NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Steinbítur - veiðar, vinnsla, markaðir

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Ég vil læra íslensku

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

2.30 Rækja Pandalus borealis

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Nytjafiskar við Ísland

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

viðskipta- og raunvísindasvið

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM

eftir Karl Gunnarsson

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland?

Reykholt í Borgarfirði

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hafrannsóknir nr. 170

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

Matfiskeldi á þorski

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Þróun Primata og homo sapiens

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Umhverfi Íslandsmiða

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar 2012

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Skýrsla um starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar árið 2008 EFNISYFIRLIT

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Reykholt í Borgarfirði

Brennisteinsvetni í Hveragerði

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

BS ritgerð í viðskiptafræði. Viðskipti Kína og Afríku

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Hafrannsóknir nr. 150

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Um aldur og ævi. hvítabjarna. Karl Skírnisson LÍFSHÆTTIR

Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Hreindýr ý 1 Egilsstaðir 2010

Ársskýrsla. Ljósmynd: Gísli Jónsson

Transcription:

06347 Lífríki sjávar Gulllax eftir Vilhelmínu Vilhelmsdóttur NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

2 bakuggi sporður GULLLAX veiðiuggi Flokkur Beinfiskar Osteichthyes Ættbálkur Síldfiskar Isospondyli (Clupeiformes) eyruggi kviðuggi raufaruggi Ætt Gulllaxaætt ARGENTINIDAE 1. mynd. Gulllax (Argentina silus). Tegund Gulllax Argentina silus (Ascanius, 1775) Önnur íslensk nöfn: Stóri gulllax Erlend nöfn Færeyska: gulllaksur; danska: guldlax; norska: vassild, berglaks, gullaks, stavsild; sænska: guldlax; þýska: Goldlachs; franska: grande argentine, saumon doré; enska: greater silver smelt; spænska: sula; portúgalska: argentina dourada. Lýsing Gulllaxinn hefur langan bol, stutta sterklega stirtlu og djúpsýldan sporð. Hausinn er tiltölulega stór, kjaftur lítill en augu mjög stór. Hann er með einn stuttan bakugga og veiðiugga á stirtlu. Hreistið er mjög stórt og situr laust. Þess vegna er gulllax sem veiddur er í vörpu sjaldnast með mikið hreistur. Gulllaxinn er gulllitaður á hliðunum, dökkur á baki en ljós á kviði, en þar sem hreistrið dettur auðveldlega af þegar hann er veiddur í vörpu er liturinn grár og lítið eftir af hinum gullfagra lit ósnortins gulllax. Gulllax getur orðið allstór. Hér við land hefur veiðst yfir 70 cm stór gulllax en í veiði er hann algengastur 38 50 cm, þ.e. 8 20 ára fiskur. Lengdardreifing er nokkuð mismunandi eftir svæðum. Heimkynni Gulllax er algengur austan hafs og vestan. Útbreiðsla hans nær frá Barentshafi, meðfram vesturströnd Noregs suður í Skagerrak og Norðursjó. Hann er algengur í Biskayaflóa, við vesturströnd Bretlands og þaðan norður um til Færeyja og Íslands. Hann finnst í litlum mæli við Grænland. Við austurströnd N-Ameríku er hann algengastur á svæðinu út af 2. mynd. Útbreiðsla gulllax í N-Atlantshafi. Nova Scotia, en er annars að finna á svæðinu frá sunnanverðu Nýfundnalandi og suður á Georges Bank. Stofnar Það er álitið að sérstakir gulllaxstofnar séu á hinum ýmsu svæðum í Norður-Atlantshafi, en óvíst er um samgang milli þeirra. Talið er að gulllaxinn við Ísland sé sérstakur sjálfbær stofn þar sem hér hafa fundist öll vaxtarstig hans frá eggjum og seiðum til hrygnandi fisks. Gulllax er mjög algengur við Ísland, frá Færeyjahrygg vestur um til Víkuráls (eða NV-lands). Hann er

3 5 1 4 2 3 3. mynd. Útbreiðsla gulllax við Ísland ásamt svæðaskiptingu. hlýsjávarfiskur og er mest um hann út af Suðvestur- og Suðurlandi en hann finnst sjaldan út af Norður- og Norðausturlandi. Lífshættir Mest er um gulllax í 5 7 C hlýjum sjó og virðist kjörhitinn vera kringum 6 C. Jafnhitalínur innan þessara hitamarka liggja nokkuð dýpra suður af landinu en undan Vestur- og Suðausturlandi. Þannig er mest um gulllax á 200 500 m dýpi út af Vesturlandi, á 300 400 m dýpi út af SA-landi en á meira en 500 m dýpi suðvestanlands. Af fæðu gulllaxins má ráða, að hann er ekki botnlægur fiskur enda hefur hann veiðst í flotvörpu. síst á svæðinu við Reykjaneshrygg. Hængar eru heldur minni en hrygnur þegar þeir verða kynþroska. Um 50 % hænga verða kynþroska 36 37 cm en hrygnur 37 38 cm, sem svarar til þess að hængar séu um 8 ára en hrygnur um 9 ára. 11.25 mm 19.0 mm Egg gulllaxins eru tiltölulega stór, 3 3,5 mm og fjöldinn á bilinu 100 400 stk. Eggin eru djúpsviflæg og það eru seiðin einnig í fyrstu. Nýklakin eru þau um 7,5 8 mm að lengd. Þegar þau hafa fengið útlit fullvaxta gullllax eru þau um 60 mm að lengd. Hrygning Gulllaxinn við Ísland hrygnir árið um kring en hrygningin er mest í maí til júlí og í nóvember til desember. Hrygningasvæði eru óljós og hrygning virðist eiga sér stað víða á útbreiðslusvæðinu, ekki 4. mynd. Gulllaxseiði. 35.5 mm 5 mm

4 % 5. mynd. Aldursdreifing á gulllaxi eftir kynjum. (Samantekt frá ýmsum árum og svæðum). Göngur Lítið er vitað um göngur gulllax hér við land. Einhverjar göngur tengjast fæðuöflun. Á sumrum á hann t.d. til að ganga nokkuð norður með landgrunnskantinum út af Vestfjörðum og jafnvel vestur um meðfram austurgrænlenska landgrunninu. Á veturna heldur hann sig á meira dýpi en á sumrin. Aldur og vöxtur Gulllax er frekar langlífur og getur orðið yfir 30 ára gamall. Oftast eru margir árgangar í aflanum. Hrygnur virðast vera heldur langlífari en hængar. Gulllaxinn vex tiltölulega hratt uns hann nær um 8 ára aldri en eftir það dregur úr vexti. Frá 6 ára aldri vaxa hrygnur heldur hraðar en hængar og er þessi munur orðinn um 2,5 cm við 18 ára aldur. Nýliðun virðist nokkuð jöfn frá ári til árs, því einstaka árgangar skera sig ekki úr. Gulllaxinn við Ísland vex hraðar og verður stærri en gulllax á öðrum hafsvæðum. Stór gulllax finnst á öllum útbreiðslusvæðum, en mest er um smáfisk út af Suðvesturlandi og austur með suðurströndinni. Á Færeyjahrygg er lítið um smáfisk og þar fæst stærsti fiskurinn. 4.0 3.0 % 1 6.0 2 4.0 % 3.0 8.0 3 4 7.0 8.0 6.0 7.0 6.0 % 4.0 3.0 4.0 % 3.0 6. mynd. Lengdardreifing á gulllaxi eftir svæðum. Mest er um smáan gulllax SV-lands (1 og 2) en minnst SA-lands (4).

5 7. mynd. Gulllaxafli við Ísland. Mikil lengdardreifing er í afla bæði djúpt og grunnt. Þó er mest um smáfisk og minnst um stóran fisk grynnst en það snýst við með auknu dýpi þannig að meðallengd gulllax vex með auknu dýpi. Þyngd er mjög svipuð hjá báðum kynjum við sömu lengd og vegur 41 cm langur fiskur að jafnaði um 0,5 kg og 50 cm langur fiskur um 1,0 kg. Fæða Hér við land er matseðill gulllax allfjölbreyttur. Aðalfæðan er smákrabbadýr, einkum ýmsar ljósátutegundir. Mikið er einnig um marglyttu-, möttuldýra- og kambhveljutegundir. Þá eru ýmsar smáfiskategundir í fæðunni, einkum af berhausa-, gelgju- og laxsíldarættum. Á öðrum hafsvæðum, t.d. við Bretlandseyjar, eru þessar fisktegundir uppistaða fæðunnar. Óvinir Vafalítið leggjast einhver sníkjudýr á gulllaxinn, en það hefur lítið verið kannað enn sem komið er. Gulllax er nokkuð étinn af öðrum fiskum. Hann hefur m.a. fundist í mögum grálúðu og blálöngu. Á seinni árum hefur maðurinn sjálfsagt orðið skæðasti óvinurinn. Hér við land hefur verið drepið mikið af gulllaxi í tengslum við karfaveiðar í tímans rás. Allra síðustu árin er farið að stunda gulllaxveiðar í allnokkrum mæli. Nytsemi Gulllax hefur alla tíð veiðst samhliða karfa, oft í umtalsverðum mæli, en aflinn var ekki hirtur. Íslenskir togarar, sem sigldu með aflann á markaði erlendis munu þó einstaka sinnum hafa tekið með smáslatta af gulllaxi úr síðustu togunum fyrir siglingu. Lítið mun hafa fengist fyrir þennan gulllax. Við stækkun möskva í vörpum dró heldur úr gulllaxi sem meðafla, en hann smýgur vel möskva. Hætt er þó við að mikið af þeim gulllaxi sem smýgur möskva drepist, því hann er mjög laushreistra. Áður fyrr voru karfaveiðar einkum stundaðar á sumrin, en eru nú stundaðar allt árið. Veiðiálag á gulllaxstofninn hefur því verið nokkurt, þótt hann hafi ekki verið nýttur. Á níunda áratugnum var farið að sýna veiðum á þessari tegund nokkurn áhuga og tilraunaveiðar hófust. En það er ekki fyrr en nú allra síðustu árin að gulllaxveiðar hafa verið stundaðar að nokkru marki enda rauk aflinn upp á skömmum tíma. Aflinn er frystur hausaður og slógdreginn eða heilfrystur um borð. Einnig er nokkuð um að unninn sé úr honum marningur til útflutnings en hann þykir sérstaklega góður til framleiðslu á fiskfarsi í búðinga og bollur. Heilfrysti og hausaði gulllaxinn er einkum seldur til Rússlands og Póllands en marningurinn til Noregs og Frakklands.

6 Heimildir og ítarefni Árni Friðriksson. 1937. Um gulllax (Argentina silus Asc.). Náttúrufræðingurinn, 7. árg. bls. 72 78 Bjarni Sæmundsson. 1926. Íslensk dýr I. Fiskarnir. Reykjavík, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, bls. 376 379 Gunnar Jónsson. 1992. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölva útgáfan, bls. 192 194 Jutta V. Magnússon. 1990. Ageing and age composition of silver smelt (Argentina silus Asc.) in Icelandic and East Greenland waters. ICES C.M. 1990/G: 42. 9 bls. Jutta V. Magnússon. 1996. Greater silver smelt, Argentina silus in Icelandic waters. Journal of Fish Biology 49, (Supplement A), bls. 259 272. Jutta V. Magnússon. 1998. On Silver smelt (Argentina silus) in Icelandic waters. ICES C.M./G: 39 Jutta V. Magnússon. 2000. Gulllax við Ísland. Hafrannsóknir, 55 (í prentun). Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ólafur K. Pálsson. 1998. Sjávarnýtjar við Ísland. Reykjavík, Mál og menning, bls. 153 154 Vilhelmína Vilhelmsdóttir. 1976. Langhalar, gulllax og aðrar fisktegundir á djúpslóðum. Sjávarfréttir, 4. árg. No. 7 Vilhelmína Vilhelmsdóttir. 1992. Vannýttir djúpsjávarfiskar. Sjómannadagsblað Neskaupstaðar 1992, bls. 77 85. Gulllax ISBN 9979-0-0539-4 2000 Vilhelmína Vilhelmsdóttir. 2000 teikningar: á forsíðu og á bls. 2, 3. Jón Baldur Hlíðberg. Öll afritun óheimil. 1. útgáfa 2000. Námsgagnastofnun og Hafrannsóknastofnunin, Reykjavík. Útlit og umbrot: Námsgagnastofnun. Prentun: Prentsmiðjan Viðey ehf. 9 789979 005391 ISBN 9979-0-0539-4