið fyrir þá sem sinna umferðaröryggisrýni og nú er allstór hópur manna sem getur tekið að sér að rýna hönnunargögn hvað viðkemur umferðaröryggi. Lokið var gerð margra nýrra vegarkafla á árinu sem bæta eiga umferðaröryggi. Má þar nefna mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í Reykjavík, nýja brú og veg um Þjórsá, nýjan veg á Tjörnesi og veg um Mývatnsheiði. Byggðar voru tvíbreiðar brýr eða lögð ræsi í staðinn fyrir einbreiðar brýr á 27 stöðum. Þar af var útrýmt sjö einbreiðum brúm á hringveginum. Haldið var áfram að setja upp mælitæki við þjóðvegina sem gefa upplýsingar um umferð, veður og færð.

16 4.1.9 Rannsóknarráð umferðaröryggismála. Rannum, sem er samstarfsvettvangur Vegagerðarinnar, Rauða kross Íslands, umferðarráðs, Landspítala háskólasjúkrahúss og 13 annarra aðila, veitti á árinu 2003 samtals um 16 millj. kr. til 19 rannsóknarverkefna á sviði umferðaröryggismála. Verkefnin voru fjölbreytt og tengjast umferðaröryggismálum frá nokkrum sjónarhornum. Nokkur áhersla hefur verið lögð á stöðu umferðarfræðslumála á grunnskóla- og leikskólastigi og lauk viðamiklum rannsóknum á því sviði á árinu 2003. Umferðaröryggismál voru einnig skoðuð út frá hegðun ökumanna og hvaða þættir geta haft áhrif á umferðaröryggi, svo sem vindafar, umferðareftirlit lögreglu og fleira. Ýmsir fleiri þættir sem tengjast slysum og umferðaröryggi voru skoðaðir. Samstarf innan Rannum hófst árið 2000 og mun standa yfir í fimm ár. Að þeim tíma liðnum verður starfsemin metin og ákvörðun um framhald tekin. Á þessum þremur árum hafa verið veittir styrkir til alls 60 verkefna, að upphæð 63 millj. kr. 4.1.10 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi 20. maí 2001, eru slysavarnir eitt af sjö forgangsmarkmiðum. Í áætluninni eru þau markmið sett að slysum og dauðaslysum fækki um 25% til ársins 2010. Slysavarnaráð og aðrar stofnanir ráðuneytisins vinna nú skipulega að framgangi þessara markmiða. Þann 1. júlí 2003 tók Lýðheilsustöð til starfa og meðal starfa hennar er vinna að slysavörnum. 4.1.11 Slysavarnaráð. Slysavarnaráði ber samkvæmt lögum nr. 18/2003 að stuðla að fækkun slysa og sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti. Landlæknisembættið og slysavarnaráð hafa um nokkurt skeið haft frumkvæði að samræmdri skráningu slysa með þróun og gerð gagnabankans Slysaskrár Íslands. Markmið samræmdrar slysaskráningar er að auðvelda slysarannsóknir og efla forvarnir með betra yfirliti yfir fjölda slysa, orsakir þeirra og afleiðingar. Síðastliðið ár voru skráningaraðilar í Slysaskrá Íslands fjórir, Vinnueftirlit ríkisins, slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, Tryggingamiðstöðin og ríkislögreglustjórinn. Voru niðurstöður skráningar þeirra birtar á vefsíðu Landlæknisembættisins (http://www.landlaeknir.is/ template1.asp?pageid=40). Á árinu var enn fremur unnið að fjölgun skráningaraðila. Viðræður voru hafnar við tvö tryggingafélög og eitt sjúkrahús á landsbyggðinni og skráningarkerfi heilsugæslustöðva aðlagað svo unnt væri að skrá og senda upplýsingar til Slysaskrár Íslands. 4.1.12 Umhverfisráðuneyti. Ráðuneytið hefur ekki með beinum hætti gripið til aðgerða til þess að auka umferðaröryggi vegfarenda á árinu 2003, en þar sem augljós tengsl eru á milli skipulagsmála og umferðaröryggismála óskaði ráðuneytið eftir því við Skipulagsstofnun að hún greindi ráðuneyti frá aðgerðum stofnunarinnar í þessum málaflokki. Svar Skipulagsstofnunar er eftirfarandi: Skipulagsstofnun hefur ekki unnið að sértækum aðgerðum varðandi umferðaröryggi en sá þáttur er meðal þess sem stofnunin horfir til við afgreiðslu svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana. Í nóvember 2003 gaf Skipulagsstofnun út Leiðbeiningar um gerð aðalskipulags, ferli og aðferðir og á árinu var unnið að leiðbeiningariti um gerð deiliskipulags sem ráðgert er að komi út á þessu ári.

17 4.1.13 Landbúnaðarráðuneyti. Í janúar 2001 kynnti landbúnaðarráðherra lokaskýrslu vegsvæðanefndar 1998 2001, Þjóðvegir og búfé. Hún markaði tímamót því að um tillögur hennar náðist nær einróma samstaða um aðgerðir til að auka umferðaröryggi á þjóðvegum vegna umferðar búfjár á vegsvæðum. Þótt landbúnaðarráðuneytið hafi ekki unnið að þessum málum í kjölfar skýrslunnar hefur að nokkru verið unnið í anda hennar á nokkrum stöðum á landinu, einkum á árinu 2003. Unnið hefur verið að uppsetningu samfelldra girðinga með þjóðvegi 1 í Mýrdal og slíkt hið sama undirbúið í Húnaþingi vestra, samkvæmt sérstökum samningum sem Vegagerðin hefur gert við viðkomandi sveitarfélög. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur leitað eftir slíku samkomulagi og áhugi er á að gera markvissar úrbætur á öðrum löngum vegarköflum, t.d. í Flóanum og í Eyjafirði. Sú framkvæmd sem þó hefur sennilega skilað mestum árangri á liðnu ári er friðun þjóðvegar 1 frá höfuðborgarsvæðinu austur í Hveragerði sem er mikilvægur liður í friðun Suðurlandsvegar á Hellisheiði og Þrengslavegar í Ölfusi fyrir lausagöngu búfjár. Að framkvæmdum standa Vegagerðin og viðkomandi sveitarfélög. Auk samfelldrar girðingar var komið á reglubundinni vörslu í anda tillagna vegsvæðanefndar. Felst hún í því að sérstakir vörslumenn fara reglubundið með girðingunni, loka hliðum, gera við bilanir og handsama kindur sem komist hafa í gegn. Árangur er greinilegur því lítið sem ekkert hefur verið keyrt á búfé á þessum stöðum síðan. Til samanburðar má geta að á undanförnum árum hefur að jafnaði verið ekið á um 20 kindur hvert sumar á Suðurlandsvegi, á kaflanum um Fóelluvötn, Sauðadali (Litla kaffistofan) og Svínahraun, en enga sumarið 2003. Þetta er gott dæmi um miklar framfarir sem auka mjög umferðaröryggi á þessu svæði. Sumarið 2004 er áformað að friða Suðurlandsveg frá Hveragerði austur fyrir Ingólfsfjall, og þar með Biskupstungnabraut inn að Sogsbrú við Þrastalund. 4.2 Sveitarfélög. 4.2.1 Reykjavíkurborg. Á vegum Gatnamálastofu var unnið fyrir rúmlega 50 millj. kr. á 17 stöðum til að auka umferðaröryggi í gatnakerfinu (endurbætur vástaða). Á árinu var einnig leyfður hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst. ( 30 km hverfi ) í 13 hverfum með hefðbundnum aðgerðum (hliðum og hraðahindrunum). Kostnaður var um 60 millj. kr. Samkvæmt lauslegri áætlun er gert ráð fyrir, að lokið verði við að lækka leyfðan hámarkshraða í íbúðarhverfum borgarinnar í 30 km/klst. á árinu 2006. Tekið var upp samstarf við sjö grunnskóla um skipulag og gerð öruggari gönguleiða skólabarna. Með hliðsjón af þeim hugmyndum sem fram komu á fundum með skólunum voru gönguleiðir skólabarna endurbættar. Kostnaður var um 25 millj. kr. 4.2.2 Seltjarnarneskaupstaður. Á árinu 2003 var unnið að almennu viðhaldi á umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingum gatna. Einnig var fjölgað 30 km hraðamerkingum á götur í íbúðarhverfum. Þá var áfram unnið að almennu viðhaldi og lagfæringum á gatna- og göngustígakerfinu sem auka á öryggi vegfarenda. Öryggi barna, allra ábyrgð er verkefni sem unnið hefur verið að tvisvar á ári, að haustlagi og síðla vetrar. Um er að ræða samstarf við Mýrarhúsaskóla, foreldrafélag skólans, íþrótta- og æskulýðsráð og slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi um hvernig örva megi börn til þess að ganga frá heimili sínu í skólann á morgnana. Í tengslum við verkefnið var áletruðum borðum komið fyrir við fjölfarnar götur til að vekja athygli vegfarenda á verkefninu. Slysavarnadeild kvenna, Kiwanisklúbburinn og Björgunarsveitin Ársæll hafa undan-

18 farin ár unnið að umferðaröryggismálum á Seltjarnarnesi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur í gegnum árin verið fátt um alvarleg óhöpp í bæjarfélaginu og ekki hægt að benda á sérstaka staði með hárri slysatíðni. 4.2.3 Kópavogsbær. Helstu aðgerðir til að auka umferðaröryggi í Kópavogi 2003 voru þær að á árinu var lokið við lagfæringar á svartblettum samkvæmt fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun sem gerð var á grundvelli úttektar á umferðaröryggi í Kópavogi í apríl árið 1999. Á síðasta ári var hafin vinna við nýja úttekt á umferðaröryggi í bæjarfélaginu. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður gerð ný framkvæmdaáætlun um lagfæringar á svartblettum í bænum. Á árinu var jafnframt haldið áfram framkvæmdum vegna 30 km hverfa. Stefnt er að því að allar húsagötur í Kópavogi verði með 30 km hámarkshraða á árinu 2005. 4.2.4 Garðabær. Garðabær hefur rekið færanlegt hraðaviðvörunartæki sem segir ökumönnum til um aksturshraða þeirra en skráir hann ekki. Unnið er að úttekt á umferðarslysum í bænum nokkur undanfarin ár á grundvelli lögregluskýrslna og stefnt að því að ljúka úttekt á hægri forgangi á árinu 2004. Á árinu var gert sérstakt átak í að skipta gangbrautum yfir aðalgötur í bæjarfélaginu. Enn fremur hefur verið lögð áhersla á gerð göngustíga í bænum til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Á árinu voru teknar ákvarðanir um gerð tveggja nýrra hringtorga í tengslum við aðgerðir til þess að auka umferðaröryggi í Garðabæ. Ákveðið var í skipulagi að á gatnamótum Bæjarbrautar og Arnarnesvegar verði hringtorg sem kemur í stað umferðarljósa. Möguleiki er að tengja Fífuhvammsveg inn á hringtorgið sem kemur þannig í stað tveggja T-gatnamóta með umferðarljósum þar sem orðið hefur verulegur fjöldi umferðarslysa á undanförnum árum. Enn fremur hefur verið gert deiliskipulag vegna nýs grunnskóla á Grundum, en þar er sérstaklega tekið á aðkomu og umferðarmálum með tillögu að hringtorgi á Vífilsstaðavegi og undirgöngum undir veginn fyrir gangandi vegfarendur. Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar hefur farið fram sérstök athugun á lausnum varðandi gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar. Í því sambandi er leitast við að taka tillit til gangandi vegfarenda eins og unnt er í svo stórum og umferðarmiklum gatnamótum. 4.2.5 Hafnarfjarðarbær. Árið 2000 var samþykkt áætlun um gerð 30 km hverfa í Hafnarfirði og hefur síðan verið unnið markvisst að uppbyggingu þeirra. Helstu verkefni síðasta árs voru að Suðurbærinn var gerður að 30 km hverfi, sett voru upp gönguljós við Einarsreit, umferðaröryggi var bætt í Hamrabergi, gerðar nýjar hraðahindranir ásamt ýmsum lagfæringum á gatnakerfinu. Á síðasta ári tók Hafnarfjörður þátt í evrópskri umferðarviku (European Mobility Week), en efnt hefur verið til umferðarviku í Hafnarfirði allt frá árinu 1999 með víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í bænum. 4.2.6 Reykjanesbær. Vinnu við að framfylgja samþykktu umferðaskipulagi Reykjanesbæjar, sem samþykkt var árið 2001, var framhaldið á árinu 2003. Helstu aðgerðir voru þessar: Við endurnýjun Hafnargötunnar var lögð áhersla á að ná umferðarhraða niður sem mest til að auka öryggi vegfarenda. Tekið var fullt tillit til þessa í hönnun götunnar, til dæmis

19 verða gangbrautir upphækkaðar, hringtorg gert á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu, ásamt því að lýsing og merkingar voru og verða endurbættar mikið. Öryggi vegfarenda við alla skóla hefur verið aukið með því að lækka leyfðan hámarkshraða í 30 km/klst. á götum við skólana, upphækkun gangbrauta á helstu leiðum skólabarna og með betri merkingum. Á árinu 2004 verður þessu verkefni lokið og verður þá umhverfi allra skóla með þessum hætti. Settar hafa verið upp færanlegar hraðahindranir þar sem þörf hefur verið hverju sinni. Lögð hefur verið áhersla á að draga úr umferðahraða á aðalinnkomuleiðum í Reykjanesbæ þannig að steyptur hefur verið kantsteinn beggja vegna götunnar sem þrengir götukassann. Dregur það verulega úr umferðahraða þeirra er aka inn í bæjarfélagið. 4.2.7 Mosfellsbær. Á árinu 2003 var staðfest nýtt aðalskipulag fyrir Mosfellsbæ árin 2002 2024. Í því er sérstaklega tekið á umferðaröryggismálum og stefnt að því að hönnun gatna í nýjum hverfum taki mið að því meginmarkmiði að umferðarhraði skuli háður nábýli við íbúðarhverfi og skóla og stofnanir. Þannig skulu nemendur á leið í skóla ekki þurfa að fara yfir götur þar sem hámarkshraði er meiri en 30 km/klst. Á árinu 2003 var samþykkt aðgerðaráætlun um staðsetningu á hraðahindrunum og 30 km hverfum í Mosfellsbæ. ir í samræmi við aðgerðaráætlunina munu hefjast á árinu 2004 og gert ráð fyrir þeim á næstu fjórum árum. Áfram hefur verið unnið að bættu aðgengi fyrir fatlaða í gatnakerfinu. Hraðamerkingar hafa verið málaðar á götur til að vekja enn frekar athygli á hámarkshraðareglum. 4.2.8 Akraneskaupstaður. Helstu aðgerðir til að auka umferðaröryggi í bæjarfélaginu árið 2003 voru þessar: Hraðatakmarkandi aðgerðir: Hraðahindranir voru settar upp á tveimur stöðum sem jafnframt eru gangbrautir. Yfirborðsmerkingar gatna: Yfirborðsmerkingar gatna voru bættar og auknar frá árinu 2002. Sérstök áhersla var lögð á merkingar gangbrauta og merkingar sérstaklega yfirfarnar fyrir skólabyrjun á haustdögum. Aðgerðir við skóla: Bætt var aðstaða við Grundaskóla (grunnskóli) vegna aksturs barna úr og í skóla. 4.2.9 Ísafjarðarbær. Unnið var að ýmsu á árinu er varðar aukið öryggi vegfarenda. Alltaf er eitthvað gert í merkingum gatna og í uppsetningu nýrra umferðarmerkja. Einnig er hafin vinna við endurskoðun reglugerðar um umferð í bænum. Þá hefur verið lögð aukin áhersla á snjómokstur gangstétta og gönguleiða, einkum á milli Grunnskólans á Ísafirði og íþróttahúss, ásamt stórauknum hálkuvörnum gatna og gangstétta. Lokið var við miklar framkvæmdir á Flateyri þar sem lagt var bundið slitlag á nokkrar götur ásamt gangstéttum. Á Suðureyri var lokið framkvæmdum við tvær götur með bundnu slitlagi og gangstéttum. Á Ísafirði var haldið áfram lagningu göngustígs er tengir saman hverfi innan bæjarins. Þá var einnig nokkuð unnið að uppsetningu götulýsingar í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar.

20 4.2.10 Sveitarfélagið Skagafjörður. Í tengslum við vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð er markvisst unnið að flokkun gatnakerfisins og skráningu á óhöppum og slysum. Í undirbúningi er að gera öll íbúðarsvæði í þéttbýli að 30 km svæðum, en það hefur ekki enn komið til framkvæmda. Helstu úrbætur á gatnakerfinu hvað varðar umferðaröryggi hafa falist í betri merkingu gatna og gatnamóta og bættri aðkomu að bílastæðum. Þá er yfir vetrartímann stöðugt aukinn snjómokstur og hreinsun á gangstéttum og gangbrautum til að stuðla að auknu öryggi gangandi vegfarenda. 4.2.11 Akureyrarbær. Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr umferðarhraða í íbúðarhverfum með skilgreiningu 30 km hverfa og framkvæmdum þar að lútandi. Ný íbúðarhverfi eru hönnuð sem slík. Í árslok 2003 var 30 km hámarkshraði í um helmingi bæjarins með viðeigandi hliðum, skiltum o.s.frv. Handstýrð gangbrautarljós, gangbrautarvarsla og/eða sérstök lýsing gangbrauta er alls staðar sem þurfa þykir. Hvatt er til mjúkaksturs (vistaksturs) í svokölluðum visthópum, í anda sjálfbærrar þróunar, sbr. m.a. kafla umhverfisráðuneytis og Ökukennarafélags Íslands í Skýrslu um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið 2002. Öll þessi atriði eru í fullu samræmi við gildandi aðalskipulag bæjarins þar sem eru skýr markmið um aukið umferðaröryggi bæjarbúa. 4.2.12 Fjarðabyggð. Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að bæta öryggi gangandi vegfarenda og þá sérstaklega skólabarna og hestamanna. Það hefur verið gert með því að bæta og fjölga gangstéttum og gangstígum, gera göngubrýr yfir vatnsföll, bæta gangbrautarmerkingar, færa gangstéttir frá akbrautum, skilgreina og afmarka betur bifreiðastæði, bæta gatnalýsingu, gera reiðvegi, gera gatnamót hornrétt, afmarka þau og lýsa upp, fjölga hraðahindrunum og bæta hraðamerkingar og gatnamálun. Af einstökum framkvæmdum má telja upp tengingu hjáleiðar fyrir þyngri umferð á Reyðarfirði, þrengingu og afmörkun gatnamóta Bleiksárhlíðar við Strandgötu á Eskifirði, afmörkun og hornrétta tengingu gatnamóta Skólavegar og Nesgötu Norðfirði, lagfærð gatnamót Kvíabólsstígs og Egilsbrautar á Norðfirði, ný gatnamót milli Naustahvamms og Norðfjarðarvegar og Leiruvegar og Norðfjarðarvegar á Norðfirði ásamt götulýsingu, bætta götulýsingu á nokkrum stöðum til að bæta öryggi gangandi og hestamanna, átak í gerð reiðvega í Norðfjarðarsveit auk þess sem öll gatnamót að sveitabæjum í Norðfjarðarsveit hafa verið lýst upp. 4.2.13 Vestmannaeyjabær. Helstu aðgerðir til að auka umferðaröryggi í Vestmannaeyjabæ árið 2003 voru eftirfarandi: Unnið var að því að auka öryggi gangandi vegfarenda með því að leggja áherslu á betri stíga og lýsingu þeirra. Unnið var að því að lagfæra umferðarmerkingar þar sem það átti við. Víða um bæinn var unnið að lagfæringum á götum, ýmist með því að lagfæra holur og leggja yfirlag, hraðatakmarkandi aðgerðir á stöku stað, vandað var til yfirborðsmerkinga gatna o.fl. Samstarf milli bæjarins við verktaka og lögreglu var bætt vegna merkinga við vinnusvæði og annarra umferðaröryggismála.

21 4.2.14 Sveitarfélagið Árborg. Í Sveitarfélaginu Árborg var á árinu 2003 unnið að endurskoðun umferðarskipulags fyrir þéttbýli Selfoss. Í tillögu að nýju umferðarskipulagi er tekið á ýmsum öryggisþáttum, svo sem ökuhraða. Í því skyni er götum skipt í tvo flokka: götur með ökuhraðanum 30 km/klst og götur með ökuhraðanum 50 km/klst. Í tillögunni er einnig ákveðið hvar skulu vera hraðahindranir, þrengingar, hlið, gangbrautir, hringtorg og umferðarljós, allt gert í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi akandi og gangandi vegfarenda. Þessi tillaga að nýju umferðarskipulagi hefur verið til umfjöllunar í umferðarnefnd. Einnig hefur tillagan verið kynnt hagsmunaaðilum, þ.e. fulltrúum lögreglu og ökukennara, á sérstökum fundi. Fyrirhugað er að auglýsa tillöguna og hafa hana til sýnis fyrir almenning í þeim tilgangi að almenningur geti gert athugasemdir við hana. Auk þessa hefur verið gert stórt átak í umferðarmerkingum, sett upp ný umferðarmerki og eldri umferðarmerki endurnýjuð. Einnig voru gerð tvö hringtorg og ein hraðahindrun í þeim tilgangi að greiða fyrir umferð og auka öryggi. 4.3. Vátryggingafélög. 4.3.1 Samband íslenskra tryggingafélaga. Mörg undangengin ár hafa Samband íslenskra tryggingafélaga og bifreiðatryggingafélögin innan vébanda þess unnið að ýmsum forvarnamálum í umferðinni, oft undir formerkjum Fararheilla. Áhersla Fararheilla hefur löngum verið lögð á baráttu gegn ölvunarakstri, á betri umferðarmannvirki og gagnaöflun ýmiss konar til að byggja undir margvíslega fræðslu og áróður með það að markmiði að auka öryggi í umferðinni. Á árinu 2002 beindi Fararheill athyglinni sérstaklega að notkun ökumanna á farsíma í umferðinni og hefur frá því lög voru sett um notkun handfrjáls símabúnaðar við akstur gert nokkrar kannanir á slíkri notkun til nota í áróðri gegn notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar. Loks má nefna að Samband íslenskra tryggingafélaga rekur ásamt umferðarráði upplýsingaskilti á Suðurlandsvegi í Svínahrauni um fjölda látinna í umferðinni. Á skiltinu er jafnframt hvatning um notkun öryggisbelta. 4.3.2 Sjóvá-Almennar tryggingar. Helstu verkefni félagsins á sviði umferðaröryggismála á árinu 2003 voru þessi: Námskeið ungra ökumanna: Haldin voru milli 30 og 40 námskeið um land allt. Um 1.000 manns koma árlega á námskeiðin og hafa athuganir félagsins sýnt að árangur er mjög góður eða allt að þrefalt lægri tjónatíðni hjá hópnum en hjá þeim sem ekki koma á námskeið. Fyrirtækjanámskeið: Heimsótt voru 20 fyrirtæki sem eru í viðskiptum við félagið og haldin námskeið fyrir ökumenn þeirra. Það fyrirtæki sem best stóð sig fækkaði tjónum um 67% milli ára. Félagið verðlaunar Fyrirtæki ársins í umferðarmálum. Akstur krefst athygli: Samstarfsverkefni sem miðar að því að ökumenn sýni fulla athygli í akstri. Stormviðvörun: Sjóvá-Almennar vara ákveðin fyrirtæki við ef vont veður er í aðsigi. Það hefur skilað miklum árangri, einkum hjá Flytjanda. Samstarf við bílaleigur: Félagið hefur átt aðild að útgáfu bæklings fyrir erlenda ökumenn og staðið að gerð myndbands ásamt Hertz og Toyota sem sýnt var í fyrrasumar í vélum Flugleiða. Ökuskólar: Félagið hefur undanfarin ár boðið ökuskólum þá þjónustu að fjalla um tryggingar og tjón samkvæmt námskrá. Skólakynningar: Félagið heimsækir mjög marga grunnskóla og framhaldsskóla og er með kynningu sem tengist umferðinni. Í grunnskólum eru það aðallega valhópar í umferðarfræðslu sem nýta þessa kynningu. Leiktu þér heima: Sjóvá-Almennar stóðu fyrir hugmyndasamkeppni um umferðarmál meðal 16 20 ára unglinga. Farið var í samstarf við Popp-tíví (70 mínútur) og var þátttaka mjög góð.

22 Fræðsla á heimasíðu: Margmiðlunardiskur félagsins hefur verið settur á heimasíðu þess. Þar má einnig finna ýmsa fræðslumola úr umferðinni. Fjöldamargt annað er gert af hálfu félagsins til að skapa aukið umferðaröryggi og má þar meðal annars nefna veltibílinn sem hefur verið mikið á ferðinni. 4.3.3 Tryggingamiðstöðin hf. Aðkoma Tryggingamiðstöðvarinnar að umferðaröryggismálum á árinu 2003 var með hefðbundnum hætti. Í beina styrki til ýmissa samtaka sem láta sig umferðaröryggi varða og félagið er í samvinnu með, svo sem Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglu, lögreglufélaga o.fl., var varið a.m.k. 4 millj. kr. Þar að auki varði félagið í almennan forvarnaáróður þar sem forvarnir vegna umferðar eru í bland, u.þ.b. 2 millj. kr. Þá var endurskinsmerkjum dreift á hefðbundinn hátt og haldnir fræðslufundir með ýmsum hópum sem teljast til áhættuhópa í umferðinni. Þá má geta styrkja til margra frjálsra félagasamtaka sem láta sig umferðarmál varða, auk forvarnaáróðurs á heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar með netverslun þar sem seldar eru ýmsar öryggisvörur á lágmarksverði. 4.3.4 Vátryggingafélag Íslands. Vátryggingafélag Íslands mun halda áfram með umferðarfundi í öllum framhaldsskólum landsins auk þess sem haldnir eru reglulegir umferðarfundir í húsakynnum félagsins fyrir almenning. Á fundunum er fjallað um afleiðingar umferðarslysa með sérstakri skírskotun til ungs fólks. Reynslan hefur sýnt að tjóns- og slysatíðni meðal þeirra sem sótt hafa fundina er fjórðungi lægri en meðal þeirra sem ekki hafa mætt. Félagið dreifir einnig tímaritinu STANZ þar sem efnið samanstendur af viðtölum við þolendur, gerendur, fagmenn og aðstandendur þeirra sem hafa reynslu af umferðarslysum. Upplag þess er um 10.000 eintök á tveggja ára tímabili. Á þessu ári er reiknað með að um 4000 ungmenni á aldrinum 15 25 ára mæti á umferðarfundi félagsins. Vátryggingafélag Íslands leigir út eina öruggustu barnabílstóla sem völ er á í heiminum í dag auk þess sem félagið heimsækir eldri borgara og þungaflutningabílstjóra með fræðslu um umferðaröryggismál. Vátryggingafélag Íslands mun á árinu 2004 standa að útsendingu á útvarpsþætti um öryggismál og forvarnir á Útvarpi Sögu. Þar verður m.a. fjallað um umferðaröryggismál. Félagið starfrækir öryggisverslun þar sem seldar eru öryggisvörur, m.a. handfrjáls símabúnaður og endurskinsvesti, auk þess sem tvisvar á ári eru gefnar út VÍS-fréttir sem fjalla m.a. um málefni tengd umferð. 4.4 Ýmis félagasamtök. 4.4.1 Bindindisfélag ökumanna. Meginmarkmið í áróðri félagsins árið 2003 var ökuhraði, bílbeltanotkun og ölvunarakstur. Félagið stóð fyrir verkefni sem nefnist Akstur krefst athygli í samstarfi við Umferðarstofu, Flytjanda, Bylgjuna og Sjóvá-Almennar. Það miðaðist fyrst og fremst við að auka öryggi flutningabílstjóra í akstri. Félagið stóð fyrir kynningu á akstri í dreifbýli í fyrrasumar. Ungu fólki á aldrinum 16 20 ára var boðið að kynnast slíkum akstri. Þátttakendur fengu að prófa að aka á möl og missa stjórn á bílnum og var þeim leiðbeint hvernig bregðast eigi við. Þetta verkefni var í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá-Almennar. Veltibíllinn, sem er í eigu Bindindisfélags ökumanna, umferðarráðs og Sjóvá-Almennra, hefur mikið verið notaður við áróður fyrir aukinni notkun bílbelta. Félagar í Bindindisfélaginu hafa séð um rekstur bílsins auk þess sem félagið hefur fjármagnað kaup á bifreið til að draga veltibílinn um landið. Veltibíllinn hefur mikið verið notaður og á árinu 2003 hafa um 20.000

23 manns farið veltu. Fyrir jólin hefur félagið jafnan bent á mikilvægi þess að aka ekki undir áhrifum áfengis. Þá hefur ölvunarakstur aukist yfir sumarið og félagið brugðist við því með því að benda á þessa hættu á þeim tíma líka. Félagið hefur nýtt heimasíðu sína (www.brautin.is) til að vekja athygli á ýmsum þáttum auk þess sem athyglisverðar greinar um umferðarmál koma reglulega á síðuna. 4.4.2 Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Félagið kannaði á árinu ástand viðgerðra tjónabíla sem höfðu skemmst umtalsvert í umferðartjónum. Dæmi voru um óviðunandi viðgerðir, m.a. höfðu hlutar yfirbygginga verið,,ólöglega réttir í stað þess að skipta þeim út fyrir nýja og í sumum tilvikum vantaði öryggispúða. Vakin var athygli á þessum niðurstöðum og í kjölfarið fór fram talsverð umræða um öryggi tjónabíla. Tryggja þarf að illa viðgerðir og varasamir tjónabílar komist ekki í umferð og að farið sé að þeim reglum sem þegar eru í gildi. Umferðaröryggismál eru umfangsmikill efnisþáttur í FÍB-blaðinu og öðrum útgáfum félagsins sem dreift er í 19.000 eintökum, fjórum sinnum á ári. Árlega heldur félagið námskeið um akstur erlendis þar sem sérstaklega er fjallað um umferðarmenningu og -reglur meðal grannþjóða. Á hverjum vetri sendir félagið erlendum systurfélögum upplýsingar frá umferðarráði/umferðarstofu um þær hættur sem vegfarendur standa frammi fyrir við akstur á Íslandi. 4.4.3 Slysavarnafélagið Landsbjörg. Stærsta einstaka verkefni félagsins 2003 var starfsemi sex umferðarfulltrúa yfir sumartímann. Þeir unnu m.a. að aukinni beltanotkun, öruggari hraða, bættu umhverfi vega, öruggari ökumönnum, auknu öryggi með fellihýsi og akstri án áfengis. Þetta var unnið með fræðslu, könnunum, vera sýnilegir, með innkomu í fjölmiðla o.fl. Félagið og félagseiningar þess gerðu árlega könnun um öryggisbúnað barna í bílum ásamt fleiri aðilum, en nokkur af verkefnum félagsins eru unnin í samvinnu við aðra. Slysavarnadeildir félagsins vinna margar gott starf í sínum heimabæ, gefa t.d. endurskinsmerki, eru með hjóladag, gefa hjálma, gera kannanir o.fl. Fræðsluefni sem til er hjá félaginu og er aðgengilegt fyrir alla: Félagið hefur unnið að námsefni í lífsleikni fyrir 4., 5. og 6. bekk sem byggist upp á sex þemaheftum og er eitt þeirra um umferðina. Þetta námsefni verður gefið í alla grunnskóla í febrúar 2004. Ýmsir bæklingar eru til hjá félaginu, svo sem um öryggi ferðamanna þar sem m.a. er komið inn á umferðina, um reiðhjól og um hlaupahjól, línuskauta og hjólabretti. Ýmislegt annað forvarnaefni hefur verið gert í formi áróðurs. 4.4.4 Ökukennarafélag Íslands. Ökukennarafélagið hefur sem fyrr haft á boðstólum kennsluefni fyrir öll stig ökunáms. Síðla árs 2003 var gefin út ný kennslubók í tveimur bindum, Bifreiðatækni 1 og 2, til notkunar í námi til aukinna ökuréttinda. Þá hefur verið unnið að undirbúningi að því að gefa út kennslubók til almennra ökuréttinda á margmiðlunardiski, í samstarfi við norska aðila. Áætlað er að diskurinn verði tilbúinn fyrri hluta árs 2004. Áfram hefur verið unnið að markaðssetningu vistakstursnámskeiða fyrir ökumenn. Nokkuð hefur áunnist og hafa nokkur fyrirtæki sem stunda fólksflutninga sent ökumenn sína á námskeið. Forráðamenn fyrirtækjanna og ökumennirnir sjálfir telja að námskeiðin hafi skil-

24 að miklum árangri, m.a. í auknu umferðaröryggi. Er litið svo á að árangurinn sé afleiðing af vistaksturshugsun ökumanns. Félagið hefur áfram reynt að vinna því brautargengi að aksturskennslusvæði verði gert og tekið í notkun, sambærilegt og hin Norðurlöndin hafa haft sem lið í ökunámi um langt árabil. Fylgiskjal I. Samanburður á fjölda látinna í umferðinni miðað við 100.000 íbúa í nokkrum viðmiðunarlöndum 1970 2002. Heimild: IRTAD-International Road Traffic and Accident Database (Alþjóðlegur grunnur með upplýsingum um umferð og slys á vegum). Gagnagrunnurinn er á vegum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD).