Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Ég vil læra íslensku

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Geislavarnir ríkisins

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

UNGT FÓLK BEKKUR

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Nr mars 2006 AUGLÝSING

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Mannfjöldaspá Population projections

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Reykholt í Borgarfirði

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Framtíð höfuðborgarsvæðisins: Á að þétta byggðina?

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Ímynd stjórnmálaflokka

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Þolmörk ferðamennsku í þjóðgarðinum í Skaftafelli

Transcription:

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru könnuð áhrif lokunar fyrir bílaumferð á mannlíf á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213. Gagnasöfnun fór fram þrjá daga í júlí og þrjá daga í ágúst. Safnað var gögnum um tilvik kyrrstöðu hjá gangandi vegfarendum, annars vegar er lýtur að staðsetningu í göturýminu og hinsvegar um athafnir vegfarenda þegar numið var staðar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru: Fólk stoppar síður á Laugavegi þegar opið er fyrir bílaumferð heldur en þegar lokað er. Neðsti hluti Laugavegs hefur mest aðdráttarafl og minnkar það stig af stigi eftir því sem ofar dregur. Kauphegðun er algengasta ástæða þess að fólk nemur staðar á Laugavegi og Skólavörðustíg, standandi félagsleg samskipti koma þar á eftir. Lítil fjölbreytni er í athöfnum fólks þegar það nemur staðar á Laugavegi og gildir einu hvort opið eða lokað er fyrir bílaumferð um götuna. 1. Sálfræði sem útgangspunktur Upp úr 196 var tekin ákvörðun um að gera Strikið í Kaupmannahöfn að göngugötu til að draga úr vandamálum tengdum vaxandi bílaumferð í miðbæ borgarinnar. Gagnrýnisraddir risu upp og fyrirætlununum var harðlega mótmælt einkum á þeim forsendum að með þeim yrði stoðunum kippt undan miðbæjarverslun og -rekstri. Reyndin varð önnur og þvert á spá gagnrýnenda, hafði lokun fyrir bílaumferð jákvæð áhrif á miðbæjarlíf, verslun og viðskipti. Raunar svo að nú um 5 árum síðar hefur rými í miðbæ Kaupmannahafnar ætlað gangandi vegfarendum meira en sjöfaldast frá því sem fyrst var 1. Arkitektinn og prófessorinn Jan Gehl hefur verið leiðandi í þeirri vinnu sem farið hefur fram í miðbæ Kaupmannahafnar en hugmyndafræði hans byggir á að hafa fólk í forgrunni og að hönnun umhverfis fari fram með þarfir þess, atferli og tilhneigingar að leiðarljósi. Öflun upplýsinga um þá þætti er því sem rauður þráður í gegnum allt uppbyggingarferlið og hafa þær upplýsingar nýst með mikilvægum hætti í stefnumótun og skapað grundvöll fyrir markvissa og yfirvegaða ákvarðanatöku. Miðbær Kaupmannahafnar og sú aðferðafræði sem þar hefur verið viðhöfð á síðustu áratugum er nú orðin leiðandi þegar kemur að því að skapa iðandi mannlíf í borgarumhverfi. Laugavegur hefur um langt skeið verið helsta miðbæjargata Reykjavíkur, þar sem fjöldi verslana og rekstraraðila eru til húsa. Þá hefur Skólavörðustígur vaxið mjög sem miðbæjargata á undanförnum árum og má þar finna verslun og þjónustu af ýmsum toga, auk þess sem gatan tengir miðbæinn við Skólavörðuholt þar sem Hallgrímskirkja rís. Margir telja göturnar tvær gegna mikilvægu hlutverki fyrir 1 Gehl, J. (21). Cities for People. Washington DC: Island Press. 1

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar mannlíf í miðbæ Reykjavíkur enda eru þær á margan hátt aðlaðandi og skipa sinn sess í sögulegu samhengi. Göturnar hafa því margt fram að færa sem gæti sett þær undir hatt endurheimtandi umhverfis (restorative environment). Rannsóknir hafa sýnt að í slíkt umhverfi sækir fólk, sérstaklega í frítíma sínum, vegna jákvæðra áhrifa þess á andlega, líkamlega og félagslega líðan. Almennt er talið að endurheimtandi umhverfi þurfi að uppfylla tvö skilyrði samtímis: Að streituvaldar í umhverfinu séu í algjöru lágmarki. Að þar sé að finna áreiti sem fanga athygli fólks og ýta undir sálfræðileg ferli sem stuðla að vellíðan. Þegar horft er til Laugavegs og Skólvörðustígs blasir við að bílaumferð og kyrrstæðir bílar eru streituvaldar í umhverfinu sem hamla vexti og viðgangi mannlífs. Hvorttveggja t.d. hólfar rýmið niður, hindrar útsýni og tekur rými sem gæti nýst undir annað, s.s. jákvæð áreiti sem gætu stuðlað að vellíðan (t.d. gróður). Enda er það svo að bílar og bílaumferð eru efst á lista þess sem fólk telur spilla mannlífi í miðbæjarumhverfi 2. Sé horft til fyrra skilyrðis um endurheimtandi umhverfi er sú ákvörðun að loka fyrir bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs nauðsynleg svo skapa megi mannvænt miðbæjarumhverfi og auka aðdráttarafl þess. Þetta styðja niðurstöður athugana sem fóru fram sumurin 211 3 og 212 4 en þær sýndu að göturnar drógu að sér aukinn fjöldi gangandi vegfarenda eftir að þeim hafði verið lokað fyrirbílaumferð. Þótt fjöldi fólks gefi góðar vísbendingar um gæði umhverfis og sé mikilvægur liður í sköpun mannlífs er þar með ekki öll sagan sögð. Gehl 5 telur dvalartíma fólks á svæðinu ekki síður mikilvægan og hér tekur seinna skilyrðið fyrir endurheimtandi umhverfi að skipta máli. Gehl segir að það að sýna sig, sjá aðra og eiga samneyti við annað fólk sé grundvallaratriði til að mannlíf geti skapast og eftir því sem tími fólks á staðnum lengist því meiri líkur séu á að mannlíf eflist. Hann setur upp eftirfarandi jöfnu: Mannlíf í borgum = fjöldi fólks á staðnum + tíminn sem fólk dvelur á staðnum. Ennfremur gerir Gehl ráð fyrir að athöfnum fólks, meðan það dvelur á tilteknum stað, megi skipta upp í þrjá meginflokka: Nauðsynlegar athafnir: hagnýtar s.s. að versla og ferðast til og frá vinnu. Valfrjálsar athafnir: dægrastytting s.s. göngutúr til ánægju eða til að skoða. Félagslegar athafnir: s.s. sitja og lesa, horfa og tala. Í ljósi þessa er mikilvægt þegar mannlíf er kannað að skrá fjölda þeirra sem eiga leið um svæðið, fjölda tilvika kyrrstöðu og athafnir fólks þegar það nemur staðar. 2 Beatley, T. (2). Green Urbanism: Learning from European Cities. Washington DC: Island Press. 3 Rannsóknarhópurinn Borghildur (211). Laugavegur sumarið 211. Tekið 14. apríl 212 af http://borghildur.info/laugavegur-sumarid-211/ 4 Páll Jakob Líndal. Sumargötur 212. Samantekt vettvangskönnunar á Laugavegi og Skólavörðustíg. September 212. 5 Gehl, J. (21). Cities for People. Washington DC: Island Press. 2

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar 2. Aðferðafræði Sumarið 213 var ráðist í rannsóknir á áhrifum lokunar fyrir bílaumferð á mannlíf á Laugavegi og Skólavörðustíg og er það þriðja sumarið sem umrædd áhrif eru könnuð. Við söfnun gagna var byggt á aðferðafræði Jan Gehl 6 líkt og var gert í rannsókninni sumarið 212. Þar sem lýsing á þeirri aðferðafræði kom ekki fram í skýrslu sem gefin var út haustið 212 7 skal það gert hér. Í upphafi var rannsóknarsvæðinu skipt upp í 6 svæði; sbr. töflu 1 og mynd 1: Tafla 1. Skipting rannsóknarsvæðisins Nr. Svæði Flatarmál (m 2 ) 2 Vatnsstígur Klapparstígur 123 3 Klapparstígur Vegamótastígur 74 4 Vegamótastígur Smiðjustígur 59 5b Smiðjustígur Skólavörðustígur 9 5a Skólavörðustígur Ingólfsstræti 77 6 Skólavörðustígur 128 2.1 Tilvik kyrrstöðu og athafnir Gagnasöfnun á vettvangi fór fram í samvinnu við rannsóknarhópinn Borghildi. Gagnasöfnunin var mun víðtækari nú en árið 212 og var gögnum safnað í sex skipti, þ.e. dagana 11. júlí, 2. júlí 8, 23. júlí, 6. ágúst, 12. ágúst og 17. ágúst. Dagana í júlí var lokað fyrir bílaumferð um Laugaveg en opið fyrir bílaumferð í ágúst. Frávik frá 212 voru af tvennum toga. Annars vegar var engum gögnum safnað áður en lokað var fyrir bílaumferð um Laugaveg, heldur einungis meðan á lokun stóð og eftir að opnað var aftur. Hinsvegar var gögnum fyrir Skólavörðustíg aðeins safnað þegar lokað var fyrir bílaumferð. Gagnasöfnunin fór fram með þeim hætti að tveir, og í einhverjum tilfellum þrír, rannsakendur fylgdust með og skráðu tilvik kyrrstöðu hjá vegfarendum (bæði fjölda og staðsetningu) og athafnir þeirra þegar stoppað var (sjá nánar flokkun athafna í töflu 2). Gögnum var safnað alls fimm sinnum hvern dag, þ.e. kl. 1, 12, 14, 16 og 18. Á heila tímanum hófst gagnasöfnunin í öllum tilfellum á svæði 5a og svo var farið um öll svæðin í eftirfarandi röð: 5b, 4, 3, 2 og 6. Dvöldu rannsakendur á hverju svæði í 1 mínútur og skráðu öll tilvik kyrrstöðu og athafnir. Samtals tók hvert skipti gagnasöfnunar rúmlega eina klukkustund. 551 6 Sjá t.d. Gehl Architects. Towards a fine city for people: Public spaces and public life London 24. Tekið 14. apríl 212 af http://www.gehlarchitects.dk/files/pdf/london_small.pdf 7 Páll Jakob Líndal. Sumargötur 212. Samantekt vettvangskönnunar á Laugavegi og Skólavörðustíg. September 212. 8 Af óviðráðanlegum ástæðum var hluta gagnanna fyrir þennan dag safnað 27. júlí. 3

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Mynd 1. Rannsóknarsvæðið á Laugavegi og Skólavörðustíg og skipting þess. 4

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Tafla 2. Yfirlit yfir flokkun þeirra athafna sem skráðar voru. Skráðar athafnir Nánari skýringar Standandi Rötun Verið er að leita leiða til að komast á tiltekinn áfangastað, t.d. með því að skoða kort, lesa á skilti og benda í tiltekna átt með augljósum hætti. Könnun á umferð og mannlífi Umhverfi skoðað og/eða fylgst er með mannlífi óháð því hvort félagsleg samskipti eigi sér stað á sama tíma eða ekki. Persónulegt Persónulegum erindagjörðum sinnt, t.d. með því að tala í síma, reykja, taka mynd, borða án félagslegra samskipta. Félagsleg samskipti Átt í samskiptum við barn og/eða fullorðinn einstakling án þess að umhverfinu sé gefinn gaumur. Nauðsynlegt stopp Nema verður staðar af nauðsyn, t.d. til að forðast að verða fyrir bíl, reima skó, fara úr jakka, eitthvað óvænt stendur í vegi. Starfandi Verið er að sinna tilteknu starfi, t.d. götusópari, stöðumælavörður, starfsmaður á kaffihúsi/veitingahúsi, gluggaþvottamaður. Sitjandi Bekkur Umhverfi og mannlíf kannað, átt í félagslegum samskiptum eða persónulegum erindum sinnt. Kaffihús Umhverfi og mannlíf kannað, átt í félagslegum samskiptum eða persónulegum erindum sinnt. Annars konar sætaval Umhverfi og mannlíf kannað, átt í félagslegum samskiptum eða persónulegum erindum sinnt. Kauphegðun Skoðað í búðarglugga, varningur/matur sem stendur til boða úti á götu skoðaður/keyptur. Listrænt atferli Horft á eða tekið þátt í listrænum atburði, s.s. tónleikum, dansi, gjörningum, list skoðuð inn um glugga í galleríi eða listasafni. Líkamlegt atferli Tekið þátt í líkamlegri áreynslu sem ekki myndi teljast til listræns atferlis og/eða tengist hreyfingu sem felst í að ferðast milli staða, t.d. boltaleikur, klifur, hopp. Innsetningar Innsetningarnar sem settar voru í tengslum við sumarlokun eru skoðaðar eða notaðar. Annað Allt annað atferli en það sem tilgreint er hér að ofan. 5

Fjöldi stoppa Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar 2.2 Fjöldi gangandi vegfarenda Líkt og sumarið 212 safnaði Reykjavíkurborg gögnum um fjölda gangandi vegfarenda og var þeim safnað á tímabilinu 3. júní til 6. september. Í gagnasöfnuninni var Laugavegi skipt upp í fjóra hluta (þ.e. hluta 2 til 5b sbr. töflu 1 og mynd 1). Á talningardögum var talið tvisvar sinnum í klukkustund (þ.e. kl. 12-13 og 15-16). Nokkrar sveiflur eru í fjölda gangandi vegfarenda á Laugavegi eftir tímabilum. Ef einungis er horft til þess fjölda sem var á sama tímabili og vettvangsrannsókn á tilvikum kyrrstöðu og athöfnum fór fram (þ.e. milli 11. júlí og 17. ágúst) þá er meðalfjöldi gangandi vegfarenda á klukkustund þegar gatan er lokuð fyrir bílaumferð 1422 (Sf = 327) og 1197 (Sf = 356) þegar gatan er opin fyrir bílaumferð. Er það marktæk lækkun (t = 2,32 p<,5) um 16%. Umferð um Skólavörðustíg var heldur minni á umræddu tímabili en að meðaltali voru 894 (Sf = 113) gangandi vegfarendur skráðir á hverjum klukkutíma. 3. Niðurstöður 3.1 Tilvik kyrrstöðu (fjöldi stoppa) Í heildina voru skráð um 1.35 tilvik kyrrstöðu og athafna hjá vegfarendum á Laugavegi, þar af um 6.3 tilvik þegar gatan var lokuð fyrir bílaumferð og um 45 þegar hún var opin fyrir bílaumferð. Þá voru skráð um 2.45 á Skólavörðustíg. Á mynd 2 sést meðalfjölditilvika kyrrstöðu (fjöldi stoppa) á Laugavegi og Skólavörðustíg á degi hverjum þegar opið og lokað er fyrir bílaumferð. Meðalfjöldinn á Laugavegi er 2131 (Sf = 449) á dag 9 þegar lokað er en 1388 (Sf = 386) á dag þegaropnað er í ágúst eða um 35% fækkun. Þessa fækkun verður þó að líta á í samhengi við þá fækkun sem varð í meðalfjölda gangandi vegfarenda eftir tímabilum. Sé leiðrétt fyrir þeirri fækkun í fjölda gangandi vegfarenda eftir tímabilum má gera ráð fyrir um 23% fækkun í stoppum þegar opnað er fyrir bílumferð um Laugaveg í ágúst. Tilvik kyrrstöðu á Skólavörðustíg eru að meðaltali 456 (Sf = 13) á dag en eins og kemur fram í kafla 2.1 var gatan lokuð fyrir bílaumferð allan þann tíma sem rannsóknin fór fram. 25 2 15 1 5 Lokað Opið Laugavegur Skólavörðustígur Mynd 2. Meðalfjöldi tilvika kyrrstöðu (fjöldi stoppa) á Laugavegi og Skólavörðustíg þegar lokað og opið var fyrir bílaumferð. 9 Rétt er að ítreka að hér er ekki átt við heildarfjölda tilvika kyrrstöðu allan daginn heldur einungis á þeim tímum og þeim stöðum sem mælingar fóru fram hverju sinni, sbr. lýsingu á framkvæmd í kafla 2.1. Frekari greininga þarf við ef áætla á heildarfjölda allra tilvika kyrrstöðu á dag. 6

Fjöldi Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Mynd 3 sýnir meðalfjölda tilvika kyrrstöðu (fjölda stoppa) og fjölda gangandi vegfarenda á Laugavegi þegar greint er upp eftir svæðum og hvort bílaumferð er um götuna. Fjöldi gangandi vegfarenda er nokkuð háður svæðum. Mestur er hann á svæði 2 en minnstur á svæði 4. Fjöldi tilvika kyrrstöðu fylgir nokkuð fjölda gangandi vegfarenda, eins og búast má við, en undantekningar eru þó sjáanlegar. Mestur er fjöldi stoppa á svæði 5b en minnstur á svæði 4. 16 14 12 1 8 6 4 Gangandi - Lokað Gangandi - Opið Stopp - Lokað Stopp - Opið 2 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5b Svæði 5a Svæði 6 Svæði Mynd 3. Meðalfjöldi stoppa (brotnar línur) og meðalfjöldi gangandi vegfarenda (heilar línur) eftir svæðum á Laugavegi og Skólavörðustíg og bílaumferð (lokað/opið). * fjöldi gangandi vegfarenda var ekki talinn á svæði 5a. Í töflu 1 kemur fram að flatarmál svæðanna er mismunandi og því kann það að varpa skýrari mynd á tengsl fjölda gangandi vegfarenda og fjölda stoppa ef tekið er tillit til stærðar flatarmáls hvers svæðis. Því var þéttleiki stoppanna (þ.e. fjöldi stoppa/m 2 ) reiknaður og eru tengsl breytanna tveggja sýnd á mynd 4. Á mynd 4 sjást sömu tilhneigingar og koma fram á mynd 3 að því leyti að fólk nemur helst staðar á neðsta hluta Laugavegs. Að því sögðu er myndin nokkuð breytt, því tengsl milli fjölda gangandi vegfarenda og stoppa eru óskýrari þar sem þéttleiki stoppa eftir svæðum er línulegur í stað þeirrar U- lögunar sem fæst þegar fjöldi stoppa óháð stærð svæðanna er notaður. Gildir þá einu hvort lokað eða opið er fyrir umferð. Lítil tengsl milli fjölda gangandi vegfarenda og þéttleika í stoppum gefur sterkar vísbendingar um mismunandi aðdráttarafl og notkun svæða á Laugavegi og þar með ólíka möguleika umhverfisins til að ýta undir þróun mannlífs. 7

Fjöldi Þéttleiki (fjöldi / m2) Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar 16,8 14,7 12,6 1 8,5,4 Gangandi - Lokað Gangandi - Opið 6,3 Þéttleiki - Lokað 4,2 Þéttleiki - Opið 2,1 Svæði 2 Svæði 3 Svæði 4 Svæði 5b Svæði 5a Svæði 6 Svæði Mynd 4. Meðalþéttleiki eftir svæðum (brotnar línur og lóðréttur ás til hægri) og meðalfjöldi gangandi vegfarenda (heilar línur og lóðréttur ás til vinstri) eftir svæðum á Laugavegi og Skólavörðustíg og bílaumferð. * fjöldi gangandi vegfarenda var ekki talinn á svæði 5a. 4.2 Athafnir fólks Laugavegur - heild Mynd 5 sýnir athafnir fólks í tilvikum kyrrstöðu, annars vegar þegar lokað er fyrir bílaumferð og hinsvegar þegar opið er. Þrátt fyrir að mun fleiri nemi staðar á Laugavegi þegar lokað er fyrir bílaumferð en þegar opið er, er breytileiki og hlutföll athafna mjög áþekk, þar sem fjórir flokkar eru hvað mest áberandi (þ.e. standandi - rötun, standandi - persónuleg erindi, standandi - félagsleg samskipti og kauphegðun, sjá flokka athafna í töflu 2). Lokun fyrir bílaumferð virðist því ekki auðga flóru athafna að neinu marki heldur aðeins auka fjölda tilvika í flokkum þeirra athafna sem nefndir eru hér á undan. Samkvæmt mynd 5 eru flest tilvik kyrrstöðu, óháð því hvort lokað eða opið er fyrir bílaumferð, tilkomin vegna kauphegðunar af einhverju tagi (32% ef lokað er fyrir umferð en 34% ef opið er) og vegna standandi félagslegra samskipta (24% ef lokað er fyrir umferð en 25% ef opið er). Báðir flokkar eru undir nokkrum áhrifum bílaumferðar um götuna, því þegar búið var að leiðrétta fyrir mun í fjölda gangandi vegfarenda (sbr. kafla 2.2) kemur í ljós að fjöldi stoppa vegna kauphegðunar lækkar um 18% þegar opnað er fyrir bílaumferð. Sömuleiðis fækkar stoppum vegna standandi félagslegra samskiptaum rúm 17%. Þá dregur verulega úr þeim tilvikum þar sem fólk nemur staðar til að kanna umhverfi og mannlíf (um tæp 35%), tilvikum kyrrstöðu til að sinna persónulegum erindum fækkar um tæp 35% og fjöldi þeirra sem sitja utandyra á kaffihúsum dregst saman um tæp 4% þegar opnað er fyrir bílaumferð. 8

Fjöldi stoppa Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Mynd 5. Flokkar atferlis á Laugavegi (Vatnsstígur - Ingólfsstræti) þegar lokað og opið er fyrir bílaumferð og leiðrétt hefur verið fyrir mun í fjölda gangandi vegfarenda. 7 Annað 6 Listrænt atferli Líkamlegt atferli 5 Innsetningar Kauphegðun 4 Annars konar sætaval Kaffihús 3 Bekkur 2 1 Starfandi Nauðsynleg kyrrstaða Félagsleg samskipti Persónuleg erindi Lokað Opið Könnun á umhverfi Rötun Bílaumferð 9

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Laugavegur ólík svæði Mynd 6 sýnir athafnir fólks þegar það nemur staðar á ólíkum svæðum á Laugavegi þegar lokað og opið er fyrir bílaumferð. Á myndinni og í umfjölluninni hér á eftir er búið að leiðrétta fyrir mun í fjölda gangandi vegfarenda á ólíkum tímabilum (sbr. kafla 2.2). Vatnsstígur - Klapparstígur (svæði 2) Eins og fram kemur á mynd 4 er þéttleiki stoppa minnstur á þessu svæði. Á heildina litið er kauphegðun helsta orsök þess að fólk nemur staðar á þessu svæði en 3% tilvika kyrrstöðu má, óháð bílaumferð, rekja til þess flokks athafna. Því næst koma standandi félagsleg samskipti en 25% stoppa tengdust þeim athöfnum þegar lokað var fyrir bílaumferð en tæp 3% þegar opið er. Sé borinn saman fjöldi stoppa vegna kauphegðunar á þessum kafla með tilliti til bílaumferðar kemur í ljós að fjöldinn lækkar um tæp 2% þegar opnað er fyrir umferð. Þá fækkar tilvikum kyrrstöðu vegna standandi félagslegra samskipta um 7% þegar opnað er, stoppum vegna könnunar fólks á umhverfi og mannlífi um tæp 35%, stoppum til að sinna persónulegum erindum um 16% og tilvikum þar sem fólk sat á kaffihúsi um tæplega 65%. Klapparstígur - Vegamótastígur (svæði 3) Á þessum hluta Laugavegs tengjast tæp 35% stoppa kauphegðun óháð því hvort bílaumferð er um götuna eða ekki. Þá má rekja tæp 3% stoppa til standandi félagslegra samskipta óháð bílaumferð. Ef borinn er saman fjöldi stoppa vegna kauphegðunar eftir því hvort bílaumferð er leyfð eða ekki sést að stoppunum fækkar um tæp 25% á þessum hluta götunnar þegar opnað er. Af sömu ástæðu fækkar stoppum vegna standandi félagslegra samskipta um tæp 3%, stoppum vegna könnunar fólks á umhverfi og mannlífi um rúm 4% líkt og tilvikum kyrrstöðu vegna persónulegra erinda. Vegamótastígur - Smiðjustígur (svæði 4) Kauphegðun er algengasti flokkur athafna þegar fólk nemur staðar á þessum hluta Laugavegs og er það óháð bílaumferð. Hlutfallið er ívið hærra en á öðrum svæðum götunnar en um 45% tilvika kyrrstöðu má rekja til kauphegðunar. Fjöldi stoppa vegna standandi félagslegra samskipta er um 2% og vegna könnunar á umhverfi og mannlífi um 15%. Þegar borinn er saman fjöldi stoppa með tilliti til bílaumferðar sést að fjöldi stoppa vegna kauphegðunar lækkar um 16% þegar opnaðer fyrir bílaumferð. Þá fækkar tilvikum vegna standandi félagslegra samskipta um rúm 3% og könnunar á umhverfi um 35% í kjölfar opnunar. Smiðjustígur - Skólavörðustígur (svæði 5b) Líkt og á öðrum svæðum götunnar má á þessu svæði rekja flest stopp til kauphegðunar. Þegar opið er fyrir umferð er hlutfallið 37% en rúmlega 3% þegar lokað er. Standandi félagsleg samskipti eru í rúmlega 2% tilvika ástæða þess að fólk nemur staðar, óháð því hvort opið eða lokað er fyrir bílaumferð. Þá telur seta utandyra á kaffihúsi um 15% tilvika kyrrstöðu, sömuleiðis óháð bílaumferð. Þegar lokað er fyrir bílaumferð er breytileiki í athöfnum meiri á þessum hluta götunnar en á öðrum svæðum hennar en í slíkum tilfellum er samanlagður fjöldi stoppa vegna líkamlegs atferli, listræns atferlis og áhuga tengdum innsetningum nálægt 5%. 1

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Niðurstöður sýna að fjöldi stoppa vegna kauphegðunar dregst saman um 1% þegar opið er fyrir umferð miðað við þegar lokað er og standandi félagsleg samskipti dragast saman um 1% af sömu ástæðu. Seta fólks utandyra á kaffihúsum lækkar um ríflega 3% þegar opnað er fyrir bílaumferð. Skólavörðustígur - Ingólfsstræti (svæði 5a) Samkvæmt mynd 4 er þéttleiki stoppa á Laugavegi mestur á þessum hluta götunnar. Kauphegðun er algengasta ástæða þess að fólk nemur staðar á þessu svæði líkt og annars staðar. Er hlutfallið tæplega 3% óháð bílaumferð. Standandi félagsleg samskipti og könnun á umhverfi koma þar á eftir. Óháð bílaumferð tengjast tæplega 25% stoppa hinu fyrrnefnda og um 25% hinu síðarnefnda. Þegar borinn er saman fjöldi stoppa með hliðsjón af bílaumferð um götuna kemur í ljós að 25% lækkun verður í fjölda stoppa tengdum kauphegðun þegar gatan er opnuð, tæplega 2% fækkun verður í tilvikum standandi félagslegra samskipta og 35% fækkun í stoppum þar sem fólk kannar umhverfið. Breytileiki athafna á þessu svæði er líkt og á svæði 5b nokkuð meiri en á öðrum hlutum götunnar en samanlagður fjöldi líkamslegs og listræns atferlis er um 7%. Skólavörðustígur Mynd 7 sýnir athafnir þegar fólk nemur staðar á Skólavörðustíg. Eins og áður hefur komið fram var vettvangskönnunin aðeins gerð þegar lokað var fyrir bílaumferð um götuna (sbr. kafla 2.1). Líkt og á Laugavegi er kauphegðun algengasta ástæða þess að fólk nemur staðar á Skólavörðustíg eða í tæplega 3% tilvika. Standandi félagsleg samskipti koma þar á eftir en 25% stoppa skýrast af slíku og 13% af því þegar fólk þurfti að sinna persónulegum erindum. 11

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar 16 14 12 1 8 6 4 2 16 14 12 1 8 6 4 2 16 14 12 1 8 6 4 2 Lokað Lokað Lokað Svæði 5a Mynd 6. Opið Svæði 4 Opið Svæði 2 Opið 16 14 12 1 8 6 4 2 16 14 12 1 8 6 4 2 Lokað Lokað Svæði 5b Opið Svæði 3 Opið Flokkar atferlis á Laugavegi eftir svæðum þegar lokað og opið er fyrir bílaumferð og leiðrétt hefur verið fyrir mun í fjölda gangandi vegfarenda. 12

Fjöldi stoppa Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Mynd 7. Flokkar atferlis á Skólavörðustíg þegar lokað er fyrir bílaumferð. 25 Annað Listrænt atferli 2 Líkamlegt atferli Innsetningar Kauphegðun 15 Annars konar sætaval Kaffihús Bekkur 1 Starfandi Nauðsynleg kyrrstaða 5 Félagsleg samskipti Persónuleg erindi Könnun á umhverfi Lokað Bílaumferð Rötun 13

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar 4.3 Umræða Fjöldi gangandi vegfarenda Niðurstöður vettvangsrannsóknar sýna að fleiri sækja Laugaveg þegar lokað er fyrir bílaumferð en þegar opið er. Það er ekki markmið þessarar vettvangskönnunar að segja fyrir um ástæður slíkrar aukningar sem sennilega eru nokkrar. Með vísun í rannsóknir 1 má þó víst telja að aukinn fjöldi gangandi vegfarenda á Laugavegi sé tilkominn að töluverðu leyti vegna lokunar fyrir bílaumferð. Tilvik kyrrstöðu (fjöldi stoppa) Þegar búið að er að leiðrétta fyrir mun í fjölda gangandi vegfaranda á Laugavegi á ólíkum tímabilum sýna niðurstöðurnar að tilvik kyrrstöðu dragast saman um 23% þegar opnað er fyrir bílaumferð í ágúst. Eru þessar niðurstöður í góðu samræmi við niðurstöður fyrri vettvangskannana sem gerðar voru á Laugavegi sumurin 211 og 212. Niðurstöðurnar falla líka vel að hugmyndum sem fjalla um jákvæð tengsl milli dvalartíma fólks og getu umhverfis til að veita jákvæða upplifun í andlegu, líkamlegu og félagslegu tilliti, þannig að aukin geta lengi dvalartíma. Ef staðsetning og fjöldi tilvika kyrrstöðu eru notuð sem viðmið á aðdráttarafl svæðamá sjá að svæðið frá Smiðjustíg að Ingólfsstræti (svæði 5a og 5b) hefur mest aðdráttarafl en svæðið milli Vegamótastígs og Smiðjustígs (svæði 4) minnst (sbr. mynd 3). Mynd 4 dregur þó upp nokkuð aðra sýn en á myndinni er búið að taka tillit til mismunandi stærðar svæðanna. Vænta má að slík leiðrétting endurspegli með skýrari hætti aðdráttarafl svæðanna. Á mynd 4 kemur skýrt fram hvernig þéttleiki stoppa minnkar stig af stigi eftir því sem ofar dregur og eru þau tengsl að nokkru leyti í öfugu hlutfalli við fjölda gangandi vegfarenda. Niðurstöðurnar gefa því til kynna að fólk meti tilgang Laugavegs með ólíkum hætti eftir svæðum, þannig að efsti hluta hennar er frekar talinn umferðarsvæði en eftir því sem neðar dregur verði gatan fýsilegri kostur sem dvalarstaður til lengri eða skemmri tíma. Niðurstöðurnar varpa því ljósi á getu umhverfisins til að styðja við þróun og mótun mannlífs með nokkuð skýrum hætti. Athafnir fólks Þegar athafnir fólks í tilvikum kyrrstöðu eru kannaðar kemur í ljós að flest stoppin á Laugavegi og á Skólavörðustíg eru sprottin af kauphegðun (sjá flokka athafna í töflu 2) en að meðaltali tengist um þriðjungur stoppa slíku (sjá myndir 4 og 6) en um fjórðungur stoppa tengist standandi félagslegu atferli að meðaltali. Stopp vegna könnunar á umhverfi og mannlífi og stopp vegna persónulegra erinda koma næst og telja um 1-15% hvort um sig. Í þessari vettvangsrannsókn kemur skýrt fram að flokkar athafna sem tengjast stoppum eru fáir og virðist þá gilda einu hvort lokað eða opið sé fyrir bílaumferð. Af þessu má því álykta að þótt lokun fyrir bílaumferð auki dvalartíma fólks á Laugavegi þá eykur hún ekki fjölbreytileika athafna fólks þegar það stoppar. Rétt er þó að nefna að þar sem umhverfisgæðin virðast mest skapast mestur breytileiki í athöfnum en einungis þegar lokað er fyrir bílaumferð. Þetta má mögulega skýra út frá hugtakinu um samþýðanleika umhverfis, þ.e. getu umhverfisins til að uppfylla óskir og væntingar fólks til margvíslegra 1 Beatley, T. (2). Green Urbanism: Learning from European Cities. Washington DC: Island Press. 14

Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar athafna. Sé getan mikil mun fólk nýta sér það og sækja í aðstæðurnar. Hár samþýðanleiki umhverfis gæti því mögulega skýrt að einhverju leyti aðdráttarafl neðsta hluta Laugavegar. Með aukinni fjölbreytni í athöfnum fólks er sterkari stoðum skotið undir þróun og eflingu mannlífs. Niðurstöður þessarar rannsóknar og fyrri rannsókna sýna að á Laugavegi eru athafnir fólks fremur einsleitar og mikilvægt er að auka fjölbreytni svo mannlíf í götunni standi betur undir sér. 15