UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

UMSÓKN UM SAMGÖNGUVIÐURKENNINGU REYKJAVÍKURBORGAR 2015

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Ég vil læra íslensku

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Horizon 2020 á Íslandi:

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Febrúar Íslensk ferðaþjónusta

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Hugsum áður en við hendum

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

UNGT FÓLK BEKKUR

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Leiðbeinandi á vinnustað

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Dagar íslensks prentiðnaðar 22. og 23. september 2005

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Framhaldsskólapúlsinn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Umhverfisvitund Íslendinga Þorvarður Árnason *

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar 1

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2013 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2013

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

ÆGIR til 2017

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Transcription:

UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA SAMANTEKT Á ÁRANGRI 2012-2017

UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA Landspítali hefur frá árinu 2012 unnið markvisst að því að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Samgöngusamningar bjóðast starfsfólki, unnið er að vistvænum innkaupum, aðstaða hjólafólks hefur verið bætt, endurvinnsla hefur stóraukist og eldhús og matsalir spítalans eru umhverfisvottaðir. Landspítali setti sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, og árangurinn sýnilegur fyrir umhverfi, öryggi, heilsu og efnahag. Umhverfisstarfið er lausnamiðað, nýskapandi og einkennist af samstarfi, áhuga og ánægju starfsfólks. Spítalinn hefur lagt áherslu á mælanlegan árangur og hefur haft ISO14001 staðalinn til viðmiðunar. Fylgt er lagakröfum, unnið er eftir stefnu og starfsáætlun með stuðningi framkvæmdastjórnar og umhverfisnefndar spítalans. Áhersla hefur verið á hnippingar (e. Nudging), það er að það sé einfalt og aðlaðandi að vera umhverfisvænn. Góð yfirsýn er yfir umhverfismálin, unnið er skipulega með þau og fylgt eftir í grænu bókhaldi. 2011 Umhverfisúttekt 2012 Umhverfisstjóri ráðinn Umhverfisnefnd stofnuð Umhverfisstefna og starfsáætlun samþykkt Hætt með einnota plastyfirbreiðslur í þvottahúsi Sérhannaðir hjólabogar Grænt bókhald kynnt 2013 Skýrt verklag um spilliefni og efnameðhöndlun Fyrstu umhverfiskröfur í útboð 2014 Innleiðing á pappírsflokkun Hætt með einnota frauðbox í matsölum. Samgönguátak - samgöngusamningar - bætt aðstaða - aukin þátttaka starfsmanna Fyrsta krafan í útboð um hjúkrunarvöru án PVC Viðurkenningar og vottanir Viðurkenningar fyrir samgönguátak hjá Reykjavíkurborg og félagasamtökum hjólrreiðamanna 2 UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA

Landspítali er stærsti vinnustaður Íslands með ríflega 5.000 starfsmenn og er jafnframt háskólasjúkrahús sem sinnir öllu landinu. Fjölbreytt og umfangsmikil starfsemi er í 100 húsum á 17 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Daglegt starf á spítalanum krefst mikilla flutninga og ferða, töluvert fellur til af úrgangi, notuð eru lyf og varasöm efni, mikið er keypt af vörum og þjónustu, tækjabúnaður krefst mikils rafmagns og notað er heilmikið af einnota vörum og umbúðum. Allt hefur þetta áhrif á umhverfi og heilsu með einum eða öðrum hætti. Rík áhersla er á samvinnu við starfsfólk og aðra hagsmunaaðila í samfélaginu. Landspítali hefur tekið mið af framúrskarandi vinnu spítala á Norðurlöndum og þegið góð ráð þaðan en einnig deilt reynslu sinni innanlands sem utan. Þrátt fyrir aðstæður og ungt starf hefur spítalinn fengið fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi umhverfisstarf bæði á Íslandi og erlendis. 93% AF ORKU SPÍTALANS KEMUR FRÁ ENDUR NÝJANLEGRI ORKU, JARÐHITA OG RAFMAGNI UMHVERFISSTEFNA Framtíðarsýn Landspítala er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og að hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í ákvörðunum og daglegu starfi. Umhverfisstefna Landspítala er leiðarvísir að þessari framtíðarsýn og unnið hefur verið eftir starfsáætlunum umhverfismála frá árinu 2012. Árið 2016 samþykkti framkvæmdastjórn loftslagsmarkmið til 2020 með metnaðarfullum markmiðum um 40% samdrátt í losun. Stærsti þáttur kolefnisspors spítalans eru glaðloft (39%) og ferðir starfsmanna til og frá vinnu (31%). Í dag kemur 93% af orku spítalans frá endurnýjanlegri orku, jarðvarma og vatnsafli. Umhverfisstefnunni er markvisst fylgt eftir. Unnið er að vel skilgreindum lykil verkefnum í teymum með þeim sem best þekkja til og tengjast viðkomandi málefni. Lykilverkefnin eru m.a. aukin flokkun og minni sóun, skýrt verklag fyrir hættulegan úrgang, aukin vistvæn innkaup, vistvænir ferðamátar og aukin miðlun upplýsinga um umhverfismál. Í grænu bókhaldi er haldið utan um lykiltölur sem tengjast helstu umhverfisþáttum og þær birtar opinber lega árlega. 2015 Innleiðing á plastflokkun Endurvinnsla á textíl hefst Lífræn flokkun í öllum matsölum frá eldhúsi og leifum sjúklinga Viðurkenningar og vottanir Svanvottun Eldhúss og matsala Umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins, Kuðungurinn 2016 Facebook-síða stofnuð Umhverfismál Landspítala Loftslagsmarkmið um 40% minni CO2-losun Landspítala 30% endurvinnsla Blóðbanki safnar og skilar frauðkössum og kæligelum Landspítali gerist félagi í Health Care without Harm og Nordic Center for Sustainable Healthcare. Viðurkenningar og vottanir Hjólavottun 10 starfsstöðva - silfur 2017 Sýnaplöst án PVC Hætt að kaupa frauðglös Yfirbyggt aðgangsstýrt hjólaskýli Vottun á 100% raforku spítalans Viðurkenningar og vottanir Viðurkenning sem Sustainable healthcare organiser of the year by NCSH Tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs SAMANTEKT Á ÁRANGRI 2012-2017 3

4 TONN AF ÚRGANGI FALLA TIL DAGLEGA Á LANDSPÍTALA, 1,2 TONN AF ÞVÍ FARA TIL ENDUR VINNSLU ÚRGANGUR TEKINN FÖSTUM TÖKUM Strax í upphafi umhverfisstarfs Landspítala árið 2012 var lögð áhersla á bætta flokkun. Markmiðið var sett á 30% endurvinnslu. Síðan þá hefur endurvinnsluhlutfallið vaxið úr 15% í 30% 2016. Nú er flokkað í 26 flokka úrgangs á Landspítala. Flokkunarkerfið var innleitt með því að koma upp litakóðum fyrir algengustu úrgangsflokkana, merkimiðar voru hannaðir, haldnar voru kynningar og gert var fræðslumyndband fyrir plastflokkun (https://vimeo.com/153494133).allar starfseiningar voru heimsóttar, dreift var einföldum og aðgengilegum ílátum, sérstakur tengiliður umhverfismála var tilnefndur á hverri starfsstöð og allt var þetta gert í góðri samvinnu við starfsfólk og birgja. Síðan 2012 hefur náðst góður árangur margra úrgangsflokka: Pappírsflokkun hefur tífaldast, frá 11 tonnum 2012 í 112 tonn 2016 Plastflokkun hefur sexfaldast, frá 8 tonnum 2012 í 48 tonn 2016 ENDUR VINNSLU HLUTFALL FÓR ÚR 15% 2012 Í 30% ÁRIÐ 2016 Lífrænn úrgangur hefur fjórfaldast nú er safnað öllum lífrænum úrgangi frá eldhúsi, afgöngum sjúklinga og starfsmanna. Vikulega fara 2,2 tonn í jarðgerð Matarolía fer til orkuvinnslu Textíl fer í endurvinnslu 10 tonn/ári Samstarf við birgja um að sækja prenthylki til áfyllingar Nýtt og skýrt verklag um meðhöndlun efnaúrgangs innleitt á rannsóknardeildum 4 UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA

MINNA EINNOTA Landspítali hefur skipulega unnið að því að minnka notkun einnota vara og fyrirbyggja sóun. Á spítalanum er töluvert um einnota vörur m.a. við hjúkrun, lækningar, rannsóknir og ýmsan rekstur. Einnota vörur geta verið nauðsynlegar, til dæmis í sóttvörnum. Stundum er þó hægt að skipta þeim út fyrir margnota vörur. Nokkur dæmi um einnota vörur sem Landspítali hefur minnkað: Árið 2014 hætti Landspítali að nota einnota frauðbox fyrir take-away mat, í staðinn nota starfsmenn margnota gæðabox án BPA. Árlega þýðir þetta að 123.000 færri frauðbox verða að úrgangi. Margnota matarboxin voru nýjung á íslenskum markaði sem aðrir hafa nýtt sér. Síðan 2017 hefur verið boðið upp á margnota súpubox. Frá 2016 hefur verið átak í að minnka bekkjarpappírsnotkun, í samanburði fyrstu 6 mánuði áranna 2016 og 2017 sýnir samdrátt upp á 11%. Árið 2016 voru notuð 6,6 tonn, því mun 700 kg minna af bekkjarpappír vera notaður þetta árið. Þetta er ávinningur á margan hátt, meira öryggi í sóttvörnum, minna ryk, peningasparnaður og minni úrgangur. Árið 2012 var hætt notkun á einnota plastyfirbreiðslum fyrir þvottavagna, í staðinn komu margnota textílyfirbreiðslur sem þýðir 10 tonnum minni plastnotkun og sparnaður upp á 6 milljónir króna árlega. PAPPÍRS NOTKUN HEFUR MINNKAÐ UM 40% SÍÐAN 2009 ÁRLEGA 123.000 FÆRRI FRAUÐ PLAST BOX Blóðbankinn hefur frá 2016 safnað og skilað til endurnotkunar um 100 stórum frauðkössum og 200 kæligelum í stað þess að henda. Verið að skoða á fleiri stöðum. Landspítali hætti að kaupa frauðglös 1. janúar 2017. SAMANTEKT Á ÁRANGRI 2012-2017 5

Könnun um samgöngusamninga á Landspítala var send á alla starfsmenn sem höfðu skrifað undir samgöngusamning til þriggja eða sex mánaða og höfðu virkt netfang. Könnunin var framkvæmd dagana 21. ágúst 5. september og send með tölvupósti á 1.315 starfsmenn. Alls svöruðu 800 starfsmenn eða 61% þátttakenda. VIÐ HÖFUM TEKIÐ RISASKREF! Samgöngusamningur hefur staðið starfsfólki Landspítala til boða frá 1. maí 2014. Rúmlega 1.400 manns hafa komið til vinnu með vistvænum hætti, bætt eigin líðan og andrúmsloft allra. MIKIL ÁNÆGJA Samgöngusamningurinn hefur slegið í gegn og eru 96% þátttakenda ánægðir með samninginn. FREKAR ÓÁNÆGÐIR HVORKI NÉ MJÖG FREKAR ÓÁNÆGÐIR ÁNÆGÐIR MJÖG ÁNÆGÐIR BETRI LÍÐAN Meirihluti, eða 82% þátttakenda, telur að samningurinn hafi haft góð áhrif á heilsu sína og líðan. FREKAR MJÖG ÓSAMMÁLA ÓSAMMÁLA HVORKI NÉ MJÖG SAMMÁLA FREKAR SAMMÁLA Þátttaka fór glæsilega af stað og jókst jafnt og þétt upp í 1.433 í ágúst. ÞÁTTTAKENDUR AF ÖLLU HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 1250 1364 1433 Myndin hér fyrir neðan sýnir fjölda þátttakenda eftir hverfum og sveitarfélögum. 900 1. MAÍ 15. MAÍ 1. JÚNÍ 1. ÁGÚST 31 20 FERÐAMÁTI Helmingur kemur oftast á hjóli til vinnu, rúmlega fjórðungur kemur gangandi og stór hluti nýtir sér strætó. 87 78 172 133 25 144 59 82 20 STRÆTÓ ANNAÐ GANGANDI EÐA HLAUPANDI 163 69 35 44 80 Á HJÓLI ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ GANGA Minnkum útgjöld og bætum lífið í litlum skrefum á hverjum degi. Spurðu yfirmann um samgöngusamninga og leitaðu þér upplýsinga á innri.lsh.is/samgongur VISTVÆNAR SAMGÖNGUR Starfsmenn Landspítala ferðast á leið sinni í og úr vinnu vegalengd sem jafngildir því að fara 4.500 hringi á ári í kringum Ísland. Þessar bílferðir eru næststærsti þátturinn í kolefnisspori Landspítala. AÐ SUMARLAGI FERÐAST 40% STARFS MANNA MEÐ VIST VÆNUM HÆTTI Í ferðavenjukönnun spítalans árið 2011 sýndu að 21% starfsmanna ferðuðust með vistvænum hætti til og frá vinnu. Könnunin sýndi einnig aukinn áhuga starfsmanna á að ferðast með vistvænum hætti. Í kjölfarið var hafist handa við að bæta aðstöðu hjólreiðamanna, fá afslátt í strætó fyrir starfsfólk og af hjóla- og útivistarvörum. Árið 2014 varð fyrst veruleg breyting á ferðavenjum starfsmanna eftir að settur var fjárhagslegur hvati með samgöngusamningum fyrir starfsmenn sem ferðast vistvænt í a.m.k. 60% ferða. Sumarið 2014 voru rúmlega 1.400 starfsmenn með samgöngusamning sem þýðir að 28% starfsmanna ferðuðust með vistvænum hætti til og frá vinnu. Ætla má að bílum á hverjum virkum degi hafi fækkað um 160 á götum Reykjavíkur og útblástur CO2 minnkað um 120 tonn á ári. Könnun sýndi að 82% starfsmanna töldu að samgöngusamningurinn hefði haft góð áhrif á heilsu þeirra og líðan. Ferðavenjukönnun frá 2016 sýndi mjög jákvæða þróun, yfir sumartímann ferðast 40% starfsmanna Landspítala oftast með vistvænum hætti. Aðstaða fyrir hjólandi hefur stórbatnað síðan 2012: Frá árinu 2012 hefur sérhönnuðum hjólabogum verið komið fyrir á helstu starfsstöðvum spítalans sem dekka ríflega 400 hjól við 25 innganga á 11 starfstöðvum Landspítala, þrjú þeirra eru yfirbyggð. Starfsmenn hafa verið hvattir með veggspjöldum, myndböndum, fréttum og gagnlegum upplýsingum um hjólamál. Árið 2017 var vígt sérhannað aðgangsstýrt, yfirbyggt hjólaskýli fyrir 40 hjól við Fossvog. Haustið 2016 fengu 10 starfsstöðvar óháða Hjólavottun silfur fyrir góða aðstöðu og stjórnun. Samgöngusamningur https://vimeo.com/91218985 Hjólavænn vinnustaður https://vimeo.com/183840742 Samgöngusamningur: https://vimeo.com/91218985 Hjólavænn vinnustaður: https://vimeo.com/183840742 6 UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA

SVANSVOTTUN ELDHÚSS Eldhús Landspítala er eitt stærsta eldhús á Íslandi og útbýr um 5000 máltíðir á dag fyrir starfsmenn, gesti og sjúklinga. Árið 2015 fékk eldhúsið umhverfisvottun Svansins og skiluðu umhverfisaðgerðir eldhússins miklum og jákvæðum ávinningi. Til dæmis er daglega boðið upp á grænmetisrétt, þeim sem kaupa mat í matsölum fjölgaði um 30%, ánægja gesta jókst um 50% og margvíslegur umhverfislegur ávinnungur orðið. Vel er fylgst með matarsóun og reynt að draga úr henni eins og kostur er; skammtar hafa verið aðlagaðir, pöntunarkerfi matsala þróað og innkaup vel skipulögð. Frá janúar 2017 hefur óseldum matarskömmtum til starfsmanna verið safnað og komið til Samhjálpar (félagasamtök sem veita þurfandi aðstoð). Meira lífrænt ræktað: Framboð hefur aukist af grænmeti og lífrænt ræktuðum matvörum í eldhúsi og matsölum. Nú eru notaðar 13 tegundir af lífrænt ræktuðum matvörum og 7 þeirra eru í boði daglega. Minna plast og einnota ílát: Boðið er upp á margnota matar- og súpubox eða einnota pappabox og hnífapör úr plöntumassa fyrir gesti sem vilja taka með sér matinn. Aðrir gestir nota margnota borðbúnað. Plastílát heyra nánast sögunni til. Meira notað af umhverfisvottuðum vörum. Nærri öll ræsti- og hreinsiefni eru umhverfisvottuð og allur hreinlætispappír, skrifstofupappír og servíettur. Efnastjórnun hefur verið bætt og samræmd í öllum matsölum og fjarlægð voru 10 efni sem ekki voru umhverfisvottuð. Við það fækkaði efnunum úr 26 í 16. Meira til endurvinnslu: Flokkunarstöðvar fyrir gesti eru í öllum 9 matsölum og í eldhúsinu er flokkað í sjö úrgangsflokka sem fara til endurvinnslu. Allir matarafgangar fara til jarðgerðar og starfsmenn spítalans fá ókeypis moltu úr jarðgerðinni. SAMANTEKT Á ÁRANGRI 2012-2017 7

SPÍTALA LÍNIÐ ER 100% OEKO-TEX OG 13% AF ÞVÍ ER UMHVERFIS VOTTAÐ, BLÓMIÐ VISTVÆN INNKAUP Landspítali er stórkaupandi og því mörg tækifæri til að hafa áhrif á framboð á umhverfisvænum vörum og þjónustu. Innkaup á vöru og þjónustu nema um 50 milljónum króna að meðaltali á degi hverjum. Birgjar eru um 3.000 talsins. Síðan 2012 hafa verið sett umhverfisskilyrði í útboðum og verðfyrirspurnum á vegum spítalans sem hafa skilað bæði sparnaði og betra umhverfi. Landspítali hefur varðað veginn í vistvænum innkaupum á Íslandi. Frá árinu 2013 hafa verið skýrar umhverfiskröfur í útboðum, m.a. um umbúðir, efnainnihald, orkunotkun, hávaðamörk, líftímakostnað, loftmengun, endingu og að varan eða þjónustan uppfylli kröfur viðurkenndra umhverfismerkja eða sambærilegar kröfur. Notuð hafa verið íslensk og evrópsk umhverfisskilyrði. Til dæmis eru ávallt notuð evrópsk umhverfisskilyrði í útboðum á lækningatækjum. Í innkaupum Landspítala á ræstingarþjónustu, pappír, hreinlætisefnum og hreinlætispappír er gerð krafa um að þjónustan eða varan sé umhverfisvottuð eða uppfylli sambærilegar kröfur. Hér eru nokkur dæmi um vistvæn innkaup á Landspítala: Á árunum 2013-2017 hafa verið sett umhverfisskilyrði í ríflega 30 útboðum, yfir 60 örútboðum og verðfyrirspurnum: Útboð á prentþjónustu leiddi til ýmiss konar hagræðingar, 50 milljóna króna sparnaðar á ári og stórminnkaðrar pappírsnotkunar. Keyptir hafa verið umhverfisvænir sendiferðabílar sem hafa dregið úr eldsneytiskostnaði og kolefnisspori. Árið 2014 var í fyrsta sinn sett fram krafa í útboði á hjúkrunarvörum um að þær innhéldu ekki PVC, þalöt og DEHP. Skoðunarhanskar eru nú án PVC og latex. Sérstök áhersla hefur verið á að vörur sem eru í mikilli snertingu við nýbura séu án PVC og DEHP. Á Landspítala eru árlega notuð 120.000 sýnaplöst sem hafa til þessa verið úr PVC. Í samstarfi við birgja eru nú komin í notkun ný og bætt sýnaplöst án PVC sem draga úr úrgangi og mengun. Þvottahús Landspítala skaffar lín spítalans sem er 100% Öko-tex og 13% er umhverfisvottað. 1 http://ec.europa.eu/environment/gpp/eu_gpp_criteria_en.htm 8 UMHVERFISSTARF LANDSPÍTALA

ÖFLUG MIÐLUN Það er hluti af umhverfisstefnu Landspítala að auka vitneskju um umhverfismál með miðlun upplýsinga, fræðslu og samstarfi við hagsmunaaðila. Landspítali, einn stærsti vinnustaður landsins, getur haft mjög mikil áhrif í umhverfismálum með því að vera fyrirmynd og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Haldnir hafa verið fjöldi kynningarfunda innan og utan Landspítala um umhverfisstarfið, um umhverfisstefnuna, aukna flokkun og samgöngusamningana. Umhverfisstarfið hefur verið kynnt á tugum ráðstefna, málþinga og kynningarfunda. Nokkrar kynningar hafa verið erlendis: Riga í Lettlandi fyrir forsætisráðuneytið á ráðstefnunni Northern Future Forum ; Nordic Conference on Sustainable Healthcare - Building consensus for greener healthcare í Stokkhólmi 2017; Health Care without Harm í Berlín 2017. Frá 2012 hafa reglulega verið birtar fréttir um umhverfisstarf Landspítala á innri og ytri vef spítalans, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Í ársbyrjun 2016 var stofnuð Facebook-síða fyrir starfsmenn Umhverfismál Landspítala sem er mjög virk með 3-4 færslum á viku og 630 vini, t.d. forstjóra, lækna, hjúkrunarfólk og annað heilbrigðisstarfsfólk. Færslurnar eru m.a. um umhverfisstarf spítalans, fréttir ásamt spurningum og hugmyndum starfsmanna. Grænt bókhald hefur verið birt árlega síðan 2012 og er það aðgengilegt á vef spítalans. Sniðmát af grænu bókhaldi Landspítala var notað sem fyrirmynd fyrir grænt bókhald í ríkisrekstri. Á vef Landspítala eru ítarlegar upplýsingar um umhverfisstarf spítalans,www.landspitali.is/umhverfismal. Gott samstarf hefur verið við þjónustuaðila og birgja spítalans, m.a. til að afla upplýsinga eða biðja um umhverfisvænar vörur og þjónustu. Landspítali hefur átt gott samstarf við ýmsa utan spítalans í umhverfisverkefnum, meðal annars með heimsóknum í fyrirtæki og sjúkrahús til að læra af reynslu og miðla af sinni reynslu. SAMFÉLAGS MIÐLAR ERU NOTAÐIR Á ÁRANGURS RÍKAN HÁTT Í UMHVERFIS STARFINU Stutt myndbönd eru notuð í auknum mæli til að miðla á sjónrænan hátt mikilvægum og gagnlegum upplýsingum til starfsmanna eða annarra hagsmunaaðila, t.d. umhverfisstarfi spítalans https://vimeo.com/219314552, hjólavænum vinnustað https://vimeo.com/183840742, samgöngusamningar https://vimeo.com/91218985, plastflokkun https://vimeo.com/15349413. SAMANTEKT Á ÁRANGRI 2012-2017 9

ÖFLUGT FRUMKVÆÐI Í UMHVERFIS MÁLUM Á STÓRUM VINNUSTAÐ EINS OG LANDSPÍTALA GETUR HAFT MIKIL ÁHRIF Í SAMFÉLAGINU FRAMUNDAN Stigin hafa verið mikilvæg skref í starfsemi Landspítala til að gera hann umhverfisvænni. Mörg þeirra hafa skilað skýrum og margvíslegum ávinningi fyrir umhverfið og hefur spítalinn hlotið fjölda viðurkenninga fyrir það. Á komandi mánuðum er sem dæmi verið að innleiða bætta efnastjórnun með Eco-online hugbúnaði, þróa lífræna flokkun á deildum, ýta á birgja með umhverfisvænni lausnir, hætta notkun á svartolíu, koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla, koma upp aðstöðu fyrir Zipcar og setja upp hjólaskýli fyrir starfsmenn. Spítalinn mun áfram vinna samkvæmt umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum sínum á k omandi árum. Það verður í samvinnu og með því að læra af öðrum ásamt því að deila þekkingu innan og utan spítalans. Öflugt frumkvæði í umhverfismálum á stórum vinnustað eins og Landspítala getur haft veruleg áhrif í þeirri samfélagslegu vegferð að bæta aðstæður og umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Landspítali ágúst 2017 Hönnun: Samskiptadeild / Myndir: Þorkell Þorkelsson