Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Horizon 2020 á Íslandi:

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ég vil læra íslensku

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Áhrif lofthita á raforkunotkun

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Ársskýrsla 2012

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Leiðbeinandi á vinnustað

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands - samstarfssamningur, stofnsamningur og skýrsla ársins Dagur B.

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Rannsóknamiðstöð ferðamála, svarandi: Edward H. Huijbens

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

Landmælingar Íslands Ársskýrsla National Land Survey of Iceland Annual Report 2011

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands ÁRSSKÝRSLA 2017

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Transcription:

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra Skagaströnd Skýrsla um starfið frá Nóv-Nóv 2009-2010 Dr.phil. Lára Magnúsardóttir Þessi skýrsla er ekki gefin út, en aðeins prentuð fyrir þá sem málið varðar.

Efnisyfirlit 1 FRÆÐASETRIÐ Á SKAGSTRÖND... 4 2 UNDIRBÚNINGUR - OPNUN... 4 3 TÆKI OG BÚNAÐUR TIL MUNNLEGRAR SÖGU... 5 4 BÓKASAFN... 5 5 GESTAFRÆÐIMENN HÚSNÆÐI... 5 6 HEIMASÍÐA - NETFANG... 5 7 FRÆÐILEG AFMÖRKUN... 6 7.1 STEFNUMÓTUN - VERKEFNI... 6 7.1.1 Stefna: miðstöð sögu- og menningarrannsókna fyrir ferðaþjónustu... 6 7.1.1.1 Þörf nýjung... 7 7.1.1.2 Forsendur... 7 7.1.1.3 Fjármögnun... 7 7.1.2 Verkefni á sviði munnlegrar sögu... 7 7.1.2.1 Samstarfsvekefni: Hljóðskjalasafn í gagnagrunni með landsaðgengi... 8 7.1.2.2 Önnur verkefni um munnlega sögu... 8 7.1.2.2.1 Gamlar hljóðheimildir frá Vestur-Húnavatnssýslum... 8 7.1.2.2.2 Söfnun rannsókn á nærsamfélagi... 8 7.1.3 Fræðilegt starf forstöðumanns og alþjóðlegt samstarf... 9 7.1.3.1 Ritstörf og fyrirlestrar forstöðumanns... 9 8 FUNDIR KYNNINGAR OG RÁÐSTEFNUR... 10 8.1 ALMENNT... 10 8.2 OPINBERIR VIÐBURÐIR Á VEGUM FRÆÐASETURSINS... 10 9 MIKILVÆGI SAMSTARFS... 11 9.1 SAMSTARF VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS... 11 9.2 VESTNORRÆNT RANNSÓKNASETUR Í SAGNFRÆÐI... 11 9.3 ANNAÐ SAMSTARF... 11 9.4 BYGGÐASAFN HÚNVETNINGA OG STRANDAMANNA Á REYKJUM... 11 10 STYRKIR UMSÓKNIR OG ÖNNUR FRAMLÖG... 12 10.1 ÝMSIR STYRKIR... 12 10.1.1 Fengnir styrkir... 12 10.1.2 Styrkumsóknir sem ekki báru árangur... 12 10.1.3 Umsóknir í bið... 12 10.1.4 Önnur framlög... 12 10.2 STYRKIR TIL VERKEFNA OG STARFSEMI Á SVIÐI MUNNLEGRAR SÖGU... 13 10.2.1 Fengnir styrkir... 13 10.2.2 Styrkumsóknir sem ekki báru árangur... 13 10.2.3 Umsóknir í bið... 13 10.2.4 Umsóknir í vinnslu:... 13 10.2.5 Önnur framlög... 13 11 LOKAORÐ HVAÐ ER FRAMUNDAN?... 14

STOFNUN FRÆÐASETRA 3

1 Fræðasetrið á Skagströnd Rannsókna- og fræðasetri HÍ á Norðurlandi vestra hefur starfað á Skagaströnd í eitt ár. Fræðilegt starfssvið þess er sagnfræði en setrið skal einnig sinna verkefnum á sviði munnlegrar sögu. Það heyrir undir Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands og nýtur framlags frá sveitarstjórn Skagastrandar. Rögnvaldur Ólafsson er forstöðumaður þess. Dregist hefur að skipa stjórn, meðal annars vegna lagabreytinga hjá Stofnun fræðasetra. Lára Magnúsardóttir er forstöðumaður fræðasetursins í fullu starfi. Soffía Guðný Guðmundsdóttir var verkefnisstjóri og aðstoðarmaður við rannsóknir í fjóra mánuði. Frá opnunardegi Rannsókna- og fræðaseturs HÍ á Norðurlandi vestra og Biopol. Gamla kaupfélagshúsið á Skagaströnd. 2 Undirbúningur - opnun Forstöðumaður tók við starfi 1. nóvember 2009. Undirbúningur fyrir flutning og uppsetningu skrifstofu var tilbúinn í byrjun janúar 2010. Rannsóknarsetur í sagnfræði á landsbyggðinni er nýjung og setrið á Skagaströnd er jafnframt hið fyrsta innan Stofnunar fræðasetra HÍ sem starfar eingöngu á sviði hugvísinda. Undirbúningur fyrir starf setursins einkennist þess vegna mjög af því að afla upplýsinga um starfsumhverfi, mögulega samstarfsaðila á svæðinu sem og annarstaðar, kynna setrið og marka starfsemi þess farveg í samræmi við þær væntingar sem gerðar eru til þess á ýmsum vettvangi. Skrifstofuhúsgögn voru fengin úr geymslum Háskólans, nema skrifstofustóll sem var keyptur nýr. Sömuleiðis lágmarkskrifstofubúnaður, tölva og prentari, ásamt landakortum til að hengja á veggi skrifstofunnar. Haldin var formleg opnunarhátíð fyrir fræðasetrið 23. apríl með Biopol sjálvarlíftæknisetri á Skagaströnd sem vígði nýjar rannsóknarstofur sama dag. Fjölmennt var á hátíðina sem var fylgt eftir með fyrsta sagnfræðilega málþingi setursins daginn eftir.

STOFNUN FRÆÐASETRA 3 Tæki og búnaður til munnlegrar sögu Skilgreint var hvaða tæki eru nauðsynleg til að setrið geti unnið verkefni á sviði munnlegrar sögu. Sótt hefur verið um þrjá styrki til tækjakaupa. Einn fékkst, annar ekki, þriðji er í bið. Setrið hefur keypt upptökutæki, hljóðnema og annað sem þarf til að taka upp hljóð og mynd, ásamt klippiforritum og hörðum diski til að geyma efni. Enn er eftir að komast yfir tölvu til að vinna klippingar etc. Uppsetningu á tækjum og hugbúnaði er ekki lokið. 4 Bókasafn Elín Hannesdóttir, ekkja Halldórs Bjarnasonar sagnfræðings sem lést 2009, bauð fræðasetrinu bókasafn Halldórs til gjafar. Halldór heitinn safnaði bókum skipulega um áratugaskeið og safnið er að minnsta kosti 3000 titlar af sagnfræðiritum og sennilega barnabókum. Fræðasetrið samdi við sveitartjórn Skagastrandar um að tekið yrði við safninu sem bæri heitið Bókasafn Halldórs Bjarnasonar. Bókasafn kemur til með að breyta möguleikum á starfi og ásýnd setursins stórkostlega! Stefnt er að því að safnið verði hluti af starfsemi fræðasetursins, en mikilvægt er að bókasafnið nýtist fræðimönnum og verði einnig opið almenningi til notkunar á staðnum. Til bráðabirgða er líklegast að það verði til húsa á efri hæð gamla kaupfélagsins á Skagaströnd og skrifstofa fræðasetursins verði innan þess. Framtíðarhúsnæði veltur á skipulagsmálum á Skagaströnd. Það er nú í skráningu í Gegni hjá Landsbókasafni, skv. samningi þess og Háskólans. Henni ætti að ljúka öðru hvoru megin við áramót. Í vinnslu er gerð samnings milli fræðasetursins og gefenda um viðtöku safnsins og samningur milli sveitastjórnar Skagastrandar og fræðasetursins um önnur mál sem varða rekstur, viðhald og húsnæði. 5 Gestafræðimenn húsnæði Stefnt er að því að setrið geti boðið fræðimönnum vinnuaðstöðu og fengið til sín nemendur og ráðið fólk í verkefnavinnu. Fræðasetrið leigir nú skristofu í gamla kaupfélagshúsinu á Skagaströnd, en stefnt er að því að það fari í stærra húsnæði þegar bókasafnið verður tekið í notkun. Skristofan yrði þá í, eða við, bókasafnið, en þar yrði einnig hægt að koma fyrir vinnuaðstöðu fyrir gestafræðimenn og aðra sem þar kynnu að starfa. Eins og fram er komið er líklegst að til bráðabirgða verði bókasafninu og skrifstofunni komið fyrir í ágætum sal á efri hæð gamla kaupfélgshússins, en möguleikar eru á breytingum þar á þegar teknar hafa verið frekari ákvarðanir um almennt skipulag á Skagaströnd. Enn sem komið er ekki lausn á því hvar gestafræðimenn eða aðrir starfsmenn setursins myndu búa, en ef að líkum lætur er hægt að komast að samkomulagi við Listamiðstöðina Nes um þau mál eins og málin standa nú. 6 Heimasíða - netfang Setrið hefur eigið netfang: nordurlandvestra@hi.is. Heimasíða hefur verið sett upp inni á svæði Stofnunar fræðasetra HÍ: http://stofnanir.hi.is/skagastrond. Enn er þó eftir að koma heimasíðunni í það horf sem henni ber, en stendur meðal annars til að hægt sé að horfa á og hlusta á upptökur, t.d. viðtöl sem fræðasetrið lætur safna, sem og af ráðstefnum og öðrum uppákomum sem haldnar eru á vegum setursins. 5

7 Fræðileg afmörkun Samkvæmt starfslýsingu setursins skal það sinna rannsóknum í sagnfræði en því er þó ætluð margvíslg starfsemi. Fræðilegt starf og afmörkun þess, staða þess gagnvart setrum og söfnum á Norðurlandi vestra, sérstaklega í Húnavatnssýslum, samstarf við Háskóla Íslands og mótun verkefna hefur verið eitt af helstu viðfangsefnum forstöðumanns fyrsta árið. Lögð hefur verið áhersla á að marka setrinu sess með því að halda ráðstefnur og fyrirlestra og kynna setrið sem sagnfræðisetur og rannsóknarsetur í hugvísindum en jafnframt unnið að því að móta verkefni, mynda sambönd á fræðasviði forstöðumanns og leggja fram hugmyndir um framtíðarstarf. 7.1 Stefnumótun - verkefni Mikil áhersla hefur verið lögð á að skilgreina þörf fyrir starfsemi setursins á svæðinu með tilliti til þess gagns sem það getur unnið Norðurlandi vestra og þess sem geti orðið til styrkingar setursins sjálfs. Miðað er við að starf setursins slaki hvergi á akademískum kröfum en geti þó orðið atvinnulífi svæðisins til gagns og uppbyggingar. Niðurstöður greiningarinnar voru tvenns konar. 1. Væntingar til setursins sem stofnunar á vegum Háskóla Íslands eru með þeim hætti að brýnt er að koma því út úr þeirri stöðu að starfa einvörðungu í samkeppni við önnur setur og lítil fyrirtæki í menningargeiranum. 2. Skortur er á tengslum milli fræðilegra menningar- og sögurannsókna og uppbygginar á menningartengdri ferðaþjónustu. Þetta stendur sögu- og menningartendri ferðaþjónustu fyrir þrifum. Þörf er á stofnun sem heldur utan um þekkingu á sviðinu og stuðlar að samvinnu safna og setra og þróun verkefna í menningartendri ferðaþjónustu. Fræðasetrið stefnir að því að verða slík stofnun. Nauðsynlegt er þó að setur af þessu tagi sé sveigjanlegt og sinni verkefnum af fleiri en einum toga. Sömuleiðis þarf að gæta þess sérstaklega að forstöðumanni sé kleift að sinna rannsóknum til þess að það haldi stöðu sinni sem rannsóknarsetur. Verkefni setursins eru því ekki öll á sama sviði. 7.1.1 Stefna: miðstöð sögu- og menningarrannsókna fyrir ferðaþjónustu Af starfslýsingu fyrir setrið er ljóst að mikils er vænst af því að Háskóli Íslands standi fyrir rannsóknarstarfi á Norðurlandi vestra, en setrinu er meðal annars ætlað að stuðla að samstarfi safna og setra sem þar eru fyrir og stuðla að ýmiskonar framförum í menningarlífi svæðisins. Niðurstöður um stefnumörkun liggur nú fyrir og eru þær á þann veg að beina skuli meginstarfi setursins að sögu- og menningarrannsóknum sem tengjast ferðaþjónustu. Stefnt er að því að setrið geti orðið miðstöð rannsókna og þekkingar um sviðið og geti þannig stutt við söfn, setur og fyrirtæki sem byggja líf sitt og afkomu á menningu og sögu. Miðstöðin hefði frumkvæði að samstarfsverkefnum og aðstoðaði við minni verkefni, veitti faglega ráðgjöf, auk þess að halda utan um upplýsingar um stöðu þekkingar á sviðinu og veita góðum hugmyndum sem upp koma farveg til úrvinnslu. Í miðstöðinni mætti veita aðstoð þróun hugmynda og vinna þannig að gæðaaukningu í verkefnum og auka möguleika á því að slík verkefni verði sjálfbær. Í miðstöðinni yrði byggð upp þekking á sambærilegu starfi erlendis, alþjóðleg sambönd og miðstöðin yrði virkur aðili í þróun opinberrar stefnu um málaflokkinn í heild sinni. Miðstöðin ynni að samræmingu upplýsinga og stuðlaði að samvinnu milli þeirra aðila sem starfa að og í greininni, hvort sem eru lítil fyrirtæki eða samtök, en væri EKKI í samkeppni við þá. Tilvist slíkrar miðstöðvar myndi auðvelda starfsemi annarra einmenningssetra og smástarfsemi af ýmsu tagi og bæta líkur á því að þau haldi sjó.

STOFNUN FRÆÐASETRA 7.1.1.1 Þörf nýjung Starfsemi af þessu tagi er ekki fyrir hendi í landinu þótt uppbygging á sviði ferðaþjónustu sé mikil. Allar líkur eru á því að arðbærum verkefnum í menningartendri ferðaþjónustu fjölgi og gæði aukist með víðtækara samstarfi og ef fagmennsku og markvissum aðferðum er beitt við uppbyggingu þeirra. Eins og málin standa skortir mjög á í þessum efnum þótt mikil þekking sé fyrir í landinu á ýmsum sviðum ferðaþjónstu, en bæði vantar farveg fyrir samvinnu og auk þess er meiri áhersla lögð á rekstrarlegan þátt starfseminnar en sterkan grundvöll í menningu og sögu. Mikil fagleg þekking á menningarrannsóknum innan háskóla og hjá sjálfstæðum fræðimönnum liggur ónýtt í ferðaþjónustu og annarri menningarþjónustu á landsbyggðinni vegna skorts á farvegi. Því má bæta við að öflug starfsemi háskólastofnunar á Norðurlandi vestra er auk þess eftirsókanarverð fyrir svæðið. Vekefnið er því ekki í samkeppni við fræðimennsku í landinu, heldur þvert á móti til þess fallið að stuðla að betri nýtingu þeirra sem hafa menntað sig til slíkra starfa. Stefnt er að því að vinna í sem nánastri samvinnu við þá aðila. 7.1.1.2 Forsendur Ofangreind lýsing er leið til þess að setrið nái markmiðunum sem voru ástæða þess að það var sett upp. Forsendur þess að Fræðasetrið geti sinnt skyldum sínum er að það starfi sem stofnun en ekki sem einmenningssetur. Til þess að svo sé þarf a.m.k. eitt stöðugildi sérfræðings til viðbótar við forstöðumann. 7.1.1.3 Fjármögnun Stofnun af því tagi sem hér er lýst sem stundar rannsóknir til uppbyggingar fyrir atvinnuvegina má ekki velta á samkeppnisstyrkjum sem ætlaðir eru þeim aðilum sem henni er ætlað að þjónusta þ.e. vísindastarfi annars vegar og atvinnu- og byggðauppbyggingu hins vegar. Sveitarfélag Skagastrandar hefur sent beiðni til fjárlaganefdnar um fjármagn til eins stöðugildis. 7.1.2 Verkefni á sviði munnlegrar sögu Samkvæmt starfslýsingu setursins ber því að vinna að verkefnum á sviði munnlegrar sögu. Forstöðumaður vann að könnun á starfsumhverfi fyrir munnlega sögu, sérstaklega því sem varðar varðveislu, skráningu og aðgengi að munnlegur heimildum, því sýnt er að heimildum sem safnað er, og hefur verið, hrúgast upp, týnast og skemmast. Unnið var að því að undirbúa setrið tæknilega til að geta unnið verkefni á þessu sviði; kaupa tæki og búnað. Fræðileg verkefni voru skipulögð og sótt um styrki til þeirra. Stærsta verkefni setursins á fyrsta árinu var undirbúningur, frumkvæði og skipulagning á viðamiklu verkefni á því sviði sem meðal annars er ætlað að skapa forsendur fyrir nýjum störfum á Norðurlandi vestra. 7

7.1.2.1 Samstarfsvekefni: Hljóðskjalasafn í gagnagrunni með landsaðgengi Fræðasetrið hafði frumkvæði að formlegu samstarfi sem komið er á milli þess, Landsbókasafns Íslands Háskólabókasafns, Miðstöðvar munnlegrar sögu, Tónlistarsafns Íslands/Músik og sögu ehf. (Ísmús) og þjóðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Verkefnið snýst um skráningu, varðveislu og landsaðgang að heimildum munnlegrar sögu á internetinu. Fyrir er í landinu mikil þekking á þessu sviði en verkefnin eru flest lítil og samstarf var með minnsta móti. Takmark samstarfsverkefnisins er að koma á fót stafrænu hljóðskjalasafni sem skráð er í fræðilegan gagnagrunn með landsaðgengi sem byggt verði á Ísmús og gagnagrunni Þjóðdeildar Árnastofnunar. Stefnt er að því að ráða rannsóknarmann til að gera fræðileg rannsókn á starfsumhverfi í alþjóðlegu samhengi, siðfræðilegum spurningum, persónuvernd o.þ.h. Að verkefninu koma einnig Lausn ehf. og Forsvar ehf. á Hvammstanga. Ráðinn var verkefnastjóri í fjóra mánuði til að vinna að samræmingu verkþátta, koma samstarfinu formlega á, kanna styrkjamöguleika og útbúa styrkjaumsóknir. Verkið er afar víðtækt en því hefur miðað vel. Staða þess nú er hins vegar að bíða eftir svörum úr styrkjasjóðum. 7.1.2.2 Önnur verkefni um munnlega sögu Ýmis verkefni á sviði munnlegrar sögu hafa verið skipulögð, en þau tengjast annars vegar beinu starfi setursins og hins vegar verkefni um hljóðskjalasafn. Vanir menn: Lára Magnúsardóttir safnar hljóðheimildum á Landsmóti hestamanna 2008. 7.1.2.2.1 Gamlar hljóðheimildir frá Vestur-Húnavatnssýslum Hafist hefur verið handa við að færa upptökur frá 7.8.og 9. áratug síðustu aldar á stafrænt form hjá Tónlistarsafni Íslands fyrir milligöngu Fræðasetursins. Upptökurnar eru í eigu Fræðafélags Vestur-Húnvetninga og geymdar á Héraðsskjalasafninu á Hvammstanga. Þær reyndust óskráðar og illa farnar af elli. Framundan er að vinna úr efninu á spólunun, skrá þær, rannsaka tilurð þeirra o.s.frv. Sótt hefur verið um styrki til verkefnsisins. 7.1.2.2.2 Söfnun rannsókn á nærsamfélagi Unnið var að skipulagningu verkefna um söfnun viðtala um tiltekið efni á Norðurlandi vestra og sótt um tvo styrki til að ráða námsmenn í sumarstarf. Hvorugur fékkst. Stefnt er að frekari verkefnum á þessu sviði. Leitað verður samstarfs við skóla, heimamenn og aðra. Forsendur fyrir frekari vinnslu verkefna í þessum flokki er þó að ljúka uppsetningu tækja og heimasíðu.

STOFNUN FRÆÐASETRA 7.1.3 Fræðilegt starf forstöðumanns og alþjóðlegt samstarf Fræðilegt starf forstöðumanns rannsóknarstofnunar er mikilvægur þáttur í starfinu. Forstöðumaðurinn á Skagaströnd hefur á fyrsta ári lagt meiri áherslu á stjórnun og uppbyggingu setursins en almennt er gert ráð fyrir, sem bitnar á rannsóknarstarfinu. Það er ekki óeðlilegt í upphafi starfs. Þó hefur hann skrifað fræðigrein sem er í prentun í Kaupmannahöfn og grein um bók í Sögu Tímarit Sögufélags. Samningar eru í gangi um birtingu í bresku fræðitímariti um þriðju fræðigreinina. Forstöðumaður hefur auk þess flutt erindi á alþjóðlegu þingi um evrópska samanburðarréttarsögu og annað á seminari um norræna réttarsögu í Björgvin. Framundan er heimsókn og fyrirlestur hjá Nottingham Trent háskólanum, fyrirlestur á þingi alþjóðlegs samstarfshóps réttarsögu/kvennasögu og sá þriðji á samnorrænni/evrópskri ráðstefnu samstarfshóps um evrópska réttarsögu. Undirbúningur fyrir annað starfsár setursins miðast að því að skapa svigrúm fyrir virkara fræðastarf forstöðumanns. 7.1.3.1 Ritstörf og fyrirlestrar forstöðumanns Birt grein um fræðilegt efni - Hvað kostar sanngirni? Grein í Fréttablaðinu 18. mars 2010. Í prentun - Case(s) of Excommunication, Ditlev Tamm s Festschrift Copenhagen 2010. - Íslenskar heimildir til sögu heimsins, Saga Saga XLVIII:2 2010. Í vinnslu - Grein í vinnslu: Concordat In Icelandic fyrir Solon, veftímarit: http://www.perc.plymouth.ac.uk/solon/journal.htm Ritdómur um verk forstöðumanns - Harald Gustafsson: Lára Magnúsardóttir, Bannfæring og kirkjuvald á Ísland 1275-1550: lög og rannsóknarforsendur. Historisk tidskrift 129:4. Fyrirlestrar - Lítil byggð lítil þekking? Fyrirlestur á Ársfundi Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. 2010, - Moral systems, responsibility and crime. Réttarsöguseminar á vegum Center for Medieval Studies í Björgvin; Encounter of Legal Cultures in the Nordic realms in the High Middle Ages um refsirétt 1200-1400. Det juridiske fakultet, Universitetet i Bergen 2010. - How to understand a Concordat when you don t know what the word means Inaugural conference of the European Society for Comparative Legal History in Valencia 2010. - Inngangsfyrirlestur á málþingi um pólitísk samskipti Íslands við erlend ríki. Rannsókna- og fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra 2010. Fyrirlestrar í vinnslu - Concordat in Icelandic. Fyrirlestur hjá réttarsögudeild Nottinghamháskóla. - Fyrirlestur á þingi REUNA: Legal History on the Edge of Europe: Nordic law in the European legal community 1000-2000 a.d. Samnorrænt verkefni fyrir tilstilli Institute of International Economic Law og the Law Department of the University of Helsinki. Þingið verður í Róm í janúar 2011. - Sagnfræðisetur á Skagaströnd - hlutverk og möguleikar. Fyrirlestur hjá Akureyrarakademíunni í mars 2011. - Fyrirlestur á þingi Medieval gender history a Nordic research network með þátttöku Helsinki Collegium for Advance studies í maí eða júní 2011: http://www.medeltid.su.se/forskning/medieval_gender_history.htm 9

8 Fundir kynningar og ráðstefnur Lögð hefur verið áhersla á að gera setrið sýnilegt á fyrsta starfsári þess og haldnar hafa verið tvær ráðstefnur, einn stakur fyrirlestur og á vísindakaffi Rannís var kynnt verkefni sem unnið hefur verið að. Allir voru viðburðirnir fræðilegir og opnir almenningi. Aðsókn var langt framar vonum á þeim öllum og á það bæði við um aðsókn Norðlendinga og fræðimanna annars staðar að. Sömuleiðis var fræðasetrið kynnt á fundi hjá Tenglsaneti kvenna á Norðurlandi vestra, fyrir atvinnufulltrúum á Norðurlandi vestra og tvisvar sinnum fyrir sveitarstjórn Skagastrandar. 8.1 Almennt Forstöðumaður hefur kynnt sér starfsemi ýmissa setra og safna af ýmsum toga víða og kynnir þá jafnframt fræðasetrið á Skagaströnd. Umfjöllun í fjölmiðlum hefur verið talsverð. Sömuleiðis hefur forstöðumaður kynnt fræðasetrið erlendis, bæði á ráðstefnum fræðimanna og svo fyrir leiðandi aðilum í byggðamálum og menningu á Nýfundnalandi, en þar eru aðstæður um margt líkar þeim sem gerist á Íslandi sökum fámennis og dreifðrar byggðar. Lögð er áhersla á að verkefni fræðasetursins séu vel kynnt í fjölmiðlum og það hefur borið góðan árangur. 8.2 Opinberir viðburðir á vegum fræðasetursins Opnunarhátíð 23. apríl. Ráðstefna: Saga pólitískra samskipta Íslands við önnur ríki 24. apríl. Haldin í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd, í samvinnu við sveitarfélagið Skagaströnd. Fyrirlestur Karls Aspelunds doktorsnemi við Bostonháskóla: Norðlendingar þessir standa í öllu langtum framar..., 13. júní 2010. Ráðstefna: Framtíð Jóns Sigurðssonar Karlar á stalli og ímyndasköpun, 12. september 2010. Vísindakaffi Rannís: Mikilvægi munnlegrar sögu, 23. september 2010. Gestir á Vísindakaffi Rannís og fræðasetursins kynna sér verkefni um hljóðskjalasafn í september 2010.

STOFNUN FRÆÐASETRA 9 Mikilvægi samstarfs Fræðasetrið stefnir að sem mestu og bestu samstarfi við setur, söfn, háskóla og aðrar fræðastofnanir í nágrenninu og annarstaðar, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf getur verið af ýmsum toga; beint formlegt samstarf stofnana, samstarf í virkum verkefnum eða lauslegra fræðilegt samstarf. Samstarf er í stöðugri þróun en fræðasetrið hefur, og ætlar að halda áfram, að koma á sem bestum samskiptum við aðila sem starfa í sambærilegum verkefnum. 9.1 Samstarf við Háskóla Íslands Fræðasetrið er sjálfstæð rannsóknarstofnun en tilheyrir Stofnunum fræðasetra Háskóla Íslands og er hluti Háskólans. Koma þarf á formlegu samstarfi við Háskólann, Hugvísindasvið og sagnfræði um kennslu og aðra þætti, svo sem þátttöku setursins í Hugvísindastofnun HÍ og mögulega Sagnfræðistofnun. Viðræður hafa farið fram við hina þrjá fyrstnefndu. Góður vilji er fyrir hendi hjá öllum aðilum en ekki hefur unnist tími til formlegrar samningagerðar. 9.2 Vestnorrænt rannsóknasetur í sagnfræði Fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra verður fulltrúi Háskólans í setri um vestnorræna sögu, Center for vestnordisk historie, sem hefur það hlutverk að vera frumkvöðull rannsókna um sögu svæðisins. Stjórn setursins er fimm manna, einn frá hverju landi. Hún ræður forstöðumann. Forstöðumaður, stjórnarformaður og landið sem hýsir setrið til þriggja eða fjögurra ára í senn er aldrei sömu þjóðar. Skiptist á milli Færeyja, Grænlands og Íslands. Forstöðumaður starfar í setrinu frá sínu landi, en skrifstofuvinna o.þ.h. er útveguð frá því landi sem hýsir setrið. Höfuðstöðvar setursins eru í Fróðskaparsetrinu í Færeyjum, en margir samstarfsaðilar eru um það, m.a. háskólarnir í Kaupmannahöfn og Bodö. Undirbúningsfundur um stofnun vestnorræna setursins verður í Kaupmannahöfn dagana 24.-25. nóvember 2010. 9.3 Annað samstarf Fræðasetrið hefur sérstakan áhuga á samstarfi við sögutengd setur, söfn og hvers kyns fræðaverkefni á Norðurlandi vestra, enda er það skilgreint hlutverk þess að stuðla að slíku samstarfi. Unnið hefur verið að því að koma á sambandi við slík verkefni, sérstaklega í Húnavatnssýslum, en einnig nokkuð í Skagafirði. Það starf heldur áfram. Komið hefur verið á tengslum við ReykjavíkurAkademíuna og forstöðumaður er aðili að nokkrum erlendum verkefnum og heldur áfram að tengjast fræðastarfi á sínu sviði erlendis. 9.4 Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum Formaður stjórnar Byggðasafnsins á Reykjum leitaði til fræðasetursins á Skagaströnd um fræðilega ráðgjöf við uppbyggingu safnsins. Unnið hefur verið óformlega að stefnumótun með henni, verkefnabundinn sérfræðingur starfaði við safnið í sumar í framhaldi af því. Gengið er út frá þeirri hugmynd að byggja skuli svæðið á Reykjum upp í heild sinni án þess að kosta til þess of miklum fjármunum í hverju skrefi og gera það að girnilegum áningarstað fyrir ferðamenn og vegfarendur. Safnið skuli byggja upp af fagmennsku og í samhengi við umhverfi, fjöru, jarðhita og í samstarfi við atvinnustarfsemi á staðnum og beina því í þá átt að þjóna börnum og fjölskyldufólki, enda er það nú þegar skólasafn að miklu leyti. Nánara samstarf gæti orðið milli safnsins og setursins ef vilji eigenda er fyrir hendi. 11

10 Styrkir umsóknir og önnur framlög Stór hluti af starfi setursins hefur farið í að búa til og þróa verkefni sem síðan hefur verið sótt um styrki til. Ekki vannst tími til fekari styrkjaumsókna en þær sem hér er um getið þótt mörg áhugaverð verkefni séu möguleg. Enn er beðið eftir svörum úr mörgum sjóðum og óvíst er um framhaldið. Í sumum tilvikum detta verkefni sjálfkrafa uppfyrir sig ef engir styrkir fást, í öðrum tilvikum er verkið geymt þar til síðar, eða hætt er við það. Hér á eftir er gerð grein fyrir styrkjum sem sótt hefur verið um ásamt öðrum framlögum sem fræðasetrið hefur fengið. Sagt er frá umsóknum um styrki fyrir munnlega sögu sérstaklega. Dropinn holar steininn. 10.1 Ýmsir styrkir 10.1.1 Fengnir styrkir 1. Sveitarfélagið Skagaströnd sótti í Menningarráð Norðurlands vestra til að halda ráðstefnu með fræðasetrinu Saga pólitískra samskipta Íslands við önnur ríki fékk kr. 150.000. 10.1.2 Styrkumsóknir sem ekki báru árangur 1. Sótt í Menningarráð NV í mars Fundir og lokuð fræðiráðstefna um sögu Íslands undirbúningur fyrir útgáfu á nýju yfirlitsriti um sögu Íslands samkvæmt skilningi yngri kynslóðar sagnfræðinga. Styrkur fékkst ekki. 2. Menningarráð NV í september 2010: Safn um sögu og söguslóðir á Skagaströnd. til frekari úrvinnslu; safna efni með viðtölum og e.t.v. bréfum frá íbúum svæðisins og e.t.v. fyrirtækjum, þar sem meðal annars verður beðið um ábendingar um athyglisverð sjónarhorn, sögur og mögulega tillögur að verkefnum. Þannig verði til í Fræðasetri HÍ á Skagaströnd vísir að aðgengilegum skrám, upplýsingar um sögu staðarins og heimildir um hana, sem nýtist bæði Fræðasetrinu og öðrum þeim sem kynnu að hafa áhuga. Sótt er um styrk að upphæð 1.550.000. Fékkst ekki. 10.1.3 Umsóknir í bið 1. Umsókn í Þjóðhátíðarsjóð til að gera úttekt á stöðu menningar- og sögutengdri starfsemi á Norðurlandi vestra. Markmiðið er að stuðla að auknu samstarfi safna og setra á Norðurlandi vestra sem varðveita, rannsaka og hagnýta menningarverðmæti á svæðinu. Verkefnið beinist sérstaklega að því að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði mennningartendrar ferðaþjónustu og að hvetja til nýbreytni. Kr. 1.900.000. 2. Að beiðni Fræðasetursins lagði Sveitarfélagið Skagaströnd fram beiðni um fjárframlög fyrir einu stöðugildi hjá Fjárlaganefnd Alþingis til að sinna ýmsum störfum, sérstaklega varðandi uppbyggingu þekkingar setursins á sögu- og menningarrannsóknum tengdum ferðaþjónustu. Sótt er um kr. 8.000.000.- 10.1.4 Önnur framlög 1. Sveitarfélagið Skagaströnd leggur fram fjárhæð til starfsemi setursins skv. starfssamningi kr. 500.000.-

STOFNUN FRÆÐASETRA 10.2 Styrkir til verkefna og starfsemi á sviði munnlegrar sögu Ákveðið var í upphafi starfsins að leggja ofuráherslu á að koma af stað verkefnum á sviði munnlegrar sögu, enda er sérstaklega gert ráð fyrir sliku í starfslýsingu fyrir setrið. Umfang styrkumsókna á þessu sviði er því langmest. 10.2.1 Fengnir styrkir 1. Vaxtarsamningur NV, október. Sótt í samvinnu við Forsvar ehf. kr. 3.000.000.- Fenginn styrkur kr. 1.000.000.- 2. Menningarráð Norðurlands vestra sept. 2010. Fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra sækir um styrk til að afla heimilda um söfnun viðtala sem tekin voru við Vestur-Húnvetninga á 7.-10. áratug síðustu aldar, færa hljóðupptökurnar af bandi á stafrænt form til að tryggja varanlega varðveislu þeirra, skrá viðtölin í gagnagrunninn Ísmús og gera þau aðgengileg fræðimönnum og almenningi gegnum netið. Sótt var um styrk að upphæð kr. 1.650.000. Styrkveiting: 500.000.- 3. Tækjakaupanefnd HÍ styrkur til kaupa á mynd og hljóðupptökutækjum, ásamt hljóðnema, hörðum diski og þrífæti. Sótt um kr. 300.000.- Styrkveiting kr. 250.000.- 10.2.2 Styrkumsóknir sem ekki báru árangur 4. Tækjasjóður umsókn um tækjakaup fyrir upptökur etc. sent 1. mars. Fékkst ekki. 5. Nýsköpunarsjóður námsmanna umsókn um tvo námsmenn í sumarstarf til verkefna í munnlegri sögu sent 8.mars sótt um kr. 840.000. Fékkst ekki. 6. Menningarráð Norðurlands vestra mars 2010 ráða námsmann í sumarstarf til að taka viðtöl og vinna rannsókn á sviði munnlegrar sögu. Sveitarfélagið Skagaströnd var tilbúið til að leggja fram kr. 500.000 Viðfangsefni: hrepparígur - sameining sveitarfélaga sent 15. mars. Fékkst ekki. 7. Vaxtasamningur: Undirbúningur að samstarfsverkefni um stafrænt skjalasafn fyrir hljóð- og myndupptökur umsókn með Forsvari um verkefnisstjóra. Fékkst ekki. 10.2.3 Umsóknir í bið 8. Rannís: Project Grant í samstarfi við fleiri: umsókn með samstarfsaðilum um hljóðskjalaverkefni. Sótt um 20 milljónir til rannsóknar og framkvæmdar verkefnis á þriggja ára tímabili. 9. Þjóðhátíðarsjóður, ágúst 2010: Fræðasetur HÍ á Norðurlandi vestra sækir um styrk frá Þjóðhátíðarsjóði til að afla heimilda um söfnun viðtala sem tekin voru við Vestur- Húnvetninga á 7.-10. áratug síðustu aldar, færa hljóðupptökurnar af bandi í stafrænt form til að tryggja varanlega varðveislu þeirra, skrá viðtölin í gagnagrunn og gera þau aðgengileg fræðimönnum og almenning gegnum internetið. Sótt um kr. 2.000.000.- 10. Tækjakaupasjóður HÍ: Umsókn um verkefnabundinn styrk til tækjakaupa. Áður hefur fengist styrkur frá sértækum tækjakaupasjóði HÍ til kaupa á upptökutækjum og öðrum búnaði sem tengist sama verkefni frekari vinnsla gagna sýnir að þörf er á öflugri vél til klippinga og meira öryggis í varðveislu og flutningi á gögnum. Sótt er um kr. 352.193.- 11. Rannsóknarsjóður HÍ, október, sótt um kr. 4.000.000.- 10.2.4 Umsóknir í vinnslu: 12. Tækniþróunarsjóður 15. febrúar 2011. 10.2.5 Önnur framlög Starf verkefnisstjóra var greitt að hluta af Vinnumálastofnun; kr. 150.000.- pr. mánuð í fjóra mánuði. 13

11 Lokaorð Hvað er framundan? Starf Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra á fyrsta starfsári þess hefur beinst að því að: 1. Setja upp setrið. 2. Kynnast starfsumhverfi, byggja upp sambönd og kynna setrið. 3. Móta setrinu stefnu og búa til verkefni á því sviði sem því er ætlað að vinna og sem eru í samræmi við starfslýsingu og væntingar sem gerðar eru til þess. 4. Móta samstarfsverkefni um hljóðskjalasafn. 5. Sækja um styrki til verkefna. 6. Vinna að móttöku og uppbyggingu bókasafns. 7. Standa fyrir málþingum, fyrirlestrahaldi og kynningu á fræðaverkefnum. 8. Byggja upp alþjóðlegt samstarf á fræðasviðum setursins. 9. Vinna að fræðastarfi forstöðumanns. 10. Ýmsu öðru. Að hausti er beðið eftir svörum frá mörgum sjóðum sem skera úr um til hvaða verkefna fást styrkir og komast í framkvæmd. Að öðru leyti einbeitir forstöðumaður sér að fræðastörfum á öðru starfsári setursins og leggur áherslu á uppbyggingu bókasafnsins sem ljóst er að muni gerbreyta mögleikum setursins til ýmissa hluta. Einmenningssetri á landsbyggðinni eru settar þröngar skorður. Tekin var ákvörðun um að starf fræðasetursins yrði á víðum grundvelli en þó yrði stefnt að vel afmörkuðum þáttum fræðastarfs. Ákveðið var að vinna samkvæmt starfslýsingum og væntingum og freista þess að byggja setrið upp sem háskólastofnun sem ynni að því að ýta undir sköpun og styðja starfsemi annarra setra, safna og fyrirtækja á svæðinu, sem flest hafa aðeins einn starfsmann, í stað þess að einblína á smáverkefni í samkeppni við aðila sem eiga minna undir sér. Í raun þýðir það að setrið þarf að hafa starfsmann til viðbótar við forstöðumann. Röksemdin fyrir því er sú að þannig gæti setrið stuðlað að betri möguleikum annarra smásetra og jafnframt fest sig í sessi. Framundan er mikið starf en augljóst að möguleikar eru miklir. Fræðasetrið á Skagaströnd nýtur velvildar í íslenskum fræðaheimi og vilji fyrir samstarfi við það er mikill. Þá má einu gilda hvort er á sviði munnlegrar sögu, rannsókna á menningu og sögu sem nýst gæti ferðaþjónustu, ráðstefnuhalds eða annars. Mörg verkefni liggja á teikniborðinu sem ekki er getið um hér en þau verkefni sem unnið hefur verið að því að móta bíða nú dóms styrkjasjóða. Með góðum stuðningi gæti fræðasetur á Norðurlandi vestra orðið að öflugri stofnun sem ynni gagn á mörgum sviðum. Lára Magnúsardóttir, forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra.

STOFNUN FRÆÐASETRA Lítið bókasafn í getur verið hlýlegur staður. 15