Ef lús kemur aftur upp í sama árgangi innan 2.vikna. -Ef barn greinist með lús er æskilegt að barnið sé heima meðferðardag og daginn eftir meðferð.

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ég vil læra íslensku

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Leiðbeiningar til starfsmanna á alifuglabúum og þeirra sem sjá um förgun fugla og annarra dýra sem sýkt eru af skæðri fuglainflúensu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017


Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

UNGT FÓLK BEKKUR

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Horizon 2020 á Íslandi:

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Geislavarnir ríkisins

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

- hönnun og prófun spurningalista

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Nr mars 2006 AUGLÝSING

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

KENNSLULEIÐBEININGAR

Börnum rétt hjálparhönd

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

Sótthreinsun á sjúkrahúsum

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Réttur til verndar, virkni og velferðar.

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Transcription:

Verklagsreglur - lús Þegar lús kemur upp í bekk/jum -Bréf sent heim ( rafrænt) til nemenda viðkomandi árgangs þar sem tilkynnt er að lús hafi komið upp í árgangnum og foreldrar beðnir um að skoða og kemba. Einnig sendar leiðbeiningar með um lúsa meðferð. - Bréf sent heim til allra árganga og tilkynna að það hafi komið upp lús í skólanum Ef lús kemur aftur upp í sama árgangi innan 2.vikna - Bréf sent heim þar sem foreldrar kvitta fyrir að hafa kembt barninu sínu. -Ef barnið kemur ekki með undirritað bréf er hringt í foreldri. Ef í ljós kemur að barninu hafi ekki verið kembt verða foreldrar beðnir um að sækja barnið.barnið getur svo komið í skólann aftur eftir kembingu nema lús hafi fundist, þá á það að fá viðeigandi meðferð. -Ef barn greinist með lús er æskilegt að barnið sé heima meðferðardag og daginn eftir meðferð. Ef barn er í vistun þá senda bréf heim til foreldra barna í 1-4 bekk

Höfuðlús (Pediculus humanus capitis) Inngangur Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap. Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra. Frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur og safna Heilsugæslustöðvar, hver á sínu svæði, og skólahjúkrunarfræðingar upplýsingum um lúsasmit og senda til sóttvarnalæknis Landlæknisembættisins, einu sinni í mánuði. Almenningur er beðinn um að tilkynna um lúsasmit til sinnar Heilsugæslustöðvar Lífsferill Fullorðin höfuðlús er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), gráhvít eða ljósbrún á lit. Lífsferill hennar hefst í eggi sem kallað er nit. Á sex til tíu dögum klekst út úr nitinni, unglús (nymph), pínulítil, sem á 9-12 dögum þroskast yfir í fullorðna karl- eða kvenlús. Innan 24 klst. frá kynmökum, sem eiga sér stað í eitt skipti, byrjar kvenlúsin að verpa og festa nitina á hár og getur hún verpt allt að tíu eggjum á dag. Lúsin hefur sex fætur og sérhannaðar klær til að komast um í hárinu og getur skriðið 6-30 sentimetra á mínútu. Hún getur ekki flogið, stokkið né synt. Lífslengd kven- og karlhöfuðlúsa er allt að 30 dagar en ef þær detta úr hárinu út í umhverfið fjærri hlýjum, rökum og blóðríkum hársverðinum, veslast þær upp og deyja á 15-20 klukkustundum. Nit - lúsaregg Egg lúsarinnar eru kölluð nit og getur hún verpt allt að tíu eggjum á dag. Hún límir" þau við höfuðhár með sérstöku efni sem hún framleiðir, um 1 sm frá hársverði en til að þau klekjist út þarf hitinn að vera um 22 C. Nit er 0,8 mm löng og sést með berum augum og getur litið út eins og flasa en ólíkt flösu er hún föst í hárinu. Þegar nitin hefur klakist út sitja tóm egghylki áfram í hárinu og erfitt getur verið að sjá hvort þau eru full eða tóm en ef þau eru langt frá hársverðinum er líklegt að þau séu tóm eða lúsin í þeim dauð. Algengast er að finna nit í hárinu ofan við eyrun og við hárlínuna aftan á hnakkanum.

Ekki er hægt að smitast af lús með nitinni. Þó nit sé í hári er það ekki ótvírætt merki um lúsasmit. Smitleiðir Lúsin getur farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli en hún getur hvorki stokkið, flogið né synt. Höfuðlús sem fallið hefur út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þ.a.l. ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. Þess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt en ekki er þó hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli. Einkenni smits Tveir af hverjum þremur sem smitaðir eru af höfuðlús hafa engin einkenni. Einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi, sem myndast með tímanum (frá nokkrum vikum að þremur mánuðum), gegn munnvatni lúsarinnar sem hún spýtir í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Kláðinn getur orðið mikill og húðin roðnað og bólgnað þegar viðkomandi klórar sér og í einhverjum tilfellum geta komið sár sem geta sýkst af bakteríum. Greining Leita þarf að lús í höfuðhárinu með nákvæmri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli og hafa góða birtu. Mörgum finnst þægilegra að kemba blautt hár sem í er hárnæring (sjá nánari lýsingu um kembingu) en öðrum finnst þægilegra að kemba hárið þurrt. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð með lúsadrepandi efni (sbr. leiðbeiningar). Nit lítur í fljótu bragði út eins og flasa, en ólíkt flösu er hún föst við hárið og er helst að finna ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. Kembing í leit að höfuðlús í blautu hár Þvo hár með venjulegri aðferð, skola og setja venjulega hárnæringu sem höfð er áfram í hárinu og hárið haft blautt. Greiða burtu allar flækjur - hárið er enn blautt. Skipta frá greiðu/bursta yfir í lúsakamb og hafa undir hvítt blað eða spegil, til að auðveldara sé að sjá hvort lús fellur úr hárinu. Skipta hárinu upp í minni svæði, til að auðvelda skoðun alls hársins. Draga kambinn frá hársverði að hárendum og endurtaka þar til farið hefur verið vandlega í gegnum allt höfuðhárið. Eftir hverja stroku skal skoða hvort lús hefur komið í kambinn og þurrka úr með bréfþurrku áður en næsta stroka er gerð.

Nit lúsarinnar, sem líkist flösu í fljótu bragði en er föst við hárið, er oft að finna ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi. Nit ein og sér er ekki órækt merki um smit, sérstaklega ekki ef hún er langt frá hársverðinum því þá er lúsin í henni að öllum líkindum dauð. Eftir kembingu alls hársins skal skola úr hárnæringuna. Kemba aftur til að athuga hvort einhver lús hefur orðið eftir. Þrífa kambinn með heitu sápuvatni og þurrka. Sjá myndband lyfseðils eru: Lúsadrepandi efni sem seld eru í íslenskum lyfjaverslunum án Malathion húðlausn 5 mg/ml í ísóprópýl alkóhóli (Prioderm ) Malathion hársápa 10 mg/ml (Prioderm ) Permethrinum hársápa 10 mg/ml (Nix ) Húðfleyti með Dísúlfram 2 g og bensýlbensoat 22,5 g í 100 g (Tenutex ) Dímetíkon og Cýklómetíkon 5 (Hedrin lausn) Meðferð við höfuðlús Til að greina höfuðlús í hári þarf að kemba hárið með góðum lúsakambi. Einungis skal meðhöndla með lúsadrepandi efni, þá sem hafa í hári sínu lifandi lús. Ef lús finnst í hárinu er mælt með: Að setja efni í hárið sem drepur lúsina og endurtaka þá meðferð þegar 7 dagar eru liðnir frá hinni fyrri. Mælt er með: 1. Nýlega er komið á markað nýtt sýlíkónefni með cýklómetíkon 5 (Hedrin) sem verkar með eðlisfræðilegu ferli við að eyða höfuðlús. Nægilegu magni er dreift í þurrt hár og á hársvörð og látið vera í hárinu í a.m.k. 8 klst. Þessi meðferð er endurtekin eftir 7 daga. 2. Fyrir heilbrigða einstaklinga frá 2 ára aldri sem hyggst nota malathion efni (Prioderm) er áhrifaríkast að nota alkóhóllausnir efnisins; setja þær í þurrt hárið og láta þorna eðlilega (ekki nota hárþurrku þar sem efnið er eldfimt) og vera í hárinu í 8-12 klst. Endurtaka þessa meðferð eftir 7 daga. 3. Fyrir einstaklinga með astma, exem, rofna húð og börn yngri en 2 ára sem hyggjast nota malathion efni (Prioderm) skal nota vatnslausn efnisins; setja í þurrt hárið og láta þorna og vera í hárinu í 12 klst. Endurtaka þessa meðferð eftir 7 daga. 4. Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna.

5. Fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti er Malathion í alkóhóllausn eða vatnslausn (Prioderm) talin örugg meðferð. Ekki er mælt með notkun Pemethrinum hársápu (Nix) hjá þessum hópi þar sem áhrif hennar hafa ekki verið rannsökuð. Hafa í huga: að efni sem sett eru í blautt hárið og höfð í stuttan tíma (s.s. hársápur) hafa ekki reynst eins vel og geta frekar stuðlað að myndun ónæmis lúsarinnar gegn viðkomandi efni. 1. Samhliða skal kemba hárið með lúsakambi daginn eftir að lúsameðalið var sett í hárið og kemba síðan fjórum sinnum næstu tvær vikur. 2. Ef meðferð á að skila árangri og til að komið sé í veg fyrir endursmit, þarf að skoða aðra heimilismenn og nána vini (kemba með lúsakambi) til að kanna hvort að þeir eru einnig með lús. Ef lús finnst hjá þeim skal meðhöndla þá, alla samtímis, með lúsadrepandi efni og kembingu. 3. Aldrei má nota fyrirbyggjandi meðferð við höfuðlús þar sem það eykur líkur á myndun ónæmis fyrir lyfjunum. 4. Fylgjast þarf með hársverðinum eftir vel heppnaða meðferð - endursmit getur átt sér stað ef smitmiðillinn er ennþá í umhverfinu. 5. Ef kláði var til staðar fyrir meðferð getur tekið nokkurn tíma fyrir hann að hverfa. Áframhald kláða í einhvern tíma eftir meðferð þýðir ekki endilega að lúsin sé komin á ný. Ef kláðinn verður viðvarandi er mælt með að viðkomandi leiti læknis. Höfuðlúsaeyðing með náttúrulegum" efnum: Rannsóknir hefa sýnt að jurtaseyði og ýmis gömul húsráð (s.s. að setja júgursmyrsli eða vaselín í hárið, majonesu, ólívuolíu, jurtaolíu o.s.frv.) drepa ekki höfuðlýs þó eitthvert gagn hafi reynst vera af Tea tree olíu. Ekki er hægt að mæla með notkun ilmolíu í baráttunni við höfuðlús og líklegt ar að slíkt geri ekkert gagn - engar rannsóknir eru til að styðja notkun slíkra efna. Aldrei skal setja í hárið eldfim efni og eitruð, s.s. bensín eða kerósón, né efni sem ætluð eru til nota á dýrum. Ástæður fyrir að meðferð bregst og hvað skal þá gera? Ef meðferð ber ekki árangur er líklegast að ekki hafi verið rétt staðið að henni s.s. að ekki hafi verið notað rétt efni, að ekki hafi verið notað nægilega mikið efni, að efnið hefi ekki verið haft nægilega lengi í hárinu eða að endursmit verði frá sýktum einstaklingum í umhverfinu s.s. fjölskyldumeðlimum eða nánum vinum. Á Vesturlöndum hefur orðið vart ónæmis hjá höfuðlús fyrir öllum lúsalyfjum, einkum fyrir Permethrini. Við rannsóknir hefur komið í ljós að malathion í alkóhollausn sem sett er í þurrt hár og haft í hárinu í 8-12 klst. er árangursríkast og þar af leiðandi er mælt með notkun þess. Til að minnka líkur á að lúsin myndi ónæmi gegn lúsalyfjum er afar mikilvægt að meðhöndla aðeins þá sem greinast með lús og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna. Ef lifandi lús er enn í hárinu eftir rétt framkvæmda meðferð getur hugsast að um ónæmi höfuðlúsarinnar gegn viðkomandi lúsalyfi sé að ræða. Í slíku tilfelli skal hefja aðra meðferð með annarri tegund höfuðlúsadrepandi efnis og fara nákvæmlega eftir notkunarleiðbeiningum.

Þrif í umhverfi Ekki er þörf á sérstökum umhverfisþrifum til að ráða niðurlögum lúsasmits. Höfuðlýs í umhverfinu eru til lítils megnugar þegar þær eru ekki í hlýju höfuðhárs og með aðgang að mannsblóði og deyja á 15-20 klst., þ.e.a.s. innan sólarhrings. Ef talin er þörf á, t.d. þar sem er sameiginleg greiða eða bursti, er rétt að þvo slík áhöld með heitu sápuvatni eða hella yfir það heitu vatni og láta standa í nokkrar mínútur. Sjá einnig www.liceworld.com Heimildir: - - - - - - - - Burkhart, C.G., 2004. Relationship of Treatment-Resistant Head Lice to the Safety and Efficacy of Pediculicides. Mayo Clinic Proceedings; 79, 5; ProQuest Medical Library:661-666. Burkhart, C.N., 2003. Fomite transmission with head lice: A continuing controversy. The Lancet; 361:99-100. Burkhart, C.N., Burkhart, C.G., 2004. Head Lice Revisited:In vitro standardized tests and differences in malathion formulations. Archives of Dermatology, 140, 4:488. Elston, D.M., 2003. Drug-Resistant Lice. Archives of Dermatology; 139, 8;1061-1064. Flinders, D.C., De Schweintz, P., 2004. Pediculosis and Scabies. American Family Physician;69, 2; Health module 341-348. Frankowski, B.L., Weiner, L.B., 2002. Head Lice, Clinical report. Pediatrics; 110:3:638-642. Hansen, R.C., O Haver, J., 2004. Economic Considerations Associated With Pediculus humanus capitis Infestation. Clinical Paediatrics; 43, 6:523-527. Larsen, K.S. 2005. Munnlegar upplýsingar. Leiðbeiningar um greiningu og meðferð höfuðlúsar 2004. Breskur gagnabanki um klínískar leiðbeiningar: http://www.prodigy.nhs.uk Leiðbeiningar um höfuðlús: Vejledning om hovedlus, upplýsingar unnar 2000. Statens skadedyrlaboratorium, Ministeriet for Födevarer, Landbrug og Fiskeri, http://www.dpil.dk Meinking, T.L., Serrano, L., Hard, B., Entzel, P., Lemard, G., Rivera, E., Villar, M.E., 2002. Comparative In Vitro Pediculicidal Efficacy of Treatments in a Resistant Head Lice Population in the United States. Archives of Dermatology;138:220-224. Nash, B., 2003. Treating head lice? Clinical review. BMJ;326:1256-1258 Ressel, G.W., 2003. AAP Releases clinical report on head lice? practice guidelines. American Family Physician; 67, Health module: 1391-1392.

Roberts, R.J., Burgess, I.F. 2005. New head-lice treatments: hope or hype? Lancet; vol 365, 1:8-9 Roffe, C., 2000. Treatment of pediculosis capitis by dry combing. Lancet; 355:1724. Tedenborg, M., Larsen, K.S., Öhman, S., 2002. Allt fler barn drabbas av löss? Nu behövs gemensamma krafttag. Upplýsingar um höfuðlús fengnar 2004 af heimasíðu Smittskyddinstituttet í Svíþjóð: http://www.smittskyddsinstitutet.se/ Williams, L.K., Reichert, A., MacKenzie, W.R., Hightower, A.W., Blake, P.A., 2001. Lice, Nits, and School Policy. Peadiatrics:107;5:1011-1015. Zepf, B., 2004. Treatment of head lice: Therapautic options. American Family Physician; 69;3:665 Síðast uppfært 07.09.2012