Marel hf. Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003

Similar documents
Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2017

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samstæða Samandreginn árshlutareikningur 1. janúar til 30. júní 2007

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf.

Tryggingamiðstöðin hf.

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar

Ársreikningur Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Engjateigi Reykjavík

Íslandsbanki Ársreikningur samstæðu 2017

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt.

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Íslandssjóðir hf. Árshlutareikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ársreikningur samstæðu. - fyrir árið 2015

Tekjustýring og lykiltölur veitingastaða. Hvernig nýtir maður þessa þætti til betri árangurs?

Ársreikningur samstæðu 2014

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Hagur veiða og vinnslu 2016 Profitability in fishing and fish processing 2016

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016

Ávarp stjórnarformanns 4 Ávarp forstjóra 6 Stjórn Bláa Lónsins Stjórnskipulag Bláa Lónsins 10 Fyrirtæki sem byggir á mannauði 12 Bláa Lónið 16

Tryggingafræðileg úttekt

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Stjórnskipurit RARIK 2002

ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu árshlutareiknings Reykjavíkurborgar janúar september 2017

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2003 Profitability in fishing and fish processing 2003

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

ÁRSSKÝRSLA 2002 Orkuveita Reykjavíkur

Lífeyrissjóður. Tannlæknafélags íslands. Ársreikningur Séreignardeild. Sameignardeild

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018

EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA Bls STJÓRN RARIK 4 FORMÁLI 5 STJÓRNSKIPURIT 8

Ávinningur Íslendinga af

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2001

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Lýsing September 2006

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2004

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Ársskýrsla fyrir árið 2002

MS ritgerð Fjármál fyrirtækja. Staða stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi á árunum

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Embættisafgreiðslur skrifstofu borgarstjórnar 11. janúar R Fundargerðir:

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Stefán B. Gunnlaugsson. Ögmundur Knútsson. Jón Þorvaldur Heiðarsson

Hagreikningar landbúnaðarins Economic accounts of agriculture

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands

Löggildingarpróf í endurskoðun 2015 Úrlausnir leiðbeinandi atriði. Námskeið 8. september 2016 Jón Rafn Ragnarsson Sigrún Guðmundsdóttir

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

Fjárfestakynning í aðdraganda almenns hlutafjárútboðs. Apríl 2013

Horizon 2020 á Íslandi:

Vísitala framleiðsluverðs 2007 Producer price index 2007

Íslenskur hlutafjármarkaður

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01. Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

SPILLIEFNANEFND ÁRSSKÝRSLA 2000

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Forsíðumynd er af Svínafellsjökli. Umsjón og hönnun: Lífeyrissjóður bænda. Forsíðumynd: Halldóra Ólafs, ljósmyndari,

Fóðurrannsóknir og hagnýting

MARKAÐURINN. Flugfélögin. á krossgötum EINSTÖK BARNAGLERAUGU FRÁ LINDBERG. »2 WOW skoðar útgáfu breytanlegra skuldabréfa

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Transcription:

Marel hf Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003

Efnisyfirlit bls. Áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Kennitölur... 4 Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6-7 Sjóðstreymi... 8 Reikningsskilaaðferðir... 9-12 Skýringar... 13-16

2 Áritun stjórnar og forstjóra Stjórn Marel hf og forstjóri staðfesta hér með árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2003. Reykjavík, 12. ágúst 2003 Benedikt Sveinsson Þorkell Sigurlaugsson Arnar Þór Másson Heimir Haraldsson Þórólfur Árnason Forstjóri Hörður Arnarson

3 Áritun endurskoðenda Til stjórnar og hluthafa í Marel hf Við höfum kannað árshlutareikning samstæðu Marel hf og dótturfyrirtækja, sem nær yfir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2003. Samstæðureikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning félagsins, efnahagsreikning, sjóðstreymi, reikningsskilaaðferðir og skýringar 1-13. Samstæðureikningurinn er lagður fram af stjórnendum félagsins og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á samstæðureikningnum á grundvelli könnunarinnar. Árshlutareikningar erlendra dótturfélaga hafa verið kannaðir af öðrum endurskoðendum. Könnun okkar fólst í skoðun gagna sem árshlutareikningurinn er byggður á, fyrirspurnum og greiningu á helstu liðum reikningsskilanna. Könnunin felur ekki í sér jafn víðtækar aðgerðir og endurskoðun, sem hefur það að markmiði að gefið sé álit á reikningsskilum í heild. Þar af leiðandi látum við slíkt álit ekki í ljós. Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að árshlutareikningur samstæðu Marel hf gefi glögga mynd af afkomu samstæðunnar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2003, efnahag í lok tímabilsins og breytingu á handbæru fé á tímabilinu í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 12. ágúst 2003 PricewaterhouseCoopers ehf Gunnar Sigurðsson Ólafur Þór Jóhannesson

4 Kennitölur 2003 2002 2002 2001 2000 1999 1.1-30.6 1.1-30.6 1.1-31.12 1.1-31.12 1.1-31.12 1.1-31.12 Rekstrarárangur Rekstrartekjur samtals... 56.044 52.663 104.009 97.211 79.391 74.355 Rekstrarhagnaður... 3.711 2.437 2.278 5.979 4.528 5.955 Hagnaður (tap) ársins... 2.400 1.288 50 2.106 (117) 4.306 Fjárhagsleg þróun Veltufé frá rekstri... 3.693 1.983 2.373 4.606 5.300 5.708 Fjárfestingahreyfingar... (1.033) (12.679) (17.959) (12.585) (13.321) 620 Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)... 5.321 3.694 5.469 8.174 6.383 7.487 Efnahagur Eignir samtals... 87.237 82.361 82.602 68.829 62.050 41.322 Hreint veltufé... 11.654 10.096 12.740 14.978 22.458 14.840 Eigið fé... 24.199 24.003 22.724 23.654 23.722 11.256 Ýmsar stærðir sem hlutfall af veltu Aðkeypt efni... 34,5% 29,2% 32,8% 33,0% 33,0% 37,8% Laun og launatengd gjöld... 39,3% 41,4% 42,1% 39,4% 40,3% 35,2% Annar rekstrarkostnaður... 16,7% 22,4% 19,9% 19,2% 18,7% 17,0% Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA)... 9,5% 7,0% 5,3% 8,4% 8,0% 10,1% Afskriftir... 2,9% 2,4% 3,1% 2,3% 2,3% 2,1% Hagnaður... 4,3% 2,4% 0,0% 2,2% -0,1% 5,8% Aðrar kennitölur Veltufjárhlutfall... 1,3 1,3 1,4 1,6 2,0 1,8 Lausafjárhlutfall... 0,7 0,7 0,7 0,8 1,3 1,1 Eiginfjárhlutfall... 27,7% 29,1% 27,5% 34,4% 38,2% 27,2% Arðsemi eigin fjár... 21,1% 10,9% 0,2% 9,4% -1,0% 65,6%

5 Rekstrarreikningur janúar - júní 2003 Skýr. 2003 2002 2003 2002 1.4-30.6 1.4. - 30.6 1.1. - 30.6 1.1. - 30.6 Rekstrartekjur Sala á vörum og þjónustu... 30.319 26.301 54.285 51.253 Breyting á vörum í vinnslu og fullunnum... 893 (477) 622 358 Aðrar tekjur... 736 681 1.137 1.052 31.948 26.505 56.044 52.663 Rekstrargjöld Aðkeypt efni... 12.341 7.499 19.346 15.382 Laun og launatengd gjöld... 11.304 10.860 22.003 21.804 Annar rekstrarkostnaður... 4.767 6.114 9.374 11.783 Afskriftir... 6 812 620 1.610 1.257 29.224 25.093 52.333 50.226 Rekstrarhagnaður 2.724 1.412 3.711 2.437 Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 1 Vextir og gengismunur langtímaskulda... (106) 685 (234) 393 Önnur fjármagnsgjöld og fjármunatekjur... (50) (897) (183) (1.164) (156) (212) (417) (771) Hagnaður fyrir skatta 2.568 1.200 3.294 1.666 Tekjuskattur... 10 (825) (374) (867) (330) Eignarskattur... (8) (23) (27) (48) (833) (397) (894) (378) Hagnaður tímabilsins 1.735 803 2.400 1.288

6 Efnahagsreikningur 30. júní 2003 Eignir Skýr. 30.6 2003 31.12 2002 Fastafjármunir Óefnislegar eignir: Vöruþróun... 2 500 500 Langtímakostnaður... 3 238 307 Viðskiptavild... 4 3.599 3.699 4.337 4.506 Varanlegir rekstrarfjármunir: 6 Fasteignir og lóðir... 25.659 25.676 Vélar og áhöld... 5.198 5.450 Húsbúnaður og innréttingar... 1.539 1.669 Aðrar eignir... 1.491 1.668 33.887 34.463 Áhættufjármunir og langtímakröfur: Tekjuskattsinneign... 10 1.190 1.603 Eignarhlutir í öðrum félögum... 5 760 765 1.950 2.368 Fastafjármunir samtals 40.174 41.337 Veltufjármunir Birgðir... 7 22.009 20.187 Viðskiptakröfur... 8 15.900 15.723 Aðrar skammtímakröfur og fyrirframgreiddur kostnaður... 3.111 2.464 Handbært fé... 6.043 2.891 47.063 41.265 Eignir samtals 87.237 82.602

7 Efnahagsreikningur 30. júní 2003 Eigið fé og skuldir Skýr. 30.6 2003 31.12 2002 Eigið fé 9 Hlutafé... 2.581 2.601 Yfirverðsreikningur... 10.906 11.293 Þýðingarmunur... (919) (681) Óráðstafað eigið fé... 11.631 9.511 24.199 22.724 Skuldir Skuldbindingar: Tekjuskattsskuldbinding... 10 650 969 Ábyrgðarskuldbinding... 634 611 1.284 1.580 Langtímaskuldir: 11 Skuldabréfalán... 2.843 7.599 Skuldir við lánastofnanir... 23.502 22.174 26.345 29.773 Skammtímaskuldir: Skuldir við lánastofnanir... 9.684 4.622 Viðskiptaskuldir... 6.455 7.554 Ýmsar skammtímaskuldir... 7.195 6.873 Fyrirframinnheimtar tekjur... 5.824 2.532 Næsta árs afborganir langtímaskuldum... 11 5.523 6.755 Skattar ársins... 728 189 35.409 28.525 Skuldir samtals 63.038 59.878 Eigið fé og skuldir samtals 87.237 82.602 Veðsetningar 12 Skuldbindingar og aðrar upplýsingar 13

8 Sjóðstreymi tímabilsins 1/1-30/6 2003 2003 2002 1.1-30.6 1.1-30.6 Rekstrarhreyfingar Veltufé frá rekstri: Hagnaður tímabilsins... 2.400 1.288 Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir... 1.610 1.257 Gjaldfærð vöruþróun... 126 122 Aðrir liðir... (443) (684) 3.693 1.983 Breyting á rekstrartengdum liðum: Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur... (852) (2.057) Birgðir... (1.822) (1.233) Skammtímaskuldir... 3.081 1.342 407 (1.948) Handbært fé frá rekstri 4.100 35 Fjárfestingahreyfingar Kaupverð varanlegra rekstrarfjármuna... (947) (10.628) Söluverð varanlegra rekstrarfjármuna... 91 1.698 Kaupverð eignarhluta í öðrum félögum... 0 (3.528) Eignfærð vöruþróun... (126) (122) Eignfærður langtímakostnaður... (51) (99) (1.033) (12.679) Fjármögnunarhreyfingar Tekin ný langtímalán... 0 9.847 Afborganir langtímalána... (4.291) (1.116) Breyting á skammtímalánum... 5.061 3.630 Greiddur arður... (280) (390) Breyting á eigin hlutafé... (405) (133) 85 11.838 Hækkun (lækkun) á handbæru fé 3.152 (806) Handbært fé í ársbyrjun... 2.891 3.510 Handbært fé í lok tímabilsins 6.043 2.704

9 Reikningsskilaaðferðir Árshlutareikningur samstæðu Marel hf er gerður í samræmi við lög um ársreikninga. Gerð er grein fyrir helstu reikningsskilaaðferðum hér á eftir, sem í meginatriðum eru þær sömu og árið á undan að öðru leyti en því sem fram kemur hér á eftir. Breytingar á reikningsskilaaðferðum Til samræmis við alþjóðlega reikingsskilastaðla og breytingar á lögum um ársreikninga er gengismunur vegna umreiknings reikningsskila erlendra dótturfélaga með samþætta starfsemi við starfsemi móðurfélagsins færður í rekstrarreikning í stað þess að færa á þýðingarmun meðal eiginfjárliða. Í dótturfélögum með samþætta starfsemi kemur gengismunurinn þannig fram að peningalegar eignir ogskuldir eru metnar á gengi í lok tímabilsins. Eigið fé og fastafjármunir í ársbyrjun eru umreiknaðir í evrur með árslokagengi fyrra árs en nýfjárfestingar á gengi kaupdags. Fjárhæðir í rekstrarreikningi, að undanskildum afskriftum fastafjármuna, eru umreiknaðar í evrur á meðalgengi tímabilsins. Gjaldfærður gengismunur tímabilsins vegna þessa nemur 111 þúsund evrum. Árshlutareikningur samstæðu Árshlutareikningur samstæðu Marel hf innifelur árshlutareikninga Marel hf og dótturfélaga þess. Dótturfélögin sem öll eru að fullu í eigu Marel hf eru Marel Australia Pty Ltd, Marel Equipment Inc., Marel France SA, Marel Scandinavia A/S, Marel UK Ltd., Marel USA Inc., Marel Management GmbH, Marel TVM GmbH & Co KG og Carnitech A/S. Rekstrarliðir dótturfélaga, sem ekki semja reikningsskil í evrum og eru ekki með samþætta starfsemi við starfsemi móðurfélagsins, eru umreiknaðir í evrur á meðalgengi tímabilsins en efnahagsliðir á lokagengi tímabilsins. Þýðingarmismunurinn er færður á sérstakan reikning meðal eiginfjárliða. Umreikningur dótturfélaga með samþætta starfsemi við starfsemi móðurfélagsins er framkvæmdur í samræmi við lýsingu er fram kemur hér að framan í kaflanum um breytingar á reikningsskilaaðferðum. Árshlutareikningur samstæðunnar er gerður með þeim hætti að lagðir eru saman sambærilegir liðir eigna, skulda, tekna og gjalda úr árshlutareikningum einstakra félaga í samstæðunni en innbyrðis viðskiptum og óinnleystum hagnaði milli samstæðufélaga eytt svo og inneignum og skuldum milli félaganna og innbyrðis eignarhlutum. Matsaðferðir Við samningu reikningsskilanna þurfa stjórnendur að meta ýmis atriði sem tengjast árshlutareikningnum. Matsaðferðirnar eiga sér stoð í góðri reikningsskilavenju. Raunveruleg niðurstaða t.d. við innlausn eða sölu þeirra liða sem tengjast matinu, getur hins vegar orðið önnur en niðurstaða samkvæmt matsaðferðunum. Verðtryggðar eða gengistryggðar eignir og skuldir Verðtryggðar eignir og skuldir eru uppreiknaðar miðað við vísitölur sem tóku gildi í byrjun júlí 2003. Eignir og skuldir í öðrum gjaldmiðlum en evru eru umreiknaðar í evrur á því gengi sem síðast var skráð í júní 2003. Gengismunur af peningalegum eignum og skuldum við umreikning í evrur er færður í rekstrarreikning Marel hf.

10 Reikningsskilaaðferðir Rekstrarreikningur Sala á vörum og þjónustu Tekjufærsla sölu er miðuð við afhendingartíma vara og þjónustu. Auk þess eru vörur í framleiðslu vegna pantana tekjufærðar á söluverði miðað við framvindu verka. Breyting á vörum í vinnslu og fullunnum Breyting á vörum í vinnslu og fullunnum sýnir verðmætaaukningu eða minnkun þessara birgða á tímabilinu. Aðrar tekjur Aðrar tekjur samanstanda af útseldri þróunarvinnu ásamt leigutekjum tækja og ýmsum tekjum. Reiknaður tekjuskattur Í rekstrarreikningi er gjald- eða tekjufærð fjárhæð sem svarar til reiknaðs tekjuskatts af hagnaði eða tapi tímabilsins. Efnahagsreikningur Vöruþróun Þróunarvinna móðurfélags við nýjar söluhæfar framleiðsluvörur er að hluta til eignfærð í árshlutareikningi. Kostnaður þessi er gjaldfærður á þremur árum. Annar rannsóknar og þróunarkostnaður er gjaldfærður á tímabilinu. Langtímakostnaður Eignfærður langtímakostnaður er kostnaður við öflun einkaleyfa. Kostnaður þessi er gjaldfærður á þremur árum. Viðskiptavild Viðskiptavildin er tilkomin vegna kaupa Carnitech A/S á rekstri OL - Tool Production á árinu 2001 og CP Food Machinery í ársbyrjun 2002 og reiknast hún sem mismunur á kaupverði og matsverði fasteignar, innréttinga, áhalda og tækja sem fylgdu með í kaupunum. Viðskiptavildin er afskrifuð á 20 árum.

11 Reikningsskilaaðferðir Varanlegir rekstrarfjármunir Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af stofnverði. Afskriftartími fasteigna er 40 ár en afskriftartími annarra rekstrarfjármuna 3-10 ár. Eignarleiga Marel hf og dótturfélög þess hafa gert nokkra fjármögnunarleigusamninga vegna kaupa á bifreiðum, vélum og tækjum. Þrátt fyrir að eignarréttur leigufjármuna sé hjá leigusala eru þeir færðir til eignar í árshlutareikningnum meðal varanlegra rekstrarfjármuna og eru afskrifaðir eins og þeir. Jafnframt hefur verið færð skuld við leigusala meðal langtímaskulda. Þar er um að ræða núvirði eftirstöðva viðkomandi leigusamninga miðað við umsamdar greiðslur og ávöxtunarkröfu. Eignarhlutir í öðrum félögum Eignarhlutur í Eignarhaldsfélagi hlutafélaga ehf er eignfærður á kaupverði framreiknuðu til ársloka 2001. Eignarhlutur í Stáltaki hf er eignfærður á nafnverði en eignarhlutur í Arbor SA á kaupverði. Birgðir Hráefni og varahlutir eru metnir á innkaupsverði. Kostnaðarverð vara í framleiðslu og fullunninna vara samanstendur af beinum launa- og efniskostnaði og óbeinum framleiðslukostnaði. Vörur í framleiðslu vegna pantana eru verðlagðar á söluverði miðað við framvindu verka. Innborganir frá viðskiptamönnum eru dregnar frá verðmæti vara í framleiðslu vegna pantana samkvæmt efnahagsreikningi. Vörur í framleiðslu eru metnar á dagverði ef væntanlegt söluverð að frádregnum kostnaði við fullvinnslu og sölu þeirra (dagverð) er lægra en bókfært kostnaðarverð á reikningsskiladegi. Viðskiptakröfur Viðskiptakröfur eru færðar á nafnverði að frádreginni niðurfærslu til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati á tapsáhættu gagnvart einstökum kröfum. Handbært fé Handbært fé samkvæmt sjóðstreymi samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum.

12 Reikningsskilaaðferðir Tekjuskattsskuldbinding (-inneign) Mismunur reiknaðs tekjuskatts samkvæmt rekstrarreikningi og þess tekjuskatts, sem reiknast af skattskyldum hagnaði tímabilsins og fellur til greiðslu á næsta reikningsári, færist til skuldar í efnahagsreikningi sem tekjuskattsskuldbinding. Mismunur þessi stafar af því að skattskyldur hagnaður félagsins miðast við aðrar forsendur en hagnaður fyrir skatta samkvæmt rekstrarreikningi félagsins, og er þar í meginatriðum um að ræða tímamismun vegna þess að gjöld, einkum afskriftir, eru að jafnaði færð fyrr í skattauppgjöri en í ársreikningi. Reiknuð skattinneign er tekjuskattur sem líklegt má telja að unnt sé að endurheimta síðar vegna frádráttarbærs tímabundins mismunar og yfirfærðs ónýtts skattalegs taps. Tekjuskattsskuldbindingin svarar að jafnaði til þess tekjuskatts, sem eftir gildandi skattalögum kæmi til greiðslu, ef eignir félagsins væru seldar eða innleystar á bókfærðu verði. Ábyrgðarskuldbinding Auk tillags til varasjóðs vegna þekktra ábyrgðarviðgerða er lagt í almennan ábyrgðarsjóð ákveðið hlutfall af sölu liðins árs. Samanburðarfjárhæðir Þar sem við á hefur samanburðarfjárhæðum verið breytt til samræmis við breytingu á framsetningu þessa tímabils.

13 Skýringar 1. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Langtímaskuldir Aðrir liðir Samtals Samtals 1.1-30.6 2003 1.1-30.6 2002 Vaxtatekjur og verðbætur... Vaxtagjöld og verðbætur... Gengismunur... Niðurfærð hlutabréfaeign... 0 136 136 31 (798) (149) (947) (994) 564 (170) 394 246 0 0 0 (54) (234) (183) (417) (771) 2. Vöruþróun 30.6 2003 31.12 2002 Vöruþróun 1/1... Viðbót á tímabilinu... Afskrifað á tímabilinu... 500 500 126 243 (126) (243) 500 500 3. Langtímakostnaður Langtímakostnaður 1/1... Viðbót á tímabilinu... Afskrifað á tímabilinu... 307 281 51 250 (120) (224) 238 307 4. Viðskiptavild Langtímakostnaður 1/1... Gengismunur á tímabilinu... Viðbót á tímabilinu... Afskrifað á tímabilinu... 3.699 396 (2) 3 0 3.491 (98) (191) 3.599 3.699 5. Eignarhlutir í öðrum félögum Eignarhlutir í öðrum félögum: Eignarhaldsfélag hlutafélaga ehf... Stáltak hf... Arbor SA... Eignarhlut- Nafnverð Bókfært verð deild 1,43% ISK 329 5 9,03% ISK 13.235 152 50,00% EUR 168 603 760

14 Skýringar 6. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig: Fasteignir Vélar og Húsbún. og Aðrar Samtals og lóðir áhöld innréttingar eignir Heildarverð 1/1... 26.625 10.663 3.355 4.381 45.024 Gengismunur á árinu... (5) (54) (42) (6) (107) Viðbætur á árinu... 329 314 122 182 947 Selt á árinu... 0 (35) (25) (173) (233) Heildarverð 30/6... 26.949 10.888 3.410 4.384 45.631 Afskrifað 1/1... 949 5.213 1.686 2.713 10.561 Gengismunur á árinu... 0 (41) (26) (6) (73) Afskrifað á árinu... 341 530 231 290 1.392 Selt á árinu... 0 (12) (20) (104) (136) Afskrifað 30/6... 1.290 5.690 1.871 2.893 11.744 Bókfært verð 30/6 2003 25.659 5.198 1.539 1.491 33.887 Afskriftir samkvæmt rekstrarreikningi greinast þannig: Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna... Afskrift langtímakostnaðar... Afskrift viðskiptavildar... 1.392 120 98 1.610 7. Birgðir Hráefni og varahlutir... Vörur í framleiðslu... Vörur í framleiðslu samkvæmt pöntun... Fullunnar vörur... 30.6 2003 31.12 2002 10.171 9.475 3.074 1.550 4.833 3.855 3.931 5.307 22.009 20.187 8. Viðskiptakröfur Innlendar viðskiptakröfur... Erlendar viðskiptakröfur... 216 471 15.684 15.252 15.900 15.723

15 Skýringar 9. Eigið fé Hlutafé Heildarhlutafé félagsins í lok tímabilsins nam 240 milljónum króna, þar af á félagið sjálft hlutafé að nafnverði 5 milljónir króna. Yfirlit um breytingar á eiginfjárreikningum Hlutafé Yfirverðs- Þýðingar- Óráðstafað Samtals reikningur munur eigið fé Jöfnuður 1/1... 2.601 11.293 (681) 9.511 22.724 Keypt eigin bréf... (20) (387) (407) Þýðingarmismunur á erlendum eignarhlutum... (238) (238) Greiddur arður... (280) (280) Hagnaður tímabilsins... 2.400 2.400 Jöfnuður 30/6... 2.581 10.906 (919) 11.631 24.199 10. Tekjuskattsskuldbinding (-inneign) Breyting tekjuskattsskuldbindingarinnar (-inneignarinnar) á tímabilinu greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding (-inneign) í byrjun tímabilsins... Gengismunur á árinu... Tekjuskattur af reglulegri starfsemi... Tekjuskattur til greiðslu... Tekjuskattsinneign færð á meðal áhættufjármuna og langtímakrafna... (634) (11) 867 (762) (540) 1.190 650 Tekjuskattsskuldbindingin (-inneignin) greinist þannig á eftirfarandi liði: Varanlegir rekstrarfjármunir... Viðskiptavild... Ónýtt skattalegt tap... Aðrir liðir... 953 (156) (1.588) 251 (540)

16 Skýringar 11. Langtímaskuldir Skuldir í erlendum gjaldmiðlum: Skuldir í DKK... Skuldir í EUR... Skuldir í JPY... Skuldir í USD... Skuldir í öðrum myntum... Verðtryggðar skuldir í íslenskum krónum... Næsta árs afborganir... 5.892 21.695 1.117 2.969 106 31.779 89 31.868 (5.523) 26.345 Afborganir af langtímaskuldum félagsins í lok tímabilsins greinast þannig á næstu ár: Tímabilið 1/7 2003-30/6 2004... Tímabilið 1/7 2004-30/6 2005... Tímabilið 1/7 2005-30/6 2006... Tímabilið 1/7 2006-30/6 2007... Tímabilið 1/7 2007-30/6 2008... Síðar... 5.523 4.637 4.575 1.365 5.933 9.835 31.868 12. Veðsetningar Á fasteignum samstæðunnar hvíla þinglýst veð og skuldbindingar til tryggingar skuldum þess að fjárhæð 15,7 milljónir evra í lok tímabilsins. Á öðrum eignum samstæðunnar hvíla veð og skuldbindingar að eftirstöðvum um 10,5 milljónir evra. 13. Skuldbindingar og aðrar upplýsingar Samstæðan hefur gert leigusamninga um húsnæði, bifreiðar og skrifstofubúnað, nú að eftirstöðvum um 1,8 milljónir evra. Fjárhæðin verður gjaldfærð á leigutíma hvers samnings fyrir sig. Leigusamningarnir renna út á árunum 2003-2007. Samstæðan hefur keypt rekstrarstöðvunartryggingu sem ætlað er að bæta tjón vegna rekstrarstöðvunar í allt að 12 mánuði á grundvelli skilmála um eignatryggingar. Tryggingarfjárhæðin nemur allt að 45 milljónum evra. Vátryggingarverðmæti fasteigna samstæðunnar nemur 24,3 milljónum evra, framleiðsluvéla og tækja ásamt hug- og skrifstofubúnaði 19,6 milljónun evra og vörubirgða 16,5 milljónum evra.