VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Horizon 2020 á Íslandi:

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Er verkfræði fyrir þig? Af hverju verkfræði við HR? Að námi loknu

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA.

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Háskólinn á Akureyri unak.is

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Háskólinn á Akureyri

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Signý Jóna Hreinsdóttir Verkefnastjóri virðisþróunar hjá Mílu Straumlínustjórnun

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel.

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

Fóðurrannsóknir og hagnýting

SKÓLAR &NÁMSKEIÐ. Kynningarblað Kindle eykur námsáhuga, skólaganga kvenna, faglegt

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Leiðbeinandi á vinnustað

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Erasmus+ Opnar dyr út í heim!

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Símenntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Námsframboð

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

MYND?? Logo skólans DRÖG. Ársskýrsla. Háskólans á Bifröst. Ársskýrsla 2016

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Menntunar- og hæfniskröfur

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 4 Skipurit bls. 4 Reglur og stefnumál bls. 5 Formáli rektors bls. 7 Nemendafjöldi bls. 8 Starfsmenn bls.

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Skóli án aðgreiningar

Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

FRAMHALDSNÁM Í STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILD

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Role Description JOB REFERENCE 14A/2017. Deadline for applications: 29 October 2017 Start date: March 2018 (or earlier)

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Lagadeild HR. Grunnnám. BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

HÁSKÓLINN Á AKUREYRI ÁRSKÝRSLA 2016 EFNISYFIRLIT

Ég vil læra íslensku

VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ ÞÉR! Ef þú ert opinn og skemmtilegur sölusnillingur þá langar okkur að fá þig í liðið okkar.

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Helstu verkefni og ábyrgð:

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

GÆÐAKERFI HÁSKÓLA ÍSLANDS

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Transcription:

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn, takmarkaðan nemendafjölda og góða þjónustu. Unnið er að því að efla frumkvæði nemenda ásamt því að veita þeim sterka fræðilega undirstöðu og sérhæfða fagþekkingu. Grunnnám Viðskiptafræði, BSc Framhaldsnám Alþjóðaviðskipti, MSc Stjórnun og efling mannauðs, MSc Fjármál og reikningshald: Fjármál fyrirtækja, MCF, MSc Reikningshald og endurskoðun, MACC Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind, MABI MBA-nám Doktorsnám, PhD SÉRSTAÐA VIÐSKIPTADEILDAR HR Viðskiptadeild HR er sú eina á landinu sem býður alþjóðlega vottað nám í viðskiptafræði. Grunnnám í viðskiptafræði hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu (EPAS). Gæði MBA-námsins voru staðfest árið 2011 þegar það hlaut fimm ára viðurkenningu frá AMBA (Association of MBAs). Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda (PRME: Principles for Responsible Management Education). Þar með hefur deildin skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagsábyrgð, halda hugtakinu á lofti og gæta þess að atvinnulífið tileinki sér það. Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við Festu, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Nám í tengslum við atvinnulífið Raunhæf verkefni í samstarfi við atvinnulífið veita nemendum HR samkeppnisforskot á vinnumarkaði. Nemendur leysa verkefni í samstarfi við fyrirtæki undir leiðsögn kennara og stjórnenda. Meðal kennara í viðskiptadeild HR eru samstarfsaðilar úr íslensku atvinnulífi auk erlendra sérfræðinga.

Styrmir Másson Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 2012 Nemi á 1. ári í viðskiptafræði Áhugamál: Knattspyrna og aðrar íþróttir, félagslíf og ferðalög Katrín Ólafsdóttir Lektor við viðskiptadeild Doktor í vinnumarkaðshagfræði frá Cornell University Sérsvið: Vinnumarkaðshagfræði, þjóðhagfræði og þjóðhagsspár Námið í HR er mjög krefjandi og skemmtilegt. Aðstaðan í skólanum er fyrsta flokks og nóg af rými til að sinna heimanámi og vinna hópavinnu.

BSc Í VIÐSKIPTAFRÆÐI 3ja ára nám, 180 einingar. Grunnnám í viðskiptafræði við HR er fjölbreytt, krefjandi og hagnýtt nám sem opnar dyr að margvíslegum starfstækifærum og framhaldsnámi. Námið samanstendur af kjarna, vali og BSc-verkefni. Á fyrstu tveimur árunum er sköpuð traust undirstaða í lykilþáttum viðskipta. Þeir nemendur sem hafa sérstakan áhuga á einu sviði viðskiptafræðinnar geta valið námskeið á eftirfarandi áherslusviðum á þriðja ári: Alþjóðaviðskipti Fjármál Hagfræði Markaðsfræði Reikningshald og endurskoðun Stjórnun Nemendur geta einnig tekið valnámskeið á öðrum sviðum eins og sálfræði, tölvunarfræði og lögfræði. BSc-nám í viðskiptafræði við HR hefur alþjóðlega gæðavottun (EPAS) sem byggir á alþjóðlegum samanburði á gæðum viðskiptanáms á háskólastigi. Hentar viðskiptafræði þér? Hefur þú áhuga á að vera í samskiptum við fólk? Vilt þú halda starfsmöguleikum þínum í framtíðinni opnum? Vilt þú takast á við fjölbreytt verkefni? Vilt þú vita meira um rekstur fyrirtækja, markaðsfræði og stjórnun? Vilt þú geta greint og unnið með tölulegar upplýsingar? Raunhæf verkefni Á fyrsta ári taka viðskiptafræðinemar þátt í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Í námskeiðinu Stefnumótun á öðru ári vinna nemendur stefnumótunarverkefni fyrir fyrirtæki. Nemendur í viðskiptafræði geta sótt um að fara í starfsnám hjá fyrirtæki sem hluta af vali á þriðja ári. Af hverju viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík? Alþjóðlega gæðavottað nám. Markviss þjálfun og áhersla á hagnýta verkefnavinnu þar sem markmiðið er að útskrifaðir nemendur séu gerendur, greinendur og gagnrýnendur. Framúrskarandi kennarar með fræðilega þekkingu, góða kennsluhæfileika og reynslu úr atvinnulífinu. Áhersla lögð á sterk tengsl við atvinnulífið í gegnum gestafyrirlesara og verkefnavinnu. Á hverju ári koma 60 80 gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu að kennslu. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Viðurkenningin er veitt af European Foundation for Management Development (EFMD). Nemendur geta sótt vinnusmiðjur um atvinnuleit og fengið ráðgjöf varðandi ferilskrá, kynningarbréf og viðtalstækni.

Nemendur sem ná bestum árangri á hverri önn eiga þess kost að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Skipulag náms 1. ár Haustönn Vorönn Hagnýt stærðfræði I Rekstrarhagfræði I Fjárhagsbókhald Rekstrargreining Markaðsfræði Hagnýt tölfræði I Aðferðafræði stjórnun Þjóðhagfræði nýsköpun og stofnun fyrirtækja Signý Rún Pétursdóttir Stúdent frá MS 2012 Nemi á 1. ári í viðskiptafræði Áhugamál: Að æfa fótbolta og samvera með vinum 2. ár Haustönn Vorönn Fjármál fyrirtækja Fjármálamarkaðir Neytendahegðun og markaðssamskipti Rekstrarhagfræði II Alþjóðaviðskipti stefnumótun Hagnýt upplýsingakerfi Rekstrarstjórnun Gerð og greining ársreikninga Viðskiptalögfræði 3. ár Haustönn Vorönn Hagnýt tölfræði II BSc-verkefni Mannauðsstjórnun Viðskiptasiðfræði Markaðs- og viðskiptarannsóknir Valnámskeið III Valnámskeið I Valnámskeið IV Valnámskeið II Kennslan í Háskólanum í Reykjavík er góð og persónuleg og kennararnir hjálplegir við nemendur. Ég tel að námið muni nýtast mér vel í framtíðinni. Viðskiptafræði fjarnám BSc-nám í viðskiptafræði verður einnig kennt í fjarnámi frá haustinu 2013. Náminu er hægt að ljúka á 10 önnum eða þremur og hálfu ári samhliða vinnu. Að jafnaði eru tekin þrjú námskeið á önn.

Starfsnám dýrmæt reynsla Sérstaða viðskiptanáms í HR er hversu vel námið er tengt atvinnulífinu. Nemendur í grunnnámi fá einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem viðskiptafræðingar mæta með því að verja einni önn við starfsnám. Um helmingur nemenda hefur fengið tilboð um starf í kjölfar starfsnámsins. Starfsnámið er hagnýtt, stækkar tengslanetið og eykur möguleika á starfi fyrir eða strax að lokinni útskrift. Reynsla mín af hópavinnu í HR nýttist beint inn í starfsnámið þar sem vinnan í PwC er í raun byggð eins upp, þ.e. mikið unnið í teymum. Í PwC var mjög vel tekið á móti mér og utanumhald á vegum HR var markvisst og gott. Starfsnámið hjá PwC skilaði mér vinnu hálfu ári fyrir útskrift. Sigurbjörn Hafþórsson, BSc-nemi í viðskiptafræði Icelandair Group hefur undanfarin ár átt í ánægjulegu samstarfi við viðskiptadeild HR um starfsnám nemenda. Komin er góð reynsla á samstarfið sem er lærdómsríkt og gefandi fyrir báða aðila. Nemendur HR hafa komið að fjölmörgum krefjandi verkefnum á sviði fjármálafræða og ávallt staðið sig með prýði. Verkefnin eru síbreytileg og af ýmsum toga og krefjast gjarnan skjótra úrlausna. Þess vegna er akkur í því fyrir Icelandair Group að taka þátt í þessu samstarfi og njóta góðs af vinnuframlagi frá ungu og áhugasömu háskólafólki HR. Um leið gefst fyrirtækinu tækifæri til að styðja við bakið á nemendunum með raunhæfum undirbúningi fyrir atvinnulífið. Ólafur Briem, forstöðumaður áhættustýringar hjá Icelandair Group Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám: Deloitte E & Y Fjármálaeftirlitið Icelandair Group KPMG Landspítalinn NOVA Orkuveita Reykjavíkur PwC síminn VERT Virðing Vífilfell VÍS Vodafone Ölgerðin Össur

viðskiptadeild hr er með skiptinámssamninga Við 97 Viðskiptaháskóla út um allan heim Hluti náms við erlenda háskóla Viðskiptadeild er í samstarfi við fjölda erlendra háskóla og stendur nemendum til boða að sækja um að fara í skiptinám og ljúka allt að 60 einingum við erlenda háskóla. Jafnframt gefst nemendum kostur á að sækja um Erasmus-styrk til að fara í skiptinám erlendis yfir sumartímann. Meðal háskóla sem viðskiptadeild HR er í samstarfi við: CBS í Kaupmannahöfn, Danmörk BI í Osló, Noregi Stockholm University, Svíþjóð University of Mannheim, Þýskalandi Management Center Innsbruck, Austurríki Erasmus University Rotterdam, Hollandi IÉSEG, Frakklandi ESCP, Frakklandi University of Navarra, Spáni Carlos III, Spáni University of Economics í Prag, Tékklandi Að námi loknu Viðskiptafræðingar starfa á flestum sviðum atvinnulífsins; við stofnun og rekstur fyrirtækja, fjármál, stefnumótun, sölu- og markaðsmál, framleiðslu, reikningshald, stjórnun og nýsköpun. Atvinnuþjónusta HR Atvinnuþjónustan miðlar störfum til nemenda og undirbýr þá við innkomu á vinnumarkað.

FRAMHALDSNÁM Þegar út á vinnumarkaðinn er komið er reynsla af nýsköpun og lausn raunhæfra verkefna ómetanleg. Meistaragráður veita meiri hreyfanleika innan fyrirtækja, sérstaklega í stjórnunarstörfum, og er framhaldsnám því enn betri undirbúningur fyrir draumastarfið. Við viðskiptadeild HR er lögð áhersla á faglega kennslu í smærri hópum. Framhaldsnám við viðskiptadeild HR sker sig úr hvað varðar þjónustu við nemendur og tengsl við atvinnulífið. Námið er skipulagt þannig að hægt er að stunda það með vinnu, en þó má búast við að það taki lengri tíma fyrir þá sem stunda vinnu og nám samtímis. Af hverju framhaldsnám við HR? Námsframboð og efni námskeiða er endurskoðað reglulega. Með raunhæfum verkefnum og hópvinnu byggja nemendur upp þekkingu á nýjustu tækni og aðferðafræði sem nýtist í starfi. Kennarar eru valdir með hliðsjón af því að þeir hafi góðan fræðilegan bakgrunn og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Leitast er við að bjóða upp á hæfilega samsetningu af námskeiðum sem kennd eru ýmist af íslenskum eða erlendum gestakennurum sem veitir nemendum alþjóðlega sýn á námsefnið. Kennarar og starfsmenn viðskiptadeildar leggja áherslu á persónulega þjónustu og góðan stuðning í námi. Takmarkaður nemendafjöldi stuðlar að því að auðvelt er að kynnast öðrum nemendum og kennurum. Nemendur hafa við útskrift grunn að tengslaneti sem mun nýtast þeim í framtíðinni. Hentar þeim sem vilja stunda nám með vinnu. STYRKIR Viðskiptadeild veitir nemendum sem sækja um fullt meistaranám og hafa lokið grunnháskólagráðu með meðaleinkunn yfir 8,0 kost á að sækja um forsetastyrk. Forsetastyrkur felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur (3-4 annir). IFS, samstarfsaðili viðskiptadeildar, veitir einum nemanda á ári styrk fyrir skólagjöldum á námstíma styrkþega. Styrkurinn er veittur nemanda sem stundar fullt nám til MSc-gráðu í fjármálum fyrirtækja (120 einingar). ALÞJÓÐLEG REYNSLA Samvinna viðskiptadeildar við rannsóknarstofnanir og háskóla um allan heim gefur nemendum færi á að öðlast alþjóðlega reynslu. Nemendur geta nýtt sér Norek-netið og Erasmus-samstarfssamninga auk tvíhliðasamninga til landa utan Evrópu til að stunda skiptinám við erlenda háskóla. Útskrifaðir nemendur geta sótt um starfsnám erlendis. RANNSÓKNIR Öflugt rannsóknarstarf er unnið innan viðskiptadeildar HR. Rannsóknirnar eru metnar samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum. Lokaverkefni nemenda eru unnin í samstarfi við kennara og oft í samvinnu við fyrirtæki. Dæmi um lokaverkefni nemenda árið 2012: The Internationalization of Boot Camp Demographic Factors Influencing the Buying Process: Online Consumers from Denmark and Iceland A Decade with the Oresund Bridge Development of conflict management strategies to increase the organizational effectiveness in Nordic companies Analyzing Markets and Designing an Export Strategy for Atlantic Leather to Enter the Mexican Market Blue Ocean Strategy and marketing Icelandic fish Atvinnuþjónusta HR veitir ráðgjöf til nemenda varðandi stjórnun á starfsframa og veitir upplýsingar um mikilvæg skref sem gefa þeim samkeppnisforskot að námi loknu. Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd

Meistaranám í alþjóðaviðskiptum við HR er krefjandi og skemmtilegt og býður framúrskarandi úrval kennara og gestafyrirlesara sem eru í beinum tengslum við atvinnulífið. Það eru forréttindi að fá þann möguleika að verja einni önn erlendis við vinnu eða nám og efla með því enn betur alþjóðleg tengsl. Þórunn Sigurðardóttir MSc í alþjóðaviðskiptum með áherslu á markaðsfræði frá HR 2009 Starfsnám á vegum utanríkisráðuneytisins í New York Verkefnastjóri hjá Arion banka á þróunar- og markaðssviði

ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI MSc-gráða í alþjóðaviðskiptum 2ja ára nám. 120 einingar. Kennt á ensku. Í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum hljóta nemendur sterkan fræðilegan grunn og víðtæka hagnýta þekkingu. Námið er góður undirbúningur fyrir störf á alþjóðlegum markaði og traust undirstaða fyrir doktorsnám. Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa lokið grunnnámi í viðskiptafræði eða hagfræði en það er einnig opið einstaklingum með annars konar grunnmenntun. Góð enskukunnátta er skilyrði. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist alþjóðlega reynslu og hæfni með því að eiga samskipti við fólk og fyrirtæki í öðrum löndum. Nemendur eru því hvattir til að fara erlendis eina önn í nám eða starfsnám. Skipulag náms 1. önn Kjarnafög ECTS Organizational Behaviour 6 Corporate Social Responsibility and Organizational Ethics 3 International Finance 6 International Business: Management and Strategy 6 International Business Law 3 International Marketing 6 2. önn Kjarnafög ECTS Research Methodology 6 HRM and Leadership in International Context 6 Business and Markets in Europe and Asia 6 Entrepreneurship 6 Negotiations 3 Global Supply Chain/ om 3 3. önn Valfög á þriðju önn ECTS Rannsóknaráætlun (skylda) 6 Önn erlendis eða 24 Valfög úr öðrum námsbrautum eða 24 Starfsnám hér heima eða erlendis (skipulagt af nemanda) 24 4. önn Kjarnafög ECTS Meistararitgerð 24 The Global Economy 6 Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd

STJÓRNUN OG EFLING MANNAUÐS Meistarapróf í stjórnun og eflingu mannauðs. 1 ½ árs nám. 90 einingar. Kennt á ensku. MSc-gráða í stjórnun og eflingu mannauðs. 2ja ára nám. 120 einingar til MSc-gráðu með meistararitgerð. Kennt á ensku. Námið miðar að því að undirbúa og þjálfa fagfólk í viðskiptum sem hefur hug á að gegna forystuhlutverki innan fyrirtækja. Mikil áhersla er á stefnumótandi þætti svo sem öfl innan hópa og skipulagsheilda, mannlega hegðun, hvatningu, forystu, þróun mannauðs, leiðir til að halda í starfsfólk, ágreiningslausn og vinnumarkaðshagfræði. Góð enskukunnátta er skilyrði. Ekki verður tekið inn í námið haustið 2013 en fyrirhugað er að taka inn nemendur haustið 2014. Meistaranám í alþjóðaviðskiptum er mjög persónulegt og skemmtilegt nám sem ég notfæri mér í núverandi starfi sem verkefnaog sölustjóri áskriftadeildar Stöðvar 2. Breiðari heimssýn og krefjandi alþjóðleg hópvinna í námi hjálpa mér daglega á vinnustað. Gylfi Aron Gylfason MSc í alþjóðaviðskiptum með áherslu á markaðsfræði 2012 BBA í fjármálum frá James Madison University í Virginíu Verkefna- og sölustjóri söluvers Stöðvar 2

FJÁRMÁL OG REIKNINGSHALD Meðal kennara í meistaranámi í fjármálum og reikningshaldi eru sérfræðingar innan Fyrirtækja og stofnana hér á landi sem og sérfræðingar FRá erlendum háskólum. Áður snerist fjármálastjórnun um bókhald, reikningsskil, ársskýrslur, endurskoðun og skattauppgjör. Í dag er þörf á fólki sem getur samhliða því tengt saman reikningshald, stjórnun, tölvutækni og fjármál og þannig stutt við ákvarðanatöku í fyrirtækjum og stofnunum á öllum stigum. Viðskiptadeild HR býður upp á þrjár námsbrautir í framhaldsnámi í fjármálum og reikningshaldi, þar sem ofangreindir þættir eru tvinnaðir saman eftir áherslu hverrar brautar: Fjármál fyrirtækja Stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind Reikningshald og endurskoðun Framhaldsnám í fjármálum og reikningshaldi svarar þörfum atvinnulífsins. Nemendur sem útskrifast með meistaragráðu í fjármálum og reikningshaldi takast á við margvísleg verkefni sem fjölhæfir fjármálastjórar, ráðgjafar eða endurskoðendur, á Íslandi og erlendis. Inntökuskilyrði Námið er ætlað þeim sem hafa lokið BSc-gráðu í viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði. Heimilt að gera undantekningu frá þessu hafi nemandi lokið grunnnámi á öðru fræðasviði og bætt við sig ákveðnum grunni í viðskiptafræði áður en nám hefst. Í námskeiðum er áhersla lögð á að takast á við raunveruleg verkefni úr atvinnulífinu. Sem dæmi má nefna að nemendur leysa verkefni í rekstrargreiningu og arðsemismati í fyrirtækjum undir leiðsögn kennara og stjórnenda. Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd

Helsti kosturinn við námið eru kennararnir sem hafa mikla og haldgóða reynslu á viðkomandi sviði, bæði af innlendum og erlendum markaði. Kennslu f yrirkomulagið byggði á skynsamlegri blöndu fræðilegrar kennslu og raunhæfra verkefna, nemendahópurinn var öflugur og aðstaðan til fyrirmyndar. Sigurður Óli Hákonarson MSc í fjármálum fyrirtækja frá HR 2011 Sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka

FJÁRMÁL FYRIRTÆKJA Meistarapróf í fjármálum fyrirtækja 1 ½ árs nám. 90 einingar til meistaraprófs. Kennt á ensku. MSc-gráða í fjármálum fyrirtækja 2ja ára nám. 120 einingar til MSc-gráðu með meistararitgerð. Kennt á ensku. Nemendur eru búnir undir störf á sviði fjármála fyrirtækja t.d. sem fjármálastjórar, sérfræðingar í fjármálum fyrirtækja, fjármálagreinendur, fjármálaráðgjafar og fagfólk í fjárfestatengslum. Lögð er áhersla á að efla greiningarhæfni og hagnýtan skilning sem nemendur þurfa til að mæta áskorunum hins alþjóðlega fjármálaheims. IFS, samstarfsaðili viðskiptadeildar, veitir einum nemanda á ári styrk fyrir skólagjöldum á námstíma styrkþega. Styrkurinn er veittur nemanda sem stundar fullt nám til MSc-gráðu í fjármálum fyrirtækja (120 einingar). Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd

Skipulag náms fjármál fyrirtækja 1. önn haust 3 kjarnafög ECTS Corporate Finance 7.5 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil I 7.5 International finance 7.5 + Valfag á meistarastigi 7.5 2. önn vor 2 kjarnafög ECTS Cases in Corporate Finance 7.5 Rekstrargreining og kostnaðarstýring 7.5 + Eitt af eftirfarandi valfögum: Corporate Performance Management 7.5 Business process management 7.5 Rekstrargreining og viðskiptagreind 7.5 Reikningshald, afleiður og aðrir fjármálagerningar 7.5 Fixed income analysis 7.5 Félaga- og fjármunaréttur 7.5 + Annað valfag á meistarastigi 7.5 3. önn haust 1 kjarnafag ECTS Risk Management 7.5 + Tvö af eftirfarandi valfögum: Equity analysis 7.5 Upplýsingatækni í reikningshaldi 7.5 Stefnumótun og stjórnunarreikningsskil 7.5 Skattskil fyrirtækja 7.5 Research methodology * 7.5 * Skylda fyrir þá sem vilja útskrifast með MSc-gráðu + Annað valfag á meistarastigi 4. önn vor ECTS Meistararitgerð 30 Samtals ECTS-einingar til að útskrifast með meistarapróf 90 Samtals ECTS-einingar til að útskrifast með MSc-gráðu 120 Sjá nánar um einstakar námsbrautir og námsgreinar í viðskiptafræði á www.hr.is/vidskiptadeild Skipulag náms er birt með fyrirvara um breytingar.

STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL OG VIÐSKIPTAGREIND Meistarapróf í reikningshaldi með áherslu á stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind (MABI). 2ja ára nám. 120 einingar. Hluti námskeiða kenndur á ensku. Stjórnunarreikningsskil snúast um stjórnunarleg not reikningsskila og hvernig bæta má ákvarðanatöku stjórnenda með betri aðferðafræði ásamt reikningsskila- og upplýsingakerfum. Þessi sérhæfing hentar þeim sem vilja starfa til dæmis sem fjármálastjórar eða ráðgjafar. Í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind sameinast rekstrargreining, upplýsingatækni og bestun ákvarðanatöku. Í námslínunni eru ný námskeið þar sem fjallað er um ferilsstjórnun í fyrirtækjum, viðskiptagreind og innri eftirlitskerfi fyrirtækja. Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd MABI-námið er allt í senn hagnýtt, skemmtilegt og áhugavert. Það fyllir einnig í þekkingargat í íslensku atvinnulífi sem hefur sárlega vantað aukna þekkingu á stjórnunarreikningsskilum. HR býr yfir úrvali fagfólks sem gerir námið fyrsta flokks og fær það mín bestu meðmæli. Sindri Þór Hilmarsson Meistarapróf í stjórnunarreikningsskilum og viðskiptagreind 2012 Fjármálastjóri gogoyoko

Skipulag náms stjórnunarreikningsskil og viðskiptagreind 1. önn haust 3 kjarnafög ECTS Corporate Finance 7.5 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil I 7.5 Skattskil fyrirtækja 7.5 + Valfag á meistarastigi 7.5 2. önn vor 2 kjarnafög ECTS Rekstrargreining og kostnaðarstýring 7.5 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil II 7.5 + Eitt af eftirfarandi valfögum: Cases in Corporate Finance 7.5 Upplýsingastjórnun fyrirtækja 7.5 Félaga- og fjármunaréttur 7.5 Reikningshald, afleiður og aðrir fjármálagerningar 7.5 Samstæðureikningsskil fyrirtækja 7.5 Business Intelligence (BSc-grunnnámskeið 6 ECTS + verkefni 1,5 ECTS) 7.5 + Valfag á meistarastigi 7.5 3. önn haust 3 kjarnafög ECTS Stjórnun og stefnumótun 7.5 Stefnumótun og stjórnunarreikningsskil 7.5 Upplýsingatækni í reikningshaldi 7.5 + Valfag á meistarastigi 4. önn vor 4 kjarnafög ECTS Business Process Management 7.5 Corporate Performance Management 7.5 Verkefnisnámskeið í rekstrargreiningu 7.5 Rekstrargreining og viðskiptagreind 7.5 Samtals ECTS-einingar til að útskrifast með meistarapróf 120 Sjá nánar um einstakar námsbrautir og námsgreinar í viðskiptafræði á www.hr.is/vidskiptadeild Skipulag náms er birt með fyrirvara um breytingar.

REIKNINGSHALD OG ENDURSKOÐUN Meistarapróf með áherslu á reikningshald og endurskoðun (MACC). 2ja ára nám. 120 einingar. Hluti námskeiða er kenndur á ensku. Í HR er nám í reikningshaldi og endurskoðun í takt við spennandi breytingar í starfsumhverfi endurskoðenda og fjármálastjóra. Námið hentar verðandi endurskoðendum og þeim sem vilja starfa við reikningshald og reikningsskil í fyrirtækjum. Meistaragráða í endurskoðun og reikningshaldi gefur réttindi til að þreyta löggildingarpróf að lokinni starfsþjálfun í endurskoðun á endurskoðunarstofu. Hið alþjóðlega og fjölbreytilega nám sem HR býður upp á hefur nýst mér vel í starfi og sú þekking sem ég öðlaðist í náminu er nokkuð sem ég mun búa að alla ævi Ylfa Ýr Steinsdóttir Reikningshald og endurskoðun 2011 BSc í viðskiptafræði frá HR Senior Associate hjá KPMG Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá viðskiptadeildar á hr.is/vd

Skipulag náms reikningshald og endurskoðun 1. önn haust 4 kjarnafög ECTS Corporate Finance 7.5 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil I 7.5 Grundvallaratriði endurskoðunar og staðlar um endurskoðun 7.5 Skattskil fyrirtækja 7.5 2. önn vor 3 kjarnafög ECTS Rekstrargreining og kostnaðarstýring 7.5 Gerð reikningsskila og staðlar um reikningsskil II 7.5 Samstæðureikningsskil fyrirtækja 7.5 + Eitt af eftirfarandi valfögum: Cases in Corporate Finance 7.5 Upplýsingastjórnun fyrirtækja 7.5 Fixed income analysis 7.5 Alþjóðaskattar og skattaskipulagning 7.5 3. önn haust 3 kjarnafög ECTS Accounting Fraud 7.5 Endurskoðunarferlið og dæmisögur 7.5 Upplýsingatækni í reikningshaldi 7.5 + Valfag á meistarastigi 4. önn vor ECTS 3 kjarnafög Reikningshald, afleiður og aðrir fjármálagerningar 7.5 Endurskoðendur, starf, áhætta og siðferði 7.5 Félaga- og fjármunaréttur 7.5 + Valfag á meistarastigi 7.5 Samtals ECTS-einingar til að útskrifast með MACC-gráðu 120 Sjá nánar um einstakar námsbrautir og námsgreinar í viðskiptafræði á www.hr.is/vidskiptadeild Skipulag náms er birt með fyrirvara um breytingar.

MBA-NÁM Master of Business Administration 2ja ára nám með vinnu, 90 einingar. Kennt á ensku. MBA-nám Háskólans í Reykjavík er krefjandi stjórnunarnám sem veitir nemendum einstaklega góða þjálfun á öllum sviðum viðskiptafræði; allt frá reikningshaldi og fjármálum til stefnumótunar og mannauðsstjórnunar. Auk þess er mikil áhersla lögð á að þróa og efla leiðtogahæfni nemenda sem og persónulega færni. Útskrifaðir nemendur sem nú eru um 500 talsins starfa í íslenskum og erlendum fyrirtækjum, hagmunasamtökum eða stofnunum. Sumir hafa stofnað sín eigin fyrirtæki á meðan aðrir stýra mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. MBA-námið er ætlað einstaklingum með háskólapróf af mismunandi fagsviðum sem eru einnig með reynslu úr atvinnulífinu. Gæði MBA-náms við HR voru staðfest þegar það hlaut fimm ára viðurkenningu frá AMBA (Association of MBAs). Einungis 3% MBA námsbrauta í heiminum hafa fengið viðurkenningu AMBA og ekkert annað meistaranám á Íslandi hefur hlotið slíka alþjóðlega viðurkenningu. Þar er MBA-nám í HR í hópi allra bestu skóla Evrópu eins og IESE í Barcelona, London Business School, INSEAD í Frakklandi og IMD í Sviss. Styrkur MBA-námsins í HR liggur í framúrskarandi kennslu en kennarar námsins koma frá mörgum bestu viðskiptaháskólum vestan hafs og austan eins og IESE í Barcelona á Spáni, Richard Ivey og Rotman í Kanada, Boston University og Babson í Bandaríkjunum og London Business School í Bretlandi. Af hverju MBA-nám við HR? Nemendur þróa með sér stjórnunar- og skipulagshæfileika og getuna til að takast á við breytingar. Lögð er áhersla á hvort tveggja faglega og persónulega þróun nemenda. Eina MBA-nám í heiminum með jafnt hlutfall karla og kvenna. MBA-nám er alþjóðlegt nám. Nemendur leggja rækt við hæfileika sem hjálpa þeim að takast á við forystuhlutverk og nýsköpun. Þátttakendur í MBA-náminu læra af hópi samnemenda með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Nemendur mynda sterkt tengslanet sem samanstendur m.a. af útskrifuðum MBA-nemendum. Námsmat er fjölbreytt og byggir á einstaklings- og hópverkefnum, þátttöku í tímum, prófum og síðast en ekki síst raunverulegum verkefnum. Tengsl námsins við atvinnulífið eru mjög sterk. MBA-námið er sniðið að þörfum fólks á vinnumarkaðnum. MBA-nemendur geta sótt um að verja þriðju önninni við nám erlendis. Dæmi um námskeið: Managerial Economics, Managerial Accounting, Organisational Behaviour, Negotiations, Personal Development, Operational Managment, Marketing Management, Corporate Finance, Leadership & Change Management, Business Law, Corporate Social Responsibility, HR Strategy, Strategic Decision Making, Strategy. Dæmi um valnámskeið: Leadership RoundTables, New Venture Creation, Performance Management, International Management, International Finance, Business in Russia.

MBA-námið í HR uppfyllti mínar væntingar og ég get vel mælt með því. Það hefur reynst mér afar dýrmætt veganesti í rekstri og stjórnun á ólíkum sviðum atvinnulífsins. Sigrún Ragna Ólafsdóttir MBA frá HR 2007 Forstjóri VÍS

DOKTORSNÁM PhD Doktorsnám við viðskiptadeild er ætlað nemendum sem vilja sinna rannsóknum og leiða framþróun á tilteknu fræðasviði. Við deildina starfa doktorsmenntaðir kennarar sem uppfylla hæfniskröfur til að starfa sem aðalleiðbeinendur í doktorsnámi. Nemendur ljúka náminu yfirleitt á 3-4 árum. Á meðan á náminu stendur nýtur doktorsnemi stuðnings og leiðsagnar leiðbeinanda og prófnefndar. Þessum hlutverkum sinna fræðimenn sem standa framarlega á sínu sviði á alþjóðlegum vettvangi. Doktorsnám þjálfar nemendur í beitingu vísindalegra vinnubragða við öflun og miðlun nýrrar þekkingar. Náminu er ætlað að dýpka fræðilega og aðferðafræðilega þekkingu doktorsnema í því skyni að gera þá hæfa til að vinna sjálfstætt og ígrundað á fræðasviðinu. Við deildina eru nú sjö doktorsnemar. Í kjölfar hrunsins var að mínu mati nauðsynlegt að kryfja með eigindlegum og megindlegum hætti hvaða þættir í íslensku samfélagi ollu því að fjármálabóla að slíkri stærðargráðu gat myndast. Saga fjármála, atferlisfjármál og uppbygging samfélagsins tengjast þessu viðfangsefni, allt þættir sem hafa heillað mig í áraraðir. Fjármálafræðin hefur ekki nýtt sér sem skyldi nálganir í tengslum við ofangreinda þætti og er Ísland því kjörinn vettvangur til að vinna að slíku. Már Wolfgang Mixa Doktorsnemi við viðskiptadeild

Að hefja nám við HR Hægt er að sækja um skólavist rafrænt á hr.is/umsoknir. Upplýsingar um umsóknarfrest eru uppfærðar reglulega á vef háskólans, hr.is. Inntökuskilyrði Við mat á umsóknum í grunnnám er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða sambærilegu próf og sérstaklega er litið til einkunna í íslensku, ensku og stærðfræði. Annars konar þekking og reynsla, svo sem úr atvinnulífinu, þátttaka í félagsstörfum og öðru sem talið er að reynst geti umsækjanda vel í námi, getur einnig haft áhrif á mat á umsóknum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar. Inntökuskilyrði eru þó breytileg eftir deildum og má finna nánari upplýsingar um þau, ásamt upplýsingum um inntökuskilyrði í framhaldsnám, á hr.is. SKÓLAGJÖLD OG NÁMSLÁN Upplýsingar um skólagjöld má nálgast á vef háskólans, hr.is/skolagjold. STYRKIR TIL NÁMS VIÐ HR NÝNEMASTYRKIR: Háskólinn í Reykjavík veitir afburðanemendum nýnemastyrk á fyrstu önn þeirra við háskólann og nemur styrkurinn skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Til að geta sótt um styrkinn þarf fyrst að sækja um skólavist í HR. Aðeins þeir sem eru að fara í 3ja ára BSc-nám geta sótt um styrkinn. Nýnemastyrkurinn er veittur á haustönn og vorönn. FORSETALISTI HR: Styrkir fyrir afburðanemendur sem þegar eru í námi í HR. Þeir nemendur sem ná bestum árangri á hverju próftímabili eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. AÐRIR STYRKIR: Fleiri styrkir standa nemendum til boða og er hægt að fá upplýsingar um þá á skrifstofu rektors og á vef háskólans, hr.is/styrkir. Mars 2013 Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á lin.is. Nánari upplýsingar: Guðrún Ragna Hreinsdóttir Verkefnastjóri BSc-náms í viðskiptafræði gudrunragna@hr.is Sími 599 6284 Sonja Dögg Pálsdóttir Skrifstofustjóri sonja@hr.is Sími 599 6370 Jóhanna Björk Briem Verkefnastjóri framhaldsnáms johannab@hr.is Sími 599 6402 Telma Sæmundsdóttir Verkefnastjóri MBA-náms telma@hr.is Sími 599 6566 HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Menntavegi 1 101 Reykjavík Ísland Sími 599 6200 hr@hr.is www.hr.is