Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði

Similar documents
Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

2.30 Rækja Pandalus borealis

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Ég vil læra íslensku

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Geislavarnir ríkisins

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Matfiskeldi á þorski

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Hafrannsóknir nr. 170

LV Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini


Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Frostþol ungrar steinsteypu

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Samband vinda og strauma í Dýrarði. Tómas Zoëga

Horizon 2020 á Íslandi:

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

UNGT FÓLK BEKKUR

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Transcription:

Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði Rannsóknir 2009-2011 Jóhannes Sturlaugsson Erlendur Geirdal Guðmundur Geirdal Laxfiskar Maí 2012

Ágrip Jóhannes Sturlaugsson, Erlendur Geirdal og Guðmundur Geirdal. 2012. Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði. Laxfiskar. 80 bls. Árin 2009 2011 var unnið að rannsókn á ýsu (Melanogrammus aeglefinus) í Hvalfirði til að afla upplýsinga um hvernig hún hagaði dvöl sinni í firðinum árið um kring með hliðsjón af svæðum og umhverfisþáttum. Gögnum var safnað með því að merkja ýsur með hljóðsendimerkjum árin 2009-2011 og fylgjast síðan með ferðum þeirra út frá skráningum á viðveru fiskanna innan skynjunarsviðs síritandi skráningarstöðva sem voru starfræktar eftir endilöngum Hvalfirði. Markmið verkefnisins var að kortleggja gönguhegðun hjá ýsu í veiðistærð innfjarða og kanna tengsl þeirrar hegðunar við árstíma og þætti í umhverfi fiskanna. Niðurstöður rannsóknarinnar fólu í sér fyrstu gögn yfir gönguatferli ýsu frá degi til dags á Íslandsmiðum. Þau vöktunargögn á viðveru einstaklinga við skráningarstöðvar varaði allt upp í tæp 2 ár að meðtöldum þeim tíma sem fiskarnir voru utan skynjunarsviðs skráningarstöðvanna. Dvöl ýsa (40-60 cm langar) við skráningarstöðvar og ferðir fiskanna á milli þeirra gáfu áður óþekkta landfræðilega innsýn í hvernig ýsur nýta fjarðarsvæði. Þegar litið er til þekkts hrygningartíma ýsu undan Suðvesturlandi (apríl-maí) þá sést að ýsurnar gengu almennt úr Hvalfirði í aðdraganda hrygningar enda líklegt að þær hafi langflestar eða allar verið kynþroska litið til stærða þeirra. Brottfarartími ýsanna úr firðinum í aðdraganda hrygningarinnar var breytilegur eða allt frá október og fram í maí en meirihlutinn gekk út úr firðinum í febrúar og mars og sá tími endurspeglar því sterkast upphaf hrygningargöngu ýsunnar úr Hvalfirði. Endurveiði tveggja ýsa í mars utan Hvalfjarðar á 85-90 m dýpi utar í Faxaflóa vitnaði um að ýsan hafi þá verið á hrygningarsvæði sínu eða á leið þangað. Ætisgöngur ýsunnar inn í Hvalfjörð að aflokinni hrygningu hófust síðla í apríl og stóðu almennt yfir fram í júní en dæmi voru um síðgengnari fisk. Algengt var að ýsan héldi sig á afmörkuðum svæðum Hvalfjarðar vikum saman. Þaulsetnasta ýsan var skráð vikulega við eina og sömu skráningarstöðina í 9 mánuði en kom á því tímabili töluvert við sögu nærliggjandi stöðva og í takmörkuðum mæli skráningarstöðva sem voru fjær allt upp í 5 km frá stöðinni. Dvöl ýsanna í ætisheimahögunum í Hvalfirði ár eftir ár ásamt því að sumir fiskanna sem nýta fjörðinn dvelja þar nánast allt árið sýnir trygglyndi ýsanna gagnvart svæðinu. Um leið fæst hér fyrsta staðfesta dæmið um þessa lífshætti og farhegðun ýsunnar, þ.e.a.s. að ýsa sem nýtir innanvert grunnsævið svo sem firði til ætisöflunar sé tiltölulega staðbundin þar en gangi þess utan árlega utar á landgrunnið til hrygningar. Þessar fyrstu merkingar á ýsu með rafeindafiskmerkjum hérlendis hafa skilað fróðlegum og hagnýtum upplýsingum um atferlisvistfræði ýsu sem meðal annars nýtast í tengslum við frekari rannsóknir á fiskinum og sem viðmið þegar ákvarðanir eru teknar sem varða nýtingu á ýsu. Abstract Jóhannes Sturlaugsson*, Erlendur Geirdal og Guðmundur Geirdal. 2012. Migration behaviour of haddocck (Melanogrammus aeglefinus). Laxfiskar. 80 pp. *Corresponding author: johannes@laxfiskar.is Movements and migration behaviour of haddock (Melanogrammus aeglefinus) were studied in Fjord Hvalfjordur W- Iceland throughout June 2009 2011. Sampling on the geographical distribution and depth of the haddock during their stay in Hvalfjord was carried out by tagging fish in 2009-2011 with ultrasonic transmitters and by monitoring by logging the dwelling of those fish within detecting area of stationary listening stations throughout the fjord area. Main aim of the study was to map the movements and migration patterns of haddock in infjord area in relation to time of the year and environmental factors. The information received represent the first data on migration behaviour of haddock individuals in Icelandic waters including data covering period up to 21 months. The dwelling of haddock within detection area of the receivers and their movements between them have given information on how they utilise the fjord area. The haddocks monitored were 40-60 cm in length suggesting that majority of them or all of them are spawners, that were reflected by their migration out of Hvalfjord in advance of known spawning time of haddock in waters off SW-Iceland (April-May). The out-migration started in October and lasted until May, but vast majority migrated out of Hvalfjord in February and March reflecting the peak of the spawning migration towards spawning grounds in outer areas. Two of the haddocks were recaptured after leaving Hvalfjord in March in outer area of Bay Faxafloi at 85-90 m depth referring to the spawning grounds or the routes migrated towards them. Following spawning the haddock started feeding migration where first individuals migrated back into Hvalfjord mostly in period from latter part of April and into June, with examples of later in-migration. The haddocks in Hvalfjord were often very stationary in Hvalfjord as shown by their dwelling within narrow area for up to weeks. The most stationary individual monitored was dwelling every week for 9 months at the same recording station although it was during that period also recorded at stations nearby, up to 5 km away. Same haddocks were on feeding grounds in Hvalfjord year after year and often the fish stayed their most part of the year, both showing their fidelity towards the fjord area. Here we have the first verification on these life habits of haddock and the seasonal migration involved, i.e. haddock is foraging at inner coastal area such as fjords where it it is relatively stationary but in between they migrate to outer coastal areas to spawn. This first tagging of haddock with electronic tags in Icelandic waters have given new information on behaviour ecology of haddock that are valuable to improve further research on the fish and serve as important references when decisions concerning utilisation of haddock are taken.

Efnisyfirlit Bls 1. Inngangur......1 2. Markmið......1 3. Framkvæmd og umhverfi......1 3.1 Skráningardufl og síritandi mælar......2 3.2 Veiðar og merkingar á ýsu......3 4. Niðurstöður og umræða.........4 4.1 Merkingar og endurheimtur í veiði.........4 4.2 Umhverfisþættir...........6 4.3 Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði - Nýting búsvæða í Hvalfirði.......11 4.3.1. Dvalartími ýsunnar á athugunarsvæðunum Heildargögn...11 4.3.2. Dvalartími ýsunnar á athugunarsvæðunum Einstaklingsgögn...14 4.4 Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði - Fiskdýpi.........23 4.5 Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði - Gönguhraði.........23 5. Framhald rannsóknanna.......24 6. Lokaorð.....24 Heimildir........24 Töflur 2 6 Meðaltalsviðvera á athugunarsvæðum 2009 2011................25 Töflur 7 57 Viðvera einstaklinga á athugunarsvæðum 2009 2011...........30

. 1. Inngangur Rannsóknafyrirtækið Laxfiskar í samstarfi við útgerðarfyrirtækið Sælind réðst 2009 í rannsóknir á gönguhegðun ýsu í Hvalfirði með stuðningi frá Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Rannsóknaverkefnið byggir á því að kortleggja gönguhegðun ýsu í Hvalfirði árin 2009-2011 með hliðsjón af svæðum, tíma (dægursveiflur-árstíðir) og stærð ýsunnar. Söfnun gagna yfir ferðir ýsu á einstaklingsgrunni um þetta svæði til að átta sig á því hvernig ýsan nýtir það hvílir fyrst og fremst á notkun rafeindafiskmerkja af gerð hljóðsendimerkja og síritandi skráningarstöðvum fyrir merkin. Hér við land hefur Hafrannsóknastofnun stundað rannsóknir á ýsu um langt skeið, fyrst og fremst á samsetningu og viðgangi ýsustofna (magn, stærðar- og aldurssamsetning ýsu eftir svæðum) sem og ætisvenjum og vexti einstaklinganna (Einar Jónsson og Hafsteinn Guðfinnsson 1998 og 2004; Haraldur Einarsson 1997). Merkingar hafa verið gerðar á ýsu við Ísland með hefðbundnum merkjum af hálfu Hafrannsóknastofnunar og við samantekt þeirra gagna var ályktað að ýsan væri nokkuð staðbundin þar til hún verður kynþroska (Jón Jónsson 1990 og 1996). Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar hafa skilað miklum upplýsingum um ýmsa grunnþætti í lífi ýsunnar og við hæfi að nefna almennustu atriðin.við Ísland er ýsan allt í kringum landið. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni. Fullorðin ýsa étur ýmis konar fiskmeti (loðnu, sandsíli, smásíld o.fl.) og ýmis botndýr (burstaorma, krabbadýr og lindýr o.fl.). Fyrstu æviár sín vex ýsan tiltölulega hratt. Hún getur verið orðin um 20 cm þegar hún er eins árs og á öðru aldursári rúmlega 30 cm. Lengd ýsu eftir aldri er nokkuð mismunandi eftir því hvort hún elur aldur sinn í hlýja sjónum sunnanlands eða þeim kalda norðanlands. Sami munur í umhverfisaðstæðum gerir það að verkum að ýsur sem lifa við betri skilyrði í hlýjum sjó verða fyrr kynþroska en þær sem lifa við þrengri kost í köldum sjó. Ýsan verður yfirleitt kynþroska 3-4 ára gömul og hefur fundist allt upp í 15 ára gömul hér við land. Ýsan hrygnir á 50-200 m dýpi við 5,5-10 C. Hrygningin hefst í apríl og er að mestu lokið víðast hvar í maí (Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson 2006). Lengst af var mun meira af ýsu við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Samhliða hækkandi sjávarhita á þeirri slóð hefur ýsugengd aukist mikið fyrir norðan land síðustu tvo áratugina, svo mjög að undanfarin ár hefur ýsan verið í meira mæli fyrir norðan land en fyrir sunnan (Hafrannsóknastofnunin). Ítarlegar rannsóknir á atferlisvistfræði ýsunnar fyrir tilstilli nýjunga í rannsóknatæknibúnaði svo sem með notkun rafeindafiskmerkja eru rétt að byrja bæði hérlendis og erlendis. Rannsóknirnar í Hvalfirði sýna að sú tækni sem hér er nýtt getur skilað ítarlegum gögnum um gönguatferli ýsu innfjarða og reyndar utar á grunnsævi ef því er að skipta. Upplýsingarnar frá ýsurannsóknunum í Hvalfirði sem hér eru kynntar fela í sér nýja og gagnlega þekkingu á gönguatferli ýsunnar. 2. Markmið Markmið verkefnisins er að nýta nýja rannsóknatækni til að kortleggja vissa grunnþætti gönguhegðunar hjá ýsu í veiðistærð innfjarða og kanna tengsl þeirrar hegðunar við nokkra af helstu þáttunum í umhverfi fiskanna að veiðum meðtöldum. Niðurstöðurnar eru síðan settar fram með það að markmiði að þær nýtist sjómönnum og rannsóknaaðilum sem viðmið ekki síst til að bæta veiðihætti, auka verðmæti ýsuveiða og til að framþróa rannsóknir á ýsu. 3. Framkvæmd og umhverfi Rannsóknavinnan á að skila markmiðum verkefnisins með því að afla ítarlegra tímatengdra skráninga á ferðum ýsu í láréttum fleti og í takmarkaðra mæli í lóðréttum fleti með hliðsjón af árstíma. Þau gögn eru meðal annars skoðuð með hliðsjón af botndýpi, dægursveiflu í birtu, sjávarfalla og fleiri umhverfisþáttum. Skráning á gönguhegðun ýsunnar í Hvalfirði byggir á rafeindafiskmerkjum af gerð s.k. hljóðsendimerkja sem settar eru á ýsur og senda út hljóð (kóða) sem einkennandi eru fyrir hvert merki, þannig að hægt er að fylgjast með fiskum sem bera slík merki á einstaklingsgrunni. Síritandi skráningarstöðvar fyrir hljóðsendimerkin eru starfræktar á mismunandi svæðum í Hvalfirði til að geta fylgt eftir ferðum ýsunnar um fjörðinn og einnig til að geta aflað vitneskju um þau tímabil sem fiskarnir mögulega dvelja utan fjarðarins. Þær skráningarstöðvar nema hljóðið frá merkjum fiskanna þegar fiskarnir dvelja innan skynjunarsviðsins og skrá tímatengt upplýsingar frá öllum fiskum sem dvelja innan sviðsins. Í rannsókninni voru einnig 8 hljóðsendimerkjanna með aukavirkni sem fólst í því að merkin sendu ekki einungis einkenniskóða sinn heldur einnig upplýsingar um dýpið (þrýstinginn) sem að fiskurinn sem bar merkið hélt sig á hverju sinni. Helsti kosturinn við notkun hljóðsendimerkja og tilheyrandi skráningarstöðva til að afla upplýsinga um ferðir fiskanna er sá að ekki er þörf á að endurheimta fiskana til að ná gögnunum í hús. 1

Rannsóknirnar hófust sumarið 2009 með merkingum á ýsu og merkingum verkefnisins lauk síðan að mestu sumarið 2010. Gagnasöfnun fór fram samhliða 2009 og 2010 og hélt áfram 2011 og fram á vorið 2012. Gagnasöfnunin sem byggir á skráningarstöðvunum og hljóðsendimerktum ýsum nær því yfir tæplega þriggja ára tímabil (sumar 2009-vor 2012). 3.1. Skráningardufl og síritandi mælar Hljóðskráningarduflum verkefnisins var komið fyrir í Hvalfirði ásamt síritandi mælum sem mældu sjávarhita og í minna mæli þrýsting (flóðhæð sjávar) og seltu (1. mynd). Duflin voru ekki öll starfrækt samtímis og í texta við loftmyndakortið sem sýnir afstöðu skráningaduflanna er tíundað hvaða dufl voru starfrækt hvert ár (1. mynd). Auk þess þarf að hafa í huga að töluvert af duflum og hitasíritum töpuðust og tilheyrandi gögn. 1. mynd. Loftmyndakortið sýnir Hvalfjörð og svæðið næst mynni hans þar sem rannsóknir á gönguhegðun ýsu tóku til árin 2009 til og með 2011. Á kortinu er sýnd afstaða skráningardufla fyrir hljóðsendimerki sem sett voru út á rannsóknatímabilinu 2009 2011 og skil athugunarsvæða sett inn. Alls eru stöðvarnar 26 en þær voru ekki starfræktar allar samtímis. Í upphafi rannsóknanna 2009 voru settar út 15 stöðvar (nr: 5; 6a-f; 7; 9-12 og 14-16). Vorið 2010 var stöðvunum fjölgað í 20 (nr: 1-5; 6d og 7-20) og 2011 var einni stöð bætt við (nr 2c). Kortið sýnir meðal annars 3 raðir (girðingar) skráningarstöðva (4-5; 6b-6f og 9-12) en tilgangur þeirra var að tryggja að hljóðsendimerktar ýsur færu ekki um þau svæði fjarðarins öðruvísi en að skrá ferðir sínar. Botndýpi stærsta hluta Hvalfjarðar er að mestu á bilinu 20-40m. Grynningar eru með landi s.s. venja er og auk þess í Botnsvogi (stöðvar 1 og 2) og í Laxárvogi (inn af stöð 8). Á athugunarsvæðinu í Hvalfirði er að finna botndýpi sem er meira en 40 m. Annarsvegar er um að ræða 2 smá svæði (polla) sem liggja innanvert að stöð 4 og 5 og hinsvegar er um að ræða hálfgildings rennu sem liggur miðsvæðis í firðinum en stöðvar 13-15 eru á því svæði. Á þeim kafla er pollur þar sem dýpið er að mestu 60-80 m (við stöð 13). Auk hitamæla var seltumælir staðsettur upp við yfirborð á stöð 5 og dýptarmælar (þrýstingsmælar) á fáeinum stöðum til að afla einnig tímatengdra gagna um flóðhæð sjávar. Inn á kortið eru merkt örnefni og kennileiti til viðmiðunar. Til að endurheimta gögn yfir ferðir ýsunnar frá skráningarstöðvunum og gögn frá síritandi mælum sem komið var fyrir við þær, þá voru stöðvarnar vitjaðar og gögnum tappað af þeim. Staðsetning mælanna kemur fram í umfjöllun um umhverfisþætti hér að aftan þar sem mæliniðurstöður eru hitamælinganna eru m.a. settar fram. Niðurstöður rannsókna á ferðum hljóðsendimerktra ýsu sem hér er fjallað um byggja á gögnum sem safnað var á tímabilinu 17. ágúst 2009 fram til 2. apríl 2012 og á mælingum til samanburðar á sjávarhita en einnig í minna mæli á seltu í yfirborði og á sjávarföllum (þrýstingsmælar). Viðmiðunargögn yfir aðra umhverfisþætti voru fengin frá Sjómælingum Íslands (flóðhæð sjávar o.fl.) og yfir veðurfarsþætti frá Veðurstofu Íslands. Grunngögn úr skráningarduflum eru ólínuleg með hliðsjón af tíma, þ.s. við sögu geta komið fjölmargar skráningar á klukkustund frá einu og sama merkinu allt til þess að mánuðir líði á milli skráninga. Við úrvinnslu gagna frá hljóðsendimerkjunum sem ýsurnar báru voru gögnin tekin saman fyrir hverja klukkustund og sett upp á línulegum tímakvarða en einnig var reiknuð út hlutfallsleg viðvera á klukkustund til að gefa nákvæmari innsýn í ferðir fiskanna á milli aðliggjandi stöða (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). Síðan voru unnar samantektir yfir dvöl fiskanna á skráningarstöðvum og ennfremur fyrir skráningarsvæðin sem innihalda margar skráningarstöðvar hvert (2. mynd). Þessar samantektir skráningargagnanna voru settar fram fyrir s.k. rannsóknavikur. Fyrir hvern fisk var hlutfallsleg viðvera fisksins á tiltekinni skráningarstöð tiltekna rannsóknaviku reiknuð (fjöldi klukkustunda sem fiskur er innan skynjunarsviðs skráningardufls tiltekna rannsóknaviku/168 klst). 2

2. mynd. Loftmyndakortið sýnir Hvalfjörð og svæðið næst mynni hans sem rannsóknir á gönguhegðun ýsu tóku til 2009-2011. Inn á kortið hafa verið sett inn skil sem afmarka 6 athugunarsvæði. Tilgangurinn með þessum svæðum er að nota þau sem grundvöll fyrir einfalda framsetningu á upplýsingum um dvöl og ferðir merktrar ýsu. Inn á kortið eru merkt örnefni og kennileiti til viðmiðunar. 3.2. Veiðar og merkingar á ýsu Veiðar- og merkingar á ýsu fóru fram á fiskibátnum Gísla KÓ 10. Ýsur til merkinga voru veiddar á línu sem látin var liggja stutta stund (15-30 mínútur). Við veiðarnar var gætt að því að draga línuna hægt og fara eins varlega með fiskinn og mögulegt var. Þegar ýsan var laus af króknum var hún sett í sjó í fiskiker þar sem rennsli á sjó var viðhaldið með dælu á meðan merking og tilheyrandi fór fram og þar til fiskunum var sleppt (3. mynd). Við merkingarvinnuna var þess gætt að velja ýsur sem taldar voru lífvænlegar og þær síðan meðhöndlaðar af ýtrustu varfærni enda full þörf á þegar viðkvæm ýsan á í hlut. Árið 2009 voru ýsurnar veiddar á svæði 4 en 2010 og 2011 á svæði 5 (2. mynd og tafla 1). Að aflokinni merkingu voru fiskarnir látnir jafna sig í nokkra stund fram að sleppingu (3. mynd), sem fór fram á sama svæði og fiskarnir voru veiddir á.. 3. mynd. Ýsur sem merktar hafa verið með hljóðsendimerkjum að jafna sig fyrir sleppingu í ágúst 2010 Hljóðsendimerki voru frá rafeindafiskmerkjaframleiðandanum Vemco. Þau voru af mismunandi stærðum og gerðum, höfðu að hluta til mismunandi virkni (sum gáfu viðbótargögn um fiskdýpi) og ending þeirra spannaði 1 3 ár. Hljóðsendimerkin voru fest á fiskana útvortis við bakugga með útfærðri Carlin aðferð (3. mynd). Númeruð plastmerki (slöngumerki) voru sett í bak ýsunnar við hlið bakugga. 3

Hljóðsendimerkin voru af 3 mismunandi stærðum (9x29mm:13x36mm og 13x40mm). Minnstu merkin voru notuð á minnstu fiskana en einnig þá stærri að hluta, en stærri merkin höfðu lengri endingartíma (stærri rafhlöður) og/eða skiluðu einnig upplýsingum um dýpið sem að fiskarnir fóru um. Niðurstöður frá endurheimtum ýsum sýna að festingar merkjanna eiga það til í sumum tilvikum að særa fiskinn en enginn munur hefur sést enn sem komið er á fiskum eftir því af hvaða stærð merkin eru sem þeir bera enda stærð merkjanna langt undir þeim hlutfallslegu stærðarviðmiðum sem gilda fyrir útvortis merkjanotkun sem þessa. Niðurstöður og umræða Úrvinnsla rannsóknargagnanna hefur að leiðarljósi að kortleggja hvernig ýsan hagar ferðum sínum í Hvalfirði árið um kring og um leið að reyna að átta sig á ferðum hennar út af/inn á fjarðarsvæðið. Einnig er skyggnst eftir mögulegum tengslum á milli þess hvernig ýsan nýtir Hvalfjarðarsvæðið og því hvaða umhverfisaðstæður er að ræða og/eða árstími. Ný vitneskja um gönguhegðun ýsunnar með hliðsjón af árstíma sem og upplýsingar um hvort hægt sé að sjá einhver tengsl á milli þeirrar hegðunar og helstu áþreifanlegu þættina í umhverfi hennar eykur skilning okkar á atferlisvistfræði ýsu innfjarða og á grunnsævi almennt. Þá þekkingu má í einhverjum tilvikum hagnýta til þess að auka magn og/eða gæði ýsuafla á sóknareiningu með bættri tilhögun við ýsuveiðar. Í umfjöllun um niðurstöðurnar er byrjað á því að skoða tilhögun merkinganna með hliðsjón af tíma og hvernig þeir hópar ýsu voru samsettir og hvert endurveiðihlutfall þeirra var (tafla 1 og 4. mynd). Síðan eru settar fram upplýsingar um sjávarhita í Hvalfirði og fleiri umhverfisþætti sem ýsurnar upplifðu á athugunartímanum. Að endingu er fjallað um gönguhegðun ýsunnar í Hvalfirði, m.a. með vísun í árstíma og umhverfisþætti. Megin línur í gönghegðun ýsunnar er dregin saman með því að vísa til þess hvernig ýsan í heildina litið nýtir til dvalar aðgreind 6 svæði sem Hvalfirði og svæðinu næst mynni hans var skipt í (2. mynd). Framsetning gagna yfir ferðir ýsu í Hvalfirði er hér einkum með tvennum hætti. Annarsvegar eru gögnin birt í töflum bæði samantekin og á einstaklinsgrundvelli fyrir allar ýsurnar sem upplýsingar fengust um frá skráningarduflunum, en það gilti um 51 af þeim 58 ýsum sem báru hljóðsendimerki. Hinsvegar eru gögnin birt myndrænt bæði samantekin yfir það hvernig ýsurnar nýttu mismunandi athugunarsvæði innan Hvalfjarðar m.t.t. árstíma og hinsvegar yfir ferðir ýsanna á einstaklingsgrundvelli með hliðsjón af tíma þar sem litið er til þess hvernig þær nýta tiltekin svæði og/eða hvernig gönguhegðunin er samanborið við þætti í umhverfi þeirra. 4.1. Merkingar og endurheimtur í veiði Alls voru 58 ýsur merktar með hljóðsendimerkjum. Merkingar tóku til áranna 2009 og 2010 (56 ýsur) en 2011 var lítilræði merkt til viðbótar (2 ýsur), auk þess sem viðmiðunarhópur (50 ýsur) var 2009 merktur útvortis með slöngumerkjum og fáeinar ýsur einnig 2010 (tafla 1). Í töflu 1 er að finna yfirlit yfir merkingar á ýsunum 2009-2011, þ.m.t. yfir dagsetningar merkinganna og endurheimtur merktra fiska í veiði. Lengdardreifing ýsunnar sem voru merktar með hljóðsendimerkjum 2009-2011 er sett fram á 4. mynd. Tafla 1. Yfirlit yfir merkingar á ýsu í Hvalfirði 2009-2011 með hljóðsendimerkjum. Ennfremur er tilgreind viðmiðunarmerking með slöngumerkjum einvörðungu. Fyrir hverja merkingu er tilgreint svæðið sem veitt var af til merkinga (sbr. skilgreiningu svæða á 2. mynd), tími merkingarinnar, fjöldi ýsa sem voru merktar í hverjum hópi og lengdarbil þeirra fiska. Ennfremur eru þær upplýsingar teknar saman fyrir alla merkingarhópana í lokin. Fjöldi merktra ýsa sem endurveiddist er einnig tilgreindur og hvert endurveiðihlutfall þeirra var. Merkingartími Veiði- og merkingar -svæði Hljóðsendimerktar ýsur Endurheimtur í veiði Slöngumerktar ýsur Endurheimtur í veiði Ár Dagsetning skv. mynd 2 Fjöldi Lengdarbil Fjöldi Hlutfall Fjöldi Lengdarbil Fjöldi Hlutfall (dagur/mán.) (nr: 1-6) (stk) (cm) (stk) (%) (stk) (cm) (stk) (%) 2009 17. ágúst 4 11 43-53 2 18,2 50 36-55 2 4,0 2009 6.-7. október 4 19 46-60 3 15,8 2010 2. júní 5 4 45-52 2 50,0 2010 12. ágúst 5 22 40-57 11 50,0 7 39-50 2011 25. maí 5 2 41-54 Samtals = 58 40-60 18 31,0 57 36-55 2 3,5 4

Fjöldi 10 8 Merking 2011 Merking 2010 Merking 2009 Heildarfjöldi merktra fiska = 58 6 4 2 0 40 45 50 55 60 (cm) 4. mynd. Lengdardreifing þeirrar ýsu sem merkt var með hljóðsendimerkjum 2009, 2010 og 2011. Merkingar 2009 fóru fram 17. ágúst og 6.-7. október. Merkingar 2010 fóru fram 2. júní og 12. ágúst. Merking 2011 fór fram 25. maí. Við merkingarnar staðfestist að ýsan er viðkvæm fyrir veiði og annarri meðhöndlun. Af þeim sökum þurfti að veiða töluvert magn af ýsu til að ná í einstaklinga sem að þóttu nægilega lífvænlegir. Þrátt fyrir það kom fyrir í einstaka tilfellum að fiskar sem voru álitlegir og merktir, beygðu af á þeim tíma sem þeim var gefinn til að jafna sig í kjölfar merkingar og voru merkin þá tekin af þeim og notuð á aðra fiska. Almennt gilti að stærstu fiskarnir reyndust að jafnaði viðkvæmastir fyrir veiðinni og annarri meðhöndlun. Á heildina litið gengu merkingarnar vel svo sem endurspeglast með tvennum hætti. Annarsvegar sýna viðamiklar skráningar hlustunarduflanna yfir ferðir hljóðsendimerktu fiskanna að merkingarnar höfðu gegnumsneitt ekki áhrif á lífslíkur ýsunnar og hinsvegar endurspeglar hátt endurveiðihlutfall þeirra ýsa það sama. Af 58 ýsum var einungis ein ýsa sem virtist hafa drepist af völdum merkingar skömmu eftir merkingu, a.m.k. bentu samfelldar skráningar hennar mánuðum saman á sama skráningarsvæðinu til þess þó ekki sé hægt að útiloka alfarið að slík staðfesta í viðveru geti átt sér stað. Samtals voru aðeins 7 ýsur sem gáfu engar skráningar á duflunum í Hvalfirði. Tvær ástæður geta skýrt það skráningarleysi. Annarsvegar einfaldlega sú að þær hafi ekki skráðst inn á duflin af því að þær hafi ekki komið inn á skynjunarsvið duflanna og hinsvegar sú að merkingin hafi mögulega dregið fiskana til dauða. Fyrri skýringin er líkleg til að skýra stærri hluta þessa hóps þar sem einungis ein ýsa skráðist ekki af þeim 30 sem merktar voru á svæði 4 innan þverunargirðingar skráningarstöðvanna nr 9-12 árið 2009 (1. og 2. mynd). Samanborið við að 6 ýsur skráðust ekki af þeim 28 sem merktar voru á svæði nr. 5 tímabilið 2010-2011 þar sem þéttleiki skráningarstöðvanna var minni. Af sama meiði eru dæmi af fiskum sem einungis höfðu gefið fáeinar skráningar og jafnvel enga sem síðan veiddust mörgum mánuðum eftir merkingu eða síðustu skráningu í hlustunardufl. Endurheimtur á hljóðsendimerktum ýsum sem merktar voru í rannsókninni eru nú þegar orðnar sögulega háar eða 31% (tafla 1). Þegar litið er til merkinga á helsta veiðisvæði Hvalfjarðar sem fellur saman við svæði númer 5 hér (2. mynd) þá er þetta endurveiðihlutfall enn hærra eða 50% (tafla 1). Fróðlegt er að bera saman hve mikill munur er á skilum á hljóðsendimerkjum og slöngumerkjum frá merkingum á ýsu í Hvalfirði í rannsókninni, en sá munur er nífaldur (tafla 1). Á sama hátt eru endurheimtur hljóðsendimerktra ýsa frá merkingunum í Hvalfirði 2009-2011 nú þegar margfalt meiri en meðaltalsendurheimtur frá umfangsmiklum merkingum Hafró með hefðbundnum númeruðum merkjum. Dæmi um það er samantekt á merkjaskilum frá merkingum á ríflega 18 þúsund ýsum sem merktar voru 1952-1964 en þær gáfu aðeins ríflega 5% endurheimtur (Jón Jónsson 1990 og 1996). Ef frá er taldir þættir sem ekki eru tök á að meta hér s.s. 5

veiðisókn. Þá er ekki ólíklegt að sú smámunasemi við val á lífvænlegum einstaklingum og meðhöndlun þeirra sem er viðhöfð hér og er nauðsynleg þegar notuð eru merki sem kosta um 45-75 þúsund krónur stykkið (án VSK), leiði til þess að hljóðsendimerkingarnar skili fleiri ýsum frá borði með óskertar lífslíkur samanborið við merkingar þar sem slík aðferðafræði er ekki framkvæmanleg. Annað sem vert er að hafa í huga við þennan samanburð er sú staðreynd að hljóðsendimerkin sjást margfalt betur en hefðbundnu útvortis plastmerkin og má í því sambandi nefna að meira að segja útvortis rafeindafiskmerkin fóru fram hjá sjómönnum í sumum tilvikum og var skilað inn af fiskmörkuðum eða fiskverkendum. Auk þessa má nefna í þessu sambandi að mögulegt er að dýrari rafeindafiskmerkin þyki áhugaverðari og skilin á þeim séu að einhverju leyti betri af þeim sökum. Ýsur sem hverfa út af sviði ystu skráningarstöðvanna í Hvalfirði og dúkka svo upp aftur í skráningum duflanna í firðinum eftir nokkra hríð sýna a.m.k. að hluta til göngur út af svæðinu en að hluta til er ónógum þéttleika skráningardufla mögulega um að kenna. Þegar slíkt brotthvarf ýsa úr Hvalfirðinum á sér stað í janúar-apríl í aðdraganda hrygningar þá er eðlilegt að ætla að þær ferðir endurspegli árstíðabundið far, þ.e.a.s. hrygningargöngur í þessu tilfelli. Staðsetning endurveiðinnar á þeim tveimur ýsum sem hafa endurheimst utan Hvalfjarðar gefa örlitla innsýn í það um hvaða svæði ýsan fer um á þeim tíma þegar hún dvelur utan Hvalfjarðar í aðdraganda hrygningar og/eða í upphafi hrygningartímans (5. mynd).. 5. mynd Loftmyndakortið sýnir 2 endurveiðistaði ýsu í Faxaflóa frá merkingum í Hvalfirði. Veiðistaðir eru auðkenndir fyrir ýsurnar sem og veiðidýpið og veiðitíminn. Ýsa A var merkt 6. okt. 2009 skammt innan við Grundartanga í Hvalfirði (svæði 4) þá 53,9 cm löng. Merki ýsunnar kemur síðast fram fyrir endurveiði í skráningum inni í Hvalfirði á svæði 4 undan Hvaleyrinni þann 15. febrúar 2010. Ýsa B var merkt 17. ágúst 2009 skammt innan við Grundartanga í Hvalfirði (svæði 4) þá 48,7 cm löng. Merki ýsunnar kemur síðast fram fyrir endurveiði í skráningum í Hvalfirði á svæði nr. 5 þann 20. desember 2009. Áður en við skoðum gögn frá mælingum á gönguhegðun ýsunnar er litið á fáeina umhverfisþætti hennar í Hvalfirði með hliðsjón af árstíma. 4.2. Umhverfisþættir Í rannsókninni voru framkvæmdar mælingar á hita við botn (um 1 m frá botni) á fjölmörgum stöðvum á 10-30 mínútna fresti tímabilið 2009-2011. Myndir 6 til 8 sýna hitafar Hvalfjarðar með hliðsjón af þeim hitamælingum. Þar sést að megnið af tímanum er einsleitni ráðandi í hitafari innan Hvalfjarðar hverju sinni (6. og 7. mynd) og dægursveifla árið um kring er sýnd á 8. mynd. Þrátt fyrir einsleitni almennt í hitafari Hvalfjarðar þá sýna ystu stöðvarnar á ákveðnum tímabilum eftirtektarverð frávik frá þeim jöfnuði (6.,7. og 9. mynd). Eitt slíkt forvitnilegt tilvik er skoðað nánar á 10. mynd með hliðsjón af sjávarföllum (flóðhæð sjávar) en þar má sjá greinilegt samband á milli sveiflna í sjávarhita og stöðu sjávarfallanna. Hér er einnig gefin innsýn í vindafar svo skoða megi hvort öfgar í þeim veðurþætti geti mögulega örvað göngur ýsunnar, svo sem inn yfir grynnri svæði þegar hressilega blæs með tilheyrandi uppblöndun sjávar þar (11. mynd). Sjávarfallastraumar eru einnig settir myndrænt fram út frá flóðhæðargögnum frá Sjómælingum Íslands til viðmiðunar við skráða gönguhegðun ýsunnar (9, 27og 29 mynd). 6

Sjávarhiti ( C) Sjávarhiti ( C) 14,0 13,0 12,0 11,0 10,0 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 Stöð 5 Stöð 6a Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 6e Stöð 7 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 Stöð 12 Stöð 15 Stöð 16 Stöð 17 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 17/8 14/9 12/10 9/11 7/12 4/1 1/2 1/3 29/3 26/4 24/5 21/6 19/7 16/8 Tími (dagur/mánuður 2009-2010) 6. mynd. Sjávarhiti í Hvalfirði á athugunartímanum frá öllum mælistöðvum frá mælingum 1m frá botni. 14,0 13,0 12,0 11,0 10,0 Stöð 6d Stöð 12 Stöð 16 Stöð 17 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 17/8 14/9 12/10 9/11 7/12 4/1 1/2 1/3 Tími (dagur/mánuður 2010-2011) 7. mynd. Sjávarhiti í Hvalfirði á athugunartímanum frá öllum mælistöðvum frá mælingum 1m frá botni. 7

Flóðhæð (m) Sjávarhiti ( C) 12,0 11,0 10,0 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 00:00 02:00 04:00 06:00 08:00 10:00 12:00 14:00 16:00 18:00 20:00 22:00 Tími sólarhrings (klst:min) 30/7 2010 30/8 2009 30/6 2010 30/9 2009 30/10 2009 30/5 2010 30/11 2009 30/4 2010 30/1 2010 30/12 2009 30/3 2010 28/2 2010 8. mynd. Dægursveifla sjávarhita í Hvalfirði á stöð 6d fyrir 1 dag í mánuði yfir 1 ár (ág2009-júlí2010). Hitasíritinn var staðsettur á 24 m dýpi, 1 m frá botni. Athugunardagarnir sem um ræðir eru auðkenndir. 5,0 4,5 4,0 3,5 Flóðhæð sjávar Sjávarhiti á stöð 5 (Mælt upp við yfirborð (á 0,3-0,5 m dýpi) Sjávarhiti á stöð 5 (Mælt á 20 m dýpi (Botndýpi 21 m) Sjávarhiti á stöð 15 (Mælt á 37 m dýpi (Botndýpi 38 m) 16 15 14 13 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 12 11 10 9 8 7 6 Sjávarhiti ( C) -0,5 17/8 00:00 24/8 00:00 31/8 00:00 7/9 00:00 14/9 00:00 21/9 00:00 28/9 00:00 5/10 00:00 12/10 00:00 19/10 00:00 26/10 00:00 2/11 00:00 5 Tími (dagur/mánuður klst:mín 2009) 9. mynd. Sjávarhiti í Hvalfirði á athugunartímanum og flóðhæð sjávar samkvæmt flóðatöflu frá Sjómælingum Íslands til samanburðar. Sjávarhitinn sem hér er sýndur og er frá tveimur mælistöðvum (skráningarstöðvum fyrir hljóðsendimerki) er annarsvegar frá mælingum niður undir botni á stöð 15, en hinsvegar á (stöð 5) þ.s. hitinn var bæði mældur niður undir botni og við yfirborð. Nánari upplýsingar um botndýpi og mælidýpi eru tilgreindar á myndinni. Flóðhæð (hæð yfirborðs sjávar) er gefin í metrum miðað við sjávarborð á meðalstórstraumsfjöru. Flóðhæðargildin eru tilgreind fyrir hverja klukkustund, þannig að lággildi (fjara) og hágildi (flóð) hvers dags sjást. Ennfremur sýnir ferill flóðhæðarinnar hvort straumur er stækkandi (stórstreymt) eða minnkandi (smástreymt). 8

Flóðhæð (m) 4,6 4,2 3,8 3,4 3,0 2,6 2,2 1,8 1,4 1,0 0,6 0,2 Flóðhæð sjávar (m) Stöð 15 - Botndýpi = 38 m Stöð 16 - Botndýpi = 25 m 13,6 13,3 13,0 12,7 12,4 12,1 11,8 11,5 11,2 10,9 10,6 10,3 Sjávarhiti ( C) -0,2 10,0 17/8 00:00 18/8 00:00 19/8 00:00 20/8 00:00 21/8 00:00 22/8 00:00 23/8 00:00 24/8 00:00 Tími (dagur/mánuður klst:mín 2009) 10. mynd. Sjávarhiti á skráningarstöðvum í ytri hluta Hvalfjarðar (athugunarsvæði 5) 2009 fyrir tímabilið 17.-24. ágúst og flóðhæð sjávar til samanburðar. Sjávarhitinn sem hér er sýndur er frá mælingum á 1 m yfir botni. Annarsvegar á stöð 15 sem er norðanvert við fjörðinn og hinsvegar stöð 16 sem er staðsett er yst á grunninu út frá suðurströnd fjarðarins. Botndýpi á stöðvunum er tilgreint á myndinni. Flóðhæð (mismunur á hæð yfirborðs sjávar) er gefin í metrum miðað við sjávarborð á meðalstórstraumsfjöru. Flóðhæðargildin eru tilgreind fyrir hverja klukkustund, þannig að lággildi (fjara) og hágildi (flóð) hvers dags sjást. Gögnin yfir flóðhæð sjávar eru fengin frá Sjómælingum Íslands. Gögn yfir veðurfarsþætti voru fengin frá Veðurstofu Íslands og gögn frá síritandi mælingum á vindi og lofthita við Þyril í Hvalfirði eru sett fram hér til viðmiðunar við mæligögn verkefnisins, bæði sjávarhita og gögn yfir ferðir ýsunnar sem kynnt eru hér að aftan (11. mynd). Varðandi vindafarið þá eru það öfgarnar í þeim efnum sem eðlilegt er að líta fyrst til þegar leitað er eftir því hvort umhverfisþátturinn hafi mögulega áhrif á hegðun fisksins. Á 11. mynd sést að á athugunartímanum er að finna 5 tímabil þ.s. um er að ræða hvassviðri eða meira (vindhraði nær 19 m/s). Í annari viku október er veðrahamurinn mestur með hámarki sem nær máli fárviðris (34,8m/s), en næst þeim öfgum er tímabil um miðjan september þegar vindurinn nær styrk storms (22,6m/s) og enn meira í hviðum. Þessi vindasömu tímabil hafa að því er virðist beint og/eða óbeint áhrif á gönguhegðun ýsunnar að hluta til ef litið er til ferðalaga fiskanna á þeim tíma sem veðrahamurinn er í gangi eða kjölfar hans ef miðað við er við ástandið þar á undan. Hér er einnig við hæfi að geta þeirra óbeinu áhrifa sem að vindhraði yfir ákveðnum mörkum og jafnvel úr ákveðinni átt hefur á umhverfi ýsunnar. Þar nægir að nefna uppblöndun sjávar á grynnra vatni, þ.m.t. í þeim hluta Hvalfjarðar sem hér er til umfjöllunar eftir að hitaskiptalagið hefur brotnað upp að hausti. Mjög afgerandi dæmi má sjá um áhrif veðurofsans í annarri viku október þegar sjávarhiti á öllu athugunarsvæðinu lækkar um 1 gráðu á Celsíus á einungis tveimur dögum (11. mynd). 9

Vindhraði (m/s) og lofthiti ( C) Vindátt ( ) Vindhraði (m/s) 500 450 400 Vindátt Vindhraði Vindhviður 50 45 40 350 35 300 30 250 25 200 20 150 15 100 10 50 5 0 17/8 00:00 24/8 00:00 31/8 00:00 7/9 00:00 14/9 00:00 21/9 00:00 28/9 00:00 5/10 00:00 12/10 00:00 19/10 00:00 26/10 00:00 2/11 00:00 0 Tími (dagur/mánuður klst:mín 2009) A. 40 36 32 Vindhraði Lofthiti Sjávarhiti á stöð 5 upp við yfirborð (á 0,3-0,5 m dýpi) Sjávarhiti á stöð 5 á 20 m dýpi (Botndýpi 21 m) Sjávarhiti á stöð 15 á 37 m dýpi (Botndýpi 38 m) 15 14 13 28 12 24 20 16 11 10 9 Sjávarhiti ( C) 12 8 8 7 4 6 0 17/8 00:00 24/8 00:00 31/8 00:00 7/9 00:00 14/9 00:00 21/9 00:00 28/9 00:00 5/10 00:00 12/10 00:00 19/10 00:00 26/10 00:00 2/11 00:00 5 Tími (dagur/mánuður klst:mín 2009) B. 11. mynd. Vindhraði og vindátt við Þyril í Hvalfirði frá mælingum sírita (mynd A). Á mynd B er vindhraðinn aftur sýndur en nú ásamt lofthita, til samanburðar við sjávarhita sem mældur var við stöð 5 innarlega í Hvalfirði bæði við botn og yfirborð sjávar (svæði 3) og sjávarhita frá mælingum á stöð 15 utarlega í firðinum norðanverðum (svæði 5). 10

4.3. Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði - Nýting búsvæða í Hvalfirði á ársgrundvelli Gögnin yfir ferðir ýsanna sem báru hljóðsendimerkin eru sett fram á ýmsan hátt, en myndræn framsetning er ráðandi. Í þeirri framsetningu fylgir oftast með vísun í þann tíma sem um ræðir. Hér er notast við vikutímabil sem eru fastsett yfir árið, svokallaðar rannsóknavikur þannig að samanburður á milli ára verður auðveldur. Vegna þess að vikurnar eru fastsettar þá hagar svo til að vikurnar í upphafi og lok athugunartímabilsins eru ekki fullskipaðar. Þess er þá getið hvaða dagar standa að baki og eðli málsins samkvæmt einungis byggt á þeim tíma við útreikninga á hlutfallslegri viðveru fiskanna. Gögnin sem hér eru sett fram yfir viðveruna hjá merktum ýsum byggja á samantektargögnum sem hafa 1 klst upplausn (168 klst/viku). Burðurinn í gögnunum sem hér birtast er heildstæð úrvinnsla frá öllum ýsum sem skráningar fengust frá en skráningarnar voru samtals rétt tæplega 770 þúsund. Fyrir hvern fisk eru gögn yfir hlutfallslega viðveru fiskana sett fram sérstaklega fyrir hverja stöð á ársgrundvelli með hliðsjón af rannsóknavikum. Þessi einstaklingsgögn fela í sér tugi blaðsíðna af töflum og rúmast því ekki inn á milli í textanum hér í niðurstöðu og umræðukaflanum. Af þeim sökum eru þær töflur settar aftast í skýrsluna. Hinsvegar eru hér í kaflanum birtar töflur þar sem megin drættirnir í viðveru ýsanna hafa verið dregnir saman miðað við þau 6 svæði sem Hvalfirðinum og svæðinum rétt út af honum hafði verið skipt í (2. mynd). 4.3.1. Dvalartími ýsunnar á athugunarsvæðunum - Heildargögn Fyrst er á loftmyndakorti skoðað hvaða mánuði mátti finna ýsur við skráningarstöðvar árin 2009-2011 (12. 14. mynd). Hér þarf að hafa í huga að hljóðsendimerktar ýsur voru orðnar fáliðaðar þegar kom fram á árið 2011 og gögnin að baki kortlagningunni því ekki jafn marktæk og 2009 og 2010. Gleggri mynd af samantekt á viðveru ýsu á svæðunum er að finna í töflum 2-4 þar sem meðaltalsviðvera fiskanna er tilgreind fyrir hverja rannsóknaviku ásamt staðalfráviki og fjölda fiskanna sem að baki standa hverju sinni. Þær töflur eru sökum stærðar í lok skýrslunnar líkt og töflurnar yfir viðveru á einstaklingsgrundvelli, en þær reka lestina. 12. mynd. Viðvera hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2009 á mánaðargrundvelli í kjölfar merkinga 17. ágúst. Tilgreind er lengdarspönn ýsanna að baki skráningunum og dagsetningar merkinga þeirra. 11

13. mynd. Viðvera hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2010 á mánaðargrundvelli. Tilgreind er lengdarspönn ýsanna að baki skráningunum og dagsetningar merkinga þeirra. 14. mynd. Viðvera hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2011 á mánaðargrundvelli. Tilgreind er lengdarspönn ýsanna að baki skráningunum og dagsetningar merkinga þeirra. 12

Hlutfallsleg viðvera - meðaltal (%) Hlutfallsleg viðvera - meðaltal (%) 100 90 80 70 60 50 2009 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 40 30 20 10 0 Tími (rannsóknavikur 2009) 15. mynd. Meðaltal hlutfallslegrar viðveru hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2009 á vikugrundvelli í kjölfar merkinga 17. ágúst. Í töflu 2 er að finna staðalfrávik meðaltalsins og fjölda fiska að baki hverju sinni. 100 90 80 70 60 2010 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 Svæði 6 50 40 30 20 10 0 Tími (rannsóknavikur 2010) 16. mynd. Meðaltal hlutfallslegrar viðveru hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2009 á vikugrundvelli í kjölfar merkinga 17. ágúst. Í töflum 3 og 4 er að finna staðalfrávik meðaltalsins og fjölda fiska að baki hverju sinni. 13

Hlutfallsleg viðvera - meðaltal (%) 100 90 80 70 60 2011 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5 Svæði 6 50 40 30 20 10 0 Tími (rannsóknavikur 2011) 17. mynd. Meðaltal hlutfallslegrar viðveru hljóðsendimerktra ýsa í Hvalfirði 2009 á vikugrundvelli í kjölfar merkinga 17. ágúst. Í töflum 5 og 6 er að finna staðalfrávik meðaltalsins og fjölda fiska að baki hverju sinni. 4.3.2. Dvalartími ýsunnar á athugunarsvæðunum Einstaklingsgögn Hér skoðum við fyrst yfirlit yfir viðdvöl og ferðir þriggja ýsa í Hvalfirði á tímabilinu 2009-2011 sem sett hafa verið út á loftmyndakortum. Tilgangurinn með þeirri framsetningu er að reyna að gefa landfræðilega innsýn í dvöl/ferðir ýsa á einstaklingsgrundvelli á sem gleggstan máta. Bæði fyrir ýsur sem gengu út úr Hvalfirðinum hluta af árinu og fyrir ýsu sem dvaldi samfellt árið um kring í Hvalfirðinum. 14

18. mynd. Viðvera ýsu númer 10 í Hvalfirði 2009-2011 á mánaðargrundvelli í kjölfar merkinga 17 ág. 2009. 19. mynd. Viðvera ýsu númer 1 í Hvalfirði 2009-2011 á mánaðargrundvelli í kjölfar merkinga 17 ág. 2009. 15

A. 20. mynd. Viðvera ýsu númer 1 í Hvalfirði 2009-2011 í kjölfar merkinga 17 ág. 2009, sett fram skematískt með hliðsjón af svæðum (Myndir A og B). B. Ýsan sem fylgt er eftir á mynd 18 er dæmi um fisk sem dvelur samfellt í Hvalfirði allt árið um kring ef frá eru taldar stakar vikur þar sem hún er fjarverandi, þ.a. 2 vikur í apríl og 1 viku í maí. Ýsa númer 1 á myndum 19 og 20 er merkisfiskur á ferð sem skráð hefur eigin ferðir yfir 21 mánuð. Meðal annars lítur út fyrir að hrygningu fisksins hafi lokið misjafnlega snemma árin 2010 og 2011 því fyrra árið er hún mætt til dvalar á svæði 5 upp úr miðjum maí en seinna árið upp úr miðjum apríl. Önnur skýring á þessari dvöl á svæði 5 á þessum tíma væri sú að ýsan væri að hrygna á þessu svæði á þessum tíma. Ýsa nr. 29 sem fylgt er eftir á loftmyndakortunum á 21. mynd er dæmi um fisk sem yfirgefur Hvalfjörð í aðdraganda hrygningartímans og skilar sér að aflokinni hrygningu aftur í Hvalfjörð. Í tilfelli þess fisks var síðasta skráningin fyrir brottför 24 febrúar og ýsan var síðan komin á ný inn í Hvalfjörð 11 maí um 2,5 mánuðum seinna. 16

Ýsa nr 29 er dæmi um fisk sem nýtir allan fjörðinn líkt og dvöl hennar á svæðinu inn við Hvítanes og Þyrilsnes er gott dæmi um. Hljóðsendimerki umræddrar ýsu sendi einnig upplýsingar um dýpið sem að fiskurinn dvaldi á hverju sinni byggt á þrýstingsmælingum merkisins. Þau gögn sýndu náin tengsl ýsunnar við matarborð sitt, sjávarbotninn, því ferðir ýsunnar eftir æti upp frá botni s.s. fiskmeti og öðru góðgæti úr efri lögum vatnsbolsins vógu lítið. Ennfremur var forvitnilegt að sjá hversu grunnt ýsan gekk á innsta svæðinu (< 10 m dýpi). A. B. C. 21. mynd. Viðvera ýsu númer 29 í Hvalfirði 2009-2010 í kjölfar merkinga 17 ágúst 2009, sett fram skematískt með hliðsjón af athugunarsvæðum 1-5 (A -C). Á næstu síðu er að finna framhald útlistunar á ferðalagi ýsu nr. 29 (D-G). 17

D. E. F. G. 21. mynd. Viðvera ýsu númer 29 í Hvalfirði 2010 sett fram skematískt með hliðsjón af athugunarsvæðum 1-5 (D -G). Ferðir ýsunnar (D-G) eru framhald útlistunar á ferðalagi sömu ýsu 2009-2010 sem lýst var í fyrri hluta myndarinnar (A-C). 18

Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) Á næstu myndum eru dregnar upp nákvæmari myndir af ferðum ýsu á einstaklingsgrunni fyrir nokkurra vikna tímabil þ.s. notuð er hlutfallsleg viðvera á hverri klukkustund til að sýna hvernig ýsan fer á milli svæða sem skráningarstöðvarnar dekka í skynjun. 100 80 60 Stöð 5 Stöð 6a Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 6 e Stöð 6f Stöð 8 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 Stöð 12 Stöð 14 (tapaðist) Stöð 15 Stöð 16 40 20 Ýsa nr 5 (Lengd = 46 cm) 0 17/8 00:00 19/8 00:00 21/8 00:00 23/8 00:00 25/8 00:00 27/8 00:00 29/8 00:00 31/8 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 22. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu númer 5 tímabilið 17.-31. ágúst á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). 19

Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) 100 80 60 Ýsa nr 5 (Lengd = 46 cm) Stöð 5 Stöð 6a Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 6e Stöð 6f Stöð 8 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 Stöð 12 Stöð 14 (tapaðist) Stöð 15 Stöð 16 40 20 0 14/9 00:00 16/9 00:00 18/9 00:00 20/9 00:00 22/9 00:00 24/9 00:00 26/9 00:00 28/9 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 23. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr.5) tímabilið 14.-28. september á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). Þarna kemur ýsan inn á ytri skráningarstöðvar eftir að hafa dvalið u.þ.b. 3 vikur utan skráningarstöðva. 100 80 60 Stöð 5 Stöð 6a Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 6e Stöð 6f Stöð 7 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 Stöð 12 Stöð 14 (tapaðist) Stöð 15 Stöð 16 Ýsa nr 5 (Lengd = 46 cm) 40 20 0 28/9 00:00 30/9 00:00 2/10 00:00 4/10 00:00 6/10 00:00 8/10 00:00 10/10 00:00 12/10 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 24. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr. 5) tímabilið 28. september 12. október á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). 20

Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) 100 80 60 Ýsa nr 5 (Lengd = 46 cm) Stöð 5 Stöð 6a Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 6e Stöð 6f Stöð 7 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 Stöð 12 Stöð 14 (tapaðist) Stöð 15 Stöð 16 40 20 0 12/10 00:00 14/10 00:00 16/10 00:00 18/10 00:00 20/10 00:00 22/10 00:00 24/10 00:00 26/10 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 25. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr. 5) tímabilið 12.-26. október á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). 100 Stöð 5 Stöð 6a Ýsa nr 5 Stöð 6b (Lengd = 46 cm) Stöð 6c Stöð 6d 80 Stöð 6e Stöð 6f Stöð 7 Stöð 9 Stöð 10 Stöð 11 60 Stöð 12 Stöð 14 (tapaðist) Stöð 15 Stöð 16 40 20 0 26/10 00:00 28/10 00:00 30/10 00:00 1/11 00:00 3/11 00:00 5/11 00:00 7/11 00:00 9/11 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 26. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr. 5) tímabilið 26. október 7. nóvember á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst). 21

Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) Húm Húm Dvöl fiska innan svæða - skráningarhlutfall/klst (%) 100 5 80 Stöð 6b Stöð 6c Stöð 6d Stöð 7 Flóðhæð Ýsa nr 5 (Lengd = 46 cm) 4 60 40 3 2 Flóðhæð sjávar (m) 20 1 0 0 26/10 00:00 28/10 00:00 30/10 00:00 1/11 00:00 3/11 00:00 5/11 00:00 7/11 00:00 9/11 00:00 Tími (dagur/mánuður - klst:mín 2009) 27. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr.5) tímabilið 26. október 7. nóvember á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst) og með hliðsjón af flóðhæð sjávar samkvæmt gögnum frá Sjómælingum Íslands til samanburðar. 100 90 80 Stöð 7 Stöð 6d Stöð 6c Stöð 6b Myrkur Dagsbirta Myrkur 70 60 50 40 30 20 10 0 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 Tími sólarhrings (klst:mín 26okt. - 7. nóv.) 28. mynd. Myndin sýnir viðveru ýsu (nr. 5) tímabilið 26. október 7. nóvember á tilgreindum stöðvum með hliðsjón af hlutfallslegri viðveru á klukkustund (fjöldi skráninga/klst/stöð sem hundraðshluti af mögulegum fjölda skráninga/klst) með hliðsjón af tíma sólarhrings. Til viðmiðunar eru birtuskilyrði sett inn m.t.t. afstöðu sólar (hæð yfir sjónbaug). 22

Flóðhæð (m) 4.4. Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði Fiskdýpi Í rannsóknunum voru 5 ýsur merktar með hljóðsendimerkjum sem höfðu þrýstinema til að afla gagna um dýpið (þrýstinginn) sem ýsurnar dvelja á hverju sinni sem að þær eru innan skynjunarsviðs skráningarstöðvanna. Þau merki voru stærri en merkin sem ekki höfðu slíka nema og voru því settar á ýsur í stærri kantinum. Hér að neðan er sýnt dæmi um gögn yfir fiskdýpi frá ýsu sem bar slíkt merki (29. mynd). Á myndinn sést að ýsan heldur sig upp við yfirborð fyrstu klukkustundirnar eftir merkingu, nokkuð sem ætla verður að tengjast því að fiskurinn sé á þeim tíma að ná heppilegu flotjafnvægi að nýju eftir að það (sundmagaflotið) hefur riðlast samhliða veiði og merkingu. Á þessum tíma gekk fiskurinn út fjörðinn og mögulega alla leið út úr honum. Í því sambandi ber að hafa í huga að mikið austanhvassviðri skall á strax 8. okt. og skýrir það líklega hvers vegna þessi ýsa og fleiri merktar gengu út fjörðinn á þeim tíma (11. mynd ). 7/10 8/10 9/10 10/10 11/10 12/10 13/10 14/10 15/10 16/10 17/10 18/10 19/10 20/10 21/10 22/10 5,0 0 4,5 4,0 Tími (dagur/mánuður klst:mín 7.-21. okt. 2009) Flóðhæð sjávar Fiskdýpi - Stöð 12 (svæði 4) Fiskdýpi - Stöð 9 (svæði 4) Fiskdýpi - Stöð 10 (svæði4) Fiskdýpi - Stöð 15 (svæði 5) Fiskdýpi - Stöð 16 (svæði 5) Ýsa nr 29 (Lengd = 53 cm) 5 10 3,5 3,0 2,5 2,0 15 20 25 30 Fiskdýpi (m) 1,5 35 1,0 40 0,5 45 0,0 50 29. mynd. Myndin sýnir fiskdýpi ýsu númer 29 fyrstu 15 dagana eftir merkingu og sleppingu í upphafi dags 7. október á milli sniða 5 og 6. Til viðmiðunar er flóðhæð sjávar sýnd. Fiskurinn bar hljóðsendimerki með þrýstingsnema og fiskdýpið er skráð í hlustunarsíritana sem nema hljóðmerkið hverju sinni. Af gögnunum má ráða að eftir merkingu gengur fiskurinn út fjörðinn og er upp við yfirborð þegar hann skráist inn á stöðvar 9 og 10. Fáeinum stundum síðar er ýsan komin utarlega á svæði 5 (stöð 15) og er að rangla þar fram á 8. október á litlu dýpi en kemur síðan fram sunnan megin í firðinum (stöð 16) á sama sniði síðar sama dag og er þá á 11 m dýpi. Síðan segir ekki af ýsunni fyrr en síðla 9. október þegar hún skráist á 27 m dýpi norðan megin á svæði 5 (stöð 15). Sólarhring síðar skráir ýsan sig inn á svæði 5 (stöðvar, 7, 9 og 10). Fiskurinn er síðan á því svæði áfram og eru 12 næstu dagar sýndir til að gefa innsýn í það hvernig ýsan færir sig á milli dýptarlaga og svæða í takti við sjávarföllin. Fróðlegt er að sjá að á flóðinu nýtir ýsan grynnri svæði yst á svæði 5 (stöðvar 9 og 10) en heldur sig síðan yfirleitt þess á milli nokkru innar í firðinum við stöð 7. Flóðhæð sjávar (mismunur á hæð yfirborðs sjávar) er gefin í metrum miðað við sjávarborð á meðalstórstraumsfjöru. Flóðhæðargildin eru tilgreind fyrir hverja klukkustund, þannig að lággildi (fjara) og hágildi (flóð) hvers dags sjást. Gögnin yfir flóðhæð sjávar eru fengin frá Sjómælingum Íslands. Skráningar yfir viðdvöl fisksins á hverri stöð eru settar fram með 1 klst upplausn. 4.5. Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði - Gönguhraði Skráningar hlustunardufla gáfu tækifæri á að skoða hver ferðahraði ýsanna væri í ferðum á milli þeirra skráningarstöðva. Líkt og búist hafði verið við þá fer ýsan sér almennt hvergi óðslega í ferðum sínum. Ef litið er á mesta hraða sem hægt er að áætla m.t.t. skráningarstöðvanna þá var hann um eða innan við 1 km/klst. Eitt af þeim dæmum um slíkan gönguhraða var frá áðurnefndri ýsu nr. 29 (29. mynd) sem fór um tæpa 8 km á um 10 klst. 23

5. Framhald rannsóknanna Skráningardufl fyrir hljóðsendimerki eru enn starfrækt af Laxfiskum í Hvalfirði og verða starfrækt áfram þar a.m.k. árin 2012 og 2013. Það er gert í því skyni að nýta þessa tækni til að að afla upplýsinga sem enn hefur ekki tekist að afla en hægt verður að afla með tilfærslum á duflum og fleiri nýjum nálgunum með notkun rafeindafiskmerkja. Ýsur frá merkingum 2009-2011 í Hvalfirði komu ekki fram á skráningaduflum á tímabilinu janúar-apríl 2012 en síðustu skráningar voru 30. desember 2011. Til að afla nýrra gagna um ferðir ýsu innfjarða verða merktar ýsur 2012 og 2013 í Hvalfirði. 6. Lokaorð Niðurstöðurnar sem hér hefur verið aflað eru sannarlega dýrmæt viðbót við fyrirliggjandi þekkingu á lífsháttum ýsu hér við land, sem hægt er að hagnýta með ýmsum hætti. Í lokin viljum við þakka það tækifæri sem Verkefnasjóður sjávarútvegsins skapaði Laxfiskum til framsækinna grunnrannsókna á ýsu með styrkframlagi sínu. Heimildir Einar Jónsson, Hafsteinn Guðfinnsson.1998. Ýsa á grunnslóð fyrir Suðurlandi 1989-1995. Hafrannsóknastofnunin. 75 s. Einar Jónsson og Hafsteinn G. Guðfinnsson. 2004. Ýsa á grunnslóð fyrir Suðurlandi 1994-1998 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr 105. 44 s. Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. 2006. Íslenskir fiskar. 336 s. Haraldur Einarsson 1997. Fæða ýsu (Melanogrammus aeglefinus) við Ísland. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit, nr. 57: 69-77. Jón Jónsson 1990. Hafrannsóknir við Ísland II. Eftir 1937. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1990. Jón Jónsson 1996. Göngur þorsks og ýsu við Ísland. Niðurstöður merkinga á árunum 1948-1986. Hafrannsóknir 50: 1-94. Nytjastofnar sjávar 2006/2007 Aflahorfur fiskveiðiárið 2007/2008. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit, nr 129. 29 s. Temming, A., Gotz, S., Mergardt, N og S. Ehrich. 2004. Predation of whiting and haddock on sandeel: Aggregative response, competition and diel periodicity. Journal of Fish Biology (2004) 64,1351 1372. 24

Tafla. 2. Yfirlit yfir meðalviðveru hjá hljóðsendimerktum ýsum, sett fram fyrir allar skráningarstöðvarnar í Hvalfirði fyrir síðari hluta árs 2009. Staðalfrávik meðalviðveru er tilgreint. Viðvera fiskanna sem er að baki meðaltalinu er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) klukkustunda tiltekins vikutímabils (s.k. rannsóknavikur) fyrir tiltekna stöð. Eiginleg viðvera á stöð byggir einvörðungu á þeim einstaklingum sem voru skráðir þar þá vikuna einu sinni eða oftar. Hlutfallsleg viðvera hvers einstaklings miðast við 1. klst gagnaupplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100) og meðalviðvera fiska fyrir hvern hóp/viku/stöð er meðaltal viðveru fiskanna sem komu þá vikuna fram á stöðinni. 25

Tafla. 3. Yfirlit yfir meðalviðveru hjá hljóðsendimerktum ýsum, sett fram fyrir allar skráningarstöðvarnar í Hvalfirði fyrir fyrri hluta árs 2010. Staðalfrávik meðalviðveru er tilgreint. Viðvera fiskanna sem er að baki meðaltalinu er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) klukkustunda tiltekins vikutímabils (s.k. rannsóknavikur) fyrir tiltekna stöð. Eiginleg viðvera á stöð byggir einvörðungu á þeim einstaklingum sem voru skráðir þar þá vikuna einu sinni eða oftar. Hlutfallsleg viðvera hvers einstaklings miðast við 1. klst gagnaupplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100) og meðalviðvera fiska fyrir hvern hóp/viku/stöð er meðaltal viðveru fiskanna sem komu þá vikuna fram á stöðinni. 26

Tafla. 4. Yfirlit yfir meðalviðveru hjá hljóðsendimerktum ýsum, sett fram fyrir allar skráningarstöðvarnar í Hvalfirði fyrir síðari hluta árs 2010. Staðalfrávik meðalviðveru er tilgreint. Viðvera fiskanna sem er að baki meðaltalinu er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) klukkustunda tiltekins vikutímabils (s.k. rannsóknavikur) fyrir tiltekna stöð. Eiginleg viðvera á stöð byggir einvörðungu á þeim einstaklingum sem voru skráðir þar þá vikuna einu sinni eða oftar. Hlutfallsleg viðvera hvers einstaklings miðast við 1. klst gagnaupplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100) og meðalviðvera fiska fyrir hvern hóp/viku/stöð er meðaltal viðveru fiskanna sem komu þá vikuna fram á stöðinni. 27

Tafla. 5. Yfirlit yfir meðalviðveru hjá hljóðsendimerktum ýsum, sett fram fyrir allar skráningarstöðvarnar í Hvalfirði fyrir fyrri hluta árs 2011. Staðalfrávik meðalviðveru er tilgreint. Viðvera fiskanna sem er að baki meðaltalinu er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) klukkustunda tiltekins vikutímabils (s.k. rannsóknavikur) fyrir tiltekna stöð. Eiginleg viðvera á stöð byggir einvörðungu á þeim einstaklingum sem voru skráðir þar þá vikuna einu sinni eða oftar. Hlutfallsleg viðvera hvers einstaklings miðast við 1. klst gagnaupplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100) og meðalviðvera fiska fyrir hvern hóp/viku/stöð er meðaltal viðveru fiskanna sem komu þá vikuna fram á stöðinni. 28

Tafla. 6. Yfirlit yfir meðalviðveru hjá hljóðsendimerktum ýsum, sett fram fyrir allar skráningarstöðvarnar í Hvalfirði fyrir síðari hluta árs 2011. Staðalfrávik meðalviðveru er tilgreint. Viðvera fiskanna sem er að baki meðaltalinu er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) klukkustunda tiltekins vikutímabils (s.k. rannsóknavikur) fyrir tiltekna stöð. Eiginleg viðvera á stöð byggir einvörðungu á þeim einstaklingum sem voru skráðir þar þá vikuna einu sinni eða oftar. Hlutfallsleg viðvera hvers einstaklings miðast við 1. klst gagnaupplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100) og meðalviðvera fiska fyrir hvern hóp/viku/stöð er meðaltal viðveru fiskanna sem komu þá vikuna fram á stöðinni. 29

Tafla 7. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-5 2009 1 42,5 2 47,5 7 3 48,7 4 49,2 1 43 32 35 38 89 95 68 2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 30

Tafla 8. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6a 2009 1 42,5 2 47,5 2 5 4 2 9 3 48,7 4 49,2 1 1 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 3 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 1 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 31

Tafla 9. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6b. Hlutfallsleg viðvera ýsu (%) á vikugrundvelli (rannsóknavikur) fyrir hljóðsendimerkta fiska 2009 1 42,5 2 47,5 8 1 2 3 6 3 48,7 4 49,2 6 5 45,6 33 30 22 17 6 0,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 1 4 58 21 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 1 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 32

Tafla 10. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6c 2009 1 42,5 1 2 47,5 3 2 9 1 5 19 3 48,7 2 4 49,2 2 2 5 45,6 24 15 24 3 5 8 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 13 2 2 4 26 11 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 2 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 33

Tafla 11. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6d 2009 1 42,5 2 47,5 1 26 1 4 3 25 3 48,7 16 4 49,2 4 5 45,6 5 5 7 2 2 10 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 27 4 1 2 2 11 1 9 47,5 10 43,5 1 7 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 12 18 45,7 19 49,0 20 52,4 1 21 47,8 3 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 34

Tafla 12. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6e 2009 1 42.5 2 47.5 3 48.7 13 4 49.2 2 5 45.6 1 8 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 13 30 10 9 47.5 10 43.5 3 10 11 52.0 12 53.0 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 8 18 45.7 19 49.0 20 52.4 2 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 35

Tafla 13. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6f 2009 1 42.5 2 47.5 3 48.7 2 4 49.2 5 45.6 1 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 2 21 2 9 47.5 10 43.5 4 10 11 52.0 12 53.0 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 5 18 45.7 19 49.0 20 52.4 2 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 36

Tafla 14. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-7 2009 1 42.5 5 5 18 2 47.5 11 4 5 4 3 48.7 1 1 5 6 2 4 49.2 1 2 10 18 7 5 45.6 1 21 6 4 1 1 6 47.0 51 100 100 100 52 (7) 52.8 8 47.5 1 5 5 2 32 10 4 8 2 2 1 9 47.5 4 1 52 100 100 100 52 10 43.5 1 5 1 4 4 11 52.0 12 53.0 35 38 18 1 1 13 50.6 14 52.7 15 53.9 1 (16) 59.9 17 52.5 1 18 45.7 19 49.0 20 52.4 4 2 16 21 47.8 1 22 49.1 11 23 53.0 24 53.4 53 93 100 100 52 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 8 30 53.5 37

Tafla 15. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-9 2009 1 42.5 1 2 38 3 3 3 13 15 2 47.5 7 11 3 48.7 1 48 13 34 18 15 21 11 8 4 49.2 5 45.6 1 2 1 1 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 8 13 11 9 47.5 10 43.5 1 20 39 73 95 92 66 39 41 71 64 26 11 52.0 1 2 12 53.0 1 13 50.6 17 71 26 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 2 18 45.7 19 49.0 1 1 20 52.4 2 1 8 2 21 47.8 2 22 49.1 23 53.0 1 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 15 25 2 8 1 30 53.5 1 38

Tafla 16. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-10 2009 1 42.5 1 2 42 3 5 6 20 22 2 47.5 1 8 10 1 3 48.7 1 1 46 7 26 9 14 21 7 8 4 11 14 4 49.2 11 8 5 45.6 1 4 1 1 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 1 20 1 7 16 14 1 2 8 2 13 9 47.5 10 43.5 2 27 41 66 70 76 45 39 40 65 57 54 46 43 23 36 84 38 14 42 11 52.0 1 1 12 53.0 1 2 5 2 2 1 23 13 50.6 21 68 25 5 19 13 27 6 11 14 52.7 15 53.9 1 (16) 59.9 17 52.5 2 1 4 18 45.7 19 49.0 1 2 14 57 3 38 1 20 52.4 2 2 4 13 38 35 20 5 2 24 12 21 47.8 2 3 22 49.1 1 23 7 4 23 53.0 1 24 53.4 25 55.1 1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 1 13 18 29 52.5 15 22 5 8 1 6 6 2 15 3 2 30 53.5 1 39

Tafla 17. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-11 2009 1 42.5 1 15 1 1 5 7 2 47.5 1 2 3 48.7 1 1 2 1 1 1 4 49.2 3 12 13 5 45.6 2 1 2 1 1 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 13 32 24 4 7 38 2 10 4 1 57 2 3 20 9 47.5 10 43.5 3 1 7 2 1 1 1 1 10 8 1 1 15 1 2 6 21 21 31 52 11 52.0 1 12 53.0 1 5 1 2 2 27 13 50.6 4 14 52.7 15 53.9 1 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 1 7 2 1 13 20 52.4 2 11 2 4 10 1 1 10 6 2 21 47.8 3 8 2 14 22 49.1 1 3 4 2 23 53.0 24 53.4 25 55.1 1 26 49.6 1 27 54.4 28 52.5 5 1 1 29 52.5 30 53.5 40

Tafla 18. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-12 2009 1 42.5 14 2 1 1 2 47.5 1 3 48.7 2 1 1 5 3 4 49.2 14 8 5 45.6 2 3 21 11 5 1 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 11 41 7 8 1 1 2 6 13 4 4 55 7 8 18 9 47.5 10 43.5 4 2 5 4 9 1 13 13 11 52.0 12 53.0 2 8 13 50.6 3 17 14 21 14 52.7 1 15 53.9 2 1 (16) 59.9 17 52.5 3 1 18 45.7 19 49.0 1 8 3 4 20 52.4 3 18 15 26 3 21 47.8 8 1 7 22 49.1 1 1 1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 4 1 26 49.6 27 54.4 1 28 52.5 29 52.5 21 43 81 76 32 30 53.5 1 41

Tafla 19. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-14 2009 1 42.5 1 2 47.5 3 48.7 4 49.2 5 45.6 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 20 52.4 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 42

Tafla 20. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-15 2009 1 42.5 2 2 47.5 1 3 48.7 13 1 7 38 4 49.2 5 45.6 2 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 1 1 13 50.6 14 52.7 15 53.9 1 (16) 59.9 17 52.5 7 18 45.7 19 49.0 1 2 8 20 52.4 21 47.8 3 1 8 1 22 49.1 1 1 1 10 7 1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 2 26 49.6 1 27 54.4 28 52.5 1 10 11 26 29 52.5 3 3 1 30 53.5 1 43

Tafla 21. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-16 2009 1 42.5 2 47.5 3 48.7 4 49.2 5 45.6 4 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 20 52.4 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 44

Tafla 22. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-3 2010 1 42.5 2 47.5 3 48.7 4 49.2 5 45.6 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 13 50.6 2 1 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 20 52.4 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 11 1 7 30 53.5 45

Tafla 23. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-4 2010 1 42.5 2 47.5 1 3 48.7 4 49.2 5 45.6 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 13 50.6 1 20 9 2 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 11 20 52.4 21 47.8 22 49.1 18 10 9 7 18 31 31 6 21 51 38 26 32 1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 15 22 1 1 1 30 53.5 46

Tafla 24. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-4 2010 31 51.5 32 45.0 33 48.0 34 47.6 (35) 49.6 36 42.9 37 42.1 (38) 50.0 39 46.0 (40) 51.8 41 49.0 42 42.1 43 53.0 44 47.6 45 44.8 (46) 42.0 47 43.2 48 39.9 49 50.1 50 49.4 51 57.0 1 2 1 1 52 49.4 53 51.4 54 51.3 55 53.5 2 56 51.5 (57) 41.0 58 54.2 47

Tafla 25. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6b 2010 1 42.5 2 47.5 1 3 48.7 4 49.2 5 45.6 6 47.0 1 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 4 2 2 1 8 4 1 10 43.5 20 13 16 18 7 2 11 52.0 52 100 90 88 77 92 100 82 43 78 88 67 12 53.0 28 58 53 15 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 1 19 49.0 20 52.4 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 1 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 48

Tafla 26. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6c 2010 1 42.5 2 47.5 1 3 5 2 1 3 48.7 4 49.2 5 45.6 6 47.0 (7) 52.8 8 47.5 9 47.5 10 43.5 11 52.0 12 53.0 13 50.6 14 52.7 15 53.9 (16) 59.9 17 52.5 18 45.7 19 49.0 20 52.4 21 47.8 22 49.1 23 53.0 24 53.4 25 55.1 26 49.6 27 54.4 28 52.5 29 52.5 30 53.5 49

Tafla 27. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6d 2010 1 42,5 2 47,5 2 2 7 8 4 1 2 2 1 6 1 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 2 1 11 52,0 12 53,0 13 50,6 1 2 3 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 9 8 4 2 5 10 2 20 52,4 21 47,8 22 49,1 5 12 7 13 13 13 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 4 10 1 1 30 53,5 50

Tafla 28. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6d 2010 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 1 1 3 17 21 50 49,4 51 57,0 5 4 4 10 3 10 23 26 11 35 32 39 7 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 1 7 12 4 1 1 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 51

Tafla 29. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru. Hlutfallsleg viðvera ýsu (%) á vikugrundvelli (rannsóknavikur) fyrir hljóðsendimerkta fiska Stöð-7 2010 1 42,5 2 47,5 3 5 1 3 4 3 48,7 4 49,2 25 6 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 1 9 47,5 10 43,5 1 1 2 11 52,0 12 53,0 13 50,6 5 5 1 2 1 2 14 52,7 1 15 53,9 5 1 (16) 59,9 17 52,5 1 14 2 18 45,7 19 49,0 6 5 12 23 48 36 35 20 61 57 40 24 50 29 49 71 20 3 9 2 1 20 52,4 21 47,8 1 6 22 49,1 4 2 9 1 4 4 12 4 23 53,0 24 53,4 25 55,1 53 80 61 46 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 2 4 30 53,5 52

Tafla 30. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-7 2010 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 29 28 4 21 21 58 13 (35) 49,6 36 42,9 1 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 6 1 1 50 49,4 51 57,0 32 2 2 2 7 8 4 1 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 18 16 24 12 5 3 1 5 11 25 12 14 1 5 3 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 53

Tafla 31. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-8 2010 1 42,5 2 47,5 1 2 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 7 1 4 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 13 30 53,5 54

Tafla 32. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-10 2010 1 42,5 2 47,5 1 10 9 2 2 11 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 13 45 8 11 10 7 9 47,5 10 43,5 16 19 11 17 23 27 14 8 18 6 50 32 7 18 27 5 1 4 10 1 1 7 1 13 2 8 11 52,0 1 12 53,0 25 1 1 12 13 50,6 1 10 4 13 2 8 23 7 10 12 3 1 14 52,7 15 53,9 2 2 5 (16) 59,9 17 52,5 5 18 45,7 19 49,0 3 10 5 23 2 2 1 10 10 2 1 20 52,4 12 9 21 47,8 22 49,1 3 4 4 8 2 3 2 1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 1 29 52,5 4 7 1 10 3 1 1 2 4 30 53,5 55

Tafla 33. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-10 2010 31 51,5 4 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 7 10 39 1 9 2 (35) 49,6 36 42,9 1 1 4 2 37 42,1 4 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 1 42 42,1 1 43 53,0 44 47,6 14 18 3 3 1 1 45 44,8 1 (46) 42,0 47 43,2 2 48 39,9 49 50,1 2 1 50 49,4 12 1 51 57,0 5 13 8 1 52 49,4 1 1 53 51,4 5 4 5 5 1 1 2 1 1 2 54 51,3 55 53,5 6 26 56 51,5 1 (57) 41,0 58 54,2 56

Tafla 34. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-11 2010 1 42,5 2 47,5 12 1 14 2 4 4 7 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 13 51 15 10 30 27 9 47,5 10 43,5 19 23 23 21 9 1 1 36 26 23 6 13 20 5 1 16 30 12 8 32 1 17 14 29 11 52,0 12 53,0 7 13 50,6 5 15 49 30 67 23 23 46 83 56 98 57 77 58 61 24 2 14 52,7 15 53,9 2 39 27 10 (16) 59,9 17 52,5 11 18 45,7 19 49,0 8 45 14 9 6 30 13 8 7 2 5 13 24 33 1 7 2 2 1 20 52,4 2 1 21 47,8 22 49,1 8 13 15 8 3 8 8 1 1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 2 2 3 5 5 2 30 53,5 57

Tafla 35. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-11 2010 31 51,5 5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 14 21 57 1 14 4 (35) 49,6 36 42,9 1 1 16 1 37 42,1 2 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 6 42 42,1 43 53,0 44 47,6 5 1 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 1 48 39,9 1 49 50,1 8 5 50 49,4 8 51 57,0 2 27 4 8 58 22 52 49,4 53 51,4 14 35 40 64 45 60 72 54 33 10 34 40 35 54 51,3 55 53,5 1 32 56 51,5 1 (57) 41,0 58 54,2 58

Tafla 36. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-12 2010 1 42,5 2 47,5 2 6 10 3 48,7 4 49,2 2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 15 18 17 3 4 1 9 47,5 1 10 43,5 13 13 4 4 1 8 1 2 1 2 11 52,0 12 53,0 13 50,6 1 1 8 1 14 52,7 15 53,9 2 25 8 4 48 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 18 66 16 8 4 4 10 2 5 1 20 52,4 1 4 21 47,8 39 1 22 49,1 14 5 2 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 3 30 53,5 2 1 59

Tafla 37. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-12 2010 31 51,5 2 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 4 2 17 3 1 (35) 49,6 36 42,9 1 37 42,1 6 (38) 50,0 39 46,0 1 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 4 8 8 44 47,6 6 24 10 6 1 2 8 5 3 18 32 8 21 12 23 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 2 48 39,9 49 50,1 1 17 50 49,4 9 1 1 1 51 57,0 7 6 11 1 3 52 49,4 2 2 1 53 51,4 1 8 1 20 21 54 51,3 55 53,5 10 5 15 3 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 60

Tafla 38. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-14 2010 1 42,5 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 1 1 1 10 43,5 4 7 1 4 7 45 15 2 33 14 23 1 2 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 5 15 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 5 1 2 1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 1 5 5 2 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 1 30 53,5 61

Tafla 39. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-14 2010 31 51,5 1 2 53 17 21 87 66 55 33 16 64 96 72 59 85 47 68 87 22 (32) 45,0 33 48,0 41 81 55 54 82 88 76 100 84 86 12 13 95 1 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 1 37 42,1 29 80 29 (38) 50,0 39 46,0 1 14 97 89 44 88 59 67 95 63 63 40 60 68 68 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 1 6 25 24 17 42 35 41 48 21 18 12 21 18 31 43 53,0 1 17 9 35 7 44 47,6 7 2 32 8 1 45 44,8 5 65 99 96 100 100 100 100 100 99 100 100 100 58 (46) 42,0 47 43,2 2 1 10 25 29 72 21 35 21 13 1 48 39,9 2 6 33 12 29 48 35 41 21 33 30 52 49 50,1 2 8 23 1 50 49,4 29 68 45 52 59 35 46 44 16 9 12 1 15 43 51 57,0 2 52 49,4 36 20 96 15 68 89 62 70 84 74 70 63 63 64 17 53 51,4 13 54 51,3 20 1 1 10 2 2 2 1 1 2 4 55 53,5 56 51,5 57 87 95 75 76 82 53 61 94 55 62 40 57 50 71 (57) 41,0 58 54,2 62

Tafla 40. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-15 2010 1 42,5 2 47,5 2 1 3 48,7 4 49,2 1 1 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 3 9 47,5 10 43,5 10 3 4 36 29 21 12 11 52,0 12 53,0 13 50,6 6 15 39 1 14 52,7 15 53,9 8 (16) 59,9 17 52,5 2 1 8 18 45,7 19 49,0 1 14 1 20 52,4 15 1 1 21 47,8 2 5 22 49,1 11 14 6 39 47 89 3 8 23 53,0 24 53,4 25 55,1 1 4 4 26 49,6 27 54,4 28 52,5 3 19 9 56 1 1 5 2 1 1 1 29 52,5 9 2 30 53,5 63

Tafla 41. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-15 2010 31 51,5 1 5 1 40 17 1 11 (32) 45,0 33 48,0 8 1 2 11 10 34 47,6 3 1 1 3 1 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 1 (38) 50,0 39 46,0 8 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 1 1 43 53,0 1 1 3 1 2 44 47,6 1 45 44,8 4 2 2 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 1 1 49 50,1 2 1 50 49,4 51 57,0 1 52 49,4 12 34 53 51,4 54 51,3 15 7 13 59 4 55 53,5 56 51,5 2 (57) 41,0 58 54,2 64

Tafla 42. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er vika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-16 2010 1 42,5 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 2 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 1 6 30 24 62 16 26 40 16 26 2 14 3 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 1 4 23 53,0 24 53,4 25 55,1 3 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 65

Tafla 43. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-16 2010 31 51,5 6 (32) 45,0 33 48,0 6 5 34 47,6 3 12 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 1 13 21 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 20 39 43 53,0 2 1 11 1 44 47,6 45 44,8 13 1 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 1 49 50,1 1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 14 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 1 (57) 41,0 58 54,2 66

Tafla 44. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-17 2010 1 42,5 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 2 5 23 53,0 24 53,4 25 55,1 1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 1 30 53,5 67

Tafla 45. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-17 2010 31 51,5 4 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 18 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 1 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 68

Tafla 46. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-18 2010 1 42,5 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 1 1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 69

Tafla 47. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-18 2010 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 3 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 8 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 2 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 70

Tafla 48. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-20 2010 1 42,5 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 2 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 71

Tafla 49. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-20 2010 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 1 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 72

Tafla 50. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-6d 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 4 21 13 11 73

Tafla 51. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-7 2011 31 51,5 32 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 8 3 4 74

Tafla 52. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-12 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 25 23 39 17 28 18 43 1 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 1 2 1 4 1 1 7 5 18 75

Tafla 53. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-14 2011 1 42,5 3 11 5 20 51 3 2 47,5 3 48,7 4 49,2 5 45,6 6 47,0 (7) 52,8 8 47,5 9 47,5 10 43,5 11 52,0 12 53,0 1 13 50,6 14 52,7 15 53,9 (16) 59,9 17 52,5 18 45,7 19 49,0 20 52,4 21 47,8 22 49,1 23 53,0 24 53,4 25 55,1 26 49,6 27 54,4 28 52,5 29 52,5 30 53,5 76

Tafla 54. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-14 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 1 25 11 14 8 17 20 73 17 19 32 33 38 31 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 24 14 (46) 42,0 47 43,2 2 35 1 48 39,9 3 10 4 9 2 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 77

Tafla 55. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-16. Hlutfallsleg viðvera ýsu (%) á vikugrundvelli (rannsóknavikur) fyrir hljóðsendimerkta fiska 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 45 44,8 2 (46) 42,0 47 43,2 1 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 78

Tafla 56. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-19. Hlutfallsleg viðvera ýsu (%) á vikugrundvelli (rannsóknavikur) fyrir hljóðsendimerkta fiska 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 1 45 44,8 1 (46) 42,0 47 43,2 1 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 79

Tafla 57. Yfirlit yfir viðveru ýsu í Hvalfirði með hliðsjón af skráningarstöð fyrir hljóðsendimerki. Númer skráningarstöðvar er tiltekið og vikurnar sem ýsurnar voru merktar í eru auðkenndar sérstaklega.tilgreindar eru upplýsingar um raðnúmer fiskanna og lengd þeirra. Viðvera fi skanna er tíunduð sem hlutfall (hundraðshluti) fyrir vikutímabil s.k. rannsóknavikur með 1. klst upplausn ((fjöldi klst sem var á svæðinu/168 klst) x 100). Ef fiskarnir endurveiddust þá er v ika endurveiði tilgreind sérstaklega. Grænlitaðar vikur standa fyrir tímabil áður en fiskarnir eru Stöð-20 2011 31 51,5 (32) 45,0 33 48,0 34 47,6 (35) 49,6 36 42,9 37 42,1 (38) 50,0 39 46,0 (40) 51,8 41 49,0 42 42,1 43 53,0 44 47,6 4 2 45 44,8 (46) 42,0 47 43,2 48 39,9 49 50,1 50 49,4 51 57,0 52 49,4 53 51,4 54 51,3 55 53,5 56 51,5 (57) 41,0 58 54,2 80

0