Handbók um gerð og frágang meistaraprófsritgerða

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Uppsetning og frágangur ritgerða Chicago-staðall

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Horizon 2020 á Íslandi:

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Verklagsreglur og leiðbeiningar um meistararitgerðir við lagadeild Háskólans í Reykjavík

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ég vil læra íslensku

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Tilvísanakerfi og heimildaskráning við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Leiðbeinandi á vinnustað

LEIÐBEININGAR TIL HÖFUNDA RITRÝNDRA FRÆÐIGREINA

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Reglur um form námsritgerða við Lagadeild Háskóla Íslands Samþykktar 30. september 2008.

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Leiðbeiningar um meðferð heimilda og frágang heimildaskrár byggðar á APA-heimildakerfinu

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Leiðbeiningar um frágang verkefna á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls.

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Skóli án aðgreiningar

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Framhaldsskólapúlsinn

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Verk- og tæknimenntaskólar - skipulag verk og tæknináms. 09. mars 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

Geislavarnir ríkisins

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Viðauki 2f. Tæknikröfur til búnaðar fyrir fullan aðgang að koparheimtaug

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk


Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Könnunarverkefnið PÓSTUR

KENNSLULEIÐBEININGAR

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Transcription:

Handbók um gerð og frágang meistaraprófsritgerða Háskólinn á Hólum 2010

Inngangur Þessi handbók er nauðsynlegur leiðarvísir um vinnu við lokaverkefni til meistaragráðu við Háskólann á Hólum. Nemendur, sem vinna að lokaverkefni verða að skila ritgerð sinni í fullu samræmi við þær kröfur, sem eru settar fram hér. Þá er handbókin mikilvægt vinnugagn fyrir meistaraprófsnefndir og prófdómara. Með handbókinni eiga allir aðilar, sem koma að vinnu við meistaraprófsritgerðir og mat á þeim, gangi út frá sömu forsendum. Handbókin skiptist í nokkra kafla, kafla um hlutverk umsjónarmanns meistaraprófsritgerða, leiðbeinenda og prófdómara, kafla um vinnuferlið, kafla um námsmat auk eyðublaða og yfirlits um skilafresti á vinnslutíma lokaverkefnis. Auk þess er kafli 2 úr Námsreglum Háskólans á Hólum birtur í handbókinni. Vinnuferli við meistaraprófsritgerð Markmið með meistaraprófsritgerð er að staðfesta að nemandinn geti valið, undirbúið og fullunnið verkefni sem hefur fræðilegt gildi og bætir við þekkingu og þjálfun hans. Frumkvæði, ákvarðanir, ábyrgð og vinna vegna verkefnisins, við undirbúning þess og fullvinnslu hvílir á nemandanum sjálfum. Nemandinn ber ábyrgð á því að halda skilafresti, leita leiðsagnar hjá leiðbeinanda og hafa yfirlit um vinnuferli sitt við lokaverkefnið. Það er á ábyrgð nemanda að kynna sér allar almennar reglur sem skólinn setur um vinnslu meistaraprófsritgerða, þ.m.t. meðferð heimilda og akademísk vinnubrögð. Það er hlutverk framhaldsnámsnefndar að sjá til þess að nemendur sem skráðir eru í meistaraprófsritgerð fái kynningu á vinnuferlinu, þeim sé fenginn umsjónarkennari- /leiðbeinandi og skipuð sé meistaraprófsnefnd. Framhaldsnámsnefnd skipar prófdómara að fenginni tillögu meistaraprófsnefndar. Framhaldsnámsnefnd og kennslusvið skal vera nemendum, leiðbeinendum og prófdómurum til leiðsagnar um þær tímasetningar, tilhögun og kröfur sem gilda. Meistaraprófsnefnd er skipuð að minnsta kosti tveimur einstaklingum og skal annar vera leiðbeinandinn. Umsjónarkennarar/leiðbeinendur skulu jafnan vera úr röðum kennara við Háskólann á Hólum. Hlutverk leiðbeinanda er að veita nemanda leiðsögn um afmörkun verkefnis, rannsóknaráætlun, framkvæmd rannsóknar og úrvinnslu, efnistök, ritun og frágang. Leiðbeinandi samþykkir verkefnisáætlun, les yfir ritgerð og önnur gögn varðandi verkefnið og leiðbeinir um undirbúning fyrirlestrarins um verkefnið. Leiðbeinandi tekur þátt í námsmati ásamt prófdómara og umsjónarmanni lokaverkefna og gengur frá einkunn og umsögn til umsjónarmanns. Nemendur skrá sig í meistaraprófsritgerð og sækja sameiginlega verkefnisfundi og kynningar á verkefnum hver annars innan viðkomandi deildar. Að öðru leyti er verkefnið einstaklingsverkefni, sem hver nemandi vinnur undir handleiðslu síns leiðbeinanda. Það er samkomulagsatriði leiðbeinanda og nemanda hversu mikil samskipti þeir hafa um verkefnið. Eftirtaldir áfangar í verkefninu kalla þó á fundi í meistaraprófsnefnd og/eða fyrirlestur nemanda í málstofu:

Upphaf Á fundi nemanda og leiðbeinanda eru lagðar línurnar fyrir námið; námskeið, meistaraprófsverkefnið, rætt um efnisval, afmörkun og nánari útfærslu á verkefnisáætlun. Nemandinn undirbýr fundinn með tillögu að námskeiðum, verkefni og rannsóknaraðferð og ber ábyrgð á að framfylgja niðurstöðum fundarins. Námsmaður má ekki skipta um viðfangsefni eða gera meiri háttar breytingar á efnistökum eða vinnuaðferðum án þess að ráðfæra sig við leiðbeinanda Samþykkt rannsóknaráætlunar Í síðasta lagi í lok 2. annar í náminu skal á fundi í meistaraprófsnefnd fara yfir drög að rannsóknaráætlun, sem nemandi hefur skilað til leiðbeinanda með hæfilegum fyrirvara fyrir fundinn. Eftirfarandi atriði þurfa að koma fram í áætluninni: Afmörkun verkefnisins og vinnuheiti. Fræðileg tilgáta og /eða spurning verksins. Markmið, gildi og áhrif verkefnisins. Umfang verkefnisins og tímasett verkáætlun. Heimildir og gögn sem stuðst verður við; staða þekkingar nemandans. Rannsóknaraðferð og gagnaöflun; umfang og tími. Tillaga að kaflaskiptingu ritgerðar. Eftir fundinn gengur nemandi frá verkefnisáætluninni í samræmi við niðurstöður fundarins, skilar henni endanlegri til meistaraprófsnefndar og fær þar með leyfi til að halda vinnu áfram. Nemandinn ber ábyrgð á að áætlunin standist og þurfi að gera breytingar á henni skulu þær gerðar í samráði við leiðbeinanda. Nemandi og leiðbeinandi ákveða á grundvelli verkefnisáætlunar, tímasetningar á skilum gagna og verkefnishluta til yfirlestrar, en þau skil þurfa að vera í samræmi við þá skilafresti sem framhaldsnámsnefnd setur hverju sinni fyrir útskrift. Kynning á stöðu verkefnisins Innan eins árs frá upphafi náms til meistaraprófs skal nemandi halda opinn fyrirlestur (t.d. á málstofu) þar sem fræðilegar forsendur rannsóknarverkefnis eru reifaðar, rannsóknaráætlun er skýrð og fyrstu niðurstöður kynntar ef við á. Einnig leggur meistaraprófsnefnd mat á framvindu námsins og hvort nemanda skuli leyft að halda áfram meistaranámi. Fyrstu drög ritgerðarinnar Tveimur mánuðum fyrir lokaskil er farið yfir fyrstu drög að ritgerðinni. Nemandi skal skila lokadrögum að ritgerð til meistaraprófsnefndar a.m.k. fimm virkum dögum fyrir fund með nefndinni. Þá er rætt um framgang verksins og vandamál sem kunna að hafa komið upp.

Lokaskil ritgerðar Ritgerðinni skal skilað fullbúinni til starfsmanns kennslusviðs sem sendir hana til meistaraprófsnefndar og prófdómara ásamt staðfestu yfirliti um námsferil nemandans. Skilafrestur er 20 virkum dögum fyrir auglýsta meistaraprófsvörn nemandans. Meistaraprófsvörn Vörnin felst í því að nemandi kynnir verkefni sitt með auglýstum opnum fyrirlestri í viðurvist prófnefndar. Vörninni er stýrt af kennara/sérfræðingi skipuðum af sviði framhaldsnáms. Fyrirlesturinn er hámark 20 mínútur að lengd og gefinn er kostur á 10 mínútna fyrirspurnatíma fyrir almenning. Þá er gert hlé og eftir hlé eru einungis leyfðar spurningar frá prófnefnd. Að jafnaði skal vörn (fyrirlestur og spurningar) ekki vera lengri en 2 klst, nema framlenging þjóni hagsmunum nemandans. Nemandi þarf að skila drögum að fyrirlestraglærum sínum til leiðbeinanda þremur dögum fyrir lokafyrirlesturinn. Endanleg skil Prófnefnd gerir nemanda strax að vörn lokinni, grein fyrir niðurstöðu sinni og tillögum um breytingar og úrbætur sem gera þarf á meistaraprófsritgerðinni ef svo ber undir. Endanleg skil til bókasafns skulu vera eitt útprentað eintak ásamt staðfestingarblaði og forsíðu (sjá eyðublöð aftast í handbókinni). Ritgerð skal skila eigi síðar en einum mánuði frá vörn. Bókasafn Hólaskóla, Háskólans á Hólum gengur frá 2 eintökum af ritgerðinni með hlífðarkápu og límdri í kjöl, annað eintakið er nemandans en bókasafnið heldur einu eintaki innbundnu auk þess að varðveita rafræna útgáfu sem varaeintak. Námsmat Mat á meistaraprófsritgerð er í höndum leiðbeinanda, annars fulltrúa úr meistaraprófsnefnd og prófdómara. Prófnefnd gefur eftirfarandi umsagnir fyrir meistaraprófsritgerð: Staðið með ágætum Framúrskarandi vinna án athugasemda. Staðið Minni háttar athugasemdir við ritgerð sem nemi lagar í samráði við umsjónarmann. Staðið með skilyrðum Nemandi þarf að gera viðamiklar breytingar á ritgerð sem bornar eru undir meistaraprófsnefnd og prófdómara. Fallið Ófullnægjandi árangur annað hvort í ritgerð eða vörn. Nemanda er heimilt að endurbæta verkið og verja aftur. Falli nemandi á meistaraprófsvörninni er honum heimilt að endurtaka hana innan mánaðar, falli hann á ritgerðinni hefur hann sex mánuði til að endurbæta hana og verja aftur. Mat á ritgerð Meistaraprófsritgerð er ekki sett ákveðin lengd eða tiltekið umfang heldur leiðbeinir leiðbeinandi um heppilega lengd og framsetningu. Lengd ritgerðar getur t.d. farið eftir stærð rannsóknar, rannsóknaraðferð, efnistökum eða umfangi fylgigagna. Viðmið um 60 ECTS ritgerð getur þó verið um 80-130 blaðsíður (miðað við 250-300 orð á textasíðu).

Viðfangsefni ritgerðar verður að skilgreina og afmarka og skýra hugtök greinilega. Í ritgerðinni skal lýsa markmiðum og einnig fræðilegri tilgátu eða spurningu, eftir því sem við á. Rannsóknaðferðum skal lýst og þær rökstuddar. Niðurstöður og ályktanir eru dregnar og settar í fræðilegt samhengi. Ritgerðin getur verið tímaritsgrein með inngangi og umræðum, eða samfelldur ritgerðartexti. Sé um að ræða tímaritsgrein(ar) skiptist meistaraprófsritgerðin í Inngang þar sem viðfangsefni er afmarkað, rannsóknarsvið skilgreint, staða þekkingar reifuð og kenningarammi skýrður. Tímaritsgrein(ar), eina til tvær tímaritsgreinar eða handrit tilbúið til birtingar. Umræðu þar sem efnið er tekið saman og rætt. Ritgerð í samfelldu máli skiptist í eftirfarandi fimm meginkafla, sem aftur geta haft undirkafla: Inngangur: Viðfangsefni afmarkað; rannsóknasvið skilgreint, rannsóknaspurningar eða efnisyrðingar settar fram, aðferð kynnt. Markmið verkefnisins og hvernig það er til komið. Fræðilegur kafli: Þessi kafli byggir á heimildaleit og á að sýna þekkingu nemandans á því fræðilega samhengi sem verkefni hans stendur í. Hér á að vera: Fræðilegur og/eða sögulegur bakgrunnur viðfangsefnisins og fræðilegur bakgrunnur rannsóknaraðferðar. Gerð grein fyrir fræðilegum undirstöðum verkefnisins; þeirri þekkingu sem nemandinn hefur um viðfangsefnið fyrir rannsóknavinnu sína. Kafli um rannsóknaraðferðir: Hvað var gert, hvenær og hvernig. Rannsóknaáætlun, mælitækjum, gagnaöflun og úrvinnslu lýst á greinargóðan hátt. Umræða: Þær upplýsingar sem aflað var eru settar fram, bornar saman við efni fræðilega kaflans, þær túlkaðar, tillögur gerðar og lagt mat á mikilvægi þeirra. Takmarkanir verkefnisins og tillögur um rannsóknir og/eða verkefni, sem verkefnið bendir til að væru raunhæfar og/eða áhugaverðar. Niðurstöður: Rökstuddar niðurstöður byggð á þeirri greiningu, mati og umræðu sem á undan fer. Lokaorð: Helstu atriði ítrekuð í mjög stuttu máli. Áherslu ber að leggja á vönduð vinnubrögð, að vandað sé til heimildavinnu og að allur frágangur sé óaðfinnanlegur. Röksemdafærsla, vandað málfar og réttritun eru atriði sem vega þungt við námsmat. Nemendum er því ráðlagt að fá traustan aðila til að lesa ritgerðina yfir m.t.t. málfars og frágangs. Sniðmát Háskólans á Hólum fyrir meistaraprófsritgerðir er bindandi, sé því ekki fylgt getur svið framhaldsnáms neitað að taka við ritgerðinni til námsmats. Mat á ritgerðarhluta lokaverkefnis byggist einkum á eftirfarandi atriðum: 1. Raunhæfri afmörkun efnis sem fylgt er eftir í fræðilegri umræðu, rannsókn og niðurstöðum 2. Fræðilegum vinnubrögðum og upplýsingagildi: Vali, notkun og mati á heimildum sem sýnir þekkingu og skilning á viðfangsefninu. Þ.e. greiningu aðalatriða, hvort

helstu sjónarmiðum sé lýst og hvernig til tekst að tengja þessa þekkingu viðfangsefni nemandans 3. Rannsóknaraðferð og túlkun gagna; hvaða staðreyndir eru settar fram, mat á rannsóknaraðferð, framsetningu á niðurstöðum og hvort lýsingar eru greinargóðar. Mat á niðurlagi og niðurstöðum, ályktunum, heildarsýn, skilningi og hvort ritgerðin feli í sér framlag til þekkingar á fræðasviðinu 4. Uppbygging og rökstuðningur 5. Jafnframt er litið til frágangs, uppsetningar, málfars, stíls og réttritunar Mat á fyrirlestri Auk ritgerðar er verkefninu skilað með lokafyrirlestri sem nemandi heldur í viðurvist prófdómara, leiðbeinenda og almennra áheyrenda. Fyrirlesturinn er öllum opinn og sérstaklega auglýstur. Fyrirlesturinn skal eigi vera lengri en 20 mínútur og 10 mínútur eru leyfðar fyrir umræður og fyrirspurnir úr sal. Mat á lokafyrirlestri byggist á eftirfarandi atriðum: 1. Byggingu fyrirlestrar; hæfni til að greina frá aðalatriðum verkefnisins innan þeirra tímamarka sem nemandinn hefur. 2. Samskiptum nemanda við áheyrendur þ.e. öryggi í framsögn og framkomu, gæðum þeirra gagna sem nemandi dreifir til áheyrenda og svörum við spurningum og athugasemdum. 3. Hinni eiginlegu vörn þ.e. hvort nemandi sýnir prófnefnd þekkingu og færni til að ræða og rökstyðja verk sitt, kosti þess og galla, fræðilegt samhengi þess og þýðingu þess fyrir fræðasviðið. Viðauki 1 Námsreglur Háskólans á Hólum: Framhaldsnám 2.1 Svið framhaldsnáms Svið framhaldsnáms hefur yfirumsjón með framhaldsnámi sbr. 8. gr. í Starfsreglna Háskólans á Hólum. 2.2 Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur um framhaldsnám til meistaragráðu við Háskólann á Hólum er til 15. mars fyrir nám sem hefst á haustmisseri og til 15. september fyrir nám sem hefst á vormisseri. 2.3 Meðferð umsókna Ferli umsókna um meistaranámið er eftirfarandi: a) Nemandi sækir um inngöngu í meistaranám á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Háskólans á Hólum. Umsókn um meistaranám skulu fylgja drög að náms- og rannsóknaráætlun sem unnin er í samvinnu við kennara við Háskólann á Hólum. Liggi fyrir drög að umsókn til sjóða, sem fjármagna eiga rannsóknarverkefnið, skulu þau fylgja umsóknum. Umsókn skal skilað á skrifstofu Háskólans á Hólum, sem skráir hana og sendir til framhaldsnámsnefndar. b) Framhaldsnámsnefnd afgreiðir umsóknir og skipar umsjónarkennara (sbr. gr. 2.6 í

námsreglum) og meistaraprófsnefnd nemandans (sbr. gr. 2.8 í námsreglum). Skrifstofa Háskólans á Hólum tilkynnir umsækjanda niðurstöðu bréflega um leið og hún liggur fyrir. Afgreiðsla framhaldsnámsnefndar er kynnt nemendabókhaldi og viðkomandi deild við fyrsta tækifæri. c) Afgreiðslu umsókna sem berast fyrir 15. mars skal vera lokið fyrir 25. apríl. Umsóknir sem berast fyrir 15. september skal afgreiða fyrir 15. október. d) Hafi framhaldsnámsnefnd samþykkt umsókn, skal nemandi snúa sér til skrifstofu Háskólans á Hólum og skrá sig til náms. Skráning vegna náms sem hefjast skal á haustmisseri skal fara fram í síðasta lagi 1. júní, en 30. nóvember fyrir nám á vormisseri. 2.4 Inntökuskilyrði Til að geta innritast í nám til meistaraprófs við Háskólann á Hólum þarf nemandi að hafa lokið B.S./B.A./B.Ed. prófi með lágmarkseinkunn 6,5 eða sambærilegu prófi sem framhaldsnámsnefnd viðurkennir. Heimilt er að víkja frá ákvæðum um ofangreindar lágmarkseinkunnir ef fyrir liggja rökstuddar ástæður. 2.5 Einingafjöldi, tímalengd og samsetning náms Nám til meistaraprófs (M.A. / M.S.) er 120 ECTS (að jafnaði tveggja ára full vinna). Meistaranám skal innihalda rannsóknarverkefni (30, 60 eða 90 ECTS), sem unnið er undir leiðsögn sérfræðinga við Háskólann á Hólum eða annarra sérfræðinga sem framhaldsnámsnefnd samþykkir. Einnig þarf nemandi að sækja námskeið (30, 60 eða 90 ECTS), sem samþykkt eru af meistaraprófsnefnd. Sjái nemandi fram á að geta ekki lokið náminu á tveimur árum, skal hann sækja um áframhaldandi innritun til framhaldsnámsnefndar, þó þannig að heildarnámstími verði ekki lengri en þrjú og hálft ár. Í sérstökum tilfellum, t.d. ef nemandi stundar nám sem hlutastarf, getur framhaldsnámsnefnd samþykkt námstíma allt að fimm árum. 2.6 Umsjónarkennari og leiðbeinandi Sérhver nemandi skal frá upphafi náms hafa umsjónarkennara úr hópi fastra kennara (þeirra sem hlotið hafa hæfnisdóm til að gegna stöðu háskólakennara skv. lögum um háskóla nr. 63/2006 ). Nemandi ráðfærir sig við umsjónarkennara sinn um skipulag námsins, val námskeiða og annað sem tengist náminu. Leiðbeinandi leiðbeinir nemanda í lokaverkefni. Umsjónarkennari og leiðbeinandi eru að jafnaði sami maðurinn. Deildin getur þó heimilað nemanda að hafa utanaðkomandi leiðbeinanda sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í þessum reglum (sbr. 2.7). 2.7 Kröfur til umsjónarkennara og leiðbeinanda Umsjónarkennari skal vera fastur kennari við Hólaskóla-Háskólann á Hólum. Leiðbeinandi nemanda í framhaldsnámi skal vera viðurkenndur sérfræðingur á viðkomandi sviði og hafa birt ritsmíðar í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum á sviðinu. 2.8 Meistaraprófsnefnd Meistaraprófsnefnd skal skipuð minnst tveimur sérfróðum mönnum og er annar þeirra umsjónarkennarinn. Heimilt er að skipa þriðja manninn í nefndina ef þurfa þykir. Framhaldsnámsnefnd skipar meistaraprófsnefndina. Hlutverk hennar er að fylgjast með því að framvinda námsins sé í samræmi við námsáætlun og tryggja fagleg gæði rannsóknavinnunnar í samræmi við reglur Háskólans á Hólum. Meistaraprófsnefnd metur framvindu námsins, gæði vinnunnar út frá frammistöðu nemanda..

2.9 Prófdómarar Prófdómari, tilnefndur af meistaraprófsnefnd og skipaður af framhaldsnámsnefnd, skal leggja mat á lokaverkefni meistaranema ásamt prófnefnd (sbr. gr. 2.10). Prófdómari skal að öllu jöfnu ekki vera starfsmaður Háskólans á Hólum. 2.10 Námsmat í meistaranámi Greinargóð lýsing á rannsóknarverkefni og rannsóknaráætlun skal í síðasta lagi liggja fyrir í lok 2. annar. Innan eins árs frá upphafi náms til meistaraprófs skal nemandi halda opinn fyrirlestur (t.d. á málstofu) þar sem fræðilegar forsendur rannsóknarverkefnis eru reifaðar, rannsóknaráætlun er skýrð og fyrstu niðurstöður kynntar ef við á. Einnig leggur meistaraprófsnefnd mat á framvindu námsins og hvort nemanda skuli leyft að halda áfram meistaranámi. Ef meistaraprófsnefndin metur það svo að nemanda skuli synjað um áframhaldandi nám skal framhaldsnámsnefnd einnig fjalla um og skera úr um málið. Nemanda skulu þá kynntar niðurstöður matsins með fullnægjandi rökstuðningi. Rannsóknarverkefni til meistaraprófs lýkur með því að nemandi leggur fram ritgerð og heldur fyrirlestur um verkefnið. Um leið og ritgerð er lögð fram skal jafnframt leggja fram staðfest yfirlit um námsferil nemanda til mats meistaraprófsnefndar. Ritgerð og fyrirlestur skulu metin af prófnefnd, sem í sitja leiðbeinandi, fulltrúi úr meistaraprófsnefnd og prófdómari. Vörn skal stýrt af kennara/sérfræðingi innan viðkomandi deildar. Prófnefnd gefur eftirfarandi umsagnir: Staðið með ágætum Framúrskarandi vinna án athugasemda. Staðið Minni háttar athugasemdir við ritgerð sem nemi lagar í samráði við umsjónarmann. Staðið með skilyrðum Nemandi þarf að gera viðamiklar breytingar á ritgerð sem bornar eru undir meistaraprófsnefnd og prófdómara. Fallið Ófullnægjandi árangur annað hvort í ritgerð eða vörn. Falli nemandi á meistaraprófsvörninni er honum heimilt að endurtaka hana innan mánaðar, falli hann á ritgerðinni hefur hann sex mánuði til að endurbæta hana og verja aftur. Lágmarkseinkunn í námskeiðum á framhaldsnámsstigi er 6,0. 2.11 Skil og frágangur lokaverkefna Meistaraprófsritgerð skal leggja fullbúna fyrir meistaraprófsnefnd og prófdómara minnst tíu dögum fyrir próf og lokafyrirlestur meistaranema. Endanlegri útgáfu meistaraprófsritgerðar skal skilað eigi síðar en einum mánuði frá vörn, nema prófnefnd ákveði annað. Ritgerð skal vera á íslensku eða ensku en útdráttur á báðum tungumálum skal fylgja hverri meistaraprófsritgerð. 3.12 Tengsl við aðra háskóla Hluta meistaranáms má stunda við aðra háskóla eða viðurkenndar rannsóknastofnanir. 2.13 Lærdómstitlar Meistarapróf veitir rétt til lærdómstitilsins Magister Scientiarum (M.S.) eða Magister Artium (M.A.).

Viðauki 2 -Sniðmát fyrir meistaraprófsritgerðir Eftirfarandi er sniðmát fyrir frágang ritgerðar. Óheimilt er að víkja frá því. Sniðmáti sýnir leturgerð, leturstærðir, spássíur etc. Jafnframt er í sniðmátinu fróðleikur um frágang ritgerða.

Xkeo ecir ierno cerjieiurn ei eirpðeir erier aoeoireno eireor ikeo (Title) Beprieior Leriaeonfeoson (Author) Department of Xepoekeoeoeekoedkoe Hólar University College 201X

XXTitle XXAuthor name XX ECTS thesis submitted in partial fulfillment of a Magister Artium degree in XX Advisor(s) XXNN1 XXNN2 Faculty Representative XXNN3 Department of XX Holar Unviersity College Hólar, XXmonth 20XX

XXTitle XXShort title (50 characters including spaces) XX ECTS thesis submitted in partial fulfillment of a Magister Scientiarum degree in XX Copyright 20XX XXAuthor name All rights reserved Department XXX Holar University College Hólar í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Iceland Telephone: 525 4000 Bibliographic information: XXAuthor name, 20XX, XXTitle, Master s thesis, Department XX, Holar University College, pp. XX. ISBN XX Printing: XX Reykjavik, Iceland, XXmonth 20XX

Abstract Útdráttur á ensku sem er að hámarki 250 orð. Útdráttur Hér kemur útdráttur á íslensku sem er að hámarki 250 orð. Reynið að koma útdráttum á eina blaðsíðu en ef tvær blaðsíður eru nauðsynlegar á seinni blaðsíða útdráttar að hefjast á oddatölusíðu (hægri síðu).

Dedication Tileinkun má sleppa og skal þá fjarlægja blaðsíðuna. Tileinkun skal birtast á oddatölu blaðsíðu (hægri síðu).

Preface Formála má sleppa og skal þá fjarlægja þessa blaðsíðu. Formáli skal hefjast á oddatölu blaðsíðu og nota skal Section Break (Odd Page). Ekki birtist blaðsíðutal á þessum fyrstu síðum ritgerðarinnar en blaðsíðurnar teljast með og hafa áhrif á blaðsíðutal sem birtist með rómverskum tölum fyrst á efnisyfirliti.

Table of Contents List of Figures xx List of Tables xxi Abbreviations xxii Acknowledgements xxiii 1 General Information 1 1.1 Heading 2 1 1.1.1 Heading 3 1 1.2 Title page, spine, and back page 2 1.3 Thesis and Dissertation Authoring 2 2 Lists 3 3 Figures and Tables 5 3.1 Figures 5 3.2 Tables 5 4 Conclusions 7 References 9 Appendix A 10 xix

List of Figures Mynd 3.1 Dæmi um myndatexta (fyrir neðan mynd).... 5 xx

List of Tables Tafla 3.1 Dæmi um töflutexta (fyrir ofan töflu).... 6 xxi

Abbreviations Í þessum kafla mega koma fram listar yfir skammstafanir og/eða breytuheiti. Gefið kaflanum nafn við hæfi, t.d. Skammstafanir eða Breytuheiti. Þessum kafla má sleppa ef hans er ekki þörf. The section could be titled: Glossary, Variable Names, etc. xxii

Acknowledgements Í þessum kafla koma fram þakkir til þeirra sem hafa styrkt rannsóknina með fjárframlögum, aðstöðu eða vinnu. T.d. styrktarsjóðir, fyrirtæki, leiðbeinendur, og aðrir aðilar sem hafa á einhvern hátt aðstoðað við gerð verkefnisins, þ.m.t. vinir og fjölskylda ef við á. Þakkir byrja á oddatölusíðu (hægri síðu). xxiii

General Information Fyrirsögn 1 er kaflaheiti. Feitletrið fyrirsögn 1 í 20 pt Verdana. Hafið 54 pt loftun yfir og byrjið nýja oddatölusíðu (hægri síðu). Hafið 12 pt loftun undir á undan texta og 24 pt loftun undir (samtals) ef beint á undan fyrirsögn 2. Í stað Verdana má velja sambærilegt steinskriftar (sans serif) letur í allar fyrirsagnir en allar fyrirsagnir skulu þó vera ritaðar með sömu leturgerð. Meginmálstexti skal skrifaður í Times New Roman, með leturstærð 12 og einföldu línubili. Málsgreinar skulu loftaðar með 0 pt bili að ofan og 12 pt bili að neðan, þar sem fyrirsagnir stilla loftun fyrir neðan sig (og þar með fyrir ofan texta). Leita skal að XX sem hluta af orði, þar sem það merkir atriði sem höfundur þarf að breyta. Í stað Times New Roman má velja sambærilegt prentletur (serif). Allt meginmál skal þó ritað með sömu leturgerð. Allur texti ritgerðar skal ritaður með einum lit, svörtum. Undantekningar eru leyfðar innan mynda. Ekki nota hyperlinks í texta, sem þá verður blár og/eða með undirlínu. Notast skal við 2,5 cm spássíu fyrir ofan og á ytri hlið (ekki kjalmegin). Við kjölin skal bæta 0,5 cm (Gutter) til að hafa samtals 3,0 cm spássíu. Neðst á blaðsíðu skulu vera 1,5 cm frá neðri brún í blaðsíðutal og spássían skal vera 3,0 cm frá neðri brún blaðsíðu að texta. Blaðsíður meginmáls byrja að númerast á 1 á fyrstu blaðsíðu fyrsta kafla með arabískum stíl. Blaðsíðutalið er still við ytri brún og neðst á blaðsíðu. Heimildir og viðaukar númerast einnig með sama hætti. Fjöldi blaðsíðna í ritgerð skráist sem blaðsíðunúmer öftustu prentuðu síðu. Byrja skal fyrirsögn 1 efst á hægri síðu. Hér má hugsa sér að setja stuttan texta sem inngang að kaflanum áður en fyrsti undirkafli byrjar. Það getur hjálpað lesanda að átta sig á inntaki kaflans. Nota má skáletur í hófi til að draga athygli að texta. Notið feitletur enn sjaldnar. Ekki nota undirstrikaðan texta í ritgerðinni. Farið sparlega í notkun footnote. Þær skulu vera númeraðar og birtast neðst á þeirri síðu sem fyrst vitnar í þær eða fljótlega þar á eftir. Númerið og vísið í formúlur eftir venjum fagsviðs. Velja má inndrátt fyrstu línu málsgreinar um 1 cm í stað 12 pt loftunar á milli málsgreina, en þá þarf að bæta 12 pt við loftun yfir fyrirsögnum sem gera ráð fyrir að 12 pt loftun komi frá lokum málsgreinar. Ekki skal nota bæði inndrátt og loftun. Heading 2 Fyrirsögn 2 er undirfyrirsögn. Feitletrið fyrirsögn 2 í 16 pt Verdana. Hafið samtals 24 pt loftun yfir fyrirsögn 2. Notið 12 pt loftun fyrir neðan fyrirsögn 2. Heading 3 Fyrirsögn 3 er síðasta númeraða undirfyrirsögnin. Feitletrið fyrirsögn 3 í 12 pt Verdana með 18 pt loftun yfir samtals þegar texti er fyrir ofan eða fyrirsögn 2. 1

Heading 4, 12 pt Verdana, engin kaflanúmer, birtist ekki í efnisyfirliti, 12 pt loftun yfir og 6 pt undir Fyrirsögn 4 skal ekki númera. Fyrirsögn 4 er rituð í venjulegu 12 pt Verdana og hefur minnst 12 pt loftun yfir ef hún er undir texta, en meiri loftun undir hærri fyrirsögnum sem stýrist af neðri loftunum þeirra fyrirsagna. Notið 6 pt loftun undir fyrirsögn 4. Ekki nota fyrirsagnir á lægra útlínu stigi en fyrirsögn 4. Title page, spine, and back page Ekki skal nota búmerki/logó fyrirtækja, samstarfsaðila eða styrktaraðila á forsíðu/baksíðu eða annars staðar í ritgerð. Ekki skal setja mynd á forsíðu ritgerðar. Í texta er hins vegar skylt og rétt að geta samstarfsaðila og styrktaraðila, það skal gert í kaflanum Þakkir (Acknowledgments) eða í formála. Á baksíðu er heimilt að setja nafn prentsmiðju, þá miðjað hægri-vinstri á blaðsíðu og miðjað upp-niður innan litaborðans. Nafn prentsmiðju skal ritað með stærst 10 pt Verdana í venjulegu hvítu letri. Merki Háskóla Íslands á forsíðu skal hafa 4,2 cm þvermál. Það skal staðsetja merkið 4,2 cm frá efri brún. Frá neðri brún merkis skulu minnst vera 3,0 cm í titil ritgerðar. Loftun fyrir neðan nafn höfundar skal vera 1 cm niður að efstu brún litaborðans. Megin hluti litaborðans neðst á forsíðu skal spanna 7,7 cm frá neðri brún blaðsíðu í A4- formi, en þó spannar hann lengra bil þar sem táknmynd aðalbyggingar kemur fyrir. Litaborðinn skal ná yfir kjölinn og baksíðuna, og þar spanna 7,7 cm frá neðri brún blaðsíðu. Litaborði BS ritgerða er grár litur Háskóla Íslands. Litakóðar litarins eru: CMYK: 0 : 0 : 0 : 70; Pantone: Cool Gray 11 C; RGB: 90 : 91 : 94. Litaborði meistararitgerða er litur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, appelsínugulur. Litakóðar litarins eru: CMYK: 0 : 75 : 100 : 0; Pantone: 158 C; RGB: 236 : 78 : 34. Litaborði doktorsritgerða er litur Háskóla Íslands, dökk blár. Litakóðar litarins eru: CMYK: 100 : 57 : 0 : 40; Pantone: 295 C; RGB: 0 : 46 : 85. Á kjöl ritgerðar skal rita nafn höfundar, stuttan titil ritgerðar (mest 50 slög með bilum) og ártal ritgerðar í einni línu með Verdana letri. Nafn höfundar og stuttur titill ritgerðar koma á hvíta flötinn, en ártalið kemur í hvítu letri á litaborðann. Thesis and Dissertation Authoring Gæði ritgerðar endurspegla ekki einungis gæði rannsóknarinnar (hermana, líkana, greininga, o.fl.), heldur einnig gæði ritgerðasmíðar. Í síðara samhenginu skipta margir þættir máli, t.d. uppbygging og söguflæði, framsetning á hugmyndum og niðurstöðum, málfar og heimildavinna. Því er mikilvægt að nemendur kynni sér hvernig best sé að standa að undirbúningi og skrifum ritgerðar. Nemendur verða að tileinka sér fagmannleg vinnubrögð í heimildaskráningu og tilvísunum í samráði við leiðbeinanda. Hér eru dæmi um tvær bækur sem nemendur geta stuðst við: Friðrík H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson (2007). Gagnfræðikver fyrir háskólanema, Háskólaútgáfan, Reykjavík. Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal (2006). Handbók um ritun og frágang. Mál og menning, Reykjavík. 2

Lists Bullet list Hér á eftir er dæmi um upptalningarlista. Listinn má vera þéttari, þ.e. að aðeins sé 0 pt bil á milli atriða, en þó skal hafa 12 pt bil á undan fyrsta atriði listans. Númer 1; Númer 2; Númer 3. Ef fyrsta lína eftir upptalningu er framhald sömu málsgreinar og fyrir ofan skal ekki setja inn viðbótarloftun (eða ef inndráttur er notaður, skal ekki nota inndrátt á slíkri línu). 3

Figures and Tables Þessi kafli sýnir dæmi um notkun mynda, taflna og vísun í þær. Figures Myndatexti skal staðsetja undir myndum og skrifast með skáletri. Setja skal auða aukalínu fyrir ofan myndir. Mynd 0.1 Dæmi um myndatexta (fyrir neðan mynd). Mikilvægt er að skilgreina myndir með,,paragraph format : keep with next til að rjúfa ekki tengsl á milli myndar og myndtexta. Mynd má vera miðjuð og skal þá einnig miðja myndartextann. Letur innan myndar skal vera í steinskrift (sans serif), t.d. Verdana, og ekki minna en 10 pt. Tryggið að letur, tákn og línur sjáist skýrt eftir útprentun. Hægt er að láta númera og merkja myndir sjálfvirkt með því að gera Insert Reference Caption Mynd eða Tafla. Varist að velja hyperlink. Vísa má í mynd með því að velja Insert Reference Cross-Reference Mynd eða Tafla. Varist að velja hyperlink og veljið að eins Label og Number. T.d. sjá þessa tilvísun í Mynd 0.1 sem dæmi. Tables Einnig má númera töflur sjálfkrafa svipað og myndir. Nota skal skáletur í töflutitil. Textinn skal standa fyrir ofan töflu og fylgja töflunni. Ekki nota tvöfalt línubil eða hafa space before í töflum. Meginreglan við töflugerð er að hafa þær einfaldar og eins fá strik og mögulegt er. Tafla má vera miðjuð á blaðsíðu og skal þá láta töflutitil byrja við vinstri brún töflu. 5

Tafla 0.1 Dæmi um töflutexta (fyrir ofan töflu). Taflan er Eins og hún gæti litið út í ritgerð Setja skal auða aukalínu fyrir neðan töflur. Almennt skal ekki nota loftun fyrir neðan texta í töflu, og stylla loftun fyrir neðan á 0 pt. Mikilvægt er að skilgreina töflutexta með,,format paragraph: keep with next og keep lines together til að rjúfa ekki tengsl á milli töflutexta og töflu. Ef tafla er mjög löng má kljúfa hana á milli blaðsíðna og þá verður að setja (Framhald) í aukalínu beint fyrir neðan töfluna, hægri stillt við hægri brún töflu. Dæmi um sjálfvirka tilvísun í töflu, bara nota Label and Number, ekki nota hyperlink eða caption text. T.d. Tafla 0.1 sýnir dæmi um töflu. 6

Conclusions 7

References Aðalfyrirsögn heimildaskrár skal birtast í efnisyfirliti, hún skal hafa sama form og fyrirsögn eitt en vera án kaflanúmers. Eins og aðrar aðalfyrirsagnir skulu heimildir byrja á nýrri blaðsíðu og hún skal vera oddatölu (hægri) síða. Notið eitt samræmt form á heimildaskrá og tilvitnunum í ritgerðinni. Veljið form á heimildaskrá og tilvitnunum í samráði við leiðbeinanda til þess að venjur fagsviðs verði uppfylltar. 9

Appendix A Gagnlegir punktar og ábendingar BS ritgerðir skulu prentaðar í A4. Meistararitgerðir skulu prentaðar í A4. Miða skal við að ritgerð sé prentuð báðu megin á blaðsíður og byrja skal alla kafla á hægri síðu opnu. Hafa skal samband við prentsmiðju áður en handriti er skilað. Oft vilja þessir aðilar fá ritgerðina á PDF-formi. Hafa skal í huga að litprentun er mun dýrari en svart/hvít prentun. Til eru mismunandi gæði/upplausn á PDF-skjölum. Prentsmiðjur biðja gjarnan um hágæða upplausn / prentunarupplausn sem er meiri en,,venjuleg PDF-upplausn sem notuð er við skjöl sem vistuð eru á netinu. Þetta er stillingaratriði áður en PDF-skjal er búið til. Almennt vilja prentsmiðjur hæstu mögulegu upplausn. Einnig vilja prentsmiðjur almennt að allt letur og myndir séu skilgreindar ( Embedded ) innan í PDF skjalinu.