Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands 2. Tbl. 2. Árg. 2007

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ég vil læra íslensku

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Horizon 2020 á Íslandi:

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Reykholt í Borgarfirði

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Á R S S K Ý R S L A

Smárit Byggðasafns Skagfirðinga X. Keldudalur í Hegranesi Fornleifarannsóknir Guðný Zoëga

Að störfum í Alþjóðabankanum

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Félags- og mannvísindadeild

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Saga fyrstu geimferða

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Þegar tilveran hrynur

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

KENNSLULEIÐBEININGAR

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

UNGT FÓLK BEKKUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Greining mannabeina af Vestdalsheiði

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Transcription:

Eldjárn Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands 2. Tbl. 2. Árg. 2007

Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða sjálfstætt, ritfært fólk til framtíðarstarfa við fornleifaskráningu. Skilyrði er að umsækjendur hafi gaman af gönguferðum og útivist og brennandi áhuga á fornleifafræði. Starfið felst í fornleifaskráningu á vettvangi og frágangi gagna heimildagrúski, viðtölum við bændur, búalið og spekinga, kortlagningu rústa og annarra minjastaða og skýrsluritun. Skráningin getur nýst sem hluti af nauðsynlegri vettvangsreynslu sem krafist er í námi við HÍ. Um er að ræða fullt starf sumarið 2008 með möguleika á frekari vinnu í kjölfarið. Nýliðar fá fræðslu um aðferðir og tækjabúnað á vormisseri 2008. Kennt á ýmis teikniog kortaforrit þegar að frágangi kemur. Frábær vinna og einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja öðlast reynslu og hasla sér völl á sviði fornleifafræði. Umsóknir og starfsferilsskrá sendist á Elínu Ósk Hreiðarsdóttur (elin@instarch.is) fyrir 10. janúar 2008.

Ritstjórapistill Kæru lesendur! Það er okkar sönn ánægja að kynna fyrir ykkur þriðja eintakið af Eldjárni. Fæðing blaðsins gekk vel, nú er það komið á skrið og í fastari skorður sem gerir okkur bjartsýnni fyrir áframhaldandi útgáfu ritsins. Sú þróun sem við vonuðumst eftir birtist í þessu tölublaði, þ.e. meira efni frá fornleifafræðinemum, og vonumst við til þess að það haldi áfram. Þar til það kemur til þess að Eldjárn verði stækkað til að rýma fyrir nemendaritgerðum. Enda eru skúffur út um allan bæ fullar af fróðleik um fornleifafræðitengt efni sem býður þess að kynna sig heiminum í Eldjárni. Að þessu sinni eru það m.a. ritgerðir eftir Dagnýju Arnarsdóttur og Guðrúnu Finnsdóttur, en Lísabet Guðmundsdóttir kynnir BA-verkefni sitt. Þá er grein á léttari nótum frá Björgvini Gunnarssyni. Áfram eru fastir liðir í blaðinu, t.d. viðtal við starfandi fornleifafræðing, að þessu sinni Ragnar Edvardsson, pistlar frá nemum í erlendum háskólum og nemendakynningarnar svo dæmi sé tekið. Einnig birtum við m.a. stóra samantekt á fornleifarannsóknum sem fram fóru sumarið 2007 og grein eftir Orra Vésteinsson í tilefni 5 ára afmælis fornleifafræðikennslu við HÍ. Vonandi njótið þið lestursins. Berglind Þorsteinsdóttir Formaður ritstjórnar. Efnisyfirlit: Viðtal við Ragnar Edvardsson.......................bls. 2 Fornleifafræðinemar í erlendum háskólum..............bls. 4 Björgvin Gunnarsson: Hinn eini sanni Indiana Jones........bls. 6 Bjarney Inga Sigurðardóttir: Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skulls........bls. 8 Orri Vésteinsson: Fornleifafræði við Háskóla Íslands í 5 ár - hverju munar?....bls. 10 Dagný Arnarsdóttir: Ber að virða þagnarskyldu gagnvart öllum mannameinum?...bls. 12 Fornleifarannsóknir á Íslandi sumarið 2007..............bls. 18 Guðrún Finnsdóttir: Gripir jarðhúsa á Íslandi.............bls. 25 Lísabet Guðmundsdóttir: Greining viðar úr uppgreftinum í Reykholti...............bls. 32 Forsíðumynd er frá Dagnýju Arnarsdóttur, af fornleifafræðingum við störf á Skriðuklaustri í Fljótsdal, sjá nánar bls. 24. Útgefandi: Kuml- félag fornleifafræðinema við Háskóla Íslands, kuml@hi.is, www.hi.is/nem/kuml. Ritstjóri: Berglind Þorsteinsdóttir Ritstjórn: Atli Birkir Kjartansson, Ármann Guðmundsson, Björgvin Gunnarson, Guðmundur Stefán Sigurðarson og Guðrún Finnsdóttir. Tölvupóstur ritsjórnar: eldjarn@hi.is Umbrot og hönnun: Berglind Þorsteinsdóttir, bth12@hi.is. Prentun: Gutenberg ehf. 1

Fæðingastaður og ár: Reykjavík, 4. febrúar 1964. Menntun: Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, BA í latínu og sagnfræði frá HÍ, MA frá Institute of Archaeology, UCL, Archaeology of the Roman Provinces, Mphil í mannfræði frá Graduate Center, CUNY, New York, doktorsnám í fornleifafræði við Graduate Center, CUNY, New York. Við hvað hefurðu unnið annað en fornleifafræði? Unnið við ýmislegt í gegnum tíðina. Kokkur á veitingastöðum í Svíþjóð og Íslandi, húsamálari, járnabindingar, slökkviliðsmaður, ofl. Hvers vegna fornleifafræði? Hef alltaf haft áhuga á fornleifafræði og ætlaði mér að verða fornleifafræðingur þegar ég var 5 ára. Hvar hefurðu unnið? Ég hef unnið við fornleifafræði um allt Ísland og svo á Grænlandi og Færeyjum. 2 R a g n a r E d v a r d s s o n nýráðinn minjavörður Vestfjarða Hefurðu einhvern tíma komist í hann krappann? Jú, ég hef nokkrum sinnum komist í hann krappann enda þekktur hér áður fyrr fyrir að vera hrakfallabálkur. M.a. brotið hálsliði í bílslysi, lent í grjótskriðum í Hvalnesskriðum á Austfjörðum sem nærri sendu mig inn á hinar eilífu veiðilendur. Gæti hér talið upp endalaus slys sem ég hef lent í og bera brotin bein þess merki. Hvernig er nýja djobbið? Mér líst ágætlega á nýja djobbið en ég er rétt að byrja þessa dagana svo að það er erfitt að segja nokkuð um það að svo stöddu. Hvað einkennir fornleifafræði á Vestfjörðum? Fyrir þá sem ætla sér að rannsaka á Vestfjörðum er mikilvægt að átta sig á því að Vestfirðir eru öðruvísi en aðrir landshlutar og í raun miklu líkari suður Grænlandi en Íslandi. Það sem er einkennandi er að á Vestfjörðum er jarðvegsþykknun hægari og rústir sjást lengur á yfirborði og að byggingar hér eru nær eingöngu úr grjóti og torfi. Hvað er að frétta af rannsóknum þínum á búsetu erlendra hvalveiðimanna á Íslandi og hvert er framhaldið? Við höfum nú grafið upp eina lýsisbræðslu, íveruhús, eldhús og smiðju og er verið að vinna úr þeim gögnum þessa dagana. Einnig er byrjað að kanna heimildir í erlendum skjalasöfnum. Framhaldið er að

klára að grafa upp hvalveiðistöðina á Strákatanga og gera hana aðgengilega ferðamönnum. Svo er markmiðið að kanna og grafa upp aðrar hvalveiðistöðvar á svæðinu til að fá heildarmynd af umsvifum erlendra hvalveiðimanna við Ísland á 17. öld. Hvaða bók er á náttborðinu? Ég á ekkert náttborð en er að lesa Philippicae, ræður Ciceros gegn Antoniusi, þessa dagana. Uppáhalds bókin? Ég á mér margar uppáhalds bækur og þykir mér vænst um klassíska höfunda. Verð að segja að uppáhalds bækurnar mínar eru Ódysseifsog Ilionskviður í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar. nemandakynning Nafn: Ólafur Már Ægisson. Aldur: 26 held ég. Ár í fornleifafræði: Mitt þriðja. Af hverju fornleifafræði? Hef lengi haft áhuga á þessu og ákvað bara að skella mér í þetta, svo er ég líka lélegur að reikna. Annað? Sjúkur í jarðfræði, einmitt. Mottó? Gerðu hlutina og sjáðu eftir þeim frekar en að sjá eftir því að hafa ekki gert þá. Indiana Jones eða Lara Croft? Klárlega Indy en Lara svona í frístundum. Besta bíómyndin? Þessu er auðvelt að svara. Alien í leikstjórn Ridley Scott. Hvar á að setja næsta tattú? Næsta tattú verður sett á vinstri handlegginn. Indiana Jones eða Lara Croft? Engin spurning Lara Croft. Hefur þú einhver heilræði handa verðandi fornleifafræðingum? Vinna og standa saman og láta mistök eldri kynslóðarinnar ekki hafa áhrif á ykkur. Það verður engin þróun í íslenskri fornleifafræði ef fornleifafræðingar læra ekki að vinna saman. Einnig að fá sem mesta reynslu bæði innan- og utanlands. Ráðagóða Inga! Í næsta hefti Eldjárns mun Ráðagóða Inga gefa ráðvilltum fornleifafræðinemum góð ráð. Ef þú hefur spurningu fyrir Ráðagóðu Ingu sendu okkur línu á eldjarn@hi.is. Eldjárn auglýsir eftir nemendaritgerðum fyrir næsta tölublað Eldjárns. Áhugasamir sendi tölvupóst á eldjarn@hi.is. 3

Hákon Jensson í York. Ég hóf Mastersnám mitt í archaeological information system í University of York í Englandi haustið 2006, en í náminu var kennt á mikilvægustu forrit og aðferðir í tölvum sem geta nýst fornleifafræðingum í vinnu sinni. Þetta var allt frá heimasíðugerð til landupplýsingakerfa og þrívíddarteikningar. Þar sem farið var yfir mikið magn af námsefni var staldrað stutt við í hverju viðfangsefni og var hver áfangi aðeins kenndur í þrjár vikur. Þar sem þetta var eins árs mastersnám var keyrslan mjög mikil og frítími af skornum skammti. Til að mynda var ekkert frí á minni braut og hafði ég verkefni yfir jólin sem var ekki beint skemmtileg tímasetning. Það voru frekar fáir nemendur á hverri braut og til dæmis vorum við einungis sex sem vorum á minni braut og var það næst fjölmennasta brautin. Á öðrum brautum var algengt að um 3 að King s Manor. 4 Fornleifafræðinemar... Hákon á safni í Grikklandi. meðaltali stunduðu nám við þær. Þjóðerni nemandanna var fjölbreytt þó að megnið af þeim hafi komið frá Englandi og Bandaríkjunum. Það sem kom mér einna mest á óvart var hve margir sem stunduðu mastersnám í faginu höfðu lítið sem ekkert unnið við það en voru samt ákveðin að fara beint í doktorsnám eftir mastersnámið. York er stórkostleg borg til þess að stunda fornleifafræði. Mikið af gömlum byggingum og góðum söfnum til þess að skoða. Kennslan fór fram í miðbæ York í King's Manor sem hafði upphaflega verið byggt sem klaustur. Yfir höfuð var ég mjög ánægður með námið og starfsfólkið sem og veruna í Englandi og vil ég hvetja alla til þess að stunda allavega einhvern hluta af námi sínu erlendis ef mögulegt er. Kveðja Hákon Jensson 13. Nóvember 2007

...í erlendum háskólum Hrönn með vinkonum fyrir aftan Edinborgarkastala. Hrönn Konráðsdóttir í Harry Potter borg Það kemur ekkert á óvart að Edinborg kveikti hugmyndina að bæði Harry Potter og Dr. Jekyll and Mr. Hyde, borgin er á sama tíma ævintýraleg og dularfull. Þegar það liggur þoka yfir henni á kvöldin þá sér maður Jack the ripper á hverju horni. Aðalbygging háskólans er í miðjum gamla bænum en háskólinn teygir anga sína í allar áttir og virðist eiga meirihluta húsanna í gamla bænum. Mörg húsanna þar virðast vera byggð ofaná önnur hús og sumstaðar eru jafnvel götur sem hefur verið byggt yfir og hægt er að fá að skoða. Mikil menningarstarfsemi fer líka fram þarna, í heilan mánuð í ágúst tvöfaldast íbúafjöldinn í borginni þegar hið fræga Edinborg festival byrjar og hvergi er hægt að ganga fyrir fólki í þessari annars frekar rólegu borg. Borgin er mikil háskólaborg og allt morandi í háskólanemum og skemmtanalífið eftir því. Skólinn sjálfur var stofnaður 1582 og er einn af bestu háskólum landsins, enda eru miklar kröfur innan hans til rannsóknarnema. Auk þess að vinna rannsóknarvinnuna mína þá kynnti ég verkefnið mitt á tveim ráðstefnum þrátt fyrir að vera aðeins í eins árs mastersnámi og var boðið að kenna líka, en ákvað að einbeita mér frekar að náminu. Síðan var auðvitað farið á pöbbinn að minnsta kosti tvisvar í viku eins og Skotum er lagið og málin rædd þar eftir daginn. Ég mundi hiklaust ráðleggja öðrum að fara í þennan skóla, en ef ætlunin er að fara í rannsóknarnám þá þarf mikla sjálfstjórn til, þar sem nemandinn einn ber ábyrgð á sínu námi og því hvenær hann vaknar á morgnana. Department of Geography þar sem Hrönn var aðallega að vinna. 5

Hinn eini sanni Indiana Jones - eftir Björgvin Gunnarsson Flestir ef ekki allir fornleifafræðinemar hafa séð kvikmyndirnar um Dr. Indiana Jones þar sem Harrison Ford geysist um í lestum, á hestum, í flugvélum, og Zeppelin loftbelgjum svo fátt eitt sé nefnt. Þeysist í gegnum eyðimerkur, frumskóga og hella með svipuna á lofti og hattinn á hausnum, vaðandi skordýr, rottur og snáka. Alltaf í leit að týndum fjársjóðum í samkeppni við nasista, barnaþrælahaldara og aðra prakkara. Færri þekkja þó fyrirmynd Indiana Jones, fornleifafræðinginn Hiram Bingham III. Skólagangan Hiram Bingham III fæddist 19. nóvember, 1875 á Honolulu, Havaí, en foreldrar hans voru þau Hiram Bingham II og Clara Brewster. Þau voru bæði trúboðar á Havaí, 6 en afi Hiram Bingham III, hann Hiram Bingham, var einnig trúboði þar. Frá árunum 1882 til 1892 nam hann við Punahou grunnskólann og O ahu menntaskólann, en eftir það fór hann til Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði nám við Phillips Academy þar sem hann kláraði menntaskólann. Árið 1898 fékk hann svo gráðu við Yale háskólann í sögu og stjórnmálafræði og fleiri gráður í University of California, Berkeley árið 1900 og í Harvard háskólanum 1905 þar sem hann kenndi seinna sögu og stjórnmálafræði. Yale háskólinn skipaði Bingham svo fyrirlesara í sögu Suður-Ameríku árið 1907. Leitin að týndu borginni Það var á þeim tíma er Bingham III var fyrirlesari (seinna prófessor) við Yale að hann enduruppgötvaði Incaborgina Machu Picchu í Andesfjöllum Perú, sem hafði verið að mestu leyti gleymd umheiminum. Þegar Bingham var á heimleið í gegnum Perú eftir að hafa verið í Chile sem fulltrúi á Vísindaráðstefnu Pan-Ameríku árið 1906, sannfærði heimamaður hann um að skoða Inkaborgina Choquequirao og ljóstíra kviknaði í augum Binghams, hann hafði fundið verðugt verkefni: að leita týndra Inkaborga. Sama ár, í annari ferð til Perú, staðsetti Bingham síðustu höfuðborg Inkanna, Vitcos, en til þess þurfti hann að klífa hið 21,763 feta háa fjall, Coropuma. Bingham skrifaði frásögn um ferðalag sitt sem hann gaf síðan út undir hinu þjála og fallega nafni Across South America an account of a journey from Buenos Aires to Lima by way of Potosí, with notes on Brazil, Argentina, Bolivia, Chile, and Peru eða á íslensku: Á hálum ís. Bingham sótti Perú aftur heim árið 1911 í leiðangri sem Yale háskólinn stóð fyrir, en það var 24. júlí sem

maður að nafni Melchor Arteaga sem fylgdi Bingham að Machu Picchu sem hafði verið löngu gleymt umheiminum að undanskildum örfáum íbúum nærliggjandi dals og tveimur trúboðum,thomas Paine og Stuart McNaim, sem að sögn afkomenda þeirra, höfðu þegar klifið að rústum borgarinnar 1906. Hiram Bingham snéri svo aftur til Perú árið 1912 og 1915 með hjálp Yale og National Geographic Society. Í dag er Machu Picchu einn vinsælasti ferðamannastaður Suður Ameríku og er það jafnan talið Bingham að þakka þar sem hann kom borginni týndu á kortið, en hann gaf út metsölubókina Lost City of the Incas árið 1948. Yfirvöld í Perú hafa lengi barist fyrir því að yfir 4000 menjar er Bingham tók frá Machu Picchu, eins og t.d. múmíur og keramik, verði snúið aftur til síns heima en 14. september 2007 samþykkti Yale háskólinn beiðni yfirvalda í Perú um endurkomu menjanna. Hin ýmsu hlutverk Binghams Er fyrri heimstyrjöldin skall á snéri Bingham sér að flughernum, en þar gegndi hann ýmsum yfirmannastöðum innan Þjóðvarðaliðs Bandaríkjanna en að lokum var hann hækkaður í tign og titlaður ofursti en einnig þjónaði Bingham stöðu æðsta yfirmanns herafla alþjóðaflugmiðstöðvarinnar í Frakklandi. Hiram Bingham III var einnig viðriðinn pólitík á þessum árum en eftir ötult starf í þágu Repúblikanaflokksins mjakaði hann sér hratt og örugglega upp metorðalistann og árið 1922 var hann kosinn vararíkisstjóri Connecticut og í tvo daga vann hann sem ríkisstjóri Connecticut, en hafnaði starfinu þar sem hann sá lausa stöðu í bandarísku öldungadeildinni eftir sjálfsmorð Repúblikanans Frank Bosworth Brandegee. Bingham var öldungadeildarþingmaður í átta ár eða þar til hann tapaði sæti sínu fyrir Demókratanum Augustine Lonergan og var pólitískum ferli hans lokið í kjölfarið. Seinna starfaði Bingham við ýmis störf, en meðal þeirra má nefna stjórnarsetu við Lánasjóð Washingtonborgar og varaforsetastöðu olíufyrirtækisins Colmena en einnig fékkst hann við fyrirlestra og skrif en hann gaf út tvær ævisögur sem nutu mikilla vinsælda. Fjölskyldan Bingham giftist Alfredu Mitchell, sem var barnabarn skartgripakóngsins Charles Lewis Tiffany sem stofnaði Tiffany & Co., Machu Picchu í Perú. 7

þann 20. nóvember 1899 en skötuhjúin eignuðust hvorki meira né minna en sjö syni. Þekktastur þeirra er sennilega Hiram Bingham IV, en hann var hetja í seinni heimstyrjöldinni er hann bjargaði 2500 gyðingum frá nasistum, en Bingham IV var vararæðismaður í Marseille, Frakklandi. Þrátt fyrir barnaskarann sem Bingham og Alfreda áttu saman skildu þau og Bingham giftist Suzanne Carroll Hill í júní 1937. Bingham dó drottni sínum, 6. júní 1956, á heimili sínu í Washington, saddur lífdaga. Hann er jarðaður í Arlington National kirkjugarðinum í Arlington, Virginíu. Hiram Bingham III = Indiana Jones? Þó að vissulega sé hægt að segja að enginn komist með tærnar þar sem Dr. Indiana Jones hefur svipuna er nokkuð víst að fáir komast jafn nær því og einmitt Hiram Bingham hinn þriðji. Sá síðarnefndi var mikill ævintýramaður sem fór ótroðnar slóðir, rétt eins og eftirgerðin og hann var einnig háskólakennari líkt og Indy Jones. Einnig má nefna flughæfileika þeirra í samanburðinum, en Bingham þótti fínn flugmaður en hann hafði þó það framyfir Jones að hann kunni að lenda flugvélinni líka. Fleiri hafa verið nefndir sem hugsanlegar fyrirmyndir Indiana Jones en helst ber að nefna Percy Harrison Fawcett, liðsforingja og fornleifafræðing, sem týndist í frumskógum Amazon 1925. Hafði hann þá verið að leita að týndri, fornri borg en fornleifafræðinginn Robert L. Ripley sem þekktastur er fyrir bókina Ripley s Believe it or Not hefur einnig verið nefndur sem líkleg fyrirmynd en flestir eru þó á því að Hiram Bingham III sé hinn eini sanni Dr. Jones. Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skulls Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/hiram_bingham_iii http://www.mnsu.edu/emuseum/information/biography/abcde/bingham_hiram.html - eftir Bjarneyju Ingu Sigurðardóttur Eftir langa að gera. Ég reyni að sneiða framhjá og stranga söguþræði myndarinnar, ef ykkur langar að bið er vita hann þá getið þið leitað á internetinu, fornleifafræðingur hjarta okkar en ég reyni að forðast alla spoilera. Leið Indy aftur inn í líf okkar hefur ekki verið auðveld, handriti eftir handriti hefur loksins að verið hent og hafnað, en loks árið 2008 fara að prýða stóra skjáinn á ný. Í nýjustu mynd George Lucas og Steven Spielberg kemur fjórða Indy myndina í bíó. Ástæðan sem gefin er fyrir þessu handritahelvíti er að George Lucas vildi ekki gera myndina fyrr en að honum bærist handrit sem öllum snýr Harrison Ford aftur sem Indiana þremur, þ.e.a.s George Lucas, Steven Jones. Ég ætla aðeins að skoða fólkið sem tengist þessari mynd, hvort að þeir sem við þekkjum og elskum snúi aftur og hvaða nýja fólk er í myndinni og hvað það hefur verið Spielberg og Harrison Ford litist vel á, og ekki heldur nema að handritið væri jafngott, eða betra en fyrri myndirnar. Mörgum handritum var neitað, þar á meðal einu eftir 8

hinn fræga handritsthöfund og leikstjóra M. Night Shyamalan (The Sixth Sense, Signs, The Village), en sá sem skrifaði the Kingdom of the Crystal Skulls heitir David Koepp, og skrifaði til dæmis War of the Worlds, Spiderman og Mission Impossible og má treysta að myndin sé þar í góðum höndum. Leikararnir gömlu góðu: Harrison Ford: Indiana Jones sjálfur er auðvitað á staðnum, og samkvæmt því sem sagt er framkvæmir hann flest áhættuatriðin sín sjálfur, 65 ára að aldri, og í undirbúningi af því eyddi hann þremur tímum á dag í gyminu. Ekki má búast við öðru en að kallinn standi sig. Karen Allen: Karen kemur hér aftur til að taka að sér gamla hlutverk sitt úr Raiders of the Lost Ark, Marion Ravenwood. Aldrei var nógu vel útskýrt hvert hún fór í trilogíunni, en við fáum væntanlega svar nú. Mun þetta vera hennar fyrsta stórmynd eftir Raiders, enda kýs hún frekar að leika á sviði en á skjánum. Sean Connery: Henry Jones sr. var boðið að koma og birtast í cameo, en sagðist njóta eftirlaunanna svo mikið að hann vildi ekki fara aftur að vinna. Einnig hefur hann átt við veikindi að stríða. John Rhys-Davies: Sallah, vinur Indiana Jones í bæði Raiders og Last Crusade var ekki boðið hlutverk í nýju myndinni. En hann hefur haft nóg að gera eftir Indy og frægasta hlutverkið eftir Sallah, hlýtur að vera dvergurinn Gimli í Lord of the Rings þríleiknum. Gaman er að minnast á það, að Rhys-Davies er 1.85 á hæð og meðal þeirra hæstu í liði leikara LOTR. Denholm Elliott: Nafn hans er kannski ekki frægt, en Elliott lék Marcus Brody, vin og kollega Indy í bæði Raiders og Last Crusade. Hann lést því miður árið 1992 úr AIDS. Honum verður þó veittur sá heiður að hans verður minnst í myndinni. Nýtt og ferskt blóð: Shia Labeouf: Shia, fæddur 1986 varð svo æstur þegar hann var beðinn um að leika í Indiana Jones 4, að hann tók að sér hlutverk, án þess að vita hvað hann ætti að leika og án þess að hafa lesið handritið. Hann hefur leikið í Transformers og Suburbia, en það nýjasta sem hann hefur gert er að vera handtekinn fyrir ólæti í búð, þar sem hann var ölvaður og neitaði að yfirgefa svæðið. Cate Blanchett: Leikur rússneska konu og illmenni. Cate Blanchett er mörgum þekkt enda eðal leikona. Hennar nýjasta mynd, Elizabeth:The Golden Age er nýútkomin. Ray Winstone: Leikur mann að nafni Mac sem er einhvers konar sidekick Indy, kannski má líkja við hlutverk Sallah í eldri myndunum. Hann leikur og talar fyrir Beowulf í nýju CGI myndinni með sama nafni, og hefur einnig leikið í King Arthur og var nefndur hinn breski De Niro af leikstjóra hennar. John Hurt: Kunnuglegt andlit, því hann hefur leikið í mörgum myndum, og af þeim nýjustu má nefna Hellboy II, V for Vendetta og Perfume. John leikur persónu úr fortíð Indiana Jones. Jim Broadbent: Broadbent hefur leikið í mörgum myndum og er afar fjölhæfur (Bridget Jones, Moulin Rouge, Vera Drake ofl ofl). Verður líklegast staðgengill Marcus Brody í myndunum, hann leikur prófessor í Yale og vin Indy. Ekki er þetta tæmandi listi, eða tæmandi kynning á leikurunum, rétt tæpt hér á þeirra verkum og hlutverkum í myndinni. Vonandi verður svo myndin hinum til heiðurs og svalar Indiana Jones þorsta okkar. Rétt svona þangað til næsta Indiana Jones myndin verður tilkynnt. 9

FornleiFaFræði við Háskóla Íslands Í 5 ár Hverju munar? Þegar kennsla hófst í fornleifafræði við Háskóla Íslands árið 2002 voru um 35 fornleifafræðingar á Íslandi og af þeim innan við 20 starfandi við fornleifarannsóknir eða skyld störf. Þá hafði íslenskum fornleifafræðingum fjölgað mjög hægt í um áratug en á árunum í kringum 1990 höfðu hátt í 20 fornleifafræðingar skilað sér úr námi erlendis og var það sá hópur, ásamt nokkrum gömlum kempum af eldri kynslóð, sem stóð fyrir hinum mikla vexti í fornleifarannsóknum á Íslandi á 10. áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir hinn mikla gang sem var í fornleifarannsóknum á 10. áratugnum völdu mjög fáir Íslendingar að hefja nám í fornleifafræði á þeim tíma. Nýliðun hafði þannig verið nánast engin þegar háskólakennsla í greininni fór af stað hérlendis, og hafði raunar mest falist í því að útlendingar komu hér til starfa. Nú þegar fornleifafræði hefur verið kennd í 5 ár við Háskóla Íslands er því áhugavert að líta um öxl og spyrja hverju námið hefur breytt. Auðvitað þarf lengri tími að líða til að hægt sé að leggja mat á það hverju það hefur breytt fyrir gæði fornleifarannsókna á Íslandi, fornleifafræðilega þekkingu og umræðu, en á þessu stigi er vel hægt að velta fyrir sér nokkrum magntölum sem geta gefið vísbendingar um hverskonar breytingar eru að verða á starfsumhverfi 10 - eftir Orra Vésteinsson fornleifafræðinga á Íslandi. Fyrsta árið sem fornleifafræði var kennd (2002-2003) hófu um 20 manns nám í greininni, langflestir með fornleifafræði sem aðalgrein. Þannig hefur það reyndar verið síðan að tiltölulega fáir virðast taka fornleifafræði sem aukagrein (1-2 á ári) en upplýsingar um það er að vísu erfitt að afla og má vera að þeir séu ívið fleiri. Næstu árin á eftir hófu um 15 manns nám í greininni á hverju hausti en nú í haust brá svo við að aðeins 10 nýnemar voru skráðir. Eftir á að koma í ljós hvort það er tímabundin niðursveifla. Mér telst til að 85 manns hafi verið virkir í námi í fornleifafræði á BA stigi frá upphafi (nýnemar 2007 meðtaldir virka nemendur tel ég þá sem hafa lokið a.m.k. einu misseri), en af þeim hafa 28 lokið BA prófi með fornleifafræði sem aðalgrein og a.m.k. 3 (sennilega nokkuð fleiri) með fornleifafræði sem aukagrein. Ennþá eru a.m.k. 40 virkir í námi (skráðir í námskeið veturinn 2007-2008) þannig að brottfall gæti legið á bilinu 10-15%, sem telst ekki mikið. Af þeim sem lokið hafa BA prófi í fornleifafræði frá HÍ hafa 5 lokið MA eða MSc gráðu í greininni við erlenda háskóla, og 2 hafa hafið doktorsnám. 6 eru í MA eða MSc námi, flestir við Háskóla Íslands. Erfiðara er að fylgjast með afdrifum

útskrifaðra fornleifafræðinga á vinnumarkaði en eftir því sem ég kemst næst hafa að minnsta kosti 15 fornleifafræðingar frá HÍ fengið störf við fornleifarannsóknir eða á skyldum sviðum þar sem menntun þeirra nýtist beint (t.d. á söfnum). Það er að hluta sami hópurinn og hefur verið að ná sér í framhaldsgráður en mér telst til að um 8 af hinum útskrifuðu fornleifafræðingum starfi nú við óskyld störf eða sé í framhaldsnámi í öðrum greinum. Alls hafa 26 fengið inngöngu í MA nám í fornleifafræði við HÍ en af þeim hafa 5 þegar lokið MA prófi en 16 teljast enn virkir. Allir þeir sem hafa útskrifast með MA próf vinna við fornleifarannsóknir á Íslandi og stór hluti þeirra sem eru í náminu vinna við fornleifarannsóknir meðfram því. Raunar var það sterkt einkenni á fyrstu árgöngum MA nema við HÍ að í þeim var hátt hlutfall af fólki sem hafði unnið við fornleifarannsóknir á Íslandi um árabil en frá 2005 hefur orðið breyting á þessu og koma flestir MA nemar nú tiltölulega beint úr BSc eða BA námi. Fyrsti doktorsneminn var tekinn inn 2004 og eru nú 5 doktorsnemar í fornleifafræði. Þar af eru 3 á styrkjum sem gera þeim kleift að einbeita sér að námi sínu. Það er óvenjuhátt hlutfall og það sem mestu munar um rannsóknarvirkni í fornleifafræði á Íslandi. Fyrir utan framleiðslu á fornleifafræðingum er það rannsóknarvirknin sem eðlilegt er að spurt sé um á tímamótum sem þessum. Hefur fornleifafræði við HÍ breytt einhverju um magn og gæði fornleifarannsókna á Íslandi? Eitt af því sem staðið hefur fornleifafræði við HÍ fyrir þrifum er að greinin hefur engan stuðning frá háskólanum til að standa fyrir eigin rannsóknum. Lektorar og stundakennarar í fornleifafræði eru allir harðduglegir vísindamenn en þau reka öll sínar rannsóknir í gegnum aðrar stofnanir (einkum Fornleifastofnun og Þjóðminjasafn) enda hefur Háskólinn ekki búið þeim nein skilyrði til að reka rannsóknir í gegnum skólann. Framlag hans er því ekki annað en rannsóknarhlutfall starfa lektoranna, tæp 5 ársverk samtals milli 2002 og 2007. Miklu meira munar um störf rannsóknarnemenda og eru það þau sem eru hin raunverulega viðbót við rannsóknarvirkni í íslenskri fornleifafræði. Raunar eru margar af BA ritgerðum þeim sem skrifaðar hafa verið merkilegar frumrannsóknir en umfang þeirra er vitaskuld mun minna en MA- og doktorsrannsóknanna. Einnig er rétt að telja HÍ til tekna talsverðan fjölda rannsóknarritgerða í fornleifafræði við erlenda háskóla á undanförnum árum, en langflestar þeirra hafa verið skrifaðar af BA nemum frá HÍ sem óvíst er að hefðu lagt fyrir sig fornleifafræði ef námið hefði ekki verið í boði hér (sbr. það sem áður sagði um takmarkaða nýliðun áður en námsbrautin hóf göngu sína). Það hefur því margt unnist á undanförnum 5 árum þó ennþá sé langt í land að greinin hafi náð fullum blóma. Fjölgun fornleifafræðinga á Íslandi svarar brýnni þörf og mun stuðla að áframhaldandi eflingu fornleifarannsókna og minjavörslu á Íslandi. Rannsóknarnámið hefur vaxið og dafnað vonum framar og eru fáar greinar við HÍ sem geta státað af jafnháu hlutfalli framhaldsnema miðað við BA nema. Áframhaldandi vexti rannsóknarnámsins eru þó settar þær skorður að starfslið greinarinnar er fáliðað og rannsóknaraðstaða engin. Á því hlýtur að verða breyting á næstu árum og verði hún er ljóst að hægt verður að tala um byltingu í íslenskri fornleifafræði með tilkomu námsbrautar í greininni við Háskóla Íslands. 11

Í skrifum sínum hélt þýski heimspekingurinn Immanuel Kant því fram að með því að kasta rýrð á mannorð hinna látnu væri beinlínis verið að gera á hlut þeirra. Orð Kant hafa orðið mörgum uppspretta siðfræðilegra vangaveltna um réttmæti þess að rannsaka mennskar líkamsleifar. Samfara þjóðfélagslegri þróun á Vesturlöndum hefur virði mannslífs og raunar allrar mennskrar tilveru vaxið. Hugtakið persónuvernd hefur auk þess notið sívaxandi fylgis síðustu ár og áratugi og hafa margir viljað yfirfæra það yfir á löngu látið fólk. En er það viðeigandi? Útilokað er að svara þeirri spurningu hvort dauðinn sé endastöð; slíkt er háð persónulegri afstöðu hverrar manneskju. Hinsvegar má spyrja hvort hagsmunir hinna látnu séu jafn mikilvægir eða mikilvægari en hagsmunir lifandi fólks og þeirra sem ófæddir eru. Þessu til viðbótar má velta fyrir sér hvort siðferðislega rétt sé að leggja nútímamælikvarða á réttindi hinna löngu dánu? Hagsmunir hvers eru þar hafðir að leiðarljósi? Spurningar tengdar efninu eru margar enda efnið vítt. Verður því hér einkum spurt 12 Ber að virða þagnarskyldu gagnvart öllum mannameinum? - eftir Dagnýju Arnarsdóttur Dagný Arnarsdóttir og Þóra Pétursdóttir við vinnu á Skriðuklaustri hvort virða beri þagnarskyldu gagnvart sjúkdómum og meinsemdum þeirra sem löngu látnir eru. Til að kanna siðferðilega hlið fornmeinafræðilegra rannsókna á líkamsleifum verða kenningar Söru Tarlow og Geoffrey Scarre varðandi efnið skoðaðar. Íslenskar siðareglur verða lítillega rýndar. Til að dýpka skilninginn á hinum praktískari hliðum lá beint við að viðra skoðanir tveggja fornleifafræðinga sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi. Loks verða niðurstöður dregnar saman og rannsóknarspurningu svarað. Meinsemdir og líkamleg friðhelgi Í siðfræðianga fornleifafræðinnar hafa ýmsir greinahöfundar velt fyrir sér stöðu hinna löngu dauðu. Geoffrey Scarre (2003; 2006, bls. 181) heldur því fram að vísindarannsókn á líkamsleifum sé í eðli sínu ágeng (e. intrusive), geri á hlut persónu hins látna og sé í raun í hans óþökk. Í skrifum sínum fer Sarah Tarlow (sjá 2006, bls. 211-212) mikinn varðandi spurningar um líkamlega friðhelgi í tengslum við rannsóknir á mennskum líkamsleifum fortíðar. Hún veltir fyrir sér hvort það skipti máli að þeir

einstaklingar sem til rannsóknar eru séu nafnlausir eður ei. Hún spyr ennfremur hvort brýn nauðsyn sé á því að kunna skil á meinsemdum þessa fólks og hvort áríðandi sé að birta niðurstöður um þær; væri á þann hátt hægt að nýta niðurstöður fornleifarannsóknar til að kasta rýrð á það fólk sem til rannsóknar er? Hér verður gerð tilraun til að beinþýða hluta hinna athyglisverðu vangaveltna hennar: Eru viss atriði í lífi horfinna kynslóða of viðkvæm til að birta niðurstöður um þau? Hvað ef fornleifarannsókn gæti til dæmis afhjúpað hvaða sjúkdómar herjuðu á einstakling, hvort ógift kona átti börn, hvort karlmaður hafi feðrað óskilgetið barn, hvaða fæðu hann lagði sér til munns, hvort hann eða hún hafi gengið með falskar tennur eða hárkollu, hvort hann eða hún hafi verið grálúsug/ur, hvort hann eða hún hafi verið með njálg, sárasótt, eða vansköpun eins og þrjár geirvörtur? (Tarlow, 2006, bls. 211). Sumar þessara vangaveltna Tarlow ná til ætlaðrar félagslegrar stöðu viðfangsefnisins sem getur reynst erfitt að sanna með aðferðum fornleifafræðinnar einum og sér. Ekki er algengt að fornleifarannsóknir varpi ljósi á mein sem eingöngu eru bundin við mjúkvef en slíkt getur þó vissulega átt sér stað ef lík, sem varðveist hefur í keldu, finnst. Hluti þeirra greinanlegu þátta sem Tarlow veltir fyrir sér geta fallið undir persónuleg launungarmál á meðan aðrir þættir gætu varðað hagsmuni stærri hóps. Líklegt verður að teljast að hárlos og tannleysi sé mál sem aðallega hafi varðað viðkomandi einstakling á meðan þau sem áunnin voru með samskiptum við aðra, einkum kynferðislegum samskiptum, hafi varðað fleiri í hans nánasta umhverfi. Þó er alltaf erfitt um slíkt að dæma og varasamt að miða við gildismat nútímans. Í skrifum sínum hefur Sarah Tarlow velt fyrir sér hinum mismunandi mælikvörðum mannvirðingar og reisnar. Í hugum Vesturlandabúa er mannvirðing nátengd hugmyndinni um einkalíf. Hugmyndin um einkalíf kemur raunar mjög sterkt fram í siðareglum læknavísindanna þar sem meðal annars er lögð mikil áhersla á að rannsóknarniðurstöður séu ekki rekjanlegar til ákveðinna einstaklinga (Tarlow, 2006, bls. 211). Hugmyndin um einkalíf er hins vegar ekki altæk. Í vestrænum samfélögum þykir eðlilegt að sjáist í höfuðhár og bert hold á búk kvenna en þessar sömu vestrænu konur myndu hugsanlega ekki kæra sig um að náunginn vissi af því að þær þjáðust af húðsjúkdómi eins og sóriasis. Gildismatið þarf ekki að vera hið sama í Arabalöndum nútímans; þar gæti húðsjúkdómurinn verið minna launungarmál en holdið á líkamanum. Ekki er víst að hið vestræna gildismat nútímans hafi verið ríkjandi á þeim tíma sem hið fornleifafræðilega viðfangsefni - hinn löngu látni einstaklingur - var uppi. Sökum þess er ekki hægt að notast við einn, altækan mælivarða friðhelgi og mannvirðingar. Geta niðurstöður beinafræðinnar verið meiðandi? Geoffrey Scarre (2006) heldur því fram að fornleifarannsókn geti skaðað viðfangsefnið rétt eins og um lifandi manneskju væri að ræða; orðstír þeirra sé hætta búin af slíkri rannsókn. Með því að rannsaka og skrifa um horfið fólk séum við beinlínis að hafa áhrif á það. Hinir horfnu hafi skapað sér félagslega stöðu sem nái út fyrir mörk lífs og dauða. Félagslegri stöðu er oft viðhaldið eða hún endursköpuð af fræðimönnum og leikmönnum. Hún getur lifað í hugarheimi almennings í gegnum sögulegar skáldsögur, sjónvarpþætti, kvikmyndir og síðast en ekki síst, á söfnum. Styttur eru gerðar af þjóðkunnum einstaklingum fortíðar. Gangi hins vegar fornleifafræðingur í berhögg við þessar viðteknu hugmyndir með rannsóknar- 13

niðurstöðum sínum og orðræðu sé hann að hafa bein áhrif á hina félagslegu stöðu viðfangsefnisins og þar með skaða orðstír þess (Geoffrey Scarre, 2006). Samsvörun við hugleiðingar Scarre má hugsanlega finna í siðareglum Félags íslenskra fornleifafræðinga. Í grein 1.10 segir: Fornleifafræðingum ber að virða lögmæta hagsmuni fólks sem tengist þeirri sögulegu fortíð sem verið er að rannsaka. Ekki er gott að átta sig á því hvað átt er við með orðinu lögmætir hagsmunir og mögulega er hér um að ræða óstaðfærða þýðingu á erlendum siðareglum. Í ströngustu lagalegu merkingu orðanna tákna lögvarðir hagsmunir einkum fjárhagslega eða heilsufarslega hagsmuni, en ólíklegt verður að teljast að það eigi við hér. Í öllu falli er hægt að túlka siðareglur þessar á þann hátt að einhverjir núlifandi aðilar myndu hugsanlega skaðast á einhvern hátt í kjölfar birtingar umdeildra rannsóknarniðurstaðna. Væri þetta yfirfært í íslenskar aðstæður mætti setja upp ímyndað dæmi. Stofnun eins og Þjóðminjasafn Íslands myndi ef til vill ákveða að draga upp nýja mynd af hópi fólks eða nafngreindum einstaklingi úr Íslandssögunni. Með því gæti safnið ögrað hinni félagslegu stöðu viðfangsins - stöðu sem sögubækur hafa viðhaldið. Slíkt myndi raunar einnig ögra stöðu safnsins sjálfs gagnvart styrktaraðilum safnsins sem treysta hugsanlega á hina traustu, yfirveguðu söguskoðun og þar með trausta ímynd safnsins. Á þann hátt gæti Þjóðminjasafnið ef til vill skaðað lögvarða hagsmuni styrktaraðila. Innan fornleifafræðinnar vita rannsakendur sjaldnast deili á því fólki sem til rannsóknar er. Margir telja því að engin ástæða sé til þess að huga að siðferðismælikvörðum tengdum vernd persónuupplýsinga. Hildur Gestsdóttir (munnleg 14 heimild, apríl 2006) telur að með birtingu rannsóknargagna sé hagsmunum hinna látnu best borgið; þannig verði gleymda fólkið aftur hluti af sögunni. En hvað með fólk sem var hluti af sögunni fyrir? Til eru dæmi um að menn hafi talið sig vita hver lægi í ákveðinni gröf. Menn ganga jafnvel svo langt að eigna nafntoguðum einstaklingi ákveðin bein. Í slíkum tilvikum skiptir varla máli hvort slíkar vangaveltur um hvern sé verið að grafa upp séu á rökum reistar, orðstír viðkomandi persónu er enn til staðar. Áhugamönnum um sögu viðkomandi einstaklings þætti fengur í að fræðast um almenn atriði eins og líkamshæð og líkamsbyggingu. Fornleifarannsókn, og birting niðurstaðna, gæti valdið breytingu á ímynd viðkomandi aðila. Spyrja má hvort krafa um þagnarskyldu í slíku tilviki sé sanngjörn gagnvart beinafræðinni. Er ástæða til að virða þagnarskyldu? Þegar hér er komið við sögu er rétt að velta fyrir sér þeim sjúkdómum sem hægt er að greina með aðferðum beinafræðinnar. Á þagnarskylda fremur við ef sjúkdómur eins og sárasótt uppgötvast í nafngreindum, kunnum einstaklingi sem til rannsóknar væri? Rétt er að kanna hvernig þessu er háttað hjá þeim stéttum sem vinna við að rannsaka meinsemdir þeirra sem lifandi eða nýlátnir eru. Í Siðareglum lífeindafræðinga, sem áður nefndust meinatæknar, er eftirfarandi klausa: Lífeindafræðingur vinni fordómalaust og án þess að fara í manngreinarálit. Hann virði mannhelgi skjólstæðings síns, sjálfsákvörðunarrétt hans og virði þagnarskyldu varðandi upplýsingar um skjólstæðinga og niðurstöður rannsókna (Siðareglur lífeindafræðinga, e.d.). Skyldi vera hliðstæða í störfum fornmeinafræðinga og þeirra sem vinna við að rannsaka vefi í lifandi eða nýlátnu fólki.

Hildur Gestsdóttir (munnleg heimild, apríl 2006) telur þetta vera á gráu svæði eins og svo margt annað; persónuleg tengsl lifenda við þá sem til rannsóknar eru skipta ávallt miklu máli. Hins vegar telur Hildur þagnarskyldu þá sem fram kemur í tilvitnun hér að ofan í Siðareglum lífeindafræðinga alls ekki mega yfirfæra á störf þeirra sem rannsaka fornar beinagrindur. Ef reglan væri sú að virða bæri mannhelgi skjólstæðinga, sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem og þagnarskyldu varðandi upplýsingar um skjólstæðinga og niðurstöður rannsókna, þá hefðu fornleifafræðingar engar niðurstöður að birta. Væri fornleifafræðinni svo þröngur stakkur sniðinn þyrfti einfaldlega að hætta rannsóknum á mannabeinum og missa þannig þær upplýsingar um fortíðina sem þær geta gefið. Hildur telur að mikilvægt sé vera meðvitaður um að verið sé að vinna með leifar manna og því þurfi að sýna virðingu. Engu að síður sé langur vegur í að hægt sé að yfirfæra siðareglur þeirra sem vinna með lífsýni eða nýlátna einstaklinga yfir á forn mannabein (Hildur Gestsdóttir, munnleg heimild, apríl 2006). Í sama streng tekur Guðný Zöega (munnleg heimild, apríl 2006) og tiltekur sérstaklega rannsókn sem gerð var á Spitalfields í Englandi. Sú rannsókn veitti ómetanlegan fróðleik um sjúkdóma þar í landi, nálægt nútíma. Guðný segir ennfremur að störf fornmeinafræðinga skarist stundum við störf lífeindafræðinga, en þá einvörðungu í þeim tilvikum þegar fornmeinafræðingur taki að sér réttarmeinafræðilega rannsókn. Samanburður sé því varasamur. Að varpa nútímanum aftur á fyrri kynslóðir Fram hefur komið að samanburður við líkar en þó ósambærilegar starfsstéttir er varasamur. Sama má segja um túlkanir eða siðferðiskvarða sem fela í sér nútímaslagsíðu. Hildur Gestsdóttir (munnleg heimild, apríl 2006) bendir á að sjúkdómar hafi borið með sér ólíka merkinu í gegnum tíðina; hugmyndir nútímafólks um holdsveiki séu byggðar á þekkingu á smitleiðum sjúkdómsins á meðan miðaldamenn hafi talið hann vera refsingu æðri máttarvalda og þar með ávísun á útskúfun. Sá holdsveiki hafði einfaldlega misþóknast guði. Hagsmunir hins látna gætu því frekar verið trúarlegs eðlis og síður varðað við rekjanleika til lífshátta hans eða hennar. Í tilviki sárasóttar skekkist umræðan jafnvel enn meira af völdum nútímaslagsíðu; við Fornleifafræðinemar á Skriðuklaustri virða fyrir sér beinagrind. 15

Beinagrind vandlega grafin upp. erum mjög meðvituð þess að sárasótt getur smitast við kynmök. Það er alls ekki víst að svo hafi verið álitið á miðöldum. Hildur (munnleg heimild, apríl 2006) spyr af þessum sökum hvort þagnarskyldan eigi að miðast við launungarmál nútímans eða bannhelgi miðalda. Hún telur því enga ástæðu vera til þess að halda niðurstöðum um meinsemdir þekktra einstaklinga leyndum. Því síðastnefnda er Guðný Zöega (munnleg heimild, apríl 2006) ekki fyllilega sammála. Hún telur forsendur þess að birta niðurstöður nafngreindra beina þær að markmið rannsóknar sé megindlegur samanburður, t.d. á beinum biskupa og pöpuls. Hún bendir ennfremur á ættfræðilegan rekjanleika og að margt sé rótgróið í íslenska þjóðarsál, einkum hugmyndin um orðstír sem deyi aldrigi. Tilvitnun Guðnýjar kemur upphaflega úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr et sama; en orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr. 16 Þessu til viðbótar mætti leika sér að því að varpa nútímanum fram um tvær aldir. Líklegt verður að teljast að þá muni líkamar okkar teljast til fornleifa. Ef allar upplýsingar um hinn grafna liggja fyrir, verður þá réttlætanlegt að birta eigindlegar rannsóknarniðurstöður? Verður hin megindlega dula siðferðisleg forsenda slíkra rannsókna? Síðast en ekki síst; verður yfir höfuð nauðsynlegt, og þar með vísindalega réttlætanlegt, að grafa upp líkamsleifar okkar þegar allar heilsufarsupplýsingar liggja hvort sem er fyrir? Þessu er ekki auðsvarað. En líklega hefur Sarah Tarlow (2006, bls. 211) rétt fyrir sér þegar hún heldur því fram að forsenda þess að geta réttlætt rannsóknir á líkamsleifum liggi í gæðum þeirrar orðræðu sem fylgir í kjölfar slíkra rannsókna. Niðurlag Í þessari grein hefur verið leitast við að svara þeirri spurningu hvort virða beri þagnarskyldu gagnvart sjúkdómum og meinsemdum þeirra sem löngu látnir eru. Þó svo að forsenda rannsókna á leifum hinna látnu hljóti að vera sú að virðing sé borin fyrir viðfangsefninu er ekki rétt að leggja sama siðferðiskvarða á fornar líkamsleifar og líkama lifandi fólks; það síðarnefnda er forsenda siðareglna læknavísindanna og því er varasamt að líta óhóflega til þeirra. Þó hlýtur meginmarkmiðið að vera það sama í báðum tilvikum; rannsóknir á mannfólki ættu að leiða til aukins skilnings á okkur sjálfum. Þó svo að ákveðið óréttlæti felist í að viðfangsefnin hið löngu látna fólk hafi ekki möguleika á að hagnast á rannsókninni eru vísindalegar framfarir engu að síður forsenda þess að stöðnun eigi sér ekki stað innan þess hluta fornleifafræðinnar sem fæst við forn

mannamein. Þó má fallast á þau sjónarmið að birting á megindlegum rannsóknarniðurstöðum uppfylli í flestum tilvikum þau markmið fornleifafræðinnar að auka við skilning á lífsháttum og heilsufari þeirra sem gengnir eru. Meta þarf þó hvert tilvik fyrir sig og vanda þá orðræðu sem fylgir í kjölfar birtingar rannsóknarniðurstaðna. Hafa ber í huga að ómetanlegar upplýsingar geta einnig fengist úr hinu smáa og eigindlega. Síðast en ekki síst ber fornleifafræðingum að varast vestræna nútímaslagsíðu og fræða almenning um tilvist hennar. Heimildir Scarre, Geoffrey. (2003). Archaeology and Respect for the Dead [Rafræn útgáfa]. Journal of Applied Philosophy 20 (3), bls. 237-249. Scarre, Geoffrey. (2006). Can archaeology harm the dead? Í Scarre, Chris og Scarre, Geoffrey (ritstj.), The Ethics of Archaeology. Philosophical Perspectives on Archaeological Practice, bls. 181-198. Cambridge: Cambridge University Press. Siðareglur lífeindafræðinga. (e.d). Sótt 24.apríl 2006, af vefsíðu Landlæknisembættisins. <http://www.landlaeknir.is/- template1.asp?pageid=263> Siðareglur lækna. (e.d). Sótt 24.apríl 2006, af vefsíðu Landlæknisembættisins. <http://www.landlaeknir.is/- template1.asp?pageid=260> Tarlow, Sarah. (2006). Archaeological ethics and the people of the past. Í Scarre, Chris og Scarre, Geoffrey (ritstj.), The Ethics of Archaeology. Philosophical Perspectives on Archaeological Practice, bls. 199-216. Cambridge: Cambridge University Press. Óprentaðar heimildir Siðareglur Félags íslenskra fornleifafræðinga, sendar í tölvupósti þann 26.apríl 2006. Munnlegar heimildir Guðný Zöega, mannabeinafræðingur. Hildur Gestsdóttir, fornmeinafræðingur. nemandakynning Nafn: Jakob Orri Jónsson. Aldur: 20 ('87 Módel). Ár í fornleifafræði: Fyrsta ár Af hverju fornleifafræði? Því ég er svo fornfálegur persónuleiki. Annað? Nei, svo sem ekki. Mottó? Maður á ekki að leika sér að matnum sínum (beint til, meðal annarra, hestafólks). Indiana Jones eða Lara Croft? Indiana Jones, engin samkeppni þar. nemandakynning Nafn: Ágústa Gunnarsdóttir. Aldur: 23 ára. Ár í fornleifafræði: Annað ár. Af hverju fornleifafræði? Bara skemmtilegt og spennandi, öðruvísi. Svo er ég algjör dundari þannig að vera að dúllast úti í skurði með múrskeiðina hljómar vel. Mottó? Á mér eiginlega ekkert mottó eins og er... Indiana Jones eða Lara Croft? Hehe, Lara Croft, no doubt. 17

Fornleifarannsóknir á Íslandi sumarið 2007 Hér kemur stutt samantekt á því helsta sem hefur verið í gangi í fornleifarannsóknum hér á landi síðasliðið sumar. Haft var samband við stærstu vinnustaðina í greininni og ber að taka fram að þessar umsagnir eru þó ekki tæmandi en hér koma eftirfarandi svör. Störf fornleifafræðinga Byggðasafns Árnesinga. Á fornleifadeild Byggðasafns Árnesinga starfa tveir fornleifafræðingar, fastráðinn verkefnastjóri og verkefnaráðinn fornleifafræðingur. Í sumar var haldið áfram að skrá fornleifar í sveitarfélaginu Árborg vegna aðalskipulagsvinnu. Jarðirnar Skúmstaðir og Háeyri voru skráðar en á landi þeirra stendur þorpið Eyrarbakki. Verkefnastjóri tók þátt í tveggja vikna uppgrefti á Nesstofu í maí vegna náms og fékk leyfi frá störfum til að taka þátt 5 vikna fornleifauppgrefti á Hrísbrú í Mosfellsdal. Nokkur verkefni voru unnin vegna deiliskipulags, aðallega í sveitarfélaginu Árborg en einnig í Bláskógarbyggð, Flóahreppi og Hrunamannahreppi. Haldið var áfram að vinna að rannsókn á Koti í Rangárvallasýslu og í sumar bættist við samstarfsaðili við rannsóknina, Edinborgarháskóli með Andy Dugmore í farabroddi. Kom nemandi sem vinnur að lokaverkefni í jarðfræði og gerði rannsókn á 18 jarðlögum og árfarvegi við rústirnar í Koti. Mjög áhugaverðar niðurstöður fengust. Stefnt er á að halda rannsóknum áfram á næsta ári. Fornleifadeild safnsins er þáttakandi í Leonardo verkefni Evrópusambandsins sem nefnist,,unlocking hidden heritage ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum. Er verkefnið á sviði fornleifa og þjóðfræði. Fóru fornleifafræðingar safnsins til Kýpur, Englands og Slóvakíu og kynntu sér fornleifaskráningu, uppgrefti og minjastaði í þessum löndum. Hefur þetta verkefni nýst starfsmönnum deildarinnar mjög vel og myndað sambönd og tengslanet við fornleifafræðinga í mörgum löndum. Verkefnið mun standa yfir til árs loka 2008. Í sumar festi safnið kaup á mjög fullkomnu GPS staðsetningartæki í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Fengu stofnanirnar styrk frá tækjasjóði Rannís til kaupa á tækinu. Hefur tækið reynst mjög vel, enda hægt að mæla minjar með mikilli nákvæmni og geta starfsmenn safnsins nú unnið mjög fullkomin kort, þar sem minjar eru settar inn á loftmyndir. Þessa þjónustu varð að

kaupa áður þegar rannsóknir vegna framkvæmda voru gerðar. Byggðasafn Hafnarfjarðar. Yfirlit fornleifa 2007. Á árinu hefur verið unnið áfram að fornleifaskráningu í landi Hafnarfjarðar. Skráðar voru fornminjar í landi Óttarsstaða, Þorbjarnarstaða, Hvaleyrar, Straums og Lónakots. Þá voru gerðar jarðsjármælingar á Hvaleyrargolfvelli. Mælingin var gerð af starfsmönnum Línuhönnunar h.f. aðfaranótt föstudagsins 29. júní 2007. Tilgangur mælingarinnar var að finna og staðsetja fornminjar sem kynnu að leynast undir yfirborðinu. Golfklúbburinn Keilir hefur haft afnot af Hvaleyrargolfvelli síðan 1967 og vegna starfseminnar er landið sléttað og mótað að þörfum golfvallarins. Var því mjög auðvelt að fara með jarðsjána eftir landinu. Við lagningu leiðslu Fráveitu Hafnarfjarðar þvert yfir Hvaleyrina árið 2006 fannst viðarkolagröf. Sýni sem tekin voru gáfu til kynna að hún hafi verið í notkun rétt fyrir 900 e. Kr. Það bendir til að búseta eða nýting lands á Hvaleyri hafi byrjað snemma í sögu Íslands. Samkvæmt Hauksbók Landnámu sigldi Hrafna-Flóki í Hafnarfjörð og fann þar hval á eyri einni og kölluðu þeir það Hvaleyri. Þá segir í Landnámu að Ásbjörn Özzurarson bróðursonur Ingólfs Arnarsonar hafi numið land milli Hraunholtslækjar og Hvassahrauns ásamt Álftanesi, en búið á Skútustöðum í Garði. Svæðið sem var jarðsjármælt var um 120 x 200 m. Það miðaðist við að bæjarstæði Hvaleyrarbæjarins væri um miðju mælingarsvæðisins og var mælt út frá því. Línuhönnun vinnur nú að því að lesa úr þeim gögnum sem safnað var við jarðsjármælinguna. Það verður því áhugavert að sjá hvaða vitneskja mun liggja fyrir að henni lokinni. Ef árangurinn verður eins og við vonum, verða væntalega gerðar prufuholur til að kanna hvort fara skuli í frekari uppgröft á svæðinu. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga hefur verið samstarfsaðili Hólarannsóknarinnar frá upphafi hennar og var áframhald á því samstarfi í sumar. Felst samstarfið m.a. í því að starfsmenn fornleifadeildar koma að kennslu við vettvangsskólann sem og að rannsókninni sjálfri auk þess að taka þátt í rannsóknum í Kolkuósi, höfn Hólastaðar. Fornleifadeildin annaðist framkvæmdaeftirlit á Vík í Staðarhreppi, vegna lagfæringa við íbúðarhús og fleiri framkvæmda. Árið 1908 þegar grafið var fyrir kjallara hússins fannst þar kuml (kt. 71 bls. 134 Kuml og Haugfé). Ekkert slíkt kom þó fram að þessu sinni, en mannvistarlög undir gjóskulagi frá því um 1000 staðfesta búsetu á staðnum fyrir þann tíma og augljóst er af þykkt móöskulaga að umtalsverð umsvif hafa verið á staðnum fyrir 1104. Einnig sinnti deildin framkvæmdaeftirliti vegna lagningar Refir hafa gert sig heimakomna í þessari tóft í Skagafirði. 19

hitaveitu á Hofsósi og í Fljótum, Skagafirði. Fornleifadeildin hefur verið viðriðin rannsóknir á Keldudal í Hegranesi síðan 2003 þegar þar fór fram björgunaruppgröftur á kirkjugarður frá 11. öld og 4 kumlum. Nú í sumar var ráðist í annan björgunaruppgröft vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda og kom þá í ljós 11. aldar fjósbygging og mannabústaður. Þá eru áframhaldandi rannsóknir í gangi á mannabeinum úr kirkjugarðinum og kumlunum. Tvær námstengdar rannsóknir eru gangi í tengslum við Fornleifadeildina, annars vegar doktorsverkefni sem felst í rannsóknum á fornum kirkjugörðum í Skagafirði og er hluti þeirrar rannsóknar fornleifaskráning á öllum fornum kirkjustöðum í Skagafirði auk frekari fornleifakannana á völdum stöðum. Hins vegar er í gangi mastersverkefni sem snýr að rannsóknum og víðtækri úttekt á kumlum í héraðinu og er í framhaldinu ætlunin að tengja þær rannsóknir við áðurnefndar kirkjugarðarannsóknir. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga hefur meðal annarra séð um fornleifaskráningu jarða í Skagafirði vegna skipulagsmála og framkvæmda. Frá árinu 2003 hafa verið skráðar 70 jarðir í Skagafirði. Í sumar bættust við fimm jarðir í Sæmundarhlíð og sex í Akrahreppi. Við þessa skráningu bættist m.a. við áður óþekkt fornbýli í landi Djúpadals í Blönduhlíð. Fornleifadeildin hefur einnig sinnt verkefnum utanhéraðs og í sumar fór fram skráning fornleifa í Blönduósbæ og Skálanesi í Seyðisfirði. Auk þess skráði deildin fornar útgerðarminjar í Bjarnarey og Kollumúla milli Vopnafjarðar og Héraðs og sá um skráningu vegna umhverfismats í Hamarsfirði og Norðfirði. Fornleifadeildin hefur einnig staðið að rannsóknum á fornbýlum víða í héraðinu í tengslum við ritun Byggðasögu Skagafjarðar. Í sumar var gerð fornleifakönnun á fjórum meintum fornbýlum á eftirtöldum jörðum í Blönduhlíð: Miklabæ, Flugumýrarhvammi, Réttarholti og í landi Úlfsstaða í Norðurárdal. Einnig sá deildin um kortagerð vegna útgáfu IV bindis Byggðasögunnar. Verkefni sumarsins 2007 hjá Fornleifafræðistofunni Margir fylgdust spenntir með framgangi mála á Þjótanda. (Ljósm. BFE). Uppgraftartímabilið hófst hjá Fornleifafræðistofunni um miðjan maí síðastliðinn í roki og hagléli á Þjótanda við bakka Þjórsár. Þar var staldrað stutt við og tíminn nýttur til að undirbúa aðaluppgraftartímabilið á staðnum, sem átti sér stað þar síðar um sumarið. Þar vorum við til loka mánaðarins og haldið var austur á bóginn til Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu. Þar biðu okkar ýmis verkefni, m.a. áframhaldandi rannsókn Bæjar undir Salthöfða, sem fór í eyði í gusthlaupi í Öræfajökli 1362, og rannsókn á Mjóeyri í Reyðarfirði í 20

tengslum við stækkun hafnarinnar þar. Rannsóknin í Reyðarfirði var annað af stærstu verkefnum sumarsins hjá Fornleifafræðistofunni og þar var grafið fram í ágúst. Helstu niðurstöður rannsóknanna þar eru að þarna voru 3-4 kynslóðir húsa sem tengjast líklegast útræði. Elsta kynslóðin er talin líklega eldri en 1104 og er um athyglisverða rúst að ræða. Bær undir Salthöfða er alltaf jafn spennandi viðfangsefni og kemur sífellt á óvart. Í sumar var grafið í skála og stofu bæjarhúsanna ásamt áframhaldandi uppgrefti á stærra búrinu af tveimur. Einnig var hafist handa við að ganga endanlega frá þeim rýmum sem eru fullgrafin og fylla þau af vikri að nýju, enda leikur veturinn veggina mjög illa. Það var þó sárt eftir allt puðið við að grafa fram bæinn, að sjá hann hverfa í vikurinn öðru sinni. Rannsóknin á Bæ stóð í þrjár vikur og hélt hópurinn því næst austar í sýsluna til að halda áfram rannsókn á landnámsskála og nærliggjandi bæjarhúsum á Hólmi í Laxárdal í Hornafirði. Sú rannsókn stóð einnig yfir í þrjár vikur. Fyrri hluta sumars sinnti Fornleifafræðistofan einnig minni verkefnum, s.s. í Þegjandadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Um miðjan júlí hófust svo rannsóknir á ný á Þjótanda við Þjórsá. Áður en þangað var haldið hittust tveir uppgraftahópar Fornleifafræðistofunnar á miðri leið í Djúpavogi og héldu í mikla svaðilför út í Papey, þar sem athyglisverðar rústir eyjunnar voru skoðaðar. Þegar komið var á Þjótanda biðu okkar viðfangsefni sem voru alls sex talsins, en auk þeirra fundust um vorið tvær fornar rústir sem voru áður óþekktar. Þær bíða þó enn rannsóknar. Rústirnar sem rannsakaðar voru tengdust flestar skepnuhaldi á einn eða annan hátt og stærstu uppgreftirnir voru á þremur skepnuhúsum, en tvö þeirra innhéldu a.m.k. tvær kynslóðir húsa. Á sama tíma og rannsóknir á Þjótanda voru teknar upp aftur, hófst uppgröftur á Búðarárbakka í Hrunamannaafrétt sem er doktorsverkefni eins starfsmanns Fornleifafræðistofunnar. Þetta var þriðja sumar rannsóknanna þar og eru þær nú langt komnar. Í haust fögnuðum við svo 10 ára afmæli Fornleifafræðistofunnar og lokum vel heppnaðs sumars með ferð til Stokkhólms. Þar áttum við heimboð í fornleifafræðideild Háskólans í Stokkhólmi og í Fornleifastofnun Svíþjóðar (Raä). Einnig voru ýmis söfn skoðuð, auk þess sem borðaður var góður matur og öl teigað af krafti. Fornleifarannsóknir, skráning og uppgreftir Fornleifastofnunar Íslands sumarið 2007. Skráning fornleifa Líkt og mörg undanfarin ár var mikið að gera hjá skráningardeild Fornleifastofnunnar Íslands sumarið 2007. Skrásetjarar deildarinnar fóru um allt land, Gömul gata greypt í hraun í Stakkavík í Selvogi.

Tökulið Discovery stöðvarinnar á vettvangi í Arnarfirði. tóku viðtöl við fjölda fróðra heimildamanna og söfnuðu upplýsingum um fornleifar. Við skráninguna flæktust þeir um strandir, fjöll og dali í leit að spennandi minjum og fundu fjölmargar áður óþekktar rústir. Í Eyjafjarðarsýslu var lokið við skráningu fornleifa í Arnarneshreppi og á Grímsey og þar með er aðalskráningu í Eyjafjarðarsýslu lokið. Sýslan hefur í mörg ár verið í fararbroddi í skráningarmálum og er fyrst af sýslum landsins til að ljúka svo viðamikilli skráningu. Skráning á svo stóru svæði er umfangsmikil enda hefur Fornleifastofnun unnið að verkinu í 14 ár og samtals skráð nálægt 8000 fornleifar. Af öðrum stórum aðalskráningarverkefnum sem stofnunin vann í sumar ber helst að nefna skráningu í Kelduneshreppi, Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Kjósarhreppi, Selvogi og skráningu á þéttbýlinu í Vogum, en reyndar eru skrásetjarar enn á vettvangi á síðastnefnda svæðinu. Auk ofangreindra verkefna voru unnin fjölmörg minni skráningarverkefni, s.s. í tengslum við sumarbústaðabyggð og virkjanaframkvæmdir. Samanlagt má ætla að skrásetjarar Fornleifastofnunar hafi skráð í kringum 2000 minjastaði á árinu. Fornleifarannsóknir Fornleifastofnun Íslands kom að fornleifarannsóknum víða um land. Rannsóknir þessar voru af ýmsu tagi og mismunandi viðamiklar og unnar í samstarfi við ýmsa. Margar rannsóknanna voru gerðar vegna ýmiss konar framkvæmda, til að kanna hvort fornleifar væru á stöðum, þar sem vænta mátti rasks eða til að kanna fornleifar sem fjarlægja átti vegna vegagerðar eða bygginga. Aðrar rannsóknir voru hlutar rannsóknaverkefna eða undirbúningur vegna fyrirhugaðra verkefna. Á Þingvöllum var fylgst með jarðraski vegna byggingaframkvæmda við Þingvallabæinn. Á Naustum á Akureyri var grafin upp smiðja frá víkingaöld og einnig byggingaleifar frá miðöldum, þetta er rannsókn sem gera þurfti vegna vegagerðar. Í Skálholti var grafið í staðarhús á biskupssetrinu, aðallega minjar frá 17. öld. Þetta var sjötta ár þessarar rannsóknar og hið síðasta í þessum áfanga. Í Eyvík á Tjörnesi var grafið gegnum fornt garðlag sem þurfti að skerða vegna lagna. Í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp var alþjóðlegi Fornleifaskólinn haldinn (hann var fyrst haldinn 1997). Þar voru grafnar upp bæjarrústir frá víkingaöld og einnig grafið í rústir frá 19. öld á bæjarhól. Í Leirvogstungu í Mosfellsbæ voru grafnar upp byggingar á bæjarhól, þar sem byggð hefur verið frá því á miðöldum og fram undir okkar daga, sú rannsókn fór fram vegna nýbygginga. Í Öxney á Breiðafirði var gerð úttekt á fornleifum og lagt mat á gildi þeirra til frekari rannsókna. Við Hafnarstræti og Tryggvagötu í Reykjavík voru grafnar upp byggingaleifar og bólverk frá 19. og 20. öld. Það verk var unnið vegna byggingaframkvæmda.

Starfsmenn Fornleifastofnunar við rannsóknir. Á Möðruvöllum í Hörgárdal var gerður könnunarskurður í sorphaug frá því eftir lok miðalda. Á Eyri í Ísafjarðarbæ voru gerðir könnunarskurðir í sorphauga er tilheyra bæjarhólnum þar, en nokkrar athuganir hafa verið gerðar á honum. Í Lyngbrekku í Suður-Þingeyjarsýslu voru könnuð þrjú kuml og var hestur í einu þeirra. Í Hringsdal í Arnafirði var rannsakað kuml, en þar hafði annað kuml verið rannsakað sumarið áður. Í Þegjandadal í Suður-Þingeyjarsýslu voru teknir fimm könnunarskurðir á tveimur eyðibýlum, Ingiríðarstöðum og Einarsstöðum, til að freista þess að finna gjóskulög sem nota mætti til að tímasetja byggðina í dalnum. Á Litlu-Núpum í Suður-Þingeyjarsýslu var grafið upp bátskuml frá víkingaöld, sem því miður hafði verið rænt á fyrri öldum. Á Glerá á Akureyri var gerð frekari úttekt á kirkjugarði sem raskað hafði verið við malarnám. Á Nauthól í Reykjavík voru grafnar upp minjar frá býli frá 19. öld. Rannsókn var gerð vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda. Á Grófartorgi í Reykjavík var gerður könnunarskurður til að meta líkur á því hvort fornleifar væru á svæðinu, var það í sambandi við fyrirhugaðan flutning húss á staðinn. Í Mývatnssveit voru gerðar athuganir á nokkrum stöðum og þar gerð könnun til að meta hvort minjastaðir væru áhugaverðir til frekari rannsókna. Þetta var á Geldingatættum, Beinistöðum, Litlu-Gautlöndum, Þorleifsstöðum og Selholti. Þá tóku starfsmenn stofnunarinnar þátt í rannókn í Reykholti í Borgarfirði, þar sem rannsakaðar voru rústir eldri kirkna í kirkjugarði. Fyrir utan uppgraftarvinnu á vettvangi hafa starfsmenn Fornleifastofnunar fengist við ýmsar aðrar rannsóknir, t.d. á tilteknum gerðum gripa og annarra minja, en einnig gripateikningar o.fl. Adolf Friðriksson hélt áfram kumlarannsóknum og fór á allnokkra staði í Dalasýslu vegna þess verkefnis. Oscar Aldred hefur unnið að rannsókn á garðlögum, sem nýtir vistfræðiathuganir, fornleifakönnun, athuganir á landsháttum, fjarkönnun og kortlagningu með loft- og gervihnattamyndum, og kortlagt minjar í Vatnsfirði. Hildur Gestsdóttir hefur unnið áfram að rannsókn á heilsufari Íslendinga á fyrri öldum, sem byggir á varðveittum beinagrindum frá ýmsum tímabilum. Hólarannsóknin sumarið 2007 Sjötta sumri Hólarannsóknarinnar er lokið en megináhersla var lögð á að rannsaka húsaskipan frá 16. öld til 18. aldar. Uppgrefti var haldið áfram á prenthúsi, eldhúsi, búrum og nokkrum mannvirkjum til viðbótar sem enn er ekki vitað hvaða hlutverki gegndu; eitt þeirra virðist hafa verið vefstofa. Hús undir öskuhaug frá fyrri 23

hluta miðalda, sem byrjað var að grafa upp árið 2002, virðist hafa verið notað sem veislusalur. Í þessari biskupsstofu eru mörg eldstæði, það er 7 x 5 m að stærð og inngangar á báðum göflum. Undir henni komu í ljós mannvistarleifar. Niðurgrafin stoðarhola er til vitnis um húsagerð frá 10. öld. Eins og fyrri ár fannst fjöldi merkilegra gripa. Sem dæmi má taka innsiglishring og perlu frá víkingaöld. Hlýtt var í veðri og sólríkt meðan á uppgrefti stóð. Vettvangsskóli var starfræktur sem fyrri ár og sóttu hann 25 nemendur. Hólarannsóknin er þverfagleg fornleifarannsókn. Að henni störfuðu hátt á þriðja tug innlendra og erlendra sérfræðinga frá flestum sviðum menningarsögulegra rannsókna. Á grundvelli Hólarannsóknarinnar er rekið alþjóðlegt tengslanet vísindamanna og doktors- og meistaranema. Mannvistarleifum við Kolkuós, sem var uppskipunar- og verslunarhöfn Hólastóls til forna, er smám saman að skola á haf út. Fornleifarannsóknin þar í tengslum við Hólarannsóknina fer fram í kappi við tímann og náttúruöflin. Á tanganum, sem gengur út í ósinn, eru t.d. leifar búða, birgðageymslna og annarra mannvirkja frá 10. fram á 14. öld. Þar hefur jafnframt fundist kuml. Ýmsir merkilegir gripir hafa komið í ljós við uppgröftinn: silfurpeningar, kambur, akkeri og elstu keramikbrot sem fundist hafa hér á landi. Enn fremur benda dýrabein úr elstu lögum til innflutnings á kjölturökkum. Fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Grafið var í rústir Skriðuklausturs í Fljótsdal sjötta sumarið í röð. Nítján starfsmenn unnu við uppgröftinn að jafnaði tímabilið frá 18. júní til 17. ágúst. Í hópnum voru ellefu fornleifafræðingar, fimm nemar í fornleifafræði og einn í mannfræði frá HÍ, mannabeinafræðingur og forvörður. Uppgröfturinn miðaðist við rannsókn á fjórum rýmum innan klausturhúsanna, klausturkirkjunni og gröfum í kirkjugarðinum. Auk þessa var tekinn könnunarskurður í nágrenni rústasvæðisins vegna fyrirhugaðrar umhverfisrannsóknar á staðnum. Á uppgraftartímabilinu tókst að ljúka uppgrefti á kirkjubyggingunni, sem inniheldur a.m.k. tvö byggingarstig, og grafa upp 35 grafir. Auk þessa var lokið við uppgröft á afmörkuðum svæðum innan klausturhúsanna. Grafirnar sem opnaðar voru eru jafnt frá klausturtímanum, 1493-1554, sem og frá því eftir hann, en kirkjan á Skriðu var í notkun til 1793 er hún var aflögð. Aðrar byggingar virðast ekki hafa verið nýttar eftir að klausturhaldi lauk á Skriðu. Alls voru 2188 gripir skráðir í fundaskrá rannsóknarinnar síðastliðið sumar og unnu starfsmenn að pökkun og frágangi á þeim samhliða uppgraftarvinnu. Allir gripir voru jafnframt forvarðir jafnóðum og þeir voru grafnir upp. Meðal þeirra gripa sem fundust nýliðið sumar var andlit af brotnu leirlíkneski sem búkurinn fannst af árið 2005, bíldar, leirkerabrot, ljósahöld, bænaperlur og hnífaraf ýmsum gerðum. Nokkrir hnappar fundust á líkklæðum í gröfum, auk textílleifa og bænaperlna. Einnig fundust að þessu sinni íburðarmeiri kistur en áður, t.d. með hönkum á langhliðum og göflum. Áletrun fannst einnig á loki einnar kistunnar. Styrktaraðilar að þessu sinni voru Rannís, ríkissjóður, Fornleifasjóður, Rannsóknarsjóður HÍ, Leonardo da Vinci áætlun ESB, Þjóðhátíðarsjóður og Nýsköpunarsjóður námsmanna. 24

Gripir jarðhúsa á Íslandi Jarðhús eru ákveðin gerð húsa sem fundist hafa á Íslandi og víðar, og hafa þau sennilegast ekki verið íveruhús í þeim skilningi að búið hafi verið í þeim, heldur ætluð til tímabundinna nota sem einhvers konar vinnustofur eða baðstofur. Þau finnast aðallega í mannvistarlögum frá víkingaöld en upphaflega hafa þau ekki verið talin hús heldur sorpgryfjur. (Þór Magnússon 1987, bls. 56) Talið er að svona jarðhús hafi 2 3 menn getað grafið og reist á einum degi og vel má vera að þau hafi verið einhvers konar bráðabirgðarhús sem búið var í skamma hríð á meðan verið var að reisa skála og síðar verið notuð til annarra hluta. (Kristján Eldjárn 1974, bls. 127) Jarðhúsin eru flest af svipaðri gerð, að hluta til niðurgrafin, án sjáanlegs inngangs, og með stóran ofn, oftast í einu horninu. Meðal staða sem jarðhús hafa fundist á á Íslandi eru Hvítárholt, Hjálmsstaðir, Stóraborg, Granastaðir og Hofsstaðir í Mývatnssveit. (Guðmundur Ólafsson 2000, bls. 31) Ýmsar kenningar hafa verið uppi um tilgang húsanna en enn hefur ekkert komið fram sem sannar þær á afgerandi hátt. Sem betur fer eru jarðhúsin oftast nær ekki galtóm af gripum þegar þau eru grafin upp og vera má að þeir geti eitthvað sagt okkur nánar um hlutverk þessara húsa. Hér á eftir fer samantekt og samanburður á fimm af þeim jarðhúsum sem fundist hafa á Íslandi, í Breiðuvík á Tjörnesi, Sveigakoti í Mývatnssveit og Grelutóttum á Hrafnseyri við Arnarfjörð og reynt verður að nota þá skráðu gripi sem fundust í þeim til að gefa hugmynd um, jafnvel staðfesta, hlutverk þeirra. Breiðavík. Heimildir um Breiðuvík og upphaf byggðar þar eru harla fátæklegar og er til að mynda - eftir Guðrúnu Finnsdóttur ekkert minnst á Breiðuvík í Landnámu. Hennar er þó getið af og til í Íslenzku fornbréfasafni, einkum í tengslum við greinargerðir á hlunnindum og kirkjuítökum og í máldaga Auðunar Þorbergssonar biskups frá 1318 kemur fram að Grenjaðarstaðakirkja eigi Breiðuvík með öllum gögnum. (DI II, bls. 317-19, 431; DI III, bls. 578-9, 709-10; DI V, bls. 280; DI XV, bls. 348) Í kjölfar fornleifaskráningar á vegstæði á Tjörnesi 1999, frá Hringveri að Breiðuvík, fór fram fornleifakönnun árið 2000 sem framkvæmd var af Guðmundi Ólafssyni, fornleifafræðingi. Fornleifakönnunin á Breiðuvík leiddi ljós að tvö garðlög og útihús sem talin voru vera í hættu vegna vegaframkvæmdanna voru það ekki. Hins vegar var þar að finna tóft sem reyndist vera í nánast miðju vegastæðinu og taldist því vera í mikilli hættu. Guðmundur gróf þversnið gegnum tóftina frá vestri til austurs sem leiddi í ljós mannvirki sem virtist við fyrstu sýn vera íveruhús frá söguöld. Frekari gröftur leiddi í ljós greinilega gólfskán sem var gráleit, með einstaka viðarkolamolum og fáeinum brenndum beinum, vestast og um 2 6 cm þykk, en varð sótugri, þéttari og þykkari eftir því sem nær dró miðju. Miðhlutinn var svo allt að 10 cm þykkt viðarkolalag sem var blandað brenndum beinum og litlum steinvölum. Guðmundur tók sýni úr tveimur þunnum dökkgráum lögum sem reyndust vera annars vegar fokefni og hins vegar gjóska úr Heklu 1300. Niðurstaða fornleifakönnunarinnar á Breiðuvík var sú að það þótti nauðsynlegt að rannsaka tóftina, sem Guðmundur taldi vera jarðhús, betur. Við áframhaldandi rannsókn kom í ljós að jarðhúsið var 4,6 m langt og 3,4 m breitt með eins metra breiðum inngangi til austurs. Í norðausturhorni jarðhússins fannst hringlaga hola, um 1 m á breidd og 0,3 m á 25

dýpt, auk þess sem 1 m breiðir bekkir virðast hafa verið meðfram þremur hliðum þess. Guðmundur telur jarðhúsið líkjast mjög öðrum jarðhúsum sem hafa fundist á landinu, þó að ekkert þeirra sé alveg eins, en þó sker það sig úr að því leyti að það er mjög óvenjulegt að finna greinilegan inngang í jarðhús. Hann telur einnig að eftir að hætt var að nota jarðhúsið þá hafi staðurinn verið yfirgefinn þar sem að engin ummerki áframhaldandi búsetu var að finna í áfokslögunum sem lágu ofan á tóftinni. Niðurstaða Guðmundar um jarðhúsið er að það er frábrugðið þeim hefðbundnu vegna inngangsins og þess að þar er ekki að finna ofn í einu horninu heldur sáfar. Jarðhúsið virðist vera svipaðrar gerðar og það sem fannst á Granastöðum í Eyjafirði, sem talið er vera eldhús við enda 10. aldar skála, og með því tímasetur Guðmundur jarðhúsið í Breiðuvík til 10. aldar. (Guðmundur Ólafsson 2000, bls. 5, 14-15, 17, 32) Sveigakot. Það er hvergi minnst á Sveigakot í sagnfræðiheimildum og ekki er það heldur að finna í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Það gæti bent til þess að staðurinn hafi verið falinn undir jarðveginum á þeim tíma og hafi svo komið í ljós aftur vegna jarðvegseyðingar á 18. og 19. öld. (Orri Vésteinsson 2001a, bls. 7; Árni Magnússon og Páll Vídalín 1943) Ekkert er minnst á Sveigakot í Landnámu og einungis stuttlega á Grænavatn, en í Íslenzku fornbréfasafni er af og til minnst á Grænavatn frá upphafi 16. aldar en ekkert á Sveigakot eins og gefur að skilja. (Íslensk fornrit bls. 282; DI XIII, bls. 714-17; DI XIV, bls. 9-10, 123-4, 234-5, 318-19, 423) Sveigakot er staðsett um 350 m austan Krákár, 6 km suður af Mývatni og um 12 km suðaustur af Hofstöðum í Mývatnssveit. Í ágúst 1998 fór fram fornleifaskráning þar sem hluti af skráningu fornleifasvæðis Skútustaðahrepps. Nafnið Sveigakot kemur fram í nafnaskrá fyrir eignina Grænavatn um miðja 20. öld en því fylgja engar upplýsingar aðrar. Lýsingar á svæðinu sem Sveigakot stendur á, minnast á það sem nafn rústa sem menn halda að hafi staðið á leiðinni frá Grænavatni að Sellöndum, hafa birst nokkrum sinnum eftir miðja 20. öld. Svæðið var rannsakað stuttlega 1998 og fundust þar dýrabein og eitthvað af kolum og gjalli. 1999 hófst svo reynsluuppgröftur, þar sem Sveigakot var tímasett til bráðabirgða til 10. aldar út frá gjóskulagaaldursgreiningum. Uppgröftur hófst svo af fullum krafti í júlí 2000 og á svæði T kom í ljós óvenju þétt hrúga af dýrabeinum, í lægð sem reyndist vera torfhrun úr veggjum hugsanlegs jarðhúss. (Orri Vésteinsson 2001a, bls. 4, 7, 9; Orri Vésteinsson 2001b, bls. 43-4) Árið 2001 kom þar í ljós lítið jarðhús, 2,5x2,5 m, með leifum af eldstæði og torfbekkjum, sem virðist hafa verið notað um langt tímaskeið. (Orri Vésteinsson 2002, bls. 116) Það var hópur pólskra fornleifafræðinga sem annaðist uppgröftinn. Litla jarðhúsið virðist hafa verið byggt ofan í eldri byggingu, um 2,8x3,6 m. Nálægt vesturhorni þess fundust leifar ofns, um 35x50 cm, sem var gerður úr þremur lóðréttum hraunsteinum og sneri opið að miðju jarðhússins. Inngangur var í húsið gegnt ofninum, í austurhorninu, sem opnaðist út í djúpa dæld. Í einu af mörgum gólflögunum fannst viðarþröskuldur sem sýndi staðsetningu hurðarinnar. Stoðarholur fundust við gólfendana og í jarðhúsinu fundust mörg gólflög, það elsta huldi miðju hússins og var sendið með kolaleifum og brenndum beinum. Við suðvesturvegginn var 3-5 cm upphækkun sem gæti bent til þess að það hafi verið set. Seinna virðist sem ýmsar lagfæringar hafi verið gerðar á húsinu og nýju seti verið komið upp við norðausturvegginn, þar sem 7-10 cm af brúnleitum sandi mynduðu um 80x180 cm stall. Svart sendið lag, vel niðurtroðið með kolaleifum og brenndum beinum benti til mikillar notkunar á húsinu eftir 26

lagfæringarnar. Síðar hafa enn fleiri breytingar verið gerðar, ef miða á við gólflögin sem fundust og nýr ofn byggður um mitt húsið, kassalaga um 20x30 cm, úr sams konar lóðrétt standandi hraunsteinum og hinn eldri. Einnig virðast hafa verið gerðar breytingar á innganginum í húsið. (Urbanczyk 2002, bls. 29, 38-40) Sumarið 2002 var lokið við uppgröft jarðhúsanna tveggja. Hið eldra reyndist hafa verið um 6 m á lengd og 2 m á breidd og sást aðeins sem óreglulegur niðurgröftur, þó með tveimur greinilegum inngöngum á austur- og vesturlanghliðum. Í húsinu fundust tvær grunnar, breiðar, gryfjur sem voru fullar af lífrænum leifum en að öðru leyti voru lítil merki um gólfskán. Líklegt þykir að um sé að ræða hús sem hefur verið notað til að vinna og/eða geyma matvæli. Yngra jarðhúsið er einstakt í ljósi stærðar auk þess sem þar var greinilegur inngangur. Húsið er of lítið til að geta hafa verið vefstofa en er þó samt íveruhús af einhverju tagi. (Orri Vésteinsson 2003, bls. 70, 73) Þar sem jarðvegurinn við Sveigakot er fullur af steinum margs konar hefur hann ekki verið auðveldur viðureignar fyrir fólk sem hefur viljað byggja sér jarðhús. Ljóst að þeir sem hafa reist jarðhúsin hafa verið knúnir áfram af sterkri þörf fyrir að hafa húsin niðurgrafin og viljað eyða í það töluverðum tíma og vinnu. (Urbanczyk 2003, bls. 39) Við áframhaldandi uppgröft 2003 kom í ljós að jarðhúsið sem var grafið upp 2001-2002 reyndist vera bakherbergi á miklu stærri niðurgrafinni byggingu, 8x3,5 m, með eldstæði í miðju gólfi. (Orri Vésteinsson 2004, bls. 46) Jarðhúsin á Sveigakoti eru þónokkuð ólík þeim jarðhúsum sem hafa fundist áður á Íslandi, sérstaklega parið T/MT, sem eru álíka stór hús sem eru tengd með göngum. (Orri Vésteinsson 2005, bls. 58) Grelutóttir. Hrafnseyrar við Arnarfjörð er getið í Íslenzku fornbréfasafni. (DI VI, bls. 41-3) Staðurinn er langt frá því að vera óþekktur, enda fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Upphaflega hét bærinn Eyri við Arnarfjörð en nafnið Hrafnseyri er líklegast dregið af nafni Hrafns Sveinbjarnarsonar, þó að það komi ekki fyrir í ritheimildum fyrr en á 15. öld. 1977 hófust fornleifarannsóknir á Hrafnseyrareyrum á Grelutóttum, eða Grelaðartóttum, sem eiga að vera kenndar við Grelöðu Bjartmarsdóttur, konu Árna rauðfelds landnámsmanns á Eyri. Guðmundur Ólafsson telur nafngiftina ekki vera það gamla, þar sem til dæmis Sigurður Vigfússon kom að Hrafnseyri 1882 í leit að söguminjum en minnist ekki einu orði á Grelutóttir. Þjóðminjavörður skoðaði staðinn 1973 og friðlýsti minjarnar. Í rannsókninni 1977 komu í ljós skáli af víkingaaldargerð ásamt viðbyggingu, jarðhús og smiðja og 1978 fannst annað jarðhús og önnur smiðja. Fyrra jarðhúsið sem fannst (Rúst III) var fast upp við suðurvegg skálans og samsíða, 4,20 m að lengd og 2,20-2,50 að breidd. Það var hálffullt af möl og grjóti, sem erfitt var að grafa í gegnum, væntanlega eftir malarruðning sem borist hefur með flóði úr bæjarlæknum á landnámsöld. Húsið var allt grafið niður í óhreyfða sjávarmöl og gólf þess var sandborið og mjög þétt í sér, gólfskánin var svartleit og sótug og greinilegust um mitt hús. Þykkt gólfskánarinnar var mest þar um 4 cm. Meðfram veggjunum á þrjá vegu voru set, um 20-30 cm hærri en gólfið í miðjunni, um 0,5 m á breidd með langhliðunum og 1,5 m við austurgaflinn. Í suðvesturhorninu hefur verið ofn, sem var alveg hruninn saman, en eftir stóðu nokkrar flatar hellur á botninum og fleygmyndaðir steinar yfir þeim, með mjórri endann inn í hornið. Stór flöt hella sem hafði verið reist upp á rönd, var innst í horninu við suðurhliðina og hefur líklega myndað aðra hlið ofnsins. Breidd hans og dýpt hefur verið um 60 cm og í kingum hann var mikið um hnöttótta, hnefastóra steina sem voru þaktir sóti og margir hitasprungnir. Þeir hafa líklega verið hitasteinar sem hitaðir voru í eldi og 27

síðan lagðir í vatn til að hita þá upp eða vatni hellt yfir þá til að mynda gufu. Á barminum kringum suðvesturhorn jarðhússins var bogadregin röð af steinum, sem hefur líklega tengst ofninum beint fyrir neðan. Við vesturgaflinn er um hálfs metra há grjóthleðsla, þar sem neðsta röðin samanstendur af tveimur hellum reistum upp á rönd, með tvær til þrjár raðir af flötum láréttum hellum ofan á og á bak við þær var fyllt upp með sandi, en tilgangur grjóthleðslunnar er óljós. Guðmundur gælir við þá hugmynd að það hafi verið inngangurinn inn í jarðhúsið, þó að skýr inngangur hafi hvergi verið sjáanlegur. Þrjár greinilegar stoðarholur fundust en gólfið var of skemmt til að fjórða holan yrði vel greind. Ofan á jarðhúsinu lá um 10 cm þykkt ljóslitt og leirkennt lag sem gæti verið úr þaki jarðhússins. Seinna jarðhúsið sem fannst (Rúst V) var fremst á dálitlum bakka í bugðu austan við bæjarlækinn um 30 m suðaustur af skálanum. Þegar grafið var í rústina kom í ljós að hér væri um tvö byggingarstig að ræða, þar sem hið fyrra er hið upprunalega jarðhús og hið síðara er grafið niður í jarðhúsið löngu eftir að það var tekið úr notkun. Jarðhúsið var 3,90 m á lengd, 2,40 m að breidd og 1,20 m að dýpt og að öllum líkindum hefur sama flóð og fyllti fyrra jarðhúsið af möl og grjóti gert hið sama hér. Gólfskánin er sandblendin, svört af sóti og þétt í sér, víðast 6-10 cm þykk. Gólfið hallaði örlítið til norðurs en var annars lárétt. Gólfskánin endaði við gisna steinaröð um 30 cm frá norðurhliðinni og einnig var hún mjög þunn á um hálfs metra svæði við austurgaflinn. Fyrir miðjum austurgafli er stoðarhola út við vegginn og í suðvesturhorninu eru leifar af ofni sem var grafinn um 20 cm inn í vesturgaflinn og var neðri hluti hans nokkurn veginn ó- skemmdur. Þrjár stórar steinhellur sem mynduðu hliðar ofnsins voru enn uppistandandi þegar hann var grafinn fram en flöt hella sem hafði verið lögð yfir þær hafði brotnað og fallið niður. Stór flöt hella var í botninum og ein hlið hans var opin og sneri inn í jarðhúsið. Ofan á þetta hólf virðist hafa verið hlaðið annað svipað hólf sem virðist hafa náð upp úr jarðhúsinu og þar var mikið af litlum sótugum hitasteinum sem höfðu flestir fallið niður þegar ofninn hrundi. Ofninn hefur verið 40 cm að innanmáli og 60 cm djúpur. Norðan ofnsins við vesturgaflinn var lág grjóthleðsla, svipuð og í jarðhúsi 1 með tvær til þrjár steinaraðir. Fyrir framan ofninn við suðurvegginn var smásteinaþyrping um 1 m að lengd og 0,5 m á breidd og undir þeim voru þrjár litlar holur í gólfið eins og eftir prik. Þegar gólfið var hreinsað betur fundust tvær svona holur í viðbót um meter austar. Guðmundur telur að hér hafi konur dvalið við vinnu sína á daginn og jafnvel að hér hafi verið kljásteinavefstaður. Stærð ofnsins er hins vegar ekki í hlutfalli við það sem ætla mætti að þyrfti til að halda eðlilegum hita í svona litlu húsi og af því telur Guðmundur hlutverk hússins hafa verið tvíþætt, vinnustaður kvenna og baðhús. (Guðmundur Ólafsson 1980, bls. 25-6, 40-6, 50-4) Gripir úr jarðhúsunum þremur. Eins og áður hefur komið fram fundust allnokkrir gripir í jarðhúsunum 5 sem hér eru til umræðu. Úr jarðhúsinu á Breiðuvík eru alls skráðir 17 gripir, úr jarðhúsunum á Sveigakoti eru alls skráðir 38 gripir, 25 úr uppgreftinum 2001 og 13 úr uppgreftinum 2002 og úr jarðhúsunum á Grelutóttum eru alls skráðir 29 gripir, 6 úr jarðhúsi I og 23 úr jarðhúsi II. Í Breiðuvík eru kljásteinar í miklum meirihluta funda, eða 11 af 17. Það sama á við um Grelutóttir, en þar eru kljásteinarnir 13 af 29 gripum og á eftir koma pottbrot úr járni, eða 8 af 29 gripum. Hins vegar er Sveigakot merkilegt að því leitinu að aðeins 2 kljásteinar fundust þar af 38 gripum. Það var hins vegar járnið sem hafði yfirburði, ef svo má að orði komast, en 19 af 38 gripum voru járngripir á meðan 12 járngripir voru meðal 28

funda í Grelutóttum og aðeins 1 í Breiðuvík. Í Sveigakoti eru stærstu fundahóparnir naglar (8) og gjallmolar (8) og bátasaumarnir fylgja fast á eftir (7). Langflestir gripirnir eru að finnast í gólflögum jarðhúsanna og er það sammerkt með öllum jarðhúsunum fimm, en þó sker Breiðavík sig úr að því leytinu til, að þar er ansi margt, til dæmis flestir kljásteinarnir, að finnast í brunalagi í sáfarinu. Þá er það einnig sammerkt með jarðhúsunum að þeir gripir sem eru að finnast þar, eins og brýni, kljásteinar og eldfæri (tinna, jaspis), eru allt hlutir sem eru tengdir daglegum störfum til forna og er alls ekki óeðlilegt að finna þá við fornleifauppgröft. Eldstál var notað til að kveikja eld með því að slá eldstálinu við tinnustein, jaspis eða kvars. (Kristján Eldjárn 2000, bls. 405) Brýni eru flest úr gráu flögubergi, öll úr erlendum steini. Fornleifafundir leiða getum að því að flöguberg hafi verið flutt hingað inn í stórum stykkjum sem síðan voru klofin niður í brýni. Brýnum er yfirleitt skipt í tvo flokka, lítil brýni, sem nefnast nálabrýni og eru ferstrend, um 10 cm löng, með gati við efri enda og eru talin hafa hangið við belti, og svo stór brýni sem hafa verið til að brýna stærri hluti. (Kristín Huld Sigurðardóttir 2004, bls 73) Ef við skoðum nú staðina hvern fyrir sig sést að þó að jarðhúsin séu lík hvert öðru, þá má draga þá ályktun út frá gripunum, að þau hafi ekki endilega sinnt öll sama hlutverkinu. Eins og áður sagði voru kljásteinar í yfirgnæfandi meirihluta funda á Breiðuvík, allir úr grágrýti. Það styrkir óneitanlega þá kenningu að jarðhúsin hafi verið vinnustaður kvenna, vefstofur, og mjög líklegt er að jarðhúsið í Breiðuvík hafi einmitt verið slík vefstofa. Þó má ekki skjóta loku fyrir það að jarðhúsið hafi gegnt öðru hlutverki eftir að notkun þess sem vefstofu lauk. Það að sáfar skuli vera að finna innandyra í jarðhúsinu, og að kljásteinarnir eru að finnast ofan í því, bendir til þess að jarðhúsið hafi um eitthvert tímaskeið, eftir að það var hætt að nota það sem vefstað, verið nýtt sem búr eða matar- /mjólkurmatargeymsla. Það að mikið er um járn og járngripi í Sveigakoti, sérstaklega gjalli, auk þess að það eru sýnileg merki þess að mikið hafi verið um lag- og tilfæringar í jarðhúsunum þar, gæti mögulega bent til þess að einhvers konar járnframleiðsla hafi farið þar fram, en ef svo er, þá á mjög litlum mælikvarða. Leiða má getum að því að naglarnir sem þar fundust gætu jafnvel verið framleiðsluvaran úr heimagerða járninu. Ekki má heldur gleyma því að Hrísheimar eru í nágrenni Sveigakots og þar hafa fundist leifar járnframleiðslu. Járngrýti finnst ekki á Íslandi og hefur væntanlega alltaf verið innflutt vara en rauðablástur, að vinna járn út mýrarrauða, hefur verið þekkt hér á landi. Betri járngripir og eggjárn hafa væntanlega verið úr innfluttu járni, en naglar og skeifur hafa jafnvel verið gerð úr því járni sem vannst úr mýrarrauða. Mýrarrauði er járnútfelling í vatni sem safnast í smáa mola á mýrar- eða tjarnarbotnum og er bræddur í einföldum jarðofnum, þ.e. hola var grafin í jörðina, fóðruð að innan með steinum eða leir. Síðan var rauðinn mulinn og raðað lagskipt í ofninn með viðarkolum, eldur lagður í kolin og blásið að með físibelg en við það bráðnaði járnið og settist sem einhvers konar klumpur á botninn. Til að ná járnklumpinum varð að rífa ofninn og hann síðan unninn í smiðju. Járn sem varð til svona hefur líklegast aldrei verið gott smíðajárn þar sem viðarkolin gátu ekki gefið nægilegan hita til fullkominnar bræðslu. Vegna salts hér í jörðu og andrúmsloftinu varðveitist járn ekki vel, þannig að það eru ekki margir járnhlutir frá fyrri öldum sem fullvissa er um að hafi verið smíðaðir á Íslandi. (Þór Magnússon 2004, bls. 304-5, 307) Annað sem er merkilegt við Sveigakot eru bátasaumarnir, sem gefa tilefni til að ætla að einhvers konar útgerð hafi verið frá bænum á einhverjum tímapunkti og jafnframt gefa þeir einnig vísbendingu um það að, þar sem a.m.k. tveir eru fundnir í öskulagi 29

úr ofni, þá hafi eldiviður verið af skornum skammti. (Urbanczyk 2003, bls. 39) Eitt er þó víst að það eru ekki nægilega margir áberandi gripir sem hafa fundist í jarðhúsunum í Sveigakoti til að hægt sé að gera sér fastákveðna mynd af þeim. Það er þó óneitanlega merkilegt að hér skuli vera um að ræða tvö jarðhús sem eru tengd með göngum, nokkuð sem hefur hingað til verið óþekkt í jarðhúsunum sem fundist hafa hérlendis og það veltir vissulega upp fleiri möguleikum í túlkun á hlutverki þeirra. Grelutóttir, líkt og Breiðavík, hefur mikinn fjölda kljásteina meðal funda. Hins vegar eru þeir allir að finnast í seinna jarðhúsinu, sem ýtir sterklega undir þá á- lyktun Guðmundar Ólafssonar að hér sé um vefstað að ræða. Í fundarskránni tiltekur Guðmundur oftast ekki úr hvaða efni kljásteinarnir eru, en nefnir a.m.k. þrjá sem eru úr einhvers konar gulleitri steintegund. (Guðmundur Ólafsson 1980, bls. 68-71) Má leiða líkum að því að hér sé um kléberg eða sápustein/tálgustein, að ræða. Kléberg, samheiti yfir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði, finnst víða frá náttúrunnar hendi og er algengt í Grænlandi, Noregi, Alpafjöllum og Súdetafjöllum. Menn komust snemma upp á lagið með að nýta það til ýmislegs, t.d. í sökkur, kljásteina, potta, lampa, deiglur og snældusnúða, enda mjög auðunnið efni. Kléberg er ekki að finna í náttúrunni á Íslandi og af því er ráðið að þeir klébergsgripir sem finnast hér séu innfluttir. Kristján Eldjárn dregur þá ályktun af rannsóknum sínum að klébergsgripir sem finnast á Íslandi séu yfirleitt frá 9.-11. öld með þeim fyrirvara að steinkatlar geta enst lengi. Sem útflutningsvara hefur klébergið verið unnið eins mikið og hægt var áður en það var sagað frá bergveggnum, t.d. hafa grýtur verið hoggnar úr sem hálfkúlur með botninn út og fluttar þannig á þann stað sem þær voru svo fullunnar. (Kristján Eldjárn 1949-50, bls. 41-2, 58-9) Þá er einnig mikið af járnpottbrotum að finnast í seinna jarðhúsinu sem sum hver virðast passa saman. (Guðmundur Ólafsson 1980, bls. 68-71) Þær leifar af járnkötlum sem hafa fundist á Íslandi, sýna að þeir hafa verið gerðir úr mörgum plötum, sem voru festar saman með hnoðnöglum við botnplötu. (Kristján Eldjárn 2000, bls. 402) Í fyrra jarðhúsinu á Grelutóttum er hins vegar sárlega lítið að finnast af gripum sem geta sagt okkur eitthvað um hlutverk þess. Lokaorð. Eins og í upphafi sagði hafa ýmsar kenningar verið uppi um tilgang jarðhúsanna sem hafa verið að finnast í fornleifauppgröftum hér á landi. Þau jarðhús sem hér voru til umfjöllunar sýna vissulega ákveðinn fjölbreytileika, bæði hvað varðar gerð og þá gripi sem eru að finnast í þeim. Ef eitthvað er, þá sýna þau einmitt fram á að mismunandi notkun hefur verið á húsunum, þó þau falli öll inn á svipað tímaskeið á víkingaöld og að það hefur ekki þótt tiltökumál að breyta hlutverkum þeirra eftir hentugleika í það og það skiptið. Vissulega eru gripirnir sem finnast mikilvægar vísbendingar ásamt byggingarstíl og aðferðum. Hér var lagt upp með það að leiðarljósi að reyna að nota þá skráðu gripi sem fundust í jarðhúsunum, í Breiðuvík á Tjörnesi, Sveigakoti í Mývatnssveit og Grelutóttum á Hrafnseyri við Arnarfjörð, til að gefa hugmynd um og jafnvel staðfesta hlutverk þeirra. Má nánast segja að það hafi tekist með Breiðuvík og seinna jarðhúsið á Grelutóttum, á meðan í jarðhúsunum í Sveigakoti og fyrra jarðhúsinu á Grelutóttum eru ekki að koma upp gripir sem geta með afgerandi móti sagt af eða á um hlutverk þeirra. Hins vegar er nokkuð ljóst að rannsóknin þyrfti að vera all ítarlegri til að taka mætti mark á henni og samanburðarjarðhúsin ívið fleiri. Auk þess er hér nánast að mestu beint sjónum að gripum sem eru að finnast í einhverju magni, en lítill gaumur gefinn að hinum. Eitt er víst að sérhver 30

gripur hefur sögu að segja, hvort hún er smá eða stór fer eftir atvikum, en alltaf er hún áhugaverð. Ritgerð þessi var rituð síðla árs 2005. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, áfram hefur verið grafið í Sveigakoti og fleiri gripir fundist þar, auk þess sem að efasemdir eru um að jarðhúsið á Breiðuvík sé í raun jarðhús. Heimildaskrá: Appendices. Archaeological investigations at Sveigakot 2002 FS206-00213. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík 2003, Fornleifastofnun Íslands, 74-83. Árni Magnússon og Páll Vídalín (1943). Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. XI. Bindi. Kaupmannahöfn, Hið íslenska fræðafjelag í Kaupmannahöfn. Guðmundur Ólafsson (1980). Grelutóttir Landnámsbær á Eyri við Arnarfjörð. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1979. Kristján Eldjárn (ritstj.). Reykjavík, 25-73. Guðmundur Ólafsson (2000). Fornt jarðhús í Breiðuvík og fleiri minjar á Tjörnesi. Rannsóknir vegna vegagerðar. Rannsóknarskýrslur 2000 7. Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands útiminjasvið. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. II bindi 1253-1350. Kaupmannahöfn 1893, Hið íslenzka bókmenntafélag. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. III bindi 1269-1415. Kaupmannahöfn 1896, Hið íslenzka bókmenntafélag. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. V bindi 1330-1476. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1899-1902, Hið íslenzka bókmenntafélag. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. VI bindi 1245-1491. Reykjavík 1900-1904, Hið íslenzka bókmenntafélag. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. XIII bindi 1555-1562. Reykjavík 1933-1939, Hið íslenzka bókmenntafélag. Diplomatarium Islandicum - Íslenzkt fornbréfasafn. XIV bindi 1551-1567. Reykjavík 1944-1949, Hið íslenzka bókmenntafélag. Íslensk fornrit, I. Bindi síðari hluti. Íslendingabók Landnámabók. Reykjavík 1968, Hið íslenzka fornritafélag. Kristín Huld Sigurðardóttir (2004). Haugfé. Gripir úr heiðnum sið á Íslandi. Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstjórar). Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 64-75. Kristján Eldjárn (1949-50). Kléberg á Íslandi. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1949-50, 41-62. Kristján Eldjárn (1974). Fornþjóð og minjar. Saga Íslands I. Sigurður Líndal (ritstj.). Reykjavík, Hið íslenzka bókmenntafélag Sögufélagið, 101-152. Kristján Eldjárn (2000). Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi (2. útgáfa). Adolf Friðriksson (ritstj.). Reykjavík, Mál og menning. Orri Vésteinsson (2001a). Archaeological Investigations at Sveigakot 1998 and 1999. Archaeological investigations at Sveigakot 1998 2000 FS134-00211. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 4-12. Orri Vésteinsson (2001b). Archaeological Investigations at Sveigakot 2000. Introduction. Archaeological investigations at Sveigakot 1998 2000 FS134-00211. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 43-49. Orri Vésteinsson (2002). Fornleifarannsóknir í Sveigakoti og víðar í Suður Þingeyjarsýslu sumarið 2001 - Ágrip. Archaeological investigations at Sveigkot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga FS173-00212. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 116-118. Orri Vésteinsson (2003). Samantekt. Archaeological investigations at Sveigakot 2002 FS206-00213. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 70-73. Orri Vésteinsson (2004). Samantekt. Archaeological investigations at Sveigakot 2003 FS242-00214. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 45-46. Orri Vésteinsson (2005). Samantekt. Archaeological investigations at Sveigakot 2004 FS265-00215. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 56-59. Urbanczyk, Przemislaw (2002). Sveigakot 2001. Area T-pit house. Archaeological investigations at Sveigkot 2001. With reports on preliminary investigations at Hrísheimar, Selhagi and Ytri Tunga FS173-00212. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 29-49. Urbanczyk, Przemyslaw (2003). Area T excavation report for 2002. Archaeological investigations at Sveigakot 2002 FS206-00213. Orri Vésteinsson (ritstj.). Reykjavík, Fornleifastofnun Íslands, 34-47. Þór Magnússon (1987). Vitnisburður fornminja. Íslensk þjóðmenning I. Uppruni og umhverfi. Frosti F. Jóhannsson (ritstj.). Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga, 47-59. Þór Magnússon (2004). Málmsmíðar. Gripir til gagns og prýði. Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstjórar). Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 302-311. 31

Síðastliðið sumar var ég svo heppin að fá vinnu við uppgröft í Reykholti í Borgarfirði. Kirkjan í Reykholti var rannsóknarefnið og er hún eina sóknarkirkjan á Íslandi sem hefur verið grafin upp í heild sinni. Við vinnu mína í Reykholti var ýmislegt rætt og kom þá upp hvað ég hefði í huga að skrifa um í BA ritgerðinni. Ég eins og svo margir aðrir var algjörlega óákveðin, en minntist á tíma sem ég hafði tekið í fornvistfræði fyrr um veturinn, þar sem við greindum viðarsýni til tegunda. Guðrún Sveinbjarnardóttir, fornleifafræðingur og stjórnandi rannsóknarinnar í Reykholti, stakk upp á því að ég myndi greina viðinn sem komið hefur upp úr kirkjunni með aðstoð Ólafs Eggertssonar jarðfræðings, en hann hefur greint viðarsýni úr uppgröftum hér á landi. Í haust hófst svo undirbúningur fyrir BA ritgerðina, viðarsýnin voru öll hreinsuð og mynduð og er svo stefnt að því að greina þau á þessu ári og í byrjun þess næsta. En til hvers að greina viðarsýni? Hvað græðum við á því að vita hvaða tegundir er um að ræða og hvaða vitneskju felur það í sér? Viður getur gefið okkur margskonar upplýsingar og má þá helst nefna upplýsingar um reka, verslun og hvernig Íslendingar nýttu við. Þegar viður er greindur til tegunda er byrjað að athuga hvort um sé að ræða barrtré eða lauftré. Aðeins ein tegund barrtrjáa er innlend og er það einir. Einir er hér á landi jarðlægt tré og því ólíklegt að það sé nýtt sem byggingarefni. Því getum við verið viss um að viður úr barrtré er annað hvort reki eða innfluttur. Erfitt getur verið að greina á milli innflutnings og viðarreka en oft leynast ýmsar vísbendingar ef nánar er athugað. Algengt er að ýmis smádýr komist í rekaviðinn svo hægt er að skoða hvort að viðurinn beri vísbendingar eftir þau, smá göt eða holur í viðnum. Ef ekkert finnst þá er líklegt að um 32 Greining viðar úr uppgreftrinum í Reykholti - eftir Lísabetu Guðmundsdóttur innfluttan við sé að ræða en þó ekki algilt. Hægt er að skoða nánar hvaða tegund er um að ræða, vaxtarsvæði og jafnvel út frá því verslunarleiðir frá meginlandi Evrópu til Íslands. Ef um fjalir er að ræða eins og sem dæmi Flatatungufjalirnar, þá er hægt að athuga hvort fjalirnar komi af sama tré með því að mæla árhringina. Ef ekki, þá er hægt að athuga hvort að trén komi frá sama svæði með sömu aðferð. Ef við höfum útilokað barrtré þá er einungis um lauftré að ræða. Innlend lauftré eru birki, víðir og reynir og jafnvel ein aspartegund. Lauftré finnast einnig í reka, við innflutning og sem skipagóss sem dæmi. Sama vandamál gildir um lauftré og barrtré, erfitt er að vita með vissu hvort viðurinn sé úr reka eða innfluttur. Þó er algengara að sjá barrtré í reka en lauftré og því eru meiri líkur á því að sá viður sé innfluttur. Þó að við séum með innlenda tegund eins og birki, víði eða reynir þá getum við ekki verið viss hvort viðurinn sé upprunalega frá Íslandi. Líklegast er þó eldiviður úr íslenskum við, en það eru þá minni greinar og hríslur í flestum tilvikum. Kirkjumunir á Íslandi eru oft á tíðum úr innfluttum lauftrjám eins og eik. Það sem spennandi verður að kanna í þessari rannsókn er t.d. hvort í 13. aldar kirkjunni sé innfluttur viður, reki eða jafnvel innlendur. Ritaðar heimildir eru fáar um kirkjuna sjálfa en til eru heimildir um bæinn sem stóð sunnan við kirkjuna en í Sturlungu segir að viður hafi verið sóttur til Skagafjarðar og er talið að menn hafi farið til Kolkuós og keypt norskan við til þess að lagfæra húsið. Mögulegt er að athuga hvort það sama eigi við kirkjuna, þar sem líklegt er að heimamenn hafi einnig séð um viðhald á henni. Því verður mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr viðargreiningunum úr Reykholti og hvaða ályktanir verður hægt að draga um viðarnýtingu þar.