Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1

Similar documents
2018/EES/48/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 043/18/COL... 1

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

2018/EES/2/01 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8694 Hochtief/Abertis)... 1

2013/EES/22/01 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.6813 McCain Foods Group/Lutosa Business)... 1

2018/EES/62/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 061/18/COL... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 41 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Úrskurður dómstólsins frá 15. nóvember 2016 í máli E-7/16 Míla ehf. gegn Eftirlitsstofnun EFTA... 3

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

2014/EES/60/04 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.7319 KKR/Allianz/Selecta)... 6

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 5 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 36 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 53 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál nr. COMP/M.3333 Sony/BMG)... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 48 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 46 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 3 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 47 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 68 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 8 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 18 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 3 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Orðsending frá 8. júlí 1994 um gildistöku ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/94, 3/94, 4/94, 5/94 og 7/

Ný tilskipun um persónuverndarlög

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 33 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Til kynn ing um fyrirhugaða sam fylk ingu fyrir tækja (mál COMP/M.5170 E.ON/

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 19 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Nr mars 2006 AUGLÝSING

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

Horizon 2020 á Íslandi:

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. COMP/M.3108 Office Depot/Guilbert)... 1

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

2013/EES/68/03 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.7018 Telefónica Deutschland/E-Plus)... 38

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin

Ég vil læra íslensku

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Ákvörð un Eftir lits stofn un ar EFTA 167/08/COL frá 12. mars 2008 um meinta

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

IS Stjórnartíðindi EB

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

Skattaleg áhrif við inngöngu í Evrópusambandið. Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Hjördís B. Gunnarsdóttir

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

Transcription:

ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 66 25. árgangur 11.10.2018 2. Eftirlitsstofnun EFTA 2018/EES/66/01 Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1 3. EFTA-dómstóllinn III ESB-STOFNANIR 1. Framkvæmdastjórnin 2018/EES/66/02 Leiðrétting á tilkynningu um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8993 Huaxin/ Juniper/JV) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 2 2018/EES/66/03 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8941 EQT/Widex/JV)... 3 2018/EES/66/04 2018/EES/66/05 2018/EES/66/06 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8944 Liberty Global/De Vijver Media and Liberty Global (SBS)/Mediahuis/JV)... 4 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9048 Delta Electronics/Delta Electronics Thailand) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 5 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9075 Continental/Aviation Industry Corporation of China/JV) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 6 2018/EES/66/07 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9099 Jin Jiang/Radisson)... 7 2018/EES/66/08 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9105 Rhône Capital/Maxam) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 8 2018/EES/66/09 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9112 OEP/Crayon) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 9

2018/EES/66/10 2018/EES/66/11 2018/EES/66/12 2018/EES/66/13 2018/EES/66/14 2018/EES/66/15 2018/EES/66/16 2018/EES/66/17 2018/EES/66/18 2018/EES/66/19 2018/EES/66/20 2018/EES/66/21 2018/EES/66/22 2018/EES/66/23 2018/EES/66/24 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9115 BC Partners/VetPartners) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 10 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9117 Saudi Aramco/Arlanxeo) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 11 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9119 SEGRO/PSPIB/ Warehouse) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð... 12 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja (mál M.8236 Vossloh Rail Services/Rhomberg Sersa Rail Holding/Rhomberg Sersa Vossloh (JV))... 13 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja (mál M.8880 Oetker/Henkell/Freixenet)... 13 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja (mál M.8889 Teva/PGT OTC Assets)... 14 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja (mál M.9080 CEFC/Rockaway Capital/European Bridge Travel (II))... 14 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja (mál M.9090 PSPIB/BCI/Island Timberlands)... 15 Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar skv. 4. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu Almannaþjónustukvaðir sem lagðar eru á í tengslum við áætlunarflug (Frakkland)... 16 Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar skv. 4. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Frakkland)... 16 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 17 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 17 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 18 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 18 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 19

2018/EES/66/25 2018/EES/66/26 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir (Ítalía)... 19 Heimild til að veita ríkisaðstoð skv. 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins Mál sem framkvæmdastjórnin hreyfir ekki andmælum við eða ráðstöfun felur ekki í sér aðstoð... 20

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/1 EFTA-STOFNANIR EFTIRLITSSTOFNUN EFTA Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins 2018/EES/66/01 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að eftirgreind ráðstöfun feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins: Dagsetning ákvörðunar 16. ágúst 2018 Málsnúmer 82251 Ákvörðun EFTA-ríki 072/18/COL Noregur Fyrirsögn (og/eða heiti styrkþega) Strandleiðin Bergen Kirkenes 20212030 Lagastoð Tegund aðstoðar Markmið Aðstoðarform Fjárveiting Lög um flutninga í atvinnuskyni í Noregi (Yrkestransportlova) Sérstök aðstoð Þjónusta sem hefur almenna, efnahagslega þýðingu Opinberar bætur 7 880 milljónir norskra króna Gildistími 20212030 Atvinnugreinar Heiti og póstáritun stjórnvaldsins sem veitir aðstoð: Sjóflutningar Samferdselsdepartementet Postboks 8010 Dep. 0030 Oslo, Norge Fullgildan texta ákvörðunarinnar, að trúnaðarupplýsingum slepptum, er að finna á vef Eftirlitsstofnunar EFTA: http://www.eftasurv.int/state-aid/state-aid-register/.

Nr. 66/2 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 ESB-STOFNANIR FRAMKVÆMDASTJÓRNIN Leiðrétting á tilkynningu um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja 2018/EES/66/02 (mál M.8993 Huaxin/Juniper/JV) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð Eftirfarandi leiðrétting er gerð í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins frá 28. september 2018, bls. 19, og í EES-viðbæti nr. 63 frá 27. september 2018, bls. 3, í listanum yfir fyrirtæki í 1. lið. í stað: kemur: Shanghai Huaxin Juniper Networks Co., Ltd ( JV, Bandaríkjunum). Shanghai Huaxin Juniper Networks Co., Ltd. ( JV, PRC).

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/3 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8941 EQT/Widex/JV) 2018/EES/66/03 1. Framkvæmdastjórninni barst 4. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Sivantos Pte. Ltd. ( Sivantos, Singapúr), undir yfirráðum EQT VI Limited og EQT Fund Management S.à r.l. (einu nafni EQT ). Widex A/S ( Widex, Danmörku), undir yfirráðum Widex Holding A/S ( Widex Holding ). MergeCo A/S ( JV, Danmörku), nýstofnuð rekstrareining. Widex Holding og EQT ná í sameiningu yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar og 4. mgr. 3. gr. sömu gerðar, yfir hinu sameiginlega félagi, JV, þar sem starfsemi Widex og Sivantos er sameinuð. Samruninn á sér stað með hlutabréfakaupum í nýstofnuðu fyrirtæki sem er sameiginlegt félag. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Sivantos: framleiðandi og seljandi heyrnartækja og heyrnaraukabúnaðar með starfsemi um allan heim. Widex: framleiðandi og seljandi heyrnartækja og heyrnaraukabúnaðar með starfsemi um allan heim. JV: framleiðandi og seljandi heyrnartækja og heyrnaraukabúnaðar með starfsemi um allan heim. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 368, 11.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.8941 EQT/Widex/JV Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ).

Nr. 66/4 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8944 Liberty Global/De Vijver Media and Liberty Global (SBS)/ Mediahuis/JV) 2018/EES/66/04 1. Framkvæmdastjórninni barst 3. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Telenet Group Holding NV (Belgíu), undir yfirráðum Liberty Global Plc (Bretlandi). De Vijver Media NV (Belgíu), undir sameiginlegum yfirráðum Telenet Group Holding NV, Mediahuis NV og Waterman&Waterman. Mediahuis NV (Belgíu), undir sameiginlegum yfirráðum Corelio NV, Concentra NV, og VP Exploitatie NV. Nýstofnað sameiginlegt félag, JV (Belgíu). Telenet Group Holding NV nær fullum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir De Vijver Media NV ( DVM-viðskiptin ). Auk þess ná Telenet Group Holding NV og Mediahuis NV í sameiningu yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar og 4. mgr. 3. gr. sömu gerðar, yfir nýstofnuðu sameiginlegu félagi, JV ( JV-viðskiptin ). DVM-viðskiptin eiga sér stað með kaupum á hlutabréfum. JV-viðskiptin eiga sér stað með hlutabréfakaupum í nýstofnuðu fyrirtæki sem er sameiginlegt félag. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Telenet Group Holding NV: rekstraraðili kapalkerfis í Belgíu sem sérhæfir sig í sölu á nettengingu í gegnum breiðband, fastlínu- og farsímaþjónustu og kapalsjónvarpi til viðskiptavina í Flæmingjalandi og Brussel. Fyrirtækið rekur einnig nokkrar áskriftarsjónvarpsstöðvar, s.s. Sporting Telenet og PRIME. Telenet er undir yfirráðum Liberty Global Plc, sem er alþjóðlegt kapalfyrirtæki leiðandi á sínu sviði með sjónvarps-, breiðbands-, net- og talsímaþjónusturekstur í tólf löndum í Evrópu og Rómönsku Ameríku. De Vijver Media NV: belgískt eignarhaldsfélag samstæðu fyrirtækja sem fást við sjónvarpsútsendingar með gjaldfrjálsu stafrænu útvarpsmerki og pöntunarsjónvarpsþjónustu, fjölmiðlasölu og framleiðslu á sjónvarpsefni. Mediahuis NV: margmiðlunarfyrirtæki í Belgíu og Hollandi. JV: mun fást við sölu á myndbandsauglýsingum fyrir bæði móðurfélög sín og birgðaeigendur sem eru þriðju aðilar, ásamt því að hafa möguleika á að hanna og selja herferðir þvert á miðla (360 ). 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 368, 11.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.8944 Liberty Global/De Vijver Media and Liberty Global (SBS)/Mediahuis/JV Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ).

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/5 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9048 Delta Electronics/Delta Electronics Thailand) 2018/EES/66/05 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 1. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Delta Electronics, Inc. ( DEI, Taívan). Delta Electronics (Thaílandi) Public Company Ltd. ( DET, Thaílandi). DEI nær fullum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir DET í heild. Samruninn á sér stað með yfirtökuboði sem tilkynnt var 31. júlí 2018. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: DEI: einkum starfsemi á sviðið orku- og hitastýringarlausna en fæst einnig við framleiðslu og sölu á iðnaðarvörum sem auka sjálfvirkni, stafrænum skjávörum, fjarskiptavörum, rafeindaíhlutum fyrir neytendavörur, sjálfvirknilausnum fyrir byggingar, lausnum fyrir endurnýjanlega orku, o.s.frv. DET: framleiðslufyrirtæki sem fæst við rafeindavörur með áherslu á framleiðslu orkugjafa, viftu- og hitastjórnun, orkukerfi, rafeindatæki fyrir bifreiðar og tengdar vörur. Vörurnar eru notaðar í tæki fyrir bílaiðnað, í heilbrigðisgeiranum, fjarskiptum, upplýsingatækni, o.fl. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9048 Delta Electronics/Delta Electronics Thailand Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 22964301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

Nr. 66/6 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9075 Continental/Aviation Industry Corporation of China/JV) 2018/EES/66/06 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 3. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Continental Automotive Holding Co., Ltd ( Continental Automotive, Kína), sem er hluti af Continental AG (Þýskalandi). Sichuan Chengfei Integration Technology Corp., Ltd ( CITC, Kína), sem er hluti af Aviation Industry Corporation of China (Kína). Continental CALB Battery Power System Co., Ltd ( JV, Kína), undir yfirráðum Continental Automotive og CITC. Continental Automotive og CITC ná í sameiningu yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar og 4. mgr. 3. gr. sömu gerðar, yfir hinu sameiginlega félagi, JV. Samruninn á sér stað með hlutabréfakaupum í nýstofnuðu fyrirtæki sem er sameiginlegt félag. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Continental Automotive: eignarhaldsfélag fyrir erlendar fjárfestingar sem er alfarið óbeint í eigu Continental AG, þýskrar samsteypu bílaframleiðenda sem einkum sérhæfa sig í vörum fyrir bíla- og flutningaiðnaðinn. CITC: starfsemi á sviði hönnunar og framleiðslu á rafhlöðum og rafkerfum í gegnum dótturfélag sitt, China Aviation Lithium Battery Co., Ltd. CITC er í beinni eigu Aviation Industry Corporation of China ( AVIC ), sem er fyrirtæki í ríkiseigu. JV: mun þróa, framleiða og selja rafhlöðukerfi fyrir rafbíla með milda tvinnaflrás. Vöruúrvalið mun samanstanda af lágspennurafhlöðukerfum, hugbúnaði fyrir rafhlöðukerfi, rafhlöðum og rafhlöðustýringarkerfum, auk aðfangakeðju fyrir rafhlöðukerfi. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 366, 10.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9075 Continental/Aviation Industry Corporation of China/JV Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/7 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9099 Jin Jiang/Radisson) 2018/EES/66/07 1. Framkvæmdastjórninni barst 28. september 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Jin Jiang International Holdings Co., Ltd ( Jin Jiang, Kína), fyrirtæki í ríkiseigu. Radisson Holdings, Inc. (Bandaríkjum Ameríku) og Radisson Hospitality AB (Svíþjóð) (einu nafni Radisson ). Jin Jiang nær fullum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir Radisson í heild. Samruninn á sér stað með kaupum á hlutabréfum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Jin Jiang: samstæða fyrirtækja í ferðaþjónustu og gistingu sem þróar og stjórnar hótelum í Kína og annars staðar í heiminum. Jin Jiang rekur fjölbreytt úrval af hótelum undir merkjum J.Hotel, Jin Jiang, Metropolo, Jin Jiang Inn; röð vörumerkja undir hatti Groupe du Louvre; röð vörumerkja undir merkjum Plateno Group og röð vörumerkja undir merkjum Vienna Hotel. Radisson: rekur hótelgistingu í breiðu úrvali, með áherslu á lúxushluta markaðarins, markað sérlega fínna hótela, fínna hótela og millifínna hótela. Á EES-svæðinu er um að ræða vörumerkin Radisson Collection, Radisson Blu, Radisson, Radisson Red, Park Plaza, Park Inn by Radisson. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 359, 5.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9099 Jin Jiang/Radisson Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ).

Nr. 66/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9105 Rhône Capital/Maxam) 2018/EES/66/08 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 4. október 2018 tilkynning skv. 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaðan samruna þar sem Rhône Capital L.L.C. ( Rhône Capital, Bandaríkjunum) nær sameiginlegum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir MaxamCorp Holding, S.L. ( Maxam, Spáni). 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Rhône Capital: fyrirtæki sem annast fjárfestingastýringu. Maxam: fjölbreyttur hópur fyrirtækja sem fyrst og fremst fást við framleiðslu og sölu á sprengiefnum til almennra nota og forsprengjukerfum og tengdum vörum; þjónustu og lausnum; skotfærum og varnarvörum, sem og þjónustu og kerfum; og veiði- og íþróttavörum til afþreyingar, sem og skothylkjum og byssupúðri, meðal annars. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 368, 11.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9105 Rhône Capital/Maxam Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/9 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9112 OEP/Crayon) 2018/EES/66/09 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 28. september 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: One Equity Partners VII, L.P., One Equity Partners VII-A, L.P. og One Equity Partners VII-B, L.P ( OEP ) (Bandaríkjunum). Crayon Group Holding ASA (Noregi). OEP nær alfarið yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir Crayon Group Holding ASA í heild. Samruninn á sér stað með kaupum á hlutabréfum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: OEP: sjóðir sem fjárfesta í óskráðum eignum. Crayon: hugbúnaðarleyfi og upplýsingatækniráðgjöf. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 365, 9.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9112 OEP/Crayon Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

Nr. 66/10 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9115 BC Partners/VetPartners) 2018/EES/66/10 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 2. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: BC Partners LLP (United Kingdom) ( BC Partners ). VetPartners Group Limited (United Kingdom) ( VetPartners ). BC Partners nær að fullu óbeinum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir VetPartners í heild sinni í gegnum sjóð sem er alfarið í eigu fyrirtækisins, BC European Capital X Fund. Samruninn á sér stað með kaupum á hlutabréfum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: BC Partners: alþjóðlegt fyrirtæki sem fjárfestir í óskráðum eignum með höfuðstöðvar í Lundúnum og sem fjárfestir í margvíslegum atvinnuvegum. VetPartners: samstæða dýralæknastofa. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 366, 10.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9115 BC Partners/VetPartners Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/11 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9117 Saudi Aramco/Arlanxeo) 2018/EES/66/11 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 2. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: Aramco Overseas Holdings Coöperatief U.A. (Hollandi) ( AOHC ), dótturfyrirtæki alfarið í eigu Saudi Arabian Oil Company (konungsríkinu Sádi-Arabíu) ( Saudi Aramco ). Arlanxeo Holding B.V. (Hollandi) ( Arlanxeo ). Saudi Aramco nær fullum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir Arlanexeo í heild í gegnum dótturfyrirtæki sitt sem það á að fullu, AOHC. Arlanxeo er sem stendur undir yfirráðum Saudi Aramco og Lanxess Deutschland GmbH. Samruninn á sér stað með kaupum á hlutabréfum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Saudi Aramco: fæst við leit, vinnslu og markaðssetningu á hráolíu og við framleiðslu og markaðssetningu á unnum vörum. Arlanxeo: sérnotaíðefnafyrirtæki sem framleiðir og býður upp á breitt svið af vörum úr gervigúmmíi. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 365, 9.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9117 Saudi Aramco/Arlanxeo Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

Nr. 66/12 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.9119 SEGRO/PSPIB/Warehouse) 2018/EES/66/12 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 1. október 2018 tilkynning um fyrirhugaðan samruna í samræmi við 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Tilkynningin varðar eftirfarandi fyrirtæki: SEGRO plc ( SEGRO, Bretlandi). Public Sector Pension Investment Board ( PSPIB, Kanada). Eign sem annast vöruferlisstjórnun ( Warehouse, Spáni). SEGRO og PSPIB ná í sameiningu fullum yfirráðum, í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. samrunareglugerðarinnar, yfir Warehouse. Samruninn á sér stað með kaupum á eignum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: SEGRO: eignarhald, eignastýring og þróun nútímavöruhúsa og húsa undir léttiðnað sem eru staðsett í nágrenni við stór þéttbýlissvæði og helstu samgönguæðar í fjölda ríkja ESB. PSPIB: fjárfesting nettóframlaga í lífeyrissjóði opinbera geirans í Kanada, kanadíska heraflans, konunglegu kanadísku riddaralögreglunnar og kanadíska varaliðsins og stýring á fjölbreyttu, alþjóðlegu eignasafni, m.a. hlutabréfum, skuldabréfum og öðrum verðbréfum með föstum vöxtum, og fjárfestingum í framtakssjóðum, fasteignum, innviðum, náttúruauðlindum og skuldum einkafyrirtækja. Warehouse: landskiki í Granollers (Barcelona, Spáni), sem er sem stendur verið að þróa undir dreifingarvöruhús með verklok ráðgerð í nóvember 2018, og sem þegar er búið að gera leigusamning fyrir. 3. Frumathugun framkvæmdastjórnarinnar hefur leitt í ljós að hin fyrirhuguðu viðskipti sem hafa verið tilkynnt geti fallið undir gildissvið samrunareglugerðarinnar. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun hvað þetta atriði varðar. Hafa ber í huga að mál þetta kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna mála sem varða samruna, samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Þriðju aðilar sem eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu starfsemi. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018. Eftirfarandi tilvísun skal ávallt tekin sérstaklega fram: M.9119 SEGRO/PSPIB/Warehouse Unnt er að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir með tölvupósti, símbréfi eða í pósti. Vinsamlegast notið eftirfarandi samskiptaleiðir: Netfang: COMP-MERGER-REGISTRY@ec.europa.eu Bréfsími: +32 229-64301 Póstáritun: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry 1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1 ( samrunareglugerðin ). ( 2 ) Stjtíð. ESB C 366, 14.12.2013, bls. 5.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/13 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja 2018/EES/66/13 (mál M.8236 Vossloh Rail Services/Rhomberg Sersa Rail Holding/ Rhomberg Sersa Vossloh (JV)) Framkvæmdastjórnin ákvað 21. september 2018 að hreyfa ekki andmælum við ofangreindum tilkynntum samruna og lýsa hann samrýmanlegan reglum sameiginlega markaðarins. Ákvörðunin er tekin í samræmi við b-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Óstytt útgáfa þessarar ákvörðunar er eingöngu til á þýsku og verður hún birt eftir að felld hafa verið brott viðskiptaleyndarmál, ef einhver eru. Unnt verður að nálgast hana á eftirfarandi hátt: Á samkeppnishluta Europa-vefsetursins (http://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/). Notendur vefsetursins geta leitað að samrunaákvörðunum með ýmsum hætti, m.a. eftir fyrirtæki, málsnúmeri, dagsetningu og atvinnugrein. Á rafrænu sniði á vefsetrinu EUR-Lex (http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm) undir skjalnúmeri 32018M8236. EUR-Lex veitir aðgang að löggjöf Evrópusambandsins á Internetinu. Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja 2018/EES/66/14 (mál M.8880 Oetker/Henkell/Freixenet) Framkvæmdastjórnin ákvað 27. júlí 2018 að hreyfa ekki andmælum við ofangreindum tilkynntum samruna og lýsa hann samrýmanlegan reglum sameiginlega markaðarins. Ákvörðunin er tekin í samræmi við b-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Óstytt útgáfa þessarar ákvörðunar er eingöngu til á ensku og verður hún birt eftir að felld hafa verið brott viðskiptaleyndarmál, ef einhver eru. Unnt verður að nálgast hana á eftirfarandi hátt: Á samkeppnishluta Europa-vefsetursins (http://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/). Notendur vefsetursins geta leitað að samrunaákvörðunum með ýmsum hætti, m.a. eftir fyrirtæki, málsnúmeri, dagsetningu og atvinnugrein. Á rafrænu sniði á vefsetrinu EUR-Lex (http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm) undir skjalnúmeri 32018M8880. EUR-Lex veitir aðgang að löggjöf Evrópusambandsins á Internetinu. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1.

Nr. 66/14 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja 2018/EES/66/15 (mál M.8889 Teva/PGT OTC Assets) Framkvæmdastjórnin ákvað 29. júní 2018 að hreyfa ekki andmælum við ofangreindum tilkynntum samruna og lýsa hann samrýmanlegan reglum sameiginlega markaðarins. Ákvörðunin er tekin í samræmi við b-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Óstytt útgáfa þessarar ákvörðunar er eingöngu til á ensku og verður hún birt eftir að felld hafa verið brott viðskiptaleyndarmál, ef einhver eru. Unnt verður að nálgast hana á eftirfarandi hátt: Á samkeppnishluta Europa-vefsetursins (http://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/). Notendur vefsetursins geta leitað að samrunaákvörðunum með ýmsum hætti, m.a. eftir fyrirtæki, málsnúmeri, dagsetningu og atvinnugrein. Á rafrænu sniði á vefsetrinu EUR-Lex (http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm) undir skjalnúmeri 32018M8889. EUR-Lex veitir aðgang að löggjöf Evrópusambandsins á Internetinu. Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja 2018/EES/66/16 (mál M.9080 CEFC/Rockaway Capital/European Bridge Travel (II)) Framkvæmdastjórnin ákvað 26. september 2018 að hreyfa ekki andmælum við ofangreindum tilkynntum samruna og lýsa hann samrýmanlegan reglum sameiginlega markaðarins. Ákvörðunin er tekin í samræmi við b-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Óstytt útgáfa þessarar ákvörðunar er eingöngu til á ensku og verður hún birt eftir að felld hafa verið brott viðskiptaleyndarmál, ef einhver eru. Unnt verður að nálgast hana á eftirfarandi hátt: Á samkeppnishluta Europa-vefsetursins (http://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/). Notendur vefsetursins geta leitað að samrunaákvörðunum með ýmsum hætti, m.a. eftir fyrirtæki, málsnúmeri, dagsetningu og atvinnugrein. Á rafrænu sniði á vefsetrinu EUR-Lex (http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm) undir skjalnúmeri 32018M9080. EUR-Lex veitir aðgang að löggjöf Evrópusambandsins á Internetinu. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/15 Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum við tilkynntum samruna fyrirtækja 2018/EES/66/17 (mál M.9090 PSPIB/BCI/Island Timberlands) Framkvæmdastjórnin ákvað 18. september 2018 að hreyfa ekki andmælum við ofangreindum tilkynntum samruna og lýsa hann samrýmanlegan reglum sameiginlega markaðarins. Ákvörðunin er tekin í samræmi við b-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ). Óstytt útgáfa þessarar ákvörðunar er eingöngu til á ensku og verður hún birt eftir að felld hafa verið brott viðskiptaleyndarmál, ef einhver eru. Unnt verður að nálgast hana á eftirfarandi hátt: Á samkeppnishluta Europa-vefsetursins (http://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/). Notendur vefsetursins geta leitað að samrunaákvörðunum með ýmsum hætti, m.a. eftir fyrirtæki, málsnúmeri, dagsetningu og atvinnugrein. Á rafrænu sniði á vefsetrinu EUR-Lex (http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm) undir skjalnúmeri 32018M9090. EUR-Lex veitir aðgang að löggjöf Evrópusambandsins á Internetinu. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, 29.1.2004, bls. 1.

Nr. 66/16 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar skv. 4. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu 2018/EES/66/18 Almannaþjónustukvaðir sem lagðar eru á í tengslum við áætlunarflug Aðildarríki Flugleið Frakkland Strassborg München Gildistökudagur almannaþjónustukvaða 9. apríl 2019 Unnt er að nálgast textann, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða almannaþjónustukvaðirnar: Tilskipun frá 14. september 2018 um almannaþjónustukvaðir í tengslum við áætlunarflug milli Strassborg og München NOR: TRAA1824085A http://www.legifrance.gouv.fr/initrechtexte.do Nánari upplýsingar veitir: Direction Générale de l Aviation Civile DTA/SDT/T2 50 rue Henry Farman 75 720 Paris Cedex 15 FRANCE Sími +33 158094321 osp-compagnies.dta@aviation-civile.gouv.fr Tilkynning framkvæmdastjórnarinnar skv. 4. mgr. 16. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um rekstur flugþjónustu í Bandalaginu 2018/EES/66/19 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleiðir Frakkland Strassborg Amsterdam Strassborg Madríd Strassborg München Samningstími Frá 9. apríl 2019 til 8. apríl 2022 Umsóknarfrestur og frestur til að skila tilboðum Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða útboðið: Hinn 5. desember 2018, fyrir kl. 17.00 að staðartíma í París (Frakklandi) Direction de la Sécurité de l Aviation civile Nord-Est Aéroport de Strasbourg-Entzheim CS 60003 Entzheim 67836 Tanneries Cedex FRANCE Sími: +33 388596386 dsac-ne-osp-bf@aviation-civile.gouv.fr

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/17 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/20 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Alghero Róm Fiumicino (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 6). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/21 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Alghero Mílanó Linate (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 7). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it

Nr. 66/18 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/22 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Cagliari Róm Fiumicino (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 8). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/23 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Cagliari Mílanó Linate (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 9). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/19 Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/24 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Olbia Róm Fiumicino (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 10). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it Kynningatilkynning framkvæmdastjórnarinnar í samræmi við 5. mgr. 17. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1008/2008 um sameiginlegar reglur um flugrekstur í Bandalaginu 2018/EES/66/25 Auglýsing um útboð á áætlunarflugi í samræmi við almannaþjónustukvaðir Aðildarríki Flugleið Ítalía Olbia Mílanó Linate (báðar leiðir) Samningstími Frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2022 Frestur til að skila tilboðum Tveir mánuðir frá því að útboðsauglýsing þessi birtist (Stjtíð. ESB C 362, 8.10.2018, bls. 11). Unnt er að nálgast texta útboðsauglýsingarinnar, ásamt hvers kyns viðkomandi upplýsingum og/eða skjölum sem varða opinbera útboðið og almannaþjónustukvaðirnar: Autonomous Region of Sardinia Department of Transport Directorate-General for Transport Service for Maritime and Air Transport and Territorial Continuity Via XXIX Novembre 1847, 27-41 09123 Cagliari ITALIA Bréfsími +39 0706067331 Bréfsími: +39 0706067309 Á netinu: http://www.regione.sardegna.it Netfang: trasporti@pec.regione.sardegna.it trasporti@regione.sardegna.it trasp.osp@regione.sardegna.it

Nr. 66/20 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 11.10.2018 Heimild til að veita ríkisaðstoð skv. 107. og 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins 2018/EES/66/26 Mál sem framkvæmdastjórnin hreyfir ekki andmælum við eða ráðstöfun felur ekki í sér aðstoð Málsnúmer Aðildarríki Landsvæði Heiti aðstoðarkerfis (og/eða heiti aðstoðarþega) Upplýsingarnar birtust í SA.44058 (2016/N) Þýskaland Saarland Investitionen und Betriebsbeihilfen für den Flughafen Saarbrücken Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 1. SA.46538 (2017/NN) Þýskaland Niedersachsen Beschwerde gegen das NNVG Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 2. SA.46697 (2017/NN) Þýskaland Niedersachsen Weitere Beschwerde gegen das NNVG Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 2. SA.48197 Holland Groeifaciliteit Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 3. SA.48350 (2017/N) Holland Uitgebreide groeifaciliteit Nederlandse garantieregeling voor middelgrote en grote ondernemingen met een aanzienlijk groeipotentieel Nederland Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 4. SA.48840 Austurríki Österreich Austrian Risk Capital Premium Scheme Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 4. SA.49482 (2017/N) Bretland Scotland Highlands and Island Airports Limited Sumburgh Airport Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 5. SA.50692 Írland Seventh prolongation of the Credit Union restructuring and stabilisation scheme Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 6. SA.50953 Írland Ireland 13 th prolongation of the Credit Union Resolution Scheme 2018 Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 7. SA.51036 Pólland Pomoc na realizację projektów w zakresie transportu intermodalnego w ramach Programu Operacyjnego Infrastruktura i Środowisko na lata 2014 2020 Stjtíð. ESB C 292, 17.8.2018, bls. 7. SA.46228 (2016/N) Lettland Latvia Dalītas atkritumu savākšanas sistēmu attīstīšana Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 1. SA.46525 (2016/N) Lettland Latvia Atbalsts atkritumu pārstrādes veicināšanai Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 2. SA.47412 (2017/EV) Grikkland Ellada Ákvæði a-liðar 3. mgr. 107. gr., c-liðar 3. mgr. 107. gr. Aid scheme General Entrepreneurship of Development law 4399/2016 Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 2. SA.49331 (2017/N) Danmörk Bornholms amt Bornholm Lufthavn Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 3. SA.49947 (2017/N) Belgía Vlaams Gewest Aid for videogames (VAF Gamefonds) Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 4, sbr. leiðréttingar í Stjtíð. ESB C 344, 26.9.2018, bls. 10. SA.50370 (2018/NN) Frakkland Blönduð aðstoð Aide fiscale à l investissement outre-mer (logement social) Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 5. SA.50395 (2017/N) Þýskaland Offshore-Netzumlage Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 6. SA.50768 Ungverjaland Ungverjaland Hungarian film support scheme Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 6.

11.10.2018 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 66/21 Málsnúmer Aðildarríki Landsvæði Heiti aðstoðarkerfis (og/eða heiti aðstoðarþega) Upplýsingarnar birtust í SA.50829 Þýskaland Deutschland Richtlinie der BKM Anreiz zur Stärkung der Filmproduktion in Deutschland Deutscher Filmförderfonds (DFFF) Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 7. SA.51191 Lettland Grozījumi attiecībā uz atbalstu atkritumu pārstrādes veicināšanai (ex SA.46525 (2016/N)) Stjtíð. ESB C 317, 7.9.2018, bls. 8. SA.48119 (2017/N) Króatía Jadranska Hrvatska Usluge od općeg gospodarskog interesa javni prijevoz u linijskom obalnom pomorskom prometu na trajektnim linijama br. 431 Preko (Ošljak) Zadar/Gaženica, br. 432 Tkon Biograd i br. 632 Sućuraj Drvenik Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 1. SA.48325 Austurríki Oberösterreich Breitbandausbau in Oberösterreich Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 2. SA.48929 Portúgal Decreto-Lei que institui um regime especial de determinação de matéria coletável com base na tonelagem dos navios e embarcações e um regime fiscal e contributivo aplicável aos tripulantes Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 3. SA.49203 (2017/N) Rúmenía Bacau, Romania, Nord-Est Regia Autonoma Aeroportul Internaţional George Enescu Bacău Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 3. SA.49214 (2017/N) Slóvenía Pomurska, Savinjska Ákvæði c-liðar 3. mgr. 107. gr. Pomoč za prestrukturiranje družbi Semenarna Ljubljana d.o.o. Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 4. SA.49523 (2017/N) Króatía Usluge od općeg gospodarskog interesa javni prijevoz u linijskom obalnom pomorskom prometu na brodskoj liniji br. 635 Stari Grad Split Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 5. SA.50512 Frakkland France Fonds d aides aux jeux vidéo volets écriture, création de propriétés intellectuelles et opérations à caractère collectif Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 6. SA.51041 Portúgal Portugal Ninth Prolongation of the Portuguese Guarantee Scheme on EIB lending Stjtíð. ESB C 339, 21.9.2018, bls. 6. SA.44664 (2016/FC) Írland Alleged Aid to HelpLink South Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 1. SA.46013 (2017/N) Belgía Vlaams Gewest Green certificates/chp certificates Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 2. SA.47509 (2018/NN) Ítalía Presunti aiuti di Stato alle imprese concessionarie che gestiscono la rete telematica AAMS Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 2. SA.47707 Danmörk Danmark Compensation to PostNord for Universal Service Obligations imposed on Post Danmark Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 3. SA.48623 (2017/N) Holland Kleine veldenregeling/support for marginal gas fields Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 4. SA.49709 (2017/N) Þýskaland Mecklenburg- Vorpommern Flughafen Rostock-LaageGüstrow GmbH Stjtíð. ESB C 360, 5.10.2018, bls. 5.