EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

Similar documents
EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Nr mars 2006 AUGLÝSING

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

IS Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Orðsending frá 8. júlí 1994 um gildistöku ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/94, 3/94, 4/94, 5/94 og 7/

Nr. 68/192 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 1441/2007. frá 5.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

2013/EES/22/01 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.6813 McCain Foods Group/Lutosa Business)... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál nr. COMP/M.3333 Sony/BMG)... 1

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 41 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 355/2003 frá 20. febrúar 2003 leyfi fyrir aukefninu avílamýsíni í fóðri... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)...

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 47 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 36 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 48 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/193. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Áhrif lofthita á raforkunotkun

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Nr september 2014 REGLUGERÐ. um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Ákvörð un Eftir lits stofn un ar EFTA 167/08/COL frá 12. mars 2008 um meinta


Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

2018/EES/62/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 061/18/COL... 1

Eftirlit með neysluvatni

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 3 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA!

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 18 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 33 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið

2018/EES/48/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 043/18/COL... 1

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

REGLUGERÐ. Reglugerð nr. 400/2008 um skírteini útgefin af Flugmálastjórn Íslands, með áorðnum breytingum.

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Nr. 8/458 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 579/2014. frá 28.


Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

2018/EES/2/01 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8694 Hochtief/Abertis)... 1

Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1

Desember 2017 NMÍ 17-06

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 46 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 3 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

Úrskurður dómstólsins frá 15. nóvember 2016 í máli E-7/16 Míla ehf. gegn Eftirlitsstofnun EFTA... 3

Ég vil læra íslensku

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 19 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Hvernig starfar Evrópusambandið?

STAÐA MÁLA HVAÐ VARÐAR HREINSUN SKÓLPS Á ÍSLANDI. Skýrsla Umhverfisstofnunar sbr. 28. gr. reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Transcription:

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839 2017/EES/67/62 frá 17. maí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun nítríta (E 249-250) í golonka peklowana (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 frá 16. desember 2008 um aukefni í matvælum ( 1 ), einkum 3. mgr. 10. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er sett fram skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvæli og skilyrði fyrir notkun þeirra. 2) Uppfæra má skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 ( 2 ), annaðhvort að frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar eða í kjölfar umsóknar. 3) Hinn 10. mars 2016 lagði Pólland fram umsókn um leyfi fyrir notkun á nítrítum (E 249 250) sem rotvarnarefni í golonka peklowana. Umsóknin var síðan gerð aðgengileg fyrir aðildarríkin skv. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008. 4) Samkvæmt umsækjandanum er golonka peklowana hefðbundin unnin kjötvara frá Póllandi þar sem nítrít, auk þess að vera rotvarnarefni, eru notuð sem efni til verkunar til að ná æskilegum eiginleikum að því er varðar lit, bragð og áferð sem neytendur búast við. Neytendur eiga að hita golonka peklowana upp fyrir neyslu. 5) Í 7. forsendu reglugerðar (EB) nr. 1333/2008 er mælt fyrir um að í samþykki fyrir matvælaaukefnum ætti einnig að taka mið af öðrum þáttum sem skipta máli í þessu tilliti, þ.m.t. eru m.a. hefðbundnir þættir. Því er rétt að halda tilteknum hefðbundnum vörum á markaði í sumum aðildarríkjum þar sem notkun matvælaaukefna uppfyllir almennu og sértæku skilyrðin sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1333/2008. 6) Til að tryggja samræmda beitingu á notkun aukefna sem falla undir þessa reglugerð verður golonka peklowana lýst í leiðbeiningarskjalinu þar sem matvælaflokkunum er lýst í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum ( 3 ). 7) Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008 skal framkvæmdastjórnin leita álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) áður en hún uppfærir skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni, sem sett er fram í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, nema þegar ólíklegt er að uppfærslan, sem um er að ræða, hafi áhrif á heilbrigði manna. Notkun nítríta er almennt leyfð í kjötafurðir en notkun þeirra í unnar kjötvörur er takmörkuð við tilteknar hefðbundnar unnar vörur og mælt er fyrir um sértæk ákvæði fyrir hefðbundnar, saltaðar kjötafurðir. Þar eð umsókn um rýmkun á notkun nítríta takmarkast við fáar sértækar unnar kjötafurðir sem hefð er fyrir að nota er ekki búist við að rýmkunin hafi marktæk áhrif á heildarváhrif vegna nítríta. Af þeim sökum telst rýmkuð notkun á þessum aukefnum uppfærsla á skrá Sambandsins sem ólíklegt er að hafi áhrif á heilbrigði manna og er ekki nauðsynlegt að leita álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 125, 18.5.2017, bls. 7. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 161/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 16. ( 2 ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 frá 16. desember 2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum (Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 1). ( 3 ) http://ec.europa.eu/food/safety/food_improvement_agents/additives/eu_rules_en

Nr. 67/494 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 8) Því ætti að breyta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 til samræmis við það. 9) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Ákvæðum II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er breytt í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð. 2. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 17. maí 2017. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/495 VIÐAUKI Í stað færslunnar fyrir nítrít (E 249 250) í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, í matvælaflokki 08.2 Unnin kjötvara eins og skilgreint er í reglugerð (EB) nr. 853/2004, komi eftirfarandi: E 249 250 Nítrít 150 7) Einungis lomo de cerdo adobado, pincho moruno, careta de cerdo adobada, costilla de cerdo adobada, Kasseler, Bräte, Surfleisch, toorvorst, šašlõkk, ahjupraad, kiełbasa surowa biała, kiełbasa surowa metka, tatar wołowy (danie tatarskie) og golonka peklowana

Nr. 67/496 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/871 2017/EES/67/63 frá 22. maí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á fosfórsýru fosfötum dí- trí- og fjölfosfötum (E 338 452) í tilteknar unnar kjötvörur (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 frá 16. desember 2008 um aukefni í matvælum ( 1 ), einkum 3. mgr. 10. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er sett fram skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvæli og skilyrði fyrir notkun þeirra. 2) Uppfæra má skrána í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 ( 2 ), annaðhvort að frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar eða í kjölfar umsóknar. 3) Hinn 11. maí 2015 lagði Tékkland fram umsókn um leyfi fyrir notkun á fosfórsýru, fosfötum, dífosfötum, trífosfötum og fjölfosfötum (hér á eftir nefnd fosföt) sem bindiefni í eftirfarandi unnar kjötvörur: Bílá klobása, Vinná klobása, Sváteční klobása og Syrová klobása. Umsóknin var síðan gerð aðgengileg fyrir aðildarríkin skv. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008. 4) Notkun fosfata er nauðsynleg til að viðhalda eðlisefnafræðilegu ástandi og auka bindigetu unninna kjötvara, s.s. Bílá klobása, Vinná klobása, Sváteční klobása og Syrová klobása, einkum þegar þær eru settar á markað í loftskiptum umbúðum og með auknu geymsluþoli. Samkvæmt umsækjandanum er tæknilega þörfin fyrir þessi aukefni í viðkomandi tékkneskar unnar kjötvörur svipuð og í morgunverðarpylsur og Bräte en notkun fosfata í þær vörur er heimiluð í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 í matvælaflokki 08.2 Unnar kjötvörur eins og skilgreint er í reglugerð (EB) nr. 853/2004. 5) Í 7. forsendu reglugerðar (EB) nr. 1333/2008 er mælt fyrir um að í samþykki fyrir matvælaaukefnum ætti einnig að taka mið af öðrum þáttum sem skipta máli í þessu tilliti, þ.m.t. eru m.a. hefðbundnir þættir. Því er rétt að halda tilteknum hefðbundnum vörum á markaði í sumum aðildarríkjum, að því tilskildu að notkun matvælaaukefna í þessar vörur uppfylli almennu og sértæku skilyrðin sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1333/2008. 6) Til að tryggja samræmda beitingu á notkun aukefna sem falla undir þessa reglugerð verður viðkomandi unnum tékkneskum kjötvörum lýst í leiðbeiningarskjali þar sem matvælaflokkunum í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum ( 3 ) er lýst. 7) Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008 skal framkvæmdastjórnin leita álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) áður en hún uppfærir skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni, sem sett er fram í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, nema þegar ólíklegt er að uppfærslan, sem um er að ræða, hafi áhrif á heilbrigði manna. Notkun fosfata sem matvælaaukefni er heimiluð í margs konar matvæli. Vísindanefndin um matvæli mat öryggi þeirra og setti hámarksgildi þolanlegrar, daglegrar inntöku sem nemur 70 mg/kg líkamsþyngdar, gefin upp sem fosfór ( 4 ). Þar eð umsókn um rýmkun á notkun fosfata (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 134, 23.5.2017, bls. 3. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 16. ( 2 ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 frá 16. desember 2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum (Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 1). ( 3 ) http://ec.europa.eu/food/safety/food_improvement_agents/additives/eu_rules_en ( 4 ) Skýrslur vísindanefndarinnar um matvæli, 25. ritröð (bls. 13), 1991.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/497 takmarkast við fáar sértækar vörur sem hefð er fyrir að nota er ekki búist við að rýmkunin hafi marktæk áhrif á heildarváhrif vegna fosfata. Af þeim sökum telst rýmkuð notkun á þessum aukefnum uppfærsla á skrá Sambandsins sem ólíklegt er að hafi áhrif á heilbrigði manna og er ekki nauðsynlegt að leita álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. 8) Því ætti að breyta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 til samræmis við það. 9) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Ákvæðum II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er breytt í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð. 2. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 22. maí 2017. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti.

Nr. 67/498 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 VIÐAUKI Í stað færslunnar fyrir fosfórsýru fosföt dí-, trí- og fjölfosföt (E 338 452) í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, í matvælaflokki 08.2 Unnar kjötvörur eins og skilgreint er í reglugerð (EB) nr. 853/2004, komi eftirfarandi: E 338 452 Fosfórsýra fosföt dí-, trí- og fjölfosföt 5 000 (1) (4) Einungis morgunverðarpylsur: í þessari afurð er kjötið hakkað þannig að vöðva- og fituvefur dreifist fullkomlega og trefjarnar mynda ýrulausn með fitunni og gefa þannig afurðinni dæmigert útlit sitt; grásöltuð finnsk jólaskinka, hamborgarakjöt sem inniheldur a.m.k. 4% af grænmeti og/eða korni sem er blandað saman við kjötið, Kasseler, Bräte, Surfleisch, toorvorst, šašlõkk, ahjupraad, Bílá klobása, Vinná klobása, Sváteční klobása og Syrová klobása.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/499 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/874 2017/EES/67/64 frá 22. maí 2017 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á bútani (E 943a), ísóbútani (E 943b) og própani (E 944) í litarefnablöndur (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 frá 16. desember 2008 um aukefni í matvælum ( 1 ), einkum 3. mgr. 10. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er sett fram skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvælaaukefni, matvælaensím, matvælabragðefni, næringarefni og skilyrði fyrir notkun þeirra. 2) Uppfæra má skrána í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 ( 2 ), annaðhvort að frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar eða í kjölfar umsóknar. 3) Umsókn um leyfi fyrir notkun á bútani (E 943a), ísóbútani (E 943b) og própani (E 944) sem drifefni í litarefnablöndur í II. flokki og III. flokki, eins og skilgreint er í C-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, var lögð fram 26. janúar 2016. Umsóknin var síðan gerð aðgengileg fyrir aðildarríkin skv. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008. 4) Bútan, ísóbútan og própan, sem eru notuð sem drifefni, geta myndað nægan þrýsting til að úða litarefnablöndum í því skyni að ná viðeigandi, jafnri litaþekju á matvæli. 5) Vísindanefndin um matvæli lagði mat á öryggi própans, bútans og ísóbútans sem útdráttarleysa árið 1991 og komst að þeirri niðurstöðu að slík notkun væri ásættanleg ef gildi leifa í matvælum væru 1 mg/kg fyrir hvert efni ( 3 ). 6) Vísindanefndin um matvæli veitti álit sitt um própan, bútan og ísóbútan sem drifefni fyrir jurtaolíu á úðaformi til matargerðar og ýrulausnarúða, að stofni til úr vatni, til matargerðar ( 4 ) á árinu 1999 og komst að þeirri niðurstöðu að miðað við lág gildi drifefnaleifa skipti notkun við bökun og steikingu ekki máli í eiturefnafræðilegu tilliti. 7) Greiningargögn, sem umsækjandinn lagði fram, staðfestu að einni klukkustundu eftir að ýmiss konar matvæli eru úðuð eru leifar bútans (E 943a), ísóbútans (E 943b) og própans (E 944) undir mörkunum 1 mg/kg. 8) Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008 skal framkvæmdastjórnin leita álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) áður en hún uppfærir skrá Sambandsins yfir matvælaaukefni, sem sett er fram í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, nema þegar ólíklegt er að uppfærslan hafi áhrif á heilbrigði manna. Þar eð leyfi fyrir notkun á bútani (E 943a), ísóbútani (E 943b) og própani (E 944) sem drifefni í litarefnablöndur telst uppfærsla á þeirri skrá, sem ólíklegt er að hafi áhrif á heilbrigði manna, er ekki nauðsynlegt að leita álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 134, 23.5.2017, bls. 18. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 162/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar ( 1 ) Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 16. ( 2 ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 frá 16. desember 2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum (Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 1). ( 3 ) Skýrslur vísindanefndarinnar um matvæli, 29. ritröð, 1992. ( 4 ) Opinion on propane, butane and iso-butane as propellant gases for vegetable oil-based aerosol cooking sprays and water-based emulsion cooking sprays. Vísindanefndin um matvæli, 29.3.1999.

Nr. 67/500 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 9) Því er rétt að leyfa notkun á bútani (E 943a), ísóbútani (E 943b) og própani (E 944) sem drifefni í litarefnablöndur í II. flokki og III. flokki, eins og skilgreint er í C-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008. Vegna áhættu á íkviknun og þess tíma sem þarf til að minnka magn drifefna niður fyrir mörkin 1 mg/kg er rétt að veita þetta leyfi eingöngu til nota í atvinnuskyni til að tryggja að farið sé að stöðluðum aðferðarlýsingum í iðnaði og að tíminn milli úðunar og neyslu sé nægjanlega langur til að uppfylla ásættanlegt gildi fyrir leifar. 10) Því ætti að breyta III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 til samræmis við það. 11) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Ákvæðum III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er breytt í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð. 2. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 22. maí 2017. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/501 VIÐAUKI Í 2. hluta III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 bætast eftirfarandi færslur við á eftir færslunni fyrir E 903: E 943a Bútan 1 mg/kg í endanlegum matvælum Litarefnablöndur í II. flokki og III. flokki eins og skilgreint er í C- hluta II. viðauka (eingöngu til nota í atvinnuskyni) E 943b Ísóbútan 1 mg/kg í endanlegum matvælum Litarefnablöndur í II. flokki og III. flokki eins og skilgreint er í C- hluta II. viðauka (eingöngu til nota í atvinnuskyni) E 944 Própan 1 mg/kg í endanlegum matvælum Litarefnablöndur í II. flokki og III. flokki eins og skilgreint er í C- hluta II. viðauka (eingöngu til nota í atvinnuskyni)

Nr. 67/502 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/1270 2017/EES/67/65 frá 14. júlí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á kalíumkarbónati (E 501) á skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 frá 16. desember 2008 um aukefni í matvælum ( 1 ), einkum 3. mgr. 10. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er sett fram skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvæli og skilyrði fyrir notkun þeirra. 2) Uppfæra má skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 ( 2 ), annaðhvort að frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar eða í kjölfar umsóknar. 3) Umsókn um leyfi til að nota kalíumkarbónat (E 501) á skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti, var lögð fram 15. október 2015 og gerð aðgengileg fyrir aðildarríkin skv. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008. 4) Við tilreiðslu á ferskum skornum aldinum og grænmeti getur ensímvirkni leitt til minni gæða afurðarinnar, t.d. brúnunar og breytingar á formi hennar, og til matarsóunar. Til að koma í veg fyrir brúnun er hægt að nota askorbínsýru (E 300). Askorbínsýra hefur hins vegar tilhneigingu til að brjóta niður frumuvefi sem leiðir til þess að aldin og grænmeti mýkjast og fá óeðlilegan lit eftir nokkra daga. Notkun á kalíumkarbónati (E 501) gerir kleift að veita skilvirkari vörn gegn brúnun þar eð það virkar sem bindiefni og sýrustillir og dregur úr skemmdum á vefjum af völdum askorbínsýru. 5) Vísindanefndin um matvæli fastsetti ásættanlega, daglega inntöku fyrir flokk efna sem ekki tilgreind fyrir karbónöt ( 3 ) sem bendir til þess að þau skapi ekki hættu fyrir heilbrigði þegar þau eru notuð í því magni sem nauðsynlegt er til að ná fram tilætluðum tæknilegum áhrifum. 6) Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008 skal framkvæmdastjórnin leita álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) áður en hún uppfærir skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni, (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 184, 15.7.2017, bls. 1. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 16. ( 2 ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 frá 16. desember 2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum (Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 1). ( 3 ) Skýrsla vísindanefndarinnar um matvæli, 25. ritröð, 1990.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/503 sem sett er fram í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, nema þegar ólíklegt er að uppfærslan, sem um er að ræða, hafi áhrif á heilbrigði manna. Þar eð leyfi fyrir notkun á kalíumkarbónati (E 501) sem bindiefni og sýrustillir á skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti telst uppfærsla á þeirri skrá, sem ólíklegt er að hafi áhrif á heilbrigði manna, er ekki nauðsynlegt að leita álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. 7) Því er rétt að leyfa notkun á kalíumkarbónati (E 501) sem bindiefni og sýrustillir í matvælaflokki 04.1.2 Skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti í II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 eftir þörfum. Í því skyni að sjá til þess að neytendur séu upplýstir um þessa meðhöndlun ætti að takmarka notkun á kalíumkarbónati (E 501) við forpökkuð, kæld óunnin aldin og grænmeti, tilbúin til neyslu, og forpakkaðar óunnar og flysjaðar kartöflur. 8) Því ætti að breyta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 til samræmis við það. 9) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður. SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Ákvæðum II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er breytt í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð. 2. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 14. júlí 2017. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti. VIÐAUKI Í E-hluta II. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 bætist eftirfarandi færsla við í matvælaflokki 04.1.2 Skræld, skorin og rifin aldin og grænmeti á undan neðanmálsgreinunum: E 501 Kalíumkarbónat Eftir þörfum Einungis forpökkuð, kæld óunnin aldin og grænmeti, tilbúin til neyslu, og forpakkaðar óunnar og flysjaðar kartöflur.

Nr. 67/504 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.10.2017 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/1271 2017/EES/67/66 frá 14. júlí 2017 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á kísildíoxíði (E 551) í kalíumnítrat (E 252) (*) FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR, með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins, með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 frá 16. desember 2008 um aukefni í matvælum ( 1 ), einkum 3. mgr. 10. gr., og að teknu tilliti til eftirfarandi: 1) Í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er sett fram skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni sem samþykkt hafa verið til notkunar í matvælaaukefni, matvælaensím, matvælabragðefni, næringarefni og skilyrði fyrir notkun þeirra. 2) Uppfæra má skrá Evrópusambandsins yfir matvælaaukefni í samræmi við sameiginlegu málsmeðferðina sem um getur í 1. mgr. 3. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 ( 2 ), annaðhvort að frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar eða í kjölfar umsóknar. 3) Umsókn um leyfi til að nota kísildíoxíð (E 551) sem kekkjavarnarefni, sem bætt er við kalíumnítrat (E 252), var lögð fram 7. júlí 2016 og gerð aðgengileg fyrir aðildarríkin skv. 4. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008. 4) Kalíumnítrat (E 252) sýnir við geymslu mikla tilhneigingu til að mynda kekki sem kemur í veg fyrir notkun þess við matvælavinnslu. Því þarf kekkjavarnarefni til að tryggja flæði og réttan skammt af þessu aukefni. Umsækjandinn hefur sýnt fram á að leyfð kekkjavarnarefni fyrir kalíumnítrat (E 252) eru ekki skilvirk eða geta leitt til óæskilegra breytinga á sýrustigi og þar með truflað matvælavinnsluna. Hins vegar hefur verið sannað að kísildíoxíð (E 551) er skilvirkt og hvarfast hvorki við matvælin né hefur áhrif á frekari vinnslu matvælanna. 5) Vísindanefndin um matvæli fastsetti ásættanlega, daglega inntöku fyrir flokk efna sem ekki tilgreind fyrir kísildíoxíð (E 551) og tiltekin sílíköt (t.d. natríum-, kalíum-, kalsíum- og magnesíumsílíköt) þegar þau eru notuð sem kekkjavarnarefni ( 3 ). Það bendir til þess að kísildíoxíð (E 551) skapi ekki hættu fyrir heilbrigði þegar það er notað í því magni sem nauðsynlegt er til að ná fram tilætluðum tæknilegum áhrifum. Aukin váhrif á neytendur af völdum kísildíoxíðs (E 551), þegar það er notað sem kekkjavarnarefni í kalíumnítrat (E 252), verða áfram takmörkuð. 6) Samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðar (EB) nr. 1331/2008 skal framkvæmdastjórnin leita álits Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (hér á eftir nefnd Matvælaöryggisstofnunin) áður en hún uppfærir skrá Sambandsins yfir matvælaaukefni, sem sett er fram í III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008, nema þegar ólíklegt er að uppfærslan, sem um er að ræða, hafi áhrif á heilbrigði manna. 7) Þar eð leyfi fyrir notkun á kísildíoxíði (E 551) í kalíumnítrat (E 252) telst uppfærsla á þeirri skrá, sem ólíklegt er að hafi áhrif á heilbrigði manna, er ekki nauðsynlegt að leita álits Matvælaöryggisstofnunarinnar. 8) Því er rétt að leyfa notkun á kísildíoxíði (E 551) sem kekkjavarnarefni í kalíumnítrat (E 252). 9) Því ætti að breyta III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 til samræmis við það. 10) Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður. (*) Þessi ESB-gerð birtist í Stjtíð. ESB L 184, 15.7.2017, bls. 3. Hennar var getið í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 163/2017 frá 22. september 2017 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, biður birtingar. ( 1 ) Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 16. ( 2 ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1331/2008 frá 16. desember 2008 um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir aukefni í matvælum, ensím í matvælum og bragðefni í matvælum (Stjtíð. ESB L 354, 31.12.2008, bls. 1). ( 3 ) Skýrsla vísindanefndarinnar um matvæli, 25. ritröð, 1990.

19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/505 SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA: 1. gr. Ákvæðum III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 er breytt í samræmi við viðaukann við þessa reglugerð. 2. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar. Gjört í Brussel 14. júlí 2017. Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar, Jean-Claude JUNCKER forseti. VIÐAUKI Í 2. hluta III. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1333/2008 bætist eftirfarandi færsla við á eftir síðustu færslunni fyrir matvælaaukefni E 551, kísildíoxíð: E 551 Kísildíoxíð 10 000 mg/kg í efnablöndunni E 252 kalíumnítrat