Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Similar documents
Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf apríl 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf maí 2014

Ég vil læra íslensku

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Þegar tilveran hrynur

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

ÆGIR til 2017

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Stefnir í ófremdarástand

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

ROKKAR FEITT Í LONDON

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Saga fyrstu geimferða

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI OG GJÖRBREYTTAN LÍFSSTÍL

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

föstudagur STUÐBOLTI Skemmti lega kærulaus GÁFU BORG- ARSTJÓRA NÝJA BÓK Þórey Vilhjálmsdóttir og Lóa Auðunsdóttir skrifuðu Reykjavík barnanna.

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Milli steins og sleggju

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Bæjarins besta. Körfubolti, viðskipti og Bæjarins bestu... segir af sér. Fyrsti fundur nýs meirihluta

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Strákarnir. áttu keppnina. Sumarið er komið. Tíska. Fallegt, fágað og töff

MÓTSBLAÐ júní júní

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Tengsl niðurstaðna á HLJÓM-2 við gengi á samræmdum prófum

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Náttúran og nöfnin okkar

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Ef athafnir fylgja ekki orðum!!!

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Valsblaðið. 60. árgangur 2008

Transcription:

Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25

Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum á morgnanna. Sundfólk ÍRB vann alls til ellefu íslandsmeistaratitla og fjöldan allan af verðlaunum. Það sem þó var ánægjulegast við árangurinn á mótinu voru bætingar sundmannanna, sem voru oft gríðarlega miklar. Þeir sem urðu íslandsmeistarar á ÍM 25 voru. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: Íslandsmeistari í 400m og 800m skriðsundi. Karen Mist Arngeirsdóttir: Íslandsmeistari í 50m 100m og 200m bringusundi. Már Gunnarsson: Íslandsmeistari fatlaðra S12 í 50m, 100m og 200m baksundi, 100m fjórsundi og 200m fjórsundi og 200m skriðsundi. Már var í gríðarlega miklu stuði á mótinu en hann setti alls fimm íslandsmet. Sjö sundmenn ÍRB náðu lágmörkum SSÍ fyrir Norðurlandamótið í sundi. Mótið fer fram í Finnlandi dagana 8. - 9. desember. Þeir sem náðu lágmörkum voru: Birna Hilmarsdóttir, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Fannar Snævar Hauksson, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir. Fréttir af okkar fólki í USA Um miðjan nóvember kepptu Íris Ósk Hilmarsdóttir og Þröstur Bjarnason á afar sterku móti í Columbia í Missouri. Á mótið mættu 10 skólar úr 1. deildinni í USA og þrír úr 2. deildinni. McKendree skólinn sem Íris Ósk og Þröstur æfa með er einn af þessum 2. deildar skólum. Það var því ljóst að mótið yrði mjög sterkt. Sundmennirnir okkar stóðu sig þó mjög vel. Þröstur náði inn í B-úrslit í 500y skriðsundi og varð í 2. sæti í þeim úrslitum á tímanum 4:29,62 og bætti sig um 2 og hálfa sekúndu frá því í undanrásum um morguninn. Þröstur náði inn í C-úrslit í 200y skriðsundi og varð fimmti þar. Besti árangur Þrastar var þó í 1650y skriðsundi þar sem hann varð í 3. sæti á tímanum 15:28,20 sem er hans besti tími í þessari grein og B-lágmörk á meistaramótið tryggt. Þröstur var að venju í A-sveitinni í boðsundum og varð sveitin í 5. sæti í 4x50y skriðsundi,.4. sæti í 4x200y skriðsundi og 6. sæti í 4x100y skriðsundi. Íris Ósk var að bæta tímana sína en hún synti 200y og 400y fjórsund og 100y og 200y baksund ásamt því að synda í B og C-sveitum í boðsundi. Hún synti í D-úrslitum í 100y baksundi og varð sjötta í þeim riðli á tímanum 57,99 og bætti sig talsvert frá því um morguninn. Karlasveit skólans varð því í fimmta sæti yfir allt mótið og kvennasveitin í 11. sæti. Mjög góður árangur hjá okkar fólki á afar sterku sundmóti sem þau höfðu ekki hvílt fyrir. Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Hópefli yngri hópa Silungar, Laxar, Sprettfiskar, Flugfiskar, Sverðfiskar og Háhyrningar gerðu sér glaðan dag og hittust í íþróttahúsi Akurskóla sunnudaginn 18. nóvember. Þar fórum við í eltingaleiki, lékum okkur í körfubolta, klifruðum í köðlum, borðuðum ávexti og margt fleira. Við þjálfararnir þökkum kærlega fyrir samveruna og hlökkum til að endurtaka leikinn eftir áramót. Afrekshópur - Steindór Mánuðurinn var frábær. Sundmennirnir algjör draumur, enda er ég afar stoltur af þeirra framkomu og árangri. Árangurinn á ÍM 25 er tvímælalaust með þeim betri sem ég hef upplifað á mínum þjálfaraferli. Bætingarnar gríðarlegar og andinn og stemmingin í hópnum frábær, sem aðrir tóku eftir. Nafn: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 11 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Ekki viss. Hver eru áhugamál þín : Að ferðast, hreyfing og föt. Áttu gæludýr: Já ég á hund. Annað sem þú vilt segja um þig : Veit ekkert betra en að sjá árangur og bætingar eftir það sem maður hefur lagt á sig. Nafn:Gunnhildur Björg Baldursdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 12 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Ég ætla að verða flugkona Hver eru áhugamál þín : Ferðast, fljúga, hanna innanhúss, mála og gera einhvað gaman með vinum mínum. Áttu gæludýr: Ég á eina kisu sem heitir Móglí Annað sem þú vilt segja um þig : Besta sundið mitt er flugsund og versta sundið er bringusund.

Framtíðarhópur - Eddi Flottur mánuður liðinn. Allir búnir að vera duglegir að mæta og æfa. Krakkarnir eru búnir að keppa á tveimur sundmótum og náð virkilega góðum árangri. Nú taka bráðlega við hinar stórskemmtilegu jólaæfingar (smákökur teningar jólapakkar) sem vara fram á nýtt ár Nafn: Guðmundur Leo Rafnsson Hvað hefur þú æft sund lengi: 8 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Veit ekki Hver eru áhugamál þín : Sund og stærðfræði Áttu gæludýr: Engin Annað sem þú vilt segja um þig : Já, ég hef það gott í lífinu og mun alltaf hugsa og einbeita mér að sundinu Nafn:Katla María Brynjarsdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 6 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Vinna hjá Landhelgisgæslunni Hver eru áhugamál þín : Að æfa sund, hlusta á tónlist, leika við vinkonurnar, fara á tónleika. Áttu gæludýr: Ég á einn hund sem heitir Píla Annað sem þú vilt segja um þig : Uppáhalds maturinn minn er kjúklingasalat, mér finnst gaman að fara til Danmerkur og mig langar að allir verði góðir vinir. Nafn: Þórey Una Arnlaugsdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 6 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Bakari Hver eru áhugamál þín : Bakstur-Sund-Dans Áttu gæludýr: Annað sem þú vilt segja um þig : Mér finnst gaman að syngja og dansa. Háhyrningar/ Sverðfiskar -Vatnaveröld

Í nóvember höfum við mikið verið að æfa stungur og kafsundstak ásamt því að leggja ríka áherslu á góða straumlínu. Krakkarnir hafa verið duglegir að gera sitt besta og flestir sýnt ágætis framfarir í þessum mánuði. Það er gaman að fylgjast með því hversu áhugasöm þau eru og mörg þeirra tilbúin að leggja mikið á sig til þess að ná framförum. Málmtæknimót Fjölnis fór fram í mánuðinum og voru krakkarnir að standa sig vel. Nokkrir hafa náð viðmiðum í næsta hóp og því spennandi tímar framundan. Nafn: Greta Björg Rafnsdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 2,5 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða lögregla og nuddari. Hver eru áhugamál þín? Sund, föndra, lita og fara í ferðalög Áttu gæludýr? Nei bara bangsa sem heitir Hjartarós Annað sem þú vilt segja um þig? Mér finnst gaman að æfa sund og ég á góðar vinkonur í ÍRB. Uppáhalds þjálfarinn minn er Helena af því hún er svo skemmtileg. Nafn: Sylvía Rún Tryggvadóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: frá því í fyrsta bekk. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Veit það ekki. Hver eru áhugamál þín: Gaman að fara í sund og fótbolta og að ferðast. Áttu gæludýr: Já hund sem heitir Bangsi. Hvað annað viltu segja um þig: Ég hef bætt mig mikið í sundi eftir að ég fór að æfa. Nafn: Kacper Paulukanis Hvað hefur þú æft sund lengi: Ég hef verið að synda í þrjú ár. Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Í framtíðinni vill ég vera góður sundmaður eða bakari. Hver eru áhugamál þín: Áhugamál mín eru skák og íþróttir. Áttu gæludýr: Ég á fisk. Flugfiskar - Heiðarskóla - Jóna

Nóvember er búinn að vera rosa skemmtilegur. Krakkarnir eru búin að vera mjög dugleg að mæta og það er búið að fjölga í hópnum. Við höfum verið að synda með froskalappir í nóvember ásamt því að æfa okkur í skriðsundssnúningum og í fjórsundi. Nafn:Marko Medic Hvað hefur þú æft sund lengi: 5 ár Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Bankastjóri Hver eru áhugamál þín : Fortnite Áttu gæludýr: Ég á fiska Annað sem þú vilt segja um þig : Ég tala 4 tungumál og ég elska systur mína Nafn: Julian Jarnutowski Hvað hefur þú æft sund lengi: 1ár og 50 daga Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Ökumaður á kappaskturbíl bílum sem keyra hratt. Hver eru áhugamál þín : Hjóla og vera í tölvunni Áttu gæludýr: Nei Annað sem þú vilt segja um þig : Ég vill verða betri í sundi. Sprettfiskar - Heiðarskóla - Jóna Mikið fjör búið að vera hjá Sprettfiskum í Nóvember. Við erum búin að vera æfa okkur í skriðsundi, bringusundi og baksundi. Við erum búin að vera nota froskalappir í nóvember og tökum þá reglulega hafmeyjufætur (flugsundsfætur) það er rosa gaman. Nafn: Edvin Aron Edvinsson Hvað hefur þú æft sund lengi? 3 mánuði Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór? Bílasölumaður Áhugamál: Sund, fótbolti og leika við vini mína Gæludýr: Kött sem heitir Tommi Annað sem þú vilt segja um þig: Ég safna flottum steinum sem ég finn úti.

Nafn: Rebekka María Kristjánsdóttir Hvað hefur þú æft sund lengi: 3. Mánuði Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert stór: Fótboltaþjálfari Hver eru áhugamál þín : Fótbolti, LOL dúkkur og sund. Áttu gæludýr: 2 hesta sem heita Viðja og Tígull Sundskóli Heiðarskóla Laxar / Silungar - Jóna Helena Laxar Í nóvember eru Laxar búnir að vera æfa baksundsfætur og baksund ásamt því að halda áfram að æfa sig í bringusundi og skriðsundi. Það er alltaf fjör á sundæfingum hjá okkur. Á einni æfingunni hjá okkur var dótadagur. Þá máttu krakkarnir koma með eitt dót með sér á æfinguna og það var gaman. Í lok nóvember var sundsýning hjá Silungum og Löxum. Þá buðu sundkrakkarnir mömmu, pabba, afa, ömmu, systkinum, frænku, frænda eða þeim sem þau vildu bjóða til að koma og horfa á. Sundkrakkarnir sýndu öllum hvað þau hafa verið dugleg að æfa sig að synda í vetur og það var mikið fjör. Í lok sýningarinnar fengu allir viðurkenningarskjal, mandarínur og piparkökur. Silungar: Silungar eru mjög duglegir á æfingum. Við syndum allskonar dýrasund, förum í leiki og æfum okkur að hoppa og kafa á æfingum. Í nóvember var dótadagur hjá Silungum. Þá máttu allir koma með eitt dót sem þau áttu heima með sér á sundæfingu. Það var rosa gaman. Sverðiskar / Flugfiskar Akurskóla - Jóhanna

Við erum búin að vera að æfa okkur í stungum og sprettum. Höfum einnig verið að leggja mikla áherslu á fjórsundið. Það er mikill fjöldi í þessum hóp og mórallinn mjög góður. Nafn: Hanna Steinunn. Hvað hefur þú æft sund lengi: Í 2 ár. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Þegar ég verð stór ætla ég að verða söngvari eða flugfreyja. Hver eru áhugamál þín: Mér finnst skemmtilegt að leika með vinkonum, synda og fara til útlanda. Áttu gæludýr: Ég á hund sem heitir Bjarmi. Svo bráðum eignumst við annan hund sem á að heita Bjartur Nafn: Rakel Inga Ágústdóttir Hvað hefurðu æft sund leng: Síðan ég var tveggja ára. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór:ég ætla að kenna fótbolta og sund. Hver eru áhugamál þín:fótbolti, sund og að fara í ferðalög með fjölskyldunni minni. Áttu gæludýr:já, ég á þrjár kisur (Kringla, Dýri og Dexter) og einn hund (Ronja). Sprettfiskar - Njarðvíkurskóla - Jóhanna

Erum búin að vera æfa okkur í stungum og sprettum í flestum sundaðferðum. Höfum einnig lagt áherslu á fjórsundið. Það er mikil fjölgun í þessum hóp Nafn : Aron Logi Guðlaugsson Hvað hefurðu æft sund lengi : um 3 ár Hvað ætlarðu að verða : Kannski smíðakennari Hver eru áhugamál þín : Vera með vinum mínum, vera í tölvunni, fara í sund og leika mér úti Áttu gæludýr : nei Annað sem þú vilt segja um þig : Nei veit ekki meir Laxar / Sprettfiskar - Akurskóla - Jóhanna Við erum búin að vera að æfa stungur og synda yfir laugina í flestum sundaðferðum. Einnig lagt áherslu á öndunina í skiðsundi og að stíga ekki í botninn. Þau eru búin að vera mjög dugleg og áhugasöm Nafn: Halldóra Erla Þorvaldsdóttir Búin að æfa sund í 2 ár Áhugamál: sund og fótbolti Ætlar að verða lögregla þegar hún verður stór Á engin gæludýr Silungar - Akurskóla - Jóhanna Við erum búin að vera að æfa okkur í flestum sundaðferðum. Einnig að hoppa í djúpu laugina og synda yfir. Það eru miklar framfarir í hópnum Met í mánuðinum Íslandsmet á ÍM 25 Már Gunnarsson: Íslandsmet fatlaðra S12.

Íslandsmet í 100m baksund Íslandsmet í 200m baksund Íslandsmet í 100m fjórsundi Íslandsmet í 200m fjórsundi Íslandsmet í 200m skriðsundi. Innanfélagsmet á ÍM 25 Fannar Snævar Hauksson 50 bak (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 100 bak (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 200 bak (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 50 flug (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 100 flug (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 50 skr (25m) Drengir-Nj-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 50 bringa (25m) Telpur-Kef Stefanía Sigurþórsdóttir 50 skr (25m) Stúlkur-Kef Stefanía Sigurþórsdóttir 100 skr ((25m) Stúlkur-Kef Innanfélagsmet á Málmtæknimóti Fjölnis Adríana Agnes Derti 50 skr (25m) Snótir-Njarðvík Adríana Agnes Derti 100 skr (25m) Snótir-Njarðvík Adríana Agnes Derti 50 br (25m) Snótir-Njarðvík Adríana Agnes Derti 50 fl (25m) Snótir-Njarðvík Adríana Agnes Derti 200 fjór (25m) Snótir-Njarðvík Bjarni Ívar Ragnarsson 100 skr (25) Hnokkar- Kef Bjarni Ívar Ragnarsson 200 skr (25) Hnokkar- Kef Daði Rafn Falsson 200 skr (25) Hnokkar- Kef Denas Kazulis 100 skr (25) Hnokkar- Nj-ÍRB Denas Kazulis 200 skr (25) Hnokkar- Nj-ÍRB Denas Kazulis 200 fjór(25) Hnokkar- Nj-ÍRB Denas Kazulis 100 bak(25) Hnokkar- Nj Innanfélagsmet á Jólamótinu Adríana Agnes Derti 25skr (25m) Snótir-Njarðvík Adríana Agnes Derti 25 bak (25m) Snótir-Njarðvík Bjarni Ívar Ragnarsson 25 bak (25) Hnokkar- Kef Daði Rafn Falsson 25 br (25) Hnokkar- Kef Denas Kazulis 25 skr (25) Hnokkar- Nj-ÍRB Denas Kazulis 25 bak (25) Hnokkar- Nj-ÍRB Denas Kazulis 25 br (25) Hnokkar- Nj-ÍRB Kári Snær Halldórsson 25 br (25) Drengir-Nj Fannar Snævar Hauksson 25 bak (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 25 skr (25m) Drengir-Nj-ÍRB Fannar Snævar Hauksson 25 fl (25m) Drengir-Nj-ÍRB

Eva Margrét Falsdóttir 25 br (25m) Telpur-Kef Eva Margrét Falsdóttir 25 skr (25m) Telpur-Kef Styrktaraðilar Sundráðs ÍRB 2018 Sundráð Web Version Preferences Forward Unsubscribe