Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP)

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Fóðurrannsóknir og hagnýting

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Fersk flök flutt í kerum eða kössum?

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Ég vil læra íslensku

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Hagur veiða og vinnslu 2016 Profitability in fishing and fish processing 2016

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Horizon 2020 á Íslandi:

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu


Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Vísitala framleiðsluverðs 2007 Producer price index 2007

Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2003 Profitability in fishing and fish processing 2003

Summary in English: IQF, cod, quality, tempering, rigor mortis. Copyright Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins / Icelandic Fisheries Laboratories

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014

Saga fyrstu geimferða

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

V e r k e f n a s k ý r s l a 24-05

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald. Þingskjal mál. Lagt fram á 149.1öggjafarþingi

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Fullnýting hrognkelsa

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Transcription:

Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP) Magnús Valgeir Gíslason Gunnar Pálsson Sindri Freyr Ólafsson Arnljótur Bjarki Bergsson Björn Margeirsson Sigurjón Arason Magnea G. Karlsdóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 11-14 Mars 2014 ISSN 1670-7192

Titill / Title Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP) / Hedinn protein plant and Hedinn oil plant Höfundar / Authors Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Sindri Freyr Ólafsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir Skýrsla / Report no. 11 14 Útgáfudagur / Date: Mars 2014 Verknr. / project no. 2002 2081 og 2002 2167 Styrktaraðilar / funding: AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084 10 og R12 039 12) Ágrip á íslensku: Markmið verkefnisins var að þróa sjálfvirkar fiskmjöls og lýsisverksmiðjur (HPP og HOP). Verksmiðjurnar eru sjálfvirkar, umhverfisvænar og geta gengið fyrir rafmagni, gufu eða afgangsvarma. Framleiðsluferill fyrir fiskmjöl hefur verið endurhannaður að mörgu leyti. Þekking á ferlastýringu og eðliseiginleikum hráefnisins eru byggð á hefðbundnu fiskmjölsferli, og er sú þekking notuð sem grunnur fyrir þróun á búnaði til þess að fullvinna sjávarafurðir. Tilraunir með HPP skiptust í tvo megin þætti: 1) prófanir nýjum búnaði og framleiðsluferli og 2) úttekt á efnis og orkuflæði í framleiðsluferlinu. Megin áherslan er á aukahráefni sem verður til við fiskvinnslu til manneldis, s.s. slóg og bein af hvítfiskum. Einnig hafa prófanir sýnt fram á ágæti verksmiðjunnar til þess að vinna mjöl og lýsi úr aukahráefnum frá rækjuvinnslu, laxfiskavinnslu og uppsjávarfiskvinnslu, en þessi hráefni hafa verið notuð í framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í áratugi og eiginleikar þeirra þekktir. Tilraunir með HOP verksmiðjuna gengu út á að prófa mismunandi suðutíma og hitastig við suðu, ásamt því að takmarka aðgengi súrefnis að hráefni við vinnslu. Niðurstöðurnar sýna að HPP og HOP hefur getu til þess að framleiða fiskmjöl og lýsi úr áður lítið nýttum aukahráefnum. Gæði fiskmjölsins og lýsisins voru háð gæðunum á hráefninu sem fór inn í verksmiðjuna. Fyrir litla verksmiðju sem er staðsett nálægt fiskvinnslu, ætti ferskleiki hráefnisins ekki að vera vandamál. Efnamælingar á mjöli og lýsi sýndu lágt vatnsinnihald í lýsinu og lágt fituinnihald í mjöli, sem undirstrikar að nýr búnaðar sem notaður var í verksmiðjunni virkar eins vel og vonast var eftir. Lykilorð á íslensku: Fiskmjöl, lýsi, aukahráefni, umhverfisvæn framleiðsla, rafmagnnotkun, massastreymislíkan, frumgerð

Summary in English: The aim of the project is to develop an automatic fish meal and fish oil factory (HPP and HOP). The factory is automatic, environmentally friendly and runs on electricity, steam or waste heat. The manufacturing process and equipment for fish meal has been redesigned in various ways. The knowledge on the process management and the properties of the raw material based on fish meal processing will serve as a basis for the companies to develop new equipment for the full processing of marine products. English keywords: Experiments with HPP consisted of two main parts: 1) testing new equipment and manufacturing process and 2) examination of mass and energy flow through the process. Focus was on by products from processing fish for human consumption e.g. viscera from whitefish and bones. Also experiments have been conducted on shell from shrimp and pelagic fish which has been used for fish meal processing for decades with its well known properties. Experiments with HOP factory consist of testing different cooking time and temperature, in addition to limit accessibility of oxygen to the raw material in the process. The results showed that HPP and HOP can produce fish meal and fish oil from previously little utilized by products of many species. The quality of the fish meal and oil depended on freshness on the raw material. For a small factory that can be stationed close to a fish processing plant, the freshness of raw material should not be a problem. Measurement of low water content in fish oil and low fat content in the meal, states that the new equipment and process are giving results as hoped. Fish meal, fish oil, by products, environmental friendly production, electric utilizing, massflow model, prototype. Copyright Matís ohf / Matis Food Research, Innovation & Safety

Efnisyfirlit 1 Inngangur... 1 2 Markaðsgreining... 1 Inngangur... 1 Markaður... 2 Þarfagreining kaupenda... 2 Forsendur... 2 Notendahópur... 2 Landvinnsla... 5 Sjóvinnsla... 6 Eldi... 6 Landvinnsla... 7 Staðsetningar... 7 Sjóvinnsla... 9 Frystitogarar... 9 Ísfiskskip... 10 3 Uppsetning á verksmiðjum... 11 4 Niðurstöður úr tilraunakeyrslum... 12 Þorskslóg og karfahausar HPP 100... 12 Rækjuskel HPP 100... 13 Lifrarmjöl og lýsi HPP og HOP 100... 14 Síld HPP 100... 16 Uppsetning HPP 300 verksmiðju... 17 Hvítfisks slóg... 17 Slóg úr laxfiskum... 18 Steinbíts hausar og hryggir ásamt karfa hausum og bolfiskslóg... 18 5 Ályktanir... 19 6 Heimildir... 20

1 Inngangur Lítið hafði þróast og nokkur stöðnun hafði einkennt fiskmjölsframleiðslu síðustu 15 ár uns Héðinn hafði forgöngu um rafþurrkun fiskmjöls með verkefni sem hófst 2010. Skýring stöðnunarinnar lá í því að framboð á iðnaðarfiski náði hámarki um 1990 sem leiddi til að fyrirtæki, sem buðu og þróuðu búnað á þessu sviði, lentu í sölutregðu eftir mikla uppsveiflu á áratugunum þar á undan og hefur slíkum þjónustufyrirtækjum farið fækkandi. Vinnsla á fiskmjöli og lýsi úr aukahráefnum frá fiskvinnslu var algeng á árum áður en hefur dregist mikið saman. Samdrátturinn var einkum vegna þess að búnaðurinn, sem boðist hefur, er dýr, mannfrekur og jafnframt talinn mengandi. Einnig hefur þróun á öðrum aðferðum við nýtingu aukahráefna ýtt fiskmjölinu til hliðar. Með þessar forsendur að leiðarljósi og í framhaldi af samvinnu um rafþurrkun réðst Héðinn hf. í þróun á nýjum búnaði (Héðinn Protein Plant HPP) sem kæmi á markað fyrir fiskvinnslur og gæti tekið við því aukahráefni sem fellur til og er ekki nýtt í aðra vinnslu. Í framhaldi af þeirri þróun var auk þess ráðist í þróun á einfaldari verksmiðju (Hedinn Oil Plant HOP) sem gæti framleitt lýsi. Lagt var upp með að helstu þættir mjöl og lýsisverksmiðja yrðu endurhannaðir. Farnar voru nýjar leiðir þannig að í stað hefðbundins sjóðara var þróaður rörasjóðari og í stað pressu kom mjölskilvinda sem skilur einungis lýsið frá vökvanum. Forþurrkari var hannaður í stað soðkjarnatækis. Hann notar rafmagnskaut þurrkunina, og eins var lagt upp með að auðvelda orkuendurvinnslu úr eimnum sem myndast við þurrkun í vinnsluferlinu. 2 Markaðsgreining Inngangur Fyrsti verkþáttur verkefnisins gekk út að safna og greina gögn, sér í lagi varðandi markaðsaðstæður og könnun á hráefnisframboði fyrir verksmiðjurnar. Helstu þættir sem skoðaðir hafa verið eru, hráefni sem unnt er að nýta í fiskmjöls og lýsisvinnslu hvort heldur á sjó eða í landi. Markaðsgreining er grundvöllur fyrir því að ákvarða möguleg markaðstækifæri og finna út hvar hægt væri setja upp HPP og HOP verksmiðjurnar. Ljóst er að ákvarða þarf staðsetningu HPP og HOP verksmiðja út frá aukahráefni sem fellur til við landvinnslu ásamt þeim núverandi lausnum sem vinna úr aukahráefnum, eins og Klofningur á Suðureyri og Skinnfiskur á Reykjanesi. Misjafnt er hversu mikið af afla kemur óslægður í land og þarf því að athuga stöðu mála eftir landshlutum. Einnig voru könnuð hvaða skip geta borið verksmiðju um borð þar sem mikið magn af slógi fer í sjóinn þegar afli er slægður á sjó. Megin áhersla var lögð á að vinna úr slógi helstu bolfisktegunda. Að auki voru gerðar tilraunir með rækjuskel, síld, steinbítshryggi og hausa og karfahausa til að kanna hæfni verksmiðjunnar til að vinna úr ólíkum hráefnum og undir búa frekari markaðssókn með HPP inn í fjölbreyttari vinnslur. 1

Markaður Þar sem verðmæti óflokkaðs aukahráefnis sem fellur til við vinnslu er ekki ýkja mikið, mun það seint borga sig að keyra langar vegalengdir með viðkvæmt hráefni sem er fljótt að skemmast. Þannig hentar lítil fiskmjölsverksmiðja sem getur tekið á móti nánast öllu aukahráefni og unnið úr því gæða mjöl og lýsi. Taka þarf fram að gæði afurðar eru háð gæðum hráefnis sem fer inn, en mikilvægt er að huga að kælingu aukahráefnis til að viðhalda ferskleika þess. Flutningur hráefna við aðstæður er varna skemmdum er almennt kostnaðarsamur. Einfaldara og hagkvæmara er að kæla aukahráefni á hverri starfstöð fyrir sig þann tíma sem hráefnið getur þurft að bíða frekari vinnslu, frekar en að tryggja kælingu við lestun og losun og eins í snurðulausum flutningi. Þarfagreining kaupenda Fyrir landvinnslu þarf rúmt húsnæði og aðgang að rafmagni. Þó HPP sé tiltölulega samþjappað ræðst húsnæðisþörf af því hve mikið rými á að vera í kring um vélbúnaðinn, einkum geymslupláss fyrir afurðir, rakaþétt geymsla undir mjölsekki og lýsiskör/tanka. Við keyrslu á verksmiðjunni þarf einn vaktmann á meðan vinnsla er í gangi, til að sjá um koma hráefni í verksmiðjuna, stýra verksmiðju út frá gæðamælingum afurða, ganga frá afurðum í geymslu og sjá um þrif. Í ljósi umfangs búnaðarins var kannað hvernig HPP gæti unnið úr fjölbreyttara hráefni til að auðvelda markaðssetningu HPP með því að kynna HPP sem tól til lausna á fjölbreyttum vandamálum. Sama á við um verksmiðju sem sett yrði upp um borð í vinnsluskipi, vanda þarf til verka við að koma verksmiðjunni fyrir, svo auðvelt sé að ganga um hana og standa að þrifum. Einnig þarf að aðlaga verkaskiptingu um borð til að manna vaktir við verksmiðjuna. Forsendur Notendahópur Líklegustu notendur lítillar fiskmjöls og lýsisverksmiðju eru taldar slægingarþjónustur, stærri fiskvinnslur og frysti og ísfisktogarar. Á Íslandi eru starfræktar 17 slægingarþjónustur víðsvegar um landið, en slægingarþjónustur eru víða í samstarfi við fiskmarkaði (Reiknistofa fiskmarkaðana hf., 2011). Auk þeirra þeirra eru stærri fiskvinnslur á mörgum stöðum þar sem slægingarþjónusta er ekki til staðar. Heildarafli sem fór í gegnum fiskmarkaði Íslands var 41.388 tonn árið 2010 eins og sjá má á Mynd 1. 2

Fiskmarkaður Íslands tonn 39.937 39.696 44.655 44.749 45.298 43.769 41.107 47.686 41.388 29.801 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Mynd 1: Magn af fiski sem hefur farið í gegnum Fiskmarkað Íslands frá 2002 2011. (Reiknistofa fiskmarkaðana hf., 2011) Miðað við þann afla sem fer í gegnum fiskmarkaði hér á landi, og að einungis hluti af aflanum er slægður þar, ætti að vera möguleiki á að nokkrir fiskmarkaðir gætu haft nægt hráefni til halda uppi góðri mjölog lýsisvinnslu hver um sig. Á landinu eru á milli 10 og 15 fiskvinnslur sem eru það stórar að magn aukahráefnis yrði nægt til að halda uppi fullri vinnslu. Gert er ráð fyrir að hlutfall aukahráefna sé frekar lágt, slóg sé um 13% af heildarhráefni af óslægðum veiddum bolfiskafla. Á Íslandi eru skráðir tæplega 60 togarar og er um það bil helmingur þeirra vinnsluskip, en heildarafli togara var rúm 200.000 tonn árið 2012 1. Stærri togarar er líklegur markaður fyrir litla mjöl og lýsisverksmiðju, þar sem aukin krafa er komin á vinnsluskip flotans um að fullnýta allan þann afla sem þau veiða 2. Með því að setja upp mjöl og lýsisvinnslu mætti auðveldlega fullnýta afla sem kemur um borð í skipið. Varðandi stærð vinnslu, þá er hlutfall aukaafurða um borð í vinnsluskipum mun hærra en í landvinnslu þar sem allar aukaafurðir fara í mjöl og lýsisvinnslu, meðan einungis hluti af landvinnslu fer í slíka vinnslu. Meiri krafa er á endurnýjun togara flotans þar sem hann er sífellt að eldast eins og sjá má á Mynd 2, en þar sést hvernig meðalaldur togara á Íslandi hefur hækkað síðan um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. 1 Hagstofa Íslands, 2014, http://hagstofa.is/?pageid=2596&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/dialog/varval.asp?ma=sja05004%26ti =Fiskiskipast%F3llinn+eftir+st%E6r%F0arflokkum+og+heimah%F6fn+2002%2D2012%26path=../Database/sjavar utvegur/skip/%26lang=3%26units=fj%f6ldi 2 Starfshópur um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða, Álitamál, greiningar, skýrslur og valkostir við breytingar á stjórn fiskveiða, http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/skyrslur/meginskyrsla_uppsett_lokaeintak.pdf 3

Mynd 2: Stærð og meðalaldur íslenskra togara til ársins 2009 (Sjávarútvegurinn í tölum, 2010). Til þess að meta stærð HPP verksmiðju út frá afköstum vinnslu, voru ákveðnar forsendur gefnar (Tafla 1 og Tafla 2). Í töflum 1 og 2 má sjá afköst HPP 300 og 1000 verksmiðja og hvernig þau afköst samsvara fyrir mismunandi fiskvinnslur. Út frá töflunum má sjá að fiskvinnslu, sem myndi slægja hvítfisk í landi og vinna úr 11.000 tonnum á ári með hlutfall af aukahráefni 13%, gæti notað HPP 300 verksmiðju til að vinna mjöl og lýsi. Gera mættir ráð fyrir að slík verksmiðja myndi skila milli 300 og 400 tonnum af mjöli og lýsi. Tafla 1: Mismunandi stærðir vinnslu eftir hlutfalli aukahráefnis fyrir HPP 300. Tegund verksmiðju Keyrsludagar á ári Hlutfall af aukahráefni (%) Stærð vinnslu (tonn/200 shr.) 200 13 11.000 HPP 300 200 20 7.200 200 30 4.800 200 45 3.200 4

Tafla 2: Mismunandi stærðir vinnslu eftir hlutfalli aukahráefnis fyrir HPP 1000. Tegund verksmiðju Keyrsludagar á ári Hlutfall af aukahráefni (%) Stærð vinnslu (tonn/200 shr.) 200 13 37.000 HPP 1000 200 20 24. 000 200 30 16.000 200 45 11.700 HPP 300 verksmiðjan er gefin upp fyrir að afkasta að vinna úr 300 kg af hráefni á klukkustund, sem eru rúm 7 hráefnistonn á sólarhring. Einnig eru uppi hugmyndir um enn stærri útgáfur af verksmiðjunni þ.e. HPP 1000 og HP 2000, en þær geta framleitt úr 1000 kg og 2000 kg af hráefni á klukkustund. Mynd 3: Yfirlitsmynd af nýju og einföldu framleiðsluferil próteinduftsverksmiðju. Landvinnsla Áhersla var lögð á að skoða eftirfarandi fisktegundir: þorskur, ýsa, ufsi, karfi, langa, keila og steinbítur. Gögn um aflamark hverrar útgerðar fyrir ofangreindar tegundir voru sótt á tímabilinu 21. 25. maí 2012 (SAX, 2012). Upplýsingum um aflamark hverrar fisktegundar voru skráðar niður fyrir allar útgerðir með heildaraflamark í sem nemur meira en 100 þorskígildistonnum Nálgun var gerð fyrir minni útgerðir þar 5

sem magn af veiddum bolfisk var áætlað það sama og heildaraflamark í þorskígildistonnum sérhverrar útgerðar. Ekki voru skoðaðar útgerðir með heildaraflamark í þorskígildistonnum undir einu tonni. Notast var við 16% slóghlutfall almennt að undanskildum steinbít þar sem notast var við 10% slóghlutfall (Heimir, Guðrún Anna, & Jón Gunnar, 2007). Slóghlutfall hverrar fisktegundar má sjá í Tafla 3. Þá var könnuð færni búnaðarins til að vinna úr karfahausum til að takmarka sóun við vinnslu karfa, og eins voru gerðar tilraunir með vinnslu úr rækjuskel og síld þegar sýnt þótti að búnaðurinn var full fær um að afkasta því sem til var ætlast í upphafi og áhersla var lögð á. Tafla 3. Slóghlutfall. Tegund Slóghlutfall Þorskur 16% Ýsa 16% Karfi 16% Ufsi 16% Langa 16% Keila 16% Steinbítur 10% Sjóvinnsla Til þess að áætla þann fjölda togara sem gætu mögulega nýtt sér verksmiðju um borð var sett takmörkun um að skoða frystitogara sem veiða bolfisk og eru yfir 1500 brúttótonn, ásamt því að vera með frystikerfi um borð. Skorðurnar voru settar þar sem pláss er almennt af skornum skammti um borð í skipum og skipin verða að geta borið verksmiðjuna og kælt hráefnið til þess að tryggja gæði afurða og varðveitt þær afurðir sem framleiddar eru. Hægt er að skoða möguleika á að setja upp mjölverksmiðju í heild sinni eða einfaldari útgáfu þar sem lýsið er einungis nýtt. Eldi Nýleg spá Landsambands fiskeldisstöðva gerir ráð fyrir fimmföldun í framleiðslu hérlendis með fiskeldi á næstu 15 árum. Mikið af þeirri aukningu tengist uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum vestfjörðum hvar Fjarðalax hefur hafið laxeldi og Dýrfiskur elur regnboga silung. Þá eru fleiri fyrirtæki með áætlanir um aukið fiskeldi einkum á Vestfjörðum og er útlit fyrir að umfang fiskeldis geti orðið álíka mikið og umfang vinnslu fiskafla á svæðinu (Rúnarsson, 2013). Samhliða áætlunum Landsambands fiskeldisstöðva, sem byggir á upplýsingum frá þeim fyrirtækjum sem eru aðilar að landsambandinu, hafa valin fyrirtæki jafnframt áætlað líklegt magn slógs sem reikna má meðan að falli til við vinnslu hjá þeim 3. 3 Slógmagn 2012 Skýrsla unnin af/fyrir Dýrfisk Fjarðalax og Íslandsbleikju 6

Landvinnsla Úr þeim afla sem landað er óslægðum í landvinnslu er unnið á margvíslegan hátt. Algegnt er að útgerðir nýti sér slægingarþjónustur við eða fjarri fiskmarkaði til þess að slægja aflann. Við vinnsluna fellur til aukahráefni, t.d. slóg, sem ekki flokkast sem aðalafurð og telst því sem aukaafurð. Slóg, hausar og beingarður flokkast sem aukahráefni en það er þó ekki þess virði að setja það allt í mjöl og lýsisvinnslu ef hærra verð má fá með annarri vinnslu, s.s. þurrkun á þorskhausum og beingarði. Þá kemur fyrir að slógið er flokkað og hluti þess gjarnan seldur sér eins og lifur, svil, magi og hrogn en það er árstíðabundið hvenær slík flokkun er arðbær. Sé fyrirtæki ekki unnt að skapa verðmæti úr hráefni er að jafnaði lagt urðunargjald á frágang sem nemur 12,06 kr/kg (Sorpa, 2012). Einnig þekkist að fyrirtæki hakki niður slóg og gefi til bænda sem nýta það í áburð en sums staðar er slógi dælt í sjóinn. Stefnan er að nýta sem mest af því aukahráefni sem fellur til við vinnslu, í sem verðmætastar afurðir, af kostnaðarlegum og samfélagslegum ástæðum og stuðla þannig að sjálfbærari rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. HPP verksmiðjurnar eru vel til þess fallnar að nýta það aukahráefni sem annars væri fargað út í sjó. Staðsetningar Reykjanes, Snæfellsnes, Vestfirðir og Vestmannaeyjar eru taldir vera ákjósanlegustu staðir landsins til þess að setja upp HPP verksmiðjur í ljósi hráefnisstrauma um þau landssvæði. Til þess að fá nánari mynd af magni aukahráefnis sem er vannýtt voru skoðaðar útgerðir, fiskvinnslur, fiskmarkaðir og slægingarþjónustur á viðkomandi svæðum. Á þessum stöðum eru mjölvinnslur ekki til staðar nema í Vestmannaeyjum og skortur virðist vera á leiðum til að fullnýta þau aukahráefni sem til falla. Eftir samtöl við útgerðir með yfir 1000 tonn af veiddum bolfiski og önnur fyrirtæki, kom í ljós að mestmegnis er verið að slægja á sjó og þá eru lifur alltaf hirt og í sumum tilfellum eru svil, magi og hrogn hirt. Það sem kemur óslægt í land fer yfirleitt í slægingu hjá fáeinum fyrirtækum innan landshlutans, nærtækast var því að fá upplýsingar frá slægingarþjónustum til viðbótar við upplýsingar frá útgerðum. 2.5.1.1 Reykjanes Á Reykjanesinu voru skoðaðar útgerðir, fiskvinnslur, og slægingarþjónustur í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum. Útgerðirnar eru 42 talsins en 25 þeirra eru með heildaraflamark yfir 100 þorskígildistonnum (SAX, 2012). Fiskmarkaður Íslands er með 3 útibú á eða við Reykjanesið en þau eru í Hafnafirði, Grindavík og Sandgerði (RSF, Fiskmarkaðir, 2012). Þessir fiskmarkaðir slægja ekki og er því ekkert slóg að finna hjá þeim. Slægingarþjónustu Suðurnesja er með um 2 tonn af slógi á sólarhring á vetrarvertíð, en slógmagn getur farið niður í 0 200 kg á sólahring yfir rólegri mánuði ársins. Þurrkunarfyrirtækið Háteigur ehf. kaupir hausa af Slægingarþjónustunni og taka þeir allt slógið með hausunum. Þurrkunarfyrirtækið Haustak, sem er í eigu Vísis og Þorbjarnar (Haustak, 2012), tekur einnig við slógi með þeim hausum sem verslaðir eru. Mest allt slóg á Reykjanesinu fer því í Haustak og Háteig. Skinnfiskur ehf. framleiðir loðdýrafóður en þeir geta ekki notað slóg í fóðrið heldur nýta þeir afskurð og bein sem fellur til við manneldisvinnslu. Þar sem mikil verðmæti eru í þurrkuðum hausum og beingörðum telst ólíklegt að þessi hráefni yrðu sett í mjölvinnslu. Háteigur situr uppi með um 400 500 tonn af slógi á ári og er mest af því hakkað niður og sett í áburð. Haustak sitja uppi með um 20 30 tonn slóg/mánuði sem gerir um 240 360 tonn slóg/ári. Heildar magn af vannýttu slógi á Reykjanesinu 7

er því um 640 860 tonn á ári úr villtum fiski. Ekki er tekið með í reikninginn það slóg sem er nýtt í annað eins og lifur og í sumum tilfellum svil, magi og hrogn. Samherji hf. er með bleikjueldið Íslandsbleikja á Reykjanesinu en þar eru um 1000 tonn af aukaafurðum á ári, það er blóð, slóg, hryggir,hausar og afskurður. Íslandsbleikja gerir ráð fyrir um 15% vexti á ári næstu árin. Þeir hafa verið að frysta hryggi og afskurði en gengið misvel að selja það. (Heimild: Samtal við Jón Kjartan Jónsson) 2.5.1.2 Snæfellsnes Á Snæfellsnesi voru skoðaðar útgerðir á eftirfarandi stöðum: Grundarfjörður, Hellissandur, Ólafsvík og Stykkishólmur. Útgerðirnar eru 64 talsins og eru 34 þeirra með heildaraflamark yfir 100 þorskígildistonnum (SAX, 2012). Fiskmarkaður Íslands er með 5 útibú á Snæfellsnesi en þau eru: Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi og Stykkishólmi. Arnarstapa, Ólafsvík og Rif bjóða upp á slægingarþjónustu (RSF, Slægingarþjónusta, 2012). Sá afli sem kemur óslægður í land er að mestu seldur til Fiskmarkaðs Íslands þar sem hann er slægður. Í slægingarþjónustu Fiskmarkaðs Íslands á Ólafsfirði og Rifi eru slægð 4000 tonn af fisk á ári á hvorum stað, en um 600 tonn á Arnarstapa. Þegar lifur og annað hráefni úr slóginu hefur verið tekið eru eftir um 344 tonn af slógi sem er vannýtt. 2.5.1.3 Vestfirðir Vestfjörðum var skipt í tvennt, sunnanverðir og norðanverðir, þar sem norðanverðir Vestfirðir teljast staðir norðar en Þingeyri. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er sú að vegakerfið býður ekki upp á skjótan ferðamáta á milli helminganna nema hluta af árinu. Sunnanverðir Vestfirðir: Á sunnanverðum Vestfjörðum voru skoðaðar útgerðir í Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Útgerðirnar eru 26 talsins, og eru 7 þeirra með heildaraflamark yfir 100 þorskígildistonnum (SAX, 2012). Fiskmarkaður Patreksfjarðar er eini fiskmarkaðurinn á sunnanverðum Vestfjörðum og býður hann upp á slægingarþjónustu (RSF, Slægingarþjónusta, 2012). Norðanverðir Vestfirðir: Hér voru skoðaðar útgerðir í Bolungarvík, Flateyri, Hnífsdal, Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Útgerðirnar eru 38 talsins, 15 þeirra eru með heildaraflamark yfir 100 þorskígildistonnum (SAX, 2012). Fiskmarkaður Suðurnesja á Ísafirði, Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyris ásamt Fiskmarkaði Vestfjarða er að finna á Norður Vestfjörðum (RSF, Fiskmarkaðir, 2012). Tveir fyrrnefndu fiskmarkaðirnir bjóða upp á slægingarþjónustu (RSF, Slægingarþjónusta, 2012). Teknar voru samantölur um slógmagn á Vestfjörðum, (Heimild:Slógverkefni eftir Gunnar og Eirík). Því var stuðst við þær tölur til þess að fá mat á slógmagni á Vestfjörðum. Haft var samband við alla aðila á sunnan og norðanverðum Vestfjörðum sem eru í fiskvinnslu, fiskeldi eða með slægingarþjónustu. Í ljós kom að það hráefni sem fer ekki til Klofnings í fóðurgerð er um 3.918 tonn/ári á öllum Vestfjörðum. Af þessu er um 2.117 tonn/ári á norðanverðum Vestfjörðum og 1.373 tonn/ári á sunnanverðum Vestfjörðum. Skiptingin á þessu er 2.117 tonn af slógi, 1.126 tonn af hausum og 675 tonn af beingarði. Þeir telja að hagstæðasta staðsetning fyrir mjölvinnslu væri í húsnæði Arctic Odda ehf. á Þingeyri, en þar er nægjanlegt rými fyrir litla vinnslu og eins fellur til mikið af slógi þar. 8

2.5.1.4 Vestmannaeyjar Útgerðirnar eru 20 talsins, 14 þeirra eru með heildaraflamark yfir 100 þorskígildistonnum (SAX, 2012). Fiskmarkaður Vestmannaeyja bauð upp á slægingu en hætti að slægja 9.maí 2012 (RSF, Fréttir, 2012). Pétursey ehf. slægir í landi og er með um 100 tonn af slógi á ári. Langa ehf. er með það í skoðun að byrja með slægingarþjónustu þar sem þeir telja vöntun á slægingu eftir að fiskmarkaðurinn hætti að slægja. Löngu ehf. vantar útgönguleið fyrir það slóg sem myndi falla til við slægingu. Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Vinnslustöðin hf. reka afkastamiklar stórar fiskmjölsverksmiðjur en það borgar sig ekki að ræsa þær upp fyrir nokkur tonn af slógi í senn, auk þess að ekki er talið æskilegt að blanda bolfiskslógi við þeirra hráefni. Vinnslustöðin landar hluta af sínum karfa óslægðum og af því fæst um 250 tonn af slógi,hausum og beinum sem hægt er að nýta í HPP vinnslu. Einnig kom í ljós að hátt í 700 800 tonn af humar hausum og klóm er vannýtt í Vestmannaeyjum og gæti það verið sóknartækifæri ef markaður finnst. Sjóvinnsla Stærri útgerðir landsins eru flestar að slægja úti á sjó og sitja uppi með aukahráefni sem nýtist síður en aðalafurð fiskjarins. Þegar fiskur er unninn um borð í skipum safnast upp aukahráefni sem skorið er burt af fisknum og endar það oftar en ekki í sjónum. Pláss er að skornum skammti í frystitogurum og því þarf að hámarka virði aflans sem tekinn er í land, aukaafurðir eru síður geymdar á kostnað aðalafurða. Það þarf því að finna út hvaða frystitogara hafa getu til þess að bera lýsis og/eða mjölverksmiðju um borð, þannig er hægt að nýta fiskinn betur en gengur og gerist. Frystitogarar Þegar frystitogarar landsins voru skoðaðir með gefnar forsendur í huga stóðu átta frystitogarar eftir. Útgerðir þeirra eru víðsvegar um landið og eru FISK Seafood ehf., Brim hf., HB Grandi hf., Stálskip ehf. og Ögurvík hf.. Þótt frystitogari uppfylli gefnar forsendur er það ekki sjálfgefið að hægt sé að koma verksmiðju fyrir í þeim, þó svo að vinnslunni sé komið fyrir víðsvegar um frystitogarann. Tafla 4: Listi yfir togara yfir 1500 brúttótonn. Frystitogari Tegund Útgerð Arnar HU 1 Frystitogari FISK Seafood ehf Brimnes RE 27 Frystitogari Brim hf Freri RE 73 Frystitogari Ögurvík hf Venus HF 519 Frystitogari HB Grandi hf Vigri RE 71 Frystitogari Ögurvík hf Örfirisey RE 4 Frystitogari HB Grandi hf Þerney RE 101 Frystitogari HB Grandi hf Þór HF 4 Frystitogari Stálskip ehf 9

Tafla 5. Aflamark frystitogara þann 21.júní 2012 ásamt áætluðu slógmagni Frystitogari Þorskur [kg] Ýsa [kg] Karfi [kg] Langa [kg] Keila [kg] Ufsi [kg] Steinbítur [kg] Slógmagn [kg] Arnar HU 1 662.888 598.604 1.501.472 13.757 0 817.485 12.945 576.367 Brimnes RE 27 186.250 0 1.796.650 8.269 0 209.577 0 352.119 Freri RE 73 688.244 255.197 797.084 8.180 48 489.478 0 358.117 Venus HF 519 210.036 156.504 532.020 1.758 1.690 622.960 19.073 245.902 Vigri RE 71 883.353 214.664 1.000.431 26.551 138 526.812 3.789 424.691 Örfirisey RE 4 941.477 207.318 988.080 6.253 62 910.278 18.462 490.401 Þerney RE 101 856.483 241.117 956.173 20.355 371 882.893 62.051 479.388 Þór HF 4 1.227.654 242.291 1.502.628 0 168 671.845 21.099 585.244 Ísfiskskip Auk frystiskipa er mögulegt að koma fyrir HPP eða HOP verksmiðju um borð í ísfiskskipum. Að mörgu leyti er einfaldara að koma fyrir slíkum verksmiðjum um borð í ísfisktogurum heldur en í frystitogurum, einkum sökum þess að veiðiferðir eru styttri hjá ísfisktogurum og þar af leiðandi þarf ekki jafn mikið geymslupláss fyrir afurðir. 10

3 Uppsetning á verksmiðjum Fyrsta HPP 100 verksmiðjan var sett upp í húsakynnum HB Granda í Reykjavík þar sem áður var fiskmjölsverksmiðjan Faxamjöl. Eftir að uppsetningu lauk var hafist handa við tilraunir með hráefni. Eftir nokkrar prufukeyrslur með mismunandi hráefni var ljóst að verksmiðjan framleiddi mjöl og lýsi í góðu jafnvægi. Var þá ákveðið að taka keyrslur þar sem sýni úr framleiðsluferli voru send í efnagreiningu. Fjallað er nánar um keyrslur með mismunandi hráefni s.s. slóg úr hvítfiski, rækjuskel, síld og laxa slóg og niðurstöður efna og gæðamælinga hér á eftir. Í ársbyrjun 2013 var HPP 300 verksmiðja sett upp hjá H. Pétursson í Garði á Reykjanesi eftir að prufukeyrslum með HPP og HOP 100 í húsakynnum HB Granda lauk. Mynd 4: HPP 300 verksmiðjan í uppsetningu á verkstæði Héðins hf. en var hún smíðuð úr ryðfríu stáli. 11

4 Niðurstöður úr tilraunakeyrslum Þorskslóg og karfahausar HPP 100 Hráefnið var nokkurra daga gamalt þorsk slóg og ferskir karfahausar beint frá vinnslu HB Granda, blandað í hlutföllunum 1:1. Áður hafði verið reynt að keyra verksmiðjuna eingöngu á ferskum karfahausum en þá komu upp vandamál með dælingu og var því ákveðið að bæta við slógi til að auðvelda dælingu. Slógið var búið að brotna mikið niður og var það nánast á vökvaformi, en mælt TVN gildi á slógi með karfahausunum var 160,3 mg N/100g. Tekin voru sýni á mismunandi stöðum í framleiðsluferlinu (Mynd 5) fyrir magngreiningu á vatni og fitu. Út frá niðurstöðum þessara mælinga (Tafla 6) var hægt að leggja mat á heildarnýtingu ferilsins. Héðins Protein Plant tilraunakeyrslur 1 2 3 Hráefni Suða Skiljun Lýsi 4 Eimur Þurrkun 1 Efnisstraumur 5 Þurrkun 2 6 Mjöl Mynd 5: Yfirlit yfir framleiðsluferlið og sýnatökustaði. Tafla 6: Niðurstöður efna og gæðamælinga á hráefni (þorskslóg og karfahausar í hlutfallinu 1:1) og á mismunandi stöðum í verksmiðjuferlinu. Nákvæma staðsetningu sýnatökustaða má sjá á Mynd 5. Vatn Fita FFÞe Prótein TVN Fríar fitusýrur Sýnatökustaður (%) (%) (%) (%) (mg N/100 g) (%) 1 Hráefni 66,5 19,7 13,8 160,3 3 Lýsi 0,1 8,56 4 Mjölvindu 70,8 2,4 26,8 5 Hálfþurrkað 50,7 4,7 44,6 6 Mjöl gróft 9,9 9,2 80,9 59,1 6 Mjöl Cyclone 9 8,4 82,6 63,2 12

Eins og sjá má á Mynd 6 fæst óeðlilega góð nýting eða 27,1%. Sennilegasta ástæðan fyrir því er að í hráefniskarinu hafa þurrefnin botnfallið og þannig mælist þurrefni í hráefni minna en það í raun og veru er. Orsakar sá þáttur aukna nýtingu þar sem heildarnýting er reiknuð út frá hlutfalli á fitufríu þurrefni (FFÞe.) í hráefni og mjöli, m.v. mælingu ætti það að vera 13,8% / 81,2% = 17% heildarnýting. 100 kg inn Hráefni Mjölvinda Lýsi Lýsi 17,77 kg Mjölvinda 82,23 kg Þurrkun 1 Eimur 32,82 kg Hálfþurrt 49,41 kg Þurrkun 2 Eimur 22,28 kg Mjöl 27,13 kg Mynd 6: Massastreymi í gegnum HPP 100 verksmiðjuna með þorskslóg og karfahausa í hlutfallinum 1:1 Rækjuskel HPP 100 Tilraun var gerð með framleiðslu á mjöli úr rækjuskel. Rækjuskelin sem fékkst í þessa tilraun var í raun hrat sem kemur úr pressu sem pressar allan vökva sem kemur út úr rækjuvinnslunni. Eins og sjá má í Tafla 7 er próteininnihald rækjumjöls mun lægra en í hefðbundnu fiskmjöli, en mjölnýting er mun meiri en í hefðbundinni fiskmjölsframleiðslu (Mynd 7). Tafla 7: Niðurstöður efnamælinga á rækjuskel og rækjumjöli framleitt með HPP 100. Vatn Fita FFÞe Prótein (%) (%) (%) (%) Rækjuskel 73,5 0,2 26,3 Rækjumjöl 13,4 3,2 44,4 83,4 13

100 kg Eimur 68,47 kg Hráefni Þurrkun Rækjumjöl Mjöl 31,53 kg Mynd 7: Massastreymið í gegnum HPP 100 verksmiðjuna með rækjuskel/hrat. Lifrarmjöl og lýsi HPP og HOP 100 Nokkrar tilraunir voru gerðar með lifur í HPP og HOP 100 verksmiðjunum. Hráefnið sem notað var í þessar tilraunir var annars vegar nokkurra daga gömul þorsklifur frá Lýsi hf. (G1) og hins vegar fersk þorsklifur (F1 og F2) frá H. Pétursson í Garði. Uppsetning tilraunakeyrslnanna má sjá í töflum 8 10. Megin breytileikinn á milli tilraunakeyrslnanna var magn hráefnisflæðis, hitastig við suðu sem og gæði upphafs hráefnisins. Þess að auki var, í tilraununum með ferska lifur, dælt köfnunarefni (N 2 ) með hráefninu í sjóðarann með það að markmiði að takmarka þránun. Tilraun með ferska lifur var framkvæmd tvisvar (F1 og F2). Tafla 8 Yfirlit yfir keyrslur í HPP 100 verksmiðjunni í tilraun með nokkra daga gamla þorsklifur (G1). Keyrsla 1 (K1) Keyrsla 2 (K2) Keyrsla 3 (K3) Flæði á hráefni (l/klst.) 100 100 200 Orkugjafi Hitaveituvatn Gufa frá þurrkara Gufa frá þurrkara Hitastig frá sjóðara ( C) 70 90 90 Hitastig að mjölvindu ( C) 60 80 80 Tafla 9 Yfirlit yfir keyrslur í fyrri tilraun með ferska þorsklifur (F1) í HOP 100 verksmiðjunni. Köfnunarefni var dælt með hráefninu í sjóðarann. Keyrsla 1 (K1) Keyrsla 2 (K2) Flæði á hráefni (l/klst.) 85 85 Orkugjafi Gufa frá þurrkara Gufa frá þurrkara Köfnunarefni dælt í suðu Já Já Tafla 10 Yfirlit yfir keyrslur í seinni tilraun með ferska þorsklifur (F2) í HOP 100 verksmiðjunni. Köfnunarefni var dælt með hráefninu í sjóðarann í öllum keyrslunum. Keyrsla 1 (K1) Keyrsla 2 (K2) Keyrsla 3 (K3) Flæði á hráefni (l/klst.) 200 200 200 Orkugjafi Gufa frá þurrkara Gufa frá þurrkara Gufa frá þurrkara Köfnunarefni dælt í suðu Nei Stuttan tíma Langan tíma 14

Í fyrstu var verið að athuga hvort að mjölskilvindan myndi ná ásættanlegum lýsisskilnaði ef að hráefni væri einungis hitað upp með hitaveituvatni. Niðurstaðan var sú að lítill munur var á fitumælingum á hrati frá mjölskilvindu (Tala 11). Af þessu má áætla að hægt sé að notast við hitaveituvatn eða jafnvel kælivatn skipa sem orkugjafa fyrir HOP verksmiðju. Niðurstöður efna og gæðamælinga á lýsi og hrati frá G1 lifur úr HPP 100 verksmiðjunni eru sýndar í töflu 11. Helstu niðurstöður eru þær að fríar fitusýrur í lýsinu lækka marktækt í hverri keyrslu og má því álykta sem svo, að styttri tími í hitun og meiri hiti hafi jákvæði áhrif á fríar fitusýrur. Hugsanleg skýring á því að magn frírra fitusýra lækkar með hækkandi hitastigi er að hitunin minnkar virkni ensíma. Annað á við um aðrar gæðamælingar á lýsinu. TOTOX gildið lækkar í annarri (K2) og þriðju keyrslu (K3), á meðan anisidin gildi hækkar í K3, sem gefur til kynna að þránun sé komin lengra á veg þar. Aftur á móti er erfitt að segja nákvæmlega til um mun á milli keyrslna vegna þess að munur á keyrslna í mælingum á peroxíð og anisidin gildi er sjaldnast marktækur. Einnig sést út frá efnamælingum að flæðishraði og hitastig hafa ekki áhrif á fituskiljun mjölvindunnar, þar sem fituhlutfall í hrati er nánast það sama í öllum keyrslunum. Tafla 11: Niðurstöður efna og gæðamælinga á G1 lifur og lýsi/hrati eftir mismunandi keyrslur (K1, K2 og K3) í HPP 100 verksmiðju. Uppsetning mismunandi keyrsla er að finna í töflu 8. Lýsi Hrat Vatn Fita FFÞe Fríar fitusýrur Anisidin Peroxíðgildi TOTOX (%) (%) (%) (%) (meq/kg) Hráefni 18,9 67,1 14,0 K1 0,18 2,73 9,21 10,0 29,29 K2 2,06 8,52 6,7 21,98 K3 0,20 1,85 12,80 5,0 22,72 K1 68,9 13,2 17,9 K2 68,4 13,3 18,3 K3 68,7 13,3 18,0 Niðurtöður efna og gæðamælinga á lýsi frá F1 og F2 lifur úr HOP 100 verksmiðju eru sýndar í töflu 12. Eins og sést þá kemur lýsi framleitt úr F1 og F2 almennt betur út í samanburði við tilbúið lýsi sem keypt var frá Lýsi hf. Lýsið sem var keypt kemur betur út í fríum fitusýrum, en í því lýsi er búið að hreinsa burt mest af fríum fitusýrum með basa. En aftur á móti er TOTOX gildi mun hærra í keypta lýsinu. Óhætt er að segja lýsið sem framleitt var úr F1 og F2 sé gæða lýsi sem að henti mjög vel til hreinsunar á fríum fitusýrum og uppfylli þannig skilyrði til að fara í sölu til manneldis. Köfnunarefni hafði greinileg áhrif á þránun (F1 og F2), en með því að dæla köfnunarefni með hráefninu í sjóðarann er aðkoma súrefnis takmörkuð sem skilar sér þar af leiðandi í minni þránun. Aukinn styrkur köfnunarefnis hjá F2 leiddi til talsverðar lækkunar á þránunarefnunum. 15

Tafla 12 Niðurstöður efna og gæðamælinga frá tilraunakeyrslum úr HOP 100 verksmiðjunni með ferska þorsklifur (F1 og F2). * Þorskalýsi frá Lýsi hf. keypt í Nóatúni. F1 lifur Vatn (%) Fita (%) F.F.Þe. (%) Fríar fitusýrur (%) Anisidin Peroxíðgildi (meq/kg) TOTOX Hráefni 38,2 52,2 9,6 2,5 Lýsi K1 0,18 0,6 7,9 0,6 9,1 Lýsi K2 0,13 0,4 2,9 0,5 3,9 Hráefni 25,3 66,7 8,0 1,5 F2 lifur Lýsi K1 <0,1 2,7 1,4 2,3 5,9 Lýsi K2 <0,1 0,1 1,5 1,3 4,2 Lýsi K3 <0,1 0,2 0,8 0,8 2,5 Keypt lýsi* <0,1 0,1 9,0 2,4 13,8 Það lifrarmjöl sem framleitt var frá G1 lifur var geymt í fjóra mánuði í fötum með köfnunarefni. Gerðar voru gæðamælingar á mismikið möluðu mjöli og eru niðurstöðurnar listaðar upp í töflu 13. Niðurstöðurnar sýndu að fínmalað liframjöl (minni agnir) þránar hraðar samanborið við gróft mjöl. Líklegasta ástæðan fyrir hærri þránun í fínmalaða lifrarmjölinu er að aðgangur súrefnis er greiðari þegar mjölið er fínmalað (minna yfirborð). Tafla 13: Gæðamælingar á lifrarmjöli frá G1 lifur frá HPP 100 verksmiðju eftir tæpa 4 mánuði í geymslu með N 2. Lifrarmjöl Lifrarmjöl Fínt Gróft Fríar fitusýrur (%) 5,86 5,32 Anisidín 40,22 24,54 Peroxíð (meq/kg) 10,5 6,3 TOTOX 61,2 37,1 Síld HPP 100 Samanburður var gerður á síldarmjöli framleitt með HPP 100 verksmiðju og síldarmjöli framleitt í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. Hráefnið (síld) var fengin frá HB Granda á Vopnafirði. Niðurstöður efna og gæðamælinga eru listaðar í töflu 14. Eins og sjá má er fituhlutfallið talsvert hærra í HPP mjöli samanborið við mjöl sem unnið var í fiskmjölsverksmiðju HB Granda. Ástæðan fyrir hærra fituinnihaldi í HPP mjöli er sú að fita er skilin frá í einu skrefi í mjölskilvindu, á meðan í verksmiðju HB Granda er fita skilin út í tveim skrefum. Þess ber að geta að hráefnið sem var notað í báðum verksmiðjunum var af svipuðum gæðum (m.v. TVN gildi). Aftur á móti var hráefnið sem notað var í HPP mjölið með ívið lægra fituinnihald samanborið við hráefnið notað í mjölið frá Vopnafirði. Í samanburði við mjöl frá Vopnafirði er einnig áhugavert að bera saman niðurstöður úr pepsín meltanleika prófi, en pepsín meltanleiki er mikilvægur eiginleiki ef nota á mjölið í fiskafóður. Niðurstöðurnar gefa til kynna að að mjöl úr HPP verksmiðjunni kemur svipað út samanborið við loftþurrkað mjöl frá Vopnafirði. 16

Tafla 14: Niðurstöður efna og gæðamælinga á síldarmjöli og hráefni úr HPP 100 verksmiðju og fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði. HPP mjöl Mjöl frá Vopnafirði Hráefni í HPP Hráefni á Vopnafirði Prótein (%) 66,2 68,7 13,8 13,9 Fita (%) 12,9 7,8 13,5 19,4 Ammoníak (NH3) (%) 0,14 0,12 Fríar fitusýrur (%) 2,88 5,26 Salt NaCl (%) 5,0 6,3 0,9 1,0 Vatn (%) 5,5 5,8 70,6 65,0 Pepsín meltanleiki (%) 63,0 65,0 Anisidín 211,80 283,8 Peroxíð (meq/kg) 44,2 28,7 TOTOX 300,2 341,2 Cadaverin (g/kg) 0,16 0,27 Histamín (g/kg) <0,10 <0,10 Putecin (g/kg) 0,11 0,14 Tyramín (g/kg) <0,10 <0,10 TVB N (mg N / 100g) 62,1 64,4 Uppsetning HPP 300 verksmiðju Eftir að prufukeyrslum með HPP 100 verksmiðju Héðins hf. lauk var sett var upp fyrsta útgáfa af HPP 300 verksmiðjunni hjá fiskvinnslunni H Péturssyni ehf. Í Garði. Til þess að ganga úr skugga um að uppskölunin stæði fyrir því sem til var ætlast, voru gerðar nokkrar prufukeyrslur. Helstu niðurstöður þessara keyrslna eru ræddar hér að neðan. Hvítfisks slóg Við fyrstu keyrslur á hráefni í verksmiðjunni kom í ljós að skilvindan var ekki að ráða nægjanlega vel við að skilja lýsið frá, með þeim afleiðingum að mjölið varð of feitt (Tafla 15). Til þess að tryggja stöðugleika mjöls í geymslu er æskilegt að fituinnihald fari ekki mikið yfir 10 12 %. Of hátt fituinnihald veldur því einnig hlutfall próteina lækkar, en hlutfall próteina hefur mikil áhrif á verð á mjöli. Því var farið í framkvæmdir varðandi dælingu inn á mjölskilvindu til að auka fituskiljun. Tafla 15: Niðurstöður efnamælinga á slógmjöli úr HPP 300 verksmiðju. Hráefni Slógmjöl Slógmjöl Slógmjöl K1 K2 K3 Vatn (%) 80,6 5,3 10,7 8,4 Prótein (%) 67,8 36,7 64,1 Fita (%) 3,7 17,3 18,2 20,5 Ammoníak (%) 0,26 0,28 0,27 TVB N (mg N / 100g) 159 17

Slóg úr laxfiskum Gerð var tilraun með slóg úr laxfiskum sem fékkst úr slátrun á Reykjanesi. Hráefnið var ferskt eins og sjá má í Tafla 16 þar sem magn frírra fitusýra í lýsi eru 0,32 %. Eins og sjá má, er sama vandamál uppi á teningnum eins og lýst var áður, að fituinnihald í mjölinu er of hátt til þess að tryggja megi stöðuleika þess við geymslu. Prótein innihald er aftur á móti nokkuð gott og er saltmagnið í K2 mjög ásættanlegt. Tafla 16: Niðurstöður efnamælinga á slógmjöli laxfiska. Lax Lax K1 K2 Lýsi Vatn (%) 7,8 7,6 Prótein (%) 65,8 65,8 Fita (%) 19,5 18,9 Ammoníak (%) 0,24 Salt (%) 2,8 Fríar fitusýrur (%) 0,32 Vatn (%) 0,12 Steinbíts hausar og hryggir ásamt karfa hausum og bolfiskslóg Gerð var tilraun með hausum og hryggjum af steinbíti í bland við karfahausa og slógi úr bolfiski. Niðurstöður efnamælinga má sjá í Tafla 17. Niðurstöðurnar sýna að fituskiljunin er orðin mun skilvirkari í HPP 300 verksmiðjunni samanborið við fyrri tilraunir þar sem fituhlutinnihald mjölsins hefur lækkað mjög mikið og er komið undir 8% í öllum tilfellum. Með lækkandi fituinnihaldi eykst hlutfall próteina og jafnast því á við hágæða (LT) fiskmjöl úr uppsjávarfiski. Aska mældist mun hærri í HPP mjölinu samanborið við hefðbundið fiskmjöli úr uppsjávarfiski. Ástæðan fyrir því er sú að megin þorri hráefnisins eru bein sem leiðir af sér hlutfallslega hærri ösku, en aftur á móti er saltinnihald lægra samanborið við hefðbundið fiskmjöl úr uppsjávarfisk þar sem að hráefnið er ekki í snertingu við sjó í vinnslunni. Útfrá efnamælingum stenst HPP mjölið vel samanburð við hágæða fiskmjöl. Auk þessa sýndi greining á salmonellu að engin salmonella var til staðar í mjölinu. Tafla 17: Niðurstöður efnamælinga á mjöli úr steinbíts og karfa afskurði. Steinbítur + slóg K1 Steinbítur + slóg + karfi K2 Karfi K3 Karfi K4 Vatn (%) 3,4 4,6 10,6 5,5 Prótein (%) 71,5 72,2 65,2 68,1 Fita (%) 7,2 7,3 5,4 7,3 Aska (%) 19,3 17,0 20,3 20,6 Salt (%) 2,3 2,3 1,9 2,0 18

5 Ályktanir Niðurstöður verkefnisins sýna fram á að Héðinn Prótein Plant (HPP) og Héðin Oil Plant (HOP) verksmiðjurnar geta framleitt gæða fiskmjöl og lýsi úr fersku hráefni. Búnaðurinn hefur verið í stöðugri þróun frá upphafi verkefnisins og hefur sú þróun skilað sér þannig, að nú getur verksmiðjan keyrt að mestu á sjálfstýringu og einungis þarf að sjá um að koma fyrir hráefni og ganga frá afurðum. Verksmiðjurnar virðist skila afurðum af sambærilegum gæðum og stærri fiskmjöls og lýsisverksmiðjur. Verksmiðjurnar eru því álitlegur kostur fyrir fiskvinnslur, slægingarþjónustur, fiskmarkaði og stærri fiskiskip þar sem hægt er að nýta aukahráefni sem fellur til við vinnslu á fiski og skapa úr þeim verðmæti. 19

6 Heimildir fiskveiða, S. u. (09 2010). Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti. Sótt frá Álitamál, greiningar, skýrslur og valkostir við breytingar á stjórn fiskveiða: http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/skyrslur/meginskyrsla_uppsett_lokaeintak.pdf Haustak. (2012). Fyrirtækið. Sótt 26. maí 2012 frá Haustak: http://haustak.is/pages.php?idpage=80 Heimir, T., Guðrún Anna, F., & Jón Gunnar, S. (2007). Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs. Reykjavík: Matís. Íslands, H. (04. 02 2014). Talnaefni Sjávarútvegur og landbúnaður. Sótt frá http://hagstofa.is/?pageid=2596&src=https://rannsokn.hagstofa.is/pxis/dialog/varval.asp?m a=sja05004%26ti=fiskiskipast%f3llinn+eftir+st%e6r%f0arflokkum+og+heimah%f6fn+2002% 2D2012%26path=../Database/sjavarutvegur/skip/%26lang=3%26units=Fj%F6ldi Reiknistofa fiskmarkaðana hf. (2011). Sótt 28. 9 2011 frá Slægingarþjónusta: http://rsf.is/sida/slaegingarthjonusta Reiknistofa fiskmarkaðana hf. (2011). Sótt 3. 10 2011 frá Sölutölur: http://rsf.is/images/solutolur/magn/fmis/heild l.jpeg RSF. (2012). Fiskmarkaðir. Sótt 21. maí 2012 frá RSF: http://www.fiskmarkadur.is/fiskmarkadir RSF. (9. maí 2012). Fréttir. Sótt 24. maí 2012 frá RSF: http://rsf.is/frettir/20 engin slaeging hjafiskmarkadi vestmannaeyja RSF. (2012). Slægingarþjónusta. Sótt 24. maí 2012 frá RSF: http://www.fiskmarkadur.is/fiskmarkadirslaegingarthjonusta Rúnarsson, G. (Júní 2013). Landssamband Fiskeldisstöðva. Sótt frá http://lfh.is/documents/taekifaeriifiskeldijuni2013_001.pdf SAX. (2012). Útgerðir. Sótt 21. maí 2012 frá SAX: http://sax.is/?gluggi=utgerdir (2010). Sjávarútvegurinn í tölum. Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið. Sorpa. (1. janúar 2012). Gjaldskrá. Sótt 21. maí 2012 frá Sorpa: http://sorpa.is/resources/files/gjaldskra/gjaldskra_urdunarstadar_alfsnesi1_1_1_2012.pdf 20