Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt?

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Íslenskur hlutafjármarkaður

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Greiðsluerfiðleikar. Greinargerð um stöðu Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjórar Landsbanka Íslands

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Ég vil læra íslensku

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi

Horizon 2020 á Íslandi:

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

Að störfum í Alþjóðabankanum

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Áfram á rauðu ljósi fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Viðauki 5. Birtur með skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Þjóðhagsspá á vetri 2017 Economic forecast, winter 2017

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Stefán B. Gunnlaugsson. Ögmundur Knútsson. Jón Þorvaldur Heiðarsson

Þjóðhagsspá að sumri 2018 Economic forecast, summer 2018

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Þjóðhagsspá á vetri 2016 Economic forecast, winter 2016

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Þjóðhagsspá að sumri 2017 Economic forecast, summer 2017

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

MARKAÐURINN. gullgæs. Stóru stofurnar. Sjónmælingar eru okkar fag. leita að næstu

Íslenskir stjórnendur: Einkenni, stjórnunaraðferðir og árangur

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Ímynd stjórnmálaflokka

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar

Þjóðhagsspá að vetri 2018 Economic forecast, winter 2018

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Harður vetur framundan í innlenda þjónustugeiranum

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Transcription:

www.ibr.hi.is Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt? Kristín Erla Jónsdóttir Sveinn Agnarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands: Erindi flutt á ráðstefnu í apríl 2015 Ritrýnd grein Reykjavík: Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands ISSN 1670-8288 ISBN 978-9979-9933-5-3

28 EINKAVÆÐING LANDSBANKANS OG BÚNAÐARBANKANS: VAR VERÐIÐ RÉTT? Kristín Erla Jónsdóttir, MS í fjármálum fyrirtækja, Háskóli Íslands Sveinn Agnarsson, dósent, Háskóli Íslands SAMANTEKT Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem tók við völdum vorið 1999, einsetti sér að selja hlutabréf í ríkisbönkunum til að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um leið samkeppni á markaðnum. Jafnframt átti að gæta þess að ríkið fengi hámarksverð fyrir eign sína. Ráðandi hlutir í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru seldir um áramótin 2002/2003 og var söluverð hlutabréfa í Landsbankanum 3,91 á hlut en gengi bréfa í Búnaðarbanka 4,47 á hlut. Í þessari grein eru tvenns konar aðferðir notaðar til að meta virði viðskiptabankanna í lok árs 2002 og það mat borið saman við söluverð þeirra. Þessar aðferðir eru tvenns konar kennitöluverðmat þar sem annars vegar er byggt á V/H hlutfalli og hins vegar á V/I hlutafalli. Verðið á Landsbanka var lægra en svaraði til nýlegs mats greiningardeildar Búnaðarbanka. Söluverð Búnaðarbanka var hins vegar hærra en greiningardeild Íslandsbanka taldi eðlilegt í mati sínu hálfu ári fyrr. Virðismat byggt á V/H greiningu gefur til kynna að verð beggja bankanna hafi verið eðlilegt, en út frá V/I greiningu má ætla að verðið hafi verið of hátt. Gildi þessara niðurstaðna felst einkum í því að þær gefa til kynna að söluverð bankanna hafi verið innan eðlilegra marka. Hins vegar voru bankarnir trúlega seldir á röngum tíma og hugsanlega hefði mátt fá hærra verð með því að bíða með sölu þeirra. INNGANGUR Í þingkosningunum vorið 1999 fengu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur umboð kjósenda til að halda stjórnarsamstarfi sínu áfram, en flokkarnir höfðu verið í ríkisstjórn kjörtímabilið á undan. Sú stjórn hafði lagt áherslu á að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fjárfestingarlánasjóða og í því skyni gert Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands að hlutafélögum og stofnað Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Hin nýja ríkisstjórn einsetti sér að ljúka því verki sem hin fyrri hafði hafið og í stefnuyfirlýsingu hennar frá maí 1999 er tekið fram að [h]lutabréf í ríkisbönkunum verði seld með það að markmiði að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um leið virka samkeppni á markaðnum til að ná fram ódýrari þjónustu. Við söluna verði þess gætt að ríkið fái hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum (Forsætisráðuneytið, 1999). Salan dróst þó nokkuð og það var ekki fyrr en langt var liðið á kjörtímabilið, eða um áramótin 2002/2003, að skrifað var undir samninga á sölu á 45,8% hlut í Landsbankanum og 45,8% hlut í Búnaðarbankanum. Núvirt meðalgengi hlutabréfa í Landabankanum var 3,91 en núvirt meðalgengi bréfa í Búnaðarbanka 4,47. Í þessari grein eru tvenns konar aðferðir notaðar til að meta virði viðskiptabankanna í lok árs 2002 og það mat borið saman við söluverð þeirra. Þessar aðferðir byggja á V/H hlutfalli (e. price to earnings ratio) og V/I hlutafalli (e. price to book ratio). Einnig er arðsemi eigin fjár (e. return on equity) hjá bönkunum borin saman við arðsemi fjögurra annarra norræna banka.

Sala bankanna, bæði söluferlið sjálft og valið á kaupendum, hefur alla tíð verið mjög umdeilt og sú gagnrýni jókst stórum eftir fall þeirra haustið 2008. Þessum þáttum eru gerð góð skil í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (2010) um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna, en áður hafði Ríkisendurskoðun (2003) fjallað um málið. Minna hefur aftur á móti verið fjallað um hvort söluverð bankanna hafi verið eðlilegt miðað við stöðu Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands í árslok 2002. Með þessari grein er því ætlunin að bæta að nokkru þar úr. Hér á eftir er fyrst fjallað almennt um helstu ástæður þess að fyrirtæki eru einkavædd og sérstaklega greint frá rannsóknum sem gerðar hafa verið á einkavæðingu ríkisbanka. Sagt er frá þeim aðferðum sem beitt er við virðismatið og niðurstöðum þess og helstu atriði greinarinnar loks dregin saman. 29 EINKAVÆÐING BANKA: TILGANGUR OG ÁHRIF Á síðustu áratugum hafa fjölmörg ríkisfyrirtæki víða um heim verið einkavædd. Upphaf þessarar þróunar má rekja til þess er ríkisstjórn Margrétar Thatchers í Bretlandi hóf á 9. áratugnum að selja fyrirtæki í ríkiseigu til einstaklinga. Kay og Thompson (1986) benda á að í Bretlandi hafi tilgangurinn aðallega verið sá að bæta rekstur og stjórnun fyrirtækja, ekki síst í þeim atvinnugreinum þar sem togstreita hafi ríkt á milli stjórnvalda og starfsmanna. Stundum hafi jafnvel verið litið á einkavæðingu sem leið til að tukta til óstýrilát verkalýðsfélög. Almennt telja Boycko, Shleifer og Vishny (1996) að vandi ríkisfyrirtækja hafi í hnotskurn verið sá að rekstur þeirra hafi miklu fremur tekið mið af hagsmunum stjórnmálamanna en skilvirkni. Ástæður fyrir einkavæðingu eru fjölmarar, en að mati Sheshinski og López-Calva (2003) eru þessi markmið helst: Bæta dreifingarhagkvæmni (e. allocative efficiency) og skilvirkni við framleiðslu; auka samkeppni; styrkja stöðu ríkisfjármála; og losa fjármagn og aðföng sem stjórnvöld geta nýtt annars staðar í ríkisrekstrinum, t.d. í velferðarkerfinu. Friðrik Már Baldursson og Guðmundur Sigfinnsson (2003) benda einnig á að sala ríkisfyrirtækja geti verið heppileg aðferð til að auka hlutabréfaeign almennings og efla fjármálamarkaði. Hlutafjárvæðing ríkisbankanna og síðan sala þeirra til einkaaðila var hluti af þeirri einkavæðingarstefnu sem hófst í tíð helmingaskiptastjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 1983. Fyrstu hugmyndir í þessa veru höfðu þó komið fram nokkrum árum áður, en vorið 1977 kynntu ungir Sjálfstæðismenn með Friðrik Sophusson, síðar fjármálaráðheyrra, í fararbroddi nýja stefnuskrá undir kjörorðinu Báknið burt (Samband ungra sjálfstæðismanna, 1977). Þar var lagt til að í ríkisrekstri yrði aukin áhersla lögð á að þeir greiddu fyrir þjónustuna sem notuðu hana og að selja bæri þau fyrirtæki sem mögulegt væri að reka á frjálsum markaði. Einkavæðing og sala ríkisfyrirtækja hefur iðulega verið gagnrýnd, bæði hér heima og erlendis. Sérstaklega hefur þótt umdeilt að selja opinber þjónustufyrirtæki svo sem veitufyrirtæki og samgöngufyrirtæki, enda oft um að ræða fyrirtæki sem eru í einokunar- eða sterkri fákeppnisstöðu. Skiptar skoðanir eru einnig á því hvernig til hafi tekist; þótt svo stærri úttektir (sjá t.d. Davis o.fl., 2000; Megginson og Netter, 2001; D Souza o.fl., 2001; Kikeri og Nellis, 202; Nicoletti og Scarpetta, 2003) bendi til að árangur af einkavæðingu hafi yfirleitt verið góður, eru mörg dæmi um hið gagnstæða (sjá t.d. Crompton og Jupe, 2003; Hall, Lobina og de la Motte, 2005 og Bel, Fageda, og Warner, 2010). Fjármálamarkaður er meðal þeirra sviða atvinnulífsins þar sem þessi þróun hefur verið hvað hröðust, en Megginson (2005) telst svo til að á árunum 1990-2005 hafi stjórnvöld í 59 löndum staðið fyrir því að einkavæða fleiri en 250 viðskiptabanka að hluta eða öllu leyti. Eigi að síður var hið opinbera víða enn með sterk tök á fjármálakerfinu þegar 21. öldin rann upp. Í Þýskalandi átti ríkið t.d. enn 42% af

bankakerfi landsins árið 1999 (Megginson, 2005), í Finnlandi 22% og í Sviss 15%. Í Danmörku og Svíþjóð átti ríkið ekki neitt í bönkunum og ekki heldur í Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Nýja Sjálandi. Á Íslandi var hlutur ríkisins 64%, eða áþekkur og í Rússlandi (68%) og Rúmeníu (70%). Einhver fyrsta rannsóknin sem gerð var á áhrifum einkavæðingar sýndi að bankar í ríkiseigu voru skilvirkari en aðrir bankar (Bhattacharya og félagar, 1997), en margar nýrri rannsóknir hafa sýnt fram á margs konar óhagræði af ríkisrekstri. Í rannsókn La Porta og félaga (2001), sem byggir á gögnum frá 92 löndum, kemur glögglega fram að ríkisafskipti af fjármálakerfinu hafi hamlað gegn þróun þess og dregið úr hagvexti. Bonin og félagar (2002) sýna að í sex fyrrum kommúnistaríkjum í Austur-Evrópu var meiri arðsemi af rekstri banka sem voru fullkomlega í eigu einkaaðila en þeirra sem ríkið átti að hluta. Mest var þó arðsemi banka sem voru í eigu erlendra aðila. Barth og félagar (2004) sýna fram á tengsl ríkiseignar og spillingar og rannsókn Sapienza (2003) leiðir í ljós að vaxtakjör eru hagstæðari í ríkisreknum bönkum á Ítalíu, sérstaklega fyrir þá sem kjósa réttan flokk. Rannsókn Cornette og félagar (2010) leiðir í ljós að ríkisreknir bankar í Austurlöndum fjær skila ekki jafnmiklum hagnaði og bankar í einkaeigu. Þá leiðir athugun Nakane og Weintraub (2005) á brailískum bönkum í ljós sterk tengsl á milli framleiðni og stærðar banka og rekstrarforms. Bankar í eigu ríkisins sýna lægri framleiðni, en úr því megi bæta með einkavæðingu. Í nýlegri grein benda Mohsni og Otchere (2014) á að bankar sem hafi verið að fullu einkavæddir og njóti ekki lengur stuðnings eða ábyrgðar ríkisins hegði sér með varfærnislegri hætti en fyrir einkavæðingu. Athugunin nær til 242 banka í 42 löndum sem voru einkavæddir á árunum 1988-2007, þ.m.t. fjögurra banka á Íslandi. Aboague og Otchere (2013) sýna fram á að einkavæðing hefur mismunandi áhrif á vaxtamun; í þróuðum löndum hækkar munurinn en lækkar í þróunarlöndunum, þótt vaxtamunur í þeim löndum sé enn meiri en í þróuðum löndum. Í rannsókn sem gerð var á íslenskum ríkisfyrirtækjum, sem einkavædd voru á árunum 1992-2005, reyndist ekki marktækur munur á rekstri fyrirtækjanna fyrir og eftir einkavæðingu. Aftur á móti batnaði rekstur þeirra einkafyrirtækja sem borin voru saman við ríkisfyrirtækin eftir að þau voru einkavædd (Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir, 2011). Í þessum samanburðarhópi voru einkafyrirtæki sem störfuðu á sama markaði, voru af svipaðri stærð og starfandi bæði þrjú ár undan og eftir að ríkisfyrirtækin voru einkavædd. Í nýlegri rannsókn er kannað hvort eignarhald hafi haft marktæk áhrif á rekstrarárangur íslenskra innlánsstofnana á tímabilinu 1997-2007 (Snorri Jakobsson, 2013). Ómarktækur munur reyndist vera á grunnrekstri innlánsstofnana í ríkiseigu fyrir og eftir einkavæðingu, en bókhaldsleg afkoma batnaði hins vegar. Þá reyndist grunnrekstur innlánsstofnana í ríkseigu á árunum 1997-2002, þ.e. fyrir einkavæðingu, vera marktækt lakari en rekstur í hlutafélaga- eða sparisjóðaformi. 30 SALAN Á BÖNKUNUM Eitt markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem tók við völdum árið 1995, var að einkavæða ríkisfyrirtæki, þ.m.t. ríkisbankana (Forsætisráðuneytið, 1995). Upphaflega var stefnt að dreifðu eignarhaldi, enda taldi þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að það væri óæskilegt ef stórir eigendur, sem stunduðu aðra atvinnustarfsemi, eignuðust ráðandi hluti í bönkum. (Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010). Fyrsta skrefið í einkavæðingu bankanna var tekið vorið 1997 með stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands (lög nr. 50/1997). Í lögunum var tekið fram að allt hlutafé skyldi vera í eigu ríkisins og að öll sala á því væri óheimil án samþykkis Alþingis. Viðskiptaráðherra fékk aftur á móti vald til að heimila útboð á nýju hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna. Samanlagður eignarhlutur annarra aðila en ríkissjóðs mátti hins vegar ekki vera hærri en 35% af heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanum fyrir sig. Í ágúst 1998 samþykkti ríkisstjórnin stefnumótun um sölu hlutafjár í bönkunum tveimur og FBA sem stofnaður

hafði verið árið áður. Boðið var út nýtt hlutafé í viðskiptabönkunum sem nam 15% af heildarfé hvors banka og í nóvember 1998 voru seld 49% af hlutafé ríkisins í FBA. Þá um sumarið fóru fram viðræður á milli sænska bankans Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og stjórnvalda um hugsanleg kaup bankans á hlut í Landsbankanum sem þá var að fullu í eigu ríkisins. Samkomulag hafði í meginatriðum tekist um kaupin, en forsætisráðherra sleit þá viðræðunum þar sem hann taldi ekki eðlilegt að semja um sölu bankans í tvíhliða lokuðu ferli heldur yrði ferlið að vera opnara og gagnsærra svo aðrir áhugasamir fjárfestar hefðu kost á að bjóða í bankann (Rannsóknarnefnd Alþingis, 2010). FBA var að fullu seldur árið eftir og í desember 1999 voru seldir hlutir í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Eftir þá sölu átti ríkið um 72% hlut í hvorum banka. Í mars 2001 lagði Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands sem heimilaði sölu á eignarhlut ríkissjóðs í bönkunum tveimur. Þessi breyting var eina efnislega breytingin á lögunum en ekki var tekin afstaða til annarra atriða varðandi væntanlegt söluferli. Í athugasemdum með frumvarpinu kom fram að stefnt var að því að hefja sölu á hlutafé ríkisins í bönkunum árið 2001 og ljúka sölunni fyrir lok kjörtímabilsins 2003. Leggja átti áherslu á sölu til almennings og tilboðssölu samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu (FnE) átti að sjá um að koma með tillögur til viðskiptaráðherra um fyrirkomulag sölu bæði til almennings og tilboðssölu. Einnig átti að kanna áhuga kjölfestufjárfesta um kaup á stórum hlut í bönkunum og átti þar sérstaklega að skoða hugsanlega aðkomu erlends aðila. Við val á slíkum fjárfesti átti að taka mið af verklagsreglum um einkavæðingu (Þingskjal 817, 2000-2001). Breski fjárfestingarbankinn HSBC aðstoðaði FnE við söluna á Landsbankanum, en leitin að kjölfestufjárfesti skilaði engum árangri, enda voru aðstæður á fjármálamörkuðum í heiminum þá erfiðar; netbólan sprungin og hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York í september árið 2001 höfðu veikt enn frekar markaði um allan heim. Í desember sendi FnE tilkynningu um að sölu á bréfum Landsbankans yrði því slegið á frest (Forsætisráðuneytið, 2001). Leitað hafði verið að erlendum kjölfestueiganda fyrir Landsbankann frá hausti 2001 og fram á vetur 2002 og kannaður áhugi hjá hátt á þriðja tug erlendra fjárfesta, mestmegnis fjármálafyrirtækja (Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, 2003). Ekkert gekk þó að finna heppilegan aðila og í minnisblaði FnE frá apríl 2002 er talið að fyrirhuguð sala til kjölfestufjárfestis í Landsbankanum muni frestast um óákveðinn tíma. Nefndin skoðaði þann möguleika í byrjun árs 2002 að selja hluta af bankanum á innlendum markaði í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Almennt útboð á 20% hlutafjár í bankanum hófst þann 14. júní 2002 og var útboðsgengið ákveðið 3,50 fyrstu þrjá daga útboðsins en gert var ráð fyrir að útboðið gæti staðið í einn mánuð. Útboðinu lauk hins vegar á 15 mínútum (Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, 2003). Nokkrum dögum seinna barst nefndinni bréf frá Björgólfi Thor Björgólfssyni, Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni (Samson-hópurinn) þar sem þeir lýstu áhuga á að kaupa hlut í Landsbankanum. Í kjölfar bréfsins auglýsti FnE í fjölmiðlum eftir áhugasömum fjárfestum um kaup á a.m.k fjórðungshlut í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Ríkið átti þá um 48% í Landsbankanum og 55% í Búnaðarbankanum (Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, 2003). Fjórir aðrir innlendir aðilar höfðu hug á að kaupa Landsbankann og voru Samson-hópurinn, Kaldbakur og S-hópurinn valdir til frekari viðræðna. S-hópurinn samanstóð af nokkrum félögum sem áttu rætur sínar að tekja til Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS). Einungis Samson-hópurinn vildi þó kaupa meira en 33%. Samkomulag náðist um miðjan október og var sölusamningur undirritaður á gamlársdag 2002. Val á viðræðuaðilum vegna sölu Búnaðarbankans fór fram með sama hætti og við sölu á Landsbankanum, en skriður komst ekki á söluna fyrr en samkomulag um sölu á Landsbankanum lá fyrir. Þá leitaði FnE bæði til S-hópsins og Kaldbaks. Málalok urðu svo þau að í ársbyrjun 2003 var gengið frá kaupum S-hópsins á 45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands. 31

AÐFERÐAFRÆÐI 32 Virðismat banka og annarra fjármálafyrirtækja er flóknara ferli en virðismat annarra fyrirtækja. Ársreikningar fjármálafyrirtækja segja oft nokkuð takmarkaða sögu þegar virðismeta á banka þar sem reikningsskil þeirra getur verið háð ákvörðunum stjórnenda um framsetningu reikningsskilanna. Það getur því gert greinendum erfitt fyrir að nálgast nauðsynlegar upplýsingar, en einnig skortir þá oft nákvæma yfirsýn yfir möguleg útlánatöp og það misræmi sem getur myndast milli eigna og skulda. Mál vandast enn frekar þegar um er að ræða banka sem eru alhliða (e. universal banks) og stunda bæði viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi, eins og í tilviki Landsbankans og Búnaðarbankans, ekki síst ef þeir reka einnig tryggingastarfsemi (Koller o.fl., 2010). Í þessari grein er sett fram verðmat sem byggt er á tveimur kennitölum, V/H hlutfalli og V/I hlutfalli, en að auki er arðsemi eigin fjár hjá viðskiptabönkunum borin saman við arðsemi þriggja banka í Svíþjóð og eins í Danmörku. Kennitölurnar eiga það sammerkt að vera mikilvægar vísbendingar fyrir stjórnendur og eigendur viðkomandi fyrirtækis um hvernig fjárfestar á markaði meta fyrirtækið og framtíðarhorfur þess. V/H hlutfallið er skilgreint sem (1) V/H hlutfall = Markaðsverð á hlut Hagnaður á hlut Hlutfallið gefur til kynna hversu mörg ár fyrirtækið er að skila til baka þeirri fjárfestingu sem felst í kaupum á hlutabréfum í því, miðað við hagnað ársins. Þannig endurspeglar hlutfallið væntingar fjárfesta um framtíðarhagnað (Weygandt, Kimmel og Kieso, 2005). Hlutfallið er hátt ef fjárfestar eru bjartsýnir á að hagnaður fyrirtækisins aukist í framtíðinni og að þeir verði í framtíðinni vel settir með að eiga hlut í því. Að öllu óbreyttu gildir að V/H hlutfall er hátt hjá fyrirtækjum sem talið er að muni stækka hratt í framtíðinni og skila betri hagnaði en önnur fyrirtæki. Með tímanum, þegar fyrirtækið hættir að vaxa jafnhratt, er svo trúlegt að hlutfallið lækki aftur. Miklar væntingar eru því bundnar við fyrirtæki með hátt V/H hlutfall og þar sem engin vissa er fyrir því að þær vonir rætist er því ákveðin áhætta fólgin í því að fjárfesta í fyrirtækjum með hátt hlutfall (Edmonds, Edmonds, McNair, Olds og Schneider, 2006). Ef markaðsverð er óþekkt, en bæði V/H hlutfall og hagnaður á hlut þekktur má finna verðið með því að umrita (1) sem (2) Markaðsverð á hlut= V/H hlutfall Hagnaður á hlut V/I hlutfall er skilgreint sem (3) V/I hlutfall = Markaðsverð Eigið fé V/I hlutfall sýnir hlutfallið á milli virðis fyrirtækis og bókfærðs eigin fjár. Þetta hlutfall er stundum einnig kallað Q hlutfall. V/I hlutfall er lægra en einn ef markaðsverð fyrirtækis er talið minna en eigið fé þess. Markaðurinn metur þá fyrirtækið undir bókhaldslegu verðmæti. Ef hlutfallið er hærra en einn er markaðsverð fyrirtækis hærra en nemur eigið fé þess og fjárfestar tilbúnir að borga meira fyrir hlutabréf í félaginu en bókhaldslegt verðmæti þess segja til um. Við þær aðstæður eru til staðar í

fyrirtækinu einhver óbókfærð verðmæti, t.d. viðskiptavild (Deloitte, 2011). Há verðbólga getur einnig leitt til þess að eignir verða of lágt metnar í bókum fyrirtækis. V/I hlutfall er hátt hjá fyrirtækjum með tiltölulega hátt hagnaðarhlutfall (Edmonds o.fl., 2006). Með sama hætti og áður má finna markaðsverð með því að umrita jöfnu (3) (4) Markaðsverð = V/I hlutfall Eigið fé Til að fá verð á hlut þarf síðan að deila fjölda útistandandi hluta upp í markaðsverð. Arðsemi eigin fjár er skilgreind sem hagnaður/eigið fé. Þetta hlutfall sýnir hversu mikið eigendur bera úr býtum við rekstur fyrirtækisins og þann arð sem þeir hafa af því fjármagni sem er bundið í hlutabréfum þess. Ekki er hægt að nota þessa kennitölu til að reikna virði banka eða annarra fyrirtækja með sama hætti og V/H og V/I hlutföllin, en bera má saman arðsemi eigin fjár hjá íslenskum bönkum og öðrum bönkum til að kanna hvort arðsemi innlendu bankanna sé meiri eða minni en annarra banka. 33 VIRÐISMAT Kennitölugreiningin byggist á ársreikningum Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands árin 1998-2002. Til samaburðar er stuðst við kennitölur frá sænsku bönkunum SEB, Nordea og Handelsbanken og Danske Bank í Danmörku. Lítum fyrst á V/H hlutfall þessara banka. Svo sem sjá má í töflu 1 sveiflaðist hlutfallið mun meira hjá íslensku bönkunum en hinum erlendu. Hæst fór hlutfallið í 96 hjá Búnaðarbanka Íslands árið 2000, en það var þá 24,73 fyrir Landsbanka. V/H hlutfall Búnaðarbanka nær sexfaldaðist frá árinu áður, en hækkunin var mun minni hjá Landsbanka. Hlutfallið tvöfaldaðist hjá Danske bank, en hækkaði mun minna hjá Nordea og Handelsbanken og lækkaði hjá SEB. Þetta ár dróst hagnaður íslensku bankanna mikið saman og gengi þeirra á hlutabréfamarkaði lækkaði mikið. Netbólan svokallað sprakk þetta ár og hafði það áhrif víða um lönd. Bandaríska Dow Jones vísitalan lækkaði t.d. um 6% og S&P500 vísitalan um 10%. Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 19,3% eftir að hafa hækkað samfellt í sjö ár (Landsbanki Íslands, 2000). Tafla 1: V/H-hlutfall Búnaðarbanka og Landsbanka borið saman við sænska og danskan banka. 1998 1999 2000 2001 2002 Meðaltal Búnaðarbanki Íslands 17,91 16,59 96,00 18,09 10,89 31,90 Landsbanki Íslands 16,77 19,49 24,73 13,26 12,31 17,31 SEB 11,60 12,40 11,00 13,30 9,50 11,56 Nordea* N/A 11,00 14,00 11,00 14,00 12,50 Danske bank 11,40 8,60 17,30 11,35 10,20 11,77 Handelsbanken 13,60 11,50 12,50 12,80 11,00 12,28 *Nordea var stofnaður árið 1999 Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfunda. Söluverð Landsbanka var 3,91, en í árslok 2002 var markaðsverð bankans 3,65. Þá var hagnaður á hlut 0,3 og V/H hlutfall 12,31. Með því að notfæra sér jöfnu (2) og lægsta og hæsta V/H hlutfall hjá samanburðarbönkunum má reikna lágt og hátt mat á virði bankans. Þeir útreikningar eru sýndir í töflu 2. Landsbanki er verðlagður á bilinu 2,85-4,2 og söluverðið lendir innan þeirra marka.

Tafla 2: Útreikningur á virði Landsbanka út frá V/H-hlutfalli. Söluverð 3,91 Hagnaður á hlut 0,30 V/H 12,31 V/H samanburðarbanka 9,5-14,0 (9,5*0,30) - (14,0*0,3,) = verðbil: 2,85-4,2 Niðurstaða: innan verðbils Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfunda. 34 Lágt og hátt mat á Búnaðarbanka má reikna á samsvarandi hátt. Hið reiknaða verð er á bilinu 3,99-5,88, en söluverð bankans var 4,47. Söluverðið reynist því innan verðbils. Tafla 3: Útreikningur á virði Búnaðarbanka út frá V/H-hlutfalli. Söluverð 4,47 Hagnaður á hlut 0,42 V/H 10,89 V/H samanburðarbanka 9,5-14,0 (9,5*0,42) - (14,0*0,42) = verðbil: 3,99-5,88 Niðurstaða: innan verðbils Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfunda. Svo sem fram kemur í töflu 4 var V/I hlutfall íslensku bókanna svipað og erlendu bankanna, en þó heldur hærra að meðaltali. Hlutfallið er ætíð hærra en einn sem gefur til kynna að markaðurinn meti fyrirtækið verðmætara en nemur bókfærðu virði eigna. Samkvæmt þessu voru fjárfestar tilbúnir að borga sem svaraði til 1,6 falt af eigin fé Búnaðarbankans miðað við árslok 2002. Þegar litið er til Landsbankans voru þeir tilbúnir að borga 1,5 falt eigið fé bankans fyrir hann. Tafla 4: V/I-hlutfall Búnaðarbanka og Landsbanka borið saman við sænska og danskan banka. 1998 1999 2000 2001 2002 Meðaltal Búnaðarbanki Íslands 1,90 2,86 2,42 1,48 1,64 2,06 Landsbanki Íslands 1,57 2,59 1,73 1,50 1,53 1,78 SEB 1,59 1,54 1,7 1,42 1,05 1,45 Nordea* N/A 1,70 2,16 1,49 1,03 1,60 Danske bank 1,49 1,41 2,01 1,73 1,38 1,60 Handelsbanken 0,90 2,00 2,70 2,20 1,54 1,87 *Nordea var stofnaður árið 1999 Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfundar. Útreikningar á virði bankanna út frá V/I hlutfalli byggja á jöfnu (4). Eins og fyrr er fundið ákveðið verðbil fyrir bankana með því að nota upplýsingar um lægsta og hæsta V/I hlutfall hjá samanburðarbönkunum. Svo sem fram kemur í töflu 5 gefa þeir útreikningar til kynna að virði eigin fjár í Landsbanka hafi verið á bilinu 17.124 m.kr til 25.116 m.kr. Þegar búið er að deila virði eigin fjár niður á fjölda útistandandi hluta fæst verðbil frá 2,5 til 3,7 á hlut. Miðað við þessar niðurstöður er raunverulegt söluverð Landsbankans utan verðbilsins.

Tafla 5: Útreikningur á virði Landsbanka út frá V/I hlutfalli. Söluverð 3,91 Eigið fé 31.12.2002 16.309 V/I samanburðarbanka 1,05-1,54 Fjöldi útst. hluta 6.846 (16.309*1,05) - (16.309*1,54) (17.124) - (25.116) = verðbil: 2,5-3.7 Niðurstaða: utan verðbils Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfundar. 35 Með sambærilegum hætti má áætla að virði eigin fjár í Búnaðarbanka hafi í árslok 2002 verið á bilinu 15.952 m.kr til 23.396 m.kr. Þegar búið er að deila virði eigin fjár niður á fjölda útistandandi hluta fæst verðbil frá 2,95 til 4,3 á hlut. Miðað við þessar niðurstöður er raunverulegt söluverð Búnaðarbankans utan verðbilsins. Tafla 6: Útreikningur á virði Búnaðarbanka út frá V/I hlutfalli. Söluverð 4,47 Eigið fé 31.12.2002 15.192 V/I samanburðarbanka 1,05-1,54 Fjöldi útst. hluta 5.418 (15.192*1,05) - (15.192*1,54) (15.952) - (23.396) = verðbil: 2,95-4,3 Niðurstaða: utan verðbils Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfundar. Á árunum 1998-2002 var arðsemi eigin fjár að meðaltali 13,5% hjá Búnaðarbanka Íslands og 11,7% hjá Landsbanka Íslands. Arðsemin var áþekk hjá SEB, Nordea og Danske Bank en mun meiri hjá Handelsbanken. Arðsemin var afar breytileg hjá Búnaðarbanka þar sem hún fór úr 20% árið 1999 og í 2,8% árið eftir. Breytileikinn var minni hjá Landsbanka, þar sem þróunin var miklu meira í takt við það sem kemur fram hjá erlendu bönkunum. Tafla 7: Arðsemi eigin fjár hjá Búnaðarbanka og Landsbanka borin saman við arðsemi sænskra og dansks banka. Hlutfallstölur (%). 1998 1999 2000 2001 2002 Meðaltal Búnaðarbanki Íslands 14,60 20,00 2,80 12,00 18,20 13,52 Landsbanki Íslands 12,40 11,50 8,10 13,10 13,50 11,72 SEB 14,80 14,60 16,90 11,90 12,00 14,04 Nordea* Ekki til 18** 16,10 13,80 7,50 12,47 Danske bank 13,70 16,40 11,60 16,10 14,00 14,36 Handelsbanken 18,60 22,20 18,40 18,40 14,60 18,44 *Nordea var stofnaður árið 1999 **Pro forma Heimild: Ársskýrslur bankanna og útreikningar höfundar.

Mat á virði bankanna út frá V/H hlutfalli gefur til kynna að bankarnir hafi verið seldir á réttu verði, en út frá V/I hlutfalli má ætla að þeir hafi verið seldir á dýru verði. Arðsemi eigin fjár virðist að jafnaði hafa verið svipuð og hjá SEB, Nordea og Danske Bank, en lakari en hjá Handelsbanken. Þessar þrjár nálganir gefa því til kynna að verð á bönkunum hafi verið ásættanlegt. Annað mál er það hvort bankarnir hafi verið seldir á réttum tíma. Eftir miklar hækkanir á verði hlutabréfa í ýmsum hátæknifyrirtækum (.com-fyrirtæki) sprakk sú bóla árin 2000-2001. Hlutabréfaverð hérlendis lækkaði eins og annars staðar, ekki síst bréf í báðum bönkunum. Erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum drógu úr áhuga erlendra aðila á að kaupa bankana. En stjórnvöld voru harðákveðin í að einkavæða Búnaðarbanka og Landsbanka að fullu fyrir lok kjörtímabilsins og sú hugsun virðist hafa ráðið för. Svo sem fram kemur á mynd 1, hækkaði verð á hlutabréfum í Búnaðarbanka og Landsbanka á árinu 1999. Gengi bréfa í Búnaðarbanka fór úr 2,77 þann 22. desember 1998 og í 6,2 um miðjan febrúar 2000 en tók þá að gefa eftir á ný og var komið í um 4 ári síðar. Gengið braggaðist síðan nokkuð og komst í nálega 5 í febrúar 2002 en lækkaði síðan aftur er leið nær árslokum. Svipaðar sveiflur má sjá í verði bréfa í Landsbanka. Það komst hæst í 5,38 þann 14. febrúar 2000 en var á bilinu 3,6-4 stærstan hluta ársins 2002. Aðstæður á íslenskum markaði þegar bankarnir voru seldir í lok árs 2002 voru vissulega mun vænlegri en árið áður, en gengi hlutabréfa í báðum bönkum var þó samt mun lægra en það hafði verið tveimur árum áður. 36 Kaupþing Landsbanki Íslenski markaðurinn 7 2000 6 1800 1600 5 1400 4 1200 1000 3 800 2 600 1 400 200 0 0 2.12.1998 2.12.1999 2.12.2000 2.12.2001 2.12.2002 Mynd 1: Gengi hlutabréfa í Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands (vinstri ás) og vísitala íslenska hlutabréfamarkaðarins (hægri ás) á tímablinu 2.12.1998-30.12. 2002. Heimild: Kauphöll Íslands. Fljótlega eftir að ríkið hafði selt bankana tóku hlutabréf í þeim að hækka á ný og var mikill vöxtur í verði þeirra fram á mitt ár 2007. Hæstu hæðum náði verð á hlutabréfum í Landsbanka Íslands 17. október 2007 er það fór í 44,6, en hlutabréf í Kaupþingi urðu dýrust 27. júní 2007 er gengi þeirra var 1281 (sjá mynd 2). Búnaðarbanki Íslands var þá ekki lengur til sem slíkur, en í júní 2003 sameinaðist bankinn Kaupþingi. Hinn nýi banki hlaut nafnið Kaupþing Búnaðarbanki sem seinna var stytt í Kaupþing. Verð á hlutabréfum í Kaupþingi var þá um 155. Þetta eru mun meiri hækkanir en komu t.d. fram á bandarísku hlutabréfavísitölunni S&P500, en hún er höfð hér til viðmiðunar vegna þess hve bankarnir vógu þungt á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Verðhækkanirnar gefa óneitanlega til kynna að heppilegra hefði verið að bíða með að selja bankana, en hins vegar er óvíst hvort þessar hækkanir hefðu komið til eða orðið jafn miklar ef bankarnir hefðu haldist að verulegu leyti í eigu ríkisins.

1400 1200 1000 800 600 400 200 Kaupþing Landsbanki S&P500 0 3.1.2003 3.1.2004 3.1.2005 3.1.2006 3.1.2007 3.1.2008 Mynd 2: Gengi hlutabréfa í Kaupþingi og Landsbanka Íslands og S&P500 vísitalan 1. janúar 2003-12. september 2008. Vísitala, gengi 1. janúar 2003 = 100. Heimild: Kauphöll Íslands og S&P500 vísitalan. 37 NIÐURSTÖÐUR Sala á ráðandi hlut ríkisins í Landsbanka Íslands hf. í árslok 2002 og á ráðandi hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. í ársbyrjun 2003 átti sér stað á hærra gengi en var þá á hlutabréfamarkaði. Það var eðlilegt enda um mun stærri viðskipti að ráða sem tryggðu kaupendum yfirráð yfir fyrirtækjum sem störfuðu á fákeppnismarkaði. Virðismat byggt á V/H greiningu gefur til kynna að verð beggja bankanna hafi verið eðlilegt, en út frá V/I greiningu má ætla að verðið hafi verið of hátt. Verðið á Landsbanka var lægra en svaraði til mats Búnaðarbanka á virði bankans, en söluverð Búnaðarbanka var hins vegar hærra en greiningardeild Íslandsbanka taldi eðlilegt í mati sínu hálfu ári fyrr. Bankarnir voru hins vegar trúlega seldir á röngum tíma og hugsanlega hefði mátt fá hærra verð með því að bíða með sölu þeirra. Hér hefur ekki verið tekið tillit til þess hvaða áhrif söluferlið sjálft hafði á verð bankanna og hvort hugsanlega hefði mátt fá betra verð fyrir þá með því að standa öðru vísi að sölu þeirra. Frekari rannsókn á þeim þáttum bíður betri tíma. HEIMILDIR Aboagye, A. Q. Q. og Otchere, I. (2013). How have consumer fared in bank privatisation? International evidence. International Journal of Financial Research, 4. Sótt 14. febrúar 2015 á http://www.sciedu.ca/journal/index.php/ijfr/article/view/2168. Barth, J.R., Caprio, G. og Levine, R. (2004). Bank regulation and supervision: What works best? Journal of Financial Intermediation, 13, 205 248. http://dx.doi.org/10.1016/j.jfi.2003.06.002. Bhattacharya, A., Lovell, C.A.K., Sahay, P., (1997). The impact of liberalization on the productive efficiency of Indian commercial banks. European Journal of Operations Research, 98, 332 345. http://dx.doi.org/10.1016/s0377-2217(96)00351-7. Bel, G., Fageda, X. og Warner, M. W. (2010). Is private production of public services cheaper than public production? A meta-regression analysis of solid waste and water services. Journal of Policy Analysis and Management, 29(3), 553 577. http://dx.doi.org/10.1002/pam.20509.

Bonin, J., Hasan, I., og Wachtel, P. (2005). Privatization matters: Bank efficiency in transition countries. Journal of Banking & Finance, 29, 2155-2178. http://dx.doi.org/10.1016/j.jbankfin. 2005.03.012. Boycko, M., Shleifer, A., og Vishny, R. W. (1996). A theory of privatisation. The Economic Journal, 309-319. Búnaðarbanki Íslands. Ársskýrslur 1998-2002. Reykjavík. Cornette, M. M., Guo, L., Khaksari, S., og Tehranian, H. (2010). The impact of state ownership on performance differences in privately-owned versus state-owned banks: an international comparison. Journal of Financial Intermediation, 19(1), 74-94. http://dx.doi.org/10.1016/ j.jfi.2008.09.005. Crompton, G. og Jupe, R. (2003). Such a silly scheme. The privatisation of Britain s railways 1992-2002. Critical Perspectives on Accounting, 14(6), 617 645. http://dx.doi.org/10.1016/ S1045-2354(02)00187-9. Davis, J. M., Ossowski, R., Richardson, T. J., og Barnett, S. (2000). Fiscal and macroeconomic impact of privatization. Occasional Paper 194. Washington: International Monetary Fund. Deloitte ehf. (2011). Um kennitölur. Sótt 17. mars 2013, af http://www.deloitte.com/assets/dcom- Iceland/Local%20Assets/Documents/bokamerki.pdf. D Souza, J., Megginson, W., og Nash, R. (2001). Determinants of performance improvements in privatized firms: The role of restructuring and corporate governance. Sótt 25. mars 2015 af http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=243186. Edmonds T. P., Edmonds. C. D., McNair F. M., Olds. P. R., og Schneider N. W. (2006). Fundamental Financial Accounting Concepts (5. útgáfa). New York: McGraw-Hill. Forsætisráðuneytið. (1995). Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995. Sótt 12.febrúar 2015 af http://www.stjornarrad.is/stefnuyfirlysing/nr/69. Forsætisráðuneytið. (1999). Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 28. maí 1999. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/68. Forsætisráðuneytið. (2001). Sölu hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. til kjölfestufjárfestis frestað. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/112. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu. (2003). Einkavæðing 1999 2003 skýrsla. Reykjavík: Framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Friðrik Már Baldursson og Guðmundur Sigfinnsson. (2003). Einkavæðing á Íslandi 1992-2003. Reykjavík: Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Sótt 15. febrúar 2015 af http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/c-eries/2003/c0303_einkavaeding_a_islandi_1992_2003.pdf. Hall, D., Lobina, E., og de la Motte, R. (2005). Public resistance to privatisation in water and energy. Development in Practice, 15(3-4), 286-301. http://dx.doi.org/10.1080/09614520500076126. Kay, J. A. og Thomson, D. J. (1986). Privatsation: A policy in search of a rationale. Economic Journal, 96, 18-32. Kikeri, S. og Nellis, J. (2002). Privatisation in competitive sectors: The record to date. World Bank Policy Research Working Paper 2860. Washington, D.C.: World Bank. Koller, T., Goedhart, M., og Wessels, D. (2010). Valuation: Measuring and Managing the Value of Companies (5. útgáfa). New Jersey: Wiley. 38

La Porta, R., Lopez-de-Silanes, F., Shleifer, A. (2001). Government ownership of banks. Journal of Finance, 56, 265 301. http://dx.doi.org/10.1111/1540-6261.00422. Landsbanki Íslands. Ársskýrslur 1998-2002. Reykjavík. Lög samþykkt á Alþingi. Sótt 25. febrúar 2015 af: http://www.althingi.is/lagasafn/log-samthykkt-aalthingi/. Megginson, W. (2005). The economics of bank privatization. Journal of Banking & Finance, 29, 1931-1980. Megginson, W. L og Netter, J. M. (2001). From state to market: A survey of empirical studies on privatization. Journal of Economic Literature, 39(2), 321-389. Mohsni, S. og Otchere, I. (2014). Risk taking behavior of privatized banks. Journal of Corporate Finance, 29, 122-142. http://dx.doi.org/10.1016/j.jcorpfin.2014.07.007. Nakane, M.I. og Weintraub, D. B. (2005). Bank privatization and productivity: Evidence for Brazil. Journal of Banking and Finance, 29, 2259-2289. http://dx.doi.org/10.1016/j.jbankfin.2005.03. 015. Nicoletti, G. og Scarpetta, S. (2003). Regulation, Productivity and growth: OECD evidence. Economic Policy, 18(36), 10-72. http://dx.doi.org/10.1111/1468-0327.00102. Rannsóknarnefnd Alþingis (2010). 6. kafli Einkavæðing og eignarhald bankanna. Í Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson (ritstj.). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburði. 1. bindi. Reykjavík: Rannsóknarnefnd Alþingis. Sótt 15. febrúar 2015 af http://www.rna.is/media/skjol/rnabindi1.pdf. Ríkisendurskoðun. (2003). Einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja 1998 2003. [Reykjavík]: Ríkisendurskoðun. Sótt 24. febrúar 2015 af http://www.rikisendurskodun.is/fileadmin/media/ skyrslur/einkavaeding.pdf. Samband ungra sjálfstæðismanna (1977). Báknið burt. [Reykjavík]: Samband ungra sjálfstæðismanna. Sapienza, P. (2003). The effects of government ownership on bank lending. Journal of Financial Economics, 72, 357 384. http://dx.doi.org/10.1016/j.jfineco.2002.10.002. Sheshinski, E., og López-Calva, L. F. (2003). Privatization and its benefits: theory and evidence. CESifo Economic Studies, 49(3), 429-459. http://dx.doi.org/10.1093/cesifo/49.3.429. Snorri Jakobsson (2013). Áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánsstofnana (óútgefin meistararitgerð). Reykjavík: Háskóli Íslands. Weygandt, J.J., Kimmel, P.D., og Kieso, D.E. (2005). Principles of Financial Accounting (7. útgáfa). New Jersey: John Wiley & Sons. Þingskjal 817/2000-2001. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1997, um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, með síðari breytingum. Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir. (2011). Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8(1), 13-29. Sótt 18. febrúar 2015 af http://www.efnahagsmal.is/?p=762. 39