Ashkenazy á Listahátíð. 25. maí 2016

Similar documents
Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð.

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10

Ég vil læra íslensku

Ravel og Dvořák. 7. apríl 2016

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Stríð og friður. Baldur Brönniman, hljómsveitarstjóri Ari Þór Vilhjálmsson, einleikari 2010/11

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Chaplin - Modern Times. 8. & 9. maí 2015

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Dafnis og Klói. Eva Ollikainen, hljómsveitarstjóri Hamrahlíðarkórarnir Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri 2009/10

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Lengd tónleikanna er um það bil 2 klukkustundir með hléi.

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd verka: Forleikur: 10 Fimm söngvar: 22 Sinfónía: 28

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Norrænir músíkdagar. Nordic Music Days

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Að störfum í Alþjóðabankanum

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Summer Concerts 2007

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Nú ber hörmung til handa

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Tónlistin í þögninni

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Aðventutónleikar. Nicholas Kraemer, hljómsveitarstjóri Katherine Watson, einsöngvari James Gilchrist, einsöngvari 2010/11

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Reykholt í Borgarfirði

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

INNGANGUR 2 GAMLI HEIMURINN 3 NÝI HEIMURINN 12 REVÍAN 21 TANGÓ 23 ÍSLAND LÍFIÐ VIÐ STRÖNDINA 29 GLÆSTAR VONIR ÞRIÐJA ÁRATUGARINS 32

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Transcription:

Ashkenazy á Listahátíð 25. maí 2016

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru hljóðritaðir af RÚV og verða sendir út síðar. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans og aðgengilegir áskrifendum útsendinganna í kjölfarið. Jean-Efflam Bavouzet áritar diska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð. Áætluð tímalengd verka: Rómeó og Júlía: 20 Píanókonsert: 23 Sinfónía: 42 Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Mynd á kápu: Nicola Lolli, fyrsti konsertmeistari og Una Sveinbjarnardóttir, þriðji konsertmeistari. Ari Magg @icelandsymphony #sinfó www.sinfonia.is

Ashkenazy á Listahátíð Tónleikar í Eldborg 25. maí 2016» 19:30 Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri Jean-Efflam Bavouzet einleikari Pjotr Tsjajkovskíj Rómeó og Júlía, fantasíuforleikur (1869/1880) Maurice Ravel Píanókonsert í G-dúr (1929 31) Allegramente Adagio assai Presto Hlé Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 6 í F-dúr, op. 68 (1807 08) Fagnaðarkenndir vakna þegar komið er í sveitina Við lækinn Sveitungar skemmta sér Þrumuveður Söngur smalans. Gleði og þakklæti þegar óveðrinu slotar Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 3

Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri Vladimir Ashkenazy er óumdeilanlega frægastur íslenskra ríkisborgara í klassíska tónlistarheiminum. Í ríflega hálfa öld hefur hann verið í hópi fremstu hljóðfæraleikara, eða allt frá því að hann komst á verðlaunapall í þremur virtustu tónlistar keppnum heims. Hann hlaut önnur verðlaun í Chopin keppninni í Varsjá árið 1955 og fyrstu verðlaun bæði í Queen Elisabeth-keppninni í Brussel 1956 og Tsjajkovskíjkeppninni í Moskvu 1962. Ashkenazy á að baki glæsilegan feril í hljóðverinu. Hann hefur hljóðritað flest höfuðverk píanóbókmenntanna og hefur hlotið sex Grammy-verðlaun, meðal annars sem besti einleikari með hljómsveit (píanókonsertar Beethovens með Georg Solti, 1974), fyrir bestu kammerhljóðritun (fiðlusónötur Beethovens með Itzhak Perlman, 1979), og besta einleiksdisk (prelúdíur og fúgur Shostakovitsj, 2000). Ashkenazy steig sín fyrstu skref sem hljómsveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1972. Hann hefur verið aðalstjórnandi hjá virtum hljómsveitum á borð við Konunglegu fílharmóníusveitina í London, Tékknesku fílharmóníu sveitina og Sinfóníuhljómsveitina í Sidney í Ástralíu. Auk þess hefur hann starfað sem gestastjórnandi með flestum frægustu hljómsveitum heims. Árið 2002 var Ashkenazy gerður að heiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann hefur síðan snúið aftur á hverju starfsári og stjórnað meistaraverkum tónbókmenntanna, meðal annars Draumi Gerontiusar eftir Elgar, Stríðssálumessu Brittens, 9. sinfóníu Mahlers og Missa solemnis eftir Beethoven. 4

Jean-Efflam Bavouzet einleikari Jean-Efflam Bavouzet fæddist í Frakklandi 1962 og lærði píanóleik við Konservatóríið í París. Hann vakti fyrst athygli á heimsvísu þegar hljómsveitarstjórinn kunni, Georg Solti, valdi hann til að debútera á tónleikum með Orchestre de Paris árið 1995. Bavouzet hefur komið fram með hljómsveitarstjórum á borð við Pierre Boulez, Vladimir Jurowski, Andris Nelsons og Iván Fischer. Á þessu starfsári hefur hann debúterað m.a. með Sinfóníuhljómsveit San Francisco, Ungversku þjóðarfílharmóníunni, og Sinfóníuhljómsveitinni í Sidney þar sem hann lék einmitt undir stjórn Ashkenazys. Hann mun í sumar leika á upphafstónleikum Mostly Mozart- hátíðarinnar í Lincoln Center í New York og á Proms-tónlistarhátíð Breska ríkisútvarpsins. Hann hefur komið fram í öllum helstu tónleikasölum heims og haldið einleikstónleika m.a. í Wigmore Hall og Concertgebouw-salnum í Amsterdam. Bavouzet hefur hljóðritað fjölda hljómdiska fyrir Hyperionútgáfuna, meðal annars píanósónötur eftir Haydn og Beethoven, konserta Bartóks og píanótónlist Debussys. Diskar hans hafa hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, meðal annars tvenn Gramophone-verðlaun fyrir konserta eftir Debussy og Ravel, og fyrir fjórða hefti af píanótónlist Debussys. Einnig hefur hann hlotið BBC Music Magazineverðlaunin, Choc de la Musique, og Diapason d Or. Þá hlaut hann International Classical Music Awards verðlaunin árið 2012 og sama ár var hann tilnefndur til Gramophoneverðlauna í flokknum Tónlistarmaður ársins. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 5

Pjotr Tsjajkovskíj Rómeó og Júlía Pjotr Tsjajkovskíj (1840 1893) stundaði tónlistarnám í Sankti Pétursborg og útskrifaðist úr tónlistarháskóla borgarinnar 25 ára gamall. Skömmu síðar bauðst honum kennarastaða við nýstofnaðan tónlistarháskóla í Moskvu og þar kenndi hann í rúman áratug. Í Moskvu kynntist hann Mili Balakirev, sem var mikill áhrifavaldur á þjóðlegan stíl rússneskra tónskálda um þetta leyti. Balakirev leitaðist við að finna jafnvægi milli vestrænna hefða og rússnesks þjóðaranda í tónsköpun, og var músíkalskur lærifaðir Músorgskíjs, Rimskíj-Korsakovs og Borodins, svo nokkrir séu nefndir. Hann reyndist Tsjajkovskíj einnig vel og líklega hefði forleikurinn um Rómeó og Júlíu aldrei litið dagsins ljós ef ekki hefði verið fyrir hvatningu Borodins. Tónlistin á Íslandi Forleikur Tsjajkovskíjs hefur hljómað alloft í meðförum Sinfóníuhljómsvietar Íslands, til dæmis undir stjórn Olavs Kielland (1960), Gabriels Chumra (1978), Barrys Wordsworth (1987), Pietaris Inkinen (2007) og Ricos Saccani (2015). Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flutti verkið undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar árið 2007 og Ungsveit SÍ undir stjórn Petris Sakari 2014. Ekki verður annað sagt en að vel hafi tekist til. Verkið hefst á hægum inngangi sem hefur á sér trúarlegan blæ og lýsir Bróður Lárens í klausturklefa sínum. Meginhluti forleiksins er í sónötuformi, og tvær meginhugmyndir eru ráðandi. Fyrra stefið er ágengt og ofsafengið og lýsir óvináttu Kapúlett- og Montag-ættanna, en hið seinna lýsir ástum Rómeós og Júlíu. Niðurlagið er einnig byggt á ástarstefinu, en nú er það kaldur og lífvana útfararmars. Segja má að Tsjajkovskíj hafi fundið sína eigin rödd með forleiknum um Rómeó og Júlíu. Hann var tiltölulega óreyndur sem hljómsveitartónskáld og hafði aðeins samið eina sinfóníu, enda ekki nema 29 ára gamall. Tsjajkovskíj sótti aftur í sjóð Shakespeares síðar á ferlinum forleiki byggða á Ofviðrinu (1873) og Hamlet (1878) en hvorugt þessara verka skákar þó Rómeó og Júlíu-forleiknum hvað vinsældir varðar. 6

Maurice Ravel Konsert í G-dúr Árið 1928 hélt Maurice Ravel (1875 1937) í fjögurra mánaða tónleikaferð til Bandaríkjanna. Í Hollywood kynntist hann frægustu kvikmyndastjörnum þess tíma, en í New York eyddi hann kvöldunum með tónskáldinu George Gershwin á djassbúllum í Harlem. Áhrifin komu þegar fram í tónsmíðum Ravels, enda er píanókonsertinn í G-dúr sneisafullur af bláum nótum og öðrum tilvísunum í djass. Ravel hóf að semja konsertinn 1929, en lauk við hann í nóvember 1931. Þá hafði hann glímt við heilsubrest um skeið og raunar var píanókonsertinn síðasta meiriháttar tónsmíðin sem Ravel lauk við; hann lést sex árum síðar. Tónlistin á Íslandi Fimmtán píanistar hafa flutt píanókonsert Ravels með SÍ, þar af sex íslenskir: Halldór Haraldsson (1968 og 1982), Þorsteinn Gauti Sigurðsson (1979), Helga Bryndís Magnúsdóttir (1987), Sigrún Grendal (1994), Miklós Dalmay (1996) og Víkingur Heiðar Ólafsson (2005). Auk þeirra hafa m.a. leikið verkið þau Alicia de Larrocha (1972), Pascal Rogé (1980), Jean-Phillipe Collard (1993), Lise de la Salle (2010) og Steven Osborne (2012). Ravel sagði í viðtali sumarið 1931 að konsertinn væri undir áhrifum frá Mozart og Saint-Saëns. Mér finnst að konsertar eigi að vera léttúðugir og glitrandi, ekki leitast við að rista of djúpt eða sýna of mikla dramatík. Fyrsti kaflinn hefst með hvelli, í bókstaflegri merkingu. Undir glitrandi píanórunum hljómar líflegt stef en þegar píanistinn tekur völdin verður tónlistin hægari og djass-skotnari. Ravel hefur augljóslega verið kunnugur Rhapsody in Blue og píanókonserti Gershwins, auk þess sem hann fékk eitt og annað að láni úr Petrúsku Stravinskíjs og tokkötumúsík Prokofíevs. Upphaf hæga kaflans er með því innblásnasta sem Ravel samdi, ljúfsárt píanósóló í blíðum valstakti. Þegar Marguerite Long, sem frumflutti konsertinn, lýsti yfir sérstakri ánægju sinni með stefið fórnaði tónskáldið höndum: Þessi langa laglína! Hvað ég þjáðist yfir hverjum einasta takti! Hún gekk nærri því af mér dauðum! Fleiri hljóðfæri slást í hópinn og undir lokin snýr upphafsvalsinn aftur við glitrandi stjörnuspil slaghörpunnar. Í sprellfjörugum lokaþættinum hverfur Ravel aftur í trúðsheim fyrsta þáttar. Áhrif frá Petrúsku má greina í tvítónal innslögum blásara í upphafi, þegar klarínett og flauta takast á loft í tveimur tóntegundum í senn. Píanóið er nær ávallt í forgrunni og tekur að lokum á sprett í fjörugu moto perpetuo þar sem allt er lagt í sölurnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 7

Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 6 Tónskáld 19. aldar höfðu mikinn áhuga á samspili tónlistar og frásagna af ýmsum toga. Tónlist varð vettvangur fyrir það sem kalla mætti hljómandi skáldsögu og tónskáld miðluðu stórum og viðamiklum frásögnum á vettvangi hinnar svonefndu prógrammsinfóníu. Ludwig van Beethoven (1770 1827) var meðal helstu frumkvöðla í þessum samruna tón listar og frásagnar, bæði í sjöttu sinfóníu sinni og ekki síður Wellingtons Sieg, þar sem lýst er í tónum sigri hertogans af Wellington á sveitum Napóleóns 21. júní 1813. Sveitasinfónía, sem Beethoven samdi á árunum 1807 8, hlaut mikla eftirtekt enda höfundurinn viðurkenndur sem mesta sinfóníuskáld Vínarborgar. Þó gekk Sveitasinfónían að sumu leyti þvert á hugmyndir samtímamanna um hvað sinfónía ætti að vera. Um aldamótin 1800 þótti sinfónían helst til þess fallin að tjá stórfenglegar hugsanir og viðburði, og tónlistin einkenndist af þaulhugsuðu formi og mótívískri úrvinnslu. Sveita- eða hjarðljóðsstíllinn var afslappaðri og einkenndist af látlausri framsetningu stefja. Sjálfur lagði Beethoven á það áherslu að ekki mætti gefa frásagnarhluta verksins of mikið vægi. Við frumflutninginn stóð í tónleikaskránni: Sveitasinfónía, sem er fremur tjáning tilfinninga en málverk í tónum. Beethoven bætti við: Sá sem hefur upplifað sveitalífið getur vel gert sér í hugarlund hvað tónskáldið hafði í huga án þess að reiða sig á lýsingar í orðum. Beethoven var einlægur náttúruunnandi og naut þess að reika ótruflaður um skógana í nágrenni Vínarborgar. Ári eftir frumflutning Sveitasinfóníunnar skrifaði hann: Það er varla nokkur maður sem ann sveitinni eins og ég geri. Mér finnst að skógarnir, trén og steinarnir séu bergmál þess sem manneskjan þráir að heyra. Sveitasinfónía Beethovens er í fimm þáttum. Upphafskaflinn er um margt ólíkur því sem gerist og gengur í öðrum sinfóníum Beethovens. Stefin eru öll sveitaleg að því leyti 8

að þau spanna þröng tónsvið, minna um margt á þjóðlög eða dansa þótt öll séu þau frumsamin. Heiðskírt yfirbragð tónlistarinnar kemur ekki síst til af því hvernig Beethoven forðast moll- og minnkaða hljóma eins og heitan eldinn, en notar þess í stað hvern dúrhljóminn á fætur öðrum. Ekki síður vekur eftirtekt hversu sjaldan dýnamíkin fer upp í forte eða þaðan af hærra, og hversu djarflega Beethoven leyfir sér að endurtaka sama hljóminn aftur og aftur án nokkurra breytinga, til dæmis í úrvinnslunni. Hér fær tónlistin næstum því mínímalískt yfirbragð; ein hljómskipti á 50 töktum er nokkuð sem er einstakt í verkum Beethovens og þótt mun víðar væri leitað. Einmitt þetta gefur þættinum ljúft og afslappað yfirbragð sem hæfir efninu. Tíminn silast áfram í sveitinni og Beethoven liggur ekkert á. Í hæga kaflanum situr Beethoven við lækjarbakkann og lætur hugann reika. Hægur vatnsflaumur heyrist í öðrum fiðlum og lágfiðlum, en fyrstu fiðlur fljóta ofan á með bjartar og afslappaðar hendingar. Undir lokin brýst út fjölskrúðugur fuglasöngur í stuttri kadensu þar sem næturgali (flauta), kornhæna (óbó) og gaukur (tvö klarínett) láta í sér heyra. Tónlistin á Íslandi Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem SÍ flytur Sveitasinfóníu Beethovens. Róbert A. Ottósson stýrði flutningi hennar í Þjóðleikhúsinu 1951, en síðan hafa m.a. haldið um tónsprotann þeir Olav Kielland (1954), Bohdan Wodiczko (1966 og 1971), Paavo Berglund (1967), Aldo Ceccato (1989), Petri Sakari (1992 og 2001), Osmo Vänskä (2011), Hannu Lintu (2012) og Vladimir Ashkenazy (2013). Þriðji þáttur er léttur og gamansamur sveitadans. Hér gerir Beethoven góðlátlegt grín að sveitamúsíköntum sem gengur misvel að spila í takt. Glaðvær stemningin leysist skyndilega upp þegar óveðursský taka að nálgast. Fáum tónskáldum hefur tekist jafnvel að lýsa þrumuveðri í tónum enda notar Beethoven möguleika hljómsveitarinnar til hins ítrasta. Skræk piccolóflauta og dynjandi pákur sjá um þrumurnar sjálfar, og nú heyrast svo um munar allir dökku hljómarnir sem Beethoven sveigði hjá í fyrsta þættinum. Þrumuveðurskaflinn er í rauninni eins konar inngangur að lokakaflanum sem tekur við um leið og veðrinu slotar. Látlaus sálmahending leiðir inn í þakkarsöng þar sem veraldleg gleði og andleg upphafning fléttast saman á töfrandi hátt. Árni Heimir Ingólfsson Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 9

Hljómsveit á tónleikum 25. maí 2016 1. fiðla Sigrún Eðvaldsdóttir Una Sveinbjarnardóttir Zbigniew Dubik Gunnhildur Daðadóttir Pálína Árnadóttir Margrét Kristjánsdóttir Bryndís Pálsdóttir Rósa Hrund Guðmundsdóttir Andrzej Kleina Júlíana Elín Kjartansdóttir Olga Björk Ólafsdóttir Laufey Jensdóttir Ágústa María Jónsdóttir Mark Reedman 2. fiðla Vera Panitch Greta Guðnadóttir Ólöf Þorvarðsdóttir Þórdís Stross Margrét Þorsteinsdóttir Christian Diethard Sigurlaug Eðvaldsdóttir Kristján Matthíasson Dóra Björgvinsdóttir Pascal La Rosa Hlín Erlendsdóttir Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Víóla Þórunn Ósk Marinósdóttir Svava Bernharðsdóttir Þórarinn Már Baldursson Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Sarah Buckley Herdís Anna Jónsdóttir Kathryn Harrison Guðrún Þórarinsdóttir Móeiður Sigurðardóttir Þóra Margrét Sveinsdóttir Selló Sigurgeir Agnarsson Sigurður Bjarki Gunnarsson Júlía Mogensen Hrafnkell Orri Egilsson Bryndís Björgvinsdóttir Ólöf Sigursveinsdóttir Inga Rós Ingólfsdóttir Lovísa Fjeldsted Bassi Hávarður Tryggvason Páll Hannesson Dean Ferrell Jóhannes Georgsson Richard Korn Þórir Jóhannsson Flauta Hallfríður Ólafsdóttir Áshildur Haraldsdóttir Martial Nardeau Óbó Eva Kruse Steinaa Matthías Nardeau Eydís Franzdóttir Klarínett Arngunnur Árnadóttir Grímur Helgason Fagott Michael Kaulartz Brjánn Ingason Horn Emil Friðfinnsson Joseph Ognibene Þorkell Jóelsson Lilja Valdimarsdóttir Trompet Einar Jónsson Eiríkur Örn Pálsson Básúna Sigurður Þorbergsson Oddur Björnsson David Bobroff, bassabásúna Túba Carl Roine Hultgren Harpa Katie Buckley Pákur Eggert Pálsson Slagverk Frank Aarnink Árni Áskelsson Kjartan Guðnason Yan Pascal Tortelier aðalhljómsveitarstjóri frá september 2016 Osmo Vänskä aðalgestastjórnandi Vladimir Ashkenazy heiðursstjórnandi Daníel Bjarnason staðarlistamaður Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi Margrét Sigurðsson fjármálafulltrúi Grímur Grímsson sviðsstjóri Anna Sigurbjörnsdóttir tónleikastjóri Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri Kristbjörg Clausen nótna- og skjalavörður Sigþór J. Guðmundsson sviðsstjóri Margrét Ragnarsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Greipur Gíslason verkefnastjóri Una Eyþórsdóttir mannauðsstjóri Jökull Torfason umsjónarmaður nótna 10

Himnasælusinfónían Fim. 9. júní» 19:30 Rolf Martinsson Ich denke dein... Gustav Mahler Sinfónía nr. 4 Stjórnandi Eivind Aadland Einsöngvari Lisa Larsson Tryggið ykkur miða Sænska sópransöngkonan Lisa Larsson hefur á glæstum ferli sungið í helstu óperu- og tónleikahúsum heimsbyggðarinnar. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands syngur hún ljóðin fimm í verki Rolf Martinssons og himinsæluljóðið í ægifagurri 4. sinfóníu Mahlers. Sinfóníuhljómsveit Íslands 2015/16 Miðasala» www.sinfonia.is» www.harpa.is» Sími: 528 5050» Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar @icelandsymphony #sinfó 11

Baksviðs með Sinfóníuhljómsveit Íslands Mæðginin Ágústa María Jónsdóttir og Stefán Jón Bernharðsson eru hluti af mikilvægri heild. Stefán Jón: Ég var auðvitað alveg grænn fyrst þegar ég byrjaði í sveitinni fyrir fimmtán árum síðan. Ágústa: Já, en þetta vandist fljótt og ætli þetta hafi ekki snúist við í dag, þú alir mig upp. Það er allavega stuðningur í því að vinna með fjölskyldumeðlimum. Sagt er að ákveðnar manngerðir leiki á viss hljóðfæri, eða skyldu hljóðfærin á einhvern hátt hafa mótandi áhrif á manneskjurnar? Að sitja inni í miðri hljómsveit þegar allt er komið á fulla ferð er merkileg upplifun sem Ágústa María Jónsdóttir þekkir vel. Hún kom til starfa í Sinfóníu hljómsveit Íslands undir lok áttunda áratugarins. Tónlistar námið stundaði hún hér heima og í sjálfri háborg tónlistarinnar, Vín í Austurríki, þar sem menn á borð við Mozart og Beethoven sömdu verk sín forðum daga. Þó að fiðlan sé í öndvegi í sinfónískum tónverkum eru hornin engu að síður meðal glæsilegustu hljóð færa sinfóníuhljómsveitar og einn tónlistarmannanna sem blæs í þau er Stefán Jón, sonur Ágústu. Það er gott að vita að í hljómsveitinni komi kynslóðirnar saman með eitt markmið að þjóna tónlistargyðjunni. gamma er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf. www.gamma.is