TM Software. TM Software heilbrigðislausnir. Sykursýkisskráning. Leiðbeiningar um notkun SÖGU

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Ég vil læra íslensku

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Excel 2000 fyrir byrjendur

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

Áhrif lofthita á raforkunotkun

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Nr mars 2006 AUGLÝSING

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Geislavarnir ríkisins

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Uppsetning og frágangur ritgerða Chicago-staðall

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Brennslumeðferð við ofansleglahraðtakti á Íslandi

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Samningur milli nemenda Háskólans á Akureyri og bókasafns háskólans um meðferð lokaverkefna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Tíðni einkenna og meðferð þeirra á síðasta sólarhring lífs hjá deyjandi sjúklingum á Landspítala og á hjúkrunarheimilum

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Leiðbeiningar um meðferð heimilda og frágang heimildaskrár byggðar á APA-heimildakerfinu

Botnlangabólga og botnlangataka hjá börnum á sjúkrahúsum í Reykjavík 1996 og 2006

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Tíðni og orsakir rákvöðvarofsgreininga á Landspítala árin

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Greiningargeta blóðprufa og afdrif sjúklinga með Disseminated Intravascular Coagulation

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr


JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Framhaldsskólapúlsinn

Horizon 2020 á Íslandi:

Líkamsástand 19 ára framhaldsskólanema

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Sjónskerðing og blinda Reykvíkinga 50 ára og eldri

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Transcription:

heilbrigðislausnir Leiðbeiningar um notkun SÖGU 3.1.31

Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 í Sögu... 4 Samskiptaseðill v/ sykursýki... 4 Forsíða... 4 Skýrslur... 4 Samskiptaseðill v/ sykursýki... 5 Persónuupplýsingar... 5 Mynd 1 Persónuupplýsingar...5 Hvaðan kemur sjúklingur... 5 Mynd 2 Hvaðan kemur sjúklingur...5 Sykursýki greining og flokkun... 5 Mynd 3 Sykursýki greining og flokkun...6 Ættarsaga... 7 Mynd 4 Ættarsaga...7 Heilsufar... 7 Mynd 5 Heilsufar...7 Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar... 8 Mynd 6 Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar...9 Mynd 7 Mælingar...9 Mynd 8 Mælingar línurit fyrir blóðþrýstingsmælingar og markmið...10 Augu skoðun augnlæknis... 10 Mynd 9 Augu skoðun augnlæknis...11 Mynd 10 Yfirlit yfir ástand augna...11 Fætur skoðun... 12 Mynd 11 Fætur skoðun...12 Mynd 12 - Yfirlit yfir ástand fóta...13 Einkenni frá taugakerfi... 13 Mynd 13 Einkenni frá taugakerfi...14 Athugasemdir læknis... 14 Mynd 14 Athugasemdir læknis...14 Mynd 15 Athugasemdir læknis fyrri saga...14 Úrlausn og áætlun... 15 Mynd 16 Úrlausn og áætlun...15 Fræðsla... 15 Mynd 17 Fræðsla...16 Ástæða komu... 17 Mynd 18 - Ástæða komu...17 Meðferðaskráning... 17 Mynd 19 Meðferðaskráning...18 Saga og mat, framvinda og áætlun... 18 Mynd 20 Saga og mat, framvinda og áætlun...19 SAGA 3.1.31 2 heilbrigðislausnir

Mynd 21 Saga og mat, framvinda og áætlun fyrri saga...19 Undirskrift 2... 19 Mynd 22 Undirskrift 2...19 Undirskrift... 19 Mynd 23 Undirskrift...20 Afritun af eldri tegundum eyðublaða... 20 Heildarútlit blaðs... 21 Allir kaflar opnir... 21 Allir kaflar lokaðir... 26 Læknabréf v/ sykursýki... 27 Innihald... 27 Forsíða... 29 Sykursýki samantekt síðustu heimsókna... 29 Mynd 24 - Forsíða - samantekt síðustu heimsókna...29 Sykursýki - fræðsla... 29 Mynd 25 - Forsíða - fræðsla...30 Sykursýki insúlínsaga... 30 Mynd 26 - Forsíða - insúlínsaga...30 Skýrslur... 31 Eftirlit... 31 Gagnavinnsla í Excel... 32 Skýrslur fyrir eldri tegundir eyðublaða... 37 SAGA 3.1.31 3 heilbrigðislausnir

í Sögu Samskiptaseðill v/ sykursýki Í Sögu, útgáfu 3.1.31, er að finna nýtt skráningarblað fyrir meðferð vegna sykursýki. Það byggir að hluta til á eldri skráningarblöðum en hefur verið yfirfarið m.t.t. betra aðgengis og fljótlegri skráningar. Fyrstu kaflar nýja blaðsins miðast við útfyllingu lækna en þeir síðari við meðferðaskráningu hjúkrunarfræðinga í tengslum við sjúkdóminn. Jafnframt er sérstakur kafli um fræðslu sem bæði læknar og hjúkrunarfræðingar geta skráð í eftir því hvernig fræðslu er háttað á viðkomandi stað. Leiðbeiningarhnapp má finna á velflestum köflum í eyðublaðinu. Þegar smellt er á þann hnapp opnast stuttur listi yfir tengla á gagnlegar upplýsingar sem gætu verið hýstar á vef Landlæknisembættisins eða jafnvel skjöl á skráaþjónum stofnunarinnar. Þennan lista má endurskoða með hverri stofnun fyrir sig, t.d. ef gild rök eru fyrir því að bæta við listann skjölum sem sérstaklega er óskað eftir að verði aðgengileg í tengslum við sykursýkisskráningu á viðkomandi stofnun. Ef nettenging er hægvirk þá er einnig möguleiki á að vista skjöl sem annars væru geymd á ytri vef á skráaþjóni og breyta tenglinum þannig að hann vísi þangað til að sækja viðkomandi skjöl. Vissulega þýðir það að ef skjöl sem upphaflega var vísað í á vefnum eru uppfærð þá kemur ekki nýjasta útgáfa upp þegar smellt er á tengil, a.m.k. ekki fyrr en kerfisstjóri hefur sótt nýja útgáfu skjalsins og vistað aftur hjá stofnuninni sjálfri og það að því gefnu að hann viti að skjalið hafi verið uppfært. Eindregið er mælst til að reyna að halda tenglunum þannig að þeir vísi á réttu síðurnar, en ef hægagangur hrjáir starfsemina þá er þetta a.m.k. úrræði sem hægt er að nota. Forsíða Forsíðueiningin gegnir upplýsingahlutverki í tengslum við fyrri skráningar. Þar má sjá nokkur lykilatriði eins og síðustu skoðanir augna og fóta, hvenær síðast var frætt um ákveðna hluti og insúlínsögu einstaklingsins sem skráð er af hjúkrunarfræðingum sem sinna meðferðarskráningu og aðstoða einstaklinginn við að stilla af rétta insúlíngjöf. Skýrslur Nokkrar skýrslur voru til sem drógu saman skráningu á gömlu eyðublöðunum. Þær skýrslur hafa verið yfirfarnar og samræmdar við skráningu á nýja eyðublaðinu. Sérstakur kafli er um nýju yfirförnu skýrslurnar hér í þessari handbók. SAGA 3.1.31 4 heilbrigðislausnir

Samskiptaseðill v/ sykursýki Persónuupplýsingar Efst í eyðublaðinu er staðlaður kafli með persónuupplýsingum einstaklingsins sem finna má í öllum eyðublöðum Sögu. Mynd 1 Persónuupplýsingar Hvaðan kemur sjúklingur Í þessum kafla er skráð hvaðan sjúklingur kemur til meðferðar í fyrsta skipti. Þannig má fylgjast með því við úrvinnslu hvernig algengast er að sykursýki uppgötvist. Mynd 2 Hvaðan kemur sjúklingur Sykursýki greining og flokkun Í greiningarkaflanum fer fram ákveðin upplýsingasöfnun sem afritast milli heimsókna. Þar skal skrá hvort einstaklingur hafi áður greinst með einhverja tegund sykurröskunar, hvort hann hafi prímer einkenni eða ketóacedosis og á hverju greining nú byggist. Ef greining byggist á sykurþoli skal skrá fastandi blóðsykursgildi, aftur eftir 60 mínútur og að lokum eftir 120 mínútur. Ef greining byggist á fastandi blóðsykri (FBS) skal skrá niðurstöður tveggja mælinga í reitina F1 og F2, en ef greining byggist á tilfallandi blóðsykri (TBS) skal skrá niðurstöður tveggja mælinga í T1 og T2. HbA1C (%) reiturinn hér er eingöngu fyrir skráningu gildis þegar greining fer fram en mæling við hverja heimsókn einstaklingsins eftir það skal skrá í kaflann Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar. SAGA 3.1.31 5 heilbrigðislausnir

Þegar merkt er við greiningu skráist ártal núverandi árs sjálfkrafa í reitinn greiningarár við þá greiningu. Ef það er ekki rétt ártal þá er lítið mál að leiðrétta það með því að fara með bendilinn í reitinn og gera þær lagfæringar sem þörf er á. Benda skal þó á að þegar hakað er við greiningu sem ekki var hakað við áður þá skráist það sem ný episóða þeirrar greiningar og miðast við dagsetningu samskipta við úrvinnslu. Reitirnir fyrir greiningarár eru frjálsir innsláttarreitir og voru hannaðir með það fyrir augum að geta haldið utan um sögu einstaklingsins m.t.t. sjúkdómsástands hverju sinni. Einungis er hægt að hafa merkt við eina greiningu á hverju eyðublaði, en hafi einstaklingurinn verið t.d. með skert sykurþol árið 2004 sem síðar þróaðist yfir í sykursýki 2 (SS2) árið 2007 þá var væntanlega hakað við skert sykurþol frá og með fyrstu heimsókn einstaklingsins og afritast þannig þar til greiningu er breytt í sykursýki 2. Þá afhakast við skert sykurþol en ártalið stendur áfram í greiningarársreitnum og nýtt ártal kemur við sykursýki 2. Eins er hægt að skrá upplýsingar um hvaða ár kona gekk eðlilega með barn eða börn séu það upplýsingar sem þykja skipta máli. Greinist kona t.d. með meðgöngusykursýki í yfirstandandi heimsókn þá er trúlega gott að vita að hún hafi áður gengið með og allt hafi verið eðlilegt. Ef meðgöngurnar voru fleiri en ein er best að skrá ártölin með kommu á milli. Þannig eru greiningarárin ekki endilega háð því að hakað sé við greininguna sem stendur fyrir framan reitinn. Greiningarnar í þessum kafla eru kóðaðar skv. ICD-10 kóðunarkerfinu. Mynd 3 Sykursýki greining og flokkun SAGA 3.1.31 6 heilbrigðislausnir

Ættarsaga Ættarsaga snýst einnig um upplýsingasöfnun og afritast milli heimsókna. Þar skal skrá hvort ákveðnir sjúkdómar séu þekktir í ætt einstaklingsins. Sérstaklega skiptir máli hvort kransæðasjúkdómur er í ættinni því það er talið vera áhættuþáttur við útreikning á líkum þess að fá kransæðasjúkdóm innan næstu 10 ára. Bleiki bakgrunnurinn er fyrst og fremst til að minna á að þetta skráningaratriði sé tekið með í reikninginn. Sjá nánar í kaflanum Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar. Mynd 4 Ættarsaga Heilsufar Í heilsufarskaflanum er leitast við að ná heildaryfirsýn yfir alla þá sjúkdóma og fylgikvilla sem tengjast sykursýki á einhvern hátt og einstaklingurinn hefur átt við að stríða. Líkt og í greiningarkaflanum er einnig hægt að skrá ártal þegar sérhvert vandamál eða ástand hófst. Mynd 5 Heilsufar Það sem er með hvítum bakgrunni í kaflanum telst vera fylgikvilli sykursýki og tengist greiningarkaflanum á þann hátt að ef greiningin sykursýki 1 eða 2 var skráð án fylgikvilla þá kemur tilkynning um að þeirri greiningu verði breytt í greiningu með fylgikvillum sé SAGA 3.1.31 7 heilbrigðislausnir

hakað við einhvern þeirra. Svipað gerist ef allir fylgikvillar eru afhakaðir og greining var með fylgikvillum, þá er greiningunni breytt í greiningu án fylgikvilla. Heilsukvillarnir með bláa bakgrunninum eru þættir sem hafa þarf eftirlit með en eru ekki fylgikvillar. PAID stendur fyrir Problem Areas In Diabetes. Lagður er spurningalisti með 20 spurningum fyrir einstaklinginn, sérstaklega hannaður með það í huga að fanga sýn hans á tilfinningalegt álag sem hann finnur fyrir vegna sjúkdómsins sykursýki og meðferðar hans. Hvert svar hefur mögulegt vægi 0 4 og heildarútkoman er margfölduð með 1,25 til að fá endandlegt PAID skor. Spurningalistinn var hannaður bæði sem klínískt tól og útkomumælitæki og er notað víða í BNA, Evrópu og Asíu sem sérstakt mælitæki á tilfinningalegt álag sjúklinga. Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar Í áhættumatskaflanum skal skrá þá þætti sem fylgjast skal reglulega með hjá einstaklingum með sykursýki. Sumir þeirra eru teknir með við útreikning á líkum þess að fá kransæðasjúkdóm innan næstu 10 ára og eru auðkenndir með bleikum bakgrunni. Hjartavernd smíðaði reiknivél til að reikna út þessar líkur. Sú reiknivél er notuð á eyðublaðinu, en hún hentar þó ekki fyrir alla þar sem einungis eru til stuðlar fyrir ákveðinn aldurshóp. Ef einstaklingur er utan aldursmarka formúlunnar kemur textinn Á ekki við í reitinn 10 ára kransæðaáhætta (%). Textinn Forsendur vantar kemur í sama reit ef vantar upplýsingar um einhvern þeirra þátta sem notaðir eru til að reikna út þessar líkur en sjá má lista yfir þá alla með því að ýta á Hjartaverndarhnappinn í kaflanum. Eins er hægt að sjá hvaða forsendur vantar með því að fara með bendilinn yfir reitinn. Þá birtist leiðbeinandi texti um það sem ætti að athuga. Markmið einstaklingsins er hægt að prenta út. Þá prentast markmið ásamt gildunum sem slegin eru inn á eyðublaðið. LDL og kólesteról / HDL hlutfall eru ekki skráð á þessu eyðublaði, enda eru það rannsóknasvör, en sé Niðurstöður rannsókna eyðublað í samskiptunum með LDL-, HDL- og kólesterólniðurstöðum þá prentast gildin einnig á markmiðaútprentunina. Taka skal fram í framhaldi af þessu að reiknivélin fyrir 10 ára kransæðaáhættu gerir ráð fyrir að einstaklingur hafi farið í HDL-, kólesteról- og þríglýseríðamælingu. Síðustu mæligildi einstaklingsins fyrir þessar rannsóknir eru notuð við þennan útreikning, hvenær sem þau voru skráð. Það er læknisins að tryggja að þau séu ekki of gömul. SAGA 3.1.31 8 heilbrigðislausnir

Mynd 6 Áhættumat hjarta- og æðasjúkdómar M-hnappinn má sjá víða í Sögu. Þegar smellt er á hann opnast gluggi með mælingasögu einstaklingsins sem og nokkurra rannsóknargilda. Teknar eru allar mælingar hvar sem þær eru skráðar í Sögu af því tagi sem glugginn einskorðast við. Mynd 7 Mælingar SAGA 3.1.31 9 heilbrigðislausnir

Úr mælingaglugganum er hægt að prenta línurit. Ef ásar línuritsins eru óheppilega grófir er hægt að smella með músinni í grafið og draga niður og til hægri til að þysja inn í þau gögn sem rúmast innan kassans sem myndast við að draga músina þar til músarhnappinum er sleppt. Þar sem smellt er fyrst í línuritið skal vera uppi til vinstri. Til að þysja út aftur skal smella hvar sem er í grafið og draga músina til að mynda kassa í öfuga átt, frá vinstri til hægri. Ekki skiptir máli hvort farið er upp eða niður. Þá frumstillast ásar línuritsins. Mynd 8 Mælingar línurit fyrir blóðþrýstingsmælingar og markmið Augu skoðun augnlæknis Ætlast er til þess að sykursýkissjúklingar fari í reglulegt eftirlit til augnlæknis. Þessu er mikilvægt að fylgja eftir. Á eyðublaðinu er því kafli þar sem hægt er að skrá helstu augnsjúkdóma sem fylgja oft sykursýki og þar með fylgjast með framþróun sjúkdómsins. Ef allt var eðlilegt við síðustu skoðun augnlæknis er það skráð sérstaklega og dagsetning síðustu skoðunar skráð. Augnskoðunarkaflinn afritast milli heimsókna svo að ef ný skoðun hefur verið framkvæmd frá síðustu heimsókn verður að muna að breyta dagsetningunni í kaflanum. SAGA 3.1.31 10 heilbrigðislausnir

Greiningarnar í þessum kafla eru kóðaðar skv. ICD-10 kóðunarkerfinu, nema leysimeðferð á auga (Laser) sem var bætt við í STARRA sem er eitt kóðunarkerfa Sögu sem tekur við þar sem formlegri kóðunarkerfi skortir upp á. Mynd 9 Augu skoðun augnlæknis Yfirlit yfir skráningar á ástandi augna er hægt að skoða í þar til gerðum glugga sem birtist þegar smellt er á Y-hnappinn í kaflahausnum. Glugginn birtir rautt X þar sem eitthvað er athugavert eða grænt V við bæði augu ef hakað var við Eðlilegt. Mynd 10 Yfirlit yfir ástand augna SAGA 3.1.31 11 heilbrigðislausnir

Fætur skoðun Fótaskoðun þarf að framkvæma reglulega. Ef einhver atriði reynast athugaverð við skoðun fóta skal merkt við það. Stjörnumerktu atriðin reiknast svo inn í svokallaða taugateiknavog (e. NDS - Neuropathy Disability Score). Fyrir hvert þeirra er 1 stig gefið, nema ökklaviðbragð, þar gefur Í lagi styrkt 1 stig en Ekki í lagi 2 stig. Mest er því hægt að fá 10 stig. Skv. taugateiknavog eru: 3 5 stig væg teikn 6 8 stig meðalsvæsin teikn 9 10 stig svæsin teikn Titringsskyn er eitt af atriðunum sem tekið er með í taugateiknavogina, en eingöngu ef hakað er í hakreitinn. Það er því í lagi að skrá mælingu á titringsskyni þótt ekkert reynist athugavert við það. Fótaskoðunarkaflinn afritast milli heimsókna svo að ef ný skoðun er framkvæmd í yfirstandandi heimsókn verður að muna að breyta dagsetningunni í kaflanum. Skráningar í þessum kafla eru kóðaðar með kóðum úr kóðunarkerfinu HEKTOR sem hefur verið bætt við eftir þörfum þar sem formlegri kóðunarkerfi innihalda ekki alltaf allar þær skoðanir sem framkvæmdar eru. Mynd 11 Fætur skoðun Yfirlit yfir skráningar á ástandi fóta er hægt að skoða í þar til gerðum glugga sem birtist þegar smellt er á Y-hnappinn í kaflahausnum. Glugginn birtir rautt X þar sem eitthvað er SAGA 3.1.31 12 heilbrigðislausnir

athugavert (eða Í lagi styrkt með rauðum texta fyrir ökklaviðbragð hafi það verið skráð) eða grænt V við báða fætur ef hakað var við Eðlilegt. Mynd 12 - Yfirlit yfir ástand fóta Einkenni frá taugakerfi Taugaeinkennavog (e. NSS - Neuropathy Severity Score) og taugateiknavog gefa vísbendingar um taugakvilla. Ef einkenni eru til staðar þarf að skoða hvar þau koma fram og hvenær, hvort einstaklingur hefur vaknað við þau og hvort þau batna við eitthvað. Svörin við þessum spurningum gefa til kynna hversu svæsin einkennin eru. Fyrir hvert þeirra eru 2 stig gefin fyrir svarið lengst til vinstri, 1 stig fyrir svarið í miðjunni og 0 stig fyrir svarið lengst til hægri, í öllum tilfellum nema því hvort einstaklingur vaknar við einkenni, þá gefur já 1 stig en nei 0 stig. Mest er því hægt að fá 9 stig. Skv. taugaeinkennavog eru: 3 4 stig væg einkenni 5 6 stig meðalsvæsin einkenni 7 9 stig svæsin einkenni SAGA 3.1.31 13 heilbrigðislausnir

Einkennakaflinn afritast milli heimsókna en mælst er til þess að atriðin séu yfirfarin í yfirstandandi heimsókn svo skráning ástands hverju sinni sé sem réttust. Einkennin í þessum kafla eru kóðuð skv. ICPC kóðunarkerfinu. Mynd 13 Einkenni frá taugakerfi Athugasemdir læknis Læknir getur skráð athugasemdir í þennan kafla sem hann getur svo flett í með því að smella á Fyrri aths. -hnappinn. Þá kemur gluggi með athugasemdum frá fyrri heimsóknum sem skráðar voru í sama kafla ásamt dagsetningum. Mynd 14 Athugasemdir læknis Mynd 15 Athugasemdir læknis fyrri saga SAGA 3.1.31 14 heilbrigðislausnir

Úrlausn og áætlun Í kaflanum eru skráð afdrif einstaklings, hvort honum er vísað áfram til fagaðila í fræðslu eða eftirfylgni og hvort fyrirhugaðar séu einhverjar rannsóknir. Mynd 16 Úrlausn og áætlun Fræðsla Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar sjá um að fræða einstaklinginn um þætti er lúta að sjúkdómnum sykursýki og geta haft áhrif til hins betra eða verra. Eins er honum kennt á blóðsykurmæli, insúlínpenna, spraututækni svo fátt eitt sé nefnt. Feitletruðu atriðin í kaflanum eru öll kóðuð skv. NIC-kóðunarkerfinu og hvert atriði sem nánar er farið í er skráð sem verkþáttur við viðeigandi NIC-meðferð. Ef einhverjir af verkþáttunum eru valdir, þá ætti alltaf að velja meðferðina líka því yfirlit yfir fræðslu kemur fram í Forsíðu sem byggt er á meðferðunum en tekur ekki verkþættina fram sérstaklega. SAGA 3.1.31 15 heilbrigðislausnir

Mynd 17 Fræðsla SAGA 3.1.31 16 heilbrigðislausnir

Ástæða komu Aðalástæða komu er alltaf í samræmi við greininguna sem einstaklingurinn hefur og skráist sjálfkrafa þegar greining hefur verið valin. Ef skrá þarf að auki nánari skýringu á því hvers vegna einstaklingur kemur þá er því bætt við en ekki skal breyta aðaltilefninu án þess að brýn ástæða sé til. Ástæða komu er skráð skv. ICPC-kóðunarkerfinu. Mynd 18 - Ástæða komu Meðferðaskráning Þegar einstaklingur hittir hjúkrunarfræðing er nauðsynlegt að geta skráð nokkur lykilatriði til að hafa fulla yfirsýn yfir meðferð hans. Eins getur einstaklingur komið vegna of hás eða lágs blóðsykurs og þarf þá að skrá hvaða úrræðum er beitt hverju sinni. Helstu þætti er hægt að skrá í þessum kafla á einfaldan hátt með valreitum og hakreitum en einnig er hægt að skrá aðrar NIC-meðferðir með því að smella á Algengustu meðferðir hnappinn til að fá flýtilista eða með því að fara í kóðaleit. Þá er ýtt á plúsinn til að bæta við meðferðum eða punktana þrjá í reitnum Heiti eða Kóði ef breyta skal ákveðinni línu. A-hnappurinn í kaflahausnum afritar síðustu meðferðaskráningu sem fyllt var út. Ekki þótti ráðlegt að meðferðaskráning afritaðist sjálfkrafa þar sem ekki er sjálfgefið að farið verði yfir þessar upplýsingar í hverri heimsókn. Með því að smella á hnappinn þá er nokkuð öruggt að sá sem ýtir á hann og afritar hefur í hyggju að fara yfir upplýsingarnar m.v. núverandi stöðu einstaklingsins. Tilfallandi blóðsykur (TBS) er gjarnan mældur þegar einstaklingur kemur. Þar sem TBS reitur er til staðar í áhættumatskaflanum þá þótti ekki ástæða til að hafa annan slíkan reit í meðferðaskráningarkaflanum. Það þarf því að muna að skrá tilfallandi blóðsykur í áhættumatskaflanum. SAGA 3.1.31 17 heilbrigðislausnir

Mynd 19 Meðferðaskráning Saga og mat, framvinda og áætlun Hjúkrunarfræðingur getur skráð frjálsan texta í þennan kafla sem hann getur svo flett í með því að smella á Fyrri aths. -hnappinn. Þá kemur gluggi með skráningum frá fyrri heimsóknum sem skráðar voru í sama kafla ásamt undirskriftardagsetningum blaðanna sem skráningarnar fóru fram á. SAGA 3.1.31 18 heilbrigðislausnir

Mynd 20 Saga og mat, framvinda og áætlun Mynd 21 Saga og mat, framvinda og áætlun fyrri saga Undirskrift 2 Ef tveir starfsmenn sinna einstaklingi í sömu heimsókn skal skrá þá báða á meðferðarseðilinn. Ekki skiptir máli hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur er skráður í undirskrift eða undirskrift 2. Sá aðili sem skráður er í undirskrift 2 færist sjálfkrafa inn sem annar starfsmaður á samskiptunum hafi hann ekki þegar verið tilgreindur sem ábyrgur starfsmaður fyrir þeim. Ekki skiptir máli hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur er skráður ábyrgur fyrir samskiptunum, þeir eru báðir jafnmikilvægir þegar að úrvinnslu kemur. Mynd 22 Undirskrift 2 Undirskrift Neðst á blaðinu er staðlaður undirskriftarpartur. Eins og fyrr segir þá skiptir ekki máli hvort læknir eða hjúkrunarfræðingur er tíundaður í undirskrift. Athuga skal þó að sá starfsmaður sem skráður er í undirskrift færist ekki sjálfkrafa inn í upplýsingar um samskiptin eins og gert er í tengslum við undirskrift 2 því undirskriftaraðili og ábyrgur á samskiptum eru sóttir í sniðmát. SAGA 3.1.31 19 heilbrigðislausnir

Mynd 23 Undirskrift Afritun af eldri tegundum eyðublaða Ef einstaklingur á skráningar á eldri tegundum eyðublaða sem voru áður notuð við skráningu sykursýki þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að afrita þau gögn inn á nýja eyðublaðið í fyrsta skipti sem það er fyllt út. Ef heilsufarskvilli var skráður við síðustu heimsókn einstaklingsins þar sem eldri tegund eyðublaðs var fyllt út þá merkist við þann heilsufarskvilla á nýja eyðublaðinu. Þar sem upplýsingar um ártal voru hins vegar ekki skráðar á eldri eyðublöðunum þá skráist ártal umræddrar heimsóknar en er auðkennt með stjörnumerkingu til að hægt sé þá að bera það undir einstaklinginn og leiðrétta ef hægt er. Annars má stjörnumerkingin standa og merkir þá einfaldlega að ártalið hafi afritast af eldri tegund eyðublaðs. SAGA 3.1.31 20 heilbrigðislausnir

Heildarútlit blaðs Allir kaflar opnir SAGA 3.1.31 21 heilbrigðislausnir

SAGA 3.1.31 22 heilbrigðislausnir

SAGA 3.1.31 23 heilbrigðislausnir

SAGA 3.1.31 24 heilbrigðislausnir

SAGA 3.1.31 25 heilbrigðislausnir

Allir kaflar lokaðir SAGA 3.1.31 26 heilbrigðislausnir

Læknabréf v/ sykursýki Læknabréf v/ sykursýki er samantekt úr síðustu heimsókn og jafnvel er farið lengra aftur í tímann þegar um ákveðin gildi er að ræða. Innihald Dagsetning síðustu heimsóknar Greining og flokkun Er með... Það sem er hakað í kemur sem greining, eða ef hakað er í eðlileg meðganga eða eðlilegt sykurþol þá kemur aðeins annað orðalag. Ef hakað í sekúnder þá bætist sá texti við. Ártal kemur einnig úr þeim reit sem á við greininguna. Athugasemdir læknis Heilsufarssaga Kransæðasjúkdómur, heilaæðasjúkdómur, taugakvilli, nýrnamein, útæðasjúkdómur og ártöl, sagt hvort sé virkt eða ekki eftir því hvort hakað er í reitinn eða ekki. Blóðfituröskun, offita, háþrýstingur, ef hakað við, þá dags. samskipta. Lyfjameðferð Sótt af lyfjakorti. Vandamál tengd augum Ef augnskoðun hefur einhvern tímann leitt í ljós eitthvað athugavert (background, proliferative, blindu, cataract, maculopathy eða einstaklingur hefur farið í laser meðferð) þá kemur dagsetning augnskoðunar þegar var hakað við það atriði (leitað í tímaröð, aftur í tímann, ef finnst þá kemur fram að augnskoðun hafi ekki verið í lagi og dagsetningin sem skráð var í kaflanum). Afdrif Endurkoma, útskrift, innlögn eftir því hvað var valið. Ef vísað áfram þá koma þær upplýsingar fram einnig. Ef einstaklingur skal fara í rannsóknir sömuleiðis. Helstu vísar og markmið / vikmörk Ef LÞS, þyngd, blóðþrýstingur, mittismál finnst ekki í síðustu heimsókn er leitað aftar. Dagsetning samskipta kemur við gildið. Reykingar einstaklings við síðustu heimsókn koma fram. Eiginn blóðsykurmælir við síðustu heimsókn: já / nei Augnskoðun: í lagi / ekki í lagi (þá hakað við background, proliferative, blindu, laser, cataract eða maculopathy) og dags. nýjustu skoðunar þar sem ástandið á við. SAGA 3.1.31 27 heilbrigðislausnir

Ef NSS hefur einhvern tímann verið > 5 þá kemur það fram (dagsetningin er þá dagsetning samskipta). Ef ristruflun hefur einhvern tímann hrjáð viðkomandi þá kemur það fram (dagsetning samskipta). HbA1c, kólesteról / HDL hlutfall (reiknað ef tekið af Niðurstöður rannsókna 1 ), S-kreatínín, albúmín / kreatínín hlutfall (ath. ekki S-kreatínín!), TSH. (Ýmist tekið af Niðurstöður rannsókna 1 eða Rannsóknaniðurstöður v/ sykursýki.) SAGA 3.1.31 28 heilbrigðislausnir

Forsíða Sykursýki samantekt síðustu heimsókna Smíðaðar voru sýnir sem birtar eru í Forsíðu. Fyrst ber að nefna samantekt yfir síðustu skoðun læknis. Ein lína birtist fyrir hvern samskiptaseðil sem fylltur var út. Atriðin sem birtast eru: Dagsetning heimsóknar (samskipta) Dagsetning síðustu augnskoðunar Dagsetning síðustu fótaskoðunar 10 ára kransæðaáhætta Reykingar Tilvísun NÆR = næringarráðgjöf, HJÚ = hjúkrunarfræðingur, FÓT = fótaaðgerðafræðingur Mynd 24 - Forsíða - samantekt síðustu heimsókna Sykursýki - fræðsla Yfirlit yfir fræðslu má sjá í annarri sýn. Þar eru reyndar einvörðungu tekin feitletruðu atriðin í fræðslukaflanum, þ.e. hinar eiginlegu NIC-meðferðir. Ef eitthvað af undiratriðunum er valið, þá ætti alltaf að velja fyrirsögnina eins og fyrr segir til að sjáist í forsíðu að farið hafi verið yfir einhverja þætti þess fræðsluþáttar. Atriðin sem birtast eru: Dagsetning heimsóknar (samskipta) Fræðsluefni (NIC-meðferðir sem var hakað við) SAGA 3.1.31 29 heilbrigðislausnir

Mynd 25 - Forsíða - fræðsla Sykursýki insúlínsaga Yfirlit yfir insúlínsögu er tekin úr meðferðaskráningakaflanum. Þannig getur hjúkrunarfræðingurinn fylgst með breytingum á insúlínsögu einstaklingsins og hvernig blóðsykurstjórnun hans er háttað. Tilfallandi blóðsykur kemur einnig fram, en hann er eins og áður sagði skráður í áhættumatskaflanum. Atriðin sem birtast eru: Dagsetning heimsóknar (samskipta) Insúlín (sérlyfjaheiti) Skammtur (einingar) Tekur töflur (já / nei) TBS (tilfallandi blóðsykur) Mynd 26 - Forsíða - insúlínsaga SAGA 3.1.31 30 heilbrigðislausnir

Skýrslur Eftirlit Ein skýrsla er til sem hjálpar til við að hafa eftirlit með þeim sem hafa komið á stöðina í sykursýkismeðferð. Heiti skýrslu: SAGA3.1 Sykursýki: Eftirlit - Ár eða meira frá síðustu komu Lýsing: Listi - einstaklingar: Einstaklingar sem hafa verið meðhöndlaðir vegna sykursýki sem ekki hafa komið í eftirlit síðasta árið, þ.e. engin sykursýkiblöð voru fyllt út. Ekki eru teknir með látnir einstaklingar eða þeir sem hafa verið afskráðir. Innihald: Nafn, kennitala og síðasti komudagur/-tími skv. samskiptaskráningu. Tekið er mið af því hvenær síðasta eyðublað var fyllt út í tengslum við meðferð vegna sykursýki. SAGA 3.1.31 31 heilbrigðislausnir

Gagnavinnsla í Excel Nokkrar skýrslur eru til sem eingöngu eru hugsaðar til að flytja gögn yfir í Excel svo hægt sé að vinna frekar með gögnin. Sumir dálkarnir innihalda eingöngu tölur eða eru háðir skilyrðum. Sykursýki lyf Heiti skýrslu: SAGA3.1 Sykursýki: Lyf Lýsing: Lyfjanotkun einstaklinga sem hafa verið meðhöndlaðir v/sykursýki, sérstakir lyfjahópar kannaðir en einnig tekin fram önnur lyfjanotkun. Hægt er að velja tímabil ef einskorða skal skýrslu við einstaklinga sem komu síðast á ákveðnu tímabili. Innihald: Nafn Kennitala Kyn 1 Karl 2 Kona Notar lyf Já Einstaklingur notar eitthvað af lyfjunum í flokkunum sem skýrslan telur Annað Einstaklingur notar önnur lyf en skýrslan telur Eftirfarandi dálkar sýna 1 þar sem á lyfjakorti hvers einstaklings eru lyf sem ATC kóði byrjar á: Súlfónamíð-úrea-afleiður Bígvaníð Insúlín PPAR-gamma agonistar Annað við DM Þvagræsilyf Beta-blokkar Alfa-blokkar ACE-blokkar Angiotensin II blokkar Kalsíum-blokkar Statin-blóðfitulækkandi lyf Önnur kólesteróllækkandi lyf Orlistat Magnýl Kóvar A10BB A10BA A10A A10BG03 A10BC, A10BD, A10BF, A10BX, A10XA C03 C07 C02CA C09A, C09B C09C C08 C10AA C10AB, C10AC, C10AD, C10AX A10AB N02BA B01AA SAGA 3.1.31 32 heilbrigðislausnir

Sykursýki upphaf meðferðar Heiti skýrslu: SAGA3.1 Sykursýki: Upphaf meðferðar - Greining, ættarsaga og heilsufar Lýsing: Listi - einstaklingaskiptur: Upplýsingar um greiningu, ættarsögu og heilsufar hvers og eins dregnar saman, staðan eins og hún kemur fyrst fram, birt í einni línu. Hægt er að velja tímabil ef einskorða skal skýrslu við einstaklinga sem greindir voru á ákveðnu tímabili. Innihald: Nafn Kennitala Kyn 1 Karl 2 Kona Dags. komu Dagsetning samskipta Kemur hvaðan 1 Skimun 2 Heimilislæknir 3 Af sjálfsdáðum 4 Af bráðamóttöku 5 Eftir að hafa legið inni 6 Annar sérfræðingur Áður þekkt sykurröskun 1 Sykursýki 2 Skert sykurþol 3 Hækkaður fastandi blóðsykur 4 Meðgöngusykursýki Ár Ef nýr, prímer einkenni 1 Prímer einkenni 2 Hvorki prímer né ketoacedosis 3 Ketoacedosis Ef nýr, greining byggist á: 1 Sykurþol 2 Fastandi blóðsykur 3 Tilfallandi blóðsykur Blóðsykursmæling 1 Ef greining byggðist á 1 Fastandi Ef greining byggðist á 2 F1 Ef greining byggðist á 3 T1 Blóðsykursmæling 2 Ef greining byggðist á 1 60 mín Ef greining byggðist á 2 F2 Ef greining byggðist á 3 T2 Blóðsykursmæling 3 Ef greining byggðist á 1 120 mín SAGA 3.1.31 33 heilbrigðislausnir

HbA1c (%) Greining ef nýr 1 SS1 án fylgikvilla 2 SS1 með fylgikvillum 3 SS2 án fylgikvilla 4 SS2 með fylgikvillum 5 MODY 6 Eðlilegt sykurþol 7 Skert sykurþol 8 Hækkaður fastandi blóðsykur 9 Eðlileg meðganga 10 Meðgöngusykursýki 11 Sekúnder Eftirfarandi dálkar sýna 1 ef hakað var við viðkomandi atriði á eyðublaðinu: Ættarsaga-Kransæðasjúkdómur Æ-Heilaæðasjúkdómur Æ-Útæðasjúkdómur Æ-SS1 Æ-SS2 Æ-Offita Æ-Blóðfituröskun Æ-Háþrýstingur Æ-Annað Texti í reitnum Annað kemur hér fram eins og hann var skráður á blaðið Eftirfarandi dálkar sýna 1 ef hakað var við viðkomandi atriði á eyðublaðinu: Heilsufar-Kransæðasjúkdómur H-Angina H-MI H-CABG H-PTCA H-Heilaæðasjúkdómur H-Taugakvilli H-Sykursýkisnýrnamein H-Smáalbúmínmiga H-Próteinmiga H-Útæðasjúkdómur H-Claudication H-Fótasár H-Gangrene H-PTA H-Aflimun H-Blóðfituröskun H-Háþrýstingur H-Offita H-Kæfisvefn H-Þunglyndi SAGA 3.1.31 34 heilbrigðislausnir

H-PAID skor Skráð gildi af eyðublaðinu H-Annað Texti í reitnum Annað kemur hér fram eins og hann var skráður á blaðið Sykursýki reglulegt eftirlit Heiti skýrslu: SAGA3.1 Sykursýki: Reglulegt eftirlit - Áhættumat, ástand augna, fótaskoðun og einkenni frá taugakerfi Lýsing: Listi - samskiptaskráning: Upplýsingar tengdar reglulegu eftirliti úr sérhverri heimsókn hvers einstaklings birtar í einni línu. Skýrslan birtir heimsóknir á því tímabili sem valið er. Innihald: Nafn Kennitala Kyn 1 Karl 2 Kona Dags. komu Dagsetning samskipta Komunr. Auðkenni samskipta Eftirfarandi dálkar sýna skráð gildi af eyðublaðinu: Blóðþrýstingur efri 1 (mmhg) Blóðþrýstingur neðri 1 (mmhg) Blóðþrýstingur efri 2 (mmhg) Blóðþrýstingur neðri 2 (mmhg) Blóðþrýstingur efri (mmhg) - markmið Blóðþrýstingur neðri (mmhg) - markmið Hæð (m) Þyngd (kg) LÞS (reiknað) Þyngd - markmið Mittismál Mittismál - markmið HbA1C (%) HbA1C (%) - markmið Tilfallandi blóðsykur Eftirfarandi dálkar sýna 1 ef hakað var við viðkomandi atriði á eyðublaðinu, annars eins og lýst: Carotis dynur hæ Carotis dynur vi SAGA 3.1.31 35 heilbrigðislausnir

Hjartamagnyl 1 Já 2 Frábending EKG 1 Eðlilegt 2 Ischaemic 3 Annað Reykingar 1 Sígarettur ½ pakki eða minna á dag og/eða vindlar eða pípa 2 Sígarettur ½ til 1 pakki á dag 3 Sígarettur meira en 1 pakki á dag 4 Hættur að reykja 5 Aldrei reykt Regluleg hreyfing 1 Já 2 Nei 10 ára kransæðaáhætta Útreiknað gildi af eyðublaðinu Eftirfarandi dálkar sýna 1 ef hakað var við viðkomandi atriði á eyðublaðinu, annars eins og lýst: Augnskoðun eðlileg Background hægra Background vinstra Proliferative hægra Proliferative vinstra Blinda hægra Blinda vinstra Laser hægra Laser vinstra Cataract hægra Cataract vinstra Maculopathy hægra Maculopathy vinstra Fótaskoðun eðlileg Fótapúlsar DP hæ Fótapúlsar DP vi Fótapúlsar TP hæ Fótapúlsar TP vi Monofilament hæ Monofilament vi Titringsskyn hæ Titringsskyn vi Snertiskyn hæ Snertiskyn vi Sársaukaskyn hæ Sársaukaskyn vi Hitaskyn hæ Hitaskyn vi Ökklaviðbragð hæ 1 Í lagi styrkt 2 Ekki í lagi SAGA 3.1.31 36 heilbrigðislausnir

Ökklaviðbragð vi 1 Í lagi styrkt 2 Ekki í lagi NDS Útreiknað gildi af eyðublaðinu Úttaugar, einkenni 1 Bruni / dofi / náladofi 2 Þreyta / sinadrættir / verkir 3 Engin einkenni Staðsetning einkenna 1 Fætur 2 Kálfi 3 Önnur staðsetning Tímasetning einkenna (hvenær eru einkenni verst) 1 Nótt 2 Dagur og nótt 3 Dagur Vaknar við einkennin 1 Já 2 Nei Einkenni batna við 1 Gang 2 Stöðu 3 Setu / legu NSS Útreiknað gildi af eyðublaðinu Eftirfarandi dálkar sýna 1 ef hakað var við viðkomandi atriði á eyðublaðinu: Ristruflun Autonom neuropathia Skýrslur fyrir eldri tegundir eyðublaða Skýrslurnar sem gerðar voru fyrir upphaflegu eyðublöðin voru einnig yfirfarnar m.t.t. réttleika en verða ekki nánar útlistaðar hér. Þetta eru skýrslurnar: Sykursýki - fyrsta koma Sykursýki endurkoma Sykursýki - rannsóknir SAGA 3.1.31 37 heilbrigðislausnir