SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni.

Similar documents
Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg.

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi.

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum.

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Tímarit um lyfjafræði

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Hjálparefni og upplýsingar í fylgiseðli

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Toradol 30 mg/ml stungulyf, lausn ketórolaktrómetamól

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Hæðarveiki - yfirlitsgrein

Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjameðferð hjá sjúklingum með hita og kyrningafæð

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

1. LIÐUR: Auðkenning efnisins eða blöndunnar og félagsins eða fyrirtækisins

Ég vil læra íslensku

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Mat á járnbúskap með mælingu á transferrínviðtökum

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Öryggisleiðbeiningar

Notkun viðbótarmeðferða á meðgöngu meðal íslenskra kvenna

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Klínískar leiðbeiningar um blóðþynningu og blóðflöguhemjandi meðferð einstaklinga með gáttatif án lokusjúkdóma


SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Öryggisleiðbeiningar

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

MEÐ TILVÍSUN Í LÖG OG REGLUR ES: Lög (ES) nr. 2015/ hluti Innihalds upplýsingar vöru sem/og fyrirtækið hefur gengist við

Meinvaldandi bakteríur í þvagi íslenskra barna

Bráð briskirtilsbólga. Framskyggn rannsókn á nýgengi, orsökum, alvarleika og dánartíðni á Íslandi

Transcription:

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1. HEITI LYFS Minirin 0,1 mg/ml nefúði, lausn 2. INNIHALDSLÝSING Desmópressínasetat 10 míkróg/úðaskammt. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni. Hjálparefni með þekkta verkun: 1 ml af Minirin 10 míkróg/úðaskammt inniheldur 0,1 mg af benzalkónklóríði. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Nefúði, lausn 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Ábendingar Flóðmiga (diabetes insipidus). Rannsókn á hæfni nýrna til að þétta þvag. 4.2 Skammtar og lyfjagjöf Einn skammtur af nefúðanum gefur 0,1 ml sem samsvarar 10 míkróg af desmópressínasetat. Eingöngu skal nota Minirin nefúða fyrir sjúklinga þegar ekki er hægt að gefa lyfið á formi til inntöku og alltaf á að byrja með minnsta skammti (sjá kafla 4.4). Fylgjast skal með vökvaneyslu (sjá leiðbeiningar vegna einstakra ábendinga í kafla 4.4). Ef merki um vökvasöfnun koma fram og/eða blóðnatríumlækkun (höfuðverkur, ógleði/uppköst, þyngdaraukning og í alvarlegum tilvikum krampar) á að hætta meðferðinni. Þegar sjúklingurinn hefur náð sér að fullu má hefja meðferðina að nýju og takmarka skal vökvaneyslu verulega (sjá kafla 4.4). Flóðmiga: Fullorðnir: Skammtar eru einstaklingsbundnir, en venjulegur skammtur er á bilinu 10-20 míkróg einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring. Börn: Skammtar eru einstaklingsbundnir, en venjulegur skammtur er á bilinu 5-10 míkróg einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring. Rannsókn á hæfni nýrna til að þétta þvag: Fullorðnir: 40 míkróg Börn eldri en 1 árs: 20 míkróg Börn yngri en 1 árs: 10 míkróg Eftir Minirin gjöf á að fleygja því þvagi sem skilst út innan fyrstu klst. eftir lyfjagjöf. Á næstu 8 klst. skal safna 2 sýnum af þvagi til að nota í mælingar á osmósuþéttni. 1

Aldraðir: Aldraðir sjúklingar með sermisþéttni natríums nálægt neðri mörkum eðlilegra gilda geta haft aukna hættu á blóðnatríumlækkun, sjá kafla 4.4. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: Ekki má nota Minirin nefúða hjá sjúklingum með meðalmikið eða verulega skerta nýrnastarfsemi, sjá kafla 4.3. Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg, sjá kafla 4.5. Börn: Sjá ábendingar og skammta hér að ofan. Minirin nefúða skal gefa börnum undir eftirliti fullorðinna til að tryggja réttan skammt. Áður en nefúðalyfið er notað í fyrsta sinn, þarf að hlaða dæluna með því að þrýsta um það bil 4 sinnum niður á hana eða þar til fínn úði fæst. Þetta á einnig að gera, ef lyfið hefur ekki verið notað síðustu vikuna. Til að ná jafnri skömmtun er mikilvægt að plastslangan í flöskunni sé ofan í vökvanum. Þegar skömmtun er meiri en svarar til eins úðaskammts í hvora nös, skal gera u.þ.b. einnar mínútu hlé áður en úðað er á ný í sömu nös. Flöskuna skal geyma standandi. Ef vafi leikur á hvort réttur skammtur hafi verið gefinn á ekki að gefa nýjan úðaskammt fyrr en komið er að næstu lyfjagjöf. Lyfjagjöf hjá börnum á að vera í höndum fullorðinna til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn. Notkunarleiðbeiningar: Snýttu þér og taktu hlífðarhettuna af. Hallaðu höfðinu lítið eitt aftur. Settu stútinn í aðra nösina. Haltu andanum niðri í þér og úðaðu einu sinni. Endurtaktu úðunina í hina nösina. Settu hlífðarhettuna á eftir notkun. 4.3 Frábendingar - Þrálátt vanabundið vatnsþamb og vatnsþamb af geðrænum toga (með þvagframleiðslu yfir 40 ml/kg/sólarhring). - Hjartasjúkdómar eða aðrir sjúkdómar sem þarf að meðhöndla með þvagræsilyfjum. - Meðalmikil eða veruleg nýrnabilun (kreatínín úthreinsun minni en 50 ml/mín.) - Blóðnatríumlækkun. - Truflun á seytingu þvagstemmuvaka (SIADH). - Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. 4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun Sérstök varnaðarorð: Eingöngu skal nota Minirin nefúða þegar ekki er hægt að gefa lyfið á formi til inntöku. Klínísk reynsla hefur sýnt fram á hættu á alvarlegri blóðnatríumlækkun í tengslum við notkun desmópressín nefúða við meðferð á flóðmigu sem stafar af skemmdum í undirstúku eða heiladingli (central diabetes insipidus). 2

Meðferð án samhliða takmörkunar á vökvaneyslu getur leitt til vökvasöfnunar og/eða blóðnatríumlækkunar með eða án samhliða viðvörunareinkenna (höfuðverkur, ógleði/uppköst, þyngdaraukning og í alvarlegum tilvikum krampar). Öllum sjúklingum og/eða aðstandendum, á að leiðbeina vandlega um að takmarka vökvaneyslu. Viðbótarupplýsingar vegna rannsóknar á hæfni nýrna til að þétta þvag: Þegar lyfið er notað til sjúkdómsgreiningar skal takmarka vökvaneyslu við mest 0,5 lítra til að slökkva þorsta á tímabilinu frá 1 klukkustund fyrir og 8 klukkustundum eftir gjöf. Einungis læknar með sérþekkingu á sviðinu eiga að gera rannsóknir á nýrum hjá börnum yngri en 1 árs. Varúðarreglur: Hafa skal í huga alvarlega vanstarfsemi blöðru og þrengingu í þvagrás áður en meðferð hefst. Aukin hætta getur verið á blóðnatríumlækkun hjá ungbörnum, öldruðum og sjúklingum með sermisþéttni natríums nálægt neðri mörkum eðlilegra gilda. Hjá sjúklingum með sjúkdóma sem einkennast af truflunum í vökva- og/eða blóðsaltabúskap skal stöðva meðferð með desmópressíni eða aðlaga skammta ef nauðsyn krefur (t.d. við altækar sýkingar, hita eða maga- og garnabólgu). Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga sem eru í aukinni hættu á að fá aukinn þrýsting innan höfuðkúpu. Gera þarf varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir blóðnatríumlækkun ef sjúklingur fær samtímis lyf sem geta valdið SIADH (syndrome of inappropriate secretion of antidiuretic hormone), t.d. þríhringlaga geðdeyfðarlyf, sérhæfða serótónín endurupptökuhemla, klórprómazín, karbamazepín og nokkur sykursýkilyf af súlfonýlúreaflokki, sérstaklega chlorpropamidum, eða bólgueyðandi lyf (NSAID). Varúðarráðstafanir geta t.d. verið takmörkun á vökvaneyslu og tíðar mælingar á natríum í sermi. Þar sem Minirin 10 míkróg/úðaskammt nefúði inniheldur benzalkónklóríð getur það valdið öndunarerfiðleikum ef það berst í neðri öndunarfæri. 4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Lyf sem vitað er að örva SIADH, t.d. þríhringlaga geðdeyfðarlyf, sérhæfir serótónín endurupptökuhemlar, klórprómazín og karbamazepín og jafnframt nokkur sykursýkilyf af súlfonýlúreaflokki, sérstaklega chlorpropamid, geta valdið auknum þvagstoppandi áhrifum og þar með aukið hættu á vökvasöfnun/blóðnatríumlækkun (sjá kafla 4.4). Bólgueyðandi lyf (NSAID) geta aukið vökvasöfnun/blóðnatríumlækkun (sjá kafla 4.4). In vitro rannsóknir með míkrósómum úr mönnum hafa sýnt að desmópressín umbrotnar ekki mikið í lifur og því er ólíklegt að desmópressín milliverki með lyfjum sem umbrotna í lifur. Rannsóknir á milliverkunum in vivo hafa þó ekki verið gerðar. 4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf Meðganga: Upplýsingar frá takmörkuðum fjölda (n = 53) kvenna á meðgöngu með flóðmigu og upplýsingar frá þunguðum konum með blæðingaóreglu (n = 216), hafa ekki sýnt fram á aukaverkanir frá desmópressín á meðgöngu eða heilsu fósturs/nýbura. Engar frekari faraldsfræðilegar rannsóknir sem skipta máli eru fyrir hendi eins og er. Dýrarannsóknir sýna hvorki bein né óbein skaðvænleg áhrif á meðgöngu, fósturmyndun og fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Gæta skal varúðar við notkun lyfsins á meðgöngu. 3

Æxlunarrannsóknir hjá dýrum hafa ekki sýnt áhrif á móðurdýr eða afkvæmi sem teljast hafa klíníska þýðingu hjá mönnum. In vitro greiningar á kímblöðrulíkani (cotyledon model) úr mönnum hafa sýnt að desmópressín fer ekki í fylgju þegar lyfið er gefið í skömmtum sem samsvara ráðlögðum skömmtum. Brjóstagjöf: Niðurstöður úr greiningu á mjólk frá mjólkandi mæðrum sem fengu stóran skammt af desmópressín (300 míkróg í nef) sýna að það magn desmópressíns sem nær til barnsins er talsvert minna en það magn sem þarf til að hafa áhrif á þvagræsingu. Desmópressín gefið í nef má nota þegar kona er með barn á brjósti. 4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla Engin ákvæði um varúðarmerkingar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Desmópressín hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. 4.8 Aukaverkanir Yfirlit yfir öryggi: Alvarlegasta aukaverkun desmópressíns er blóðnatríumlækkun. Hún getur valdið höfuðverk, ógleði, uppköstum, þyngdaraukningu, vanlíðan, kviðverkjum, vöðvakrömpum, sundli, ringlun, skertri meðvitund og í alvarlegum tilvikum krömpum og dái. Flest önnur tilvik eru flokkuð sem ekki alvarleg. Algengustu aukaverkanirnar sem tilkynnt hefur verið um eru nefstífla (27%), hækkaður líkamshiti (15%) og nefslímubólga (12%). Aðrar algengar aukaverkanir eru höfuðverkur (9%), öndunarfærasýkingar (9%), maga- og garnabólga (7%) og kviðverkir (5%). Ekki hefur orðið vart við bráðaofnæmisviðbrögð í klínískum rannsóknum, en tilkynnt hefur verið um alvarleg almenn ofnæmisviðbrögð eftir markaðssetningu. Samantekt aukaverkana í töflu: Meðfylgjandi tafla er byggð á tíðni tilkynntra aukaverkana í klínískum rannsóknum á MINIRIN gefið í nef hjá börnum og fullorðnum í meðferð við flóðmigu, ósjálfráðum þvaglátum að nóttu og rannsóknum á hæfni nýrna til að þétta þvag (N = 745), ásamt reynslu eftir markaðssetningu fyrir allar ábendingar. Aukaverkanir sem aðeins hafa komið fram eftir markaðssetningu eru flokkuð í dálkinn Tíðni ekki þekkt. MeDRA flokkun eftir líffærum Mjög algengar (>10%) Algengar (1-10%) Sjaldgæfar (0,1-1%) Tíðni ekki þekkt Ónæmiskerfi Ofnæmisviðbrögð Efnaskipti og næring Blóðnatríumlækkun Ofþornun*** Ringlun* Geðræn vandamál Svefnleysi, Tilfinningalegt ójafnvægi**, Martraðir**, Taugaóstyrkur**, Árásarhneigð** 4

Taugakerfi Æðar Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Meltingarfæri Húð og undirhúð Stoðkerfi og stoðvefur Nefstífla, Nefslímubólga Höfuðverkur* Blóðnasir, Sýking í efri hluta öndunarvegar** Garna- og magabólga, Ógleði*, Kviðverkir* Uppköst* Krampar*, Dá*, Sundl*, Svefnhöfgi Háþrýstingur Mæði Niðurgangur Kláði, Útbrot, Ofsakláði Vöðvakrampar* Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Rannsóknaniðurstöður Hækkun líkamshita Þreyta*, Útlægur bjúgur*, Brjóstverkur, Kuldahrollur Þyngdaraukning* *Tilkynnt í tengslun við blóðnatríumlækkun. **Aðallega tilkynnt hjá börnum og unglingum. ***Tilkynnt í tengslum við ábendinguna flóðmiga. Lýsing á völdum aukaverkunum: Börn: Blóðnatríumlækkun er afturkræf. Hjá börnum kemur blóðnatríumlækkun oft fram í tengslum við breytingar á daglegum venjum sem hafa áhrif á neyslu vökva og/eða aukna svitamyndun. Sérstakrar aðgátar er krafist í aðstæðum sem lýst er í kafla 4.4. Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. 4.9 Ofskömmtun Ofskömmtun leiðir til lengri verkunar og eykur hættu á vökvasöfnun og blóðnatríumlækkun. 5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 5.1 Lyfhrif Flokkun eftir verkun: ATC flokkur H 01 BA 02 - vasópressín og hliðstæður Desmópressín er samtengd hliðstæða hins náttúrlega hormóns arginínvasópressíns. Desmópressín er efnafræðilega frábrugðið hinu náttúrulega hormóni í tveimur stöðum. Eina 1-cýsteín amínu vantar og 5

8-D-arginíni er bætt við í stað 8-L-arginíns. Með þessari breytingu fæst umtalsvert lengri hindrun á þvagmyndun og nær engin blóðþrýstingshækkun verður við lækningalega skammta. 5.2 Lyfjahvörf Aðgengi lyfsins eftir gjöf í nef er um 3-5%. Hámarksþéttni í blóði næst innan 1 klst. Dreifing: Dreifingu desmópressíns er best lýst með tveggja hólfa líkani, þar sem dreifingarrúmmál í brotthvarfsfasanum er 0,3 0,5 l/kg. Umbrot: In vitro rannsóknir á efnaskiptum desmópressíns í lifrarmíkrósómum úr mönnum hafa sýnt að desmópressín umbrotnar ekki í umtalsverðu magni í lifur fyrir tilstilli cýtókróm P450-ensímkerfisins. Þess vegna er ólíklegt að desmópressín umbrotni in vivo fyrir tilstilli cýtókróm P450-kerfisins í lifur hjá mönnum. Áhrif desmópressíns á lyfjahvörf annarra lyfja eru líklega lítil þar sem desmópressín hefur ekki hamlandi áhrif á lyfjaumbrot fyrir tilstilli cýtókróm P450 kerfisins. Brotthvarf: Heildarúthreinsun desmópressíns er 7,6 l/klst. samkvæmt útreikningum. Áætlaður lokahelmingunartími desmópressíns er 2,8 klukkustundir. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum er útskilnaður óbreytts desmópressíns 52% (44-60%). 5.3 Forklínískar upplýsingar Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni og eiturverkunum á æxlun og þroska. Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum desmópressíns hafa ekki verið gerðar. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Natríumklóríð, sítrónusýrumónóhýdrat, tvínatríumfosfattvíhýdrat, benzalkóníumklóríð, hreinsað vatn. 6.2 Ósamrýmanleiki Á ekki við. 6.3 Geymsluþol 3 ár. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. 6.5 Gerð íláts og innihald Úðapumpa. Pakkningastærð: 10 míkróg/úðaskammt: 1 x 5 ml, 3 x 5 ml. 6

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun Sjá kafla 4.2 um meðhöndlun. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Ferring Lægemidler A/S, Kay Fiskers Plads 11, 2300 Köbenhavn S, Danmörk 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER 10 míkróg/úðaskammt: MTnr 900060 (IS) 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. júlí 1991. Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9. febrúar 2011 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS 26. febrúar 2014. 7