Easy PDF Creator is professional software to create PDF. If you wish to remove this line, buy it now.

Similar documents
Mikilvægt er að innra starf skóla sé öflugt og lögð áhersla á fagmennsku í kennslu sem og uppeldi og stjórnunarstarfi m.a. með símenntun kennara.

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Ný tilskipun um persónuverndarlög

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Reykjavík, 30. apríl 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Framhaldsskólapúlsinn

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Leiðbeinandi á vinnustað

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Starfsáætlun Áslandsskóla

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

Milli steins og sleggju

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Heilsuleikskólinn Fífusalir

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Starfsáætlun Þrúður Hjelm Skólastjóri Krikaskóla

Skóli án aðgreiningar

Horizon 2020 á Íslandi:

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

VIÐMIÐ OG VÍSBENDINGAR. fyrir innra og ytra mat á gæðum leikskólastarfs

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

Dagsetning desember Skjalalykill (VEL ) SKÝRSLA. Teymis um skólaforðun barna í efri bekkjum grunnskóla og neðstu bekkjum framhaldsskóla

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Skólanámskrá Starfsmannahandbók

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Netið mitt - Netið okkar: Opin netnámskeið um stafræna borgaravitund. Sólveig Jakobsdóttir Erindi flutt á Menntakviku 6. okt. 2017

Ég vil læra íslensku

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Málstofa 2.2 stofa M Lykilhæfni í list- og verkgreinum Sjónrænt skipulag hvatning til góðrar vinnu Málstofa 2.3 stofa M203...

ÁRSSKÝRSLA SJÁLANDSSKÓLA. Vilja Virða

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar

JAFNRÉTTI, KYNHEILBRIGÐI OG VELFERÐ

Skýrsla starfshóps um skólaþjónustu á þjónustumiðstöðvum

Stjórnun og fagleg forysta í grunnskólum

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Nemendur með einhverfu í almennum grunnskólum. Greinargerð samstarfshóps um samhæfða þjónustu við nemendur með einhverfu

ÆGIR til 2017

Skólalykill. Laugalandsskóli, Holtum. Veffang: Netfang: Skólalykill Bls.

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

CRM - Á leið heim úr vinnu

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

Skólastarf á Fljótsdalshéraði. Úttekt á grunn- og tónlistarskólum

Skólamenning og námsárangur

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

S E P T E M B E R

Transcription:

Starfsmannastefna Reykjanesbæjar Mikilvægt er að innra starf skóla sé öflugt og lögð áhersla á fagmennsku í kennslu sem og uppeldi og stjórnunarstarfi m.a. með símenntun kennara. Stefnumið Reykjanesbæjar er að: -vinna að markvissum umbótum á öllum skólastigum í gegnum símenntunaráætlanir hvers skóla -tryggja starfsfólki aðgang að bestu fáanlegu símenntunartilboðum hverju sinni -halda skrá yfir símenntun kennara og skólastjóra. -Efla ber fagmennsku í uppeldis- og stjórnunarstörfum hjá skólum bæjarfélagsins. Mat á skólastarfi er tæki til umbóta og eðlilegur þáttur í daglegu starfi fagmanna. Hver skóli mótar sér umbótaáætlun sem byggir á vönduðum matsaðferðum. Umbótaáætlunin skal haldast í hendur við starfsmannastefnu og símenntun starfsfólks og endurskoðast árlega. Símenntun kennara Úr starfsmannastefnu Reykjanesbæjar Hverjum skóla er skylt að gera símenntunar-/endurmenntunaráætlun. Tími til sí- og endurmenntunar markast af samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og einnig milli ára. Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti: Þættir sem eru nauðsynlegir fyrir skólann annars vegar og hins vegar þættir sem kennari metur æskilega eða nauðsynlega fyrir sig. Skólastjóri ákvarðar almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu næsta vetur á grundvelli sjálfsmats skóla. Endurmenntun, sem hluti af 150 klst., er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Endurmenntunaráætlun skal kynnt kennurum. 2

Kennurum ber að gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum í sí- og endurmenntun sem þeir hafa áhuga á að sinna til að halda sér við í starfi eða bæta við nýrri þekkingu sem nýtist í starfi. Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á samkvæmt endurmenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu. Endanleg ákvörðun er í höndum skólastjóra. Úr handbók með kjarasamningi. Endur- og símenntun starfsmanna Endur- símenntun starfsmanna má skipta í tvennt: Námskeið og fræðslufundi sem skólastjóri ákveður út frá stefnu skólans og forgangsverkefnum næsta vetur. Námi og fræðslu sem starfsmaður hefur áhuga á og telur mikilvæga fyrir sig í starfi sínu. Starfsmönnum ber að gera skólastjóra grein fyrir þeirri endur- og símenntun sem þeir hafa áhuga á og telja sig þurfa að sækja til að halda sér við í starfi. Starfsmönnum ber skylda til að sækja þau námskeið og fræðslufundi sem þeim er ætlað, samkvæmt símenntunaráætlun skóla. Þau skulu haldin á starfstíma skóla og vera starfsmönnum að kostnaðarlausu. Sem símenntun flokkast m.a: Námskeið á vegum skólans eða annarra viðurkenndra aðila. Skipulagðir leshringir, vettvangsheimsóknir. Stutt námskeið og kynningar á fundartíma kennara (telst ekki hluti af 150 tímunum en skráist sem símenntun). Umbóta- og/eða þróunarverkefni. Teymisvinna. Rýnishópar. Framhaldsnám. Sjálfsnám (lestur, myndbönd, netið og fl.). 3

Ferli símenntunar Ferli við gerð símenntunaráætlunar Undirbúningur: Stjórnendur skilgreina áherslur skólans og áætla þörf fyrir endurog símenntun einstakra hópa, einstaklinga eða starfsfólksins sem heildar. Hver starfsmaður íhugar eigin þörf fyrir símenntun. Mat: Umsjónarmaður símenntunar metur árangur og þátttökustarfsmanna í áætlunum, staðfestir og skráir framgang. Starfsmannafundur: Stjórnendur kynna áherslur og þörf fyrir símenntun og starfsmenn ræða saman um málið. Starfsmannasamtal: Stjórnandi ræðir við starfsmann um hugmyndir að símenntun hans og óskar eftir fleiri tillögum hans. Áætlun starfsmannsins skráð. Fræðsla og eftirfylgni: Starfsmaður fylgir eigin áætlun og óskar eftir skráningu þegar við á og skráir eigin símenntun. Stjórnendur veita aðstoð og stuðning og tryggja að sameiginleg fræðsla eigi sér stað. Úrvinnsla: Stjórnendur taka saman áætlun skólans og kynna hverjum starfsmanni sem fær atrit af sinni símenntunaráætlun. Heildaráætlun skólans birt hópnum og á heimasíðu skólans. Umbóta- og þróunarstarf, áherslur og markmið 2011-2012 PBS Positive Behavior Support, PBS- Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun, er aðferð til að skapa gott andrúmsloft í skólum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr óæskilegri hegðun nemenda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, gefa jákvæðri hegðun gaum með markvissum hætti og samræma viðbrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Unnið verður áfram í samvinnu við Þjónustumiðstöð Breiðholts. Sálfræðingurinn Sigurður Þorsteinsson verður handleiðari okkar frá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Teymisstjórar í skólanum eru Ásgerður Bjarklind Bjarkadóttir og Guðný Karlsdóttir. Í vetur verður áfram samvinna með PBS teymum í Holtaskóla og Myllubakkaskóla. Innleiðing að Stöndum saman sem er forvarnarkerfi gegn einelti í stuðningi við jákvæða hegðun. Þetta er kennsla á þriggja þrepa viðbragði nemenda við hegðunarvanda. Nemendum er kennt að nota hættu gakktu segðu frá og starfsfólki er leiðbeint með viðbrögð við þessu þriggja þrepa viðbragði og eftirfylgni. 4

Stuðst er við námsefnið Stöndum saman í þýðingu Hrundar Þrándardóttur og Margrétar Birnu Þórarinsdóttur frá 2011. Mat á innleiðingunni verður lagt fyrir í lok skólaárs. Á starfsdögum kynnir teymið verkefnið fyrir nýjum starfsmönnum í upphafi skólaárs. Fyrirlestrar og kynningar greiðast með styrk frá Manngildissjóði Reykjanesbæjar. Samkennsla á yngra stigi skólans hefur gefið góða raun, kennsluhættir eru einstaklingsmiðaðir, nemendur, foreldrar og kennarar eru almennt ánægðir og góður námsárangur hefur náðs með þessu starfi. Haldið verður áfram að þróa og festa í sessi samkennslu á yngra stiginu og fjölbreytta kennsluhætti. Þróunarverkefninu er formlega lokið en stuðst verður þróunaráætlunina sem verkefnið byggir með það í huga að festa þessa starfshætti í sessi. Stefnt er að því að samkenna nemendum í 2.- 3. bekk og 4.-5. bekk og viðhalda þeim vinnubrögðum sem nemendur hafa tileinkað sér í íslensku og stærðfræði, í samkennslunni. Fjölgreindaval. Veturinn 2004-2005 var byggt upp verkefni í kennslu 3. og 4. bekkjar þar sem árgöngunum var kennt saman 2 tíma á viku og útfærð nokkurs konar hringekja með stöðvavinnu sem byggð er á fjölgreindakenningu Gardners. Áfram verður unnið að því að festa verkefnið í sessi. Stefnt verður að því að hafa fjölgreindavalið sameiginlegt fyrir 2.-5.bekk skólaárið 2011-2012. Kannanir sem gerðar hafa verið meðal foreldra á yngsta stigi undanfarin ár, sýna að foreldrar eru mjög ánægðir með starfshætti samkennslunnar og fjölgreindavalið og þeir telja þá koma til móts við mismunandi námsgetu og stuðla að góðri líðan nemenda í skólanum. Nemendur taka ábyrgð á námi sínu og stöðugt er verið að meta vinnuna. Fjölmenning Í skólanum er starfrækt deild fyrir innflytjendur og tvítyngd börn. Deildin er í sífelldri endurskoðun til þess að nám og kennsla henti þeim nemendum sem þar stunda nám hverju sinni. Efla þarf deildina með fræðslu og námskeiðum er tengjast málefnum innflytjenda. Bókasafn, tölvu- og upplýsingatækniver. Haldið verður áfram að auka og bæta þekkingu og kunnáttu starfsmanna í að nýta sér upplýsingatækni í kennslu svo nemendur verði færari í að nýta sér tækni og upplýsingaveitur í námi sínu. Lögð verður áhersla á fræðslu um SAFT örugga netnotkun. Teymiskennsla. Reynsla okkar á síðastliðnum árum af teymiskennslu á unglingastigi er nokkuð góð og verður haldið áfram að þróa það verklag. Námsmarkmið í hverju teymi þurfa að vera skýr nemendum og foreldrum. Kennarar ásamt deildarstjóra og fagstjórum endurskoða kennsluhætti í teymunum. Stefnt er að því að kenna í teymum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku í 9. og 10. bekk og í íslensku og stærðfræði í 8. bekk. Lestrarmenning. Njarðvíkurskóli er unhverfisvænn grunnskóli sem leggur áherslu á lestrarnám upp allan grunnskólann. (Úr skólanámskrá) 5

Árið 1995-96 unnu kennarar við skólann þróunarverkefnið Markviss lestrarkennsla / Heildstætt móðurmál, og munum við viðhalda því með því að kynna það fyrir nýjum kennurum og hvetja til þess að kennarar nýti sér það í kennslu. Það er mikill áhugi á að viðhalda lestrarmenningu innan skólans og er það hluti af fagstjórn í íslensku. Haldin verða námskeið um lestur, stafsetningu og ritun til að efla kennara í kennslu allra þátta móðurmálsins. Læsi. Foreldrar eru í lykilhlutverki við að þjálfa börnin reglulega á meðan þau eru að ná upp lestrarfærni og í hugtakaskilningi. Stefnt verður að leiðsögn og kynningu fyrir foreldra. Leið til læsis. Leið til læsis er titill á nýju yfirgripsmiklu stuðningskerfi í lestrarkennslu sem ætlað er kennurum á yngsta stigi grunnskólans. Leið til læsis (LtL) er í raun kerfi sem byrjar á lesskimun í 1. bekk og staðsetur nemendann hvað varðar lestrarfærni og hjálpar til við gerð kennsluáætlunar. Því næst eru eftirfylgnipróf sem eru stutt og einföld í notkun. Þau gera kennurum kleift að fylgjast með árangri kennslunnar og framgangi lestrarnáms hjá hverjum og einum nemanda. Lesskimun fylgir handbókin, Skimun Hvað svo? þar sem skimuninni er fylgt úr hlaði með ítarlegum kennsluleiðbeiningum, fræðslu um lestur og þróun hans ásamt gagnreyndum kennsluaðferðum og hugmyndum að bekkjarskipulagi sem gefið hefur góðan árangur við að mæta þörfum nemenda í blönduðu skólaskipulagi. Byggt er á hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar og kennurum leiðbeint sérstaklega með hvernig hægt er að taka á vanda þeirra barna sem lenda í áhættuhópi. Kennarar á yngsta stig fara á námskeið í ágúst til að læra meðferð verkefnisins og fá réttindi til að nýta það. Lestrarsnillingar - Unnið með lestrarerfiðleika í bekk Helena Rafnsdóttir og Kristbjörg Eyjólfsdóttir vinna að þróun námsefnis fyrir nemendur sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða (dyslexiu). Verkefnið, Lestrarsnillingar, miðar að því að umsjónarkennari vinni í samvinnu við foreldra að þjálfun lestrarfærni nemanda með sérstakri aðferð undir handleiðslu HR og KE. Samfella í stærðfræði allan grunnskólann. Hópur kennara hefur unnið að því að greina námsmarkmið stærðfræðinnar niður í lotur þar sem ákveðin markmið eru tekin í hverri lotu og nemendur verða að ná lágmarksárangri í lotu til að geta haldið áfram og mynda þannig samfellu í stærðfræðináminu. Unnið hefur verið eftir þessu kerfi á öllum stigum skólans með góðum árangri. Haldið verður áfram þróun þessa verkefnis undir stjórn höfunda þróunarverkefnisins. Stærðfræðiefling á mið- og unglingastigi. Styrkur úr endurmenntunarsjóður grunnskóla. Markmið verkefnisins er að efla og þróa einstaklingsmiðaða kennsluhætti í stærðfræði á mið- og unglingastigi. Unnið verður að því að gera nákvæmari kennsluáætlanir, kljúfa námsmarkmið niður í þætti og gera gátlista fyrir hvern nemanda sem fylgir honum milli árganga. Haldnir verða fræðslufundir í skólanum þar sem stærðfræðikennarar sem náð hafa góðum árangri með fjölbreyttum kennsluháttum fengnir til að veita leiðsögn. 6

Kennarar fara í heimsóknir í skóla sem náð hafa góðum árangri í stærðfræði og læra af þeim. Umhverfisstefna Skólinn fékk Grænfánann afhentan í annað sinn á vorönn 2010. Umhverfisteymi verður áfram starfandi við skólann og hefur það meginhlutverk að sjá til þess að skólinn viðhaldi verkefninu um Grænfánann. Fagstjóri í náttúrufræði heldur utan um verkefnið með teyminu. Unnið verður að útfærslu umhverfismenntar í námskrám allra árganga. Farið verður í samvinnu við Leikskólann Gimli um að útbúa reit til útikennslu við Grænásinn, fengum styrk úr Manngildissjóði RNB. Helstu forgangsverkefni skólans eru: - PBS í skólanum, viðhald verkefnisins - Stöndum saman, forvarnir gegn einelti í tengslum við PBS - Olweusarverkefninu gegn einelti viðhaldið - að efla og styrkja kennara í faglegu starfi - að halda uppi handleiðslu og leshópum um efni sem styrkir starfsmenn sem einstaklinga - að þróa áfram fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám - að þróa áfram samkennslu árganga á yngra stigi - að þróa áfram teymiskennslu í bóklegum greinum á unglingastigi - notkun og nýting Mentors á öllum sviðum skráningar, mats o.fl. - að viðhalda handbók sem er grunnur að sjálfsmati - að vinna eftir áætlun um sjálfsmat - að viðhalda og vinna að áframhaldandi lestrarmenningu innan skólans - að ná betri árangri í lestri og lesskilningi - að þróa og kynna lestrarkennslu fyrir nem. með dylexiu inni í bekk - að útfæra samfellu í stærðfræði allan grunnskólann - að efla umhverfisvernd og umhverfisfræðslu ásamt áherslu á náttúrufræðinám og útikennslu - að viðhalda Grænfánaverkefninu Áform skólans um endurmenntun - Viðhald PBS/Stuðnings við jákvæða hegðun - Stöndum saman, forvarnir gegn einelti með PBS - Nýta mannauð skólans og halda námskeið m.a. um: - Lestrarkennslu - gangvirkan lestur og hugtakakort, ritun, skrift, skrautskrift, tölvuforritanotkun - Skráningarkerfi Mentors þar sem kennarar innan skólans miðla öðrum af þekkingu og reynslu sinni. - Verkefnabók Mentors - stefnt að því að allir kennarar noti verkefnabókina, nýta nýjar einingar í Mentor /Mentor námskeið - Tölvu- og upplýsingamennt - fræðsla um notkun uppplýsingatækni í kennslu. - SAFT- örugg netnotkun - Olweus - samvinna við Þorlák Helgason um fræðslu. - Umhverfisstefnan - fyrirlestrar og kynningar 7

- Leshópar - Handleiðsla - Blátt áfram Áætlun um símenntun skólaárið 2011-2012 Heiti Tími Fyrir hverja Umsjón -PBS Viðhald verkefnisins Haustönn Upprifjun fyrir alla Kynning f nýja kennarar og starfsfólk Guðný Karlsdóttir, Ásgerður Bjarklind og Sigurður Þorsteinsson -Fyrirlestur um nemendur sem eru í toppi þríhyrningsins. -Bekkjarstjórnun, upprifjun Haustönn Haustönn Alla starfsmenn PBS skólanna Kennara PBS-teymi PBS-teymi -Handleiðsla Haustönn Kennara Kennarar sem sóttu námskeið í handleiðslu vor 2011 -Lestrarkennsla Kennara á yngra- og miðstigi -Lestrarkennsla Haustönn Kennara í 6. og 7. bekk -Stærðfræði: Stærðfræðiefling á miðog unglingastigi -Skrift, upprifjun -Skrautskrift -Skráningarkerfi Mentors-verkefnabók Tölvu- og upplýsingatækni Lotus Notes;bekkjasíður Einfaldur grunnur s.s.excel -Lestrarteymið -Kennarar skólans -Sérfræðingar fræðsluskrifstofu Rnb -Sérfræðingar fræðsluskrifstofu Rnb Stærðfræðikennara -Heimsóknir í skóla -Stæ.kennarar í HÍ -Kennarar skólans Haustönn -Námskeið í upphafi skólaárs -Námskeið í janúar Í upphafi skólaárs Kennara í 1.-7. bekk og aðra áhugasama Kennara og aðra áhugasama Kennara Kennara og starfsfólk Brynja Árnadóttir Kristbjörg Eyjólfsdóttir Deildarstjórar Hulda Hauksdóttir Rafn Vilbergsson SAFT örugg netnotkun Haustönn Kennara og starfsfólk -Kristján Geirsson -Hafþór Birgisson Olweus - Upprifjun og Kennara og starfsfólk -Þorlákur Helgason viðhald verkefnisins yfir skólaárið -Eineltisteymi Sérkennsla/Námsver Sérkennara -Námskeið á vegum GRR og HÍ -Sérkennsluráðgjafi 8

SOS Nýja starfsmenn Gylfi Jón Gylfason - Fræ -Fræðsla um greiningar Asperger/ ADHD Starfsfólk skóla/aspar+frístund -Sérkennslufulltrúi FRÆ -Kennarar skólans -Námskeið fyrir starfsmenn Bjarkar um geðræna erfiðleika Starfsfólk Bjarkar -Námskeið í varnarviðbrögðum -Kennsla innflytjenda Fræðslufundir Ágúst Starfsfólk Aspar, Bjarkar, aðra starfsmenn (4) Kennara innflytjenda og tvítyngdra nemenda FRÆ Fræ Dröfn Rafnsdóttir Grænfánaverkefnið Allt starfsfólk Umhverfisteymi Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu -Kynning á því sem kennarar / starfsfólk er að gera gott. Greinabundnar, faglegar umræður. -Kynning á starfssviði þroskaþjálfa -Forvarnafræðsla -Verndari barna/ Blátt áfram. Viðbrögð við áföllum og sorg -Ýmis námskeið á vegum starfsmannafélagsins -Hópeflisnámskeiðskyldumæting Náttúrufræðikennara Svava Pétursdóttir Yfir skólaárið Kennara Allt starfsfólk Kennara og starfsfólk Kennara og starfsfólk Kennarar skólans -Arna Arnarsdóttir -LindaBirgisdóttir -Helga Jóhannesdóttir Samtakahópurinn Blátt áfram Kennarar og starfsfólk Gunnar Finnbogason HÍ Kennara og starfsfólk Kennara og starfsfólk Hugmyndir frábærs starfsfólks Skólastjórnendur Vibeke Svala 9

Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar Fræðsluskrifstofa Rnb : - Samstarf kennara til eflingar náttúrufræðikennslu - Skólaumbótateymi, samstarf við kennara í öðrum skólum á Suðurnesjum. -Kennarar taka þátt í þróunarverkefnum með öðrum grunnskólum Reykjanesbæjar á vegum Fræðsluskrifstofunnar í samræmi við tillögu okkar og annarra skóla. -Námskeið til undirbúnings Stóru upplestrarkeppninni. -SOS, Gylfi Jón Gylfason upprifjun fyrir kennara og námskeið fyrir nýtt starfsfólk. -Fræðslufundir fyrir fag- og árgangakennara í yngri bekkjum sem Fræðsluskrifstofa Rnb stendur þar sem þeir hittast til að miðla þekkingu og upplýsingum. -Fundir deildastjóra Framkvæmd símenntunar Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu símenntunaráætlunar. Starfsmenn eru ábyrgir fyrir eigin símenntun, þeir leita tækifæra til að bæta kunnáttu og þroska hæfileika sína. Starfsmenn taka virkan þátt í gerð eigin símenntunaráætlunar, fylgja henni eftir og óska eftir aðstoð ef þeir þarfnast hennar. Símenntunaráætlun er í stöðugri endurskoðun og getur breyst eftir aðstæðum, framboði og verkefnum hverju sinni. Framhaldsnám Framhaldsnám telst ekki hluti af 150 klukkustundum til endur- og símenntunar nema það tengist beint símenntunaráætlun skólans. Framhaldsnám er skráð sem hluti af einstaklingsáætlun starfsmanns. Fjármögnun - Í fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir þeim fjárhæðum sem fást vegna umsókna í endur-og símenntunarsjóði til námskeiða. - Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar sér um fjármögnun. - Símenntunarsjóðir sem skólinn og starfsmenn sækja í. - Styrkur var veittur úr Endurmenntunarsjóð grunnskóla - Styrkur veittur úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar - Starfsmaður greiðir. Skráning og mat Starfsmaður skráir á þar til gert eyðublað þá endur- og símenntun sem hann tekur þátt í. Skólastjóri og starfsmaður meta hvort símenntun telst matshæf. Skólastjórar fara yfir og meta, í starfsmannasamtölum, hversu vel starfsfólki hefur tekist að uppfylla kröfur í símenntunaráætlunum. Mat á eigin áætlun starfsmanns í starfsmannasamtölum. Símenntunaráætlun Njarðvíkurskóla/Háaleitisskóla er birt á heimasíðu skólans ásamt eyðublaði fyrir starfsmenn til útfyllingar. Símenntunaráætlun Njarðvíkurskóla/Háaleitisskóla er unnin fyrir starfsmenn með menntun og mannrækt að leiðarljósi. 10